31. okt. 2017 - 14:00

ARDI sýnir okkur hver við vorum

Uppgötvun meira en 4 milljóna ára, næstum heillar beinagrindar leiðir vísindamennina mun framar í þróunarsögu mannsins en nokkru sinni fyrr. Og þvert gegn fyrri hugmyndum bendir margt til að þessi gamli forfaðir hafi ekki verið árásargjarn api og líkastur simpansa, heldur umhyggjusamur prímati. Karlarnir færðu björg í bú og tóku þátt í umönnun ungviðisins.

Hvaðan komum við? Menn hafa alltaf verið hugfangnir af þessari spurningu og með uppgötvun Ardis hafa vísindamenn komist einu skrefi nær svarinu.

„Þetta er það sem við höfum komist næst því að finna síðasta sameiginlega forföður manna og simpansa,“ segir steingervingafræðingurinn Tim White sem er einn af forystumönnum Mið-Awash-verkefnisins, sem nú hefur verið unnið að í næstum 20 ár.

Verkefnið dregur nafn sitt af skraufaþurru eyðimerkurlandi í Norður-Eþíópíu, sem hinn þekkti, breski fornleifafræðingur Desmond Clark hóf að rannsaka upp úr 1970. Mið-Awash hefur reynst vera auðug steingervinganáma vegna einstæðrar jarðfræði svæðisins.

Fyrsta sönnun þess að hér væri að finna áður óþekkta tegund frummanna birtist 1992, en þá fannst barnskjálki með endajaxli sem ekki líktist neinu því sem fornleifafræðingar höfðu áður séð. Kjálkinn og fáein bein reyndust vera fyrstu hlutarnir sem fundust af tegundinni Ardipithecus ramidus. Sá galli var á gjöf Njarðar að beinahlutarnir voru of fáir og smáir til að vísindamennirnir gætu að ráði áttað sig á líffærafræði þessarar veru.

Vísindamenn á fjórum fótum

Tveimur árum síðar fannst fyrsta handarbeinið. Það gerðist á svokölluðu „skriði“, en eins og nafnið bendir til fóru vísindamennirnir niður á fjóra fætur og beinlínis skriðu áfram öxl í öxl. Doktorsneminn Yohannes Haile-Selassie var á réttum stað og hrópaði skyndilega upp yfir sig: „Hominid!“ (Mannaætt).

Daginn eftir fannst annað handarbein ásamt sköflungi. Áður en rannsóknarvertíðinni lauk hafði hópurinn fundið alls 100 bein en þau voru flest í hræðilega slæmu ástandi.

„Þau molnuðu beinlínis þegar við snertum þau,“ segir Tim White.

Svo virtist sem líkið af Ardi hefði verið troðið niður af hópi stórra dýra. Beinaleifarnar voru dreifðar yfir svæði sem var ámóta stórt og lítil skrifstofa.

Á næstu rannsóknarvertíðum fluttu vísindamennirnir jarðveg með beinaleifum í gifsi til rannsóknastofunnar í Addis Ababa til að hreinsa beinin undir smásjá og af ýtrustu varkárni. Mörg beinanna voru síðan skönnuð inn í þrívídd þannig að unnt væri að raða þeim saman á tölvuskjá. Endurgerðin tók alls 15 ár, en afraksturinn varð líka afar nákvæm lýsing.

Þetta var gerlegt vegna þess hversu heilleg beinagrindin varð að lokum. Ásamt brotum úr 35 öðrum einstaklingum og alls 150.000 steingerðum dýrabeinum auk leifa af skordýrum og plöntum, veitir þetta furðu nákvæma innsýn í ákveðið tímabil í forsögu okkar, þegar forfeður okkar lifðu í skógum ásamt öpum, páfagaukum, hýenum, kúdú-antílópum og mörgum öðrum dýrum.

Alls 125 beinhlutar úr Ardi sýna að samanlögðu alla mikilvægustu líkamshlutana, höfuðkúpu, tennur, mjaðmir, hendur og fætur. Um leið verður mögulegt að gera beinan samanburð við Lucy, sem er ein af fáum heillegum beinagrindum af ættstofni manna. Lucy er um milljón árum yngri en Ardi og af ættinni Australopithecus. Australopithecus virðist hafa verið afkomandi Ardipithecus og er talinn forveri Homo-ættarinnar, sem er grein Homo sapiens á ættartrénu.

Ástæða þess að vísindamennirnir skuli geta ákvarðað að Ardi hafi verið í þróunarlínu okkar en ekki t.d. simpansa, eru nokkur lykileinkenni. Þessi einkenni sjást aðeins hjá síðari forfeðrum manna, svo sem Lucy, en ekki hjá neinum öpum, hvorki þeim sem nú lifa eða eru útdauðir. Hér má nefna einkenni um upprétt göngulag, stutta höfuðkúpu, mjaðmagrind með festipunktum fyrir sérstaka vöðva og sérstök fótarbein. Augntennurnar í Ardi voru fremur smáar og það einkenni er aðeins þekkt á ættmeiði manna – allir aðrir mannapar hafa stórar og hvassar augntennur.

Þegar Ardi hefur þannig fengið örugga staðsetningu í þróunargrein mannsins, verður einnig unnt að líta lengra aftur í tímann í átt að sameiginlegum forföður okkar og simpansa, sem talinn er hafa verið uppi fyrir 6-8 milljónum ára.

Þótt beinagrindin af Ardi sé 4,4, milljón ára gömul, virðist þessi tegund komin býsna langt frá hinum sameiginlega forföður. Ardi sýnir þó furðu mikil líkindi við enn eldri, en að vísu brotakenndar beinagrindur, einkum 6-7 milljón ára Sahelanthropus tchadensis, sem fannst í Tchad 2001, og 5,7 milljón ára Ardipithecus kadabba sem Yohannes Haile-Selassie uppgötvaði líka í Mið-Awash.


