26. júl. 2012 - 09:00

Hrein eign Skúla Mogensen og eiginkonu hans nemur 7,5 milljörðum króna

Hrein eign Skúla Mogensen, eiganda flugfélagsins WOW, og Margrétar Ásgeirsdóttur nemur um 7,5 milljörðum. Hjónin greiddu nærri 150 milljónir króna í skatt fyrir síðasta ár.

Greint er frá þessu í Viðskiptablaðinu í dag þar sem er að finna listi yfir auðuga Íslendinga.

Skúli Mogensen og eiginkona hans, Margrét Ásgeirsdóttir, eru efst á lista Viðskiptablaðsins yfir 170 íslenska auðmenn. Hrein eign þeirra, það eru eignir umfram skuldir, nemur um 7,5 milljörðum króna samkvæmt álagningarskrám ríkisskattstjóra sem birtar voru í gær. Hjónin greiddu nærri 150 milljónir króna í auðlegðar- og viðbótarauðlegðarskatt fyrir síðasta ár.

Þau bera höfuð og herðar yfir þá sem á eftir fylgja á lista Viðskiptablaðsins, sem er ekki tæmandi en telur alls 170 manns. Á eftir þeim Skúla og Margréti er útgerðarkonan Guðbjörg M. Matthíasdóttir frá Vestmannaeyjum og einn af eigendum Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Hrein eign hennar nemur um 4,8 milljörðum króna.19.sep. 2014 - 14:00

Flugfélag Íslands býður upp á flug yfir Holuhraun: Ferðin á fimmtíu þúsund

Flugfélag Íslands býður upp á flug yfir jarðeldana norðan Vatnajökuls. Flugið að gosstöðvunum tekur um hálftíma og er svæðið skoðað úr lofti í um 45 mínútur. Ferðin kostar fimmtíu þúsund.Farið verður í ferðina á morgun, laugardag.
17.sep. 2014 - 15:45

Lögreglan lokar fjórum íbúðum sem leigðar voru út til ferðamanna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, í samstarfi við Ríkisskattstjóra, kannaði í ágúst og september heimili og íbúðir á höfuðborgarsvæðinu þar sem gisting hafði verið auglýst í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum á borð við Facebook og airbnb.com. Eru dæmi um að fólk hafi leigt íbúðir á 100 til 150 þúsund vikuna.
10.sep. 2014 - 10:00

Ótrúlegur áhugi á haustlínu Søstrene Grene á Íslandi: 400 prósent veltuaukning á einum degi

Skjáskot af vef epn.dk Það var heldur betur mikill áhugi hjá fólki á nýrri haustlínu Søstrene Grene á föstudaginn þegar hún var kynnt. Í Árósum stilltu um 200 manns sér upp í röð utan við verslun systranna löngu áður en hún var opnuð og á Íslandi var salan í verslunum systranna 400 prósent meiri en á venjulegum degi.
05.sep. 2014 - 15:00

Bríó að lenda í sænskum Vínbúðum

Bríó er nú fáanlegur í Systembolaget í Svíþjóð, líkt og sjá má á þessari mynd. Nú í upphafi septembermánaðar hóf áfengisverslun sænska ríkisins, Systembolaget, sölu á íslenska bjórnum Bríó. Bjórinn er nú fáanlegur í föstu vöruvali keðjunnar og dreift í á annað hundrað verslanir. Nú þegar eru fjórir gámar farnir til Svíþjóðar.
04.sep. 2014 - 15:00

Ótrúleg aukning á skyrneyslu í Danmörku: 300 prósent það sem af er ári

Það er óhætt að segja að skyr hafi heldur betur slegið í gegn í Danmörku og framleiðendur eiga erfitt með að framleiða nægilega mikið fyrir skyrsólgna neytendur. Sala á skyri fór hægt af stað þegar skyrið var fyrst kynnt fyrir Dönum 2006 en hefur heldur betur náð sér á flug.
02.sep. 2014 - 16:34

Nú er hægt að greiða fyrir vörur og þjónustu með símanum: 600 söluaðilar með strax

