06. jún. 2015 - 10:00

Í tilefni Colour Run! Regnboga pönnukökur

Regnbogapönnsurnar eru líflegar að sjá.

Regnbogapönnsurnar eru líflegar að sjá.

Það er alltaf gaman að bjóða í bröns. Amerískar pönnukökur er sniðug hugmynd í sunnudags-brönsinn og renna ljúflega niður með sýrópi. Það er samt gaman að breyta til og bjóða upp á eitthvað öðruvísi og nýtt.

Ofurmamman á síðunni www.iammommy.typepad.com hitti beint í mark þegar hún bjó til regnboga-pönnukökur handa fjölskyldunni. Þær eru ljúffengar, litríkar og skemmtilegar. Þar að auki eru þær alveg sérstaklega auðveldar í undirbúningi og fljótlegar.

Svo auðvitað voða spennandi fyrir ungviðið að fá að bragða á svona litríkum pönnsum. Hérna er uppskriftin af gamaldags ekta amerískum regnboga-pönnukökum.

Innihald:

1 og hálfur bolli hveiti
3 og hálf teskeið lyftiduft
1 teskeið salt
1 teskeið sykur
1 og 1/4 bolli mjólk
1 egg
3 matskeiðar bráðið smjör

Aðferð:

 1. Sigtið saman hveiti, lyftiduft, salt og sykur í stóra skál. Búið til holu í miðjuna og hellið mjólkinni, egginu og smjörinu ofan í. Hrærið saman þar til blandan er orðin mjúk.

2. Skiptið deiginu niður í nokkrar skálar og hrærið matarlit saman við deigið. Rautt, grænt, gult, blátt, fjólublátt og svo framvegis.

3. Hitið pönnu með smá olíu á. og hellið um 1/4 bolla af deigi á pönnuna fyrir hverja pönnsu. Steikið þar til báðar hliðar eru orðnar gullinbrúnar. Berið fram heitt með hlynsýrópi.

Staflið pönnukökunum á disk eða bakka og látið smávegis sýróp drjúpa yfir pönnsurnar. Það má líka skera smá smjörbita og setja á efstu pönnsuna og leyfa því svo að bráðna yfir staflann. Verði ykkur að góðu!

Left Righthttp://ads.pressan.is/html5/skrar/2015/pressan/bdtkni/a/web/
16.nóv. 2016 - 00:00

Ostabúðin Skólavörðustíg: Fjölbreytt lostæti í gjafakörfuna

Allir sælkerar þekkja Ostabúðina á Skólavörðustíg en þar hefur Jóhann Jónsson, betur þekktur sem Jói, ráðið ríkum undanfarin 17 ár. Ostabúðin býður upp á glæsilegar sælkerakörfur fyrir jólin til einstaklinga og fyrirtækja en í þeim er frábært úrval af ostum og öðrum sælkeramat úr versluninni.

16.nóv. 2016 - 00:00

Gleðileg ostajól: Fjölbreytt og girnilegt ostakörfuúrval frá MS

Ostar eru frábærir í tækifæris- og jólagjafir og sívinsælir á veisluborðið. Falleg gjafakarfa með úrvali af bragðgóðum íslenskum ostum og öðru góðgæti er gómsæt gjöf sem gleður í aðdraganda jólanna. MS býður upp á fjölbreytt ostakörfuúrval þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, en körfurnar koma í ýmsum stærðum og gerðum.
15.nóv. 2016 - 14:00 Smári Pálmarsson

Ég man þig kvikmynduð: Tökum lýkur á næstu dögum – „Menn eru brattir að ná að klára myndina fyrir páska“

Bókin Ég man þig eftir glæpasagnahöfundinn Yrsu Sigurðardóttur kom út árið 2010 og vakti strax mikla athygli. Árið 2012 var hún gefin út í enskri þýðingu. Á síðasta ári var tilkynnt að kvikmynd byggð á bókinni væri í vinnslu. Hún er framleidd af Sigurjóni Sighvatssyni og Zik Zak kvikmyndum en leikstjóri er Óskar Þór Axelsson.
15.nóv. 2016 - 12:00 Smári Pálmarsson

