15. maí 2012 - 19:00

Regnboga pönnukökur - UPPSKRIFT

Regnbogapönnsurnar eru líflegar að sjá.

Regnbogapönnsurnar eru líflegar að sjá.

Það er alltaf gaman að bjóða í bröns. Amerískar pönnukökur er sniðug hugmynd í sunnudags-brönsinn og renna ljúflega niður með sýrópi. Það er samt gaman að breyta til og bjóða upp á eitthvað öðruvísi og nýtt.

Ofurmamman á síðunni www.iammommy.typepad.com hitti beint í mark þegar hún bjó til regnboga-pönnukökur handa fjölskyldunni. Þær eru ljúffengar, litríkar og skemmtilegar. Þar að auki eru þær alveg sérstaklega auðveldar í undirbúningi og fljótlegar.

Svo auðvitað voða spennandi fyrir ungviðið að fá að bragða á svona litríkum pönnsum. Hérna er uppskriftin af gamaldags ekta amerískum regnboga-pönnukökum.

Innihald:

1 og hálfur bolli hveiti
3 og hálf teskeið lyftiduft
1 teskeið salt
1 teskeið sykur
1 og 1/4 bolli mjólk
1 egg
3 matskeiðar bráðið smjör

Aðferð:

 
1. Sigtið saman hveiti, lyftiduft, salt og sykur í stóra skál. Búið til holu í miðjuna og hellið mjólkinni, egginu og smjörinu ofan í. Hrærið saman þar til blandan er orðin mjúk.

2. Skiptið deiginu niður í nokkrar skálar og hrærið matarlit saman við deigið. Rautt, grænt, gult, blátt, fjólublátt og svo framvegis.

3. Hitið pönnu með smá olíu á. og hellið um 1/4 bolla af deigi á pönnuna fyrir hverja pönnsu. Steikið þar til báðar hliðar eru orðnar gullinbrúnar. Berið fram heitt með hlynsýrópi.

Staflið pönnukökunum á disk eða bakka og látið smávegis sýróp drjúpa yfir pönnsurnar. Það má líka skera smá smjörbita og setja á efstu pönnsuna og leyfa því svo að bráðna yfir staflann. Verði ykkur að góðu!

Left Right04.okt. 2014 - 16:25

Drekktu einn kaffibolla og fáðu þér blund: Það hressir, bætir og kætir

Í framtíðinni gæti orðið kaffihlé fengið algjörlega nýja merkingu því nú segja vísindamenn að það sé mjög gott fyrir fólk að skella einum kaffibolla í sig og fá sér síðan blund en þó ekki lengur en í 20 mínútur. Þetta er eflaust ógerlegt í hugum margra, því margir kannast við að kaffi geri þá örari og betur vakandi og sé því ekki skynsamlegt að drekka það rétt fyrir svefninn.
04.okt. 2014 - 16:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Kona fékk hugboð um að maðurinn hennar væri dáinn – ótrúleg sönn saga

Hún hafði þann óþægilega hæfileika að skynja dauðastund ástvina sinna og nú fékk hún sterklega á tilfinninguna að maðurinn hennar væri látinn. Hann var í vinnuferð erlendis og hún hafði heyrt í honum fyrir tveimur dögum og ekkert amaði að. Samt var hún viss um að nú væri hann dáinn.
04.okt. 2014 - 15:55

Þeir sem finna ekki lykt af piparmyntu, fiski, rósum eða leðri geta átt skammt eftir

Ef matur ilmar ekki lengur lystaukandi og ilmvatnslykt virðist vera daufari en áður getur það bent til að fólk geti verið alvarlega veikt. Fólk sem hefur glatað þefskyninu er næstum því sex sinnum líklegar til að deyja innan fimm ára en þeir sem eru með þefskynið í lagi.
04.okt. 2014 - 13:25

Útihátíð sem er ekki fyrir lofthrædda

Alþjóðlegi hálínu fundurinn (The International Highline Meeting festival) er ein óvenjulegasta útíhátíð í heimi sem haldin er árlega. Hún er alls ekki fyrir lofthrædda.


