16. apr. 2017 - 13:46Gunnar Bender

Svakalega gaman að veiða

„Þetta er svakalega gaman að veiða en ég sá nokkra fiska hérna áðan en í fyrra fengum við fiska hérna ofar í læknum,“ sagði Guðni Már Valdimarsson ungur veiðimaður sem við hittum á Breiðdalsvík við veiðar.    

En hann var kannski að ekki að kasta flugunni á stærstu eða vatnsmestu veiðiá landsins. En fiskurinn var fyrir hendi og það var það sem skipti máli.  Og hann gat tekið hvenær sem var.

„Fiskurinn getur verið tregur,“ sagði Guðni og kastaði flugunni fimlega fyrir fiskana. Þarna gat maður dundað sér að veiða og enginn að trufla mann. Nema einn og einn blaðamaður með veiðidellu. Hann fór fljótlega.

 

Mynd. Guðni Már Valdimarsson við lækinn sem rennur í  gegnum Breiðdalsvík.  Mynd G.Bender
25.maí 2017 - 14:04 Gunnar Bender

Laxinn mættur í Leirvogsá

Það berast fréttir af löxum í hverri ánni af annarri,  núna síðast Leirvogsá fyrir fáum dögum. Gunnar Örn Pétursson veiðimaðurinn snjalli sá laxa í Leirvogsá og það er nokkuð snemmt miðað við undanfarin ár.

25.maí 2017 - 13:58 Gunnar Bender

,,Gaman að brjóta ísinn"

,,Það er gaman að brjóta ísinn, bleikjan var væn og vel haldinn. Hún er greinilega með nóg að éta þarna,“ sagði  Súddi sem veiddi fyrstu bleikju sumarsins í Breiðdalsá niður við ósa Breiðdalsár í morgunárið.


24.maí 2017 - 09:33 Gunnar Bender

Laxinn kominn í margar veiðiár

Laxinn mætti snemma í fyrra í veiðiárnar og það sama virðist vera uppá teningnum núna. Fyrstu laxarnir komu fyrir tveimur vikum síðan, líklega flestir mættir í Borgarfjörðinn, þar sem hann hefur sést síðustu daga.


23.maí 2017 - 09:00 Gunnar Bender

Regnbogasilungur fullur af laxaseiðum

Veiðimenn sem voru að veiða í laxveiðiá síðasta haust á Ströndum. Veiðiá sem er gefa um 100 laxa á hverju ári voru að veiða í ánni um haustið. 


22.maí 2017 - 00:09 Gunnar Bender

Andakílsá eins og forarpyttur

Staðan við Andakílsá í Borgarfirði er alls ekki góð þessa dagana eftir að leirdrulla rann í stórum stíl niður ána. Laxveiðin var ekki góð í ánni síðasta sumar en áin  tekur reyndar dýfur reglulega með þriggja ára millibili í veiði.
22.maí 2017 - 00:05 Gunnar Bender

Lúsin er mætt í Arnarfjörðinn

Lús er farinn að herja á fiskinn hjá Arnarlaxi í Arnarfirði og hefur aldrei verið meiri en núna. Gefa þarf fisknum lyf til að reyna að minnka lúsina sem hefur verið í meira mæli núna vegna hlýinda í firðinum í vetur. Ekki hefur orðið vart við laxalúsina í fjölda ára en núna blossar hún upp og gæti jafnvel breyst út í fleiri ker en þetta eina sem hún fannst í núna.


19.maí 2017 - 11:46 Gunnar Bender

Verður opnuninni í Norðurá flýtt um einn dag?

„Það er ekki búið að ákveða hverjir munu opna Norðurá ennþá,“ sagði Einar Sigfússon sölustjóri Norðurár í gær en menn eru spenntir að vita hverjir munu opna ána. Í fyrra voru það Kristinn Sigmundsson og Kristján Jóhannsson, einn lax kom á land hjá þeim.
17.maí 2017 - 22:52 Gunnar Bender

Villingavatn að detta í gang

Veiðin á svæðum Fish Partner hefur gengið ágætlega og er vorið greinilega að detta inn eftir kalda norðan brælu sem herjaði á veiðimenn nýverið.


