05. jún. 2012 - 17:08Gunnar Bender

,,Þetta er meiriháttar opnun"

Norðurá í Borgarfirði opnaði með stæl í morgun eins og komið hefur fram. Þá veiddust 11 laxar en allt opunarhollið í fyrra gaf 13 laxa og þetta er á hálfum degi. Það virðist vera kominn lax um ána víða eins og á milli fossa. Allt voru þetta fallegir laxar, tveggja ára fiskar í sjó. 

,,Þetta er meiriháttar opnun," sagði Bjarni Júlíusson formaður og í sama streng tók Árni Friðleifsson en þeir fengu báðir laxa fyrsta hálfa daginn. Bjarni Júlíusson formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur byrjaði á Brotinu og setti í fisk eftir 8 mínútur. Skömmu áður hafi tekið lax hjá honum en hann slapp. En fjörið var rétt að byrja en það  veiddust 11 laxar fyrir hádegi þennan fyrsta dag sem mátti veiða í ánni.

,,Það veiddust 11 laxar á víð og dreif um ána, þetta meiriháttar," sagði Ámundur Helgason í landskunni veiðimaður.

 

Mynd: Bjarni Júlíusson, formaður SVFR, með fyrsta laxinn í Norðurá á þessum sumri:

 

Ljósmynd: Gunnar Bender.

 
25.okt. 2014 - 17:36 Gunnar Bender

Ærið verkefni að huga að innlendum veiðimönnum

Það er ekki langt síðan veiðitíminn var úti, laxveiðin hvar ekki góð en hvernig er staðan?  Við heyrðum hljóðið í Haraldi Eiríkssyni hjá Hreggnasa, mann sem stöðuna út og inn.

- Hvernig gengur veiðileyfasalan fyrir komandi ár?

Veiðileyfasala gengur nokkuð vel þrátt fyrir áföll í veiðinni í sumar.

- Er aflabresturinn í sumar ekki að hafa áhrif á?

Okkar helstu samkeppnislönd tóku skell á sama tíma, laxveiði í Kanada er niður um 30-40% á sama tíma og laxveiðiár á Bretlandseyjum fá enn verri útreið en íslensku árnar. Vor- og miðsumarsveiðin í Rússlandi slapp fyrir horn á meðan haustveiðin brást að stórum hluta. Ekki þarf að fjölyrða um norsku árnar, en frændur okkar meta hagsmuni eldisstöðva ofar náttúrulegum laxastofnum, eitthvað sem ætti að vera okkur víti til varnaðar. 

- En hvað með innlenda veiðimenn?

Það er ærið verkefni leigusala og leigutaka að huga að innlendum veiðimönnum. Kaupgeta hérlendis er einfaldlega ekki á pari við þau lönd sem við viljum miða okkur við, og er það ekki eingöngu bundið við markað með veiðileyfi eins og gefur að skilja. 

- Eru íslenskir veiðimenn þá að hverfa af sjónarsviðinu?

Nei, en líkt og í mörgu sem tengist aukningu ferðamanna hérlendis þá hefur íslenskur almenningur einfaldlega lítið í kaupgetu þeirra sem greiða í erlendri mynt að gera. Þetta er ógnvænleg þróun, en með sameiginlegu átaki á að vera hægt að búa þannig um hnútana að almenningur verði ekki afhuga þessu tómstundagaman. Þar liggja hagsmunir þeirra sem eiga og selja vöruna, því breytingar á gengi erlendra gjaldmiðla gagnvart krónu geta sett markaðinn í uppnám á svipstundu. Eðlileg blöndum á viðskiptavinum verður því einfaldlega að geta átt sér stað. Við sáum þróun í gagnstæða átt á árunum fyrir hrun, þar sem bestu árnar voru umsetnar innlendum aðilum. Þá var veiðin of dýr fyrir erlenda gesti. Eftir stendur að vandamálið er einfaldlega mun víðtækara en svo að það sé bundið við stangaveiði og veiðileyfasölu.

Hvað er til ráða?

Ég get ekki annað séð en að veiðileyfasalar séu að reyna að búa þannig um vöruna að hún falli að viðskiptavininum. Lægra verð í veiðihúsum á þeim tímum sem íslendingar sækja veiðar, auk stærri þrepa í verðskrám eru innlegg í þá átt,“ sagði Haraldur ennfremur.

