29. apr. 2012 - 16:00

Heitasta parið í Hollywood: Nýi kærastinn Kanye West mætti á deitið með buxurnar á hælunum - MYNDIR

Heitasta parið í Hollywood um þessar mundir er án efa Kim Kardashian og Kanye West, en þau sáust kíkja út að borða í New York í gærkvöldi. West náði þó ekki alveg að halda kúlinu og missti buxurnar  niður um sig Kim til mikillar ánægju.

Kim sem er yfirleitt þekkt fyrir það að vera ansi stíf virtist þó ekki láta atvikið trufla sig, heldur hló bara og greip stolt í hönd kærastans sem virtist heldur ekki kippa sér upp við þetta.

Myndir má sjá hér að neðan:
Left Right21.apr. 2014 - 10:35

Köttur gekk berserksgang: Þrír á sjúkrahús

Við könnumst flest við ketti sem lítil og sæt gæludýr sem er notalegt að hafa á heimilinu. En kettir geta greinilega verið varasamir og það fékk fjölskylda ein að reyna í vikunni þegar að heimiliskötturinn réðst á nokkra fjölskyldumeðlimi og þrír þurftu að fara á sjúkrahús í kjölfarið.
19.apr. 2014 - 18:20

Uppskrift að fallegum páskapinnum

Um páskana er svo gaman að borða góðan mat og eiga yndislegar samverustundir með þeim sem manni þykir vænt um. Hér er ein ótrúlega góð hugmynd fyrir ykkur sem viljið baka eitthvað gott í tilefni páskanna. Skemmtilegt er að bjóða upp á kökupinna þegar gestir koma í heimsókn, þeir geymast líka vel í kæli og frysti áður en þeir eru bornir fram. Hægt er að gera kökupinna með hvaða uppskrift sem er og svo er eitthvað gott krem og flott skraut sett á eftir að pinnarnir hafa verið bakaðir.
19.apr. 2014 - 16:20

Allir syngjandi sælir á Aldrei fór ég suður: Hátt spennustig fyrir kvöldið

Rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, var sett í ellefta sinn í gær. Að sögn rokkstjóra gekk fyrsta kvöldið mjög vel og gríðarleg stemning á Ísafirði.  Flugumferð tafðist vegna veðurs og um tíma var óvíst hvort tónlistarmenn kæmust á hátíðina.
19.apr. 2014 - 09:00

Loðnustu vekjaraklukkur í heimi: MYNDBAND

Hundar eru, eins og flestir vita, bestu vinir mannsins. Við deilum lífi okkar með þeim og gefum þeim allt sem þeir þurfa. Þeir eru flestir miklir gleðipinnar og orkuboltar, en verður þó seint lýst sem fáguðum. Þessi mikla og óheflaða orka brýst stundum út á verstu tímum og verða hundarnir okkar þá að stærstu og loðnustu vekjaraklukkum í heimi. Njótið vel:

17.apr. 2014 - 21:00

Myndband dagsins: Gamall nemur, ungur temur

Stundum eru hlutirnir mun einfaldari en við gerum okkur grein fyrir og getur flaskan átt það til að flækja líf okkar að óþörfu.

16.apr. 2014 - 21:00

Bjó í maganum á dauðum birni í tvær vikur

Frakkinn Abraham Poincheval er ekki eins og fólk er flest, og hann ákvað að „láta reyna á þolmörk sín“ og „komast nær dýrslegum eðlishvötum sínum.“ Hvernig? Jú, með því að taka hraðsuðuketilinn og koddann sinn og búa í maganum á dauðum, uppstoppuðum birni í tvær vikur.
16.apr. 2014 - 20:00

Það er ekki hægt að rökræða við smábörn: MYNDBAND

Rökræðuhefðin hefur breyst mikið frá tímum Planóns og Aristótelesar. Til að mynda kvarta íslenskir stjórnmálamenn í dag oft yfir því að farið sé í manninn frekar er boltann og að umræður á Alþingi séu frekar farnar að snúast um upphrópanir en rök.
16.apr. 2014 - 13:37

