09. maí 2012 - 07:00

Á bikiní í Brussel: Baðströnd í miðri borg

Brussel er borg sem hefur allt – líka sólarströnd með pálmatrjám þó borgin liggi ekki að sjó.

Brussel er borg sem hefur allt – líka sólarströnd með pálmatrjám þó borgin liggi ekki að sjó. Mynd: blogbruselas.com

Belgar deyja ekki ráðalausir og skella sér á ströndina í höfuðborginni þó hún liggi ekki að sjó. Í Brussel er hreinlega búin til baðströnd með hvítum sandi og pálmatrjám á sumrin.

Ströndin, sem var fyrst opnuð sumarið 2003, kallast Bruxel les bains og er markmið hennar að fá íbúa Brussel til þess að njóta sumarsins betur.

Það er því algjör óþarfi er fyrir heimamenn að drífa sig til annarra landa í sólarfrí því í nærri tvo mánuði geta þeir notið sannkallaðrar sólstrandarstemmningar mitt í borginni þegar Bruxel les bain opnar með sólstólum, kokteilum og sjóðheitri tónlist.

Ströndin er að sjálfsögðu líka skemmtileg upplifun fyrir ferðamenn sem ná að slá tvær flugur í einu höggi: fara í borgar - og sólarfrí í einni og sömu ferðinni.

20.okt. 2014 - 08:00

Hörð viðbrögð skólayfirvalda þegar 5 ára barn notaði vaxlit sem byssu í leik

Börn taka upp á ýmsu þegar þau leika sér og hafa litlar áhyggjur af þeim sem eru í kring en fullorðnir geta hinsvegar átt það til að bregðast illa við leik barna. Það er kannski það sem gerðist nýlega þegar 5 ára stúlka lét sem vaxlitur, sem hún hélt á, væri byssa og beindi að skólafélaga sínum. Skólayfirvöld brugðust harkalega við og létu stúlkuna skrifa undir samning um að hún myndi ekki verða öðrum að bana og ekki fremja sjálfsvíg.
19.okt. 2014 - 15:00

Fagnaði 114 ára afmæli: Varð að ljúga til um aldur til að geta notað Facebook

Hún fæddist 14. október 1900 og fagnar því 114 ára afmæli sínu í vikunni. Þegar hún ákvað á síðasta ári að tileinka sér nútímalega samskiptahætti og fá sér aðgang að Facebook varð hún að ljúga til um aldur sinn. Hún notar iPad daglega og fylgist vel með barnabörnum og barnabarnabörnum sínum og daglegu lífi þeirra.
19.okt. 2014 - 11:30

Tímamótarannsókn: Skiptir engu máli hvort þú missir kílóin á stuttum eða löngum tíma

Sú fullyrðing að vænlegast til árangurs sé að missa kílóin jafnt og þétt, á löngu tímabili er röng. Ný rannsókn sýnir fram á að þeir sem grennast hratt eru ekki í meiri áhættu en aðrir að bæta kílóunum á sig aftur.
18.okt. 2014 - 21:45

Vandræðalegar trúlofunarmyndir

Í Bandaríkjunum er hefð að senda vinum og vandamönnum trúlofunarmynd stuttu eftir að par trúlofar sig. Einnig er það oft svo að pör keppast um að koma myndinni sinni í dagblöð og aðra fjölmiðla.

18.okt. 2014 - 11:00

Jólabjórinn fyrr á ferðinni en venjulega

Róbert Þór Jónasson, sölufulltrúi hjá Víking ölgerð á Akureyri Dreifing á hinum alíslenska jólabjór Thule hófst í gær. Vífilfell hefur ákveðið að láta jólin byrja snemma þetta árið og bera fyrir sig að haustið hafi komið í sumar. Til að byrja með verður bjórinn einungis fáanlegur í Fríhöfninni og á veitingastöðum.
17.okt. 2014 - 20:00

Íbúðir til sölu í hæstu lúxus íbúðarbyggingu í hinum vestræna heimi: Ótrúlegar myndir

