12. jún. 2012 - 10:35Gunnar Bender

Töluvert af laxi kominn í Kjósina

,,Við opnun Laxá í Kjós 20 og Grímsá 22, þetta styttist verulega og það er komið töluvert af laxi allavega í Kjósina,"sagði Jón Þór Júlíusson, við spurðum um stöðuna hjá Hreggnasa.

En veiðin togast áfram þessa dagana. Straumarnir í Borgarfirði hafa gefið 10 laxa, Ferjukotseyrar 3 laxa, Norðurá í Borgarfirði er komin í milli 55 og 60 laxa og Blanda er í 53 löxum.

30.jan. 2015 - 22:39 Gunnar Bender

Ætlar að veiða meira næsta sumar

,,Ég veiddi ekki mikið síðasta sumar en núna ætla ég að veiða meira næsta sumar. Maður veður líka fertugur og maður á skilið smá veiði,“ sagði  varnartröllið Sigfús Sigurðsson um leið og hann afgreiddi hvern fiskskammtinn á fætur öðrum í Fiskikónginum í gær sem reyndar voru ekki veiddir á stöng.

,,Þingvellir í fyrra en svo bara vinna, núna verður meira veitt. Það er alveg á hreinu,“ sagði Sigfús og talaði lítið um handbolta en miklu meira um veiði. Enda Ísland komið heim og það styttist verulega í næsta veiðitíma. Það er heila málið.

 

27.jan. 2015 - 10:54 Gunnar Bender

Konurnar slá ekki slöku við hjá SVFR

,,Fyrsta opna hús ársins hjá Kvennadeild SVFR verður næsta miðvikudag og verður ýmislegt í boði,“ sagði Kristín  Ósk Reynisdóttir í kvennadeild Stangveiðifélag Reykjavíkur. En biðin styttist eftir næsta veiðitímanum, það vita veiðimenn og konur manna best.

,,Meðal þess sem verður á dagskrá er kynning á Grjótá & Tálma á Mýrum, sem rennur í Hítará. Virkilega falleg og skemmtileg á sem hentar bæði fyrir flugu- og maðkaveiði, svo það verður eitthvað fyrir alla. Dagskrá byrjar klukkan 8.30  en húsið opnar klukkan 8,“ sagði Kristín ennfremur.

Biðin eftir næsta veiðitíma styttist með hverjum deginum, fluguköst, fluguhnýtingar og veiðisögur stytta biðina verulega.26.jan. 2015 - 09:40 Gunnar Bender

Clapton búinn að taka algjöru ástfóstri við Ísland

,,Honum líður vel á Íslandi þessa vegna kemur hann á hverju ári hérna til veiða  með vinum sínum,“ sagði maður sem hefur fylgst með Eric Clapton  sem hefur veitt hefur hér á landi í allavega tíu  ár. Fyrst í Laxá á Ásum og síðan Vatnsdalsá. Hann fór ekki langt til að leita sér að veiði eftir hann hætti í Laxá á  Ásum. Og veitt feiknavel eins og í Ásnum þegar hann veiddi 88 laxa á einni viku.

En síðustu árin hefur hann veitt í Vatnsdalsá og fengið oft góða veiði og væna laxa. Og hann er að koma í Vatnsdalsá í sumar eins og síðustu sumur. Spennan er mikið að kasta flugunni fyrir væna laxa í Vatnsdalsánni.

22.jan. 2015 - 13:32 Gunnar Bender

Langtímasamningur um Grímsá og Tunguá

Nýverið var undirritaður samningur á milli Hreggnasa ehf annars vegar og Veiðifélags Grímsár og Tunguár í Borgarfirði hins vegar, um að veiðiréttur ánna verði hjá þeim fyrrnefnda til og með ársins 2020.

Grímsá og Tunguá eru án efa meðal mestu laxveiðiáa landsins, en samstarf þessara aðila nær allt til ársins 2004 þegar að Hreggnasi tók við sölu veiðileyfa af landeigendum sjálfum.  

Grímsá í Borgarfirði hefur langa samfellda sögu stangaveiða, en þær ná aftur til ársins 1862, þegar að enskir veiðimenn fóru að venja þangað komur sínar. Meðalveiði sl. 20 ára eru um 1.300 laxar á ári, en við ána stendur eitt glæsilegasta veiðihús landsins.

