22. okt. 2017 - 19:00

Hvers vegna misstu mennirnir feld sinn?

Maðurinn er eini meðlimur í ættbálki okkar, prímötum, sem ekki er þakinn feldi. Þannig hefur þessu þó ekki ætíð verið háttað. Sem dæmi má nefna að gæsahúð er leifar frá því þegar við vorum loðin. Feldurinn veitir einangrun gegn kulda og vörn gagnvart raka, höggum, áverkum og útfjólubláum geislum sólar. Hvernig skyldi þá standa á því að forfeður misstu þennan snilldarlega útbúnað sem tekið hafði milljónir ára að þróa? Lifðum við upprunalega í vatni og hefti feldurinn sundgetu okkar? Er hugsanlegt að feldurinn hafi orðið að lúta í lægra haldi fyrir afkastamiklu kælikerfi okkar, sem ruddi brautina fyrir þróun hitanæmasta líffærisins, þ.e. heilans? Enginn skortur hefur verið á kenningum en nú hallast vísindamenn helst að því að nekt okkar sé þannig til komin að hún gerir okkur betur til þess fallin að standa af okkur árásir sníkjudýra.

Tilgáta 1 - Eflir sundgetu okkar

Feldurinn gerði okkur erfitt fyrir að lifa í vatni
Samkeppninnar vegna neyddust forfeður okkar til að leita niður að ströndum Afríku, þar sem þeir vörðu sífellt lengri tíma í sjónum. Líkaminn missti smám saman feld sinn, því feldurinn hefti sund og veitti enga einangrun í vatni.

UPPHAFSMAÐUR Elaine Morgan hefur barist fyrir þessari tilgátu í ríflega 40 ár í bókum sínum og fyrirlestrum.

SAGA TILGÁTUNNAR Breski dýrafræðingurinn Sir Alister Hardy kunngjörði á sjöunda áratugnum þá umdeildu kenningu sína að maðurinn hefði eitt sinn lifað í vatni. Tilgáta hans gekk út á að hluti apanna hefði rekið eina tegund frumstæðra mannapa út úr skóginum og niður að strönd Afríku eða að stöðuvötnum þar. Þar hefðu þeir svo átt að verja lífi sínu að miklu leyti í vatni í sex til sjö milljónir ára og líkamarnir hefðu átt að losa sig við feldinn til að aðlagast þessu nýja umhverfi, því feldurinn hefði heft sundgetu þeirra auk þess sem hann hefði ekki veitt þeim einangrun í vatninu. Einni til tveimur milljónum ára síðar hefðu þessir mannapar svo aftur neyðst til að flýja upp á land, þar sem þeir síðan hefðu þróast í menn.

Ef marka má hinn mikilsvirta rithöfund Elaine Morgan, sem hefur verið helsti talsmaður þessarar tilgátu undanfarin 40 ár, ætti kenningin m.a. að útskýra hvers vegna við erum einu prímatarnir sem ekki eru með feld. Þó svo að spendýr á borð við seli, sem líkt og allir vita lifa í vatni, séu með feld þá telur Elaine að draga megi þá ályktun að feldlaus landdýr hljóti að hafa átt sér fortíð í sjó eða vatni. Vísindamönnum hefur t.d. tekist að færa sönnur á að bæði fílar og nashyrningar hafi áður fyrr lifað í vatni þó svo að önnur feldlaus dýr, í líkingu við flóðhesta, lifi enn í vatni að hluta til. Ef við veltum fyrir okkur uppréttri stöðu, þá geta allir apar gengið uppréttir við tilteknar aðstæður en það er einmitt þegar þeir ganga í vatni. Þá telur hún einnig það sérkenni okkar mannanna að vera útbúin undirhúðarfitu gefa sterklega til kynna að við eitt sinn höfum lifað í vatni. Meðal landspendýra er nefnilega tilhneiging til að fitan safnist fyrir kringum innri líffæri en meðal dýra sem lifa í vatni og sjó er aftur á móti algengara að fitan leiti upp mót húðinni.

Elaine Morgan heldur því einnig fram að við mennirnir værum ekki færir um að tala nema fyrir þá sök að hafa lifað eitt sinn í vatni. Við hefðum nefnilega hemil á andardrættinum, fyrir vikið, sem gerði okkur kleift að tala. Í dýraríkinu þekkist þessi eiginleiki einungis meðal spendýra sem geta kafað, svo og fugla. Þá kveður hún jafnframt fósturfitu hvítvoðunga benda til þess að við eigum okkur fortíð á floti.

STOÐIR TILGÁTUNNAR Vísindamenn einblína yfirleitt á líkindi okkar við nánustu frændur vora, simpansa og górillur. Hins vegar er auðvitað greinilegur munur, eins og til dæmis það að aparnir eru með feld og ganga á fjórum fótum, en við auðvitað hárlaus og upprétt. Hins vegar gæti forsaga okkar í vatni skýrt eitt af séreinkennum mannsins, en með því er átt við einangrandi fitulagið undir húðinni, því feldur myndi enga einangrun veita í vatni. Þess má einnig geta að mörg feldlaus spendýr lifa að hluta til í vatni.

VANKANTAR TILGÁTUNNAR Tilgátuna skortir beinharðar, vísindalegar sannanir. Þó svo að fundist hafi sniglar, krabbar og önnur ummerki um sjó í grennd við marga steingerða forfeður okkar, þá hafa enn ekki fundist steingerðir vatnsmenn. Efasemdarmennirnir benda einnig á að feldur og undirhúðarfita séu afskaplega mismunandi meðal dýra sem lifa í vatni og því sé ekki hægt að nota þessa þætti sem sönnun fyrir fortíð manna í vatni. Tilgátan skýrir raunar heldur ekki hvers vegna karlmenn eru loðnari en konur.