Nýjasta lúxus íbúðabygging New York borgar er staðsett á 432 Park Avenue í Manhattan. Skýjakljúfurinn er 104 hæðir og ber titilinn hæsta íbúðabygging í hinum vestræna heimi. 104 íbúðir tilheyra húsinu og þær eru alls ekkert slor ef marka má myndirnar hér að neðan.
17.okt. 2014 - 16:00

Ótrúlega margir mæta veikir í vinnuna - en þó færri en áður

Samkvæmt nýlegri könnun sem framkvæmd var á vegum fyrirtækis sem selur skrifstofuvörur í Massachusetts í Bandaríkjunum mætir um 60% vinnandi fólks í vinnuna þó að það sé veikt. Þetta er þó mikil fækkun frá fyrri könnunum þar sem hlutfallið hefur verið upp í 90%.
17.okt. 2014 - 14:06

Myndlist minjar / Minjar myndlist: Opnun í Listasafninu á Akureyri á laugardaginn kl. 15

Laugardaginn 18. október kl. 15 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri sýningin Myndlist minjar / Minjar myndlist en hún er sett upp í samstarfi við Írisi Ólöfu Sigurjónsdóttur, forstöðumann Byggðasafnsins Hvols á Dalvík.
17.okt. 2014 - 11:49

Guðrún Bjarnadóttir: „ Ákvörðun um að kæra ofbeldismann á ekki að liggja hjá brotaþola"

„Ég velti stundum fyrir mér á þessum tíma hvort ekki væri best að ég labbaði yfir stóru umferðargötuna og léti bílana taka mig í burt frá sársaukanum sem var innra með mér“ segir Guðrún Bjarnadóttir. Hún var um tíma í sambandi með manni sem beitt hana miklu andlegu og líkamlegu ofbeldi.
17.okt. 2014 - 09:00

Mjög ósmekkleg mynd í námsefni 6 ára barna

Agnieszka Wojtowicz trúði ekki eigin augum þegar 6 ára tvíburasynir hennar komu heim úr skólanum og tóku til við lærdóminn. Í bókinni sem kennarar þeirra höfðu látið þá hafa var vægast sagt mjög ósmekkleg mynd sem getur varla talist við hæfi ungra barna.
17.okt. 2014 - 08:00

Frá öskunni í demantinn: Er þetta framtíðin?

Svissneska fyrirtækið Algordanza sérhæfir sig í því að búa til manngerða demanta úr líkamsleifum fólks. Það að eiga demant úr ösku látinna ástvina þykir heldur óvenjulegt. Þó er talið líklegt að í framtíðinni verði látnir ástvinir í æ meira mæli heiðraðir á þennan máta.
16.okt. 2014 - 21:15 Kristín Clausen

Berglind: „Hún er ótrúlega glöð miðað við allt sem hefur gengið á"

Berglind, Katla Mathilde og Henrik „Skyndilega hætti hún að horfa í augun á okkur. Mig grunaði strax að það væri eitthvað að". Þetta segir Berglind H. Ketilsdóttir en dóttir hennar Katla Mathilde greindist í sumar með IDIC 15 sem er mjög sjaldgæfur litningagalli.
16.okt. 2014 - 20:00

„Ha, áttu virkilega ekkert barn?“

Langar þig ekkert að eignast eitt krílí?“ var spurning sem ég svaraði fyrir hálftíma. Hef fengið spurningar á borð við: „En hvernig heldur þú nú að þetta verði í ellinni, að eiga engin börn?“ Eða þá: „Ha, áttu ekkert barn?!

Þetta skrifar Ragnheiður Rut Georgsdóttir á Fésbókarsíðu sína en pistill hennar hefur vakið mikla athygli. Við fengum góðfúslegt leyfi hennar til að endurbirta pistilinn í heild sinni 

16.okt. 2014 - 19:00

Er hægt að smitast af ebólu um borð í flugvél?

