11. maí 2012 - 11:05

Hönnun: Sérstakt en flott hús sem er staðsett á kletti - „Casa Playa Las Lomas í Perú“ - MYNDIR

Casa Playa Las Lomas I-05 í Perú eftir Vértice architects - sérstakt hús sem er komið er fyrir á einhvers konar kletti! Þetta hús var hannað í fyrstu röðinni á Lomas del Mar ströndinni í Cerro Azul, 120 km suður af Lima.

Því er komið fyrir á kletthæð sem nær 48 metra hæð yfir sjó. Það hefur 180° útsýni yfir Kyrrahafið og þvílíkt útsýni yfir strandir í austur og norður.

Meginmarkið arkítektanna var að finna besta útsýni sem gat fundist og þá sérstaklega frá stofu sem og aðal svefnherberginu. Stofu og eldhúsi er haldið sem mjög opnu svæði þar sem svo er hægt að ganga út á yndislega verönd þar sem ílöng sundlaug er einnig staðsett.

Stiginn er gerður úr náttúrulegri steypu og er staðsettur útfrá eldhúsinu. Aðalefni notuð í húsið er steypa, hvít málning á veggjum, burstað stál, gler og granít. 

Húsið er mjög minimalískt og nær eflaust ekki til allra en með ströndina og klettana í kring finnst mér það virkilega sjarmerandi og einnig aðdáunarvert hversu vel arkítektarnir náðu að “planta“ því einfaldlega á þennan klett.

Opið, hátt til lofts og hentar því fullkomlega fyrir gestagang til dæmis!

Hér er hægt að skoða meira frá þessum arkítektum : www.verticearquitectos.com

 

JÞE

Left Right30.sep. 2013 - 08:00

Norska hljómsveitin Ylvis er mögnuð og veltur upp stórum spurningum!

Norska hljómsveitin Ylvis hefur heldur betur slegið í gegn með laginu The Fox. Það eru bræðurnir Bård og Vegard Ylvisåker frá Noregi sem gerðu lagið sem var birt á YouTube þann 3. september. Ylvis sendi frá sér annað lag á YouTube nokkrum 6.september, sem rúmlega 5 milljónir manns hafa hlustað á og er ekki síðri perla. Í þessu lagi er velt upp ekki síður stórri spurningu en í því fyrra.
28.sep. 2013 - 15:00 Eva Gunnbjörnsdóttir

Sunna Rannveig bardagakona: „Þetta var fjarlægur draumur þar til ég fann ljós í myrkrinu“

Sunna Rannveig Davíðsdóttir er 28 ára móðir og fyrsta íslenska konan til þess að keppa fyrir hönd bardagaklúbbsins Mjölnis í blönduðum bardagalistum, „MMA.“ Sunna Rannveig ákvað að setja háskólanám sitt á pásu og fara í þjálfunarbúðir á tælensku eyjunni Phuket þar sem hún æfði MMA og „muay thai.“ Veröldin hitti þessa kjarnakonu.
27.sep. 2013 - 11:25

Eldfim yfirlýsing frá Danmörku: „HIV-jákvætt fólk á lyfjum smitar ekki“

Félagasamtökin Hiv-Danmark sendu frá sér þá yfirlýsingu nú í september að bæði HIV-jákvæðir og almenningur skyldu uppfræddir um það: „Að HIV-jákvætt fólk á lyfjum (sem bregst vel við lyfjagjöf), smitar ekki.“ 
26.sep. 2013 - 13:05

Strákur með tourette kemst yfir erfiðleikana þegar hann syngur, hann er magnaður söngvari!

Carlos Guevara er einn keppenda X-factor. Hann er með tourette en þegar hann byrjar að syngja er ekki hægt að sjá það á honum. Carlos sem er aðeins 16 ára en hefur barist við marga djöfla á lífsleiðinni, en erfiðleikarnir hverfa þegar hann syngur. Þetta er magnað:

25.sep. 2013 - 18:56

„Ekki gefast upp þótt á móti blási“ - 11 einstaklingar sem hindranir náðu ekki að stöðva!

„Ekki gefast upp þótt á móti blási.“ Þetta hljómar eins og málsháttur en svo er ekki. Hér hafa verið teknar saman nokkrar magnaðar sögur af fólki sem gafst ekki upp þótt á móti hafi blásið. Í sumum tilfellum veittu erfiðleikarnir einstaklingunum jafnvel eldmóð til þess að ná markmiðum sínum.


