19. jún. 2012 - 07:00

Ferskt og sumarlegt Mojitoboost

Þegar sólin er hátt á lofti er gott að fá sér eitthvað kalt og gott. Hér er uppskrift að ótrúlega svalandi og spennandi mojito boosti.

Boostið inniheldur m.a. vanilluskyr sem gefur prótein og kalk og myntu sem gerir drykkinn ótrúlega ferskan.

Auðvelt er að rækta myntu, hún er fjölær og verður enn bragðmeiri ef hún er ræktuð utandyra.


Prófið endilega!

Mojitoboost:

1 lítið Vanilluskyr.is
1 msk hrásykur
0,5 dl limesefi
1 dl ananassafi
6-8 myntulauf
6-8 ísmolar
21.sep. 2016 - 10:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Soho-veisluþjónusta: Þú veist hvað veislan kostar – smáréttaveislurnar vinsælar

 „Við bjóðum upp á fjölbreyttan mat en aðallega klassískan, góðan veislumat úr góðu hráefni. Við leggjum metnað í að laga allt á staðnum, gerum brauð, salatsósur og þess háttar frá grunni,“ segir Örn Garðarsson, eigandi veisluþjónustunnar Soho-veisluþjónusta.

20.sep. 2016 - 09:23 Kynning

Qigong: Hugræn leikfimi í stað lyfja

Kynningarnámskeiðið „Æfingar og sjálfsnudd í stað lyfja“ verður haldið í Heilsudrekanum, Skeifunni 3j, dagana 22. – 25. september, eða frá fimmtudegi til sunnudags. Alþjóða heilsu-qigong sambandið stendur að námskeiðinu og koma reyndir kennarar frá Kína til að kenna:

12.sep. 2016 - 10:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Tannlæknastofan Bæjarbros opnuð að Bæjarhrauni 2: Sjaldgæft að ungur tannlæknir opni eigin stofu

Róbert Gerald tannlæknir opnaði fyrir skömmu tannlæknastofuna Bæjarbros að Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði. Á sama stað er tannréttingasérfræðingurinn Þórir Schiöth með stofu og er Bæjarbros opnað í samstarfi við Þóri.

08.sep. 2016 - 10:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Dalía: Þrítug blómarós í Glæsibæ – Fersk blóm daglega í miklu úrvali

Hæglega má líkja blómabúðinni Dalíu við útsprungna rós því þessi rótgróna verslun á þrítugsafmæli á árinu, en er jafnframt síung. Dalía var fyrst staðsett á Grensásveginum, var um tíma í Skeifunni en hefur síðustu árin verið í Glæsibæ.
07.sep. 2016 - 15:00 Ari Brynjólfsson

Biggi lögga á 9GAG

Birgir Örn Guðjónsson betur þekktur sem Biggi lögga er kominn á brandaravefsíðuna 9GAG. Sem betur fer er ekki verið að hæðast að Bigga sjálfum heldur verið að bera saman skotgleði lögreglunnar í Bandaríkjunum og Nýja-Sjálandi við Ísland.

05.sep. 2016 - 13:00 Kynning

Byltingarkennt gólfefni: Auðvelt að leggja, hljóðlátt og mjúkt að ganga á

Endingin er lágmark 25 ár á heimilum. HydroCork er byltingarkennt gólfefni frá framleiðandanum Wicanders sem hefur að baki 120 ára reynslu í framleiðslu gólfefna. Gólfefnið er stærsta sölusprengja fyrirtækisins frá því það hóf starfsemi og hefur slegið í gegn í Evrópu, Bandaríkjunum og víðar í heiminum.
05.sep. 2016 - 10:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Ritari.is: Betri þjónusta og minni kostnaður með úthýsingu á símsvörunarverkefnum

Þegar haustið gengur í garð fara mörg fyrirtæki að huga að endurbótum á starfsemi sinni, t.d. bæta þjónustu, hagræða í rekstri eða ráða starfsfólk. Ritari.is er þjónustufyrirtæki sem býður fyrirtækjum uppá áhugaverðar og afar hagstæðar lausnir í símsvörun, bókunum og úthringingum.

