30. okt. 2017 - 11:52

Kærleiksríkir foreldrar éta börnin sín

Líffræðingar hafa löngum velt vöngum yfir því hvers vegna sum dýr éta afkvæmi sín. Nú hafa líffræðingar hins vegar sýnt fram á, með hjálp tölvulíkans, að fyrirbærið kemur ekki í veg fyrir að tegundin fjölgi sér, heldur getur það beinlínis bætt lífslíkur lífvænlegustu afkvæmanna. Þessir sömu foreldar hugsa nefnilega afskaplega vel um þau afkvæmi sem komast á legg.

Það er komið fram í miðjan apríl og friður og spekt ríkja í hreiðri húsfinkunnar. Foreldrarnir væntanlegu eru önnum kafnir, – hann er upptekinn af því að ala önn fyrir makanum og hún vermir eggin sex í hreiðrinu. Þetta er þriðji dagurinn sem parið annast eggin. Karlfuglinn staðnæmist á brún hreiðursins og flýtir sér að fóðra móðurina. Síðan fljúga báðir fuglarnir í burt í leit að fæðu og hálfri mínútu síðar snýr kvenfuglinn til baka og lítur eftir hreiðrinu. Hún byrjar síðan fyrirvaralaust að gogga með beittum gogginum í eitt af eggjunum og að éta innihald þess. Hún étur áfram í þrjár mínútur og flýgur því næst á brott með eggjaskurnina í gogginum.


Nýbakaðar mæður úr hópi hamstra og annara nagdýra geta vel tekið upp á því að farga einu eða fleiri afkvæmi, ef fæða er af skornum skammti og ekki er útlit fyrir að þeim takist að ala önn fyrir öllum afkvæmum úr sama goti. Í einu goti geta verið allt að 12 afkvæmi.

Hópur bandarískra líffræðinga hefur fylgst með hreiðri húsfinkunnar frá því að varptíminn hófst og gátu þeir alls ekki séð að eggið væri skemmt, mislitt eða á annan hátt frábrugðið hinum eggjunum fimm í hreiðrinu. Líffræðingarnir gera því ráð fyrir að fóstrið í egginu hafi verið lífvænlegt og að kvenfuglinn hafi gert nokkuð sem okkur mönnunum þætti algerlega óhugsandi, nefnilega étið afkvæmi sitt.

Atferli húsfinkunnar er hvorki afbrigðileg, líffræðileg tilviljun né heldur kemur það í veg fyrir að fuglarnir fjölgi sér. Atferlið stuðlar á hinn bóginn sennilega að betri lífslíkum hinna unganna. Aðrar alls óskyldar dýrategundir, allt frá veiðikóngulóm og músum, yfir í margar fiskategundir, stunda dráp á eigin afkvæmum. Eins furðulega og það kann að hljóma, þá ala þessi sömu dýr afskaplega vel önn fyrir hinum afkvæmunum.

Vísindamenn leggja sig í líma við að útskýra hvernig á því geti staðið að jafn ólík hegðun og dráp og umhyggja þrífst innan sömu dýrategundar og jafnvel meðal sömu einstaklinganna úr hópi dýrategundarinnar. Áður fyrr álitu atferlislíffræðingar át dýra sömu tegundar vera til marks um félagslegan sjúkdóm meðal einstakra dýra og töldu að atferlið hefði lítil sem engin áhrif á þróunarsögu dýranna. Seinna áttuðu atferlislíffræðingarnir sig svo á að um væri að ræða atferli sem hefði óþekkt áhrif á þróunina og að um væri að ræða eins konar málamiðlun til að bæta lífslíkur afkvæmanna sem fá að lifa.

Þrátt fyrir áralangar rannsóknir á fiskitegundum sem leggja stund á afkvæmaát er ekki ýkja langt síðan líffræðingar áttuðu sig á þróunarfræðilegum ávinningi átsins. Þegar líffræðingar reyndu að skýra út atferlið var kenning þeirra yfirleitt sú að foreldrarnir fengju næringu úr afkvæmunum og nýttu eigin egg eða afkvæmi sem fæðuviðbót þegar þröngt væri í búi. Með því að éta eigin afkvæmi fengu foreldrarnir, samkvæmt þessari tilgátu, orku og næringarefni sem komu þeim til góða í næsta goti. Ef litlar líkur voru á að afkvæmi af fyrsta goti kæmust á legg, gátu foreldrarnir þannig aukið líkurnar á að þeim tækist að koma öðru goti á legg með því að búa yfir orkunni úr fyrsta goti þegar næsta got kom í heiminn. Nákvæmar rannsóknir á ýmsum tegundum fiska hafa haft í för með sér ólíkar niðurstöður. Þegar vísindamennirnir gáfu fiskunum fæðubótarefni hættu sumar tegundirnar að leggja sér til munns afkvæmi sín en aðrar tegundir héldu hins vegar uppteknum hætti. Þá hafa vísindamenn einnig rannsakað hvort næringin úr afkvæmunum sem étin eru skiptir sköpum fyrir foreldrana næst þegar kemur að því að fjölga sér. Niðurstöðurnar úr þeim rannsóknum eru að sama skapi ólíkar og því segjast líffræðingarnir geta dregið þá ályktun að afkvæmin séu ekki einvörðungu étin næringarinnar vegna.

