07. ágú. 2012 - 23:05Gunnar Bender

Sumarið sem flestir veiðimenn vilja gleyma

Veiðisumarið togast áfram, síðasta vika gaf bara 2700 laxa sem er ekki mikið á þessum tíma árs. Svo virðist sem litlar göngur hafi komið í stóra straumnum fyrir fáum dögum nema bara helst vatn. Fyrstu göngurnar voru öflugar en síðan hefur lítið gerst í veiðinni.

,, Sumarið er líklega búið," segir Bjarni Júlíusson formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur og það er líklega rétt hjá Bjarna. Síðasta gangan hefði átt að koma núna um helgina.

Því er reyndar spáð að það fari að rigna núna á næstu klukkutímum og það gæti eitthvað gerast, allir vona það allavega. En möguleikarnir eru ekki miklir.
(26-30) Fulltingi: Hefur þú lent í slysi? - apríl
27.apr. 2016 - 16:18 Gunnar Bender

Fiskur og frábært veður en enginn taka

,,Ég er búinn að sjá fullt af fiski en þeir eru tregir að taka," sagði Atli Valur Arason, er við hittum hann við Hólmsá í gærkveldi. Verðurfarið var frábært og fiskur víða um ána. En fiskurinn var ekki í
tökustuði en renndi sér upp og niður ána víða.

Sumir fiskarnir voru vel vænir, 3-4 pund. En það dugi ekki að kasta flugunni fyrir ofan og neðan fiskinn, hann var áhugalaus með öllu.

Veðurfarið var gott, blankalogn og einn og einn fugl á flugi. Allt er að lifna við, sumarið er stutt undan og næstu dagar gætu gefið vel af fiski. Þó enginn fiskur tæki kvöld, var útiveran frábær. Hans tími mun koma. Þegar hann tekur flugur veiðimanna.
27.apr. 2016 - 16:13 Gunnar Bender

Síðasta opna húsið fyrir átök sumarsins

Föstudaginn 29. apríl fer fram síðasta Opna Hús vetrarins hjá SVFR. 
Við fögnum vorinu og byrjun veiðitímabilsins með pompi og prakt í sal Rafveitu. Kvöldið hefst kl 20:00 og stendur frameftir. 

Dagskrá kvöldsins er glæsileg:
Reynir Þrastarson árnefndarformaður verður með veiðistaðalýsingu um Hítará.
Guðni Kolbeinsson verður með veiðihugvekju  
Viský kynning á vegum Ölgerðarinnar
Veiðistangakynning frá Veiðiflugum

Happahylurinn er roslalegur eins og við er að búast. Meðal vinninga er: Þyrluflug fyrir tvo frá Helo í Geothermal Wilderness. Veiðitengdir vinningar frá veiðibúðum Reykjavíkur. Út að borða um allt land. Veiðileyfi frá SVFR  og margt margt fleira. 

Enn er að bætast í Happahylinn og því eftir miklu að slægjast. Taktu frá daginn og láttu sjá þig.

 

24.apr. 2016 - 14:17 Gunnar Bender

Mikið líf í Tungulæk - fiskur að vaka um allan læk

,,Veiðin hefur gengið vonum framar og núna erum við komnir um 700 fiska á land í Tungulæknum sem verður að mjög  teljast gott,“ sagði Valur Blomsterberg er við hittum hann og tókum veiðistöðuna.

,,Fiskurinn hefur veiðst vítt og breitt um lækinn, en nokkrir staðir eru betri en aðrir. Veiðimenn hafa verið að fá fína veiði og væna fiska, það er mikið af fiski í læknum. Var við lækinn fyrir nokkrum dögum og það var fiskur að vaka um allan læk í logninu,“ sagði Valur ennfremur.

24.apr. 2016 - 14:09 Gunnar Bender

Veiðin byrjar ágætlega í Þingvallavatni

Þrátt fyrir kalsa veður hefur veiðin byrjað ágætlega í Þingvallavatni. Kristján Páll Rafnsson var á veiðislóðum í gær og hann hefur orðið.

