12. jún. 2012 - 10:35Gunnar Bender

Töluvert af laxi kominn í Kjósina

,,Við opnun Laxá í Kjós 20 og Grímsá 22, þetta styttist verulega og það er komið töluvert af laxi allavega í Kjósina,"sagði Jón Þór Júlíusson, við spurðum um stöðuna hjá Hreggnasa.

En veiðin togast áfram þessa dagana. Straumarnir í Borgarfirði hafa gefið 10 laxa, Ferjukotseyrar 3 laxa, Norðurá í Borgarfirði er komin í milli 55 og 60 laxa og Blanda er í 53 löxum.

18.des. 2014 - 16:28 Gunnar Bender

Veiðimenn ekkert að fara í jólaköttinn í ár

,,Við erum mjög ánægðir með bókina um Vatnsdalsá og hún hefur fengið fínar viðtökur,“ sagði Pétur Pétursson útgefandi og veiðimaður, en veiðimenn hafa ýmislegt að lesa um jólin og skoða.

Bókin um Vatnsdalsá er hnaus þykk eins og Hnausastrengurinn. Það myndi ekki duga öll  jólin að lesa bókina um Vatnsdalinn. Guðmundur Guðjónsson hefur setið sveittur við skriftir síðustu mánuði og er með skotveiðibók, Árbókina, og þrjár litlar nettar bækur um veiðiskap. Sturla Friðriksson er líka með stórskemmtilega bók um veiðiskap og fleira.

Hægt er að ná sér í DVD diska og horfa á þá en stórlaxabaninn Nils Flomer Jorgensen er með diskinn sem ber heitið Lærðu að fanga fiskinn. En hann hefur sett heldur betur í stórfiska hin síðari árin.

Veiðimenn eru ekkert að fara í jólaköttinn, úrvalið er gott og það eru ekki nema 120 dagar þangað til veiði byrjar aftur fyrir alvöru.

 

 

17.des. 2014 - 13:16 Gunnar Bender

Margir munu ekki borða rjúpur um jólin

Rjúpnaveiðin hefur aldrei verið slappari en núna á þessu tímabili og margir munu ekki borða rjúpur þessi jól. Þúsundir  færri rjúpur veiddust þetta tímabil en var fyrir ári síðan.  Veðurfarið var slæmt þegar rjúpnaveiðimenn máttu fara til veiða, dag eftir dag.

,,Ég hef aldrei lent í þessu svona, tíðarfarið það var slæmt helgi eftir helgi og lítið að hafa þegar maður gat farið til veiða,“ sagði skotveiðimaður sem náði sér í jólamatinn en vissi af mörgum sem ekki náðu í jólamatinn. Og það er heila málið og margir munu ekki ekki borða rjúpur þessi jól.

Og rjúpan er ekki gefin, dýrasta verðið sem hefur  heyrst  er reyndar frá  7 uppí 10 þúsund.. Það má reyndar ekki selja hana, málið er svolítið snúið þess vegna.   En sumir geta ekki hugsað sér jólin nema með rjúpur á milli tannanna. Þeir eiga eftir að borða eitthvað annað.

17.des. 2014 - 13:10 Gunnar Bender

Verður að varðveita veiðisafnið í Ferjukoti

Fátt var skemmtilegra en að stoppa í Ferjukoti í Borgarfirði, seinsnar frá Hvítánni og heila uppá Þorkel Fjeldsted. Veiðisafnið er stórmerkileg heimild um veiðiskap fyrri ára og þá sérstaklega netaveiðina.

Þetta verður að varðveita, safnið þetta  er saga mörg ár aftur í tímann. Harkan hjá fjölskyldunni að halda þessu úti og fræða menn um söguna er bara snilld. Sagnastíll Þorkels var eitthvað sem maður mun ekki gleyma, sama hvað tíminn mun molna. 

