05. jún. 2012 - 17:08Gunnar Bender

,,Þetta er meiriháttar opnun"

Norðurá í Borgarfirði opnaði með stæl í morgun eins og komið hefur fram. Þá veiddust 11 laxar en allt opunarhollið í fyrra gaf 13 laxa og þetta er á hálfum degi. Það virðist vera kominn lax um ána víða eins og á milli fossa. Allt voru þetta fallegir laxar, tveggja ára fiskar í sjó. 

,,Þetta er meiriháttar opnun," sagði Bjarni Júlíusson formaður og í sama streng tók Árni Friðleifsson en þeir fengu báðir laxa fyrsta hálfa daginn. Bjarni Júlíusson formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur byrjaði á Brotinu og setti í fisk eftir 8 mínútur. Skömmu áður hafi tekið lax hjá honum en hann slapp. En fjörið var rétt að byrja en það  veiddust 11 laxar fyrir hádegi þennan fyrsta dag sem mátti veiða í ánni.

,,Það veiddust 11 laxar á víð og dreif um ána, þetta meiriháttar," sagði Ámundur Helgason í landskunni veiðimaður.

 

Mynd: Bjarni Júlíusson, formaður SVFR, með fyrsta laxinn í Norðurá á þessum sumri:

 

Ljósmynd: Gunnar Bender.

 
21.ágú. 2016 - 21:43 Gunnar Bender

Fiskurinn er fyrir hendi

,,Það er frábært  hérna en lítill fiskur, en gott að æfa sig hérna. Ég vill nú frekar urriða en bleikjuna,“ sagði Atli Valur Arason en hann var við rennislétt Þingvallavatnið á föstudagskvöldið  að kasta flugunni.

Veiðin hefur verið frekar treg í Þingvallavatni síðustu vikurnar, urriði og bleikja. En veiðin verður aftur góð, fiskurinn er fyrir hendi, bara að fá hann til að taka. Það er heila málið.

21.ágú. 2016 - 21:37 Gunnar Bender

Allir voru að bíða eftir rigningunni

,,Loks þegar sólin tók sér hvíld eftir margra vikna stöðuga törn, fékk Straum fjarðarárlaxinn langþráða rigningu með súrefnisbústi, sem hann sárlega þurfti á að halda,“ sagði  Ástþór Jóhannsson við Straumfjarðarána í samtal við Skessuhorn. ,,Veiðin glæddist í kjölfarið og fiskar sem undanfarið hafa tekið grannt, eða als ekki skriðu úr holum og strengjum niður á breiðurnar. Það hefur því veiðst vel síðustu daga.


18.ágú. 2016 - 22:22 Gunnar Bender

Fengum tvo laxa á Fjallinu

,,Jú, maður er alltaf að reyna að veiða, vorum uppi á Fjalli í Langá og fengum tvo laxa. Þetta er hrikalega flott svæði,“ sagði Jogvan Hansen söngvarinn í gærkveldi en þá var hann að koma úr veiði er við heyrðum í honum. ,,Já, ég er búinn að fá nokkra laxa í sumar. Milli þess sem voru að opna flottan stað í Reykjavík. Og svo fer maður aftur að veiða og það er fátt skemmtilegra en það.

16.ágú. 2016 - 09:23 Gunnar Bender

Var búin að reyna nokkrar flugur

,,Þetta var skemmtilegt en ég var búinn að reyna nokkrar flugur þegar hann tók,“ sagði Alma Anna Oddsdóttir sem veiddi lax í Norðurá í Borgarfirði fyrir fáum dögum,  en Alma hefur veitt þá nokkra í gegnum árin. Hún hefur ekki  stundað veiðiskapinn mikið  núna í nokkur ár.

 

10.ágú. 2016 - 20:33 Gunnar Bender

Vætusamt næstu daga

Veiðin er búin að vera slöpp, laxinn hefur verið ennþá slappari að taka hjá veiðimönnunum og engar göngur hafa verið í veiðiárnar í lengir tíma. Þetta liggur á borðinu. En þetta gæti allt breyst á næstu klukkustundum, því það er spáð stór rigningum næstu daga.

