04. jún. 2012 - 10:45Gunnar Bender

Veiðiskapurinn og útiveran

,Ég var að byrja," sagði Gyða Guðmundsdóttir sem var einn af þeim fjölmörgu sem lögðu leið sína á Þingvelli um helgina til að veiða. En hún var fljót að setja í bleikju við Ögursnáðan á Þingvöllum, þriggja punda fallega bleikju. Skömmu seinna veiddi hún aðra bleikju, heldur minni. ,,Veiðiskapurinn er svo skemmtilegur og útiveran ekki síður," sagði Gyða og hélt áfram að kasta flugunni. Fiskurinn var við en ekki í tökustuði.

 

Mynd. Það var fallegt við Þingvallavatnið í gærkvöldið eins og myndin ber með sér.

 
14.apr. 2014 - 10:56 Gunnar Bender

Veiðikvöld í Dalnum

Veiðikvöld verður í Dalnum í kvöld, 14. apríl klukkan 20:00. Þar verður Langá á Mýrum gerð góð skil bæði á flugu og maðkveiði í ánni.

Ari Hermóður og Þorvarður Gísli munu kryfja helstu veiðistaði frá Sjávarfossi og upp að Sveðjufossi, og hvernig best er að veiða þá staði yfir hásumarið.
Kalli Lú mun síðan taka við og fara yfir ánna frá Bjargstrengjum og upp í Ármót og þá bæði með flugu og maðkveiði í huga.
Einnig verða kynntir lausir dagar í ánni fyrir áhugasama.

Herlegheitin fara fram eins og áður að Rafstöðvarvegi 14 og opnar húsið klukkan 20:00, heitt verður á könnunni og allir fróðleiksfúsir veiðimenn eru velkomnir.

12.apr. 2014 - 18:07 Gunnar Bender

Drápið á urriðanum í Þingvallavatni falið leyndarmál

,,Vatnið er stór og það er hægt að fá veiða víða í vatninu, veit allavega  veit um einn sem hefur veitt minnsta kosti 30 fiska í vetur og drepið þá alla. Það eru fleiri svona dæmi.  Þetta gengur bara alls ekki.Menn hafa heldur ekkert við þessa fiska að gera,“  sagði veiðimaður sem ætlar að byrja að veiða í vatninu núna 20.apríl með flugurnar sínar sem hann hefur hnýtt í vetur.

Hann ætlar að bjóða urriðanum uppá nýjar flugur og sleppa þeim öllum. Veiðimenn bíða spenntir eftir að byrja veiðina en drápið á stórurriðanum á hverju ári er vandamál. Menn hafa ekkert við þennan fiska að gera en líklega eru drepnir um 300-400 stórurriðar á hverju ári og jafnvel meira. Það er lítið talað um drápið á stórurriðanum á hverju ári, urriðanum fækkar og fækkar. Það hefur enginn að gera við fulla kistu af urriða, dauðum.

 

 

12.apr. 2014 - 17:58 Gunnar Bender

Fengu tuttugu og fimm í Tungufljóti

,,Þetta var frábær veiðitúr í Tungufljótið, hópurinn var góður og fengum við 25 fiska. fína fiska,“ sagði Hlynur Jónasson sem var að koma með hópi góðra veiðimanna af sjóbirtingsslóðum fyrir fáum dögum. En veiðiskapurinn hefur víða gengið vel og veiðimenn að fá góða veiði.

 ,,Við slepptum öllum fisknum nema tveir aftur,  geldfiskum. Það er skemmtilegt að veiða þarna,“ sagði Hlynur ennfremur.

Tungufljótið  hefur verið að gefa vel, fiskurinn er vel haldinn og þetta tekur hrollinn úr veiðimönnum fyrir sumarið.

 

 

08.apr. 2014 - 13:27 Gunnar Bender

Meðalfellsvatnið alltaf í smá uppáhaldi

,,Ég fór ásamt félaga mínum í tæpa þrjá tíma í kvöld í ágætis veðri og var við nokkra fiska, landaði tveimur, missti tvo og var var við fleiri,“ sagði Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem var við Meðalfellsvatn í gær.

