07. ágú. 2012 - 23:05Gunnar Bender

Sumarið sem flestir veiðimenn vilja gleyma

Veiðisumarið togast áfram, síðasta vika gaf bara 2700 laxa sem er ekki mikið á þessum tíma árs. Svo virðist sem litlar göngur hafi komið í stóra straumnum fyrir fáum dögum nema bara helst vatn. Fyrstu göngurnar voru öflugar en síðan hefur lítið gerst í veiðinni.

,, Sumarið er líklega búið," segir Bjarni Júlíusson formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur og það er líklega rétt hjá Bjarna. Síðasta gangan hefði átt að koma núna um helgina.

Því er reyndar spáð að það fari að rigna núna á næstu klukkutímum og það gæti eitthvað gerast, allir vona það allavega. En möguleikarnir eru ekki miklir.
27.mar. 2015 - 12:34 Gunnar Bender

Mikið fjör hjá veiðiáhugamönnum í Háskólabíói

,,Þetta var meiriháttar og líklega hafa verið þarna á milli 700- 800 veiðimenn,“ sagði Þröstur Elliðason hjá Strengjum sem var ánægður með Rise samkomuna í gærkvöldi í  Háskólabíói og í sama streng tók Ingimundur Bergsson hjá Veiðikortinu og Sport veiðiblaðinu.

Samkoman var meiriháttar, málstofan, veiðisýningin og bíódæmið. Bið veiðimanna er senn á enda eftir nokkra klukkutíma. Þrátt fyrir kuldaspá var verulega hlýtt í Háskólabíó og margar veiðisögur sagðar sem ekki kostuðu krónu. Svona er veiðin er í dag.

27.mar. 2015 - 10:33 Gunnar Bender

Skítakulda spáð á fyrsta degi í sjóbirtingi

Veðurspáin er allt annað en góð á fyrsta degi í sjóbirtingi, það er spáð skítakulda. Frostið verður allt að 12 stigum. Veiðimenn hafa svo sem lent í þessu áður að það frjósi í lykkjunum hjá þeim og varla hægt að koma út færi.

En þetta er spá aðeins frammi tíminn og hún á vonandi eftir að klikka. Eða eins og veiðimaðurinn orði það í gærkveldi.

,,Hvað máli skiptir veðurfarið, veiðitíminn er að byrja, maður lætur konuna bara þýða sig þegar maður kemur heim,“ eins veiðimaðurinn komst að orði. Margt til í þessu, veiðitíminn er að byrja inna fárra daga, það er málið.

26.mar. 2015 - 10:37 Gunnar Bender

Þörf á heildarúttekt á urriðanum í Þingvallavatni

Efla þarf skráningu á urriðaveiði stangaveiðimanna og gera heildarúttekt á urriðastofnum í Þingvallavatni til að hægt sé að taka ábyrga afstöðu til nýtingar á urriðanum. sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra á Alþingi fyrr í vikunni. Hann á að skoða mætti að koma upp vefsíðu í samvinnu Fiskistofu og Veiðifélaga Þingvallavatns þar sem veiðimenn gætu skráð afla sinn að loknum veiðidegi.

Þetta kom fram í svari ráðherrans í fyrirspurnartíma á Alþingi þegar Össur Skarphéðinsson, alþingismaður, innti ráðherrann eftir því hvort hann teldi rétt að láta veiðireglur fyrir landi þjóðgarðsins og Orkuveitunnar ná til alls vatnsins. Össur bar lof á Þingvallanefnd fyrir að hafa á síðasta ári sett reglur um að veiddum urriða þyrfti að sleppa yfir helsta urriðatímann, og sömuleiðis, að einungis mætti veiða á flugu. Sömu reglur hefði Orkuveitan sett upp fyrir sínu landi.

Ráðherrann sagði að þó skráning á laxveiði hér á landi væru með því besta sem þekktist í heiminum hefði hins vegar ekki gengið eins vel að halda skrá yfir veiði í silungsvötnum. „Upplýsingar um veiði í Þingvallavatni eru brotakenndar og ekki hægt að byggja á þeim þegar ákvarða þarf skipulag á veiði. Fiskistofa hefur til athugunar leiðir sem geta bætt úr því og mun starfa með Veiðifélagi vatnsins og Veiðimálastofnun til að bæta úr skráningu á veiðinni í vatninu.“

