13. jún. 2012 - 14:23

Apple hefur uppfært og bætt við tölvuúrvalið og kynnt nýjar útgáfur af OSX og iOS stýrikerfunum

Apple Worldwide Developer Conference (WWDC) ráðstefnan hófst í San Francisco á mánudag. WWDC er nú haldin í 23. sinn en ráðstefnan, sem stendur í fjóra daga, er haldin árlega af Apple fyrir forritara og þá er koma að þróun og hönnun forrita og aukabúnaðar fyrir vörur frá Apple. Ráðstefnan er mjög eftirsótt og virtist miðaverðið, tæplega 1.600 dollarar stykkið, ekki halda aftur af þeim sem áhuga hafa því 5.000 aðgöngumiðar seldust upp á tæpum 2 klukkustundum þegar sala þeirra hófst í apríl s.l.

Upphafskynningar ráðstefnunnar, sem kölluð er Keynote, er venjulega beðið með mikilli eftirvæntingu. Tim Cook forstjóri Apple hóf kynninguna á því að kynna nýjustu sölutölur forrita. 400 milljónir viðskiptavina eru skráðir með kreditkort í App-Store forritaverslunina þar sem 650 þúsund forrit eru nú til sölu og þar af eru 225 þúsund eingöngu fyrir iPad. Fram til þessa hafa notendur sótt sér 30 milljarða forrita í App-Store verslunina sem er opin notendum í 120 löndum, þ.á.m. á Íslandi og í næsta mánuði bætast 32 lönd við. Þó mörg forritana kosti ekkert hefur Apple greitt yfir fimm milljarða dollara til forritara og fyrirtækja sem selja vörur sínar í AppStore.

Beðið hefur verið með mikilli eftirvæntingu eftir að ráðstefnan hæfist því kvisast hafði út að von væri á nýjum tölvum frá Apple. Phil Schiller framkvæmdastrjóri markaðssviðs Apple olli engum vonbrigðum þegar hann kynnti nýjar útgáfur af MacBook Pro og MacBook Air fartölvum frá Apple þó vonast hafi verið til meira afgerandi uppfærslum. Helstu nýjungar í MacBook Air má nefna hraðvirkari gjörva, USB 3 tengi, 60% hraðvirkari skjástýringu, allt að 8 GB vinnsluminni og 512 GB SSD harðan disk með allt að tvöfalt meiri leshraða af disknum.

MacBook Pro tölvurnar voru einnig uppfærðar á svipaðan hátt en mesta athygli vakti þó ný fartölva sem fellur undir Pro flokkinn. Tölvan sem er með 15,4" skjá er mjög þunn eða svipuð og MacBook Air, létt um 2 kg og með allt að 7 tíma endingu rafhlöðu. Helsta nýjungin er án efa ný tegund skjáa sem kallast Retina Display og hafa þeir meiri skerpu, skarpari liti og 75% minni speglun á skjánum en áður þekkist. Mestu skiptir þó án efa upplausnin sem er 2880x1800 eða 220 punktar á tommu sem svarar rúmum 5 milljónum punkta í heildina. Það er fjórum sinnum meiri upplausn en samsvarandi skjáir í MacBook Pro línunni hafa boðið upp á og þremur milljónum punkta meiri upplausn en háskerpusjónvarp.

Tölvan fæst með allt að 16 GB innra minni og 768 GB SSD hörðum diski. Staðalbúnaður er m.a. SDXC kortarauf, HDMI tengi og USB 3 tengi ásamt 2 ofurhraðvirkum Thunderbolt tengjum fyrir auka skjái og utanáliggjandi diska, 802.11n staðall fyrir þráðlaus net og Bluetooth 4.0. Apple hefur hannað nýtt kerfi til kælingar tölvunnar sem er mjög hljóðlátt svo notandinn á sem minnst að verða var við þegar það er í gangi. Hægt verður að fá millistykki ef tengja þarf tölvuna við Ethernet eða tæki með FireWire tengi. Apple hefur nú hætt framleiðslu MacBook Pro með 17" skjá og verður hún ekki lengur fáanleg.