,,Veiðin á Kárastöðum byrjar vel. Það virðist vera töluvert af fiski og mjög vænir innanum. Í gær voru 4 skráðir og daginn áður 8. Stærsti sem komin er var 90 sentimetra Svörtuklettar hafa farið rólega af
stað en þeir geta dottið inn hvenær sem er. Það eru spennandi tímar framundan í Þingvallavatni,“ sagði Kristján Páll ennfremur við Þingvalavatn.

24.apr. 2016 - 11:04 Gunnar Bender

Sigurjón veiðir áfram fiskana

,,Við fórum í Varmá um daginn, ég og Sigurjón Gunnlaugsson veiðikló, það bar ekki mikið af fiski,“ sagði Jógvan Hansen söngvarinn snjallium veiðitúr í Varmá með Sigurjóni fyrir fáum dögum.

 ,,Sigurjón er frægur fyrir að veiða fiska og hann veiddi eins og frægt í Veiðiþáttunum  Á árbakkanum fyrsta laxinn í Langá á Mýrum. Síðan var metveiði í ánni. Og Sigurjón veiddi eina fiskinn sem við fengum í Varmá þennan daginn,“ sagði Jógvan og hafi greinilega bara gaman af því að hafa aflaklóna Sigurjón með sér að veiða. Það var tryggt að fá allavega einn fisk.

23.apr. 2016 - 13:35 Gunnar Bender

Össur troðfyllti félagsheimilið

Össur Skarphéðinsson alþingsmaður troðfyllti félagsheimili Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar sl. miðvikudaginn er hann ræddi um Ísaldarurriðann á Þingvöllum og var góður rómur var gerður að máli
Össurar.

Fór Össur á kostum eins og sleipur urriði í Þingvallavatni. Um helgina ætla félagar í Stangaveiðifélagi Hafnarfirði og fleiri að fara í Hlíðarvatn í Selvogi og  hreinsa á svæðinu. Síðan verður aðeins rennt fyrir fisk.

 

21.apr. 2016 - 13:54 Gunnar Bender

Stórurriði byrjar að taka flugur veiðimanna

Veiðin er byrjuð á Þingvöllum og hófu menn  veiðina í morgun. Sigurður Hafsteinson var á veiðislóð og veiddi þennan í 77 sentimetra fisk. Þetta kemur  kemur fram á síðu Veiðikortsins þar sem við fengum myndina lánað.

Já, margir fóru til veiða á fyrsta degi sem mátti en á Ion svæðinu er búið að veiða í nokkra daga og hefur gengið ágætlega, enda gaf svæðið vel af fiski í fyrra og öllum fiski er sleppt á svæðinu.

 

21.apr. 2016 - 13:49 Gunnar Bender

Skítkalt á fyrsta degi

Þingvallavatn og Elliðavatn opnuðu fyrir veiðimenn í morgun en Ion svæðið var opnað á Þingvöllum fyrir erlenda veiðimenn 15.apríl.

Geir Thorsteinsson er einn af þeim hefur mætt við Elliðavatn í opnun vatnsins síðan elstu menn muna. Og mætti í morgun og segir á facebook síðunni að það sé ekki spáð miklum hita, eiginlega bara rétt við frostmark.

En menn klæða sig bara vel og hefja veiðarnar, bara spurning hvort fiskurinn tekur flugur veiðimanna.

20.apr. 2016 - 11:15 Gunnar Bender

Byrjuðu veiðitímabilið í Grímsá

,,Ég og bróðir minn ákváðum að byrja tímabilið á ferð í Grímsá í Borgarfirði og að reyna við birtinginn þar,“ sagði Logi Már Kvaran er við spurðum um fyrsta veiðitúr vorsins.

