05. jún. 2012 - 17:08Gunnar Bender

,,Þetta er meiriháttar opnun"

Norðurá í Borgarfirði opnaði með stæl í morgun eins og komið hefur fram. Þá veiddust 11 laxar en allt opunarhollið í fyrra gaf 13 laxa og þetta er á hálfum degi. Það virðist vera kominn lax um ána víða eins og á milli fossa. Allt voru þetta fallegir laxar, tveggja ára fiskar í sjó. 

,,Þetta er meiriháttar opnun," sagði Bjarni Júlíusson formaður og í sama streng tók Árni Friðleifsson en þeir fengu báðir laxa fyrsta hálfa daginn. Bjarni Júlíusson formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur byrjaði á Brotinu og setti í fisk eftir 8 mínútur. Skömmu áður hafi tekið lax hjá honum en hann slapp. En fjörið var rétt að byrja en það  veiddust 11 laxar fyrir hádegi þennan fyrsta dag sem mátti veiða í ánni.

,,Það veiddust 11 laxar á víð og dreif um ána, þetta meiriháttar," sagði Ámundur Helgason í landskunni veiðimaður.

 

Mynd: Bjarni Júlíusson, formaður SVFR, með fyrsta laxinn í Norðurá á þessum sumri:

 

Ljósmynd: Gunnar Bender.

 
02.sep. 2014 - 10:23 Gunnar Bender

Haust og vetur er komið út

Síðustu þrjú ár hefur Veiðihornið gefið út veglegt blað á vorin með stangaveiðivörum en gefur nú í fyrsta sinn einnig út haustblað með skotveiðivörum. 

Blaðið sem er 24 síður og prentað í 2.000 eintökum sýnir brot af vöruúrvali Veiðihornsins fyrir skotveiðimenn ásamt vörulýsingum og verði.

Veiði 2014 – Haust og vetur má nálgast í Veiðihorninu Síðumúla 8.

 

02.sep. 2014 - 09:22 Gunnar Bender

Sumarið sem flestir vilja gleyma og þó

,,Það áttur flestir von á góði laxveiðisumri en alls ekki allir. Ég er búinn að veiða 6 laxa og þeir allir eru yfir 15 pundin og tveir yfir 20 pundin. Hvers vegna ætti ég að gleyma sumrinu,“ sagði veiðimaður sem ég hitti á Egilsstaðaflugvelli í dag. Hann var að koma af hreindýraveiðum og hann var sæll með veiðisumarið.

,,Vinur minn er búinn að fara í einn veiðitúr og hann fékk tvo 20 punda,“ sagði hann og vildi halda áfram. Ég stoppaði hann, þú ert ekki á Suðurlandinu. ,,Nei, rétt er það, það bjargar reyndar öllu,“ sagði veiðimaðurinn sem hverf síðan á braut.

Sumarið er farið að styttast í annan endann, laxarnir voru miklu, miklu færri en síðasta sumar. Það hafa allir orðið varir við en það eru margir sem vilja ekkert gleyma þessu sumri. Það er þeirra mál. Það er tekið að rigna, fiskurinn er ennþá að ganga, sumrið ekki er úti ennþá. Það er reyndar það góða í stöðunni. Ennþá geta veiðst LAXAR.

 

31.ágú. 2014 - 20:29 Gunnar Bender

Breiðdalsá varð að stórfljóti á nokkrum tímum

,,Áin er orðin að stórfljóti og það skeði á stuttum tíma, en áður hafði þó Þórarinn Sigþórsson veitt tvo laxa í Manndrápshylnum á stuttum tíma,“ sagði Þröstur Elliðason er hann var að færa laxakistu á Skammadalsbreiðunni þegar vatnið var heldur betur farið að aukast í ánni.

,,Það verður örugglega fjör þegar áin sjatnar og veiðimenn geta rennt aftur fyrir laxa í ánni,“ sagði Þröstur í lokin.

