07. des. 2017 - 09:10Gunnar Bender

Skotfélag Reykjavíkur 150 ára

Skotfélag Reykjavíkur bíður til 150 ára afmælisveislu  laugardaginn 9. desember milli 13 og 15 í aðstöðu félagsins í kjallara Egilshallar, Grafarvogi.

Boðið verður upp á kaffi og með því en á sama tíma verður í gangi keppni og verðlaunaafhending í enskum riffli (60 skotum liggjandi).

Vonast er eftir að sem flestir félagsmenn og aðrir velunnarar félagsins sjái sér fært að mæta, taki þátt í afmælisfagnaðinum og fagni þessum tímamótum með okkur.

Reykjavíkur á sér langa sögu í borginni, en það er elsta íþróttafélag landsins og var stofnað 2. júní árið 1867. Fyrstu skotæfingar félagsins fóru fram við tjörnina í Reykjavík en heimildir um skotæfingar við Tjörnina ná enn lengra aftur eða til ársins 1840. Það er því rík hefð fyrir skotfimi í Reykjavík.

Skothúsvegur við Tjörnina í Reykjavík dregur nafn sitt af Skothúsi Skotfélags Reykjavíkur, en skothúsið var reist af skotfélagsmönnum um það leyti sem félagið var stofnað. Húsið stóð u.þ.b. þar sem nú er Tjarnargata 35, og hét þá því formlega nafni "Reykjavigs Skydeforenings Pavillon".

Skothúsið, eins og það var kallað í daglegu tali, var félagsheimili skotfélagsmanna, sem síðar var notað sem íbúðarhús og loks rifið um 1930. Skothúsvegur liggur milli Suðurgötu og Laufásvegar, í austur og vestur, þvert yfir Tjörnina og er að hluta á brú sem var smíðuð árið 1920.

Starfsemin á sér langa forsögu

Starfsemi Skotfélags Reykjavíkur á sér lengri forsögu en frá formlegri stofnum þess 1867.Íslenskir og danskir menn stóðu að stofnun félagsins árið 1867. Fyrir stofnun félagsins voru stundaðar skotæfingar við Tjörnina í Reykjavík frá árinu 1840. Þá voru leyfðar skotæfingar á litlum tanga sem lá út í Tjörnina þar sem Skotfélagsmenn reistu síðar skotvörðu rétt austan við Skothúsið.

Skotfélagsmönnum var gert að skjóta í suður í áttina að Skildinganesi. Skotstefnan var samsíða Suðurgötu í átt að Skerjafirði.Á árunum eftir stofnun félagsins mættu menn reglulega til æfinga í hverri viku og margar keppnir í skotfimi voru haldnar og verðlaun veitt fyrir góðan árangur. Á fyrstu árum félagsins var hefðarbragur á allri starfssemi, enda helstu fyrirmenn bæjarins meðlimir í Skotfélaginu.

Þegar æfingar Skotfélagsins voru haldnar var gefin út viðvörun til bæjarbúa og þeir varaðir við að vera á ferli á melunum og í skotlínu skotmanna, vegna slysahættu af völdum skota. Þannig var háttur á hafður á skotsvæði Skotfélags Reykjavíkur við Skothúsveg að hlaðin var steinvarða við enda skotbrautarinnar og var skotmarki úr timbri stillt upp við hana. Guðmundur, sem var utangarðsmaður í Reykjavík á þessum tíma, hafði þann starfa að standa á bak við vörðuna þegar skotæfingar voru haldnar.

Þegar hlé var gert á skothríðinni fór Guðmundur fram fyrir vörðuna og benti með flaggi á hvar skotin höfðu hitt í skífuna og af þessu fékk hann viðurnefnið "Vísir". Þar sem timbur skotskífur entust illa var síðar tekin í notkun skotskífa úr stáli og sagði Guðmundur Vísir starfi sínu lausu fljótlega eftir það.

Starfsemi félagsins lá að mestu niðri styrjaldarárin og milli stríða, en heimildir eru þó til um keppnir á vegum félagsins frá þeim tíma. Formleg starfsemi Skotfélags Reykjavíkur var síðar endurreist árið 1950.