Um 200.000 kynslóðir skilja okkur frá Ardi, sem engu að síður hefur haft margvísleg mannleg einkenni.

Það einkennir reyndar Mið-Awash-verkefnið að eþíópískir vísindamenn hafa tekið mikinn þátt í því alveg frá upphafi. Hið sama er ekki hægt að segja um mörg önnur uppgraftrarverkefni og takmarkaður aðgangur vísindamanna í heimalandinu hefur víða valdið vonbrigðum og reiði. Svo virðist sem báðar tegundirnar, Sahelanthropus tchadensis og Ardipithecus kadabba, hafi getað gengið uppréttar og haft smávaxnar augntennur. Þó vantar svo mikið í þessar beinagrindur að vísindamenn eiga erfitt með að koma sér saman um hvers konar dýr hér hafi verið á ferð. En með Ardi sem eins konar sniðmát verður auðveldara að raða þessum brotum rétt upp og nú virðist greinilegt að báðar tegundirnar hafi tilheyrt ættmeiði mannsins og þær hljóta jafnframt að hafa staðið tiltölulega nálægt hinum sameiginlega ættföður simpansa og manna. Ardi verður þannig mikilvægur hlekkur í ákveðnum hluta þróunarsögu mannsins, hluta sem spannað hefur 2-3 milljónir ára.

Það er fremur ósennilegt að einmitt Ardi hafi markað upphaf þróunar að næsta vegarskilti á leiðinni, sem sé Lucy. Engu að síður hafa Ardi og forfeður Lucy líkst mjög og í þeim skilningi getum við litið á Ardi sem einhvers konar forföður sem staðið hefur tiltölulega nærri síðasta sameiginlega forföður simpansa og manna.

Maðurinn er frumstæðari

Einmitt vegna þess hve Ardi hefur þróast skammt frá hinum sameiginlega förföður, kemur á óvart hversu ólík simpönsum tegundin hefur verið. Þetta sýnir að bæði simpansar og menn hafa þróast mjög langt frá þeim punkti í þróunarsögunni þar sem leiðir skildi.

„Það er afar spennandi að maðurinn reynist frumstæður, en simpansar háþróaðir,“ segir mannfræðingurinn C. Owen Lovejoy hjá Kent-ríkisháskólanum í Bandaríkjunum, en hann tekur einnig þátt í Mið-Awash-verkefninu.

Ardi gekk sem sé ekki á hnúunum eins og górillur og simpansar, heldur líkist manninum miklu meira en aðrir mannapar. Hnúagangurinn hefur sem sé orðið til við alveg sérstaka þróun.

„Ardi er einstæð og afar mikilsverð uppgötvun, með einkenni sem enginn hefði geta séð fyrir,“ segir steingervingafræðingurinn Donald Johanson sem var með í hópnum sem fann Lucy 1974.

Kynin voru jafnstór

En hvers konar vera er það þá sem svo mjög hefur bætt þekkingu vísindamanna á forsögu mannsins?

Ardi var ungt kvendýr, um 120 sm á hæð og um 50 kg að þyngd. Hún var því höfðinu hærri en Lucy og næstum tvöfalt þyngri. Þessi líkamsstærð bendir til að ekki hafi verið mikill munur á stærð kynjanna. Hlutföll handa og fóta eru mjög ólík simpönsum og górillum, en báðar tegundirnar eru fótstuttar og með langa handleggi. Hjá Ardi koma þessi lengdarhlutföll betur heim og saman við elstu steingervinga mannapa eða núlifandi makakapa. Ásamt úlnliðnum sem gat sveigst mikið aftur á við, sýnir þetta að Ardi hefur gengið um á fjórum fótum uppi í trjám. Simpansar hanga í greinum á löngum og öflugum handarbeinum en hendur Ardis líkjast meira höndum manna.

Fæturnir sýna líka óvænt einkenni. Stórutána hefur mátt nota til að grípa um greinar en fóturinn er ekki jafn sveigjanlegur og hjá simpansa. Tvö bein aftan tánna benda til þróunar í átt að stífari fæti, sem er nauðsynlegur fyrir upprétt göngulag.

Það kemur líka á óvart hvar tegundin gekk upprétt. Efnagreiningar jarðvegssýna og ísótópagreiningar bæði jarðvegssýna og tanna sýna að Ardi lifði í skóginum og á því sem þar var að hafa. Dýra- og plöntusteingervingar styðja þetta og allt bendir til að Ardi hafi ferðast um frjósöm skógsvæði sem á stöku stað voru rofin þar sem fljót runnu um gresjur.

Þessi uppgötvun kemur ekki heim við þá gömlu kenningu sem lengi hefur einkennt hugmyndir um þróun upprétts göngulags: sem sé að loftslagsbreytingar hafi þrengt að skógunum og þannig neytt forfeður okkar út á gresjuna. Samkvæmt kenningunni var nú nauðsynlegt að rísa upp á afturfæturna til að hafa yfirsýn yfir hátt grasið.

Ardi sýnir hins vegar að forfeður okkar gengu á tveimur fótum löngu áður en þeir yfirgáfu skóginn. Þeir hljóta því að hafa risið upp á tvo fætur af annarri ástæðu. Og hér setur Owen Lovejoy fram hugmynd sem hann hefur unnið að allt frá því að Lucy fannst, nefnilega að ástæðunnar sé að leita í breyttu félagslegu atferli.