Magnús Scheving bjargaði lífi skólafélaga sinna

„Mér fannst Norðmenn hálfleiðinlegir en samt naut ég mín vel í Noregi. Í skólanum sem ég gekk í ríkti mikil sköpunargleði,“ segir Magnús Scheving sem sautján ára flutti til Noregs og stundaði þar nám í Lýðháskóla. Hann varð hetja í skólanum þegar hann bjargaði skólafélögum sínum frá því að verða úti í trylltum stormi.
16.apr. 2014 - 10:55

10 gullfallegar ljósmyndir sem sanna að efnisheimurinn er besti innblásturinn

Á hverju ári heldur hið virta tölublað Smithsonian Magazine ljósmyndasamkeppni sem ætlað er að votta dáleiðandi fegurð ljósmyndalistarinnar virðingu. Þúsundir ljósmyndara senda inn myndir og aðeins örfáar hljóta heiðurinn af því að fá birtingu í blaðinu. Á þessu ári bárust yfir 50.000 myndir frá 132 ólíkum löndum. Efni myndanna er allt frá yfirgefnum dómkirkjum til villtra skepna og magnaðra borgarfjalla. Allar eiga þær sameiginlegt að þær sýna okkur undraverða fegurð náttúru, mannvirkja og manns.
16.apr. 2014 - 09:50

Enskur rakari í kastljósi Norður-Kóreumanna vegna auglýsingar

Mo Nabbach rekur rakarastofuna M&M Hair Academy í South Ealing í vesturhluta Lundúna. Nú er rakarastofa hans og hann sjálfur kominn í kastljós embættismanna frá Norður-Kóreu vegna auglýsingar sem Nabbach setti í glugga rakarastofunnar.
15.apr. 2014 - 21:05

Ellefu listaverk sem eru raunverulegri en ljósmyndir

Það er erfitt að trúa því að hægt sé að búa til listaverk sem fanga raunveruleikann jafn vel, eða betur, en skörpustu ljósmyndir. Hér að neðan má sjá verk eftir nokkra hæfileikaríka listamenn sem nota venjulegustu efni til að skapa verkin sín. Olíulitir, akrýll, kol, eða jafnvel blýantar nægja þeim til að skapa myndir í ljósmyndagæðum.
15.apr. 2014 - 16:25

Ótrúleg íbúð í Gullengi: Svona eign sérð þú ekki á hverjum degi - MYNDIR

Í fjölbýlishúsi í Gullengi er að finna ótrúlega íbúð til sölu. Íbúðin er þriggja herbergja og 90 fermetrar að stærð.
15.apr. 2014 - 15:30

Skólastjóri gleður lítið hjarta: Skrifaði tannálfinum formlegt bréf vegna týndrar tannar

Margir fullorðnir hefðu eflaust látið sér fátt um finnast vegna uppnáms stúlku í þriðja bekk eftir að hún týndi barnatönn á leiksvæðinu í skólanum. Chris Wejr, skólastjóri James Hill grunnskólans í Bandaríkjunum er ekki einn þeirra, en hann tók til sinna ráða þegar Avery Patchett leitaði til hans.
15.apr. 2014 - 09:30

Dæmdur til að vera við gatnamót með skilti sem segir: „ÉG LEGG Í EINELTI“

Refsingar í Bandaríkjunum geta verið ansi þungar og stundum ansi sérstakar og það fékk Edmond Aviv að reyna í gær en dómari hafði dæmt hann til að vera við fjölfarin gatnamót með skilti sem á stendur: „Ég legg í einelti.“
14.apr. 2014 - 20:52

Linda Rut: Getið þið hjálpað mér að finna pabba minn?

Richard Guildford „Ég er að leita að föður mínum. Ég veit að hann dvaldi á Íslandi á árunum 198? til 1989. Hann hélt til á Súðavík sem er lítið sjávarþorp á Íslandi. Hann er breskur og fæddur árið 1959. Hann heitir Richard Guildford og það er möguleiki á að hann hafi hafið nám í listaskóla eftir að hann flutti frá Íslandi árið 1989.“
14.apr. 2014 - 15:20

Hanna Birna: „Ég er að vonast til að Áslaug verði forsætisráðherra“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir laganemi og fyrrverandi formaður Heimdallar var gestur í þættinum Prófíll í gær. Þar var Áslaugu fylgt eftir á flokksráðsfund Sjálfstæðisflokksins jafnframt sem rætt var við hana um mikla erfiðleika sem hafa dunið á fjölskyldu hennar frá árinu 2009.
14.apr. 2014 - 08:40

103 ára kona boðuð í málþroskapróf

Flestir myndu ætla að fólk sem er komið vel yfir miðjan aldur og hvað þá fólk sem hefur lagt meira en 100 ár að baki væri búið að taka út málþroska sinn en 103 ára kona varð að efast um það þegar hún fékk bréf frá sveitarfélaginu sem hún býr í þar sem hún var boðuð í málþroskapróf.
13.apr. 2014 - 21:30

Einkennilegur matur um víða veröld: Myndir þú borða þetta?

