20. júl. 2012 - 16:00

Náðu 40 tonnum af silfri úr kaupskipi sem Þjóðverjar sökktu 1941

Fyrirtæki sem sérhæfir sig í djúpsjávaraðgerðum hefur bjargað 48 tonnum af silfri af um 5 km dýpi á Norður-Atlantshafinu. Þetta er sennilega stærsti góðmálmafundur í sögunni og af mestu dýpi.

Silfrinu var bjargað á land úr flaki S.S. Gairsoppa, 412 feta kaupskipi sem var sökkt árið 1941.
Fyrirtækið Odyssey Marine Exploration stóð fyrir leiðangrinum en það sérhæfir sig í björgun verðmæta úr skipsflökum á sjávarbotni. Á land náðust 1.203 silfurstangir, samtals um 1,4 milljónir únsa, eða tæp 40 tonn.

Fjársjóðurinn hefur verið fluttur á öryggissvæði í Bretlandi, en það voru bresk stjórnvöld sem gerðu leiðangurinn út. Samkvæmt samningnum fær  Odyssey Marine Exploration 80 prósent af verðmæti silfurfarmsins eftir útlagðan kostnað.

Gairsoppa varð fyrir tundurskeyti frá þýskum kafbáti í síðari heimsstyrjöldinni. Breska ríkisstjórnin hafði, samkvæmt stríðsáhættusamningi, tryggt farm skipsins þótt um einkafyrirtæki væri að ræða. Eigendur farmsins höfðu fengið hann greiddan úr ríkissjóði og þar með eignaðist breska ríkið hinn sokkna fjársjóð.

Fram að þessu hefur Odyssey leiðangurinn náð um 43 prósent af silfurfarminum  úr flaki skipsins. Fyrirtækið áætlar að ná afgangnum af farminum innan þriggja mánaða. Þetta hefur verið flókin aðgerð þar sem skipsflakið liggur á um 5 km dýpi á Norður-Atlantshafinu,

segir Greg Stemm, framkvæmdastjóri Odyssey.

Að opna hirslur skipsins með nákvæmum hætti og fjarlægja silfurstangirnar úr öryggisgeymslunum sýnir hæfni okkar til að taka að okkur flókin verkefni á miklu dýpi.

Leitin að silfrinu hófst sumarið 2011 og skipsflakið var nákvæmlega staðsett í september sama ár. Fyrirtækið segir að fram til þessa hafi engar líkamsleifar fundist en gerist það verði farið með þær með fullri virðingu og samgönguráðuneyti Bretlands gert viðvart.

Odyssey er að hefja leit að öðru sokknu, bresku kaupskipi, S.S. Mantola, sem talið er að í séu um 600.000 únsur af silfri sem einnig var tryggt af breska ríkinu.
(26-30) NRS Iðnaðarlausnir nóv 2015
26.nóv. 2015 - 14:00 Kristín Clausen

Olís leggur góðum málefnum lið með verkefninu „Gefum & gleðjum“

Olíuverzlun Íslands hf. hefur ákveðið að leggja góðum málefnum lið næstu vikurnar, en verkefnið ber heitið „Gefum & gleðjum“. Næstu fimm föstudaga fram að áramótum munu 5 krónur af hverjum seldum eldsneytislítra hjá Olís og ÓB renna til þeirra félaga sem ákveðið hefur verið að styrkja en þau eru: Styrktarfélag barna með einhverfu, Mæðrastyrksnefnd, Neistinn styrktarfélag hjartveikra barna, Geðhjálp og Landsbjörg.
24.nóv. 2015 - 15:00 Kristín Clausen

WOW air mun hefja flug til Bristol næsta vor

WOW air hefur í dag sölu á flugi til Bristol en flug þangað hefst 13. maí á næsta ári. Flogið verður þrisvar sinnum í viku; á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum, allan ársins hring. Bristol er annar áfangastaður WOW air í Bretlandi en flugfélagið hefur frá upphafi boðið upp á flug til London allan ársins hring.