STAÐFESTING TILGÁTUNNAR Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í þá veru að uppræta tilgátuna á hún sér enn lítinn hóp áhangenda. Mikilsmetnir steingervingafræðingar leggja þó ekki mikinn trúnað við tilgátuna.

Tilgáta 2 - Vörn gegn sníkjudýrum

Nakin húð ver okkur gegn óværu
Forfeður okkar breyttu lifnaðarháttum sínum og tóku sér fasta búsetu á einum stað. Við þetta fjölgaði sníkjudýrum gífurlega en heilsu okkar stafar einmitt veruleg ógn af sníklum. Við misstum síðan mestallan líkamsfeld okkar í því skyni að verja okkur gegn sníkjudýrunum.

UPPHAFSMAÐUR Markus Rantala kunngjörði sníklatilgátu sína í vísindagrein sem birtist árið 1999.

SAGA TILGÁTUNNAR Stuttu eftir að Darwin setti fram þróunarkenningu sína árið 1859 kunngjörði breski náttúruvísindamaðurinn Thomas Belt þá kenningu að forfeður okkar hefðu glatað feldinum til þess að forðast óværu á borð við sníkjudýr. Í bók sinni „Naturalist in Nicaragua“, sem kom út 1874, ritaði hann að feldlausir prímatar hefðu spjarað sig betur en aðrir mannapar í hitabeltinu, því þeir hefðu átt auðvelt með að losa sig við „skortítur og önnur sníkjudýr sem kynnu að herja á þau“. Darwin kollvarpaði tilgátu hans og benti á að engin önnur ferfætt hitabeltisdýr hefðu glatað feldinum eða þróað aðrar aðferðir til að losa sig við sníkla.

Tilgáta þessi lenti þar með í glatkistunni alveg þar til þróunarlíffræðingurinn Markus Rantala við Turku háskólann í Finnlandi setti fram nútímalega útgáfu sömu kenningar í vísindagrein sem birtist eftir hann árið 1999. Í grein sinni benti hann á að eftir daga Darwins hefði komið í ljós að sníkjudýr væru meðal öflugustu þróunardrifkrafta sem þekktust. Sníkjudýr hafa mjög mikil áhrif á prímata og þess má til gamans geta að bavíanakvendýr verja allt að 28 hundraðshlutum ævinnar í að tína lýs hver af annarri. Mörg blóðsugusníkjudýr, á borð við mýflugur, lýs og flær, geta borið smitandi sjúkdóma, sem ógna heilsunni og grandað geta heilu hjörðunum.

Þekktasta dæmið úr mannkynssögunni er sennilega Svarti dauði sem geisaði á miðöldum en bakterían barst einmitt með rottuflóm. Í Svarta dauða lést um helmingur íbúa Evrópu. Annað þekkt dæmi er herferð Napóleons til Rússlands árið 1812. Franskir vísindamenn hafa nýverið sýnt fram á að sókn hersins stöðvaðist ekki sökum kulda og sultar, eins og lengi var álitið, heldur vegna lúsar, sem bar með sér hina banvænu útbrotataugaveiki, sem talið er að deytt hafi um hálfa milljón hermanna. Þannig að vitað er að sníklar hafa verið mikil og þung byrði að bera og þó svo að feldurinn hafi varið forfeður okkar gegn útfjólubláum geislum sólar, þá kann ávinningurinn af því að losna við sníkjudýr að hafa vegið þyngra.


San-búskmenn í Afríku geta hlaupið uppi gasellur þar til þær gefast upp.

Ástæða þess að maðurinn missti feld sinn er sú að lifnaðarhættir forfeðra okkar breyttust fyrir 1,8 milljón árum er þeir tóku sér fasta búsetu. Sérfræðingar telja að konurnar hafi verið heima með börnin, á meðan karlmennirnir stunduðu veiðar fjarri heimilum, og að heimavera þeirra hafi skapað grundvöll fyrir gífurlega fjölgun sníkla sem lifðu sældarlífi á heimilunum. Aðrir apar, á borð við górillur, eiga ekki við sömu vandamál að etja, því þeir eru á stöðugu flakki og gera sér nýjan næturstað á hverju kvöldi.

Maðurinn er eini prímatinn, af þeim 193 tegundum sem þekktar eru, sem flær herja á. Ástæðan er sú að flóaeggin festast ekki við hárin, heldur renna af líkamanum, og því getur sníkillinn einungis fullkomnað lífshlaup sitt ef hýsillinn snýr aftur í bækistöðvar sínar reglubundið. Markus Rantala gerir sér í hugarlund að hárleysið hafi fyrst gert vart við sig hjá konunum, sem dvöldu aðallega á heimilunum og sem sníklar fyrir vikið hafi herjað mest á. Nakta útlitið hafi síðan orðið kynferðislega aðlaðandi sem einnig skýrir hvers vegna konur eru minna hærðar um líkamann en karlar.

STOÐIR TILGÁTUNNAR Á undanförum áratugum hafa sífellt fleiri aðhyllst þá skoðun að sníklar geti skipt sköpum fyrir þróun tiltekinna tegunda. Í dag er almennt viðurkennt að sníklar hafi myndað hvað mestan valþrýsting í þróunarsögunni. Þessi kenning er enn fremur sú einasta sem skýrt getur hvers vegna konur og karlar eru ekki hærð í sama mæli á líkamanum, líkt og kenningin styrkist af þeirri einföldu staðreynd að auðveldasta og fljótlegasta leiðin til að losna við sníkla á borð við lús er einfaldlega að raka hárin af líkamanum.

VANKANTAR TILGÁTUNNAR Sníkjudýr á borð við lýs og flær herja ennþá á okkur, þrátt fyrir nekt okkar og efasemdarraddirnar bæta því við að sum sníkjudýr, svo sem mýflugur og bitflugur, lifi jafnvel við hagstæðari skilyrði en áður. Efasemdarmennirnir benda einnig á að maðurinn sé eini prímatinn sem glatað hafi feldinum.

