07. des. 2017 - 09:10Gunnar Bender

Skotfélag Reykjavíkur 150 ára

Skotfélag Reykjavíkur bíður til 150 ára afmælisveislu  laugardaginn 9. desember milli 13 og 15 í aðstöðu félagsins í kjallara Egilshallar, Grafarvogi.

Boðið verður upp á kaffi og með því en á sama tíma verður í gangi keppni og verðlaunaafhending í enskum riffli (60 skotum liggjandi).

Vonast er eftir að sem flestir félagsmenn og aðrir velunnarar félagsins sjái sér fært að mæta, taki þátt í afmælisfagnaðinum og fagni þessum tímamótum með okkur.

Reykjavíkur á sér langa sögu í borginni, en það er elsta íþróttafélag landsins og var stofnað 2. júní árið 1867. Fyrstu skotæfingar félagsins fóru fram við tjörnina í Reykjavík en heimildir um skotæfingar við Tjörnina ná enn lengra aftur eða til ársins 1840. Það er því rík hefð fyrir skotfimi í Reykjavík.

Skothúsvegur við Tjörnina í Reykjavík dregur nafn sitt af Skothúsi Skotfélags Reykjavíkur, en skothúsið var reist af skotfélagsmönnum um það leyti sem félagið var stofnað. Húsið stóð u.þ.b. þar sem nú er Tjarnargata 35, og hét þá því formlega nafni "Reykjavigs Skydeforenings Pavillon".

Skothúsið, eins og það var kallað í daglegu tali, var félagsheimili skotfélagsmanna, sem síðar var notað sem íbúðarhús og loks rifið um 1930. Skothúsvegur liggur milli Suðurgötu og Laufásvegar, í austur og vestur, þvert yfir Tjörnina og er að hluta á brú sem var smíðuð árið 1920.

Starfsemin á sér langa forsögu

Starfsemi Skotfélags Reykjavíkur á sér lengri forsögu en frá formlegri stofnum þess 1867.Íslenskir og danskir menn stóðu að stofnun félagsins árið 1867. Fyrir stofnun félagsins voru stundaðar skotæfingar við Tjörnina í Reykjavík frá árinu 1840. Þá voru leyfðar skotæfingar á litlum tanga sem lá út í Tjörnina þar sem Skotfélagsmenn reistu síðar skotvörðu rétt austan við Skothúsið.

Skotfélagsmönnum var gert að skjóta í suður í áttina að Skildinganesi. Skotstefnan var samsíða Suðurgötu í átt að Skerjafirði.Á árunum eftir stofnun félagsins mættu menn reglulega til æfinga í hverri viku og margar keppnir í skotfimi voru haldnar og verðlaun veitt fyrir góðan árangur. Á fyrstu árum félagsins var hefðarbragur á allri starfssemi, enda helstu fyrirmenn bæjarins meðlimir í Skotfélaginu.

Þegar æfingar Skotfélagsins voru haldnar var gefin út viðvörun til bæjarbúa og þeir varaðir við að vera á ferli á melunum og í skotlínu skotmanna, vegna slysahættu af völdum skota. Þannig var háttur á hafður á skotsvæði Skotfélags Reykjavíkur við Skothúsveg að hlaðin var steinvarða við enda skotbrautarinnar og var skotmarki úr timbri stillt upp við hana. Guðmundur, sem var utangarðsmaður í Reykjavík á þessum tíma, hafði þann starfa að standa á bak við vörðuna þegar skotæfingar voru haldnar.

Þegar hlé var gert á skothríðinni fór Guðmundur fram fyrir vörðuna og benti með flaggi á hvar skotin höfðu hitt í skífuna og af þessu fékk hann viðurnefnið "Vísir". Þar sem timbur skotskífur entust illa var síðar tekin í notkun skotskífa úr stáli og sagði Guðmundur Vísir starfi sínu lausu fljótlega eftir það.

Starfsemi félagsins lá að mestu niðri styrjaldarárin og milli stríða, en heimildir eru þó til um keppnir á vegum félagsins frá þeim tíma. Formleg starfsemi Skotfélags Reykjavíkur var síðar endurreist árið 1950.

Að þeim framkvæmdum stóðu kraftmiklir skotfélagsmenn sem reistu grunn að þeirri starfssemi sem Skotfélagið og skotíþróttir á Íslandi búa að í dag. Starfsemi félagsins til útiæfinga hefur síðan 1950 verið í Leirdal við Grafarholt í Reykjavík. Árið 2000 varð sú starfsemi að víkja fyrir íbúðarbyggð Reykvíkinga.