Þess vegna verður einhver að taka við, Ferjukot er staðurinn og Hvítá er áin. 

16.des. 2014 - 16:49 Gunnar Bender

Íslenskir veiðimenn að hverfa í stórum hópum

Erlendum veiðimönnum fjölgar í laxveiðinni með hverju árinu,  það eru veiðileyfasalar sammála um sem  Veiðipressan hefur rætt við síðustu daga.

 ,,Eða eins og einn sagði það koma fleiri og fleiri erlendir veiðimenn hérna á hverju ári en menn eru sammála um að Íslendingum sé að fækka með hverju ári. Það sést verulega á hópnum á hverju ári. hundurðir hætta og fáir koma í staðinn. Menn finna sér nýtt sport og fækka veiðiferðum. 

Eða eins af þeim sem hefur veitt töluvert sagði. ,,Menn hafa fækkað veiðitúrnum, kannski tveir, þrír en voru fimm, sex fyrir nokkrum árum. Það er engin kraftur í kringum Landsamband Stangaveiðifélaga lengur. Engu er mótmælt þó svo erlendir veiðimenn fái laxveiðiár með fjármagninu einum saman. Hver er formaður Landssambandsins? Ekki veit ég það sagði veiðimaðurinn og það var bara töluvert til í þessu hjá honum.

Kraftinn vantar það eru menn sammála um innlendir veiðimenn draga að kaupa margir veiðileyfi frammá síðustu daga sem þeir ætla að veiða. Þeir bíða og sjá hvernig veiðin verður. Hvort laxagöngurnar komi. Það er staðan.

12.des. 2014 - 09:41 Gunnar Bender

Útlendingar að yfirtaka margar laxveiðiár

Það hefur færst verulega í  vöxt að erlendir veiðimenn séu að yfirtaka laxveiðiárnar, ein af annarri. Og það sorglegasta við þetta er allt saman eins og með  Hólkná er að það eru Íslendingur  sem stendur á bakvið þessa menn eru eru að leigja ána til 10 ára. Þeir byggja lúxus veiðihús og eftir tíu ár á veiðifélagið húsið stuldlaust. Og leigan á ánni hækkar upp úr öllu valdi við það að þessir menn leiga hana. Þetta er ekki eina dæmið þau eru mörg

Allt frá því að hann tók Haukadalsá í Dölum, svissneski  maðkveiðimaðurinn Ralphs Dopplwers, hefur hann  ekki hætt að reyna að leigja laxveiðiár til þess að veiða þær með maðki fram og til baka. Næsta tók hann Flekkudalsá, missti hana eftir stuttan tíma, náði  síðan Dunká þar sem hann veiðir bara með maki.  Og fyrir skömmu bauð hann í Kálfá og var með hæsta tilboð en ekki var samið við hann og síðan gerði 12,5 milljóna tilboð í Álftá á Mýrum en það ekki að semja við hann.

Og dæmin eru fleiri  með erlenda veiðimenn  sem halda áfram, þeir vilja alla ána sem þeir reyna að fá og ekkert annað Eða eins og einn formaður veiðifélags sagði um  þetta ,, þetta er orðin sorgleg . Fleiri og fleiri laxveiðiár lenda hjá útlendingum, hvað þá eftir 5 til 10 ár.

08.des. 2014 - 13:16 Gunnar Bender

Haukadalsá til SVFR

Stangaveiðifélag Reykjavíkur og Veiðifélag Haukadalsár skrifuðu í dag undir samning um leigu á veiðirétti í Haukadalsá í Dölum. Áin er frábær viðbót við laxveiðiflóru félagsins. Veitt er á fimm stangir og hentar áin einstaklega vel fyrir góða og samstillta hópa. Haukadalsá er falleg og gjöful á. Veiðisvæði árinnar er um 8 km en merktir veiðistaðir eru 40 talsins. Veiði síðastliðið ár var 183 laxar en 25 ára meðalveiði er 735 laxar.

