15. maí 2012 - 19:00

Regnboga pönnukökur - UPPSKRIFT

Regnbogapönnsurnar eru líflegar að sjá.

Regnbogapönnsurnar eru líflegar að sjá.

Það er alltaf gaman að bjóða í bröns. Amerískar pönnukökur er sniðug hugmynd í sunnudags-brönsinn og renna ljúflega niður með sýrópi. Það er samt gaman að breyta til og bjóða upp á eitthvað öðruvísi og nýtt.

Ofurmamman á síðunni www.iammommy.typepad.com hitti beint í mark þegar hún bjó til regnboga-pönnukökur handa fjölskyldunni. Þær eru ljúffengar, litríkar og skemmtilegar. Þar að auki eru þær alveg sérstaklega auðveldar í undirbúningi og fljótlegar.

Svo auðvitað voða spennandi fyrir ungviðið að fá að bragða á svona litríkum pönnsum. Hérna er uppskriftin af gamaldags ekta amerískum regnboga-pönnukökum.

Innihald:

1 og hálfur bolli hveiti
3 og hálf teskeið lyftiduft
1 teskeið salt
1 teskeið sykur
1 og 1/4 bolli mjólk
1 egg
3 matskeiðar bráðið smjör

Aðferð:

 
1. Sigtið saman hveiti, lyftiduft, salt og sykur í stóra skál. Búið til holu í miðjuna og hellið mjólkinni, egginu og smjörinu ofan í. Hrærið saman þar til blandan er orðin mjúk.

2. Skiptið deiginu niður í nokkrar skálar og hrærið matarlit saman við deigið. Rautt, grænt, gult, blátt, fjólublátt og svo framvegis.

3. Hitið pönnu með smá olíu á. og hellið um 1/4 bolla af deigi á pönnuna fyrir hverja pönnsu. Steikið þar til báðar hliðar eru orðnar gullinbrúnar. Berið fram heitt með hlynsýrópi.

Staflið pönnukökunum á disk eða bakka og látið smávegis sýróp drjúpa yfir pönnsurnar. Það má líka skera smá smjörbita og setja á efstu pönnsuna og leyfa því svo að bráðna yfir staflann. Verði ykkur að góðu!

Left Right09.okt. 2014 - 12:21

Misgáfulegar skyndilausnir: Myndir

Flestir kannast við tilfinninguna þegar hlutir sem eru okkur lífsnauðsynlegir í daglegu lífi bila! Sumir kippa sér lítið upp við það og annað hvort henda hlutnum í ruslatunnuna og kaupa nýjan eða fara með hann í viðgerð (til fagaðila).
09.okt. 2014 - 12:10

Breytingar á norskum peningaseðlum vekja mikla athygli fyrir óvenjulegt útlit

Ótrúlegt en satt. Norðmenn  hafa lengi haft það orð á sér að vera gamlir í hettunni. Því hefur það komið mörgum misskemmtilega á óvart að útlit peningaseðla í Noregi verður heldur óvenjulegt frá og með árinu 2017.


09.okt. 2014 - 10:00

Ný kvikmynd um Draugabanana í farvatninu: Konur í aðalhlutverkum

Þeir sem eru fæddir á áttunda áratug síðustu aldar muna eflaust flestir eftir kvikmyndunum um Draugabanana, Ghostbusters, sem nutu gríðarlegra vinsælda. Nú er þriðja kvikmyndin komin í vinnslu en Paul Feig mun leikstýra henni en hann er þekktastur fyrir að hafa leikstýrt kvikmyndinni Bridesmaids.
08.okt. 2014 - 21:00

Ísland er smám saman að breytast í Disneyland: Gæti orðið hrun og ferðamannakreppa

„Við höfum selt Þjóðverjum ferðir til Íslands í fimm ár og viðskiptin hafa aukist mikið síðustu tvö árin. Það hefur bæði kosti og galla og breytingarnar eru miklar, í raun ekki til góðs“, segir Sven Strumann sem ásamt konu sinni Petru rekur ferðaskrifstofuna Kría. Sven hefur komið hingað til lands á hverju sumri frá árinu 1989. Ást hans á Íslandi er með slíkum eindæmum að hann skírði öll þrjú börn sín íslenskum nöfnum og notaði hann símaskrána til að finna nöfnin.  Nú stefnir fjölskyldan á að flytja til landsins. Blaðamaður Pressunnar ræddi við Sven seint í sumar um stöðu mála.
08.okt. 2014 - 16:30

