04. júl. 2017 - 13:47Gunnar Bender

Skriðjöklasöngvarinn þurfti að hafa fyrir laxinum

,,Við vorum að koma úr  Laxá á Ásum og þetta var mjög  skemmtilegur túr. Hollið veiddi 32 laxa,“ sagði Ragnar Gunnarsson veiðimaður og söngvari í samtali við Veiðipressuna nýkominn úr Laxá á Ásum.

,,Það var töluvert af laxi að ganga í ána en þennan lax á myndinni veiddi ég Ullarfossi  tvo kílómetra fyrir ofan þjóðveginn og ég var í klukkutíma með hann. Landaði honum í Ullarstreng eftir mikla baráttu og ég ætlaði aldrei að koma lífi í fiskinn eftir þessa löngu baráttu. Það er 30 ár síðan ég veiddi þarna síðast og aðstaðan er orðin frábær þarna við ána,“ sagði Raggi sót, Skriðjökla söngvarinn í lokin.

 

Mynd.Ragnar Gunnarsson með laxinn sem tók klukkutíma að landa í Laxá á Ásum.

 
20.júl. 2017 - 15:01 Gunnar Bender

Risi af Nessvæðinu í Aðaldalnum

Stórlaxarnir eru strax byrjaðir að veiðast á Nessvæðinu en yfirleitt gefa þeir sig ekki fyrr en fer að hausta, þá alveg sérstaklega stór hængarnir.


20.júl. 2017 - 14:50 Gunnar Bender

Bræðurnir veiddu maríulaxinn sama daginn

Bræðurnir Arnór Daði  15 ára og Daníel Orri 19 ára Brynjarssynir veiddu báðir maríulaxinn sinn í Elliðaánum í dag, sem er sannarlega skemmtileg tilviljun.

20.júl. 2017 - 14:47 Gunnar Bender

Fleiri veiðiþjófar eða betri gæsla

Núna á stuttum tíma hafa tveir hópar veiðiþjófa verið teknir við laxveiðiárnar, annar í Kjarrá í Borgarfirði og hinn í Laxá í Leirársveit. Hvort þetta er merki um fleiri þjófa eða bara betri betri gæslu er ekki vitað með vissu.


18.júl. 2017 - 22:39 Gunnar Bender

Jón Skelfir byrjar sumarið vel

Sumarið byrjar vel hjá Jóni Skelfir í laxveiðinni en hann landaði laxi í Elliðaánum í morgun á Breiðunni eftir nokkur köst. Með honum var Hafþór Óskarsson sem veiddi líka lax.


18.júl. 2017 - 13:17 Gunnar Bender

Úr Laxá í eldamennsku hjá stelpunum á EM í knattspyrnu

Það er skammt stórra högga á milli  hjá kokknum snjalla Hinrik Inga Guðbjargarsyni en fyrir nokkrum vikum var hann að taka hrollinn úr sér í Laxá í Leirársveit með sonum sínum við veiðar fyrir sumarið.


18.júl. 2017 - 13:12 Gunnar Bender

Veiðiskapurinn gengur vonum framar í Grímsá

,,Já veiðin gengur vel í Grímsá og fiskurinn er kominn um alla á og núna eru komnir á land 455 laxar. Í fyrra veiddust allt sumarið 650 laxar svo framhaldið lofar svo sannarlega góðu,“ sagði Jón Þór Júlíusson við Grímsá í Borgarfirði.

15.júl. 2017 - 23:13 Gunnar Bender

Flottur fiskur á spuninn á Iðu

,,Þetta var gaman,“ sagði Svanur Guðmundsson sem veiddi flottan lax á Iðu í Biskupsstungu og skömmu seinna veiddi Svanur annan lax á rauða Franses.


