07. ágú. 2012 - 23:05Gunnar Bender

Sumarið sem flestir veiðimenn vilja gleyma

Veiðisumarið togast áfram, síðasta vika gaf bara 2700 laxa sem er ekki mikið á þessum tíma árs. Svo virðist sem litlar göngur hafi komið í stóra straumnum fyrir fáum dögum nema bara helst vatn. Fyrstu göngurnar voru öflugar en síðan hefur lítið gerst í veiðinni.

,, Sumarið er líklega búið," segir Bjarni Júlíusson formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur og það er líklega rétt hjá Bjarna. Síðasta gangan hefði átt að koma núna um helgina.

Því er reyndar spáð að það fari að rigna núna á næstu klukkutímum og það gæti eitthvað gerast, allir vona það allavega. En möguleikarnir eru ekki miklir.
24.nóv. 2015 - 15:03 Gunnar Bender

Erfitt að fá rjúpur í jólamatinn

Rjúpnaveiðin gekk ágætlega og flestir fengu í jólamatinn,  þrátt fyrir risótta tíð. En það eiga ekki allir byssur og  eru með byssuleyfi og þeir eru kannski ekki með rjúpur í jólamatinn.

,,Ég er búinn að reyna að fá rjúpur, ég  bara vil íslenskar en það gengur illa, verulega,“ sagði kona sem er vön að borða alltaf rjúpur um jólin.

Konan sagi jafnframt hafa heyrt  í nokkrum og þeir vildu ekki selja, áttu engar sögðu þeir. Einn vildi selja mér á 4000 stykkið fannst það heldur dýrt. Sjáum hvað setur sagði konan sem er ekki búinn að ná sér í rjúpur fyrir jólin.

Menn eru tregir flestir að selja fuglinn, einn og einn þó, 3 til 4 þúsund fyrir stykkið heyrist oft. Og jafnvel meira.

24.nóv. 2015 - 10:37 Gunnar Bender

Veiðimenn fara ekki jólaköttinn

Það er ýmislegt í boði fyrir veiðimenn þessi jólin eins  bækur og DVD diskur. Bók er að koma  út um Þverá og Kjarrá eftir Guðmundur Guðjónsson og Einar Fal Ingólfsson.  Vötn og veiði líka eftir Guðmund Guðjónsson sem hefur komið út í fjölda ára.Síðan  Túbur eftir Stefán Jón Hafstein og Lárus Karl Ingason. Og síðan er DVD fiskur með veiðiþáttunum á Hringbraut með  tvíeikinu Gunnar Bender og Steingrími Jón Þórðarson.

Það er greinilega boðið uppá eitthvað fyrir veiðimenn þessi jól eftir 75 þúsund laxa sumar í veiðinni.

23.nóv. 2015 - 22:51 Gunnar Bender

Glæsileg árshátíð

,,Þetta var frábær árshátíð,“ sagði Óskar Færseth er við spurðum um nánast einu árshátíð stangaveiðimanna, Stangaveiðifélags Keflavíkur,  sem ennþá er við líði. Hinar hafa allar floppað.

Óhætt er að segja að uppskeruhátíð Stangveiðifélags Keflavíkur hafi verið ein sú glæsilegasta en hátíðin var haldin laugardagskvöldið síðasta í Oddfellow salnum í Keflavík. Veislustjóri kvöldsins var Bjarni Töframaður og fór hann á kostum.

Það var góð mæting og óhætt er að segja að villibráðahlaðborð Úlfars Finnbjörnssonar hafi slegið í gegn.Dansað var fram á rauða nótt við undirspil hljómsveitarinnar Zoo.