Samningurinn er mikið gleðiefni fyrir aðstandendur Hreggnasa, en félagið fagnar 15 ára starfsafmæli í ár.


20.jan. 2015 - 13:52 Gunnar Bender

,,HM í handbolta styttir tímann eftir veiðatímanum“

,,Leikurinn í kvöld gegn Frökkum á heimsmeistaramótinu í handknattleik verður svakalegur og spennan stigmagnast,“ segir veiðimaðurinn Gunnar Ólafur Kristleifsson sem staddur er á heimsmeistaramótinu í handbolta  í Katar. Við náðum sambandi við hann um hádegið og sagði hann alla mjög spennta fyrir þessum leik.

,,Þessi skemmtun hérna í Katar styttir svo sannarlega  biðina eftir veiðitímanum en ég er búinn að panta mér í Elliðaánum, Langá á Mýrum og Steinsmýrarvötnum. Og svo fer maður eitthvað meira, veiðiskapurinn er frábær. Við vinnum Frakka með í kvöld,“ sagði veiðimaðurinn Gunnar ennfremur.

20.jan. 2015 - 12:34 Gunnar Bender

Er leiðsögustarfið það erfiðasta í laxveiðinni?

,,Jú, auðvitað er erfitt stundum að vera leiðsögumaður, sérstaklega þegar laxveiðin er róleg og lítið að hafa. Þetta ert eiginlega sálfræði, rétt er það. Eins og síðasta sumar á köflum,“ sagði leiðsögumaður sem hefur verið lengi í starfinu og þekkir starfið út og inn. Stærstu laxveiðiárnar státa allar af fjölda leiðsögumanna sem margir hafa starfað lengi í þessu.

Það getur verið erfitt að selja laxveiðileyfi en að leiðbeina veiðimenn dag eftir dag og viku eftir viku, tekur á þá  menn sem hafa reynt þetta í mörg ár. Það eru til leiðsögumenn sem hafa verið starfinu í 35-40 ár og þekkja þennan heim vel.

 ,,Þetta er eins og fara á sjóinn, þetta er törn sem auðvitað tekur endi og launin þau eru sæmileg,“ sagði annar í stuttu spjalli.

Fiskleysi er ekki gott en margir erlendir veiðimenn koma hingað til að slappa af og veiða einn og einn fisk. Og að fá einn lax er toppurinn en að fá einn stórann er meiriháttar. 

18.jan. 2015 - 10:34 Gunnar Bender

Biðin styttist verulega með hverjum deginum

Það eru aðeins 70 dagar þangað til sjóbirtingsveiðin  byrjar fyrir alvöru eða  fyrsta apríl, síðan vatnaveiðin fyrsta maí og laxveiðin strax í byrjun júní.  Biðin styttist með hverjum deginum eftir að fjörið byrji fyrir alvöru.

Sala veiðileyfa er aðeins að komast á stað, vel hefur gengið að selja erlendum veiðimönnum, en Íslendingarnir eru vakna þessa dagana og byrjaðir að versla sér veiðileyfi fyrir sumarið.

,,Það hefur gengið vel að selja hjá okkur,“ sagði Jón Þór Júlíusson hjá Hreggnasa og í sama streng tók Ingólfur Ásgeirsson hjá Störum, sem selja meðal annars í Þverá og Kjarrá.

Bið veiðimanna er erfið, en hún styttist með hverjum deginum og það er fyrir mestu. Dorgveiðimenn eru að aðeins farnir að dorga þessa dagana, ísinn er traustur á flestum vötnunum þessa dagana. Útiveran er góð og veiðivonin er töluverð, bara láta vaða.

 

16.jan. 2015 - 09:41 Gunnar Bender

,,Veiðifélag Árnesinga búið að ganga frá Soginu"

Í nýjasta eintaki Sportveiðiblaðsins segir Árni Baldursson meðal annars Veiðifélagi Árnesinga til syndanna og þeir hafi nánast tekist að útrýma laxastofninum í Soginu. Árni segir meðal annars í viðtalinu.