14.júl. 2017 - 12:33 Gunnar Bender

600 laxar komnir á land í Ytri Rangá

,,Göngur eru að aukast í Ytri-Rangá. 300 laxar fóru í gegnum teljarann á síðasta einum og hálfum sólahring,“ sagði Jóhannes Hinriksson er við hittum hann við Ytri-Rangá.14.júl. 2017 - 12:29 Gunnar Bender

Rólegt í Korpunni

 ,,Við höfum oft farið í Korpu saman en í þetta skiptið var veiðin dauf,“ sagði Gunnar Sigurgeirsson sem var að koma úr Korpu í gær

13.júl. 2017 - 14:01 Gunnar Bender

Smálaxinn er ekki að skila sér

Staðan í laxveiðinni er þannig núna minna hefur veiðst af laxi en á sama tíma og í fyrra og það munar nokkrum hundruð fiska. Laxar eru að detta inn árnar en alls ekki í því mæli sem veiðimenn vildu. Torfurnar eru ekki stórar allavega ekki allar. Smálaxinn er að svíkja.


13.júl. 2017 - 13:58 Gunnar Bender

Farið að selja veiðileyfi í Bakkaá í Bakkafirði

,,Bakkaá í Bakkafirði er komin í almenna sölu í fyrsta sinn og sér Fish Partner um sölu veiðileyfa,“sagði Gunnar Örn Petersen veiðileyfasali. Að sögn Gunnars hefur reynst erfitt að komast í hana til að veiða


11.júl. 2017 - 20:39 Gunnar Bender

,,Við erum bara að bíða eftir laxinum"

„Við erum bara að bíða eftir laxinum, það hafa veiðst 12 laxar og það er miklu minna en í fyrra á sama tíma,“ sögðu veiðimenn sem við hittum Ölfusá í kvöld.

 

10.júl. 2017 - 22:10 Gunnar Bender

Ánamaðkurinn kominn í 200 krónur

„Ég keypti maðka í gær á 200 krónur stykkið og helvíti hart að sjá afæturnar éta maðkinn á örstuttum  stuttum tíma,“ sagði veiðimaður við Elliðaárnar í gærkveldi.


10.júl. 2017 - 16:11 Gunnar Bender

Bubbi ekki lengi að setja í lax

Mynd. Bubbi Morthens með lax af Skriðuflúðinni 16 punda fisk.

Bubbi Morthens byrjaði laxveiðar í Laxá í Aðaldal í gær, þar sem hann veiðir orðið langmest á hverju ári. Það tók Bubba ekki langan tíma á setja í fisk en laxinn veiddi hann á Skriðuflúðinni og var fiskurinn 16 pund.


 

09.júl. 2017 - 14:44 Gunnar Bender

Fimm ára stúlka veiddi maríulaxinn í Elliðaánum

Systurnar Ísabella Liv 9 ára og Sunneva Lára 5 ára fóru í Elliðaárnar í gær og stóðu sig vel. Ísabella landaði sínum maríulaxi fyrir tveimur árum í Elliðaánum og systir hennar gerði slíkt hið sama í gær.
08.júl. 2017 - 14:52 Gunnar Bender

Fyrsti fiskurinn í sumar

„Já,  þetta var gaman en þetta er fyrsti fiskurinn úr Meðalfellsvatni í sumar hjá mér, hann er vænn,“ sagði Guðmundur Garðarsson.


08.júl. 2017 - 14:46 Gunnar Bender

Flottur lax í Teljarastreng í gærkveldi

Laxveiðin er að ganga ágætlega þessa dagana, smálaxinn mætti vera aðeins í meira mæli en í Elliðaánum hefur gengið vel og þar eru komnir 250 laxar á land. Sem er bara mjög gott.


08.júl. 2017 - 14:42 Gunnar Bender

Hilli klikkar ekki í stórfisknum

Stórfiskurinn er byrjaður að gefa sig á Nessvæðinu og Hilmar Hansson kann tökin á stórfisknum.