Síðan 1950 hefur Skotfélagið einnig haft fjölbreytta starfsemi á sínum vegum innanhúss á ýmsum stöðum í borginni. Fyrst byrjuðu menn æfingar í kjallara við Laugarveg 116, þar sem Egill Vilhjálmsson hf. var með rekstur. Næst fluttu menn starfsemina í íþróttahúsið á Hálogalandi, þar sem starfsemin blómstraði. Þaðan fluttu SR menn æfingaaðstöðuna í kjallara Laugardalshallar og loks í Baldurshaga í kjallara stúkunnar við Laugardalsvöll, þar sem hægt var að skjóta á 50 metrum.

Í Baldurshaga var mikil gróska í starfinu og m.a. keppti Carl J. Eiríksson, úr Skotfélagi Reykjavíkur, á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992 í Enskri keppni (60skot liggjandi á 50 metrum með riffli).

Framtíðar aðstaðan í Egilshöll

Skotfélag Reykjavíkur varð að víkja með starfsemi sína 1993 úr Baldurshaga og hafði til skamms tíma einungis aðstöðu til bráðabirgða í kjallara Laugardalshallar þar sem eingöngu var æft og keppt með loftbyssum á 10 metrum. Starfsemi félagsins í innigreinum var loks flutt í Egilshöllina í Grafarvogi árið 2004, þar sem félagið hefur reist framtíðar aðstöðu.

Uppbygging skotíþróttarinnar á gamla svæði félagsins í Leirdal var í góðum farvegi og árangur skotmanna í mikilli framför þegar því var lokað árið 2000. Til marks um það tók Alfreð Karl Alfreðsson, úr Skotfélagi Reykjavíkur, þátt á Ólympíuleikunum í Sydney í haglabyssugreininni Skeet sama ár.

Starfsemi félagsins lág niðri í útiskotgreinum um árabil á árunum 2000 til 2007 vegna aðstöðuleysis, en margskonar tafir við framkvæmdir nýs svæðis urðu hjá borgaryfirvöldum sem orsökuðu það. En framtíð Skotfélags Reykjavíkur hefur verið tryggð til framtíðar í Reykjavík með tilkomu inniaðstöðu í Egilshöll og útisvæðis á Álfsnesi.

Á árinu 2004 hófst starfsemi félagsins í innigreinum í nýju skothúsi í Egilshöll, en þar er aðstaða fyrir flestar greinar skotíþrótta, sem stundaðar eru innanhúss, s.s. æfingar og keppnir í skotgreinum á 25- og 50 metra brautum og á 10 metra brautum.

Starfsemi félagsins hófst á nýju útiskotsvæði á Álfsnesi á árinu 2007. Með opnun svæðisins á Álfsnesi er lagður grunnur að miðstöð fyrir alla þá sem stunda skotíþróttir og skotfimi hverskonar. Svæðið er hannað sem íþróttasvæði fyrst og fremst, en einnig er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir skotveiðimenn til æfinga og ekki síst aðstaða fyrir þá sem stunda skotfimi sem tómstundasport.

Á Álfsnesi er skotsvæði sem er löglegt fyrir alþjóðamótahald og er stefnt að því að haldin verði alþjóðaskotmót á svæðinu, s.s. skotgreinar á Smáþjóðaleikum, Norðurlandamót í haglagreinum, Bench-Rest riffilkeppnir osfv. Skotsvæði félagsins á Álfsnesi er heilsárssvæði og þar er aðstaða fyrir skammbyssu-, riffla- og haglabyssugreinar.

Alls fjórir Skeetvellir ásamt Trap og Sportingvöllum eru á svæðinu á Álfsnesi. Riffilvöllur félagsins er einn sinnar tegundar á landinu, en nokkrar nýjungar eru á honum, m.a. í skotskýlinu og á skotbananum, með tilliti til öryggis og aðstöðu fyrir skotmenn. Riffilvöllurinn er einnig hannaður með það fyrir augum að íslendingar geti haldið erlend mót í flestum riffil og skammbyssugreinum. Lengsta færi á riffilvellinum er 300 metrar.

Engin aldurstakmörk eru fyrir inngöngu

Engin aldurstakmörk eru á inngöngu í félagið, en viðkomandi umsækjandi þarf að vera orðinn15 ára til að geta hafið æfingar hjá félaginu með skriflegu samþykki foreldris / forsjáraðila.