Sýndardýr gefa skýringu á afkvæmadrápi

Árið 2002 komu Adam Payne og tveir starfsbræðra hans við University of London fram með þá kenningu að dýr einungis éti eggin eða afkvæmi sín ef hætta er á að hart verði í ári og erfitt að afla fæðunnar þegar afkvæmin koma í heiminn. Færri afkvæmi auka líkur foreldranna á að hugsa vel um þau egg eða afkvæmi sem fá að lifa. Aðrir vísindamenn hafa birt álíka kenningar um að foreldrarnir drepi viðkvæmustu afkvæmin sem minnstar líkur eru á að myndu komast á legg. Engin þessara mörgu kenninga hefur þó veitt fullnægjandi skýringu á því hver ávinningur dýra er af því að éta afkvæmi sín. Nú hafa tveir líffræðingar, Hope Klug við Flórída háskóla og Michael Bonsall við Oxford háskóla, hins vegar rannsakað þessa þversögn með því að notast við tölvulíkan og hafa þeir fundið mjög góða skýringu á þessum atferlisvanda dýranna.

Líffræðingarnir tveir gerðu sér í hugarlund hinar ýmsu aðstæður sem sýndarlífverur gátu lent í og mötuðu tölvurnar með upplýsingunum. Þeir kynntu síðan til sögunnar fyrirbærið afkvæmaát sem eins konar stökkbreytingu eða eiginleika sem rændi „lífverum“ úr hópnum. Í tölvulíkaninu geta egg og ungar hlotið þrenns konar örlög. Foreldrarnir geta skilið afkvæmin ein eftir, þau geta hlotið aðhlynningu foreldranna ellegar foreldrarnir geta étið þau. Hope Klug og Michael Bonsall leyfðu með öðrum orðum þróunarsögunni að leika lausum hala í sýndardýraríkinu. Þeir létu tölvulíkanið spá fyrir um hvort afkvæmaát hefði jákvæð áhrif á það að fuglunum tækist að fjölga kyni sínu og fylgdust að sama skapi með því á hvern hátt afkvæmaát dreifðist meðal „lífveranna“.

Líkanið leiddi í ljós að afkvæmaát getur hvort heldur sem er tíðkast meðal dýra sem hlúa vel að afkvæmum sínum og meðal dýra sem láta afkvæmin algerlega um að annast sig sjálf. Líkanið leiddi hins vegar einnig í ljós að afkvæmaát á sér mjög flókna skýringu. Það er með öðrum orðum engin einhlít skýring á því hvers vegna sumar dýrategundir leggja sér til munns afkvæmi sín. Sýndardýrin fengu raunar orku í líkamann af að éta eggin sín en næringarþátturinn dugði samt ekki sem útskýring.

Hope Klug og Michael Bonsall veittu því athygli að afkvæmaát jók líkurnar á að hin eggin þroskuðust vel og þar með urðu meiri líkur á að tilteknu foreldrapari tækist að fjölga sér. Þeir komust einnig að raun um að afkvæmaát væri í raun mjög vænleg aðferð ef foreldrarnir einbeittu sér að því að éta slökustu afkvæmin. Þar með olli afkvæmaát svipuðum þróunarþvingunum á getu unga og eggja til að komast á legg og þekkist af völdum rándýra. Með þessu er til dæmis átt við að því fyrr sem egg nær fullum þroska og klekst út, þeim mun meiri líkur eru á að fuglinn komist á legg.

Afkvæmaát meðal fugla og annarra dýra getur með öðrum orðum stuðlað að því að ryðja úr vegi afkvæmum sem eru lengi að ná þroska og krefjast fyrir vikið mikillar umhyggju af hálfu foreldranna. Með þessari aðferð beina foreldrarnir orku sinni að þeim afkvæmum sem hraðast vaxa úr grasi og fjarlægja síðar meir eitt eða fleiri afkvæmi sem eru slakari. Afkvæmaátið hefur þann kost í för með sér að orkuforði foreldranna helst í fjölskyldunni og fer ekki forgörðum í kjaftinn á rándýrum.

Feðurnir losa sig við afkvæmin

Tölvulíkanið leiddi í ljós að afkvæmaát meðal foreldra getur reynst vera árangursrík leið til að koma þeim afkvæmum á legg sem líklegust þykja til að spjara sig. Atferlið virðist vera algengast meðal fiska en líffræðingarnir tóku eftir að margar fiskategundir leggja sér til munns seiði sín. Þeir tóku jafnframt eftir því að það eru oftast karldýrin sem deyða afkvæmin.