06.júl. 2017 - 15:33 Gunnar Bender

Færri laxar en á sama tíma í fyrra

„Við vorum að koma úr Selá og við fengum góða veiði en það hefur oft verið meiri fiskur í ánni á þessum tíma,,“ sagði veiðimaðurinn sem var við veiðar í Vopnafirðinum.
06.júl. 2017 - 15:22 Gunnar Bender

Súddi klikkar ekki í veiðinni

Talan 12 á við Strengi þessa dagana en 12 laxar hafa komið á land úr  veiðiánum  Hrútafjarðará, Jöklu og Breiðdalsá.
06.júl. 2017 - 15:15 Gunnar Bender

Sandá í Þjórsárdal til Fish Partner

Sandá í Þjórsárdal fór nýverið í útboð í fyrsta sinn. Þessi fallega litla síðsumarsá endaði hjá Fish Partner sem var með besta boðið.


04.júl. 2017 - 13:43 Gunnar Bender

Laxagöngurnar hægðu á sér upp árnar

Ég er á því að laxagöngurnar uppí árnar hafi hægt á sér um helgina, kraftaverkakallinn Orri Vigfússon er fallinn frá. Ég var að fletta nokkrum Sportveiðiblöðum og á forsíðunni á  einu þeirra var fyrirsögnin, ,,Kraftaverkakallinn Orri“.
02.júl. 2017 - 17:40 Gunnar Bender

Tröll sleit sig af í Stóru Laxá

Veiðin hefur heldur betur byrjað vel í Stóru Laxá í Hreppum og núna eru komnir á milli 60 og 70 laxar á land í henni.  Fyrsta hollið á svæði 4 losaði 40 laxa, og flestir vel vænir.

02.júl. 2017 - 17:37 Gunnar Bender

Laxinn að hellast inn

Flest allar veiðiár hafa opnað fyrir veiðimenn og veiðin  byrjar ágætlega víða. Ein af þeim veiðiám sem opnuðu í gær voru Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum. En fiskur hafði sést fyrir nokkru í ósi ána.

02.júl. 2017 - 17:33 Gunnar Bender

13 ára veiddi stóran fisk í Aðaldalnum

Laxveiðin gengur ágætlega þessa dagana, laxinn að gefa sig og göngur góðar í mörgum veiðiám. Það er stækkandi straumur og þá gefur allt skeð.


01.júl. 2017 - 21:33 Gunnar Bender

Mynd dagsins – flott veiði á Arnavatnsheiðinni

Selma Björk Ísabella Gunnarsdóttir með flotta fiska af Arnarvatnsheiðinni fyrir fáum dögum.


01.júl. 2017 - 21:30 Gunnar Bender

Þarf ekki að fara langt til að veiða

,,Ég var að veiða í fyrrinótt og fékk 20 fiska á fluguna í Kópavogsósnum, þetta var  verulega gaman,“ sagði Dagur Árni Guðmundsson veiðimaður sem hefur veitt víða og finnst gaman að veiða á nóttunni.


30.jún. 2017 - 15:05 Gunnar Bender

Góð staða í Grímsá

„Veiðin gengur ágætlega í Laxá í Kjós sem er að komast í 90 laxa. Það er bara mikið líf og fiskar að ganga á hverju flóði,“ sagði Haraldur Eiríksson.

29.jún. 2017 - 22:31 Gunnar Bender

„Ég held að þetta verði gott sumar“

,,Já, við erum orðnir spenntir að opna Hvolsá og Staðarhólsána þetta sumarið en það eru hörkuveiðimenn sem byrja veiðina,“ sagði  Þórarinn Birgir Þórarinsson formaður veiðifélags Hvolsár og Staðarhólsár.


29.jún. 2017 - 14:04 Gunnar Bender

Bolti slapp í Laxá í Dölum

Veiðin er hafin í Laxá í Dölum og veiddust 8 laxar fyrsta daginn um alla á. Fiskurinn virðist vera vel dreifður um ána.

 

29.jún. 2017 - 13:59 Gunnar Bender

Mjög erfitt að fá ánamaðk

Það hefur gengið erfiðlega fyrir þá sem veiða á maðk að fá hann þessa dagana.
29.jún. 2017 - 13:53 Gunnar Bender

Þverá komin á toppinn

Laxveiðin togast áfram þessa dagana, göngurnar eru sæmilegar.  Þverá í Borgarfriði er á toppnum með 410 laxa.


