07. ágú. 2012 - 23:05Gunnar Bender

Sumarið sem flestir veiðimenn vilja gleyma

Veiðisumarið togast áfram, síðasta vika gaf bara 2700 laxa sem er ekki mikið á þessum tíma árs. Svo virðist sem litlar göngur hafi komið í stóra straumnum fyrir fáum dögum nema bara helst vatn. Fyrstu göngurnar voru öflugar en síðan hefur lítið gerst í veiðinni.

,, Sumarið er líklega búið," segir Bjarni Júlíusson formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur og það er líklega rétt hjá Bjarna. Síðasta gangan hefði átt að koma núna um helgina.

Því er reyndar spáð að það fari að rigna núna á næstu klukkutímum og það gæti eitthvað gerast, allir vona það allavega. En möguleikarnir eru ekki miklir.
06.mar. 2015 - 12:51 Gunnar Bender

Skemmtikvöld Stangaveiðifélags Reykjavíkur

Skemmtikvöld Stangaveiðifélags Reykjavíkur verður í kvöld í salarkynnum SVFR að Rafstöðvarvegi 14. Húsið opnar klukkan 20:00 og hefst dagskráin skömmu síðar.

Að þessu sinni verður öllu tjaldað til og verður dagskráin með fjölbreyttara móti og ættu því allir að geta fundið eitthvað við sinn smekk.

Dagskráin er vegleg á næsta skemmtikvöldi SVFR og hljóđar svo:

1.Kristján Benediktsson betur þekktur sem Stjáni Ben ætlar ađ kynna kvikmyndahátíđina Rise sem hann er í forsvari fyrir.

2.Helgi Guđbrandsson kynnir ráđstefnuna "verndun og veiđi, í sátt viđ náttúru Íslands" sem haldin er ásamt RISE í lok mars mánađar.

3. Birkir Mar kynnir Hraunsfjörđinn.

4. Gísli Árnason, staðarhaldari í Laxá í Mývatnssveit, verđur međ stađarlýsingu á þessu frábæra svæði.

5. Jóhann Guđmundsson verđur međ kynningu á Hjaltadalsá og Kolku
05.mar. 2015 - 10:44 Gunnar Bender

Í Þingvallavatni eru stærstu urriðar sem hafa veiðst í heiminum

,,Eins og þinginu er kunnugt ber Alþingi ábyrgð á lífríki Þingvallavatns og ekki síst þeirri skepnu sem ég hef stundum lýst hér í þinginu sem hátindi sköpunarverksins undir norðurhjaranum – ísaldarurriðanum,” sagði Össur Skarpéðinsson á Alþingi í gærkveldi um urriða og Þingvallavatn.

,, Mönnum er mætavel kunnugt að á síðustu 25 árum hafa reglubundið verið hér umræður um nauðsyn þess að endurreisa hann. Hann var kominn á ákaflega tæpt vað og við það að deyja út. Alþingi hefur samþykkt ýmsar aðgerðir honum til verndar. Á síðustu tíu árum hefur árangur þeirra smám saman verið að koma í ljós. Á þeim tíma kom stórurriði aftur fram í veiði og kannski mest síðustu tvö árin en þá hafa 20 punda urriðar verið reglulegir í veiðinni. Við höfum séð 25 punda, 29 punda og 30 punda urriða veiðast á síðustu tveimur árum. Það eru stærstu urriðar sem hafa veiðst í heiminum,” sagði Össur ennfremur

Össur sagði að á sama tíma hefur líka orðið sú jákvæða þróun að sprenging hefur orðið í stangaveiði sem almenningsíþrótt. Það á sér margar og jákvæðar skýringar. Þetta er ódýr íþrótt og stangaveiði er mjög heppileg sameiginleg útivera fyrir fjölskylduna. Þingvallavatn hefur ekki farið varhluta af þessari þróun enda geta menn komið og veitt þar stærstu urriða í heimi nánast ókeypis, eða fyrir ákaflega lítið. Þetta hefur að sjálfsögðu skapað ákveðna hættu á ofveiði á stórurriðanum.

,,Þingvallanefnd brást við því mjög skörulega og setti reglur sem fólu það í sér að einungis mætti veiða urriða á flugu og það yrði að veiða og sleppa. Orkuveita Reykjavíkur tók upp sama fyrir sínum löndum. Við höfum samt séð það að ofstopamenn hafa gengið berserksgang í vatninu, drepið á annan tug stórurriða og í ákveðnum tilvikum mun meira en það. Að sjálfu leiðir að þannig gæti ofveiði stemmt stigu við vexti stofnsins nema að þær reglur sem Þingvallanefnd beitti sér fyrir verði útfærðar fyrir vatnið allt,” sagði Össur.

