17. ágú. 2012 - 23:54Gunnar Bender

Veiddi vænan birting í Jónskvísl

Sjóbirtingsveiðin er að byrja á fullu þessa dagana. Sjóbirtingurinn er aðeins farinn að ganga, hans tími er að koma. Sigríður B Hrólfsdóttir veiddi þennan væna sjóbirting fyrir fáum dögum í Jónskvísl og var fiskurinn 11 pund.

Eitthvað var að fiski í kvíslinni en fiskurinn ætti að vera að koma inn þessa dagana.
22.nóv. 2014 - 09:59 Gunnar Bender

Verður ,,bara“ smálax næsta sumar í laxveiðiánum

Staðan er þannig núna að enginn veit hvernig laxveiðin verður næsta sumar og fáir fást til að spá hvernig hún verði. Sumarið í sumar var flopp. Smálaxinn kom alls ekki eins mikið og margir áttu von. Skoðum  aðeins Laxá í Aðaldal þessa fornfrægu veiðiá þar sem veiddist vel af tveggja ára fiski í sumar en nánast ekkert af eins árs fiski.

Það veiddust sárafáir eins laxar en það hafa gengið í ána nokkrir laxar. Sem þýðir að veiðin gæti orðið meira en skrítin í ánni næsta sumar. Fáir stórlaxar og eitthvað af smálaxi gæti komið.

Það sem gæti bjargað vonandi næsta sumri er hellingur af smálaxi og eitthvað af stórlaxi í margar árnar. Enginn veit neitt, tíminn verður að leiða þetta ljós, veiðin er jafn dul og gosið. Engin veit hvenær það hættir og veiðinni veit engin hvað gerist.

Fyrir tveimur árum áttu fáir von á góðri laxveiði en hún var frábær, allir héldu að það yrði veiði í sumar en hún klikkaði. Svona er bara veiðin, það er ekki á vísan að róa. Það er það skemmtilega við veiðina.

20.nóv. 2014 - 09:28 Gunnar Bender

Þorkell Fjeldsted í Ferjukoti fallinn frá

,,Það er ekki víst að þú heyrir oftar í mér,“ sagði Þorkell Fjeldsted í Ferjukoti í Borgarfirði þegar við ræddum saman í síma fyrir tveimur mánuðum um heima og geyma og veiðina sem hann var hafsjór af. Mig setti hljóðan eftir samtalið. Ég vissi að hann var veikur en kannski ekki svona mikið. Krabbinn er erfiður og hefur tekið alltof, alltof marga. 

En alltaf var gaman að spjalla við Kela og ræða við um það sem maður þurfti að vita veiðina , kíkja til hans á Laxasafnið og labba einn hring um svæðið og fá málið beint í æð. Það var toppurinn á hverju sumri þegar veiðin var að byrja fyrir alvöru og fyrstu laxarnir að koma í Hvíta, Norðurá, Straumana, Brennuna, Svarthöfða,  Grímsá, Þverá og Flíkadalsá En það er ekki hægt lengur  krabbameinið hefur lagt þennan höfðingja  frá Ferjukoti í Borgarfirði. Blessuð sé minning hans.

 

18.nóv. 2014 - 11:40 Gunnar Bender

Stangveiðifélag Keflavíkur með glæsilega árshátíð

,,Undirbúningur fyrir árshátíð Stangaveiðifélags Keflavíkur  í Oddfellowsalnum  er í fullum gangi og sýnist mér að þetta ætli að verða ein sú flottasta sem við höfum undirbúið undanfarinn ár, og þá er mikið sagt,“ sagði veiðimaðurinn Óskar Færseth en hátíð verður haldin 22. nóvember. Veitt þar ýmis verðlaun eins og alltaf.

Veislustjóri verðu hinn eldhressi Kristján Jóhannsson. Vinsælasti söngvari landsins Valdimar kemur og tekur nokkur lög. Um matinn sér Úlfar Finnbjörnsson besti og flottasti kokkur landsins, hann ber á borð villibráð af sinni alkunnri snilld.Verðlaunaafhending fyrir þá snjöllu veiðimenn sem fengu stærstu fiskana og flestu fiskana.

Happdrættið heimsfræga verður á sínum stað með glæsilegum vinningum ásamt 10 flottum veiðileyfum í flestum ám félagsins. Danstónlist og dinnermúsík sér um hinn flotti söngvari Mummi HermansEins.

