07. jún. 2012 - 07:00

Aldrei fleiri útlendingar komið til landsins í maímánuði frá upphafi

Frá þjóðgarðinum á Þingvöllum

Metfjöldi ferðamanna fór frá Leifsstöð í maímánuði, eða alls 45.200 manns samanborið við 37.200 í sama mánuði í fyrra. Þetta er 22% aukning á milli ára. Aldrei hafa fleiri erlendir ferðamenn komið til landsins í maí frá upphafi og þetta er fimmti mánuðurinn í röð sem slær met.

Í Morgunkorni Íslandsbanka er vitnað í tölur Ferðamálastofu þar sem segir að fyrstu fimm mánuði ársins hafi 170.600 erlendir ferðamenn komið til landsins í samanburði við 141.300 á sama tímabili í fyrra. Jafngildir þetta aukningu upp á 21% milli ára.

Ennfremur er maí enn einn metmánuðurinn hvað snýr að fjölda gistinátta erlendra ferðamanna. Alls voru gistinætur á hótelum hér á landi um 120.700 í mánuðinum, sem er aukning upp á rúm 10% milli ára. Þessa aukningu má einkum rekja til fjölgunar í gistinóttum erlendra ríkisborgara enda fækkaði gistinóttum Íslendinga á sama tíma.

Gistinætur erlendra ríkisborgara voru 95.600 talsins í apríl og hafði fjölgað um tæp 17% milli ára á sama tíma og gistinætur Íslendinga voru um 25.100 og fækkaði um tæp 8%.

Eru gistinætur á fyrstu fjórum mánuðum ársins komnar upp í 430.000 samanborið við 340.100 á sama tíma í fyrra. Hafa gistinætur aldrei verið fleiri á þessu tímabili. Jafngildir það aukningu upp á rúm 26%.

Á sama tíma hefur verulega dregið úr aukningu á utanlandsferðum Íslendinga. Aukning í utanlandsferðum hefur staðið yfir allt frá því í nóvember 2009. Fyrstu fimm mánuði ársins eru brottfarar Íslendinga um Leifsstöð um 131.500 talsins samanborið við rúmlega 125.100 á sama tímabili í fyrra. Hefur þeim því fjölgað um  5,1% á milli ára sem er umtalsvert hægari aukning en verið hefur.19.jan. 2015 - 13:37

Icelandair Cargo hefur áætlunarflug á fraktflugvélum til Boston

Icelandair Cargo er fyrsta fraktflugfélagið frá Evrópu sem hefur reglulegt áætlunarflug til Boston. Icelandair Cargo mun frá og með næsta fimmtudegi, 22. janúar, hefja vikulegt áætlunarflug til Boston með fraktflugvélum.  Boston er einn af meginmörkuðum fyrir ferskan fisk í Bandaríkjunum og þangað fer langstærstur hluti af þeim ferska fiski sem Íslendingar flytja til Bandaríkjanna. 
14.jan. 2015 - 23:00

Alvarleg staða útgerðar í Grímsey tengist kynferðisbrotamáli

Staða útgerðar og þar með atvinnulífs og byggðar í Grímsey er nú sögð grafalvarleg. Útgerðarmenn munu vera stórskuldugir Íslandsbanka sem hefur talað fyrir sölu kvóta til að fá lánin endurgreidd. Slík áform gætu stefnt byggð í eynni í voða.
14.jan. 2015 - 10:55

Krónan opnar þrjár nýjar verslanir

Krónan opnar þrjár nýjar verslanir. Á næstu mánuðum mun Krónan opna þrjár nýjar verslanir þar sem nú eru Nóatúnsverslanir. Verslanirnar í Grafarholti, Hamraborg og Nóatúni munu breytast úr Nóatúni í Krónuna.
13.jan. 2015 - 09:50