Sigurður Ingi sagði að þó góðar upplýsingar lægju fyrir um urriðann í Öxará þyrfti eftirlit og rannsóknir á öllu vatninu, sem væri stórt og veiði stunduð víðar en fyrir þeim svæðum sem Össur nefndi. „Mikilvægt er að fylgst sé með ástandi urriðastofna Þingvallavatns enda um að ræða viðkvæmana og sögufrægan stofn og ekki búið að koma upp nýjum hrygningatföðum við útfall vatnsins í stað þeirra sem töpuðust við virkjun Efra-Sogs,“ sagði ráðherrann. Hann kvaðst vilja undirstrika, að „til þess að taka ábyrga afstöðu til veiðinýtingar urriða þarf að koma á öflugri veiðisrkáningu og gera heildarúttekt á urriðastofnum vatnsins.“

Sigurður sagði að það væri mjög mikilvægt að fara varlega í nýtingu á stofninum, og enn mikilvægara að veiðimenn yrðu hafðir með í ráðum um hvernig rétt væri að haga sér gagnvart veiðinni, því til lítils væri að setja reglur sem erfitt yrði að framfylgja. „Við þurfum frekari rannsóknir til að vita nákvæmlega stöðuna en fyrst og fremst þurfum við betri skráningar.

24.mar. 2015 - 19:51 Gunnar Bender

Allt að verða klárt fyrir veiðisýninguna

,,Nú er allt orðið klárt fyrir Veiðisýninguna í anddyri Háskólabíó fimmtudagskvöldið 26. mars. Fjölmörg fyrirtæki sýna vörur sínar og þjónustu á stærstu veiðisýningu landsins,“ sagði Stjáni Ben um veiðisýninguna, sem margir bíða  eftir með óþreyju.

Heimsfrægur fluguhnýtari, Davie McPhail kemur til Íslands frá Skotlandi til að vera á sýningunni, hnýta flugur og ræða við gesti og gangandi. Sértilboð á veiðivörum, happdrætti, kynningar, veiðileyfi og margt fleira. Ekki má gleyma málþingi Íslandsdeildar Continental Trout, Veiði og Verndun í sátt við íslenska náttúru, sem stendur yfir í Stóra Sal Háskólabíó frá kl. 17 – 18.30.

Hnýtarar:

Davie McPhail, Baldur Hermannsson og Skúli Kristinsson og munu þeir vera að sýna fluguhnýtingar, selja flugur og veita góð ráð. 

Húsið opnar kl. 17  þann 26. mars til að hleypa inn á málþingið en Veiðisýningin hefst eins og áætlað var kl. 18:00. Klukkan 20 verður svo RISE Fluguveiði kvikmyndahátíð sýnd í Stóra Sal Háskólabíó þar sem rúmlega 500 veiðimenn munu sjá flottustu fluguveiði kvikmyndir ársins á einu stærsta bíótjaldi landsins. 

Hægt verður að kaupa sér mat og drykk í Háskólabíó og því kjörið að koma á málþing kl. 17 og dvelja allt kvöldið í Háskólabíó í undirbúningnum fyrir veiðitímabilið 2015.

23.mar. 2015 - 17:40 Gunnar Bender

Sérstakur stofn af sjóbirtingi í Lóninu

,,Það er sérstakur stofn af urriða í Jökulsárlóninu en ég hef ekki reynt að veiða þar ennþá. Það er alltaf svo mikið af fólki við lónið yfirleitt og það myndi bara vekja athygli,“ sagði veiðimaður sem hefur spáð aðeins í sjóbirtinginn sem virðist hafa tekið bólfestu þarna en fáir munu líklega ná að veiða þá þar.

Oft má sjá seli elta fiska inní lónið, mest líklega sjóbirtinga en líklega einhverja fiska líka. Þetta svæði á landinu er frægt fyrir sjóbirting enda stutt í góðar veiðiár kringum Kirkjubæjarklaustur. 

 

22.mar. 2015 - 21:13 Gunnar Bender

Frábær staða við Geirlandsá

Núna þegar rétt er vika þangað til sjóbirtingsveiðin  byrjar er staðan mjög góð við margar veiðiárnar eins og við Geirlandsá í gær þegar stoppað var þar, áin var tær og hvergi ís á sjá henni. En það eru stjórnarmenn í Stangaveiðifélagi Keflavíkur sem fá heiðurinn að opna hana.

Sama  góða staðan var með Tungulæk, Fossála og Vatnamótin. Byrjunin lofar svo sannarlega góðu, veðurspáin er fín og fiskurinn líklega ennþá í ánum. Og veiðimenn á leiðinni innan tíðar. Biðin er á enda eftir fáa daga.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

19.mar. 2015 - 10:25 Gunnar Bender

Þarna verður skemmtilega fólkið í stuði

Athyglisverð málstofa um „veiði og verndun í sátt við náttúru Íslands“ verður í Háskólabíói, kl. 17 þann 26. mars á undan Rise, kvikmyndahátíð fluguveiðimanna. Málstofan, sem Össur Skarphéðinsson, alþingismaður, stýrir, er haldin af Íslandsdeild Continental Trout Conservation Fund, sem eru grasrótarsamtök sem vinna aðallega að því að efla umhverfisvernd og –vitund stangveiðiæskunnar í Evrópu. Samtökin stuðla líka að vernd fágætra urriðaafbrigða og teygja sig raunar allt frá Íslandi til Íran.