Bent var starfsmaður Sorpu þegar kvikmyndabransinn kallaði á hann

Það er óhætt að segja að fjölbreyttur hópur fólks komi að gerð íslensku hrollvekjunnar Möru. Meðal þeirra eru Bent Kingo, framleiðslu- og tökustaðarstjóri, og Vilius Petrikas framleiðandi en Elvar Gunnarsson leikstjóri myndarinnar ræddi við þá félaga í splunkunýju Vídeobloggi um gerð myndarinnar.
14.nóv. 2016 - 20:00 Smári Pálmarsson

Sjálfumglaður læknir setur egóið á hilluna og bjargar heiminum

Þó skurðlæknirinn Stephen Strange hefði bjargað ófáum mannslífum í starfi sínu virtist það ekki þjóna öðrum tilgangi en að mata hans eigið egó. Útlitið var því svart þegar hann lenti í óvæntu slysi og sá ekki fram á að geta sinnt starfi sínu áfram. Hans þrönga sýn á heiminn átti þó eftir að opnast upp á gátt og fyrr en varði var það undir honum komið að bjarga heiminum frá glötun.
14.nóv. 2016 - 15:15 Kynning

Annie Mist valdi vistvænan bíl

Annie Mist valdi Volkswagen Golf GTE. Það var vel við hæfi að CrossFit-meistarinn Annie Mist Þórisdóttir fékk draumabílinn afhentan á Vistvænum dögum Heklu sem nú standa yfir. Um er að ræða tengiltvinnbílinn Volkswagen Golf GTE sem gengur bæði fyrir rafmagni og bensíni.
14.nóv. 2016 - 11:56 Kynning

Vilt þú vinna heilan kassa af KEX frá Cloetta?

KEX frá Cloetta er eitt langvinsælasta nammi Svíþjóðar og hefur verið í áratugi. Það er ótrúlega gott – stökk lög af kexi og gómsætt súkkulaði. Sérstaklega auðvelt að brjóta það niður og deila með vinum – ef maður tímir! Þú finnur KEX í hillum flestra verslana á Íslandi og hefur þetta vakið mikla lukku hér eins og erlendis.

12.nóv. 2016 - 17:23 Smári Pálmarsson

Magnús þurfti að leika nakinn í helli uppi á hálendi

Magnús Ómarsson er einn af handritshöfum íslensku kvikmyndarinnar Möru. Hann kemur reyndar að gerð myndarinnar með ýmsum hætti sem framleiðandi, hljóð- og ljósamaður auk þess sem hann leikur skrímslið í myndinni – sjálfa Möruna.
11.nóv. 2016 - 15:30 Smári Pálmarsson

Selja fokdýrar rafbækur á kolrangri íslensku – Höfundur finnst ekki í þjóðskrá

Að minnsta kosti tvær íslenskar rafbækur fást til sölu hjá Amazon sem eru fokdýrar auk þess að fara ansi brösulega með tungumálið. Við athugun bendir allt til þess að seljandinn hafi einfaldlega keyrt handahófskenndan texta í gegnum þýðingarforrit eins og Google Translate. RÚV greinir frá þessu.
10.nóv. 2016 - 16:00 Smári Pálmarsson

Spáði The Simpsons fyrir um sigur Donald Trump? Ýmsar rangfærslur í umferð

Sú mýta hefur gengið manna á milli á samfélagsmiðlum að teiknimyndaþættirnir The Simpsons hafi með ótrúlegum hætti spáð fyrir um sigur Donald Trump í forsetakosningunum. Bornar eru saman raunverulegar ljósmyndir af Donald Trump og sláandi lík skjáskot úr The Simpsons af nýkjörnum forsetanum.
10.nóv. 2016 - 14:30 Smári Pálmarsson

Vilt þú djamma með Jay og Silent Bob? Sérstök partísýning á Clerks

Bíó Paradís stendur fyrir sérstakri partísýningu á költmyndinni Clerks úr smiðju Kevin Smith á morgun, föstudaginn 11. nóvember, klukkan 20. Gestir mega taka með sér áfengi og aðrar veigar af barnum inn í salinn þar sem stemningin á að vera í hámarki. Clerks kom út árið 1994 og var fyrsta kvikmynd Kevin Smith í fullri lengd. Myndin segir frá félögunum Dante og Randall sem starfa í lítilli verslun.
10.nóv. 2016 - 13:00 Smári Pálmarsson