Eftir því sem ebólutilfellum utan Vestur-Afríku fjölgar veltir fólk eðlilega fyrir sér smitleiðum veirunnar og margir hafa velt fyrir sér hvort hægt sé að smitast af veirunni ef ferðast er í flugvél með smituðum einstaklingi. Hér er því yfirlit yfir hvernig er mögulegt að smitast af ebólu í flugvél og alls staðar annarsstaðar.
16.okt. 2014 - 17:30

Mestu rigningar sögunnar á Norður-Jótlandi: Mikið eignatjón

Mikið hefur rignt á norðurhluta Jótlands undanfarin sólarhring og enn rignir. Eignatjón er mikið og á líklegast enn eftir að aukast. Talsmenn almannavarna segja að aldrei hafi rignt svona mikið á svo skömmum tíma í landshlutanum síðan mælingar hófust. Sumstaðar hefur úrkoman mælst rúmlega 100 mm á innan við einum sólarhring en algengt er að 50 mm hafi fallið til jarðar.
16.okt. 2014 - 16:06

Magni: „Við ætlum að sleppa heróíninu“

Í ár eru tuttugu ár liðin frá því að söngvarinn Kurt Cobain, forsprakki hljómsveitarinnar Nirvana, féll fyrir eigin hendi. Í nóvember eru líka tuttugu ár frá því að tímamótaplata sveitarinnar Unplugged in New York kom út og því ekki seinna vænna að slá til heiðurstónleika.

Söngvarinn og rokkstjarnan Magni Ásgeirsson er einn þeirra sem verða fremst á sviði í Háskólabíói laugardagskvöldið 8. nóvember og við ákváðum að yfirheyra hann um viðburðinn.
16.okt. 2014 - 16:00

Barnaníðingur sem var handtekinn á Möltu tengist máli Madeleine McCann

Breska lögreglan hefur ekki gefist upp á máli Madeleine McCann, bresku stúlkunnar sem hvarf í Portúgal vorið 2007, og vill nú yfirheyra breskan mann sem talinn er geta gefið upplýsingar um málið.
Madeleine McCann hvarf frá íbúðahóteli í Algarve vorið 2007 rétt fyrir fjögurra ára afmælisdaginn sinn og mál hennar hefur æ síðan verið í heimsfréttunum.
16.okt. 2014 - 13:20

Netflix til Íslands: Viðræður hafnar milli afþreyingarrisans og íslenskra rétthafa

Afþreyingarfyrirtækið Netflix vinnur að því að opna fyrir þjónustu sína hér á landi. Viðræður eru hafnar á milli Netflix og íslenskra rétthafa. Þótt Netflix sé ekki í boði hér á Íslandi er talið að um 20 þúsund heimili séu með aðgang.
16.okt. 2014 - 11:00

Munnmök auka líkurnar á krabbameini í munni og hálsi: Mikil aukning tilfella

Sífellt fleiri karlar greinast með krabbamein í munni og hálsi af völdum HPV-veirunnar, sérstaklega í hálskirtlunum. Sérfræðingur segir að ástæðu þessa sé fyrst og fremst að finna í kynlífshegðun fólks, ekki  síst fjölda rekkjunauta en sérstaklega munnmökum.
16.okt. 2014 - 08:00

Fimm mistök sem við gerum þegar við erum stressuð

Það er mánudagsmorgunn, innhólfið þitt er troðfullt af ólesnum tölvupósti, þú reifst við makann og helltir kaffi yfir nýju skyrtuna þína. Hvernig bregst þú við?
15.okt. 2014 - 16:00

Skelfileg áhrif stera og eiturlyfja: Vaxtaræktarkona 20 árum eftir steranotkun - Myndir