Sjö erindi

„Stangveiðimenn þurfa að hafa vettvang til að ræða margvísleg mál, sem tengjast stangveiðum og vernd auðlindarinnar, laxins og silungsins, og á ráðstefnunni verða sjö erindi  þar sem sérfræðingar, leigutakar og veiðimenn ræða margvísleg mál sem tengjast veiðum og vernd umhverfisins,“ sagði Össur Skarphéðinsson, en hann er einn af stofnfélögum Íslandsdeildarinnar.

„Viðfangsefnið eru í reynd allir laxfiskar, en með tilliti til þess hversu margir eru farnir að leggja sig eftir stórurriðanum í Þingvallavatni sem loksins er að ná sér upp er svolítil áhersla á hann. Ég hlakka til dæmis mjög til að heyra erindi Landsvirkjunar um vistheimtarverkefni í Þingvallavatni og urriðann, en Sveinn Kári, líffræðingur hjá stofnuninni  skýrir stöðu þeirra mála. Helgi Guðbrandsson, sem stýrir deildinni, hefur smá kynningu á CTCF, félaginu okkar, en það leggur áherslu á veiða-og-sleppa, ekki síst þar sem stofnar eru undir miklu álagi, einsog gæti verið í Þingvallavatni, og raunar víðar. Við höfum beðið Jóhannes Sturlaugsson hjá Laxfiskum ehf. að ræða veiðar og verndun  Þingvallaurriðans, en auk þess reifa fulltrúar Landssambands veiðifélaga og SVFR sín sjónarmið, þeir Óðinn Sigþórsson og Hörður Birgir Hafsteinsson.“

Skemmtilega fólkið 

Össur segir að menn hefðu gjarnan viljað fá innlegg frá fiskeldismönnum, en það hefði ekki gengið upp að þessu sinni. „Það verður líka fróðlegt að heyra reynsluna af veiða-og-sleppa í Húseyjarkvísl, en Valgarður Ragnarsson skýrir hana,  og svo fjallar forstjóri Veiðimálastofnunar, dr. Sigurður Guðjónsson, um efnahagslegt og samfélagslegt gildi stangveiða. Svo geta menn komið með fyrirspurnir og lagt hvaðeina til málanna sem þeir vilja. En við leggjum samt áherslu á að hafa málstofuna stutta og skemmtilega. “

Össur segir að það sé tilvalið fyrir alla sem hafa áhuga á stangveiði að sameina það að hlusta á fróðleik um veiði og vernd og mæta á Rise, sem sé einstakur atburður. „Þarna verða líka allir sem máli skipta í veiðibransanum að kynna sína þjónustu í tengslum við Rise, og allt skemmtilega fólkið. Það er hvergi jafn gaman og í félagsskap veiðimanna. Það vita allir.“

 

18.mar. 2015 - 09:45 Gunnar Bender

Varla vök á Þingvallavatninu

Þegar Þingvallavatnið var skoðað í gær sást varla vök á vatninu og sumstaðar var ísinn vel þykkur. Það sama var ekki sagt um Úlfljótsvatnið en það var voru komnar nokkar vakir á vatnið. Það sem bjargar Þingvallavatni er það að veiðin byrjar ekki í vatninu fyrr en 20.apríl og þá verður staðan vonandi orðin allt önnur.

Á síðu Veiðikortins stendur að veiðin byrji 20.apríl og eingöngu má veiða á flugu til að byrja með og öllum fiski skal sleppt. Eina sem sást við vatnið voru útlendingar í torfum en urriðar voru flestir undir ísnum í nokkrum torfum.

15.mar. 2015 - 20:41 Gunnar Bender

Hafði heimsmeistarakeppnin áhrif á veiðina í Hlíðarvatni?

Hlíðarvatn í Selvogi er dynótt veiðivatn,  sem oft gefur vel af fiski, en minna þess  á milli. Menn þurfa að læra á vatnið. Aðeins hefur verið rætt um veiðina í vatninu  í Flugufréttum síðustu vikurnar en í fyrra veiddust 764 bleikjur í Hlíðarvatni. En minna hefur verið sótt í vatnið og þá sérstaklega í september af veiðimönnum.