Að auki kynnti Apple nýja útgáfu OSX fyrir Apple tölvurnar, útgáfu 10.7, sem kallað er Mountain Lion. Kerfið var fyrst kynnt í febrúar á þessu ári og svipar notendaviðmótinu nú æ meira til iOS sem notað er á iPhone símum og iPad spjaldtölvum frá Apple. Mikið er gert úr samhæfingu milli Apple tækja í gegnum tölvuskýþjónustu Apple sem kölluð er iCloud. Stýrikerfið mun bjóða upp á raddstýrigu af sama meiði og er í iPhone símum Apple. Einnig hefur Safari vafrinn verið uppfærður og er enn hraðvirkari við Java-Script vinnslu en áður. Innan Apple er nú unnið hörðum höndum við að uppfæra helstu forrit sem til þess að nýta sem best nýju Retina Display skjáina í nýju MacBook Pro tölvunum.

Apple kynnti einnig iOS 6 sem er ný útgáfa stýrikerfisins fyrir iPod, iPhone og iPad. Um 200 nýjungar eru í kerfinu með mikið endurbættri raddstýringu sem kallast Siri. Siri hefur verið staðfært og skilur nú fleiri tungumál en eingöngu ameríska ensku eins og t.d. spænsku, ítölsku, kóreönsku ofl.

Bílaframleiðendurnir Mercedes, GM, Toyota, Honda, BMW ofl. ætla að bæta hnappi á stýrishjól bíla sína svo ökumaður sem er með tæki með iOS 6 geti kallað fram upplýsingar og stjórnað hluta af kerfum bílsins með aðstoð Siri. Samhæfing iOS 6 er mikil við Facebook og Twitter og Apple hefur uppfært landakortin í iOS 6 en eldri útgáfur notuðust við kort frá Google. Ein af nýjungunum er 'Flyover' sem sýnir þrívíddarmynd af þeim stað sem farið er um og að auki eru nú hægt að láta kerfið leiðsegja sér um götur og torg á leið frá einum stað til annars.

Að síðustu má geta þess að Apple hefur eftir tveggja ára bið loks uppfært Mac Pro tölvurnar sem ætlaðar eru í þyngri og meiri vinnslu og sem netþjónar. Uppfærslan var þó aðeins smávægileg og eru notendur og gagnrýnendur óánægðir með að ekki sé meira í lagt í þetta sinn. Tim Cook hefur þó óformlega svarað því til að von sé á algerri uppfærslu á næsta ári og þeir aðdáendur tölvunnar þurfi ekki að óttast að Apple muni yfirgefa þá með því að hætta framleiðslu þessara tölva.
Airport Express þráðlausar netstöðvar og ýmsir fylgihlutir með tölvunum hafa einnig verið uppfærðir og meðal nýjunga er að hver netstöð getur nú boðið upp á tvöfalt netkerfi, heimanet og gestanet.

Elías Alfreðsson tók saman.


06.maí 2015 - 15:01

Kjúklingurinn að klárast: KFC gæti þurft að loka

Kristín Helgadóttir framkvæmdastjóri KFC segir að opið verði hið minnsta fram á sunnudag á veitingastöðum keðjunnar. Ef ekkert breytist klárast bitarnir um helgina. Slátrun hefur nú legið niðri frá 20 apríl, þegar verk­fall fé­lags­manna BHM í Dýra­lækna­fé­lagi Íslands hófst og lítið til af ferskum kjúklingi á landinu öllu. Morgunblaðið greinir frá.
06.maí 2015 - 14:40

Bonafide lögmenn opna í Vestmannaeyjum

Opnunin í Vestmannaeyjum kemur í kjölfar aukinnar eflingar stofunnar. Þann 8. maí n.k. munu Bonafide lögmenn opna nýja starfsstöð í Vestmannaeyjum. Lögmannsstofan mun hafa aðsetur að Vesturvegi 10, en hún er fyrir á Klapparstíg 25-27 í Reykjavík. Stofnendur stofunnar, Lúðvík Bergvinsson og Sigurvin Ólafsson, eru báðir Vestmannaeyingar.
05.maí 2015 - 21:15

Fimm ódýrustu einbýlishúsin á Íslandi

Pressan hefur áður fjallað um dýrustu einbýlishúsin á landinu. Hér á eftir verður hins vegar fjallað um ódýrustu einbýlishúsin á landinu. Verðið er á bilinu 24 milljónir niður í 2.9 milljónir. Við byrjum á dýrasta ódýra húsinu sem staðsett er á Merkurgötu í Hafnarfirði. Húsið er 110 ára gamalt staðsett í hjarta bæjarins og kostar 24 milljónir. Það er aðeins 52 fermetrar með óskráðu svefnlofti og teikningum frá húsafriðunarnefnd til stækkunar um 30 til 40 fermetra. Fyrir neðan má svo sjá ýmis önnur einbýlishús á hlægilegu verði sem geta einnig hentað ágætlega sem sumarhús. En byrjum á myndum af húsinu í Hafnarfirði.
05.maí 2015 - 20:15