Denise Rutkowski var nokkuð þekkt í vaxtaræktarheiminum á tíunda áratug síðustu aldar og landaði ýmsum verðlaunum. Þótti hún afar glæsileg. Það var ekkert leyndarmál að hún notaði stera til að svindla og styrkja líkama sinn. Árið 1994 flutti hún á heimaslóðir í Texas og hóf nám í biblíuskóla. Tveimur árum síðar ferðaðist hún um Bandaríkin til að predika. Þá spyrst ekki til Denise fyrr en árið 2012 er hún var handtekin. Þá kom í ljós að líf hennar hafði ekki verið neinn dans á rósum síðustu árin en eiturlyf og mikil steranotkun höfðu tekið sinn toll.
15.okt. 2014 - 13:00

Tíu ára drengur myrti níræða konu eftir að hún öskraði á hann

„Ég drap konuna“ sagði 10 ára drengur við lögreglumann í Pennsylvania ríki í Bandaríkjunum eftir að níræð kona fannst látin á heimili afa drengsins. Móðir drengsins fór með hann á lögreglustöð á laugardaginn eftir að hann hafði játað fyrir henni að hafa myrt konuna.
15.okt. 2014 - 08:00

10 einstakar myndir sem sýna stórbrotið dýralíf náttúrunnar

Tímaritið National Geographic stendur þessa dagana fyrir ljósmyndasamkeppni. Nú þegar hafa yfir 1500 myndir sem sýna daglegt líf fólks um veröld víða, dýralíf og fegurð náttúrunnar verið sendi í keppnina.
15.okt. 2014 - 04:00

Þess vegna er kaffi gott fyrir þig

Mikið er sagt um kaffi og hollustu þess eða óhollustu en nokkur atriði um kaffi eru þó jákvæð og gott að rifja þau upp á milli þess sem við skellum meira kaffi í okkur. Kaffi er til dæmis gott fyrir lifrina og það vinnur á móti Parkinsons, krabbameini og sykursýki.
14.okt. 2014 - 22:10

Eysteinn: „Ég á dóttur á himnum sem ég á aldrei eftir að hætta að elska“

„Það er skrítin tilfinning að fara að verða pabbi í fyrsta sinn, ég vissi ekki við hverju ætti að búast en hlakkaði samt til. Þetta var frekar óraunveruleg tilfinning og varð fyrst raunverulegt þegar að við fórum í tólf vikna sónarinn þar sem í ljós komu líkur á fósturgalla og var möguleiki á því að við þyrftum að enda meðgönguna. En eftir fylgjusýnatöku kom í ljós að ekkert væri að, sem var mikill léttir“.
14.okt. 2014 - 21:00

Dvergur fór út að borða með unnustunni: Fékk liti og litabók eins og börnin

Dvergur sem bauð unnustu sinni út að borða á veitingastað varð heldur betur hissa þegar starfsfólkið afhenti honum dæmigerða afþreyingu fyrir börn þegar parið var búið að fá sér sæti. Hann fékk liti og litabók, svona til að halda honum rólegum þar til maturinn yrði á borð borinn.
14.okt. 2014 - 20:00

Geimfararnir munu svelta í hel: Hafa 68 daga

Stefnt er að því að senda fólk til Mars árið 2025 og á það að setjast að á rauðu plánetunni. Það er hollenski verkfræðingurinn Bas Lansdorp sem stendur á bak við verkefnið sem nefnist Mars One.
14.okt. 2014 - 17:00

Víðtæk leit að ræningjum í Stokkhólmi: Sama aðferð notuð tvisvar á skömmum tíma

Á aðeins 30 mínútna tímbili, fyrri í dag var tilkynnt um hugsanlegar sprengjur í tveimur bönkum og rán var framið í útibúi gjaldeyriskaupafyrirtækis í miðborg Stokkhólms. Í bönkunum voru skildir eftir hlutir sem litu út fyrir að vera sprengjur. Lögreglan telur að um skipulagðar og samhæfðar aðgerðir hafi verið að ræða og minna þær mjög á atburðarrás sem varð í miðborg Stokkhólms 25. september.
14.okt. 2014 - 14:16

Óhefðbundin heilsuráð sem virka

Holl ráð sem eiga að hjálpa okkur að öðlast betri heilsu eru á hverju strái. Það er misjafnt hvað hentar hverjum og stundum eru holl ráð ekkert sérlega holl þegar á reynir. Vissir þú að til þess að borða minna ættir þú að borða meira? Huffington Post tók saman nokkur stórsniðug, óhefðbundin ráð. Eitthvað af þessu þekkir þú eflaust en annað gæti komið þér í opna skjöldu.