Samkeppni í bílaskoðunum í 20 ár

Aðalskoðun fagnar 20 ára afmæli í dag, 13.janúar. Í dag fagnar Aðalskoðun því að 20 ár séu liðin frá því að fyrirtækið hóf að skoða ökutæki og hófst þar með samkeppni í bílaskoðunum á Íslandi eftir 66 ára einokun hins opinbera. Fram að því hafði Bifreiðaskoðun Íslands, sem tekið hafði við hlutverki Bifreiðaeftirlits ríkisins árið 1988, farið með einkaleyfi þess til að annast skoðun ökutækja.
09.jan. 2015 - 23:50

Ingvi Hrafn verður aftur sjónvarpsstjóri ÍNN: Dóttir fráfarandi sjónvarpsstjóra verður tengdadóttir hans

Guðmundur Örn Jóhannsson, sem tók við starfi sjónvarpsstjóra ÍNN síðastliðið vor, hefur látið af störfum og snýr sér nú að eigin rekstri. Ingvi Hrafn Jónsson, stofnandi stöðvarinnar, verður aftur sjónvarpsstjóri ÍNN. Jafnframt þessu hefur Karl Lúðvíksson verið ráðinn sölu- og markaðsstjóri fyrirtækisins.
09.jan. 2015 - 15:28

Orange Project býður upp á heildstæða lausn fyrir fyrirtæki

Í lok árs 2014 voru undirritaðir leigusamningar á milli Orange Project og Regins fasteignafélags um stækkun á rými fyrir starfssemi Orange Project en skortur hefur verið á svo samhæfðri þjónustu en fyrirtækið býður upp á heildstæða lausn, miðlar og leigir út skrifstofuhúsnæði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki.
08.jan. 2015 - 16:00

Fjölgun í Golf fjölskyldunni: Nýr Golf Variant

Við hönnun Golf Variant var lögð mikil áhersla á að halda hinu vinsæla útliti Golf. Laugardaginn 10. janúar næstkomandi mun Volkswagen frumsýna nýjan fjölskyldumeðlim, Golf Variant. Golf Variant er einstaklega hagnýtur skutbíll, með nægu farangursrými og búinn fullkomnum þægindum.
08.jan. 2015 - 08:00

Nýr stórmarkaður selur aðeins vörur sem ekki seljast í öðrum verslunum

Það er brúnn blettur á appelsínunni, haframjölspakkinn er skakkur og krumpaður og innihaldslýsingin á tannkreminu er á hvolfi. Svona munu vörurnar hugsanlega líta út sem verða seldar í nýrri stórverslun sem opnar á árinu, en á móti kemur að þær verða 50-70 prósentum ódýrari en í hefðbundnum verslunum.
05.jan. 2015 - 21:33

Meniga semur við Nýherja um upplýsingatækni

Meniga og Nýherji hafa gert samkomulag um víðtækt samstarf félaganna, en Nýherji mun annast hýsingu og rekstur á netþjónaumhverfi Meniga á Íslandi auk þess að reka netþjónaumhverfi fyrir viðskiptavini Meniga í erlendu tölvuskýi. Þá nær samstarf fyrirtækjanna til fleiri verkefna á sviði upplýsingatækni.
02.jan. 2015 - 09:30

Breytingar á lögum um vsk og vörugjöld: Áhrifa má gæta á næstu vikum

Breytingar á lögum um virðisaukaskatt og vörugjöld taka gildi nú um áramót og mun það hafa áhrif á verðlag á allflestum vöru- og þjónustuliðum. Vænta má að breytingar á virðisaukaskatti hafi áhrif á verðlag strax í upphafi nýs árs en breytingar á vörugjöldum muni skila sér á næstu vikum.31.des. 2014 - 13:05 Kynning

Við förum aðrar leiðir - Húsaskjól fasteignasala.

Fasteignasalan Húsaskjól er eina fasteignasalan þar sem eigandi og starfsmenn eru eingöngu konur. Í dag eru starfskonurnar sex.