Flestir fiskar eru ekki mjög umhyggjusamir foreldrar, því þeir láta sér nægja að hrygna miklu magni hrogna og láta svo náttúruna um að annast hrognin og seiðin. Margar fisktegundir ganga þó aðeins lengra og verja afkvæmin, eins og fyrir skyldurækni, gegn rándýrum, flytja súrefnisríkt vatn að hrognunum og hreinsa af þeim óhreinindi og sníkjudýr. Það vekur nokkra furðu að sumar fisktegundirnar sem ala hvað mesta önn fyrir hrognunum sínum eiga það einnig til að éta afkvæmi sín. Þess vegna mætti segja að hængurinn þurfi stundum að taka afdrifaríkar ákvarðanir, en með því er átt við að hann þurfi að ákveða hvaða afkvæmi hann eigi að éta. Hann þarf að sama skapi að ákveða hvað hann á að éta mörg. Ákvörðunin byggir á mati á umhverfinu og skiptir sköpum fyrir getu hans til að auka kyn sitt. Segja má að ákvörðunin sé eins konar málamiðlun milli þess að nýta til fulls þá fæðu sem fyrir hendi er í umhverfinu og að varast að ofnýta hana. Ef hann deyðir of mörg afkvæmi komast færri á legg en hann hafði tök á að ala önn fyrir. Ef hann deyðir of fá afkvæmi munu þau sem eftir lifa hins vegar hafa minni tök á að vaxa úr grasi og spjara sig sjálf og foreldrarnir gætu fyrir vikið ekki fjölgað sér.

Hope Klug rannsakaði, ásamt Kai Lindström við Åbo Akademi, hvaða aðferð hængur af tegundinni sandkýtlingur beitir við val á fórnarlömbum úr hópi afkvæmanna. Sandkýtlingshængurinn er einstæður faðir. Þeir leggja ofuráherslu á að fjölga sér og í því skyni frjóvgar hann oft hrogn úr tveimur hrygnum. Vísindamennirnir veittu því eftirtekt að hængarnir átu yfirleitt stór hrogn seinni hrygnunnar sem þeir höfðu frjóvgað. Skýringin er að öllum líkindum fólgin í því að stór egg eru lengur að klekjast út en þau minni, auk þess sem egg síðari hrygnunnar höfðu komið í heiminn degi á eftir fyrri hrognunum. Með því að taka úr umferð stór hrogn sem hrygnt hafði verið seint og að einbeita sér að litlum, eldri hrognum bætir hængurinn möguleikana á að koma afkvæmum á legg. Hann sparar sér þannig tíma og getur snúið fyrr aftur til leiks og frjóvgað ný egg.

Aðrar fisktegundir láta afkvæmum sínum eftir að hafa hemil á fjölguninni. Um er að ræða ýmsar fisktegundir sem ekki gjóta hrognum en fæða þess í stað lifandi seiði. Í þessum tilvikum vaxa eggin inni í líkama hrygnunnar eftir frjóvgun og hvert fóstur þroskast í eigin eggi, sem minnir á fylgju spendýra. Stærstu afkvæmi gráa skeggháfsins háma í sig minni og veikbyggðari afkvæmin í „fylgju“ móðurinnar. Veikbyggðustu dýrin lúta þannig í lægra haldi fyrir harðneskjulegum raunveruleika náttúrunnar áður en þau svo mikið sem verða fullþroska dýr.

Dráp hliðholl fjölgun tegundanna

Afkvæmadráp á sér ekki aðeins stað í sjónum heldur einnig á landi. Hræbjalla er rauð og svört bjalla með mjög sérkennilegar fæðuvenjur. Bjöllurnar grafa hræ af fuglum, músum og öðrum smádýrum með því að grafa sig undir þau og draga þau niður í jörðina. Hræbjöllur starfa yfirleitt tvær og tvær saman. Kvendýrin verpa eggjum sínum við grafið hræið og báðir foreldrar halda til nærri hræinu. Bæði lirfurnar og foreldrarnir lifa síðan af hræinu. Þessar sérkennilegu kjarnafjölskyldur hafa því einungis fæðuforða í takmarkaðan tíma.

Rannsóknir á tilraunastofum hafa leitt í ljós að hefðbundið hræ hjá hræbjöllum er 10-15 grömm á þyngd og það nægir ekki til að brauðfæða heila hræbjöllufjölskyldu. Kvendýrin verpa of mörgum eggjum með þeim afleiðingum að afkvæmin verða algerir tittir ef foreldrarnir fækka ekki þeim kerfisbundið. Og það gera þeir einmitt. Hræbjöllur eru fórnfúsir foreldrar sem æla fæðu upp í afkvæmin; viðhalda holunni sem gegnir hlutverki hrægeymslu, forðabúrs og barnaherbergis; reka á brott óvinveitt skordýr og víkja ekki frá afkvæmunum allan uppvöxt þeirra. Umhyggju foreldranna eru þó takmörk sett. Hræbjölluforeldrarnir laga nefnilega fjölskyldustærðina að stærð hræsins með því að farga umframlirfum, til þess að eins stór hópur og frekast er unnt geti komist á legg.