Netgíró kynnir til leiks nýtt app sem gerir viðskiptavinum kleift að borga fyrir vörur og þjónustu með símanum.
02.sep. 2014 - 09:25

Verslun sem selur eingöngu vörur án umbúða

Skjáskot af vef Mx: Marie Delaperriére Ímyndaðu þér að þú farir út í búð og verðir að taka umbúðir með fyrir allar þær vörur sem þú ætlar að kaupa, hvort sem það er sjampó, hreingerningarefni eða hnetur. Þetta verður fólk að gera sem verslar í þýsku versluninni Unverpackt í Kiel en þar eru plastpokar, plastumbúðir, dósir, pappi og plastflöskur algjör bannvara.
29.ágú. 2014 - 16:25

CCP lokar útibúi í San Fransisco: Helst í hendur við skipulagsbreytingar í júní

Tölvuleikjafyrirtækið CCP hefur ákveðið að loka útibúi fyrirtækisins í San Fransisco í Bandaríkjunum. Þá munu tveir af stjórnendum fyrirtæksins, Joe Gallo fjármálastjóri og David Reid markaðsstjóri láta af störfum hjá fyrirtækinu, en báðir eru þeir staðsettir utan borga sem CCP hefur starfsstöðvar í. Eins og fram kom í frétt Eyjunar lagði fyrirtækið einnig niður 49 störf fyrr í sumar og voru þar af 27 störf í Reykjavík.
29.ágú. 2014 - 16:23

Landinn sólginn í sumarbjór þrátt fyrir fáa sólardaga

Óhætt er að segja að Íslendingar hafi ekki látið sólarleysi sumarsins haft áhrif á vinsældir sumarbjórsins. Vinsældir slíkra bjóra hafa farið vaxandi meðal íslenskra bjórunnenda undanfarin ár en Sumaröl frá Vífilfelli er langvinsælasti sumarbjór landsins.
27.ágú. 2014 - 17:07

Kristín svarar Ólafi og útskýrir af hverju hún tók út viðtalið: „Sá sem trúir á draug, hann finnur draug“

Kristín Þorsteinsdóttir aðalritstjóri fréttastofu 365 miðla sendir frá sér yfirlýsingu fyrr í dag vegna leiðara og uppsagnar Ólafs Þ. Stephensen fyrrverandi ritstjóra Fréttablaðsins. Hún segist hafa verið ráðin til að efla fréttastofuna, auka hlut kvenna og standa vörð um sjálfstæði blaða og fréttamanna. Þá tjáir Kristín sig um leiðara Ólafs sem birtur var í Fréttablaðinu á mánudaginn.
21.ágú. 2014 - 11:00

Ódýrustu skólabækurnar: Allt að 46% verðmunur á skólabókum

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á nýjum og notuðum skólabókum fyrir framhaldsskóla í bókaverslunum á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn þriðjudag. Farið var í sex verslanir og skoðað verð á þrjátíu og tveim algengum nýjum námsbókum og borið saman innkaups- og útsöluverð á tuttugu og fimm notuðum námsbókumá þremur skiptibókamörkuðum.
20.ágú. 2014 - 20:02

Segja Snæbjörn hafa viðurkennt fjárdrátt: Stjórn Smáís óskar eftir að vera tekið til gjaldþrotaskipta

Snæbjörn stóð fyrir ýmsum umdeildum auglýsingaherferðum. Þar kom meðal annars Yuri við sögu. Stjórn Smáís hefur lagt fram beiðni um gjaldþrotaskipti í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ástæðan er að sögn vera brot Snæbjörns Steingrímssonar sem var framkvæmdastjóri samtakanna frá árinu 2007 til 2014. Hann var talsmaður þeirra í baráttu gegn dreifingu á höfundaréttarvörðu efni á netinu. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. Stjórnin segir að brotin hafi staðið yfir í mörg ár.
20.ágú. 2014 - 09:00

Ársskýrsla Landsvirkjunar tilnefnd til virtra alþjóðlegra verðlauna: „Mikil viðurkenning“