 

10.ágú. 2016 - 20:31 Gunnar Bender

Annar sleit - þessi bolti náðist

Kleifarvatnið er heldur betur að detta inn þessa dagana en fyrir tveimur dögum veiddi Hörður Sigurðsson úr Grindavík 17 punda bolta urriða í vatninu. Fiskurinn tók maðkinn hjá Herði og var ferlíki eins og sést á myndinni. Nokkrum dögum áður hafði veiðimaður misst stórann fisk í vatninu en sá fiskur sleit.

07.ágú. 2016 - 22:31 Gunnar Bender

Ævintýralegt sumar hjá Bubba

Það er ekki hægt að segja annað en  sumarið í sumar hafði bara verið  eitt ævintýri í laxveiðinni í sumar hjá Bubba Morthens.   En hann var að  veiða sinn fimm  laxa yfir 20 pund í Laxá í Aðaldal í fyrradag í Höfðahyl á fluguna Metallica, sem hefur gefið honum vel í sumar.

07.ágú. 2016 - 22:28 Gunnar Bender

Fallegt við Sogið en róleg veiði

,,Nei, við erum ekki búnir að fá fisk en það er lax hérna en hann hefur ekki tekið,“ sögðu veiðimenn sem ég hitti við Sogið í kvöld á Alviðrusvæðinu Það hafa ekki farið neinar stórsögur af veiði í Soginu í sumar, en  jú menn hafa verið að fá í soðið.

 


07.ágú. 2016 - 22:25 Gunnar Bender

Ekkert að verða fyndið lengur

Sumarið byrjaði frábærlega í veiðinni í flestum ám, laxinn mætti snemma og mikið í mörgum veiðiám. Það boðaði gott fyrir sumarið en allt var ekki fullkomið. Smálaxinn hefur lítið sem ekkert komið í árnar og kemur varla í miklu mæli lengur.

05.ágú. 2016 - 23:38 Gunnar Bender

Clapton með risafisk úr Vatnsdalsá

Eins og við greindum frá  i fyrradag hefur Erik Clapton verið við veiðar í Vatndalsá með vinum sínum  og í dag veiddi hann í 108 sentimetra lax  í Línuhyl og var þetta hörku bárátta. Bardagi sumarsins er þetta kallað en fiskurinn tók fluguna Night Hawk númer 14 og var slagur dagsins.Clapton var víst verulega hress með fiskinn.

05.ágú. 2016 - 23:33 Gunnar Bender

Góð veiði í Mývatnssveitinni

Veiði hefur gengið vel í Mývatnssveitinni það sem af er sumri og enn eru skilyrði við ána góð þrátt fyrir að smá slýrek geti gert mönnum erfitt fyrir við Geldingaey og Geirastað. Við fengum senda skýrslu frá Gísla Árnasyni staðarhaldara við ána. Hann tók saman tölur af hverju svæði fyrir sig og stærsta fisk veiddan á hverju svæði.

05.ágú. 2016 - 23:28 Gunnar Bender

Fór að kenna syninum að veiða

,,Þetta var meiriháttar en ég fór með soninn til að kenna honum að veiða og við mokveiddum, langmest makríll,“ sagði Logi Geirsson fyrrum handboltakappi, er við spurðum hann um veiðitúr hans og sonarins á bryggjuna í Keflavík fyrir fáum dögum.

04.ágú. 2016 - 22:05 Gunnar Bender

Sjóbirtingurinn að hellast inní lækinn

„Vatnið er fínt í læknum enda hefur rignt töluvert síðustu daga og það hefur sitt að segja, það hefur líka verið að hellast inn nýr fiskur,“ sagði Valur Blomsterberg staddur við Tungulækinn. ,,Það var víða fiskur í læknum og nýi fiskurinn er greinilega að mæta þessa dagana. Veiðimenn hafa verið að veiða og staðan er bara góð hjá okkur þessa dagana,“ sagði Valur ennfremur.