Mikið hefur verið lagt að hafa þetta eina flottustu hátíð sem haldin hefur verið með og er vonast til að félagar og gestir muni fjölmenna til að skemmta sér á þessu glæsilega Árshátíðarkvöldi í hinum glæsilega sal Oddfellow í Grófinni.

16.nóv. 2014 - 12:52 Gunnar Bender

Allt önnur staða en fyrir viku síðan hjá mörgum

Svo virðist sem rjúpnaveiðin hafi allavega lagast á á Vestur og Norðurlandi um helgina. Kannski ekki  á Austurlandi eða eins og einn veiðimaðurinn orðaði þar fyrir austan.

,,Hérna hefur veiðin ekkert lagast ennþá og tímabilið er að vera búið, nokkrir klukkutímar eftir,“ sagði veiðimaður sem við náðum tali af.

Á Vesturlandi voru veiðimenn að fá frá fimm uppí 10 fluga og einhverjir fleiri saman. Við fréttum af mönnum kringum Grenivík og þeir sáu helling af fugli en það var erfitt að eiga við þá, ljónstyggir. Á Holtavörðuheiðinni og Öxnadalsheiðinni voru menn að fá fugla og vestur í Dölum líka , staðan hefur lagast verulega frá síðustu helgi . Kringum Húsavík var veiða eitthvað en kannski ekki mikið. 

Og einhverjir eru allavega komnir með í jólamatinn en einhverjir ekki alveg. Svona er þetta bara, það er ekki á allt kosið í veiði.  Ef maður skoðar inná facebook hafa menn verið að fá í jólamatinn, mest á Vestur- og Norðurlandi.15.nóv. 2014 - 15:55 Gunnar Bender

Bjargar síðasta helgin jólamatnum í ár

,,Veðurfarið er fínt núna og ekki þetta rok sem hefur síðustu helgar. Við erum búnir að fá nokkrar,“  sagði veiðimaður sem var norðan heiða.

,,Þetta er allt að koma og ég trúi ekki öðru en við fáum í jólamatinn. Ég frétti af öðrum skotveiðimönnum hérna rétt hjá sem voru komnir með 12 saman,“ sagði veiðimaðurinn kominn í dauðafæri við rjúpna en hún slapp. Veiðiskapurinn er bara svona.

Veðurfarið er gott, hiti og ekki þetta rok sem hefur verið helgi eftir helgi, einhverjir eiga eftir að bjarga jólamatnum þessa helgi, samt alls ekki allir, langt frá því. Það er staðan núna. Þetta verður klárlega besta helgin.

13.nóv. 2014 - 16:02 Gunnar Bender

Langá verður fluguveiðiparadís 2015

Aðeins verður veitt á flugu í Langá á Mýrum frá og með næsta veiðisumri.  Þetta er ákvörðun stjórnar SVFR í góðu samráði við Veiðifélag Langár. Jafnframt verður veiðimönnum skylt að sleppa laxi 70 sm og stærri en það er markmið félaganna að hlúa að stórlaxinum í Langá og byggja upp stofn hans á ný sem var mun sterkari á árum áður.

Langá er frábær fluguveiðiá og góðæri hefur ríkt þar í veiðinni undanfarinn áratug þó svo að síðasta sumar hafi verið slakt. Meðalveiði í Langá síðustu 10 ára er um 2.000 laxar og hefur veiði alla jafnan verið jöfn og góð yfir tímabilið.  Metveiði var í Langá árið 2008 þegar veiddust 2.970 laxar en önnur mesta veiðin í ánni var árið 2013 þegar veiddust 2.815 laxar. Veiðitölur hafa jafnan tekið stökk þegar maðkveiði hefur hafist undir lok ágúst en nú má búast við að veiðin verði mun jafnari en áður fram á haustið eftir að dagar maðkveiði í Langá eru taldir.

Það heillast margir af Langá og fjölbreytileika hennar en segja má að áin sé heimavöllur gáruhnútsins, nettra veiðitækja og lítilla flugna. Sprækir Langárlaxar halda veiðimönnum vel við efnið en þó svo að mikið magn af laxi gangi í ána þá þurfa veiðimenn oftar en ekki að hafa fyrir því að fá hann til að taka. Aðgengi að veiðistöðum er frábært og sennilega er engin á betur til þess fallin til að ná tökum á því að veiða lax á flugu en Langá.

