12. okt. 2010 - 01:30Snæfríður Ingadóttir

Hörkugóð kaup í Helsinki: Hér færðu hönnunarvörur á hagstæðu verði - MYNDBAND

Timo Sarpaneva hannaði þessa kertastjaka sem kallast Festivo fyrir Iittala árið 1966. Stjakarnir eru dæmi um eftirsótta klassíska finnska hönnunarvöru en þeir fást notaðir á ágætis verði í Modern Design.

Timo Sarpaneva hannaði þessa kertastjaka sem kallast Festivo fyrir Iittala árið 1966. Stjakarnir eru dæmi um eftirsótta klassíska finnska hönnunarvöru en þeir fást notaðir á ágætis verði í Modern Design. Mynd: Snæ

Það er ekki hægt að fara til Helsinki án þess að koma heim með finnska hönnun. Hagsýnir fagurkerar geta gert virkilega góð kaup í borginni á merkjum á borð við  Iittala, Arabia, Marimekko og  Alto  - það er að segja kaupi þeir vörurnar notaðar. Ferðapressan segir þér hvert þú átt að fara.

Finnland hefur alið af sér  marga heimsfræga hönnuði og finnskar hönnunarvörur eru eftirsóttar víða um heim.  Í Helsinki eru hönnunarverslanir á hverju horni og borgin er því sannkallað gósenland fyrir þá sem eru veikir fyrir fallegri hönnun.

Design District í Helsinki spannar 25 götur með 190 hönnunarstoppum þar sem hægt er að njóta finnskrar hönnunar í verslunum, galleríum og á hönnunarhótelum. Hægt er að fá sérstakt kort yfir þetta „hönnunarhverfi“ og er tilvalið að láta það leiða sig um hönnunarborgina Helsinki.

Fagurkerar eru ekki í vandræðum með að finna eitthvað til þess að kaupa í borginni því eins og áður sagði þá eru hönnunarverslanir á hverju horni (Sjá meðfylgjandi myndir).

Eins og gerist og gengur með flotta hönnun þá er hún ekki ókeypis. Þó er hægt að gera verulega góð kaup á finnskri hönnun ef hlutirnir mega vera notaðir.

Ferðapressan rakst á stóra og flotta búð í miðbænum, Modern Design, sem sérhæfir sig í sölu á notaðri finnskri hönnun. Lausleg verðkönnun leiddi í ljós að þar var t.d. hægt að fá Iittala vörur á mun lægra verði en í Iittala versluninni við Pohjoiseplanadi sem flestir ferðamenn heimsækja. Eins er þar mikið af hlutum frá sjötta og sjöunda áratugnum, svo ef menn eiga t.d. gamalt finnskt matarstell frá Arabia er mjög líklegt að það sé hægt að kaupa inn í það í versluninni. Verslunin er sannkölluð gullnáma fyrir safnara því marga klassíska gullmola er þar að finna.

Heimilisfangið á Modern Design er Annankatu 8. Önnur sambærileg  verslun, bara miklu minni og alls ekki eins sérhæfð,  er þarna stutt frá. Sú heitir AstiaTaivas við Uudenmaankatu 13.  

Kíkið á meðfylgjandi myndband sem sýnir brot af hönnunardýrðinni.

 


Left Right14.jan. 2011 - 08:00 Snæfríður Ingadóttir

Zetor í Helsinki: Sveitaleg túristagildra sem svínvirkar - MYNDIR

Réttur nr. 15: Pylsa í sánabaði. Matseðill staðarins er á 19 tungumálum, þar á meðal á íslensku. Flestir ferðamenn í leit að finnskum mat í Helsinki rata inn á veitingastaðinn Zetor sem er sannkölluð sveit í borg. Ekki ómerkari menn en borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, hafa snætt þar enda maturinn, innréttingarnar og stemmingin á staðnum einstök.
06.des. 2010 - 08:00 Snæfríður Ingadóttir

Á djamminu í Helsinki: Magnaðir mojito-drykkir og dans upp á borðum -MYNDBAND

Stuðið er á Cuba Bar & Café í Helsinki. Þar fást mojito-drykkir með hinum undarlegustu bragðefnum, ískaldir og æðislegir.  Mojito-aðdáendur elska Cuba Bar & Café í Helsinki. Þar er hægt að fá fjölmargar mojito-tegundir, dansa upp á borðum og djamma fram á nótt. Ferðapressan kíkti á þennan vinsæla skemmtistað.
20.nóv. 2010 - 08:00 Snæfríður Ingadóttir

Hjólandi um Helsinki: Ferðamenn fá töff sixtís hjól til afnota

Finnsku Jopo reiðhjólin komu fyrst á markað árið 1965. Þau voru endurhönnuð árið 2000 og eru hrikalega vinsæl í heimalandinu enda fyrirtaks borgarhjól. Hér er greinahöfundur á einu slíku í Helsinki. Margar stórborgir hvetja gesti sína til hjólreiða og lána þeim hjól. Helsinki tekur sérstaklega vel á móti gestum sínum hvað þetta varðar því mörg hótel borgarinnar lána gestum sínum töff finnsk reiðhjól þeim að kostnaðarlausu. 
12.nóv. 2010 - 08:00 Snæfríður Ingadóttir

Notaðir múmínálfar, nýtt hreindýraskinn og gamalt góss í Helsinki - MYNDBAND

Dillandi mannlíf og dót á Hakaniemi markaðnum. Það er hægt að gera góð kaup á ýmsum hlutum í Helsinki ekki síst ef markaðir eru eltir uppi. Ferðapressan fór á Hakaniemi markaðinn og mælir sterklega með honum.
11.sep. 2010 - 09:00 Snæfríður Ingadóttir

Karaókí-taxi í Helsinki: Syngdu „Hard Rock Hallelujah“ alla leiðina heim!

Heimferð í þessum bíl gæti orðið dýr, sérstaklega ef taka þarf auka rúnt til þess að klára lagið. Diskókúla er í loftinu og gott lagaúrval. Ef þú hefur gaman af karaókí þá er Helsinki rétta borgin fyrir þig. Ekki nóg með að karaókíbarir séu þar á hverju horni heldur er líka hægt að rúnta um á sérstökum karaókí-leigubílum þar sem farþegar geta  sungið alla leiðina heim.