14.okt. 2014 - 12:45

Barnabrúðkaup í Noregi: Kirkjugestir fögnuðu þegar brúðurin sagði nei

Brúðkaup hinnar 12 ára gömlu Theu og hins 37 ára gamla Geir fór fram síðastliðinn laugardag. Gestirnir stóðu á öndinni þegar Thea gekk inn kirkjugólfið í brúðarkjól sem var nokkrum númerum of stór.


14.okt. 2014 - 09:00

Skapið hefur áhrif á hvað við skoðum á samfélagsmiðlum

Margir kannast við að skoða fésbókarsíður vina af engri sérstakri ástæðu annarri en að hnýsast. Nú hefur nýleg tilraun sem gerð var við félagsvísindadeild háskólans í Ohio leitt í ljós að hugarástand fólks hverju sinni spilar stórt hlutverk þegar kemur að hegðun þess á samfélagsmiðlum. Svo virðist sem að þegar fólk er í vondu skapi er það mun líklegra til að elta uppi fésbókarsíður þeirra sem eru verr staddir í lífinu, eru minna aðlaðandi og njóta minni velgengni.
13.okt. 2014 - 10:00

Eru þetta verstu pakkningar í heimi? Myndasería

Umbúðahönnun vefst greinilega fyrir mörgum ef marka má sprenghlægilega myndaseríu sem birtist hér að neðan. Ritvillur, óviðeigandi pakkningar eða mistök í pakkningu gefa vörutegundinni splunkunýja merkingu

12.okt. 2014 - 18:00

Kona lýst saklaus af morði eftir 17 ár í fangelsi

Kona sem sat 17 ár í fangelsi fyrir morð á heimilislausum manni faðmaði barnabörnin sín í fyrsta skipti og dansaði af hamingju eftir að dómstóll í Los Angeles hafði úrskurðað hana saklausa af morðinu og veitt henni frelsi.

12.okt. 2014 - 09:00

Hugsaðu þig um næst þegar þú finnur fyrir öfund -Samfélagsmiðlar gefa ekki alltaf rétta mynd af raunveruleikanum

Hvenær fannstu síðast fyrir afbrýðisemi þegar þú sást myndir og eða stöðuuppfærslur frá fólki sem þú kannast við á Facebook? Hvað hugsar þú þegar þú sérð allar flottu myndirnar sem viðkomandi setur á síðuna sína. Ævintýrin sem það upplifir á meðan þú situr fastur í grámyglulegum hversdagsleikanum. Og það kom ekki einu sinni sumar!
12.okt. 2014 - 08:00

Appelsínubörkur: Frábærar hugmyndir að notkun - Góður fyrir húðina og meltinguna

Vissir þú að ávaxtabörkur hefur að geyma mikið af bestu næringarefnum jarðar? Til að mynda er bæði hægt að nota hann í læknisfræðilegum sem og í meira praktískari tilgangi.


11.okt. 2014 - 21:30 Bleikt

Martröð barnsins: Leitin að hinum fullkomna líkama

Martröð mín um líkama minn byrjaði af alvöru þegar ég byrjaði í grunnskóla. Það leið ekki á löngu áður en ég var daglega farin að heyra einhvern segja hversu ljót og feit ég væri orðin. Þetta varð rútína í skólanum. Það er sífellt meiri pressa í nútímasamfélagi að fólk eigi að vera með fullkominn líkama. Þessi pressa eykst með degi hverjum og maður sér sífellt grindhoraðar fyrirsætur og auglýsingar um megrunarkúra.