03.okt. 2014 - 20:40

Garðar fékk sér nýtt húðflúr í Búlgaríu: Myndir

Fótboltastjarnan Garðar Gunnlaugsson er staddur í Búlgaríu ásamt kærustu sinni og verðandi barnsmóður Ölmu Dögg. Garðar birti í dag myndir af nýju húðflúri sem hann fékk sér í vikunni. Húðflúrið er ekkert slor en það nær niður handlegginn og út á bringu. 03.okt. 2014 - 20:00 Bleikt

Ég fór í fóstureyðingu

Þegar ég var 17 ára fór ég í fóstureyðingu. Þetta þykir ekkert tiltökumál á Íslandi í dag og þar með bættist ég í hóp þúsunda annarra íslenskra kvenna sem hafa valið að binda enda á þungun af einhverjum ástæðum.

Ég var (og er) trúuð manneskja. Ég tók virkan þátt í kristilegu félagsstarfi í KFUM og K á Akureyri sem var á þeim tíma mjög íhaldssamt samfélag, ekki síst þegar kom að kynferðismálum. Kynlíf fyrir hjónaband var ekki aðeins litið hornauga, það var mjög ákveðið talað gegn því sem mjög alvarlegri synd, og þegar vinkona mín varð ófrísk 16 ára, þá voru haldnir Biblíulestrar um 6. boðorðið (þú skalt ekki drýgja hór) nokkur föstudagskvöld í röð á unglingafundum. Skilaboðin voru skýr. Og í þessu andrúmslofti kom að sjálfsögðu ekki til greina að nota getnaðarvarnir, það var jú bannað að sofa hjá, og ef strákur eða stelpa fór í apótek að kaupa smokka, þá var verið að undirbúa verknað sem var skilgreindur sem synd.

03.okt. 2014 - 19:00

Ný uppgötvun bendir til að lífið hafi hafist úti í geimnum

Með aðstoð öflugs sjónauka hafa vísindamenn fundið óvanalegar lífrænar sameindir í miðju Vetrarbrautarinnar. Þetta bendir til að lífið hafi hafist utan jarðarinnar og löngu áður en það hófst hér á jörðinni.
03.okt. 2014 - 18:00

Unglingur var með 4 kg af hári í maganum

18 ára stúlka var flutt á sjúkrahús eftir að hún hafði kvartað undan miklum magaverkjum og gat ekki drukkið eða borðað. Röntgenmyndir voru teknar af maga hennar og á þeim sást að eitthvað stórt stíflaði maga hennar. Hún var því strax skorin upp og úr maga hennar fjarlægðu læknar 4 kg af hári.
03.okt. 2014 - 15:00

Lögreglan lýsir eftir stolnum ökutækjum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir gráum Range Rover Sport og tveimur 250cc bifhjólum, Yamaha og Husqvarna. Ökutækjunum var stolið frá Smiðjuvegi 9a í Kópavogi í gærkvöld eða nótt. Range Roverinn var án skráningarnúmera, en kann nú að vera með skráningarnúmerið ND-345 en því var einnig stolið á sama stað. Bifreiðin var jafnframt á öðrum felgum, en þeim sem sjást á myndinni.
03.okt. 2014 - 13:00 Kristín Clausen

Afinn er fjögurra stjörnu skemmtun: Salurinn vældi úr hlátri þrátt fyrir alvarlegan undirtón

Kvikmyndin Afinn sem byggir á samnefndu leikriti sem sýnt var í Borgarleikhúsinu er frábær viðbót við íslenska kvikmyndaflóru. Persónusköpun myndarinnar er þétt og svo vel unnin að auðvelt er að lifa sig inn í tilvistarkreppu Guðjóns og fjölskylduerjurnar sem koma upp vegna þess hve hann virðist týndur í lífinu.
03.okt. 2014 - 11:10

Hróður Bárðarbungu berst víða: Er best klæddi danski útvarpsþátturinn nefndur eftir eldstöðinni?

