19. júl. 2012 - 22:00

Býður milljarðamæringum ódauðleika: Flytur heila og vitund í tilbúna líkama

Rússneskur athafnamaður, sem fer fyrir hátækniverkefni sem kallast Avatar, hefur haft samband við nokkra milljarðamæringa og boðið þeim ódauðleika.

Dmitry Itskov mun persónulega fylgjast með ferli milljarðamæringanna að ódauðleikanum í skiptum fyrir ótilgreinda peningagreiðslu.

Itskov segist hafa ráðið 30 vísindamenn til starfa til að ná þessu markmiði. Hugmyndin er sú að innan tíu ára verði unnt að flytja heila og vitund auðmannanna yfir í vélmenni.

Þér býðst tækifæri til að fjármagna lengingu á æviskeiði þínu og jafnvel ná ódauðleika. Þróun slíkrar tækni er ekki fjarlægur draumur og byggir ekki á hugmyndum upp úr vísindaskáldsögum. Það er á þínu valdi að þetta markmið náist á þinni lífstíð,

segir Itskov í bréfi sem afhent var milljarðamæringum sem eru á lista Forbes tímaritsins.

Hann hefur haft samband við auðkýfingana og sent þeim tillögu að fjármögnun á leit sinni að ódauðleikanum, sem Itskov vísar til sem „ódauðleika byggðan á stýrifræði“ og „tilbúinn líkama“.

Útstöð verður opnuð í tengslum við Avatar-verkefnið í San Francisco í sumar og verkefni á samfélagsvefjum verður sett á laggirnar sem tengir saman vísindamenn víða um heim.

2045 teymið vinnur að uppsetningu alþjóðlegrar rannsóknarstöðvar þar sem leiðandi vísindamenn taka þátt í rannsóknum og þróunarvinnu á sviði vélmenna með mannlegu yfirbragði, lífkerfa og heila- og vitundarkerfa með það að markmiði að flytja vitund einstaklings yfir í tilbúinn hýsil og ná þannig fram ódauðleika byggðan á stýrifræði,
segir á heimasíðu Itskovs.

Slíkar rannsóknir gætu forðað þér, og meirihluta mannkyns, frá sjúkdómum, öldrun og jafnvel dauða.


Fyrir þá sem eru áhugasamir en fullir efasemda er ég tilbúinn að skipuleggja sérfræðilegar umræður á sviði ódauðleika byggðan á stýrifræði með leiðandi vísindamönnum á þessu sviði í heiminum. Ég er einnig reiðubúinn að samhæfa ferlana í þínu persónulega umbreytingarferli í átt til ódauðleika án kostnaðar megi það verða til þess að hraða þróun þessarar nýju tækni.

Verkefni þetta vísar veginn að ódauðleikanum,
segir Itskov.

Manni með fullkominn Avatar verður gert kleift að halda áfram að vera hluti af samfélaginu. Það vill enginn deyja.

Ég veit að mjög stór úrlausnarefni blasa við vísindamönnum í tengslum við verkefnið, en ég trúi á nokkuð sem sumir ykkar kallið „Ameríska drauminn“. Ef allri orku og tíma er beint í ákveðinn farveg  er hægt að framkvæma ótrúlegustu hluti.

Itskov sér fyrir sér að unnt verði með skurðaðgerð að flytja mannlega vitund í vélmenni á innan við tíu árum.27.mar. 2015 - 21:35

Þór þakklátur fyrir kökuna: „Sumir hefðu viljað að við fengjum bara vatn og brauð“

Látum þá borða kökuna, skrifar Jón Heiðar Þorsteinsson við mynd sem hann birti á Fésbókarsíðu sinni af myndarlegri köku sem hann sendi Lýsingu. Á  kökuna er búið að prenta svar frá fyrirtækinu frá árinu 2012 þar sem kröfu Jóns um leiðréttingu á láni hans var hafnað. Það er því nokkuð ljóst hver skilaboð Jóns til Lýsingar eru með þessari sendingu.
26.mar. 2015 - 13:55