03.ágú. 2016 - 10:22 Gunnar Bender

Silungsveiðin gengur vel

,,Veiðin hefur almennt gengið vel hjá okkur. Ólafsjarðará hefur verið að gefa sérstaklega vel. Menn hafa verið að fá uppí 70 bleikjur á dag á 4 stangir sem hlýtur að teljast gott en kvóti á stöng er 12
bleikjur. Uppselt er í ána fyrir utan síðustu dagana í ágúst og byrjun september sem er frábært,“ sagði Guðrún Una Jónsdóttir formaður er við spurðum um stöðuna hjá Stangveiðifélagi Akureyrar.

01.ágú. 2016 - 20:52 Gunnar Bender

Góður júlímánuður

Laxveiðin byrjaði með látum þegar laxveiði hófst 1. júlí í Breiðdalsá, Jöklu og Hrútafjarðará. Ljóst er að lax hafði gengið snemma í þær og var hann orðin dreifður strax víða um vatnasvæðin. Í Breiðdal var hann mættur fyrir ofan fossinn Efri-Beljanda og í Jöklu var hann strax komin upp fyrir Hólaflúð. Og Jöklusvæðið er að nálgast 300 laxa sem er næstum tvöföldun frá fyrra ári.

01.ágú. 2016 - 11:18 Gunnar Bender

Clapton mættur enn og aftur í Vatnsdalsá

Eric Clapton er enn og aftur mættur til veiða á Íslandi og hann hefur verið við veiðar í Vatnsdalsá í Húnavatnssýslu síðustu daga og veiðin hefur gengið ágætlega. En Vatnsdalsá hefur gefið 440 laxa og mest allt tveggja ára laxa. 

01.ágú. 2016 - 11:13 Gunnar Bender

Aldrei fleiri veiðiþjófar teknir

„Ég hitti veiðimenn, eða reyndar veiðiþjófa við laxveiðiá fyrir skömmu og þeir voru að veiða í hléinu. Mér þótti þetta í meira lagi mjög skrítið veiðitími,“ sagði veiðimaður sem ég hitti fyrir skömmu en veiðiþjófum hefur fjölgað verulega síðustu árin.

31.júl. 2016 - 13:01 Gunnar Bender

Maríulaxinn í Norðfjarðará

„Við vorum í Norðfjarðará fyrir fáum dögum  og fengum bleikjur og lax,“ sagði Jóhann G. Gunnarsson sem var að koma úr veiði, ásamt þremur vöskum veiðimönnum.

,,Gunnar Þór sonur minn veiddi maríulaxinn í ferðinni og var fiskurinn 82 cm. Gaman að hann skyldi veiða sinn fyrsta lax. Ég missti lax skömmu seinna,“ sagði Jóhann ennfremur.

Með í för með Skúli Björn Gunnarsson bróðir Jóhanns, margreyndur veiðimaður og aflakló.

Mynd Gunnar Þór Jóhannsson með maríulaxinn sinn úr Norðfjarðaránni.

 

31.júl. 2016 - 12:58 Gunnar Bender

Áin mjög lituð en alltaf er von

„Það er rólegt en kannski verður þetta betra eftir hádegi, þá hreinsar hún vonandi aðeins,“ sagði veiðimaður sem við hittum við Pallinn í Ölfusá í fyrradag en veiðimenn voru að reyna og reyna, það er fyrir mest. Ölfusá hefur gefið 210 laxa og aðeins hefur veiðst urriði, 30 stykki allavega. Þetta er allt í lagi veiði, snjóbráin er mikil þessa dagana og það hefur sitt að segja fyrir veiðimenn og fleiri.

31.júl. 2016 - 12:55 Gunnar Bender

Allir með stangir - veiðimynd dagsins

Allir með stangir, það skiptir miklu  fyrir veiðimenn. Sama hvað
maður er gamall.

28.júl. 2016 - 20:17 Gunnar Bender

Mikið af fiski um alla á

Sylvía Lorange átti morgunvaktina í Elliðaánum í gærmorgun. Vatnshiti mikill og sól og hiti gerðu veiðina krefjandi en þessi unga aflakló landaði 68sm grálúsugum hæng í sjávarfossi og var sátt við Elliðaárnar eftir daginn enda alin upp í Árbænum, nánast á bakkanum.