Formenn félaganna, Árni Friðleifsson og Þórarinn Gunnarsson, skrifuðu undir samninginn í veiðihúsinu við Haukadalsá. Húsið er notalegt og vel búið, með 6 tveggja manna herbergjum sem hvert hefur sér baðherbergi með sturtuaðstöðu. Til viðbótar er auka sturta, sauna-klefi og heitur pottur. Fimm svæði eru í ánni og er veitt á einni stöng á hverju þeirra. Fjögur svæðanna eru í göngufæri frá veiðihúsinu og því gerist veiðin ekki þægilegri.

Félagsmenn SVFR munu því geta sótt um veiðileyfi í Haukadalsá í almennri úthlutun veiðileyfa fyrir sumarið 2015 sem er að hefjast. Söluskrá félagsins er í lokafrágangi en frestur til að sækja um veiðileyfi hjá SVFR rennur út fimmtudaginn 8. janúar. Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofa félagsins.

Haukadalsá hentar einstaklega vel til fluguveiða. Veiðistaðir eru aðgengilegir og fjölbreyttir. Á svæðinu eru langar stórgrýttar breiður með jöfnu rennsli, hægrennandi breiður þar sem ómissandi er að strippa smáar flugur hratt í vatnsyfirborðinu, auk styttri og staumharðari hylja þar sem kjörið er að beita gáruaðferðinni. Áin er eftirlæti margra veiðimanna og það er sönn ánægja að bjóða félagsmönnum SVFR upp á þetta nýja veiðisvæði. Kvóti er einn lax á vakt og skal öllum laxi 70 sm og stærri sleppt. Enginn kvóti er á silungsveiði.


05.des. 2014 - 10:08 Gunnar Bender

Opið hús hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur

Það er óhætt að segja að langyngsta skemmtinefnd Stangaveiðifélags Reykjavíkur fyrr og síðar  byrji  með hvelli í kvöld, föstudagskvöld.  En  vinningarnir  á opnu húsi  hljóða uppá 500 þúsund enda  er  þetta er flottasta jólagjöfin í ár í veiðinni. Það þarf bara að næla sér í happadrættismiða og þá er aldrei að vita hvað gerist.

Á  opnu hús verður boðið uppá ýmislegt til skemmtunar eins og formann Stangaveiðifélagsins, forstjóra Strengja, Stjána  Mexíkófara, veiðiblaðamann Moggans og danska stór laxabanann. Ekki amalegt dagskrá  og allt hefst þetta klukkan 20.00 í Rafveituheimilinu við Elliðaárnar. Sjón er sögu ríkari.

02.des. 2014 - 21:25 Gunnar Bender

Ari Hermóður næsti framkvæmdastjóri Stangaveiðifélagsins

Heimildir Veiðipressunar herma að innan fárra daga verði tilkynnt að Ari Hermóður Jafetsson verði næsti framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur en hann hefur verið sölustjóri félagsins  um tíma og staðið sig vel. 

Ari hefur alla tíð verið með mikla veiðidellu en hann er sonur veiðimannana  Jafet Ólafssonar og Hildar  Hermóðsdóttur. Halldór Jörgensen er að láta af stöfum fyrir félagið sem framkvæmdastjóri.

02.des. 2014 - 21:19 Gunnar Bender

Hver hylur hefur að geyma ævintýri

,,Eins og okkur veiðisjúklingunum er tamt, sér maður alltaf fisk í næsta kasti, þannig að ég leyfi mér að vera bjartsýnn á næsta sumar,” segir Jón Þór Ólason veiðimaður.

 ,,Ég er löngu búinn að sætta mig við það að ekki get ég stjórnað veðrinu eða lax gengdinni í árnar, það er nú bara þannig. Ég bóka alltaf mína vanatúra þ.e. í Nesið í Laxá í Aðaldal (lesist Laxá í Reykjahverfi) og Langá. Ólíkari ár eru nú varla til en þetta eru mínar ár. Nessvæðið náttúrlega það fegursta hér á landi og hefur að geyma stærstu laxana. Hver hylur hefur að geyma ævintýri sem endast manni ævilangt.”

