07. ágú. 2012 - 23:05Gunnar Bender

Sumarið sem flestir veiðimenn vilja gleyma

Veiðisumarið togast áfram, síðasta vika gaf bara 2700 laxa sem er ekki mikið á þessum tíma árs. Svo virðist sem litlar göngur hafi komið í stóra straumnum fyrir fáum dögum nema bara helst vatn. Fyrstu göngurnar voru öflugar en síðan hefur lítið gerst í veiðinni.

,, Sumarið er líklega búið," segir Bjarni Júlíusson formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur og það er líklega rétt hjá Bjarna. Síðasta gangan hefði átt að koma núna um helgina.

Því er reyndar spáð að það fari að rigna núna á næstu klukkutímum og það gæti eitthvað gerast, allir vona það allavega. En möguleikarnir eru ekki miklir.




Svanhvít - Mottur
02.ágú. 2015 - 17:47 Gunnar Bender

Blanda komin yfir 2500 laxa

Blanda var að komast yfir 2000 laxa segja okkar heimildir og er fyrsta laxveiðiáin sem fer yfir þá tölu á þessu sumri. Veiðimenn hafa verið að mokveiða í ánni.

,,Veiðin gengur frábærlega,“ segir Árni Baldursson um mokveiðina í Blöndu sem stendur greinilega yfir þessa dagana. Og áin er ekki að fara á yfirfall alveg strax. Fiskurinn hefur komið á hverju flóði.

Síðustu dagar hafa gefið flotta veiði í Blöndu, en rétt fyrir neðan er Miðfjarðará og þar hefur veiðin heldur betur tekið kipp síðustu daga. Líka mok þar.

 

02.ágú. 2015 - 17:41 Gunnar Bender

Yfir 100 laxa holl í Ásunum

Veiðin hefur verið meiriháttar í Laxá á Ásum og er áin að komst yfir 800 laxa. Síðasta holl veiddi 106 laxa í ánni en það eru erlendir veiðimenn sem eru við veiðar í ánni. 

Laxar hafa verið að ganga á hverju flóði. Ágæt veiði hefur verið í ósasvæðinu í Ásunum.

 

02.ágú. 2015 - 13:54 Gunnar Bender

Andakílsá að komast verulega í gírinn

Í fyrradag  höfðu veiðst 116 laxar í Andakílsá á stangirnar tvær og þar af veiddist 31 lax í síðasta 2ja daga holli sem lauk veiðum á hádegi þann fyrsta ágúst.

Fluguveiði hefur verið allsráðandi þó heimilt sé einnig að nota maðk þar sem veiðst höfðu 93 laxar á fluguna en 23 laxar á maðkinn.

,,Veiðin er að komast á fleygiferð í Andakílsá,“ sagði veiðimaður sem var að hætta veiði í ánni. Myndina úr Andakílsá tók Axel Karlsson.

 

 

01.ágú. 2015 - 19:04 Gunnar Bender

Veiðimenn flýja Arnarvatnsheiðina

Skítakuldi hefur verið á Arnarvatnsheiðina síðustu daga og hafa veiðimenn flúið heiðina vegna kulda. Enda hitastigið kringum þrjú, fjögur stiginn. Erlendur veiðimaður flúði heiðina og endaði á Hótel Húna á Húnavöllum.

,,Manninum var skítkalt þegar hann kom af heiðinni enda svaf hann í bílnum sem hann var í í tvær nætur. En hann fékk eitthvað af fiski,“ sagði Gyða Sigríður Einarsdóttir hótelstjóri á Hótel Húna.

 

31.júl. 2015 - 12:26 Gunnar Bender

Áin stífluð af fiski

,,Við áttum virkilega góðan dag í Úlfarsá  í gær og er óhætt að segja að þessi litla á sé á svipuðu róli og aðrar laxveiðiár núna, nóg af laxi og fín tökugleði,“ sagði Halldór Gunnarsson sem var á veiðislóðum við Úlfarsá.

,,Við vorum með eina stöng og í lok dags höfðum við sett í 16 laxa á ýmsum stöðum í ánni, en einungis náðum við að koma 5 á land. Aðrir náðu að rífa sig lausa eftir skemmtilegar viðureignir.

Við byrjuðum á klassískum stað, Stíflunni, en gáfumst fljótt upp á að vera þar, en þó eftir að hafa náð að landa einum.

