12. jún. 2012 - 10:35Gunnar Bender

Töluvert af laxi kominn í Kjósina

,,Við opnun Laxá í Kjós 20 og Grímsá 22, þetta styttist verulega og það er komið töluvert af laxi allavega í Kjósina,"sagði Jón Þór Júlíusson, við spurðum um stöðuna hjá Hreggnasa.

En veiðin togast áfram þessa dagana. Straumarnir í Borgarfirði hafa gefið 10 laxa, Ferjukotseyrar 3 laxa, Norðurá í Borgarfirði er komin í milli 55 og 60 laxa og Blanda er í 53 löxum.

22.júl. 2014 - 20:29 Gunnar Bender

Yfir hundrað laxar á land og flestir stórir

,,Svalbarðsá í Þistilfirði  er kominn yfir 100 laxa og er megnið af því tveggja ára lax,“ sagði Júlíus Jóhannsson sem var að koma úr ánni fyrir nokkrum dögum.

,,Eins árs laxinn er mjög flottur og í góðum holdum,“ sagði Júlíus ennfremur. Árnar fyrir austan hafa verið að gefa stóra laxa, bolta. Það er næstum sama hvað á er fyrir austan, stórfiskurinn er mættur.

Mynd: Júlíus Jóhannsson með vænan fisk Í Svalbarðsánni.

 

22.júl. 2014 - 12:38 Gunnar Bender

ÍR-ingurinn fékk maríulaxinn

,,Sonurinn var svakalega ánægður með maríulaxinn sinn sem hann veiddi í Stórafossi í Elliðaánum í morgun,“ sagði Ingimundur Bergsson en sonur hans ÍR-ingurinn  Arnar Máni veiddi fiskinn í morgun.

,,Það var töluvert að ganga af fiski í ána,“ sagði Ingimundur ennfremur. 

 

 

22.júl. 2014 - 12:00 Gunnar Bender

Pálmi á stórfiskaslóðum í Rússlandi

Á meðan laxveiðin er frekar slöpp hérlendis hafa veiðimenn farið á veiðislóðir erlendis eins og í Rússlandi þar sem Pálmi Gunnarsson var að veiða. Veiðin hefur verið ágæt og Pálmi veiddi nokkra stóra laxa en hann var á Kolaskaganum.

Um leið og hann kláraði síðustu Mannakorns plötu skellti hann sér veiðina í Rússlandi með góðum árangri.

 

21.júl. 2014 - 21:10 Gunnar Bender

Leikstjórinn fór á kostum við Hítará

Hollywood leikstjórinn frægi Ouentin  Tarantiono dvaldi við veiðar í Hítará á Mýrum helgina og veiddi meðal annars fyrsta laxinn sinn á ævinni, maríulaxinn sinn.

Og hann fór á kostum við veiðiskapinn en það er Stangaveiðifélag Reykjavíkur sem leigir ána en veiðin hefur verið upp og ofan í ánni í sumar. Myndin var feginn með góðfúslegu leyfi SVFR.

 

 

21.júl. 2014 - 21:06 Gunnar Bender

Frábær silungaveiði víða

Silungsveiðin hefur víða verið frábær eins og fyrir norðan, urriðasvæðið Þingeyjarsýslu gefið vel af fallegum fiskum og veiðimenn sem voru þar fyrir skömmu veiddu nokkra fiska frá 4 uppí 7 pund.

,,Þetta er bara frábært,“ sagði einn af þeim veiddi yfir sig af urriða. Veiðin var svo svakaleg.

Og veiðimaður sem var að koma úr Fremri-Laxá á Ásum sagði að mikið væri af fiski, sumir vænir aðrir smærri. Það er fátt skemmtilegra en að veiða silunginn á þurrflugu, það er toppurinn sagði veiðimaðurinn ennfremur.

Veiðimenn hafa verið á fá 30 til 40 silunga á svæðinu uppá síkastið mest. 

 Mynd: Þau Kristófer Ingi Maack og Sigrún Ósk Jakobsdóttir voru á veiðislóðum við Fremri-Laxá á Ásum fyrir nokkrum dögum. En vel hefur veiðst þar.