,,Erindi mitt hingað í ræðustól Alþingis er að skora á Þingvallanefnd að hafa frumkvæði að því innan Veiðifélags Þingvallavatns og sömuleiðis að skora á þá þrjá ráðherra (Forseti hringir.) sem málið varðar að beita sér einnig fyrir að sömu reglur verði teknar upp alls staðar við vatnið,” sagði Össur Skarphéðinsson að lokum.

05.mar. 2015 - 10:22 Gunnar Bender

Doppler að missa Deildará á Sléttu?

Veiðifélag Deildará á Sléttu hefur ákveðið að bjóða Deildará á Sléttu  út en sami leigutakinn hefur verið með ána í 26 ár. En það er Svisslendingurinn Ralph Doppler. En hann hefur meðal annars verið með Haukadalsá og Flekkudalsá í Dölunum.

Doppler veiðir nær eingöngu á maðk en hann er með Dunká og Álftá á Mýrum núna á leigu. Verður spennandi að sjá hver hreppir Deildarána en meðalveiðin þar er í kringum 170 laxar á ári.

04.mar. 2015 - 11:59 Gunnar Bender

Skemmtikvöld kvennadeildar SVFR

Skemmtikvöld kvennadeildar SVFR verður haldið miðvikudaginn næstkomandi 4. mars og hefst klukkan 20:00 að Rafstöðvarvegi 14. Að þessu sinni verður haldið til Mexíkó og mætir Stjáni Ben og verður með kynningu á veiðiferðum til Mexíkó. Einnig mun Stjáni vera með ítarlega kynningu á Rise hátíðinni sem verður haldin 26. mars í Háskólabíó.

Konur eru hvattar til að fjölmenna og eiga skemmtilega kvöldstund.

03.mar. 2015 - 14:53 Gunnar Bender

Veiðimaðurinn efnir til keppni

Veiðimaðurinn fagnar 75 ára afmæli á árinu og er í hátíðarskapi. Af því tilefni efnir blaðið til fluguhnýtingarkeppni og keppni um bestu veiðisöguna. Fyrsta blað Veiðimannsins kom út árið 1940 en í vor kemur út tölublað nr. 200 af þessu rótgróna málgagni stangveiðimanna – tímariti SVFR.

Bestu flugurnar og veiðisögurnar munu prýða blaðið en vegleg verðlaun eru í boði. Að auki verður skilvís SVFR-félagi sem hefur greitt veiðileyfin sín fyrir sumarið 2015 dreginn út í afmælishappdrætti Veiðimannsins.

SVFR hvetur félagsmenn til að taka þátt og senda félaginu stórbrotnar veiðisögur og veiðnar flugur – það er ekki eftir neinu að bíða! Frestur til að skila inn flugum og sögum er til föstudagsins 30. mars en reglur keppninnar eru eftirfarandi:

Hnýtingarkeppni Veiðimannsins 2015

Keppt er í tveimur flokkum:
- Silungafluga Veiðimannsins 2015 – hnýtt á krók númer 12 eða 14.
- Laxafluga Veiðimannsins 2015 – hnýtt á krók nr. 10 eða 12

Verðlaun í hvorum flokki er  veiðileyfi hjá SVFR að verðmæti 75.000 krónur.Flugunum skal skilað til skrifstofu SVFR undir dulnefni, tveimur eintökum af hvorri flugu, ásamt upplýsingum um hvernig flugurnar urðu til. Einnig skal skila inn umslagi merktu dulnefninu þar sem kemur fram nafn, sími og netfang hnýtara.
*Skilyrði er að flugur hafi ekki verið í almennri sölu. Rétt er að taka fram að í silungaflokki koma þurrflugur, p

Veiðisögukeppni Veiðimannsins 2015

Sögurnar skulu að hámarki vera 1000 orð, sögusviðið skal vera frá ársvæðum SVFR og skal þeim fylgja mynd ef kostur er. Fyrir bestu söguna fær höfundur veiðileyfi hjá SVFR að andvirði 75 þúsund krónur.

Úrslit verða kynnt á vorhátíð SVFR í maí en dagsetning hennar og dagskrá verður kynnt þegar nær dregur. Áskrifendur Veiðimannsins fá svo að njóta bestu flugnanna og veiðisagnanna í 75 ára afmælisblaði Veiðimannsins.