 

31.ágú. 2014 - 14:42 Gunnar Bender

Vatnið hefur aukist verulega

,,Það er mikið af fiski víða í ánum, enda hefur vatnið aukist verulega  og fiskurinn hreyft sig úr lóninu, það rignir hérna verulega núna,“ sagði Kristjón Sigurðsson er við spurðum um stöðuna í Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum. En áin hefur gefið 110 laxa og 250 bleikjur.

,,Laxveiðin hefur verið allt í lagi hjá okkur í sumar og veiðimenn sem voru fyrir skömmu sáu helling af fiski í lóninu, hann hefur hreyft sig úr því eftir þessar miklu rigningar síðustu daga. Áin hefur gefið 110 laxa og bleikjuveiðin hefur verið fín, yfir 250 bleikjur,“ sagði Kristjón ennfremur.

 

 

31.ágú. 2014 - 14:36 Gunnar Bender

Breiður og spikaður höfðingi

,,Þó veiðitímabilinu sé að ljúka á Þingvöllum og hægst hefur á tökum þá getur haustveiðin verið skemmtileg ef menn sýna þolinmæði og veiða inn í kvöldið því urriðinn sýnir sig þó nokkuð,“ sagði Halldór Gunnarsson sem var á veiðislóðum.

,,Ég dró þennan höfðingja úr vatninu í gær og mældist hann 68cm. En hann var svo breiður og spikaður að hann var á við venjulegan 75-76cm fisk. Ummálið var hinsvegar því miður ekki tekið.Hann kom að vísu ekki upp úr þjóðgarðinum, en það er ekkert sem segir að ekki sé hægt að krækja í einn svona þar líka. Þessi fékk vissulega líf eftir að hafa verið myndaður fram og til baka,“ sagði Halldór ennfremur.

 

31.ágú. 2014 - 14:29 Gunnar Bender

Jökla komin í 260 laxa

,,Við erum búnir að veiða yfir  260 laxa en áin er fara á yfirfall á allra næstu dögum,“ sagði Þröstur Elliðason er við spurðum um Jöklu en laxar voru að koma í ána í morgun.

En það var byrjað að veiða með maðki og spúnn á svæði eitt í Jöklu í fyrradag. Og það hafa veiðst yfir 30 laxar.

 

 

29.ágú. 2014 - 14:44 Gunnar Bender

Tveggja tíma barátta við laxinn

,,Það kom aldrei til greina annað en sleppa fisknum þó svo ég hefði ekki tekið mynd af honum,“ sagði Jón Ingi Kristjánsson sem veiddi stærsta laxinn  í sumar í laxveiðiánum, 119 sentimetra lax í Soginu Sun Ray keilu og sleppti honum aftur.

,,Þetta var tveggja tíma barátta og mjög skemmtileg,“ sagði Jón Ingi hógværðin uppmáluð eftir baráttuna við stórfiskinn í Soginu þar sem hann hefur veitt þá nokkra í gengnum árin. En kannski ekki svona rosalega stóra.

 

28.ágú. 2014 - 20:10 Gunnar Bender

Veiðibúðinn við Lækinn stendur fyrir Laxveiðiferðum til Bandaríkjanna

Bandaríkin eru himnaríki veiðimannsins enda ótrúlega margar ár til að veiða í og ótal margar tegundir af laxi og silung. Ólíkt Íslandi, er fiskur að ganga úr sjó í árnar u.þ.b. 11 af 12 mánuðum ársins og þar fyrir utan er að finna staðbundin fisk. Einnig er fjölbreytnin töluvert meiri en í Kyrrahafinu er að finna 5 mismunandi tegundir af laxi ásamt ógrynni af silungstegundum og síðan ekki síst er þar að finna hinn víðfræga Stálhaus.

Árni Jónsson, umsjónarmaður ferðarinnar og eigandi Veiðibúðarinnar við Lækinn segir að meginmarkmið ferðarinnar sé að kynna fyrir veiðimönnum og -konum möguleikann á að lengja stangveiðitímabilið og kynnast nýjum veiðislóðum og veiðiaðferðum.