12 ára stúlka giftist 37 ára unnusta sínum næstkomandi laugardag: „Norskt samfélag logar af bræði“

Thea, sem er tólf ára gömul, er fyrsta barnunga brúðurin í Noregi. Stúlkan ætlar að ganga í það heilaga næstkomandi laugardag. Geir, unnusti hennar, er 37 ára gamall. Brúðkaupið verður það fyrsta í Noregi þar sem stúlka undir lögaldri giftir sig. Mikil reiði ríkir í Noregi vegna þessa. Samfélagsmiðlar loga og almenningur krefst þess að brúðkaupið verði slegið af.
08.okt. 2014 - 15:40

Hjúkrunarfræðingur dæmdur fyrir manndráp af gáleysi

Hjúkrunarfræðingur, kona, hefur verið dæmd sek um manndráp af gáleysi eftir að hún gaf eldri manni 10 milligrömm af deyfilyfinu Midazolam því hann var of órólegur til að fá þá meðferð sem hún taldi nauðsynlegt að hann fengi. Maðurinn fékk skömmu síðar hjartaáfall, var endurlífgaður en lést nokkrum dögum síðar af völdum þess heilaskaða sem hann varð fyrir á meðan hann var í hjartastoppi.
07.okt. 2014 - 21:30

Fjóla átti æsku sem ekkert foreldri óskar barninu sínu: „Fyrir mér er venjuleg fjölskylda ekki til“

Fjóla Ólafardóttir er 23 ára kona frá Grindavík. Við fyrstu sýn virðist hún „ósköp eðlileg stelpa,“ snyrtilega klædd, brosmild og ber af sér góðan þokka. En ekki er allt sem sýnist. Fjóla átti æsku sem ekkert foreldri óskar barninu sínu og í dag vinnur hún í því að styrkja sjálfa sig.
07.okt. 2014 - 20:00

Kengúrubardagi í áströlsku úthverfi: Ótrúlegt myndband

Kengúrur í slagsmálum er eitthvað sem fæstir á norðurhveli jarðar hafa upplifað að sjá. Í myndbandinu hér að neðan má sjá tvær karlkyns kengúrur í einhverju sem líkist spark-boxi. Bardaginn fór fram á götum úti í ónefndu úthverfi í Ástralíu.
07.okt. 2014 - 19:15

Sjáðu hvað er nýtt á Netflix í október: Kvikmyndir og þættir

Netflix er áskriftarþjónusta á netinu sem veitir aðgang að sjónvarpsþáttum, kvikmyndum og öðru myndefni sem notendur geta horft á án takmarkana fyrir fast mánaðargjald. Tugþúsundir Íslendinga nota nú þjónustu Netflix.  Kostnaður við að hafa Netflix er um 1450 krónur á mánuði.
07.okt. 2014 - 15:30

Nýtt ofurfæði: Poppkorn er hollara en margt grænmeti og ávextir

Kjötbollur með poppkorni, poppkornsgratín eða poppkorn með mjólk í morgunmat. Hljómar kannski ekki lystugt en hugsanlega er þetta fæðusamsetning framtíðarinnar því nú hafa vísindamenn sýnt fram á að poppkorn inniheldur meira af hollum og gagnlegum andoxunarefnum en margt af því grænmeti og ávöxtum sem heilsufríkin ráðleggja okkur að borða.
06.okt. 2014 - 21:00

Hugborg Inga léttist án megrunar um 17,5 kíló: „Ég hætti að þóknast öðru fólki“

Hugborg Inga Harðardóttir er 36 ára og býr á Siglufirði. Hún hefur náð undraverðum árangri í lífsstílsleiðréttingu í sumar og hefur nú lést um 17,5 kg á fjórum mánuðum, öfgalaust og án þess að fara í megrun.
06.okt. 2014 - 11:00

Vin Diesel lofsyngur Ólaf Darra: Mynd dagsins

Stórleikarinn Ólafur Darri og Hollywood stjarnan Vin Diesel eru greinilega orðnir miklir vinir. Diesel setti í gærkvöld mynd af sér og Ólafi Darra á Facebook síðu sína.