Að þeim framkvæmdum stóðu kraftmiklir skotfélagsmenn sem reistu grunn að þeirri starfssemi sem Skotfélagið og skotíþróttir á Íslandi búa að í dag. Starfsemi félagsins til útiæfinga hefur síðan 1950 verið í Leirdal við Grafarholt í Reykjavík. Árið 2000 varð sú starfsemi að víkja fyrir íbúðarbyggð Reykvíkinga.

Síðan 1950 hefur Skotfélagið einnig haft fjölbreytta starfsemi á sínum vegum innanhúss á ýmsum stöðum í borginni. Fyrst byrjuðu menn æfingar í kjallara við Laugarveg 116, þar sem Egill Vilhjálmsson hf. var með rekstur. Næst fluttu menn starfsemina í íþróttahúsið á Hálogalandi, þar sem starfsemin blómstraði. Þaðan fluttu SR menn æfingaaðstöðuna í kjallara Laugardalshallar og loks í Baldurshaga í kjallara stúkunnar við Laugardalsvöll, þar sem hægt var að skjóta á 50 metrum.

Í Baldurshaga var mikil gróska í starfinu og m.a. keppti Carl J. Eiríksson, úr Skotfélagi Reykjavíkur, á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992 í Enskri keppni (60skot liggjandi á 50 metrum með riffli).

Framtíðar aðstaðan í Egilshöll

Skotfélag Reykjavíkur varð að víkja með starfsemi sína 1993 úr Baldurshaga og hafði til skamms tíma einungis aðstöðu til bráðabirgða í kjallara Laugardalshallar þar sem eingöngu var æft og keppt með loftbyssum á 10 metrum. Starfsemi félagsins í innigreinum var loks flutt í Egilshöllina í Grafarvogi árið 2004, þar sem félagið hefur reist framtíðar aðstöðu.

Uppbygging skotíþróttarinnar á gamla svæði félagsins í Leirdal var í góðum farvegi og árangur skotmanna í mikilli framför þegar því var lokað árið 2000. Til marks um það tók Alfreð Karl Alfreðsson, úr Skotfélagi Reykjavíkur, þátt á Ólympíuleikunum í Sydney í haglabyssugreininni Skeet sama ár.

Starfsemi félagsins lág niðri í útiskotgreinum um árabil á árunum 2000 til 2007 vegna aðstöðuleysis, en margskonar tafir við framkvæmdir nýs svæðis urðu hjá borgaryfirvöldum sem orsökuðu það. En framtíð Skotfélags Reykjavíkur hefur verið tryggð til framtíðar í Reykjavík með tilkomu inniaðstöðu í Egilshöll og útisvæðis á Álfsnesi.

Á árinu 2004 hófst starfsemi félagsins í innigreinum í nýju skothúsi í Egilshöll, en þar er aðstaða fyrir flestar greinar skotíþrótta, sem stundaðar eru innanhúss, s.s. æfingar og keppnir í skotgreinum á 25- og 50 metra brautum og á 10 metra brautum.

Starfsemi félagsins hófst á nýju útiskotsvæði á Álfsnesi á árinu 2007. Með opnun svæðisins á Álfsnesi er lagður grunnur að miðstöð fyrir alla þá sem stunda skotíþróttir og skotfimi hverskonar. Svæðið er hannað sem íþróttasvæði fyrst og fremst, en einnig er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir skotveiðimenn til æfinga og ekki síst aðstaða fyrir þá sem stunda skotfimi sem tómstundasport.

Á Álfsnesi er skotsvæði sem er löglegt fyrir alþjóðamótahald og er stefnt að því að haldin verði alþjóðaskotmót á svæðinu, s.s. skotgreinar á Smáþjóðaleikum, Norðurlandamót í haglagreinum, Bench-Rest riffilkeppnir osfv. Skotsvæði félagsins á Álfsnesi er heilsárssvæði og þar er aðstaða fyrir skammbyssu-, riffla- og haglabyssugreinar.