 

 

20.júl. 2014 - 19:49 Gunnar Bender

,,Það var torfa hérna fyrir neðan“

,,Þetta er erfitt en það var torfa hérna áðan en hún hefur verið hérna í nokkra daga að komast sér uppí ána,“ sagði Jón Þ. Einarsson sem var veiðar á Breiðunni í Elliðaánum í dag og var búinn að landa einum laxi þegar okkur bar að garði.

,,Laxinn er erfiður,“ sagði Jón sem renndi á fimm laxa en þeir voru áhugalausir mjög fyrir agninu. Það veiddust fjórir laxar í morgun,“ sagði Jón og hélt áfram að renna á   laxa. Flottir 4 til 6 punda laxar.

 

19.júl. 2014 - 23:28 Gunnar Bender

Fiskleysi - enginn veit ástæðuna

 ,,Við vorum að koma úr Laxá í Dölum og áin hefur gefið 21 lax. Áin er tóm, samt er frábært vatn. Sá ekki hreyfingu niður í ósi,“ sagði Björn K. Rúnarsson leiðsögumaður sem var við Laxá í Dölum og það taka fleiri í sama streng, laxveiðin er léleg.

Því miður fyrir alla. Holl eftir holl hafa verið fisklaus í ánum og nokkrar núllað nokkrum sinnum. Þannig er bara staðan og enginn veit neitt hvers vegna.

Ummæli Einar Sigfússonar sölumanns á veiðileyfum í Norðurá í Borgarfirði og eins af eigendum Haffjarðarár í Morgunblaðinu í dag hafa vakið athygli meðal veiðimanna og reiði í fiskleysinu. En þar segir Einar.

,,Þetta er þunglyndisraust um veiðibrest og litla laxveiði.“

 Svo mörg voru þau orð. Laxveiðin er léleg, smálaxinn kemur ekki. það er staðan núna. 

 

19.júl. 2014 - 14:13 Gunnar Bender

Leiðbeinir veiðimönnum að kasta fyrir stórfiska

 ,,Ég er aðeins búinn að veiða í sumar,“ sagði Stefán Ágúst Magnússon öðru nafni Doktor Fly,  þegar við hittum hann og tókum smá spjall við hann en hann hefur verið að kenna veiðimönnum leyndardóma fluguveiðanna á hverjum ári síðustu 30 árin.

,,Já, ég hef kennt fluguveiði núna í meira en 30 ár, en maður kennir fólki að kasta flugunni rétt fyrir stórfiskana og velja réttu fluguna. Það skiptir miklu máli þegar veiði er annarsvegar. Mér finnst þetta alltaf jafn skemmtilegt en ég lána, stangir og vöðlur og fer með fólk ef það vill á veiðislóðir,“ sagði Stefán sem var að fara að kenna ungum veiðimönnum réttu handtökin.

Áhuginn var mikil, kennarinn hélt þeim alveg við efnið og miklu meira en það.

 

18.júl. 2014 - 16:42 Gunnar Bender

Sjötugur og veiddi stærsta laxinn sinn

,,Þannig var að Pétur Stefánsson varð sjötugur fyrir skömmu og náðum við í  tvo daga í Hrútafjarðará og því sleppir engin sem mögulega getur,“ sagði Steinar Kristjánsson uppstoppari í samtali við Veiðipressuna.

,, Fiskar sáust víða um ána  mest vænir tveggja ára  nýgengnir laxar. Þegar okkur bar að í  Búrhylnum ákvað Pétur  að að setja undir svarta Sunray Tsunami og fékk flotta og ákveðna  töku. Við sáum strax að hann færi ekki af við nema með einhverri óheppni og því var ekki  hjá Pétri.  Og eftir langan tíma og mikla baráttu náðist á land 89 sentimetra lax,“ sagði Steinar.

Honum var síðan sleppt þó nokkuð neðar í ánni eftir mikið brambolt og hlaup. Þetta var stærsti laxinn sem Pétur hefur veitt hérlendis og skemmtilegt þegar ný orðinn sjötugur.  Síðan var mikið  af fisk alla leið upp í Réttarfoss og Réttarstreng.

