26. apr. 2012 - 15:34

Tobba Marinós lifir á 500 kr. á dag: Leið eins og svikara þegar henni var boðið í hádegisverð

Mynd: Karl Pettersson

Þorbjörg Marinósdóttir, einnig þekkt sem Tobba Marinós, segir að sér hafi ofboðið neysluhyggjan sem er allsráðandi og þá ekki síður sitt eigið neyslumynstur. Þess vegna hafi hún ákveðið að eyða aðeins 500 krónum næstu daga til að auka verðvitund sína.

Þetta hefur gengið vel en þetta er ekki auðvelt. Ég hef þurft að hætta að kaupa margt og lært að það þarf ekki alltaf allt að vera til. Mér var til dæmis boðið út að borða í hádeginu og mér leið eins og svikara. Eyðslan er hætt að vera eins sjálfsögð og þá er takmarkinu að vissu leyti náð.

Hún segist á þessum dögum ekki hafa keypt neitt nema það allra nauðsynlegasta.

Drykkur eftir vinnu með stelpunum er ekki í boði eða það að fara út að borða. Dagkremið mitt kláraðist þannig að ég er núna að nota kokosolíu sem ég fann upp í skáp. Það er bara hollt að reyna að komast af með minna,

segir Þorbjörg.

Hún segist hafa sett sér það markmið að nota 500 krónurnar í mat og aðra neyslu en hún leyfi sér að nota bílinn til og frá vinnu.

Ef hann verður bensínlaus þessa viku þarf ég að labba - og ég þarf að labba allt umfram þessa 7 km sem eru til og frá vinnu. Eins má ég borða hádegismat í vinnunni. Annað þarf 500 kallinn að dekka.

Hún segir að kvikmyndahús, tónleikar og önnur menningarneysla hafi orðið að víkja.

500 kall býður ekki upp á mikið félagslíf, en það er alltaf hægt að bjóða vinum heim.23.júl. 2014 - 22:00

Skelfileg dæmi um netfíkn á Íslandi: Hægja sér við tölvuna svo þeir þurfi ekki að standa upp

„Þessum hópi þykir umheimurinn ógnvekjandi”, segir Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur. Áttatíu prósent þeirra sem glíma við Net- og tölvufíkn eru á aldrinum 18 til 20 ára. Eyjólfur segir að tölvufíkn fylgi undirliggjandi vandamál og í ýktustu tilfellum hættir fólk að þrífa sig og gerir þarfir sínar í flösku eða pizzakassa svo það þurfi ekki að yfirgefa tölvuskjáinn.
23.júl. 2014 - 20:45

Veitingastaður birtir sláandi staðreyndir: Erum við þrælar snjallsímanna?

Eigandi veitingastaðar lenti ítrekað í því að fá kvartanir frá viðskiptavinum og veltu stjórnendur staðarins því fyrir sér hvað gæti legið að baki. Þrátt fyrir að hafa stöðugt bætt við starfsfólki og fækkað réttum á matseðlinum kvörtuðu viðskiptavinir sí og æ yfir því hversu hæg þjónustan væri og hversu löng bið væri eftir borði.
23.júl. 2014 - 00:22

Ungabarn læstist inni í bíl í Mývatnssveit: Hitnaði ótæpilega og bólgið og rautt af gráti

Kalla þurfti til lögreglu til að bjarga ungabarni sem læstist inni í bíl á Skútustöðum í Mývatnssveit í gær. Foreldrar barnsins brugðu sér út úr bílnum í skamma stund en lyklarnir og barnið læstust inni í bílnum. Heitt var í veðri á svæðinu.
22.júl. 2014 - 22:05

95 ára stríðshetja í heimsókn á Íslandi: Tók þátt aðgerðum hér á landi í seinni heimsstyrjöldinni

Hópur Rússa heimsótti Hernámssetrið að Hlöðum áHvalfjarðarströnd fyrr í mánuðinum. Guðjón Sigmundsson, betur þekktur sem Gauilitli tók á móti rússneska hópnum og sýndi þeim Hernámssetrið sem hefur aðgeyma afar áhugaverða muni frá seinni heimstyrjöldinni.

22.júl. 2014 - 20:00

Elsta brandarabók heimsins: Hversu fyndið er þetta grín?