 

02.mar. 2015 - 11:13 Gunnar Bender

Laxinn er magnaður

,,Vorið er tíminn sem kitlar mig mest. Veiðimaðurinn vaknar í mér á sama tíma og gróðurinn tekur við sér eftir langan dvala. Brumið fer að vakna til lífsins og gróðurlyktin yfirtekur loksins borgarmengunina. Það eru forréttindi að vera ungur veiðimaður á Íslandi á þessum tíma. Ég vil meina að áhugi ungra manna á veiði fari vaxandi. Þingvallavatn heillar mig og aðra gríðarlega mikið. Ég nýt þess að lesa rannsóknarskýrslur og pistla frá þeim meisturum Össuri Skarphéðinssyni og Jóhannesi Sturlaugssyni. Nú eftir að fluguveiðin byrjaði fyrr í vatninu á maður séns á þessum stórmagnaða Ísaldaurriðastofni sem er engu líkur,“ segir veiðimaðurinn Óskar Bjarnason um komandi sumar.

Óskar segir að Þingvallavatn er vatn sem þarf að ,,stunda” reglulega því maður lærir alltaf eitthvað nýtt í hverri ferð, hvort það sé veiðistaðurinn,flugurnar,línurnar eða græjurnar. það sem ég hef komist að í gegnum árin er að mesti árangurinn að mínu mati er að sjúga fróðleik úr reyndari mönnum. Þannig aflar maður upplýsingar af leynistöðum og trixum sem maður getur stungið í vasann og nýtt í komandi framtíð.

,,Eftir að ég tók stöðu sem aldursforseti í skemmtinefnd Stangveiðifélags Reykjavíkur sit ég á fundum og held samkomur með svo miklum veiðigoðsögnum að ég sit nánast stjörnustjarfur allan tímann. En af þessum mönnum lærir maður svo sannarlega.Ég fer á hverju ári í Veiðivötn og Skagaheiði og það er reynsla sem flestir ættu að reyna sækjast eftir, Magnað veiðilandslag. Nú þegar maður er að renna á tuttugasta og annað aldursskeið, fer maður að afla meiri tekna og opnar það fyrir mann fleiri dyr í heimi laxveiðiáa. Laxinn er magnaður og það jafnast ekkert á við það að veiða í flottri á í fallegu umhverfi. Mitt mottó er það að ég reyni að kynna mér nýja og nýja á, á hverju ári því við Íslendingar eigum svo mikið af flottum ám sem nauðsynlegt er að skoða.“

,,Auðvitað heimsækir maður sumar ár aftur og aftur sem eru í uppáhaldi, alveg eins og maður á sitt uppáhaldsvatn (mitt er Þingvallavatn). Ég er byrjaður að stunda fluguveiði helst aðallega vegna þess hversu unaðslegt það er að veiða með flugu. Maður tengist verkfærinu meira og lifir sig ,,inn í stöngina” og skynjar og finnur fyrir línunni, hverri stroku og kipp sem á hana kemur, þú og stöngin verðið að sama hlutnum,“ segir Óskar.

Og hann heldur áfram.

,,Já, ég er svo sannarlega spenntur fyrir komandi veiðitímabili og er ég bjartsýnn á það, búið að vera ágætlega mikill snjór og verður gaman að sjá hvernig flugan og ætið tekur við sér í sumar. Fossá í Þjórsárdal kom mér skemmtilega á óvart seinasta tímabil og ég ætla hiklaust í hana aftur í ár. Auk þess klikka Elliðaárnar ekki og ég hef oft verið heillaður af Blöndu 4. Munið að vera góðir og deilið fróðleik ykkar til ungu kynslóðarinnar, því að við erum framtíðin,“  segir Óskar Bjarnason ennfremur.


02.mar. 2015 - 11:03 Gunnar Bender

Ennþá er dót og drasl á reki í Eyjafirði

Um helgina  var haldinn fundur á Hótel KEA á Akureyri um framkomnar umsóknir um opið sjókvíaeldi á norskættuðum laxi á Eyjafirði. Til fundarins var boðað af NASF, Verndarsjóði villtra laxastofna, veiðiréttareigendum, stangveiðifélögum og bátasjómönnum sem hafa viðurværi sitt af veiði.  Framsögumenn á fundinum voru þeir Orri Vigfússon, formaður NASF og Jón Helgi Björnsson formaður Veiðifélags Laxár í Aðaldal.