STAÐFESTING TILGÁTUNNAR Valþrýstingur af hendi sníkla er að öllu jöfnu talinn skipta miklu máli í þróunarsögunni og þessi tiltölulega nýja kenning hefur hlotið mjög mikinn stuðning fyrir vikið.

Tilgáta 3 - Áhrifamikið kælikerfi

Naktir líkamar koma í veg fyrir ofhitun
Feldurinn laut í lægra haldi fyrir getunni til að svitna. Þannig var unnt að koma í veg fyrir að veiðimennirnir ofhitnuðu forðum á gresjum Afríku, auk þess sem heilinn gat farið að stækka.

UPPHAFSMAÐUR Nina Jablonski telur að missir feldsins stafi af því að forfeður vorir þróuðu með sér eiginleikann að svitna og fóru fyrir vikið að leita uppi orkuríka fæðu.

SAGA TILGÁTUNNAR Á níunda áratug 20. aldarinnar færði Peter Wheeler, við Liverpool háskóla, sönnur á að elstu mönnunum á gresjum Afríku hefði orðið allt of heitt við dýraveiðar. Í kjölfarið fóru hann og Nina Jablonski, við Pennsylvaníu-háskóla, sem er einn helsti sérfræðingur heims á sviði þróunar mannsins, að velta því fyrir sér hvernig forfeður okkar hefðu getað hreyft sig svo mikið sem raun bar vitni og samt sem áður komist hjá ofhitnun. Vísindamennirnir tveir eru þeirrar skoðunar að missir feldsins, svo og sá eiginleiki að við getum kælt okkur með því að svitna, hafi rutt brautina fyrir þróun stóra heilans okkar.

Bæði prímatar og menn losa sig við hita með því að svitna en maðurinn hefur nýtt sér þennan hæfileika til fullnustu. Sem dæmi má nefna að San-búskmenn í Suður-Afríku hafa hvað eftir annað komið vísindamönnum á óvart með því að geta elt gasellur þar til dýrin gefast upp sökum þess að þau ofhitna en þá geta veiðimennirnir drepið dýrin.

Nina Jablonski hefur einmitt vakið athygli á veiðunum og þeim breytingum sem urðu fyrir tveimur milljónum ára hjá elstu forfeðrum mannsins, Homo. Þegar þar var komið sögu voru forfeður okkar orðnir háir og grannir og líkamsbyggingin gefur til kynna að þeir hafi ekki verið háðir trjám heldur hafi þeir farið um á tveimur jafnfljótum. Veiðarnar ýttu undir þróun nakta líkamans en eftir að maðurinn missti feldinn og fór að svitna komst hann í tæri við allt öðruvísi og betri fæðu en fyrr, svo sem kjöt, fitu og beinmerg, sem sérfræðingar telja að hafi rutt brautina að þrefalt eða fjórfalt stærri heila en áður. Til samanburðar bendir Nina Jablonski á sérstaka apategund, patas-apa, sem lifa á opnum svæðum í Austur-Afríku, líkt og elstu forfeður okkar gerðu, en þeir komast yfir stærri svæði en aðrir prímatar. Patas-aparnir kófsvitna, líkt og menn gera, jafnvel þótt aðrir prímatar séu aðeins færir um að svitna örlítið. Nina Jablonski telur að þetta kunni einmitt að endurspegla lausnina sem forfeður okkar fundu, en með því er átt við að sú tegundin sem svitnar mest spjari sig best.

Patas-apar eru með snöggan feld og Nina Jablonski álítur að þeir eigi ekki eftir að glata honum algerlega, sökum þess að þeir ganga á fjórum fótum. Forfeður okkar gengu hins vegar uppréttir, sem gerði það að verkum að skaðlegir útfjólubláir geislar sólar skinu á þá í minna mæli, og fyrir vikið gátum við þolað að glata feldinum og halda aðeins hári á höfðinu. Sá eiginleiki okkar að geta svitnað hefur að sama skapi verndað heilann, en hann starfar einmitt miklu verr ef hitastig okkar hækkar um tvær gráður.

STOÐIR TILGÁTUNNAR Kenningin er studd af ýmsum lífeðlisfræðilegum og erfðavísindalegum rannsóknum á manninum, steingervingarannsóknum á þróun mannsins og rannsóknum á veðurfarsbreytingum. Kenning þessi færir okkur bæði svör við því hvernig elstu forfeður okkar gátu stundað veiðar á gresjunni án þess að ofhitna og hvernig okkur tókst að þróa þennan stóra heila.

Afríski patas-apinn svitnar á svipaðan hátt og maðurinn. Þessi eiginleiki kemur sér vel, því dýrið lifir á opnum svæðum.

VANKANTAR TILGÁTUNNAR Tilgátan hefur ekki getað skýrt hvernig á því stendur að menn eru hærðari en konur né heldur hvers vegna konurnar misstu feld sinn úr því að það voru karlar sem stunduðu veiðarnar og hreyfðu sig mest. Þá hafa efasemdarmennirnir einnig átt í basli með að skilja hvernig nektin gat svo að segja orðið til á gresjunni, þar sem líkamarnir urðu fyrir miklum hita af völdum sólar að degi til og fyrir miklu hitatapi á nóttunni. Nakin húðin gerir okkur að sjálfsögðu viðkvæmari fyrir miklum hitabreytingum á milli t.d. dags og nætur.

STAÐFESTING TILGÁTUNNAR Kæling hefur greinilega skipt miklu máli í þróunarsögu okkar en hvort hún er aðalástæða þess að við hættum að vera loðin er hins vegar ekki vitað. Kælingin er samt sem áður útbreiddasta skýringin á að við misstum feldinn og sú kenning er almennt viðurkennd.

