04. jún. 2012 - 10:45Gunnar Bender

Veiðiskapurinn og útiveran

,Ég var að byrja," sagði Gyða Guðmundsdóttir sem var einn af þeim fjölmörgu sem lögðu leið sína á Þingvelli um helgina til að veiða. En hún var fljót að setja í bleikju við Ögursnáðan á Þingvöllum, þriggja punda fallega bleikju. Skömmu seinna veiddi hún aðra bleikju, heldur minni. ,,Veiðiskapurinn er svo skemmtilegur og útiveran ekki síður," sagði Gyða og hélt áfram að kasta flugunni. Fiskurinn var við en ekki í tökustuði.

 

Mynd. Það var fallegt við Þingvallavatnið í gærkvöldið eins og myndin ber með sér.

 
(26-31) Miana: Hrein upplifun - maí 2016
29.maí 2016 - 11:24 Gunnar Bender

Veiðifélagið er ný veiðibúð

Veiðifélagið er glæný veiðibúð sem hefur opnað í Nethyl 2c í Reykjavík. Veiðifélagið er með glæsilegt úrval af veiðivörum frá vörumerkinu Scierra ásamt fleiri vörumerkjum eins og td. Ron Thompson, Savage Gear, Pro Logic, Okuma, Eiger, Water Wolf og Lenz Optics.

Þar er að finna búnað allt frá spúnaveiði yfir í háklassa fluguveiðibúnað ásamt skotveiðifatnaði. Mest af úrvalinu er frá Scierra en eitthvað í boði frá hinum merkjunum líka.

Að sögn eigenda vilja veiðimenn fá góða þjónustu, gott verð, og góðar vörur og þess vegna höfum við lagt sérstaka áherslu á persónulega reynslu og þekkingu á vörunum sem við seljum. Nýverið fengum við til okkar stanga- og línu yfirhönnuðinn Mathias Lilleheim hjá Scierra til að leiða okkur inn í sannleikann um nýju Scierra línuna.

Við vorum mjög ánægðir með það frábæra veganesti sem hann gaf okkur og getum við nú miðlað þeirri kunnáttu áfram til okkar viðskiptavina. Lenz Optics eru veiðigleraugu í hágæða flokki, glerin eru hönnuð af Zeiss, umgjarðirnar eru afskaplega léttar, úrvalið er mikið og og virkilega flott. Eitthvað sem ekki hefur sést áður! Sérstakt kynningarverð er núna á gleraugunum sem vert er að skoða.

29.maí 2016 - 11:20 Gunnar Bender

Þetta var meiriháttar

Veiðin á Ósasvæðinu í Laxá á Ásum hefur verið góð og núna í morgun var Oddur Hjaltason þar við veiðar og var búinn að fá fína veiði á stuttum tíma, flotta fiska Og Atli Bergmann var deginum áður og fékk fína veiði líka.

,,Þetta var meiriháttar, veiddum 7 fiska og misstum nokkra,“ sagði Atli Bergmann og bætti við að stærsti fiskurinn hefði verið10,5 pu

 

27.maí 2016 - 08:39 Gunnar Bender

Vorhátíð fyrir alla veiðimenn

Að loknum löngum vetri blæs Stangveiðifélag Akureyrar til vorhátíðar við Leirutjörn sunnudaginn 29.maí frá eitt til fjögur. Vörukynning frá nýrri veiðiverslun á Akureyri Veiðiríkinu og flott tilboð í tilefni dagsins.

,,Pálmi Gunnarsson sýnir byrjendum fyrstu handtökin í flugukasti og þeim sem lengra eru komnir í flugu kastlistinni nokkrar útfærslur af spesköstum á einhendu og tvíhendu,“ sagði Guðrún Una Jónsdóttir formaður Stangaveiðifélags Akureyrar í samtal við Veiðipressuna.

Flugukastkeppni verður haldin og vegleg verðlaun í boði. Stjórnarmeðlimir félagsins kynna veiðisvæði félagsins og ný opnaðan söluvef félagsins, Veiðitorg.

,,Grillaðar pylsur og drykkir verða á boðstólnum Láttu sjá þig á bökkum Leirutjarnar á sunnudaginn,“ sagði formaðurinn með veiðiglampa.
26.maí 2016 - 14:01 Gunnar Bender

Ekkert sést ennþá sama hvað er horft

Laxinn er kominn víða  eins og Laxá í Kjós, Grímsá, Þverá. Kjarrá og Norðurá allavega. Lax hefur sést á nokkrum stöðum í Norðurá í Borgarfirði og þar byrjar laxveiðin fyrst 4. júní.