Rakin var saga sjókvíaeldis og hvernig það hefur hvarvetna mengað umhverfið. Sjókvíaeldi er væntanlega eina matvælaframleiðslan í heiminum sem ekki þarf að þrífa eftir sig og getur sent allan mengandi úrgang út í náttúruna. Samtök eigenda sjávarjarða eiga mikilla hagsmuna að gæta því sjávarföll bera úrgang, skólp, lyfjaleifar og lýsi frá fiskeldinu til nærliggjandi land- og hafsvæða. Einkum er lífríki strandlengjunnar í hættu. Bent var á laxalúsina sem getur reynst banvæn seiðum úr nærliggjandi ám. Vísindaráð Noregs hefur kveðið upp úr með að neikvæð áhrif af þessu tagi, sérstaklega frá laxeldi, hafi orðið þess valdandi að veiði hefur lagst af í 110 laxám í Noregi. Hrun hefur orðið í stofni ánna. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það gríðarlega tjón sem veiðiréttareigendur hafa orðið fyrir.

Smábátasjómenn hafa og orðið fyrir beinum skaða af völdum laxeldis í Noregi og í Kanada svo ekki sé minnst á neikvæð áhrif á ímynd matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu. Á fundinum kom fram að í Alaska, sem er samkeppnisland Íslands á sviði sjávarafurða, hefur allt laxeldi í sjó verið bannað. Því banni er einkum ætlað að verja orðspor Alaskamanna sem veiða og verka villtan fisk fyrir alþjóðamarkað. Þá var rifjað upp að árið 1988 gerðu forsvarsmenn fiskeldis, stangveiðimanna og ríkisvalds með sér heiðursmannasamkomulag um að aldrei yrði leyft að norskur eða annar útlendur laxastofn yrðu settur í sjókvíar við Íslandsstrendur. Þetta var síðan brotið í ráðherratíð Guðna Ágústssonar.

Jón Helgi Björnsson rakti þann gríðarlega lúsafaraldur sem fylgdi öllu sjókvíaeldi sem stundað væri í stórum stíl. Slíkur faraldur myndi strax gera mikinn usla við Eyjafjörð því margar af rómuðustu bleikjuám landsins renna til sjávar í fjörðinn. Þá væri mjög stutt í mikils háttar laxveiðiár á borð við Fnjóská, Fljótaá, Mýrarkvísl og Laxá í Aðaldal sem nyti sérstakrar verndar með lögum frá Alþingi. Jón Helgi sagði að Veiðifélag Laxár hefði sent skýrt erindi til viðkomandi ráðherra um að friða beri allan Eyjafjörð fyrir opnu kvíaeldi vegna smit- og mengunarhættu sem Laxá í Aðaldal muni stafa af slíku eldi. Til langs tíma litið hræðist fólk mest blöndun stofna eldisfiska við villta fiskstofna en slík blöndun veldur óafturkræfum skaða eins og rannsóknir í Elliðaánum hafa staðfest.

Orri kvaðst hafa miklar áhyggjur af því að ekki verði farið að lögum um fiskeldismál sem Alþingi samþykkti á sl. vori. Í lögunum er kveðið á um að setja beri ströngustu reglur samkvæmt norskum stöðlum, koma á fót viðurkenndu eftirlitsferli og gera fullkomnar mælingar á burðarþoli fjarða þar sem fiskeldi er fyrirhugað, auk þess sem endurskoða eigi heildarlöggjöf um fiskeldi á Íslandi fyrir lok ársins. Orri taldi að öll þessi atriði væru enn í skötulíki og benti á að í Noregi hæfist umsóknarferillinn með því að umsækjandinn leggur fram kr. 200 milljónir sem óendurkræft framlag til að gera hinu opinbera kleift að sinna undirbúningi og óháðum sérfræðirannsóknum. Engar íslenskar stofnanir væru í stakk búnar til að takast á hendur þessa vinnu. Þær hefðu hvorki aðstöðu, mannafla né fjármagn til að sinna verkinu sómasamlega.

