20. feb. 2011 - 08:00Snæfríður Ingadóttir

Bíður ævintýri lífs þíns eftir þér á þessu ári?

Er kominn tími til að pakka í töskuna og skella sér í ævintýraferð út í heim?

Er kominn tími til að pakka í töskuna og skella sér í ævintýraferð út í heim?

Nú þegar febrúarmánuður er senn á enda er ekki seinna vænna en að skipuleggja ferðalög ársins, þ.e.a.s. ef þú ert ekki nú þegar búin/n að því. Vandast þá valið því íslenskar ferðaskrifstofur bjóða upp á margar ævintýralegar ferðir á árinu.

Hér er dæmi um fimm þeirra:

Á slóðum Maya-Indjánanna 18.-31. mars
Ferðaskrifstofan Trans-Atlantic fer með hóp til Mexíkó og Gvatemala í mars. Þátttakendur kynnast hinum forna menningarheimi Maya indjánanna, gamlar menningarborgir eru skoðaðar, farið verður inn í regnskóginn og synt við stærsta kóralrif heims. Sjá nánar HÉR.

Gönguferð um Korfu 28. maí - 7.júní
Ferðaskrifstofan Vita stendur fyrir gönguferð um grísku eyjuna Korfu í samstarfi við Göngu Hrólf. Í þessarri ferð er farið í dagsferðir út frá Gavia ströndinni og gengið í fjölbreyttu landslagi, yfir möndluakra og í gegnum ólífulundi, upp á fjöll og gegnum gömul þorp og rústir skoðaðar. Fararstjóri er göngugarpurinn og útvarpskonan Steinunn Harðardóttir. Sjá nánari upplýsingar um ferðina HÉR

Ævintýrasigling til Grænlands 7.-15. september
Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar selur pláss í 9 daga náttúruskoðunarferð til Scoresbysunds með M/V Antarctic Dream í september. Farið er frá Akureyri og siglt þaðan til Grænlands. Reyndir fararstjórar og leiðsögumenn um borð og fræðandi fyrirlestrar. Einungis pláss fyrir 80 farþega.

Jakobsvegurinn á Spáni 6.-21. september.
Ít ferðir hafa skipulagt gönguferð um eina frægustu gönguleið Spánar, Jakobsveginn í september. Fararstjóri er Jón Björnsson og er hálft fæði og gisting innifalin í pakkanum. Sjá nánar HÉR.

Íran - hjarta Persíu  9. – 23. október

Bændaferðir bjóða tveggja vikna ferð til Íran í október  þar sem leiðsögumaður er Jóhanna Kristjónsdóttir. Áhugasamir geta mætt á kynningarfund þann 22. febrúar kl. 20 í húsakynnum Bændaferða, Síðumúla 2. Annars má einnig fá nánari upplýsingar um ferðina HÉR.  14.ágú. 2013 - 11:00

Óttalausar konur leika listir sínar í yfir 1000 metra hæð: Myndir og myndband

Hér má sjá myndir af stúlkum gera jafnvægisæfingar, fara í splitt og gera æfingar á vír í yfir 1000 metra hæð yfir sjávarmáli.


13.júl. 2013 - 09:00 Eva Gunnbjörnsdóttir

Brimbrettaiðkun á Íslandi allan ársins hring - sport, lífstíll, menning - myndir!

Ég hef orðið þess heiðurs aðnjótandi að kynnast sportinu, menningarkimanum og lífstílnum að brima. Margir þeirra alvöru brimara á Íslandi gætu jafnvel orðið óánægðir með að ég skrifi um sportið, þeim er það heilagt. Aðrir munu verða óánægðir með að vera kallaðir brimarar, þeir eru „sörfarar“ og ekkert annað!
03.júl. 2013 - 09:00

Ferðalög - er hægt að taka hundinn með?

Ert þú að skipuleggja ferðalag og spá í hvort hundurinn þinn geti komið með?

Það getur verið gaman að taka hundinn í ferðalag hafir þú gert ráð fyrir öllu. Hins vegar getur verið betra fyrir dýrið þitt að vera í „gæludýrapössun“ ef ekki er búið að skipuleggja ferðalagið með hundinn í huga. Ef þú ákveður að taka hundinn með er ekkert annað í stöðunni en að byrja að skipuleggja fríið. Að verða sér úti um merkiól með kennimarki hundsins er góð byrjun. Einnig er gott að rifja upp það sem hundurinn hefur lært í hundaþjálfun svo hann hagi sér vel á ferðalaginu. Svo er að skipuleggja samgöngumáta, gistingu og þá hluti sem þú vilt gera með hundinum þínum í fríinu.

30.ágú. 2011 - 09:00 Ásdís Björg Jóhannesdóttir

Grill og gaman á Básum: Ferð með útivist að gosstöðvum í september

Úr myndasafni utivist.is Ef þú hefur ekki enn séð gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi er tækifæri til þess í september.
12.ágú. 2011 - 15:59

Inndjúpsdagur - Fjölskylduhátíð í anda Björns Jórsalafara

Laugardaginn 20. ágúst verður Inndjúpsdagur haldinn í fyrsta skipti en þá verður efnt til einstakrar fjölskylduhátíðar með miðaldaívafi við innanvert Ísafjarðardjúp.
09.ágú. 2011 - 11:00 Ásdís Björg Jóhannesdóttir

Langar þig í fjallgöngu? - Áætlun Útivistar fyrir ágústmánuð

Ef þig langar að fara og njóta náttúrunnar áður en sumrinu lýkur þá er alltaf eitthvað að gerast hjá Útivist. Hægt er að velja um að fara í dagsferð, helgarferð eða enn lengri ferð.

31.júl. 2011 - 16:00 Ásdís Björg Jóhannesdóttir

Hollendingur hjólar hringinn í ágúst- Styrkir félag krabbameinssjúkra barna

Hollendingurinn Maurice de Keijzer mun hjóla hringinn í kringum Ísland ásamt sjö öðrum félögum sínum frá 16. til 23. ágúst næstkomandi. Tilgangur ferðarinnar er að safna fé til styrktar KiKa, félagi krabbameinssjúkra barna í Hollandi.

30.júl. 2011 - 17:00 Ásdís Björg Jóhannesdóttir

Ferðaþjónustan í Ögur gengur vel- Ekki of seint að skella sér í sumar

Sumarið hefur gengið afskaplega vel hjá fjölskyldufyrirtækinu Ögur travel sem hóf starfsemi sína fyrr í sumar. Kayakferðirnar hafa verið vinsælar hjá þeim enda undir leiðsögn fagfólks.

27.júl. 2011 - 15:00 Ásdís Björg Jóhannesdóttir

Nestaðu þig upp- Það er skemmtileg tilbreyting

Að nesta sig er sniðugur kostur þegar farið er í langa bílferð. Margir sem eru að ferðast innanlands með eða án barna þekkja það að bíltúrarnir geta verið langir.
26.júl. 2011 - 13:00 Ásdís Björg Jóhannesdóttir

Verslunarmannahelgin 2011- Hvað er að gerast?

Verslunarmannahelgin nálgast og er við hæfi að stikla á stóru um það sem er að gerast á landinu. Hvort sem þú ert fyrir sunnan, vestan, norðan eða austan þú ættir að finna eitthvað fyrir þig.