Dapurlegt að bjóða verkafólki 28.000 króna hækkun þegar flugstjórar fengu 310.000 króna hækkun

Samtök atvinnulífsins sömdu um 310.000 króna launahækkun við flugstjóra 9. desember síðastliðinn. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir það hræsni að öskrað sé á íslenskt verkafólk að það þurfi að sýna ábyrgð og hófsemi í launakröfum sínum á sama tíma og formaður Samtaka atvinnulífsins, sem jafnframt sé forstjóri Icelandair Group, semji við hluta af starfsfólki sínu um launahækkun sem sé hærri en kröfur Starfsgreinasambandsins um lágmarkslaun sinna félaga.
05.maí 2015 - 15:30

30 vísindamenn ráðnir til hátækniseturs í Vatnsmýri

Alls 30 háskólamenntaðir raunvísindamenn hafa verið ráðnir til starfa á þessu ári hjá Hátæknisetri systurfyrirtækjanna Alvogen og Alvotech sem nú rís innan Vísindagarða Háskóla Íslands. Búist er við að ráðnir verði að minnsta kosti 20 raunvísindamenn til viðbótar á árinu 2015. Alls hafa um 80 starfsmenn verið ráðnir til systurfyrirtækjanna, frá því Alvogen hóf starfsemi á Íslandi árið 2010.
03.maí 2015 - 16:31

Eggert fær mikil viðbrögð við bók sinni: Þeir sem hafa ekki lesið eru brjálaðir

Eggert Skúlason ritstjóri DV kveðst hafa fengið ótrúleg viðbrögð við nýrri bók sinni Andersen-skjölin, sem fjallar um rannsókn nokkurra mála eftir hrun og þátt Fjármálaeftirlitsins í því, ekki síst Gunnars Andersen fv. forstjóra.
03.maí 2015 - 12:04

Dómstólum ber að standa vörð um mannréttindi. Alveg sama hver á hlut að máli

Í ljósi dóms Hæstaréttar í Aurum málinu nú nýverið hlýtur rétturinn samkvæmninnar vegna, að vísa öllum málum sem Fjármálaeftirlitið undir stjórn Gunnars Þ. Andersen kærði til embættis sérstaks saksóknara frá héraðsdómi, þar sem mál þessi urðu ekki rannsökuð af embætti sérstaks saksóknara nema að undangenginni kæru Fjármálaeftirlitsins og vegna þess að um hæfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins gilda sömu reglur og um hæfi dómara, ríkissaksóknara og ríkislögreglustjóra.
02.maí 2015 - 20:57

Svartur listi FME: Yngvi Örn Kristinsson þótti óæskilegur starfsmaður

„Haustið 2009 heyrðist því fleygt að starfsmenn fjármálaeftirlitsins hefðu sett saman svarta lista yfir nöfn einstaklinga sem þættu óæskilegir í ábyrgðarstöðum í bönkunum. Listar voru sendir í hvern banka með nöfnum yfir þá starfsmenn viðkomandi banka sem fjármálaeftirlitið taldi óæskilega. 
30.apr. 2015 - 14:14

Seðlabankinn birti upplýsingar úr óbirtum ársreikningi vegna mistaka Fjármálaeftirlitsins

Fjármálaeftirlitið veitti Seðlabankanum fyrir mistök heimild til að birta upplýsingar úr óbirtum ársreikningi Sparisjóðs Norðurlands opinberlega. Seðlabankinn birti upplýsingarnar í síðustu viku og þar er upplýst að tap af rekstri sjóðsins hafi numið rúmum 672 milljónum króna.
30.apr. 2015 - 09:57

Aurum-málið: Segir Hæstarétt ekki hafa áhuga á að komast að hinu sanna í málinu

Sverrir Ólafsson, meðdómandi í Aurum-málinu, upplýsti að eigin sögn dómsformanninn í málinu strax um að hann væri bróðir Ólafs Ólafssonar í Samskipum. Þá spurði Sverrir dómsformanninn, Guðjón St. Marteinsson, við upphaf málsins hvort sérstökum saksóknara væru þau fjölskyldutengsl ekki ljós
29.apr. 2015 - 10:58