,,Kíktum svo á nokkra staði þekkta fyrir að geyma stóra fiska og reyndist það rétt vera. Vorum þá búnir að hvíla Búrhyl og í þriðja  kasti kom einn lítill grálúsugur ( örlax eða bara það sem menn vilja kalla þessa 3 punda laxa) sannarlega smálax sem hentaði vel á grillið. Ég gæti endalaust veitt í Hrútunni áin er skemmtileg og þarna veiddi Pétur stærsta laxinn sinn,, sagði Steinar Kristjánsson.

 

17.júl. 2014 - 21:57 Gunnar Bender

,,Við erum búnir að fá tvo laxa“

,,Þetta er gaman, við erum búnir að fá tvo  laxa og tvo urriða,“ sögðu þeir bræður Einar og Magnús Hjaltasynir sem voru á veiðidegi sem Stangaveiðifélag Reykjavíkur hélt við Elliðaárnar í dag en áin hefur gefið 212 laxa í sumar.

,,Þetta hefur verið allt í lagi í dag,“ sagði Jón Einarsson maður með marga ára reynslu í veiðinni. Hann var að leiðbeina veiðimönnum við Elliðaárnar í dag.

 

17.júl. 2014 - 14:11 Gunnar Bender

Gott vatn og stór straumur duga ekki til

Svo virðist sem lítið hafi gengið af laxi í stóra strauminn fyrir nokkrum dögum. Laxveiðin er nákvæmlega ekkert að lagast. Gott vatn, stór straumur en lítið af fiski ennþá. Þó það sé ekki öll nótt úti, það geta komið laxar.

Blanda sleppur en samt  er minni veiði en á sama tíma í fyrra og Þverá og Norðurá með miklu minni veiði. líka Rangárnar. Góðar laxveiðiár eru með 60% til 90% minni veiði en á sama tíma í fyrra.

,,Áin er tóm, enginn fiskur samt gott vatn,”  það er það  sem veiðimenn  segja þessa dagana. Laxveiðin var frábær í fyrra en núna lítið að gerast sumstaðar. Sumarið ætlar að vera flopp.

Og málið er að engin veit hvað veldur þessari tregu veiði, seiðabúskapurinn, makríllinn eða bara eitthvað allt annað. Við skulum vona að laxinn sé bara seinni ár ferðinni en í fyrra. Þá er ennþá von.

17.júl. 2014 - 13:53 Gunnar Bender

Silungsveiðin gengur frábærlega víða

Silungsveiðin hefur víða verið góð, öfugt við laxinn. Silungurinn er vel haldinn og vænn. Veiðimaður var í Þórisstaðavatni í gær veiddi á stuttumtíma fjórar 3 og 4 punda bleikjur.

,,Við vorum að koma af urriðasvæðinu í Laxá í Þingeyjarsýslu og fengu 65 góða urriða. Það var veiðimaður þarna fyrir nokkru sem veiddi nokkra flotta stórfiska,“ sagði Hörður B. Hafsteinsson sem var að koma af urriðasvæðinu þar sem veiði hefur verið mjög góð það sem af er sumri og þetta hefur verið á fleiri stöðum í silungsveiðinni.

Bleikjuveiðin hefur víða verið góð eins og Hjaltadalsá og Kolku þar sem hefur veiðst töluvert af stórbleikju. Allt að 10 punda fiskum.

16.júl. 2014 - 15:56 Gunnar Bender

Blanda með langflesta laxa

,,Veiðin gengur vel hérna það eru komnir 820 laxar á land," sagði Vignir Björnsson er við spurðum um Blöndu. En Blanda er langefsta laxveiðiáin þessa dagana.

,,Það hafa veiðst 20 laxar í Svartá,," sagði Vignir ennfremur.

16.júl. 2014 - 13:20 Gunnar Bender

Hvernig líta veiðitölurnar út á morgun?

Ekki er vitað hvort veiðimenn séu á nálum en þeir eru allavega á tánum og bíða eftir veiðitölum úr laxveiðiánum á morgun sem verða birtar á vef Landsambands Veiðifélaga. En þrátt fyrir mjög stóran straum hefur laxveiðin lítið sem ekkert lagast neitt. Smálaxinn lætur lítið sem ekkert sjá sig en stórlaxinn heldur lífi í veiðinni.