Erfitt er að gera sér í hugarlund að dráp á eigin afkvæmum geti haft í för með sér þróunarfræðilegan ávinning. Hins vegar á fyrirbærið sér stað meðal margra ólíkra dýrategunda og oftar en ekki hjá dýrum sem annast afkvæmi sín af kostgæfni. Líffræðingar fikra sig ár hvert eilítið nær lausninni á þessari atferlisgátu sem afkvæmadrápin eru, sem ekki virðist heyra undir neitt óeðli, heldur vera liður í að tegundin geti lifað af. Drápin gefa nefnilega til kynna að sumir foreldrar séu fúsir til að beita hvaða aðferðum sem er til að tryggja sem ákjósanlegastan uppvöxt afkvæma sinn og að þeir geti aukið kyn sitt.
05.jan. 2018 - 11:45

Þrjár frumsýningar á bílasýningu Heklu

Það verður allsherjar bílaveisla laugardaginn 6. janúar, milli klukkan 12 og 16, þegar Hekla heldur sína árlegu bílasýningu í glæsilegum salarkynnum við Laugaveg 170 – 174. Til sýnis verður allt það nýjasta og ferskasta frá Audi, Mitsubishi, Skoda og Volkswagen en aðalnúmer dagsins eru Skoda Karoq, Volkswagen T-Roc, Polo, Skoda Octavia RS245 og Octavia Scout.
22.des. 2017 - 17:00

Svona geturðu bætt heilsu þína og það á aðeins tíu sekúndum

Tímaritið Women's Health Magazine tók saman lista yfir ráð sem bæta heilsu þína á tíu sekúndum hvert. Tíu atriði sem gætu virst smávægileg en skipta máli í stóra samhenginu.
07.des. 2017 - 13:00

Hvernig starfar minnið?

Jacopo Annese við University of California í San Diego, BNA, skoðar hér þunna skífu af heila frá látnum manni með minnisstol. Hvernig ber heilinn sig að við að varðveita minningar? Vísindamenn hafa um áraraðir reynt að skýra hvernig við erum fær um að muna mikilvæga hluti en gleyma öðrum. Og á síðustu árum hafa ótal rannsóknir á bæði heilbrigðum manneskjum og persónum með alvarlegt minnisstol hjálpað fræðimönnum að afmarka svarið.
06.des. 2017 - 13:50

Kormákur fær nóg af ofbeldi eiginkonu sinnar

Vefurinn er önnur glæpasaga Magnús Þórs Helgasonar en fyrir jólin 2016 kom út eftir hann glæpasagan Bráð. Það er Óðinsauga sem gefur út.

06.des. 2017 - 10:00

Ný jólaauglýsing Pepsi Max í Evrópu tekin upp á Íslandi

Íslenskir brimbrettakappar á LED-lýstum brettum eru í aðalhlutverki í nýrri jólaauglýsingu Pepsi MAX sem verður sýnd um alla Evrópu nú á aðventunni. Að stíga á brimbretti í ísköldum íslenskum sjó er varla fyrsta jólahefðin sem fólki dettur í hug, en það er þó raunin í nýju auglýsingunni þar sem fólk er hvatt til að prófa eitthvað nýtt þessi jólin.
05.des. 2017 - 13:11

Jólaútgáfa af Brennivíni á markaðinn: Aukin framleiðsla og sala

Sérstök jólaútgáfa af Brennivíni komin á markaðinn og ber hún nafnið „Brennivín Jólin 2017“.  Líkt og undanfarin ár er um einkar metnaðarfulla útgáfu að ræða en að þessu sinni hefur Brennivínið fengið að þroskast í notuðum sérrítunnum sem fluttar voru til landsins sérstaklega í verkið, en varan er blanda af mismunandi mikið þroskuðu víni. 

04.des. 2017 - 10:00 Kynning

Híf opp! Gamansögur af íslenskum sjómönnum

Nýverið kom út hjá Bókaútgáfunni Hólum bókin Híf opp! og inniheldur hún gamansögur af íslenskum sjómönnum. Höfundur bókarinnar er Guðjón Ingi Eiríksson og hefur hann leitað efnis víða.
03.des. 2017 - 09:00 Kynning

Æviminningar Magna skipstjóra: Lestu kafla úr þessari heillandi ævisögu

Fyrir stuttu kom út hjá Bókaútgáfunni Hólum ævisaga Magna Kristjánssonar, skipstjóra frá Neskaupstað.  Það er Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku sem skráði og hér á eftir verður gripið niður í einn kafla bókarinnar, „Jólatúrinn – og jólapakki frá besta vininum“:

02.des. 2017 - 14:45

Anna – Eins og ég er: Lestu kafla úr bókinni

Í bókinni Anna – Eins og ég er er fjallað um ótrúlegt lífshlaup Önnu Kristjánsdóttur vélfræðings sem var ein af fyrstu Íslendingunum til að láta leiðrétta kyn sitt. Hún vissi frá blautu barnsbeini að hún hefði fæðst í röngum líkama.

