28. mar. 2010 - 14:00Marta María

Heimsins besta eplakaka – UPPSKRIFT

Eplakakan hennar ömmu bragðast alltaf jafn vel.

Eplakakan hennar ömmu bragðast alltaf jafn vel. Mynd: Marta María

Allar alvöru húsmæður þurfa að kunna að baka góðar eplakökur. Hér kemur uppskrift úr smiðju ömmu minnar sem klikkar aldrei. Hún er einföld, fljótleg og sjúklega góð.

300 g smjör
300 g hveiti
300 g sykur
3 egg
1 ½ tsk lyftiduft
2 græn epli
Kanill eftir smekk

Smjörið er látið standa í svolitla stund uppi á borði áður en það fer í hrærivélaskálina. Þá er það þeytta saman við sykurinn og eggin. Svo er hveitinu og lyftiduftinu blandað saman við.

Smyrjið form og hellið deiginu í það. Þá eru eplin afhýdd og skorin í sneiðar. Þeim er raðað ofan á deigið. Stráið kanilnum yfir.

Bakið í 25-35 mínútur við 180 gráður.