06.okt. 2014 - 09:00

Giftist stjúpsyni sínum: Dóttir hennar er því hálfsystir eiginmannsins og stjúpdóttir hans

Eflaust finnst mörgum tilhugsunin um að kona hafi gifst stjúpsyni sínum heldur sérstök eða jafnvel ógeðfelld og ekki verða fjölskyldumálin einfaldari við að konan á dóttur með föður nýja eiginmannsins. Stúlkan er því bæði hálfsystir og stjúpdóttir mannsins. Ansi flókin fjölskyldubönd svo ekki sé meira sagt.
05.okt. 2014 - 18:00

Fiskfélagið afhjúpar sína bestu rétti í nýrri matreiðslubók

Í lok ársins 2013 varð hugmynd að veruleika hjá matreiðslumeisturum Fiskfélagsins, Lárusi Gunnari Jónassyni og Ara Þór Gunnarssyni, en sú hugmynd var að gefa út matreiðslubók af vinsælustu réttum staðarins.
05.okt. 2014 - 12:00

Þriggja ára drengur sem fæddist án andlits fær nýja von með skurðaðgerð

Hann hvorki heyrir né sér og hann leikur sér ekki við önnur börn. Þegar foreldrar hans eru með hann á ferðinni breiða þau klút yfir höfuð drengins: hann er afskræmdur, fæddist án andlits. Núna hefur drengurinn fengið von um nýtt og betra líf.  
04.okt. 2014 - 20:00

Geta fyrrum ástmenn konu stýrt útliti barna hennar?

„Hann er með nefið þitt!“ Þetta heyra margir nýbakaðir foreldrar en þeir heyra ekki: „Hann er líka með augu fyrrum kærasta konunnar þinnar ...“ Enda kannski ekki margir sem kæra sig um að heyra þetta en kannski getur verið sannleikskorn í þessu ef miðað er við niðurstöður nýrrar rannsóknar.
04.okt. 2014 - 17:30

Að viðhalda góðu ástarsambandi og góðu kynlífi

Langflest stofnum við til langvarandi ástarsambands við annan einstakling einhvern tíma á ævinni. Algengast er hér á landi að til slíkra sambanda sé stofnað nokkuð snemma á meðan víða annars staðar sé algengara að fólk festi ekki ráð sitt fyrr en það tekur að nálgast þrítugt eða síðar. En hvað er það, sem gerir það að verkum að við löðumst frekar að einum einstaklingi en öðrum? Sumir segja að þar ráði „efnafræði“ mestu, aðrir segja að „sálrænir/sálfræðilegir“ þættir ráði meiru og enn aðrir segja að skynsemi eða praktísk hugsun ráði mestu. Vafalaust eru til fleiri hugmyndir um það hvað stjórnar því með hvaða einstaklingi við stofnum til ástarsambands og með hverjum ekki. Líklegast er að um samspil margra þátta sé að ræða.
04.okt. 2014 - 16:25

Drekktu einn kaffibolla og fáðu þér blund: Það hressir, bætir og kætir

Í framtíðinni gæti orðið kaffihlé fengið algjörlega nýja merkingu því nú segja vísindamenn að það sé mjög gott fyrir fólk að skella einum kaffibolla í sig og fá sér síðan blund en þó ekki lengur en í 20 mínútur. Þetta er eflaust ógerlegt í hugum margra, því margir kannast við að kaffi geri þá örari og betur vakandi og sé því ekki skynsamlegt að drekka það rétt fyrir svefninn.
04.okt. 2014 - 16:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Kona fékk hugboð um að maðurinn hennar væri dáinn – ótrúleg sönn saga

Hún hafði þann óþægilega hæfileika að skynja dauðastund ástvina sinna og nú fékk hún sterklega á tilfinninguna að maðurinn hennar væri látinn. Hann var í vinnuferð erlendis og hún hafði heyrt í honum fyrir tveimur dögum og ekkert amaði að. Samt var hún viss um að nú væri hann dáinn.
04.okt. 2014 - 15:55

Þeir sem finna ekki lykt af piparmyntu, fiski, rósum eða leðri geta átt skammt eftir