Jón Ásgeir segir sérstakan saksóknara hafa logið

Jón Ásgeir Jóhannesson segir sérstakan saksóknara hafa logið blákalt upp á Sverri Ólafsson héraðsdómara, sem var einn meðdómenda í Aurum málinu. Þær lygar, sem hafi komið fram eftir að málið hafi verið flutt og dæmt í því í héraðsdómi, hafi verið ástæða þess að Sverrir hafi reiðst og lýst áliti sínu á framferði sérstaks saksóknara opinberlega.
28.apr. 2015 - 10:43

Fegurð, kraftur og virðing: Nýr Skoda Octavia G-Tec

Ef skynsemin réði værum við hugsanlega öll á ŠKODA Octavia G-TEC.

Á dögunum afhenti Hekla fyrstu Skoda Octavia G-Tec bifreið sem er einmitt fyrsti metanbíll Skoda. Bíllinn lítur út eins og venjulega Skoda Octavia en G-Tec útgáfan er að mörgu leyti einstök en fyrst ber að nefna að það er bæði metan- og bensínbíll.

27.apr. 2015 - 09:40

Draumur Unnar Steinsson rættist

Lítil Coke í gleri kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1915. Sala á Coke í gleri hér á landi jókst um rúm 30% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en Coca-Cola fyrirtækið fagnar um þessar mundir 100 ára afmæli hinnar heimsþekktu Coke glerflösku. „Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með þessu,“ segir Jón Viðar Stefánsson, markaðsstjóri gosdrykkja hjá Vífilfelli.
27.apr. 2015 - 08:54

„Hver trúir því að 100 manna herlið sérstaks saksóknara kunni ekki á Google?“

Jón Ásgeir Jóhannesson, einn sakborninga í Aurum-málinu, segir Hæstarétt halda hlífiskildi yfir „óheiðarlegum embættismanni“. Hæstiréttur ómerkti á miðvikudag sýknu héraðsdóms í svokölluðu Aurum-máli, þar sem Jón Ásgeir og þrír aðrir tengdir Glitni eru ákærðir fyrir umboðssvik.

26.apr. 2015 - 13:50

Bakarameistarinn opnaði glæsilegt kaffihús í Suðurveri

Bakarameistarinn hefur opnað  nýtt og endurbætt bakarí kaffihús í Suðurveri. Bakaríið í Suðurveri er fyrsta  bakarí Bakarameistarans, en það var fyrst  opnað 1977. Undanfarnar tvær vikur hefur verið unnið að breytingum á bakaríinu og verður þar eftir breytingar notalegt og hlýlegt kaffihús auk bakarísins. En kaffihúsið opnaði á sumardaginn fyrsta.
23.apr. 2015 - 16:23

25 fjölskyldur fengu ferðastyrk Vildarbarna Icelandair: 496 fjölskyldur notið stuðnings frá stofnun

25 börnum og fjölskyldum þeirra, samtals um 150 manns, var afhentur ferðastyrkur úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair í dag, sumardaginn fyrsta.
21.apr. 2015 - 13:54

Volkswagen Passat fékk frábærar viðtökur

Hönnun áttundu kynslóðar Volkswagen Passat endurspeglar 40 ára tryggð við fágun og tímalausa hönnun. Margmenni mætti í húsakynni Heklu við Laugaveg síðustu helgi þegar Volkswagen Passat var frumsýndur. Hans hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og viðtökurnar voru vægast sagt góðar.
19.apr. 2015 - 08:15

Eitt stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu flýgur til Íslands í sumar

Mynd: Wizz Air - Getty image Ungverska lággjaldaflugfélagið Wizz Air ætlar að hefja áætlunarflug til Íslands í sumar en flogið verður frá Lech Walesa flugvelli við Gdansk. Ódýrustu miðarnir eru nú á 60 evrur og kosta því miðinn um 8.700 krónur. Flogið verður alla mánudaga og föstudaga héðan til Póllands. Vélarnar fara í loftið frá Keflavíkurflugvelli um kvöldmatarleytið og lenda hálf tvö um nótt í Póllandi.
16.apr. 2015 - 09:49

Stjórnarformaður HB Granda: „Ég er ekki alveg með á hreinu hvað fólk hefur í kaup í Granda

Launahækkanir til stjórnarmanna HB Granda og milljarða arðgreiðslur til hluthafa verða ekki dregnar tilbaka, segir stjórnarformaður fyrirtækisins.
15.apr. 2015 - 14:00

