21. jan. 2015 - 11:00

Regnboga pönnukökur - UPPSKRIFT

Regnbogapönnsurnar eru líflegar að sjá.

Regnbogapönnsurnar eru líflegar að sjá.

Það er alltaf gaman að bjóða í bröns. Amerískar pönnukökur er sniðug hugmynd í sunnudags-brönsinn og renna ljúflega niður með sýrópi. Það er samt gaman að breyta til og bjóða upp á eitthvað öðruvísi og nýtt.

Ofurmamman á síðunni www.iammommy.typepad.com hitti beint í mark þegar hún bjó til regnboga-pönnukökur handa fjölskyldunni. Þær eru ljúffengar, litríkar og skemmtilegar. Þar að auki eru þær alveg sérstaklega auðveldar í undirbúningi og fljótlegar.

Svo auðvitað voða spennandi fyrir ungviðið að fá að bragða á svona litríkum pönnsum. Hérna er uppskriftin af gamaldags ekta amerískum regnboga-pönnukökum.

Innihald:

1 og hálfur bolli hveiti
3 og hálf teskeið lyftiduft
1 teskeið salt
1 teskeið sykur
1 og 1/4 bolli mjólk
1 egg
3 matskeiðar bráðið smjör

Aðferð:

 1. Sigtið saman hveiti, lyftiduft, salt og sykur í stóra skál. Búið til holu í miðjuna og hellið mjólkinni, egginu og smjörinu ofan í. Hrærið saman þar til blandan er orðin mjúk.

2. Skiptið deiginu niður í nokkrar skálar og hrærið matarlit saman við deigið. Rautt, grænt, gult, blátt, fjólublátt og svo framvegis.

3. Hitið pönnu með smá olíu á. og hellið um 1/4 bolla af deigi á pönnuna fyrir hverja pönnsu. Steikið þar til báðar hliðar eru orðnar gullinbrúnar. Berið fram heitt með hlynsýrópi.

Staflið pönnukökunum á disk eða bakka og látið smávegis sýróp drjúpa yfir pönnsurnar. Það má líka skera smá smjörbita og setja á efstu pönnsuna og leyfa því svo að bráðna yfir staflann. Verði ykkur að góðu!

Left Right07.mar. 2015 - 11:00

Páll Óskar var 9 milljónir í mínus og síminn hætti að hringja: Hvað gerir þú þegar þú ert orðinn „has-been-poppstjarna?“

„Allar plöturnar seldust vel, allt fór í gull og mig vantaði aldrei pening og allt er á uppleið, þangað til - bang! Árið 1999 kemur fyrsti skellurinn“, segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem lenti í miklum fjárhagslegum hremmingum sem tók hann nokkur ár að komast út úr. Páll gaf út plötu sem tekin var upp í dýrasta stúdíóinu í London. Þegar hún seldist ekki eyddi hann enn meiri peningum í auglýsingar. Þrátt fyrir það seldist platan ekkert. Eftir stóð Páll með sex milljónir í mínus
06.mar. 2015 - 10:00

Hneyksli í undankeppni Eurovision í Þýskalandi: Áhorfendur trúðu ekki sínum eigin augum - MYNDSKEIÐ

Í gærkvöldi fór undankeppni Eurovision fram í Þýskalandi og verður keppnin skráð í sögubækurnar því sigurvegarinn neitaði að taka við sigrinum og yfirgaf sviðið. Flytjandinn sem varð í öðru sæti var því krýndur sigurvegari við mjög svo vandræðalegar aðstæður.
06.mar. 2015 - 08:19 Bleikt

Fjórum konum var breytt í forsíðustúlkur: Útkoman er ótrúleg

Hér að neðan má sjá fjórar ósköp eðlilegar konur sem voru fengnar í stúdíó þar sem þær voru farðaðar, settar í hágreiðslu, fín föt og myndatöku. Markmiðið var að sýna þeim sjálfum og okkur hinum hvernig tískuljósmyndir eru raunverulega gerðar, með aðstoð lýsingar og myndvinnsluforrita.
06.mar. 2015 - 00:12 Bleikt

Harrison Ford alvarlega slasaður: Brotlenti flugvél á golfvelli

Síðdegis í dag brotlenti lítil flugvél sem stórleikarinn Harrison Ford stýrði á Penmar golfvellinum í Los Angeles. Samkvæmt heimildum TMZ og Variety er Ford alvarlega slasaður. Þar er greint frá því að Ford hafi verið með djúpa skurði á höfði. Ford fékk fyrstu hjálp frá læknum sem voru að spila golf á vellinum þegar slysið varð. Hann var í framhaldinu fluttur á nærliggjandi sjúkrahús.
05.mar. 2015 - 17:11 Kynning

CenterHotel Þingholt í efsta sæti á listaTravellers Choice Award meðal hótela í Reykjavík.