Það er sérstök upplifun að ferðast og kanna aðra menningarheima. Fá að kynnast matarvenjum og jafnvel óvenjulegum réttum sem maður fær ekki í sínu heimalandi. Í flestum löndum er boðið uppá mat sem myndi ekki teljast mikið lostæti hér á landi en á listanum hér fyrir neðan sem telur níu rétti er nú eitt og annað sem margir Íslendingar myndu leggja sér til munns með mikilli ánægju.  
13.apr. 2014 - 20:00

Kraftaverk: Anna sat lömuð í hjólastól árið 2012 - Í gærkvöldi opnaði hún Stóðhestaveisluna í Ölfushöll!

Mikil stemmning var í Ölfushöll í gærkvöldi þegar Anna Rebecka sýndi listir sínar á brúnum gæðing. Líkt og Pressan hefur áður greint frá lenti Anna í skelfilegu slysi haustið 2012. Það varð með þeim hætti að Anna, sem þá starfaði við tamningar hjá Sigurbirni Bárðarsyni, var að undirbúa sig undir reiðtúr þegar hryssa sem hún sat, tók skyndilega á rás á ganginum og stefndi á hurð sem ekki var ætluð til að ríða út um.
13.apr. 2014 - 17:15

Meðgöngujóga, mömmujóga, nektarjóga - Nú er það hestajóga

Jóga er ævaforn siður sem á uppruna sinn að rekja til Indlands fyrir þúsundum ára. Jóga miðar að þroska og jafnvægi líkama, hugar, sálar og nú, að því er virðist, hests.
13.apr. 2014 - 12:45

200.000 krókódílar settir í megrun

Ein skál af maísmjöli, próteinblanda, steinefni, vítamín og vatn. Svona er matseðillinn fyrir 200.000 krókódíla í Simbabve þessa dagana og allt er það vegna tískuiðnaðarins en áhrif hans eru greinilega mikil víða um heim.
12.apr. 2014 - 21:00

17 góðar ástæður til að borða súkkulaði daglega

Súkkulaði er svo gott á bragðið og getur gert okkur svo glöð og hamingjusöm en það gerir margt annað en það. Það getur róað okkur niður, hjálpað okkur að kynnast öðru fólki og látið okkur finnast við vera svo fáguð (stundum þurfum við bara að fá að halda það). Súkkulaði getur í raun leyst öll vandamál okkar.
12.apr. 2014 - 20:00

Lykillinn að langlífi: Tónlist og tölvuleikir

Eflaust kætast einhverjir við að lesa fyrirsögnina á þessari frétt en öldrunarfræðingurinn og rithöfundurinn Henning Kirk heldur því fram í nýútkominni bók að meðal þess sem stuðli að langlífi sé að hlusta á tónlist og jafnvel að spila tölvuleiki.
12.apr. 2014 - 11:30

Nektartímar í ræktinni: Aprílgabbið varð að raunveruleika

Það sem byrjaði sem aprílgabb er orðið að veruleika. Nektartímar í líkamsræktinni. Þeir sem æfa nokkrum sinnum í viku og vilja vera í góðu formi geta nú látið drauminn rætast og farið naktir í hóptíma einu sinni í viku.
12.apr. 2014 - 10:00

Góðir - vondir og ljótir: Tíu bestu vestrarnir

Það er enginn svalari en Clint þegar svo háttar.