„Bandaríkin eru að öðrum ólöstuðum mekka veiðimennsku í heiminum, hvort sem um stang- eða skotveiði er að ræða, og vægt til orða tekið að Bandaríkjamenn séu veiðióðir. Þar að auki er náttúran sem veitt er í stórfengleg,“ segir Árni.

Þeir sem að hafa áhuga á að kynna sér þetta betur geta haft samband í síma 555-6226, sent okkur tölvupóst: arnijons@live.com eða haft samband í gegnum facebook síðu Veiðibúðarinnar við Lækinn.

28.ágú. 2014 - 20:04 Gunnar Bender

Eystri-Rangá örugg í toppsætinu

Veiðin togast áfram þessa dagana, Eystri-Rangá er örugg með toppsætið en áin hefur gefið 2040 laxa og engin veiðiá virðist ætla að taka það af henni. Það er staðreynd. Maðka hollið í Langá á Mýrum gaf innan við hundrað laxa, líklega á milli 80 og 90 laxa. En erfiðlega gengur að fá það staðfest hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur sem gefur víst ekki upp aflatölur í ákveðnum hollum.

Blanda hefur gefið 1900 laxa. Við vorum að koma af veiðislóðum í Dölunum og þar er lítið að gerast  í sumum veiðiánum eins og Laxá í Dölum og Haukadalsá. En árnar eru að komast í 130-140 laxa. Laxar voru að ganga inná flóðinu í  Hvolsá og Staðarhólsá, töluvert af fiski. Áin hefur gefið 105 laxa og helling af bleikjum.

 

 

25.ágú. 2014 - 23:05 Gunnar Bender

Stórþjófnaður í Ytri-Rangá

Stöngum og laxi var stolið úr veiðihúsinu í veiðihúsinu við Ytri-Rangá í fyrrinótt en farið var inn um gluggan á veiðihúsinu og allt tekið sem fannst þar, en bæði dýrum stöngum var stolið og hellingur af laxi.

Það hefur færst í aukna stöngum hefur verið stolið úr veiðihúsum hin seinni árin en oftast hafa þær fundist aftur. Meðal annars við Ytri-Rangána. Þetta er tjón uppá hundurðir þúsunda í stöngum og  laxi. Þjófarnir hafa ekki fundið ennþá og ekki gossið. Verðlaun fyri  uppljóstrun á þjófunum svo þeir finnist er veiðileyfi í ánni.

25.ágú. 2014 - 16:10 Gunnar Bender

Stóra sjokksumarið!

,,Ég held að allir, nema kannski tveir,  hafði átt von á góðu laxveiðisumri núna,“ sagði veiðimaður sem ég hitti við Elliðaárnar í vikunni og hann lét dæluna ganga.

,, Ég er búinn að fara í fimm góða túra, flesta á vesturlandi og hef ekki ennþá fengið bröndu. Í fyrra veiddi ég 35 laxa í færri túrum,“ sagði veiðimaðurinn og lét sig hverfa, hann var súr.

,, Þetta er bara stóra sjokksumarið,“ kallaði hann og það voru orð að sönnu. Næsta sumar ætlaði hann ekki að kaupa neitt fyrirfram. 

Já, veiðisumarið hefði mátt vera betra, fleiri laxar hefðu mátt koma í árnar. Hrunið í sumar í mörgum veiðiánum er stórt. Það er hægt að nefna ár eins og Þverá, Norðurá, Langá, Laxá í Dölum og  Haukadalsá sem dæmi. Göngurnar verða ekki stórar úr þessu. Þær eru búnar.

En það er hægt að hugga sig við að allir verða búnir að gleyma stöðunni næsta sumar, nýtt sumar, nýjar göngur. þannig er þetta bara. Stórlaxinn var að skila sér víða fyrir norðan og það gladdi veiðimenn. 