CenterHotel Þingholt í efsta sæti á listaTravellers Choice Award meðal hótela í Reykjavík.

05.mar. 2015 - 12:30

Danir syrgja litla hetju sem lést í nótt eftir erfiða baráttu við krabbamein

Í nótt lést Magnus Andersen Eid á sjúkrahúsi á Malaga á Spáni af völdum krabbameins. Magnus var aðeins átta ára. Mörg þúsund Danir höfðu tekið óbeinan þátt í baráttu Magnusar við krabbameinið í gegnum Facebook en fjársöfnun fór meðal annars fram á Facebook til handa Magnusi.
05.mar. 2015 - 11:15

Áhyggjufullir foreldrar vilja „minnka“ dætur sínar

Margir foreldrar hafa miklar áhyggjur af að dætur þeirra verði of hávaxnar og leita þess vegna í sífellt meira mæli aðstoðar lækna. Áhyggjur foreldra hefjast stundum þegar dætur þeirra eru aðeins fjögurra ára og því setja foreldrarnir sig í samband við lækna en hægt er að koma í veg fyrir að stúlkurnar stækki mikið með hormónameðferð eða skurðaðgerð.
04.mar. 2015 - 22:37

Hún hatar þetta grautlina tippi: Kona á barmi taugaáfalls leitar til Röggu

Ég er bæði vondauf og ráðalaus og finnst eins og engin lausn finnist á vandamáli mínu. Ég vona samt að þú eigir einhver ráð fyrir mig. Fyrir tveimur árum skildi ég og á sama tíma skildi besti vinur minn við konuna sína. Við erum bæði rúmlega fertug. Upp úr því varð ég hrifin af besta vini mínum og rómantíkin blómstraði milli okkar. Við eigum sameiginlegt áhugamál sem við sinnum á fullu, hann er skemmtilegur og hinn fullkomni félagi.
04.mar. 2015 - 21:38

Ragga nagli: Spurði pendúlinn hvort ég ætti að fara út að hlaupa, hann sagði já svo ég fór út að hlaupa

„Beikon, egg og mæjó í morgunverð því kolvetni eru Satans og spika mann eins og aligæs.“ Þetta skrifar Ragga Nagli en hún birti í kvöld stórskemmtilegan pistil sem ber heitið, „Dagur í lífi naglans.”
04.mar. 2015 - 20:00

Kraftaverkið að fæðast: „Nói Aguilar Birnuson, Guð geymi þig“

Alltof margir taka því sem gefnu að heilbrigð börn fæðist inn í þennan heim - ,,þetta er bara gangur lífsins“ hef ég heyrt fleygt fram. Því fer svo fjarri. Að barn fæðist heilbrigt inn í þennan heim er sannkallað kraftaverk. Ef þetta væri ,,bara gangur lífsins“ þá myndu allar konur verða ófrískar þegar þær vildu það, og í kjölfarið fæða heilbrigð börn eftir fulla meðgöngu. Því fer líka svo fjarri.
04.mar. 2015 - 19:00 Raggaeiriks

Hún hatar þetta grautlina tippi: Kona á barmi taugaáfalls leitar til Röggu

Ég er bæði vondauf og ráðalaus og finnst eins og engin lausn finnist á vandamáli mínu. Ég vona samt að þú eigir einhver ráð fyrir mig...
Ég er búin að reyna að sjúga hann, nudda hann, sýna honum klámmyndir, klæða mig sexý – ekkert dugar. Stundum nær hann honum upp í smá tíma en svo lyppast hann aftur niður inni í mér. Nú langar mig ekki í hann lengur, því ég verð alltaf fyrir vonbrigðum – mér finnst hann kyndaufur og fyrirsjáanlegur.
04.mar. 2015 - 19:00

Lést eftir að hafa spilað tölvuleik í 19 klukkustundir samfleytt

Margir telja að það geti verið beinlínis hættulegt að spila of mikið í tölvum og kannski eru örlög 24 ára kínversk manns því til sönnunnar. Hann lést eftir að hafa setið við tölvu og spilað netleikinn World of Warcraft í 19 klukkustundir samfleytt.