Árni Árnason hjá Stakkavík ræddi málið aðeins á Flugréttum á föstudaginn og kom með þá kenningu að aðsóknin hefði minnkað verulega meðan heimsmeistarakeppnin í fótbolta hefði verið í sumar í heilan mánuð. Afar merkileg kenning, en góð samt.

 

12.mar. 2015 - 21:22 Gunnar Bender

Fáir tilbúnir að spá fyrir um veiðina í sumar

Það styttist í að sjóbirtingsveiðin byrjar og svo vatnaveiðin, bið styttist með hverjum deginum. En það sem  allir bíða  mest eftir er laxveiðin, en fyrstu veiðimenn sumarsins renna í byrjun júní. 

En hvernig verður laxveiðin í sumar, enginn veit það og fáir treysta sér til að spá um það. Sumarið síðasta var skrítið á stórum hluta landsins eins og Vesturlandi. En hvað mun gerast í  sumar? Það eru fáir tilbúnir að spá fyrir um laxveiðina, en líklega verður smálax áberandi en minna af tveggja ára laxi. En hvað mun mikið ganga af laxi í árnar, það er stóra spurningin. 

Vatnsmagnið á ætti að verða í fínu lagi en fiskgengdin, það er heila málið. Við ræddum aðeins við menn sem þekkja veiðiheiminn og fáir eru til að tjá sig.

,,Sumarið verður stórt spurningamerki, sjaldan hafa menn vitað eins lítið og núna,“ sagði einn þeirra. ,,Við skulum vona það besta, allt getur skeð, fyrstu laxarnir munu ganga upp í Hvítá í Borgarfirði núna í apríllok og byrjun maí,“ sagði annar veiðimaður.

 

12.mar. 2015 - 12:33 Gunnar Bender

Byssusýning í Veiðisafninu á Stokkseyri

Árleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri í samvinnu við verslunina Vesturröst  verður haldin laugardaginn 14. og sunnudaginn 15. mars 2015 frá kl. 11–18 í húsakynnum Veiðisafnsins,  Eyrarbraut 49  Stokkseyri.

Skotvopn og munir frá Sveini Einarssyni veiðistjóra og Sigmari B. Haukssyni formanni Skotvís verða kynnt og tekin til sýningar en báðir eru þeir látnir.

Lesa má um þessa landsþekktu veiðimenn á heimasíðu Veiðisafnsins  http://veidisafnid.is/veidimenn

Einnig verður fjölbreytt úrval skotvopna til sýnis svo sem haglabyssur, rifflar, skammbyssur og herrifflar.

Jóhann Vilhjálmsson byssu- og hnífasmiður verður á staðnum og kynnir sín verk og verður með mikið úrval af hnífum og byssum til sýnis, einnig verður Stefán Haukur Erlingsson útskurðarmeistari með kynningu á sínum verkum, má þar nefna útskorin riffilskepti og fl.

Allt áhugafólk um skotvopn og veiðar er velkomið, aðgangseyrir er kr.1500 fl. og 750 kr. börn 6-12 ára.

10.mar. 2015 - 09:23 Gunnar Bender

Styttist óðum í veiðitímabilið

,,Það hefur gengið vel að selja í Minnivallarlækinn og við opnum 1.apríl,“ sagði Þröstur Elliðason en bið veiðimanna eftir að veiðitíminn byrji styttist með hverjum deginum og hverjum klukkutímanum. 

Hnýtingakvöld hafa verið í veiðifélögum víða um land og kynningar á veiðisvæðinu. Veiðimenn geta ekki beðið lengur. Reyndar hefur tíðafarið verið leiðinleg og það hefur dregið í hvölunum veiðimanna. En allt kemur þetta.

Margir ætla að fara á fyrsta degi, Varmá, Minnivallarlækur, Tungulækur, Geirlandsá og Vatnamótin svo eitthvað sé nefnt til sögunnar. Biðin styttist.

10.mar. 2015 - 09:19 Gunnar Bender

Veiðimenn ætla að fjölmenna

Mikið stemming virðist vera fyrir Veiðisýningunni í Háskólabíó 26 mars og hefur miðasala gengið vel. Veiðisýning verður á undan bíódæminu og hafa margir tryggt sér pláss til að sýna vöruna sína. Sýning var haldin í Regnboganum í fyrra og sá staður var alltof lítill, Háskólabíó er staðurinn til að halda svona viðburð.

,,Það hefur gengið vel selja á bíósýninguna,“ sagði Stjáni Ben heilinn á bakvið dæmið, þetta verður greinilega upphitunardæmið fyrir veiðimenn rétt áður en sjóbirtingsveiðin byrjar á fullu nokkrum dögum seinna.