17.maí 2017 - 22:44 Gunnar Bender

Lóan er kominn og laxinn á leiðinni

Það er komið að hinum árlega Vorfagnaði SVFR og ekki seinna vænna enda löngu komið sumar. Við ætlum að koma saman við höfuðstöðvar félagsins að Rafstöðvarvegi 14, laugardaginn frá kl. 13 – 16 og vera með alveg hreint stórglæsilega dagskrá að venju.
14.maí 2017 - 18:14 Gunnar Bender

Laxatorfa að skríða upp í Borgarfjarðarárnar

Laxinn kom snemma í fyrra í veiðiárnar, fyrstu laxarnir hafa komið í árnar á þessum tíma í fyrra og jafnvel fyrr -  en laxinn er að mæta. Veiðimaður sem var að veiða við Seleyrina í Borgarnesi fyrir fáum dögum sá allavega 20-30 laxa torfu skríða framhjá sér þar sem hann stóð með flugustöngina og kastaði flugunni fimlega.


12.maí 2017 - 16:01 Gunnar Bender

Laxveiðin sýnst um að finna stóra tröllið

Bubbi Morthens tónlistar- og veiðimaður, segist ekki velta sér mikið upp úr því hvernig veiðisumarið verði. Ég mæti bara á bakkann eins og hann orðar það en þetta kemur fram í viðtali við hann í 35 ára afmælisblaði Sportveiðiblaðsins sem var að koma út. 120 síðna blað.


11.maí 2017 - 09:51 Gunnar Bender

Allt frosið á Þingvöllum

„Þetta var klikkun, það var svo rosalega kalt á Þingvöllum í gær, en ég fisk, ég var frosinn,“ sagði veiðimaður sem var einn af þeim fáu sem var við veiðar í gær á Þingvöllum. Þar voru aðstæður ekkert til að hrópa húrra, skítakuldi og hávaðarok.08.maí 2017 - 08:46 Gunnar Bender

Vatnið í ánum er flott þessa dagana

„Við erum ekki búnir að fá neitt en fengum fína veiði fyrir nokkrum dögum, flotta fiska, sáum stóran fisk stökkva hérna í gær,“ sögðu veiðimenn sem við hittum við Seleyrina við Borgarnes um helgina og þeir héldu áfram að veiða. Fiskurinn var fyrir hendi.


06.maí 2017 - 09:39 Gunnar Bender

,,Ef það hlýnar verður mokveiði þarna"

Hraunsfjörðurinn er dottinn í gírinn. Um leið og það fór að hlýna fór bleikjan að taka. Hún er að taka marflóareftirlíkingar og Peacock að sögn Bjarna Júlíussonar.


03.maí 2017 - 11:21 Gunnar Bender

Síðasta opna hús vetrarins hjá SVFR

Föstudaginn n.k. þann 5. maí verður síðasta opna hús vetrarins haldið í Rafveituheimilinu að Rafstöðvarvegi 20. Eins og venjan er verður mikið um vera á þessu síðasta opna húsi og ljóst að það er heldur betur komin spenna í mannskapinn fyrir sumrinu.
03.maí 2017 - 09:39 Gunnar Bender

Frá gömlum tíma – mynd sýnir ótrúlega veiði

Á síðunni hjá Arvík birtist veiðimynd af Jón heitnum Sigurðssyni með ótrúlega þriggja daga veiði úr Sauðlauksdagsvatni við Látrabjarg  en myndin er frá árinu 1988 og þvílík mokveiði.


01.maí 2017 - 23:06 Gunnar Bender

Mótmæla risaeldi

Aðalfundur Veiðifélags Selár, haldinn 29. apríl, 2017, og aðalfundur Veiðifélags Hofsár og Sunnudalsár haldinn 30. apríl, 2017, mótmæla harðlega áætlunum um risalaxeldi með ógeldan norskan eldislax í opnum sjókvíum í austfirskum fjörðum.