Margir hafa kíkt í Elliðaárnar en ekkert séð ennþá, skoðað var á Breiðuna og Fossinn í gær en lítið sást nema nokkrir urriðatittir. Það styttist örugglega í að fyrsti laxinn láti sjá þig í Elliðaánum en veiðin byrjar 20.júní ánni og það verður Reykvíkingur ársins sem opnar ána með borgarstjóranum Dag B Eggertssyni  og fleira liði.

24.maí 2016 - 21:44 Gunnar Bender

Tveir að veiða og fjórir fuglar

Það var rólegt við Elliðavatnið í gærkveldi, aðeins tveir veiðimenn voru að veiða og fjórir fuglar sáust. Veiðin hefur verið sæmileg síðustu daga eftir frekar rólega byrjun.

,,Ég var um daginn og veiddi nokkra bleikjur, sæmilegar,“ sagði veiðimaður sem var veiðar í vatninu fyrir fáum dögum.,, Það hefur ekkert verið hlýtt og það dregur  úr veiðimönnum að renna fyrir fisk,“ sagði veiðimaðurinn ennfremur.

Tveir veiðimenn og fjórir fuglar er kannski ekki slæmt, fiskurinn vakti en vildi ekki taka, svona er þetta bara stundum í veiðinni.

Mynd. Tveir veiðimenn.   G.Bender

 

23.maí 2016 - 17:16 Gunnar Bender

Veiðikofinn nýr veiðiþáttur á RÚV

Tökur eru hafnar á nýjum veiðiþætti á Ríkissjónvarpinu, sem sýndur verður sumarið 2017, með bræðurna  Gunnar og Ásmund Helgasyni fremsta í flotti,  í nýjum veiðiþætti sem heitir Veiðikofinn. 

RÚV hefur ekki áður boðið uppá svona þætti og verður spennandi að sjá afraksturinn.

Þeir bræður hafa áður gert veiðiþætti og eru öllum hnútum kunnugir. Eins og áður segir hófust tökur núna fyrir helgina norður í Skagafirði segja okkar heimildir.

Veiðikofinn fjallar um þá bræður sem fengu Hörð Birgir Hafsteinsson veiðimann með sér í fyrsta þáttinn og gengu tökur og veiðin líka.

23.maí 2016 - 17:11 Gunnar Bender

Óperusöngvarar opna Norðurá í ár

,,Það verða þeir Kristinn Sigmundsson og Kristján Jóhannsson sem munu opna Norðurá í ár, nánar tiltekið 4 júní klukkan 8, degi fyrr en venjulega,“ sagði Einar Sigfússon er við spurðum hverjir opni Norðurá í Borgarfirði þetta árið.

Í fyrra voru það Björgvin Halldórsson og Bubbi Morthens, svo söngurinn ræður ríkjum við opnun árinnar aftur og aftur. Eins og við greindum frá hérna neðar á síðunni er laxinn mættur í Norðurá.

,,Já, menn eru búnir að sjá laxa á nokkrum stöðum,“ sagði Einar ennfremur.

23.maí 2016 - 09:23 Gunnar Bender

Fyrstu laxarnir komnir í Norðurá

Það styttist í að Norðurá í Borgarfirði opni en það verður 4.júní eins og við greindum frá fyrir mörgum vikum síðan. En fyrsti laxinn er kominn í Norðurá og sá sást fiskurinn á Stokkhylsbrotinu.

Líklega má telja að fleiri fiskar komnir á svæðið. Fyrstu laxarnir eru komnir í Þverá og okkar maður var við Grímsá fyrir skömmu og sá fisk við Laxfossinn.

 

23.maí 2016 - 09:20 Gunnar Bender

20 punda bolti á Þingvöllum

Veiðin hefur verið góð á Þingvöllum á flestum svæðum. Nils Flomer Jorgensen  veiddi í gærdag 20 punda fisk á Ionsvæðinu.

Veiðimaður sem við hittum  í Vatnsvíkinni var búinn að veiða nokkra flotta fiska. Bæði urriða og bleikjur.

Mynd. Nils Flomer með 20 punda fiskinn á Þingvöllum.