 

25.okt. 2014 - 17:28 Gunnar Bender

Fékk þrjár á stuttum tíma í morgun

,,Ég fór smástund í morgun og fékk þrjár rjúpur. Mér fannst ekki mikið af fugli,“ sagði Ólafur Ágúst Jensson á Akureyri er við heyrum í honum í áðan, nýkomnum af rjúpnaslóðum í nágrenni Akureyrar.

Það er að heyra á veiðimönnum að það sé ekkert svakalega mikið af fugli og menn þurfi að að töluvert fyrir því að ná henni.

 ,,Ég labbaði í tvo tíma,“ sagði einn veiðimaður fyrir austan og bætti við að hann hefði fengið sjö fugla en labbitúrinn var mjög langur.

Í sama streng hafa fleiri tekið og veðurfarið hefur víða verið erfitt. En útiveran er góð, það er málið.

24.okt. 2014 - 13:16 Gunnar Bender

Fyrsta rjúpnamyndin komin

 Höskuldur Birgir Erlingsson  lögreglumaður  á Blönduósi var á rjúpu rétt við Blönduós í morgunsárið og sendi okkur mynd fyrir nokkrum mínútum, en hann var einn á veiðum og var komin með tvo fugla á veiðislóð. 

Það var má smá föl og eitthvað var af fugli.

24.okt. 2014 - 09:58 Gunnar Bender

Fullt af skotveiðimönnum í kringum okkur

 ,,Það er fullt af skotveiðimönnum hérna í kringum okkur og menn búnir að fá eitthvað strax,“ sagði veiðimaður sem var í Borgarfirði og var búinn að fá einn fugl sjálfur.

,,Veðurfarið er fínt, þetta verður góður dagur,“ sagði veiðimaðurinn ennfremur. Vestur í Dölum heyrðum við öðrum, nokkrir fuglar komnir þar.

23.okt. 2014 - 16:27 Gunnar Bender

Aldrei meiri ásókn í rjúpnaveiðina

,,Ég man bara ekki eftir svona spennu í byrjun rjúpnatímans, það eru allir að fara til rjúpna strax á fyrsta degi. Þetta er kannski vegna þess að laxveiðin var svo róleg í sumar og veiðimenn vilja fá meiri bráð. Kisturnar eru bara kannski hálf tómar, það er málið,“ sagði einn af þeim fjölmörgu sem ætlaði til rjúpna strax í fyrramálið, eða um leið og birtir. Margir eru farnir, það er ekki eftir neinu að bíða, koma sér staðinn, tímabilið er stutt.

Við heyrum í veiðimönnum fyrir austan og vestan, veiðitíminn gæti byrjað með látum. Rjúpnamagnið er töluvert og veiðimenn sem voru í veiðibúðunum síðustu daga  hafa verið að gera sig klára.

 Veðurspáin er allt í lagi eða eins og einn orðaði að það er bara að klæða sig vel, það er málið. Nokkuð til í þessu. Við á Veiðipressunni fylgjumst með veiðimönnum í morgunsárið þegar veiðin byrjar fyrir alvöru.

 

22.okt. 2014 - 21:56 Gunnar Bender

Nokkrir klukkutímar í að rjúpnaveiðin byrji

Rjúpnaveiðin byrjar á fullu á föstudaginn og ætla þúsundir veiðimanna til rjúpna strax fyrsta degi víða um land. Mikið hefur sést af rjúpum  en það fer mikið eftir landshlutum samt hvar er mest af fugli.

,,Jú, ég er að fara, það er ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Þórarinn Sigþórsson tannlæknir er við spurðum stöðuna með veiðiskapinn.

,,Það er alltaf farið á sömu slóðirnar til rjúpna,“ sagði Þórarinn ennfremur. Fyrst er það laxinn í sumar og síðan rjúpan hjá honum um leið og veiðiskapurinn byrjar fyrir alvöru.

 

22.okt. 2014 - 13:20 Gunnar Bender

Brynja segir veiðisögur frá sumrinu

Fyrsta opna húsið verður hjá kvennadeild Stangaveiðifélags Reykjavíkur haldið í kvöld en konurnar  hafa veitt saman nokkrum sinnum í sumar. En þar mun Brynja Gunnarsdóttir segja veiðisögur frá sumrinu eins og henni er einni lagið.

Húsið opnar klukkan 20.30 og verður örugglega fjör á svæðinu.

19.okt. 2014 - 19:06 Gunnar Bender

Erlendir veiðimenn halda uppi verðinu

Veiðileyfamarkaðurinn veltir á hverju ári 12-13 milljörðum, og að stórum hluta eru þetta erlendir veiðimenn sem kaupa bestu tímana í veiðiánum á hverju ári.