 ,,Það er allur ís farinn af vatninu og voru fleiri við veiðar á sama tíma og voru þeir líka í fiski. Meðalfellsvatn er greinilega komið í gang og fiskurinn sem þarna var setti í var ekki stór, en hann var líflegur og sprækur og því ekkert nema bara tilhlökkun á komandi vikum að skreppa í fleiri vötn í nágrenni Reykjavíkur sem fara að opnast eitt af öðru. Meðalfellsvatn er alltaf í smá uppáhaldi, enda hefur mér oft gengið vel þarna og alveg klárt að það líður ekki langur tími í að ég skjótist af þarna aftur,“ sagði Hörður ennfremur.

 

07.apr. 2014 - 23:25 Gunnar Bender

Rambó klikkar ekki

Vignir Björnsson, eða Rambó eins og hann er kallaður, hefur margar fjörurnar sopið í skot -og stangveiði í gegnum tíðina . Fyrir nokkrum dögum skaut hann þessa minka við Hrútey við Blönduós en töluvert hefur verið um mink á svæðinu.

Rambó veiðimaðurinn snjalli hefur stundað veiðiskap til fjölda ára á fugl og fisk og þykir einkar laginn við veiðiskapinn.

Á myndinni sem Róbert Daníel tók er Vignir með minkana sem hann skaut á dögunum.

07.apr. 2014 - 07:45 Gunnar Bender

,,Veiðisumarið byrjar með látum hjá mér“

,,Það má með sanni segja að veiðisumarið 2014 hafi byrjað með látum hjá mér,“ sagði Elías Pétur Þórarinsson sem er búinn að veiða töluvert, þó veiðitíminn sé rétt byrjaður hjá flestum.

 ,, Ég var svo heppinn að fá að taka þátt í tilraunaveiði í Víðidalsá þar sem ég, ásamt öðrum flottum veiðimönnum, kíktum hvort að hægt væri að veiða sjóbirting og urriða á þessum tíma árs.

Það hafði viðrar afar vel í Víðidalnum daganna áður og því klaki farinn af nokkrum veiðistöðum. Ég veiddi fyrsta daginn ásamt veiði snillingunum Stjána Ben og Valgarði Ragnarssyni en þeir höfðu byrjað deginum áður og þá landað 10 vænum fiskum. Þeir sýndu mér þá staði þar sem þeir vissu um fisk og ekki leið að löngu þar til að hann var á! Á land kom fallegur geldfiskur, á að giska 5pund og ekki stoppaði fjörið þá.

Næsta dag voru Stjáni og Valli farnir í Skagafjörð, til að veiða í Húseyjarkvísl. Í þeirra stað komu þó aðrir snillingar, þeir Höskuldur Birkir og Róbert Daníel frá Blönduósi. Þeir veiddu einnig afar vel.  Þriðja daginn kom svo frændi minn, Ólafur Tómas, alla leið frá Reykjavík.

Fiskur var á öllum stöðum sem við reyndum og tók hann vel. Mest veiddum við af urriða en einnig slatta af sjóbirtingi og örfáa hoplaxa. Urriðarnir voru afar vænir en meðalstærðin var í kringum 55cm en sá stærsti hvorki meira né minna en 69cm! Fiskarnir fengust meðal annars í Harðeyrarstreng, Spegil, Faxa og Faxabakka. Þetta voru æðislegir dagar og greinilegt að vorveiði í Víðidalsá getur verið töfrum líkust. Áin er sú skemmtilegasta sem ég hef veitt og er mikið af fiski í henni og hann sterkur og vel á sig kominn. Spennandi tímar í Víðidalnum! " sagði Elías í lokin.

06.apr. 2014 - 01:04 Gunnar Bender

Yfir þúsund fiskar komnir á land fyrstu daga

,,Það var gaman í Litluá og fullt af fiski,“ sagði Stefán Ingvason, sonur Ingva veiðimannsins snjalla og bróðir Erlings veiðimann og tannlæknis á Akureyri, en hann var að koma úr mokveiði.