Hér er úttekt á því besta af því besta af vestrunum. Útilokaðar voru myndir sem voru hálfgerðir vestrar eða grínútgáfur af þessari göfugu grein kvikmyndanna. Hver er hetjan og hver skúrkurinn er yfirleitt erfitt að greina enda línan óskýr á gráa svæðinu, utan hefðbundinna laga og reglna. Hér eru þeir allra bestu, frá John Wayne til Clint Eastwood, Redford og Newman og auðvitað klassastykki Sergio Leone:

11.apr. 2014 - 20:20

10 magnaðar myndir sem sýna neysluhyggjuna í nýju ljósi

Ljósmyndarinn Chris Jordan vinnur með ruslið sem við skiljum eftir okkur. Hann myndar ruslahauga þar sem símum, bílum og glerflöskum og öðru er safnað saman. Myndaröðin, sem kallast „Óþolandi fegurð: Myndir af bandarískri fjöldaneyslu“ sýnir gríðarlegt magn rusls sem minnir á dáleiðandi púsluspil. Skoðun myndanna er áhrífarík og verður mörgum líklega hætt við svima þegar ruslmynstrin eru litin augum.
11.apr. 2014 - 16:50

Ævar Funi slær í gegn: The Independent og Reddit fjalla um ferðalag Ævars í gegnum bílaþvottastöð

Myndskeið þar sem Ævar Funi Dan Ingólfsson er farþegi í bíl hjá afa sínum sem fer í gegnum bílaþvottastöð hefur vakið eftirtekt á Youtube. Þá hefur myndskeiðið verið birt á Reddit og í The Independent. Viðbrögð Ævars hafa vakið athygli en hann virðist meira en lítið hissa á öllum látunum þegar bíllinn fer löturhægt í gegnum þvottastöðina.
11.apr. 2014 - 11:04

Indverskir síamstvíburar neita að láta aðskilja sig: Myndband

Shivanath Sahu og tvíburabróðir hans Shivram eru fastir saman – og þannig vilja þeir vera. Drengirnir eru 12 ára gamlir og hafa verið fastir saman við mitti frá fæðingu. Þeir deila tveimur fótum, fjórum handleggjum og líklega sama maga. Hvor þeirra hefur sitt eigið hjarta, lungu og heila.
11.apr. 2014 - 08:19

Mokuðu skít fyrir framan dyr Flensborgarskóla

Fjórir 17 ára drengnir voru staðnir að verki rétt fyrir klukkan þrjú í nótt þegar lögregla kom að þeim þar sem þeim höfðu mokað hrossaskít fyrir inngöngudyr Flensborgarskóla.
10.apr. 2014 - 21:30

Furðulegustu fjölskyldumyndir í heimi vekja athygli

Flest eigum við fjölskyldumyndir sem við viljum alls ekki að aðrir sjái og hafa sumir jafnvel falið gamlar myndir á góðum stað inni í geymslu til að tryggja að þær komi aldrei fyrir sjónir annarra, hvað þá almennings.
10.apr. 2014 - 20:30

Loveless fann ástina á Íslandi: Dauðsfall og bílslys leiddu hana hingað

Katherine Loveless missti bróður sinn af völdum krabbameins og lenti í alvarlegu bílslysi minna en viku síðar. Þessir atburðir leiddu til þess að hún ákvað að leggja leið sína til Íslands, þar sem hún hitti ljósmyndarann Rúrik Karl Björnsson.
10.apr. 2014 - 17:17

Lögregla: Vinnubrögð sorphirðumanna með öllu eðlileg

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að vinnubrögð sorphirðumanna, sem sakaðir voru um að hafa gert tilraun til að brjótast inn í hús fótboltamannsins Heiðars Helgusonar, hefi verið með öllu eðlileg.
10.apr. 2014 - 08:00

Féll snemma úr leik í Ísland Got Talent en sigraði Söngkeppni framhaldskólanna

Sara Pétursdóttir sem sigraði með miklum glæsibrag í Söngkeppni framhaldskólanna á Akureyri tók einnig þátt í hæfileikaþættinum Ísland Got Talent sem sýndur er á Stöð 2 við miklar vinsældir.
09.apr. 2014 - 22:15

Þessu átti enginn von á: Táraflóð í kirkjunni þegar presturinn kom brúðhjónunum á óvart - MYNDBAND

Hann varð stjarna á einni nóttu írski presturinn Ray Kelly sem kom öllum að óvörum þegar hann sameinaði Leah og Chris O Kane í kirkju sinni í Dublin á dögunum.
09.apr. 2014 - 20:30

Mannlega Barbie segir að lýtaaðgerðum fari fjölgandi vegna fleiri sambanda ólíkra kynþátta