Ef matur ilmar ekki lengur lystaukandi og ilmvatnslykt virðist vera daufari en áður getur það bent til að fólk geti verið alvarlega veikt. Fólk sem hefur glatað þefskyninu er næstum því sex sinnum líklegar til að deyja innan fimm ára en þeir sem eru með þefskynið í lagi.
04.okt. 2014 - 13:25

Útihátíð sem er ekki fyrir lofthrædda

Alþjóðlegi hálínu fundurinn (The International Highline Meeting festival) er ein óvenjulegasta útíhátíð í heimi sem haldin er árlega. Hún er alls ekki fyrir lofthrædda.


03.okt. 2014 - 20:40

Garðar fékk sér nýtt húðflúr í Búlgaríu: Myndir

Fótboltastjarnan Garðar Gunnlaugsson er staddur í Búlgaríu ásamt kærustu sinni og verðandi barnsmóður Ölmu Dögg. Garðar birti í dag myndir af nýju húðflúri sem hann fékk sér í vikunni. Húðflúrið er ekkert slor en það nær niður handlegginn og út á bringu. 03.okt. 2014 - 20:00 Bleikt

Ég fór í fóstureyðingu

Þegar ég var 17 ára fór ég í fóstureyðingu. Þetta þykir ekkert tiltökumál á Íslandi í dag og þar með bættist ég í hóp þúsunda annarra íslenskra kvenna sem hafa valið að binda enda á þungun af einhverjum ástæðum.

Ég var (og er) trúuð manneskja. Ég tók virkan þátt í kristilegu félagsstarfi í KFUM og K á Akureyri sem var á þeim tíma mjög íhaldssamt samfélag, ekki síst þegar kom að kynferðismálum. Kynlíf fyrir hjónaband var ekki aðeins litið hornauga, það var mjög ákveðið talað gegn því sem mjög alvarlegri synd, og þegar vinkona mín varð ófrísk 16 ára, þá voru haldnir Biblíulestrar um 6. boðorðið (þú skalt ekki drýgja hór) nokkur föstudagskvöld í röð á unglingafundum. Skilaboðin voru skýr. Og í þessu andrúmslofti kom að sjálfsögðu ekki til greina að nota getnaðarvarnir, það var jú bannað að sofa hjá, og ef strákur eða stelpa fór í apótek að kaupa smokka, þá var verið að undirbúa verknað sem var skilgreindur sem synd.

03.okt. 2014 - 19:00

Ný uppgötvun bendir til að lífið hafi hafist úti í geimnum

Með aðstoð öflugs sjónauka hafa vísindamenn fundið óvanalegar lífrænar sameindir í miðju Vetrarbrautarinnar. Þetta bendir til að lífið hafi hafist utan jarðarinnar og löngu áður en það hófst hér á jörðinni.
03.okt. 2014 - 18:00

Unglingur var með 4 kg af hári í maganum

18 ára stúlka var flutt á sjúkrahús eftir að hún hafði kvartað undan miklum magaverkjum og gat ekki drukkið eða borðað. Röntgenmyndir voru teknar af maga hennar og á þeim sást að eitthvað stórt stíflaði maga hennar. Hún var því strax skorin upp og úr maga hennar fjarlægðu læknar 4 kg af hári.
03.okt. 2014 - 15:00

Lögreglan lýsir eftir stolnum ökutækjum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir gráum Range Rover Sport og tveimur 250cc bifhjólum, Yamaha og Husqvarna. Ökutækjunum var stolið frá Smiðjuvegi 9a í Kópavogi í gærkvöld eða nótt. Range Roverinn var án skráningarnúmera, en kann nú að vera með skráningarnúmerið ND-345 en því var einnig stolið á sama stað. Bifreiðin var jafnframt á öðrum felgum, en þeim sem sjást á myndinni.
03.okt. 2014 - 13:00 Kristín Clausen

Afinn er fjögurra stjörnu skemmtun: Salurinn vældi úr hlátri þrátt fyrir alvarlegan undirtón

Kvikmyndin Afinn sem byggir á samnefndu leikriti sem sýnt var í Borgarleikhúsinu er frábær viðbót við íslenska kvikmyndaflóru. Persónusköpun myndarinnar er þétt og svo vel unnin að auðvelt er að lifa sig inn í tilvistarkreppu Guðjóns og fjölskylduerjurnar sem koma upp vegna þess hve hann virðist týndur í lífinu.
03.okt. 2014 - 11:10

Hróður Bárðarbungu berst víða: Er best klæddi danski útvarpsþátturinn nefndur eftir eldstöðinni?