Íslenskir veiðimenn keppa ekkert um þau verð sem þessir erlendu veiðimenn eru að versla fyrir, 500-600 þúsund dýrustu dagarnir í veiðiánum  eins og Selá í Vopnafriði og Laxá á Ásum. Svo mikil er aðsóknin í Laxá á Ásum að hún er full seld næsta sumar og færri komast að en vilja. Tveir stangir og yfir þúsund laxar, það er ekki amaleg veiði.

Besti tíminn í laxveiðiánum eru  dagar  erlendir veiðimenn kaupa þessa dagana, en  dagarnir sem Íslendingar hafa verslað fara hægar. Þeir ætla að bíða og sjá hvort leyfin muni lækka.

Engin veit hvernig veiðin verður næsta sumar, ekki einu sinni fiskifræðingarnir,  sem eiga að vita  allt það er staðan núna. Næsta sumar er stórt spurningamerki. Hvernig mun laxinn skila sér? 

 

 

19.okt. 2014 - 18:23 Gunnar Bender

Fiskar í stórum torfum - myndasyrpa

,,Þetta var gaman að sjá þetta, ég hef aldrei séð þetta áður hérna á þessum tíma,“ sagði Karl Óskarsson bílasali sem var einn af þeim fjölmörgu  sem mættu og horfðu á urriðadansinn við Öxará í gær á Þingvöllum og í sama streng tók Einar Guðmundsson prentarinn snjalli.

,,Það var verulega gaman að sjá alla þessa fiska hérna synda um ána, það er nóg af þeim.“

Já, sjónin var tignarleg, fullt af fallegum fiskum komna í hrygningarhugleiðingar, syndandi þarna í stórum torfum. Jóhannes Sturlaugsson fór yfir stöðuna og fræddi liðið í meira en klukkutíma en þetta er 12 árið sem þessi sýning fer fram og alltaf mæta fleiri og fleiri og þá ekki síst þeir yngri

Við skulum kíkja á nokkra sem mættu. Jóhann Rafnsson, Stefán Kristjánsson, Elías Pétur Þórarinsson, Þröstur Elliðason, Oddur Hjaltason, Bjössi og Dísa, Steingrímur Davíðsson, Gyða Guðmundsdóttir,Jón Gunnar Benjamínsson, Jón Skelfir, Ómar Smári,  Þórir Traustason og Valgerður Bjarnadóttir svo fáir séu nefndir.

18.okt. 2014 - 12:22 Gunnar Bender

Brjálað stuð við Varmá

Fín veiði hefur verið í Varmá í Hveragerði síðustu daga og veiðimenn verið að veiða vel af fiski. Margir hafa verið að fá laxa og einhverjir sína fyrstu í sumar. Laxarnir eru  vel vænir margir hverjir.

,,Ég er engan lax búinn að fá í sumar en fékk tvo í Varmánni,“ sagði veiðimaður sem var í sjöunda himni með laxveiðina í Varmá.

Sjóbirtings og bleikjuveiðin hefur verið ágæt þarna líka. Vænir birtingar hafa verið innan um. Við fréttum af veiðimönnum sem voru í Vatnamótunum en veiðin var frekar róleg hjá þeim, einn og einn sjóbirtingur en þeir voru frekar smáir flestir. En eins og veiðimaðurinn orðaði það. Veiðin var róleg en veðurfarið var mjög gott.

16.okt. 2014 - 13:01 Gunnar Bender

Fræðsluganga á vegum Þjóðgarðsins á Þingvöllum

Hin árlega fræðsluganga Urriðadans á vegum Þjóðgarðsins á Þingvöllum og Laxfiska er næsta laugardag. Þessar göngur hafa vaxið með hverju árinu og fleiri og fleiri mætt til að skoða fyrirbærin á staðnum.

,,Jú, það er rétt að þetta er á laugardaginn," sagði Jóhannes Sturlaugsson er við heyrðum  í honum  En gangan verður að vanda í umsjón Jóhannesar Sturlaugssonar hjá Laxfiskum og hefst klukkan14:00 á bílastæðinu þar sem Valhöll stóð klukkan  14.00 á laugardaginn.

Gangan spannar stutta og þægilega gönguleið upp með hrygningarsvæði urriðans og er gangan við allra hæfi. Enda fátt skemmtilegra en að skoða bolta urriðan sem syndir um Öxarána.