Valeria Lukyanova, betur þekkt sem mannlega Barbie, segir að fjölgun lýtaaðgerða sé vegna sífellt fleiri ástarsambanda fólks af ólíkum kynþáttum. Þetta geri mannkynið ljótara og þess vegna fari sífellt fleiri í lýtaaðgerðir.
09.apr. 2014 - 19:30

Köngulóarmaðurinn í framboði til indverska þingsins

Köngulóarmaðurinn hefur látið til sín taka í kosningabaráttunni vegna kosninga til indverska þingsins sem eru nýhafnar og standa yfir næstu sex vikurnar í þessu stærsta lýðræðisríki heimsins. Hann hefur farið á milli glugga og svala kjósenda til að falast eftir stuðningi þeirra.
09.apr. 2014 - 13:05

Dagur: Svona á ekki að nota borgarstjórakeðjur - Stórkostlegt myndskeið

Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar birti myndskeið á Fésbókarsíðu sinni fyrr í dag sem vakið hefur mikla athygli. Myndskeiðið var upphaflega birt á Youtube í gær og síðan þá hefur það verið spilað rúmlega milljón sinnum og því óhætt að segja að það hafi slegið í gegn.
09.apr. 2014 - 12:00 Páll Kvaran

Fordómafull auglýsingaherferð Veet: Ef hún er með hár á fótleggjunum þá er hún karl

Á meðan margir snyrtivöruframleiðendur reyna að tala undir rós og ýja slóttuglega að því að konur verði að raka sig til að geta verið aðlaðandi hefur Veet nú stigið skrefinu lengra. Í nýrri auglýsingaherferð undir forskriftinni „Don´t risk dudeness“ er konum hreint út sagt að án vaxmeðferðar Veet verði þær loðnar og breytist í karlmenn.
09.apr. 2014 - 10:00

Er íslenskt Brennivín þorskur framtíðarinnar?

Útflutningur á íslensku Brennivíni til Bandaríkjanna er þegar hafinn.  Það er fyrirtækið Brennivín America sem flytur vöruna inn, en dreifing hófst í byrjun mars í Jackson, Wyoming auk þess sem sérvaldir staðir í New York og Los Angeles hafa hafið sölu á vörunni. Frekari dreifing fer svo í gang í New York og Kaliforníu á næstu misserum. Útflutningurinn er í höndum Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar.
08.apr. 2014 - 18:30

Átta vísindamenn sem betur eru þekktir sem stórstjörnur

Lífið á rannsóknarstofunni er ekki fyrir alla og eiga vísindamenn það til að fleygja rannsóknarsloppnum, leggja tilraunaglösin á hilluna og gerast stórstjörnur. Hér að neðan má finna átta leikara og grínista og sem er fleira til lista lagt en listin ein. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera með að minnsta kosti eina háskólagráðu í raunvísindafagi.
08.apr. 2014 - 12:15

Fimm af hverjum sex Bandaríkjamönnum geta ekki bent á Úkraínu á korti: Sumir bentu á Ísland

Síðastliðinn mars voru 2.066 Bandaríkjamenn beðnir um að staðsetja Úkraínu á korti. Á myndinni hér að neðan má sjá niðurstöðuna, en rauðir punktar þýða að þáttakandi var nær Úkraínu, en bláir þýða fjær.
08.apr. 2014 - 10:30 Björgvin G. Sigurðsson

Endeavour - upphafsár Morse í Oxford - sérdeilis gott sjónvarpsefni

Shaun Evans fer ljómandi vel með hlutverk Morse á unga aldri. Djúp og dramatísk persónusköpun á ungum Morse er það besta við þættina. Ljómandi vel leikinn af Evans er dreginn upp sterk mynd af viðkvæmum en sérlega snjöllum ungum manni sem er nokkuð áttavilltur í lífinu. Skelin og brimandi sjálfsöryggi hins miðaldra Morse sem við höfum áður kynnst er fjarri því komið, en efnið í afar ólíklegan en einkar snjallann lögreglufulltrúa er sannarlega til staðar.
07.apr. 2014 - 15:00