Birtist fyrst í Lifandi Vísindi.22.nóv. 2017 - 16:00 Kynning

Boðtækni kynnir: Einfaldar sorppressur í úrvali

Pressurnar frá Ekobal eru einfaldar í notkun. Boðtækni ehf býður uppá pressur í hinum ýmsu stærðum sem henta bæði fyrirtækjum eða félagasamtökum. Pressurnar koma úr smiðju Ekobal og eru í senn áreiðanlegar, traustar og endingagóðar. Með því að nota pressurnar er hægt að minnka rúmmál á pappa ca. fimmfalt og á plasti ca. tífalt.
22.nóv. 2017 - 13:19 Kynning

Tölvutek: Jólagjöfin í ár! Star Wars drónar!

Tölvutek hefur fengið í sölu glæsilega dróna í takmörkuðu upplagi og eru þeir á frábæru tilboði næstu daga, hafa lækkað úr 29.990 niður í 19.990 kr. Tilboðið gildir út mánudaginn 27. nóvember.

17.nóv. 2017 - 20:00

Varúð: 20 verstu jólagjafirnar

Nú er aðeins rúmur mánuður til jóla og eru margir eflaust farnir að leiða hugann að jólagjöfum fyrir vini og vandamenn. Ef þú ert ekki búinn að kaupa gjafirnar þá eru hér nokkur dæmi um það sem ber að varast við jólagjafainnkaupin. Það er betra að lesa listann yfir því ekki viltu gefa gjöfina sem gæti eyðilagt jólin.
16.nóv. 2017 - 22:00

Fótboltaleikur dauðans

Árið 1942 var Kiev, höfuðborg Úkraínu, undir járnhæl nasista. Nokkrir knattspyrnumenn Dynamo Kiev komu saman og stofnuðu lið og kepptu á móti þýskum herdeildum þar sem hart var barist. Frægasti leikurinn var við liðið Flakelf, sem skipað var hermönnum úr Luftwaffe. Úkraínumennirnir léku stórkostlega í leiknum og það hafði afdrifaríkar afleiðingar.
16.nóv. 2017 - 21:00

Hann var dæmdur í fangelsi fyrir hrottalegan glæp: Síðan kom í ljós að hann var saklaus eftir 46 ár í fangelsi

Wilbert Jones, 65 ára karlmaður í Baton Rouge í Louisiana í Bandaríkjunum, er laus úr fangelsi, tæplega 50 árum eftir að hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir mannrán og nauðgun. 
16.nóv. 2017 - 20:00

Úrsúla sýnir Sigurbjörgu stuðning: „Gamla konan grét mikið og var óhuggandi“ – Dó stuttu síðar

„Seinna þegar ég var komin í annað húsnæði vildi ég heimsækja hana en þá var mér tjáð að hún hefði skyndilega látist skömmu áður.“ Þetta segir Úrsúla Jünemann, kennari á eftirlaunum og leiðsögumaður, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag.

15.nóv. 2017 - 21:00

Þessi mynd var kveikjan að morðrannsókn

Meðfylgjandi mynd ber kannski ekki mikið yfir sér. Staðreyndin er sú að þessi mynd varð til þess að ákæra var gefin út á Englandi á hendur 71 árs karlmanni, David Dearlove, vegna gruns um að hann hafi banað stjúpsyni sínum, Paul Booth, árið 1968. 

15.nóv. 2017 - 20:00

Breskur ævintýramaður hvarf á Papúa Nýju-Gíneu

Ekkert hefur spurst til breska ævintýramannsins Benedict Allen í nokkrar vikur, eða frá því að hann fór frá Bretlandi í ferðalag um eyríkið Papúa Nýju-Gíneu í Suðvestur-Kyrrahafi. 
14.nóv. 2017 - 13:00 Kynning

The Saga Bites: Fiskisnakk fyrir fólk á ferðinni

The Saga Bites sækir innblástur í sögur víkinga á Íslandi. The Saga Bites er ný vara sem kom á markað ekki alls fyrir löngu. Um er að ræða íslenskan þorsk sem hefur verið þurrkaður í einum háþróaðasta þurrkunarklefa á Íslandi, sem gerir það að verkum að bitarnir verða bæði stökkir og bragðgóðir – og minna um leið á eitthvað sem kalla mætti fiskisnakk.
02.nóv. 2017 - 10:20 Kynning

Fjáröflun.is: Einfaldar einstaklingum og hópum að fara í fjáraflanir

„Við stofnuðum fjáröflun.is í byrjun árs og viðbrögðin hafa verið vonum framar. Hugmyndin  á bak við fjáröflun.is var að einfalda allt ferlið fyrir einstaklinga og hópa við fjáraflanir og það hefur tekist mjög vel. Í gegnum tíðina hefur vinna við fjáraflanir oft verið að leggjast á foreldrana sem hafa þurft að halda utan um pantanir og fjármagn en það vandamál heyrir nú sögunni til.
29.okt. 2017 - 20:00

Ráðgátan um dauða Jam Master Jay

Nú þegar fimmtán ár eru liðin síðan Jam Master Jay, liðsmaur rapptríósins Run DMC, var myrtur er lögregla engu nær um að leysa málið. 
29.okt. 2017 - 16:00

Mel B vill launahækkun

Kryddpían fyrrverandi Mel B vill launahækkun ef hún á að halda áfram sem dómari í America's Got Talent. Söngkonan, sem er 42 ára, er sögð óska eftir tuttugu prósenta hækkun frá Simon Cowell en hún stendur þessa dagana í skilnaði við Stephen Belafonte. 
25.okt. 2017 - 17:30

Gulli trylltist þegar Jóhannes hringdi: „Nú hringi ég bara á lögregluna“ - hlustaðu á upptökuna