Nýherji hlýtur alþjóðlega öryggisvottun

Nýherji hlaut fyrst staðfesta vottun á þessu sviði árið 2004. British Standard Institute (BSI) hefur staðfest vottun stjórnkerfis upplýsingaöryggis Nýherja samkvæmt alþjóðlega staðlinum ISO/IEC 27001:2013. Í umsögn BSI segir að starfsfólk Nýherja leggja mikla áherslu á að viðhalda og skapa sterka öryggismenningu hjá félaginu.
25.mar. 2015 - 16:15

HB Grandi greiðir milljarða í arð sama dag og verkfall fiskverkafólks hefst

Gerð hefur verið tillaga um að HB Grandi greiði út ríflega 2,7 milljarða króna í arð til eigenda sinna. Aðalfundur HB Granda mun taka afstöðu til arðgreiðslunnar 10. apríl næstkomandi, sama dag og boðað verkfall fiskverkafólks á að hefjast.
21.mar. 2015 - 13:00

Keyptu fjórar efstu hæðirnar í lúxusturni: „Ný viðmið fyrir íburð“

Tveir viðskiptafélagar búsettir í Genf eru sagðir hafa „sett ný viðmið fyrir íburð“ þegar þeir festu kaup á efstu hæðum fjölbýlishúss í Skuggahverfinu.
21.mar. 2015 - 09:00

Kostaði krónu en kostar nú 6.900 krónur

„Þegar ég var pjakkur, ef ég fann glerflösku, gat ég keypt, Hlunk frostpinna fyrir andvirði flöskunnar. Frá þeim tíma, þrjátíu og fimm árum hefur andvirði flöskunnar hækkað um þrefalt en hlunkurinn hefur meira en tuttugu og fimm faldast í verði,“ segir Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi í samtali við Spegilinn á Rás 2
17.mar. 2015 - 10:26

Markvissari dreifing á Icelandic Glacial í Kanada

Icelandic Glacial er selt á 20 mörkuðum víða um heiminn. Icelandic Water Holdings hf, sem flytur út vatn undir merkinu Icelandic Glacial, og dreifingarfyrirtækið Unique Foods Inc frá Montreal í Kanada hafa gert með sér samning um dreifingu á Icelandic Glacial.
17.mar. 2015 - 10:14

Nýherji samstarfsaðili ársins í kerfislausnum hjá IBM í Danmörku

Nýherji hefur verið valinn samstarfsaðili ársins í kerfislausnum hjá IBM í Danmörku. Ástæðan er góður árangur í sölu og innleiðingu á IBM netþjónum og geymslulausnum fyrir árið 2014 en valið stóð á milli allra samstarfsaðila IBM í Danmörku.
12.mar. 2015 - 10:05

Stjórnarmenn fái 75 prósenta hækkun á milli ára

Laun stjórnarmanna í VÍS, sem er að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða, gætu hækkað um 75 prósent á milli ára. Samkvæmt tillögu sem liggur fyrir aðalfundi VÍS er lagt til að föst laun stjórnarmanna hækki úr 200 þúsund krónum í 350 þúsund.

09.mar. 2015 - 14:25

Útlendingar ásælast dýrar lúxusíbúðir í Skuggahverfi: „Finnst þetta vera ódýrt“

Fasteignasalan Stakfell auglýsti um helgina íbúðir til sölu í háhýsum sem eru í byggingu í Skuggahverfinu. Athygli vakti að verð á sumum íbúðanna var allt að einni milljón króna á fermetra og í einhverjum tilfellum hærra. Þannig var 314 fermetra íbúð á Vatnsstíg auglýst til sölu á 352,8 milljónir króna.
07.mar. 2015 - 11:00

Páll Óskar var 9 milljónir í mínus og síminn hætti að hringja: Hvað gerir þú þegar þú ert orðinn „has-been-poppstjarna?“

„Allar plöturnar seldust vel, allt fór í gull og mig vantaði aldrei pening og allt er á uppleið, þangað til - bang! Árið 1999 kemur fyrsti skellurinn“, segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem lenti í miklum fjárhagslegum hremmingum sem tók hann nokkur ár að komast út úr. Páll gaf út plötu sem tekin var upp í dýrasta stúdíóinu í London. Þegar hún seldist ekki eyddi hann enn meiri peningum í auglýsingar. Þrátt fyrir það seldist platan ekkert. Eftir stóð Páll með sex milljónir í mínus
04.mar. 2015 - 12:00

