17. ágú. 2012 - 23:54Gunnar Bender

Veiddi vænan birting í Jónskvísl

Sjóbirtingsveiðin er að byrja á fullu þessa dagana. Sjóbirtingurinn er aðeins farinn að ganga, hans tími er að koma. Sigríður B Hrólfsdóttir veiddi þennan væna sjóbirting fyrir fáum dögum í Jónskvísl og var fiskurinn 11 pund.

Eitthvað var að fiski í kvíslinni en fiskurinn ætti að vera að koma inn þessa dagana.
Fastlind: Samningur framlengdur - frá og með sept
03.sep. 2015 - 11:07 Gunnar Bender

Ytri-Rangá orðin langefsta veiðiáin

,,Þetta er bara mokveiði,“ sagði Reynir Friðriksson við Ytri-Rangá fyrir nokkrum dögum, hann var á á Rangárflúðinni hvað eftir annað. Ytri-Rangá er langefsta veiðiáin með 5700 laxa.

Síðan kemur Miðfjarðará og hún er að detta í 5000 laxa á næsta klukkutímanum. Svo Blanda með 4570 laxa, Norðurá er komin í 2820 laxa, Eystri-Rangá með 2400 og síðan Þverá með 2130 laxa.

Veiðin gengur víða fínt ennþá, laxar eru kannski ekki að ganga á fullu en þeir sem eru fyrir taka agn veiðimanna.

 

03.sep. 2015 - 09:28 Gunnar Bender

Mýararkvísl komin yfir hundrað laxa

,,Veiðin gengur fínt en Mýrarkvísl er komin yfir 100 laxa,“ sagði Matthías Þór Hákonarson sem hefur verið mikið á bökkum Mýrarkvísl í sumar.

,, Langalygna hefur gefið best 22 laxa, Nafrahylur með 15 laxa og Hólmapollur með 13 laxa. Það eru víða fiskar í ánni,“ sagði Matthías ennfremur.

Mynd. Flottur lax kominn á land úr Mýrarkvísl fyrir fáum dögum.

03.sep. 2015 - 09:22 Gunnar Bender

Stórlaxinn má passa sig í Nesi

Tími stórlaxsins er að koma í laxveiðiám eins og í Nesi í Laxá í Aðaldal þegar hængarnir verða brjálaðir og taka agn veiðimanna. Laxá í Aðaldal er að komast í þúsund laxa og talan gæti breyst næstu daga.

Stóru laxabanarnir  eru mættir á svæðið og hófu veiðina um hádegi í gærdag. Haraldur Eiríksson, Bubbi Morthens, Nils Flomer Jorgensen, Skúli Kristinsson, Þröstur Elliðason. Jón Þór Júlíusson  og Óðinn Helgi Jónsson, hörku holl veiðimanna.

Svipað og var fyrir skömmu á svæðinu  með þá meðal annars innanborðs, Gunnar Helgason, Ásmundur Helgason, Davíð Másson, Hilmar Hansson, Oddný Magnadóttur, Þórir Grétar og fleiri  snilldar veiðimenn. Og milli þeirra Erling Ingvason og Pálma Gunnarsson.

Þegar svona lið mætir má laxinn passa sig, fiskurinn er orðinn leginn og til alls líklegur. Það er heila málið.

01.sep. 2015 - 12:27 Gunnar Bender

Styttist í þúsundasta laxinn

Laxveiðin gengur ágætlega þessa daginn, laxar ennþá að ganga  í árnar. Og veiðin fín víðast hvar.

,,Við vorum í Kjósinni og ég   veiddi 6 laxa,“ sagði Ingi Stefán Ólafsson en hann var að koma úr Laxá í Kjós, sem er að komast í þúsund laxa og það eru laxar víða í ánni.

,,Kjósin er bara góð, töluvert af fiski í henni víða,“ sagði Óðinn Elísson um Laxá í Kjós.

 

01.sep. 2015 - 09:44

Stórlax á stórafmælinu

Hafsteinn kampakátur með stórlaxinn Hafsteinn Hörður Gunnarsson fagnaði stórafmæli sínu á dögunum með viðeigandi hætti. Eftir áratuga bið rættist draumurinn á fimmtudagsafmælinu þegar hann landaði loks stórlaxi í Miðá í Dölum.
30.ágú. 2015 - 22:01 Gunnar Bender

Bullandi fjör við Ytri-Rangá

,,Þetta er bara meiriháttar, það er fullt af fiski hérna á Rangár flúðunum,“ sagði Reynir Friðriksson eftir að hann landaði laxi þar í dag, það var greinilega hellingur af fiski þarna. Ytri-Rangá hefur gefið 5400 laxa og veislan heldur áfram, dag eftir dag.

,,Laxinn tók fluguna Víagra hnýtta af Geira frænda,“ sagði Reynir ennfremur og hélt áfram að kasta.

