07.ágú. 2010 - 08:00 Snæfríður Ingadóttir

Hávaðasamasta strönd heims - MYNDIR

Með flugvöll á baðströndinni. Maho Beach í Karabíska hafinu er líklega hávaðasamasta strönd heims. Maho Beach í Karabíska hafinu er líklega hávaðasamasta strönd heims. Baðgestir sóla sig við þotudrunur frá alþjóðlegum flugvelli sem er gjörsamlega ofan í ströndinni. Samt sem áður er ströndin afar vinsæl enda finnst mörgum heillandi að geta fylgst með flugvélunum í svona mikilli nálægð.
02.ágú. 2010 - 14:00 Snæfríður Ingadóttir

Lúxus sundföt sem hylja – MYNDIR

Er þessi á leið í sund eða í leikfimi? Sundfataframleiðandinn Aqua Di Lara veðjar á efnismikinn sundfatnað úr lúxusefnum fyrir næsta vor. Nýjasta baðfatalína þeirra sýnir frekar minna en meira. Sumir sundbolirnir minn jafnvel meira á leikfimiboli en sundfatnað.
26.júl. 2010 - 14:00 Snæfríður Ingadóttir

Sjóðheitt bað á Snæfellsnesi

Langar þig í sjóðheita náttúrulaug á Snæfellsnesi? Prófaðu þá Stjána við Lýsuhól. Stjáni er nafnið á heitri laug á Snæfellsnesi sem almenningi er velkomið að baða sig í. Laugin er í göngufæri frá bílvegi og afar auðvelt er að finna hana.
24.júl. 2010 - 14:00 Snæfríður Ingadóttir

Krúttlegar mömmur á sundlaugarbakkanum – MYNDIR

Mamma í krúttlegum sundbol frá Swimwear Anywhere. Nú eru það ekki bara dæturnar sem eiga að vera krútlegar. Krúttlegar pífur og væmin smáblóm eru ekki bara fyrir smástelpur. Nú mega mömmurnar líka vera krúttlegar – að minnsta kosti á sundlaugarbakkanum.
22.júl. 2010 - 08:00 Snæfríður Ingadóttir

Hvað er málið með Borat-sundskýlurnar? -MYNDIR

Sumardagur í Hyde Park, stærsta almenningsgarði Londonar. Borat-sundskýlan varð heimsþekkt í kvikmyndinni Borat sem frumsýnd var árið 2006. Mikið grín hefur verið gert að þessum klæðnaði en samt sem áður eru til karlmenn sem láta sjá sig sjálfviljugir í svona skýlum.
19.júl. 2010 - 08:00 Snæfríður Ingadóttir

Búðu til þitt eigið bikiní fyrir sólarlandaferðina -MYNDIR

Hver segir að bikiní buxurnar og toppurinn þurfi að vera samstæð? Hér kemur t.d. vel út að blanda saman tveimur ólíkum mynstrum í eitt sett. Ertu á leið í sólarlandaferð án þess að vera með bikiní sem þú ert sátt við? Örvæntu ekki, kannski má búa til eitt gott sett úr tveimur gömlum.
17.júl. 2010 - 08:00 Snæfríður Ingadóttir

Slímugasta laug Íslands: „Oj ég fer að æla, þessi sundlaug er ógeðsleg!“ - MYNDIR

Öðruvísi og spennandi sundlaugarupplifun í Lýsuhólslaug á Snæfellsnesi. Sundlaugarverðirnir í Lýsuhólslaug á Snæfellsnesi fá tvenns konar viðbrögð frá gestum sínum þegar þeir skella sér út í slímugustu sundlaug landsins. Annaðhvort er fólk við það að æla eða finnst himneskt að lauga sig í hreinu ölkelduvatninu.

16.júl. 2010 - 09:30 Snæfríður Ingadóttir

Sumarið er tíminn fyrir sjósund: Svona láttu þig hafa það!