Rafræn ársskýrsla Landsvirkjunar hefur verið tilnefnd til verðlauna í hinni alþjóðlegu og virtu Digital Communication Awards keppni, í flokki rafrænna ársskýrslna. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt fyrirtæki er tilnefnt til verðlaunanna.
14.ágú. 2014 - 14:45

Icelandic Glacial vatnið í Hvíta-Rússlandi

Vatninu er tappað á flöskur úr lind fyrirtækisins í landi Hlíðarenda í Ölfusi. Icelandic Water Holdings ehf, framleiðendur Icelandic Glacial vatnsins, og dreifingarfyrirtækið Flatt Cola East frá Hvíta-Rússlandi hafa gert með sér samning um dreifingu á Icelandic Glacial vatninu í Hvíta-Rússlandi. Flatt Cola East mun sjá um að dreifa Icelandic Glacial um land allt.
08.ágú. 2014 - 23:00

EasyJet vilja fleiri íslenska farþega um borð í vélar sínar

Umsvif breska lággjaldaflugfélagsins EasyJet koma til með að aukast ennfrekar á næsta ári en á stefnuskránni er að bjóða upp á beint flug til Íslands frá átta evrópskum flugvöllum. Þá hyggst félagið fá fleiri Íslendinga um borð í vélarnar en þeir hafa hingað til aðeins skipað 11 prósent sætanna í Íslandsflugi flugfélagsins.

08.ágú. 2014 - 11:53

Hótel Glymur hlýtur alþjóðlega viðurkenningu

Laugardaginn 2. ágúst síðastliðin hlaut Hótel Glymur stóra viðurkenningu frá World Travel Awards. World Travel Awards er jafnan kallað Óskarinn í ferðaþjónustu og er fremsta viðurkenning sem ferðaþjónustufyrirtæki geta hlotið.

07.ágú. 2014 - 09:00

Met slegið í fjölda farþega um Keflavíkurflugvöll

Metfjöldi farþegar fór um Leifsstöð í júlí síðastliðnum en tæplega 547.000 farþegar fóru um flugvöllinn. Er þetta í fyrsta skipti sem farþegafjöldi fer yfir 500.000 í einum mánuði.
06.ágú. 2014 - 17:50

Jón Ólafs gjafmildur á sextugsafmælinu: Safnar fyrir hreinu vatni í Afríku

Jón Ólafsson ásamt leikstjóranum Quentin Tarantino. Veiðiferð þeirra félaga hér á landi vakti athygli fjölmiðla í lok júlímánaðar. Jón Ólafsson, stjórnarformaður Icelandic Water Holdings, sem flytur út íslenskt vatn undir merkinu Icelandic Glacial, fagnar í dag sextugsafmæli sínu. Í kvöld mun Jón blása til veislu í Hörpu þar sem búast má við miklu fjöri og mannmergð.
25.júl. 2014 - 12:51

Landspítalinn semur við Opin kerfi

Á mynd frá vinstri Jón Hilmar Friðriksson, framkvæmdastjóri hjá LSH og Gunnar Guðjónsson, forstjóri Opinna kerfa. Í kjölfar útboðs hefur Landspítalinn samið við Opin kerfi um innkaup og þjónustu við tölvubúnað spítalans.
08.júl. 2014 - 16:11

easyJet stóreykur umsvif sín: Fljúga til átta áfangastaða frá Íslandi allt árið um kring

Flugfélagið easy Jet hyggst hefja beint áætlunarflug frá Íslandi til Gatwick-flugvallar í London, Genfar í Sviss og Belfast á Norður-Írlandi. Sala flugmiða til allra áfangastaðanna er hafin á heimasíðu félagsins. Flugið til Gatwick og Genfar hefst í lok október og til Belfast í desember. Nýju flugleiðirnar þrjár verða starfræktar allt árið um kring. Búist er við að ferðamenn sem koma hingað til lands með easyJet muni skila um fjörtíu milljörðum króna í gjaldeyristekjur árið 2015. Frá þessu er greint í tilkynningu frá félaginu.
08.júl. 2014 - 08:15