04.sep. 2016 - 21:00 Þorvarður Pálsson

100 ára hljóp 100 metra

Man Kaur á lokametrunum. Indversk kona hljóp 100 metra á íþróttamóti þrátt fyrir að vera orðin 100 ára gömul.
02.sep. 2016 - 14:00 Kynning

Tölvutek fagnar 10 árum með risa afmælistónleikum

Mögnuð, mögnuð dagskrá! Tölvutek fagnar 10 ára afmæli sínu með risa afmælistónleikum í Hallarmúla laugardaginn 3. september milli klukkan 12-18. Fram koma Ingó Veðurguð, Emmsjé Gauti, Úlfur Úlfur og Glowie ásamt kveðjusýningu Töfrahetjanna en Töfrahetjurnar eru að halda sína síðustu sýningu á Íslandi.
31.ágú. 2016 - 22:00 Þorvarður Pálsson

Að lesa hálftíma á dag lengir lífið um allt að tvö ár

Bókvitið verður ef til vill ekki í askana látið en samkvæmt nýju rannsóknum lengir lestur lífið. Samkvæmt nýrri rannsókn getur hálftíma lestur á dag aukið líftíma fólks til muna.
31.ágú. 2016 - 15:00 Þorvarður Pálsson

Bréf stílað á bóndabæ rétt fyrir utan Búðardal slær í gegn á erlendum samfélagsmiðlum

Pósturinn stóð sig í stykkinu og kom bréfinu til skila.

Bréf sem stílað var á bóndabæ fyrir utan Búðardal komst á leiðarenda þrátt fyrir heldur frumlegar merkingar.

28.ágú. 2016 - 21:15 Þorvarður Pálsson

105 ára kona óskaði sér vöðvastæltra slökkviliðsmanna á afmæli sínu

Slökkviliðsmaður klifrar inn um glugga á dvalarheimilinu.

Það er ekki á hverjum degi sem haldið er upp á 105 ára afmæli og því er um að gera að hafa daginn sem glæsilegastan. Bresk kona sem náði þessum háa aldri lét ekki segja sér það tvisvar.

28.ágú. 2016 - 15:00 Þorvarður Pálsson

Lögreglan á Indlandi beitir nýstárlegum aðferðum til að koma í veg fyrir að bílum sé ekið á kýr

Mikið hefur verið um bílslys þar sem ekið hefur verið á kýr á Indlandi og hefur lögregla í einni sýslu þar í landi gripið til sinna ráða til að reyna að stemma stigu við því.

26.ágú. 2016 - 16:50 Kynning

Tölvutek 10 ára: Mögnuð dagskrá fyrir alla fjölskylduna!

Skráðu þig á viðburðinn - það gæti borgað sig! - og þér er boðið! Það verður öllu tjaldað til þegar Tölvutek fagnar 10 ára afmæli með viðskiptavinum og öðrum gestum, laugardaginn 3. september. Þetta er afmælisveisla sem engin fjölskylda má missa af en Tölvutek ætlar að gleðja heppna þátttakendur með vinningum daglega fram að veislunni.
24.ágú. 2016 - 17:00 Þorvarður Pálsson

Hafa þróað ætilega matarfilmu

Filman framúrstefnulega. Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa búið til matarfilmu sem er óhætt að borða. Miklar vonir eru bundnar við þessa tækni sem nú ryður sér til rúms.
23.ágú. 2016 - 19:00 Þorvarður Pálsson

Er viturlegt að hlaða símann yfir nótt?

Margir bregða á það ráð að setja símann í hleðslu þegar lagst er til hvílu, til að taka á móti nýjum degi með fullhlaðinn síma. Fer það illa með rafhlöðuna?

23.ágú. 2016 - 11:47 Ágúst Borgþór Sverrisson

Heilsudrekinn kynnir Tai Chi: Forn kínversk sjálfsvarnarlist sem hentar fólki á öllum aldri

Dagana 26. ágúst til 3. september stendur Heilsudrekinn, Skeifunni 3j, Reykjavík, fyrir kynningarnámskeiði í hinni ævafornu kínversku sjálfsvarnarlist, Tai Chi. Sérfræðingur frá Kína, þrautþjálfaður í Tai Chi, mun leiðbeina á námskeiðunum.
23.ágú. 2016 - 13:30 Þorvarður Pálsson

Herra Nils Olav III hækkaður í tign í norska hernum

Norskir konungsverðir.

