02. júl. 2012 - 15:00

Sala á nýjum fólksbílum eykst umtalsvert en samt eldist bílafloti landsmanna

Getty Images

Sala á nýjum fólksbílum hefur stóraukist fyrstu sex mánuði ársins, farið úr 3.056 bílum í 4.854 bíla sem er tæplega 59% aukning á milli ára.

Í júnímánuði einum seldust 1.516 nýir fólksbílar miðað við 1.166 fyrir sama tímabil í fyrra sem er 30% aukning. Stór hluti sölunnar nú er hins vegar til bílaleiga.

Aukin sala hefur því ekki mikil áhrif á samsetningu bílaflotans á Íslandi sem hefur elst hröðum skrefum frá því eftir hrunið.

Toyota hefur sem fyrr langmesta markaðshlutdeild á íslenska bílamarkaðnum, tæplega 19%. Í næstu sætum kemur Volkswagen, 12%, Kia 9,7%, Suzuki, 9,1% og Skoda, 7,3%.
23.apr. 2014 - 10:20

Whole Foods Market selur Icelandic Glacial vatnið í búðum sínum

Icelandic Glacial hefur verið m.a. verið verðlaunað fyrir gæði, framleiðsluhætti og umbúðir. Icelandic Water Holdings, sem flytur út vatn undir merkinu Icelandic Glacial, og Whole Foods Market verslunarkeðjan í Bandaríkjunum hafa gert með sér samning um sölu á Icelandic Glacial vatninu. Samningurinn við verslunarkeðjuna markar tímamót fyrir Icelandic Water Holdings á Bandaríkjamarkaði.
16.apr. 2014 - 12:00

Hannes í Vegas: Nýfrjálshyggja hafði ekkert með hrunið á Íslandi að gera

Kenning vinstri manna um að bankahrunið íslenska hafi verið vegna misheppnaðrar nýfrjálshyggjutilraunar fær ekki staðist, sagði Hannes Hólmsteinn Gissurarson í fyrirlestri sem hann hélt í Las Vegas í vikunni.
15.apr. 2014 - 15:28

Valgeir M. Baldursson ráðinn forstjóri Skeljungs

Valgeir tekur við starfi forstjóra félagsins þann 9. maí næstkomandi.

Stjórn Skeljungs hefur gengið frá ráðningu Valgeirs M. Baldurssonar, framkvæmdastjóra neytendasviðs félagsins, í stöðu forstjóra. Valgeir hefur starfað hjá Skeljungi í fimm ár, fyrst sem fjármálastjóri félagsins en síðustu tvö árin á neytendasviði.

15.apr. 2014 - 11:50

Íslensk erfðagreining leitar að listageninu

Halldór Halldórsson, Halldór Laxness og Auður Jónsdóttir. „Með þessu bréfi viljum við bjóða þér þátttöku í rannsókn á erfðum listhneigðar,“ segir í bréfi Íslenskrar erfðagreiningar til listamannsins  Úlfs Eldjárns sem hann birti á Fésbókarsíðu sinni.  Rannsóknin er unnin af Íslenskri erfðagreiningu en þáttökuboð var sent á 4500 einstaklinga sem ástunda skapandi greinar á sviði tónlistar, danslistar, myndlistar, leiklistar, skáklistar eða bókmennta. Tilgangur rannsóknarinnar er að rannsaka hvort listhneigð gangi í erfðir.

14.apr. 2014 - 17:30

66°North, Nike og Apple svölustu vörumerkin á Íslandi

66°North er svalasta vörumerkið að mati íslensku Y-kynslóðarinnar. Nike er næst-svalast og Apple þriðja. Þetta eru niðurstöður rannsókna MMR þar sem Íslendingar á aldrinum 16 til 30 ára voru spurðir hve „svöl“ þeim þykja ýmis vörumerki.
12.apr. 2014 - 17:00

Rice skipuð í stjórn Dropbox: Notendur þrýsta á fyrirtækið að afturkalla ákvörðunina

Condoleza Rice, fyrrverandi innanríkisráðherra Bandaríkjanna, var á dögunum skipuð í stjórn bandarísku netþjónustunnar Dropbox. Hefur þessi nýja breyting skapað umræðu og töluverða gagnrýni
09.apr. 2014 - 10:00

Er íslenskt Brennivín þorskur framtíðarinnar?