Veiðimálastofnun hefur unnið árlega að vöktun á laxastofni Langár frá árinu 1986 í samvinnu við veiðifélag Langár, en fyrstu rannsóknir í ánni voru gerðar 1975. Skýrsla stofnunarinnar frá því í vor er mjög fróðleg lesning  en þar segir m.a. að seiðaþéttleiki hafi mælst langt yfir meðaltali haustið 2013 og útlit sé fyrir að að það verði bæði góð laxgengd og veiði næstu árin á vatnasvæði Langár. Þá segir í skýrslunni að nýting laxastofnsins í Langá hafi verið í jafnvægi. Laxastofninn í Langá virðist öflugur og þola verulega niðursveiflu í stofnstærð þrátt fyrir það veiðiálag  sem á honum er.

Saga laxveiða í Langá er löng en enskir veiðimenn voru byrjaðir að sveifla flugum sínum þar um aldamótin 1900 og til eru skráðar aflabækur allt aftur til ársins 1902 úr Langá. Það verður fjölbreytt flóra litríkra flugna sem verður skráð í veiðibókina sumarið 2015 en stjórn SVFR óskar veiðimönnum góðrar skemmtunar á bakkanum. 

Ítarlega var fjallað um Langá í Veiðimanninum nr. 198 sem kom út í ágúst fyrir þá sem vilja kynna sér ána og sögu hennar.

13.nóv. 2014 - 10:47 Gunnar Bender

Lélegasta rjúpnavertíð fyrr og siðar

Veðurspáin fyrir helgina  er ekki glæsilegt fyrir rjúpnaveiðimen, rok og rigning en hlýtt. Margir ætla að reyna að ná í jólamatinn en það er ekki víst að það takist,  en menn ætla að reyna. Margir hafa fengið lítið, sumir ekki neitt. Og formaður Skotveiðifélags Íslands hvetur menn nánast til að brjóta reglurnar, svo vitlaust sem það er nú í  viðtali við Morgunblaðið.

Við heyrðum aðeins í mönnum í dag víða um  land og flestir voru sammála um að lítið hefði veiðst.

,,Ég man ekki eftir þessu svona rólegu veiðitímabili, það er lítið sem ekkert af fugli,“ sagði Vignir Björnsson á Blönduósi, maður sem hefur skotið ófáar rjúpurnar í gegnum árin og þekkir vel svæðið í kringum Blönduós. Fleiri taka í sama streng með rólegheit við veiðiskapinn.

En menn ætla að fara, þrátt fyrir lélega uppskeru fram að þessu um helgina, það er síðasti séns, en fuglinn er kannski ekki fyrir hendi en það má reyna.

 

12.nóv. 2014 - 13:13 Gunnar Bender

Nýr samningur um Bíldsfell í Sogi

Það er mikið ánægjuefni að geta sagt frá því að SVFR hefur samið um áframhaldandi leigu á veiðirétti í Soginu fyrir landi Bíldsfells. Skrifað var undir samninginn þann 8. nóvember síðastliðinn á bökkum Sogsins. Samningurinn er fagnaðarefni fyrir félagið enda er Bíldsfellssvæðið afar vinsælt hjá félagsmönnum. 

Veiðin á Bíldsfellssvæðinu undanfarin ár hefur verið nokkuð góð. Sumarið 2013 veiddust 314 laxar á svæðinu og í sumar veiddust 109 laxar, sem telst vel viðunandi miðað við veiði í öðrum ám á landinu. Undanfarin 10 ár hefur veiðin farið mest í 480 laxa sumarið 2010 en sumarið 2011 var sömuleiðis feykigott, en þá veiddust 405 laxar í Bíldsfelli. Á svæðinu veiðist einnig mikið magn af silungi, bæði í vorveiðinni sem og á laxveiðitímanum. Meðalveiði undanfarin 10 ár er 238 laxar, og hlutfall stórlax rétt um 25%, sem telst býsna gott. Á svæðinu eru þrjár dagstangir og mjög gott veiðihús. 
 


08.nóv. 2014 - 22:31 Gunnar Bender

Fyrirkomulagið í rjúpnaveiðinni galið

 ,,Við ætlum að fara um helgina og höfum farið allar helgar sem hefur mátt veiða. En þetta er auðvitað bara galið og sett af einhverjum embættismönnum sem ekkert vita um málið,“  sagði veiðimaður sem ræddi stöðuna í rjúpnaveiðinni í gærdag á veitingastað í bænum. Það voru fleiri á staðnum sem tóku í sama streng. Umræðuefnið var heitt enda ekkert skrítið.