16.okt. 2014 - 09:30 Gunnar Bender

,,Stærsti fiskurinn sem ég hef veitt“

,,Við vorum að koma úr Varmá við Hveragerði og fengum nokkra fiska. Þetta var meiriháttar gaman, veiddi þarna minn stærsta fisk um ævina,“ sagði Ómar Smári Óttarsson sem var skýjunum með veiðitúrinn, sá stærsti á land hjá honum.

,,Já, þetta er minn stærsti fiskur um ævina, 17-18 punda fiskur og hann tók þýska Snældu í Reykjafossi í fyrsta kasti. Þetta var gaman,“ sagði Ómar Smári  enn fremur en þeir veiddu þrjá aðra fiska í veiðiferðinni í Varmá.

Varmá hefur verið að gefa töluvert af laxi og einnig bleikjur og sjóbirtinga. Og það er ennþá verið að veiða þarna, fiskurinn er að taka og veiðimenn að fá fína fiska. Til þess er leikurinn gerður. Þess vegna er auðvitað hægt að veiða áfram fiska þarna.

15.okt. 2014 - 15:11 Gunnar Bender

Eins og sæmilega góð laxveiðiá

ION Hótel, sem var með eins árs samning um svæðið sem Orkuveitan á við Þingvallavatn, hefur verið leigt þeim aftur og núna til þriggja ára. Leiguverið er 13,7 milljónir fyrir þessi þrjú næstu  ár. Þetta verður að teljast góð upphæð fyrir silungsveiðisvæði við Þingvallavatn. 

Meðalgóð laxveiðiá með 120 löxum eins og Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum er leigð fyrir þessa upphæð. Erlendum veiðimönnum eru seld veiðileyfi þarna fyrir háar upphæðir og komast víst færri að en vilja við veiðina. Þarna veiðst bolta urriðar á hverju sumri.

 

15.okt. 2014 - 10:37 Gunnar Bender

Styttist í að rjúpnaveiðin byrji fyrir alvöru

Það styttist í að rjúpnaveiðarnar hefjist en veiðarnar mega byrja næsta föstudag, 25. október, og veiðimenn ætla strax á rjúpu fyrsta daginn sem má byrja

,,Ég byrja strax fyrsta daginn," sagði Eggert Skúlason er við heyrum í honum og í sama streng tóku fleiri.

,,Það er pakkað á rjúpuna hjá okkur í Jöklusvæðinu og í Breiðdal allar helgar,“ sagði Þröstur Elliðason er við spurðum um stöðuna á rjúpunni. Staðan á rjúpunni er góð núna, mikið virðist vera af henni. Það á víð um næstum allt landið.

,,Ég hef sjaldan séð svona mikið af fugli eins og núna," sagði skotveiðimaður fyrir norðan en hann hafi verið á ferðinni á Austurlandi líka og þar var hellingur af fugli líka.

En Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur auglýst fyrirkomulag rjúpnaveiða til næstu þriggja ára . Veitt verður á fjórum þriggja daga helgum, föstudag, laugardag og sunnudag. Rjúpnaveiðar hefjast nú í ár föstudaginn 25. október. Umhverfisstofnun fagnar því að veiðifyrirkomulag næstu þriggja ára liggi fyrir. Verulegt óhagræði hefur fylgt því fyrir veiðimenn og hlutaðeigandi að ekki hafi verið ljóst fyrr en skömmu áður en veiði hefst hvernig fyrirkomulaginu verði háttað.

Rjúpnaveiðar verða heimilar eftirfarandi daga á þessu ári:

·         Föstudaginn 24. október til sunnudags 26. október. Þrír dagar. 

·         Föstudaginn 31. október til sunnudags 2. nóvember. Þrír dagar.

·         Föstudaginn 7. nóvember til sunnudags 9. nóvember. Þrír dagar. 

·         Föstudaginn 14. nóvember til sunnudags 16. nóvember. Þrír dagar.

 Veiðimenn eru hvattir til að gæta fyllsta öryggis á rjúpnaveiðum, gera ferðaáætlun og láta vita af henni, kanna veðurspá og huga vel að viðeigandi klæðnaði og öryggisútbúnaði og ennfremur að sýna hófsemi við veiðarnar.

Já, fjörið er að byrja mikið er af rjúpum víða um land og það er allavega hægt að veiða sér í jólamatinn. Til þess er leikurinn gerður.
12.okt. 2014 - 22:25 Gunnar Bender

Hvað gerist í laxveiðinni næsta sumar?

