06. des. 2010 - 08:00Snæfríður Ingadóttir

Á djamminu í Helsinki: Magnaðir mojito-drykkir og dans upp á borðum -MYNDBAND

Stuðið er á Cuba Bar & Café í Helsinki. Þar fást mojito-drykkir með hinum undarlegustu bragðefnum, ískaldir og æðislegir.

Stuðið er á Cuba Bar & Café í Helsinki. Þar fást mojito-drykkir með hinum undarlegustu bragðefnum, ískaldir og æðislegir. Mynd: Mikael Mäenpää

Mojito-aðdáendur elska Cuba Bar & Café í Helsinki. Þar er hægt að fá fjölmargar mojito-tegundir, dansa upp á borðum og djamma fram á nótt. Ferðapressan kíkti á þennan vinsæla skemmtistað.

Ólíkt mörgum öðrum börum sem kenna sig við Kúbu þá er Kúbubarinn í Helsinki ekki salsastaður. Þvert á móti. Cuba Bar & Café er hreinræktaður finnskur staður þar sem menn og konur þamba mojito af jafnmikilli áfergju og finnskan vodka. Finnskur vodki fæst reyndar líka á barnum en mojito-drykkirnir, sem eru fleiri en 20 talsins á sumrin, eru samt það sem selst mest af og staðurinn er hvað þekktastur fyrir.

Um helgar er dansgólf staðarins troðfullt og dilla gestir sér við hrærigraut af poppi, rokki og diskói en plötusnúðarnir eru nokkuð viðræðugóðir hvað óskalög varðar og geta því gestir haft nokkur áhrif á stemminguna.

Þegar Ferðapressan leit við á staðnum um miðnætti á laugardagskvöldi var dansgólfið stappað og mikið stuð á fólki. Stemmingin innandyra minnti að sumu leyti á gamla Sirkus, þar sem allskonar týpur og tónlist mixast saman.

Þeir sem ekki þora út á dansgólfið geta stillt sér upp við borð sem er staðsett á mjög undarlegum stað;í stiganum upp að dansgólfinu. Þeir sem standa við það eru komnir hálfa leið inn á gólfið en samt ekki. Og eins og sést vel á öllum rispunum á borðplötunni þá er greinilega afar vinsælt að hoppa upp á borðið og taka þar snúning.

Það besta við Cuba Bar & Café er þó starfsfólkið sem er með ótrúlega snör handtök. Biðin eftir drykkjunum, þó um kokteila sé að ræða, er því sjaldnast löng sem er mikill kostur. Það er því auðvelt að missa sig í mojito-drykkjunni á Cuba Bar enda hrein unun að horfa á barþjónana blanda spennandi drykki á borð við epla-, vanillu- og trönuberja - mojito...og enn ljúfara er að skola þeim niður.

Þeir sem eru í leit að stuði í Helsinki ættu ekki að láta þennan stað fram hjá sér fara og alls ekki séu þeir aðdáendur mojito-drykkja. Dyrnar opna kl.17 alla daga og um helgar er barinn opinn til klukkan fjögur.  Staðurinn er í miðbænum og heimilisfangið er: Erottajankatu 4

Hér fyrir neðan má sjá myndband frá heimsókn Ferðapressunnar á barinn.

Ertu á leið til Helsinki? Tékkaðu þá líka á þessu myndbandi HÉR.


Helsinki - Cuba Bar from Snæfríður Ingadóttir on Vimeo.

Left Right14.jan. 2011 - 08:00 Snæfríður Ingadóttir

Zetor í Helsinki: Sveitaleg túristagildra sem svínvirkar - MYNDIR

Réttur nr. 15: Pylsa í sánabaði. Matseðill staðarins er á 19 tungumálum, þar á meðal á íslensku. Flestir ferðamenn í leit að finnskum mat í Helsinki rata inn á veitingastaðinn Zetor sem er sannkölluð sveit í borg. Ekki ómerkari menn en borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, hafa snætt þar enda maturinn, innréttingarnar og stemmingin á staðnum einstök.
20.nóv. 2010 - 08:00 Snæfríður Ingadóttir

Hjólandi um Helsinki: Ferðamenn fá töff sixtís hjól til afnota

Finnsku Jopo reiðhjólin komu fyrst á markað árið 1965. Þau voru endurhönnuð árið 2000 og eru hrikalega vinsæl í heimalandinu enda fyrirtaks borgarhjól. Hér er greinahöfundur á einu slíku í Helsinki. Margar stórborgir hvetja gesti sína til hjólreiða og lána þeim hjól. Helsinki tekur sérstaklega vel á móti gestum sínum hvað þetta varðar því mörg hótel borgarinnar lána gestum sínum töff finnsk reiðhjól þeim að kostnaðarlausu. 
12.nóv. 2010 - 08:00 Snæfríður Ingadóttir

Notaðir múmínálfar, nýtt hreindýraskinn og gamalt góss í Helsinki - MYNDBAND

Dillandi mannlíf og dót á Hakaniemi markaðnum. Það er hægt að gera góð kaup á ýmsum hlutum í Helsinki ekki síst ef markaðir eru eltir uppi. Ferðapressan fór á Hakaniemi markaðinn og mælir sterklega með honum.
12.okt. 2010 - 01:30 Snæfríður Ingadóttir

Hörkugóð kaup í Helsinki: Hér færðu hönnunarvörur á hagstæðu verði - MYNDBAND

Timo Sarpaneva hannaði þessa kertastjaka sem kallast Festivo fyrir Iittala árið 1966. Stjakarnir eru dæmi um eftirsótta klassíska finnska hönnunarvöru en þeir fást notaðir á ágætis verði í Modern Design. Það er ekki hægt að fara til Helsinki án þess að koma heim með finnska hönnun. Hagsýnir fagurkerar geta gert virkilega góð kaup í borginni á merkjum á borð við  Iittala, Arabia, Marimekko og  Alto  - það er að segja kaupi þeir vörurnar notaðar. Ferðapressan segir þér hvert þú átt að fara.
11.sep. 2010 - 09:00 Snæfríður Ingadóttir

Karaókí-taxi í Helsinki: Syngdu „Hard Rock Hallelujah“ alla leiðina heim!

Heimferð í þessum bíl gæti orðið dýr, sérstaklega ef taka þarf auka rúnt til þess að klára lagið. Diskókúla er í loftinu og gott lagaúrval. Ef þú hefur gaman af karaókí þá er Helsinki rétta borgin fyrir þig. Ekki nóg með að karaókíbarir séu þar á hverju horni heldur er líka hægt að rúnta um á sérstökum karaókí-leigubílum þar sem farþegar geta  sungið alla leiðina heim.