03.mar. 2015 - 22:00

Kara fæddist í líkama karlmanns: „Léttir að losna við liminn“

Kara Ásdís Kristinsdóttir hefur gengið í gegnum meiri breytingar að undanförnu en flest okkar fá að upplifa um ævina. Hún fæddist í líkama karlmanns en er nú loksins orðin kona. Blaðamaður settist niður með Köru og fékk að heyra um áhugavert og átakanlegt lífshlaup hennar.
03.mar. 2015 - 20:10

„Ég lifi ekki. Ég er bara til. Af hverju má ég ekki ákveða hvenær ég dey? “ – Vil fara heim til mömmu

„Ég lifi ekki. Ég er bara til. Af hverju má ég ekki ákveða hvenær ég dey?“ Svona lýsti Siv Tove Pedersen lífi sínu í júlí 2014 en þá var hún 41 árs. Hún hafði þá ákveðið að binda endi á líf sitt með því að fá aðstoð til þess í Sviss en þar er heimilt að aðstoða fólk við að binda endi á líf sitt ef það vill það sjálft. Þegar Siv sagði þetta var hún búin að lifa með aðeins 12 prósenta starfsgetu lungnanna auk fleiri krónískra sjúkdóma í rúmlega sjö ár.
03.mar. 2015 - 16:09 Raggaeiriks

Kara fæddist í líkama karlmanns: „Léttir að losna við liminn“

Kara Ásdís Kristinsdóttir hefur gengið í gegnum meiri breytingar að undanförnu en flest okkar fá að upplifa um ævina. Hún fæddist í líkama karlmanns en er nú loksins orðin kona. Blaðamaður settist niður með Köru og fékk að heyra um áhugavert og átakanlegt lífshlaup hennar.
02.mar. 2015 - 19:00

„Hvenær hættir stríðni að vera bara stríðni“ Jóhanna María um kynferðislega áreitni

„Ef ókunnugur maður myndi snerta dóttur þína þá yrðir þú brjáluð. Ef jafnaldri hennar myndi gera það, þá hvað?“ Þetta segir Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Hún birti í morgun pistil um kynferðislega áreitni meðal barna og unglinga.
02.mar. 2015 - 18:16

Skilur hvorki upp né niður þegar hann er settur á milli eineggja tvíbura: Myndband

Í myndbandinu sem birtist hér að neðan sést hvernig Landon litli bregst við þegar hann er settur á milli eineggja tvíbura. Það ruglar hann heldur betur í ríminu hvað þær eru líkar og viðbrögðin eru hreint út sagt stórkostleg. Það má með sanni segja að Landon hreinlega krútti yfir sig!
02.mar. 2015 - 16:20 Raggaeiriks

Sjálfsfróun er fyrir alla: Ragga mælir með sjálfsfróun fyrir heilsuna

Sjálfsfróun er holl iðja og allir ættu að stunda hana. Sjálfsfróun er ekki bara fyrir þá sem eiga ekki kost á öðru kynlífi - heldur ætti hún að vera partur af kynlífi okkar allra. Eins og kynlífsgúrúinn Betty Dodson sagði einhverju sinni: „Elskhugar koma og fara, en ástarsambandið við þig sjálfa/n endist út lífið.“
02.mar. 2015 - 10:30 Ragnheiður Eiríksdóttir

Alls ekki nota kúta, belti og smokka

Ég er amma og fer stundum með barnabörnin mín í sund. Þau eru 3 og 4 ára og mér þykir agalega vænt um þau. Ég hef ákveðið að láta þau ekki nota kúta í sundferðum enda er ég orðin langþreytt á gróðasjónarmiðum kútaframleiðenda.
28.feb. 2015 - 11:30