Svolítið sem hefur aldrei gerst frá örófi alda: ung kona sem ekki hefur prumpað í kjöltu eiginmanns síns. Þetta er elsti brandari í heimi sem varðveist hefur.

22.júl. 2014 - 19:05

Mynd dagsins: Marta María eins og ógæfukona - Hræddi líftóruna úr móður sinni

Mynd dagsins birti hin þekkta fjölmiðlakona og ritstjóri Smartlands, Marta María Jónasdóttir á Facebook-síðu sinni.  Brá mörgum í brún þegar þeir sáu myndina en á henni er Marta María í hlutverki útigangskonu sem virðist hafa lent í miklum hrakningum.
21.júl. 2014 - 21:35 Kristín Clausen

Drengirnir sem voru lífgaðir við í Vestmannaeyjum segja sögu sína: „Kraftaverk að þeir hafi lifað af“

Myndir: Kristín/Pressan Tveimur piltum var bjargað frá drukknun í sundlaug Vestmannaeyja síðastliðin laugardag. Vakti björgunin mikla athygli. Piltarnir heita Ken Essien og Lenuel Adjaho og eru nítján og sautján ára gamlir. Lenuel er búsettur á Íslandi en Ken er í heimsókn hjá systur sinni sem býr hér á landi. „Ég man ekki mikið eftir slysinu en læknar segja mér að ég hafi drukknað í ellefu mínútur,” segir Ken. Aðstandendur piltanna eru gríðarlega þakklátir fyrir björgunina en setja spurningamerki við af hverju það tók svo langan tíma.
21.júl. 2014 - 17:00

Óvenjulegt heimsmet: Þakti handlegginn með húðflúrum af Hómer Simpson

Eftir að faðir hans hafði ítrekað bannað honum að horfa á sjónvarpsþættina um Simpson fjölskylduna í bernsku ákvað hinn 27 ára gamli Lee Weir að svara fyrir sig með því að þekja handlegg sinn með húðflúrum af Hómer Simpson. Hann hefur nú sett heimsmet í því að hafa flest húðflúr af sömu persónunni á líkamanum.
21.júl. 2014 - 14:15

Hundur biðst afsökunar á að hafa stolið leikfangi af ungabarni: Myndband

Hundurinn Charlie er mjög góðhjartaður og annt um sína og eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi þá sá hann mjög eftir því að hafa tekið leikfang af Lauru litlu þar sem hún sat í stólnum sínum. Charlie ákvað því að gera allt sem í hans valdi stæði til að bæta fyrir þjófnaðinn.

19.júl. 2014 - 20:00

Himnesk fegurð Íslands að vetri til: Magnað myndband og myndir vekja athygli

Það styttist í veturinn og því ekki úr vegi nú um miðbik sumars að birta myndir af Íslandi í sínum fegurstu veturklæðum.
19.júl. 2014 - 13:00

Áhrifarík listaverk sýna Disney prinsessur sem fórnarlömb heimilisofbeldis

Óhugnanleg listaverk eftir AleXandro Palombo hafa vakið athygli víða um heim en myndir hans sýna teiknimyndapersónur sem allir þekkja sem fórnarlömb heimilisofbeldis. Meðal verka hans eru Marge Simpson með glóðurauga, Lois Griffin með blóðnasir og Mjallhvít þar sem hún liggur í fósturstellingu við fætur draumaprinsins.
18.júl. 2014 - 20:00

Viðmót starfsmanns IKEA við 4 ára fatlaðan sænskan dreng snertir sænsku þjóðina

Á sunnudaginn fór Thiele fjölskyldan frá Stöde í Svíþjóð í verslun IKEA í Sundsvall og voru fjögur af fimm börnum hjónanna með í för. Eitt barnanna er Texas sem er 4 ára og er með Downs syndrome. Viðmót starfsmanns í IKEA kom foreldrunum í opna skjöldu og sagan hefur snert við sænsku þjóðinni.
18.júl. 2014 - 15:21 Bleikt

Geggjað góði dagurinn: „Við viljum auka fræðslu um þunglyndi”