Í félaginu hefur verið lagður grunnur að unglingastarfi og nú þegar hafa nokkrir unglingar látið að sér kveða með glæsilegum árangri í loftbyssugreinum.

Skotfélag Reykjavíkur hefur átt þrjá fulltrúa á Ólympíuleikum, Carl J. Eiríksson í Enskum Riffli 1992, Alfreð Karl Alfreðsson í Skeet 2000 og Ásgeir Sigurgeirsson í Frjálsri Skammbyssu og Loftskammbyssu 2012.

Skotfélag Reykjavíkur er í auknum samskiptum við erlend skotfélög og verður mótahald með erlendum keppendum meira áberandi í framtíðinni en hingað til á völlum félagsins, sem væntanlega mun skila reynslu og þekkingu í auknu mæli til skotíþróttafólks hér heima.

 

 


11.des. 2017 - 09:15 Gunnar Bender

Nokkrir að dorga á Meðalfellsvatni

Dorgveiðimenn hafa allir færst í aukana eftir að vötnin frusu aftur eftir smá hlýindi um daginn enda  6 til 10 stiga frost dag eftir dag. Og nokkrir voru að veiða í gegnum ís á Meðalfellsvatni um helgina og þá sérstaklega á laugardaginn.


05.des. 2017 - 14:24 Gunnar Bender

Fín aðsókn hjá Ármönnum

Varðandi frétt á Veiðipressunni um dræma aðsókn að opnu húsi hjá SVFR og þá fullyrðingu sem kemur fram í fréttinni að þetta eigi við um öll félögin, þá vill Kristján Friðriksson, formaður Ármanna, koma á eftirfarandi ábendingu á framfæri.
03.des. 2017 - 22:32 Gunnar Bender

Dýrðin stóð ekki lengi yfir

,,Ég fór einu sinni að dorga og veiddi nokkra fiska en þetta er búið í bili. Meðalfellsvatnið er að verða íslaust.


03.des. 2017 - 22:28 Gunnar Bender

Fáir á Opnu húsi

,,Þetta var allt í lagi en fáir sem mættu, sem var miður,“ sagðir okkar maður á Opna húsinu hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur á föstudagskvöldið og dæsti.
30.nóv. 2017 - 10:03 Gunnar Bender

Fyrsta opna hús vetrarins hjá SVFR

Þá er loksins komið að fyrsta opna hús vetrarins hjá Stangaveiðifélagi Reykjavikur en það verður haldið þann 1. desember n.k. á hefðbundnum stað í Rafveituheimilinu.


30.nóv. 2017 - 09:57 Gunnar Bender

,,Við áttum góðan stund saman"

 ,,Það gekk yfir leiðindaveður á fyrsta opna húsinu okkar en samt mættu þó nokkrir og þarna voru sagðar veiðisögur,“ sagði Guðrún Una Jónsdóttir formaður Stangaveiðifélag Akureyrar. Félagið hefur verið duglegt að halda opin hús fyrir veiðimenn á hverju vetri þegar græjurnar eru flestar uppá hillu.
27.nóv. 2017 - 10:56 Gunnar Bender

Dorgveiði – meiriháttar gaman

Fyrir helgina sögðum við frá að hægt væri hægt að dorga á vötnunum, ísinn væri orðinn traustur, bara fara varlega samt. Það verður alltaf að skoða aðstæður við vötnin. Og við heyrum í veiðimanna sem fór út á Snæfellsnes til veiða.


24.nóv. 2017 - 13:35 Gunnar Bender

Hægt að byrja dorgveiði

Margir veiðimenn eru friðlausir og geta ekki beðið næsta vors. Þó nokkur hópur veiðimanna stundar dorgveiði víða á vötnum kringum landið og tíminn er að byrja. Það hefur verið víða frost og vötnin leggur vel þessa dagana.


23.nóv. 2017 - 11:41 Gunnar Bender

Heildarveiðin líklega nærri 45 þúsund rjúpur

Rjúpnaveiðitíminn gekk ágætlega, flestir fengu í jólamatinn og einhverjir meira. Erfitt er að segja til hvað mikið hafi verið skotið af fugli, talað var um það fyrir tímabilið að líklega yrðu skotnar kringum 50 þúsund fuglar en það mátti veiða fjórar helgar í röð.