23.nóv. 2015 - 15:00

Leigja á 170 þúsund á mánuði en standast ekki greiðslumat: Eitthvað mikið að

Um fátt hefur meira verið rætt að undanförnu en húsnæðismál ungs fólks, en mikill vandi blasir við ungu fólki sem þarf að kaupa sína fyrstu íbúð. Aron Ólafsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, hefur kynnt sér þessi mál og hélt erindi um þau á fundi Samtaka iðnaðarins á dögunum. Ég tókum Aron tali og spurðum hann fyrst um ástand þessara mála.
23.nóv. 2015 - 14:30

Hundraðasti rafbíllinn afhentur

e-Golf sameinar 40 ára reynslu Golf og nýjustu tækniframfarir. Undanfarin misseri hefur eftirspurn eftir rafbílum verið mikil hjá Volkswagen en á árinu hafa selst yfir hundrað rafbílar af tegundunum e-up! og e-Golf. Í dag er Volkswagen e-Golf mest seldi rafbíllinn á Íslandi en það voru bræðurnir Úlfur og Gísli Úlfarssynir sem festu kaup á hundraðasta rafbílnum frá Volkswagen
22.nóv. 2015 - 14:00

Svona lækkaði Breki matarinnkaupin um 25%: Myndband

Breki Karlsson segist hafa lækkað matarinnkaup um 25% án þess að gera veigamiklar breytingar á heimilishaldinu.
17.nóv. 2015 - 14:49

Nýjum Volkswagen Caddy fagnað: „Frumsýningin heppnaðist ákaflega vel“

Nú fæst Caddy í fimm og sjö manna fjölskylduútfærslum. Það var líflegt um að litast í sýningarsal Volkswagen atvinnubíla síðustu helgi þegar ný kynslóð Volkswagen Caddy var kynnt til leiks en Caddy hefur um árabil verið vinsælasti atvinnubíllinn á Íslandi. Nýju kynslóðinni fylgir enn meiri staðalbúnaður, aukið öryggi og úrval aðstoðarkerfa fyrir ökumanninn.
16.nóv. 2015 - 16:45

Audi með tvö gullin stýri

Nýr og verðlaunaður Audi A4 verður frumsýndur hjá HEKLU í byrjun næsta árs. Nýr og glæsilegur Audi A4 hlaut á dögunum hið eftirsótta gullstýri í flokki fólksbíla í millistærð, auk þess sem nýr Audi R8 hreppti hnossið í flokki sportbíla. Það eru lesendur þýska tímaritsins Auto Bild og vikublaðsins Bild am Sonntag sem velja vinningshafa í samráði við alþjóðlega dómnefnd sem skipuð er bílasérfræðingum.
12.nóv. 2015 - 13:45

Nýr Volkswagen Caddy kynntur til leiks: Fjórða kynslóðin mikið uppfærð

HEKLA býður þér að kynnast Volkswagen Caddy næstkomandi laugardag. Fjórða kynslóð Volkswagen Caddy er komin á markað en af því tilefni verður HEKLA með frumsýningu á þessum ástsæla atvinnubíl sem hefur verið einn sá vinsælasti á Íslandi um árabil.
09.nóv. 2015 - 11:59

Delta flýgur daglega á milli Íslands og Minneapolis næsta sumar

Delta Air Lines hefur ákveðið að hefja flug milli Íslands og Minneapolis næsta sumar. Flogið verður daglega milli Keflavíkurflugvallar og Minneapolis-St Paul alþjóðaflugvallarins (MSP). Fyrsta flugferðin verður 27. maí. Við þetta verður Delta með tvær daglegar ferðir til Bandaríkjanna yfir háannatímann, en félagið hefur flogið milli Íslands og New York frá 2011. Delta er eina bandaríska flugfélagið með áætlunarflug til Íslands.
08.nóv. 2015 - 21:30 Eyjan