Hendur karla geta sagt til um hvernig þeir koma fram við konur

Takið eftir þessu konur. Ef þið viljið sjá hvort sá sem þið hafið áhuga á er indælis náungi eða bara fífl, þá skuluð þið horfa á hendur hans. Niðurstöður nýrrar, og ansi sérstakrar rannsóknar, benda til að þeim mun styttri sem vísifingur karls er í samanburði við baugfingur þá sé mun líklegra að hann komi vel fram við konur.
27.feb. 2015 - 10:40

Kolbrún: „Best af öllu er þó líklega aukið sjálfstraust

Það hefur ekki farið framhjá mörgum sem fylgst hafa með  fyrrverandi fjölmiðlakonunni Kolbrúnu Björnsdóttur að hún hefur tekið viðsnúning í lífinu. Hún hætti í fjölmiðlum og fór að hjóla! Í dags starfar Kolbrún hjá hjólaversluninni Kríu úti á Granda en þess á milli hjólar hún í góðum félagsskap. En hvað er það sem breytir lífinu svona mikið? Hjólið, lífstíllinn, áhugamálið eða félagsskapurinn? Við spurðum Kolbrúnu út í nýja lífið:
27.feb. 2015 - 08:17

Syrgjandi móðir fékk einstaka gjöf sem hún á aldrei eftir að gleyma

Þegar Michelle,  áströlsk þriggja barna móðir, settist upp í bílinn með börnunum sínum síðustu helgi hélt hún að hún væri á leið í heilsulind. Nokkrum mínútum síðar greip útvarpið athygli hennar á heldur óhefðbundin máta. Á þeirri stundu komst Michelle að því að eitthvað stórkostlegt væri í uppsiglingu.
26.feb. 2015 - 19:20

Er sjaldgæfasta plata Íslandssögunnar fundin? Hún kom aldrei út

,,Þessi plata kom aldrei út og því er auðvitað um sögulegan fund að ræða,“ segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni en hann datt heldur betur í lukkupottinn á dögunum þegar hann var að gramsa eftir fjársjóðum í skransölunni Notað og Nýtt í Kópavogi. Kom hann höndum yfir svokallaða ,,test pressu“ en um er að ræða prufu-plötu úr vínylpressu sem við nánari athugun reyndist afar sjaldgæfur fundur.
26.feb. 2015 - 08:00 Raggaeiriks

Þessi skeggblindi einhyrningur borðar ekkert nema loðtaco!: Kynlífsorðabankinn

Í dag leynist ýmislegt spennandi í kynlífsorðabankanum að þessu sinni. Hafa lesendur til að mynda heyrt um einhyrninga og loðtaco í kynferðislegu samhengi?
25.feb. 2015 - 19:00

Að borða óhollt þegar manni leiðist: Hvað er til ráða

Við höfum flest lent í því að borða þegar okkur leiðist. Stundum gerum við e.t.v. ekki greinarmun á svengd og að leiðast. Oftast teygjum við okkur í eitthvað sem er auðvelt og handhægt, stútfullt af sykri, slæmum kolvetnum og aukaefnum. Áður en við vitum af erum við búin að borða allt of mikið af óhollum mat, liggjandi á sófanum að horfa á heila seríu af einhverjum þáttum og líðanin er margfalt verri en áður. Hvað er til ráða?
25.feb. 2015 - 08:00 Raggaeiriks

Gleiða, glaða konan: Ertu nógu liðug fyrir þessa stellingu?

Þessi stelling er ekki fyrir hvaða konu sem er. Ef viss liðleiki er ekki til staðar er raunveruleg hætta á sinardrætti eða jafnvel tognun sem gæti tekið margar vikur að jafna sig á. Fyrir konur sem stunda jóga eða fimleika eða voru sjúklega duglegar í djassballett á sínum yngri árum er stellingin hins vegar ljómandi skemmtilegur kostur.
24.feb. 2015 - 21:15

Sólveig stígur fram: „Erfitt að birta þessar myndir af líkamanum“ - Afleiðingar þess að grenna sig um tugi kílóa