20.nóv. 2017 - 15:20 Gunnar Bender

Góðu rjúpnaveiðitímabili lokið

Rjúpnaveiðinni er lokið þetta árið og gekk vel, margir fengu vel í soðið og meira en það. Við heyrðum í veiðimönnum í gær og flestir sem við heyrðum í höfðu fengið eitthvað. Það var aðeins kaldara og komin snjór víða,  bara aðeins betra fyrir rjúpuna.
19.nóv. 2017 - 14:15 Gunnar Bender

Veiðikortið 2018 að koma út

,,Það er verið er að leggja lokahönd á útgáfu Veiðikortsins 2018 og mun það koma út um næstu mánaðarmót,“  sagði Ingimundur Bergsson hjá Veiðikortinu.
19.nóv. 2017 - 14:05 Gunnar Bender

Engar veiðibækur fyrir þessi jól

Það er skrítið en svo virðist sem að enginn veiðibók líti dagsins fyrir komandi jól.  Yfirleitt hafa komið út ein til tvær bækur en ekki fyrir jólin núna þegar rýnt er í bókatíðindi.


17.nóv. 2017 - 13:05 Gunnar Bender

Óeðlilegar sveiflur í Hlíðarvatni

Flugufréttir birta ansi athyglisverðan lista í dag um sveiflur á veiðinni í Hlíðarvatni í Selvogi frá árinu 2000 og þar kemur margt fróðlegt í ljós.

16.nóv. 2017 - 11:21 Gunnar Bender

,,Flott að fá nokkra fugla í jólamatinn“

,,Við ætlum að reyna að ná í jólamatinn, fórum fyrstu helgina, en það gekk róleg. Þetta var rosalegur labbitúr, líklega um 30 km,“ sagði skotveiðimaður sem aðeins fékk fjórar rjúpur fyrstu helgina og vantar allavega 5-6 í viðbót.


14.nóv. 2017 - 12:54 Gunnar Bender

Veiðileyfin lækka í Breiðdalsá

Verð laxveiðileyfa verða lækkuð í Breiðdalsá og efri svæðum Jöklu og óhætt að segja að þau séu í hóflegri kantinum miðað við margar aðrar veiðiár.  En aðeins veiddust 106 laxar í Í Breiðdalsá  í sumar en kíkjum aðeins á stöðuna eftir sumarið hjá Strengjum.


14.nóv. 2017 - 12:50 Gunnar Bender

Villibráðarhátíð SVFK

Villibráðarhátíð SVFK verður haldin laugardaginn 18. nóvember í Oddfellow húsinu Grófinni 6. 


12.nóv. 2017 - 12:26 Gunnar Bender

Rjúpnaveiðin gekk vel um helgina

,,Ég fór aðeins um helgina og var stutt, fékk nokkra fugla,“ sagði Steinar Ágústsson á Reyðarfirði sem er einn af þeim fjölmörgu sem fór til rjúpna um helgina.


12.nóv. 2017 - 12:22 Gunnar Bender

Hvað varð um laxinn?

Sumarið í sumar gaf minni laxveiði en menn áttu von á. Annað árið í röð kemur eins árs laxinn ekki nema í mjög litlu mæli. Það veiddust mun  færri laxar en menn áttu von á. Hvað veldur þessu ár eftir ár að smálaxinn skilar sér ekki veldur fiskifræðingum og veiðimönnum miklum áhyggjum.


10.nóv. 2017 - 14:52 Gunnar Bender

Þriðja helgi á rjúpu – víða hefur snjóað

Það hefur kólnað og og víða hefur snjóað. Það þýðir að rjúpan nær að fela sig betur en áður. Strax í morgunsárið fóru veiðimenn til rjúpna enda ekki eftir neinu að bíða. Dagurinn er stuttur eins gott að nota tímann.
07.nóv. 2017 - 10:46 Gunnar Bender

Gæsin orðin vel feit

Við heyrðum í Sigvalda Jóhannessyni eða Silla Kokk eins og hann er kallaður sem var að koma af veiðum með félögum sínum ofan af Melum í gær með þessa fínu veiði.


06.nóv. 2017 - 12:36 Gunnar Bender

,,Auðvitað eiga menn að vera skynsamir“

,,Við tókum föstudaginn og laugardaginn með látum en slepptum sunnudeginum enda var veðurspáin það slæm.  Heyrði í veiðimönnum sem gerðu nákvæmlega það sama,“ sagði rjúpnaveiðimaður sem forðaði sér áður en versta veðrið skall á.