Norski herinn hélt heldur óvenjulega athöfn í dýragarðinum í Edinborg og hækkaði Sir Nils Olav III í tign en hann er einn af íbúum dýragarðsins.

22.ágú. 2016 - 22:00 Þorvarður Pálsson

Gömul stálsmiðja gengur í endurnýjun lífdaga sem heimsins stærsti lóðrétti garður

Chris Christe ríkisstjóri New Jersey opnar garðinn

Mörg fyrirtæki reyna nú að þróa bættar aðferðir við ræktun matjurta innandyra en vonir standa til þess að slíkt muni gera kleift að auka enn frekar matvælaframleiðslu til að mæta eftirspurn.

22.ágú. 2016 - 15:05

Myndaveisla: Úlfur Úlfur, Emmsjé Gauti og GKR á NASA

Sjóðandi heitir! Þegar síðustu flugeldarnir höfðu sprungið á Menningarnótt og barnavagnarnir komnir heim í skjól var blásið í lúðra fyrir eitt stærsta partý ársins. Herlegheitin fóru fram á NASA þar sem Emmsjé Gauti, Úlfur Úlfur og GKR sáu um fjörið.  
18.ágú. 2016 - 16:40

Nýr Volkswagen Tiguan hlaut frábærar viðtökur

Það iðaði allt af lífi í sýningarsal Volkswagen síðastliðinn laugardag þegar nýr Tiguan var frumsýndur með pompi og prakt. Höfuðstöðvar Volkswagen á Íslandi við Laugaveg voru skreyttar hátt og lágt til heiðurs nýjustu stjörnunn í flotanum.

15.ágú. 2016 - 15:50 Kynning

Krakkavítamín fyrir hressa krakka: Þrjár tegundir af tuggutöflum

Þrjár frábærar tegundir af tuggutöflum. Guli Miðinn hefur áratuga reynslu í þróun og sölu á bætefnum fyrir fólk á öllum aldri. Í samvinnu við næringarráðgjafa hefur Guli miðinn þróað þrjár tegundir af vítamínum og bætiefnum sem allir krakkar geta tekið sem viðbót við fjölbreytta fæðu.
15.ágú. 2016 - 10:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Skúfur mottuhreinsun: Hreinsun á mottum, húsgögnum, flísum, teppum og steinteppum fyrir fyrirtæki og einstaklinga

Skúfur mottuhreinsun hefur langa reynslu af þjónustu við fyrirtæki og einstaklinga enda fagnar þetta fjölskyldufyrirtæki 30 ára starfsafmæli á þessu ári. Skúfur hreinsar allar tegundir af mottum en einnig húsgögn, teppi og steinteppi.
11.ágú. 2016 - 10:00

Ostabúðin: Komdu fagnandi!

Í Ostabúðinni hefur metnaður hússins ávallt falist í vönduðu úrvali af af ferskum og spennandi vörum sem ætlað er gæla við bragðlaukana. Verslunin hefur löngum verið einn uppáhalds viðkomustaður miðborgarbúa sem og annarra sælkera.
30.júl. 2016 - 12:30

Ertu gáfnaljós af guðs náð? Taktu prófið og sannaðu það!

Ertu með frábært minni,ótrúlega vel lesin/n eða furðulega heppin/n í prófum? Sjáðu hversu mörgumspurningum þú getur svarað rétt…

24.júl. 2016 - 20:00

Gestir í samkvæmi rugluðust á strippurum og lögreglu

Lögreglan í bænum Bendorf í suðvesturhluta Þýskalands var kölluð til vegna hávaða í samkvæmi síðastliðna helgi en gestir þar héldu að um nektardansara væri að ræða.