„Við þurfum að útskýra hvers vegna Australopithecus-tegundirnar breiddust út um alla Afríku á sama tíma og nánustu ættingjar þeirra meðal prímata voru við það að deyja út,“ segir hann.

Karlinn dró björg í bú

Það hlýtur sem sagt að hafa orðið einhver breyting sem veitt hefur forfeðrum okkar gott forskot – og vel að merkja löngu áður en heilabúið tók að stækka. Lovejoy telur líta beri á þá kosti sem fylgja smáum augntönnum og uppréttum gangi. Hjá bavíönum, górillum og simpönsum gegna augntennur karldýranna lykilhlutverki í baráttunni um aðgang að kvendýrunum og þar með réttinn til að fjölga sér. Kenning Lovejoys er sú að í stað þess að eyða orkunni í baráttu um kvendýrin, hafi þeir tekið að hjálpa til við að koma ungunum á legg með því að færa kerlum sínum mat. Fyrir þetta hefur kerlan verðlaunað karlinn með kynmökum, en þetta má reyndar einnig sjá hjá núlifandi simpönsum.

Karlarnir hafa sennilega leitað uppi sjaldséðan, fitu- og prótínríkan mat, svo sem smádýr, egg, fugla og lirfur. En það er illgerlegt að bera slíkan mat með sér án þess að hafa hendurnar lausar og uppréttur gangur hefur orðið kostur sem gerði körlunum kleift að bera mat um lengri veg. Lovejoy telur að þessir forfeður okkar hafi verið farnir að mynda parasambönd. Hlutverk karlsins sem „skaffara“ hefur verndað móðurina og viðkvæm afkvæmi hennar, þar eð hún þurfti ekki lengur að leggja sjálfa sig í hættu við mataröflun. Jafnframt hefur hið prótínríka fæði hjálpað móðurinni til að byggja aftur upp fituvefi sem hún fórnaði til mjólkurframleiðslu og um leið flýtt fyrir því að hún gæti fengið egglos og þar með orðið þunguð á ný.

Lovejoy bendir á að þessi atferlisbreyting geti líka skýrt ýmis sérkenni nútímamanna, svo sem að egglos konunnar skuli vera dulið og að mjólkurkirtlar konunnar skuli stöðugt vera þrútnir, sem sagt alltaf vel sýnileg brjóst. Hið síðarnefnda tíðkast ekki meðal annarra apa en mannsins. Þvert á móti gefa sýnilega þrútnir mjólkurkirtlar til kynna að kerlan sé með unga á brjósti og þar með ekki móttækileg fyrir frjóvgun. Nú til dags getur dulið egglos verið til vandræða fyrir par sem ætlar að eignast afkvæmi, en þetta getur hins vegar í forsögunni hafa tryggt kvendýrunum stöðuga fæðuöflun, vegna þess að karlinn vissi aldrei hvenær tíminn væri réttur og gat ekki verið viss um að eignast afkvæmi nema hafa reglubundið mök við kerlu sína.

Lovejoy hugsar sér að ættleggur okkar hafi byrjað hjá karldýrum sem báru sig eftir þeim kvendýrum sem enginn af ráðandi karlöpum í hópnum sýndi athygli, vegna þess að mjólkurkirtlar þeirra voru sífellt þrútnir og sögðu ekki til um egglos.

Á móti hafa kvendýrin valið sér maka meðal þeirra karla sem höfðu minnstar augntennur, þar eð þeir voru síður árásargjarnir og ólíklegastir til að eyða orku sinni í innbyrðis bardaga.

Þróun hófst á smáum tönnum

Litlar augntennur eru þar með til marks um mikilsverða atferlisbreytingu í þróunarlínu okkar. Breytingin skilaði miklum árangri og leiddi af sér að forfeður okkar risu upp á afturfæturna og tóku síðar að hætta sér út á gresjuna. Löngu síðar leiddi þessi félagshegðun til þess að fram kom mannapi sem gerði sér áhöld, þróaði menningu og lagði smám saman undir sig allan hnöttinn.

Þótt þessi kenning sé afar athyglisverð, er enn mörgum spurningum ósvarað, varðandi það hvað gerði okkur að mönnum. Donald Johanson er sannfærður um að túlkunin á Ardi muni vekja deilur og margir vísindamenn verði ósammála Awash-hópnum.

„Eitt af því mikilvægasta við Ardi er að uppgötvunin þvingar fram nýja hugsun og orka manna í vísindaheiminum mun beinast í ýmsar nýjar áttir næstu 5-10 árin,“ segir hann.

Þegar upp er staðið munu endanleg svör þó því aðeins fást að nýjar beinagrindur á réttum aldri finnist og fylli upp í þau göt sem enn eru auð. Þess vegna halda Tim White og félagar hans áfram uppgreftri í Mið-Awash. Orðrómur er þegar á kreiki um nýjar uppgötvanir sem eigi eftir að bæta nýjum kubbum í þetta púsluspil.