Þó að lítið fari fyrir Bárðarbungu í fréttum þessa dagana nema hvað það gýs í Holuhrauni dag eftir dag þá ratar Bárðarbunga og eldgosið í Holuhrauni af og til í fréttir erlendra fjölmiðla. Það vefst þó fyrir flestum útlendingum að bera orðið Bárðarbunga fram eins og við Íslendingar viljum að það sé gert. Nafn vinsæls dansks útvarpsþáttar er af mörgum talið vera dregið af nafni Bárðarbungu en hvorki framburðurinn né stafsetning nafnsins er góð samkvæmt íslenskum málvenjum.

02.okt. 2014 - 16:00

Stúlka sem var rænt fyrir 12 árum fannst heil á húfi á þriðjudaginn

Fyrir 12 árum var 5 ára stúlku rænt frá föður sínum, af móður hennar, og hún flutt úr landi. Foreldrarnir höfðu staðið í hatrammri forræðisdeilu yfir stúlkunni og hafði dómari úrskurðað að faðirinn fengi forræði yfir stúlkunni. Ekkert hafði spurst til stúlkunnar í 12 ár en á þriðjudaginn fannst hún.
02.okt. 2014 - 11:30

Fréttamaður sem vann að frétt um týnt barn fann sjálfur barnið

Furðuleg tilviljun henti fréttamanninn Cameron Polom í Tampa Florida á föstudaginn. Polom var að vinna að frétt um hvarf 10 ára gamals drengs, Paul Ezekiel Fagan. Síðast hafði sést til drengsins síðdegis daginn áður er hann var að leik í garðinum heima hjá ömmu sinni.
02.okt. 2014 - 10:30

Forritum framtíðina saman: „Ekki bara tækni heldur sköpun“

Skema er fulltrúi forritunarvikunnar á Íslandi í nánu samstarfi við Evrópustofu.

Evrópska forritunarvikan (e. EU CodeWeek) er á dagskrá í þessum mánuði, nánar til tekið dagana 11. til 17. október. Í forritunarvikunni verða haldin námskeið og viðburðir um alla Evrópu þar sem megin tilgangurinn er að gera forritun meira sýnilega og sýna fram á mikilvægi hennar í störfum framtíðarinnar.

02.okt. 2014 - 09:10

Skólastarf hefst of snemma á morgnana og raskar líkamsklukku unglinga

Það er ekki víst að skapsveiflur unglinga séu tilkomnar vegna viðhorfs vandamála þeirra heldur getur skýringuna verið að finna í að skólastarf hefjist of snemma á morgnana og það raski líkamsklukku unglinganna.
01.okt. 2014 - 21:00

Eldgosið í návígi: Stórkostlegt myndefni tekið upp með dróna

Þetta einstaka mynband sýnir eldgosið í Bárðarbungu í allri sinni dýrð. Þetta er ekki hefðbundin myndataka heldur var notast við fjarstýrða þyrlu eða „dróna“ og útkoman er vægast sagt stórkostlegt.
01.okt. 2014 - 19:45

10 frábær sparnaðarráð í meistaramánuði

Í dag er 1. október sem þýðir að Meistaramánuður er genginn í garð. Í Meistaramánuði skora þáttakendur sjálfa sig á hólm og setja sér markmið. Markmiðin geta verið stór og smá en í gegnum árin hafa þáttakendur til dæmis sett sér markmið um að heimsækja vini og ættingja oftar, taka mataræðið í gegn, lesa fleiri bækur, mæta loksins í ræktina eða einfaldlega spara peninga.