,,Menn eru að fara á fjöll í hvaða verði sem er og það er hættan, samt hafa menn farið varlega og passað sig. En það getur allt skeð. Það á bara að hafa 16 daga í röð og leyfa mönnum að velja daga. Þetta er bara stórhættulegt,“ sagði veiðimaðurinn ennfremur.

 Já, það hellingur til í þessu, veðráttan hefur verið erfið og þegar eru ákveðnir dagar fara menn sama hvað dynur á og það gengur ekki til lengdar. Hættan er alltaf fyrir hendi. Þessu verður að breyta fyrir næsta tímabil. Það sjá allir.

 

08.nóv. 2014 - 22:27 Gunnar Bender

Var mest að veiða á Vatnasvæði Lýsu

,,Það er rosalega gaman að veiða en ég veiði mest á  Vatnasvæði Lýsu á hverju sumri,“ sagði Magnús Anton Magnússon veiðimaður í samtali við Veiðipressuna.

,,Er alltaf mikið á Snæfellsnesinu á sumrin og þá er stutt að fara í veiði þar. Í sumar fékk ég töluvert af fiski á Lýsunni en kannski ekki marga stóra. Það er gaman að veiða þar í vötnunum og lækjunum. Svo fer ég alltaf einu sinni í Veiðivötn á sumrin og stærsti fiskurinn minn þar var 5,6 punda urriði í sumar,“ sagði Magnús Anton veiðimaður með verulega veiðidellu.

05.nóv. 2014 - 21:21 Gunnar Bender

Bjarni búinn að ná í jólamatinn

Markmiðið hjá flestum er að fá rjúpur í jólamatinn og og einn af þeim sem er búinn að ná því er Bjarni Júlíusson fyrrverandi formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur. En svo er að heyra á veiðimönnum að það sé lítil rjúpa, minni en í fyrra.

,,Þetta hefur verið svakalega róleg og lítið verið að fugli,“ sagði Þórarinn Sigþórsson tannlæknir sem var aðeins búinn að fá nokkrar og margir hafa sagt það sama. Síðasta helgi var líka ömurleg vegna veðurfars .

,,Þetta er búið að vera rólegt í ár, en samt smávegis kropp og kominn með  í jólamatinn. En ég hef verið að skjóta á Skógarströndinni ,“ sagði Bjarni lokin.

04.nóv. 2014 - 13:32 Gunnar Bender

Yngsta skemmtinefndin tekin til starfa

Tímamót urðu hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur um helgina en langyngsta skemmtinefnd kom til starfa fyrir félagið fyrr og síðar.  Nefndin mun meðal annars sjá um opið hús fyrir félagið í vetur. Í nefndin eru þeir Oliver Páll Finnsson, Óskar Bjarnason, Þorsteinn Stefánsson og Elías Pétur Þórarinsson og er meðalaldurinn kringum 20 árin hjá þeim.

Eða eins og segir á síðunni hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur orðrétt. Að þessu sinni var hópur ungra veiðimanna sem vildu ólmir komast í þetta eftirsótta starf. Fyrsta opna hús vetrarins verður núna 5. desember og hvetjum við alla félagsmenn að fjölmenna á þetta fyrsta hús vetrarins, en það verður auglýst sérstaklega síðar.03.nóv. 2014 - 15:14 Gunnar Bender

Rjúpnaveiðimenn flúðu heim vegna veðurs

Veðurfarið var alls ekki verið gott um helgina, miklar rigningar og rok. Og í þokkabót hefur víða lítið sést af fugli, hann hefur komið sér undan verðinu og falið sig. Fyrir austan fóru veiðimenn heim vegna veðurs, nenntu þessu bara ekki lengur. Eða eins og einn orðaði að það hefði ekki verið hundi út sigandi og lítill fugl.

Menn bíða bara næstu helgar. Fyrsta helgin gaf vel af fugli en þessi hefur gefið minna en það eru tvær eftir og það getur allt skeð, þetta er ekki búið.

 

01.nóv. 2014 - 00:22 Gunnar Bender

Léttir klæddir á rjúpunni

Rjúpnaveiðimenn fjölmenntu veiðimenn á rjúpu strax í morgun.  En þetta er önnur helgin sem má skjóta. Menn klæða af sér kuldann og þó kannski ekki allir.

,,Það var leiðinlegt veðurfar í dag , ausandi rigning en við fengum fína veiði miðað við aðstæður,“ sagði Boggi Tona en hann var á rjúpu, þrátt fyrir mikla bleytu.