Mikið er af fiski um alla á og talsvert af nýjum fiski á neðsta svæðinu, tökur voru grannar og því var ekki fleiri löxum landað eftir vaktina af henni. Faðir Sylvíu kvartaði ekki, það er ekkert betra en að veiða með
börnunum sínum sagði hann stoltur af dóttur sinni og kvaddi.

28.júl. 2016 - 20:15 Gunnar Bender

Blússandi gangur Ytri-Rangá

,,Það er búið að vera mikið líf í Rangánum og menn að njóta einstakrar veiði í veðurblíðunni síðustu daga,“ sagði Reynir Friðriksson er við spurðum hann um stöðuna í Ytri Rangá sem er alveg með toppsætið í veiðinni þessa dagana.

,,Í morgun voru komnir 3175 úr Ytri Rangá og þar af 2580 af svæðinu frá Djúpósi að Árbæjarfossi, við sáum 90 laxa í gær og mikill fiskur að ganga en við erum að sjá  stóra fiska í bland við smálaxinn sem hefur verið að ganga undanfarna daga þannig að framhaldið lofar mjög góðu,“ sagði Reynir sem er að fara að gæta í Ytri Rangá strax í næstu viku.

26.júl. 2016 - 23:01 Gunnar Bender

Besta byrjun í Skógá frá upphafi

,,Þetta er besta byrjun frá upphafi, en  yfir 20 laxar komnir á land.  Mikið af vænum fisk og laxinn  kominn um alla á,“ sagði Guðmundur Arnarsson er við spurðum hann frétta af Skógánni. Til samanburðar voru komnir 12 laxar á land á sama tíma met árið 2008.

 ,,Davíð Stefán Guðmundsson veiðimaður lenti í hörku slag við einn stóran og eru sögur af fleiri viðureignum þar sem laxinn hefur haft betur. Þar af einn bolta sem ég slóst við í 15-20 mínútur áður en hann sleit 25 punda línuna.  Þetta væri eins og góð lygasaga.....en við náðum myndbandi af slagsmálunum - virkilega góð skemmtun."

,,Sleppingar hafa gengið vel.  Tvær sleppi tjarnir eru nú við ánna og núna verið sleppt  um 28-30 þúsund seiðum árlega,“  sagði Guðmundur og ætlaði að renna fyrir fisk í Skógá eftir nokkra daga.

 

 

26.júl. 2016 - 11:24 Gunnar Bender

Laxá í Dölum að komast í 400 laxa

„Hollið sem var að hætta núna, landaði 85 löxum og það var veitt á 4 stangir. Þetta er meiriháttar hvernig Laxá er að koma til baka með þessa frábæra veiði,“ sagði Jón Þ Júlíusson við Laxá í Dölum. En áin er að komast í 400 laxa og veiða og sleppa er greinileg að skila sér í ánni.

,,Það er gaman að sjá hvernig áin er að koma til baka,“sagði Jón ennfremur við Laxá í Dölum. Það er kominn lax víða um ána og mikið á nokkrum stöðum. Lax var stökkva i Pappanum þegar keyrt var framhjá
ánni í gær.

Mynd. Laxá í Dölum er að komast í 400 laxa og þessi veiddist fyrir  nokkrum dögum.

25.júl. 2016 - 21:09 Gunnar Bender

Maríulaxinn hjá Einari í lóninu

„Þetta var gaman, fiskurinn tók vel í og þetta var barátta,“ sagði Einar Mathiesen sem veiddi maríulaxinn sinn í lóninu í Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum í fyrradag á spúninn og fiskurinn var 5,5 punda.

En Hvolsá og Staðarhólsá hafa gefið 41 lax og um 70 bleikjur.

,,Hann negldi sér á spúninn laxinn og ég var með hann á í einar 10 mínútur. Tryggvi sonur minn hjálpaði mér að landa laxinum,“ sagði Einar himinn lifandi með fyrsta laxinn sinn. Og örugglega ekki þann síðasta.