,,Slíkum túr er ekki unnt að sleppa og þeir verða fleiri en einn. Veiðisumarið hjá mér byrjar í raun ekki fyrr en ég er búinn að kasta á Skriðuflúð og þarf ég að taka þar síðustu köstin líka. Skiptir engu máli þó ég fái ekki neitt, þetta er bara svo fallegur og dulúðlegur staður. Langáin klikkaði nú alveg gjörsamlega í fyrra og neita ég trúa að slíkt hamfarasumar gangi aftur yfir Langána á næstu árum og auðvitað helst aldrei. En Langáin finnst mér afar skemmtileg á og náttúran þar er líka alveg stórkostleg, þó sjálfhverfur Þingeyingurinn telji,” sagði Jón Þór.

,,Nesið alltaf fegurst. Ég nenni ekki að fara að kvarta undan síðasta sumri enda þarf ég þess ekki þar sem ég veiddi mikið hjá vinum mínum í Nesi (Hemma og Pésa Kuldahrolli) og tók marga stóra laxa sem voru afar skemmtilegir viðureignar. Ég mun hins vegar aðeins bíða og sjá hvernig þetta fer af stað á næsta ári þó þessum túrum hniki ég ekki og vonast auk þess að komst aftur til snillingsins hans Péturs í Vatnsdal sem og Silfur Hauksins og Mr. Johnson í Laxá í Leirársveit. Er ekki málum nú svo komið að annað hvert ár er lélegt? Er þá ekki viðbúið að 2015 verði alveg stórkostlegt veiðiár? Það ætla ég svo sannarlega að vona og svo mun ég aftur fyllast óhóflegri bjartsýni fyrir veiðisumarið 2016. Það er bara þannig.  Er völlur grær og vetur flýr,, sagði Jón Þór ennfremur.

 

30.nóv. 2014 - 16:05 Gunnar Bender

Fjölmenni við við útgáfu Vatnsdalsárbókar

 Margir mættu í útgáfuteiti bókar um Vatnsdalsá sem haldið var í Veiðihorninu í gær en bókin þykir hin glæsilegasta en  það  hefur tekið  fjögur ár að gera hana. Höfundar hennar eru Þorsteinn J. Vilhjálmsson, Einar Falur Ingólfsson og Sigurður Árni Sigurðsson.

Útgefandi er Pétur Pétursson leigutaki árinnar og var hann í samtali  vera mjög ánægður með bókina.  Vatnsdalsá er vinsælt bókarefni en áður hefur verið gerð bók um hana.

Meðal þeirra sem mættu voru t.d. Orri Vigfússon, Óskar Bjarnason, Elías Pétur Þórarinsson. Stefán Hjaltested, Atli Bergmann,Stefán Jón Hafstein og Þröstur Elliðason svo fáir séu tíndir til.

 Óskar Bjarnason tók myndina í útgáfuteitinu.

 

27.nóv. 2014 - 16:49 Gunnar Bender

Veiðikortið 2015 að koma út

Veiðikortið 2015 er væntanlegt úr prentun í næstu viku þannig að dreifing ætti að geta hafist í kringum 5.-8. desember þannig að enginn fari nú í jólaköttinn. Aldrei hafa fleiri vatnasvæði verið i boði en fyrir komandi tímabil og munu korthafar geta veitt í 38 vatnasvæðum vítt og breitt um landið.

Það er okkur mikil ánægja að kynna að vötnin í Svínadal, Eyrarvatn, Geitabergsvatn og Þórisstaðavatn eru nú aftur komin í Veiðikortið eftir nokkurt hlé. Hópið mun aftur á móti detta út úr vatnaflórunni fyrir komandi tímabil.