Lækkun á tóbaksgjaldi: Í vasa smásala, ekki neytenda

Hinn 1. júní tóku í gildi lög sem meðal annars leiddu til lækkunar á tóbaksgjaldi, áfengisgjaldi, bensíni -og olíugjaldi. Neytendasamtökin ákváðu að kanna hvort að verð á sígarettupökkum til neytenda hefði lækkað í kjölfarið.
01.júl. 2014 - 09:45

Hringdu býður ótakmarkað gagnamagn á erlendu og innlendu niðurhali

Játvarður Jökull Ingvarsson, framkvæmdastjóri Hringdu Hringdu hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum með ADSL tengingu ótakmarkað gagnamagn frá og með deginum í dag. Þjónustan verður einnig í boði fyrir notendur ljósnets- og ljósleiðaratengingar innan skamms.
18.jún. 2014 - 16:30

Jónsson & Le’macks tilnefnd til Cannes-verðlauna

Umbúðirnar fyrir Norðursalt hafa unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga á Íslandi Auglýsingastofan Jónsson & Le’macks hefur verið tilnefnd til Cannes-verðlaunanna. Um er að ræða tilnefningu í hönnunarflokki, fyrir umbúðir sem stofan hannaði fyrir Norðursalt.
12.jún. 2014 - 15:01

Páll Stefánsson valinn sendiherra Sony

Sony hefur valið Pál Stefánsson ljósmyndara til þess að verða sendaherra fyrir Sony myndavélabúnað (Sony Imaging Ambassador). Samstarfið felur í sér að Páll mun nota búnað frá Sony við myndatökur og hann kemur til með að halda fyrirlestra á kynningum og ráðstefnum á vegum fyrirtækisins víðsvegar um heiminn.
10.jún. 2014 - 16:46

Netgíró semur við Flugfélag Íslands

Netgíró hefur gengið frá samningum við Flugfélag Íslands. Viðskiptavinir Flugfélags Íslands geta því nú bókað flug á netinu og greitt flugið allt að fjórtán dögum síðar eða jafnvel skipt greiðslum á nokkra mánuði.
03.jún. 2014 - 14:52

Nýherji selur rekstur tækjaleigu félagsins

Ísleifur Birgisson, frá Sonik Tækni og Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja. Nýherji hf. hefur gengið frá sölu á starfsemi Tækjaleigu Nýherja til Sonik Tækni ehf., sem tekur yfir reksturinn þann 15. júní nk. Tækjaleiga Nýherja hefur um árabil sérhæft sig í tækniþjónustu við hvers konar viðburði, t.a.m. tónleika, ráðstefnur, o.fl.

29.maí 2014 - 16:00

Uppstigningardagur ekki lengur lögboðinn frídagur?

Þann 1. maí síðastliðinn sendu starfsmenn Tals frá sér tillögu til fjölmiðla þar sem skorað var á alla flokka og þingmenn að gefa upp hver afstaða þeirra væri til frídagafrumvarps sem næði fram tveimur meginmarkmiðum launþega til aukinna þæginda:
29.maí 2014 - 12:05

Andrésar Andar blöðum stolið: Tugmilljóna verðmæti

Mörg hundruð gömlum Andrésar Andar blöðum hefur verið stolið úr geymslu í Skovlunde í Danmörku. Blöðin eru mjög verðmæt og hleypur heildarverðmæti þeirra á milljónum danskra króna eða tugmilljónum íslenskra króna.
29.maí 2014 - 08:05

Icelandair hefur áætlunarflug til Birmingham

Flugstöðin í Birmingham Icelandair mun hefja áætlunarflug til og frá Birmingham í Bretlandi í febrúar 2015. Birmingham verður fimmti áfangastaður Icelandair í Bretlandi og bætist í hóp London Heathrow, London Gatwick, Manchester og Glasgow. Flogið verður tvisvar í viku, á fimmtudögum og mánudögum frá 5. febrúar 2015. Sala er þegar hafin.
28.maí 2014 - 18:00

Hér er ódýrast að versla á höfuðborgarsvæðinu: 47% verðmunur á lambahrygg

Verslunin Bónus Skeifunni var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í lágvöruverðsverslunum og stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu síðastliðin mánudag. Hæsta verðið var oftast að finna hjá Samkaupum-Úrvali í Hafnarfirði eða í um þriðjungi tilvika. Í um fjórðungi tilvika var hæsta verðið hjá Víði og Nóatúni.
27.maí 2014 - 15:45

LG G3 frumsýndur í beinni!