Tvö fyrirtæki bítast um Arion banka

Tvö fjármálafyrirtæki vinna nú að því að setja saman fjárfestahópa sem geti boðð í 87 prósenta hlut í Arion banka, hluta slitabús Kaupþings. Fyrirtækin tvö, Virðing og Arctica Finance, vinna hvort í sínu lagi að því að setja saman hópana og leggja þau bæði höfuð áherslu á að fá stærstu lífeyrissjóði landsins um borð. Útilokað er talið að hægt sé að koma bankanum úr höndum kröfuhafa til innlendra aðila án þess að lífeyrissjóðirnir komi með töluverðar fjárhæðir að borðinu. Enginn þeirra hefur hins vegar enn sem komið er gefið vilyrði fyrir þátttöku.
07.nóv. 2015 - 10:00

Prentað kynningarefni er ennþá sterkasti miðillinn

Prentmet ástamt auglýsingastofunni Pipar/TBWA, Póstdreifingu, Hvítlist, Gunnari Eggertssyni og Ólafi Þorsteinssyni buðu  gestum á hádegisverðaviðburð á Hilton Reykjavík Nordica í á föstudag. Friðrik Eysteinsson rekstrarhagfræðingur, og einn fremsti sérfræðingur í markaðs-og sölumálum á Íslandi, fjallaði um rannsóknir sem hafa verið gerðar frá 2013 um mismun á árangri milli hefðbundinna miðla annars vegar og nýmiðla hinsvegar. 

06.nóv. 2015 - 20:30

3.400 íbúðir og herbergi á Íslandi skráð á airbnb – Aðeins 13 prósent með skráð leyfi

3.400 íbúðir og herbergi á Íslandi eru skráð á airbnb.com. 4 prósent allra íbúða í Reykjavík eru í útleigu til ferðamanna. Þetta kemur fram í skýrslu sem Háskólinn á Bifröst hefur gert um umfang íbúðagistingar í ferðaþjónustu, samkvæmt samningi við Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið en skýrslunni var skilað í dag.
05.nóv. 2015 - 18:00

Leigði 73% af veiðiheimildunum - markaðsvirðið 263 mkr

Eigendur bátsins Sæla BA 333 á Tálknafirði veiddu aðeins 27% af veiðiheimildum bátsins á 5 ára tímabili frá 2007 - 2012 en leigðu 73% heimildanna með bátnum.  Fjögur ár samtals af fimm var báturinn leigður til Þórsbergs hf með veiðiheimildum.  Þrjú ár í röð veiddi leigutakinn meira en 90% af þeim kvóta sem var á bátnum. Lögum samkvæmt er skylt að veiða a.m.k. helming kvótans. Hins vegar  er veiðiskyldan bundin við bátinn en ekki eigandann. Með því að leigja bátinn ásamt heimildum getur eigandinn í raun leigt allar veiðiheimildirnar. Áætlað markaðsverðmæti veiðiheimildanna sem leigðar voru með bátnum á þessum 5 árum eru um 263 milljónir króna. Með bátnum fylgdi byggðakvóti sem var alls 163 tonn í þorskígildum talið og   áætlað markaðsvirði 73% af þeim kvóta er um 30 milljónir króna.
28.okt. 2015 - 11:45

Mikil aukning í dreifingu á bjórum frá Borg Brugghúsi: „Frábærar fréttir fyrir okkur“

Borg á 10 bjóra af topp 15 íslenskum bjórum á síðunni Untappd. Vegna aukinnar sölu hefur ÁTVR fjölgað sölustöðum á bjórunum Leifi Nr.32 og Garúnu Nr.19 umtalsvert undanfarna daga. Sölustöðum á Leifi hefur fjölgað úr sjö stærstu verslunum Vínbúðanna í fimmtán og Garún hefur farið úr 22 í 36 verslanir, en í heildina eru Vínbúðirnar 49 á landinu öllu. 
22.okt. 2015 - 15:30

Núna getur þú tryggt símann þínn

Fáir hlutir eru orðnir mikilvægari í dag en farsíminn og er óhætt að segja að margir séu með sitt daglega líf í lúkunum.  Á hverjum degi taka farsímaeigendur talsverða áhættu með þessa dýru eign, sem að meðaltali kostar vel yfir 100.000 krónur.
20.okt. 2015 - 12:00