17.nóv. 2017 - 20:00

Varúð: 20 verstu jólagjafirnar

Nú er aðeins rúmur mánuður til jóla og eru margir eflaust farnir að leiða hugann að jólagjöfum fyrir vini og vandamenn. Ef þú ert ekki búinn að kaupa gjafirnar þá eru hér nokkur dæmi um það sem ber að varast við jólagjafainnkaupin. Það er betra að lesa listann yfir því ekki viltu gefa gjöfina sem gæti eyðilagt jólin.
16.nóv. 2017 - 22:00

Fótboltaleikur dauðans

Árið 1942 var Kiev, höfuðborg Úkraínu, undir járnhæl nasista. Nokkrir knattspyrnumenn Dynamo Kiev komu saman og stofnuðu lið og kepptu á móti þýskum herdeildum þar sem hart var barist. Frægasti leikurinn var við liðið Flakelf, sem skipað var hermönnum úr Luftwaffe. Úkraínumennirnir léku stórkostlega í leiknum og það hafði afdrifaríkar afleiðingar.
16.nóv. 2017 - 21:00

Hann var dæmdur í fangelsi fyrir hrottalegan glæp: Síðan kom í ljós að hann var saklaus eftir 46 ár í fangelsi

Wilbert Jones, 65 ára karlmaður í Baton Rouge í Louisiana í Bandaríkjunum, er laus úr fangelsi, tæplega 50 árum eftir að hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir mannrán og nauðgun. 
16.nóv. 2017 - 20:00

Úrsúla sýnir Sigurbjörgu stuðning: „Gamla konan grét mikið og var óhuggandi“ – Dó stuttu síðar

„Seinna þegar ég var komin í annað húsnæði vildi ég heimsækja hana en þá var mér tjáð að hún hefði skyndilega látist skömmu áður.“ Þetta segir Úrsúla Jünemann, kennari á eftirlaunum og leiðsögumaður, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag.

15.nóv. 2017 - 21:00

Þessi mynd var kveikjan að morðrannsókn

Meðfylgjandi mynd ber kannski ekki mikið yfir sér. Staðreyndin er sú að þessi mynd varð til þess að ákæra var gefin út á Englandi á hendur 71 árs karlmanni, David Dearlove, vegna gruns um að hann hafi banað stjúpsyni sínum, Paul Booth, árið 1968. 

15.nóv. 2017 - 20:00

Breskur ævintýramaður hvarf á Papúa Nýju-Gíneu

Ekkert hefur spurst til breska ævintýramannsins Benedict Allen í nokkrar vikur, eða frá því að hann fór frá Bretlandi í ferðalag um eyríkið Papúa Nýju-Gíneu í Suðvestur-Kyrrahafi. 
14.nóv. 2017 - 13:00 Kynning

The Saga Bites: Fiskisnakk fyrir fólk á ferðinni

The Saga Bites sækir innblástur í sögur víkinga á Íslandi. The Saga Bites er ný vara sem kom á markað ekki alls fyrir löngu. Um er að ræða íslenskan þorsk sem hefur verið þurrkaður í einum háþróaðasta þurrkunarklefa á Íslandi, sem gerir það að verkum að bitarnir verða bæði stökkir og bragðgóðir – og minna um leið á eitthvað sem kalla mætti fiskisnakk.
02.nóv. 2017 - 10:20 Kynning

Fjáröflun.is: Einfaldar einstaklingum og hópum að fara í fjáraflanir

„Við stofnuðum fjáröflun.is í byrjun árs og viðbrögðin hafa verið vonum framar. Hugmyndin  á bak við fjáröflun.is var að einfalda allt ferlið fyrir einstaklinga og hópa við fjáraflanir og það hefur tekist mjög vel. Í gegnum tíðina hefur vinna við fjáraflanir oft verið að leggjast á foreldrana sem hafa þurft að halda utan um pantanir og fjármagn en það vandamál heyrir nú sögunni til.
29.okt. 2017 - 20:00

Ráðgátan um dauða Jam Master Jay

Nú þegar fimmtán ár eru liðin síðan Jam Master Jay, liðsmaur rapptríósins Run DMC, var myrtur er lögregla engu nær um að leysa málið. 
29.okt. 2017 - 16:00

Mel B vill launahækkun

Kryddpían fyrrverandi Mel B vill launahækkun ef hún á að halda áfram sem dómari í America's Got Talent. Söngkonan, sem er 42 ára, er sögð óska eftir tuttugu prósenta hækkun frá Simon Cowell en hún stendur þessa dagana í skilnaði við Stephen Belafonte. 
25.okt. 2017 - 17:30

Gulli trylltist þegar Jóhannes hringdi: „Nú hringi ég bara á lögregluna“ - hlustaðu á upptökuna

Eitt þekktasta símaat útvarpssögunnar, hvorki meira né minna, er þegar Jóhannes Ásbjörnsson reyndi að ná sambandi við Gulla nokkurn. Sá sem svaraði hét Friðgeir og var ekki skemmt yfir hverju símtalinu á fætur öðru frá Jóhannesi. Símtölin áttu sér stað í þætti Jóhannesar og Sigmars Vilhjálmssonar, eða Simma og Jóa. Fyrir neðan má hlusta á símtalið sem ættu að fá alla til að hið minnsta brosa út í annað. Dæmi eru um að menn haldi að hrekkurinn sé leikinn en Pressan hefur það staðfest að svo er ekki. Nú þegar stjórnmálin hafa heltekið landann er ágætt að rifja upp þennan magnaða hrekk og gleyma sér í augnablik.
25.okt. 2017 - 11:00

Björgvin Halldórsson lagður í einelti: „Ég er alls ekki hrokafullur“

Það er ekki laust við að töffaraímynd hafi fylgt þér í gegnum tíðina og þú ert þekktur fyrir að vera snöggur að svara fyrir þig. Er töffaraskapurinn brynja eða kannski bara leikur?