Sigmundur Davíð herðir sóknina gegn bönkunum: Breytingar eru óhjákvæmilegar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir breytingar á eignarhaldi bankanna óhjákvæmilegar. Bankakerfið sé of stórt og hagnaður þeirra til kominn af endurmati lána og fákeppni.
03.mar. 2015 - 09:55

Prófessor: Íslendingar eins og „álfar út úr hól“ í gagnaveröldinni

„Það hvarflar ekki að þeim aðilum, sem berja sér á brjóst og lofa gagnaverum út um allt, að reyna þá að stuðla að henni,“ segir Júlíus Sólnes, prófessor við verkfræðideild Háskóla Íslands, sem gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir áhugaleysi um lagningu sæstrengs til Íslands.
26.feb. 2015 - 15:55

Nýr Volkswagen Touareg kominn til landsins

Öflugar V6 3.0 TDI vélar í samvinnu við 4Motion fjórhjóladrifið koma ökumanninum auðveldlega yfir holt og hæðir. Nýjum Volkswagen Touareg hefur verið beðið með eftirvæntingu ansi lengi - en nú er biðin loks á enda því bíllinn er kominn til landsins. Næstkomandi laugardag milli kl. 12 og 16 mun Hekla kynna nýjan Volkswagen Touareg og býður áhugasömum að koma og kynnast þessum magnaða gæðing.
25.feb. 2015 - 14:06

Einungis íslenski seðlabankinn gerði meiri mistök en sá írski

Írskur hagfræðiprófessor sagði frammi fyrir þingnefnd í morgun að einungis íslenski seðlabankinn hafi gert meiri mistök en sá írski í aðdraganda fjármálakrísunnar.
22.feb. 2015 - 22:03

Hagkerfið í góðu jafnvægi en tvö stór mál geta sett allt á hliðina

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að þjóðarátak þurfi til ef lækka eigi lægstu laun í takti við kröfur verkalýðshreyfingarinnar.
22.feb. 2015 - 19:54

Ábyrgðin er alltaf á endanum Seðlabankans – Már vill gera skýrslu um Kaupþingslán

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir það á hreinu að ábyrgð á lánveitingu, líkt og þeirri sem Seðlabankinn veitti Kaupþingi rétt fyrir hrun, hvíli alfarið á herðum bankans. Hann segist tilbúinn til að leggja fram skýrslu um aðdraganda og eftirmála þrautavararlánsins til Kaupþings.
22.feb. 2015 - 18:59

Óprúttnir og óvandir að sínum meðulum og vinna gegn landinu sínu

„Við erum með þessa fimmtu herdeild sem er ekki að starfa í þágu íslenskra hagsmuna, sem er að starfa í þágu erlendra aðila og þessir aðilar eru giska óprúttnir og óvandir að sínum meðulum, um það eru skýr dæmi,“ segir dr. Ólafur Ísleifsson hagræðingur
22.feb. 2015 - 16:44

Steinþór kann besta sparnaðarráð í heimi: Safnaði 20 milljónum

Ísfirðingurinn Steinþór Bragason ákvað 17 ára gamall að drekka hvorki né reykja en leggja þess í stað inn á reikning andvirði þess sem vinir hans eyddu í áfengi og tóbak. Á 20 árum safnaði hann með þessum hætti rétt tæpum 20 milljónum.
22.feb. 2015 - 11:00

Krampakenndar tilraunir Davíðs til að sleppa við ábyrgð á eigin gerðum

„Það er ekkert nýtt að Davíð Oddsson kasti sök á Geir H. Haarde til að fría sjálfan sig ábyrgð. Það hefur hann gert alla tíð og atvikalýsing hans var lykilforsenda ákæru á hendur Geir. Davíð var höfuðvitni ákæruvaldsins um sekt Geirs.“
21.feb. 2015 - 10:58

