01. mar. 2011 - 19:20

Hart deilt á vernd Vatnajökuls- þjóðgarðs: Fyrir hverja? Augljóslega ekki fyrir Íslendinga

f4x4.is

Stjórnvöld hafa farið offari í að móta verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð, segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Hann segir umferð þar um takmarkaða svo mjög að öll fyrirheit um þjóðgarðinn hafi verið svikin.

Aðalfundur Landssamtakanna Ferðafrelsis í gær mótmælti harðlega ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra að undirrita verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Þar segja þau að ferðafrelsi almennings í þjóðgarðinum sé verulega takmarkað frá því sem verið hefur á þessum slóðum. Ætla samtökin að leggja fram stjórnsýslukæru og íhuga málaferli fyrir dómstólum til að tryggja greiðari aðgang að þjóðgarðinum. Stjórn Ferðaklúbbsins 4x4 hefur einnig mótmælt ákvörðuninni og vinnubrögðunum.

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók málið upp við upphaf þingfundar í dag. Hann kallaði Mörð Árnason, formann umhverfisnefndar til svara, og spurði hvort hann ætlaði ekki að beita sér fyrir breytingum á þessari ákvörðun.

Guðlaugur sagði stjórnvöld hafa svikið öll fyrirheit sem þau gáfu þegar hafist var handa við að móta verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Hann sagði ferðafrelsi í þjóðgarðinum takmarkað alltof mikið og furðaði sig á því hvernig staðið væri að málum:

Fyrir hvern á þessi garður að vera? Því augljóslega á hann ekki að vera fyrir íslenska þjóð!

Mörður Árnason sagðist sammála umhverfisráðherra um að í þjóðgarði ætti að leggja náttúruverndina til grundvallar og allt annað kæmi þar á eftir.

Það sem skiptir allra mestu er að þjóðgarðurinn og náttúran lifi í huga manna,

sagði Mörður og bætti við að það væri misjafnt hvaða áhrif mismunandi athafnir hefðu á náttúruna.

Það fara ekki saman göngumenn og veiðar. Það fara ekki saman hestar og mótorhjól.
19.des. 2013 - 09:30

Þjónusta fyrir ferðamenn stóreykst með opnun nýrrar upplýsingamiðstöðvar á Hellu

Á myndinni eru Arnar Freyr Ólafsson og Elías Rúnar Kristjánsson, eigendur South Door South Door opnaði formlega upplýsingamiðstöðina í Árhúsum á Hellu föstudaginn 13.desember síðastliðinn. South Door hefur starfrækt upplýsingamiðstöð í Fossbúð í Skógum undanfarin tvö ár í góðri samvinnu við ferðaþjónustuaðila og ferðamenn á svæðinu og á liðnu sumri tók South Door við rekstri Árhúsa á Hellu.
03.ágú. 2013 - 09:00 Eva Gunnbjörnsdóttir

Stefán: „Ég held ekki Eistnaflug aftur ef einhverjum er nauðgað eða laminn í stöppu“

Ég fer ekki heim til mín að telja peninga brosandi og hugsa Vúhú 100 þúsund kall! Svo er einhver laminn í döðlur eða nauðgað. Það á bara ekkert skylt við skemmtun, vinnu eða neitt,“ segir Stefán Magnússon framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Eistnaflug.

02.ágú. 2013 - 16:00

Að ferðast á Íslandi: þetta er það sem þú þarft að vita!

Verslunarmannahelgin er ein mesta ferðahelgi ársins enda hátíðarhöld víða. Á Íslandi er veður ófyrirsjáanlegt, náttúran viðkvæm og einnig geta vegir verið varasamir, þrátt fyrir að þeir séu flestir góðir. Hér eru ágætis áminningar áður en haldið er af stað:
01.ágú. 2013 - 13:45

Veðrið um verslunarmannahelgina: Hvað segja veðurfræðingar?