14.okt. 2017 - 20:00

Flugræninginn og dularfulla fallhlífin: Sagan á bak við eitt undarlegasta mál bandarískrar flugsögu

Eitt dularfyllsta mál bandarískrar flugsögu er atvik sem varð um borð í flugvél Northwest Orient-flugfélagsins þann 24. nóvember árið 1971. Þann dag rændi maður, sem er enn ófundinn 45 árum síðar, flugvél flugfélagsins og tókst á ótrúlegan hátt að komast undan með 200 þúsund Bandaríkjadali með því að stökkva út úr flugvélinni. DV rifjar hér upp þessa mögnuðu sögu og nýlega opinberun sem gæti varpað ljósi á málið.
13.okt. 2017 - 10:00 Kynning

Nýjar vörur frá geoSilica slá í gegn: Kísilsteinefnið inniheldur hreinan jarðhitakísil

geoSilica hefur eflt vöruþróun á síðustu misserum. Kísilsteinefnið geoSilica inniheldur hreinan jarðhitakísil sem unninn er úr jarðhitavatni Hellisheiðarvirkjunar. Læknisfræðilegar rannsóknir hafa leitt í ljós að kísill gegnir mikilvægu hlutverki í mannslíkamanum og er honum nauðsynlegur.
12.okt. 2017 - 10:00 Kynning

Marteinn rannsakar dularfullt mannshvarf: Umsátur er næstum því óbærilega spennandi

Umsátur eftir Róbert Marvin er drungaleg, ófyrirsjáanleg og stundum nánast óbærilega spennandi glæpasaga sem gerist í litlu þorpi á Vesturlandi. Dreifbýlislöggan Marteinn fer fyrir tilviljun að rannsaka gamalt mannshvarfsmál sem virðist tengjast ýmsum óvæntum uppákomum sem verða í litla samfélaginu.
29.sep. 2017 - 16:40 Kynning

Sólgleraugnadagar í Eyesland - 20% afsláttur

Fjölbreytt úrval í boði! Nú eru sólgleraugnadagar í Eyesland gleraugnaverslun og 20% afsláttur af öllum sólgleraugum. Fjölbreytt úrval er í boði svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Eyesland leggur metnað sinn í að bjóða góðar vörur á góðu verði og því ætti engan að undra að finna má sólgleraugu frá 2900 kr. og upp úr eftir því hvað er valið.
22.sep. 2017 - 09:00 Kynning

Boðleið inn í framtíðina: „Engin verk eru of stór eða of lítil“

Boðleið er í samstarfi við fjórtán endursöluaðila í Noregi. Boðleið þjónusta er tæknifyrirtæki sem býður heildarlausn í net- og símamálum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Boðleið var stofnað í október 2001 með samninga við NEC og Panasonic um sölu og þjónustu á símalausnum þeirra á Íslandi. Ári síðar voru starfsmenn orðnir fjórir og viðskiptavinum fjölgaði stöðugt ásamt því að þjónusta við önnur símkerfi jókst.
17.sep. 2017 - 20:00 Guðrún Ósk Guðjónsdóttir

Algengustu draumarnir og hvað þeir þýða

Draumar geta veitt okkur furðulega innsýn í undirmeðvitundina og reynist oft erfitt að ráða þá. 
Hér eru nokkrir af algengustu draumunum og hvað þeir gætu þýtt fyrir þig. Þetta er einungis lauslegur leiðarvísir, aðeins dreymandinn sjálfur getur túlkað hvað sé í gangi í hausnum hans. 
15.sep. 2017 - 10:00 Kynning

Hágæði og hagstætt verð: Heitir pottar og saunavörur

Fyrirtækið Goddi, Auðbrekku 19 Kópavogi, er með afar fjölbreytt vöruúrval og er meðal annars framarlega í sölu á heitum pottum, lokum yfir heita potta, infrarauðum saunaklefum og hitaklefum, auk hefðbundinna gufubaða og ýmiss konar búnaðar þeim tengdum.
14.sep. 2017 - 11:00 Kynning

Boðtækni kynnir: Einfaldar sorppressur í úrvali

Pressurnar frá Ekobal eru einfaldar í notkun. Boðtækni ehf býður uppá pressur í hinum ýmsu stærðum sem henta bæði fyrirtækjum eða félagasamtökum. Pressurnar koma úr smiðju Ekobal og eru í senn áreiðanlegar, traustar og endingagóðar. Með því að nota pressurnar er hægt að minnka rúmmál á pappa ca. fimmfalt og á plasti ca. tífalt.
08.sep. 2017 - 10:50

Stórsókn þýska gæðagripsins: 311% söluaukning á Audi

Næstum fjórir af hverjum 10 nýjum tengiltvinnbílum á árinu eru af gerðinni Mitsubishi Outlander PHEV. Þýski bílarisinn AUDI hefur slegið í gegn á árinu en AUDI er nú næst stærsta vörumerkið í sölu á tengiltvinnbílum fyrstu átta mánuði ársins 2017. Þannig er AUDI A3 e-tron næst söluhæsti tengiltvinnbílinn og jókst salan um 128% frá sama tíma í fyrra.
07.sep. 2017 - 14:45

Hversu há er upplausn mannsaugans?

Augað virkar ekki á sama hátt og myndavél, en ef við gætum einbeitt sjóninni að öllu sjónsviðinu í einu væri upplausnin hátt í 600 megadílar. Er hægt að mæla skerpu sjónarinnar í dílum eins og gildir um stafrænar myndavélar? Hæfni mannsaugans til að greina sundur tvo punkta er skilgreind sem horn þar eð skerpan fer eftir fjarlægðinni milli augna og hlutar. Þetta horn er um 0,005 gráður og við getum því aðgreint 200 punkta á einnar gráðu bili.
06.sep. 2017 - 11:00 Kynning

Heilsaðu haustinu mjúkri röddu: Vilt þú vinna kassa af Voxis?