Við kíkjum aðeins á hverjir ætla að mæta á staðinn og eitt vakti athygli, fáar konur hafa boðað komu sína ennþá. Kíkjum aðeins á hverjir ætla að mæta Aðalsteinn Pétursson, Trausti Hafliðason, Ari Þórðarson, Ársæll Baldvinsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Gunnar Helgason, Höskuldur B Erlingsson og  Jakob Hrafnsson svo fáir séu tíndir af fjölmennum lista.

En sjón verður sögur ríkari.

06.mar. 2015 - 12:51 Gunnar Bender

Skemmtikvöld Stangaveiðifélags Reykjavíkur

Skemmtikvöld Stangaveiðifélags Reykjavíkur verður í kvöld í salarkynnum SVFR að Rafstöðvarvegi 14. Húsið opnar klukkan 20:00 og hefst dagskráin skömmu síðar.

Að þessu sinni verður öllu tjaldað til og verður dagskráin með fjölbreyttara móti og ættu því allir að geta fundið eitthvað við sinn smekk.

Dagskráin er vegleg á næsta skemmtikvöldi SVFR og hljóđar svo:

1.Kristján Benediktsson betur þekktur sem Stjáni Ben ætlar ađ kynna kvikmyndahátíđina Rise sem hann er í forsvari fyrir.

2.Helgi Guđbrandsson kynnir ráđstefnuna "verndun og veiđi, í sátt viđ náttúru Íslands" sem haldin er ásamt RISE í lok mars mánađar.

3. Birkir Mar kynnir Hraunsfjörđinn.

4. Gísli Árnason, staðarhaldari í Laxá í Mývatnssveit, verđur međ stađarlýsingu á þessu frábæra svæði.

5. Jóhann Guđmundsson verđur međ kynningu á Hjaltadalsá og Kolku
05.mar. 2015 - 10:44 Gunnar Bender

Í Þingvallavatni eru stærstu urriðar sem hafa veiðst í heiminum

,,Eins og þinginu er kunnugt ber Alþingi ábyrgð á lífríki Þingvallavatns og ekki síst þeirri skepnu sem ég hef stundum lýst hér í þinginu sem hátindi sköpunarverksins undir norðurhjaranum – ísaldarurriðanum,” sagði Össur Skarpéðinsson á Alþingi í gærkveldi um urriða og Þingvallavatn.

,, Mönnum er mætavel kunnugt að á síðustu 25 árum hafa reglubundið verið hér umræður um nauðsyn þess að endurreisa hann. Hann var kominn á ákaflega tæpt vað og við það að deyja út. Alþingi hefur samþykkt ýmsar aðgerðir honum til verndar. Á síðustu tíu árum hefur árangur þeirra smám saman verið að koma í ljós. Á þeim tíma kom stórurriði aftur fram í veiði og kannski mest síðustu tvö árin en þá hafa 20 punda urriðar verið reglulegir í veiðinni. Við höfum séð 25 punda, 29 punda og 30 punda urriða veiðast á síðustu tveimur árum. Það eru stærstu urriðar sem hafa veiðst í heiminum,” sagði Össur ennfremur

Össur sagði að á sama tíma hefur líka orðið sú jákvæða þróun að sprenging hefur orðið í stangaveiði sem almenningsíþrótt. Það á sér margar og jákvæðar skýringar. Þetta er ódýr íþrótt og stangaveiði er mjög heppileg sameiginleg útivera fyrir fjölskylduna. Þingvallavatn hefur ekki farið varhluta af þessari þróun enda geta menn komið og veitt þar stærstu urriða í heimi nánast ókeypis, eða fyrir ákaflega lítið. Þetta hefur að sjálfsögðu skapað ákveðna hættu á ofveiði á stórurriðanum.

,,Þingvallanefnd brást við því mjög skörulega og setti reglur sem fólu það í sér að einungis mætti veiða urriða á flugu og það yrði að veiða og sleppa. Orkuveita Reykjavíkur tók upp sama fyrir sínum löndum. Við höfum samt séð það að ofstopamenn hafa gengið berserksgang í vatninu, drepið á annan tug stórurriða og í ákveðnum tilvikum mun meira en það. Að sjálfu leiðir að þannig gæti ofveiði stemmt stigu við vexti stofnsins nema að þær reglur sem Þingvallanefnd beitti sér fyrir verði útfærðar fyrir vatnið allt,” sagði Össur.

,,Erindi mitt hingað í ræðustól Alþingis er að skora á Þingvallanefnd að hafa frumkvæði að því innan Veiðifélags Þingvallavatns og sömuleiðis að skora á þá þrjá ráðherra (Forseti hringir.) sem málið varðar að beita sér einnig fyrir að sömu reglur verði teknar upp alls staðar við vatnið,” sagði Össur Skarphéðinsson að lokum.