Davíð: Aldrei spurður hvort hann hafi eitthvað á móti birtingu símtalsins við Geir

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, skýrir risalán Seðlabankans til Kaupþings á lokadögunum fyrir hrun í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag og segist aldrei hafa verið beðinn um að gera opinberlega grein fyrir málinu.
19.feb. 2015 - 09:00

Tekur upp hanskann fyrir KronKron: „Hæstisréttur Íslands dæmdi spænsku skúrkunum í vil“

Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri Miðborgarinnar og Stuðmaður, ritar grein í Fréttablaðið um dómsmál sem hönnunarfyrirtækið og tískuverslunin KronKron tapaði fyrir spænskum skóframleiðanda. Deilan snerist um hvort KronKron bæri að greiða fyrir gallaða skósendingu.
18.feb. 2015 - 10:00

Hannes Smárason sýknaður í Sterling-máli

Hannes Smárason, fyrrum stjórnarformaður og forstjóri FL Group, var í morgun sýknaður af ákæru um fjárdrátt í svokölluðu Sterling-máli.
17.feb. 2015 - 15:30

Tölvumiðlun fagnar 30 ára afmæli

Starfsfólk fagnar tímamótum Um þessar mundir fagnar Tölvumiðlun 30 ára afmæli sínu en félagið var stofnað árið 1985 og er eitt elsta hugbúnaðarfyrirtæki landsins. Fyrirtækið byggir farsælan árangur sinn á hæfileikaríku og reynslumiklu starfsfólki og traustu sambandi við stóran hóp viðskiptavina til fjölda ára.
13.feb. 2015 - 16:33

Yfirlýsing Ólafs: „Ég velti vöngum yfir því hvort réttarríki sé við lýði á Íslandi“

„Íslenskt réttarkerfi hefur dæmt saklausa menn seka,“ segir Ólafur Ólafsson sem ætlar með Al Thani málið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann fer hörðum orðum um forseta Hæstaréttar og sérstakan saksóknara.
06.feb. 2015 - 10:20

Hekla frumsýnir nýjan Skoda

Eins og sönnum skáta sæmir er nýr Skoda Octavia Scout tilbúinn að takast á við hin erfiðustu verkefni.
02.feb. 2015 - 16:05

Hvað getum við lært af Noregi? Morgunverðarfundur um markaðssetningu sjávarafurða

Hvernig tókst Norðmönnum að byggja upp sterkt alþjóðlegt vörumerki á sviði fiskeldis og ferðaþjónustu og hvernig má fá svona gott verð fyrir norskan lax? Þessum spurningum og fleiri ætlar norski markaðsmaðurinn Arne Hjeltnes að reyna að svara á morgunverðarfundi Norsk-íslenska viðskiptaráðsins og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) þann 5. febrúar á Grand Hótel.  
02.feb. 2015 - 13:30

Rafmagnaðir Volkswagen e-Golf afhentir

Á myndinni má sjá forsvarsmenn Volkswagen og Reykjafells. Á dögunum voru fyrstu rafmögnuðu e-Golf bílarnir afhentir nýjum eigendum sínum en það var fyrirtækið Reykjafell sem fékk fyrstu tvo bílana. Mjög margir hafa beðið bílsins með mikilli eftirvæningu, sérstaklega á mörkuðum þar sem raforkuverð er lágt og skattaívilnanir fylgja kaupum á rafbílum. Til dæmis hafa nú þegar selst um 4.000 e-Golf í Noregi frá því bíllinn kom á markað um mitt síðasta ár.
27.jan. 2015 - 10:51

Segir Víglundsmálið á misskilningi byggt: „Það voru engin lög brotin“

Ráðgjafi sem kom að skiptingu bankanna eftir efnahagshrunið þvertekur fyrir að lög hafi verið brotin í ferlinu og segir ásakanir Viglunds Þorsteinssonar um risavaxið samsæri á misskilningi byggðar. Hann segir skiptingu bankanna hafa verið „vandamál á heimsmælikvarða“ og þegar upp er staðið hafi markmiðinu verið náð.
27.jan. 2015 - 09:39