„Áætla má að um 12-15 þúsund Íslendingar þjáist af þunglyndi á hverjum tíma. Sem þýðir það að mjög líklega er einhver í þínum nánasta hring sem þjáist af þunglyndi. Þunglyndi getur lagst á hvern sem er og spyr ekki um aldur, kyn né kynþátt.”
17.júl. 2014 - 22:00 Kristín Clausen

Stórbrotin náttúrufegurð á umdeildustu svæðum jarðar

Átakasvæði í heiminum eiga það sameiginlegt að fréttaflutningur þaðan einblýnir á hörmungar, mannvonsku og þjáningar af völdum hernaðarátaka, sjúkdóma eða glæpa. Myndasería í fréttinni sýnir aðra hlið á þessum umdeildustu svæðum í heiminum. Þar er líka að finna ósnortna náttúrufegurð sem fæstir þekkja.

 


17.júl. 2014 - 21:00

Ísskápurinn þinn kemur upp um þig: Skrifaði lokaritgerð um ísskápshurðir Íslendinga

Jóhanna S. Hannesdóttir útskrifaðist með B.A gráðu í þjóðfræði frá Háskóla Íslands í vor. Óhætt er að segja að viðfangsefni lokaritgerðar hennar sé af nokkuð óvenjulegum toga en þar rannsakar Jóhanna ísskápshurðir Íslendinga, innihald þeirra og fólkið á bak við þær.

16.júl. 2014 - 21:18

Veröldin á Pressunni gefur tvo miða á Justin Timberlake: Ert þú vinur Veraldarinnar á Facebook?

Stórstjarnan Justin Timberlake heldur í samstarfi við Senu, tónleika á Íslandi þann 24. ágúst. Tónleikarnir fara fram í Kórnum í Kópavogi en þeir eru liður í heimstónleikaferðalagi söngvarans.
16.júl. 2014 - 20:00

Sjö eigulegustu eignirnar á Íslandi: Áttu 100 til 200 milljónir? MYNDIR

Sala á dýrari eignum hefur aðeins dregist saman á síðustu mánuðum eftir góðan kipp á síðasta ári og þá var fyrri hluti ársins einnig prýðilegur fyrir fasteignasala. Á þeim tíma nýttu margir Íslendingar erlendis sér útboð Seðlabanka Íslands þar sem gefin var dágóður afsláttur á krónunni. Haft er eftir Stefáni Jóhanni Stefánssyni, á skrifstofu bankastjóra í Seðlabankanum, á Spyr.is að 11,9 prósent af fjármagnsstreyminu í gegnum útboðin hafi verið nýtt til fasteignakaupa. Þá eru 37 prósent þeirra sem nýta sér þessi útboð Íslendingar.
16.júl. 2014 - 07:00

Ertu að vinna í garðinum í sumar?

Ertu að vinna í garðinum í sumar? Íslenska sumarið er komið í öllum sínum ófyrirsjáanleika og því fylgir óneitanlega þessi árlegu sumarverk. Oft þurfum við að vera tilbúin að stökkva í sumarverkin með augnabliks fyrirvara en þá koma galdrar veraldarvefsins að góðum notum. Við getum leitað okkur að fróðleik og séð nákvæmlega hvernig á að bera sig að í garðinum og einnig hvaða tól og tæki þarf til verksins.
15.júl. 2014 - 19:00

Þurfti engan megrunarkúr: Kennarinn sem dansaði af sér 45 kíló á einu ári í zumbatímum

Hún var rúm hundrað kíló og tók tíu til fimmtán íbúfentöflur á dag vegna verkja. Á þessum tíma var hún 29 ára, og hafði nýverið hafið störf sem kennari. Eftir að hún hætti að reykja bætti hún á sig eins og oft vill verða með fyrrverandi reykingarmenn.
15.júl. 2014 - 13:00

Þorgerður Katrín fór holu í höggi: MYND

Það er líklega fátt eins eftirsótt hjá golfurum og að ná holu í höggi og margir sem horfa hýrum augum til þess. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra náði þeim merka áfanga í gær og var það Gyða María Hjartardóttir, vinkona Þorgerðar og golfélagi sem smellti meðfylgjandi mynd af Þorgerði og birti á fésbókinni.