Nú þegar er byrjað að selja Veiðikortið á vefnum og verða pantanir senda um leið og bæklingarnir koma úr prentun. Verðið á kortinu er óbreytt á milli ára og kostar því aðeins kr. 6.900. Vinsamlegast kíkið á heimasíðu okkar til að sjá hvaða vötn eru í boði.

Meðfylgjandi er mynd af forsíðu bæklingsins og af kortinu sjálfu.

25.nóv. 2014 - 15:47 Gunnar Bender

Endurnýjaður samningur við Andakílsá

Stangaveiðifélag Reykjavíkur heldur áfram að endurnýja samninga við sín veiðisvæði og nú síðast var endurnýjaður samningur við Andakílsá. Andakílsá hefur verið gífurlega vinsæl meðal félagsmanna undanfarin ár og hefur að öllu jöfnu verið fínasta veiði á svæðinu. 

Áin er hæg og róleg og þykir henta fluguveiðimönnum mjög vel og veiðist orðið mjög hátt hlutfall laxanna á flugu. Hún fellur úr Skorradalsvatni um Andakílsárfoss en neðan hans er veiðisvæðið u.þ.b. 8 kílómetra langt sem fellur um sléttlendið niður í Borgarfjörð.

Andakílsá er sérlega hentug fyrir fjölskylduna því aðgengi að veiðistöðum er gott og ágætt veiðihús er við ána.


25.nóv. 2014 - 10:10 Gunnar Bender

Árnar eins og stórfljót víða um landið

Það er stórmerkilegt að renna hringinn í kringum landið eins og undirritaður gerði núna á þremur dögum og skoðaði stöðuna. Árnar eru eins og stórfljót eftir rigningar dag eftir dag og lítið af snjó að sjá nema í efstu fjallatoppum. Gæti allt eins verið  bara snjór síðan í fyrra en alls ekki nýfallinn snjór sumstaðar.

Margar ár eru eins og stórfljót, kannski ekki heppilegt þegar laxinn og bleikjan eru nýbúinn að hrygna fyrir einhverjum vikum og dögum. En það verður að koma í ljós seinna hvaða áhrif það hefur þessi miklu flóð.  

Gæsin er aðeins ennþá en farið að fækka með hverjum deginum og lítið sést til rjúpunnar. Eitt og eitt hreindýr var við veginn frá Breiðdalsvík og út að Höfn í Hornafirði. Það lítur alls ekki út fyrir það að  veturinn  sé kominn. Ég er ekki frá því að ég hafi séð upptak í ósnum í Breiðdalsá, líklega bleikja. Það mætti kannski taka stöngina fram og kasta. veðurfarið er til þess, þessa dagana. Það er á hreinu.

23.nóv. 2014 - 21:56 Gunnar Bender

Stangaveiðifélag Keflavíkur verðlaunaði fyrir stærstu fiskana

,,Þetta var glæsilegt árshátíð og vel sótt. Allir skemmtu sér vel,“ sagði Óskar Færseth stjórnarmaður félagsins þegar við heyrðum í hljóðið stuttu eftir að árstíðinni lauk. En Stangaveiðifélag Keflavíkur hefur haldið í gamlar hefðir og veitt verðlaun fyrir stærstu fiska.

Veislustjóri var  hinn eldhressi Kristján Jóhannsson og hann fór á kostum og verðlaunaafhending var fyrir þá snjöllu veiðimenn sem fengu stærstu fiskana og flestu fiskana.

Og margar veiðisögur voru sagðar eins og veiðimönnum en einum lagið. Á myndinni er glæsilegur hópur á árstíðinni í gærkveldi með verðlaunin  sín. Davíð Eyrbekk, Gunnar Óskarsson, Benny Ben, Fanney Dóróthea, Sigmar Rafnsson, Sigurjón Héðinsson og Óli Viðar Sigurbjörnsson.