Hjálpaðu Emmsjé Gauta að komast á Prikið – Sjúklega ávanabindandi tölvuleikur

Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti hefur gefið út verulega ávanabindandi tölvuleik á vefsíðu sinni emmsje.is. Það var Nútíminn sem vakti athygli okkar á leiknum en markmiðið er að koma Gauta á Prikið þar sem hann ætlar að halda útgáfutónleika. Leikmenn þurfa að hjálpa Gauta að forðast aðra vegfarendur – því eins og segir í upphafi leiksins er skítamórall yfir skemmtanalífinu í Reykjavík þetta kvöld.
10.nóv. 2016 - 10:00 Kynning

Bílastofan opnar nýtt og glæsilegt verkstæði í Funahöfða 6: Frí umfelgun fyrir þá sem kaupa dekk

Bílastofan hefur opnað nýtt og glæsilegt bifreiða- og dekkjaverkstæði að Funahöfða 6, Reykjavík, en áður hefur Bílastofan starfað með glæsibrag í Reykjanesbæ. Þar er hægt að fá dekk á hagstæðara verði en gengur og gerist án þess að slakað sé á gæðakröfum.
09.nóv. 2016 - 15:18

Raðmorðingi gengur laus í Reykjavík: Nýja Breiðholt birtir ískyggilega framtíðarsýn

Nýja Breiðholt er óvenjuleg spennusaga eftir Kristján Atla Ragnarsson sem gerist í ískyggilegri framtíð í Reykjavík þar sem nær allir innviðir eru hrundir og frumskógarlögmálið ræður ríkjum í samskiptum íbúanna.
09.nóv. 2016 - 15:00 Smári Pálmarsson

Ný íslensk hrollvekja í bígerð: „Viljum sjá nýja tegund kvikmynda fóta sér sess hér á landi“

Metnaðarfullur hópur íslensks kvikmyndagerðarfólks vinnur nú hörðum höndum að splunkunýrri hrollvekju sem ber heitið Mara. Kvikmyndin og fjallar um ungt par sem flytur frá Nashville í Bandaríkjunum á afskekktan stað á Íslandi. Þar hyggjast þau hefja nýtt líf en fljótt fara dularfullir atburðir að eiga sér stað.
09.nóv. 2016 - 10:50 Kynning

Vistvænir dagar í Heklu

Audi A3 e-tron Dagana 10. til 12. nóvember 2016 verða Vistvænir dagar hjá Heklu að Laugavegi 170-174. Sérstök áhersla verður lögð á fræðslu og upplýsingar um þá kosti sem í boði eru fyrir þá sem hugleiða að fá sér vistvænan bíl ásamt því að Audi A3 e-tron og Volkswagen Eco up! verða frumsýndir.
08.nóv. 2016 - 15:23 Smári Pálmarsson

Börðu Ned Flanders til óbóta og grófu hann í eyðimörkinni

Þungarokkshljómsveitin Okilly Dokilly er óhefðbundin í meira lagi. Nafn hennar vísar í frasa úr skrautlegum orðaforða Ned Flanders, óþolandi nágranna Homer Simpson, í hinum sívinsælu teiknimyndaþáttum um Simpson-fjölskylduna. Pressan hefur áður fjallað um sveitina Okilly Dokilly en meðlimir hennar eru allir klæddir eins og Flanders, í grænni peysu yfir bleikri skyrtu, og auðvitað með yfirvaraskegg.
03.nóv. 2016 - 17:15

Myndaveisla: Hrekkjavökuball í Mosó

Hátt í 300 manns létu sjá sig á heimapöbb Mosfellinga, Hvíta Riddaranum, síðastliðna helgi þegar Hrekkjavökunni var fagnað með risa Hrekkjavökuballi. Skímóbræður sáu um stuðið, eins og þeim einum er lagið, en eins og sjá má á myndunum lögðu gestir kvöldsins mikið í búningana.
03.nóv. 2016 - 13:30 Kynning