14.júl. 2014 - 21:10

Játaðu það, þú lætur bara sem þér líki þessir hlutir

Það er oft sagt að hreinskilni sé af hinu góða en hvað ef fólk er svo upptekið af að reyna að vera gott og alúðlegt að það er ekki einu sinni hreinskilið við sjálft sig? Það kemur fyrir því í gegnum lífið kinkum við kolli og segjum að við höfum gaman að einhverju eða að okkur þyki gaman að fara á ákveðna staði, þrátt fyrir að okkur finnist þetta langt frá því að vera skemmtilegt.


14.júl. 2014 - 13:15

Egill Einarsson og Gurrý eignast barn: „Gurrý stóð sig eins og hetja“

Egill „Gillz“ Einarsson og Gurrý Jónsdóttur eignuðust dóttur í gær. Fæðingin tók langan tíma en Egill segir að Gurrý hafi staðið sig eins og hetja. Stúlkan var tólf merkur og fjörutíu og sjö sentímetrar. Gurrý og Egill hófu samband árið 2010 og hafa verið í sambúð síðan.
13.júl. 2014 - 17:30

Tíu mögnuðustu götur veraldar

Er kominn ferðahugur í þig? Eftirfarandi tíu götur og torg hafa verið útlistaðar sem þær undursamlegustu í heiminum og eiga sameiginlegt að draga að sér ferðamann, allt árið um kring.  
13.júl. 2014 - 14:00

Íslenskar vetrarmyndir slá í gegn erlendis: 14 ástæður fyrir því að þú ættir að ferðast til Íslands

Ljósmyndarinn Skarphéðinn Þráinsson sérhæfir sig í myndum af landslagi Íslands en Skarphéðinn ferðast um landið og fangar hin ýmsu augnablik náttúrunnar. Þá hefur hróður myndanna borist út fyrir landsteinanna og hafa þær verið birtar í erlendum miðlum þar sem lesendur eru um leið hvattir til að heimsækja Ísland.

13.júl. 2014 - 09:00 Kristín Clausen

„Við fitnuðum saman sem krakkar og grenntumst saman sem unglingar” - Systkinin Þorlákur og Hrafnhildur segja sögu sína

Flott systkini sem tóku stóra ákvörðum á unga aldri og stóðu við hana „Brauð með remúlaði og osti var rétturinn okkar”, segja systkinin Þorlákur og Hrafnhildur Rafnsbörn. Fyrir nokkrum árum voru þau í mikilli yfirþyngd og lögð í einelti. Systkinin hafa heldur betur snúið við blaðinu síðan þá en þeim þykir skrítnast að upplifa hvað viðhorf fólks til þeirra hefur breyst mikið á þessu tímabili.  
12.júl. 2014 - 17:00

Tíu matartegundir sem halda þér söddum lengur

Þegar við reynum að missa kíló er yfirleitt gott ráð að borða minna en við gerum, en að vera sífellt svangur er ein af meginástæðunum fyrir því að megrunarkúrar ganga ekki upp. Til eru þó ráð sem hjálpa okkur að minnka garnagaulið án þess að innbyrða auka kaloríur. Þegar við borðum ákveðnar tegundir af fæðu sendum við á sama tíma merki til heilans sem dregur úr matarlyst okkar.
11.júl. 2014 - 22:00

Svona eiga flugmenn að vera: Pantaði pizzur fyrir farþegana

Óveður sem gekk yfir Denver í Colorado á mánudaginn truflaði ýmsa starfsemi á flugvellinum þar og meðal annars þurfti flug Frontier Airlines frá Washington DC að hætta við lendingu og lenda í Cheyenne í Wyoming og bíða þar í nokkrar klukkustundir. Flugstjórinn kenndi í brjósti um farþegana og pantaði pizzur handa þeim á eigin kostnað á meðan beðið var.
11.júl. 2014 - 21:00

Eitt epli á dag bætir kynlíf kvenna

Það hefur oft verið rætt um hollustu ávaxta og þar á meðal epla en nú hafa vísindamenn sýnt fram á nýjan eiginleika epla sem ætti að gleðja konur og karla. Vísindamenn segja að konur sem borða eitt epli á dag geti lifað betra kynlífi fyrir vikið. Epli virðast því vera lostavekjandi.
11.júl. 2014 - 20:30