30.des. 2014 - 11:11

Jón Óttar Ragnarsson: Stofnaði Stöð 2 fyrir 28 árum og fjárfestir nú í Pressunni

Dr. Jón Óttar Ragnarsson. Dr. Jón Óttar Ragnarsson, sjónvarps- og kvikmyndagerðarmaður og matvælafræðingur, hefur fjárfest í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni. Frá þessu var gengið endanlega í dag.
29.des. 2014 - 19:34

Bætist í hluthafahóp Pressunnar: Sigurður G. Guðjónsson eignast tíu prósenta hlut

Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður og fv. forstjóri Norðurljósa, sem rak m.a. Bylgjuna og Stöð 2, hefur fjárfest í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni. Frá þessu var gengið endanlega í dag.
29.des. 2014 - 18:00

Samkaup hf úthlutar styrkjum til samfélagsmála.

Samakup hf sem meðal annars á og rekur verslunarkeðjuranar  Nettó, Samkaup Úrval, Samkaup Strax og Kaskó úthluta árlega í desember fjöldann allan af styrkjum til hinna ýmsu samfélagsmála samkvæmt stefnu félagsins um samfélagslega ábyrgð.
29.des. 2014 - 10:41

Oddi velur umhverfisvænni prentlausn

Rent A Prent er þrautreynd prentlausn frá Nýherja. Prentsmiðjan Oddi hefur tekið í notkun Rent A Prent, sem er umhverfisvænni prentlausn frá Nýherja. Rent A Prent felur í sér aukið öryggi og yfirsýn í meðferð gagna og kemur í veg fyrir að útprentuð gögn liggi á glámbekk. Þá dregur auðkenni á prentverki verulega úr sóun á pappír og prentun, en að meðaltali eru 15% af útprentunum aldrei sótt.
27.des. 2014 - 10:01

Hjálmar viðskiptamaður ársins og salan á Borgun verstu viðskiptin

Sala Datamarket til bandaríska fyrirtækisins Qlik voru valin viðskipti ársins í Markaðinum, viðskiptablaði Fréttablaðsins. Forstjórinn Hjálmar Gíslason var sömuleiðis valinn viðskiptamaður ársins.
12.des. 2014 - 18:00

365 miðlar og Tal sameinast undur merki 365

Samkeppniseftirlitið heimilaði samruna 365 miðla og Tals í dag. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, segir spennandi tíma framundan, bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólk sameinaðs félags.  Hann segir að í kjölfar þessarar sameiningar verði unnt að bjóða skemmtilegar nýjungar, sem ekki hafi sést áður á fjarskiptamarkaðnum, neytendum til hagsbóta.
11.des. 2014 - 22:00

Unglingur notar farsímann á réttan hátt á klósettinu og nú rúlla milljónirnar inn

Margir nota snjallsímana sína til að spila Angry Birds eða aðra tölvuleiki þegar þeir sitja á klósettinu. En snjall unglingur fann önnur not fyrir símann sinn þegar hann sat á klósettinu í menntaskólanum sínum og nú rúlla milljónirnar inn á bankareikninginn hans.
03.des. 2014 - 21:02

Stöð 2 skrifar undir risasamning: „Áskrifendur hafa aðgang að uppáhaldsefninu sínu hvar og hvenær sem er“

Jóhanna Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri sjónvarpssviðs 365 miðla, Jennifer Bowen framkvæmdastjóri alþjóðlegrar dreifingar HBO og Sævar Freyr Þráinsson forstjóri 365 miðla. 365 miðlar hafa gert fimm ára samning við HBO (Home Box Office), eitt stærsta kapalsjónvarpsfyrirtæki Bandaríkjanna. Samningurinn tryggir Stöð 2 viðamikil réttindi á efni HBO fyrir íslenskan sjónvarpsmarkað og að Stöð 2 verði Heimili HBO á Íslandi (Home of HBO).
27.nóv. 2014 - 14:10

Samsung með villandi, blekkjandi og ólöglega auglýsingu

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur úrskurðað að auglýsing Tæknivara þar sem Samsung Galaxy sími er auglýstur á sama tíma og gert er lítið úr iPhone símum sé villandi, blekkjandi, ósanngjörn gagnvart neytendum, til þess fallin að hafa áhrif á eftirspurn vara og brjóti gegn lögum um bann við óréttmætum viðskiptaháttum.
27.nóv. 2014 - 08:43