Veiðimenn eru hugsi þessa dagana, veiðin var slöpp í sumar, færri fiskar á stöngina, miklu miklu  færri.  Við erum að tala um 30 þúsund færri laxa á milli ára og það munar um minna. Og enginn veit neitt um ástæðuna, en auðvitað er hægt að giska og giska endalaust. Laxinn kemur ekki þrátt fyrir það, það er bara málið.

Og hvernig verður veiðin næsta sumar? Það er stórt spurningamerki, Laxá í Aðaldal gaf stóra og fallega laxa í sumar en nánast ekkert að smálaxi. Hvað gerist í ánni næsta sumar, kemur lítið sem ekkert af stórlaxi á sumri komanda ána. Þetta eru auðvitað allt spurningamerki. Norður -og Austurlandið gaf væna fiska en lítið af smálaxi, það er áhyggjuefni fyrir næsta sumar.

Sumarið var líka slæmt á Vesturlandi en hvað gerist í veiðiám eins og Laxá í Leirársveit, Grímsá, Norðurá, Þverá, Langá, Laxá í Dölum og Haukadalsá. Veiðin er stór spurningarmerki á þessum landssvæði eins og aflatölurnar á sumri komanda. 

Veiðimenn eru hugsi, áreigendur eru líka hugsi, það er staðan núna. Engin veit neitt, góð veiði fyrir ári síðan, slöpp í sumar, en hvað gerist næsta sumar? Það er heila málið. Enginn fæst til að spá fyrir um áframhaldið.

 

09.okt. 2014 - 21:22 Gunnar Bender

Oft hefur veiðin verið meiri

Laxveiðitímabilinu er nú lokið í flestum ám landsins. Enn er þó veitt í ám þar sem uppistaðan í veiðinni er lax úr sleppingum gönguseiða en þar stendur veiði til 20. október.  Bráðabirgðatölur yfir stangveiði á laxi sumarið 2014 sýna að það veiddust alls um 32.400 laxar.


09.okt. 2014 - 15:47 Gunnar Bender

Fyrst var það bleikjan og í kjölfarið kom laxinn

,,Hún var 68 sentimetrar, flott bleikja en síðan veiddist lax og það var annar laxinn í Brunná í sumar,“ sagði Jónas Jónasson sem var að koma úr Brunná í Kelduhverfi fyrir nokkrum dögum.

,,Það hafa veiðst þarna næstum 300 bleikjur og tveir laxar, Brunnáin er  mjög skemmtileg veiðiá,“ sagði Jónas ennfremur. Skömmu áður hafði hann verið í Litlu í Kelduhverfi og nokkrum dögum áður að loka Mýrarkvíslinni, þar veiddu 100 laxar í sumar. Margir voru laxarnir vænir vænir.

 

08.okt. 2014 - 10:19 Gunnar Bender

Kynlífið byrjað hjá laxfiskunum

,,Hrygningin byrjar fyrr hjá löxunum fyrir norðan og austan en fyrir sunnan,“ sagði Þröstur Elliðason sem hefur verið að ná klakfiskum  úr laxveiðiánum sínum Hrútafjarðará, Jöklu og Breiðdalsá síðustu daga.

,,Já, þetta er byrjað eða alveg að byrja þessa dagana. Það sama verður ekki sagt um suðurlandið í veiðiám eins og Elliðaánum. Það er ekki fyrr en í janúar,“ sagði Þröstur og handleik flotta hrygnu úr Hrútafjarðará. Fjör var að byrja, tíminn var kominn.

Nokkru neðar í ánni við Dumbafljótlið var hængur  og hrygna að koma sér fyrir. Kynlífið hjá laxfisknum var næst dagskrá, eins gott að trufla þá ekki mikið. Það skipti miklu máli að aðgerðin heppnaðist. Ég lét mig hverfa.

 

06.okt. 2014 - 12:41 Gunnar Bender

Laxá Í Refasveit gaf 200 laxa

Ein er sú laxveiðiá sem lítið sem ekkert hefur verið talað um í allt sumar og það er Laxá á Refasveit. En nýir leigutakar tóku ána á leigu og fréttir hafa ekki verið margar, nánast bara  engar.

En eftir krókaleiðum komst Veiðipressan í veiðitölurnar en í kringum 200 laxar veiddust í sumar nánast uppá fisk. Sem verður að teljast allt í lagi en fyrsti laxinn á sumri veiddist  í Flaumi en þegar leið  á sumarið fór veiðin að dreifast um ána.