Eftir það fórum við niður á við og gengum hyl í hyl og var svo mikið af laxi í mörgum hyljum að áin var hreinlega stífluð - þeir skiptu tugum.

Við settum í laxa á öllum svæðum frá stíflu og allt niður í Sjávarfoss. Allir laxar hjá okkur komu á flugur, og mest er notað litlar 12 ~ 18 flugur.

Passa verður þó að þegar gengið er um svæðið að læðast að hyljum því áin er hæg og tær og sér fiskurinn veiðimanninn strax ef ekki er varlega farið. Við það kemur styggð í fiskinn og hann líklegri en ekki til að neita að taka.

Korpan er komin yfir það magn sem allt síðasta ár gaf, og það má því segja að þeir sem eiga dag í Korpunni á næstunni eigi von á veislu,“ sagði Halldór í lokin          

 

31.júl. 2015 - 12:11 Gunnar Bender

Löndunarstjórinn klikkar ekki

Veiðin hefur verið allt í lagi í Fnjóská þrátt fyrir mikið og kalt vatn. En það stendur allt til bóta. Áin hefur gefið núna 100 laxa. 

,,Jónas Elvar að landa sínum fyrsta laxi á tvíhendu  í Fnjóská og Lárus Steinar tilbúinn með háfinn,“ sagði Jónas H. Jónasson sem var við veiðar í Fnjóská fyrir fáum dögum síðan og þar var Garpur líka.

,,Löndunarstjórinn Garpur er aldrei langt fjarri,“ sagði Jónas ennfremur.

31.júl. 2015 - 12:07 Gunnar Bender

Stútfullt Sportveiðiblað

Nýtt tölublað Sportveiðiblaðsins er komið út. Blaðið ætti að hafa borist áskrifendum og vera komið á flesta sölustaði nú þegar. Blaðið er stútfullt af skemmtilegu efni og má þar nefna viðtal við Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, Stefán Sigurðsson og Hörpu en þau reka fyrirtækið Iceland Outfitter og Bjarna Júlíusson, fyrrum formann SVFR.

Einnig förum við til Grænlands og tökum viðtal við Stefán Hrafn Magnússon hreindýrabónda. Einnig sest Össur Skarphéðinsson niður með Hans van Klinken og þeir ræða heima og geima. Í blaðinu erár teknar fyrir. Einnig er spennandi uppskrift af gröfnum laxi og silungi sem er fljótleg og öðruvísi og er sérstaklega fyrir þá sem eru orðnir pínu þreyttir á dill-sinnepsósu með gröfnum fiski.

Verðið á blaðinu er aðeins kr. 1.499.- m/vsk og má nálgast blaðið t.d. hjá Pennanum, á Olís, völdum N1 stöðvum og veiðiverslunum.

27.júl. 2015 - 16:12 Gunnar Bender

,,Veiddum í matinn"

,,Virkjun Jökulsár á Dal varð til þess að við eignuðumst eina fallegustu laxveiðiperlu á Íslandi, Jöklu,“ sagði Guðrún Una Jónsdóttir í samtali við Veiðipressuna.

,,Okkur hefur verið tíðrætt um laxinn sem nú gengur upp allan dalinn en færri vita að eftir virkjun árinnar hefur bleikjustofn árinnar líka náð sér á strik. Marga gullfallega bleikjustaði er að finna í ánni. Við mæðgur (ég og dóttir mín Amalía Árnadóttir 8 ára )skruppum inn að svokölluðum Helli sem er á svæði 2 í Jöklu rétt fyrir hádegi í fyrradag og veiddum í matinn fyrir foreldra mína sem búa mitt í þessari dýrð á Mælivöllum á Jökuldal," sagði Guðrún ennfremur.

27.júl. 2015 - 13:32 Gunnar Bender

Mjög góð veiði í Svalbarðsá

,,Veiðin gengur flott en hollið sem var að hætta í Svalbarðsá veiddi 90 laxa. Það er hellingur af fiski kominn í ána,“ sagði Haraldur Eiríksson er við spurðum um veiðina.

,,Það hefur verið góður gangur í Grímsá og Laxá í Kjós en það veiddust 34 laxar í Kjósinni og svipað í Grímsánni,“ sagði Haraldur ennfremur. Grímsáin er komin í 400 laxa sem verður að telja gott.