Sameining Landsbanka og Íslandsbanka eðlilegt skref í öðrum löndum en önnur sjónarmið á Íslandi

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að í flestum öðrum löndum en Íslandi væri sameining Íslandsbanka og Landsbankans eðlilegt næsta skref. Hér þurfi hins vegar að gæta að öðrum sjónarmiðum.
15.okt. 2015 - 12:40

Salan á Símanum: Arion banki vissi ekki hverjir keyptu – Óánægja innan stjórnar Símans

Arion banki hafði ekki vitneskju um hvaða fjárfestar það voru sem stóðu á bak við kaup á hlutabréfum í Símanum, á genginu 2,5, undir forystu Orra Haukssonar forstjóra Símans. Óánægja ríkir innan stjórnar Símans með það hvernig haldið hefur verið á sölu Símans af hálfu Arion banka.
14.okt. 2015 - 16:30

Viljið þið H&M til Íslands? Hættið að versla þar

Svo lengi sem sænska verslunarkeðjan H&M nýtur yfirburða markaðshlutdeildar á meðal Íslendinga er engin ástæða fyrir fyrirtækið að opna hér verslun. Þeir sem vilja fá slíka verslun til landsins ættu því að hætta að versla þar í útlöndum.
13.okt. 2015 - 15:52

Bleikt.is verður blað: Dreift í öll hús á höfuðborgarsvæðinu

Útgáfufélagið Pressan ehf hefur í þessari viku útgáfu á nýju tímariti sem prentað verður í 75 þúsund eintökum. Um er að ræða tímaritið Bleikt sem gefið verður út í hverri viku og dreift í öll hús á höfuðborgarsvæðinu og víðar.
01.okt. 2015 - 11:45

Vestfirðir kemur aftur út: Kristinn H. Gunnarsson áfram ritstjóri

Blaðið Vestfirðir kemur aftur út í dag eftir tveggja mánaða hlé vegna eigendaskipta. Það mun koma út aðra hverja viku eins og áður var og blaðið á morgun verður 15. tbl ársins.
23.sep. 2015 - 19:00 Kristín Clausen

Icelandair aftur í samstarf við Alaska Airlines

Icelandair og bandaríska flugfélagið Alaska Airlines tilkynntu í dag að félögin hafa á ný samið sín á milli um samstarf sem einkum snýr að samstarfi milli vildarklúbba félaganna og samkenndum flugum.
18.sep. 2015 - 19:36

Landsbankinn lokar þremur útibúum á sunnanverðum Vestfjörðum – Heimamenn ósáttir við ríkisbankann

Landsbankinn mun loka útibúum sínum á Suðureyri, í Bolungarvík og á Þingeyri í 24. september næstkomandi. 11 manns verður sagt upp störfum vegna þessa breytinga en hluti starfsfólks í útibúinu í Bolungarvík mun hefja störf í útibúi Landsbankans á Ísafirði. Eina útibú bankans á norðanverðum Vestfjörðum verður þá staðsett á Ísafirði.
15.sep. 2015 - 11:00

Slitastjórn fær um 60.000 krónur á tímann – Eru 5 klukkutíma að ná 300.000 króna lágmarkslaunum

Slitastjórn Glitnis fær 57.000 krónur greiddar á tímann og námu greiðslur til þeirra Steinunnar Guðbjartsdóttur, formanns slitastjórnarinnar og Páls Eiríkssonar sem einnig situr í stjórninni, 118 milljónum á fyrstu sex mánuðum ársins. Það er 27 milljóna aukning milli ára. Tímagjaldið hefur hækkað um 250 prósent frá því slitameðferð búsins hófst árið 2009.
15.sep. 2015 - 09:00