 

22.maí 2016 - 11:32 Gunnar Bender

Ágæt mæting á vorhátíð veiðimanna

Ágæt mæting var á vorhátíð veiðimanna hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur um helgina í Elliðaárdalnum, steinsnar frá Elliðaánum. Boðið var uppá ýmislegt fyrir veiðimenn á öllum aldri, gengið með Elliðaánum
með Ásgeir Heiðar manninum sem þekkir ána einkar vel. Ekki sást samt fyrsti lax sumarsinsí  ánni í þessum labbitúr. Og Jóhannes Sturluson fræddi menn og konur  um lífríki Elliðaána og fleiri góðgæti var í boði.

,,Þetta var bara fínt, þó nokkuð af liði og eitthvað að borða, pylsur og kók,“ sagði Jón Skelfir Ársælsson um stöðuna á svæðinu. Veiði og matarlega.

19.maí 2016 - 10:56 Gunnar Bender

Veiðin gengið vonum framar í Tungulæk

,,Veiðin hefur gengið vonum framar  og núna eru komnir um 700 fiskar á land í Tungulæknum sem verður að mjög  teljast gott,“ sagði Valur Blomsterberg er við hittum hann og heyrðum veiðistöðuna.

,,Fiskurinn hefur veiðst vítt og breitt um lækinn, en nokkrir staðir eru bestir. Veiðimenn hafa verið að fá fína veiði og væna fiska, það er mikið af fiski í læknum. Var við lækinn fyrir nokkrum dögum og það
var fiskur að vaka um allan læk í logninu,“ sagði Valur ennfremur.

19.maí 2016 - 09:28 Gunnar Bender

Það á að reyna á nokkrum stöðum í sumar

,,Það er bleikja hérna en þær taka grannt, missti þrjár á stuttum tíma,“ sagði Jón Skelfir Ársælsson sem var á veiðislóðum í Breiðdal með öðrum köppum.

,, Hérna er gaman að veiða, þó bleikjan sé stundumtreg og takan stendur stutt yfir. Mér líst bara vel á veiðisumarið, það á að reyna á nokkrum stöðum. Veiðin er alltaf jafn skemmtileg og maður veit aldrei hvernig veiðin gengur,“sagði Jón Skelfir og hélt áfram að kasta flugunni. Hans tími myndi koma.

Mynd. Jón Skelfir á bleikjuslóðum við Breiðdalsá fyrir fáum dögum.  Mynd G.Bender

 

18.maí 2016 - 22:38 Gunnar Bender

Á ekkert að gera til bjargar frægustu sjóbirtingsánum

Svo virðist sem lítið sem ekkert sé í gangi með frægustu sjóbirtingsár  landsins við Kirkjubæjarklaustur, árnar eru vatnslitlar og sumar hreinlega á þurru. Aðgerðir til að ganga í málið er fálmkenndar og virðast virka lítið

,,Ég var fyrir austan í dag og ég sé ekki að neitt sé í gangi til að bjarga frægustu sjóbirtingsám landsins. Þetta er þurrt eins og verstu drullupollar,“ sagði veiðimaður sem var allt annað en ánægður með stöðu mála fyrir austan.

,,Grenlækurinn er þurr á stórum hluta og ekkert skeður, sjóbirtingurinn og bleikja munu  verða fyrir stórskaða ef ekkert verður gert  mjög fljótlega,“ sagði veiðimaðurinn ennfremur.


18.maí 2016 - 22:29 Gunnar Bender

Ein og ein bleikja að gefa sig

,,Jú, ég er búinn að fá fjórar bleikjur, tvær vel vænar,“ sagði Sigurð Oliver Stapels er við hittum hann við bleikjuveiði við brúna á Breiðdalsá, fyrir fáum dögum. En bleikjan hefur verið að gefa sig aðeins og hefur  Sigurð veitt þær flestar enda iðinn við kolann.

,,Bleikjan tók stutta stund og svo var þetta búið, hún er greinilega hérna en mætti taka betur,“ sagði Sigurð (Súddi) og hélt áfram að kasta flugunni. Fiskurinn vakti en tók ekki.

18.maí 2016 - 11:28 Gunnar Bender

Vorhátíð stangaveiðifélagsins

Laugardaginn næstkomandi, 21. maí, verður haldin Vorhátíð SVFR í Elliðaárdalnum við Rafstöðvarveg 14. Hátíðarhöldin hefjast kl 13:00 og lýkur um 15:00. Dagskráin er skemmtileg og léttleikandi. Snarkandi pylsur verða á grillinu og ískalt gos fyrir gesti.

10 áhugaverðar staðreyndir um Varmá.

Hnýtingarkennsla inn í sal.

Kastkennsla á túninu. Mathias Lilleheim yfirhönnuður Scierra, Veiðiflugur og Hilmar Jónsson kenna gestum að ná þessum extra 5 metrum. 