 ,,Ég held að netaveiðin nái í alveg ótrúlegt magn af Sogslaxinum. Það er eins og  að laxinn, sem gengur í Stóru Laxá, sé í felum í Hvítá í töluverðan tíma, áður en hann gengur uppí ána. Þessu er öðruvísi farið með Sogslaxinn. Hann gengur ferskur og lúsugur upp í ána og er bara hirtur í net. Núna í sumar var það þannig að stofninum var nánast útrýmt. Aðeins örfáir  laxar ganga  upp í ána. Það er veitt á flugu, maðk og spúnn. Drepa má allan fisk og staðan var þannig núna í haust að það var bara enginn fiskur ánni. Ég skil ekkert í Veiðifélagi Árnesinga að hafa ekki gripið inn í sumar með einhverjum aðgerðum. t.d með því að taka stangarveiddan lax í klak og reyna að byggja um þetta eitt fallegasta vatnasvæði landsins. Og segir að hann hefði ekki mátt einu sinni taka lax í klak.

13.jan. 2015 - 10:46 Gunnar Bender

Vill stofn 12-1500 stórurriða í Efra-Sogið

Össur Skarphéðinsson, sem í aldarfjórðung hefur barist fyrir endurreisn stórurriðans í Þingvallavatni, telur að hægt væri að byggja upp 12-1500 urriða stofn í Efra-Sogi ef hentugur fiskvegur væri settur til hliðar við stífluna. Hún var gerð 1959 og við það hrundi langstærsti urriðastofninn í Þingvallavatni. Þetta kemur fram í viðtali við Össur í Sportveiðiblaðinu þar sem hann fer ítarlega yfir stöðu stofnsins í vatninu.

Össur bendir á að Landsvirkjun láti nú yfirfallið frá virkjuninni renna um hinn gamla farveg Efra-Sogsins og það sé meira en tvöfalt það vatnsmagn sem streymir niður Öxará. Í Öxará dugi það til að fóstra stóran og vaxandi  stofn stórurriða, sem síðustu fimmtán ár hafi fjölgað úr 60-80 fiskum upp í ríflega þúsund. Þá sé Efra-Sogið um tvöfalt lengra en hinn fiskgengi hluti Öxarár.

Össur, sem er fiskilífeðlisfræðingur að mennt, telur að væri sett riðmöl á heppilega staði, og jafnframt skapað skjól fyrir uppvaxandi seiði, þá ætti að vera hægt að ná upp jafnstórum stofni í Efra-Sogið og verði í  Öxará þegar stofninn þar nær hámarki. „Það þýðir stofn upp á 12-1500 urriða,“ segir Össur í viðtalinu.

Ýmsir hafa goldið varhug við fiskvegi milli Þingvallavatns og Efra-Sogs þar sem bleikja úr Úlfljótsvatni gæti þá komist upp í Þingvallavatn, og blandast við þau fjögur afbrigði af bleikju sem þar eru og Þingvallavatn er frægt fyrir. Össur segir að það sé tóm vitleysa. Vissulega hafi straumurinn í óbeisluðu Efra-Sogi verið það mikill að ólíklegt hafi verið að bleikja hafi komist úr Úlfljótsvatni upp í Þingvallavatn. Hins vegar hafi alltaf verið mikið bleikjurek hina leiðina, þ.e.a.s. bleikjuseiði, sem halda sig í miklu magni við árkjaftinn, hafi farið með straumnum niður í Úlfljótsvatn.

„Það sést á því að bleikjan í Úlfljótsvatni greinist í sömu fjögur afbrigðin og er að finna í Þingvallavatni. Þetta má einfaldlega lesa í skýrslum Veiðimálastofnunar. Sömu afbrigðin eru því í vötnunum báðum. Þingvallableikjunni er því tæpast háski búinn af erfðablöndun neðan úr Úlfljótsvatni,“ segir fyrrv. utanríkisráðherra í viðtalinu.

Össur segir að þar að auki sé auðvelt að hanna fiskistiga sem komi í veg fyrir að bleikja komist upp í vatnið. „Ólíkt urriðanum er hún ekki stökkfiskur og það nægði líklega að hafa stigann feti ofan við vatnsborðið.“

 

13.jan. 2015 - 10:40 Gunnar Bender

Gengur feiknavel að selja í Miðá í Dölum

,,Það gengur mjög vel að selja í Miðá í Dölum í sumar og þetta er mikið til  sama liðið sem er að veiða og hefur verið síðustu árin,“ sagði Finnbogi Harðarson á Sauðafelli í Dölum, formaður veiðifélags Miðár í samtali við Veiðipressuna.  En bændur ákváðu að selja sjálfir í ána á sumri komanda, eftir að hafa verið með leigutaka í fjölda ára.