Þó að lítið fari fyrir Bárðarbungu í fréttum þessa dagana nema hvað það gýs í Holuhrauni dag eftir dag þá ratar Bárðarbunga og eldgosið í Holuhrauni af og til í fréttir erlendra fjölmiðla. Það vefst þó fyrir flestum útlendingum að bera orðið Bárðarbunga fram eins og við Íslendingar viljum að það sé gert. Nafn vinsæls dansks útvarpsþáttar er af mörgum talið vera dregið af nafni Bárðarbungu en hvorki framburðurinn né stafsetning nafnsins er góð samkvæmt íslenskum málvenjum.

02.okt. 2014 - 16:00

Stúlka sem var rænt fyrir 12 árum fannst heil á húfi á þriðjudaginn

Fyrir 12 árum var 5 ára stúlku rænt frá föður sínum, af móður hennar, og hún flutt úr landi. Foreldrarnir höfðu staðið í hatrammri forræðisdeilu yfir stúlkunni og hafði dómari úrskurðað að faðirinn fengi forræði yfir stúlkunni. Ekkert hafði spurst til stúlkunnar í 12 ár en á þriðjudaginn fannst hún.
02.okt. 2014 - 11:30

Fréttamaður sem vann að frétt um týnt barn fann sjálfur barnið

Furðuleg tilviljun henti fréttamanninn Cameron Polom í Tampa Florida á föstudaginn. Polom var að vinna að frétt um hvarf 10 ára gamals drengs, Paul Ezekiel Fagan. Síðast hafði sést til drengsins síðdegis daginn áður er hann var að leik í garðinum heima hjá ömmu sinni.
02.okt. 2014 - 10:30

Forritum framtíðina saman: „Ekki bara tækni heldur sköpun“

Skema er fulltrúi forritunarvikunnar á Íslandi í nánu samstarfi við Evrópustofu.

Evrópska forritunarvikan (e. EU CodeWeek) er á dagskrá í þessum mánuði, nánar til tekið dagana 11. til 17. október. Í forritunarvikunni verða haldin námskeið og viðburðir um alla Evrópu þar sem megin tilgangurinn er að gera forritun meira sýnilega og sýna fram á mikilvægi hennar í störfum framtíðarinnar.

02.okt. 2014 - 09:10

Skólastarf hefst of snemma á morgnana og raskar líkamsklukku unglinga

Það er ekki víst að skapsveiflur unglinga séu tilkomnar vegna viðhorfs vandamála þeirra heldur getur skýringuna verið að finna í að skólastarf hefjist of snemma á morgnana og það raski líkamsklukku unglinganna.
01.okt. 2014 - 21:00

Eldgosið í návígi: Stórkostlegt myndefni tekið upp með dróna

Þetta einstaka mynband sýnir eldgosið í Bárðarbungu í allri sinni dýrð. Þetta er ekki hefðbundin myndataka heldur var notast við fjarstýrða þyrlu eða „dróna“ og útkoman er vægast sagt stórkostlegt.
01.okt. 2014 - 19:45

10 frábær sparnaðarráð í meistaramánuði

Í dag er 1. október sem þýðir að Meistaramánuður er genginn í garð. Í Meistaramánuði skora þáttakendur sjálfa sig á hólm og setja sér markmið. Markmiðin geta verið stór og smá en í gegnum árin hafa þáttakendur til dæmis sett sér markmið um að heimsækja vini og ættingja oftar, taka mataræðið í gegn, lesa fleiri bækur, mæta loksins í ræktina eða einfaldlega spara peninga.

01.okt. 2014 - 17:00

Grænlensku börnin á Bessastöðum: Framtíðin er björt á Grænlandi

Það var glatt á hjalla þegar hópur grænlenskra barna heimsótti forseta Íslands á Bessastaði á mánudaginn. Börnin hafa verið á Íslandi undanfarnar tvær vikur til að læra sund og kynnast íslensku samfélagi. Þau koma frá litlu þorpunum á austurströnd Grænlands og eru langflest í sinni fyrstu utanlandsferð.
01.okt. 2014 - 14:30

Verður fólk virkilega feitt af brauðáti?