26.júl. 2015 - 13:16 Gunnar Bender

Þetta var bara mok

,,Jú þetta var bara mok,“ sagði Þórarinn Sigþórsson tannlæknir sem var að koma úr Blöndu fyrir fáum dögum. En áin er komin yfir 1800 laxa og það veiðist vel.

,,Við fengum fína veiði, hann var  á í hverju kasti stundum. Þetta voru margir laxar,“ sagði Þórarinn.

Hann var inntur eftir því hvort hann hefði ekki verið að veiða fleiri laxa en í Laxá á ásum um ári.

,,Já, já miklu fleiri,“ sagði Þórarinn ennfremur.

Þórarinn skrapp síðan  í Holsá eftir þetta mok í Blöndu og veiddi 15 laxa á einum degi. Blanda er topp veiðiáin þessa dagana, Norðurá rétt á eftir og svo Miðfjörðurinn.

24.júl. 2015 - 20:24 Gunnar Bender

Biðin eftir fisknum styttist

,,Þetta gekk ekki núna en biðin eftir fisknum styttist verulega,"  sagði séra Þór Hauksson prestur í Árbæjarkirkju sem kom ennþá fisklaus eftir veiðiferð í Hvoslá og Staðarhólsá í Dölum fyrir tveimur dögum.

,, Mér finnst eins og þetta sé allt að koma," sagði séra Þór ennfremur og hann meinti það.

Hvolsá og Staðarhólsá  í Dölum hafa gefið 27 laxa og 100 bleikjur, mest hefur veiðst í lóninu og þar var hellingur af laxi og bleikjum. Laxinn stökk um allt lónið en tók ekki. Svona er bara veiðin, fiskurinn gefur sig ekki alltaf.

24.júl. 2015 - 20:19 Gunnar Bender

Blanda á toppin

,,Við fengum fína veiði, helling af laxi," sagði veiðimaður sem var að yfirgefa Blöndu og hann var með vel í soðið. Blanda er á toppnum með 1660 laxa og veiðin þar hefur verið mjög góð.

Næst kemur Norðurá í Borgarfirði  með 1540 laxa , en  síðan kemur  Miðfjarðará með 1230 laxa og svo Þverá í Borgarfirði 1050 laxa. Gangur hefur líka verið ævintýralegur í Ytri-Rangá en áin er komin í 1000 laxa.

21.júl. 2015 - 22:38 Gunnar Bender

Frábær bleikjuveiði

,,Þetta var mjög skemmtileg þegar maður fann réttu fluguna og hvar bleikjan var,“ sagði Kári Jónsson sem lenti í hörku bleikjuveiði og landaði hverri bleikjunni af annarri í Lóninu í Hvolsá og Staðarhólsá i Dölum í fyrradag.

En með honum var Kjartan sonur hans. Þeir veiddu gaman um 40 fallegar bleikjur sem verður að teljast gott. Bleikjan er að mæta og laxinn líka, hann stökk og stökk.

,,Bleika flugan gaf vel, þetta voru flottar bleikjur en laxinn vildi alls ekki taka þó svo að hann væri að stökkva og stökkva,“  sagði Kári ennfremur.

Árnar hafa gefið 25 laxa og 100 bleikjur. Bleikjan er öll að koma til.

 

21.júl. 2015 - 22:34 Gunnar Bender

Hollið fékk 30 laxa í Svartá

,,Veiðin gekk frábærlega hjá okkur í Svartá í Húnavatnsýslu en hollið veiddi 30 laxa og við Sjöfn fengum 18, þrír þeirra náðu 90 cm,“ sagði séra Gunnlaugur Stefánsson sem var að koma úr Svartá en frábær veiði hefur verið á þessum slóðum. Blanda er komin á 1200 laxa og ekkert lát er á.

,,Svartá er skemmtileg veiðiá,“ sagði séra Gunnlaugur ennfremur.

19.júl. 2015 - 11:37 Gunnar Bender

Vonlaust að fá maðk þessa dagana

Svo virðist sem það sé vonlaust að fá maðk þessa dagana, sama hvar er á landinu. Við gerðum könnum í gær og tékkuðum á allavega tíu  maðkasölum víða og land og eingin átti ekki svo mikið sem einn maðk.