Hafna erlendum tryggingafélögum um aðgang að skýrslum

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur staðfest ákvörðun Þjóðskjalasafns Íslands um að synja erlendum tryggingafélögum um aðgang að skýrslum 12 einstaklinga fyrir rannsóknarnefnd Alþingis. Gamli Landsbankinn hafði keypt stjórnendatryggingar af tryggingafélögunum og krefur slitastjórn bankans þau um milljarða króna skaðabætur, á þeim grundvelli að stjórnendatryggingarnar ættu að bæta tjón vegna meintrar saknæmrar háttsemi fyrrverandi stjórnenda.
11.sep. 2015 - 17:30

Halló aftur 2007: Rífandi gangur í þjóðfélaginu

Kröftugur hagvöxtur mældist á fyrri árshelmingi samkvæmt bráðabirgðatölum sem Hagstofan birti nú í morgun. Samkvæmt þeim mældist hann 5,2 prósent, en svo mikill  hefur hagvöxtur ekki mælst á fyrri árshelmingi síðan á hinu umdeilda ári 2007.
10.sep. 2015 - 10:00

Sakar opinbera starfsmenn um áhlaup á stöðugleika í efnahagslífinu

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir komið að ögurstundu fyrir íslenskt efnahagslíf. Miklar launahækkanir og óraunhæfar og óskynsamar kröfur opinberra starfsmanna ógni stöðugleika efnahagslífsins. Verði ekki gerðar nauðsynlegar breytingar á vinnumarkaðslíkaninu er næsta kreppa ekki langt undan.
09.sep. 2015 - 20:30

Bönkunum leyft að okra á neytendum: Krefjast tafarlausra aðgerða stjórnvalda

Vaxtahækkanir bankanna um mánaðamótin auka tekjur bankanna af yfirdráttarlánum einstaklinga um rúmlega 400 milljónir króna, samkvæmt útreikningum Neytendasamtakanna sem krefjast þess að stjórnvöld grípi tafarlaust til aðgerða vegna okurs bankanna.
04.sep. 2015 - 19:33

Fellir niður mál gegn Samherjamönnum: Stofnað til málsins „af illum vilja,“ segir Þorsteinn

Embætti sérstaks saksóknara hefur fellt niður mál gegn Þorsteini Má Baldvinssyni og þremur öðrum lykilstarfsmönnum Samherja. Þorsteinn segir að stofnað hafi verið til málsins af illum vilja Seðlabankastjóra og yfirlögfræðings Seðlabankans.
04.sep. 2015 - 13:00

Alvogen fær 180 daga einkasölurétt á Alzheimerlyfi í Bandaríkjunum

Alvogen og systurfyrirtækið Alvotech vinna nú að byggingu nýs Hátækniseturs í Vatnsmýrinni sem verður fullbúið í ársbyrjun 2016. Lyfjafyrirtækið Alvogen hefur fengið samþykki bandarísku matvæla- og lyfjastofnunarinnar til að markaðssetja samheitalyfja útgáfu af alzheimerslyfinu Exelon® sem gefið er í plástraformi. Þar sem Alvogen var fyrst til að sækja um markaðsleyfi á lyfinu, hefur fyrirtækið fengið 180 daga einkarétt á sölu þess. Markaðssetning lyfsins er sú stærsta í sögu Alvogen en árleg sala plástursins í Bandaríkjunum er um 52 milljarðar króna. Lyfið verður markaðssett í þremur styrkleikum og dreifing lyfsins er hafin.
03.sep. 2015 - 18:30

Týndi Landsbankinn viljandi sönnunargögnum sem voru honum í óhag?