Fékk hálfa milljón fyrir kartöflusalat

Zack Danger Brown frá Ohio auglýsti eftir styrk á hópfjármögnunarsíðunni Kickstarter.com, en á Kicstarter getur almenningur óskað eftir fjármagni til margs konar skapandi verkefna. Zack óskaði eftir 10 dollurum til að búa til kartöflusalat og óhætt er að segja að honum hafi tekist ætlunarverk sitt, en Zack hefur nú safnað hálfri milljón fyrir verkefnið.
11.júl. 2014 - 20:00

Hófleg áfengisneysla „getur verið slæm fyrir hjartað“

Fyrri ráðleggingar um að hófleg áfengisneysla geti verið góð fyrir hjartað eru rangar og ætti að endurskoða að sögn sérfræðinga. Áratugum saman hafa misvísandi rannsóknarniðurstöður um þetta efni birtst þar sem því hefur verið haldið fram að lítil áfengisneysla til hóflegrar áfengisneyslu geti verið góð fyrir hjartað.
11.júl. 2014 - 18:25

Horfðu á úrslitaleik HM á Arena de Ingólfstorg: 15 manna slagverkssveit hitar upp

Ingólfstorg var þétt setið þegar fram fóru leikir í undanúrslitum HM. Það má búast við trylltri sambastemningu í miðborg Reykjavíkur á sunnudag þegar úrslitaleikur Heimsmeistaramótsins í fótbolta fer fram. Sem fyrr mun Nova blása til veislu á heimavelli sínum, Arena de Ingólfstorg, þar sem ekta HM sumarkarnival mun koma þér í gírinn.
11.júl. 2014 - 16:30

Annað úrkomumet í uppsiglingu: Júlímánuður sá sjöundi blautasti frá 1920 og enn eru 20 dagar eftir af mánuðinum!

Júnímánuður var sá blautasti frá árinu 1920. Nú stefnir í að met verði einnig sett í júlímánuði. Eftir aðeins ellefu daga er rigningin í júlí langt yfir meðaltali og mánuðurinn sá sjöundi blautasti frá árinu 1920 eða síðan reglubundnar mælingar hófust. Tuttugu dagar eru eftir af mánuðinum og næstu sjö dagana er spáð skúra og rigningaveðri. Þú ert því líklega að upplifa blautasta júlímánuð frá 1920 og óhætt að kalla sumarið í ár, rigningasumarið mikla. Og það er ekkert útlit fyrir breytingar fyrr en 20. júlí.
10.júl. 2014 - 16:00

Ásgeir Trausti með nýtt myndband

Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti hefur gert nýtt tónlistarmyndband við lagið King And Cross. Var myndbandið frumsýnt á vefsíðu NPR, og er það Bandaríski leikstjórinn Phil Pinto sem leikstýrir myndbandinu.
10.júl. 2014 - 13:35

Góðverk bensínafgreiðslumanns fer sigurför á Facebook

Á miðvikudaginn fór Elsebeth Riismøller á eina af bensínstöðvum Shell í Danmörku ásamt föður sínum sem þjáist af Alzheimers. Þau fara reglulega þangað til að fá sér ís, góð venja sem fær föður hennar til að brosa og segja „dejligt“ en það er eina orðið sem hann hefur sagt eftir að hann missti málið fyrir nokkru síðan.
09.júl. 2014 - 15:00

Harry Potter snýr aftur: Ný smásaga eftir höfundinn JK Rowling

Harry Potter aðdáendur fá nú tækifæri til að skyggnast inn í framtíð galdrastráksins fræga, en JK Rowling hefur gefið út smásögu um endurfundi krakkanna úr  Hogwartsskólanum á heimsmeistaramóti Quidditch.
09.júl. 2014 - 09:10

Vera og Damon eignast barn: „Við erum að springa úr stolti og gleði“

Vera Wonder Sölvadóttir kvikmyndagerðarmaður og Damon Younger leikari eignuðust dóttur á mánudaginn. Frá þessu greinir Vera á Fésbókarsíðu sinni
08.júl. 2014 - 14:00

