18. des. 2009 - 16:00Marta María

Jólagjafahugmyndir fyrir þá sem allt eiga – MYNDIR

Gjafakort í Turninn er góð gjöf.

Gjafakort í Turninn er góð gjöf.

Það getur valdið miklu stressi að reyna að slá í gegn með réttu jólagjöfunum. Sérstaklega handa þeim sem allt eiga af öllu. Þá er um að gera að nota hugmyndaflugið. Gott er að hafa það hugfast að jólagjafir þurfa ekki að kosta hvítuna úr augunum og það er sjarmerandi að fá heimatilbúna gjöf.

Taktu þig til að útbúðu gourmet jólagjafir. Bakaðu brauð eða kökur og pakkaðu falleg inn. Það er alltaf  gaman að fá heimatilbúnar sultur, mauk og annað góðgæti sem gott er að gæða sér á yfir hátíðarnar.

Lærðu að prjóna og gefðu handprjónaða vettlinga eða sokka.

Ef þú hefur engan tíma til að útbúa huggulegt góðgæti er hægt að fara aðrar leiðir. Gefðu gjafakort á veitingastaði. Að gefa gjafabréf í “brunch” í Turninum er góð gjöf. Það er mikil stemning að klæða sig upp og fara með þeim sem manni þykir skemmtilegir og njóta góðra veitinga með útsýni yfir borgina. Einnig er notalegt að gefa gjafakort á ítalska veitingastaðinn Pisa í Lækjargötu.

Gefðu bækur. Ef viðkomandi er ekki lestrarhestur má velja öðruvísi bækur. Dagbókin, Konur eiga orðið allan ársins hring, er frábær gjöf fyrir annasamar nútímakonur.

Út er komin bók um verk og feril Kristins E. Hrafnssonar sem hefur tekið þátt í að móta umhverfi borgar og sveitar með ísmeygilegum, ljóðrænum, húmorískum og heimspekilegum spurningum um stað og tíma. Verk hans má finna á mörgum fjölförnustu stöðum landsins, s.s. Kringlunni, IKEA, Laugavegi, Austurstræti og Akureyri. Bókin fæst hjá Crymogeu á Barónsstíg 27.

Gefðu góða lykt. Hver vill ekki að heimilið ilmi af vanillu eða kanil? L'Occitane er með æðisleg ilmkerti og ilmstangir í huggulegum glervösum. Með ilmstöngunum er hægt að stýra því hvort lyktin er sterk eða veik. Ilmkertin frá Make Up Store ilma líka unaðslega. Þau eru fáanleg í mörgum ilmtegundum og eru umbúðirnar svartar og svalar.

Ef ástvin þinn hefur ætíð dreymt um að spila á gítar má bjarga málunum án mikillar fyrirhafnar. Gefðu honum/henni gítartíma á netinu. Árangurinn mun ekki láta á sér standa.

Gjafakort í leikhúsin eru klassísk og slá alltaf í gegn. Ekki er verra ef þú býðst til að fara með viðkomandi á sýningu og gera eitthvað úr kvöldinu.

Svo má alltaf bjarga sér með góðum gjöfum eins og handáburði, kremum, olíum og ilmvötnum. Það klikkar ekki. Skartgripir setja punktinn yfir i-ið.

Left Right