Veiðin hefur gengið víða vel, veiðimenn hafa fengið fína veiði og flotta fiska. Líklega hafa veiðst yfir þúsund fiskar fyrstu daga veiðitímans sem verður að teljast gott. Fiskurinn hefur líklega haldið sér lengur í ánni núna vegna kulda og ekki farið mikið niður úr ánum. Það kemur veiðimönnum til góða í byrjun. Tíðarfarið er gott, fiskurinn er fyrir hendi og það er fyrir mestu.
06.apr. 2014 - 00:57 Gunnar Bender

Mokveiði fyrstu dagana í Litluá í Kelduhverfi

Þetta var bara frábær og við fengum  140 fiskar, sagði Stefán Ingvason sem var að koma úr mokveiði úr Litluá í Kelduhverfi .

,, Sjö af þessum fiskum voru  yfir 70 cm og  margir á milli 60-70. Megnið staðbundinn urriði en minna af bleikju heldur en i fyrra. Svo var líka töluvert af sjóbirtingi og það varblíðskapar veður  allan tímann  meðan við vorum að veiða þarna,“ sagði Stefán eftir mokveiðina.

05.apr. 2014 - 13:23 Gunnar Bender

Geta veiðimenn beðið mikið lengur?

Það er nóg að gera í félagsstarfinu hjá Stangaveiðifélagi Hafnarfjarðar þessa dagana eins og reyndar fleiri félögum. Veiðisumarið er alveg að bresta á. Opin hús eru alla fimmtudaga hjá Hafnfirðingum en annað hvort eru menn að hnýta saman eða kíkja á kynningar sem haldnar eru reglulega.

Fyrir viku voru Gallerí Flugur í heimsókn og á opnu húsi á fimmudaginn sl. var Veiðihornið með kynningu með fullt af flottum vörum. Fín mæting var á bæði þessi kvöld og menn greinilega farnir að undirbúa sig fyrir sumarið, enda geta veiðimenn varla beðið lengur. Félagar fengu meðal annars að prófa stangir úti og nýttu sér það margir, enda veiðitímabilið byrjað á fullu  á sumum veiðisvæðum landsins.

 

04.apr. 2014 - 23:41 Gunnar Bender

Veiddu sex fiska en misstu fjóra

Veðurfarið hefur verið fínt síðustu dagana og veiðimenn hafa verið að fá góða veiði.  ,,Veiðimenn sem voru að veiða eftir opnunina í Minnivallarlæknum náðu 6 fiskum en misstu 4,, sagði Þröstur Elliðason en fiskurinn er farinn að gefa sig lænum og veðurfarið er gott til veiða þessa dagana.

,,Fiskana fengu mest kringum veiðihúsið  á Húsabreiðunni og í Stöðvarhylnum. Spáin er góð og fiskurinn er að gefa sig meira,, sagði Þröstur ennfremur.

04.apr. 2014 - 23:32 Gunnar Bender

Yfir tuttugu fiskar í opnun Tungufljóts

Opnunarhollið í Tungufljótinu gekk þokkalega en 24 fiskar veiddust og var stærsti fiskurinn 75cm birtingur sem fékkst neðarlega í Syðri Hólm. Aðstæður til veiða voru nokkuð krefjandi, nokkuð blés á menn síðari hluta ferðar. Eftir ágætis rigningar litaðist Tungufljótið seinnipart 2. apríl og hækkaði þokkalega í því.

02.apr. 2014 - 21:59 Gunnar Bender

Flottir fiskar á vísindaveiðum

Það er hægt að stunda vorveiði víða þrátt fyrir kulda og trekk. Fiskurinn er fyrir hendi það en þarf bara að sleppa honum aftur í ána, svoleiðis veiði var stunduð í Víðidalsá í gær og tókst ágætlega. Fiskurinn tók agn veiðimanna.

,,Við vorum við vísindaveiðar í Víðidalsá sem var að mestu undir ís á þeim stöðum sem okkur þótti líklegastir. En við veiddum í þrjá  tíma í Harðeyrarstreng og fengum þar tíu fiska, átta  urriða sem flestir voru í flottum holdum frá 40 – 65 cm. Einnig tvo hoplaxa ,“ sagði Stjáni Be, sem var að veiðislóðum í Víðidalsá í Húnvatnssýslu.