01.maí 2017 - 23:02 Gunnar Bender

Fiskurinn hafði ekki áhuga

Vorveiðin hefur gengið  misjafnlega, kuldi og rok og kannski ekki mikið af fiski í sumum ánum. Steinninn  tók  reyndar alveg út um núna fyrir helgi. Veiðimenn höfðu  keypt sér veiðileyfi í bleikju, veiðihúsið var lagað og fínt en það dugi lítið.30.apr. 2017 - 17:18 Gunnar Bender

Lærðu af þeim bestu

Flugukastkennararnir Henrik Mortensen og Thomas Thaarup snúa aftur til Íslands í maí. Haldin voru 8 námskeið í maí í fyrra sem tókust með miklum ágætum.


 


 

28.apr. 2017 - 22:20 Gunnar Bender

Verður vatnsleysið vandamálið

Núna þegar eru rétt 35 dagar þangað til laxveiðin byrjar hafa menn mestar áhyggjur af vatnsstöðunni frekar en fisknum er á eftir að koma í laxveiðiárnar. Aldrei hefur verið svona lítil snjór til fjalla, það er nánast ekki neitt á stórum hluta landsins og eins og fyrir norðan.


28.apr. 2017 - 22:17 Gunnar Bender

Hreggnasi með hæsta tilboðið

Það bárust aðeins fjögur tilboð í Hafralónsá í Þistilfirði sem opnuð voru í gær. Hæsta tilboðið átti Hreggnasi, Jón Þór Júlíusson en þeir hafa verið með Svalbarðsá líka í Þistilfirði.


27.apr. 2017 - 11:35 Gunnar Bender

Einn og einn stór í bland við smærri

„Þetta var kalt en gaman, það mætti hlýna aðeins meira,“ sagði veiðimaður sem við hittum við þjónustumiðstöðina á Þingvöllum. Veiðin var lítil eftir að hafa barið Þingvallavatn með ýmsum flugum. Veiðimenn hafa reynt en sumir fengu veiði  en aðrir ekki.

25.apr. 2017 - 11:08 Gunnar Bender

Yfir fjögur hundruð fiskar úr Vatnamótunum

„Við vorum að koma úr Vatnamótunum og fengum 21 fisk en Vatnamótin hafa gefið yfir 400 fiska sem verður að teljast gott,“ sagði Selma Björk Ísabella Gunnardóttir en sjóbirtingsveiðin hefur víða verið góð  þrátt fyrir frekar leiðnilega tíð síðustu daga. En það stendur allt til bóta.


24.apr. 2017 - 11:21 Gunnar Bender

Veiðimenn hrósa myndinni um Vatnsdalsá í hástert

Ríkisútavarpið kom sannarlega á óvart í gærkveldi  með að sýna eftir fréttir og Landann, Ljúfi Vatnsdalur. Mynd um Vatnsdal og veiðiána sem um hann rennur. En þar hafa margir veiðimenn fengið góða veiði og stóra fiska. Þarna veiddi Erick Clapton stærsta laxinn sinn fyrir á Íslandi í henni í fyrra,  108 cm bolta.


23.apr. 2017 - 15:55 Gunnar Bender

Bolti úr Elliðavatni

Veiðin í Elliðavatni hefur farið róglega af stað.  Helluvatnið hefur verið gefa ágætlega en allt kemur þetta þegar hlýnar betur. Hann Kamil Barwiak fór ekki tómhentur úr vatninu fyrir fáum dögum en hann veiddi risaurriða.

22.apr. 2017 - 15:18 Gunnar Bender

Risa bleikja úr Varmá

„Við vorum í Varmá í dag og fengum 10 fiska,“ sagði Stefán Sigurðsson er við spurðum hann um veiðina í Varmá í dag sem gekk vel. „Og við fengum risa bleikju og hún hefur líklega verið 14-15 pund,“ sagði Stefán ennfremur.


22.apr. 2017 - 15:13 Gunnar Bender

Veiði hafin í Meðalfellsvatni

,,Já, veiðin er byrjuð í vatninu og við seljum veiðileyfi í vatnið og Hreggnasi,“ sagði Hermann Ingólfsson á Kaffi Kjós en breyting hefur orðið á sölu veiðileyfa í vatnið frá síðustu árum. Veiðikortið er ekki með vatnið eins og hefur verið síðustu tíu árin.