Rosalega margir fóru fyrstu helgina sem mátti veiða og það hafa fallið einhver þúsund af rjúpum um allt land til að byrja með.

,,Jú, ég ætla um helgina,, sagði Eggert Skúlason og sama streng tóku fleiri sem við ræddum við. Veiðimenn voru að græja sig í vikunni, bæði í Vesturröst og Veiðihorninu. Allir vildu vera klárir í bátana þegar mátti  byrja aftur veiðiskapinn.

 

30.okt. 2014 - 13:51 Gunnar Bender

Bændur selja sjálfir í fleiri laxveiðiár

,,Við seldum veiðileyfi sjálfir í Krossá í Bitrufirði í sumar og ætlum að gera það aftur næsta sumar,“ sagði Guðjón Jónsson er við spurðum sölumál í Krossá í Bitrufirði en bændur eru farnir að selja  meira veiðileyfi í veiðiárnar sínar.

Þetta viðgengst reyndar fyrir nokkrum árum en var lagt af. Bændur ætla að selja sjálfir í Miðá í Dölum næsta sumar og bændur hafa selt sjálfir í Hörðudalsá í Dölum núna í tvö ár.

28.okt. 2014 - 10:09 Gunnar Bender

Fengu engan fugl á heilu fjalli í tvo daga

Rjúpnaveiðin hefur oft verið betri en núna í byrjun, sumir fengu fáa fugla en sumir fengu ekki neitt. Við fréttum af veiðimönnum sem fóru á föstudaginn á gott fjall fyrir norðan og áttu von á mjög góðri veiði.

En annað kom á daginn, göngutúr allan föstudaginn og allan laugardaginn og enginn fugl. Sama hvað var leitað og leitað í næstum 20 klukkutíma enginn fugl sást. Svona er bara veiðiskapurinn. það er ekki á vísan að róa.

Annar fór fyrir vestan og labbaði heilan dag og sá engan fugl, ekki  einu  sinni spor, en útiveran er góð. Veiðimaður hélt heim í sumarbústaðinn og fékk sér snæðing.

Veðurfarið var gott og hann labbaði út á veröndina á bústaðnum. Og það fyrsta sem hann sjá voru 10-12 rjúpur sem flugu út í myrkrið og sáust ekki meira. Daginn eftir labbaði veiðimaðurinn og fékk tvær rjúpur. Smá sárabót.

26.okt. 2014 - 14:54 Gunnar Bender

Þúsundir á rjúpu um helgina

,,Það eru að allir að keppast við að veiða í jólamatinn,“ sagði skotveiðimaður sem við heyrum í vestur í Dölum en það hafa þúsundir veiðimanna farið á fjöll um helgina. Það veiddust hellingur en kannski aðeins minna en menn áttu á von á.

Veðurfarið var sæmilegt, en fuglinn styggur og dreifður. Við kíkjum aðeins á nokkra sem fengu fugla um helgina, hérna á myndunum hérna fyrir neðan. Margir fóru, flestir fengu eitthvað.

25.okt. 2014 - 17:36 Gunnar Bender

Ærið verkefni að huga að innlendum veiðimönnum

Það er ekki langt síðan veiðitíminn var úti, laxveiðin hvar ekki góð en hvernig er staðan?  Við heyrðum hljóðið í Haraldi Eiríkssyni hjá Hreggnasa, mann sem stöðuna út og inn.

- Hvernig gengur veiðileyfasalan fyrir komandi ár?

Veiðileyfasala gengur nokkuð vel þrátt fyrir áföll í veiðinni í sumar.

- Er aflabresturinn í sumar ekki að hafa áhrif á?

Okkar helstu samkeppnislönd tóku skell á sama tíma, laxveiði í Kanada er niður um 30-40% á sama tíma og laxveiðiár á Bretlandseyjum fá enn verri útreið en íslensku árnar. Vor- og miðsumarsveiðin í Rússlandi slapp fyrir horn á meðan haustveiðin brást að stórum hluta. Ekki þarf að fjölyrða um norsku árnar, en frændur okkar meta hagsmuni eldisstöðva ofar náttúrulegum laxastofnum, eitthvað sem ætti að vera okkur víti til varnaðar. 

- En hvað með innlenda veiðimenn?

Það er ærið verkefni leigusala og leigutaka að huga að innlendum veiðimönnum. Kaupgeta hérlendis er einfaldlega ekki á pari við þau lönd sem við viljum miða okkur við, og er það ekki eingöngu bundið við markað með veiðileyfi eins og gefur að skilja. 