Tískufatnaður og heimilisvara á frábæru verði

Lagersalan hefst á fimmtudag. Dagana 3.-5. nóvember verður heildverslunin RÚN með lagerhreinsun á fatnaði og heimimilisvöru. Mikið úrval af herrafatnaði, s.s. jakkafötum, skyrtum, bolum og buxum í öllum stærðum og fjöldi sýnishorna í dömufatnaði.
03.nóv. 2016 - 12:00 Akureyri vikublað

Margrét er hrifin af valdasamskiptum: „Var hrædd um að ég væri óhæf móðir“

Listakonan Margrét Nilsdóttir vissi ung að hún væri ekki eins og flestir jafnaldrar hennar. Margrét, sem er BDSM-hneigð, undirgefin kona, ræðir hér um æskuna, líklegt Asperger-heilkenni, andleg veikindi móður sinnar sem hún varð snemma sérfræðingur í, bróðurinn sem svipti sig lífi, frelsið sem hún upplifði við að koma út úr BDSM-skápnum, fæðingarþunglyndið og flækjuna sem fylgir því að vera undirgefinn femínisti.

01.nóv. 2016 - 21:30 Þorvarður Pálsson

Dr. Strange - Enn önnur ofurhetjumyndin

Dr. Strange er nýjasta stórmyndin úr smiðju Marvel Studios sem fært hafa okkur myndir á borð við Iron Man, Captain America og Avengers. Það er greinilegt að eitthvað er farið að þynnast úrvalið því Dr. Strange myndi seint teljast til frægari ofurhetja Marvel og það er erfitt að átta sig á því hvers vegna honum var tranað fram með þessum hætti.
01.nóv. 2016 - 12:42

Ætlar þú að prjóna fyrir jólin? 20% afsláttur af erlendu garni í verslun Álafoss

Verslun Álafoss er staðsett í Álafosskvos, ákaflega fallegum og sögulegum stað í hjarta Mosfellsbæjar. Í versluninni er boðið upp á mikið úrval af íslensku og erlendu prjónabandi í bland við íslenskar ullarvörur, handverk og hönnun
31.okt. 2016 - 17:15 Þorvarður Pálsson

Eiðurinn halað inn meira en 62 milljónum króna – Dr. Strange vinsælasta myndin á Íslandi

Nýjustu tölur um aðsókn í íslensk kvikmyndahús voru birtar í dag. Þar kemur margt áhugavert fram og greinilegt að þær íslensku myndir sem sýndar eru um þessar mundir eru að hitta í mark hjá gestum kvikmyndahúsanna. Dr. Strange er vinsælasta myndin á Íslandi í dag.

24.okt. 2016 - 22:30 Smári Pálmarsson

Önnur þáttaröð af Jessicu Jones væntanleg – Alfarið leikstýrt af konum

Netflix hefur staðfest að annarri þáttaröð um kvenhetjuna Jessicu Jones verði alfarið leikstýrt af konum. Tæplega þriðjungi þáttanna í fyrstu þáttaröð var leikstýrt af konum en Jessica Jones hlaut strax mikið lof fyrir grípandi söguþráð og sterkar persónur. Sérstakt hrós hlutu þættirnir fyrir framúrskarandi kvenpersónur og hvernig þeir tækluðu áfallastreitu vega kynferðisofbeldis og ofbeldissambands með trúverðugum hætti.


24.okt. 2016 - 16:30 Smári Pálmarsson

Þessir unglingar, sko…

Þegar ég gekk út úr Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði síðastliðið föstudagskvöld átti ég ekki til orð. Þessir unglingar, sko… Það er ekki nema áratugur síðan ég var sjálfur löggiltur unglingur. Dóttir mín verður unglingur eftir örfá ár. Ég hét því að gleyma aldrei hvernig það var að vera á þessum aldri. Þess vegna getur verið gott að umgangast ungt fólk, hlusta á það og fá áminningu um að yngri kynslóðin veit stundum alveg hvað hún syngur.
24.okt. 2016 - 16:30 Smári Pálmarsson