02.apr. 2014 - 21:07 Gunnar Bender

Völva spáir fyrir um veiðina í sumar

,,Þetta verður skrítið sumar, jú nóg vatn en fiskurinn hann er spurningarmerki, norður og austurlandið koma vel út. Veit ekki ekki með hina hluta landsins,“ sagði völva sem við hittum fyrir fáum dögum og hún verður  með okkur  hérna í veiðiþáttununum á næstunni og talar um veiðina og veiðihorfur næsta sumar. Og hún hélt áfram en var hugsi.

,,Þverá í Borgarfirði verður efst,  en Norðurá er spurningarmerki en mér sýnist vera mikið af nýjum veiðimönnum að veiða þarna í sumar.  Gamli hópurinn er farinn burtu af stórum hluta, þeir sem veiddu þarna mikið. Ytri og Eystri Rangá koma þarna rétt á eftir með góða veiði. Norður- og austurlandið eru sterk en stærsti laxinn veiðist í Laxá í Aðaldal.   Vatnsdalsá verður með stóra fiska  líka og Breiðdalsáin gæti gefið einn af þessum stóru, stóru löxum í sumar. Vopnafjörðurinn verður góður,“ segir Völvan og bíður með næstu skýringu.

 ,,Einhver net eru að þvælast þarna fyrir uppí Borgarfirði, þau eru ekki sett út,  en umræðan er í gangi langt frameftir sumri,“segir hún og er ennþá meira hugi.

 

02.apr. 2014 - 21:00 Gunnar Bender

Fullt af stórbleikju í Varmánni

Varmáin hefur byrjað með látum og fyrir hádegi var Halldór Gunnarsson og félagar á árbakkanum  og það var fjör. ,,Við erum að veiða á  tveimur stöngum í Varmá,“ sagði Halldór með hann á.

,,Áin er í þokkalegum gír og erum við búnir að landa 11 fiskum á morgunvaktinni og missa álíka mikið. Hinsvegar höfum við ekki séð mikið af sjóbirtingi en mikið af stórum bleikjum hinsvegar. Bleikjurnar hafa verið 55-60cm. 2 urriðar komnir á land og þar af einn 79cm,“ sagði Halldór og landaði fisknum.

Fjörið hélt áfram.  Við vonum að eftirmiðdagurinn verði jafn skemmtilegur og sá fyrir hádegi.

 


01.apr. 2014 - 15:12 Gunnar Bender

Fimm punda bleikja veiddist í Varmá

Veiðitímabilið á sjóbirtingi hófst í morgun en þá opnuðu nokkrar ár og má nefna Grímsá í Borgarfirði, Varmá í Hveragerði, Tungufljót og Tungulækur en þar veiddust strax fiskar í morgunsárið. Geirlandsá við Klaustur opnaði líka í morgun og þar eru þegar nokkrir fiskar komnir á land.

Varmá í Hveragerði gefur alltaf vel í byrjun og á því var engin breyting við opnunina í morgun. Þar veiddist fimm punda bleikja á peacook púpu. Síðan á stuttum tíma fimm fiskar til viðbótar.

 

01.apr. 2014 - 12:53 Gunnar Bender

Frábært veður - en ekki mikil veiði

,,Veðurfarið er frábært en vatnið ennþá kalt,“ sagði Kristín Reynisdóttir sem var að kasta flugunni við Vífilsstaðavatn í morgun, en veiðin hófst í vatninu snemma í morgun og var veðurfarið dýrðlegt í alla staði.

Það er ennþá töluverður ís á vatninu og það er kalt en þetta er allt að koma. Margir mættu á staðinn og einn af þeim var Ríkharður Hjálmarsson maðurinn sem varla leggur frá sér stöngina allt árið. Hvernig leggst sumarið í hann í veiðinni?