21.apr. 2017 - 13:32 Gunnar Bender

Fjörið byrjað á Þingvöllum

„Ég skrapp í Villingavatnsós í Þingvallavatni sumardaginn fyrsta þar sem ég barði vatnið í snjó, hríð og kulda allan daginn,“ sagði Halldór Gunnarsson með kalda putta eins og fleiri veiðimenn á fyrsta deginum sem mátti veiða í Þingvallavatni.


20.apr. 2017 - 10:43 Gunnar Bender

Kuldalegt við Elliðavatn í morgun

„Það var kuldaleg við Elliðavatn í morgun en nokkrir mættir í snjókomunni,“ sagði Ingimundur Bergsson hjá Veiðikortinu sem var einn af þeim sem lét sig hafa það við vatnið í  morgun. Það var engin blíða, langt frá því. Sumardagurinn fyrsti stóð ekki undir nafni. Veiðin var róleg, fiskurinn var tregur, en það átti að hlýna þegar leið á daginn og þá gæti hann tekið.


 


19.apr. 2017 - 12:49 Gunnar Bender

Veiðin byrjar í Þingvallavatni og Elliðavatni á sumardaginn fyrsta

Á sumardaginn fyrsta byrjar veiðin í Þingvallavatni fyrir alvöru, reyndar bara með flugu að vopni til mánaðamóta. Og veiðimenn ætla að fjölmenna til veiða, fiskurinn er fyrir hendi,  vel vænn og vel haldinn.


18.apr. 2017 - 09:18 Gunnar Bender

Boltafiskur á land í Varmá

 ,,Þetta var rólegt og ég stóð að lokum uppi með enga veiði,“ sagði Atli Valur Arason sem fór í Varmá um páskana og kastaði flugunni grimmt í ánni.


17.apr. 2017 - 17:30 Gunnar Bender

Vorveiðin hefur verið köld og erfið

„Þetta er bara búið að vera skítakuldi,  ég meina það. Búinn að fara þrisvar sinnum og þetta eru bara kaldir puttar,“ sagði veiðimaður sem við hittum við Klaustur og annar sem var þarna líka  á bílaplaninu við N1 á Klaustri tók í sama streng.

 


13.apr. 2017 - 22:24 Gunnar Bender

Ólafur Ólafsson ræktaði upp laxveiðiá frá grunni

Ólafur Ólafsson í Samskipum hefur komið víða við á ferlinum. Hann á jörð á Snæfellnesi og um landareign hans rennur Grímsá sem reyndar er alls ekki stór veiðiá. Reyndar bara lækur á köflum en það gengur lax í hana eftir að Ólafur hóf að rækta hana upp fyrir nokkrum árum síðan.


13.apr. 2017 - 11:54 Gunnar Bender

Brjáluð austan átt og kalt í Tungufljóti

,,Það var kalt og erfitt í Tungufljóti í hollinu,“ sagði Stefán Sigurðsson hálf kalinn kallinn sem var við veiðar í Tungufljótinu nú í páskavikuni. En sjóbirtingsveiðin það sem af er hefur gengið upp og ofan.  Veðurfarið hefur ekki verið gott en veiðimenn hafa látið sig hafa það. Svona er bara veiðin.


12.apr. 2017 - 09:58 Gunnar Bender

Vorum með gríðarstórar sleppingar

,,Ég er mjög bjartsýnn fyrir sumarið í Ytri Rangánni, veturinn hefur verið mildur og hafið hlítt, svo allt bendir til þess að laxinn hafi búið við góð skilyrði í hafi ,sagði Jóhannes Hinriksson umsjónamaður Ytri Rangár sem við slógum á þráðinn til hans. En Ytri Rangá var fengsælasta  laxveiðiáin í fyrra.
11.apr. 2017 - 09:43 Gunnar Bender

Risaurriði í Kleifarvatni?

Við heyrðum í kafara sem hefur kafað mikið bæði í Þingvallavatni og fleiri vötnum, þ.m.t. Kleifarvatni. Þrátt fyrir að hafa kafað innan um risaurriða í Þingvallavatni og gjánum þar sá þessi kafari þann allra stærsta urriða sem hann hefur komist í návígi við í Kleifarvatni.