,,Júlí og ágúst hafa selst vel og september er byrjaður að fara líka,“ sagði Finnbogi ennfremur.

 Veiðin hefur verið góð í Miðá í Dölum  en meðalveiðin í henni er kringum 300 laxar og töluvert af fallegri bleikju. Í fyrra veiddust 225 laxar en fyrir ári síðan 700 laxar.

 

09.jan. 2015 - 10:55 Gunnar Bender

Dorgveiðimenn byrjaðir að brýna önglana

Núna er sá tími árs sem veiðimenn hugsa sér til hreyfing og dorga á vötnum landsins, en það er ekki bannað, svo vitað sé. Allavega er lítið amast við veiðimönnum með bor í hendi og smáar stangir  út á vötnum landsins.

Í vikunni voru veiðimenn á Hafravatni, flestir af erlendu bergi brotni og þeir veiddu nokkra fiska. Þeir sögðu að töluvert væri af fiski og létu fátt trufla sig við veiðarnar. Ekki einu sinni mömmu sina í símanum, það var bara skellt  á hana.

Fyrir framan réttina voru menn líka að reyna og þeir voru búnir að fá fiska. Það er nóg fiski í vatninu en hann er mjög smár. 

Fyrir norðan er menn byrjaðir að stunda dorgveiði eins og Ljósavatni og fleiri vötnum. Útiveran er hollt, fiskurinn er fyrir hendi, það er bara að fá hann til að taka, það er heila málið. Og vandamálið.

06.jan. 2015 - 09:18 Gunnar Bender

Íslendingar byrjaðir að taka við sér í veiðileyfakaupum

Með hækkandi sól og aðeins færri snjókornum hafa innlendir veiðimenn aðeins tekið við sér og  eru farnir að tryggja sér veiðileyfi í ríkari máli. Góð hreyfing hefur verið hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur höfum við heimildir fyrir og sumar árnar selt feiknavel.

 ,,Ég var að tryggja mér daga á silungasvæðinu í Laxá á Ásum, hlakka mikið til að fara þangað og líka í Mýrarkvísl,“ sagði veiðimaður sem ég hitti í veiðibúð í dag.  Það er hreyfing, menn er að vakna, margir eru byrjaðir að hnýta og æfa köst fyrir sumarið. Biðin styttist, dögum fækkar með hverjum deginum. 

,,Það er byrjað kaupa töluvert í Hvolsá og Staðarhólsá, þetta er allt að koma,“ sagði Kristjón Sigurðsson leigutaki en tveggja. þriggja og fjögurra stanga veiðiárnar fara fyrstar. Þarna geta veiðimenn eldað sjálfir. Það skiptir miklu máli fyrir marga veiðimenn.

04.jan. 2015 - 21:48 Gunnar Bender

Næsta sumar verður töluvert betra en það síðasta

,,Það er vonlaust að spá fyrir um laxveiðina næsta sumar, en ég skal reyna,“ sagði unga spákonan sem ég hitti um daginn. En margir vilja vita hvernig veiðin verður næsta sumar, hvaða laxveiðiá gefi flesta laxana, hvar  stærsti laxinn veiðist og hvernig silungsveiðin verður.

,,Auðvitað verða Ytri- og Eystri efstu laxveiðiárnar en af náttúrlegu veiðiánum verða Þverá í Borgarfirði, Blanda og Miðfjarðará á toppnum, en veiðin mun líka ganga vel í Laxá á Ásum og Haffjarðará. Stærsti laxinn, jú  Laxá í Aðaldal mun gefa hann þrátt fyrir lítið af smálaxi í sumar og Sandá í Þistilfirði, þar sjá ég svakalegan bolta í sumar sem ekkert vildi taka. Veiðin verður miklu miklu betri en í fyrra og Vesturlandið þar kemur allt til eftir slöpp sumur.“

- En silungsveiðin hvernig verður hún?