Nokkru neðar var Reynir Friðriksson og hann setti líka í lax, fiskurinn var í tökustuði. Fiskur stökk út um allt.

30.ágú. 2015 - 21:53 Gunnar Bender

Mynd vikunnar - allt að gerast

Það er allt að gerast við Ytri-Rangána.

30.ágú. 2015 - 11:38 Gunnar Bender

Oft betri veiði í Veiðivötnum

Þessa dagana eru bændadagar í Veiðivötnum en formlegri veiði er lokið. Og veiðin hefur oft verið betri. En það veiddust næstum 18 þúsund fiskar, en skilyrði voru mjög erfið í byrjun tímabilsins, klaki og kuldi. 7671 urriðar veiddust og 10.229 bleikjur.

Eins og áður sagði eru bændadagar og veitt bæði á stöng og í net. Enda þarf að ná í klakfiska.

28.ágú. 2015 - 17:31 Gunnar Bender

Líklega sá stærsti sem ég hef veitt

,,Já, þetta var stórfiskur líklega sá stærsti sem ég hef veitt í Laxá,“ sagði Jón Helgi Björnsson formaður Landssambands veiðifélaga er við heyrum í honum í gærkveldi en skömmu áður hafði hann  veitt bolta lax í Laxá í Aðaldal.

,,Já, þetta var gaman, fiskurinn veiddist á Brúarflúð og fór beint í kalkkistu, hann var vel yfir 100 cm,“ sagði Jón Helgi ánægður með stórfiskinn úr Laxá í Aðaldal en Laxá hefur gefið 960 laxa og nokkra vel væna.

28.ágú. 2015 - 17:27 Gunnar Bender

Alli Pé fer á kostum

,,Mér finnst þessar myndir flottar, bara snilld,“ sagði veiðimaður sem var að skoða facebook síðu Aðalsteins Péturssonar en þar birtast 12 myndir af löxum að stökkva í Þverá í Borgarfirði.

 En Aðalsteinn hefur verið að þar að gæta veiðimenn  síðustu sumar og veit hvar laxinn stekkur nákvæmlega í ánni. Eins og sést á þessari mynd er sjón er sögu ríkari og við tökum undir það að myndirnar eru mjög  flottar. Laxadans!

27.ágú. 2015 - 21:33 Gunnar Bender

Setti í maríulaxinn í Ytri-Rangá

,,Fór með guttann  í veiði um daginn í Ytri-Rangá  og  það tók hann ekki nema fimm mínútur  að setja í fyrsta laxinn í Ægi síðufossinum,“ sagði Guðmundur Atli Ásgeirsson um maríulaxinn hjá syninum.

,,Við vorum með 11 feta Mackenzie switch stöng, mjög stuttan sökkenda og létta túbu svo það var lítið mál fyrir Áka að kasta nógu langt til að ná í lax,“ sagði Guðmundur ennfremur.

Ytri-Rangá er að komast í 5000 laxa eftir fáa daga. Efsta veiðiáin er Blanda og síðan kemur Miðfjarðará.

Mynd. Áki Guðmundsson með maríulaxinn úr Ytri-Rangá.    Mynd Guðmundur

25.ágú. 2015 - 21:05 Gunnar Bender

Landsmetið fallið í Blöndu

Veiðin hefur verið ævintýraleg í Blöndu í nánast allt sumar og ekkert lát er á. Og landsmetið féll á bökkum Blöndu í dag þegar lax númer 4230 kom á land.

,,Já, metið er fallið en fyrra metið í sjálfbæri laxveiðiá var í Þverá og Kjarrá í Borgarfirði 4165 laxar,“ sagði Vignir Björnsson veiðivörður í Blöndu rétt eftir að metið féll.

,,Veiðin er ennþá góð, lúsugur lax að ganga og ekkert yfirfall. Þetta er bara flott hérna við Blöndu,“sagði Vignir ennfremur

24.ágú. 2015 - 11:07 Gunnar Bender

Mynd vikunnar úr Húnavatnssýslu

Það er víða fallegt við veiðivötnin. Þessi mynd er tekin fyrir nokkrum dögum við Svínavatn í Húnavatnssýslu.   Mynd G.Bender

24.ágú. 2015 - 10:59 Gunnar Bender

,,Þetta var mjög gaman“

,,Laxveiðin er skemmtileg og þetta er gaman,“ sagði Valdimar Grímsson sem setti í tvo laxa á stuttum tíma í Hrútafjarðará í Réttarstregnum í gær.

,,Það er greinilega töluvert af laxi hérna, hann var að stökkva um allan strenginn. Reyndi líka í Réttarfossinum hérna fyrir ofan og það  mikið af fiski þar, en þeir tóku ekki. Það er torfur þar af fiski,“ sagði Valdimar og kastaði flugunni áfram á strenginn, fiskurinn var þarna.

Þess má geta að Hrútafjarðará er að komast í 500 laxa.