24.júl. 2016 - 17:00 Ari Brynjólfsson

Mynd dagsins: Brúðkaupsterta fyrir langa löngu í stjörnuþoku langt langt í burtu

Mynd dagsins tók Sveinn Sigurðsson en hann var staddur í brúðkaupi Ómars Úlfs Eyþórssonar útvarpsmanni og Báru Jónsdóttur lögmanni. Brúðkaupstertan vakti mikla lukku en þar gefur að líta Han Solo og Lilju Prinsessu úr Stjörnustríði.

24.júl. 2016 - 14:00 Arnar Örn Ingólfsson

Borgarstjórinn vill að borgin verði fyrsta „vegan“ borg heims

Chiara Appendino, nýkjörinn borgarstjóri Tórínó á Ítalíu kynnti fimm ára aðgerðaráætlun sína á fundi síðastliðinn þriðjudag. Meðal þess sem fram kom á fundinum var að reyna að útrýma dýraafurðum í borginni og gera borgina að fyrstu „vegan“ borginni.
22.júl. 2016 - 10:42 Ágúst Borgþór Sverrisson

Magnað úrval af æfingavörum: Sportvörur eru með allt fyrir CrossFit

„Ég vissi ekki að þetta væri svona rosalega stórt og fjölbreytt,“ er viðkvæði hjá mörgum þegar þeir koma inn í sportvöruverslunina Sportvörur, Bæjarlind 1-3, Kópavogi, en verslunin býður fyrirtækjum og einstaklingum upp á einstaklega gott úrval af æfingatækjum.
21.júl. 2016 - 14:30

Björn L sendir frá sér nýtt lag

Tónlistarmaðurinn Björn L hefur sent frá sér nýtt lag með tilheyrandi myndbandi. Björn er búsettur á Akureyri en hann hefur fengið talsverða útvarpsspilun á nokkrum lögum í gegnum tíðina. Lagið Nóttin bíður fór t.d. hæst í fjórða sæti á vinsældarlista Rásar 2.
21.júl. 2016 - 14:05

80 ára afmælisútgáfa Brennivíns komin á markað

Valgeir Valgeirsson hjá Ölgerðinni Í tilefni af 80 ára afmæli íslenska Brennivínsins var ákveðið að leggja í sérstaka afmælisútgáfu. Þrjár mismunandi gerðir af tunnum voru fengnar til landsins til þroskunnar. Brennivíninu var skipt í þessar þrjár tunnugerðir (nýjar tunnur úr hvítri eik, notaðar Bourbon-tunnur frá Ameríku og Islay-vískitunnur frá Skotlandi) þar sem það fékk að þroskast í heila 12 mánuði áður en því var svo blandað saman í lokaútgáfuna.
18.júl. 2016 - 14:00 Bleikt

Wonlex GPS krakkaúrin: „Ef barnið fer út fyrir svæðið, þá pípir úrið“

Wonlex GPS snjallúrin eru sérhönnuð til að auðvelda foreldrunum lífið þegar börnin eru annarsvegar. Um er að ræða bráðsniðug krakkaúr þar sem GPS staðsetning segir til um allar ferðir barnsins yfir daginn og hvar það er staðsett núna. Úrið er búið LED snertiskjá og kemur með þægilegri sílíkon ól.
15.júl. 2016 - 10:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Ok Bistro í Borgarnesi: Gæðamatreiðsla og hráefni úr héraðinu

„Meginhugmyndin er að nýta eins og hægt er hráefni úr héraðinu eða af Vesturlandi. Sem dæmi er lambakjötið okkar frá Varmalæk í Borgarfirði og er lífrænt vottað. Grænmeti og ávextir koma að hluta til úr gróðurhúsum að Kleppjárnsreykjum.“
13.júl. 2016 - 10:28 Ágúst Borgþór Sverrisson

Innréttingar og tæki: Sturtuklefarnir sem seldust upp á viku komnir aftur

Sturtuklefar sem hafa slegið rækilega í gegn hjá versluninni Innréttingar og tæki, Ármúla 31. Um er að ræða heila sturtuklefa sem verslunin var með í sölu rétt fyrir páska og seldust þeir upp á einni viku – og fengu færri en vildu.
08.júl. 2016 - 10:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Húsfélagaþjónustan: Allt frá þrifum upp í alhliða þjónustu við húsfélög