Mynd. Einar Mathiesen með maríulaxinn sinn, 5,5 pund fisk. Mynd G,Bender.

25.júl. 2016 - 20:52 Gunnar Bender

Presturinn fór á kostum í bleikjunni

„Þetta var meiriháttar, bleikjan tók og tók, skemmtilegir fiskar,“ sagði Þór Hauksson prestur Árbæjarkirkju, en hann veiddi hverja bleikjuna af annarri í Hvolsá í Dölum á stuttum tíma í fyrrakvöld. Allt tveggja til þriggja punda bleikjur.

„Maður hefur beðið eftir þessu augnabliki lengi, þegar fiskur tekur hjá manni. Þetta er meiriháttar gaman. Fiskarnir tóku vel og það varfjör að glíma við þá hvern af öðrum. Þetta stóð yfir svona einn og hálfan tíma,“ sagði Þór ennfremur, hress með veiðina á bleikjunni.

Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum hafa gefið 42 laxa og 70 bleikjur, það er mikið af  laxi í lóninu.

 „Það er hellingur af fiski hérna, hann er alltaf stökkva,“ sagði Leifur Benediktsson skömmu eftir að hann landaði 9 punda laxi í lóninu á rauða franses.

Mynd. Þór Hauksson með bleikjur sem hann veiddi á stuttum tíma íHvolsá í Dölum í fyrradag. Mynd Ingvar

24.júl. 2016 - 17:33 Gunnar Bender

Ungir veiðimenn á Fáskrúðfirði

Alvar Joseph Shaddock 6 ára upprennandi veiðimaður á Fáskrúðsfirði skrapp niður á höfn í vikunni með frænkum sínum Elínborgu Maríu og Ásrúnu Ólöfu Frostadætrum. Alvar veiddi 4 fiska og frænkurnar 2.

Aflinn var svo steiktur á pönnu þegar heim var komið og þótti þetta besti fiskur í heimi. Þar sem allur fiskur var étinn upp er verið að huga að öðrum túr seinna í vikunni.

21.júl. 2016 - 20:38 Gunnar Bender

Ráðherra í bleikju og urrriða

,,Ég var í Svarfaðardalsá og veiðin gekk vel, enda fátt skemmtilegra en að veiða á þessum árstíma,“ sagði Kristján Þór Júlíusson  heilbrigðisráðherra  sem var á veiðislóðum og veiddi bæði urriða og bleikju ýmsar flugur.

,,Við feðgar voru á veiðislóð og settum í 20-25 bleikjur, áin er meiriháttar,“ sagði Kristján  Þór á veiðum  í dag.

21.júl. 2016 - 20:32 Gunnar Bender

Ytri Rangá að stinga af

Laxveiðin er allt í lagi þessa dagana en mætti samt vera betri. Eins árs laxinn lætur ekki mikið á sér bera og fiskurinn sem er fyrir tekur illa. En það er rigningu. Ytri Rangá er langefsta sætinu þessa dagana með 2500 laxa, síðan kemur Eystri Rangá 1640 laxa, svo  Blanda með 1500 laxa, næst Miðfjarðará með 1460 laxa og svo Þverá í Borgarfirði 1166.

Það þarf nýjan lax og rigningu, það er heila málið þessa dagana víða.

.

21.júl. 2016 - 20:29 Gunnar Bender

Klikkað að gera

,,Það er klikkað að gera hjá okkur og rúmlega það þessa dagana. Enda margar laxveiðiár hérna í kringum okkur og þar veiðist vel,“ sagði Torfi Sigurðsson hjá Fiskási á Hellu, er við heyrðum í honum í dag. En
margir vilja láta reykja laxana sína þessa daga um leið og þeir hafa veitt þá.

,,Hérna í kringum eru fengsælustu veiðiárnar Ytri og Eystri Rangárnar og þar veiðist vel þessa dagana,“ sagði Torfi ennfremur um stöðuna, í reykmálum á Hellu.