Alls fjórir Skeetvellir ásamt Trap og Sportingvöllum eru á svæðinu á Álfsnesi. Riffilvöllur félagsins er einn sinnar tegundar á landinu, en nokkrar nýjungar eru á honum, m.a. í skotskýlinu og á skotbananum, með tilliti til öryggis og aðstöðu fyrir skotmenn. Riffilvöllurinn er einnig hannaður með það fyrir augum að íslendingar geti haldið erlend mót í flestum riffil og skammbyssugreinum. Lengsta færi á riffilvellinum er 300 metrar.

Engin aldurstakmörk eru fyrir inngöngu

Engin aldurstakmörk eru á inngöngu í félagið, en viðkomandi umsækjandi þarf að vera orðinn15 ára til að geta hafið æfingar hjá félaginu með skriflegu samþykki foreldris / forsjáraðila.

Í félaginu hefur verið lagður grunnur að unglingastarfi og nú þegar hafa nokkrir unglingar látið að sér kveða með glæsilegum árangri í loftbyssugreinum.

Skotfélag Reykjavíkur hefur átt þrjá fulltrúa á Ólympíuleikum, Carl J. Eiríksson í Enskum Riffli 1992, Alfreð Karl Alfreðsson í Skeet 2000 og Ásgeir Sigurgeirsson í Frjálsri Skammbyssu og Loftskammbyssu 2012.

Skotfélag Reykjavíkur er í auknum samskiptum við erlend skotfélög og verður mótahald með erlendum keppendum meira áberandi í framtíðinni en hingað til á völlum félagsins, sem væntanlega mun skila reynslu og þekkingu í auknu mæli til skotíþróttafólks hér heima.

 

 


22.mar. 2018 - 10:40 Gunnar Bender

Þrír stórlaxar sluppu af

,,Þetta gekk frábærlega en við fengum 7 laxa frá 9 uppí 24 pund hérna í Skotlandi, í River Dee ánni,“ sagði Reynir M Sigmundsson, sem var á veiðislóðum með Árna Baldurssyni. En Árni veiddi þann stærsta 24 punda en þeir voru að hætta veiðum í gærkveldi þegar við heyrum í þeim.

22.mar. 2018 - 10:37 Gunnar Bender

Íslenska fluguveiðisýningin tókst vel

,,Þessi  sýning tók vel og mætingin var flott,“ sagði Þröstur Elliðason hjá Strengjum sem var  einn af þeim fjölmörgu sem var að sýna á Íslensku  flugusýningunni sem var haldin í gær og verður árlega hér eftir því sem við höfum við hlerað.
21.mar. 2018 - 13:17 Gunnar Bender

Gæti orðið veisla

Það styttist í opnun Leirár í Leirársveit. Það er kominn mikill spenningur í flesta veiðimenn enda orðið veiðilegt í blíðu undanfarinna vikna.

21.mar. 2018 - 13:12 Gunnar Bender

Formaðurinn heldur uppi endalausum áróðri

Jón Þór Ólason nýkjörinn formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur hundskammar Einar K Guðfinnsson í Fréttablaðinu í dag og segir hann áróðursmeistara laxeldismanna sem þiggi góð laun fyrir að halda uppí endalausum áróðri.


19.mar. 2018 - 10:03 Gunnar Bender

Dráp á vorfiski liðin tíð

Sjóbirtingsveiðin byrjar  eftir nokkra daga, tíðarfarið hefur verið gott og veiðin gæti byrjað frábærlega. Sjaldan hefur staðan með veðurfarið verið eins gott og núna í byrjun.
19.mar. 2018 - 09:58 Gunnar Bender

Fluguveiðisýningin er upphafið á sumrinu

Íslenska fluguveiðisýningin verður haldin á miðvikudaginn kemur, 21. mars,  í Háskólabíói og síðan árlega eftir það.
16.mar. 2018 - 11:16 Gunnar Bender

Spennan og upplifunin magnast - mynd dagsins

Það styttist í laxveiðitímann en fyrsti vorboðinn er sjóbirtingurinn og svo kemur laxinn sem allir veiðimenn bíða spenntir eftir.