Er þetta forstjóri ársins? Lækkaði eigin laun og hækkaði laun starfsmanna

Það eru eflaust margir sem myndu telja forstjóra sem ákveður að lækka eigin laun mjög mikið til að geta hækkað laun starfsmanna koma sterklega til greina ef kosið verður um forstjóra ársins. Þá er þetta ábyggilega vel til þess fallið að auka ánægju starfsmanna á vinnustaðnum og ætti að draga úr líkunum á mikilli starfsmannaveltu.
15.apr. 2015 - 13:25

Bíll ársins í Evrópu frumsýndur um helgina

Volkswagen Passat var valinn Bíll ársins í Evrópu árið 2015. Laugardaginn 18. apríl verður Bíll ársins í Evrópu 2015, Volkswagen Passat, frumsýndur í húsnæði Heklu. Mikil eftirvænting hefur verið á Íslandi síðustu mánuði fyrir bílnum en þetta er áttunda kynslóð Volkswagen Passat, sem hefur verið framleiddur óslitið síðan 1973 í alls um 22 milljónum eintaka.
14.apr. 2015 - 21:00

Laun stjórnarmanna HB Granda hækkuð um 33 prósent: „Stórkostleg tíðindi“

„Þau stórkostlegu tíðindi gerðust á aðalfundi HB Granda að stjórnarlaun voru hækkuð um 33,3%. Þessu fagnar Verkalýðsfélag Akraness innilega, einfaldlega vegna þess að þetta hlýtur að gilda líka fyrir allt fiskvinnslufólk sem starfar hjá fyrirtækinu, annað væri með hreinustu ólíkindum.“
14.apr. 2015 - 12:10

Nýr vefur fyrir bílaviðskipti: Hægt að skoða myndband af bílnum

Á Sjálfsalinn.is gefst seljendum farartækja kostur á að auglýsa gegn föstu mánaðargjaldi.

Með tilkomu nýrrar vefsíðu, Sjálfsalinn.is, hefur seljendum og kaupendum bíla og annarra farartækja verið gert kleift að stunda milliliðalaus bílaviðskipti. Vefurinn byggir á öflugri leitarvél þar sem kaupendur geta leitað að bílum og haft samband við seljanda þeirra í gegnum tölvupóst eða síma. Þá geta kaupendur og seljendur gengið frá eigendaskiptum með rafrænum hætti í gegnum vefinn.

12.apr. 2015 - 20:37

Sigmundur Davíð: Dylgjur um heilsufar merki um mjög óheilbrigt ástand

Það er verið að taka af skarið í þessum efnum, það er alveg rétt, en þetta á ekki að koma neinum á óvart,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra um þá yfirlýsingu sem hann gaf á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina, að von sé á áætlun um afnám gjaldeyrishafta fyrir þinglok í vor og að jafnframt verði kynntur sérstakur stöðugleikaskattur sem geti gefið hundruði milljarða króna.
12.apr. 2015 - 18:22

Erlendir kröfuhafar hafa keypt hagsmunagæsluþjónustu hér fyrir um 19 milljarða króna

Innlendir ráðgjafar og fyrirtæki hafa fengið greitt um 19 milljarða króna fyrir vinnu sína fyrir slitabú föllnu bankanna. Íslenskir ráðgjafar hafa unnið leyniskýrslur fyrir erlenda kröfuhafa þar sem veittar eru upplýsingar um afstöðu valdamikilla aðila til kröfuhafanna.


11.apr. 2015 - 20:59

Stjórnvöld sýni staðfestu þegar úrtölukórinn hefst og standist áhlaup áróðursvélarinnar

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hafi tekið af skarið þegar hann ávarpaði flokksþing Framsóknarflokksins í gær og tilkynnti að áætlun um losun gjaldeyrishafta yrði hrint í framkvæmd áður en þing lyki störfum í vor.
11.apr. 2015 - 12:07

Yfirlýsing forsætisráðherra um losun hafta og stöðuleikaskatt markar tímamót

„Yfirlýsing forsætisráðherra markar tímamót. Ljóst er að á næstu vikum verða stigin skref í stærsta hagsmunamáli þjóðarbúsins. Viðbrögð leiðtoga stjórnarandstöðuflokkanna við ræðu forsætisráðherra gefa hins vegar til kynna að ekki sé líklegt að pólitísk samstaða eigi eftir að nást um áætlun stjórnvalda um losun hafta. Það hljóta að vera mikil vonbrigði.“
08.apr. 2015 - 14:13