Sólveig Sigurðardóttir hefur vakið mikla athygli fyrir baráttu sína við offitu. Í viðtali við Pressuna á síðasta ári sagði Sólveig meðal annars: „Feita stóra Sólveig fékk lakari þjónustu, verra viðhorf og var hálf ósýnileg. Ljótar augngotur og stundum var eins og fólk hefði skotleyfi á feitu konuna. Það er allt annað viðhorf í dag.“ Hún vill opna á umræðu um afleiðingar offitu og skorar jafnframt á stjórnvöld að taka þátt í að greiða niður aðgerðir, þar sem í raun sé ekki um fegrunaraðgerð að ræða, heldur leiðréttingu.  
24.feb. 2015 - 20:07

Þetta vissirðu örugglega ekki um Kaupmannahöfn

Í miðborg Kaupmannahafnar hafa margir merkir atburðir átt sér stað og margir merkir einstaklingar hafa gengið þar um stræti í gegnum tíðina, þar á meðal margir Íslendingar. Þegar gengið er um götur þessa gamla höfuðstaðar okkar í dag er erfitt að ímynda sér hvað sagan hefur að geyma en hér er hulunni svipt af nokkrum athyglisverðum staðreyndum um Kaupmannahöfn.
24.feb. 2015 - 17:30

Gunna Dís: „Mér finnst ég ekki vera að missa af neinu“

Útvarpskonan knáa Guðrún Dís Emilsdóttir (Gunna Dís) steig út fyrir þægindarammann sinn síðastliðið haust þegar hún fluttist ásamt eiginmanni og tveimur börnum frá höfuðborginni norður á Húsavík. Í dag líkir Gunna Dís búsetu sinni við velferðarsamfélagið á norðurlöndum auk þess sem henni finnst hún meira miðsvæðis en áður.
24.feb. 2015 - 15:47 Raggaeiriks

Hvenær er tímabært að fara saman í rúmið?

Kynlífspressunni barst á dögunum bréf frá karlmanni sem er búsettur erlendis og hefur tekið eftir því að stefnumótamenningin þar sem hann býr er frábrugðin því sem hann á að venjast á Íslandi. Hann skrifar:
Á Íslandi var þetta svo einfalt. Ég fór bara á barinn og hellti í einhverja dömu þar til hún vildi koma heim með mér. Svo þegar af okkur var runnið ákváðum við hvort við ætluðum að hittast aftur eða ekki. Kannski hef ég þroskast eitthvað með árunum og orðið fágaðri í þessu - en nú bý ég erlendis og hér er þessu öðruvísi háttað.
24.feb. 2015 - 14:00 Raggaeiriks

Kynlífsgúrú kemur til Íslands: Betty Dodson á leiðinni!

Íslenskir kynlífsnördar gleðjast þessa dagana yfir fregnum um að sjálf Betty Dodson sé á leiðinni til landsins. Dagana 1.-4. október næstkomandi verður 37. ráðstefna Norrænu kynfræðisamtakanna, NACS (The Nordic Association of Clinical Sexology) haldin í Reykjavík en það er Kynís, Kynfræðafélag Íslands, sem sér um skipulagið. Betty er aðalfyrirlesari á ráðstefnunni en hún kemur til landsins með samstarfskonu sinni Carlin Ross.
24.feb. 2015 - 11:00 Bleikt

Martröðin á Barnaspítala Hringsins upphafið að einstakri vináttu

Stundum gefur lífið manni eitthvað þegar maður á síst von á því, þannig var það með mig. Árið 1993 eignaðist ég mitt fyrsta barn, þetta barn var mikið veikt og var ekki hugað langt líf. 3 mánuðum seinna, fór ég með fárveikt krílið mitt inn á Barnadeild Hringsins með RS sýkingu.
24.feb. 2015 - 08:00 Indíana Ósk Helgudóttir

Vísindin sanna að kettir hafa góð áhrif á heilsu fólks

Það hefur verið sannað oftar en einu sinni að kettir eru meira en bara góður félagsskapur. Þeir hafa þann eiginleika að róa fólk niður með sínu mali og getur það verið gott meðal fyrir þá sem þjást af hjartasjúkdómum.
24.feb. 2015 - 08:00 Raggaeiriks

Enginn smokkur - engin píka!

„Enginn smokkur, ENGIN PÍKA!“ Ég svaf hjá strák um daginn og komst að því hálfum mánuði síðar að hann hafði smitað mig af klamidíu. Ég veit að smitið kom frá honum því ég var nýlega búin að fara í tékk og svaf ekki hjá fleirum á þessu tímabili.
24.feb. 2015 - 00:10

Mynd dagsins: Atvinnuauglýsing Strætó vekur athygli - Erum við að leita að þér?