Jóhannes frá Laxfiskum spjallar við gesti og gangandi um lífríki Elliðaána. 

Gengið meðfram Elliðaánum í fylgd með reyndum leiðsögumönnum, farið verður yfir svæðið frá Ullarfossi og niður að sjó.

Happdrætti - Allir sem mæta í dalinn fá happdrættismiða. Dregið verður úr þeim miðum sem verða á staðnum. 

Tökum saman á móti vorinu og góða veðrinu með pylsu og gos á kantinum. 
Allir velkomnir, hlökkum til að sjá sem allra flesta.

17.maí 2016 - 20:14 Gunnar Bender

Flottur matfiskur úr Hraunfirðinum

Hraunsfjörðurinn hefur verið dytóttur í vor. Menn hafa verið að gera þokkalega veiði, jafnvel þó hitastigið hafi ekki verið nema 2 – 3 °C en þegar góðir dagar hafa komið og hitinn farið uppundir 10 °C þá hefur bleikjan svo sannarlega gefið sig.

Bjarni Júlíusson hefur verið duglegur að fara þarna í vor og gert góða veiði. Hann segir bleikjuna virkilega vel haldna, hún er úttroðin af marfló, frekar smárri. Svakalega flottur matfiskur.

Bjarni hefur verið að fá ágætan afla í hrauninu, aðeins austur af Mjósundabrúnni og eins á tanganum rétt norður af Búðavoginum.

Bleikjan hefur verið að taka Krókinn, Peacock, Marfló og þegar flugan hefur farið á kreik hefur Toppflugupúpan gefið. Þetta hafa verið fiskar frá 40 – 50 cm.

17.maí 2016 - 20:10 Gunnar Bender

Frábær byrjun á ósasvæðinu

Ósasvæði Laxár á Ásum opnaði dagana 14.-16. maí. Á land komu 22 laxfiskar, eða 1 lax, 5 bleikjur og 16 sjóbirtingar á bilinu 3-13 pund.

Stærsti birtingurinn var 81 cm og 13 pund..Á meðfylgjandi myndum er Grandi í ljósaskiptunum, jafnframt gjöfulasti veiðistaðurinn.

 

14.maí 2016 - 12:42 Gunnar Bender

Glaðir veiðimenn á Djúpavogi

,,Við fengum níu fiska í dag,“ sögðu þeir Theódór og Björgvin er við hittum þá við bryggjuna á Djúpavogi í gærkveldi með veiðistangirnar að vopni og búnir að landa nokkrum fiskum.

,,Við fengum einu sinni sjötíu fiska og það var gaman, þetta er fyrsta skiptið í sumar sem við reynum. Okkur finnst veiði skemmtileg," sögðu ungu veiðimennirnir á Djúpavogi og héldu heim. Næsti veiðitúr væri jafnvel á morgun eða hinn.

13.maí 2016 - 22:13 Gunnar Bender

Lax-Á framlengir samning í Blöndu og Svartá

Stangveiðifélagið Lax-Á hefur nýlega framlengt samning sinn við veiðifélag Blöndu og Svartár og mun því sjá um sölu veiðileyfa á ársvæðunum næstu fimm ár.

Samstarf Lax-á og veiðifélags Blöndu og Svartár nær allt aftur að aldamótum og þökkum við trausta og góða samvinnu í gegn um árin. Blanda hefur dafnað sérlega vel á tímabilinu og var metveiði í ánni sumarið 2015 eins og menn muna.

Við hjá Lax-Á munum áfram hlúa að ánni eins og best verður á kosið og höfum stigið fyrstu skrefin nú í sumar með örlítið hertari veiðireglum.

Við erum ákaflega ánægð með að fá að bjóða veiðimenn áfram velkomna á bakka Blöndu og Svartár sem eru eitt af betri veiðisvæðum á landinu. 

12.maí 2016 - 17:14 Gunnar Bender

Mortensen með flugukastsýningu á Klambratúni í kvöld

Henrik Mortensen mun verða með flugukastsýningu á Klambratúni (við Kjarvalsstaði) klukkan sjö í kvöld. Ef þið hafið áhuga á veiði eða bara að horfa á flugukastlistamann sýna listir sýnar endilega kíkið þið.

Með Henriki í för er annar góður kastari, Thomas Thaarup Laust er á flugukastnámskeið hjá Henrik á laugardaginn kl. 15:00 - 19:00  verð: 19.800 kr.