Í máli bátasjómanna á fundinum kom fram mikil andstaða við framkomnar fiskeldishugmyndir. Þeir bentu á að enn væru margar og hættulegar leifar, ónýtur búnaður, tæki og dræsur á reki víðs vegar í Eyjafirði, upprunnar frá misheppnuðum fiskeldistilraunum fyrri ára, öllum til ama og sumt af þessu rusli hefði lent í skrúfum báta og sköpuðu hættu fyrir sjófarendur

Á fundinum var mikið rætt um reynslu Íslendinga af fiskeldi í sjó, arðsemi þess og skattgreiðslur fyrirtækja í þessari grein. Orri skýrði frá því að verið væri að vinna skýrslur um arðsemi greinarinnar annars vegar og hins vegar skattgreiðslur til samfélagsins. Komið hefði í ljós að mörg fyrirtæki í greininni hefðu lent í gjaldþroti með tilheyrandi tugmilljarða skaða fyrir samfélagið. Rannsókn á skattgreiðslum undanfarinna ára virtist einnig benda til að þegar frá er talinn Samherji sem rekur af myndarskap fiskeldi á landi hefðu hin 48 fiskeldisfyrirtækin í fiskeldi hér á landi ekki greitt neina skatta svo vitað sé undanfarinn hálfan áratug eða svo.

Loks skýrði Orri frá því að víða um lönd beitti NASF sér fyrir því að allt fiskeldi færi fram á landi eða í tryggilega lokuðum sjókvíum. Fundarmenn lýstu eindregnum stuðningi við landstöðvar fyrir fiskeldi.


28.feb. 2015 - 19:36 Gunnar Bender

Aðeins mánuður í að sjóbirtingsveiðin byrjar

Það er ekki nema mánuður í að sjóbirtingsveiðin byrjar fyrir alvöru.Formaður Stangaveiðifélags Keflavíkur Gunnar J. Óskarsson  segir í félagsblaðinu sem var að koma út, meðal annars.

,,Það er með misjöfnu hugarfari sem við leggjum  af stað til að veiða og þá er átt við þegar  kemur að afla eða magni aflans. Einnig höfum við misjafna þörf fyrir að og hirða aflann eða leyfa honum að synda út aftur eftir skemmtilega viðureign. Allt þetta þurfum  að við hafa í huga,, segir formaður Stangveiðifélags Keflavíkur. Og þetta eru orð að sönnu.

Vorfiski á auðvitað að sleppa aftur, fullar tunnur á Klaustri er löngu liðin tíð. Já, fjörið er að byrja á sjóbirtingsslóðunum eftir mánuð. Bið styttist með hverjum deginum.menn eru löngu búnir að spá í hvert þeir eiga að fara. Varmá, Geirlandsá, Tungulækur, Tungufljót,  Fossálar eða Tungulækur. Fjörið að er að byrja.


25.feb. 2015 - 12:55 Gunnar Bender

Dularfyllsta veiðivatn landsins?

Kleifarvatn á Reykjanesi er skrítið vatn enda hefur ýmislegt gerst  þar í gegnum árin. Saga vatnsins er mjög flókin.  En veiðimenn hafa oft fengið góða veiði í vatninu og stóra fiska. En það er ekki á vísan að róa í veiðiskap í vatninu.

Fiskurinn er dyntóttur en hann er fyrir hendi og í sumar hafa veiðst margir vænir fiskar þar, mest urriðar. Margir halda tryggð við vatnið og renna oft fyrir fisk í því á hverju sumri. Menn eiga sína leynistaði , stað sem þeir eru kannski ekki að flagga dags daglega.

Einn af þeim sem stundar vatnið mikið er Ólafur Guðmundsson hann hefur veitt þá marga þar. Hann fer kannski til veiða í vatninu einu sinn til i tvisvar í viku og veiðir fanta vel enda þekkir hann vatnið vel. Því inn um vatnið synda alvöru urriðar,  það er bara að fá þá til að taka agið. 

Við hittum fólk við vatnið fyrr í sumar sem var þar við veiðar og þau sögðust oft koma þarna nokkrum sinnum á sumri og veiða.

,,Það er eitthvað dularfullt við vatnið og við veiðum oft vel hérna en stundum ekki neitt,, sagði fjölskyldan,  fiskurinn var að narta en tók ekki. Við létum okkur hverfa, hann tók skömmu seinna hjá þeim þegar við vorum að hverfa fyrir næsta klett. Kleifarvatn er vatn sem veiðimenn eiga að skoða betur," sagði fjölskylda sem við hittum að máli við vatnið í fyrrasumar.

22.feb. 2015 - 13:01 Gunnar Bender

Tveir sigrar hjá Röggu á sama kvöldinu

Dagurinn í gær hjá sjónvarps- og veiðikonunni  Ragnheiði Thorsteinsson voru bara sigrar og aftur sigrar. En aðalfundurinn Stangaveiðifélags Reykjavíkur var haldinn í gær og fékk Ragga flest atkvæðin á fundinum til setu í stjórn félagsins næstu tvö árin.