05.mar. 2015 - 10:22 Gunnar Bender

Doppler að missa Deildará á Sléttu?

Veiðifélag Deildará á Sléttu hefur ákveðið að bjóða Deildará á Sléttu  út en sami leigutakinn hefur verið með ána í 26 ár. En það er Svisslendingurinn Ralph Doppler. En hann hefur meðal annars verið með Haukadalsá og Flekkudalsá í Dölunum.

Doppler veiðir nær eingöngu á maðk en hann er með Dunká og Álftá á Mýrum núna á leigu. Verður spennandi að sjá hver hreppir Deildarána en meðalveiðin þar er í kringum 170 laxar á ári.

04.mar. 2015 - 11:59 Gunnar Bender

Skemmtikvöld kvennadeildar SVFR

Skemmtikvöld kvennadeildar SVFR verður haldið miðvikudaginn næstkomandi 4. mars og hefst klukkan 20:00 að Rafstöðvarvegi 14. Að þessu sinni verður haldið til Mexíkó og mætir Stjáni Ben og verður með kynningu á veiðiferðum til Mexíkó. Einnig mun Stjáni vera með ítarlega kynningu á Rise hátíðinni sem verður haldin 26. mars í Háskólabíó.

Konur eru hvattar til að fjölmenna og eiga skemmtilega kvöldstund.

03.mar. 2015 - 14:53 Gunnar Bender

Veiðimaðurinn efnir til keppni

Veiðimaðurinn fagnar 75 ára afmæli á árinu og er í hátíðarskapi. Af því tilefni efnir blaðið til fluguhnýtingarkeppni og keppni um bestu veiðisöguna. Fyrsta blað Veiðimannsins kom út árið 1940 en í vor kemur út tölublað nr. 200 af þessu rótgróna málgagni stangveiðimanna – tímariti SVFR.

Bestu flugurnar og veiðisögurnar munu prýða blaðið en vegleg verðlaun eru í boði. Að auki verður skilvís SVFR-félagi sem hefur greitt veiðileyfin sín fyrir sumarið 2015 dreginn út í afmælishappdrætti Veiðimannsins.

SVFR hvetur félagsmenn til að taka þátt og senda félaginu stórbrotnar veiðisögur og veiðnar flugur – það er ekki eftir neinu að bíða! Frestur til að skila inn flugum og sögum er til föstudagsins 30. mars en reglur keppninnar eru eftirfarandi:

Hnýtingarkeppni Veiðimannsins 2015

Keppt er í tveimur flokkum:
- Silungafluga Veiðimannsins 2015 – hnýtt á krók númer 12 eða 14.
- Laxafluga Veiðimannsins 2015 – hnýtt á krók nr. 10 eða 12

Verðlaun í hvorum flokki er  veiðileyfi hjá SVFR að verðmæti 75.000 krónur.Flugunum skal skilað til skrifstofu SVFR undir dulnefni, tveimur eintökum af hvorri flugu, ásamt upplýsingum um hvernig flugurnar urðu til. Einnig skal skila inn umslagi merktu dulnefninu þar sem kemur fram nafn, sími og netfang hnýtara.
*Skilyrði er að flugur hafi ekki verið í almennri sölu. Rétt er að taka fram að í silungaflokki koma þurrflugur, p

Veiðisögukeppni Veiðimannsins 2015

Sögurnar skulu að hámarki vera 1000 orð, sögusviðið skal vera frá ársvæðum SVFR og skal þeim fylgja mynd ef kostur er. Fyrir bestu söguna fær höfundur veiðileyfi hjá SVFR að andvirði 75 þúsund krónur.

Úrslit verða kynnt á vorhátíð SVFR í maí en dagsetning hennar og dagskrá verður kynnt þegar nær dregur. Áskrifendur Veiðimannsins fá svo að njóta bestu flugnanna og veiðisagnanna í 75 ára afmælisblaði Veiðimannsins.

 

02.mar. 2015 - 11:13 Gunnar Bender

Laxinn er magnaður

,,Vorið er tíminn sem kitlar mig mest. Veiðimaðurinn vaknar í mér á sama tíma og gróðurinn tekur við sér eftir langan dvala. Brumið fer að vakna til lífsins og gróðurlyktin yfirtekur loksins borgarmengunina. Það eru forréttindi að vera ungur veiðimaður á Íslandi á þessum tíma. Ég vil meina að áhugi ungra manna á veiði fari vaxandi. Þingvallavatn heillar mig og aðra gríðarlega mikið. Ég nýt þess að lesa rannsóknarskýrslur og pistla frá þeim meisturum Össuri Skarphéðinssyni og Jóhannesi Sturlaugssyni. Nú eftir að fluguveiðin byrjaði fyrr í vatninu á maður séns á þessum stórmagnaða Ísaldaurriðastofni sem er engu líkur,“ segir veiðimaðurinn Óskar Bjarnason um komandi sumar.