Við sögðum frá því fyrr í sumar að boltalax hefði sést í Göngumannahyl en hann náðist víst ekki á land. En það var reynt mikið í hann en hann tók alls ekki.

04.okt. 2014 - 11:07 Gunnar Bender

Stefán Sig í bullandi samkeppni við Laxá

Heimildir Veiðipressunnar herma að Stefán Sigurðsson að strax eftir að Stefán Sigurðsson sagði upp hjá Laxá hafði hann ætlað að fara í samkeppni meðal annars við Laxá. Enda kemur það berlega í ljós þegar heimasíðan hjá fyrirtæki hans og Hörpu er skoðuð, Iceland Outfitters.

Þetta var bara bullandi samkeppni við Laxá meðal annars, með  stanga- og skotveiði í bland. Stefán sagði í samtali við Veiðipressuna að hann væri að skoða stöðuna.

 

 

03.okt. 2014 - 09:28 Gunnar Bender

Veiðimenn streyma úr stangaveiðinni

Laxveiðin í sumar  hefur oft verið betri, miklu betri,  fullt var af lausum dögum og veiðimenn margir hverjir  ekki fengið  ekki lax. Stangaveiðifélag Reykjavíkur brá á það ráð  fara að selja hálfa daga í Leirvogsá núna í ágúst og september. Sem er reynda ekki galin hugmynd bara vegna þess að veiðileyfin seldust ekki. Leirvogsá var laxveiðiá  þar sem færri komast að en vildu fyrir 5-6 árum. Svona hefur stangveiðin breyst verulega í tímans ráðs,  það er ekki á vísan að róa.

En það er komin upp ný staða, aldrei hafa fleiri veiðimenn hætt í stangveiðinni og farið önnur sport.  Innlendi veiðileyfamarkaðurinn minnkar og minnkar með árunum, það er staðreynd.

,,Auðvitað er margir að hugsa sín mál með veiðina, þetta er dýrt  sport og þegar lítið veiðst verður þetta ekki eins skemmtilegt,“ sagði veiðimaður í vikunni og bætti við að margir af sínum vinum eru hættir í veiðinni og farnir í annað sport. Það er staðan núna, þeir gætu auðvitað komið aftur sagði veiðimaðurinn sem var búinn að fá allavega sjö laxa í  sumar og tvo væna.

Veiðimenn streyma úr sportinu þessa dagana, dýr veiðileyfi og minni veiði. Flóttann verður auðvitað að stoppa, fátt er skemmtilegra en að renna fyrir lax og silung en það verður að vera einhver heilbrú í  málinu. Ekkert bendir til þess að veiðileyfin muni lækka neitt. Þrátt fyrir lélega laxveiði. Það er staðan núna. 

02.okt. 2014 - 16:27 Gunnar Bender

Tommi Za hættur hjá Veiðiflugum

,,Ég byrjaður að vinna hjá Veiðihorninu, stærstu og flottustu veiðibúð landsins og þar fást flottustu merkin,, segir Tommi Za veiðimaður á facebook síðunni sinni í dag, en hann  hætti  fyrir fáum  vikum hjá Veiðiflugum á Langholtsvegi, eftir nokkurra ára vinnu þar.

Þetta er þykja þó nokkur tíðindi í veiðiheiminum að Tommi Za skyldi byrja að vinna þarna af öllum búðunum  í veiðinni. 

01.okt. 2014 - 10:00 Gunnar Bender

Klikkað veður við Andakílsá

,,Það var klikkað veður við Andakílsá,“ sagði leigubílstjóri sem átti leið um Hafnarfjall og uppí Skorradal í gær þegar veðurfarið var sem verst. En þrátt fyrir það voru veiðimenn að veiða síðasta daginn í ánni og veiddi  nokkra laxa.

En Andakílsá endaði í 109 löxum sem verður að teljast verulega slöpp veiði þetta sumarið.

 

 

01.okt. 2014 - 09:57 Gunnar Bender

Hrútafjarðará endaði í 280 löxum

,,Síðustu veiðimennirnir voru að klára veiðina í Hrútafjarðará og veiddu væna fiska, Ármótunum.  þau gáfu  vel af stórfiski í lokin, tvö bolta,“ sagði Þröstur Elliðason sem var með lokatölurnar úr ánni á þessu sumri. En áin endaði í 280 löxum þessa sumarið.