Landsbankinn sannfærði mann, sem vildi selja hlutabréf sín í ágúst árið 2008, um að hann myndi tapa svo miklu á sölunni að það væri algjört óráð. Þess í stað vildi bankinn veita honum erlent lán með veði í hlutabréfunum. Skömmu síðar var maðurinn beðinn um að leggja fram frekari ábyrgðir fyrir láninu. Þetta var „korter í hrun“. Nú vill Nýji Landsbankinn innheimta að fullu kröfur á hendur þessum viðskiptavini sínum. Athygli vekur að ekki finnast hljóðupptökur af símtölum mannsins við bankann, þau sönnunargögn hafa óvart týnst.
02.sep. 2015 - 10:26

Nýr Audi Q7 frumsýndur: Tengimöguleikar við Google Android Auto og Apple CarPlay

Nýr og tilkomumikill Audi Q7 verður frumsýndur í Audi-sal Heklu laugardaginn 5. september frá klukkan 12:00 til 16:00. Bíllinn er hlaðinn tækninýjungum og kemur meðal annars með svo kölluðu ,,Audi virtual” mælaborði og nýju ,,MMI” kerfi sem inniheldur íslenskt leiðsögukerfi sem stýrt er með snertiborði í miðjustokk. Hann er einn af fyrstu bílunum sem bjóða upp á tengimöguleika við Google Android Auto og Apple CarPlay.
01.sep. 2015 - 16:06

Sveinn Andri ráðinn framkvæmdastjóri

Icelandic Glacial er selt á 24 mörkuðum víða um heiminn. Sveinn Andri Sveinsson, fjármálastjóri Icelandic Water Holdings hf., hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins á Íslandi og hefur þegar tekið til starfa. Sveinn Andri mun stýra starfsemi félagsins á Íslandi ásamt því að gegna áfram starfi fjármálastjóra samstæðunnar.  
25.ágú. 2015 - 21:30

Undarlegt að einn ríkasti maður í heimi skuli vera ósýnilegur

„Það er mjög undarlegt að maður sem segist vera einn ríkasti maður í heimi sé svo ósýnilegur að ekki sé hægt að afhenda honum stefnu,“ segir Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins í samtali við Eyjuna
24.ágú. 2015 - 11:30

Aðeins fjórir mánuðir til jóla: Stefnir í gjaldþrot jólasveinsins

Í dag eru aðeins fjórir mánuðir til jóla og sumir kannski farnir að undirbúa sig undir hátíðina og allt það sem henni fylgir. En hjá jólasveininum stefnir allt í óefni því hann stendur frammi fyrir gjaldþroti á næstu dögum nema kraftaverk gerist.
23.ágú. 2015 - 15:00

Kári vill borga hærri skatta: Skýtur á auðmenn sem fluttir eru úr landi

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að velta þurfi upp hvernig taka eigi á fólki sem býr á Íslandi en hefur flutt skattfang sitt annað.
06.ágú. 2015 - 17:50

Vífilfell verður hluti af stærsta átöppunarfyrirtæki Coca-Cola í heiminum

Skálað fyrir samrunanum Coca-Cola Iberian Partners, Coca-Cola Enterprises og Coca-Cola Erfrischungsgetränke AG  hafa í dag kynnt samkomulag sem felur í sér samruna reksturs félaganna þriggja. Sameinað félag, sem fær nafnið Coca-Cola European Partners Ltd, verður stærsti einstaki átöppunaraðili heims á  drykkjarvörum Coca-Cola fyrirtækisins. Vífilfell hf. verður hluti af nýja fyrirtækinu í gegnum eignarhald hins spænsk-ættaða félags Coca Cola Iberian Partners Group.
22.júl. 2015 - 14:10

Breiðablik og Lind fasteignasala í samstarf

Nú á dögunum undirrituðu knattspyrnudeild Breiðabliks og Lind fasteignasala samstarfssamning. Samstarfið felur meðal annars í sér að allir þeir sem vilja geta skráð fasteign sína í sölu hjá Lind fasteignasölu í gegnum heimasíðuna www.fastlind.is/breidablik. Breiðablik fær svo 50.000 króna styrk fyrir hverja eign sem selst í gegnum samstarfið.
14.júl. 2015 - 20:00

Langar þig í gríska eyju? Brunaútsala á eyjum, höfnum, flugvöllum og fleiru

Grikkir þurfa að verða sér út um mikið af peningum á næstu mánuðum og árum til að uppfylla skilyrði þau sem þeim eru sett fyrir áframhaldandi aðstoð í því efnahagslega öngþveiti sem landið er statt í. Sérfræðingar telja að grísk stjórnvöld verði því að selja margar eignir á brunaútsölu til að verða sér úti um að minnsta kosti 8.000 milljarða íslenskra króna.
29.jún. 2015 - 11:20