,,Þetta verður frábært sumar, betra en í fyrra,“ sagði Rikki og tók stöðuna við vatnið. Veiðimenn héldu áfram að kasta og kasta, jú fiskurinn var að vaka en tók ekki. Þetta kemur allt. Fyrstu fyrstu fiskar sumarsins eru komnir á land í Varmá, bleikjur og fyrir austan er birtingurinn byrjaður að taka og taka.
31.mar. 2014 - 10:42 Gunnar Bender

Þjóðverjar hafa áhuga á að veiða á Íslandi

,,Þetta gekk vel og margir höfðu áhuga að koma og veiða á Íslandi,, sagði Þröstur Elliðason hjá Veiðiþjónustunni Strengjum  sem var ásamt fleiri vöskum veiðisölumönnum á mikilli veiðisýningu í Þýskalandi núna um helgina, nánar tiltekið rétt hjá  München.

Þessi sýning er haldin á hverju ári og  þarna voru sölumennirnir Haraldur Eiríksson og Jón Þ Júlíusson frá Hreggnasa, Gísli Ásgeirsson sem selur með annars í Selá og Hofsá í Vopnafirði, Ari Hermóður Jafetsson frá Stangveiðifélagi Reykjavíkur og síðan var Orri Vigfússon á svæðinu með fyrirlestur um kvótakaup.

31.mar. 2014 - 10:26 Gunnar Bender

Sjóbirtingsveiðin byrjar á morgun

Í fyrramálið munu veiðimenn byrja veiðiskapinn á fullu eftir nokkurra mánaða stopp. En sjóbirtingsveiðin hefst  í fyrramálið eins og Grímsá í Borgarfirði, Leirá í Leirársveit, Varmá, Geirlandsá, Tungufljót, Tungulækur og  Litlá í Kelduhverfi svo einhverjar séu nefndar til sögunnar í byrjun.

Tíðarfarið hefur batnað verulega og veiðimenn eru með gleðitárin í augunum. Veiðin byrjar oft vel, fiskurinn er fyrir hendi og tekur agn veiðimanna. Aðal málið er að sleppa fisknum, fullar tunnur af fiski er löngu liðin tíð. Það var fyrir 10-15 árum.
31.mar. 2014 - 10:21 Gunnar Bender

Það eru ekki allir sem opna 1.apríl

,,Við erum ekki að opna nein veiðisvæði 1 apríl,”  sagði Guðmundur Marías Jensson formaður Stangaveiðifélags Selfoss er við heyrum  í honum fyrir nokkrum dögum. En vorveiðin er ekki að byrja allstaðar.

,,Við höfum aldrei leyft vorveiði í apríl á okkar veiðisvæðum og alls ekki á  Volasvæðunum (Voli, Tunga Bár og Baugstaðaós) og fyrir tveimur árum bönnuðum við alla veiði þar líka í maí mánuði, þetta er gert til þess að allur niðurgöngu fiskur geti synt óhindrað til sjávar og komi feitur og pattaralegur til baka að hausti, og viljum við meina að við sjáum strax breytingu til batnaðar. Mjög vel veiddist í fyrra á þessum veiðisvæðum.

Sala veiðileyfa gekk vonum framar og seldum við heldur meira til okkar félagsmanna þetta árið heldur en áður, og er þetta því metár hjá okkur í sölu til félagsmanna, og því fara færri veiðileyfi í sölu á veiði söluvefnum www.leyfi.is en þar er engu að síður að finna gott úrval af veiðileyfum. Stangveiðifélags Selfoss  er með mjög góð verð á veiðileyfum til sinna félagsmanna og teljum við það ásamt mjög traustum félagsmönnum ástæðu þess að svona vel hefur gengið að selja veiðileyfi til okkar félagsmanna,, sagði Guðmundur ennfremur.

29.mar. 2014 - 14:39 Gunnar Bender

Fjörið að byrja fyrir alvöru

Nýtt veiðitímabil er formlega að bresta á en þá opna nokkur veiðivötn formlega. Fjörið byrjar á þriðjudaginn.   Við heyrðum í Ingimundur Bergssyni hjá Veiðikortinu varðandi stöðuna í vötnunum.