Þetta er spurning sem fólk hefur lengi velt fyrir sér og háværar raddir hafa oft verið uppi um óhollustu brauðs. Margir telja að brauð sé óhollt og reyna að sneiða hjá því eins og hægt er. Í niðurstöðum nýrrar rannsóknar kemur fram að 43 prósent kvenna forðast brauð þegar þær reyna að léttast, 20 prósent fá sektartilfinningu ef þær borða brauð og rúmlega helmingur kvenna taldi þessi brauðmál yfirþyrmandi og ruglandi.
01.okt. 2014 - 13:10

Húrra: Jákvæðu vísindarannsóknir vikunnar

Til að hressa okkur við í rokinu og rigningunni er tilvalið að renna yfir fimm jákvæðar niðurstöður vísindarannsókna sem birtar voru í síðustu viku. Þar koma meðal annars bjór við sögu, skordýr, grænmeti og nei-hattur!
01.okt. 2014 - 08:20

Nýi samfélagsmiðillinn Ello sækir grimmt á Facebook: Engar auglýsingar eða sala persónuupplýsinga

Nýr samfélagsmiðill, Ello, hefur svo sannarlega vakið mikla athygli undanfarið og segja sumir að vefurinn sé einhverskonar and-Facebook samfélagsmiðill. Engar auglýsingar eru á vefnum og forráðamenn hans segja að persónuupplýsingar notenda verði ekki seldar þriðja aðila eins og Facebook gerir.
30.sep. 2014 - 22:00

Hann er ekki hræðilegur, hann er bara lítill strákur

Við höfum lent í nokkrum atvikum undanfarið sem eru mér hvati til að skrifa þetta. Ég vona að fólk lesi þetta og deili á samfélagsmiðlum. Þetta snýst ekki bara um son minn, heldur öll börn sem grín er gert að og þau tekin fyrir vegna þess að þau eru öðruvísi. Ég er viss um að foreldrum þeirra líður eins og mér.
30.sep. 2014 - 21:00

Hversu oft er starað á brjóstin á þér á degi hverjum?: MYNDBAND

Flestar konur kannast örugglega við að karlar og konur gjói stundum augunum á brjóstin eða jafnvel stari bara á þau. Margir karlar halda að konur taki ekki eftir þessu en það er alrangt hjá þeim, þær taka vel eftir þessu sama hversu laumulega er farið. Til að rannsaka hversu oft þetta gerist var kona fengin til að fara um götur Lundúnaborgar með falda myndavél til að sjá hversu oft fólk liti á brjóst hennar.
30.sep. 2014 - 20:00

Fimm ára einhverf stúlka málar meistaraverk

Einhverfa er röskun í taugaþroska sem hefur víðtæk áhrif á líf fólks. Fólk með einhverfu á oft erfitt með að tjá sig, það getur átt í erfiðleikum með að mynda tengsl við aðra og bregst ekki alltaf á viðeigandi hátt við áreitum í umhverfinu.
30.sep. 2014 - 12:30

Fjallgöngumenn í bráðri lífshættu á eldfjalli: Ótrúlegt myndband

Staðfest hefur verið að 36 manns, að minnsta kosti, létu lífið á eldfjallinu Ontake í Japan þegar eldgos hófst í því án nokkurs fyrirvara um miðjan dag á laugardaginn. Tímasetningin hefði varla getið verið verri því veður var gott og því mikill fjöldi fólks í gönguferðum á fjallinu. Einn þeirra rúmlega 200 göngumanna sem slapp lifandi náði ótrúlegum myndum af öskuskýinu og hvernig það lagðist yfir efsta hluta fjallsins.
30.sep. 2014 - 11:42

WOW air breiðir út vængi sína: Beint flug til Dublin, Rómar og Billund

Frá og með næsta vori mun WOW air hefja flug til þriggja nýrra áfangastaða í Evrópu. Borgirnar sem um ræðir eru Dublin, Róm og Billund.
30.sep. 2014 - 11:00

Elska Ísland: Útsjónarsamir breskir stúdentar fengu draumaferðina - MYNDBAND

Útsjónasamir breskir háskólastúdentar tryggðu sér lúxusferð til Íslands í sumar. Þau hafði lengi dreymt um að heimsækja landið, upplifa náttúruna og næturlífið en sáu ekki fram á að hafa efni á því í náinni framtíð þar til þau fengu hugmynd sem borgaði sig. 
30.sep. 2014 - 10:00