„Eftirspurnin eftir þessari þjónustu er alltaf að aukast, fólk hefur svo margt annað við tíma sinn að gera en að þrífa sameignina eða sinna öðrum slíkum verkefnum. Auk þess hefur aldurssamsetning í fjölbýlishúsum breyst á seinni árum þannig að í þeim búa fleiri eldri borgarar sem geta átt óhægt um vik varðandi þrif og viðhald,“
28.jún. 2016 - 10:00 Kynning

Rekstrarvörur: Náttúruþema í brúðkaupsveislum sumarsins

Rekstrarvörur bjóða upp á vörur frá hinum virtu, frönsku fjölskyldufyrirtækjum Pillivuyt og Revol en saga þeirra nær yfir 200 ár aftur í tímann. Sjarmurinn við framleiðsluna er fólgin í því að um er að ræða handverk en það gerir hvern og einn hlut ansi sérstakan, þar sem enginn hlutanna er nákvæmlega eins. Þessi örlitli blæbrigðamunur gerir vörurnar einstakar. Fólk hefur alveg fallið fyrir þessum stílhreina borðbúnaði.
23.jún. 2016 - 13:40 Kynning

Bíla-Doktorinn – einstakt bílaverkstæði og varahlutaverslun

Í Skútuvogi 13 er bílavarahlutaverslunin og bílaverkstæðið Bíla-Doktorinn staðsett. Það sinnir almennum bílaviðgerðum og er á sama tíma einnig smurstöð. Rúnar Sigurjónsson, vélvirki og eigandi Bíla-Doktorsins, segir fyrirtækið þjónusta mest Mercedes-Benz, Volkswagen, Audi og Skoda með viðgerðum og varahlutasölu, en þeir smyrji og geri við fjölda annarra bílategunda.

23.jún. 2016 - 11:30

Myndaveisla: Kokteilaveisla á Verbúð 11

Nú á dögunum var Finlandia Cocktail Session haldið á Verbúð 11 – Lobster & Stuff. Það voru kokteilasérfræðingar Verbúðar 11, ásamt Finnanum Pekka Pellinen (Global Brand Mixologist) frá Finlandia risanum, sem sáu um kokteilagerðina.
22.jún. 2016 - 14:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Þunnbotna, eldbökuð pizza og ekta ítölsk fjölskyldustemning

„Pabbi vann í aukavinnu hjá Eldsmiðjunni við ýmis störf á sínum tíma. Ég fæddist árið 1987 og þá hoppaði pabbi bara beint á vakt af fæðingardeildinni,“ segir Evert Austmann Ellertsson, bakari hjá Eldofninum í Grímsbæ
22.jún. 2016 - 10:32 Kynning

Esja Dekor: Öðruvísi hönnunar- og gjafavörur

Esja Dekor er verslun og vefverslun með öðruvísi og skemmtilega hönnunar- og gjafavörur fyrir heimilið m.a. fyrir barnaherbergi, eldhús, stofur, skrifstofur og fleira.
21.jún. 2016 - 13:45

Landsliðið í dansi heldur til Austurríkis

Eftir sýningaferðina í Salzburg munu dansarar dansflokksins halda í sumarfrí. Íslenski dansflokkurinn heldur til Austurríkis í nótt þar sem flokkurinn mun sýna dansverkið Black Marrow eftir Ernu Ómarsdóttur og Damien Jalet á Sommerszene í Salzburg 24. júní og 25. júní. Eftir sýningaferðina í Salzburg munu dansarar dansflokksins halda í sumarfrí.
16.jún. 2016 - 15:46 Kynning

Meba: Íslensk hönnun – vinsælustu útskriftargjafirnar

Hringur eftir Unni Eir Um þessar mundir eru fjölmargir að útskrifast úr háskólum landsins og þau tímamót í lífi fólks eru gjarnan heiðruð með fallegri og tímalausri gjöf.
13.jún. 2016 - 16:08