28.jún. 2017 - 10:51 Gunnar Bender

Stórkostleg opnun í Stóru Laxá

Veiðin hófst í Stóru Laxá í Hreppum í gær en einungis er leyft að veiða  á svæði fjögur en veiði á svæði 1,2 og 3 byrjar ekki fyrr en 30.júní.


27.jún. 2017 - 21:55 Gunnar Bender

Lax um alla á

Veiði í Haukadalsá gengur með miklum ágætum. Á hádegi í gær voru 33 laxar komnir á land en veiði hófst í ánni 20. júní. Stór hluti af af aflanum er stórlax en einnig hefur töluvert veiðst af smálaxi.


26.jún. 2017 - 21:53 Gunnar Bender

Sunneva Lorange átti morgunvaktina í Elliðaánum

Mikið vatn og óvanalegar aðstæður gerðu þessa vakt spennandi og krefjandi en hún landaði samt tveimur fallegum nýgengnum hængum. Einum úr Teljarastreng og hinum úr Sjávarfossi.


 

25.jún. 2017 - 22:10 Gunnar Bender

Veiðin byrjaði vel í Ytri Rangá

,,Veiðin fór vel af stað fyrstu tvo dagana í Ytri þrátt en dagana þar á undan var veðrið ekki upp á marga fiska,“ sagði Jóhannes Hinriksson við Ytri Rangá er við spurðum frétta af veiðinni. 
25.jún. 2017 - 22:06 Gunnar Bender

Fyrstu laxarnir komnir á land í Leirvogsá

Sú breyting er orðin á Leirvogsá einni frægustu maðkveiðiá landsins að eingöngu verður veitt á flugu í henni næstu árin. Allavega næstu þrjú ár en Laxá er með ána á leigu.


24.jún. 2017 - 22:09 Gunnar Bender

Síðasta hollið veiddi 23 fiska á ósasvæðinu

Veiði í Hólmakvísl (ósasvæði Laxár á Ásum)  hófst formlega 18. maí og lauk 20. júní, þar sem Hólmakvísl tilheyrir laxasæðinu eftir þann tíma.
24.jún. 2017 - 22:03 Gunnar Bender

Vatnsdalsá byrjar með stórfiski

,,Þetta var fín opnun. Það komu 34 á land upp um alla á frá 65 cm upp í 103 cm,” sagði Björn K. Rúnarsson í Vatnsdalnum þar sem veiðin var að byrja fyrir fáum dögum.


23.jún. 2017 - 13:47 Gunnar Bender

Nils heldur sig við tröllin

Nils Flomer Jörgensen heldur áfram að veiða stóra fiska en þvílíkan fisk veiddi hann á Þingvöllum í gærkveldi. Hann setti í á Ion svæðinu 26 punda bolta.


23.jún. 2017 - 13:41 Gunnar Bender

Veisla í opnun Grímsár

,,Þetta er búið að vera meiriháttar í opnun Grímsár. Fyrsta daginn veiddust 40 laxar vítt og breytt um ána,“ sagði Jón Þór Júlíusson við Grímsá í Borgarfirði en veiðin byrjaði þar sannarlega með látum.


22.jún. 2017 - 21:18 Gunnar Bender

Mynd dagsins - líf á bökkum Víðidalsár

Veiðin hefur gengið vel fram að þessu víðast hvar. Eggert Skúlason var á bökkum Víðidalsár með Rögnvaldi Guðmundsson núna í fyrri hluta vikunnar og þeir veiddu vel. 


21.jún. 2017 - 10:26 Gunnar Bender

Góð veiði víðast hvar

,,Það eru allavega komnir 10-12 laxar í Kjósinni í gær og 15  laxar í gær. Aðstæður allar góðar nema kannski of  mikið rok,“ sögðu veiðimenn sem við hittum við Laxá í Kjós undir kvöld en laxveiðin hefur byrjað mjög vel á flest öllum stöðum þar  sem veiðin er byrjuð fyrir alvöru. Bullandi veiði á tveggja ára laxi.