 

21.ágú. 2014 - 23:40 Gunnar Bender

Kostar ekki krónu að veiða í Hlíðarvatni á sunnudaginn

Stangaveiðifélögin sem eru með aðstöðu við Hlíðarvatn í Selvogi bjóða gestum að koma og veiða án endurgjalds í vatninu sunnudaginn 24. ágúst næstkomandi. Þetta eru Stangaveiðifélagið Árblik, Ármenn, Stangaveiðifélag Hafnafjarðar, Stangaveiðifélag Selfoss og Stangveiðifélagið Stakkavík.

Fulltrúar frá félögunum verða á staðnum og munu leiðbeina gestum um agn, veiðistaði og aðferðir. Einnig verður að fá á staðnum ýmsar upplýsingar um vatnið og veiðina í því.

Gestum er frjálst að koma árla morguns á sunnudeginum og veiða til kl. 17:00 um kvöldið. Leyfilegt agn er fluga og spónn. Einungis er veitt frá landi. Gestir eru vinsamlegast beðnir að skrá aflann hjá einhverju félaganna. Skrá þarf tegund, þyngd, lengd og agn. Gestum er bent á að lausaganga hunda við vatnið er óheimil. Loks skal nefna að gott berjaland er í kringum vatnið.

21.ágú. 2014 - 12:51 Gunnar Bender

Eystri-Rangá kominn á toppinn

Eins og við spáðum síðast hefur Eystri-Rangá náð toppsætinu af Blöndu. Það munar reyndar ekki miklu en áin hefur gefið 1890 laxa en Blanda er rétt fyrir neðan með 1880 laxa.

Eystri-Rangá hefur gefið 1500 laxa en Miðfjarðará er síðan næst með 1180 laxa og svo Þverá í Borgarfirði með 1015 laxa. 

Það eru ekki kröftugar göngur í árnar þessa dagana einn og einn lax.  En maðkurinn er kominn á fleygiferð um fisk litla Langá á Mýrum með finnsku ívafi og verður spennandi að sjá hvernig gengur.

 

 


21.ágú. 2014 - 11:13 Gunnar Bender

Bubbi og Brynja hvort á sinni forsíðunni

Bubbi Morthens og Brynja Gunnardóttir eru hvort á sinni forsíðunni á veiðiblöðum landsins sem eru að koma út þessa dagana. Bubbi á forsíðunni á Sportveiðiblaðinu og Brynja á forsíðunni á Veiðimanninum. Þau voru heitasta par landsins fyrir nokkrum árum og  reyndar líka nokkrum löxum síðar. En bæði hafa bullandi áhuga veiði.

19.ágú. 2014 - 22:23 Gunnar Bender

Miklu fleiri laxar en talið var?

Það virðist vera mikið á reiki hvað sluppu út margir laxar hjá Fjarðalaxi  í vetur. Talan 200, hefur heyrst, talan 500 líka heyrst og miklu meira en það hefur líka heyrst.  Enginn virðist segja neitt. Hellingur hefur veiðst af laxinum  neðst í Botnsá við Patreksfjörð og hafa veiðimenn komist í feit. Ekkert kostar að veiða og fiskurinn tekur skemmtilega.

Verndarsjóður villtra laxastofna, NASF, með Orra Vigfússon í broddi fylkingar, efur óskað eftir því við Sigurð Inga Jóhannsson  að óháð rannsókn verði nú þegar á fiskeldi á Vestfjörðum.

Þetta er vegna slyssins í kvíum Fjarðarlax í Patreksfirði. Þar sem enginn virðist vita eða vilji vita hvað margir laxar af norskum stofni sluppu út. Talan er á reki og laxinn er villuráfandi um svæðið nema þeir sem hafa veiðst.