Jón Ólafsson selur vatn í Kuwait

Icelandic Glacial er selt á 24 mörkuðum víða um heiminn. Icelandic Water Holdings hf, sem flytur út vatn undir merkinu Icelandic Glacial, og Icelandic Middle East Commercial Company frá Kuwait hafa gert með sér samning um dreifingu á Icelandic Glacial í Kuwait. Í gegnum nýja dreifingaraðila verður Icelandic Glacial í boði á fínni hótelum, veitingastöðum og búðum um land allt.
11.jún. 2015 - 15:08

Skoda-dagurinn haldinn hátíðlegur

Skoda hvetur fólk til að líta við, skoða úrvalið og jafnvel skreppa í reynsluakstur. Hinn árlegi Skoda-dagur verður haldinn hátíðlegur næstkomandi laugardag í húsakynnum Heklu að Laugarvegi. Glæsilegt úrval Skoda-bifreiða verða á svæðinu og má þar meðal annars nefna léttan, nettan og einstaklega sprækan Fabia, sem frumsýndur var nýlega, og eðalkerruna Superb sem var forsýndur á bílasýningu í Fífunni ekki alls fyrir löngu.
05.jún. 2015 - 15:30

Nýr Audi Q7 boðar komu sína í ágúst

Útfærsla á vélum Audi Q7 er til fyrirmyndar fyrir aðra fjórhjóladrifna jeppa. Í ágúst næstkomandi lendir nýr Nýr Audi Q7 í höfuðstöðvum Heklu við Laugaveg 170– 74 en hans hefur verið beðið með eftirvæntingu. Audi Q7 er mikið uppfærður og setur ný viðmið í flokki lúxusjeppa hvað varðar aksturseiginleika, upplýsingakerfi og aðstoðarkerfi fyrir ökumenn. 
05.jún. 2015 - 10:40

Iceland Glacier Wonders ehf. bannað að nota vörumerkið Iceland Glacier

Hæstiréttur snéri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og féllst á kröfu Icelandic Water Holdings hf. um að fyrirtækinu Iceland Glacier Wonders ehf. yrði gert að fella úr firmaheiti sínu vörumerki Icelandic Wather Holdings, ICELAND GLACIER.
29.maí 2015 - 10:46

Nýr radler léttbjór frá Steðja

Steðji Radler léttbjór er kominn í sölu. Nýjasta afurð Brugghús Steðja er Steðji Radler léttbjór. Um er að ræða drykk samsettan úr bjór og límonaði þar sem hlutfallið er 50:50, sem skilar sér í 2,25 alkóhólprósentu.
28.maí 2015 - 11:58

Hekla kynnir nýjan Skoda Fabia

Skoda Fabia er fáanlegur með sparneytnum bensín- og dísilvélum. Laugardaginn 30. maí kynnir HEKLA nýjan Skoda Fabia í húsnæði Heklu við Laugaveg 170-174. Skoda Fabia hefur hlotið hin ýmsu verðlaun síðustu mánuði. Hann var valinn bíll ársins hjá WhatCar? og hlaut Red dot verðlaunin fyrir framúrskarandi vöruhönnun. Þar með er hann orðinn sá áttundi úr Skoda-fjölskyldunni til að hljóta þessi eftirsóttu hönnunarverðlaun.
24.maí 2015 - 08:10

Frönskum stórmörkuðum bannað að henda mat: Skikkaðir til að gefa matvælin til góðgerðarsamtaka

Frönskum matvörukeðjum hefur nú verið bannað að farga eða gera matvæli óhæf til neyslu. Þess í stað eru keðjurnar skikkaðar til að gefa matvælin til góðgerðarsamtaka eða sem dýrafóður, samkvæmt lögum sem sett voru til að koma í veg fyrir sóun matvæla. Franska þjóðþingið var samhljóma í að setja þessar reglur í baráttu sinni gegn mikilli sóun matvæla í landinu en margir þegnar landsins hafa ekki í sig og á.
22.maí 2015 - 12:09