Eitt þekktasta símaat útvarpssögunnar, hvorki meira né minna, er þegar Jóhannes Ásbjörnsson reyndi að ná sambandi við Gulla nokkurn. Sá sem svaraði hét Friðgeir og var ekki skemmt yfir hverju símtalinu á fætur öðru frá Jóhannesi. Símtölin áttu sér stað í þætti Jóhannesar og Sigmars Vilhjálmssonar, eða Simma og Jóa. Fyrir neðan má hlusta á símtalið sem ættu að fá alla til að hið minnsta brosa út í annað. Dæmi eru um að menn haldi að hrekkurinn sé leikinn en Pressan hefur það staðfest að svo er ekki. Nú þegar stjórnmálin hafa heltekið landann er ágætt að rifja upp þennan magnaða hrekk og gleyma sér í augnablik.
25.okt. 2017 - 11:00

Björgvin Halldórsson lagður í einelti: „Ég er alls ekki hrokafullur“

Það er ekki laust við að töffaraímynd hafi fylgt þér í gegnum tíðina og þú ert þekktur fyrir að vera snöggur að svara fyrir þig. Er töffaraskapurinn brynja eða kannski bara leikur?

14.okt. 2017 - 20:00

Flugræninginn og dularfulla fallhlífin: Sagan á bak við eitt undarlegasta mál bandarískrar flugsögu

Eitt dularfyllsta mál bandarískrar flugsögu er atvik sem varð um borð í flugvél Northwest Orient-flugfélagsins þann 24. nóvember árið 1971. Þann dag rændi maður, sem er enn ófundinn 45 árum síðar, flugvél flugfélagsins og tókst á ótrúlegan hátt að komast undan með 200 þúsund Bandaríkjadali með því að stökkva út úr flugvélinni. DV rifjar hér upp þessa mögnuðu sögu og nýlega opinberun sem gæti varpað ljósi á málið.
13.okt. 2017 - 10:00 Kynning

Nýjar vörur frá geoSilica slá í gegn: Kísilsteinefnið inniheldur hreinan jarðhitakísil

geoSilica hefur eflt vöruþróun á síðustu misserum. Kísilsteinefnið geoSilica inniheldur hreinan jarðhitakísil sem unninn er úr jarðhitavatni Hellisheiðarvirkjunar. Læknisfræðilegar rannsóknir hafa leitt í ljós að kísill gegnir mikilvægu hlutverki í mannslíkamanum og er honum nauðsynlegur.
12.okt. 2017 - 10:00 Kynning

Marteinn rannsakar dularfullt mannshvarf: Umsátur er næstum því óbærilega spennandi

Umsátur eftir Róbert Marvin er drungaleg, ófyrirsjáanleg og stundum nánast óbærilega spennandi glæpasaga sem gerist í litlu þorpi á Vesturlandi. Dreifbýlislöggan Marteinn fer fyrir tilviljun að rannsaka gamalt mannshvarfsmál sem virðist tengjast ýmsum óvæntum uppákomum sem verða í litla samfélaginu.
29.sep. 2017 - 16:40 Kynning

Sólgleraugnadagar í Eyesland - 20% afsláttur

Fjölbreytt úrval í boði! Nú eru sólgleraugnadagar í Eyesland gleraugnaverslun og 20% afsláttur af öllum sólgleraugum. Fjölbreytt úrval er í boði svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Eyesland leggur metnað sinn í að bjóða góðar vörur á góðu verði og því ætti engan að undra að finna má sólgleraugu frá 2900 kr. og upp úr eftir því hvað er valið.
22.sep. 2017 - 09:00 Kynning

Boðleið inn í framtíðina: „Engin verk eru of stór eða of lítil“

Boðleið er í samstarfi við fjórtán endursöluaðila í Noregi. Boðleið þjónusta er tæknifyrirtæki sem býður heildarlausn í net- og símamálum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Boðleið var stofnað í október 2001 með samninga við NEC og Panasonic um sölu og þjónustu á símalausnum þeirra á Íslandi. Ári síðar voru starfsmenn orðnir fjórir og viðskiptavinum fjölgaði stöðugt ásamt því að þjónusta við önnur símkerfi jókst.
17.sep. 2017 - 20:00 Guðrún Ósk Guðjónsdóttir

Algengustu draumarnir og hvað þeir þýða

Draumar geta veitt okkur furðulega innsýn í undirmeðvitundina og reynist oft erfitt að ráða þá. 
Hér eru nokkrir af algengustu draumunum og hvað þeir gætu þýtt fyrir þig. Þetta er einungis lauslegur leiðarvísir, aðeins dreymandinn sjálfur getur túlkað hvað sé í gangi í hausnum hans. 
15.sep. 2017 - 10:00 Kynning

Hágæði og hagstætt verð: Heitir pottar og saunavörur

Fyrirtækið Goddi, Auðbrekku 19 Kópavogi, er með afar fjölbreytt vöruúrval og er meðal annars framarlega í sölu á heitum pottum, lokum yfir heita potta, infrarauðum saunaklefum og hitaklefum, auk hefðbundinna gufubaða og ýmiss konar búnaðar þeim tengdum.
08.sep. 2017 - 10:50

Stórsókn þýska gæðagripsins: 311% söluaukning á Audi

Næstum fjórir af hverjum 10 nýjum tengiltvinnbílum á árinu eru af gerðinni Mitsubishi Outlander PHEV. Þýski bílarisinn AUDI hefur slegið í gegn á árinu en AUDI er nú næst stærsta vörumerkið í sölu á tengiltvinnbílum fyrstu átta mánuði ársins 2017. Þannig er AUDI A3 e-tron næst söluhæsti tengiltvinnbílinn og jókst salan um 128% frá sama tíma í fyrra.
07.sep. 2017 - 14:45

Hversu há er upplausn mannsaugans?

