15. ágú. 2010 - 15:00Snæfríður Ingadóttir

Íslendingar fara meira í Bláa Lónið: Allir vilja á nýja barinn

Bláa lónið hefur verið duglegt við að bjóða tvo fyrir einn í lónið í ár og virðast margir Íslendingar hafa nýtt sér það því heimsóknum íslenskra gesta hefur fjölgað. Nýr bar í lóninu trekkir líka að.

Bláa lónið hefur verið duglegt við að bjóða tvo fyrir einn í lónið í ár og virðast margir Íslendingar hafa nýtt sér það því heimsóknum íslenskra gesta hefur fjölgað. Nýr bar í lóninu trekkir líka að. Mynd: Bláa lónið

Íslendingar hafa verið duglegir við að heimsækja Bláa Lónið í ár. Innlendum gestum hefur fjölgað um 14% það sem af er ári. Nýr bar sem staðsettur er úti í lóninu virðist trekkja að.

Nýi barinn, Lagoon Bar, opnaði í byrjun sumars. Eins og Pressan hefur áður greint frá er þar hægt að fá bæði áfenga og óáfenga drykki sem allir eru bornir fram í plastglösum. Eins er hægt að fá Blue Lagoon eldfjallahreinsir og þörungamaska á barnum.

Aðsókn Íslendinga í lónið tók kipp eftir að barinn opnaði því fjölgun innlendra gesta var meiri í júlí en aðra mánuði ársins eða 26% meiri en í sama mánuði í fyrra.

Hvort það sé nýi barinn, gott veður í sumar eða góð tilboð hjá Bláa lóninu sem er ástæðan fyrir því að Íslendingar heimsækja þennan vinsæla ferðamannastað meira nú en áður skal ósagt látið.

23.ágú. 2013 - 09:30 Kynning

Ekki eins flókið að fá sér heitan pott og margir halda

Heitu pottarnir hjá NormX eru sérhannaðir fyrir íslenskar aðstæður Núna stendur pottatímabilið sem hæst. Oft miklar fólk kannski fyrir sér að setja heita potta upp hjá sér, hvort sem það er á heimilinu eða í sumarbústaðnum. En, það er alls ekki eins flókið og margir kannski halda.
09.maí 2012 - 07:00

Á bikiní í Brussel: Baðströnd í miðri borg

Brussel er borg sem hefur allt – líka sólarströnd með pálmatrjám þó borgin liggi ekki að sjó. Belgar deyja ekki ráðalausir og skella sér á ströndina í höfuðborginni þó hún liggi ekki að sjó. Í Brussel er hreinlega búin til baðströnd með hvítum sandi og pálmatrjám á sumrin.
10.apr. 2011 - 08:00 Þóra Sigurðardóttir

Tortóla-eyjar: Ferðamannaparadís úr alfaraleið þar sem ofskynjunarsveppir eru löglegir

Þegar sumarið nálgast eru margir að huga að heppilegum sumarleyfisstað. Tortóla-eyjar hafa verið mikið í umræðunni og því ekki úr vegi að kanna hvaða dásemdir þar eru í boði.

08.mar. 2011 - 08:00 Þóra Sigurðardóttir

Dreymir þig um sól og stjörnulíf: Las Ventanas Al Paraiso í Mexíkó: Draumur í dós!

Jessica Alba.

Langar þig í hið fullkomna frí? Kannski að rekast á George Clooney á barnum? Jennifer Aniston á sundlaugarbakkanum? Þá er Mexíkó málið – nánar tiltekið Las Ventanas Al Paraiso.

15.jan. 2011 - 08:00 Snæfríður Ingadóttir

10 atriði sem koma í veg fyrir að hákarl ráðist á þig

Tilefnislausar hákarlaárásir eru um 75 talsins ár hvert samkvæmt upplýsingum frá Florida Museum of Natural History. Það er þykir lítið samanborið við allan þann fjölda fólks sem svamlar í höfum heimsins. Margir ferðamenn eru hræddir við að kasta sér í sjóinn eftir hákarlaárásirnar í Egyptalandi og skildi engan undra. Hákarlaárásir eru þó afar fátíðar í heiminum og í raun deyja fleiri árlega af völdum skordýrabits. Hér eru 10 atriði sem komið geta í veg fyrir að þú lendir í hákarlaárás í sumarfríinu.  
05.jan. 2011 - 09:03 Björg Magnúsdóttir

Úllalla! Þau sem hafa beðið nýrrar baðfatalínu Victoriu Secret, réttið upp hönd - MYNDBAND

Candice Swanepoel. Gleymið frosthörku, mínus átta gráðum á mælinum, stormi og klaka á götum úti. Skyggnist inn í baðfataheim ársins 2011 hjá Victoriu Secret þar sem hitinn er mikill.
14.des. 2010 - 08:00 Snæfríður Ingadóttir

Hert eftirlit í Sharm el Sheikh:Ferðamenn mega baða, kafarar vakta hákarlana

Sharm el Sheikh er vinsæll ferðamannabær við Rauða hafið - a.m.k. þangað til hákarlar fóru að ráðast á og drepa ferðamenn þar. Ferðamenn geta nú buslað í sjónum við Sharm el Sheikh í Egyptalandi eftir að ferðamálayfirvöld bönnuðu sjóböð þar í kjölfar hákarlaárásanna þar nýlega. Eftirlit hefur verið hert með ströndinni og kafarar vakta hákarlana.
26.nóv. 2010 - 08:00 Snæfríður Ingadóttir

Á skíðum á ströndinni: Hver segir að maður þurfi snjó til þess að fara á skíði? - MYNDBAND

Sláðu tvær flugur í einu höggi; farðu á skíði á ströndinni. Langar þig bæði í sólarfrí og skíðaferð erlendis í vetur? Afhverju tekurðu ekki skíðin með á ströndina og slærð tvær flugur í einu höggi? Það er til fólk sem stundar það að skíða á sundfötunum.
15.nóv. 2010 - 08:00 Snæfríður Ingadóttir

Vellíðan, nautn og friður: Yndisleg spa upplifun á Mandarin Oriental - MYNDIR

Fullkomin slökun á Mandarin Oriental. Meðferðir hótelkeðjunnar byggjast á aldagömlum austurlenskum fræðum og stuðla að því að hugur og líkami nái jafnvægi. Djúp slökun, ferðalag  inn á við og værð. Þessu lofar Mandarin Oriental hótelkeðjan gestum sínum  - og meiru til. Fyrirtækið hefur fengið fjölda viðurkenninga fyrir „spa-upplifanir“ sínar þar sem hlúð er að líkama og sál.
11.nóv. 2010 - 09:00 Snæfríður Ingadóttir

Fallegar, góðar og fáklæddar: Flugfreyjurnar hjá Ryanair kalla ekki allt ömmu sína -MYNDIR

Flugfreyjur Ryanair eru góðhjartaðar og fækka fötum til styrktar góðu málefni. Dagatalið fæst um borð í vélum Ryanair. Um  800 flugfreyjur hjá lággjaldaflugfélaginu Ryanair sóttu um að fá að sitja fyrir á dagatali flugfélagsins fyrir 2011. Einungis 12 fengu starfið og sitja þar fyrir fáklæddar á sjóðheitri sólarströnd.