21.júl. 2016 - 16:28 Gunnar Bender

Átta laxar á land í síðasta holli

,,Veiðin gengur ágætlega hjá okkur ú Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum, en síðasta holl veiddi 8 laxa og eitthvað af bleikju,“ sagði Þórarinn Birgir Þórarinsson í Hvítadal er við spurðum um veiðina á svæðinu.

,,Það er lónið sem er mest að gefa af fiski og þar eru laxar. Bleikjan er líka alltaf að gefa sig aðeins. Við erum heppnir með að það er töluvert af sköflum ennþá í Brekkudalnum og það hefur sitt að segja fyrir Hvolsána. Bara hellingur af þeim ennþá. Veiðimenn hafa séð töluvert af fiski en mest í lóninu,“ sagði Þórarinn ennfremur.

Miðá hefur verið að gefa laxa og bleikjur, Hörðudalsáin líka. Veiðimenn sem voru í Efri-Haukadalsá fyrir skömmu veiddu vel af bleikju. Geiradalsá hefur verið að gefa lax og bleikjur. Mest er af fiski í lóninu og veiðimenn sem voru þar í kvöld misstu bolta lax í lóninu, vel vænan fisk.

20.júl. 2016 - 20:32 Gunnar Bender

Hörkubolti sem slapp

,,Ég held að þetta sé  sá stærsti sem ég sett í um ævina og hann slapp, það dró fyrir sólu þegar hann stökk,“ sagði Halldór Gunnarsson sem var að koma úr Jöklu fyrir fáum dögum og sá stóri slapp af eftir
töluverða baráttu.

,,Ég veit ekki nákvæmlega hvað hann var stór en hann var vænn og ég réð ekkert við hann. Jöklan er skemmtileg og virkilega gaman að veiða þarna. Á örugglega eftir að fara þarna aftur,,“ sagði Halldór
ennfremur.

20.júl. 2016 - 20:29 Gunnar Bender

Tveir feitir maðkar - fimm laxar á land

Maðkaskorturinn er algjör þessa dagana og maðkurinn er kominn í 200 kall stykkið. Við fréttum af einum sem átti veiðileyfi þar sem mátti veiða á maðk en vandamálið var að hann átti engan maðk og hann hafi ekki séð svoleiðis í marga mánuði.

Hann fór út í garð hjá sér með skóflu að vopni og hóf mokstur um tíma en fann lítið, jú tvo maðka reyndar þokkalega stóra og setti þá í krukku. Síðan fór hann í veiðitúrinn og tókst að klippa maðkana í sundur og  setja minna en helming þeirra í einu. Og það virkaði, hann veiddi 5 laxa á þessa tvö maðka, með lagni.

En það var enginn afgangur eftir að maðknum en hann náði fimm löxum. Hann þurfti að fara bakvið stein til að beita á!

20.júl. 2016 - 20:26 Gunnar Bender

Gylfi lunkinn með stöngina

Landliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson þykir gaman að veiða og það kom berlega í ljós þegar hann birti mynd af sér með vígalegan fisk sem hann veiddi í Karabíska hafinu og hann hefur jafnvel veitt fiskinn á flugu.

Gylfi Þór hefur töluverðan áhuga á veiði en kemst kannski mikið í veiði. Hann sagði í viðtali i vetur að hann hefði áhuga á stangveiði og þá laxveiði. Fátt róar mann meira niður en smá veiði og það er greinilega svoleiðis hjá Gylfa.

18.júl. 2016 - 22:00 Gunnar Bender

Bleikjan að gefa sig í Brúará

„Veiðin í Brúará hefur verið fín undanfarið, sjóbleikjan hefur verið að sýna sig og staðbundna að sjálfsögðu líka,“sagði Árni Kristinn Skúlason sem var árbakkanum eins og flesta dagana á sumrin.