Og um kvöldið á Eddunni var þáttur hennar og fleiri Vesturfarnir valinn menningaþáttur ársins hjá veiðikonunni. Tveir stór sigrar á nokkrum klukkutímum er frábær árangur.

20.feb. 2015 - 10:07 Gunnar Bender

Aðalfundur Stangaveiðifélagsins á laugardaginn

Á laugardaginn verður haldinn aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur í Rafveituheimilinu í Elliðaárdal. Þar munu fara fram venjubundin aðalfundarstörf sem og kjör formanns félagsins í eitt ár og kosið verður um sæti þriggja stjórnarmanna til tveggja ára. Fundurinn hefst klukkan 16:00.

,,Mér líst vel á fundinn,“ sagði Ari Hermóður Jafetsson framkvæmdastjóri en þetta er fyrsti fundurinn hans eftir að hann varð framkvæmdastjóri.

Árni Friðleifsson, núverandi formaður félagsins mun sækjast eftir áframhaldandi setu og Ásmundur Helgason gjaldkeri félagsins, Hörður Vilberg meðstjórnandi og Ragnheiður Thorsteinsson varaformaður munu öll sækjast eftir endurkjöri. Einnig hefur Sævar Haukdal sóst eftir kjöri.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er í fullum gangi á skrifstofu SVFR, en þar verður hægt að kjósa á skrifstofutíma fram til klukkan 16:00 á föstudaginn kemur.

17.feb. 2015 - 16:31 Gunnar Bender

Pálmi fór á kostum

Kringum  þrjátíu manns mættu í Amarohúsið á Akureyri á mánudaginn var  þegar Stangaveiðifélag Akureyrar hélt sitt annað opna hús í vetur.

Kynning á Lónsá á Langanesi var viðfangsefni kvöldsins og átti Pálmi Gunnarsson ræðumaður ekki í neinum vandræðum með að heilla viðstadda með lýsingum sínum af svæðinu enda hefur hann veitt þar oft.

Leigutaki veiðisvæðisins er Matthías Þór Hákonarson en þetta skemmtilega svæði fer í umboðssölu hjá SVAK innan skamms sem hefst með forsölu til félagsmanna.

Verði verður stillt í hóf enda er meiningin að sem flestir fari að veiða í Lónsá og kynnist svæðinu sem samanstendur af Lónsá sjálfri sem er lítil en fögur,Sauðanes ós,Ytra Lóni og vötnum sem liggja í nágrenninu.

17.feb. 2015 - 10:01 Gunnar Bender

,,Rétti tíminn til að snúa vörn í sókn“

,,Ég ætla að byrja á því að hrósa núverandi og stjórnum liðinna ára fyrir eftirtektarverðan árangur á erfiðum tímum eftir efnahagshrun. Á þessum tíma hefur verið sótt hart að félaginu og starfsemi þess enn ég tel að nú sé rétti tíminn til að snúa vörn í sókn,“ sagði Sævar Haukdal sem er sá eini  nýliðinn sem bíður fram í stjórn Stangveiðifélags Reykjavíkur á fundi aðalfélagsins á laugardaginn. En auk Sævars bjóða þau Ragnheiður Thorsteinsson, Ásmund Helgason og Hörð Vilberg fram í stjórnina líka. Þetta gæti orðið spennandi kosning.

,,Ég tel að félagið geti nýtt sín helstu verðmæti sem eru jú félagsmenn þess betur enn nú er gert, í þágu félagsins, félagsmanna sjálfra og auka um leið virði þess að vera félagsmaður í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur, strax á þessu ári. Við þurfum  gera auknar kröfur til okkar sjálfra og bæta faglegt starf allra sem að félaginu koma, hvort sem horft er til stjórnar, skrifstofu, leiðsögumanna, árnefnda eða rekstaraðila í veiðihúsum og tryggja þannig jákvæða upplifun og endurkomu félagsmanna og annarra viðskiptavina okkar, strax á þessu ári,“ sagði Sævar.

Sævar sagði ennfremur að bæta þyrfti verulega í markaðs og sölustarf félagsins með því að horfa til nýrra tækifæra, nýrra leiða og tryggja betri tengsl við endanlegan viðskiptavin sem er jú veiðimaðurinn á bakkanum, strax á þessu ári.