11.okt. 2014 - 19:30

Ótrúleg framganga lækna í faðernismáli: Einn dæmdur í fangelsi

Undirréttur í Lyngby í Danmörku hefur dæmt lækninn Filipe Carlos Warberd De Medeiros sekan um öll ákæruatriði og dæmt hann í 8 mánaða fangelsi. De Medeiros var fundinn sekur um fjársvik, skjalafals og rangan vitnisburð fyrir dómi. Tveir aðrir læknar voru sýknaðir af ákæru í málinu sem snerist um faðerni en De Medeiros vildi ekki gangast við barni sem hann á og notaði aðstöðu sína sem læknir til að svindla á DNA-sýni.
11.okt. 2014 - 16:30

Kæru ungu menn: Gamla staðalímyndin af hvað er að vera ´karlmaður´er bara bull

Ég ætla að segja ykkur það sem ég vildi að mér hefði verið sagt þegar ég ráfaði ráðvilltur um á aldrinum 15 til 25 ára. Þetta virðist kannski vera svolítið drambsamt bréf frá 34 ára manni sem skrifar aðallega um hvernig hann er að venjast því að vera fullorðinn. Kannski er þetta svolítið dramb, þú verður bara að sætta þig við það, eða ekki.
11.okt. 2014 - 12:30

Þorsteinn Sindri: „Frá Akureyri í Pepsi auglýsingu -Netið er klikkað"

Þorsteinn Sindri Baldvinsson betur þekktur sem Stony hafði lengi reynt að koma sér á framfæri á samfélagsmiðlum þegar hann ákvað að gera eitthvað öðruvísi. Í framhaldinu gerði hann sína eigin útgáfu af lagi Macklemore, Can´t Hold Us, þar sem hann notaði meðal annars bílhurð, glös og örbylgjuofn til að búa til hljóð.
10.okt. 2014 - 14:15

Lifði í fjórar klukkustundir eftir fæðingu: „Hann kenndi okkur svo margt "

Lítill drengur lést í gær fjórum klukkustundum eftir að hann kom í heiminn. Foreldrar hans höfðu vitað frá 13. viku meðgöngunnar að hann myndi líklegast ekki lifa nema í nokkrar klukkustundir þar sem hann væri með banvænan fæðingargalla.
10.okt. 2014 - 12:00

Hjartnæm saga af góðmennsku lögregluþjóns sem stöðvaði fátæka móður fyrir ólöglegt athæfi: MYNDBAND

Það eru ekki aðeins íslenskir lögregluþjónar sem hafa vakið heimsathygli fyrir að láta gott af sér leiða í samfélaginu. Saga Alexis DeLorenzo sem er ung atvinnulaus krabbameinsveik móðir og lögregluþjónsins Emmett Township hefur vakið mikla athygli.
09.okt. 2014 - 21:00

Venjulegu fólki boðið að hitta klámstjörnur og snerta þær

Ímyndaðu þér að standa óvænt fyrir framan þekkta klámmyndastjörnu og vera boðið að að snerta hana. Hvernig myndi þér líða? Værir þú feiminn? Spenntur eða forvitinn?
09.okt. 2014 - 20:00

Hundrað milljón króna hús í Grafarvogi til umfjöllunar í New York Times

Glæsilegt 350 fermetra  einbýlishús í Grafarvogi á tveimur hæðum með útsýni út á hafið er til umfjöllunar í bandaríska miðlinum New York Times. Í blaðinu er einnig fjallað um íslenskan fasteignamarkað, hvaða erlendu aðilar eru helst að fjárfesta í íslenskum fasteignum. Þá er sagt að markaðurinn sé loks kominn úr frosti en eigi þó enn nokkuð í land frá því fyrir hrun þegar um 190 kaupsamningar voru gerðir að meðaltali á viku.
09.okt. 2014 - 12:21