Seinni partinn á morgun kemur staðan í ljós, Blanda er ennþá langbesta veiðiáin og Þverá og Norðurá eru þar svolítið fyrir neðan. 

 

15.júl. 2014 - 22:25 Gunnar Bender

Fiskur kringum 30 pundin slapp í Sandá

Núna þegar veiðin er aðeins komin af stað hefur hver stórlaxinn af öðrum veiðist í Sandá í Þistilfirði höfum frétt. Nokkrir laxar hafa veiðst yfir 20 pundin enda áin þekkt fyrir stórlaxa.

Veiðimaður missti fisk kringum 30 pundin jafnvel stærri fyrir nokkrum dögum síðan í ánni. 

,,Þetta var hvalur,“ sagði heimildarmaður okkar um fiskinn stóra slapp og hefur ekki sést síðan.

 

15.júl. 2014 - 22:13 Gunnar Bender

Bjössi og Dísa á veiðislóðum í Aðaldalnum

Laxá í Aðaldal  hefur verið  í stuði það sem af er sumri og  mikið að stórlaxi virðist vera að ganga. Bjössi og Dísa í World Class voru á veiðislóðum í  Laxá í Aðaldal fyrir skömmu og Matthías Hákonarson var með þeim við veiðarnar. 

 ,,Kvöldið áður áttum við Mjósundið og þar voru skilyrði erfið vatnið algjör spegill en laxinn var töluvert að sýna sig. Bjössi kastaði micro hitch á brotið og þar velti sér einn aftan við fluguna en fékkst ekki til að taka,“ sagði Matthías er við spurðum veiðina.

 ,,Ég sá það fljótt að Bjössi er mikill veiðimaður en hann setti í þrjá laxa fyrir neðan fossa, tvo mjög stóra, annan sem sleit eftir að hafa farið utan í stein og hinn hreinlega losaði sig eftir um það bil 10 mínútna viðureign, en það getur verið snúið að eiga við svona stóra fiska. Hann landaði svo flottum 77 sentimetra úr Kistukvísl. Mikið að laxi var fyrir neðan Fossa og voru þetta allt stórir laxar. Dísa náði svo einum á land 82sentimerta úr Bjargstreng,“ sagði Matthías  um veiðina hjá þeim.

15.júl. 2014 - 22:03 Gunnar Bender

Fín urriðaveiði í Mýrarkvíslinni

,,Mýrarkvísl er búinn að gefa rúmlega 400 urriða og hefur mesta veiðin verið á þurrflugu og púpur en sá stærsti er 62 cm,“ sagði Matthías Hákonarsson er við spurðum um Mýrarkvíslina.

 ,,Mikið að fiski er frá 40-50 sentimetrar  en laxinn er líka mættur og farinn að veiðast á svæðum 1. og 2. í Mýrarkvísl þó menn hafi misst mun fleiri en hafa komið á land. 

 Eftir gærdaginn í Mýrarkvísl tók ég seinni vakt á Árbót og náði einum laxi í Höskuldsvík, 84 sentimetrar  en nóg er af lausum leyfum í Árbót á næstunni,“ sagði Matthías ennfremur.

 

14.júl. 2014 - 23:07 Gunnar Bender

Framhaldið í laxveiðinni ræðst á næstu dögum

,,Við vorum að koma úr Laxá í Dölum og fengum 3 laxa, áin hefur gefið innan við 10 laxa. Það er ekki mikið af fiski,“ sagði Guðmundur Ágústsson veiðimaður sem var að koma af veiðislóðum en laxveiðin hefur alls ekki verið góð og ekkert virðist bóla á öllum göngunum sem allir áttu von á.

,,Tveir þrír næstu dagar munu skera úr um framahaldið með veiðina, hvort eitthvað muni koma af laxi,“ sagði maður sem þekkir stöðuna vel. Það er stærsti straumur í dag og það voru aðeins  koma laxar í Elliðaánum í kvöld en ekkert stórt. Einn og einn fiskur.

Staðan er grafalvarleg, laxinn er ekkert að koma. Það er bara staðan, árnar eru sumar nánast fisklausar. Holl sem voru að gefa frábæra í fyrra, gefa lítið sem ekkert núna  á sama tíma.