Brennivínið sigraði alþjóðlega keppni: „Frábær viðurkenning“

Brennivínið bar sigur úr býtum í flokki ákavíta í alþjóðlegri keppni sem var haldin í Vancouver í Kanada nú á dögunum. Alls tóku 300 tegundir þátt í keppninni og var keppt í nokkrum flokkum brenndra drykkja.
10.jún. 2016 - 10:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Ljónið tekur þátt í Akranes-torfærunni: Guðmundur Ingi keppir á bíl sem hann smíðaði sjálfur

Þeir Guðmundur Ingi Arnarsson og Ólafur Leósson hjá Jeppasmiðjunni gerðu sér lítið fyrir og smíðuðu torfærutryllitækið Ljónið sem sjá má á meðfylgjandi myndum. Guðmundur Ingi tekur í Akranes-torfærunni á laugardaginn og keppir þá á Ljóninu.
30.maí 2016 - 19:00 Arnar Örn Ingólfsson

Hvert er verðmæti gömlu hlutanna þinna?

Vefsíðan TotallyMoney.com tók saman lista yfir verðgildi gamalla tækja. Það er um að gera að kíkja ofan í skúffu eða inn í skáp og sjá hvort þar leynist ekki fjársjóður. Þessi tæki verða sífellt verðmætari, eftir því sem þeim fækkar í heiminum.

29.maí 2016 - 13:55

Einfalt og þægilegt snarl með Ebbu - Dagur 4: Grilluð vefja

Í dag er komið að grillaðri vefju! Það þarf ekki að vera flókið að framreiða stórkostlegt snarl úr því sem til er í skápunum heima hverju sinni. Markmið Snarlsins er að vekja áhuga hjá krökkum á að læra að elda sjálf holla og fljótlega rétti eftir skóla. Það er engin önnur en sjónvarpskokkurinn og snarlmeistarinn Ebba Guðný sem hefur sett saman nokkrar einfaldar uppskriftir.
28.maí 2016 - 14:27 Ágúst Borgþór Sverrisson

Stokkseyri og Fjöruborðið: Miðpunktur margra ferðamanna

Stokkseyri hefur aðdráttarafl allt árið um kring og er miðstöð og áningarstaður margra sem ferðast um Suðurland og vilja njóta dásamlegrar náttúru þessa svæðis. Fjöruborðið á Stokkseyri er líklega einn þekktasti veitingastaður landsins þó víðar væri leitað.
27.maí 2016 - 15:55

Hekla á leið um landið: „Þrír til fjórir staðir verða heimsóttir á dag”

Mitsubishi Outlander PHEV Mánudaginn 30. maí hefst hringferð bílaumboðsins Heklu um landið. Ferðin stendur yfir í viku og á þeim tíma verða 26 staðir heimsóttir. Auk þrautreyndra starfsmanna verður fjölbreytt úrval bíla með í för frá Volkswagen, Skoda, Mitsubishi og Audi. Má þar nefna Skoda Superb 4x4, Volkswagen Passat Alltrack, Mitsubishi Outlander Phev, Volkswagen Caddy og Audi Q7.
27.maí 2016 - 12:15 Kynning

Liðverkir: Ástæður, Regenovex og reynslusaga

Liðverkir eru algengt vandamál. Vandamál í liðum skapast með hversdagslegri áreynslu á liðina eða í íþróttum sem með tímanum geta skemmt liði og/eða brjósk og valdið óþægindum og sársauka. Liðverkir eru algengt vandamál sem í raun á eftir að aukast, annars vegar vegna þess að nú til dags lifum við einfaldlega lengur og hins vegar vegna hærri offitutíðni.
26.maí 2016 - 16:45

Einfalt og þægilegt snarl með Ebbu - Dagur 3: Kanilsnúðar!

Þeir gerast ekki gómsætari! Markmið Snarlsins er að vekja áhuga hjá krökkum á að læra að elda sjálf holla og fljótlega rétti eftir skóla. Það er engin önnur en Ebba Guðný sem hefur sett saman nokkrar einfaldar uppskriftir en í dag er komið að því sem við höfum öll beðið eftir... kanilsnúðum!