Svona strákur láttu þig hafa það! Best er að byrja í sjósundi á sumrin og vinna upp þol fyrir veturinn. Ef þig hefur lengi dreymt um að prófa sjósund við Íslandsstrendur en aldrei þorað þá er rétta tækifærið núna. Sjórinn gerist vart heitari en akkúrat núna.
07.jún. 2010 - 22:45

Margt skrýtið í kýrhausnum...en furðulegra í Japan - Nýjasta sundfatatískan er... - MYNDIR

Japanir eru þekktir fyrir að ganga alla leið í hlutum. Þeir taka sitt karóki alvarlega, sína drykkju alvarlega, sína vinnu alvarlega og sína tísku alvarlega.
07.jún. 2010 - 07:30 Snæfríður Ingadóttir

Nýr bar í Bláa lóninu: Bjór og aðrir drykkir seldir úti í lóninu

Nú þurfa menn ekki lengur að stíga upp úr lóninu til þess að nálgast drykki. Bláa lónið hefur sett upp bar úti í sjálfu lóninu. Á barnum, sem fengið hefur nafnið „Lagoon Bar“, geta gestir nálgast ferska og svalandi drykki og notið þeirra í vatninu.
01.jún. 2010 - 07:00 Snæfríður Ingadóttir

Sólhattar og sundskýlur: Upp með stráhattinn strákar! - MYNDIR

Barðastór hattur er góður ferðafélagi ef leiðin liggur til heitra landa. Hatturinn ver gegn sólbruna á eyrum, nefi og hálsi. Barðastórir hattar eru bráðnauðsynlegir í sólríkum löndum þar sem þeir veita góða vörn gegn hættulegum sólargeislum. Slíkir hattar eru kjörnir bæði fyrir konur og karla enda fer sólin ekki í manngreinarálit.
31.maí 2010 - 08:00 Snæfríður Ingadóttir

Einstakt útsýni úr heita pottinum og suðræn stemming á bakkanum - MYNDIR

Dagsdaglega eru engin pálmatré í sundlauginni á Patró en stemmingin er samt mjög suðræn þar sem laugin er í algjöru skjóli við íþróttahúsið. Útsýnið úr heitu pottunum er einstakt, menn horfa beint út á sjó og yfir allan fjörðinn. „Það er vonlaust að reyna að lýsa þessu en flottasta útsýni landsins er úr pottunum hérna“, segir Geir Gestsson forstöðumaður sundlaugarinnar á Patreksfirði. Þar sem laugin er byggð í skjóli við íþróttamiðstöð staðarins ríkir suðræn stemming í lauginni frá því snemma á morgnana og langt fram á kvöld.

23.maí 2010 - 08:00 Snæfríður Ingadóttir

Sjónræn sundföt: Með listaverk á maganum - MYNDIR

Með listaverk á maganum.Spurning um að spóka sig um á þessum í sumarfríinu? Ef þú ert enn að leita að réttu sundfötunum til þess að spóka þig í á ströndinni í sumar þá er hönnun Lisu Burke kannski eitthvað fyrir þig? Það er að segja ef þú ert fyrir verk gömlu meistaranna.
21.maí 2010 - 08:00 Snæfríður Ingadóttir

Heimildarmynd um Ísland í vinnslu: Puttaferðalög og heitar laugar

Markmið myndarinnar er að sýna hversu auðvelt það er að nálgast náttúruperlur á Íslandi. Fylgjast má með vinnslu myndarinnar á: heitarlaugar.blogspot.com Í sumar munu tvær stúlkur ferðast um landið á puttanum og baða sig í náttúrulegum laugum. Ferðalagið verður efni í heimildarmynd um náttúruperlur Íslands.
07.maí 2010 - 16:00 Marta María

Englakroppurinn Lara Stone er meira en volg á baðfötunum – MYNDIR

Lara Stone og Daria Werbowy taka sig vel út á baðfötum.

Þýska ofurfyrirsætan Lara Stone er engin smásmíði. Það kemur því ekki á óvart að sænska móðurskipið, H&M, hafi fengið hana til að sitja fyrir í baðfatalínunni fyrir sumarið 2010. Auk hennar sitja fyrirsæturnar Erin Wasson, Sasha Pivovarova, Julia Stegner og Daria Werbowy fyrir hjá H&M.