14.mar. 2018 - 11:22 Gunnar Bender

Veiðisafnið á Stokkseyri – Byssusýningin 2018

Árleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri sem í ár verður í samvinnu við Gallery Byssur/Byssusmiðju Agnars verður haldin laugardaginn 17. Og sunnudaginn 18. mars 2018 frá kl. 11–18 í húsakynnum Veiðisafnsins, Eyrarbraut 49 Stokkseyri.


13.mar. 2018 - 14:25 Gunnar Bender

Hítará á leiðinni í útboð

Veiðifélag Hítará óskar eftir tilboðum í Hítará, Grjótá , Tálma og Hítarvatn, sem sagt allt vatnasvæðið fyrir árið 2019 til 2022 að öllum ánum og vatninu meðtöldu. Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur haft þetta svæði nema vatnið síðan elstu menn muna.


 

13.mar. 2018 - 14:16 Gunnar Bender

Bleikjan hefur verið að gefa sig á Mývatni

,,Dorgveiði er skemmtileg og ekki spillir frábært veður fyrir,“ sagði Helgi Héðinsson á Geiteyjarströnd við Mývatni  í samtali við Veiðipressuna.

 

 

12.mar. 2018 - 10:47 Gunnar Bender

Klaki við klaka á Hrútafjarðará

Snjórinn er að hverfa víða en á mynd dagsins er klaki við klaka á Hrútafjarðaránni fyrir neðan brúna, þúsundir klaka.
08.mar. 2018 - 12:41 Gunnar Bender

Málstofa og pallborðsumræður á fluguveðisýningunni

Á Íslensku flugu veiðisýningunni í Háskólabíói 21. mars k. verður haldin málstofa og pallborðsumræður um áhrif sjókvíaeldis á náttúruna og mögulegar aðrar leiðir til eldis.


08.mar. 2018 - 12:28 Gunnar Bender

Veiðiferð á Grænlandi – rosalega skemmtilegt ævintýri

,,Það er ansi kalt hérna á norðvestur Grænlandi. Hitinn er um mínus 25-30 gráður svo manni er frekar kalt þó maður sé vel klæddur,“ sagði Stefán Sigurðsson er við heyrum í honum í gærkveldi í skítakulda á Grænlandi.
07.mar. 2018 - 12:06 Gunnar Bender

Veiða.is býður uppá fjölbreytt úrval veiðileyfa

Við heyrðum í eiganda veiðileyfavefsins Veiða.is, Kristni Ingólfssyni. Veiða.is er einn stærsti veiðileyfavefur landsins, m.a. með fleiri veiðisvæði í sölu heldur en SVFR og einnig Lax-á
05.mar. 2018 - 09:53 Gunnar Bender

Gæti orðið flott byrjun í sjóbirtingnum

Það styttist allt verulega í að sjóbirtingurinn byrji, ekki nema 25 dagar að veiðin byrji.


 

05.mar. 2018 - 09:48 Gunnar Bender

Mynd dagsins - ísinn farinn af á nokkrum dögum

Svona er staðan á Elliðavatni um helgina og eins og sjá má er ísinn er farin af vatninu á stórum hluta.
01.mar. 2018 - 12:28 Gunnar Bender

Iron Fly verður á fluguveiðisýningunni

Iron Fly er óhefðbundin fluguhnýtingakeppni frá Bandaríkjunum sem á sér enga líka. Tilgangur keppninnar er að skemmta sér og að innleiða nýtt fólk inn í sportið.


28.feb. 2018 - 10:20 Gunnar Bender

Sama vandamálið nema rigni

,,Auðvitað erum við að lenda í sama vandamálinu aftur og aftur. Snjórinn er að hverfa á stórum hluta landsins. Ég var vestur í Dölum og snjórinn hvarf á stuttum tíma. Þetta er að gerast ár eftir,“ sagði veiðimaður sem var að skoða stöðuna við Laxá í Dölum og Haukadalsá.
25.feb. 2018 - 09:31 Gunnar Bender

Biðin getur verið erfið - mynd dagsins

Mynd dagsins sýnir veiðimenn að kasta flugunni þó vökin sé ekki stór á ánni. Biðin styttist með hverjum deginum að veiðin byrji. Þessi veiðimaður var við æfingar  í fyrradag enda allt að koma, dagarnir eru ekki nema 40 dagar þangað til veiðin byrjar af krafti. Reyndar verra að hafa litla sem enga vök.
Mynd Hlynur.