,,Við vorum byrjaðir um hálf átta á laugardagsmorguninn síðastliðinn í Laxfoss við veiðihúsið en færðum okkur fljótt upp í Hörgshyl þar sem við sáum lítið sem ekkert líf við Laxfossinn. Um 10:30 setti ég og landaði einu stykki laxi eftir að hafa skipt yfir í tungsten túpu þar sem hann lá djúpt. Eftir þetta fór veðrið versnandi og eftir að hafa farið á nokkur önnur svæði og ekki sett í fleiri bröndur ákváðum við að slúta þessu snemma,“ sagði Logi ennfremur.

19.apr. 2016 - 12:27 Gunnar Bender

Clapton í fyrsta skipti á forsíðu veiðiblaðs

Nýjasta eintak Sportveiðiblaðsins var að koma úr prentvélunum og kennir þar marga grasa. Á forsíðunni eru Sturla Birgisson og Eric Clapton með rígvæan lax úr Hnausastreng í Vatnsdalsá og er þetta fyrsta myndin sem birtist af Clapton á forsíðu veiðiblaðs í heiminum.

En í viðtalinu við blaðið fer Sturla yfir stöðuna eftir að honum var falið að taka við einni bestu veiðiá landsins, Laxá á Ásum.Í blaðinu ræðir  Guðrún Hjaltalín um skotveiði. ValgerðurÁrnadóttir eru heilluð af Grænlandi. Laxá í Kjós er lýst frá neðsta veiðistaðar til þess efsta svo eitthvað sé tínt til úr blaðinu sem er 92 síður.

Hér fyrir neðan má sjá forsíðu blaðsins og ritstjórann Gunnar Bender.

19.apr. 2016 - 12:13 Gunnar Bender

Veiðivon fær andlitslyftingu

,,Það er búið að breyta töluverðu og búðin er búin að fá fína andlitslyftingu,“ sagði okkar  maður sem kíkti í partíð hjá Hauki og Eygló í Veiðivon í Mörkinni en þar mættu margir til að skoða þessa breytingarnar.

Það er alveg óhætt að óska eigendum til hamingju en það styttist óðum  í veiðina. Veiðimenn geta varla beðið lengur. Það er heila málið að veiðin byrji.

17.apr. 2016 - 23:55 Gunnar Bender

Ungir veiðimenn áhugasamir á Akureyri

,,Við ætluðum  að mæta sex á þessa kynningu hjá Þresti Elliðasyni en tveir komust ekki,“ sögu þeir  Sólon Arnar Kristjánsson, Alexander Kristjánsson, Magni Þrastarson og Andri Sævarsson ungu veiðimennirnir sem við  hittum þá á kynningu um Jöklusvæðið á Akureyri á föstudagskvöldið. En þá var Þröstur Elliðason með kynningu á svæðinu hjá Stangaveiðifélagi Akureyrar.

,,Það er skemmtilegt að veiða og þetta var fróðlegt, kannski munum við fara þarna og veiða,“ sögðu þeir  félagar og héldu á vit ævintýranna eftir þessa kynningu á svæðinu. Fullir að fróðleik um laxfiska.

15.apr. 2016 - 10:01 Gunnar Bender

Fjör hjá veiðimönnum í Háskólabíó

Það er boðið upp á allan pakkann í Háskólabíó í dag og kvöld, ráðstefna áhrif fiskeldis sem búið að reyna alla vega þrisvar sinnum og hefur ekki gengið upp.

Menn hafa áhyggjur af norskum löxum sem sleppt í vistkerfið og hefur haft mikið áhrif í Noregi á  þessum stofnum.

,,Það verður ýmislegt í gangi hérna, ráðstefnan og kynning á mörgum skemmtilegu,“ sagði Stjáni Ben og þeysti eins sleipur lax um allan salinn og hafi greinilega nóg að gera. Það var stutt í að herlegheitin hæfust.