05.maí 2010 - 08:00 Snæfríður Ingadóttir

Sumar 2010: Ódýrast að sóla sig í Tyrklandi

Það er vissulega sama sólin sem skín á vinsælustu sólarstöðum Íslendinga. Tyrkland kemur afar vel út í ár og virðast Íslendingar vera að fá mikið fyrir krónuna þar. „Miðað við gengi tyrknesku lírunnar þá er Tyrkland klárlega ódýrasti áfangastaður sumarsins, ef miðað er við þessa vinsælustu sólarstaði Íslendinga,“ segir Björn Guðmundsson markaðsstjóri Vita. Hann bendir ferðamönnum á að ekki sé nóg að verða sér úti um ódýrt flug í sólina heldur verða menn líka að spá í það hvað  kostar að lifa á staðnum.
04.maí 2010 - 08:00 Snæfríður Ingadóttir

Morgunstund á Miami Beach - MYNDIR

Hressir heimamenn á Miami Beach við sólarupprás. Áður en fáklæddir ferðamenn mæta á svæðið njóta heimamenn kyrrðarinnar við hafið. Ein frægasta baðströnd Bandaríkjanna er Miami Beach. Ströndin, sem er opin allan ársins hring, laðar ekki bara að sér brjóstgóðar bikiníbombur heldur er þar heilmikið líf þegar sól er ekki á lofti.
22.apr. 2010 - 08:00 Snæfríður Ingadóttir

Fullkomin slökun á Akureyri: Indjánagufa og nudd frá tveimur nuddurum í einu

Slökun í innisundlauginni á Akureyri er eitt af því sem Heilsukjarninn býður upp á. Sundlaug Akureyrar er fastur viðkomustaður margra sem leggja leið sína til höfuðstaðar Norðurlands  Það sem færri vita er að þar er boðið upp á svo miklu meira en bara sund, gufu og heita potta. Hvernig hljómar til dæmis nudd með fjórum höndum?
21.apr. 2010 - 08:00 Snæfríður Ingadóttir

Sundbolir sumarsins: Þorir þú að mæta á ströndina í þessum? - MYNDIR

Bert ofan í bringu. Sundbolir sumarsins eru vel flegnir og efnislitlir. Sundbolir sumarsins eru vel flegnir og í djarfari kantinum. Þeir sýna aðeins meira hold en gengur og gerist og því þýðir lítið að vera með spéhræðslu vilji maður tolla í tískunni á ströndinni í sumar.

18.apr. 2010 - 08:45 Snæfríður Ingadóttir

Óvenjuleg atvinnuauglýsing: Manneskja óskast til þess að smyrja sólkremi á ferðamenn-MYNDIR

Sumarstarfsmaður óskast til Frakklands. Starfið felst í því að maka sólkremi á ferðamenn. Það leynast mörg skemmtileg störf innan ferðageirans. Til dæmis leita ferðamálayfirvöld í franska ferðamannabænum Les Sables d'Olonne að „sólkremssmyrjara“ fyrir sumarið. Bæði kynin verða ráðin í starfið.
15.apr. 2010 - 15:00 Snæfríður Ingadóttir

Besti megrunarkúrinn: Slakaðu á í sólinni og leggðu af

Mannslíkaminn fær D vitamín úr sólinni. Rannsóknir sýna að þeir sem þjást af offitu eru yfirleitt með afar lítið magn af D vitamíni í kroppnum. Of lítil sól og of mikið stress getur valdið offitu. Þú ættir því kannski bara að skella þér í sólarlandaferðina sem þig langar svo mikið í og leggja af í leiðinni?
11.apr. 2010 - 15:00 Snæfríður Ingadóttir

Sjóðheit sunnudagspartí í Las Vegas: Mesta fjörið á miðjum degi - MYNDIR

Sunnudagspartíin á Hard Rock Hotel í Las Vegas eru víðfræg. Klúbbastemming ríkir á sundlaugarbakkanum alla sunnudaga á sumrin. Á Hard Rock Hotel & Casino í Las Vegas eru haldin sjóheit partí á sunnudögum. Partíklæðnaður er óþarfur því stuðið fer fram á sundlaugarbakkanum þar sem fólk skekur sig og hristir á sundfötunum einum saman.
08.apr. 2010 - 11:20 Marta María