25.feb. 2018 - 09:26 Gunnar Bender

Slapp eldisfiskur úr kvíunum?

Gat við gat,  sýnir svo ekki fer á milli mála að fiskurinn getur synt í þúsundum út úr kvíunum hjá Arnarlaxi og fleiri fyrirtækum  hérlendis. Hver heilvita maður getur séð þetta svart á hvítu með þessum myndum sem fylgja fréttinni.


25.feb. 2018 - 09:23 Gunnar Bender

Jón Þór nýr formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur

Á aðalfundi SVFR í gær var Jón Þór Ólason kjörinn formaður félagsins. Auk venjulegra aðalfundarstarfa var Edda Dungal sæmd gullmerki félagsins og er hún vel að því komin. Fimm sóttust eftir þremur stjórnarsætum og náðu kjöri þeir Hrannar Pétursson sem kemur nýr inn í stjórnina,  Rögnvaldur Örn Jónsson og Hörður Birgir Hafsteinsson. Þorsteinn Ólafs tók þessar myndir fyrir okkur á fundinum í gær.
21.feb. 2018 - 09:34 Gunnar Bender

Landssamband veiðifélaga krefjast stjórnsýsluúttektar á MAST

Landssamband veiðifélaga hefur skrifað Kristjáni Þór Júlíussyni ráðherra bréf þar sem þess er krafist að fram fari stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar með sjókvíaeldi á laxi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landssambandi veiðifélaga


21.feb. 2018 - 09:30 Gunnar Bender

Aðalfundur og utankjörfundarkosning

Við minnum á að Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur verður haldinn laugardaginn 24. febrúar næstkomandi í Sal Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1 og hefst kl. 16:00. 


17.feb. 2018 - 12:38 Gunnar Bender

Íslenska fluguveiðisýningin 2018

Íslenska fluguveiðisýningin verður haldin þann 21. mars næstkomandi í Háskólabíói og er síðan stefnan að halda hana síðan árlega.


17.feb. 2018 - 12:31 Gunnar Bender

Dorgveiði gengur víða vel

,,Við höfum farið nokkrum sinnum í vetur  eins og uppí Svínadal ítvo vötn þar og fengum nokkra fiska. Þetta er afskaplega gaman en Ísinn er mjög þykkur þessa dagana,“ sagði veiðimaður sem við heyrum í en dorgveiðin hefur víða gengið vel.
16.feb. 2018 - 10:38 Gunnar Bender

Biðin styttist með hverjum deginum sem líður

,,Þetta er allt að koma, biðin styttist með hverjum deginum,“ sagði veiðimaður sem ég hitti í dyrunum á Vesturröst.16.feb. 2018 - 10:31 Gunnar Bender

Stórfiskur upp á vegg – mynd dagsins

Mynd dagsins er tekin í Minnivallarlæk og er af boltaurriða sem María Gunnarsdóttir tók í veiðihúsinu fyrir skömmu en þar á veggnum er þeir nokkrir stórir, bolta fiskarmir.  Og sjón er sögu ríkari.


13.feb. 2018 - 09:51 Gunnar Bender

Veiðidellan kom eftir maríulaxinn í Langá á Mýrum

 ,,Ég vil taka þátt í því að efla, styrkja og stækka Stangveiðifélag Reykjavíkur. Þess vegna býð ég mig fram til setu í stjórn félagsins," segir Hrannar Pétursson, en ný stjórn verður kjörin á aðalfundi þann 24. febrúar.
12.feb. 2018 - 11:19 Gunnar Bender

Jón Þór Ólason næsti formaður

Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur verður haldinn þann 24. febrúar 2018. Fundurinn fer fram í Sal Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1  og hefst kl. 16:00.
08.feb. 2018 - 14:27 Gunnar Bender

Jón Þór Ólason býður sig fram til formanns í SVFR

Jón Þór Ólason hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur á næsta aðalfundi félagsins.  Árni Friðleifsson sem gengt hefur formennsku í félaginu sl. fjögur ár ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku.