„ Já, þetta er allt að fara í gang.  Ís er farinn að hopa og vötnin hér á suðvesturhorninu ættu að vera nokkuð klár þó svo það gæti verið einhver ís á þeim. Vinsælustu vötnin í opnun hafa iðulega verið Vífilsstaðavatn í Garðabæ og Meðalfellsvatn. Fiskur gefur sig oft ágætlega þegar ísa leysir og hann er svangur eftir veturinn og er í ætisleit.  Einnig verður spennandi að sjá hvort að Hraunsfjörðurinn verður klár en hann opnar líka 1. apríl.  Þar ætti að vera hægt að ná í góðar bleikjur áður en þær fara til sjávar eftir veturinn.  Okkar fréttir herma að það séu a.m.k góðar vakir við Hraunið og útfallið en það eru einmitt með betri stöðunum í lóninu,“ sagði Ingimundur.

Önnur vötn sem opna 1. apríl eru Þveit og Syðridalsvatn en þau eru væntanlega ísilögð ennþá.
Einnig má benda á að Baulárvallavatn, Hraunsfjarðarvatn, Hópið og Sauðlauksdalsvatn opna þegar ísa leysir þannig að það er gott að fylgjast með stöðu mála þar.  Einnig er Gíslholtsvatn, Víkurflóð, Urriðavatn og Kringluvatn opin allt árið, en Gíslholtsvatn hefur verið vinsælt á vorin og jafnvel áður en önnur vötn opna formlega.  Þessi vötn eru þó enn ísilögð en það getur verið fljótt að breytast með auknum hlýindum.

Nú bíðum maður bara spenntur og gerir allt klárt fyrir fyrsta veiðitúrinn.  

27.mar. 2014 - 10:29 Gunnar Bender

Bleikjan hrunin í Mývatni

Aldrei hafa færri bleikjur  verið á sveimi í hinu fornfræga vatni Mývatni, þar sem veiddist áður fyrr mikið af bleikju og vænni í þokkabót. Það er liðinn tími, vatnið hefur gengið í gegnum ýmislegt og bleikjunni hefur fækkað jafnt og þétt í vatninu.
23.mar. 2014 - 16:01 Gunnar Bender

Vika í að veiðin byrji fyrir alvöru

Staðan hefur oft verið betri í byrjun veiðitímans. Reyndar spáir aðeins betra veðri í vikunni og  það á að hlána verulega. Samt gæti orðið erfitt að veiða þegar áin er á klaka og klakinn er á fleygiferð niður árnar eftir hálkuna.

Litlaá í Kelduhverfi hefur töluverða sérstöðu, en  áin er hlý og það bjargar öllu, þó það séu skaflar á árbakkanum út um allt. Enda veiða veiðimenn oft vel þar í byrjun og eiga örugglega eftir að veiða vel núna í byrjun.

En biðin styttist verulega, ennþá er hægt að komast í opnunarholl eins og í Steinsmýrarvötnum en enginn hefur keypt það ennþá.

Meðfylgjandi er mynd af Sævar Þór veiðimanni sem setti í þennan 90 cm sjóbirting í Baugsstaðaósi fyrir ári síðan. Mynd Guðmundur
20.mar. 2014 - 09:22 Gunnar Bender

Gæti orðið frost og funi í opnuninni

,,Staðan er fín við Minnivallarlækinn en við opnun hann 1.apríl og það verður spennandi að sjá hvernig  veiðin gengur,“ sagði Þröstur Elliðason en það gæti orðið frost og kuldi þegar veiðiskapurinn byrjaður eftir fáa daga. En veiðimenn munu klæða af sér kuldann, það er enginn hætta á  öðru.

,,Ég var fyrir austan fyrir nokkrum dögum og það er hellings klaki á sumum veiðiánum,“ sagði veiðimaður sem var að koma austan af Klaustri fyrir tveimur dögum og fannst frekar kuldalegt og alls ekki veiðilegt. Og það er frostspá í nokkra daga.