22.nóv. 2015 - 22:08 Gunnar Bender

Enginn áhugi að semja um leigu á ánum

Þrátt fyrir að það bærust nokkur tilboð í Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum, var enginn áhugi að semja við þá  sem buðu í ána. Heimildir okkar segja að hæðsta  tilboðið hafi verið nærri 6 milljónum, það dugði ekki

En í stað þess fengu bændur veiða.is til að selja veiðileyfin fyrir næsta sumar. Það virðist vera nokkuð ríkandi á þessu svæði að heimamenn eða einhverjir  aðrir selji í árnar eins og Miðá í Dölum og Hörðudalsá og núna Hvolsá og Staðarhólsá.

 

 

Mynd. Lax kominn á land úr Staðarhólsánni.

20.nóv. 2015 - 11:23 Gunnar Bender

Ennþá skipt um skemmtinefnd hjá Stangó

Ný skemmtinefnd Stangaveiðifélags Reykjavíkur hefur verið skipuð. Brýnasta verkefni nefndarinnar þessa dagana er að sjá um veglegt desemberhús SVFR. Opna Húsið verður haldið í Rafveituheimilinu þann 4. desember.

Dagskráin er í fullri vinnslu en það má ljóstra því upp að happahylurinn verður á sínum stað, rosalega veglegur að vanda. Nýju skemmtinefndina skipa Jón Víðir Hauksson, Arnar Hannes Halldórsson, Eggert Þór Jónsson og Úlfur Grönvold.

17.nóv. 2015 - 14:09 Gunnar Bender

Hólaflúðin gaf yfir 200 laxa

Veiðin hefur aldrei verið betri í Jöklu en í sumar og lokatalan var 815 laxar sem er met. Besti staðurinn í ánni var Hólaflúðin og gaf hún 211 laxa sem verður að teljast meiriháttar  góð veiði.

,,Já, veiðin var góð í Jöklu, 815 laxar á land, sem er frábært,“  sagði Þröstur Elliðason spurðum um lokatölurnar.

16.nóv. 2015 - 17:11 Gunnar Bender

Laxasetri Íslands á Blönduósi lokað

LaxaseturÍslands á Blönduósi hefur verið lokað og flestir munirnir teknir niður og skilað til sín heima. Eins og Grímseyjarlaxinn sem var skilað aftur í Fiskistofu fyrir fáum dögum.

Laxasetrið vakti töluverða athygli þegar það var opnað, framtakið var frábær enda stutt í margar góðar laxveiðiár í næsta nágrenni eins og Blöndu, Svartá Laxá á Ásum, Vatnsdalsá og Víðidalsá, en það dugi ekki til. Safnið stóð ekki undir sér.

,,Þetta hefur verið erfiður rekstur frá upphafi,“ sagði Arnar Þór Sævarsson bæjarstjóri um Laxasetrið.

Þrátt fyrir eitt mesta laxveiðisumar, næstum því  75 þúsund laxa, er sorglegt að það þurfi að loka safninu og skella í lás. Hugmyndin var frábær, staðsetningin góð en það dugði alls ekki til. Svona er þetta bara, laxarnir koma næsta sumar en Laxasetrið verður lok, lok og læs.

 

14.nóv. 2015 - 16:42 Gunnar Bender

Flestir búnir að fá í jólamatinn

Síðasta helgin í rjúpu er núna í gangi, nokkrir klukkutímar eftir, en Skotvís vill láta breyta þessu fyrirkomulagi sem er núna og dreifa þessu yfir á virka daga meira meðal annars. En menn hafa farið og reynt aldrei sem fyrr.

,,Ég er búinn að fara tvisvar sinnum og fengið nóg í jólamatinn,“ sagði Sigurpáll Geir Sveinsson, kylfingur, er við spurðum hann um rjúpnaveiðar á þessu tímabili sem er á enda um þessa helgi. Enda kannski aðeins farið að róast í golfinu núna eftir þetta mikla golfsumar.

Við heyrðum aðeins í rjúpnaveiðiköppum á stórglæsilegu Wurth fótboltamóti sem var haldið í dag og voru menn sammála að sjaldan hefði þurft að labba eins mikið og núna. Og afraksturinn var ekki mjög góður en útivistin fín.