LG G3 er beðið með mikilli eftirvæntingu. Loks er sá dagur runninn upp sem ófáir eigendur LG síma hafa beðið lengi eftir. Á slaginu 17:00 í dag kemur LG til með að frumsýna nýjustu afurð sína á markaðnum, LG G3. Týpurnar á undan, LG G2 og Flex, eru af mörgum taldar einhverjar bestu útgáfur sem sést hafa á markaðnum í langan tíma.
23.maí 2014 - 13:25

Hekla fagnar Volkswagen Golf deginum

Líf og fjör laugardaginn 24.maí! Volkswagen fagnar sumrinu og býður nú gestum og gangandi á Golf daginn laugardaginn 24. maí. Þá ætlar Volkswagen að sýna nýjustu línuna af Golf bifreiðum, bjóða upp á léttar veitingar og snúning í veltibílnum
23.maí 2014 - 09:29

Bryndís ráðin sölu- og markaðsstjóri Icelandic Water Holdings

Bryndís Pjetursdóttir Bryndís Pjetursdóttir hefur verið ráðin sölu- og markaðsstjóri alþjóðasviðs Icelandic Water Holdings. Þetta er nýtt starf hjá fyrirtækinu og mun Bryndís sjá um markaðssetningu, samskipti og samfélagslega ábyrgð fyrirtækisins á alþjóðavísu, að utanskildum Norður-Ameríkumarkaði.

 

21.maí 2014 - 15:20

Kringlan hlýtur alþjóðleg markaðsverðlaun: Von á nýrri útgáfu af Kringlukröss

Kringlan bar sigur úr býtum, í flokknum „nýr auglýsingamiðill“ fyrir árið 2013 hjá Alþjóðlegum samtökum verslunarmiðstöðva, ICSC, fyrir appið Kringlukröss, en þau voru afhent við hátíðlega athöfn í Amsterdam.
19.maí 2014 - 11:11

Toshiba verðlaunar Nýherja

Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja, og Robin Lyon, Toshiba GCS. Toshiba Global Commerce Solutions hefur veitt upplýsingatæknifyrirtækinu Nýherja viðurkenningu fyrir einstakan árangur í sölu og innleiðingu kassakerfa á smásölumarkaði. Nýherji var á meðal fyrstu samstarfsaðila Toshiba til þess að innleiða snjalllausnir fyrir smásölu.
18.maí 2014 - 08:00

Jarðefnaeldsneyti Breta á þrotum eftir 5 ár

Eftir aðeins 5 ár verða olíu- og gaslindir og kol sem er að finna á og við Bretlandseyjar á þrotum. Þetta þýðir að Bretar verða enn háðari öðrum ríkjum um eldsneyti, aðallega Noregi, Katar og Rússlandi. Vísindamenn hvetja til aukinnar áherslu á notkun umhverfisvænnar orku eins og sólarljóss, vinds og sjávarfalla.
15.maí 2014 - 13:17

Hagkaup og Bónus gefa 25 milljónir í þjarkasöfnunina

Á myndinni eru Eiríkur Jónsson yfirlæknir, Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, Rafn Hilmarsson þvagfæraskurðlæknir og Lilja Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri skurðlækningasviðs. Fyrirtækin Hagkaup og Bónus hafa gefið 25 milljónir króna í söfnun til kaupa á aðgerðarþjarka til skurðlækninga á Landspítala.  Framkvæmdastjórar fyrirtækjanna afhentu gjöfina formlega 14. maí 2014.
13.maí 2014 - 13:40