Augað virkar ekki á sama hátt og myndavél, en ef við gætum einbeitt sjóninni að öllu sjónsviðinu í einu væri upplausnin hátt í 600 megadílar. Er hægt að mæla skerpu sjónarinnar í dílum eins og gildir um stafrænar myndavélar? Hæfni mannsaugans til að greina sundur tvo punkta er skilgreind sem horn þar eð skerpan fer eftir fjarlægðinni milli augna og hlutar. Þetta horn er um 0,005 gráður og við getum því aðgreint 200 punkta á einnar gráðu bili.
06.sep. 2017 - 11:00 Kynning

Heilsaðu haustinu mjúkri röddu: Vilt þú vinna kassa af Voxis?

Er ekki kominn tími til að hætta þessum endalausu hóstaköstum? Í tilefni þess að haustið er nú gengið í garð hér á Fróni ætlar Pressan í samvinnu við SagaMedica að gefa fimm heppnum lesendum kassa af Voxis hálstöflum. Þann 12. september drögum við svo út fimm heppna vinningshafa og látum þá vita. Taktu þátt!
05.sep. 2017 - 14:50 Kynning

Öryggismyndavélar frá Boðtækni: Eina sem þú þarft er þráðlaust net

Myndavélarnar eru mjög notendavænar og auðveldar í notkun. Boðtækni býður upp á mjög góðar þráðlausar háskerpumyndavélar frá Zmodo. Þessar myndavélar eru gríðarlega vinsælar og auðveldar í notkun. Um er að ræða nokkrar gerðir af wifi myndavélum sem hægt er að koma fyrir hvar sem er, til að fylgjast með hverju sem er. Það eina sem þarf er rafmagnstengill og þráðlaust net.
01.sep. 2017 - 14:30 Kynning

Tölvutek 11 ára: Afmælisveisla á heimsmælikvarða – og þér er boðið!

Þér er boðið í veislu! 11 ára afmælisveisla Tölvuteks verður flautuð á laugardaginn 2. september kl. 12:00 í Hallarmúlanum. Þennan sama dag í fyrra mættu þúsundir fólks í 10 ára afmæli Tölvuteks og tóku þátt í einstökum viðburði sem að sjálfsögðu verður endurtekinn í ár. Kynntu þér dagskrána hér!
01.sep. 2017 - 10:00 Kynning

Loksins gæludýraverslun í Vesturbæinn: Gæludýr.is opnar sína fjórðu verslun – Opnunarhátíð á laugardaginn

„Við verðum með fullt af opnunartilboðum, þrautabraut fyrir hundana, vörukynningar fyrir hunda sem geta fengið að smakka og svo ætlar grillvagninn frá Veisluspjóti að grilla pylsur ofan í tvífætlingana. Ennfremur verða happadrætti og alls konar húllum hæ.“

31.ágú. 2017 - 10:50 Kynning

geoSilica á kynningarafslætti alla Ljósanótt

Nýju vörurnar frá geoSilica Nýverið hefur geoSilica þróað þrjár nýjar vörur þar sem íslenskur kísill er sem fyrr í aðalhlutverki. Þessar vörur eru nú komnar í sölu og það á kynningarafslætti til 17. september. Um er að ræða Renew, Repair og Recover en allar hafa þessar vörur mismunandi virkni.
31.ágú. 2017 - 10:15 Kynning

Brauð & co: Grundvallarforsenda fyrir góðum degi

Eitt heitasta fyrirtækið í bakarísbransanum í dag er Brauð & co. Frá því fyrsta bakaríið var opnað á Frakkastíg í miðbæ Reykjavíkur í fyrra, hafa tvö önnur Brauð & co bakarí risið. Fyrirtækið opnaði þar á meðal nýjan stað í Mathöllinni á Hlemmi á dögunum og hefur staðnum verið afar vel tekið.
30.ágú. 2017 - 16:40 Kynning

Jómfrúin: Kantine smörrebröd og hin heilaga þrenning

„Okkur finnst gaman að leika okkur hér á Hlemmi og spila eftir eyranu. Við erum ekki með neinn matseðil, erum bara með stóran kæli sem við fyllum á og seljum úr. Í smurbrauðsfræðunum heitir þetta kantine smörrebröd, þetta er tilbúið þegar það er keypt, en niðri í Lækjargötu erum við meira að matreiða fyrir hvern og einn viðskiptavin eftir pöntun.“
30.ágú. 2017 - 11:40 Kynning

Þá var kátt í höllinni: Te og kaffi Micro Roast

Það hefur heldur betur verið kátt í Mathöllinni að undanförnu. Þar opnaði Te og kaffi nýjan Micro Roast stað þar sem tilraunagleði og kaffinördismi eru allsráðandi, ásamt hækkuðu þjónustustigi í vali á kaffipökkum og drykkjaúrvali.
29.ágú. 2017 - 16:17 Kynning

Bánh Mí: Ekta víetnamskar samlokur slá í gegn

„Það er frábært að vinna í Mathöllinni. Það er svo einstakt andrúmsloft hérna, tónlistin er frábær og þetta er staður þar sem fólk kemur saman," segir Anna María Trang Davíðsdóttir hjá víetnamska staðnum Bánh Mí.
18.ágú. 2017 - 10:20 Kynning

Vogir og vönduð framleiðslukerfi frá Boðtækni

Boðtækni ehf er rótgróið og framsækið tæknifyrirtæki. Boðtækni ehf er rótgróið og framsækið tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í lausnum á sviði límmiða og öllu því sem þeim fylgja. Hvort sem um er að ræða miðana sjálfa, prentara, hugbúnað eða skanna. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á góða og vandaða þjónustu fyrir einstaklinga jafnt sem fyrirtæki, Boðtækni býður gæðavörur á samkeppnishæfu verði. Fyrirtækið hefur verið starfrækt frá upphafi árs 2002 og hefur því mikla reynslu á þessu svið.
15.ágú. 2017 - 18:00 Þorvarður Pálsson