Stórsýningin Vetrarlíf 2014 verður haldin um helgina

Stórsýningin Vetrarlíf 2014 verður haldin um helgina í Kauptúni Garðabæ, á móti Ikea. Um er að ræða veglega vélsleða- og útivistarsýningu þar sem lögð verður áhersla á allt er varðar vetrarútivist, öryggisbúnað, fatnað, tryggingar og annað sem nauðsynlegt er til að stunda ánægjuleg og farsæl ferðalög á fjöllum. Til sýnis verða meðal annars 2015 árgerðir af vélsleðum og fjórhjólum.
21.nóv. 2014 - 11:45

Vinna á stærsta skemmtistað í heimi

Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Nova, með fyrirlestur í Háskóla Íslands. Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Nova, fjallaði um markaðsstefnu fyrirtækisins á opnum fundi í Hátíðarsal Háskóla Íslands í hádeginu í gær, fimmtudag. Fundurinn var haldinn í tilefni þess að ÍMARK útnefndi Nova Markaðsfyrirtæki ársins 2014 fyrr í mánuðinum.
18.nóv. 2014 - 17:33

Bylting í viðskiptum: Notendur Blands geta nú greitt fyrir vörur sín á milli með Netgíró

Einstaklingar geta nú keypt og selt sín á milli með öruggum hætti á netinu hjá Bland.is. Netgíró sér um að borga seljanda vörunnar og tryggir þannig að seljandi á Bland fái greitt. Kaupandi fær vöruna afhenta áður en hann greiðir og getur um leið valið að borga vaxtalaust innan 14 daga eða skipt greiðslunni í allt að 12 mánuði.
18.nóv. 2014 - 15:15

Birgir Jónsson ráðinn aðstoðarforstjóri WOW air

Birgir hefur starfað hjá WOW air síðustu tvo mánuði sem ráðgjafi. Birgir Jónsson hefur tekið við starfi aðstoðarforstjóra WOW air. Birgir hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu bæði hér á landi og erlendis. Hann starfaði sem svæðisstjóri Össurar í Asíu á árunum 2001 -2004, sem forstjóri Iceland Express 2004-2006 og sem forstjóri Infopress Group sem er ein stærsta prentsmiðja í Evrópu, með starfsemi í þremur löndum, á árunum 2006-2010.
17.nóv. 2014 - 10:15

400 manna „selfie“

Hátt í 400 eldheitir ljósmyndaáhugamenn- og konur voru samankomin í Hörpu á föstudag þar sem ráðstefna og sýning með ljósmynda- og kvikmyndabúnaði frá Canon fór fram.
15.nóv. 2014 - 17:54

Betri skilningur á heimilisfjármálum með nýju snjallsímaforriti

Meninga hefur sent frá sér nýtt snjallsímaforrit þar sem notendum gefst kostur á að halda  betur utan um fjármál sín. Notendum býðst einnig endurgreiðslu tilboð og afslættir fá fyrirtækjum sem endurgreiða  hluta af kaupverði í formi mánaðarlegra endurgreiðslu. Hugbúnaðurinn greinir  hvaða tilboð passa hverjum og einum notenda byggt á viðskiptasögu hans þannig að notendur sjá einungis endurgreiðslutilboð sem líklegt er að henti þeim og þannig sparað sér verulegar upphæðir.
13.nóv. 2014 - 14:20

LG fyrst á markað með uppfærslu fyrir Android 5.0

LG G3 var fyrst frumsýndur þann 27. maí síðastliðinn. LG G3 verður fyrsti snjallsíminn sem fær nýjustu og snjöllustu útgáfuna af Android Lollipop. Áætlað er að uppfærslan komi á markað á Norðurlöndunum í desember. Nýju aðgerðirnar og betrumbæturnar á Android 5.0 munu verða til að notendur LG G3 geta upplifað símann á nýjan hátt og gera hann enn betri