Hvar verður þú um helgina? Hvar er best að vera um verslunarmannahelgina? Veröldin hringdi í Hrafn Guðmundsson, veðurfræðing á Veðurstofu Íslands, og átti við hann gott spjall um veðurspána fyrir verslunarmannahelgina. Að sjálfögðu fengum við hann til að spá í kortin.
19.júl. 2013 - 15:00 Eva Gunnbjörnsdóttir

Sirkús Íslands safnar fyrir fyrsta sirkústjaldi Íslandssögunnar

Nú er sirkúsinn farinn úr Vatnsmýrinni og margir þegar farnir að sakna hans. Enn fleiri naga sig í handabökin fyrir að hafa farið í sirkús á meðan tækifæri gafst.
13.júl. 2013 - 09:00 Eva Gunnbjörnsdóttir

Brimbrettaiðkun á Íslandi allan ársins hring - sport, lífstíll, menning - myndir!

Ég hef orðið þess heiðurs aðnjótandi að kynnast sportinu, menningarkimanum og lífstílnum að brima. Margir þeirra alvöru brimara á Íslandi gætu jafnvel orðið óánægðir með að ég skrifi um sportið, þeim er það heilagt. Aðrir munu verða óánægðir með að vera kallaðir brimarar, þeir eru „sörfarar“ og ekkert annað!
03.júl. 2013 - 09:00

Ferðalög - er hægt að taka hundinn með?

Ert þú að skipuleggja ferðalag og spá í hvort hundurinn þinn geti komið með?

Það getur verið gaman að taka hundinn í ferðalag hafir þú gert ráð fyrir öllu. Hins vegar getur verið betra fyrir dýrið þitt að vera í „gæludýrapössun“ ef ekki er búið að skipuleggja ferðalagið með hundinn í huga. Ef þú ákveður að taka hundinn með er ekkert annað í stöðunni en að byrja að skipuleggja fríið. Að verða sér úti um merkiól með kennimarki hundsins er góð byrjun. Einnig er gott að rifja upp það sem hundurinn hefur lært í hundaþjálfun svo hann hagi sér vel á ferðalaginu. Svo er að skipuleggja samgöngumáta, gistingu og þá hluti sem þú vilt gera með hundinum þínum í fríinu.

21.jún. 2013 - 15:15

Mest spennandi áfangastaðir Evrópu: Norðurland í 3 sæti

Norðurland er í þriðja sæti á topplista hinnar heimsþekktu ferðasíðu Lonely Planet sem áfangastaður ársins í Evrópu fyrir árið 2013. Listinn var kynntur í gær á sjónvarpsstöðinni CNN. Þetta er enn eitt hrósið fyrir land og þjóð en í október á síðasta ári setti hin þekkta ferðasíða Ísland í sjöunda sæti yfir mest spennandi áfangastaði í heiminum fyrir árið 2013.
14.jún. 2013 - 10:51

Flugfélag Íslands býður fargjöld án skatta og gjalda í sumar

Tilboðið verður í gildi frá 14. – 18. júní en ferðatímabilið er hásumarið eða 18.júní – 18.ágúst. Dagana 14. – 18. júní mun Flugfélag Íslands bjóða öll fargjöld innanlands án skatta og gjalda sé bókað á netinu.  Eina sem þarf að gera er að fara inná vef félagsins og slá inn flugsláttinn SUMAR.  Þetta er gert til að koma til móts við landsmenn sem vilja nýta sér flugið innanlands í sumar.
14.apr. 2013 - 09:00

Viltu kenna börnum ensku í Brasilíu í sumar eða hugsa um dýr í Indlandi?

Ef þú ert háskólanemi eða nýútskrifaður stúdent geturðu valið á milli fjölda spennandi starfa í gegnum AIESEC. Hvernig væri t.d. að kenna börnum ensku í Brasilíu í sumar?  Eða hugsa um dýr í Indlandi. Gríptu tækifærið! Nýttu sumarið og öðlastu ómetanlega lífsreynslu.