13.nóv. 2015 - 11:26 Gunnar Bender

Síðasti möguleikinn að ná í jólarjúpuna

,,Við erum hérna fyrir austan og það er rjúpa en ekki mikið. Ég er búinn að ná í nokkrar í jólamatinn með miklu labbi allar helgarnar,“ sagði veiðimaður sem við heyrum í snemma í morgun fyrir  austan.

En margir fóru snemma á rjúpu í morgun og ætluðu að nota  síðustu helgina vel  enda síðasti í rjúpu.

,,Ég ætla að fara aðeins á rjúpu um helgina, kíkja,“ sagði Björn Leifsson og miklu fleiri ætluðu að gera það líka. Margir geta ekki hugsað jólin án rjúpna. Og tíminn er að renna út.

09.nóv. 2015 - 16:03 Gunnar Bender

Hreggnasi selur síðsumarsveiðileyfi í Hofsá í Vopnafirði

Veiðifélagið Hreggnasi hefur tekið að sér sölu veiðileyfa síðsumars í Hofsá í Vopnafirði til næstu þriggja ára. Hofsá þarf varla að kynna fyrir stangaveiðimönnum. Hún fellur í Vopnafjörð skammt
innan við kaupstaðinn og er laxgeng rúma 30 km. að fossi hjá samnefndu býli. Veitt er á sjö laxastangir daglega.

Veiðihúsið Árhvammur var endurnýjað fyrir nokkrum árum og eru öll herbergi nú með með baði og húsið hið glæsilegasta með gufubaði og öðrum þægindum. Vegurinn meðfram ánni hefur einnig mikið verið lagfærður og nýr vegur hefur verið lagður inn að efstu veiðisvæðum, þar sem áður þurfti að ganga og erfitt yfirferðar.

Nánari upplýsingar veitir Haraldur Eiríksson á netfanginu halli@hreggnasi.is

07.nóv. 2015 - 14:39 Gunnar Bender

Þriðja helgin á rjúpunni

Strax í morgun sárið sáust fyrstu rjúpnaskutturnar á ferðinni  en þriðja helgi er í rjúpu núna og aðeins einn helgi eftir.

,,Jú, ég ætla að fara, klikkað gera,“ sagði Þórarinn Sigþórsson tannlæknir sem ætlaði til rjúpna um helgina eins og fleiri.

Margir hafa fengið í jólamatinn einhverjir eiga eftir eftir ná sér í nokkra fugla, svona  er þetta bara, spáin er ágæt um helgina og lítill kuldi í kortunum þessa dagana.

Við skulum sjá hvernig veiðin gengur, menn voru allavega snemma á ferðinni í morgun.

06.nóv. 2015 - 10:20 Gunnar Bender

Gæti orðið erfitt að fá daga næsta sumar

Eftir eitt af bestu veiðisumrum í laxveiðinni er eftirspurnin eftir veiðileyfum með ólíkindum. Dagarnir seljast eins og heitar lummur. Nokkrar laxveiðiár eru þegar  uppseldar nú þegar og ekkert lát er á. 74 þúsund laxar hafa sannarlega þessi áhrif á veiðiheiminn og margir vilja trygga sér sömu dagana í sumar.

,,Já, það hefur gengið ótrúlega vel að selja næsta sumar, eftir svona svakalega veiði,“ sagði veiðileyfasali sem við ræddum og í sama streng tók annar.

,,Við erum með nokkrar laxveiðiár og það er ekki mikið eftir. Það er bara nóvember,“ sagði annar sali sem við ræddum við.

Þrátt fyrir þessa sölu veit enginn um veiðina næsta sumar. Fiskifræðingar eru ekki með neinar fyrirsagnir frekar en síðasta sumar þegar  enginn vissi neitt.