,,Ég tel að þegar ákveðnir grunnþættir uppbyggingar eru tryggðir þá sé tækifæri til þess að fjölga ársvæðum félagsins á ný, félagsmönnum og öðrum viðskiptavinum þess til hagsbóta. Nú er rétti tíminn fyrir Stangaveiðifélag Reykjavíkur að snúa vörn í sókn og hámarka um leið virði þess að vera félagi. Því óska ég eftir þínum stuðningi til stjórnar til þess að fá að leggja mitt af mörkum til að tryggja svo geti orðið,, sagði Sævar Haukdal.

16.feb. 2015 - 11:28 Gunnar Bender

RISE Fluguveiði kvikmyndahátíð 2015

Hin árlega RISE fluguveiði kvikmyndahátíð verður haldin í Háskólabíó fimmtudagskvöldið 26. mars n.k. Þetta er í fimmta sinn sem hátíðin er haldin og í ár verður vegleg veiðisýning í anddyri Háskólabíó á undan. Húsið opnar kl. 18:00 og sýning stendur til 22:00.

Enginn verður svikinn af dagskránni í ár en eins og undanfarin ár kemur aðalmynd hátíðarinnar úrsmiðju Gin-Clear media og að þessu sinni er það myndin Backcountry – North Island.
Aðrar myndir eru YOW – Icelandic for yes en sú mynd hefur sérstaka þýðingu fyrir íslenska veiðimenn því hún var tekin upp hér á landi.  Svo er það Those moments sem segir frá hvert veiðileiðsögumenn fara á frídögum sínum og hvað þeir gera.  Gamanmyndin Carpland frá hinum stórskemmtilega RA Beattie segir af fluguveiðum á vatnakarfa í Bandaríkjunum.  Og síðast en alls ekki síst myndin Out of Touch sem segir af veiðum á Redfish í Bandaríkjunum.

Miðasala á RISE Fluguveiðikvikmyndahátíð 2015 fer fram á midi.is og er miðaverð kr. 2.490,-  Í ár verða myndirnar með íslenskum texta. http://midi.is/atburdir/1/8783/RISE_Fluguveidi

Haldin verður veiðisýning á undan hátíðinni þar sem margir góðir gestir verða með sínar vörur til
sýnis. Veiðisýningin verður nánar auglýst síðar því enn eru gestir að staðfesta komu sína. Frekari
upplýsingar má finna á Facebook síðu Veiðisýningarinnar www.facebook.com/veidisyningin eða á
www.veidisyningin.is  

 

 

12.feb. 2015 - 16:52 Gunnar Bender

Dúi Landmark kosinn formaður

Í fyrrakvöld var haldinn aðalfundur Skotveiðifélags Íslands og var kvikmynda- og veiðimaðurinn Dúi Landmark kosinn formaður félagsins. En áður hafði Elvar  Árni Lund gegnt starfinu og þar á undan Sigmar B. Hauksson heitinn.

Töluverðar breytingar urðu á stjórninni og verður spennandi sjá hvernig hin nýja stjórn plummar sig. Drifkrafturinn er allavega fyrir hendi, hvort sem það er hjá formanninum eða öðrum stjórnarmönnum.11.feb. 2015 - 10:06 Gunnar Bender

Enginn á móti löggunni

21. febrúar næstkomandi mun verða haldin Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur í Rafveituheimilinu í Elliðaárdal. Þar munu fara fram venjubundin aðalfundarstörf sem og kjör formanns félagsins í eitt ár og kosið verður um sæti þriggja stjórnarmanna til tveggja ára.

Árni Friðleifsson formaður félagsins mun sækjast eftir áframhaldandi setu og Ásmundur Helgason gjaldkeri félagsins, Hörður Vilberg meðstjórnandi og Ragnheiður Thorsteinsson varaformaður munu öll sækjast eftir endurkjöri.

Einnig hefur Sævar Haukdal boðið sig fram til stjórnarsetu í félaginu og fögnum við því. Á næstu dögum mun koma stutt kynning um hvern frambjóðanda inn á vefinn og hafa því félagsmenn tækifæri á því að kynna sér frambjóðendur.

09.feb. 2015 - 10:10 Gunnar Bender

Veiðimenn sem veiða allt árið

,,Mér finnst fátt skemmtilegra en veiða og ég reyni að veiða eins mikið og get, allt árið. Ég get ekki stoppað,“  sagði veiðimaður sem ég ræddi við í gærdag og hann vildi láta liggja milli hluta með nafn sitt. Það hefur nefnilega komið í ljós að margir veiðimenn veiða allt árið, þeir geta ekki stoppað.