23.nóv. 2014 - 17:48 Gunnar Bender

Fyrirkomulaginu í rjúpnaveiðinni verður að taka til endurskoðunar

,,Það verður að breyta þessu fyrirkomulagi, þetta gengur ekki lengur, fyrirkomulagið er gengið sér til húðar,“ sagði skotveiðimaður sem ég  hitti fyrir austan um helgina og fleiri tóku í sama streng.

Rjúpnaveiðitíminn er alls ekki að hitta mark lengur. Fyrirkomulaginu verður að breyta. Margir hafa ekki náð að skjóta sér í jólamatinn. Þeir verða að borða eitthvað annað um jólin. Drullu veður helgi eftir helgi er málið eins og verið hefur síðustu helgar.

Skotvís hefur líka mótmælt þessu fyrirkomulagi og það er ekkert skrítið, rjúpnaveiði flippinu verður að breyta. Þegar kerfið stjórnar er ekki von á góðu. Það sjá allir eða eins austanmaðurinn sagði.

,Menn vilja ráða hvenær þeir fara að skjóta, menn eru kannski að fara á fjöll í klikkuðu verði og það bíður bara hættunni heim. Það sá flestir,  ekki allir samt,“ sagði viðmælandi okkar  í lokin. Orð að sönnu.

22.nóv. 2014 - 09:59 Gunnar Bender

Verður ,,bara“ smálax næsta sumar í laxveiðiánum

Staðan er þannig núna að enginn veit hvernig laxveiðin verður næsta sumar og fáir fást til að spá hvernig hún verði. Sumarið í sumar var flopp. Smálaxinn kom alls ekki eins mikið og margir áttu von. Skoðum  aðeins Laxá í Aðaldal þessa fornfrægu veiðiá þar sem veiddist vel af tveggja ára fiski í sumar en nánast ekkert af eins árs fiski.

Það veiddust sárafáir eins laxar en það hafa gengið í ána nokkrir laxar. Sem þýðir að veiðin gæti orðið meira en skrítin í ánni næsta sumar. Fáir stórlaxar og eitthvað af smálaxi gæti komið.

Það sem gæti bjargað vonandi næsta sumri er hellingur af smálaxi og eitthvað af stórlaxi í margar árnar. Enginn veit neitt, tíminn verður að leiða þetta ljós, veiðin er jafn dul og gosið. Engin veit hvenær það hættir og veiðinni veit engin hvað gerist.

Fyrir tveimur árum áttu fáir von á góðri laxveiði en hún var frábær, allir héldu að það yrði veiði í sumar en hún klikkaði. Svona er bara veiðin, það er ekki á vísan að róa. Það er það skemmtilega við veiðina.

20.nóv. 2014 - 09:28 Gunnar Bender

Þorkell Fjeldsted í Ferjukoti fallinn frá

,,Það er ekki víst að þú heyrir oftar í mér,“ sagði Þorkell Fjeldsted í Ferjukoti í Borgarfirði þegar við ræddum saman í síma fyrir tveimur mánuðum um heima og geyma og veiðina sem hann var hafsjór af. Mig setti hljóðan eftir samtalið. Ég vissi að hann var veikur en kannski ekki svona mikið. Krabbinn er erfiður og hefur tekið alltof, alltof marga. 

En alltaf var gaman að spjalla við Kela og ræða við um það sem maður þurfti að vita veiðina , kíkja til hans á Laxasafnið og labba einn hring um svæðið og fá málið beint í æð. Það var toppurinn á hverju sumri þegar veiðin var að byrja fyrir alvöru og fyrstu laxarnir að koma í Hvíta, Norðurá, Straumana, Brennuna, Svarthöfða,  Grímsá, Þverá og Flíkadalsá En það er ekki hægt lengur  krabbameinið hefur lagt þennan höfðingja  frá Ferjukoti í Borgarfirði. Blessuð sé minning hans.