Netgíró endurgreiðir 100 reikninga: Svo stolt af Maríu

„Ísland sigrar víst ekki Eurovision í ár en það breytir því ekki að starfsfólk Netgíró er afar stolt af frammistöðu Maríu Ólafsdóttur í undankeppninni,“ segir í tilkynningu frá Netgíró en eigendur fyrirtækisins höfðu lofað ef að Ísland sigraði keppnina, fengju þúsund einstaklingar maíreikninginn endurgreiddan. 
21.maí 2015 - 08:00

Össur kynnir nýja tegund af gervifótum- Stýrðir með hugarafli: „Fánaberi næstu kynslóðar af gervigreindartækni“

Stoðtækjafyrirtækið Össur kynnti nýja tækni frá Össuri á fjárfestafundi í Kaupmannahöfn í dag en um er að ræða gervifætur sem kleift er að stýra með hugarafli. Um er að ræða risavaxið skref í þróun gervifóta.
20.maí 2015 - 14:20

„Maður hefur mestar áhyggjur af ungu fólki og hipsterunum“

Töluverð hækkun varð á íbúðaverði á höfuðborgarsvæðinu á síðastliðnu ári en byggingamarkaður er hægt og sígandi að ná sér á strik aftur og vísbendingar eru um að íbúðamarkaðurinn sé að sigla í ákveðið jafnvægi þar sem íbúðaframboð mun aukast á næstu misserum en engu að síður ríkir töluverð óvissa á markaðnum.
19.maí 2015 - 23:20

Sumarnostalgía aftur á markað eftir 30 ára fjarveru

Egils Límonaði kom fyrst á markað undir nafninu Egils Sítrónu-Límonaði. Ölgerðin hefur sett Egils Límonaði aftur á markað en framleiðslu á vörunni var hætt árið 1985. Egils Límonaði kom fyrst á markað í kringum árið 1955, um svipað leiti og Egils Appelsín og Egils Grape, þá undir nafninu Egils Sítrónu-Límonaði.
18.maí 2015 - 15:30

Topp tíu listinn yfir vefmiðla: Gamalgrónir vefir raða sér í efstu sæti

Listinn yfir tíu vinsælustu vefmiðlana á Íslandi er óbreyttur frá fyrri viku, en Modernus birti tölur sínar í morgun. Morgunblaðið er vinsælasti vefurinn og að venju raða Vísir, DV og Pressan sér í næstu sæti.

Ágústa Kolbrún Roberts
Ágústa Kolbrún Roberts - 13.11.2015
Ágústa: Þetta gerðist eftir heilun píkunnar!
Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir - 13.11.2015
PUSSIES BEWARE!
Ragnheiður Eiríksdóttir
Ragnheiður Eiríksdóttir - 13.11.2015
Mamman, hjúkkan og veiki strákurinn
Björn Ingi Hrafnsson
Björn Ingi Hrafnsson - 19.11.2015
Slökum aðeins á
Ástríður Þórey Jónsdóttir
Ástríður Þórey Jónsdóttir - 13.11.2015
Minimalískur lífsstíll - nei takk!
Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir - 24.11.2015
Karlar sem panta konur!
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 13.11.2015
Skuldsettir bera einir ábyrgðina
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 15.11.2015
„Give peace a chance“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 20.11.2015
Gamansemi á Rotary-fundi
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 13.11.2015
Skemmtilegur fundur um valdatíð Davíðs
Björn Jón Bragason
Björn Jón Bragason - 18.11.2015
Er Grænland íslensk nýlenda?
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 12.11.2015
Í stuði með Guði
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 16.11.2015
Hvað varð um Rússagullið?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 20.11.2015
Ég er hryggur og dapur
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 23.11.2015
Ólafur Ragnar, já! Baldur, nei!
Fleiri pressupennar