13.apr. 2016 - 20:05 Gunnar Bender

Leigutakinn setti í boltafisk

,,Það er búið að vera allt vitlaust að gera og maður hefur lítið komist í veiði,“ segir Valur Blomsterberg á facebooksíðu sinni og það eru svo sannarlega orð á sönnu síðan hann tók Tungulækinn við Klaustur á leigu í vetur sem leið. Og hann hefur þurft að horfa á veiðimenn renna fyrir fisk, sjálfur veiðimaðurinn.

,,Jú, ég komst loksins í veiði og setti í þennan flotta fisk, líklega kringum 80 sentimetra, var ekki með málband. Þetta var bara gaman og ég var með hann í smá tíma,“ segir Valur í samtali  eftir að hann landaði fisknum.
13.apr. 2016 - 13:26 Gunnar Bender

Sáu mikið af fiski og fengu góða veiði

,,Veiðin er öll að lifna við í Minnivallarlæknum, það hefur hlýnað og fiskurinn er að taka miklu betur veiðimenn sem voru í fyrradag sáu mikið af fiski og fengu góða veiði,“ sagði Þröstur Elliðason er við
spurðum um Minnivallarlækinn.

Og á staðnum í fyrradag var Þorsteinn Stefánsson og hann veiddi 10 punda urriða eins og sést hérna á myndinni á síðunni. Lækurinn er allur að koma til. fiskurinn er farinn að taka flugur veiðimanna og
það er það sem þurfti að gerast.

12.apr. 2016 - 14:39 Gunnar Bender

Veiðimenn sjá fisk víða í Eldvatni

 ,,Eldvatnið er komið í 30 fiska , mest sjóbirtingur en staðbundinn urriði inn á milli,,“ sagði Jón Hrafn Karlsson er við spurðum um stöðuna.

,, Í opnuninni var enginn fiskur genginn niður fyrir brú og þurftum við að leita að fiski upp á efstu veiðistaði. Það var fyrst um liðna helgi sem fiskurinn fór að hreyfa sig og byrja að ganga niður,“ sagði Jón Hrafn ennfremur.

Hann sagði menn bjartsýna á að alvöru dagarnir séu enn eftir þegar birtingurinn fer að þétta sig í neðri hluta Eldvatnsins.

,,Síðustu tvö  daga hefur ríkt einstök veðurblíða við Eldvatnið og veiðimenn eru að sjá fisk víða en tekur illa. Þess má til gamans geta að 17 af 30 fiskum sem komnir eru á land eru yfir 70 cm langir,“ sagði Jón Hrafn Karlsson.

12.apr. 2016 - 08:43 Gunnar Bender

Fékk fiskinn í hausinn

Það hefur verið  ansi hvasst við opnun veiðiána núna  í byrjun sjóbirtings og ekki stætt á köflum vegna roks. En menn láta það ekki hafa nein áhrif á sig og berja áfram og það gerði vinur okkar sem veiddi  fyrir austan Klaustur. Þrátt fyrir 30 metra á sekúndu. Hann hafði komið sér fyrir við góð hyl og beið færis að kasta flugunni, aðeins lægði og hann kastaði en fiskurinn tók ekki. Það voru fiskar í hylnum og þess vegna var um að gera að reyna áfram. Aftur beið hann færist að kasta flugunni og það var lægt  smá um  tíma.

Og hann kastaði og kippti upp flugunni en þá hafði tveggja punda fiskur tekið. Og um leið og hann kippti upp flugunni kom fiskurinn í rokinu beint í hausinn á veiðimanninum. Fiskurinn losnaði af og veiðimaðurinn hlaut engan skaða af. Fisknum var sleppt aftur í ána. Veiðimaðurinn tók sér pásu vegna roks.

11.apr. 2016 - 10:35 Gunnar Bender

RISE - veiðisýningin haldinn í 6. sinn

Fimmtudaginn næstkomandi þann 14. apríl fer fram í 6. sinn RISE veiðisýningin, stærsti fluguveiði viðburður ársins. Þessi árlega hátíð hefur skapað sér stóran sess á meðal íslenskra stangveiðimanna og fyrir marga markar hún upphaf stangveiðitímabilsins í íslenskum ám og vötnum.