Er ekki kominn tími til að hætta þessum endalausu hóstaköstum? Í tilefni þess að haustið er nú gengið í garð hér á Fróni ætlar Pressan í samvinnu við SagaMedica að gefa fimm heppnum lesendum kassa af Voxis hálstöflum. Þann 12. september drögum við svo út fimm heppna vinningshafa og látum þá vita. Taktu þátt!
05.sep. 2017 - 14:50 Kynning

Öryggismyndavélar frá Boðtækni: Eina sem þú þarft er þráðlaust net

Myndavélarnar eru mjög notendavænar og auðveldar í notkun. Boðtækni býður upp á mjög góðar þráðlausar háskerpumyndavélar frá Zmodo. Þessar myndavélar eru gríðarlega vinsælar og auðveldar í notkun. Um er að ræða nokkrar gerðir af wifi myndavélum sem hægt er að koma fyrir hvar sem er, til að fylgjast með hverju sem er. Það eina sem þarf er rafmagnstengill og þráðlaust net.
01.sep. 2017 - 14:30 Kynning

Tölvutek 11 ára: Afmælisveisla á heimsmælikvarða – og þér er boðið!

Þér er boðið í veislu! 11 ára afmælisveisla Tölvuteks verður flautuð á laugardaginn 2. september kl. 12:00 í Hallarmúlanum. Þennan sama dag í fyrra mættu þúsundir fólks í 10 ára afmæli Tölvuteks og tóku þátt í einstökum viðburði sem að sjálfsögðu verður endurtekinn í ár. Kynntu þér dagskrána hér!
01.sep. 2017 - 10:00 Kynning

Loksins gæludýraverslun í Vesturbæinn: Gæludýr.is opnar sína fjórðu verslun – Opnunarhátíð á laugardaginn

„Við verðum með fullt af opnunartilboðum, þrautabraut fyrir hundana, vörukynningar fyrir hunda sem geta fengið að smakka og svo ætlar grillvagninn frá Veisluspjóti að grilla pylsur ofan í tvífætlingana. Ennfremur verða happadrætti og alls konar húllum hæ.“

31.ágú. 2017 - 10:50 Kynning

geoSilica á kynningarafslætti alla Ljósanótt

Nýju vörurnar frá geoSilica Nýverið hefur geoSilica þróað þrjár nýjar vörur þar sem íslenskur kísill er sem fyrr í aðalhlutverki. Þessar vörur eru nú komnar í sölu og það á kynningarafslætti til 17. september. Um er að ræða Renew, Repair og Recover en allar hafa þessar vörur mismunandi virkni.
31.ágú. 2017 - 10:15 Kynning

Brauð & co: Grundvallarforsenda fyrir góðum degi

Eitt heitasta fyrirtækið í bakarísbransanum í dag er Brauð & co. Frá því fyrsta bakaríið var opnað á Frakkastíg í miðbæ Reykjavíkur í fyrra, hafa tvö önnur Brauð & co bakarí risið. Fyrirtækið opnaði þar á meðal nýjan stað í Mathöllinni á Hlemmi á dögunum og hefur staðnum verið afar vel tekið.
30.ágú. 2017 - 16:40 Kynning

Jómfrúin: Kantine smörrebröd og hin heilaga þrenning

„Okkur finnst gaman að leika okkur hér á Hlemmi og spila eftir eyranu. Við erum ekki með neinn matseðil, erum bara með stóran kæli sem við fyllum á og seljum úr. Í smurbrauðsfræðunum heitir þetta kantine smörrebröd, þetta er tilbúið þegar það er keypt, en niðri í Lækjargötu erum við meira að matreiða fyrir hvern og einn viðskiptavin eftir pöntun.“
30.ágú. 2017 - 11:40 Kynning

Þá var kátt í höllinni: Te og kaffi Micro Roast

Það hefur heldur betur verið kátt í Mathöllinni að undanförnu. Þar opnaði Te og kaffi nýjan Micro Roast stað þar sem tilraunagleði og kaffinördismi eru allsráðandi, ásamt hækkuðu þjónustustigi í vali á kaffipökkum og drykkjaúrvali.
29.ágú. 2017 - 16:17 Kynning

Bánh Mí: Ekta víetnamskar samlokur slá í gegn

„Það er frábært að vinna í Mathöllinni. Það er svo einstakt andrúmsloft hérna, tónlistin er frábær og þetta er staður þar sem fólk kemur saman," segir Anna María Trang Davíðsdóttir hjá víetnamska staðnum Bánh Mí.
18.ágú. 2017 - 10:20 Kynning

Vogir og vönduð framleiðslukerfi frá Boðtækni

Boðtækni ehf er rótgróið og framsækið tæknifyrirtæki. Boðtækni ehf er rótgróið og framsækið tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í lausnum á sviði límmiða og öllu því sem þeim fylgja. Hvort sem um er að ræða miðana sjálfa, prentara, hugbúnað eða skanna. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á góða og vandaða þjónustu fyrir einstaklinga jafnt sem fyrirtæki, Boðtækni býður gæðavörur á samkeppnishæfu verði. Fyrirtækið hefur verið starfrækt frá upphafi árs 2002 og hefur því mikla reynslu á þessu svið.
15.ágú. 2017 - 18:00 Þorvarður Pálsson

Johnny Depp skellti sér í sjóræningjagallann og gladdi börn á sjúkrahúsi - Myndir

Jack Sparrow virðir fyrir sér þyrilsnældu ungs drengs. Bandaríski stórleikarinn Johnny Depp hefur á löngum ferli leikið ófáar eftirminnilegar persónur en á síðari árum er óhætt að segja að enginn hafi öðlast viðlíka vinsældir og sjóræninginn drykkfelldi Jack Sparrow, sem fyrst kom fram á sjónarsviðið í Pirates of the Caribbean árið 2003. Depp skellti sér í búning Sparrow og heimsótti sjúkrahús nokkuð í Vancouver í Kanada fyrr í dag við ómælda ánægju þeirra barna sem þar dvelja.
15.ágú. 2017 - 11:42 Kynning