07.nóv. 2014 - 13:40

Hekla frumsýnir nýjan rafbíl

Akstursdrægni e-Golf er allt að 190 km. Á morgun, laugardag, mun Volkswagen á Íslandi frumsýna e-Golf. Markmið Volkswagen með þróun e-Golf er að gera rafbíla að valkosti fyrir hinn almenna bíleiganda. Það má segja að e-Golf bjóði nýjustu tæknina í kunnuglegum umbúðum, því e-Golf er ekki eingöngu rafbíll, heldur einnig allt annað sem Golf hefur upp á að bjóða með 40 ára þróun Golf.
05.nóv. 2014 - 12:00

Um 100 milljónum kortanúmera stolið

BSides ráðstefna Nýherja fer fram á morgun, fimmtudag. Fjallað verður um tölvuöryggi frá ýmsum hliðum á BSides ráðstefnu Nýherja á morgun, fimmtudag. Um 100 milljónum kortanúmera hefur verið stolið á síðustu 12 mánuðum og því ert mikilvægt að ræða tölvuöryggi notenda nánar.
04.nóv. 2014 - 11:00

Icelandic Glacial vatnið selt í Hong Kong

Icelandic Glacial, er selt á 20 mörkuðum víða um heiminn. Icelandic Water Holdings hf, sem flytur út vatn undir merkinu Icelandic Glacial, og dreifingarfyrirtækið Remfly HongKong Ltd frá Hong Kong hafa gert með sér samning um dreifingu á Icelandic Glacial en sala á vatninu hefur þegar hafist í Hong Kong.
30.okt. 2014 - 16:20

Ölgerðin íhugar að taka Egils Grape af markaði

Árið 1955 hóf Ölgerðin að framleiða gosdrykki undir vörumerki Egils. Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur um nokkurt skeið íhugað að taka Egils Grape, eina af sínum elstu og best geymdu vörum, af markaði eftir tæplega 60 ára samfellda veru í verslunum og veitingahúsum landsins. Reyndar nær saga vörunar lengra aftur, en til eru auglýsingar frá 4 áratug síðustu aldar þar sem Ölgerðin auglýsir Appelsínu og Grape ávaxtagosdrykki.
29.okt. 2014 - 11:23

Ritstjóri Wired Magazine talar á ráðstefnu RB um upplýsingatækni

Fagráðstefna Reiknistofu bankanna um framtíð upplýsingatækni í fjármálagieranum verður haldin á Hótel Reykjavík Natura á fimmtudag frá kl. 13.00. Eitt helsta umfjöllunarefnið verður einföldun upplýsingakerfa bankanna sem gæti sparað um 5 milljarða kr. á ári í framtíðinni. 
27.okt. 2014 - 15:15

Alþjóðleg ráðstefna hakkara á Íslandi

Alþjóðleg ráðstefna um upplýsingaöryggi BSides, röð alþjóðlegra ráðstefna um upplýsingaöryggi, verður haldin í fyrsta skipti á Íslandi þann 6. nóvember næstkomandi. Hróður BSides hefur vaxið jafnt og þétt og er Ísland átjánda landið í heiminum til þess að halda slíka ráðstefnu, en fjölmargar slíkar fara fram ár hvert um allan heim.
21.okt. 2014 - 15:20

Bílabúð Benna - Notaðir bílar á nýjum stað

Notaðir bílar hjá Bílabúð Benna hafa nú flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði að Vagnhöfða 27 í Reykjavík. Daði Harðarson, sölustjóri Notaðra bíla hjá Bílabúð Benna segir að nýja húsnæðið bjóði upp á en betri aðstöðu en áður.
21.okt. 2014 - 12:15

Móberg selur Heimkaup.is – Ein stærsta vefverslun landsins

Móberg ehf. hefur ákveðið að selja Heimkaup.is úr rekstri sínum. Kaupendur eru Guðmundur Magnason og fleiri fjárfestar, en þeir eignast fyrirtækið með kaupum sínum á Magna verslunum ehf., eiganda Heimkaup.is, Skífunnar og Game stöðvarinnar.
18.okt. 2014 - 11:00