- Eru íslenskir veiðimenn þá að hverfa af sjónarsviðinu?

Nei, en líkt og í mörgu sem tengist aukningu ferðamanna hérlendis þá hefur íslenskur almenningur einfaldlega lítið í kaupgetu þeirra sem greiða í erlendri mynt að gera. Þetta er ógnvænleg þróun, en með sameiginlegu átaki á að vera hægt að búa þannig um hnútana að almenningur verði ekki afhuga þessu tómstundagaman. Þar liggja hagsmunir þeirra sem eiga og selja vöruna, því breytingar á gengi erlendra gjaldmiðla gagnvart krónu geta sett markaðinn í uppnám á svipstundu. Eðlileg blöndum á viðskiptavinum verður því einfaldlega að geta átt sér stað. Við sáum þróun í gagnstæða átt á árunum fyrir hrun, þar sem bestu árnar voru umsetnar innlendum aðilum. Þá var veiðin of dýr fyrir erlenda gesti. Eftir stendur að vandamálið er einfaldlega mun víðtækara en svo að það sé bundið við stangaveiði og veiðileyfasölu.

Hvað er til ráða?

Ég get ekki annað séð en að veiðileyfasalar séu að reyna að búa þannig um vöruna að hún falli að viðskiptavininum. Lægra verð í veiðihúsum á þeim tímum sem íslendingar sækja veiðar, auk stærri þrepa í verðskrám eru innlegg í þá átt,“ sagði Haraldur ennfremur.

 

25.okt. 2014 - 17:28 Gunnar Bender

Fékk þrjár á stuttum tíma í morgun

,,Ég fór smástund í morgun og fékk þrjár rjúpur. Mér fannst ekki mikið af fugli,“ sagði Ólafur Ágúst Jensson á Akureyri er við heyrum í honum í áðan, nýkomnum af rjúpnaslóðum í nágrenni Akureyrar.

Það er að heyra á veiðimönnum að það sé ekkert svakalega mikið af fugli og menn þurfi að að töluvert fyrir því að ná henni.

 ,,Ég labbaði í tvo tíma,“ sagði einn veiðimaður fyrir austan og bætti við að hann hefði fengið sjö fugla en labbitúrinn var mjög langur.

Í sama streng hafa fleiri tekið og veðurfarið hefur víða verið erfitt. En útiveran er góð, það er málið.

24.okt. 2014 - 13:16 Gunnar Bender

Fyrsta rjúpnamyndin komin

 Höskuldur Birgir Erlingsson  lögreglumaður  á Blönduósi var á rjúpu rétt við Blönduós í morgunsárið og sendi okkur mynd fyrir nokkrum mínútum, en hann var einn á veiðum og var komin með tvo fugla á veiðislóð. 

Það var má smá föl og eitthvað var af fugli.

24.okt. 2014 - 09:58 Gunnar Bender

Fullt af skotveiðimönnum í kringum okkur

 ,,Það er fullt af skotveiðimönnum hérna í kringum okkur og menn búnir að fá eitthvað strax,“ sagði veiðimaður sem var í Borgarfirði og var búinn að fá einn fugl sjálfur.

,,Veðurfarið er fínt, þetta verður góður dagur,“ sagði veiðimaðurinn ennfremur. Vestur í Dölum heyrðum við öðrum, nokkrir fuglar komnir þar.

23.okt. 2014 - 16:27 Gunnar Bender

Aldrei meiri ásókn í rjúpnaveiðina

,,Ég man bara ekki eftir svona spennu í byrjun rjúpnatímans, það eru allir að fara til rjúpna strax á fyrsta degi. Þetta er kannski vegna þess að laxveiðin var svo róleg í sumar og veiðimenn vilja fá meiri bráð. Kisturnar eru bara kannski hálf tómar, það er málið,“ sagði einn af þeim fjölmörgu sem ætlaði til rjúpna strax í fyrramálið, eða um leið og birtir. Margir eru farnir, það er ekki eftir neinu að bíða, koma sér staðinn, tímabilið er stutt.

Við heyrum í veiðimönnum fyrir austan og vestan, veiðitíminn gæti byrjað með látum. Rjúpnamagnið er töluvert og veiðimenn sem voru í veiðibúðunum síðustu daga  hafa verið að gera sig klára.

 Veðurspáin er allt í lagi eða eins og einn orðaði að það er bara að klæða sig vel, það er málið. Nokkuð til í þessu. Við á Veiðipressunni fylgjumst með veiðimönnum í morgunsárið þegar veiðin byrjar fyrir alvöru.