29.nóv. 2017 - 16:00

5 árangursríkar leiðir til að auka sjálfstraust barna

Að hafa gott sjálfstraust er ómetanlegt og foreldrar hafa mikið um það að segja að börn þeirra fari út í lífið með gott og heilbrigt sjálfstraust. Hér eru nokkur dæmi sem Ladyzona birti sem leið fyrir foreldra til að auka sjálfstraust barna sinna.
26.nóv. 2017 - 20:00

Furðulegar staðreyndir um drauma

Draumar eru oft á tíðum einkennileg fyrirbæri og margir telja að þeir séu fyrirboðar einhvers - góðs eða ills. Hér að neðan gefur að líta ýmsar einkennilegar staðreyndir um drauma.
26.nóv. 2017 - 18:00

Er kynlífið þreytt? Níu frábær frygðaraukandi ráð sérfræðinganna

Þegar nýjabrumið er horfið úr sambandinu er hætta á að kynlífið verði litlaust og rútínukennt. Nokkrir af helstu kynlífsfræðingum heims gefa hér sitt uppáhalds ráð svo pör geti haldið áfram að njóta vills kynlífs til hins ýtrasta.
26.nóv. 2017 - 15:00

Klæðskerinn fljúgandi

Austurríski klæðskerinn, Franz Reichelt, fann upp stóra yfirhöfn, sem hann nefndi “fallhlífarfrakkann”, sem var úr þunnu efni með miklu vænghafi. Hann starfaði í Frakklandi og var þekktur undir viðurnefninu “klæðskerinn fljúgandi”.
26.nóv. 2017 - 11:00

30 skref að grænni lífsstíl

Ef öll hús í Bandaríkjunum myndu skipta yfir í sparperur hefði það sömu áhrif á ef ein milljón bíla yrðu fjarlægðar af götunum.
25.nóv. 2017 - 18:00

Nokkrar frábærar jólamyndir sem stytta biðina

Er biðin óbærileg? Þá er ekkert betra á aðfangadegi en að hlamma sér í sófann og horfa á góða jólamynd sem gerir biðina eftir aðfangadagskvöldi bærilegri og kemur fólki í jólaskap. Hér eru nokkrar góðar myndir sem eru taldar með bestu jólamyndum allra tíma.
25.nóv. 2017 - 15:00

Stærsti loftsteinn sem fundist hefur á jörðinni

Hoba-steinninn í Namibíu er stærsti loftsteinn sem hefur fundist á jörðinni. Hann er einnig stærsti náttúrulegi járnklumpurinn sem vitað er um.
25.nóv. 2017 - 11:00

Minningar um mannkynið geymdar til ársins 8113

Árið 1940 var ýmsum munum úr hversdagslífinu á þeim árum, ásamt meistaraverkum í bókmenntum og listum, komið fyrir í læstri grafhvelfingu í Georgíufylki í suðurríkjum Bandaríkjanna. Menn reistu hvelfinguna þar sem þeir óttuðust útrýmingu mannkyns. Hvelfinguna má ekki opna fyrr en árið 8113.
22.nóv. 2017 - 16:00 Kynning

Boðtækni kynnir: Einfaldar sorppressur í úrvali

Pressurnar frá Ekobal eru einfaldar í notkun. Boðtækni ehf býður uppá pressur í hinum ýmsu stærðum sem henta bæði fyrirtækjum eða félagasamtökum. Pressurnar koma úr smiðju Ekobal og eru í senn áreiðanlegar, traustar og endingagóðar. Með því að nota pressurnar er hægt að minnka rúmmál á pappa ca. fimmfalt og á plasti ca. tífalt.
22.nóv. 2017 - 13:19 Kynning

Tölvutek: Jólagjöfin í ár! Star Wars drónar!

Tölvutek hefur fengið í sölu glæsilega dróna í takmörkuðu upplagi og eru þeir á frábæru tilboði næstu daga, hafa lækkað úr 29.990 niður í 19.990 kr. Tilboðið gildir út mánudaginn 27. nóvember.

17.nóv. 2017 - 20:00

Varúð: 20 verstu jólagjafirnar

Nú er aðeins rúmur mánuður til jóla og eru margir eflaust farnir að leiða hugann að jólagjöfum fyrir vini og vandamenn. Ef þú ert ekki búinn að kaupa gjafirnar þá eru hér nokkur dæmi um það sem ber að varast við jólagjafainnkaupin. Það er betra að lesa listann yfir því ekki viltu gefa gjöfina sem gæti eyðilagt jólin.
16.nóv. 2017 - 22:00

Fótboltaleikur dauðans

Árið 1942 var Kiev, höfuðborg Úkraínu, undir járnhæl nasista. Nokkrir knattspyrnumenn Dynamo Kiev komu saman og stofnuðu lið og kepptu á móti þýskum herdeildum þar sem hart var barist. Frægasti leikurinn var við liðið Flakelf, sem skipað var hermönnum úr Luftwaffe. Úkraínumennirnir léku stórkostlega í leiknum og það hafði afdrifaríkar afleiðingar.
16.nóv. 2017 - 21:00

Hann var dæmdur í fangelsi fyrir hrottalegan glæp: Síðan kom í ljós að hann var saklaus eftir 46 ár í fangelsi

Wilbert Jones, 65 ára karlmaður í Baton Rouge í Louisiana í Bandaríkjunum, er laus úr fangelsi, tæplega 50 árum eftir að hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir mannrán og nauðgun. 
16.nóv. 2017 - 20:00

Úrsúla sýnir Sigurbjörgu stuðning: „Gamla konan grét mikið og var óhuggandi“ – Dó stuttu síðar

„Seinna þegar ég var komin í annað húsnæði vildi ég heimsækja hana en þá var mér tjáð að hún hefði skyndilega látist skömmu áður.“ Þetta segir Úrsúla Jünemann, kennari á eftirlaunum og leiðsögumaður, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag.