LG G3 selst eins og heitar lummur: „Flottasti síminn í heiminum í dag“

Margir hafa beðið spenntir eftir LG G3. Áhugafólk um nýjustu tækni og vísindi tók gleði sína í lok síðasta mánaðar þegar nýjasta afurð LG risans kom á markað hér á landi, sjálfur LG G3. Þessi magnaði snjallsími stendur sannarlega undir nafni enda hlaðinn eiginleikum sem ekki hafa sést áður.
06.júl. 2014 - 20:30

Þessu átti enginn von á: „Ég biðst innilega afsökunar“

Mæður sem gefa brjóst á almannafæri fá stundum að heyra að það sé ekki viðeigandi, með særandi orðum, augngotum eða látbragði. Þess vegna er jákvætt að heyra sögur af mjólkandi mæðrum sem taka ákvörðun um að gefa barni sínu brjóst á opinberum stöðum og fá að launum, samþykki og stuðning samfélagsins.  

 

05.júl. 2014 - 18:00

Fallegt fólk verður síður veikt

Aðlaðandi einstaklingar eru ólíklegri til að fá sjúkdóma eins og astma, sykursýki, þunglyndi og háan blóðþrýsting. Þetta segja vísindamenn við háskólann í Cincinnati í Bandaríkjunum sem rannsökuðu 1500 einstaklinga á aldrinum 24 til 35 ára, allt frá því þáttakendur voru 10 ára gamlir. Er þetta stærsta rannsókn sem gerð hefur verið í því skyni að finna tengingu á milli fegurðar og góðrar heilsu.
04.júl. 2014 - 21:00

Síamstvíburar sem deila sama kærastanum: Hamingjusamari en nokkru sinni fyrr!

45 ára síamstvíburarnir Ganga og Jamuna Mondal, sem þekktar eru í þorpi sínu á Indlandi sem köngulóarsysturnar, hafa verið einhleypar allt sitt líf og hafa þær lengi þolað höfnun vegna óvenjulegs útlits þeirra. Nú segjast þær hins vegar vera hamingjusamari en nokkru sinni fyrr, en tvíburasysturnar hafa fundið ástina með stundakennaranum Jasimuddin Ahmad.
04.júl. 2014 - 13:03

HM veisla Nova heldur áfram á Ingólfstorgi í dag og á morgun

Í dag, föstudag, hefjast átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Í fyrri leik dagsins mætast Evrópustórveldin Frakkland og Þýskaland en í þeim seinni fá heimamenn í Brasilíu skemmtikraftana frá Kólumbíu í heimsókn. Sem fyrr býður Nova og LG G3 gestum og gangandi til HM veislu á Ingólfstorgi þar sem leikirnir vera sýndir á mögnuðum 32ja fermetra skjá.
04.júl. 2014 - 12:00

Stórtíðindi í íslenskum tónlistarheimi: Sjáðu myndbandið við fyrsta lag Quarashi í nær áratug

Á átta ára ferli sínum seldi hljómsveitin Quarashi um 400 þúsund plötur á heimsvísu, hélt hundruði tónleika í fjórum heimsálfum auk þess að vinna og spila með heimsþekktum listamönnum eins og Cypress Hill og The Prodigy, Eminem, Guns and Roses, Weezer og fleirum. Þau merku tíðindi áttu sér stað í dag að út kom myndband við fyrsta lag sveitarinnar í nær áratug.
04.júl. 2014 - 10:00

4.júlí boð Bandaríska sendiráðsins í Listasafni Íslands: Myndir

Banda­ríska sendi­ráðið hélt hressi­lega upp á þjóðhátíðardag sinn, 4. júlí, í Listasafni Íslands í gærkvöldi. Starfandi sendiherra Bandaríkjanna hélt hjartnæma ræðu um sérstakt samband Íslands og Bandaríkjanna í tilefni dagsins. Boðið var upp á glæsi­leg­ar veit­ing­ar í anda Banda­ríkj­anna, meðal annars grillaðar pyls­ur, ham­borg­ar­ar og afmælisköku skreytta með fánalitum Bandaríkjanna. Gissur Páll Gissurarson söng Bandaríska þjóðsönginn og hljómsveitin Kaleo, stóð fyrir sínu.


03.júl. 2014 - 14:35

Einstök Ölgerð fær öflugan mótherja í HM bjóranna - Kjóstu Ísland hér!