18.ágú. 2014 - 12:53 Gunnar Bender

Síðasta holl veiddi 19 laxa

,,Við fengum 19 laxa og sá stærsti var 92 sentimetra,“ sagði Halldór Ólafur Halldórsson, en hann var að koma úr Hrútafjarðará fyrir fáum dögum og hefur áin gefið 180 laxa. Og laxinn er ennþá að ganga í ána.

,,Við veiddum líklega 4 til 6 punda smálaxa nýgegna, svo laxinn er ennþá að ganga í ána,,sagði Halldór ennfremur.

Veiðin var 19 laxar, helmingur um 80 til 92 cm og hinn helmingur 4 til 5 punda nýlegir smálaxar.

16.ágú. 2014 - 11:55 Gunnar Bender

Dagaspursmál hvenær Eystri-Rangá tekur toppsætið

Baráttan á veiðitoppnum hefur oft verið meiri en núna, en fáar laxveiðiár geta blandað sér í toppbaráttuna þetta árið en Blanda hefur gefið 1700 laxa en Eystri-Rangá 1650 laxa og síðan langt fyrir neðan er Ytri-Rangá.

,,Það eru að veiðast nýir laxar en það er mikið vatn í ánni,“ sagði Vignir Björnsson er við spurðum um stöðuna í Blöndu en áin er ekki farin á yfirfall ennþá.

Blanda er að fara á yfirfall þessa dagana en gangurinn í Eystri-Rangá hefur verið góður en þessar tvær munu skipa efstu sætin. Það er dagaspursmál hvenær Eystri-Rangá tekur toppsætið. Kannski að Ytri-Rangá muni gera eitthvað,  en varla fleiri laxveiðiár.

 

16.ágú. 2014 - 11:49 Gunnar Bender

Börnin skemmtu sér vel í veiðinni

Barna- og unglingadagurinn hefur verið haldinn nokkrum sinnum í Elliðaánum í sumar og fyrir fáum dögum voru tveir slíkir fyrir unga veiðimenn. En Elliðaárnar eru að komast 395 laxar en það minni veiði en fyrir ári síðan.

En Stangveiðifélag Reykjavíkur gleymir ekki börnunum og hefur haldið þessa daga í fjölda ára.

,,Það eru komnir 395  laxar í Elliðaánum,“ sagði okkar maður þegar hann skoðaði stöðuna þegar barnaskarinn var farinn heim og allt var rólegt við árnar. Og laxinn var ekki að ganga.

16.ágú. 2014 - 07:16 Gunnar Bender

Jökla hefur gefið 170 laxa

,,Það eru komir 170 laxar á land í Jöklu,“ sagði Þröstur Elliðason er við spurðum stöðuna á svæðinu. En veiðin hefur verið allt í lagi á svæðinu.

En þennan 94 cm hæng fékk séra  Sjöfn Jóhannesdóttir, sóknarprestur á Djúpavogi,  í hávaðaroki, rigningu og kulda í Fögruhlíðará um daginn. Strax á eftir 88 cm hrygnu og missti svo annan stóran, allt á sama stað, í Háabakka. En fyrir ári síðan veiddi hún 20 punda lax þarna.

16.ágú. 2014 - 07:11 Gunnar Bender

Veiða og sleppa bara viðskiptamótel

,,Það er eru enginn vísindaleg gögn sem ég  hef  séð sem styðja að sú aðferð skili aukinni fiskigegnd,“ segir Jón Kristjánsson í viðtali í helgarblaði  DV, um veiða og sleppa aðferðina sem hefur verið við liði í mörg ár í laxveiðiánum  mörgum hverjum.

,,Það er alltaf nóg af seiðum í ánum hvort sem menn veiða og sleppa eða ekki. Það er oftast yfirdrifið nóg af seiðum og það er frekar að það geti verið slæmt að það sé of mikið. Þar að segja samkeppni um æti sé meiri og seiðin gangi í verra ástandi til sjávar. Þetta er bara viðskiptamótel og hafi lítið með líffærði  að gera. Það eina sem skilar er að mögulega er hægt veiða sama fiskinn oftar en einu sinni,“ sagði Jón meðal annars um veiða og sleppa aðferðina.