Útflutningur á íslensku Brennivíni til Bandaríkjanna er þegar hafinn.  Það er fyrirtækið Brennivín America sem flytur vöruna inn, en dreifing hófst í byrjun mars í Jackson, Wyoming auk þess sem sérvaldir staðir í New York og Los Angeles hafa hafið sölu á vörunni. Frekari dreifing fer svo í gang í New York og Kaliforníu á næstu misserum. Útflutningurinn er í höndum Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar.
03.apr. 2014 - 18:15

Icelandair tilkynnir heilsársflug til Washington: Flugáætlun félagsins sú stærsta hingað til

Icelandair hefur ákveðið að auka við flug félagsins til Washington í Bandaríkjunum og næsta vetur verður flogið til borgarinnar fjórum til fimm sinnum í viku. Icelandair hóf flug til Washington árið 2011 og fram að þessu hefur hlé verið gert á fluginu yfir háveturinn, en nú er borgin orðinn heilsársstaður í leiðakerfi Icelandair.
03.apr. 2014 - 08:00

Carlsberg sektað um 10 milljarða

Danski drykkjarvöruframleiðandinn Carlsberg var í gær sektaður um 62 milljónir evra, sem svarar til um 10 milljarða íslenskra króna, fyrir að hafa tekið þátt í ólöglegu verðsamráði í Þýskalandi. Carlsberg sættir sig ekki við sektina og hefur áfrýjað ákvörðuninni.
01.apr. 2014 - 15:35

Tal býður upp á endalausar mínútur og SMS

Tal hóf í morgun að bjóða viðskiptavinum sínum upp á endalaust tal og sms. Áskriftaleiðin kostar 5.590 kr. Einnig fylgir gagnamagn upp á 250 megabæt.
31.mar. 2014 - 17:24

Bílabúð Benna tekur við Opel umboðinu af BL

Bílabúð Benna hefur í samstarfi við General Motors (GM), framleiðanda Opel og Chevrolet, komist að samkomulagi um að Bílabúð Benna taki við umboði fyrir Opel á Íslandi.
27.mar. 2014 - 10:13

Lindex opnar 470 m² verslun í Glerártorgi á Akureyri

Lindex hefur ákveðið að opna nýja glæsilega 470 fermetra verslun í Glerártorgi á Akureyri þann 16. ágúst næstkomandi. Samningur þess efnis hefur verið undirritaður af hálfu Eikar fasteignafélags og forráðamanna Lindex. Lindex er ein stærsta tískufatakeðja Norður Evrópu með nærri 500 verslanir í 16 löndum. Lindex býður upp á tískufatnað sem veitir innblástur fyrir konur, undirföt og fylgihluti sem og fatnað á börn og unglinga á hagkvæmu verði. Gera má ráð fyrir að um 12 ný störf skapist hjá Lindex við nýju verslunina á Akureyri.
26.mar. 2014 - 20:15

Snilldarlausn fyrir lítil samfélög þar sem vantar matvöruverslun

Það er ekki aðeins á Íslandi sem byggðaþróun hefur verið óhagstæð fyrir lítil bæjarfélög á landsbyggðinni en þetta er algengt víða um heim. Þessu fylgir oft að enginn fæst til að reka matvöruverslun í litlu samfélögunum því það borgar sig einfaldlega ekki. Nú hefur hugmyndaríkur Englendingur fundið góða lausn á þessum vanda.
25.mar. 2014 - 11:00