Jólabjórinn fyrr á ferðinni en venjulega

Róbert Þór Jónasson, sölufulltrúi hjá Víking ölgerð á Akureyri Dreifing á hinum alíslenska jólabjór Thule hófst í gær. Vífilfell hefur ákveðið að láta jólin byrja snemma þetta árið og bera fyrir sig að haustið hafi komið í sumar. Til að byrja með verður bjórinn einungis fáanlegur í Fríhöfninni og á veitingastöðum.
16.okt. 2014 - 15:53

Festi semur við Nýherja

Festi, sem sérhæfir sig í rekstri verslunarfyrirtækja, hefur valið að hýsa miðlæg upplýsingatæknikerfi sín hjá Nýherja. Tölvukerfi Festi hf. verður hýst í kerfisrými Nýherja, þar sem áhersla er lögð á að tryggja hnökralausan rekstur og hámarksuppitíma á hýstum búnaði. Nýherji veitir Festi einnig aðgang að ýmsum miðlægum öryggislausnum.
09.okt. 2014 - 10:03

Síminn velur Lenovo tölvur fyrir starfsfólk

Síminn hefur ákveðið að velja Lenovo X1 Carbon fartölvur frá Nýherja fyrir starfsfólk sitt. Síminn, sem hefur notað Lenovo fartölvur í fjöldamörg ár, hefur nú ákveðið að velja flaggskip Lenovo sem þeirra aðal fartölvu. Lenovo X1 Carbon eru byggðar úr koltrefjum og eru léttustu og sterkustu fartölvur sem Lenovo hefur framleitt.

01.okt. 2014 - 11:35

1819 veitir Já samkeppni: „Loksins alvöru samkeppni á þessum markaði“

Mikil áhersla verður lögð á lipra og persónulega þjónustu Í dag opnaði upplýsingafyrirtækið 1819 formlega fyrir þjónustu sína en um er að ræða vefsíðuna 1819.is og upplýsinganúmerið 1819. Með opnun 1819 eykst óneitanlega samkeppni á upplýsingaþjónustumarkaði en fyrirtækið Já hefur alfarið séð um þjónustu sem þessa undanfarin ár.
30.sep. 2014 - 11:42

WOW air breiðir út vængi sína: Beint flug til Dublin, Rómar og Billund

Frá og með næsta vori mun WOW air hefja flug til þriggja nýrra áfangastaða í Evrópu. Borgirnar sem um ræðir eru Dublin, Róm og Billund.
26.sep. 2014 - 12:30

Bruggmeistarar Borgar heiðra fastheldni Þjóðverja

„Það er gert til heiðurs fastheldni Þjóðverja og sem vísun í þýsku októberfest-bjórana“ Bruggmeistarar Borgar hafa nú sett á markað sinn fyrsta Baltic Porter bjór, Gréta Nr.27. Hér kemur hin marg um talaða brauðmolakenning loks heim og saman þar sem fjórar korntegundir framkalla fínstillta bragðtóna úr súkkulaði, toffí og lakkrís.
25.sep. 2014 - 17:00

Aha.is opnar veitingaþjónustu: Efna til nýyrðasamkeppni - Vegleg verðlaun í boði

Opnuð hefur verið veitingaþjónusta á aha.is þar sem neytendum gefst kostur á að velja af matseðlum um þrjátíu veitingastaða, sækja svo matinn eða fá sendan gegn gjaldi. 
25.sep. 2014 - 11:50

Skiptir stærðin öllu máli eða er það aðferðin og tæknin?

Það á við um svo margt en það er satt sem þeir segja að stærðin skiptir ekki alltaf öllu máli heldur líka aðferðin og tæknin.  Það á oft við um tryggingar en líka um þá skemmtilegu íþrótt að fara í sjómann.
23.sep. 2014 - 12:19

Ein helsta Youtube stjarna Lenovo á Nýherja ráðstefnu

Ein helsta Youtube stjarna Lenovo tölvufyrirtækisins verður gestur á ráðstefnu Nýherja sem haldin verður á Kex á föstudaginn.