14.ágú. 2014 - 14:00 Gunnar Bender

Eric Clapton fiskar vel á Íslandi

Veiðitúrinn hjá Eric Clapton og vinum hans endaði í sextíu og sjö löxum. Var Clapton við veiðar í fimm daga i Vatnsdalsá. Þá kom einn tuttugu punda fiskur á land, en þó Clapton hafi veitt vel var það  ekki hann sem landaði þeim væna laxi.

13.ágú. 2014 - 23:38 Gunnar Bender

Góður gangur í Svalbarðsá

,,Það er góður gangur í Svalbarðará en áin hefur gefið 282 laxa og marga væna,“  sagði Haraldur Eiríksson er við spurðum um ána en veiðin hefur verið góð þar.

Á norður og austurlandi hafa veiðst margir vænir laxar, nokkrir laxar yfir 20 pundin. Og sést hafa  stórir laxar. 

 

13.ágú. 2014 - 12:34 Gunnar Bender

38- 40 punda fiskurinn í Sandá?

,,Þetta er alveg svakalegur lax, líklega um 38-40 punda bolti og það hafa margir séð hann í sumar en hann hefur ekki tekið ennþá,“ sagði veiðimaður þegar Sandá í Þistilfirði bar á góma fyrir nokkrum dögum síðan. En sannkallaður stórlax hefur synt um ána og margir reynt að veiða  hann en ekki gengið ennþá.

Það er búinn að veiða marga væna laxa í Sandá í sumar en enginn hefur náð stórlaxinum ennþá. Sama hvað menn hafa reynt og reynt. Skipt um flugur og reynt, hann lætur ekki plata sig ennþá.

13.ágú. 2014 - 12:29 Gunnar Bender

Þrjú hundruð fiskar komnir á land

,,Það eru komnir 300 fiskar á land, 200 laxar og 100 sjóbirtingarnar,“ sagði Páll Jónsson er við spurðum um Hólsá Ytri-austurbakki. En veiðin hefur verið góð þar.

,,Síðasta holl veiddi 19 fiska og missti nokkra, fín veiði,“ sagði Páll ennfremur.

12.ágú. 2014 - 20:27 Gunnar Bender

,,Þegar ég sá sporðinn á henni tók hjartað smá kipp“

,,Í 13 ár höfum við félagarnir úr svokölluðum Coke-hópnum farið í þrjá daga til veiða í Staðarhóls og Hvolsá í ágúst. Þetta árið kom svo loksins sá stóri á færið hjá mér. Umrædd hrygna sem reyndist við mælingu vera ein 14 pund og 89 cm og fékkst hún í Lóninu, og tók ég hana á Rauðan Fraces,“ sagði veiðiáhugamaðurinn Garðar Halldórsson einn veiðifélaganna í Coke-hópnum í samtali við Veiðipressuna.

Garðar sagði viðureignina hafa staðið yfir í um hálftíma og hafa verið pollrólegur þangað til hann sá sporðinn á henni en þá tók hjartað smá kipp og ljóst að hann myndi gefa henni allan þann tíma sem þyrfti til að landa henni þeim stóra.

,,Þetta er minn stærsti lax hingað til. Þessi túr var óvenju rólegur eins annars staðar á landinu, 6 laxar og 45 bleikjur. Svo virðist sem bleikjan sé að koma aftur upp aftur eftir nokkur mögur ára,“ sagði Garðar Halldórsson hress í bragði.

12.ágú. 2014 - 20:13 Gunnar Bender

Flott bleikja úr Hörgánni

,,Við fengum fimm bleikjur en settum í fleiri,“ sagði Þóroddur Sveinsson sem var á veiðislóðum í Hörgá fyrir nokkrum dögum ásamt börnum sínum. En margir hafa fengið í soðið þar í sumar eins og Guðrún Una Jónsdóttir Mokveiðikona.