15.nóv. 2017 - 21:00

Þessi mynd var kveikjan að morðrannsókn

Meðfylgjandi mynd ber kannski ekki mikið yfir sér. Staðreyndin er sú að þessi mynd varð til þess að ákæra var gefin út á Englandi á hendur 71 árs karlmanni, David Dearlove, vegna gruns um að hann hafi banað stjúpsyni sínum, Paul Booth, árið 1968. 

15.nóv. 2017 - 20:00

Breskur ævintýramaður hvarf á Papúa Nýju-Gíneu

Ekkert hefur spurst til breska ævintýramannsins Benedict Allen í nokkrar vikur, eða frá því að hann fór frá Bretlandi í ferðalag um eyríkið Papúa Nýju-Gíneu í Suðvestur-Kyrrahafi. 
14.nóv. 2017 - 13:00 Kynning

The Saga Bites: Fiskisnakk fyrir fólk á ferðinni

The Saga Bites sækir innblástur í sögur víkinga á Íslandi. The Saga Bites er ný vara sem kom á markað ekki alls fyrir löngu. Um er að ræða íslenskan þorsk sem hefur verið þurrkaður í einum háþróaðasta þurrkunarklefa á Íslandi, sem gerir það að verkum að bitarnir verða bæði stökkir og bragðgóðir – og minna um leið á eitthvað sem kalla mætti fiskisnakk.
02.nóv. 2017 - 10:20 Kynning

Fjáröflun.is: Einfaldar einstaklingum og hópum að fara í fjáraflanir

„Við stofnuðum fjáröflun.is í byrjun árs og viðbrögðin hafa verið vonum framar. Hugmyndin  á bak við fjáröflun.is var að einfalda allt ferlið fyrir einstaklinga og hópa við fjáraflanir og það hefur tekist mjög vel. Í gegnum tíðina hefur vinna við fjáraflanir oft verið að leggjast á foreldrana sem hafa þurft að halda utan um pantanir og fjármagn en það vandamál heyrir nú sögunni til.
29.okt. 2017 - 20:00

Ráðgátan um dauða Jam Master Jay

Nú þegar fimmtán ár eru liðin síðan Jam Master Jay, liðsmaur rapptríósins Run DMC, var myrtur er lögregla engu nær um að leysa málið. 
29.okt. 2017 - 16:00

Mel B vill launahækkun

Kryddpían fyrrverandi Mel B vill launahækkun ef hún á að halda áfram sem dómari í America's Got Talent. Söngkonan, sem er 42 ára, er sögð óska eftir tuttugu prósenta hækkun frá Simon Cowell en hún stendur þessa dagana í skilnaði við Stephen Belafonte. 
25.okt. 2017 - 17:30

Gulli trylltist þegar Jóhannes hringdi: „Nú hringi ég bara á lögregluna“ - hlustaðu á upptökuna

Eitt þekktasta símaat útvarpssögunnar, hvorki meira né minna, er þegar Jóhannes Ásbjörnsson reyndi að ná sambandi við Gulla nokkurn. Sá sem svaraði hét Friðgeir og var ekki skemmt yfir hverju símtalinu á fætur öðru frá Jóhannesi. Símtölin áttu sér stað í þætti Jóhannesar og Sigmars Vilhjálmssonar, eða Simma og Jóa. Fyrir neðan má hlusta á símtalið sem ættu að fá alla til að hið minnsta brosa út í annað. Dæmi eru um að menn haldi að hrekkurinn sé leikinn en Pressan hefur það staðfest að svo er ekki. Nú þegar stjórnmálin hafa heltekið landann er ágætt að rifja upp þennan magnaða hrekk og gleyma sér í augnablik.
25.okt. 2017 - 11:00

Björgvin Halldórsson lagður í einelti: „Ég er alls ekki hrokafullur“

Það er ekki laust við að töffaraímynd hafi fylgt þér í gegnum tíðina og þú ert þekktur fyrir að vera snöggur að svara fyrir þig. Er töffaraskapurinn brynja eða kannski bara leikur?