08.feb. 2018 - 13:07 Gunnar Bender

Árni gefur ekki kost sér til áframhaldandi formennsku

Árni Friðleifsson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, hefur  ákveðið að stíga til hliðar og mun ekki gefa kost á sér til formennsku áfram á aðalfundi sem verður 24. febrúar n.k.


05.feb. 2018 - 21:38 Gunnar Bender

Tugþúsundir laxa dauðir á bryggjunni á Djúpavogi

,,Þetta var hrikaleg sjón sem blasti við þeim sem vildu sjá um helgina, tugþúsundir dauða laxa á bryggjunni á Djúpavogi, ker við ker,“ sagði vegfarandi sem kom af að dauða laxinum á bryggjunni


05.feb. 2018 - 09:59 Gunnar Bender

Áki Ármann nýr formaður Skotfélags Íslands

Áki Ármann Jónsson var kosinn nýr formaður félagsins á aðalfundi Skotveiðifélags Íslands. Áki Ármann er líffræðingur að mennt og var Veiðistjóri frá 1998-2003 og síðar sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun 2003-2017.


04.feb. 2018 - 21:47 Gunnar Bender

Tvö Íslandsmet WOW á mótinu

Skotíþróttakeppni WOW Reykjavik International Games fór fram í Egilshöllinni í gær. Keppt var í opnum flokki með annarsvegar loftskammbyssu og hinsvegar með loftriffli.
31.jan. 2018 - 14:25 Gunnar Bender

Margir mættu til að skoða nýja möguleika

,,Já, það var mjög góð mæting,“ sagði Ólafur Vigfússon í Veiðihorninu en í gærkveldi var kynning  á veiðum í suðrænum sjó.


31.jan. 2018 - 14:21 Gunnar Bender

Bubbi getur ekki beðið frekar en aðrir

Bið veiðimanna eftir sumrinu getur verið erfið. Menn hnýta flugur og segja veiðisögur til að stytta biðina. Stangaveiðifélög hafa opin hús og þar er boðið uppá ýmislegt fyrir veiðimenn á öllum aldri. 
30.jan. 2018 - 13:39 Gunnar Bender

Fluguveiði í suðrænum sjó hjá Veiðihorninu í kvöld

Í kvöld verður kynning á fluguveiði í suðrænum sjó meðal annars í Veiðihorninu í Síðumúla og verður boðið uppá góða skemmtun.


29.jan. 2018 - 20:34 Gunnar Bender

Styttist í sjóbirtinginn

,,Þetta styttist allt, sjóbirtingurinn byrjar rétt 60 dagar svo biðin styttist ist með hverjum deginum,“ sagði veiðimaðurinn  þegar veiði bar á góma.
23.jan. 2018 - 09:22 Gunnar Bender

Strengir bjóða veiðimönnum upp á frían bíl

Mörgum að sunnan þykir langt að fara austur í Breiðdalsá og Jöklu enda fjarlægð frá höfuðborginni á bilinu 600-700 km í þessar ár.


23.jan. 2018 - 09:13 Gunnar Bender

Ótrúleg skemmdastarfsemi

Ein og ein vök var á Elliðavatni í gærdag en annars er vatnið að mestu ísalagt. Töluvert frost hefur verið upp á síðkastið engin var sjáanlegur við dorg á vatninu í gær.


19.jan. 2018 - 10:33 Gunnar Bender

Er sjóbirtingurinn að færa sig í fleiri ár?

Sjóbirtingsveiðin var frábær í haust á Suðurlandi og víða, eins og í Laxá í Kjós og fleiri veiðiám á því svæði.