Svona líta stjörnurnar í Hollywood út á baðfötunum – MYNDIR

Jude Law og Sienna Miller. Demi Moore sagði í viðtali við Elle að hún hefði verið með holdafar sitt á heilanum. Það á eflaust við um fleiri stórstjörnur, enda þjálfast líkaminn ekki af sjálfu sér. Það er mikil vinna að vera í formi eins og Teri Hatcher, Jennifer Aniston og Gwen Stefani.
26.mar. 2010 - 15:00 Snæfríður Ingadóttir

Svalar skýlur fyrir sumarið - MYNDIR

Skemmtilega gamaldags. Sundskýlur sumarsins eru efnismeiri en gömlu góðu Speedo en efnisminni en boxer. Sundskýlur með herralegu sniði eru málið á strákana í sumar ef marka má nýlega tískusýningu í New York. Burt með brimbrettastílinn og boxerbuxurnar, alvöru karlmenn klæðast herralegum skýlum á ströndinni í sumar.
23.mar. 2010 - 07:00 Björg Magnúsdóttir

Sumar-sundbolir fyrir svölu stelpurnar - MYNDIR

Með James Dean á maganum. Ástralska vörumerkið We are handsome hefur kynnt til sögunnar sumar-sundfatnað fyrir svölu píurnar. Um er að ræða sundboli með pop-art prenti á: urrandi ljónynjum, James Dean, pin-up stúlkum eða kyrrlátum landslagsmyndum. Þetta hafa framleiðendur um þessa fögru boli að segja:
22.mar. 2010 - 08:00 Snæfríður Ingadóttir

Flothettan færir sundgestum bæði slökun og ró

Flothettan gæti fært baðmenningu Íslendinga í alveg nýja vídd. Hettan er enn ekki komin í framleiðslu. Flothettan er ný íslensk hönnun sem auðveldar fólki að slaka á og loka á umheiminn þegar það er í sundi. Hettan minnir á sundhettu í útliti en er gædd floteiginleikum sem gerir það að verkum að hausinn helst uppi þó líkaminn sé í algjörri slökun.
19.mar. 2010 - 08:00 Snæfríður Ingadóttir

Heilsulind á hafi úti - MYNDIR

Á þilfarinu er heitur pottur með saltvatni. Norski báturinn Vulkana fiskar ferðamenn meðfram ströndum Norður-Noregs og býður þeim einstaka dekurupplifun um borð. Bátnum, sem áður var bara venjulegur fiskibátur, hefur nú verið breytt í tyrkneskt gufubað og á þilfarinu er hægt að slaka á í heitum potti.
13.mar. 2010 - 15:00 Snæfríður Ingadóttir

Öðruvísi baðströnd: Sól, sandur og skúlptúrar - MYNDIR

Baðgestir á Cottsloe beach í Ástralíu geta nú notið listagyðjunnar um leið og þeir sóla sig. Í sjötta sinn hefur sýning á útilistaverkum verið komið fyrir á ströndinni en uppátækið laðar um 110 þúsund gesti til sín árlega.

08.mar. 2010 - 08:00 Snæfríður Ingadóttir

Sjósund í New York - MYNDIR

Sjósund er ekki bara vinsælt á Íslandi. Íbúar N.Y. geta skellt sér í sjóinn alla sunnudaga með sjósundfélaginu „Coney Island Polar Bear Club Á hverjum sunnudegi yfir háveturinn hittist hópur sjósundsgarpa í New York og skellir sér í sjóinn. Félagsskapurinn kallast „Coney Island Polar Bear Club“ og er elsta sjósundfélag Bandaríkjanna.
02.mar. 2010 - 12:34 Marta María