Játar morð á barni sem hvarf árið 1979. Deilt um sannleiksgildi játningarinnar

Árið 1979 hvarf sex ára gamall drengur í New York, Etan Patz að nafni. Núna hefur 53 ára gamall maður, Pedro Hernandez, játað að hafa myrt drenginn. Játningin er gerð á margra klukkustunda myndbandsupptöku. Núna er tekist á um sannleiksgildi játningarinnar fyrir dómstóli í New York, en lögfræðingur Hernandez telur játninguna vera falska á meðan saksóknari og rannsóknarlögreglumenn telja hana ósvikna. Fyrir rétti hefur Hernandez lýst sig saklausan. Hernandez er með geðhvarfasýki og greindarskertur.
29.sep. 2014 - 21:00

Hrollvekjandi myndband af draugagangi á lögreglustöð

Lögreglan rannsakar nú ferðir einhvers í leyfisleysi inn á lóð lögreglustöðvar en það sem gerir málið mjög óvenjulegt er að grunur leikur á að sá sem fór í leyfisleysi inn á lóðina tilheyri ekki heimi okkar lifandi manna. Atvikið náðist á upptöku eftirlitsmyndavéla og er óhætt að segja að myndbandið sé hrollvekjandi.
29.sep. 2014 - 20:00

Facebook fjarlægði prófílmynd fatlaðs drengs vegna útlits hans

16 ára drengur sem þjáist af sjaldgæfum sjúkdómi, sem veldur því að andlit hans er töluvert afmyndað, varð fyrir því nýlega að Facebook fjarlægði prófílmynd hans og grunar hann að það hafi verið gert vegna þess hversu afmyndað andlit hans er.
29.sep. 2014 - 19:00

Bubbi ósáttur: ,,Ég er farinn að fela það að ég sé trúaður“

Ýmsir kirkjunnar menn eru ósáttir við þá mynd sem dregin var upp af kristilegri samkomu í Hörpunni á laugardaginn en Kristsdagur var haldinn í Eldborgarsal Hörpu að viðstöddu miklu fjölmenni. Eftir umfjöllun fjölmiðla og þá sérstaklega Ríkisútvarpið létu ýmsir í sér heyra á samskiptamiðlum.
29.sep. 2014 - 15:35

Finna býður innbrotsþjófinum í kaffi: ,,Verst þykir mér að þú hafir verið að athafna þig í herbergi dætra minna“

 Það er óþægileg tilfinning að vita að einhver hafi verið að gramsa í eigum manns. Verst þykir mér að hann hafi verið að athafna sig í herbergi  dætra minna,“ segir Finna Pálmadóttir í samtali við Pressuna en hún varð fyrir þeirri ömurlegu lífsreynslu að brotist var inn til hennar síðastliðinn föstudag á meðan fjölskyldan var í afmæli. Finna sem búsett er í Reykjanesbæ saknar sárlega gagna sem voru í fartölvu sem tekin var, en þar voru ýmis skjöl tengd námi og rannsóknir sem voru langt komnar. Hún biðlar til almennings að rétta sér hjálparhönd.
29.sep. 2014 - 12:03

Afbrotafræðingur um morðið í Stelkshólum: „Hvert svona mál heggur í þjóðarsálina“

„Það er líklega hægt að flokka manndrápið undir ástríðuglæpi. Þeir gerast yfirleitt í hita leiksins og eru ekkert annað en persónulegir harmleikir.“ Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir að yfirleitt fylgi ofbeldissaga, vímuefnaneysla og eða önnur andleg veikindi þeim sem fremur glæp eins og morðið í Stelkshólum síðastliðið laugardagskvöld.
29.sep. 2014 - 09:00

Verðandi mæður forvitnari um kyn barnsins ef þær eru einhleypar, fátækar eða án háskólamenntunar

Verðandi mæður sem eru illa settar fjárhagslega, ógiftar eða án háskólamenntunar eru líklegri til að vilja vit kyn ófædds barns síns en aðrar konur. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar og einnig kemur fram í þeim að þessar mæður hafa óraunhæfar hugmyndir um uppeldi barna sinna miðað við þær mæður sem ekki vilja vita kyn barnsins meðan á meðgöngu stendur.
28.sep. 2014 - 20:00