Á síðasta ári var slegið met í mætingu þegar að ríflega sjöhundruð manns mættu að horfa á veiðibíó og er það líklega einhver mesta mæting á sambærilegan viðburð í heiminum.

Hátíðin fer fram í Háskólabíói og hefst á veiðisýningu kl. 16:00 þar sem fjöldi fyrirtækja og veiðileyfasala kynna vörur sínar og þjónustu, sem og strauma og stefnur ársins í fluguveiðibúnaði. Kl. 16.10 Hefst málþing um neikvæð áhrif sjókvíaeldis við Íslandsstrendur. Framsögumenn eru þeir Orri Vigfússon, Erlendur Steinar Friðriksson, Sigurður Guðjónsson og Kjetil Hindar en fundarstjóri er Hilmar Bragi Janusson. Málþingið stendur til kl. 18:30.

Að málþingi loknu tæmum við salinn og gerum klárt fyrir kvikmyndasýninguna sem hefst kl. 20:00. Sýndar verða fjórar fluguveiðikvikmyndir, þar af ein sem tekin var upp á Íslandi sumarið 2015. Myndirnar eru:

-          Welcome To Iceland – Mynd sem tekin var upp á Íslandi og gefin út af Brothers on the fly

-          Aquasoul – Mynd sem fjallar um veiði á grunnsævi (e. flats)

-          Backcountry South Island – Mynd sem fjallar um fluguveiði á Suðureyju Nýja Sjálands

-          Turning Points north – Mynd eftir R.A. Beattie og fjallar um fluguveiðar á Geddum (e. Pike).

Miðasala er í fullum gangi á midi.is og er miðaverð einungis 2.490 kr. Allar nánari upplýsingar um viðburðinn veitir Stjáni Ben í síma 8675200 eða með tölvupósti á stjaniben@anglingiq.com

10.apr. 2016 - 18:01 Gunnar Bender

Gott að slappa af sveitinni fyrir stórslaginn

,,Hér komu 18 birtingar upp á morgunvaktinni,  3-8 punda fiskar. Síðdegisvaktinni skilaði 4 fiskum, mest á Sunray Scull. Veðrið dýrlegt, stillt og þurrt og 6-8 gráður hiti,“ sagði Gunnar Örlygsson, veiðimaður og formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, en þeir eiga erfiðan leik fyrir höndum í kvöld gegn KR. Og fátt betra fyrir formanninn að slappa af við veiðiskap í sveitinni í Vatnamótunum fyrir stórslaginn.

Ragnar á Hörgslandi er skemmtilegur og góður vert og sagði Gunnar þá veiðifélaga vera bjartsýna fyrir áframhaldandi góða veiði.eftir alvöru nautasteik sem var ljúffeng.

- Og leikurinn við KR í kvöld. Þú ert eitthvað aðeins að hugsa um hann á meðan þú rennir fyrir sjóbirtinginn?

,,Já, ég spái álíka velgengni i körfuboltanum í kvöld og veiðinni. Vilji og hungur minna manna mun fleyta okkar liði í gegnum KR múrinn enda er vesturbæjarmúrinn ekki nema lítið grindverk í augum minna manna. Viljinn og hungrið eru sterk vopn,, sagði Gunnar á bökkum veiðiánna með fisk á.

09.apr. 2016 - 11:13 Gunnar Bender

18 punda bolti í Tungulæk

Sjóbirtingsveiðin  gengur ágætlega þessa dagana, veiðimenn eru að fá fína veiði, birtingurinn er farinn að færa sig neðar og neðar í árnar., Og einn og einn er reyndar farinn en þeir koma aftur í haust,
stærri og feitari.

Fyrstu fiskarnir eru komnir á  land í Minnivallalæk og veiðimenn sem eru voru í Grímsá í Borgarfirði fengu nokkra fiska.

Tungulækurinn er kominn í 400 fiska og í gær veiddist 18 punda bolti í læknum í kulda og trekki.