 

14.júl. 2014 - 17:59 Gunnar Bender

Nils heldur áfram að hrella stórfiskinn

Danski undraveiðimaðurinn Nils Folmer Jorgensen heldur áfram að veiða stórlaxa í laxveiðiánum en hann veiddi einn slíkan í Hrútafjarðará í morgun sem var103 sentimetrar.

Nú síðustu árin hefur hann veitt á hverju ári nokkra slíka fiska hvort sem það er lax eða stór urriði. Hann var í Aðaldal um daginn og þar veiddi hann stóran líka.

Þetta er greinileg sumarið sem allt getur gerst. Sigmundur Davíð opnaði Norðurá, blár lax  sést synda um Elliðaárnar og laxatorfurnar sást hvergi, bara einn og einn lax. Hvað næst?

14.júl. 2014 - 10:30 Gunnar Bender

Níu þúsund fiskar á land í Veiðivötnum

Veiðin í Veiðivötnum hefur verið allt í lagi í sumar en það hafa veiðst  8700 fiskar. Veðurfarið hefur sett strik í reikinginn, rok og rigning eins og víða  við veiðiár og vötn þetta sumarið.

Stærsti fiskur sumarins  var 11.3 punda og veiddist í Stóra-Hraunsvatni. Langmesta veiðin hefur verið í Litla-sjó.

 

12.júl. 2014 - 18:54 Gunnar Bender

Teitur með stórfisk í Aðaldalnum

,,Þetta var 90 cm lax og veiddist í Spegilflúðinni á túbu,“ sagði Teitur Örlygsson, körfuboltaþjálfari, sem var að veiðislóðum í Aðaldal þegar við heyrðum í honum  í dag.

,,Ég var ekki lengi að landa fiskinum, hún var þæg. Þetta er kropp hérna í Aðaldalnum núna,“ sagði Teitur sem var ánægður með laxinn stóra.

 Laxá í Aðaldal var að skríða í 150 laxa og stóri körfuboltaþjálfarinn Teitur Örlygsson veiddi númer 150 og það var vænn lax. 

 

12.júl. 2014 - 18:40 Gunnar Bender

Laxinn er hellast inn í Kjósina

,,Þetta er allt að koma í Laxá í Kjós, neðri svæðin eru að detta inn,“ sagði Haraldur Eiríksson sem var að koma úr Laxá í Kjós en mikið vatn hefur verið þar eins og víðast annarsstaðar þessa dagana. Of mikið vatn og litað.

12.júl. 2014 - 11:07 Gunnar Bender

Þegar prentarinn mætir þá koma laxarnir

,,Þetta er rólegt ennþá en laxar þó einn og inn,“ sagði Einar Guðmundsson prentari og veiðimaður af guðsnáð en hann var staddur við Elliðaárnar að leiðbeina veiðimönnum sem voru þar við veiðar.

Einn og einn lax var að skríða upp ána en það voru engar stórar torfur en prentarinn var mættur og það boðar gott fyrir ána. Laxinn gæti mætt í ennþá ríkari mæli næstu daga.

Prentarinn veit á gott og áin hefur gefið 150 laxa.Næstu dagar gætu orðið góðir.

 

 

11.júl. 2014 - 17:54 Gunnar Bender

Fyrsti laxinn á Vatnasvæði Lýsu

,,Fyrsti laxinn er kominn á land hérna hjá okkur á vatnasvæði Lýsu og hann var 12 punda,“ sagði Gunnar Jónasson veiðivörður  í gærkveldi er við spurðum um stöðuna á svæðinu. En gott vatn en það sem helst vantar eru veiðimenn með stangir.

,,Það hefur veiðst hellingur af urriða, sæmilega  stórum sumum,“ sagði Gunnar ennfremur.

Það er gamna að kasta flugunni fyrir fiskana í læknum á milli vatnana á  vatnasvæði Lýsu og fá þá til að taka smáar flugur.

10.júl. 2014 - 09:20 Gunnar Bender

125 laxar komnir á land í Elliðaánum

Það eru veiðimenn á öllu aldri sem renna fyrir fisk í Elliðaánum. Hann Júlíus Geirsson er 86  ára og var í Elliðaánum í góðra vina hópi í fyrradag.  

Áin hefur gefið 125 laxa núna og það hafa sést laxar á leiðinni uppí ána.