Ótakmarkað gagnamagn á öllum internet tengingum

Kristinn Pétursson, forstöðumaður sölu- og þjónustusviðs Hringdu. Fjarskiptafyrirtækið Hringdu hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum upp á ótakmarkað gagnamagn á öllum internet tengingum sínum frá og með deginum í dag.
19.jan. 2015 - 13:37

Icelandair Cargo hefur áætlunarflug á fraktflugvélum til Boston

Icelandair Cargo er fyrsta fraktflugfélagið frá Evrópu sem hefur reglulegt áætlunarflug til Boston. Icelandair Cargo mun frá og með næsta fimmtudegi, 22. janúar, hefja vikulegt áætlunarflug til Boston með fraktflugvélum.  Boston er einn af meginmörkuðum fyrir ferskan fisk í Bandaríkjunum og þangað fer langstærstur hluti af þeim ferska fiski sem Íslendingar flytja til Bandaríkjanna. 
14.jan. 2015 - 23:00

Alvarleg staða útgerðar í Grímsey tengist kynferðisbrotamáli

Staða útgerðar og þar með atvinnulífs og byggðar í Grímsey er nú sögð grafalvarleg. Útgerðarmenn munu vera stórskuldugir Íslandsbanka sem hefur talað fyrir sölu kvóta til að fá lánin endurgreidd. Slík áform gætu stefnt byggð í eynni í voða.
14.jan. 2015 - 10:55

Krónan opnar þrjár nýjar verslanir

Krónan opnar þrjár nýjar verslanir. Á næstu mánuðum mun Krónan opna þrjár nýjar verslanir þar sem nú eru Nóatúnsverslanir. Verslanirnar í Grafarholti, Hamraborg og Nóatúni munu breytast úr Nóatúni í Krónuna.
13.jan. 2015 - 09:50

Samkeppni í bílaskoðunum í 20 ár

Aðalskoðun fagnar 20 ára afmæli í dag, 13.janúar. Í dag fagnar Aðalskoðun því að 20 ár séu liðin frá því að fyrirtækið hóf að skoða ökutæki og hófst þar með samkeppni í bílaskoðunum á Íslandi eftir 66 ára einokun hins opinbera. Fram að því hafði Bifreiðaskoðun Íslands, sem tekið hafði við hlutverki Bifreiðaeftirlits ríkisins árið 1988, farið með einkaleyfi þess til að annast skoðun ökutækja.
09.jan. 2015 - 23:50

Ingvi Hrafn verður aftur sjónvarpsstjóri ÍNN: Dóttir fráfarandi sjónvarpsstjóra verður tengdadóttir hans

Guðmundur Örn Jóhannsson, sem tók við starfi sjónvarpsstjóra ÍNN síðastliðið vor, hefur látið af störfum og snýr sér nú að eigin rekstri. Ingvi Hrafn Jónsson, stofnandi stöðvarinnar, verður aftur sjónvarpsstjóri ÍNN. Jafnframt þessu hefur Karl Lúðvíksson verið ráðinn sölu- og markaðsstjóri fyrirtækisins.
09.jan. 2015 - 15:28

Orange Project býður upp á heildstæða lausn fyrir fyrirtæki

Í lok árs 2014 voru undirritaðir leigusamningar á milli Orange Project og Regins fasteignafélags um stækkun á rými fyrir starfssemi Orange Project en skortur hefur verið á svo samhæfðri þjónustu en fyrirtækið býður upp á heildstæða lausn, miðlar og leigir út skrifstofuhúsnæði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki.
08.jan. 2015 - 16:00

Fjölgun í Golf fjölskyldunni: Nýr Golf Variant

Við hönnun Golf Variant var lögð mikil áhersla á að halda hinu vinsæla útliti Golf. Laugardaginn 10. janúar næstkomandi mun Volkswagen frumsýna nýjan fjölskyldumeðlim, Golf Variant. Golf Variant er einstaklega hagnýtur skutbíll, með nægu farangursrými og búinn fullkomnum þægindum.
08.jan. 2015 - 08:00