Það hafa veiðst stórar bleikjur á nokkrum stöðum í sumar eins og Breiðdalsá í Gljúfrahylnum, bolta fiskar. Veiðimenn voru líka í Vatnsdalsá og Víðidalsá, þar voru stórar bleikjur líka.

 

12.ágú. 2014 - 12:25 Gunnar Bender

Yfir 50 laxar hjá Clapton og félögum

Veiðin togast áfram hjá  Erick Clapton og félögum sem hafa verið veiðar í Vatnsdalsá í Húnavatnssýslu en fyrsta daginn veiddu þeir 11 laxa en núna hafa þeir fengið  yfir fimmtíu laxa og nýr lax hefur verið að ganga í ána  á síðustu flóðum.  

Þetta er fimmta árið sem Capton veiðir í Vatnsdalsá en áður hafi lent í fínni veiði í Laxá á Ásum og veiddi eitt árið 80 laxa. En þar veiddi hann í fimm ár.  Vatnsdalsá hefur gefið um 415 l.axa sem verður að teljast ágætt.

10.ágú. 2014 - 10:17 Gunnar Bender

Mjög góður gangur í Ásunum

Gangurinn hefur verið  góður  í Laxá á Ásum en áin hefur gefið 633 laxa. Miðfjarðará hefur gefið 870 laxa, Vatnsdalsá hefur 380 og veiðin hefur ágæt þar síðustu daga. 

,,Það hefur  gengið ágætlega í Laxá á Refasveit en það hafa allavega veiðist 200 laxar,“ sagði okkar maður við ána, en erfiðlega gengið af fá fréttir af ánni í sumar. En veiðin hefur verið fín í ánni í sumar.

 

Mynd. Þessi lax veiddist í Víðidalsá fyrir fáum dögum og hefur líklega gengið í ána  í maí. Áin hefur gefið340 laxa.
09.ágú. 2014 - 09:42 Gunnar Bender

Reykjardalsá hefur gefið 35 laxa

,,Guðmundur Bragi  Ástþórsson  fékk sinn lax  í Klettsfljótinu á maðk og Ásrún Ósk Bragadóttir sinn á Þingeying nr. 12 í Breiðafljóti. 

Fiskarnir voru 4 og 5 pund,“ sagði Kristín Ósk Reynisdóttir sem var við veiðar í Reykjadalsá í Borgarfirði með fjölskyldunni  en áin hefur gefið 35 laxa. Sem er minni veiði en á sama tíma í fyrra en samt allt í lagi veiði. Ágúst of september er betri tíminn í ánni.

09.ágú. 2014 - 08:00 Gunnar Bender

Clapton við veiðar í Vatnsdalsá

Clapton íbygginn á svipinn við laxveiðar. Þau eru nokkur árin sem Eric Clapton hefur veitt á Íslandi. Fyrst  í Laxá á Ásum og núna í Vatnsdalsá í Húnavatnssýslu. Þar hefur hann verið við veiðar á hverju ári síðustu fimm árin. En Clapton kann afskaplega vel við land og þjóð og hér þykir honum gott að vera.


Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 29.8.2014
Reynir Traustason féll á eigin bragði
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 31.8.2014
Spilling
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 26.8.2014
Maðurinn með hattinn, hann á engan aur
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 23.8.2014
Skylda til tilkynningar um hljóðritun
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 01.9.2014
Rithöfundur bullar
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson - 28.8.2014
Eiga ekki og mega ekki
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 22.8.2014
Hvaðan eru upplýsingar DV?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 22.8.2014
Breyting sem bitnar á þeim tekjulægstu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 28.8.2014
Hvað er fjandsamleg yfirtaka?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 27.8.2014
Ótrúleg aðför að Hönnu Birnu
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 29.8.2014
Lagaheimild misnotuð
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 23.8.2014
Blómið í hóffarinu
Fleiri pressupennar