Grimmd á Nova snappinu: Sjáðu alla atburðarásina hér – Myndband

Íslenski spennutryllirinn Grimmd var frumsýndur á dögunum en að því tilefni tók útgáfufyrirtækið Sena við Nova snappinu. Þar var leikin spennandi saga sem tengist söguþræði myndarinnar með óbeinum hætti. Atburðirnir birtust notendum líkt og hefðbundin „snöpp“ en hér fyrir neðan má sjá söguna frá upphafi til enda í stuttu myndbandi.
20.okt. 2016 - 17:00 Smári Pálmarsson

Tom Cruise og James Corden endurgerðu frægustu atriði leikarans – Myndband

Tom Cruise var um tíma ein skærasta stjarnan í Hollywood en tengsl hans við Vísindakirkjuna og framkoma í fjölmiðlum hafa valdið því að hann hefur fallið mjög í almenningsáliti. Honum tekst þó enn að lokka fjölda fólks í kvikmyndahús, ekki síst þegar hann bregður sér í hlutverk Ethan Hunt í Mission Impossible, en kvikmyndirnar eru orðnar ansi margar.
19.okt. 2016 - 12:38 Ari Brynjólfsson

Hjónin við hliðina toppar metsölulista Eymundsson

Metsölulisti Eymundsson 19. október 2016

19.okt. 2016 - 10:00 Kynning

Ferskt íslenskt hráefni - matreiðsla undur S-evrópskum áhrifum

Forréttabarinn er staðsettur á mörkum miðbæjarins og Vesturbæjarins, að Nýlendugötu 4, 101 Reykjavík. Staðurinn er fimm ára gamall en í matreiðslunni er keppst við að nota ferskt íslenskt hráefni, kjöt, fisk og grænmeti; en þetta er síðan matreitt á klassískan hátt undir miklum áhrifum frá suður-evrópska eldhúsinu.
18.okt. 2016 - 10:00 Kynning

Sæktu rétt þinn: Fulltingi sérhæfir sig í slysa- og skaðabótum

Það getur haft djúpstæðar líkamlegar og fjárhagslegar afleiðingar á líf og hag fólks að lenda í slysi. Varla er á það bætandi að þurfa einnig að sækja bótarétt til tryggingarfélaganna, sem geta verið stirð í samskiptum og með flókið regluverk.
14.okt. 2016 - 10:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Eitt glæsilegasta jólahlaðborð sem sést hefur: Restaurant Reykjavík, Vesturgötu 2

Pantanir eru nú hafnar á Stjörnuhlaðborðið, jólahlaðborðið á Restaurant Reykjavík, Vesturgötu 2. Hlaðborðið á Restaurant Reykjavík hefur lengi haft orð á sér fyrir að vera mjög glæsilegt og hefur notið mikilla vinsælda. Að þessu sinni verður bætt við ýmsum spennandi nýjungum og fullyrða eigendur staðarins að jólahlaðborðið í ár verði eitt það glæsilegasta sem sést hefur í Reykjavík.

13.okt. 2016 - 11:33 Smári Pálmarsson

Bob Dylan hlýtur Nóbelsverðlaun í bókmenntum 2016

Bandaríski tónlistarmaðurinn Bob Dylan hefur hlotið Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Tilkynnti var um þetta fyrir skömmu. Sara Danils, aðalritari sænsku Nóbelsakademíunnar, segir Dylan stórbrotinn tónlistarmann sem sé í sífellu að enduruppgötva sig. Hann hafi skapað nýjar hefðir í amerískri tónlist og samið mögnuð ljóð.