Mynd dagsins er skjáskot af atvinnuauglýsingu sem sögð er vera frá Strætó BS. og birt er á vefnum Alfreð Atvinnuleit. Þykir fólki titillinn nokkuð kaldhæðinn í ljósi síðustu vikna, enn fyrirtækið hefur verið mikið gagnrýnt fyrir að týna fötluðu fólki eða skutla því á ranga staði. Steininn tók úr þegar Ólöf Þorbjörg, 18 ára stúlka, gleymdist í bíl á vegum ferðaþjónustu fatlaðra í sjö tíma.
23.feb. 2015 - 21:15

Sykurpabbar breyta kynlífshegðun ungra kvenna: „Ég hætti að telja þegar ég var komin í 100“

Nýjar netsíður sem gera út á stefnumót eru komnar vel áleiðis með að breyta kynlífshegðun ungs fólks að mati margra sérfræðinga. Það virðist færast í aukana að ungar stúlkur og konur selji aðgang að líkama sínum, án þess þó að telja sig vera að stunda vændi. Þær nota stefnumótasíður til að komast í samband við eldri menn sem eru reiðubúnir að greiða þeim fyrir kynlíf.
23.feb. 2015 - 20:00

Feita stelpan í bekknum er 54 kíló

Það erum við þessi fullorðnu sem berum mikla ábyrgð á hvernig viðhorf börnin okkar hafa til líkama sinna. Nýlega fékk ég 14 ára stúlku, sem var í starfsnámi hjá mér, til að skrifa smá grein um hvernig það er að vera 14 ára stelpa í dag. Úr varð átakanleg lýsing á hvernig allt snýst um að vera grannur í bekknum hennar.
23.feb. 2015 - 18:00

Enginn mætti í 6 ára afmælið – Þá komu nágrannar og lögreglan til sögunnar

Þrátt fyrir að 6 ára afmælisdagurinn hafi ekki byrjað vel þá er óhætt að segja að afmælisbarnið hafi átt einn besta dags lífs sín. 16 bekkjarsystkinum var boðið í afmælið en ekkert þeirra mætti þrátt fyrir að foreldrar þeirra hafi ekki boðað forföll.
23.feb. 2015 - 12:02

Hjartnæm ræða stal senunni á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt

Hjartnæm ræða Óskarsverðlaunahafans Graham Moore, handritshöfundar kvikmyndarinnar „The Imitation Game” vakti gríðarlega athygli í nótt, þegar hann tók við verðlaununum fyrir besta handritið. Þar sagði hann opinskátt frá eigin þunglyndi og sjálfsvígstilraun á unglingsárunum, í þeim tilgangi að vekja fólk til umhugsunar.
23.feb. 2015 - 09:59

Farsíminn þinn er skítugri en klósettið

Hvort viltu frekar koma við farsímann þinn eða klósettið? Flestir svara væntanlega að þeir vilji frekar koma við farsímann en samt sem áður eru fleiri bakteríur á farsímum fólks en á klósettinu.
22.feb. 2015 - 21:11

Stjörnur fæddar? Stórkostlegur flutningur hjá Magnúsi og Ívari - Myndskeið

Tveir ungir menn, Magnús Hafdal og Ívar Þórir Daníelsson, stigu á svið í Ísland Got Talent og heilluðu þjóðina. Þeir hafa samið tónlist saman í um hálft ár. Atriðið sem þeir fluttu var lagið Ég fer ekki neitt, eftir Sverri Bergmann.
22.feb. 2015 - 10:00

María Ólafs í yfirheyrslu

María Ólafsdóttir hefur heldur betur skotist upp á íslenskan stjörnuhiminn frá því hún sigraði Söngvakeppnina fyrir rúmri viku. Fæstir hafa þó hugmynd um hver þessi stórkostlega söngkona er. Til að seðja forvitni lesenda tók Pressan Maríu í yfirheyrslu og þar kom margt áhugavert í ljós.
21.feb. 2015 - 22:00