,,Við eigum engan maðk og hefur ekki verið lengi, það er kalt og bjart og erfitt að fá maðkinn til að koma upp,,“sagði maðkasali í Borgarnesi og í sama streng tók maðkasali í Reykjavík og á Suðurnesjum, enginn átti neinn maðk.

Tíðarfarið hefur verið erfitt, bjart og kalt og maðkurinn kemur ekki upp. Það er vandamálið en menn eru til að borga töluvert fyrir þann brúna, yfir 100 kall. En hann er bara hvergi að finna, það er stóra vandamálið.

19.júl. 2015 - 11:30 Gunnar Bender

Fleiri og fleiri veiða maríulaxinn sinn

Á hverju ári veiða alltaf einhverjir maríulaxinn sinn og hún Elsa María veiddi maríulaxinn og bætti um betur skömmu seinna. Elísa Maria, sem er  10 ára gömul, veiddi maríulaxinn sinn í gær.

Laxinn, sem var 7 punda hængur, veiddi hún í Sjávarfossinum i Elliðaánum. Skömmu seinna fékk hún annan lax sem var um 5 pund. Það tók aðeins um 20 mínútur að klára kvótann.

Það var mikið af laxi á neðsta svæðinu í Elliðaánum sem er afar ánægjulegt.

 

19.júl. 2015 - 11:26 Gunnar Bender

Breiðdalsá að komast í 45 laxa

,,Veiðin gengur bara vel hjá okkur í Breiðdalsá og núna eru komnir 45 laxar á land,“  sagði Þröstur Elliðason við Breiðdalsá en veiðin þar hefur verið í fínu lagi.

,,Það eru fiskar að veiðast um allar árnar en mest neðarlega til að byrja með. Ég held að veiðin verði bara góð hjá okkur í sumar, fiskurinn er vænn í bland við smærri fiskaauðvitað,“ sagði Þröstur ennfremur.

 

17.júl. 2015 - 09:48 Gunnar Bender

Erfitt fyrir austan en ljósir puntar

Snjór en ennþá mikill í fjöllum fyrir austan og árnar kaldar eins og í Vopnafirðinum. Þess vegna hefur laxveiðin farið rólega af stað en Hofsá hefur gefið 36 laxa og Selá 110 laxa. Og spáin næstu daga mætti vera betri. En allt kemur þetta.

,,Breiðdalsáin er komin yfir tuttugu  laxa og það veiddust  fimm laxar í gær,“ sagði Þröstur Elliðason er við spurðum um stöðuna.

,,Jökla er kominn með 16 laxa. Þetta er betri veiði en á sama tíma í fyrra í Breiðdalsánni,“ sagði Þröstur ennfremur.

 

16.júl. 2015 - 22:23 Gunnar Bender

Norðurá með langmestu veiðina

Veiðin er víða í góðu lagi, smálaxinn er að hellast inn eins og Norðurá, Þverá  Ytri-Rangá og Blöndu. Fiskurinn hefur komið á síðustu flóðum. Mesta veiði í Norðurá á dag voru 120 laxar.

,,Veiðin gengur feiknavel hjá okkur í Norðuránni,“ sagði Einar Sigfússon sölustjóri Norðurár og Norðurá  hefur gefið flesta laxana eða 1100 og síðan kemur Blanda með 960 laxa.

,,Veiðin er mjög góð í Blöndu,“ sagði Vignir Björnsson veiðivörður. Næst kemur Þverá með 740 laxa og síðan Miðfjarðará með 660. 

Gangurinn er góður í veiðinni þessa dagana.

 

15.júl. 2015 - 08:42 Gunnar Bender

Tuttugu laxar komnir á land

,,Þetta er allt að byrja hjá okkur í Hvolsá og Staðarhólsá en það hafa veiðst 20 laxar og 30 bleikjur," sagði Kristjón Sigurðsson er við spurðum um veiðina í ánum.

,,Það hafa verið nokkur holl og menn eru að veiða," sagði Kristjón um stöðuna í Hvolsá og Staðarhólsá

Veiðimenn voru í Fáskrúð og veiddu einn lax, áin hefur gefið nokkra laxa. Fyrstu veiðimennirnir eru byrjaðir í Hörðudalsá í Dölum og líka í Miðá. Litið hefur ennþá frést af veiðiskap þar um slóð