 

22.okt. 2014 - 21:56 Gunnar Bender

Nokkrir klukkutímar í að rjúpnaveiðin byrji

Rjúpnaveiðin byrjar á fullu á föstudaginn og ætla þúsundir veiðimanna til rjúpna strax fyrsta degi víða um land. Mikið hefur sést af rjúpum  en það fer mikið eftir landshlutum samt hvar er mest af fugli.

,,Jú, ég er að fara, það er ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Þórarinn Sigþórsson tannlæknir er við spurðum stöðuna með veiðiskapinn.

,,Það er alltaf farið á sömu slóðirnar til rjúpna,“ sagði Þórarinn ennfremur. Fyrst er það laxinn í sumar og síðan rjúpan hjá honum um leið og veiðiskapurinn byrjar fyrir alvöru.

 

22.okt. 2014 - 13:20 Gunnar Bender

Brynja segir veiðisögur frá sumrinu

Fyrsta opna húsið verður hjá kvennadeild Stangaveiðifélags Reykjavíkur haldið í kvöld en konurnar  hafa veitt saman nokkrum sinnum í sumar. En þar mun Brynja Gunnarsdóttir segja veiðisögur frá sumrinu eins og henni er einni lagið.

Húsið opnar klukkan 20.30 og verður örugglega fjör á svæðinu.

19.okt. 2014 - 19:06 Gunnar Bender

Erlendir veiðimenn halda uppi verðinu

Veiðileyfamarkaðurinn veltir á hverju ári 12-13 milljörðum, og að stórum hluta eru þetta erlendir veiðimenn sem kaupa bestu tímana í veiðiánum á hverju ári.

Íslenskir veiðimenn keppa ekkert um þau verð sem þessir erlendu veiðimenn eru að versla fyrir, 500-600 þúsund dýrustu dagarnir í veiðiánum  eins og Selá í Vopnafriði og Laxá á Ásum. Svo mikil er aðsóknin í Laxá á Ásum að hún er full seld næsta sumar og færri komast að en vilja. Tveir stangir og yfir þúsund laxar, það er ekki amaleg veiði.

Besti tíminn í laxveiðiánum eru  dagar  erlendir veiðimenn kaupa þessa dagana, en  dagarnir sem Íslendingar hafa verslað fara hægar. Þeir ætla að bíða og sjá hvort leyfin muni lækka.

Engin veit hvernig veiðin verður næsta sumar, ekki einu sinni fiskifræðingarnir,  sem eiga að vita  allt það er staðan núna. Næsta sumar er stórt spurningamerki. Hvernig mun laxinn skila sér? 

 

 

19.okt. 2014 - 18:23 Gunnar Bender

Fiskar í stórum torfum - myndasyrpa

,,Þetta var gaman að sjá þetta, ég hef aldrei séð þetta áður hérna á þessum tíma,“ sagði Karl Óskarsson bílasali sem var einn af þeim fjölmörgu  sem mættu og horfðu á urriðadansinn við Öxará í gær á Þingvöllum og í sama streng tók Einar Guðmundsson prentarinn snjalli.

,,Það var verulega gaman að sjá alla þessa fiska hérna synda um ána, það er nóg af þeim.“

Já, sjónin var tignarleg, fullt af fallegum fiskum komna í hrygningarhugleiðingar, syndandi þarna í stórum torfum. Jóhannes Sturlaugsson fór yfir stöðuna og fræddi liðið í meira en klukkutíma en þetta er 12 árið sem þessi sýning fer fram og alltaf mæta fleiri og fleiri og þá ekki síst þeir yngri

Við skulum kíkja á nokkra sem mættu. Jóhann Rafnsson, Stefán Kristjánsson, Elías Pétur Þórarinsson, Þröstur Elliðason, Oddur Hjaltason, Bjössi og Dísa, Steingrímur Davíðsson, Gyða Guðmundsdóttir,Jón Gunnar Benjamínsson, Jón Skelfir, Ómar Smári,  Þórir Traustason og Valgerður Bjarnadóttir svo fáir séu nefndir.

18.okt. 2014 - 12:22 Gunnar Bender

Brjálað stuð við Varmá

Fín veiði hefur verið í Varmá í Hveragerði síðustu daga og veiðimenn verið að veiða vel af fiski. Margir hafa verið að fá laxa og einhverjir sína fyrstu í sumar. Laxarnir eru  vel vænir margir hverjir.