23.sep. 2013 - 11:00

Framhjáhöld á afturhaldi? Ósanngjörn hegðun helsta ástæða skilnaða

Framhjáhöld eru valdur að færri skilnuðum í dag en þau voru áður samkvæmt rannsókn sem var gerð í Bretlandi í samvinnu við lögfræðistofur þar í landi.
23.sep. 2013 - 08:00

„Á eftir bolta kemur barn“ sjónhverfing á vegi: Myndband

Hverfi í vestur-Vancouver í Kanada tók sig til, í samstarfi við stofnun sem samsvarar Samgöngustofu hér á landi, að mála sjónhverfingu á götu þar sem var mikil slysahætta fyrir börn.
21.sep. 2013 - 15:00

Góðverk gera heiminn að betri stað: Myndband í einni kvikmyndatöku

Það þarf oft ósköp lítið til þess að gleðja aðra manneskju og eitt lítið góðverk getur haft jákvæð áhrif. Hér er hrífandi myndband sem sýnir áhrifamátt góðverka og hvernig þau gera heiminn að betri stað. Það er ekki aðeins boðskapur myndbandsins sem hrífur heldur má hér sjá rúmar fimm mínútur í einni kvikmyndatöku. Njótið!
21.sep. 2013 - 09:00

15 hlutir sem þú munt ekki trúa að séu til í náttúrunni: Myndir

Náttúran er falleg og mögnuð. Oft sjáum við myndir af stöðum sem við trúum varla að séu til. Allir þessir staðir eru samt sem áður raunverulegir. Ótrúlegt en satt! 
19.sep. 2013 - 17:30

Hjón stíga fram með ótrúlega sögu sína: Misstu samanlagt 235 kíló - Myndir og myndband

Hjón hafa samanlagt misst 235 kíló á aðeins einu og hálfu ári með breyttu mataræði, hreyfingu og stuðningi hvort við annað.
17.sep. 2013 - 14:30

11 ástæður þess að Agatha Christie var jafn áhugaverð og sögupersónur sínar!

Agatha Christie er einn fremsti rithöfundur allra tíma. Hún lifði lífi sem var áhugavert eins og bækurnar hennar, enda dreif margt á daga hennar. Til dæmis varð hún að rannsóknarefni hjá þjóðaröryggisstofnun Bretlands í seinni heimstyrjöldinni og svo hvarf hún eitt sinn í 11 daga. Þetta og margt fleira áhugavert átti sér stað í lífi hennar.
17.sep. 2013 - 08:00

Pylsuát jafn skaðlegt og reykingar? Myndband

Til eru þeir sem telja að pylsur séu jafn slæmar heilsunni og sígarettur. Ef borðað er meira en 50 grömm af unninni kjötvöru á dag er sagt að líkurnar á ristilkrabbameini aukist verulega.
16.sep. 2013 - 15:30

13 ára fötluð stúlka heillar dómara X-factor upp úr skónum: Myndband

Hin 13 ára Rion Paige hefur sjaldgæfan sjúkdóm sem veldur því að handleggir hennar vaxa ekki sem skildi. Einnig er hún næstum því alveg blind á hægra auga. Rion hefur veitt áhorfendum X-factor mikinn innblástur með sögu sinni og segir:
16.sep. 2013 - 13:15

Fór í lýtaaðgerð til þess að eiga möguleika á starfi: Myndband

Sjónvarpskynnirinn og þáttagerðarkonan Julie Chen er kínversk að uppruna og var áður með lítil skásett augu. Til þess að fá feril sinn á flug fékk hún sér umboðsmann sem sagði henni eins og var, að hún myndi ekki ná frama nema hún færi í lýtaaðgerð á augum sínum. Julie ákvað að láta verða af lýtaaðgerðinni vegna þess að hún tengdi sjálfsímynd sína meira við feril sinn sem þáttagerðarkona en við útlitið. Eins og efnahagsástandið er í dag eru margir sem málamiðla sjálfsímyndinni til þess að fá vinnu. Er það í lagi?
16.sep. 2013 - 10:56

20 hlutir sem aldrei skal segja í svefnherberginu!

Til þess að hjálpa í svefnherbergisdeildinni, hafa hér verið tekin saman atriði sem er afar pirrandi að heyra á meðan kynlífi stendur. Sumt má hugsa en ekki segja.