Íslendingar sólgnir í páskabjór: Áttfalt meiri framleiðsla en árið 2009

Baldur Kárason bruggmeistari á Akureyri Landsmenn virðast vera sólgnari í páskabjór í ár en innlendir framleiðendur bjuggust við. Vífilfell hefur þurft að framleiða meira magn af Víking páskabjór til að bregðast við eftirspurninni. Allur páskabjórinn sem áætlað var að framleiða fyrir páskahátíðina er þegar kominn í verslanir, þremur vikum fyrir páska, og því uppseldur hjá framleiðanda.
21.mar. 2014 - 11:00

Verslunin Geysir hættir að selja aðgöngumiða að hverasvæðinu

Verslunin og veitingasalan á Geysi í Haukadal hefur hætt milligöngu um sölu aðgöngumiða að hverasvæðinu á Geysi. Eigendur verslunarinnar tóku þessa ákvörðun þar sem þeir vilja halda sig til hlés í deilum um gjaldtöku inn á svæðið. Verslunin Geysir er sjálfstætt einkahlutafélag og tengist ekki Landeigendafélagi Geysis og hefur enga aðkomu að ákvörðun um gjaldtöku á svæðinu.
21.mar. 2014 - 10:49

Starfsfólk fjölda fyrirtækja fær að velja eigin tölvubúnað

Rúmlega þriðjungur fyrirtækja mun á næstu tveimur árum veita starfsfólki sínu frelsi til að velja eigin tölvu- og símbúnað til vinnu í stað staðlaðs búnaðar eins og venja hefur verið í flestum fyrirtækjum. Fjallað verður um þessa þróun á ráðstefnu Nýherja, sem verður haldin á Akueyri.
21.mar. 2014 - 10:15

Keypti Faberge egg á markaði fyrir smáræði: Græddi milljarða

Eggið er metið á 3,8 milljarða íslenskra króna. Alla áhugamenn um fornmuni dreymir um að kaupa fornmun á markaði fyrir lítilræði og selja síðan fyrir háar fjárhæðir enda um sjaldgæfan grip að ræða. Þetta rættist heldur betur hjá bandarískum karlmanni sem keypti fágætt Faberge gullegg hjá skransala og greiddi sem nemur 1,5 milljónum íslenskra fyrir. Eggið er hins vegar metið á sem svarar til 3,8 milljarða íslenskra króna.
19.mar. 2014 - 18:00 Páll Kvaran

Toyota borgar metupphæð vegna öryggisgalla í bílum

Bílaframleiðandinn Toyota Motor Corp hefur samþykkt að borga 1,2 milljarða bandaríkjadala til þess að útkljá sakamálarannsókn tengda öryggisgöllum í bílum þeirra. Um er að ræða stærstu sektargreiðslu sem nokkur bílaframleiðandi hefur þurft að greiða í Bandaríkjunum.
16.mar. 2014 - 08:00

Jói Fel hættur

Jóhannes Felixson betur þekktur sem Jói Fel er hættur í stjórn Landssambands bakarameistara. Hann var formaður í sjö ár og sat sextán ár í stjórn. Jói Fel ákvað að draga sig í hlé og var Jón Albert Kristinsson kosinn formaður á aðalfundi sambandsins sem fram fór á Hótel Heklu í gær.
15.mar. 2014 - 10:45

Risaframkvæmd í Vatnsmýrinni: Eitt stærsta verkefnið frá hruni - Hátæknisetur Alvogen

Steypuvinna við eitt stærsta hús sem risið hefur hér á landi frá hruni hófst í morgun, en þá var byrjað að reisa stórhýsi lyfjafyrirtækisins Alvogen við Sæmundargötu í Vatnsmýrinni. Þar mun steypan streyma í mótin næstu átta mánuði, en  húsið engin smásmíði, alls um ellefu þúsund fermetrar.
14.mar. 2014 - 15:39