,,Þetta er allt í lagi veiði í Hrútu og áin gaf marga væna fiska. Það veiddust líka 40 bleikjur og sumar voru vænar,“sagði Þröstur í lokin.

29.sep. 2014 - 21:32 Gunnar Bender

Endar Svartá í 300 löxum

Veiðin hefur gengið ágætlega i Svartá  en núna eru komnir næstum 300 laxar og veiðimenn sem voru þarna fyrir skömmu veiddu nokkra laxa.

,,Það voru laxar á nokkrum stöðum, þetta var allt í lagi,“ sagði veiðimaður sem var að koma úr ánni.

 ,,Fórum fyrst í Blöndu og fengum nokkra laxa og síðan í Svartá og fengum líka nokkra laxa,“ sagði veiðimaðurinn.

Lítið hefur frést af Laxá á Refasveit, núll fréttir. En veiðin hefur víst verið góð í henni og veiðimenn sem voru fyrir þó nokkru síðan veiddi 17 laxa og sögðu að töluvert væri að fiski í ánni og sumar vel vænir. Það var víst bolti í Göngumannahylnum en tók ekki neitt. Hann var flykki.

27.sep. 2014 - 16:49 Gunnar Bender

Fangar á Litla-Hrauni fá að fara í veiði Vola

Núna í sumar hefur verið tekið upp sú nýbreytni að leyfa föngum á Litla-Hrauni að fara í veiði Vola, sem er steinsnar frá Litla-Hrauni. En DV greinir frá þessu í daga og fer ítarlega yfir málið. 

Mest veiðist af silungi í Vola en einn og einn lax. Eitthvað hefur veiðst en þetta er nýbreytnin á Hrauninu og fá  fangarnir fá að veiða í ákveðin tíma. Þetta er alls ekki galinn hugmynd og fínt að fá aðeins fjölbreytni í annars litlaust rimlalífið á svæðinu.

Veiðiskapinn geta líka allir stundað, útiveran er góð og stundum tekur fiskurinn. Hugmyndin er langt frá því að vera galin.

27.sep. 2014 - 08:50 Gunnar Bender

Léleg laxveiði alls ekki ávísun á lækkun veiðileyfa

Þótt það sé gaman að veiða þá fer glansinn af veiðiskapnum ef fiskana vantar í árnar. Sumarið 2014 var ömurlegt laxveiðisumar og breytir engu þótt menn reyni að tala það upp - tölurnar segja allt sem segja þarf.

Flugufréttir hafa sett tölur frá Angling.isupp í töflu og greint stöðuna út frá veiði per stöng 2013 og svo 2014. Sumarið 2013 var reyndar mjög gott og fallið er því mikið. Aðeins Svalbarðsá bætir sig á milli ára og Laxá á Ásum og Ormarsá eru á pari. Aðrar ár hrynja og má nefna að veiðin í til að mynda Grímsá, Hítará, Norðurá og Þverá er um eða innan við þriðjungur af því sem hún var í fyrra, Langá skilaði aðeins 21% af því sem veiddist þá og Álftá 14%. Veiði er ekki alls staðar lokið en nú er löngu ljóst að sumarið 2014 var afspyrnuslappt.

Auðvitað er þetta staðan eftir sumarið.laxveiðin var ekki góð. Flugufréttir ræða  aðeins um málið í dag eins og það liggur á borðinu núna.  En þetta hefur gerst áður  að veiðin hefur verið slöpp og ekki hafa veiðileyfin lækkað verulega.

Margar laxveiðiár eru með samninga til marga ára, auðvitað er hægt að fara frammá lækkun.Það verður auðvitað reynt og Veiðipressan hefur heimildir fyrir því að einhverjir séu byrjaðir að semja.  En það virkar bara alls ekki alltaf.  Dýrustu dagarnir í sumar og næsta sumar lækka ekkert, 500-600 þúsund króna dagar. Þeir munu halda verðgildinu, erlendir veiðimenn eru að borga þá. Þeir halda upp verðinu. Það er málið.

,,Ég hef heyrt þetta áður ekkert lækkar,“ sagði veiðimaður sem við ræddum við í dag og sama streng tók annar. É man aldrei neinum risalækkunum, þó veiðin hafi dottið niður í einhverri veiðiánni. Það er bara staðan,“ sagði veiðimaðurinn ennfremur.

En hrunið er mikið, laxinn kom ekki eða kemur allavega ekki úr þessu. Sumar laxveiðiárnar hafa hrundið stjarnfræðilega niður.