12.okt. 2016 - 19:00 Smári Pálmarsson

Ásdís Rósa og Ívar Páll skapa tónlist „á milli bleyjuskipta, brauðstrits og foreldrafunda“

„Við munum aldrei vita hvers vegna við erum hérna eða af hverju heimurinn er til en við vitum að kærleikurinn er það eina sem skiptir máli,“ segja hjónin Ásdís Rósa og Ívar Páll, stofnendur hljómsveitarinnar Jane Telephonda, sem stefna á útgáfu sinnar fyrstu hljómplötu í febrúar 2017.
11.okt. 2016 - 19:00 Ari Brynjólfsson

Hanna slasaðist í bílslysi skömmu fyrir brúðkaupið – Unnustinn hélt á henni að altarinu: Myndband

Virkilega fallegt myndband fer nú eins og eldur í sinu um netheima, en það sýnir brúðkaup þeirra Hönnu og Stewart Patterson nýverið. Hanna lenti í alvarlegu bílslysi skömmu fyrir brúðkaupið og var um tíma talað um að fresta brúðkaupinu fram á næsta ár.

10.okt. 2016 - 14:40 Smári Pálmarsson

Tíu vinsælustu kvikmyndirnar í bíó

Teiknimyndin Storks hefur verið mest sótta kvikmyndin hér á landi síðustu tvær vikur. Bridget Jones‘s Baby hefur einnig lokkað fjölda Íslendinga í kvikmyndahúsin að undanförnu en hér má finna tíu vinsælustu kvikmyndir vikunnar sem leið.
10.okt. 2016 - 11:32 Kynning

Perlan er sívinsæl

Veitingahús Perlunnar hefur verið einn vinsælasti veitingastaður Reykjavíkur frá stofnun árið 1991, enda er Perlan einn þeirra staða sem hver ferðamaður verður að koma til. En stórkostlegt útsýni og glæsilegur arkitektúr er ekki allt sem Perlan hefur upp á að bjóða.
07.okt. 2016 - 16:00

80's Barinn opnar í kvöld: Daddi Diskó í áður óheyrðum nostalgíu ham

80's Barinn á efri hæð Lobster & Stuff opnar með formlegum hætti í kvöld og af því tilefni verður Daddi Diskó, einn ástsælasti skífuþeytir þjóðarinnar síðastliðin þrjátíu ár, í áður óheyrðum nostalgíu ham þar sem hann rifjar upp gleðina á öllum vinsælustu skemmtistöðum borgarinnar á níunda áratugnum. Kokteilbarþjónar 80's Barsins matreiða svo flottustu kokteila landsins í gesti. 

05.okt. 2016 - 10:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Easy2Clean: Byltingarkennd nýjung í innanhússmálningu

Hinn framsækni málningarframleiðandi Nordsjö setti fyrr á þessu ári á markaðinn afar merkilega nýjung en það er innanhússmálningin Easy2Clean sem markar tímamót og er það sem koma skal fyrir heimili þar sem fólk vill hafa hreina veggi og endingargóða málningu.
04.okt. 2016 - 10:28 Kynning

Nokkrir blómstrandi staðir í veitingaflóru höfuðborgarsvæðisins

Veitingastöðum á Íslandi hefur fjölgað mikið síðustu árin, fjölbreytni og gæði aukist og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þessi mikla fjölbreytni endurspeglast í stöðunum sem hér er fjallað um en þeir hafa mismunandi áherslur, yfirbragð og stíl, og allir kappkosta að vera framúrskarandi í því sem þeir gera.
03.okt. 2016 - 18:00 Smári Pálmarsson

Hulin virkni hversdagslegra hluta

Það er ýmislegt sem manni yfirsést við meðhöndlun hversdagslegra hluta en hér má finna nokkur atriði sem gætu komið einhverjum á óvart.
29.sep. 2016 - 22:00 Smári Pálmarsson

Tíu bestu kvikmyndir Tim Burton

Nýjasta kvikmynd leikstjórans Tim Burton, Miss Peregrine‘s Home For Peculiar Children, verður frumsýnd í íslenskum kvikmyndahúsum föstudaginn 30. september. Myndin byggir á samnefndri bók eftir bandaríska rithöfundinn Ransom Riggs. Sagan fjallar í stuttu máli um Jacob sem uppgötvar dularfullan heim og fær að kynnast sérkennilegum börnum sem dvelja á heimili fröken Peregrine.
29.sep. 2016 - 15:15