Icelandic Water Holdings hlaut umhverfisverðlaun Ölfuss

Icelandic Water Holdings, sem flytur út vatn undir merkinu Icelandic Glacial, hlaut umhverfisverðlaun Ölfuss sem veitt voru við hátíðlega athöfn á Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta.
08.maí 2014 - 10:53

Icelandair fellir niður 26 flug á morgun vegna verkfalls flugmanna

Icelandair hefur fellt niður 26 flug félagsins á morgun föstudag 9. maí vegna verkfalls Félags íslenskra atvinnuflugmanna, sem stendur frá kl 06.00 til kl 18.00.
08.maí 2014 - 09:10

Íbúð á 25 milljarða: Ekkert baðherbergi eða eldhús

Nick og Christian Candy eru kannski ekki heimsþekktir en þó þekkja margir auðmenn þá því bræðurnir eru fasteignasalar í Lundúnum og selja aðeins fasteignir sem kosta stórfé. Í síðustu viku seldu þeir auðmanni íbúð fyrir sem svarar til um 25 milljarða íslenskra króna en íbúðin er án baðherbergis og eldhúss.
06.maí 2014 - 15:32

Ergo veitir frumkvöðlum umhverfisstyrk

Ergo – fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka hefur úthlutað umhverfisstyrk að upphæð 500.000 króna til verkefnisins Haugfés. Verkefnið Haugfé gengur út á safna saman upplýsingum um efni sem fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu senda til urðunar eða endurvinnslu og fá ekki greitt fyrir. Upplýsingarnar verða teknar saman í samvinnu við fyrirtækin og verða aðgengilegar í gagnagrunni. Með þessu móti er efni sem í augum fyrirtækja er rusl orðið að verðmætum og fær þannig endurnýjun lífdaga.

06.maí 2014 - 15:16

Arion banki semur við Öryggismiðstöðina

Arion banki og Öryggismiðstöðin hafa skrifað undir samning um endurnýjun öryggis- og aðgangskerfa bankans.  Mun Arion banki skipta út núverandi öryggis- og aðgangskerfum fyrir Integriti kerfi frá Öryggismiðstöðinni og þannig samræma öll aðgangsmál í einu kerfi. 
30.apr. 2014 - 14:16

Sigmar segir upp ellefu manns: „Uppsagnir eru alltaf sársaukafullar“

Konunglega kvikmyndafélagið, sem rekur fjölmiðlana Bravó og Miklagarð, leitar nú að nýju hlutafé til að styrkja rekstur félagsins. Af þeim sökum hefur öllu starfsfólki Konunglega kvikmyndafélagsins verið sagt upp störfum og voru starfsfólki kynntar þessar aðgerðir á starfsmannafundi sem fram fór fyrr í dag. Konunglega kvikmyndafélagið segir upp 11 fastráðnum starfsmönnum, þar á meðal fjármálastjóra og framkvæmdastjóra félagsins, sem og verktökum sem sinnt hafa störfum fyrir félagið. Vonir standa til að með öflun nýs hlutafjár verði hægt að ráða þá alla aftur. Gert er ráð fyrir óbreyttri dagskrá áfram og áhorfendur munu ekki finna fyrir þessum aðgerðum að svo komnu máli.
28.apr. 2014 - 11:39

Upplýsingatækni Norlandair til Nýherja

Arnar Friðriksson, sölu- og markaðsstjóri Norlandair og Finnur Oddsson forstjóri Nýherja undirrituðu samninginn í rjómablíðu á Akureyri. Flugfélagið Norlandair hefur valið Nýherja til þess að annast rekstur á upplýsingatæknikerfum félagsins. Norlandair, sem má rekja allt aftur til ársins 1974, annast áætlunarflug innanlands frá Akureyri til Þórshafnar, Vopnafjarðar og Grímseyjar ásamt áætlunar- og leiguflugi til Grænlands .Starfsmenn Norlandair eru 20 talsins, þar af 13 flugmenn.
25.apr. 2014 - 12:30