Tilviljun eða forlög? Ótrúleg sönn frásögn um ást við fyrstu sýn

Tvær ungar manneskjur í New York árið 1947. Þegar sagan hefst hafa þau aldrei hist. Unga konan er í námi í enskum bókmenntum, hún er lestrarhestur og dreymir um að verða rithöfundur. Hún heitir Deborah. Ungi maðurinn, Joseph, er upprennandi listmálari og vinnur fyrir sér með því að kenna myndlist í framhaldsskóla. Á laugardögum málaði hann allan daginn, annað hvort heima hjá sér eða úti í Central Park, og þá borðaði hann á veitingastað. Hann valdi alltaf saman veitingastaðinn sem hét Milky Way.
28.sep. 2014 - 10:00 Kristín Clausen

Steinunn Rósa: ,,Ég vil læra af þessari reynslu og nýta mér hana til góðs“

„Við höfum alltaf rætt þetta opinskátt og hér á heimilinu erum við öll líffæragjafar,“ segir Steinunn Rósa Einarsdóttir en sonur hennar, Skarphéðinn Andri Kristjánsson lést af völdum ákverka sem hann hlaut í bílslysi í janúar á þessu ári. Steinunn Rósa sem berst við sorgina frá degi til dags segist trúa því að þessi erfiða lífsreynsla hafi tilgang.
27.sep. 2014 - 17:00

Merkir atburðir í mannkynssögunni: Myndasería

Einu sinni er allt fyrst. Hér á eftir má sjá bráðskemmtilega og upplýsandi myndaseríu sem sýnir svart á hvítu merkilega viðburði í mannkynssögunni sem eiga það allir sameiginlegt að hafa verið ljósmyndaðir þegar þeir áttu sér stað.

26.sep. 2014 - 21:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Skrifaði hún nafn morðingja síns með blóði sínu?

Það var þann 11. október árið 2003 sem Karen Pannell, 39 ára gömul flugfreyja í Tampa í Florida og fyrrverandi fyrirsæta, mætti ekki til vinnu. Þetta var mjög óvenjulegt því Karen var traustur og áreiðanlegur starfskraftur og þá sjaldan hún forfallaðist vegna veikinda var hún ætíð vön að hafa samband og láta vita.
26.sep. 2014 - 20:00

Átta atriði sem gætu endað sambandið áður en það byrjar

Ef þú ert komin með dágóða reynslu af stefnumótaheiminum eða búinn að ná ákveðnum aldri þá hefur þú líklega gert lista yfir eiginleika sem ætti að varast þegar kemur að hinu kyninu. Er hann enn einn mömmustrákurinn? Vill hann ekki eignast börn, en þig langar það? Er hún óskipulagður sóði? Hversvegna að eyða tíma hvors annars ef sambandið er dauðadæmt frá upphafi?
26.sep. 2014 - 18:30

Nettröll eru siðblindir, sjálfsdýrkandi sadistar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að einstaklingar sem njóta þess að eyðileggja umræður og ögra öðrum á netinu sýni af sér sadíska og siðblinda hegðun í hinu raunverulega lífi. Þessir einstaklingar eru víða og við höfum flest séð þá á netinu, þetta eru hin svokölluðu nettröll.
26.sep. 2014 - 17:55

Maður reyndi að tæla stúlku upp í bíl við Háteigsskóla: Skólastjóri gefur foreldrum góð ráð

Í morgun reyndi maður að tæla stúlku á yngsta stigi í Háteigsskóla upp í bílinn til sín. Stúlkan var ein á ferð og á leiðinni í skólann þegar atburðurinn átti sér stað á milli klukkan 08:00 og 08:30 í morgun.
26.sep. 2014 - 15:30