14.okt. 2017 - 20:00

Flugræninginn og dularfulla fallhlífin: Sagan á bak við eitt undarlegasta mál bandarískrar flugsögu

Eitt dularfyllsta mál bandarískrar flugsögu er atvik sem varð um borð í flugvél Northwest Orient-flugfélagsins þann 24. nóvember árið 1971. Þann dag rændi maður, sem er enn ófundinn 45 árum síðar, flugvél flugfélagsins og tókst á ótrúlegan hátt að komast undan með 200 þúsund Bandaríkjadali með því að stökkva út úr flugvélinni. DV rifjar hér upp þessa mögnuðu sögu og nýlega opinberun sem gæti varpað ljósi á málið.
13.okt. 2017 - 10:00 Kynning

Nýjar vörur frá geoSilica slá í gegn: Kísilsteinefnið inniheldur hreinan jarðhitakísil

geoSilica hefur eflt vöruþróun á síðustu misserum. Kísilsteinefnið geoSilica inniheldur hreinan jarðhitakísil sem unninn er úr jarðhitavatni Hellisheiðarvirkjunar. Læknisfræðilegar rannsóknir hafa leitt í ljós að kísill gegnir mikilvægu hlutverki í mannslíkamanum og er honum nauðsynlegur.
12.okt. 2017 - 10:00 Kynning

Marteinn rannsakar dularfullt mannshvarf: Umsátur er næstum því óbærilega spennandi

Umsátur eftir Róbert Marvin er drungaleg, ófyrirsjáanleg og stundum nánast óbærilega spennandi glæpasaga sem gerist í litlu þorpi á Vesturlandi. Dreifbýlislöggan Marteinn fer fyrir tilviljun að rannsaka gamalt mannshvarfsmál sem virðist tengjast ýmsum óvæntum uppákomum sem verða í litla samfélaginu.
29.sep. 2017 - 16:40 Kynning

Sólgleraugnadagar í Eyesland - 20% afsláttur

Fjölbreytt úrval í boði! Nú eru sólgleraugnadagar í Eyesland gleraugnaverslun og 20% afsláttur af öllum sólgleraugum. Fjölbreytt úrval er í boði svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Eyesland leggur metnað sinn í að bjóða góðar vörur á góðu verði og því ætti engan að undra að finna má sólgleraugu frá 2900 kr. og upp úr eftir því hvað er valið.
22.sep. 2017 - 09:00 Kynning

Boðleið inn í framtíðina: „Engin verk eru of stór eða of lítil“

Boðleið er í samstarfi við fjórtán endursöluaðila í Noregi. Boðleið þjónusta er tæknifyrirtæki sem býður heildarlausn í net- og símamálum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Boðleið var stofnað í október 2001 með samninga við NEC og Panasonic um sölu og þjónustu á símalausnum þeirra á Íslandi. Ári síðar voru starfsmenn orðnir fjórir og viðskiptavinum fjölgaði stöðugt ásamt því að þjónusta við önnur símkerfi jókst.
17.sep. 2017 - 20:00 Guðrún Ósk Guðjónsdóttir

Algengustu draumarnir og hvað þeir þýða

Draumar geta veitt okkur furðulega innsýn í undirmeðvitundina og reynist oft erfitt að ráða þá. 
Hér eru nokkrir af algengustu draumunum og hvað þeir gætu þýtt fyrir þig. Þetta er einungis lauslegur leiðarvísir, aðeins dreymandinn sjálfur getur túlkað hvað sé í gangi í hausnum hans. 
15.sep. 2017 - 10:00 Kynning

Hágæði og hagstætt verð: Heitir pottar og saunavörur

Fyrirtækið Goddi, Auðbrekku 19 Kópavogi, er með afar fjölbreytt vöruúrval og er meðal annars framarlega í sölu á heitum pottum, lokum yfir heita potta, infrarauðum saunaklefum og hitaklefum, auk hefðbundinna gufubaða og ýmiss konar búnaðar þeim tengdum.
08.sep. 2017 - 10:50

Stórsókn þýska gæðagripsins: 311% söluaukning á Audi

Næstum fjórir af hverjum 10 nýjum tengiltvinnbílum á árinu eru af gerðinni Mitsubishi Outlander PHEV. Þýski bílarisinn AUDI hefur slegið í gegn á árinu en AUDI er nú næst stærsta vörumerkið í sölu á tengiltvinnbílum fyrstu átta mánuði ársins 2017. Þannig er AUDI A3 e-tron næst söluhæsti tengiltvinnbílinn og jókst salan um 128% frá sama tíma í fyrra.
07.sep. 2017 - 14:45

Hversu há er upplausn mannsaugans?

Augað virkar ekki á sama hátt og myndavél, en ef við gætum einbeitt sjóninni að öllu sjónsviðinu í einu væri upplausnin hátt í 600 megadílar. Er hægt að mæla skerpu sjónarinnar í dílum eins og gildir um stafrænar myndavélar? Hæfni mannsaugans til að greina sundur tvo punkta er skilgreind sem horn þar eð skerpan fer eftir fjarlægðinni milli augna og hlutar. Þetta horn er um 0,005 gráður og við getum því aðgreint 200 punkta á einnar gráðu bili.
06.sep. 2017 - 11:00 Kynning

Heilsaðu haustinu mjúkri röddu: Vilt þú vinna kassa af Voxis?