Össur endurnýjar ekki samninginn við Oscar Pistorius

Össur hf ákvað að endurnýja ekki samning sinn við spretthlauparann Oscar Pistorius, sem ákærður er fyrir morðið á kærustunni sinni Reevu Steenkamp.
06.mar. 2014 - 16:30

Nýr áfangastaður - Fyrsta flug Icelandair til Edmonton

Í gær hófst beint áætlunarflug milli Íslands og Edmonton í Kanada, þegar Boeing 757 þota Icelandair tók á loft frá Keflavíkurflugvelli kl 16:45 síðdegis. Flogið verður fjórum til fimm sinnum í viku til borgarinnar allt árið um kring.
04.mar. 2014 - 13:15

Erlendar tekjur TM Software jukust um 70% á einu ári

Ágúst Einarsson, framkvæmdastjóri TM Software. Erlendar tekjur hugbúnaðarfyrirtækisins TM Software jukust um 70% á síðasta ári og námu þær 40% af heildartekjum fyrirtækisins. Í heild jókst velta fyrirtækisins um 25% á árinu 2013.
03.mar. 2014 - 19:35

Hvar er ódýrast að versla? Allt að 218% verðmunur í matvöruverslunum

Verslunin Bónus í Reykjanesbæ var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í 13 verslunum víðsvegar um landið þann 25. febrúar síðastliðin en farið var í lágvöruverðsverslanir, stórmarkaði sem og klukkubúði.
03.mar. 2014 - 16:59

Samskip útnefnt Menntafyrirtæki ársins

Samskip voru  í dag útnefnd Menntafyrirtæki ársins 2014. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi verðlaun eru veitt og voru fjögur fyrirtæki tilnefnd. Auk Samskipa voru Isavia, Landsbankinn og RioTinto Alcan á Ísland tilnefnd
25.feb. 2014 - 20:00

Sérfræðingur Nýherja í úrvalshóp hjá IBM

IBM hefur valið Pétur Eyþórsson, hugbúnaðarsérfræðing hjá Nýherja, í 8 manna fagráð fyrir IBM Tivoli Storage Manager hugbúnað, sem er ætlað að marka stefnu og nálgun fyrir hugbúnaðinn á markaði. Pétur er eini sérfræðingurinn utan IBM sem fær inngöngu í ráðið.
21.feb. 2014 - 14:40

Júlía Hvanndal hannaði nýjar umbúir fyrir Gull Lite: „Léttleiki í bland við sterka ásjónu“

Júlía Hvanndal fékk ansi skemmtilegt verkefni inn á borð til sín. Júlía Hvanndal er 27 ára gömul og er grafískur hönnuður sem vinnur á markaðshúsinu Janúar. Janúar var stofnað í janúar síðastliðnum, en þá fóru fyrirtækin Fíton, Skapalón, Miðstræti, Kansas og Auglýsingamiðlun undir eina sæng. Hjá Janúar starfa grafískir hönnuðir, texta- og hugmyndasmiðir, birtinga- og markaðssérfræðingar, prentsmiðir, forritarar og vefhönnuðir.
21.feb. 2014 - 12:00

Móberg kaupir íþróttavefinn Sport.is

Fyrirtækið Móberg ehf. hefur keypt íþróttavefinn Sport.is, einn vinælasta íþrótta- og afþreyingarvef á Íslandi.
Skorri Rafn Rafnsson, forstjóri Móbergs ehf, segir kaupin hafa gengið hratt í gegn enda passi Sport.is vel í rekstur fyrirtækisins.
20.feb. 2014 - 16:21

„Litla Ísland að gera góða hluti“ - Nordic eMarketing hlaut fimm tilnefningar

„Ég er ótrúlega stoltur af teyminu mínu hjá Nordic, við erum er með fimm tilnefningar til Evrópuleitarvélaverðlaunanna í ár“, segir Kristján Már Hauksson aðaleigandi Nordic eMarketing um frábæran árangur fyrirtækisins
19.feb. 2014 - 21:00