Stafrænir tvíburar: Spáð í tækniundur framtíðarinnar

Mynd: Fútúristinn John Smart Ef marka má orð framtíðarsinnans John Smart gætu mörg okkar átt eftir að eiga svokallaða "stafræna tvíbura" sem geta haldið utan um dagskrána okkar, tekið ákvarðanir og átt í samræðum við annað fólk fyrir okkar hönd. Þau gætu jafnvel huggað ástvini eftir fráfall okkar með því að herma eftir rödd okkar, tilfinningum, hegðunarvenjum og hugsunum.
26.sep. 2014 - 14:30

Vígalegustu tónleikar ársins um helgina: Rjóminn af íslensku þungarokkssenunni

Rokkhátíðin Rokkjötnar verður haldin í Vodafone-höllinni þann 27. september næstkomandi. Skipuleggjendur hátíðarinnar eru nú í óða önn að koma öllu á hreint og í mörg horn er að líta. Hér gefur að líta rjómann sem flýtur ofan á íslensku þungarokkssenunni.
26.sep. 2014 - 12:30

Bruggmeistarar Borgar heiðra fastheldni Þjóðverja

„Það er gert til heiðurs fastheldni Þjóðverja og sem vísun í þýsku októberfest-bjórana“ Bruggmeistarar Borgar hafa nú sett á markað sinn fyrsta Baltic Porter bjór, Gréta Nr.27. Hér kemur hin marg um talaða brauðmolakenning loks heim og saman þar sem fjórar korntegundir framkalla fínstillta bragðtóna úr súkkulaði, toffí og lakkrís.
26.sep. 2014 - 09:00

„Sifjaspell á að vera löglegt“

Þýska siðferðisráðið gaf í gær út yfirlýsingu um að þýska ríkisstjórnin ætti að íhuga að gera sifjaspell refsilaust en meirihluti þessa 26 manna ráðs hefur komist að þessari niðurstöðu. Í ráðinu eru þekktir vísindamenn, læknar, guðfræðingar og lögmenn.
26.sep. 2014 - 08:04

Handtekinn fyrir framan Barnaspítala Hringsins: Stal sótthreinsispritti

Á níunda tímanum í gærkvöldi var maður handtekinn við Barnaspítala Hringsins. Hann var mjög ölvaður og hafði stolið nokkrum brúsum af sótthreinsispritti af spítalanum. Maðurinn er vistaður í fangageymslu.


25.sep. 2014 - 20:00

„Það er afar lýjandi að eiga aldrei pening og þurfa að reiða sig á aðra til að lifa af“

Lóa Baldvinsdóttir Andersen „Ég skil þetta ekki af því að ég gerði allt rétt. Ég menntaði mig, keypti íbúð fyrir mig og dætur mínar svo við ættum alltaf fastan samastað en það er alveg sama hvað ég borga og borga af þessari íbúð, alltaf hækka lánin og ég á mjög erfitt með að framfleyta okkur.“
25.sep. 2014 - 18:55

Kenneth Máni stígur á svið: „Við erum kannski glæpamenn en við erum alla vega ekki óheiðarlegir“

Fimmtudaginn 25.september frumsýnir Borgarleikhúsið verkið Kenneth Máni. Kenneth er góðkunningi lögreglunnar sem sló í gegn í Fangavaktinni útskýrir lífið og tilveruna. Björn Thors fer á kostum í hlutverki Kenneth og er leikstjórn í höndum Berg Þórs Ingólfssonar. Verkið samdi Jóhann Ævar Grímsson, Saga Garðarsdóttir og Björn Thors.
25.sep. 2014 - 17:00

Aha.is opnar veitingaþjónustu: Efna til nýyrðasamkeppni - Vegleg verðlaun í boði

Opnuð hefur verið veitingaþjónusta á aha.is þar sem neytendum gefst kostur á að velja af matseðlum um þrjátíu veitingastaða, sækja svo matinn eða fá sendan gegn gjaldi. 
25.sep. 2014 - 17:00

Ekki skola leirtauið áður en þú setur það í uppþvottavélina

Samkvæmt könnun sem raftækjaframleiðandinn Miele lét gera á dögunum kom í ljós að um það bil 95 prósent þeirra sem eiga uppþvottavél skola leirtauið áður en það er sett inn í vélina.
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10     Næstu síður > 

Netklúbbur Pressunnar