Meistaraball FH haldið um helgina

Þórarinn Ingi (t.h.), liðsmaður FH, í geðshræringu. Meistaraball FH verður haldið í veislusal FH-inga, Sjónarhóli, laugardaginn 1. október. Enginn annar en Helgi Björnsson mætir á svæðið og spilar fyrir meistaradansi og diskótekið Dísa sér um að hita upp mannskapinn.
28.sep. 2016 - 08:57 Smári Pálmarsson

Fullkominn matseðill fyrir óákveðin og mótþróafull börn

Flestir foreldrar þekkja hversu erfitt það getur verið að ákveðna hvað á að gefa börnunum að borða. Sérstaklega þegar þau vita ekkert hvað þau langar í eða segjast jafnvel ekki vilja neitt. Veitingastaður í Bandaríkjunum hefur hins vegar fundið snjalla lausn sem gæti reynst foreldrum þessara barna mjög vel.
27.sep. 2016 - 12:00 Kynning

Boðtækni: Allt frá rekstrarvörum til háþróaðs vélbúnaðar og tækja

Boðtækni er meðal þeirra fyrirtækja sem taka þátt í Sjávarútvegssýningunni sem haldin verður í Laugardalshöll dagana 28.-30. september. Boðtækni ehf er rótgróið og framsækið tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í hinum ýmsu lausnum. Fyrirtækið hefur breitt vöruúrval, allt frá rekstrarvörum til háþróaðs vélbúnaðar og tækja.
27.sep. 2016 - 10:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Fossberg kynnir Weicon og fleira áhugavert á Sjávarútvegssýningunni

Suðuborð Fossberg er meðal þátttakenda er í Sjávarútvegssýningunni 2016 sem haldin verður í Laugardalshöll. Fossberg verður á bás B5 á sýningunni og þar verða meðal annars til sýnis Scangrip-ljós, Metabo-verkfæri og Siegmund-suðuborð.
26.sep. 2016 - 22:00 Smári Pálmarsson

Hættur við Morðið á Stephen King

Metsöluhöfundurinn James Patterson segist hættur við útgáfu bókarinnar The Murder of Stephen King, eða Morðið á Stephen King, en til stóð að hún kæmi út eftir fáeinar vikur. Bókin hefði orðið eins konar hápunktur í opinberum deilum milli höfundanna tveggja sem staðið hafa yfir árum saman.
26.sep. 2016 - 13:26 Smári Pálmarsson

Endurgerði sögufrægt plötuumslag 25 árum síðar

Árið 1991 gaf bandaríska hljómsveitin Nirvana út breiðskífuna Nevermind. Vinsældir plötunnar, sem skartar meðal annars laginu Smells Like Teen Spirit, komu hljómsveitinni í opna skjöldu á sínum tíma en í dag hefur platan selst í allt að 30 milljónum eintaka.
21.sep. 2016 - 10:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Soho-veisluþjónusta: Þú veist hvað veislan kostar – smáréttaveislurnar vinsælar

 „Við bjóðum upp á fjölbreyttan mat en aðallega klassískan, góðan veislumat úr góðu hráefni. Við leggjum metnað í að laga allt á staðnum, gerum brauð, salatsósur og þess háttar frá grunni,“ segir Örn Garðarsson, eigandi veisluþjónustunnar Soho-veisluþjónusta.

20.sep. 2016 - 09:23 Kynning

Qigong: Hugræn leikfimi í stað lyfja

Kynningarnámskeiðið „Æfingar og sjálfsnudd í stað lyfja“ verður haldið í Heilsudrekanum, Skeifunni 3j, dagana 22. – 25. september, eða frá fimmtudegi til sunnudags. Alþjóða heilsu-qigong sambandið stendur að námskeiðinu og koma reyndir kennarar frá Kína til að kenna:

12.sep. 2016 - 10:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Tannlæknastofan Bæjarbros opnuð að Bæjarhrauni 2: Sjaldgæft að ungur tannlæknir opni eigin stofu

Róbert Gerald tannlæknir opnaði fyrir skömmu tannlæknastofuna Bæjarbros að Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði. Á sama stað er tannréttingasérfræðingurinn Þórir Schiöth með stofu og er Bæjarbros opnað í samstarfi við Þóri.

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10     Næstu síður > 

sætasvínið: Djöflakaka j2016
Netklúbbur Pressunnar