Þetta er munurinn á Íslandi og Noregi: Norðmaður safnar fyrir hjóli á 3.4 dögum - Íslendingurinn á 8.2

Norskur iðnaðarmaður er 3,6 daga að vinna sér inn fyrir iPone5s á meðan íslenskur iðnaðarmaður á grunnlaunum er 6,5 dag. Þá tekur það hinn norska 111 daga að vinna sér inn fyrir Toyota Yaris 5d. á meðan íslenski iðnaðarmaðurinn hamast í 179 daga. Þá er fiskverkamaður á Ísandi 90 dögum lengur að safna fyrir bílnum en maður í sömu starfsgrein í Noregi.
08.apr. 2015 - 12:46

Sölvi Tryggvason hætti að greiða í lífeyrissjóð – Vill ekki láta kaupa pítsustaði fyrir sína hönd

„Ég er barnlaus, á ekki neitt og hef engu að tapa.“ Þetta segir fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason í pistli þar sem hann skýrir frá því að hann hafi fyrir ári síðan tekið ákvörðun um að hætta að greiða í lífeyrissjóð. Ástæðan hafi ekki verið sú að hann ætti ekki fyrir því heldur sú að samviska hans leyfði honum það varla lengur. Þó hann hafi öll heimsins rök fyrir því að sniðugra sé fyrir hann að leggja peningana sína sjálfur til hliðar heldur en að láta þá í hendur manna sem vilji kaupa pítsustaði fyrir hans hönd, hafi það ekkert að segja.Sölvi hefur þurft að eiga við innheimtustofnanir vegna þessarar ákvörðunar en hefur ekki fengið að rökstyðja ákvörðun sína gagnvart þeim sem eru í forsvari fyrir lífeyrissjóðina.
08.apr. 2015 - 12:00

Háskólinn á Bifröst rannsakar fyrir ferðaþjónustuna

Rannsóknaverkefnin skapa möguleika fyrir áhugaverð sumarstörf fyrir nemendur Háskólans á Bifröst sem búa á staðnum. Háskólinn á Bifröst og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hafa gert samninga um tvö rannsóknaverkefni á sviði ferðaþjónustu. Annað verkefnanna fjallar um umfang íbúðagistingar og þróun á lagalegu umhverfi hennar. Hitt verkefnið er rannsókn á launum í ferðaþjónustu í samanburði við aðrar atvinnugreinar. 
29.mar. 2015 - 21:10

Erum að byggja of fá hótel en ekki of mörg – Gistirými gæti vantað á næstu árum

Áhyggjur fólks a því að of mikil uppbygging sé að eiga sér stað í ferðaþjónustu er ástæðulaus. Þvert á móti er áhyggjuefni að ekki verði nægjanlega mikið byggt upp og að vöntun verði á gistirými á næstu árum. Ferðamönnum mun halda áfram að fjölga og nýting mun áfram aukast.
29.mar. 2015 - 13:00

Danmörk, ertu fyrirheitna landið? Allt um lífskjörin og atvinnuástandið

Sá draumur blundar í mörgum að flytja til útlanda og reyna fyrir sér þar. Fá vinnu eða fara í nám eða hvoru tveggja. Suma dreymir kannski um betri veðráttu og kjósa að flytja þess vegna. Danmörk hefur lengi verið vinsæll áfangastaður Íslendinga enda tengsl landanna sterk. En hvernig eru lífskjörin í Danmörku og hvernig er atvinnuástandið? Og hvernig gengur að lifa á íslenskum námslánum í landinu.
27.mar. 2015 - 21:35

Þór þakklátur fyrir kökuna: „Sumir hefðu viljað að við fengjum bara vatn og brauð“

Látum þá borða kökuna, skrifar Jón Heiðar Þorsteinsson við mynd sem hann birti á Fésbókarsíðu sinni af myndarlegri köku sem hann sendi Lýsingu. Á  kökuna er búið að prenta svar frá fyrirtækinu frá árinu 2012 þar sem kröfu Jóns um leiðréttingu á láni hans var hafnað. Það er því nokkuð ljóst hver skilaboð Jóns til Lýsingar eru með þessari sendingu.
26.mar. 2015 - 13:55

Nýherji hlýtur alþjóðlega öryggisvottun

Nýherji hlaut fyrst staðfesta vottun á þessu sviði árið 2004. British Standard Institute (BSI) hefur staðfest vottun stjórnkerfis upplýsingaöryggis Nýherja samkvæmt alþjóðlega staðlinum ISO/IEC 27001:2013. Í umsögn BSI segir að starfsfólk Nýherja leggja mikla áherslu á að viðhalda og skapa sterka öryggismenningu hjá félaginu.
25.mar. 2015 - 16:15