18.mar. 2014 - 12:30 Gunnar Bender

Súddi ætti að vera á skjaldamerkinu

 Í nýjasta Sportveiðiblaðinu sem var að koma út er meðal annars viðtal við veiðimennina Sigmar Vilhjálmsson og Jóhann Ásbjörnsson sem veiða víða á hverju sumri og þeir voru á veiðislóðum í Breiðdalnum.

Simmi heldur því til haga að Jói hafi undanfarin tvö ár eitt sex dögum í Breiðdalsá án þess að fá fisk. Og þeir eru spurðir að því hvort Súddi hafi verið að gæta þá. Það lifnar yfir þeim félögum þegar minnst er á meistara Súdda.  Allir veiðimenn sem kynnast Súdda gleðjast yfir því að tala við kallinn. Hann er eins og Jói lýsir honum sem einu helsta meistrastykki í íslenskri stangveiði. Simmi og Jói segja að Súddi  ætti að vera á skjaldamerkinu.

Líka er rætt við Halla Eiríksson, Gumma og Mjöll sem voru með veiðihús hjá Stangveiðifélaginu í fjölda ár. Og Palli Reynisson er líka í svakalegu spjalli.


16.mar. 2014 - 13:26 Gunnar Bender

Dýrasti dagurinn í Selá í Vopnafirði

Laxá á Ásum hefur fjölda ára verið dýrasta laxveiðiá landsins en Selá í Vopnafirði hefur sótt að henni síðustu árin  Í fyrra voru þær með dýrustu dagana í veiðiánum  eða kringum 500 þúsund stöngin á dag í hvorri þeirra.

Dýrasti dagurinn í Selá er kominn yfir 600 þúsund stöngin á dag í sumar  og færri komast en vilja í hana. Hún er nánast uppseld og vel hefur gengið að selja veiðileyfi í Laxá á Ásum. Veiðin var góð í Laxá í fyrra en bara er veitt á flugu í henni eins og Selá í Vopnafirði, Nokkrar  laxveiðiár eru þarna nokkru fyrir neðan en aðeins ódýrari.

 

13.mar. 2014 - 22:32 Gunnar Bender

Netaveiðar byrja aftur á fullu í vor í Hvítá?

Allt virðist benda til að netaveiðin myndi byrja aftur á fullu aftur í vor  í Hvítá eftir að leigutakar Þverá, Starir, neituðu að greiða 9 milljónir króna fyrir að hafa netin ekki lögð aftur.

,,Við erum klárir að byrja netaveiðina aftur ef þarf,, sagði Þorkell Fjeldsted í Ferjukoti í Borgarfirði í samtali við Veiðipressuna  í kvöld en bætti við að vonandi þurfti þess ekki en enginn net hafa verið í 23 ár í ánni.

Okkar heimildir herma að það sé stál í stál í  samningaviðræðum og allt virðist benda til að netin verði lögð aftur og þúsundir laxa muni  enda aldur  sinn netunum.

Lítið hefur verið tala um þetta þangað til fyrir nokkrum dögum og allt virðist vera fast allavega í bili. Starir eru fyrir nokkru búnir að greiða leiguna í Þverá uppá 110 milljónir. Hvað svo sem framhaldið verður á netaveiðimálinu, veit enginn.

 

13.mar. 2014 - 09:47 Gunnar Bender

Þingvallavatn - breyting á veiðireglum í þjóðgarðinum

Þingvallanefnd samþykkti á fundi sínum 6. mars sl. tillögur þjóðgarðsvarðar er varða breytingar á veiðireglum í Þingvallavatni fyrir þeirra landi.

Veiðitíminn mun hefjast 20. apríl n.k. en hingað til hafa veiðimenn þurft að bíða til 1. maí eftir að geta hafið veiði þar.  

Veiðitímabilið 20. apríl til 31. maí verður fluguveiðitímabil og verður skylt að sleppa öllum urriða. Bannað verður að nota annað agn en flugu á þessu tímabili, en strax 1. júní verður opnað fyrir maðka- og spúnaveiði líka.