Johnny Depp skellti sér í sjóræningjagallann og gladdi börn á sjúkrahúsi - Myndir

Jack Sparrow virðir fyrir sér þyrilsnældu ungs drengs. Bandaríski stórleikarinn Johnny Depp hefur á löngum ferli leikið ófáar eftirminnilegar persónur en á síðari árum er óhætt að segja að enginn hafi öðlast viðlíka vinsældir og sjóræninginn drykkfelldi Jack Sparrow, sem fyrst kom fram á sjónarsviðið í Pirates of the Caribbean árið 2003. Depp skellti sér í búning Sparrow og heimsótti sjúkrahús nokkuð í Vancouver í Kanada fyrr í dag við ómælda ánægju þeirra barna sem þar dvelja.
15.ágú. 2017 - 11:42 Kynning

Helmingur allra rafmagnsbíla frá Heklu: Outlander PHEV vinsæll

MMC Outlander PHEV. 328% söluaukning varð á Mitsubishi Outlander PHEV fyrstu sex mánuði þessa árs borið saman við sama tímabil í fyrra og er óhætt að fullyrða að Mitsubishi hafi enn og aftur slegið í gegn hjá Íslendingum.
04.ágú. 2017 - 01:16 Kynning

Arna ís & kaffibar: Fullkomin leið til þess að enda góðan göngutúr

Arna ís & kaffibar opnaði 5. nóvember í fyrra á Eiðistorgi. „Síðan þá hafa viðskiptin verið að aukast jafnt og þétt, og sérstaklega í sumar. Það eru mjög margir sem fara í kvöldgöngur í kringum nesið enda er þar einstök náttúrufegurð. Svo enda margir á því að fá sér ís eða kaffi hér í Arna ís & kaffibar. Þetta er náttúrulega alveg fullkomin leið til þess að enda góðan göngutúr,“ segir Arna María Hálfdánardóttir, framkvæmdastjóri Arna ís og kaffibar. Þess má geta að alla miðvikudaga er tveir fyrir einn af bragðarefum hjá Arna ís & kaffibar!

03.ágú. 2017 - 18:19 Kynning

Álfurinn í Kopavogi: Góður matur og enn betri ís

Þær eru orðnar sjaldséðar sjoppurnar á Höfuðborgarsvæðinu en ein af þeim eftirstandandi er Álfurinn í Kópavogi. Hann Hákon, eigandi Álfsins til fimm ára, hefur staðið þar vaktina og unnið það þakkláta starf að selja dösuðum sundlaugargestum og nemendum Kársnesskóla dæmigerðan og ljúffengan sjoppuvarning. Þar má fram telja dýrindis SS pylsur, gómsæta hamborgara, sælgæti, snakk, og síðast en ekki síst, klassískan Kjörís með ýmsu girnilegu meðlæti.

03.ágú. 2017 - 14:18 Kynning

Ísbúð Vesturbæjar: Á vörum Íslendinga síðan 1971

Ísbúð Vesturbæjar er án efa ein frægasta ísbúð Reykavíkur. Þekktastir eru þeir fyrir „gamla ísinn“ sem hefur verið á vörum landsmanna síðan fyrsti afgreiðslustaðurinn var opnaður árið 1971 á Hagamelnum í Reykjavík. „Í dag eru afgreiðslustaðirnir orðnir hvorki meira né minna en sex, sem ber vitni um gífurlegar vinsældir íssins frá Ísbúð Vesturbæjar. Það er líka alltaf fullt út úr dyrum í öllum veðrum hjá okkur,“ segir Kristmann Óskarsson, framkvæmdastjóri Ísbúðar Vesturbæjar.

03.ágú. 2017 - 14:02 Kynning

Ísbúð Breiðholts: Klassískur ís í Hraunberginu

Í Hraunberginu á milli sundlaugarinnar og Fjölbrautaskólans í Breiðholti er að finna vel staðsetta ísbúð, Ísbúð Breiðholts. Þar má yfirleitt hitta fyrir ferska nýlaugaða sundlaugagesti og svanga menntaskólanema sem úða í sig gómsætum rjómaís í ýmsum útfærslum. „Ætli þetta sé ekki svona stærsti kúnnahópurinn auk fólksins úr hverfinu sem kemur hingað að fá sér ís og annað sem fæst hér,“ segir Linda eigandi Ísbúðar Breiðholts.
02.ágú. 2017 - 15:39 Kynning

Alltaf ferskur ís hjá Ísgerðinni Akureyri

Ísgerðin á Akureyri hefur verið að ryðja sér til rúms sem ein fjölbreyttasta ísbúð Norðurlands. Þar fæst allt svalt á milli himins og jarðar og má þar fá bæði ljúffengan jógúrtís í sjálfsafgreiðslu og mjúkan klassískan mjólkur- og rjómaís. Þar er einnig að finna eitt flottasta kúluísborðið þó víða væri leitað, þar sem boðið er upp á kúluís í ýmsum bragðtegundum. Þar eru einnig ljúffengir vegan og sykurlausir valkostir. Svo fæst bæði gómsætur ís úr skyri sem og laktósafrírri mjólk.

02.ágú. 2017 - 15:21 Kynning

Skalli: Goðsagnakennd ísbúð

Skalli er eflaust ein goðsagnakenndasta ísbúð Reykjavíkur enda hefur hún verið starfrækt í fjölda ára. Skalli hóf starfsemi sem sjoppa og ísbúð í Lækjargötu árið 1973 og fékk nafn sitt frá uppátektarsömum menntaskólanemum, þar sem sjoppan var rekin af sköllóttum manni. Nú er Skalli í eigu Jóns Magnússonar sem hefur rekið ísbúðina um árabil.