Er Apple að kaupa Tesla? Orðrómur um það eftir leynifund

Allir elska leynifundi. Leynifundir eru enn betri en venjulega þegar í hlut eiga tvö framsæknustu fyrirtækin í Silicon Valley, Apple og Tesla Motors. Þetta er par sem er hjúpað leyndarhjúpi, svo vægt sé til orða tekið. En hvað gerðist í raun á þessum leynifundi?
17.feb. 2014 - 08:00

Danmörk: Viðskiptajöfnuðurinn sló öll met 2013

Mikill útflutningur og lítill innflutningur eru örsökin fyrir góðum viðskiptajöfnuði Dana á síðasta ári. Viðskiptajöfnuðurinn hefur aldrei verið meiri en hann nam 133,9 milljörðum danskra króna 2013 sem er 24,7 milljörðum meira en árið áður.
14.feb. 2014 - 12:57 Guðjón Ólafsson

Myndband: Byltingarkenndar tækninýjungar í LG G Flex - Fer í sölu á þriðjudag

LG G Flex er einfaldlega nýjasta nýtt. Magnaðar nýjungar sem ekki hafa sést áður. LG G Flex, nýjasta afurð LG risans, kemur á íslenskan markað í næstu viku. Símans er beðið með mikilli eftirvæntingu enda um að ræða byltingarkenndar tækninýjungar sem ekki hafa þekkst áður. Eins og sést á löguninni er síminn sveigjanlegur - og ekki nóg með það – því þökk sé nýjustu tækni lagar síminn sjálfkrafa rispur sem kunna að koma á tækið.
13.feb. 2014 - 20:23

Tímamótalyf: Alvogen fyrst á markað með nýtt líftæknilyf

Lyfjafyrirtækið Alvogen hefur markaðssett nýja samheitalyfjaútgáfu frumlyfsins Infliximab (Remicade) í Lettlandi og Króatíu. Árleg sala frumlyfsins í Evrópu er um 2 milljarðar bandaríkjadala.  Alvogen er fyrst lyfjafyrirtækja á markað með lyfið sem einnig verður markaðssett í Búlgaríu, Litháen, Póllandi, Ungverjalandi og Rúmeníu.
13.feb. 2014 - 16:45

Hugbúnaðarlausn Applicon vekur athygli í Svíþjóð: „Ánægjulegt að hafa náð þessum árangri“

Applicon, dótturfélag Nýherja, að gera flotta hluti í Svíþjóð. Sænski bankinn Landshypotek hefur vakið athygli fjölmiðla eftir að hann bauð viðskiptavinum upp á nýjar sparnaðarleiðir í febrúar. Verkefnið var unnið í framhaldi af innleiðingu upplýsingatæknifyrirtæksins Applicon á heildstæðri bankalausn.
11.feb. 2014 - 12:20

S.Á.Á valdi hýsingu og rekstur hjá Nýherja

Samtökin S.Á.Á hafa valið Nýherja til að annast hýsingu og rekstur tölvukerfa samtakanna. Þá var samið um kaup á Lenovo tölvum fyrir starfsemi S.Á.Á. Samkvæmt samningi mun Nýherji annast hýsingu allra miðlægra gagna, hýsingu á kerfum, netlausnir og veitir alla almenna sérfræðiþjónustu til starfsmanna.
06.feb. 2014 - 08:10

Ungir frumkvöðlar verðlaunaðir

Junior Chamber International á Íslandi veitir verðlaunin „Creative Young Entrepreneur Award 2013“  við hátíðlega athöfn sem fram fer í Arion banka, Borgartúni 19, klukkan 19:30 í kvöld. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhendir verðlaunin. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi verðlaun eru veitt á Íslandi.
04.feb. 2014 - 12:00