Svona eru laugardagsmorgnar örþreyttra pabba! Myndband

Allir feður lítilla barna vita að helgarnar tilheyra þeim ekki lengur. Um leið og barn kemur til sögunnar þá er sá tími liðinn að að hægt sé að sofa langt fram eftir morgni og eyða þremur klukkustundum í að lesa dagblað við ljúfa tóna uppáhaldstónlistarinnar.
07.apr. 2014 - 12:15

Elín gaf líf: „Hjartað mitt í alvörunni sprakk úr stolti“

Elín Kristjánsdóttir er búsett í Bangkok þar sem hún fæst við skriftir og leiðsögn. Hún ákvað nýverið að gerast eggjagjafi og segir að það hafi haft djúpstæð áhrif á hana þegar hún hitti parið sem ákvað að þiggja frá henni egg. Hún hafði fengið að vita að parið væri frá Ástralíu, meira vissi hún ekki. En parið vildi eignast íslenskt barn, eftir að hafa heimsótt landið og í kjölfarið fallið fyrir landi og þjóð.
07.apr. 2014 - 11:15

16 ára gömul geit bjargar blindum hesti

Margir halda því fram að dýr séu vitlaus og hugsi aðeins um mat. Af og til heyrast svo sögur sem sýna að dýrin hugsa um mun meira en það. Sum þeirra virðast jafnvel búa yfir miklum náungakærleik. Til að mynda hafa rannsóknir sýnt að fílar syrgja látna ástvini í margar vikur og að hundar geti þjáðst af þunglyndi og jafnvel gert tilraunir til sjálfsvígs vegna þess.
07.apr. 2014 - 08:00

Bjórmunkar að drukkna í eigin velgengni

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni þegar frægðin ber að dyrum, hvers eðlis sem hún kann að vera. Þetta hafa munkar í Sint Sixus klaustrinu í Belgíu fengið að reyna á eigin skinni eftir að bjórinn sem þeir brugga öðlaðist heimsfrægð eftir að hafa verið kjörinn heimsins besti bjór af notendum vefsíðunnar ratebeer.com.
06.apr. 2014 - 19:15

Mynd dagsins: Lækur á Lækjargötu

Magnea Guðmundsdóttir, frambjóðandi Bjartrar Framtíðar í Reykjavík, viðrrar nokkrar hugmyndir, nýjar og gamlar, á Tumblr síðu sinni „Leikjavík“. Má þar nefna að fegra byggingarreiti í biðstöðu með rafknúnum risaeðluvélmennum, eða að minnka kostnað við grasslátt með hjálp íslensku sauðkindarinnar.
06.apr. 2014 - 13:30

Myndband dagsins: Drukkinn og reiður karlmaður skemmtir norskum lögregluþjónum

Í Noregi eru taka sumir lögregluþjónar lífinu ekki of alvarlega. Í myndbandinu hér að neðan má sjá hvernig tveir þeirra leyfa sér að njóta þess að handtaka drukkinn karlmann sem sýnir nokkurn mótþróa. Hann reynir meðal annars að sparka til lögregluþjónana og blótar þeim í sand og ösku, á meðan þeir ná vart andanum vegna hláturs. Lögreglumennirnir segja að maðurinn sé engum líkur, en hann setur punktinn yfir i-ið þegar hann krefst þess að fá að fara úr buxunum.
06.apr. 2014 - 08:53

Vio sigraði Músíktilraunir 2014

Úrslitakvöldi Músíktilrauna lauk í gærkvöld fyrir fullu húsi í Norðurljósasal Hörpunnar. 10 hljómsveitir kepptu og spiluðu þær allar af hjartans lyst. Hljómsveitin Vio frá Mosfellsbæ kom, sá og sigraði og má heyra eitt laga þeirra hér að neðan.
06.apr. 2014 - 08:00

Þau héldu að hvalurinn væri dauður: Þá gerðist hið ótrúlega - Magnað myndskeið

Hvalurinn var við dauðans dyr þegar fjölskylda sem var í skemmtisiglingu kom auga á hann fljóta hreyfingarlausan á yfirborðinu. Í raun töldu þau að hvalurinn hefði nýlega drepist en þegar þau sigldu bátnum upp að honum kom annað í ljós. Hvalurinn var á lífi en flæktur í net. Tíminn var naumur og fjölskyldan hófst þegar handa við að reyna bjarga dýrinu áður en það yrði um seinan.

Sena - Spiderman
Netklúbbur Pressunnar