Nýr stórmarkaður selur aðeins vörur sem ekki seljast í öðrum verslunum

Það er brúnn blettur á appelsínunni, haframjölspakkinn er skakkur og krumpaður og innihaldslýsingin á tannkreminu er á hvolfi. Svona munu vörurnar hugsanlega líta út sem verða seldar í nýrri stórverslun sem opnar á árinu, en á móti kemur að þær verða 50-70 prósentum ódýrari en í hefðbundnum verslunum.
05.jan. 2015 - 21:33

Meniga semur við Nýherja um upplýsingatækni

Meniga og Nýherji hafa gert samkomulag um víðtækt samstarf félaganna, en Nýherji mun annast hýsingu og rekstur á netþjónaumhverfi Meniga á Íslandi auk þess að reka netþjónaumhverfi fyrir viðskiptavini Meniga í erlendu tölvuskýi. Þá nær samstarf fyrirtækjanna til fleiri verkefna á sviði upplýsingatækni.
02.jan. 2015 - 09:30

Breytingar á lögum um vsk og vörugjöld: Áhrifa má gæta á næstu vikum

Breytingar á lögum um virðisaukaskatt og vörugjöld taka gildi nú um áramót og mun það hafa áhrif á verðlag á allflestum vöru- og þjónustuliðum. Vænta má að breytingar á virðisaukaskatti hafi áhrif á verðlag strax í upphafi nýs árs en breytingar á vörugjöldum muni skila sér á næstu vikum.31.des. 2014 - 13:05 Kynning

Við förum aðrar leiðir - Húsaskjól fasteignasala.

Fasteignasalan Húsaskjól er eina fasteignasalan þar sem eigandi og starfsmenn eru eingöngu konur. Í dag eru starfskonurnar sex.

30.des. 2014 - 11:11

Jón Óttar Ragnarsson: Stofnaði Stöð 2 fyrir 28 árum og fjárfestir nú í Pressunni

Dr. Jón Óttar Ragnarsson. Dr. Jón Óttar Ragnarsson, sjónvarps- og kvikmyndagerðarmaður og matvælafræðingur, hefur fjárfest í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni. Frá þessu var gengið endanlega í dag.
29.des. 2014 - 19:34

Bætist í hluthafahóp Pressunnar: Sigurður G. Guðjónsson eignast tíu prósenta hlut

Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður og fv. forstjóri Norðurljósa, sem rak m.a. Bylgjuna og Stöð 2, hefur fjárfest í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni. Frá þessu var gengið endanlega í dag.
29.des. 2014 - 18:00

Samkaup hf úthlutar styrkjum til samfélagsmála.

Samakup hf sem meðal annars á og rekur verslunarkeðjuranar  Nettó, Samkaup Úrval, Samkaup Strax og Kaskó úthluta árlega í desember fjöldann allan af styrkjum til hinna ýmsu samfélagsmála samkvæmt stefnu félagsins um samfélagslega ábyrgð.
29.des. 2014 - 10:41

Oddi velur umhverfisvænni prentlausn

Rent A Prent er þrautreynd prentlausn frá Nýherja. Prentsmiðjan Oddi hefur tekið í notkun Rent A Prent, sem er umhverfisvænni prentlausn frá Nýherja. Rent A Prent felur í sér aukið öryggi og yfirsýn í meðferð gagna og kemur í veg fyrir að útprentuð gögn liggi á glámbekk. Þá dregur auðkenni á prentverki verulega úr sóun á pappír og prentun, en að meðaltali eru 15% af útprentunum aldrei sótt.
27.des. 2014 - 10:01

Hjálmar viðskiptamaður ársins og salan á Borgun verstu viðskiptin

Sala Datamarket til bandaríska fyrirtækisins Qlik voru valin viðskipti ársins í Markaðinum, viðskiptablaði Fréttablaðsins. Forstjórinn Hjálmar Gíslason var sömuleiðis valinn viðskiptamaður ársins.
12.des. 2014 - 18:00