Morgunverðarfundur Nýherja: Starfsfólkið rífur öryggisvarnir

Nýherji hefur farið þá leið að ýta markvisst undir árvekni starfsfólks í öryggismálum. Stærstu öryggisveikleikar í fyrirtækjum eru oftast starfsfólkið sjálft, að því er fram kom á morgunverðarfundi Nýherja um öryggismál. Arnar S. Gunnarsson, kerfisstjóri hjá Nýherja, fjallaði þar um hvernig hægt væri að efla öryggisvitund í fyrirtækjum
03.feb. 2014 - 09:00

Hvalveiðar Íslendinga gagnrýndar í Super Bowl auglýsingu

Ætla má að rúmlega 100 milljón manns hafi séð auglýsingu T-Mobile fjarskiptarisans, þar sem hvalveiðar Íslendinga voru gagnrýndar. Auglýsingin var sýnd í leikhléi eins vinsælasta sjónvarpsviðburðs veraldar sem fram fór í nótt.
02.feb. 2014 - 20:00

Frosti vill afnema verðtryggingu strax: Engin rök fyrir frestun komið fram

Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokks og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, vill afnema verðtryggingu strax. Að hans mati hafa ekki komið nægilega sterk rök fyrir að fresta því.
02.feb. 2014 - 10:05

Milljarðamæringarnir sem sakaðir eru um að kaupa Ameríku

Árið 2012 vörðu hinir vellauðugu Koch bræður, David og Charles, 400 milljónum dollara í kosningasjóði Repúblíkanaflokksins víðs vegar um Bandaríkin. Framlög þeirra geta haft afdrifarík áhrif á framtíð bandarískra stjórnmála.
28.jan. 2014 - 16:27

PlayStation 4 til sölu í kvöld: „Fyrstur kemur, fyrstur fær“

Skífan og Gamestöðin byrja að selja PlayStation 4 leikjatölvuna í kvöld en mikil eftirvænting hefur verið eftir komu tölvunnar til landsins..Formlega kemur PlayStation 4 út á Íslandi miðvikudaginn 29. janúar en Skífan og Gamestöðin taka forskot á sæluna með kvöldopnun í verslununum í Kringlunni og Smáralind. 
27.jan. 2014 - 08:10

Erlendir fangar kosta danska ríkið um 11 milljarða á ári

Á sama tíma og danskir stjórnmálamenn eyða miklum tíma og púðri í umræður um kosti og galla opinna landamæra innan ESB, óhefts flæðis vinnuafls á milli aðildarlandanna og aðildar landa Austur-Evrópu að sambandinu þá sýna nýjar tölur að kostnaður danska ríkisins vegna erlendra fanga er mjög mikill.
26.jan. 2014 - 09:00

Margir prentarar eru forritaðir til að endast í stuttan tíma

Mynd: Shutterstock. Prentarar eru oft ekki mjög gamlir þegar þeir fara að tilkynna að þeir séu bilaðir og flestir neytendur kaupa þá nýjan prentara í staðinn fyrir að eyða miklum peningum í viðgerð. Þetta er gott fyrir framleiðendurna en slæmt fyrir umhverfið og neytendurna.
24.jan. 2014 - 16:30

Stór samningur Netgíró: „Síðasti mánuður fór fram úr okkar björtustu vonum“

Netgíró hefur gengið frá samningum við greiðslumiðlunarfyrirtækið Dalpay, samstarfsaðila Valitor og Borgunar. Söluaðilar sem nýta sér vefposaþjónustu Dalpay geta nú einnig boðið viðskiptavinum upp á Netgíró sem greiðslumáta. Netgíró er ungt fyrirtæki sem býður viðskiptavinum að fá vörur afhentar áður en greitt er fyrir þær.
24.jan. 2014 - 09:23