18.jan. 2018 - 10:14 Gunnar Bender

Kuldalegt við Laxá í Kjós

Það var kuldalegt við Laxá í Kjós í gær, ein og ein önd á straumi árinnar. Það er ekki mikill sn jór í Kjósinni, mest bara klaki. En þetta er mynd dagsins hjá okkur, biðin styttist eftir veiðitímanum með hverjum deginum.  Mynd G.Bender

 

16.jan. 2018 - 12:19 Gunnar Bender

Sama verð á veiðileyfum í Hörðudalsá

,,Við erum að byrja að selja í Hörðudalsá næsta sumar og það er sama verð á veiðileyfum og hefur verið síðustu árin. Enginn hækkun,“ sagði Níels Olgeirsson á Seljalandi í Hörðudal,  en þar eiga margir sína föstu daga í ánni ár eftir ár.


16.jan. 2018 - 12:15 Gunnar Bender

Mynd dagsins- sumar sluppu

Rjúpnaveiðitímabilinu er lokið fyrir nokkru og gekk mjög vel. Og ekki voru allar rjúpurnar skotnar, nokkrar sluppu. Þessa flottu mynd tók María Gunnarsdóttir uppí Borgarfirði og er mynd dagsins hjá okkur. Mynd. María Gunnarsóttir

14.jan. 2018 - 16:45 Gunnar Bender

Sama vandamálið ár eftir ár

Það var ekki mikill snjór í Norðurárdalnum í gær þegar rennt var þangað.  Langleiðina  upp af Króki í Norðurdal en aðeins var byrjað að að élja og aðeins hefur bætt í.
12.jan. 2018 - 16:04 Gunnar Bender

Loksins á að sýna veiðiþættina

Margir hafa beðið eftir veiðiþáttunum þeirra  Gunna og Ásmundar Helgasona sem átti að sýna í fyrra í Ríkisútvarpið en ekkert varð af.


10.jan. 2018 - 13:29 Gunnar Bender

Urriðafoss ævintýri líkast

Óhætt er að segja að samstarfsverkefni landeiganda og Iceland Outfitters í Urriðafossi sé ævintýri líkast.  Stangveiðin hófst með miklum krafti frá fyrsta degi og fram í miðjan júlí voru nánast allir að veiða kvótann og margir þegar snemma dags. Veitt var á 2 stangir 2017 og veiddust 755 laxar. 
06.jan. 2018 - 16:45 Gunnar Bender

Börn hvött til að stunda stangveiði í Danmörku

Í grunnskólanum í Skive í Danmörku er stór auglýsing uppá vegg skólans þar sem nemendur skólans eru hvattir meðal annars til stunda útiveru, stangveiði og hestamennsku. Mynd er af veiðimanni með stóran lax.


06.jan. 2018 - 16:39 Gunnar Bender

Fátt um fína drætti

,,Ég var að kanna stöðuna með veiðiár næsta sumar og það virðist bara engin vera laus núna. Mér var sagt að einhver möguleiki færi á Hítará en tíminn verður bara að leiða það í ljós,“ sagði veiðimaður sem var að skoða með veiðiá fyrir sig og veiðifélagana.


03.jan. 2018 - 09:43 Gunnar Bender

Stangaveiðifélag Keflavíkur áfram með Geirlandsá

Lítið hefur heyrst af niðurstöðu á útboðsmálum Geirlandsá  í V-Skaftafellsýslu um langa hríð  en nokkur tilboð bárust  í ána og samkvæmt okkar heimildum átti Stangaveiðifélag Keflavíkur hæsta tilboð enda félagið búið að vera með ána síðan elstu menn muna. Veðrið
Klukkan 00:00
Léttskýjað
NNV4
-0,1°C
Heiðskírt
Logn
-3,1°C
Lítils háttar snjókoma
V5
-1,0°C
Léttskýjað
SA1
-1,3°C
Logn
-1,1°C
Heiðskírt
Logn
1,6°C
Léttskýjað
N7
-1,0°C
Spáin
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.3.2018
Klæðast eins og niðursetningar í þingsal
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.2.2018
Af högum mínum: Svar til blaðamanns
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.3.2018
Já, það er komið Vor í verkó!
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.3.2018
Stöðugleikasáttmáli alþýðunnar
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Þrír hugsjónamenn gegn alræði
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.3.2018
Hádeisverður í Stellenbosch
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Böðullinn drepur alltaf tvisvar
Fleiri pressupennar