Helmingur allra rafmagnsbíla frá Heklu: Outlander PHEV vinsæll

MMC Outlander PHEV. 328% söluaukning varð á Mitsubishi Outlander PHEV fyrstu sex mánuði þessa árs borið saman við sama tímabil í fyrra og er óhætt að fullyrða að Mitsubishi hafi enn og aftur slegið í gegn hjá Íslendingum.
04.ágú. 2017 - 01:16 Kynning

Arna ís & kaffibar: Fullkomin leið til þess að enda góðan göngutúr

Arna ís & kaffibar opnaði 5. nóvember í fyrra á Eiðistorgi. „Síðan þá hafa viðskiptin verið að aukast jafnt og þétt, og sérstaklega í sumar. Það eru mjög margir sem fara í kvöldgöngur í kringum nesið enda er þar einstök náttúrufegurð. Svo enda margir á því að fá sér ís eða kaffi hér í Arna ís & kaffibar. Þetta er náttúrulega alveg fullkomin leið til þess að enda góðan göngutúr,“ segir Arna María Hálfdánardóttir, framkvæmdastjóri Arna ís og kaffibar. Þess má geta að alla miðvikudaga er tveir fyrir einn af bragðarefum hjá Arna ís & kaffibar!

03.ágú. 2017 - 18:19 Kynning

Álfurinn í Kopavogi: Góður matur og enn betri ís

Þær eru orðnar sjaldséðar sjoppurnar á Höfuðborgarsvæðinu en ein af þeim eftirstandandi er Álfurinn í Kópavogi. Hann Hákon, eigandi Álfsins til fimm ára, hefur staðið þar vaktina og unnið það þakkláta starf að selja dösuðum sundlaugargestum og nemendum Kársnesskóla dæmigerðan og ljúffengan sjoppuvarning. Þar má fram telja dýrindis SS pylsur, gómsæta hamborgara, sælgæti, snakk, og síðast en ekki síst, klassískan Kjörís með ýmsu girnilegu meðlæti.

03.ágú. 2017 - 14:18 Kynning

Ísbúð Vesturbæjar: Á vörum Íslendinga síðan 1971

Ísbúð Vesturbæjar er án efa ein frægasta ísbúð Reykavíkur. Þekktastir eru þeir fyrir „gamla ísinn“ sem hefur verið á vörum landsmanna síðan fyrsti afgreiðslustaðurinn var opnaður árið 1971 á Hagamelnum í Reykjavík. „Í dag eru afgreiðslustaðirnir orðnir hvorki meira né minna en sex, sem ber vitni um gífurlegar vinsældir íssins frá Ísbúð Vesturbæjar. Það er líka alltaf fullt út úr dyrum í öllum veðrum hjá okkur,“ segir Kristmann Óskarsson, framkvæmdastjóri Ísbúðar Vesturbæjar.

03.ágú. 2017 - 14:02 Kynning

Ísbúð Breiðholts: Klassískur ís í Hraunberginu

Í Hraunberginu á milli sundlaugarinnar og Fjölbrautaskólans í Breiðholti er að finna vel staðsetta ísbúð, Ísbúð Breiðholts. Þar má yfirleitt hitta fyrir ferska nýlaugaða sundlaugagesti og svanga menntaskólanema sem úða í sig gómsætum rjómaís í ýmsum útfærslum. „Ætli þetta sé ekki svona stærsti kúnnahópurinn auk fólksins úr hverfinu sem kemur hingað að fá sér ís og annað sem fæst hér,“ segir Linda eigandi Ísbúðar Breiðholts.
02.ágú. 2017 - 15:39 Kynning

Alltaf ferskur ís hjá Ísgerðinni Akureyri

Ísgerðin á Akureyri hefur verið að ryðja sér til rúms sem ein fjölbreyttasta ísbúð Norðurlands. Þar fæst allt svalt á milli himins og jarðar og má þar fá bæði ljúffengan jógúrtís í sjálfsafgreiðslu og mjúkan klassískan mjólkur- og rjómaís. Þar er einnig að finna eitt flottasta kúluísborðið þó víða væri leitað, þar sem boðið er upp á kúluís í ýmsum bragðtegundum. Þar eru einnig ljúffengir vegan og sykurlausir valkostir. Svo fæst bæði gómsætur ís úr skyri sem og laktósafrírri mjólk.

02.ágú. 2017 - 15:21 Kynning

Skalli: Goðsagnakennd ísbúð

Skalli er eflaust ein goðsagnakenndasta ísbúð Reykjavíkur enda hefur hún verið starfrækt í fjölda ára. Skalli hóf starfsemi sem sjoppa og ísbúð í Lækjargötu árið 1973 og fékk nafn sitt frá uppátektarsömum menntaskólanemum, þar sem sjoppan var rekin af sköllóttum manni. Nú er Skalli í eigu Jóns Magnússonar sem hefur rekið ísbúðina um árabil.