Óskar segir að Þingvallavatn er vatn sem þarf að ,,stunda” reglulega því maður lærir alltaf eitthvað nýtt í hverri ferð, hvort það sé veiðistaðurinn,flugurnar,línurnar eða græjurnar. það sem ég hef komist að í gegnum árin er að mesti árangurinn að mínu mati er að sjúga fróðleik úr reyndari mönnum. Þannig aflar maður upplýsingar af leynistöðum og trixum sem maður getur stungið í vasann og nýtt í komandi framtíð.

,,Eftir að ég tók stöðu sem aldursforseti í skemmtinefnd Stangveiðifélags Reykjavíkur sit ég á fundum og held samkomur með svo miklum veiðigoðsögnum að ég sit nánast stjörnustjarfur allan tímann. En af þessum mönnum lærir maður svo sannarlega.Ég fer á hverju ári í Veiðivötn og Skagaheiði og það er reynsla sem flestir ættu að reyna sækjast eftir, Magnað veiðilandslag. Nú þegar maður er að renna á tuttugasta og annað aldursskeið, fer maður að afla meiri tekna og opnar það fyrir mann fleiri dyr í heimi laxveiðiáa. Laxinn er magnaður og það jafnast ekkert á við það að veiða í flottri á í fallegu umhverfi. Mitt mottó er það að ég reyni að kynna mér nýja og nýja á, á hverju ári því við Íslendingar eigum svo mikið af flottum ám sem nauðsynlegt er að skoða.“

,,Auðvitað heimsækir maður sumar ár aftur og aftur sem eru í uppáhaldi, alveg eins og maður á sitt uppáhaldsvatn (mitt er Þingvallavatn). Ég er byrjaður að stunda fluguveiði helst aðallega vegna þess hversu unaðslegt það er að veiða með flugu. Maður tengist verkfærinu meira og lifir sig ,,inn í stöngina” og skynjar og finnur fyrir línunni, hverri stroku og kipp sem á hana kemur, þú og stöngin verðið að sama hlutnum,“ segir Óskar.

Og hann heldur áfram.

,,Já, ég er svo sannarlega spenntur fyrir komandi veiðitímabili og er ég bjartsýnn á það, búið að vera ágætlega mikill snjór og verður gaman að sjá hvernig flugan og ætið tekur við sér í sumar. Fossá í Þjórsárdal kom mér skemmtilega á óvart seinasta tímabil og ég ætla hiklaust í hana aftur í ár. Auk þess klikka Elliðaárnar ekki og ég hef oft verið heillaður af Blöndu 4. Munið að vera góðir og deilið fróðleik ykkar til ungu kynslóðarinnar, því að við erum framtíðin,“  segir Óskar Bjarnason ennfremur.


02.mar. 2015 - 11:03 Gunnar Bender

Ennþá er dót og drasl á reki í Eyjafirði

Um helgina  var haldinn fundur á Hótel KEA á Akureyri um framkomnar umsóknir um opið sjókvíaeldi á norskættuðum laxi á Eyjafirði. Til fundarins var boðað af NASF, Verndarsjóði villtra laxastofna, veiðiréttareigendum, stangveiðifélögum og bátasjómönnum sem hafa viðurværi sitt af veiði.  Framsögumenn á fundinum voru þeir Orri Vigfússon, formaður NASF og Jón Helgi Björnsson formaður Veiðifélags Laxár í Aðaldal.

Rakin var saga sjókvíaeldis og hvernig það hefur hvarvetna mengað umhverfið. Sjókvíaeldi er væntanlega eina matvælaframleiðslan í heiminum sem ekki þarf að þrífa eftir sig og getur sent allan mengandi úrgang út í náttúruna. Samtök eigenda sjávarjarða eiga mikilla hagsmuna að gæta því sjávarföll bera úrgang, skólp, lyfjaleifar og lýsi frá fiskeldinu til nærliggjandi land- og hafsvæða. Einkum er lífríki strandlengjunnar í hættu. Bent var á laxalúsina sem getur reynst banvæn seiðum úr nærliggjandi ám. Vísindaráð Noregs hefur kveðið upp úr með að neikvæð áhrif af þessu tagi, sérstaklega frá laxeldi, hafi orðið þess valdandi að veiði hefur lagst af í 110 laxám í Noregi. Hrun hefur orðið í stofni ánna. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það gríðarlega tjón sem veiðiréttareigendur hafa orðið fyrir.