Einstök mætir einum vinsælasta framleiðanda Bretlands, BrewDog. Einstök Ölgerð hefur verið valin sem ein af 32 ölgerðum til þátttöku í heimsmeistarakeppni bjóra á vegum bresku bjórmatssíðunar PerfectPint.co.uk.  Keppnina kalla þeir World Sup og gengur hún út á það að minni bruggsmiðjum (e. micro/craft breweries) og afurðum þeirra er stillt upp á móti annarri slíkri og notendur síðunnar kjósa svo hvora þeir vilja áfram. 
03.júl. 2014 - 08:00

Sjáðu hvað er nýtt á Netflix í júlí: Kvikmyndir og þættir

Tugþúsundir Íslendinga nota nú þjónustu Netflix, en Netflix er áskriftarþjónusta á netinu sem veitir aðgang að sjónvarpsþáttum, kvikmyndum og öðru myndefni sem notendur geta horft á án takmarkana fyrir fast mánaðargjald.
01.júl. 2014 - 14:45

Stúlka fæddist á stofugólfinu á Suðurnesjum: Mínúturnar liðu eins og eilífð

„Þetta gerðist svo hratt að við höfðum enga tíma til að hugsa,“ segir Díana Ester Einarsdóttir, sem fæddi dóttur á stofugólfinu heima hjá sér, þann 19. júní síðastliðinn. Eiginmaður hennar er Ágúst Arnar Jakobsson en stúlkan er fimmta barn Díönu Esterar. Fjölskyldan er búsett í Garði á Suðurnesjum.
01.júl. 2014 - 13:50

Alvogen Midnight Time Trial: Ein sigursælasta hjólreiðakona allra tíma til Íslands

Hanka Kupfernagel einn fjölhæfasti og sigursælasti kvenkyns hjólreiðamaður allra tíma mun taka þátt í Miðnæturtímatökumóti Alvogen þann 3. júlí næstkomandi. Hanka hefur verið í fremstu röð í hjólreiðum frá árinu 1990 og á að baki fjölmarga heims- og evrópumeistaratitla, ásamt því að hljóta silfurverðlaun á Ólympíuleikum. Þá mun Þjóðverjinn Richard Geng einnig keppa á mótinu en hann er fyrrum atvinnumaður í hjólreiðum og mjög sigursæll í íþróttinni. Öflugustu hjólreiðamenn og konur landsins hafa boðað komu sína á mótið sem haldið er í annað sinn.
01.júl. 2014 - 11:25

Umdeild herferð sýnir Disney prinsessur kysstar af feðrum sínum

Listakona sem gengur undir dulnefninu Saint Hoax hefur vakið mikla athygli með seríu af myndum þar sem sjá má þekktar kvenpersónur úr Disney kvikmyndum vera kysstar af feðrum sínum. Tilgangurinn með myndunum er að vekja athygli á sifjaspelli og hvetja fórnarlömb kynferðisofbeldis til að leita sér hjálpar en við hverja mynd er skrifað : Í 46% nauðgunartilfella er hinn seki meðlimur innan fjölskyldunnar. Það er aldrei of seint að tilkynna árásarmanninn.
30.jún. 2014 - 20:00

„Gillz“ með kynlífskennslu fyrir útlendinga: „Konur eru að verða þreyttar á þessu venjulega“

Ekki fleiri leiðinlegar kynlífsstellingar! Vertu fyrstur til að gera þetta með kærustunni þinni, er heiti á pistli eftir Egil Einarsson sem birtur er á erlenda miðlinum BroScience. Miðillinn er afar vinsæll og eru yfir hálf milljón manna aðdáendur hans á Facebook. Þar er aðallega fjallað um líkamsrækt.
27.jún. 2014 - 16:25

Nýr íslenskur sumarsmellur frá Strákunum ykkar: Sumarið er yndislegt!

Strákarnir ykkar er léttleikandi strákaband afhöfuðborgarsvæðinu. Nýr sumarsmellur þeirra „Sumarið er yndislegt“ hefur fengiðspilun á nokkrum útvarpsstöðvum landsins og má búast við því að við eigum eftirað heyra meira frá strákunum í framtíðinni.


Sena - Hjálmar - júlí '14
Netklúbbur Pressunnar