30.júl. 2017 - 12:00 Þorvarður Pálsson

8 ára drengur safnaði fyrir nýjum hjólastól handa besta vini sínum

Þeir félagar Paul og Kamden. Þegar þeir Paul Burnett og Kamden Houshan hittust í leikskóla varð þeim fljótt til vina enda deildu þeir áhuga á ofurhetjum og að gera kjánaleg myndbönd. Það sem flestir taka eftir þegar þeir sjá Kamden er að hann er í hjólastól en það hefur aldrei skipt Paul neinu máli fyrr en hjólastól Kamden fór að vefjast fyrir honum í leik og starfi. Þá greip Paul til sinna ráða.
30.júl. 2017 - 09:00 Þorvarður Pálsson

Kanínur björguðu sér úr flóði með frumlegum hætti – Myndband

Fyrir skömmu varð mikið flóð á Otago svæðinu á Suðurey Nýja-Sjálands. Þar í landi má finna mikið magn sauðfjár og flæddi meðal annars yfir tún nágranna bóndans Ferg Horne sem stundað hefur landbúnað í 50 ár. Þegar Horne fór að athuga með fjörtíu kindur nágrannans kom hann auga á nokkuð sem hann hafði ekki séð á sinni löngu ævi og náðist atvikið á myndband.
29.júl. 2017 - 09:00 Þorvarður Pálsson

Köttur sem hafði gengt embætti bæjarstjóra í tæp tuttugu ár allur

Stubbs á góðri stundu í fyrra. Árið 1998 kusu íbúar smábæjarins Talkeetna í Alaska sér kött sem bæjarstjóra. Hinn gulleiti Stubbs gegndi embættinu með miklum sóma allar götur síðan en hefur nú kvatt þennan heim eftir langa ævi en hann varð 20 ára og þriggja mánaða gamall. Hinn fjórfætti og loðni bæjarstjóri laðaði ferðamenn til bæjarins en þar búa 900 manns. Ekki er búið að ákveða hver tekur við embætti bæjarstjórans en að sögn eiganda Stubbs er einn kettlingur í þeirra eigu reiðubúinn að feta í fótspor Stubbs.
28.júl. 2017 - 19:00 Þorvarður Pálsson

Keypti sér 27 milljón króna Ferrari – Var búinn að klessukeyra hann klukkustund síðar

Ferrari 430 Scuderia. Það tók hann aðeins klukkustund að stúta nýja sportbílnum. Ökumaður í Suður-Yorkshire á Englandi er með sært stolt og léttari pyngju eftir að hafa gjöreyðilagt glænýja Ferrari bifreið sína sem hann hafði fest kaup á einungis klukkstund áður en hann rústaði honum. Hann getur huggað sig við það að hann slapp án þess að slasast alvarlega.
25.júl. 2017 - 19:00 Þorvarður Pálsson

Ný auglýsing KFC vekur hörð viðbrögð – „Ef þetta lætur þig vilja borða kjúkling ertu geðsjúklingur“

Frábær ný auglýsingaherferð eða algjörlega misreiknað klúður? Skyndibitarisinn KFC er í miklu uppáhaldi hjá mörgum Íslendingum en keðjan var sú fyrsta af stóru bandarísku skyndibitakeðjunum til að opna hér á landi og er óhætt að segja að vinsældir hennar séu miklar. Fyrir skömmu hóf KFC í Bretlandi nýja auglýsingaherferð sem er óhætt að segja að fari misvel í fólk.
25.júl. 2017 - 16:00 Þorvarður Pálsson

Heimsþing jólasveina haldið í Kaupmannahöfn – Láta ekki veðurblíðuna stöðva sig

Það er sannarlega hásumar í Danaveldi en það stoppar ekki jólasveina víðsvegar að úr heiminum í að sækja höfuðborgina Kaupmannahöfn heim. Þar hittast jólasveinarnir á árlegum heimsþingi sínu þessa dagana, World Santa Claus Congress en þetta er í 60. árið sem það er haldið. Sveinarnir láta ekki veðurblíðuna sem nú gælir við frændur vora Dani koma í veg fyrir að þeir klæðist hefðbundnum jólasveinaklæðnaði.
22.júl. 2017 - 12:00 Þorvarður Pálsson

Sjálfan olli meira en 20 milljón króna skemmdum - Myndband

Fólk leggur ýmislegt á sig fyrir réttu myndina en það er vissara að fara varlega þegar stillt er upp. Konu nokkurri sem reyndi að taka sjálfu við listaverk tókst ekki betur upp en svo að hún datt aftur fyrir sig með þeim afleiðingum að hún olli tugmilljón króna skemmdum í listagalleríi nokkru í Los Angeles borg í Bandaríkjunum.
20.júl. 2017 - 16:20 Kynning

Atomstation vinnur nýja plötu með fyrrum upptökustjóra Ramones: „Partívænt rokk og ról“

Atomstation vinnur að nýrri plötu. Hljómsveitin Atomstation var að senda frá sér lagið Ravens of Speed, sitt fyrsta í 9 ár. Bandið vinnur nú að sinni þriðju breiðskífu sem tekin var upp í Cassette Recordings í Los Angeles í samvinnu við Scott Hackwith fyrrum upptökustjóra Ramones. Skífan mun bera nafnið Bash og er væntanleg á næstu mánuðum.
20.júl. 2017 - 15:45 Kynning

Úlfur Úlfur Úlfur: Fyrsti íslenski Triple IPA-bjórinn kominn á markað

Vínbúðirnar og Fríhöfnin í Keflavík hefja í dag sölu á bjórnum Úlfur Úlfur Úlfur Nr.50 frá Borg Brugghúsi. Bjórinn er merkilegur fyrir þær sakir að hann er fyrsti íslenski bjórinn í stílnum Triple IPA og hafa íslenskir bjóráhugamenn beðið hans með mikilli eftirvæntingu undanfarnar vikur.
19.júl. 2017 - 22:00 Þorvarður Pálsson

Öryggisvélmenni batt enda á eigið „líf“

Knightscope K5. Vélmennavæðingunni fleytir fram og óttast margir að innan fárra ára verði mörg störf unnin af vélmennum í stað mannfólks. Sú þróun gengur hins vegar ekki snurðulaust fyrir sig líkt og saga af öryggisvélmenni nokkru sem stóð vaktina í Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna. Vélmennið virðist hafa fengið nóg af starfinu og ákveðið að binda enda á þetta allt saman.