365 miðlar og Tal sameinast undur merki 365

Samkeppniseftirlitið heimilaði samruna 365 miðla og Tals í dag. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, segir spennandi tíma framundan, bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólk sameinaðs félags.  Hann segir að í kjölfar þessarar sameiningar verði unnt að bjóða skemmtilegar nýjungar, sem ekki hafi sést áður á fjarskiptamarkaðnum, neytendum til hagsbóta.
11.des. 2014 - 22:00

Unglingur notar farsímann á réttan hátt á klósettinu og nú rúlla milljónirnar inn

Margir nota snjallsímana sína til að spila Angry Birds eða aðra tölvuleiki þegar þeir sitja á klósettinu. En snjall unglingur fann önnur not fyrir símann sinn þegar hann sat á klósettinu í menntaskólanum sínum og nú rúlla milljónirnar inn á bankareikninginn hans.
03.des. 2014 - 21:02

Stöð 2 skrifar undir risasamning: „Áskrifendur hafa aðgang að uppáhaldsefninu sínu hvar og hvenær sem er“

Jóhanna Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri sjónvarpssviðs 365 miðla, Jennifer Bowen framkvæmdastjóri alþjóðlegrar dreifingar HBO og Sævar Freyr Þráinsson forstjóri 365 miðla. 365 miðlar hafa gert fimm ára samning við HBO (Home Box Office), eitt stærsta kapalsjónvarpsfyrirtæki Bandaríkjanna. Samningurinn tryggir Stöð 2 viðamikil réttindi á efni HBO fyrir íslenskan sjónvarpsmarkað og að Stöð 2 verði Heimili HBO á Íslandi (Home of HBO).
27.nóv. 2014 - 14:10

Samsung með villandi, blekkjandi og ólöglega auglýsingu

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur úrskurðað að auglýsing Tæknivara þar sem Samsung Galaxy sími er auglýstur á sama tíma og gert er lítið úr iPhone símum sé villandi, blekkjandi, ósanngjörn gagnvart neytendum, til þess fallin að hafa áhrif á eftirspurn vara og brjóti gegn lögum um bann við óréttmætum viðskiptaháttum.
27.nóv. 2014 - 08:43

Stórsýningin Vetrarlíf 2014 verður haldin um helgina

Stórsýningin Vetrarlíf 2014 verður haldin um helgina í Kauptúni Garðabæ, á móti Ikea. Um er að ræða veglega vélsleða- og útivistarsýningu þar sem lögð verður áhersla á allt er varðar vetrarútivist, öryggisbúnað, fatnað, tryggingar og annað sem nauðsynlegt er til að stunda ánægjuleg og farsæl ferðalög á fjöllum. Til sýnis verða meðal annars 2015 árgerðir af vélsleðum og fjórhjólum.

Sena: Mahagonny mars 2015 (út 1 apríl kl 18)
Ragnheiður Eiríksdóttir
Ragnheiður Eiríksdóttir - 24.3.2015
Um tippamyndasendingar íslenskra karla
Jón Óðinn Waage
Jón Óðinn Waage - 16.3.2015
Við Gunnar
Bergljót Björk Halldórsdóttir
Bergljót Björk Halldórsdóttir - 21.3.2015
Matargrúskarinn Nanna Rögnvaldar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.3.2015
Formannskjörið í Samfylkingunni
Ragnheiður Ragnarsdóttir
Ragnheiður Ragnarsdóttir - 23.3.2015
Líf Röggu í LA: æfingar á ströndinni
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 24.3.2015
Eigandi Íslands?
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson - 20.3.2015
Athyglisverð ummæli í Morgunblaðinu
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 22.3.2015
Hvar er stuðningsyfirlýsingin?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.3.2015
Orðaskipti Guðrúnar og Davíðs
Aðsend grein
Aðsend grein - 26.3.2015
Ég bjargaði mannslífi í nótt
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 15.3.2015
Gaman um alvöru
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 21.3.2015
Orðaleikur Jóns Sigurðssonar
Ragnheiður Ragnarsdóttir
Ragnheiður Ragnarsdóttir - 16.3.2015
Lífið í LA: rauði dregilinn á tískuvikunni
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 20.3.2015
Stjórnarskráin leyfir ekki aðild
Fleiri pressupennar