,,Fór um helgina, veðurfarið var frábært, átta stiga hiti og ég veiddi fimm fiska,“ sagði veiðimaðurinn ennfremur. Það hafa nefnilega margir viðkennt það hin síðari árin að fátt sé skemmtilegra en að renna fyrir fisk þegar enginn er að veiða. Finna til flugustöngina og labba frammá bakkann og kasta í lygnan hylinn. Tíminn er afstæður og fiskurinn er að vaka neðar á breiðunni. Veiði er della.

08.feb. 2015 - 16:45 Gunnar Bender

Vilborg: Yfirvöld verða bregðast við - Hætta á að veiðiár landsmanna verði þeim ekki aðgengilegar í framtíðinni

Vilborg Reynisdóttir. Aldrei hafa fleiri laxveiðiár á Íslandi verið í eigu eða leigu erlendra aðila og síðustu fimm, sex árin. Hafa margir veiðimenn áhyggjur af þessari þróun. Vilborg Reynisdóttir, formaður Stangveiðifélags Hafnarfjarðar, segir hætta á að veiðiár landsmanna verði þeim ekki aðgengilegar í framtíðinni. Þá sé verðlagningin orðin slík að hinn almenni veiðimaður hefur ekki efni á að stunda áhugamál sitt. Vilborg tjáir sig um málið í blaði sem Stangveiðifélag Hafnarfjarðar sendi frá sér. Þar segir Vilborg meðal annars:
07.feb. 2015 - 12:42 Gunnar Bender

Árbótarsvæðið í höndum Fish Partnertner

,,Veiðihúsið Vörðuholt fylgir nú svæðinu. Húsnæðið er hið glæsilegasta og þaðan er fallegt útsýni yfir Aðaldal, Kinnfjöll og út á Skjálfandaflóa og svæðið er fjölbreytt og skemmtilegt,“ sagði  Kristján Páll Rafnsson en hann var að leigja Árbótarsvæðið.

,,Hinn magnaði veiðistaður Breiðeyri (að austanverðu) hefur nú bæst við veiðisvæðið, en það er með betri laxastöðum í ánni.  Með þessari viðbót lengist svæðið um 700 metra og nær nú frá Merkjagili, á móts við Straumeyjar og niður að Bæjarklöpp.

Silungsveiðin hefst 1. maí og byrjar þá gjarnan með látum. Besta urriðaveiðin er frá byrjun tímabilsins og fram í byrjun júlí.  Töluvert veiðist af þriggja til fimm punda urriða en inn á milli vega þeir átta pund og jafnvel meira. Í júlí mætir laxinn á svæðið og í ágúst má finna hann í hverjum hyl.

Kvóti verður settur á urriða. Leyfilegt verður að hirða samtals fjóra urriða á dag, undir 40cm. Þar að auki verður aukin áhersla á skráningu allra fiska. Það er gert til að varpa betra ljósi á hversu gott veiðisvæði Árbótin er í raun.

Ellefu merktir veiðistaðir eru á svæðinu. Þeir eru allir gríðarstórir og fjölbreyttir.  Hvað varðar urriðann þá er svæðið í raun einn langur veiðistaður því að urriðinn getur legið um alla á.

Þeir staðir sem merktir eru á svæðinu: Bæjarklöpp ( Kútstaðir á vestan) Langaflúð, Birgisflúð Bótarfit, Merkispollur, Bótarstrengur (Símastrengur að vestan), Ytri-Seltangi, Tjarnhólmaflúð, Síðri-Seltangi, Höskuldarvík og Breiðeyri.

Fyrir frekari upplýsingar má senda póst á kristjan@fishpartner.com

 


05.feb. 2015 - 10:36 Gunnar Bender

Fyrsta skemmtikvöld ársins hjá SVFR

Fyrsta skemmtikvöld ársins verður haldið næstkomandi föstudagskvöld, 6. Febrúar. Dagskráin pökkuð af góðmeti fyrir þá veiðiþyrstu. Við byrjum stundvíslega klukkan 20:11 í salarkynnum SVFR að Rafstöðvarvegi 14.

Við munum hræra upp í veiðitilhlökkuninni með veiðistaðalýsingu á Haukadalsá, nýjasta svæði SVFR. Það verður Þorgils Helgason sem mun leiða okkur um Haukadalinn og í allan sannleikann um þessa frábæru á.

Þorsteinn Stefánsson veiðisjúklingur mun mæta og vera með skemmtilega veiðistaðalýsingu úr Varmá. Síðastur á mælendaskrá verður sjálfur Jón Skelfir, en það er mál manna að hlátrasköllin eftir síðustu sögustund hans á Háaleitisbrautinni ómi ennþá í gamla salnum.