20.jún. 2017 - 11:27 Gunnar Bender

Allir með í soðið í Elliðaánum

Laxveiðin byrjaraði vel í Elliðaánum í morgun enda búnir að sjást laxar fyrir nokkru síðan. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem ætlar aftur í framboð bauð uppá smá ræðuhöld við veiðihúsið þar sem Reykvíkingur ársins var kynntur til sögunnar.
19.jún. 2017 - 21:13 Gunnar Bender

Aldrei séð svona mikið af laxi í Kjósinni

Laxveiðin byrjaði í Laxá Í Kjós í morgun og strax fyrsta hálftímann komu á land þrír laxar, vítt og breytt um ána. Við Kvíslarfossinn var Sigurjón Gunnlaugsson var landa sínum fyrsta laxi í sumar og örugglega ekki þeim síðasta.
19.jún. 2017 - 21:03 Gunnar Bender

Flottir fiskar í Vatnsdalsánni

Silungsveiðin hefur gengið víða  vel, mjög vel og hann Gunnar Ólafur Kristleifsson var á silungsslóðum fyrir skömmu í Vatnsdalsá. Og gefum honum orðið.

17.jún. 2017 - 12:17 Gunnar Bender

Líf og fjör við Haukadalsá

Það var heldur betur líf og fjör við Haukadalsá í Dölum þegar við vorum þar á ferð í gærkvöldi.


16.jún. 2017 - 10:26 Gunnar Bender

Frábær byrjun í Miðfjarðará

Veiðin hófst í Miðfjarðará í gærmorgun og fyrsta daginn veiddust 44 laxar, flestir tveggja ára laxar en einn og einn árs lax.


 

16.jún. 2017 - 10:23 Gunnar Bender

Norðurá heldur ennþá toppsætinu

Hver laxveiðiáin af annarri opnar þessa dagana og laxinn er mættur í þær flestar allar.


 

15.jún. 2017 - 10:09 Gunnar Bender

Veiðimenn halda ekki vatni yfir nýja svæðinu

Veiðin heldur áfram að verða góð á Urriðafossi í Þjórsjá  dag eftir dag. Og fiskurinn er vænn og átökin veruleg í miklu vatni árinnar.Veðrið
Klukkan 18:00
Alskýjað
NNV2
11,6°C
Alskýjað
V3
11,8°C
Alskýjað
Logn
10,1°C
Skýjað
NV5
15,6°C
Heiðskírt
ASA5
14,8°C
Lítils háttar rigning
SA3
12,6°C
Lítils háttar súld
SA2
12,1°C
Spáin
Kristjon Kormakur Guðjonsson
Kristjon Kormakur Guðjonsson - 14.7.2017
Ég barði nauðgarann minn
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 15.7.2017
Undirheimafólkið
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 07.7.2017
Skyldulesning
Björn Jón Bragason
Björn Jón Bragason - 10.7.2017
Versti umhverfissóði landsins
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 08.7.2017
Ábyrgð og samábyrgð
Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson - 08.7.2017
Paradís skotið á frest
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 15.7.2017
Ábyrgðin á óeirðunum 2008–9
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 17.7.2017
Brot úr ræðu á Sumarþingi fólksins
Aðsend grein
Aðsend grein - 10.7.2017
5. akreinin
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 19.7.2017
Enn eitt hneykslismálið
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 16.7.2017
Rógburður þingmanns
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 14.7.2017
Jákvæð teikn á lofti
Magnús Þór Hafsteinsson
Magnús Þór Hafsteinsson - 15.7.2017
Smábátafloti á hverfanda hveli
Arnaldur Máni Finnsson
Arnaldur Máni Finnsson - 15.7.2017
Gömul speki og ný
Fleiri pressupennar