,,Veiðin gæti byrjað vel með stórfiski, tveggja ára fiski, en hvað svo,“ sagði veiðimaður sem spáir mikið í veiðina. Já, næsta sumar gæti byrjað með látum. En hvað svo. Enginn veit, fáir tjá sig, svona er bara veiðin. En veiðileyfin seljast aldrei sem fyrr.


05.nóv. 2015 - 09:22 Gunnar Bender

Mynd vikunnar - flottur urriði

Alexander Máni Ólafsson með flottan urriða í Þorsteinsvík á Þingvöllum og það er tekið á því!

01.nóv. 2015 - 15:54 Gunnar Bender

Endalaust labb - lítið af rjúpu

,,Við erum búnir að labba endalaust og enginn fugl, en veðurfarið er frábært,“  sögðu veiðimenn sem við heyrum í kringum Öxnadalsheiðina og inná facebook tók Kalli Lú í sama streng, bara labbitúr en enginn fugl.

Og það var hægt að halda áfram. Jóhann Davíð Snorrason hjá Laxá tók í sama streng. Bara hægt að taka flottar landslagsmyndir en engar rjúpur. Menn voru að fá eitthvað kringum Blönduós og líka fyrir vestan, en labbitúrinn var langur.

Höskuldur Birkir Erlingsson náði sér í nokkrar og Vignir Björnsson var auðvitað með eitthvað. Gott veður, ekki mikið um fugl en svona er þetta bara en útiveran er frábær.

 

29.okt. 2015 - 11:33 Gunnar Bender

Margir ætla á rjúpu um helgina

Önnur helgi í rjúpu er um helgina, ekki ætla færri en fyrstu helgina. Veiðina má byrja á föstudaginn fram á sunnudag. Spáin fyrir helgina er allt í lagi, hlýtt víða en vætusamt. Það er að heyra á veiðimönnum að þeir ætli víða um landið, margir eiga sín föstu svæði og þangað skal haldið. Rjúpan bíður.

,,Við erum að fara vestur, fastur punktur í þessu öllu saman,“ sögðu veiðimenn sem ég hitti við eina veiðibúðina í dag.

,,Við fengum 20 rjúpur fyrstu helgina og vantar ennþá í jólamatinn,“ sögðu þeir og drifu sig á næsta áfangastað.

29.okt. 2015 - 09:16 Gunnar Bender

Hefur veitt frá níu ára aldri

,,Ég veiddi maríulaxinn minn í Eystri-Rangá  fyrir þremur árum en áður hafði ég veitt silung frá níu ára aldri,“ sagði Selma Ísabella Gunnarsdóttir í samtali við Veiðipressuna  en hún hefur  verið dugleg að hnýta flugur og veiða á þær.

Svo fer hún að veiða í Eystri-Rangá og þar er Kolbrún Magnúsdóttir frænka hennar. Og það kynnist hún leiðsögustarfinu og lærir það með góðum kennara.

,,Ég  kynnist Friðjóni Sæmundssyni í Eystri Rangá og hann kennir mér  ýmsa leyndardóma í leiðsögustarfinu. Þessi kennsla fer bæði fram í Eystri-Rangá og Affallinu.  Og fyrir tveimur árum fékk ég tækifæri að fara til Argentínu og í Rio Grande veiddi ég stórfisk, 22-23 punda bolta.  Mér finnst veiðin svakalega skemmtileg áhugamál,“ segir Selma ennfremur

26.okt. 2015 - 12:41 Gunnar Bender

Gleðin heldur áfram

Uppskeruhátíð Veiðimannsins fer fram í Þróttaraheimilinu næstkomandi fimmtudag 29. október milli kl. 20-24. Þar munu veiðimenn fagna frábæru veiðisumri saman, segja sögur og hafa gaman. SVFR hvetur veiðimenn til að deila skemmtilegum veiðimyndum frá sumrinu á uppskeruhátíðinni en besta myndin verður valin og hlýtur að launum 50.000 króna inneign upp í veiðileyfi á svæðum SVFR veiðisumarið 2016.