HB Grandi greiðir milljarða í arð sama dag og verkfall fiskverkafólks hefst

Gerð hefur verið tillaga um að HB Grandi greiði út ríflega 2,7 milljarða króna í arð til eigenda sinna. Aðalfundur HB Granda mun taka afstöðu til arðgreiðslunnar 10. apríl næstkomandi, sama dag og boðað verkfall fiskverkafólks á að hefjast.
21.mar. 2015 - 13:00

Keyptu fjórar efstu hæðirnar í lúxusturni: „Ný viðmið fyrir íburð“

Tveir viðskiptafélagar búsettir í Genf eru sagðir hafa „sett ný viðmið fyrir íburð“ þegar þeir festu kaup á efstu hæðum fjölbýlishúss í Skuggahverfinu.
21.mar. 2015 - 09:00

Kostaði krónu en kostar nú 6.900 krónur

„Þegar ég var pjakkur, ef ég fann glerflösku, gat ég keypt, Hlunk frostpinna fyrir andvirði flöskunnar. Frá þeim tíma, þrjátíu og fimm árum hefur andvirði flöskunnar hækkað um þrefalt en hlunkurinn hefur meira en tuttugu og fimm faldast í verði,“ segir Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi í samtali við Spegilinn á Rás 2
17.mar. 2015 - 10:26

Markvissari dreifing á Icelandic Glacial í Kanada

Icelandic Glacial er selt á 20 mörkuðum víða um heiminn. Icelandic Water Holdings hf, sem flytur út vatn undir merkinu Icelandic Glacial, og dreifingarfyrirtækið Unique Foods Inc frá Montreal í Kanada hafa gert með sér samning um dreifingu á Icelandic Glacial.
17.mar. 2015 - 10:14

Nýherji samstarfsaðili ársins í kerfislausnum hjá IBM í Danmörku

Nýherji hefur verið valinn samstarfsaðili ársins í kerfislausnum hjá IBM í Danmörku. Ástæðan er góður árangur í sölu og innleiðingu á IBM netþjónum og geymslulausnum fyrir árið 2014 en valið stóð á milli allra samstarfsaðila IBM í Danmörku.
12.mar. 2015 - 10:05

Stjórnarmenn fái 75 prósenta hækkun á milli ára

Laun stjórnarmanna í VÍS, sem er að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða, gætu hækkað um 75 prósent á milli ára. Samkvæmt tillögu sem liggur fyrir aðalfundi VÍS er lagt til að föst laun stjórnarmanna hækki úr 200 þúsund krónum í 350 þúsund.

09.mar. 2015 - 14:25

Útlendingar ásælast dýrar lúxusíbúðir í Skuggahverfi: „Finnst þetta vera ódýrt“

Fasteignasalan Stakfell auglýsti um helgina íbúðir til sölu í háhýsum sem eru í byggingu í Skuggahverfinu. Athygli vakti að verð á sumum íbúðanna var allt að einni milljón króna á fermetra og í einhverjum tilfellum hærra. Þannig var 314 fermetra íbúð á Vatnsstíg auglýst til sölu á 352,8 milljónir króna.
07.mar. 2015 - 11:00

Páll Óskar var 9 milljónir í mínus og síminn hætti að hringja: Hvað gerir þú þegar þú ert orðinn „has-been-poppstjarna?“

„Allar plöturnar seldust vel, allt fór í gull og mig vantaði aldrei pening og allt er á uppleið, þangað til - bang! Árið 1999 kemur fyrsti skellurinn“, segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem lenti í miklum fjárhagslegum hremmingum sem tók hann nokkur ár að komast út úr. Páll gaf út plötu sem tekin var upp í dýrasta stúdíóinu í London. Þegar hún seldist ekki eyddi hann enn meiri peningum í auglýsingar. Þrátt fyrir það seldist platan ekkert. Eftir stóð Páll með sex milljónir í mínus
04.mar. 2015 - 12:00

Sigmundur Davíð herðir sóknina gegn bönkunum: Breytingar eru óhjákvæmilegar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir breytingar á eignarhaldi bankanna óhjákvæmilegar. Bankakerfið sé of stórt og hagnaður þeirra til kominn af endurmati lána og fákeppni.
03.mar. 2015 - 09:55