Netgíró gengur frá samningum við Dalpay

Netgíró, sem býður viðskiptavinum að fá vörur afhentar áður en þeir greiða fyrir þær, hefur gengið frá samningum við greiðslumiðlunarfyrirtækið Dalpay, samstarfsaðila Valitor og Borgunar. Söluaðilar sem nýta sér vefposaþjónustu Dalpay geta nú einnig boðið viðskiptavinum upp á Netgíró sem greiðslumáta.
21.jan. 2014 - 08:00

Forstjóri Plain Vanilla kallar eftir aðstoð almennings

Ekkert lát er á vinsældum íslenska spurningaleiksins QuizUp sem framleiddur er af Plain Vanilla. Leikurinn er nú tilnefndur til Crunchies verðlaunanna en það er tæknisíðan Tech Crunch sem stendur fyrir þeim í samstarfi við fréttasíðurnar GigaOm og Venture Beat.
17.jan. 2014 - 18:50

VÍS velur Nýherja: „Við hlökkum til farsæls samstarfs“

Sigrún og Finnur handsala samninginn. Vátryggingafélag Íslands (VÍS) hefur samið við Nýherja um rekstur á útstöðvum upplýsingatæknikerfa og notendaþjónustu. Öll notendaþjónusta verður veitt í gegnum þjónustumiðstöð Nýherja, sem er opin allan sólarhringinn, allt árið um kring.

17.jan. 2014 - 13:14

Verð ýmist óbreytt eða lægra hjá Samkaupum

Samkaup, sem reka matvöruverslanir um land allt m.a. undir merkjum Nettó, taka þátt í sameiginlegu átaki aðila vinnumarkaðarins til að tryggja stöðugt verðlag og halda aftur af verðbólgu. Samkaup hafa á umliðnum misserum veitt mótspyrnu gegn verðhækkunum frá birgum og framleiðendum og skorað á þá að halda aftur af verðhækkunum.
17.jan. 2014 - 12:30

Mynd dagsins: Á 15 mínútum á milli Keflavíkur og Reykjavíkur - „Ég er sannfærður um að það verður“

Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, KADECO, stendur fyrir hádegisfyrirlestri á Ásbrú  næstkomandi þriðjudag. Þar mun Runólfur Ágústsson ráðgjafi fjalla um möguleika háhraðalestar á milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur.
16.jan. 2014 - 21:15

Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar: Hættuleg þöggun í gangi í þjóðfélaginu

„Ég ætla ekki að lýsa okkar tilfinningum eða líðan vegna þessa dæmalausa dóms enda ekki hægt í stuttu máli,“ segir Ingibjörg Kristjánsdóttir landslagsarkitekt og eiginkona Ólafs Ólafssonar athafnamanns, sem oftast er kenndur við Samskip. Ólafur var eins og kunnugt er, dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykavíkur fyrir hlutdeild í meintum brotum stjórnenda Kaupþings í svonefndu Al-Thani máli. Þeim dómi hefur nú verið áfrýjað til Hæstaréttar.

Sena - Spiderman
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 13.4.2014
Dýrkeypt mistök stjórnmálamanna eftir hrun
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.4.2014
Nýjar upplýsingar um gamalt trúnaðarbrot
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 18.4.2014
Frjálst fall
Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson - 21.4.2014
Hvers konar fréttamennska er þetta?
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2014
Ríkisvæðing einkaskulda
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 10.4.2014
Eru háskólakennarar í pólitískri krossferð?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.4.2014
Ritaskrá mín fyrir 2013
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 21.4.2014
Þarf sérstakan til að rannsaka Sérstakan?
Sturla Böðvarsson
Sturla Böðvarsson - 09.4.2014
Framganga Rússa
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 11.4.2014
Lesendur geta sjálfir staðreynt málið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 08.4.2014
Ný sýn í Evrópumálum
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 13.4.2014
Hallgrímur Pétursson – fimmti hluti
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 09.4.2014
Breskir dómarar skeikulir
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 22.4.2014
Vá-tilfinningin
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 20.4.2014
María Magdalena og páskaeggin
Fleiri pressupennar