01.okt. 2014 - 17:00

Grænlensku börnin á Bessastöðum: Framtíðin er björt á Grænlandi

Það var glatt á hjalla þegar hópur grænlenskra barna heimsótti forseta Íslands á Bessastaði á mánudaginn. Börnin hafa verið á Íslandi undanfarnar tvær vikur til að læra sund og kynnast íslensku samfélagi. Þau koma frá litlu þorpunum á austurströnd Grænlands og eru langflest í sinni fyrstu utanlandsferð.
01.okt. 2014 - 14:30

Verður fólk virkilega feitt af brauðáti?

Þetta er spurning sem fólk hefur lengi velt fyrir sér og háværar raddir hafa oft verið uppi um óhollustu brauðs. Margir telja að brauð sé óhollt og reyna að sneiða hjá því eins og hægt er. Í niðurstöðum nýrrar rannsóknar kemur fram að 43 prósent kvenna forðast brauð þegar þær reyna að léttast, 20 prósent fá sektartilfinningu ef þær borða brauð og rúmlega helmingur kvenna taldi þessi brauðmál yfirþyrmandi og ruglandi.
01.okt. 2014 - 13:10

Húrra: Jákvæðu vísindarannsóknir vikunnar

Til að hressa okkur við í rokinu og rigningunni er tilvalið að renna yfir fimm jákvæðar niðurstöður vísindarannsókna sem birtar voru í síðustu viku. Þar koma meðal annars bjór við sögu, skordýr, grænmeti og nei-hattur!
01.okt. 2014 - 08:20

Nýi samfélagsmiðillinn Ello sækir grimmt á Facebook: Engar auglýsingar eða sala persónuupplýsinga

Nýr samfélagsmiðill, Ello, hefur svo sannarlega vakið mikla athygli undanfarið og segja sumir að vefurinn sé einhverskonar and-Facebook samfélagsmiðill. Engar auglýsingar eru á vefnum og forráðamenn hans segja að persónuupplýsingar notenda verði ekki seldar þriðja aðila eins og Facebook gerir.
30.sep. 2014 - 22:00

Hann er ekki hræðilegur, hann er bara lítill strákur

Við höfum lent í nokkrum atvikum undanfarið sem eru mér hvati til að skrifa þetta. Ég vona að fólk lesi þetta og deili á samfélagsmiðlum. Þetta snýst ekki bara um son minn, heldur öll börn sem grín er gert að og þau tekin fyrir vegna þess að þau eru öðruvísi. Ég er viss um að foreldrum þeirra líður eins og mér.
30.sep. 2014 - 21:00

Hversu oft er starað á brjóstin á þér á degi hverjum?: MYNDBAND

Flestar konur kannast örugglega við að karlar og konur gjói stundum augunum á brjóstin eða jafnvel stari bara á þau. Margir karlar halda að konur taki ekki eftir þessu en það er alrangt hjá þeim, þær taka vel eftir þessu sama hversu laumulega er farið. Til að rannsaka hversu oft þetta gerist var kona fengin til að fara um götur Lundúnaborgar með falda myndavél til að sjá hversu oft fólk liti á brjóst hennar.
30.sep. 2014 - 20:00

Fimm ára einhverf stúlka málar meistaraverk

Einhverfa er röskun í taugaþroska sem hefur víðtæk áhrif á líf fólks. Fólk með einhverfu á oft erfitt með að tjá sig, það getur átt í erfiðleikum með að mynda tengsl við aðra og bregst ekki alltaf á viðeigandi hátt við áreitum í umhverfinu.
30.sep. 2014 - 12:30

Fjallgöngumenn í bráðri lífshættu á eldfjalli: Ótrúlegt myndband

Staðfest hefur verið að 36 manns, að minnsta kosti, létu lífið á eldfjallinu Ontake í Japan þegar eldgos hófst í því án nokkurs fyrirvara um miðjan dag á laugardaginn. Tímasetningin hefði varla getið verið verri því veður var gott og því mikill fjöldi fólks í gönguferðum á fjallinu. Einn þeirra rúmlega 200 göngumanna sem slapp lifandi náði ótrúlegum myndum af öskuskýinu og hvernig það lagðist yfir efsta hluta fjallsins.
30.sep. 2014 - 11:42

WOW air breiðir út vængi sína: Beint flug til Dublin, Rómar og Billund

Frá og með næsta vori mun WOW air hefja flug til þriggja nýrra áfangastaða í Evrópu. Borgirnar sem um ræðir eru Dublin, Róm og Billund.
30.sep. 2014 - 11:00