Prófessor: Íslendingar eins og „álfar út úr hól“ í gagnaveröldinni

„Það hvarflar ekki að þeim aðilum, sem berja sér á brjóst og lofa gagnaverum út um allt, að reyna þá að stuðla að henni,“ segir Júlíus Sólnes, prófessor við verkfræðideild Háskóla Íslands, sem gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir áhugaleysi um lagningu sæstrengs til Íslands.
26.feb. 2015 - 15:55

Nýr Volkswagen Touareg kominn til landsins

Öflugar V6 3.0 TDI vélar í samvinnu við 4Motion fjórhjóladrifið koma ökumanninum auðveldlega yfir holt og hæðir. Nýjum Volkswagen Touareg hefur verið beðið með eftirvæntingu ansi lengi - en nú er biðin loks á enda því bíllinn er kominn til landsins. Næstkomandi laugardag milli kl. 12 og 16 mun Hekla kynna nýjan Volkswagen Touareg og býður áhugasömum að koma og kynnast þessum magnaða gæðing.
25.feb. 2015 - 14:06

Einungis íslenski seðlabankinn gerði meiri mistök en sá írski

Írskur hagfræðiprófessor sagði frammi fyrir þingnefnd í morgun að einungis íslenski seðlabankinn hafi gert meiri mistök en sá írski í aðdraganda fjármálakrísunnar.
22.feb. 2015 - 22:03

Hagkerfið í góðu jafnvægi en tvö stór mál geta sett allt á hliðina

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að þjóðarátak þurfi til ef lækka eigi lægstu laun í takti við kröfur verkalýðshreyfingarinnar.
22.feb. 2015 - 19:54

Ábyrgðin er alltaf á endanum Seðlabankans – Már vill gera skýrslu um Kaupþingslán

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir það á hreinu að ábyrgð á lánveitingu, líkt og þeirri sem Seðlabankinn veitti Kaupþingi rétt fyrir hrun, hvíli alfarið á herðum bankans. Hann segist tilbúinn til að leggja fram skýrslu um aðdraganda og eftirmála þrautavararlánsins til Kaupþings.
22.feb. 2015 - 18:59

Óprúttnir og óvandir að sínum meðulum og vinna gegn landinu sínu

„Við erum með þessa fimmtu herdeild sem er ekki að starfa í þágu íslenskra hagsmuna, sem er að starfa í þágu erlendra aðila og þessir aðilar eru giska óprúttnir og óvandir að sínum meðulum, um það eru skýr dæmi,“ segir dr. Ólafur Ísleifsson hagræðingur
22.feb. 2015 - 16:44

Steinþór kann besta sparnaðarráð í heimi: Safnaði 20 milljónum

Ísfirðingurinn Steinþór Bragason ákvað 17 ára gamall að drekka hvorki né reykja en leggja þess í stað inn á reikning andvirði þess sem vinir hans eyddu í áfengi og tóbak. Á 20 árum safnaði hann með þessum hætti rétt tæpum 20 milljónum.

Sena: Villi Vill apríl maí (út 12 maí)
Ragnheiður Eiríksdóttir
Ragnheiður Eiríksdóttir - 27.4.2015
Svo varð strákurinn minn veikur
Jón Óðinn Waage
Jón Óðinn Waage - 26.4.2015
Jökulsárnar: Við minnumst hans með hlýhug
Bergljót Björk Halldórsdóttir
Bergljót Björk Halldórsdóttir - 25.4.2015
9 algeng eldhúsmistök - samantekin ráð Sælkerapressunar
Ragnheiður Eiríksdóttir
Ragnheiður Eiríksdóttir - 23.4.2015
Hvað er ást?
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 26.4.2015
Hégóminn aldrei langt undan
Jón Óðinn Waage
Jón Óðinn Waage - 28.4.2015
Hvítklæddi töffarinn
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 22.4.2015
Ótrúlegt áhugaleysi um stórmál
Aðsend grein
Aðsend grein - 01.5.2015
Vo(p)nlaus barátta lögreglumanna
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 25.4.2015
Sjálftaka eða þátttaka?
Ragnheiður Ragnarsdóttir
Ragnheiður Ragnarsdóttir - 28.4.2015
Frábær æfing á róló: Mamman fær að hlaupa í hringi
Björn Jón Bragason
Björn Jón Bragason - 23.4.2015
SPRON knésettur
Fleiri pressupennar