21.ágú. 2015 - 11:17 Gunnar Bender

35 punda bolti á sveimi í Laxá í Aðaldal

,,Við vorum í Laxá í Aðaldal fyrir skömmu og það var gaman,“ sagði veiðimaður sem var vitni af því þegar stórfiskur slapp af fyrir neðan Æðarfossa og hann var enginn smásmiði sá fiskur.

,,Veiðifélagi minn setti ég fiskinn og var með hann á í tuttugu mínútur en þá fór  hann af á Breiðunni. Eins og hann sagði frá sagði strax réði hann ekkert við fiskinn. .Þetta var fiskur nálægt 35 pundum, þvílíkt flykki og  laxinn réði ferðinni allan tímann,“ sagði veiðimaðurinn sem veiddi í soðið en sá stóri slapp og er ennþá á sveimi í ánni.

21.ágú. 2015 - 11:10 Gunnar Bender

Aldrei séð annað eins drasl

,,Við skruppum aðeins í Varmá í fyrradag en veiðin var róleg, mest smáfiskar. En það voru vænir fiskar í Reykjafossi uppfrá en þeir tóku alls ekki en stukku fossinn,“ sagði Jón Skelfir sem fór með Sigurgeiri bróður sínum í Varmá, en veiðin vakti ekki mesta athygli hjá mér sagði Jón og bætti við.

,,Draslið í kringum ána er hrikalegt, ég týndi aðeins það sem ég sá en það hefði ekki dugað vikan til að týna þetta allt. Þvílíkt umgengni við ána, aldrei séð annað eins drasl. Þetta er veiðimönnum til skammar að ganga svo um ána,“ sagði Jón og hneykslaður mjög. Það er ekki skrítið.

20.ágú. 2015 - 18:31 Gunnar Bender

Slagurinn á veiðitoppnum harðnar

Laxveiðin gengur ennþá vel, laxar að  koma á hverju flóði og bullandi gangur í mörgum veiðiám. Ytri-Rangá er kominn á toppinn og veiðin í henni hefur verið frábær en hún hefur gefið 4200 laxa. Það er mokveiði dag eftir dag.

Blanda sem ekki er farinn á yfirfall er með 4020 laxa, kominn yfir 4000 þúsund. Veiðimaður sem við hittum við Blöndu í vikunni sagði að þetta væri bara veisla dag eftir dag. Hann veiddi yfir 100 laxa á nokkrum dögum.

Miðfjarðará hefur 3710 laxa og það er mikið af fiski, of mikið sagði einhver. Getur það verið?

Og Laxá á Ásum með sínar tvær stangir er að komast í 1300 laxa. Veislan heldur greinilega áfram.

 

19.ágú. 2015 - 10:08 Gunnar Bender

Róleg veiði hjá fjármálaráðherra

Veiðin hefur verið frekar  í róleg í Hofsá í Vopnafirði og það var engin breyting á þegar Bjarni Benediktsson mætti með stöngina í ána fyrir nokkrum dögum. En Hofsá hefur aðeins gefið 400 laxa og Selá líka ættuð í Vopnafirði hefur gefið 950 laxa.

Þrátt fyrir góða takta hjá fjármálaráðherra gekk veiðin rólega en hann fékk lax. Bjarna þykir gaman að veiða og þykir lunkinn með stöngina. En það dugir ekki þegar ekki mikið um laxinn eins og Hofsá þessa dagana.

Mynd. Bjarni Benediktsson þykir lunkinn með veiðistöngina og þykir gaman að veiða. mynd G.Bender

19.ágú. 2015 - 09:55 Gunnar Bender

Kvótinn settur á fyrir veiðitímann

Það er rétt að taka það fram að kvótinn í Leirvogsá var settur á löngu fyrir veiðitímann en ekki núna þegar veiðin byrjaði á fullu. Leirvogsá er komin vel yfir 400 laxa og áfram á hún eftir að bæta sig verulega, það er hellingur eftir af veiðitímanum.

,,Við erum búnir að veiða nokkra laxa, það er mikið af fiski,“ sögðu veiðimenn sem við hittum við Helguhylinn í Leirvogsá í vikunni, veiðin hafði gengið vel. Fiskur var að ganga á hverju flóði.

17.ágú. 2015 - 21:48 Gunnar Bender

Blanda að detta í fjögur þúsund laxa

,,Við fengum fína veiði, yfir 60 laxa en náðum ekki kvótanum, fullt af fiski,“sagði Zopínas Ari Lárusson á Blönduósi um veiðitúr í Blöndu.

Það er ekkert yfirfall í Blöndu, sama mokveiðin áfram og lax númer 4000 að koma á land á hverri mínútu. Veislan hefur áfram.

Blanda er löngu komin yfir metið í fyrra og laxinn er ennþá í hverju kasti. Ekkert yfirfall og veiðimenn sem maður hittir við ána eru allir með sömu mokveiði dag eftir dag.