26.sep. 2014 - 09:33 Gunnar Bender

Nær ekki Laxá í Dölum tvö hundruð löxum?

Það var enginn draumur að eiga veiðileyfi í Dölunum í sumar, í næstum því flestum laxveiðiánum á svæðinu. Eins og Laxá í Dölum sem aðeins hefur gefið 191 lax og Haukadalsá sem endaði í 183 löxum. En þegar kíkt var í hylinn fyrir ofan veiðihúsið um daginn í Haukadalsá, var hellingur af laxi  þar og ennþá nýir fiskar að koma uppá brotið.

Laxinn kemur kannski bara svona svakalega seint þetta árið. Aldrei að vita. Í Ytri-Rangá eftir að maðkurinn kom aftur úti hefur  hún stungið Eystri-Rangá af en Yrti hefur gefið 2670 laxa en Eystri er með 2440 laxa. Blanda kemur síðan í næsta sæti fyrir neðan, miðað við fjölda laxa.

En ennþá er hægt að veiða fiska. Sumarið er ekki úti ennþá.

24.sep. 2014 - 21:03 Gunnar Bender

Léttleikinn skiptir öllu máli í veiðitúrnum

,,Ég held að þessi veiðimaður eigi metið í sumar, hann hefur ekki fengið lax í sjö veiðitúrnum. Sumar laxveiðiárnar eru ekki að verri endanum sem hann fór í, rándýrar en samt er hann við hestaheilsu og ætlar ekki að selja strangarnir sínar,“ sagði veiðimaður sem var mikið að spá í sumar sem ég hitti.

,,Ætli hann hafi ekki eytt allavega 500-600 þúsund í veiðileyfi og hann missti einn lax annað var það ekki,“ sagði.En sumarið áður veiddi vinur inn 37 laxa svo þetta hefur verið skellur fyrir hann, eftir alla þessa laxa,“ sagði vinurinn sem reyndar lenti ekki í þessu fiskleysi.

Já, er nokkuð til í þessu en veiðin er bara svona. Það skiptir miklu máli að hafa húmorinn í lagi, veiðin er stundum slöpp eins og gengur og gerist. Veiðimenn verða að bíta í það súra epli, einn fiskur eða bara enginn. Það kemur sumar eftir þetta sumar en spurningin er hvort laxinn komi. Það er heila málið sem vilja helst vita en enginn getur svarað. Við skulum sjá til.

 

23.sep. 2014 - 13:23 Gunnar Bender

Þarf ekki að kvarta yfir Staðaránni

,,Það þarf ekki að kvarta í Staðaránni hjá mér, það hefur verið fín veiði, stundum meira segja mok. Veiðin hefur aðeins minnkað eftir að leið á sumarið,“ sagði Gunnar F. Jónsson er við spurðum um heita svæðið í Staðaránni fyrir neðan brúna.

,,Veiðimenn voru að fá stóra fiska á tímabili og þó nokkuð af þeim. Sumarið hefur gott. Núna hefur komið smærri fiskur uppí ána. Vatnasvæði Lýsu hefur gefið 2 laxa og eitthvað af silungi,“ sagði Gunnar ennfremur.

Við fréttum af veiðimönnum sem voru þarna í Staðaránni um daginn og sögðu svæðið skemmtilegt. Þeir fengu fína veiði.


Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 16.10.2014
Réttarhöld í Kastljósi
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 13.10.2014
Jónas trúgjarnastur? Illgjarnastur!
Ágúst Borgþór Sverrisson
Ágúst Borgþór Sverrisson - 18.10.2014
Enginn munur á virkum í athugasemdum og elítunni
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 11.10.2014
Fróðleg ferð til New York
Aðsend grein
Aðsend grein - 15.10.2014
Þjófagengi í jakkafötum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 17.10.2014
Netið gleymir engu
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 23.10.2014
Ræða ASÍ
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 15.10.2014
Ættu að íhuga að fara í annað lið
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 14.10.2014
Trúarpælingar IV – Jesús, óskilgetinn!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 20.10.2014
Ný stjórnarskrá mun engu breyta ...
Ágúst Borgþór Sverrisson
Ágúst Borgþór Sverrisson - 23.10.2014
Ritdómur: Eftirminnilegt sálfræðidrama
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 20.10.2014
Sigurjón og Elín sýknuð
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 18.10.2014
Trúarpælingar V. Krossinn - skuldauppgjör við Guð?
Fleiri pressupennar