Elska Ísland: Útsjónarsamir breskir stúdentar fengu draumaferðina - MYNDBAND

Útsjónasamir breskir háskólastúdentar tryggðu sér lúxusferð til Íslands í sumar. Þau hafði lengi dreymt um að heimsækja landið, upplifa náttúruna og næturlífið en sáu ekki fram á að hafa efni á því í náinni framtíð þar til þau fengu hugmynd sem borgaði sig. 
30.sep. 2014 - 10:00

Játar morð á barni sem hvarf árið 1979. Deilt um sannleiksgildi játningarinnar

Árið 1979 hvarf sex ára gamall drengur í New York, Etan Patz að nafni. Núna hefur 53 ára gamall maður, Pedro Hernandez, játað að hafa myrt drenginn. Játningin er gerð á margra klukkustunda myndbandsupptöku. Núna er tekist á um sannleiksgildi játningarinnar fyrir dómstóli í New York, en lögfræðingur Hernandez telur játninguna vera falska á meðan saksóknari og rannsóknarlögreglumenn telja hana ósvikna. Fyrir rétti hefur Hernandez lýst sig saklausan. Hernandez er með geðhvarfasýki og greindarskertur.
29.sep. 2014 - 21:00

Hrollvekjandi myndband af draugagangi á lögreglustöð

Lögreglan rannsakar nú ferðir einhvers í leyfisleysi inn á lóð lögreglustöðvar en það sem gerir málið mjög óvenjulegt er að grunur leikur á að sá sem fór í leyfisleysi inn á lóðina tilheyri ekki heimi okkar lifandi manna. Atvikið náðist á upptöku eftirlitsmyndavéla og er óhætt að segja að myndbandið sé hrollvekjandi.
29.sep. 2014 - 20:00

Facebook fjarlægði prófílmynd fatlaðs drengs vegna útlits hans

16 ára drengur sem þjáist af sjaldgæfum sjúkdómi, sem veldur því að andlit hans er töluvert afmyndað, varð fyrir því nýlega að Facebook fjarlægði prófílmynd hans og grunar hann að það hafi verið gert vegna þess hversu afmyndað andlit hans er.
29.sep. 2014 - 19:00

Bubbi ósáttur: ,,Ég er farinn að fela það að ég sé trúaður“

Ýmsir kirkjunnar menn eru ósáttir við þá mynd sem dregin var upp af kristilegri samkomu í Hörpunni á laugardaginn en Kristsdagur var haldinn í Eldborgarsal Hörpu að viðstöddu miklu fjölmenni. Eftir umfjöllun fjölmiðla og þá sérstaklega Ríkisútvarpið létu ýmsir í sér heyra á samskiptamiðlum.
29.sep. 2014 - 15:35

Finna býður innbrotsþjófinum í kaffi: ,,Verst þykir mér að þú hafir verið að athafna þig í herbergi dætra minna“

 Það er óþægileg tilfinning að vita að einhver hafi verið að gramsa í eigum manns. Verst þykir mér að hann hafi verið að athafna sig í herbergi  dætra minna,“ segir Finna Pálmadóttir í samtali við Pressuna en hún varð fyrir þeirri ömurlegu lífsreynslu að brotist var inn til hennar síðastliðinn föstudag á meðan fjölskyldan var í afmæli. Finna sem búsett er í Reykjanesbæ saknar sárlega gagna sem voru í fartölvu sem tekin var, en þar voru ýmis skjöl tengd námi og rannsóknir sem voru langt komnar. Hún biðlar til almennings að rétta sér hjálparhönd.
29.sep. 2014 - 12:03

Afbrotafræðingur um morðið í Stelkshólum: „Hvert svona mál heggur í þjóðarsálina“

„Það er líklega hægt að flokka manndrápið undir ástríðuglæpi. Þeir gerast yfirleitt í hita leiksins og eru ekkert annað en persónulegir harmleikir.“ Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir að yfirleitt fylgi ofbeldissaga, vímuefnaneysla og eða önnur andleg veikindi þeim sem fremur glæp eins og morðið í Stelkshólum síðastliðið laugardagskvöld.
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10     Næstu síður > 

Netklúbbur Pressunnar