10.júl. 2014 - 09:17 Gunnar Bender

200-300 laxar fyrir utan Langá

Svo virðist sem laxinn sé miklu seinni á ferðinni en í fyrra á sama tíma. tveimur vikum allavega.  Í gær sást 200-300 laxa torfa fyrir utan Langá á Mýrum, stórlax og smálax í bland. Og Ásgeir Heiðar sá góða torfu fyrir utan Geirsnefið.

En vonir veiðimanna er blendnar þessa dagana. Kannski eru torfurnar að koma stórar og smáar. Þær verða að koma, það er nauðsynlegt.

 

08.júl. 2014 - 22:11 Gunnar Bender

Fyrsti laxinn úr Möggusteini

Laxveiðin hófst eftir  hádegi í dag í Breiðdalsá og fljótlega veiddist fyrsti laxinn í Möggusteini rétt fyrir neðan Neðri-Beljanda, 12 punda fiskur. Það var erlendur veiðimaður sem veiddi laxinn.

,,Það eru komnir tveir laxar á land, hinn var minni en sá fyrsti og fékkst í Ármótunum,“ sagði Þröstur Elliðason leigutaki Breiðalsár, en áin var opnuð seinna en verið hefur áður.

Laxinn er greinilega mættur í Breiðdalsá en áin er vatnsmikil þessa dagana eins og fleiri núna. Staðan er góð í Breiðdal, áin er vatnsmikil og laxar sáust stökkva niður í ós í fyrradag og fyrsti laxinn var lúsugur.

 


08.júl. 2014 - 15:00 Gunnar Bender

Hundrað laxa múrinn rofinn í Elliðaánum

,,Elliðaárnar eru komnar í 100 laxa og veiðimenn eru að fá kvótann,“ sagði Ari Hermóður Jafetsson er við spurðum um Elliðaárnar, sem eru komnar í 100 laxa.

,,Leirvogsá er líka að gefa og tveir stórlaxar hafa veiðst þar. Þetta er allt að koma,,“ sagði Ari Hermóður ennfremur.

 

08.júl. 2014 - 12:03 Gunnar Bender

Missti stórlax í Ytri-Rangá

,,Þetta var stórfiskur, líklega yfir 20 pund en  ég missti hann eftir töluverða baráttu  fyrir neðan Ægissíðufossinn,“ sagði Sigurður G.Árnason sem var missa boltafisk í Ytri-Rangá fyrir fáum dögum.

,,Já þetta var barátta og líklega einn  stærsti lax sem ég hef sett í um ævina,“ sagði Sigurður ennfremur.

Veiðin hefur verið frekar róleg  í Rangánum.

07.júl. 2014 - 12:51 Gunnar Bender

Frábær netaveiði í Þjórsá

Netaveiðin hefur gengið frábærlega í Þjórsá og hefur hver stórlaxinn  á fætur öðrum lent í netunum þeirra sem hafa lagt þau. Enda ekkert nema tveggja ára laxar  veiðast  þessa dagana eins árs laxinn hefur lítið komið ennþá.

,,Veiðin hefur verið frábær,“ sagði okkar maður á staðnum. Veiðin í Rangánum hefur ekkert verið sérstök og ekki heldur í Ölfusá þess vegna hefur þetta vakið þó nokkra athygli. Hvers vegna veiðist svona vel í Þjórsánni velta veiðimenn töluvert fyrir sér þessa dagana.


Aðsend grein
Aðsend grein - 10.7.2014
Átt þú atvinnumann framtíðarinnar?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 13.7.2014
„Þú hæstvirta aukakíló“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 09.7.2014
Skopmynd Halldórs af mér
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 08.7.2014
Einkennileg fréttamennska
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 11.7.2014
Góður vinnustaður
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 13.7.2014
Tvær fjasbókarfærslur
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 09.7.2014
Svör við spurningum tveggja fréttamanna
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.7.2014
Stúlkan frá Ipanema
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 10.7.2014
Hver átti frumkvæðið?
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 21.7.2014
Stund úlfsins
Brynjar Eldon Geirsson
Brynjar Eldon Geirsson - 16.7.2014
Hver sigrar á The Open
Fleiri pressupennar