23.sep. 2014 - 11:35

Breytingar og nýtt fólk í brúnni hjá Nordic eMarketing

Íslenska markaðsfyrirtækið Nordic eMarketing hefur tekið stakkaskiptum og heitir nú The Engine. Um er að ræða breytingu sem í tengslum við nýstofnað fyrirtæki í Noregi, SMFB Engine, þar sem verið er að þróa ferla og aðferðafræði sem tengjast því sem nýjast er að gerast í netmarkaðssetningu.
20.sep. 2014 - 13:00

Framkvæmdastjóri Lenovo í Norður-Evrópu á Nýherja ráðstefnu

David McQuarrie framkvæmdastjóri Lenovo í Norður-Evrópu heldur erindi á ráðstefnu Nýherja sem verður 26. september næstkomandi.
19.sep. 2014 - 14:00

Flugfélag Íslands býður upp á flug yfir Holuhraun: Ferðin á fimmtíu þúsund

Flugfélag Íslands býður upp á flug yfir jarðeldana norðan Vatnajökuls. Flugið að gosstöðvunum tekur um hálftíma og er svæðið skoðað úr lofti í um 45 mínútur. Ferðin kostar fimmtíu þúsund.Farið verður í ferðina á morgun, laugardag.
17.sep. 2014 - 15:45

Lögreglan lokar fjórum íbúðum sem leigðar voru út til ferðamanna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, í samstarfi við Ríkisskattstjóra, kannaði í ágúst og september heimili og íbúðir á höfuðborgarsvæðinu þar sem gisting hafði verið auglýst í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum á borð við Facebook og airbnb.com. Eru dæmi um að fólk hafi leigt íbúðir á 100 til 150 þúsund vikuna.
10.sep. 2014 - 10:00

Ótrúlegur áhugi á haustlínu Søstrene Grene á Íslandi: 400 prósent veltuaukning á einum degi

Skjáskot af vef epn.dk Það var heldur betur mikill áhugi hjá fólki á nýrri haustlínu Søstrene Grene á föstudaginn þegar hún var kynnt. Í Árósum stilltu um 200 manns sér upp í röð utan við verslun systranna löngu áður en hún var opnuð og á Íslandi var salan í verslunum systranna 400 prósent meiri en á venjulegum degi.
05.sep. 2014 - 15:00

Bríó að lenda í sænskum Vínbúðum

Bríó er nú fáanlegur í Systembolaget í Svíþjóð, líkt og sjá má á þessari mynd. Nú í upphafi septembermánaðar hóf áfengisverslun sænska ríkisins, Systembolaget, sölu á íslenska bjórnum Bríó. Bjórinn er nú fáanlegur í föstu vöruvali keðjunnar og dreift í á annað hundrað verslanir. Nú þegar eru fjórir gámar farnir til Svíþjóðar.

Sólveig Sigurðardóttir
Sólveig Sigurðardóttir - 19.1.2015
11 dögum eftir stóra aðgerð
Raggaeiriks
Raggaeiriks - 13.1.2015
Litlar stelpur og líkamsvirðing
Sigurvin Ólafsson
Sigurvin Ólafsson - 12.1.2015
Slæm Lýsing (Staðfest)
Jón Óðinn Waage
Jón Óðinn Waage - 11.1.2015
Góðu og vondu gæjarnir
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 16.1.2015
Mýtur um ,,intróverta“
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 14.1.2015
Jafnaðarmaður og hinn frjálsi ritstjóri!
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 18.1.2015
Afskræmdur spámaður! Til hvers?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 15.1.2015
Leyniskjalið frá Englandsbanka
Sigurvin Ólafsson
Sigurvin Ólafsson - 19.1.2015
Má þetta?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 17.1.2015
Davíð á afmæli í dag
Hermann Jónsson
Hermann Jónsson - 13.1.2015
Ég ætlaði að verða besti pabbi í heimi
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.1.2015
Skrýtið bréf frá blaðamanni DV
Fleiri pressupennar