Sendu okkur mynd á netfang ritstjóra Veiðimannsins, herrvilberg@gmail.com, segðu okkur hver er á myndinni , hvar hann var að veiða og hvað fiskurinn tók. Veiðilegustu myndirnar verða birtar í jólablaði Veiðimannsins sem kemur út í desember.

Hver er stórlax ársins 2015?

Stórlax ársins fær sérstaka viðurkenningu á uppskeruhátíðinni en dregið verður úr nöfnum veiðimanna sem slepptu tveggja ára laxi á svæðum SVFR í sumar. Stangaveiðifélag Reykjavíkur hvetur veiðimenn til að sleppa stórlöxum sem þeir veiða til að efla stofn þeirra en veiðimönnum sem leggja stund á veiða og sleppa á Íslandi fer fjölgandi.

Stærsti lax sem veiddist á svæðum SVFR veiðisumarið 2015 kom úr Haukadalsá og var 102 cm en allir þeir sem slepptu stórlaxi á svæðum SVFR í sumar koma til greina sem stórlax ársins! Sá sem hreppir hnossið fær að launum 50.000 króna inneign upp í veiðileyfi á svæðum SVFR veiðisumarið 20

Stangaveiðifélag Reykjavíkur hvetur alla veiðimenn til að mæta á uppskeruhátíð Veiðimannsins og gera veiðisumarið upp á léttu nótunum í góðum félagsskap.
25.okt. 2015 - 15:46 Gunnar Bender

Rjúpnaveiðin betri en menn áttu von á

Það virðist vera sem rjúpnaveiðin hafi gengið ágætlega um helgina, mönnum gengur ágætlega að fá í jólamatinn, Mest hefur líklega veiðst fyrir norðan og austan.

,,Ég fékk nokkrar í jólamatinn, honum er reddað,“ sagði Haraldur Tómasson læknir á Þórshöfn á Langanesi en hann fór á rjúpu á fyrsta degi sem mátti.

Í Breiðdal hefur gengið ágætlega og veiðimenn sem fóru rétt hjá Húsavík fengu nokkrar. Flestir fengu eitthvað, þá er takmarkinu náð. Ekki hefur orðið að leita að neinum ennþá svo allt er þetta í góðu.

Næstu helgi má skjóta líka, biðin eftir næstu törn styttist verulega.

24.okt. 2015 - 13:37 Gunnar Bender

Rjúpnaveiðin byrjar ágætlega

,,Við fengum nokkrar,“ sagði Árni Friðleifsson formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem fór eins og fleiri á rjúpu á fyrsta degi sem mátti. Á nokkrum stöðum hefur aðeins kyngt niður snjó og falið aðeins rjúpuna.

Menn voru að fá þetta 4 til 10 rjúpur, menn eru að hugsa um jólamatinn. Fyrir norðan fréttum við af þremur sem fengu 16 rjúpur og fyrir austan fengu tveir veiðimenn 12 fugla.

,,Það fengust 40 rjúpur hjá nokkrum veiðimönnum á Jökuldal,“ sagði Þröstur Elliðason og í Breiðdal fengust 20 fuglar.

23.okt. 2015 - 09:23 Gunnar Bender

Rjúpnaveiðin byrjaði í morgun

,,Við erum að fara norður,“ sagði Þórarinn Sigþórsson tannlæknir sem byrjaði á  rjúpunni snemma í morgun eins og fleiri hundruð veiðimanna víða um landið. Það er töluvert af flugi en líklega mest fyrir norðan og austan.

Veðurfarið er sæmilegt, menn verða að fara varlega. ,,Við erum að fara að byrja bráðum,“ sögðu veiðimenn sem voru við Húsavík, fjórir saman.  Fyrstu rjúpurnar hafa fallið, veiðitímabilið er byrjað.