Starfsmaður Neyðarlínunnar hneykslaður: „Hvernig getur þú hringt þegar búið er að skjóta þig í höfuðið?“

Helsærður 16 ára drengur hringdi í sænsku neyðarlínuna eftir að hann og vinur hans voru skotnir í Norrhammar í október en lenti þá í því að starfsmaður neyðarlínunnar trúði honum ekki. Ekki nóg með það heldur var símtali hans ekki svarað fyrr en í þriðju tilraun því í fyrstu tveimur hringdi út. Málið hefur vakið mikla hneykslan og reiði í Svíþjóð.
21.feb. 2015 - 18:00

Kisur láta ekki bjóða sér hvað sem er: Sprenghlægilegt myndband

Það er liðin tíð að kettir leyfi börnunum á heimilinu að snúa sér í hringi á skottinu og að klæða sig í dúkkuföt. Að minnsta kosti ef marka má myndbandið hér að neðan þar sem kettirnir ráðast á og leika við litla fólkið á heimilinu, útkoman er vægast sagt sprenghlægileg.
20.feb. 2015 - 22:00

Kata Lostadóttir: Kynlíf til sölu hjá klæðskiptingi - Skilin eftir í náttkjól á Rauðhólum

Kata Lostadóttir er dulnefni 24 ára karlmanns sem selur sig með aðstoð internetsins. Kata er gagnkynhneigður og stundar vændi meðfram því að vinna fulla vinnu sem þolir dagsljósið. Hann selur sig aðallega karlmönnum en segir þó að hér um bil fimmti hver viðskiptavinur hans sé kona. Frásögn mannsins varpar ljósi á skuggahliðar vændis.
20.feb. 2015 - 18:25

Indíana Ósk ráðin ritstjóri Dýrapressunnar

Indíana Ósk Helgudóttir hefur verið ráðin ritstjóri Dýrapressunnar á Pressunni. Dýrapressan er nýr vefhluti þar sem fjallað verður á fjölbreyttan og fróðlegan hátt um dýr af öllum stærðum og gerðum. Þar verður að finna fréttir, skemmtileg myndskeið, fróðleik frá dýralæknum og svo mætti lengi telja.
20.feb. 2015 - 17:00

Leikstjórinn Baldvin Z trommar á Akureyri

Laugardaginn 11. apríl ætlar hljómsveitin Toy Machine að koma saman á Akureyri  og halda tónleika á Græna hattinum.

20.feb. 2015 - 16:10

Ásdís Rán og Saga ósammála: Jafnrétti og femínismi að bjóða uppá ofurkroppa - Hallærislegra en Logi Bergmann í línudansi segir Saga

Athafnakonan og fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir segist skynja mikinn áhuga fyrir komu dansteymisins Grandos sem skemmtir á konukvöldi klukkan 19 á Spot í kvöld.  Kyntröllin í Grandos munu fækka fötum og segir Ásdís að um saklaust atriði sé að ræða. Ásdís skipuleggur konukvöldið og er það nokkuð umdeilt líkt og margt annað sem hún hefur tekið sér fyrir hendur í gegnum tíðina. Saga Garðarsdóttir leikkona er ein af þeim sem hefur gagnrýnt fyrirhugað konukvöld en Ásdís Rán kippir sér ekki upp við það og í samtali við Pressuna blæs hún á allar gagnrýnisraddir. Bætir hún við að mikill áhugi sé fyrir konukvöldinu.
20.feb. 2015 - 10:10

Hvað langar þig að spyrja Maríu Ólafs sem verður í yfirheyrslu á Pressunni á morgun?

Mynd: Pressphotos.biz Kæru lesendur. Á morgun verður María Ólafs, sem keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision, í yfirheyrslu á Pressunni. Við höfum ákveðið að taka upp nýtt fyrirkomulag og fá hana til að svara spurningum frá lesendum.
20.feb. 2015 - 10:06

12 hlutir sem þú vissir ekki að hægt væri að gera á Facebook

Það er ýmislegt sem Facebook býður upp á sem þér hefur aldrei dottið í hug að nýta þér. Hér eru nokkur dæmi um valmöguleika sem gætu komið að miklu gagni!
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10     Næstu síður > 

Sena: Samba mars apríl 2015 (út 9)
Netklúbbur Pressunnar