10.apr. 2017 - 09:22 Gunnar Bender

12 stiga frost við Húseyjarkvísl en samt veiði

Nils Flomer Jorgensen var ekki í góðum aðstæðum við Húseyjarkvísl í gær þar sem hann var að veiða sjóbirting en á heimsíðunni hans var hann að ræða stöðuna. En 12 stiga frost var í Skagafirðinum. En það var veiði og það er fyrir öllu. Flottir fiskar.


 

09.apr. 2017 - 10:54 Gunnar Bender

Endalausar áhyggjur manna af fiskeldinu

Svo virðist sem mönnum sem nákvæmlega sama um íslensku laxastofnana, eina sem virðist liggja á  borðinu eru endalaus ný leyfi fyrir eldinu í öllu fjörðum landsins.  Séra Gunnlaugur Stefánsson prestur í Heydölum skoðar stöðuna aðeins í grein í vikunni. Kíkjum aðeins á hvað presturinn segir. Málið er verulega alvarleg.


07.apr. 2017 - 11:17 Gunnar Bender

Hvað segja veiðimenn – Bjartsýnn og búinn að versla slatta af veiðileyfum

Hvað skildu veiðimenn segja um komandi veiðisumar. Tómas Sigurðsson er einn í þessum hópi sem bíður óþreyjufullur eftirsumrinu. Tómas er mikill veiðimaður og hefur verið áhugasamur á þessu sviði um árabil. Hann á sér uppáhalds veiðiá og þangað kom hann fyrst til veiða fyrir 30 árum síðan.

05.apr. 2017 - 22:20 Gunnar Bender

Hefur veitt í hverjum mánuði í allan vetur

Biðin eftir að laxveiðin styttist verulega með hverjum deginum en sjóbirtingsveiðin hefur byrjað með með ágætum. Tíðarfarið hefur kannski ekki verið uppá marga fiska fyrstu dagana í apríl. 

„Það er helvíti slæmt veður hérna við Varmána í dag en maður lætur sig hafa það, skárri spá eftir hádegi,“ sagði veiðimaður sem hafði komið sér skjól í Hveragerði dag og beið af sér veðrið. Skyldi nokkurn undra, hríð og kuldi.

05.apr. 2017 - 10:13 Gunnar Bender

Kvíslarfossinn tignarlegur – mynd dagsins

Það styttist óðfluga í að veiðitímabilið hefjist fyrir alvöru.  Á ferð okkar um Kjósina í vikunni var ekki hjá því komist að mynda  tignarlegan Kvíslafossinn í Laxá Kjós. Biðin styttist eftir að fyrsti lax sumarsins renni sér uppí ána.

 


04.apr. 2017 - 15:42 Gunnar Bender

Leirá opnaði með látum

Við slógum á þráðinn til Axels Más Karlssonar sem var við veiðar í opnuninni í Leirá í Leirársveit sagðist vera frekar ánægður þrátt fyrir leiðindaveður og kulda.


03.apr. 2017 - 11:25 Gunnar Bender

Virtist vera fiskur út um allt

Mynd. 65 cm urriði tekin af Óskari Þorgils á fluguna Köttinn í Dráttarhólshyljum. Fékk að sjálfsögðu líf aftur.

 „Við lönduðum þremur fiskum og misstum helling. Það virtist vera fiskur út um allt,“ sagði Heiðar Logi Sigtryggsson sem var í opnuninni í Minnivallarlæk um helgina.


02.apr. 2017 - 22:11 Gunnar Bender

Nokkrir fiskar á land í Meðalfellsvatni

Mynd Ingimundur    ,,Við erum búnir að fá nokkra fiska en ekki stóra, mest urriða," sögðu veiðimenn sem við hittum við Meðalfellsvatn. Veiðikortið var með vatnið í fyrra en núna er á reiki hvort það sé Hreggnasi eða Félag sumarbústaðaeigenda sé með vatnið. En Kaffi Kjós mun selja veiðileyfi í vatnið.
02.apr. 2017 - 21:26 Gunnar Bender