Gott tilboð: 30 tíma vinnuvika en laun fyrir 40 tíma

Í næststærstu borg Svíþjóðar, Gautaborg, er athyglisverð tilraun að fara í gang sem hefur vakið athygli víða um heim. Í sumar hefst tilraun til eins árs meðal starfsfólks í öldunarþjónustu borgarinnar en þá verður vinnuvikan aðeins 30 klukkustundir en laun verða greidd fyrir 40 klukkustundir.
25.apr. 2014 - 07:00

Íslenskt fyrirtæki hlýtur alþjóðleg markaðsverðlaun: „Mikill heiður“

Nordic eMarketing hlaut nýverið alþjóðlegu Evrópuleitarvélaverðlaunin (e. European Search Awards). Verðlaunin voru veit í flokki Borða- og Leitarauglýsinga (PPC) og var verðlaunaherferðin fyrir WOW Air en hún gekk út á að vekja athygli á hagkvæmum fargjöldum flugfélagsins í Evrópu. Þetta voru Grand Prix verðlaun hátíðarinnar og því sérstaklega mikil viðurkenning.
23.apr. 2014 - 10:20

Whole Foods Market selur Icelandic Glacial vatnið í búðum sínum

Icelandic Glacial hefur verið m.a. verið verðlaunað fyrir gæði, framleiðsluhætti og umbúðir. Icelandic Water Holdings, sem flytur út vatn undir merkinu Icelandic Glacial, og Whole Foods Market verslunarkeðjan í Bandaríkjunum hafa gert með sér samning um sölu á Icelandic Glacial vatninu. Samningurinn við verslunarkeðjuna markar tímamót fyrir Icelandic Water Holdings á Bandaríkjamarkaði.
16.apr. 2014 - 12:00

Hannes í Vegas: Nýfrjálshyggja hafði ekkert með hrunið á Íslandi að gera

Kenning vinstri manna um að bankahrunið íslenska hafi verið vegna misheppnaðrar nýfrjálshyggjutilraunar fær ekki staðist, sagði Hannes Hólmsteinn Gissurarson í fyrirlestri sem hann hélt í Las Vegas í vikunni.
15.apr. 2014 - 15:28

Valgeir M. Baldursson ráðinn forstjóri Skeljungs

Valgeir tekur við starfi forstjóra félagsins þann 9. maí næstkomandi.

Stjórn Skeljungs hefur gengið frá ráðningu Valgeirs M. Baldurssonar, framkvæmdastjóra neytendasviðs félagsins, í stöðu forstjóra. Valgeir hefur starfað hjá Skeljungi í fimm ár, fyrst sem fjármálastjóri félagsins en síðustu tvö árin á neytendasviði.

15.apr. 2014 - 11:50

Íslensk erfðagreining leitar að listageninu

Halldór Halldórsson, Halldór Laxness og Auður Jónsdóttir. „Með þessu bréfi viljum við bjóða þér þátttöku í rannsókn á erfðum listhneigðar,“ segir í bréfi Íslenskrar erfðagreiningar til listamannsins  Úlfs Eldjárns sem hann birti á Fésbókarsíðu sinni.  Rannsóknin er unnin af Íslenskri erfðagreiningu en þáttökuboð var sent á 4500 einstaklinga sem ástunda skapandi greinar á sviði tónlistar, danslistar, myndlistar, leiklistar, skáklistar eða bókmennta. Tilgangur rannsóknarinnar er að rannsaka hvort listhneigð gangi í erfðir.


Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 08.9.2014
Hið ritstjórnarlega sjálfstæði
Ragnar H. Hall
Ragnar H. Hall - 15.9.2014
Jón Steinar og Kjarninn
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 16.9.2014
Óheppinn hæstaréttarlögmaður
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 13.9.2014
Feysknir innviðir?
Ragnar H. Hall
Ragnar H. Hall - 17.9.2014
Aðstoð við Jón fræðimann
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 15.9.2014
Svíþjóð: Vinstri menn sigruðu ekki
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.9.2014
Við hvað eru blaðamenn DV hræddir?
Aðsend grein
Aðsend grein - 18.9.2014
Landsbyggðarvæl?
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 18.9.2014
Eins manns kenning
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 11.9.2014
Skjól eða gildra?
Fleiri pressupennar