30.júl. 2017 - 12:00 Þorvarður Pálsson

8 ára drengur safnaði fyrir nýjum hjólastól handa besta vini sínum

Þeir félagar Paul og Kamden. Þegar þeir Paul Burnett og Kamden Houshan hittust í leikskóla varð þeim fljótt til vina enda deildu þeir áhuga á ofurhetjum og að gera kjánaleg myndbönd. Það sem flestir taka eftir þegar þeir sjá Kamden er að hann er í hjólastól en það hefur aldrei skipt Paul neinu máli fyrr en hjólastól Kamden fór að vefjast fyrir honum í leik og starfi. Þá greip Paul til sinna ráða.
30.júl. 2017 - 09:00 Þorvarður Pálsson

Kanínur björguðu sér úr flóði með frumlegum hætti – Myndband

Fyrir skömmu varð mikið flóð á Otago svæðinu á Suðurey Nýja-Sjálands. Þar í landi má finna mikið magn sauðfjár og flæddi meðal annars yfir tún nágranna bóndans Ferg Horne sem stundað hefur landbúnað í 50 ár. Þegar Horne fór að athuga með fjörtíu kindur nágrannans kom hann auga á nokkuð sem hann hafði ekki séð á sinni löngu ævi og náðist atvikið á myndband.
29.júl. 2017 - 09:00 Þorvarður Pálsson

Köttur sem hafði gengt embætti bæjarstjóra í tæp tuttugu ár allur

Stubbs á góðri stundu í fyrra. Árið 1998 kusu íbúar smábæjarins Talkeetna í Alaska sér kött sem bæjarstjóra. Hinn gulleiti Stubbs gegndi embættinu með miklum sóma allar götur síðan en hefur nú kvatt þennan heim eftir langa ævi en hann varð 20 ára og þriggja mánaða gamall. Hinn fjórfætti og loðni bæjarstjóri laðaði ferðamenn til bæjarins en þar búa 900 manns. Ekki er búið að ákveða hver tekur við embætti bæjarstjórans en að sögn eiganda Stubbs er einn kettlingur í þeirra eigu reiðubúinn að feta í fótspor Stubbs.
28.júl. 2017 - 19:00 Þorvarður Pálsson

Keypti sér 27 milljón króna Ferrari – Var búinn að klessukeyra hann klukkustund síðar

Ferrari 430 Scuderia. Það tók hann aðeins klukkustund að stúta nýja sportbílnum. Ökumaður í Suður-Yorkshire á Englandi er með sært stolt og léttari pyngju eftir að hafa gjöreyðilagt glænýja Ferrari bifreið sína sem hann hafði fest kaup á einungis klukkstund áður en hann rústaði honum. Hann getur huggað sig við það að hann slapp án þess að slasast alvarlega.
25.júl. 2017 - 19:00 Þorvarður Pálsson

Ný auglýsing KFC vekur hörð viðbrögð – „Ef þetta lætur þig vilja borða kjúkling ertu geðsjúklingur“

Frábær ný auglýsingaherferð eða algjörlega misreiknað klúður? Skyndibitarisinn KFC er í miklu uppáhaldi hjá mörgum Íslendingum en keðjan var sú fyrsta af stóru bandarísku skyndibitakeðjunum til að opna hér á landi og er óhætt að segja að vinsældir hennar séu miklar. Fyrir skömmu hóf KFC í Bretlandi nýja auglýsingaherferð sem er óhætt að segja að fari misvel í fólk.
25.júl. 2017 - 16:00 Þorvarður Pálsson

Heimsþing jólasveina haldið í Kaupmannahöfn – Láta ekki veðurblíðuna stöðva sig

Það er sannarlega hásumar í Danaveldi en það stoppar ekki jólasveina víðsvegar að úr heiminum í að sækja höfuðborgina Kaupmannahöfn heim. Þar hittast jólasveinarnir á árlegum heimsþingi sínu þessa dagana, World Santa Claus Congress en þetta er í 60. árið sem það er haldið. Sveinarnir láta ekki veðurblíðuna sem nú gælir við frændur vora Dani koma í veg fyrir að þeir klæðist hefðbundnum jólasveinaklæðnaði.
22.júl. 2017 - 12:00 Þorvarður Pálsson

Sjálfan olli meira en 20 milljón króna skemmdum - Myndband

Fólk leggur ýmislegt á sig fyrir réttu myndina en það er vissara að fara varlega þegar stillt er upp. Konu nokkurri sem reyndi að taka sjálfu við listaverk tókst ekki betur upp en svo að hún datt aftur fyrir sig með þeim afleiðingum að hún olli tugmilljón króna skemmdum í listagalleríi nokkru í Los Angeles borg í Bandaríkjunum.
20.júl. 2017 - 16:20 Kynning

Atomstation vinnur nýja plötu með fyrrum upptökustjóra Ramones: „Partívænt rokk og ról“

Atomstation vinnur að nýrri plötu. Hljómsveitin Atomstation var að senda frá sér lagið Ravens of Speed, sitt fyrsta í 9 ár. Bandið vinnur nú að sinni þriðju breiðskífu sem tekin var upp í Cassette Recordings í Los Angeles í samvinnu við Scott Hackwith fyrrum upptökustjóra Ramones. Skífan mun bera nafnið Bash og er væntanleg á næstu mánuðum.
20.júl. 2017 - 15:45 Kynning

Úlfur Úlfur Úlfur: Fyrsti íslenski Triple IPA-bjórinn kominn á markað

Vínbúðirnar og Fríhöfnin í Keflavík hefja í dag sölu á bjórnum Úlfur Úlfur Úlfur Nr.50 frá Borg Brugghúsi. Bjórinn er merkilegur fyrir þær sakir að hann er fyrsti íslenski bjórinn í stílnum Triple IPA og hafa íslenskir bjóráhugamenn beðið hans með mikilli eftirvæntingu undanfarnar vikur.