,,Hún verður víða góð eins og á urriðasvæðinu í Þingeyjarsýslunni, bleikjan er koma til víða eftir mögur sumur og vötnin fyrir sunnan gefa vel eins og Þingvallavatn,  Hraunfjörðurinn, vötnin í Svínadal, Hlíðarvatn á Mýrum og Hlíðarvatn í Selvogi, Silungsveiðin verður bara góð,“ sagði völvan ennfremur.

 

 

 

31.des. 2014 - 15:25 Gunnar Bender

Fyrsti silungurinn hjá unga veiðimanninum

Hvað stendur uppúr eftir sumarið, tveir 12 punda laxar í Kaldá, fín silungsveiði í bleikjuánni eða væni laxinn sem aldrei tók? Nei ekkert að þessu heldur fyrsti silungurinn sem vinur minn Ólafur Jónsson veiddi í Breiðdalsá, það var svo innilegt.

Hann hafði aldrei veitt silung og hann fór með föður sinum Jón Sölva og undirrituðum til veiða á silungasvæðið í Breiðdal. Og vinurinn var verulega spenntur, hann tók stöngin og labbaði rólega niður að vatnsfallinu. Ég beitti fyrir hann og hann, tók stöngina og kastaði maðknum og dró inn rólega. Fallegur urriði kom á eftir agninu og  tók, fyrsti silungurinn var kominn á land. Gleðin var ótrúleg og innilega það var heila málið. Það er það sem skiptir máli.

,,Þetta er gaman og urriðinn er fyrsti silungurinn sem ég veiði,“ sagði Óli Jónsson sem veiddi silunginn í fyrsta kasti á maðkinn.

Nokkrum dögum heyrði ég í veiðimanninum unga hann hafði farið niður á bryggju til að veiða á Reyðarfirði. Stangveiðiheiminn vantar unga veiðimenn og konur, sem lifa sig inn í veiðina. Eins og þegar við félagarnir hófu veiðiskapinn á rórinu við Júpíter og mars, það var er ekki fiskleysi, það var fiskur við fisk, það er auðvitað það langbesta.

29.des. 2014 - 14:43 Gunnar Bender

Íslendingar reknir burtu úr Álftá á Mýrum

,,Við veiðum ekkert í Álftá á Mýrum næstu árin en maður er búinn að veiða þarna lengi og oft veitt vel en við erum bara reknir í burtu,“ sagði einn af þeim hefur oft veitt lax í Álftá en veiðir ekki meira þarna  næstu árin. 

Svisslendingurinn Ralph Doppler er kominn með ána leigu og fer hveri, en þarna munu vinir hans veiða næsta ári og  mest með maðkinn. Doppler bauð langæst ein og hefur komið fram fyrir nokkru síðan. En hann veiða þarna með maðki eins og hann hefur gert í Duná, Haukadalsá, Flekkudalsá og Ormarsánni.

Tryggð veiðimanna við Álftá er mikið en hún er ekki lengur í boði. Ein af annarri hverfa laxveiðiárnar til útlendinga, hvað á verður það næst?

29.des. 2014 - 14:39 Gunnar Bender

Engin laxveiði á ,,lausu“

 Svo virðist vera að enginn laxveiðiá er á lausu þessa dagana. Álftá á Mýrum fór á 12,5 milljónir fyrir skömmu og Kálfá fór á himinn háa upphæð eða  fyrir kringum 7 milljónir. Margir hafa verið að leita sér af veiðiám en úrvalið er ekki fjölbreytt. Það er bara ekki neitt og ef veiðiá losnar er hún á himinn háu verði. Þó svo laxveiðin hafi ekkert verið til að hrópa húrra fyrir í  sumar.

,,Við erum búnir að leita okkur af laxveiðiá í allavega þrjú ár og það er ekki mikið úrval. Ef eitthvað kemur fer það strax og upphæðirnar eru háar,“ sagði einn af þeim sem hefur leitað helling en lítið fundið.

Svona er veiðistaðan  þessa dagana. Lítið úrval og engir feitir bitar. Allt kjötið er horfið og bara beinin eftir varla það.