 

18.nóv. 2014 - 11:40 Gunnar Bender

Stangveiðifélag Keflavíkur með glæsilega árshátíð

,,Undirbúningur fyrir árshátíð Stangaveiðifélags Keflavíkur  í Oddfellowsalnum  er í fullum gangi og sýnist mér að þetta ætli að verða ein sú flottasta sem við höfum undirbúið undanfarinn ár, og þá er mikið sagt,“ sagði veiðimaðurinn Óskar Færseth en hátíð verður haldin 22. nóvember. Veitt þar ýmis verðlaun eins og alltaf.

Veislustjóri verðu hinn eldhressi Kristján Jóhannsson. Vinsælasti söngvari landsins Valdimar kemur og tekur nokkur lög. Um matinn sér Úlfar Finnbjörnsson besti og flottasti kokkur landsins, hann ber á borð villibráð af sinni alkunnri snilld.Verðlaunaafhending fyrir þá snjöllu veiðimenn sem fengu stærstu fiskana og flestu fiskana.

Happdrættið heimsfræga verður á sínum stað með glæsilegum vinningum ásamt 10 flottum veiðileyfum í flestum ám félagsins. Danstónlist og dinnermúsík sér um hinn flotti söngvari Mummi HermansEins.

Mikið hefur verið lagt að hafa þetta eina flottustu hátíð sem haldin hefur verið með og er vonast til að félagar og gestir muni fjölmenna til að skemmta sér á þessu glæsilega Árshátíðarkvöldi í hinum glæsilega sal Oddfellow í Grófinni.

16.nóv. 2014 - 12:52 Gunnar Bender

Allt önnur staða en fyrir viku síðan hjá mörgum

Svo virðist sem rjúpnaveiðin hafi allavega lagast á á Vestur og Norðurlandi um helgina. Kannski ekki  á Austurlandi eða eins og einn veiðimaðurinn orðaði þar fyrir austan.

,,Hérna hefur veiðin ekkert lagast ennþá og tímabilið er að vera búið, nokkrir klukkutímar eftir,“ sagði veiðimaður sem við náðum tali af.

Á Vesturlandi voru veiðimenn að fá frá fimm uppí 10 fluga og einhverjir fleiri saman. Við fréttum af mönnum kringum Grenivík og þeir sáu helling af fugli en það var erfitt að eiga við þá, ljónstyggir. Á Holtavörðuheiðinni og Öxnadalsheiðinni voru menn að fá fugla og vestur í Dölum líka , staðan hefur lagast verulega frá síðustu helgi . Kringum Húsavík var veiða eitthvað en kannski ekki mikið. 

Og einhverjir eru allavega komnir með í jólamatinn en einhverjir ekki alveg. Svona er þetta bara, það er ekki á allt kosið í veiði.  Ef maður skoðar inná facebook hafa menn verið að fá í jólamatinn, mest á Vestur- og Norðurlandi.15.nóv. 2014 - 15:55 Gunnar Bender

Bjargar síðasta helgin jólamatnum í ár

,,Veðurfarið er fínt núna og ekki þetta rok sem hefur síðustu helgar. Við erum búnir að fá nokkrar,“  sagði veiðimaður sem var norðan heiða.

,,Þetta er allt að koma og ég trúi ekki öðru en við fáum í jólamatinn. Ég frétti af öðrum skotveiðimönnum hérna rétt hjá sem voru komnir með 12 saman,“ sagði veiðimaðurinn kominn í dauðafæri við rjúpna en hún slapp. Veiðiskapurinn er bara svona.

Veðurfarið er gott, hiti og ekki þetta rok sem hefur verið helgi eftir helgi, einhverjir eiga eftir að bjarga jólamatnum þessa helgi, samt alls ekki allir, langt frá því. Það er staðan núna. Þetta verður klárlega besta helgin.