Smábátasjómenn hafa og orðið fyrir beinum skaða af völdum laxeldis í Noregi og í Kanada svo ekki sé minnst á neikvæð áhrif á ímynd matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu. Á fundinum kom fram að í Alaska, sem er samkeppnisland Íslands á sviði sjávarafurða, hefur allt laxeldi í sjó verið bannað. Því banni er einkum ætlað að verja orðspor Alaskamanna sem veiða og verka villtan fisk fyrir alþjóðamarkað. Þá var rifjað upp að árið 1988 gerðu forsvarsmenn fiskeldis, stangveiðimanna og ríkisvalds með sér heiðursmannasamkomulag um að aldrei yrði leyft að norskur eða annar útlendur laxastofn yrðu settur í sjókvíar við Íslandsstrendur. Þetta var síðan brotið í ráðherratíð Guðna Ágústssonar.

Jón Helgi Björnsson rakti þann gríðarlega lúsafaraldur sem fylgdi öllu sjókvíaeldi sem stundað væri í stórum stíl. Slíkur faraldur myndi strax gera mikinn usla við Eyjafjörð því margar af rómuðustu bleikjuám landsins renna til sjávar í fjörðinn. Þá væri mjög stutt í mikils háttar laxveiðiár á borð við Fnjóská, Fljótaá, Mýrarkvísl og Laxá í Aðaldal sem nyti sérstakrar verndar með lögum frá Alþingi. Jón Helgi sagði að Veiðifélag Laxár hefði sent skýrt erindi til viðkomandi ráðherra um að friða beri allan Eyjafjörð fyrir opnu kvíaeldi vegna smit- og mengunarhættu sem Laxá í Aðaldal muni stafa af slíku eldi. Til langs tíma litið hræðist fólk mest blöndun stofna eldisfiska við villta fiskstofna en slík blöndun veldur óafturkræfum skaða eins og rannsóknir í Elliðaánum hafa staðfest.

Orri kvaðst hafa miklar áhyggjur af því að ekki verði farið að lögum um fiskeldismál sem Alþingi samþykkti á sl. vori. Í lögunum er kveðið á um að setja beri ströngustu reglur samkvæmt norskum stöðlum, koma á fót viðurkenndu eftirlitsferli og gera fullkomnar mælingar á burðarþoli fjarða þar sem fiskeldi er fyrirhugað, auk þess sem endurskoða eigi heildarlöggjöf um fiskeldi á Íslandi fyrir lok ársins. Orri taldi að öll þessi atriði væru enn í skötulíki og benti á að í Noregi hæfist umsóknarferillinn með því að umsækjandinn leggur fram kr. 200 milljónir sem óendurkræft framlag til að gera hinu opinbera kleift að sinna undirbúningi og óháðum sérfræðirannsóknum. Engar íslenskar stofnanir væru í stakk búnar til að takast á hendur þessa vinnu. Þær hefðu hvorki aðstöðu, mannafla né fjármagn til að sinna verkinu sómasamlega.

Í máli bátasjómanna á fundinum kom fram mikil andstaða við framkomnar fiskeldishugmyndir. Þeir bentu á að enn væru margar og hættulegar leifar, ónýtur búnaður, tæki og dræsur á reki víðs vegar í Eyjafirði, upprunnar frá misheppnuðum fiskeldistilraunum fyrri ára, öllum til ama og sumt af þessu rusli hefði lent í skrúfum báta og sköpuðu hættu fyrir sjófarendur

Á fundinum var mikið rætt um reynslu Íslendinga af fiskeldi í sjó, arðsemi þess og skattgreiðslur fyrirtækja í þessari grein. Orri skýrði frá því að verið væri að vinna skýrslur um arðsemi greinarinnar annars vegar og hins vegar skattgreiðslur til samfélagsins. Komið hefði í ljós að mörg fyrirtæki í greininni hefðu lent í gjaldþroti með tilheyrandi tugmilljarða skaða fyrir samfélagið. Rannsókn á skattgreiðslum undanfarinna ára virtist einnig benda til að þegar frá er talinn Samherji sem rekur af myndarskap fiskeldi á landi hefðu hin 48 fiskeldisfyrirtækin í fiskeldi hér á landi ekki greitt neina skatta svo vitað sé undanfarinn hálfan áratug eða svo.

Loks skýrði Orri frá því að víða um lönd beitti NASF sér fyrir því að allt fiskeldi færi fram á landi eða í tryggilega lokuðum sjókvíum. Fundarmenn lýstu eindregnum stuðningi við landstöðvar fyrir fiskeldi.