 Árni heldur áfram. „Svo heyrði ég af laxi sem kom á land núna um daginn þannig það eru spennandi tímar framundan. Litlar púpur andstreymis með tökuvara hafa verið að gefa best, fiskur er út um alla á en getur erfitt er að fá hann til að taka. Þar sem laxinn er kominn þá bið ég veiðimenn um að sleppa öllum laxi sem þeir veiða vegna hve veikur stofninn er, sama gildir um stóru staðbundnu bleikjuna,“ sagði Árni og var búinn að setja í enn eina bleikjuna. Og sleppti henni skömmu seinna.


18.júl. 2016 - 21:56 Gunnar Bender

Boltafiskur í Laxá í Hrútafirði

,,Sonur minn Natan Theodórsson var að veiða með maðk í Brúarkvörn í Laxá í Hrútafirði og náði þessum 102 cm hæng eftir 30 mín eltingaleik,“sagði Theodór Erlingsson sem var veiðislóð í Hrútafirði um helgina.

,,En fiskurinn var þannig tekin að hægt var að sleppa honum og og það var fyrir öllu að geta sleppt fisknum aftur í ána. Já, þetta var skemmtilegt barátta við fiskinn hjá stráknum,“ sagði Theodór ennfremur.

17.júl. 2016 - 11:06 Gunnar Bender

Vantar ennþá smálaxinn

Veiðin togast upp þessa dagana en meira mætti vera af smálaxinum í laxveiðiánum, hann lætur aðeins bíða eftir sér ennþá. Og laxinn sem er fyrir í veiðiánum tekur illa sumarstaðar. Það þarf kannski breyttveður og vætu.

Ytri-Rangá er búinn að ná toppsætinu með 1800 laxa, síðan kemur Eystri Rangá með 1500 laxa. Blanda er rétt komin yfir 1300 laxa, Miðfjarðará hefur gefið 1100 laxa og Þverá í Borgarfirði hefur gefið 1030 laxa.


17.júl. 2016 - 11:03 Gunnar Bender

Ekkert lát á maðkaleysinu

Ekkert lát er á maðkaleysinu og mjög erfitt að fá þann slímuga. Það er hægt að tína einn og einn maðk, ekki mikið meira. Dýrasta verðið fyrir stykkið er yfir 200 krónur og  sá sagði sem keypti þá maðka borgaði þá glöðu gleði, hann varð  að fá maðk fyrir veiðitúrinn.

Jón Þ Einarsson talar aðeins um maðkleysið á facebook og segir að 36 laxar hafi veiðst á flugur í Elliðaánum en fjórir á maðkinn síðustu daga. Flugan veiði bara frábærlega. Margt til hjá í þessu hjá Jóni.

15.júl. 2016 - 12:47 Gunnar Bender

Veiðihús Laxár á Ásum stækkað

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, tók í gær fyrstu skóflustunguna að stækkun á veiðihúsi Laxár á Ásum ásamt Páli Á. Jónssyni, formanni Veiðifélags árinnar. Við sama tilefni skrifaði Veiðifélagið undir samning við Loftorku um vinnu við stækkun á húsinu. Stækkun veiðihússins kemur í framhaldi af því að Rarik er að leggja niður Laxárvatnsvirkjun sem nýtt hefur vatnið í efri hluta árinnar frá 1932.

14.júl. 2016 - 23:01 Gunnar Bender

Bubbi í bullandi stórfiski í Aðaldalnum

Veiðin hefur gengið ævintýralega vel hjá Bubba Morthens á Nessvæðinu í Aðaldal en hann segir að hann hafi aldrei lent í öðru eins. Hann veiddi 3 laxa yfir 20 pund. Laxana veiddi hann á fluguna Metalikku.

,,Ég hef aldrei lent í annarri eins veiði,“ segir Bubbi um veiðistöðuna á Nessvæðinu í Laxá í Aðaldal.


Veiðipressan
vinsælast
Veðrið
Klukkan 15:00
Skýjað
VNV7
4,1°C
Skýjað
V4
2,7°C
Lítils háttar snjókoma
V6
0,8°C
Skýjað
N3
4,0°C
Heiðskírt
SV10
11,6°C
Léttskýjað
SSV12
8,2°C
Skýjað
VNV10
4,0°C
Spáin