Misgáfulegar skyndilausnir: Myndir

Flestir kannast við tilfinninguna þegar hlutir sem eru okkur lífsnauðsynlegir í daglegu lífi bila! Sumir kippa sér lítið upp við það og annað hvort henda hlutnum í ruslatunnuna og kaupa nýjan eða fara með hann í viðgerð (til fagaðila).
09.okt. 2014 - 12:10

Breytingar á norskum peningaseðlum vekja mikla athygli fyrir óvenjulegt útlit

Ótrúlegt en satt. Norðmenn  hafa lengi haft það orð á sér að vera gamlir í hettunni. Því hefur það komið mörgum misskemmtilega á óvart að útlit peningaseðla í Noregi verður heldur óvenjulegt frá og með árinu 2017.


09.okt. 2014 - 10:00

Ný kvikmynd um Draugabanana í farvatninu: Konur í aðalhlutverkum

Þeir sem eru fæddir á áttunda áratug síðustu aldar muna eflaust flestir eftir kvikmyndunum um Draugabanana, Ghostbusters, sem nutu gríðarlegra vinsælda. Nú er þriðja kvikmyndin komin í vinnslu en Paul Feig mun leikstýra henni en hann er þekktastur fyrir að hafa leikstýrt kvikmyndinni Bridesmaids.
08.okt. 2014 - 21:00

Ísland er smám saman að breytast í Disneyland: Gæti orðið hrun og ferðamannakreppa

„Við höfum selt Þjóðverjum ferðir til Íslands í fimm ár og viðskiptin hafa aukist mikið síðustu tvö árin. Það hefur bæði kosti og galla og breytingarnar eru miklar, í raun ekki til góðs“, segir Sven Strumann sem ásamt konu sinni Petru rekur ferðaskrifstofuna Kría. Sven hefur komið hingað til lands á hverju sumri frá árinu 1989. Ást hans á Íslandi er með slíkum eindæmum að hann skírði öll þrjú börn sín íslenskum nöfnum og notaði hann símaskrána til að finna nöfnin.  Nú stefnir fjölskyldan á að flytja til landsins. Blaðamaður Pressunnar ræddi við Sven seint í sumar um stöðu mála.
08.okt. 2014 - 16:30

12 ára stúlka giftist 37 ára unnusta sínum næstkomandi laugardag: „Norskt samfélag logar af bræði“

Thea, sem er tólf ára gömul, er fyrsta barnunga brúðurin í Noregi. Stúlkan ætlar að ganga í það heilaga næstkomandi laugardag. Geir, unnusti hennar, er 37 ára gamall. Brúðkaupið verður það fyrsta í Noregi þar sem stúlka undir lögaldri giftir sig. Mikil reiði ríkir í Noregi vegna þessa. Samfélagsmiðlar loga og almenningur krefst þess að brúðkaupið verði slegið af.
08.okt. 2014 - 15:40

Hjúkrunarfræðingur dæmdur fyrir manndráp af gáleysi

Hjúkrunarfræðingur, kona, hefur verið dæmd sek um manndráp af gáleysi eftir að hún gaf eldri manni 10 milligrömm af deyfilyfinu Midazolam því hann var of órólegur til að fá þá meðferð sem hún taldi nauðsynlegt að hann fengi. Maðurinn fékk skömmu síðar hjartaáfall, var endurlífgaður en lést nokkrum dögum síðar af völdum þess heilaskaða sem hann varð fyrir á meðan hann var í hjartastoppi.
07.okt. 2014 - 21:30

Fjóla átti æsku sem ekkert foreldri óskar barninu sínu: „Fyrir mér er venjuleg fjölskylda ekki til“

Fjóla Ólafardóttir er 23 ára kona frá Grindavík. Við fyrstu sýn virðist hún „ósköp eðlileg stelpa,“ snyrtilega klædd, brosmild og ber af sér góðan þokka. En ekki er allt sem sýnist. Fjóla átti æsku sem ekkert foreldri óskar barninu sínu og í dag vinnur hún í því að styrkja sjálfa sig.

Sena: RCF - Laugardagurinn
Netklúbbur Pressunnar