Frábær byrjun í Geirlandsá

Mynd: Veiðin byrjaði vel víða eins og fyrir norðan eins og þessi mynd sýnir. Byrjunin í Geirlandsá var frábær. Vorveiðin er komin á fleygiferð, dagurinn í gær var góður veðurfarlega, en kaldara aðeins í dag. Opnunarhollið í Geirlandsá var frábært. Óskar Færseth segir að það hafi veiðst um 70 fiskar sem verður að telja gott. Veðurfarið mjög gott og veiðin gekk vel.
02.apr. 2017 - 12:42 Gunnar Bender

Veturinn ekki búinn en veiðin heldur áfram

Mynd. Fjör í sjóbirtingnum og allir að fá eitthvað. Fyrsti dagurinn í sjóbirting var góður, víða sæmileg veiði, en veðurfarið getur verið fljótt að breytast.Í dag er rigning og hvasst en veiðimenn margir voru samt komnir á kreik snemma í morgun.
01.apr. 2017 - 12:32 Gunnar Bender

Síðasti laxinn var bolti

,,Já, þetta var síðast laxinn sem ég veiddi í fyrrasumar,“ sagði Guðlaugur P. Frímannsson veitingamaður og  veiðimaður,  í samtali við Veiðipressuna. En sumarið endaði glæsilega í veiðinni hjá honum og hann er bjartsýnn með sumarið í sumar. 

01.apr. 2017 - 12:26 Gunnar Bender

Það styttist í laxveiðitímann

Það styttist í  laxveiðitímann hefjist fyrir alvöru, en sjóbirtingurinn  byrjaði á fullu í morgunsárið og veiðimenn eru byrjaðir að veiða fiska víða ein og Varmá, Geirlandsá, Tungufljóti og Tungulæk. Fjörið er byrjað fyrir alvöru.
18.ágú. 2016 - 22:22 Gunnar Bender

Fengum tvo laxa á Fjallinu

,,Jú, maður er alltaf að reyna að veiða, vorum uppi á Fjalli í Langá og fengum tvo laxa. Þetta er hrikalega flott svæði,“ sagði Jogvan Hansen söngvarinn í gærkveldi en þá var hann að koma úr veiði er við heyrðum í honum. ,,Já, ég er búinn að fá nokkra laxa í sumar. Milli þess sem voru að opna flottan stað í Reykjavík. Og svo fer maður aftur að veiða og það er fátt skemmtilegra en það.

16.ágú. 2016 - 09:23 Gunnar Bender

Var búin að reyna nokkrar flugur

,,Þetta var skemmtilegt en ég var búinn að reyna nokkrar flugur þegar hann tók,“ sagði Alma Anna Oddsdóttir sem veiddi lax í Norðurá í Borgarfirði fyrir fáum dögum,  en Alma hefur veitt þá nokkra í gegnum árin. Hún hefur ekki  stundað veiðiskapinn mikið  núna í nokkur ár.

 


Veðrið
Klukkan 09:00
Skýjað
SSV1
10,6°C
Alskýjað
A6
7,1°C
NNA5
4,2°C
Skýjað
ASA1
10,1°C
Léttskýjað
SSV1
11,7°C
Alskýjað
S5
9,2°C
Spáin
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 19.5.2017
Mikilvæg fyrirmynd
Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson - 18.5.2017
Er allt sem byrjar á einka rosalega slæmt?
Arnaldur Máni Finnsson
Arnaldur Máni Finnsson - 19.5.2017
Umbreytingavorin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 20.5.2017
Einangrað eins og Norður-Kórea?
Guðrún Margrét Guðmundsdóttir
Guðrún Margrét Guðmundsdóttir - 22.5.2017
Vandræðalega bekkjarpartýið!
Elín Ósk Arnarsdóttir
Elín Ósk Arnarsdóttir - 22.5.2017
Hvít sem mjólk
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 23.5.2017
Stjórnvöld eiga að vera á tánum en ekki hnjánum
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 23.5.2017
Stærðin skiptir máli
Kristinn Rúnar Kristinsson
Kristinn Rúnar Kristinsson - 24.5.2017
Mjög takmörkuð öryggisgæsla á Rammstein tónleikunum
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 25.5.2017
Um fjallageitur og samfélagsmiðlamont
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 24.5.2017
Uppstigningardagur
Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson - 26.5.2017
Hin nýja miðja
Akureyri vikublað
Akureyri vikublað - 21.5.2017
Samskipti
Fleiri pressupennar