Ný sundbolalína frá Speedo dregur fram föngulegan líkamsvöxt

Stundaglas, perulaga og hjartalaga eru allar flottar í Speedo línunni. Konur kvarta mikið yfir því að það sé erfitt að finna rétta sundbolinn. Það er kannski ekkert skrýtið því góður sundbolur þarf að framkalla það besta í fari kvenlíkamans. Það er ekki nóg að sundbolur líti vel út á herðatré, hann þarf að klæða konuna vel. Svo er heldur ekki nóg að konan líti vel út í sundbolnum, hann þarf að vera þægilegur þegar sundtökin eru tekin.
27.feb. 2010 - 15:48

Sjósundgarpurinn Siv Friðleifsdóttir kjörin í stjórn Sundsambands Íslands

Siv, til hægri, nýkomin úr sjósundi. Siv Friðleifsdóttir, þingmaður, var í dag kjörin í stjórn Sundsambands Íslands á þingi sambandsins. Hún sat þingið sem fulltrúi sjósundmanna en reglugerð um víðvatnssund var samþykkt á þinginu. Faðir annars þingmanns fékk heiðursviðurkenningu á þinginu.
23.feb. 2010 - 08:00 Snæfríður Ingadóttir

Svart og seiðandi: Svört sundföt eru alltaf klassísk - MYNDIR

Svört sundföt fara aldrei úr tísku og eru því alltaf góð kaup. Það er freistandi að kaupa sér ný sundföt á vorin þegar litrík og sumarleg baðföt detta inn í verslanirnar. Hugsaðu þig samt tvisvar um áður en þú fellur fyrir litadýrðinni. Bestu kaupin eru oftar en ekki í svörtum sundfatnaði.
13.feb. 2010 - 08:00 Snæfríður Ingadóttir

Á baðfötum í Búdapest: Heit böð, tónlist og stórkostleg saga

Ungverjar nota baðhúsin eins og félagsmiðstöðvar og spila gjarnan skák á sundskýlunni. Búdapest í Ungverjalandi er oft nefnd París austursins. Hún er þekkt fyrir glæsilegar byggingar, ríkt tónlistarlíf, stórbrotna sögu og ekki síst stórskemmtilega baðmenningu. Fararstjórinn Lilja Hilmarsdóttir undirbýr nú sína 28. ferð til borgarinnar.
11.feb. 2010 - 08:00 Snæfríður Ingadóttir

Japanskir nautnaseggir: Apar sem elska heit böð - MYNDIR

Æðislegir apalingar! Þessir kunna svo sannarlega að njóta lífsins. Í um 300 km fjarlægð frá Tokyo liggur jarðhitasvæðið  “Hell´s valley”. Svæðið er vinsæll áningarstaður ferðamanna sem njóta þess að horfa á villta apa baða sig í heitum hverum.
28.jan. 2010 - 12:00 Snæfríður Ingadóttir

Sundfatatískan í Mexíkó: Baðföt á bláþræði - MYNDIR

Sundbolir með engum hliðum eru málið í Mexíkó í sumar samkvæmt tískuhönnuðum þar í landi. Ef marka má nýjustu strauma og stefnur í Mexíkó eru sundbolirnir sumarsins heldur rýrir. Virðast þeir jafnvel vera á mörkum þess að vera kallaðir bikíní.
10.nóv. 2009 - 16:00 Harpa Pétursdóttir

Undarlegustu heilsulindirnar: Slöngunudd, kavíarnudd og bjórbað

Fólk hefur sinn háttinn á að slaka á og hlaða batteríin fyrir líkama og sál. Mikið er af ýmis konar spa-stöðum og heilsulindum þar sem fólk getur komið til að slaka á og láta stjana við sig.

Þessar heilsulindir eru þó til af ýmsu tagi því frést hefur af nokkrum sem verða að teljast ansi undarlegar. Hér koma nokkrar undarlegar heilsulindir sem bjóða upp á óhefðbundnar leiðir til að slaka á í notalegu umhverfi.

 Í Chodova Plana í Tékklandi er hægt að fara í bjórspa en þar leggjast gestir í bjórbað með jurtum í og fá svo bjórglas í hönd til að þurfa ekki að súpa úr baðkarinu.

1 2