,,Ég er engan lax búinn að fá í sumar en fékk tvo í Varmánni,“ sagði veiðimaður sem var í sjöunda himni með laxveiðina í Varmá.

Sjóbirtings og bleikjuveiðin hefur verið ágæt þarna líka. Vænir birtingar hafa verið innan um. Við fréttum af veiðimönnum sem voru í Vatnamótunum en veiðin var frekar róleg hjá þeim, einn og einn sjóbirtingur en þeir voru frekar smáir flestir. En eins og veiðimaðurinn orðaði það. Veiðin var róleg en veðurfarið var mjög gott.

16.okt. 2014 - 13:01 Gunnar Bender

Fræðsluganga á vegum Þjóðgarðsins á Þingvöllum

Hin árlega fræðsluganga Urriðadans á vegum Þjóðgarðsins á Þingvöllum og Laxfiska er næsta laugardag. Þessar göngur hafa vaxið með hverju árinu og fleiri og fleiri mætt til að skoða fyrirbærin á staðnum.

,,Jú, það er rétt að þetta er á laugardaginn," sagði Jóhannes Sturlaugsson er við heyrðum  í honum  En gangan verður að vanda í umsjón Jóhannesar Sturlaugssonar hjá Laxfiskum og hefst klukkan14:00 á bílastæðinu þar sem Valhöll stóð klukkan  14.00 á laugardaginn.

Gangan spannar stutta og þægilega gönguleið upp með hrygningarsvæði urriðans og er gangan við allra hæfi. Enda fátt skemmtilegra en að skoða bolta urriðan sem syndir um Öxarána.

16.okt. 2014 - 09:30 Gunnar Bender

,,Stærsti fiskurinn sem ég hef veitt“

,,Við vorum að koma úr Varmá við Hveragerði og fengum nokkra fiska. Þetta var meiriháttar gaman, veiddi þarna minn stærsta fisk um ævina,“ sagði Ómar Smári Óttarsson sem var skýjunum með veiðitúrinn, sá stærsti á land hjá honum.

,,Já, þetta er minn stærsti fiskur um ævina, 17-18 punda fiskur og hann tók þýska Snældu í Reykjafossi í fyrsta kasti. Þetta var gaman,“ sagði Ómar Smári  enn fremur en þeir veiddu þrjá aðra fiska í veiðiferðinni í Varmá.

Varmá hefur verið að gefa töluvert af laxi og einnig bleikjur og sjóbirtinga. Og það er ennþá verið að veiða þarna, fiskurinn er að taka og veiðimenn að fá fína fiska. Til þess er leikurinn gerður. Þess vegna er auðvitað hægt að veiða áfram fiska þarna.

15.okt. 2014 - 15:11 Gunnar Bender

Eins og sæmilega góð laxveiðiá

ION Hótel, sem var með eins árs samning um svæðið sem Orkuveitan á við Þingvallavatn, hefur verið leigt þeim aftur og núna til þriggja ára. Leiguverið er 13,7 milljónir fyrir þessi þrjú næstu  ár. Þetta verður að teljast góð upphæð fyrir silungsveiðisvæði við Þingvallavatn. 

Meðalgóð laxveiðiá með 120 löxum eins og Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum er leigð fyrir þessa upphæð. Erlendum veiðimönnum eru seld veiðileyfi þarna fyrir háar upphæðir og komast víst færri að en vilja við veiðina. Þarna veiðst bolta urriðar á hverju sumri.

 


Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 10.11.2014
Betra en maður þorði að vona
Einar Kárason
Einar Kárason - 11.11.2014
Stóra hyskismálið
Einar Kárason
Einar Kárason - 09.11.2014
Hugsað til Garðars skipstjóra
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 10.11.2014
Sýnishorn af skrifum Þjóðviljans um Berlínarmúrinn
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 14.11.2014
Las sjálfsævisögu Reynis Traustasonar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 19.11.2014
Lítilmannlegt
Hermann Jónsson
Hermann Jónsson - 18.11.2014
Er einelti foreldravandamál?
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 13.11.2014
Skoðun mín hefur ekki breyst
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 15.11.2014
Börn og skilnaður
Hildur Eir Bolladóttir
Hildur Eir Bolladóttir - 18.11.2014
Að vera tapari á Íslandi
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 09.11.2014
Aldarfjórðungur frá falli kommúnismans
Ragnheiður Eiríksdóttir
Ragnheiður Eiríksdóttir - 18.11.2014
Klám og ábyrgð
Fleiri pressupennar