Er ekki kominn tími til að hætta þessum endalausu hóstaköstum? Í tilefni þess að haustið er nú gengið í garð hér á Fróni ætlar Pressan í samvinnu við SagaMedica að gefa fimm heppnum lesendum kassa af Voxis hálstöflum. Þann 12. september drögum við svo út fimm heppna vinningshafa og látum þá vita. Taktu þátt!
05.sep. 2017 - 14:50 Kynning

Öryggismyndavélar frá Boðtækni: Eina sem þú þarft er þráðlaust net

Myndavélarnar eru mjög notendavænar og auðveldar í notkun. Boðtækni býður upp á mjög góðar þráðlausar háskerpumyndavélar frá Zmodo. Þessar myndavélar eru gríðarlega vinsælar og auðveldar í notkun. Um er að ræða nokkrar gerðir af wifi myndavélum sem hægt er að koma fyrir hvar sem er, til að fylgjast með hverju sem er. Það eina sem þarf er rafmagnstengill og þráðlaust net.
01.sep. 2017 - 14:30 Kynning

Tölvutek 11 ára: Afmælisveisla á heimsmælikvarða – og þér er boðið!

Þér er boðið í veislu! 11 ára afmælisveisla Tölvuteks verður flautuð á laugardaginn 2. september kl. 12:00 í Hallarmúlanum. Þennan sama dag í fyrra mættu þúsundir fólks í 10 ára afmæli Tölvuteks og tóku þátt í einstökum viðburði sem að sjálfsögðu verður endurtekinn í ár. Kynntu þér dagskrána hér!
01.sep. 2017 - 10:00 Kynning

Loksins gæludýraverslun í Vesturbæinn: Gæludýr.is opnar sína fjórðu verslun – Opnunarhátíð á laugardaginn

„Við verðum með fullt af opnunartilboðum, þrautabraut fyrir hundana, vörukynningar fyrir hunda sem geta fengið að smakka og svo ætlar grillvagninn frá Veisluspjóti að grilla pylsur ofan í tvífætlingana. Ennfremur verða happadrætti og alls konar húllum hæ.“

31.ágú. 2017 - 10:50 Kynning

geoSilica á kynningarafslætti alla Ljósanótt

Nýju vörurnar frá geoSilica Nýverið hefur geoSilica þróað þrjár nýjar vörur þar sem íslenskur kísill er sem fyrr í aðalhlutverki. Þessar vörur eru nú komnar í sölu og það á kynningarafslætti til 17. september. Um er að ræða Renew, Repair og Recover en allar hafa þessar vörur mismunandi virkni.
31.ágú. 2017 - 10:15 Kynning

Brauð & co: Grundvallarforsenda fyrir góðum degi

Eitt heitasta fyrirtækið í bakarísbransanum í dag er Brauð & co. Frá því fyrsta bakaríið var opnað á Frakkastíg í miðbæ Reykjavíkur í fyrra, hafa tvö önnur Brauð & co bakarí risið. Fyrirtækið opnaði þar á meðal nýjan stað í Mathöllinni á Hlemmi á dögunum og hefur staðnum verið afar vel tekið.
30.ágú. 2017 - 16:40 Kynning

Jómfrúin: Kantine smörrebröd og hin heilaga þrenning

„Okkur finnst gaman að leika okkur hér á Hlemmi og spila eftir eyranu. Við erum ekki með neinn matseðil, erum bara með stóran kæli sem við fyllum á og seljum úr. Í smurbrauðsfræðunum heitir þetta kantine smörrebröd, þetta er tilbúið þegar það er keypt, en niðri í Lækjargötu erum við meira að matreiða fyrir hvern og einn viðskiptavin eftir pöntun.“
30.ágú. 2017 - 11:40 Kynning

Þá var kátt í höllinni: Te og kaffi Micro Roast

Það hefur heldur betur verið kátt í Mathöllinni að undanförnu. Þar opnaði Te og kaffi nýjan Micro Roast stað þar sem tilraunagleði og kaffinördismi eru allsráðandi, ásamt hækkuðu þjónustustigi í vali á kaffipökkum og drykkjaúrvali.
29.ágú. 2017 - 16:17 Kynning

Bánh Mí: Ekta víetnamskar samlokur slá í gegn

„Það er frábært að vinna í Mathöllinni. Það er svo einstakt andrúmsloft hérna, tónlistin er frábær og þetta er staður þar sem fólk kemur saman," segir Anna María Trang Davíðsdóttir hjá víetnamska staðnum Bánh Mí.
18.ágú. 2017 - 10:20 Kynning

Vogir og vönduð framleiðslukerfi frá Boðtækni

Boðtækni ehf er rótgróið og framsækið tæknifyrirtæki. Boðtækni ehf er rótgróið og framsækið tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í lausnum á sviði límmiða og öllu því sem þeim fylgja. Hvort sem um er að ræða miðana sjálfa, prentara, hugbúnað eða skanna. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á góða og vandaða þjónustu fyrir einstaklinga jafnt sem fyrirtæki, Boðtækni býður gæðavörur á samkeppnishæfu verði. Fyrirtækið hefur verið starfrækt frá upphafi árs 2002 og hefur því mikla reynslu á þessu svið.