Þessar breytingar eru fyrst og fremst hugsaðar til að vernda urriðastofninn sem hefur átt undir höggi að sækja eftir síðastliðið ár.  

11.mar. 2014 - 15:12 Gunnar Bender

Opið hús hjá Stangaveiðifélagi Hafnarfjarðar

Nú er farið að styttast í veiðitímabilið og er vetrarstarf Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar á fullu þessa dagana. Opin hús hafa verið á hverjum fimmtudegi frá miðjum janúar og félagsmenn hafa verið duglegir að hittast til að hnýta saman, spjalla eða mæta á kynningar.

Og svona til að stytta biðina og undirbúa sumarið ætlar Veiðihornið í Hafnarfirði að vera með kynningu á öllu því nýjasta á opnu húsi þann 13.mars í félagsheimili SVH að Flatahrauni 29. Húsið opnar kl. 20.00 og er að sjálfsögðu opið öllum. Hægt er að sjá vetrardagskrá inn á svh.is

10.mar. 2014 - 21:52 Gunnar Bender

Minna til af veiðileyfum

Svo virðist sem vel hafi gengið að selja veiðileyfi  núna í sumar en á sama tíma í fyrra. Erlendir veiðimenn hafa keypt fleiri veiðileyfi en oft áður, en Íslendingarnir ætla að bíða og sjá til hvernig veiðin verður þegar vorar.

,,Við ætlum að bíða og sjá hvernig veiðin verður, þá kaupum við eitthvað,“ sögðu veiðimenn sem voru á opnu húsi hjá Stangveiðifélaginu.

Í Þverá og Kjarrá hefur gengið vel að selja eins og fyrir ári síðan þegar Starir voru með ána með ána fyrsta árið. Margar ár hafa selt vel.

,,Ég á eftir að selja eitthvað en hellingur hefur selst,“ sagði veiðileyfasali sem við ræddum við. Laxveiðin var góð í fyrra og það hefur greinilega haft sitt að segja. En hvernig verður sumarið í sumar veit engin.
09.mar. 2014 - 20:48 Gunnar Bender

Biðin styttist verulega

Það eru ekki nema tuttugu dagar þangað til veiðin byrjar í sjóbirtingnum fyrir alvöru. Þó svo að fátt  bendi reyndar til þess núna eins og staðan er. Mikið hefur snjóað en það er spáð hlýandi á allra næstu dögum og það skiptir miklu.

Á opnu húsi á föstudaginn kveikti veiðimaðurinn ungi Hrafn H. Hauksson verulega í þeim veiðimönnum sem nenntu að mæta á staðinn. Hann talaði skemmtilega um Varmá og  þá veiðimöguleika sem eru þar. En þar  byrjar veiðin 1.apríl og engin ís er á henni. Bið er orðin óbærileg, það er málið.

Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 13.4.2014
Dýrkeypt mistök stjórnmálamanna eftir hrun
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 03.4.2014
Steingrímur ætti að biðja þjóðina afsökunar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.4.2014
Láglaunalögreglan
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2014
Ríkisvæðing einkaskulda
Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson - 01.4.2014
Fyrir hverja er tollverndin?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 05.4.2014
Furðuskrif Stefáns Ólafssonar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 03.4.2014
Ólíkt hafast þeir að
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 10.4.2014
Eru háskólakennarar í pólitískri krossferð?
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 07.4.2014
Að stjórnast ekki af stjórnsemi annarra
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 04.4.2014
Allir áhugamenn um evru ættu að mæta!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.4.2014
Ritaskrá mín fyrir 2013
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2014
Góðar fréttir: Bjarni boðar skattalækkanir
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 02.4.2014
Bara ef lúsin erlend er
Sturla Böðvarsson
Sturla Böðvarsson - 09.4.2014
Framganga Rússa
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 08.4.2014
Ný sýn í Evrópumálum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 11.4.2014
Lesendur geta sjálfir staðreynt málið
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 03.4.2014
Hallgrímur Pétursson - Þriðji hluti
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 06.4.2014
Frá Færeyjum
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 07.4.2014
Hallgrímur Pétursson - fjórði hluti
Fleiri pressupennar