25.des. 2014 - 13:00 Gunnar Bender

Fóru að veiða fyrir nokkrum dögum í skítakulda

Ef einhver heldur að veiðimenn séu eitthvað að hætta veiða sumir hverjir  á veturna  er það mikil misskilningur og bara della. Það eru nefnilega til veiðimenn sem veiða allt árið og einhverjir hafa gert það að  hefð  að renna fyrir fisk á aðfangadag. Til dæmis hentar Laugarvatn vel til þess, góðar vakir eru á því víða og ekkert erfitt að kasta flugunni þar fyrir bleikjuna. Það voru allavega nokkrir þar að veiða.  Og veiðimenn sáust labba í snjónum við Hólmsá fyrir nokkrum  dögum og kasta flugunni, en með frekar litlum árangri og bara í  kulda og trekki.

,,Jú við fórum um daginn en þetta var bara útivera en hún var góð,“ sagði einn af þeim sem fór, kaldur á puttunum, ekki skrítið enda 5 stiga frost og gola. En veiði er della og það eru  margir með veiðidellu.  En gleðileg jól til allra veiðimanna, biðin styttist verulega með hverjum deginum.

18.des. 2014 - 16:28 Gunnar Bender

Veiðimenn ekkert að fara í jólaköttinn í ár

,,Við erum mjög ánægðir með bókina um Vatnsdalsá og hún hefur fengið fínar viðtökur,“ sagði Pétur Pétursson útgefandi og veiðimaður, en veiðimenn hafa ýmislegt að lesa um jólin og skoða.

Bókin um Vatnsdalsá er hnaus þykk eins og Hnausastrengurinn. Það myndi ekki duga öll  jólin að lesa bókina um Vatnsdalinn. Guðmundur Guðjónsson hefur setið sveittur við skriftir síðustu mánuði og er með skotveiðibók, Árbókina, og þrjár litlar nettar bækur um veiðiskap. Sturla Friðriksson er líka með stórskemmtilega bók um veiðiskap og fleira.

Hægt er að ná sér í DVD diska og horfa á þá en stórlaxabaninn Nils Flomer Jorgensen er með diskinn sem ber heitið Lærðu að fanga fiskinn. En hann hefur sett heldur betur í stórfiska hin síðari árin.

Veiðimenn eru ekkert að fara í jólaköttinn, úrvalið er gott og það eru ekki nema 120 dagar þangað til veiði byrjar aftur fyrir alvöru.

 

 

17.des. 2014 - 13:16 Gunnar Bender

Margir munu ekki borða rjúpur um jólin

Rjúpnaveiðin hefur aldrei verið slappari en núna á þessu tímabili og margir munu ekki borða rjúpur þessi jól. Þúsundir  færri rjúpur veiddust þetta tímabil en var fyrir ári síðan.  Veðurfarið var slæmt þegar rjúpnaveiðimenn máttu fara til veiða, dag eftir dag.

,,Ég hef aldrei lent í þessu svona, tíðarfarið það var slæmt helgi eftir helgi og lítið að hafa þegar maður gat farið til veiða,“ sagði skotveiðimaður sem náði sér í jólamatinn en vissi af mörgum sem ekki náðu í jólamatinn. Og það er heila málið og margir munu ekki ekki borða rjúpur þessi jól.

Og rjúpan er ekki gefin, dýrasta verðið sem hefur  heyrst  er reyndar frá  7 uppí 10 þúsund.. Það má reyndar ekki selja hana, málið er svolítið snúið þess vegna.   En sumir geta ekki hugsað sér jólin nema með rjúpur á milli tannanna. Þeir eiga eftir að borða eitthvað annað.

17.des. 2014 - 13:10 Gunnar Bender

Verður að varðveita veiðisafnið í Ferjukoti

Fátt var skemmtilegra en að stoppa í Ferjukoti í Borgarfirði, seinsnar frá Hvítánni og heila uppá Þorkel Fjeldsted. Veiðisafnið er stórmerkileg heimild um veiðiskap fyrri ára og þá sérstaklega netaveiðina.

Þetta verður að varðveita, safnið þetta  er saga mörg ár aftur í tímann. Harkan hjá fjölskyldunni að halda þessu úti og fræða menn um söguna er bara snilld. Sagnastíll Þorkels var eitthvað sem maður mun ekki gleyma, sama hvað tíminn mun molna. 

Þess vegna verður einhver að taka við, Ferjukot er staðurinn og Hvítá er áin.