05.nóv. 2017 - 10:29 Gunnar Bender

Mikið labb – fáir fuglar

,,Við fórum fyrstu helgina og fengum fína veiði, núna var þetta miklu miklu minna og meira labb. En útiveran er góð,“ sagði einn af þeim mörgu sem fór á rjúpu í gær en afraksturinn var ekki mikill.


04.nóv. 2017 - 11:09 Gunnar Bender

Skaut bleikju á rjúpu

Það er ýmislegt sem menn lenda í þegar gengið er til rjúpna þessa dagana. Gylfi Jón Gylfason fékk ,,ýmislegt,,  á rjúpunni í gær. Við heyrðum aðeins í honum með veiðina og aflann.
04.nóv. 2017 - 11:06 Gunnar Bender

Full ástæða til að sýna hófsemi

Rjúpnaveiðin byrjaði bara vel,  menn voru að fá fína veiði  um síðustu helgi og núna er önnur helgin að ganga í garð sem má skjóta.  Enda fóru menn strax í morgunsárið í gærmorgun á rjúpu.


02.nóv. 2017 - 14:18 Gunnar Bender

Straumfjarðará til Stangaveiðifélags Reykjavíkur

Þann 1. nóvember voru undirritaðir samningar á milli Veiðifélags Straumfjarðarár og Stangaveiðifélags Reykjavíkur um leigu á veiðirétti í Straumfjarðará frá árinu 2018 til og með 2022.


01.nóv. 2017 - 10:27 Gunnar Bender

Óhófleg veiði á rjúpu hjá einhverjum veiðimönnum

Erfitt er að henda reiður á hve mikið hafi veiðst af rjúpu fyrstu helgina sem mátti skjóta.  Líklega má telja að veiðimenn hafi skotið nokkur þúsund fugla um liðna helgi .

 

31.okt. 2017 - 09:55 Gunnar Bender

Fyrrverandi stjórnarmaður hundskammar Stangaveiðifélagið

Mörgum finnst að veiðileyfaverð sé komið uppí hæstu toppa, smálaxinn er að klikka ár eftir ár og enginn virðist vita hvað sé að gerast í hafinu yfir höfuð. Sama hvað menn rýna og skoða stöðuna. 


30.okt. 2017 - 09:50 Gunnar Bender

Rjúpnaveiðin gekk víða vel fyrstu helgina

,,Þetta var allt í lagi en frekar leiðinlegt veður en nokkrir fuglar náðust,“ sagði Reynir M. Sigmundsson en hann fór á rjúpu um helgina eins og fjölmargir veiðimenn og margir fengu vel í soðið. Fyrsta helgin er búinn og eftir liggja rjúpur og ein og ein tófa.


30.okt. 2017 - 09:40 Gunnar Bender

Margir á Bröttubrekku og Svínadal

,,Við erum búnir að fá 14 rjúpur og það voru margir að skjóta þarna uppi,“ sögðu skotveiðimenn sem við hittum uppá Bröttubrekku í gær en margir voru að skjóta á þeim slóðum rjúpu og líka á Svínadalnum. Miklu fleiri á Bröttubrekkunni enda svæðið töluvert stærra.


28.okt. 2017 - 16:28 Gunnar Bender

Leiðinlegt veður á fyrsta degi á rjúpu

,,Við erum búnir að fá nokkra fugla en ekki mikið,“ sagði veiðimaður sem við heyrðum í norður í Skagafirði og svo slitnaði sambandið. Eina sem heyrðist voru skruðningar og læti, skömmu seinna hringdu þeir og þá hafði ein rjúpa bæst við.


28.okt. 2017 - 16:23 Gunnar Bender

Risatilboð í Straumfjarðará

Það vakti athygli núna í haust þegar Straumfjarðará var allt í einu á lausu  á einni nóttu. Ástþór Jóhannsson og fjölskylda hans hafa haft hana á leigu í fjölda ára. Núna  er búið að opna tilboðin í ána.


26.okt. 2017 - 13:52 Gunnar Bender

Rjúpnaveiðin byrjar á slaginu sjö í fyrramálið

Á flestum stöðum á landinu fara menn til rjúpna snemma í fyrramálið, næstu helgar verða teknar með trompi. Tíminn er stuttur, veðurfarið er allt í lagi eins og er, fyrsti dagurinn gæti orðið leiðinlegur en hlýr. Laugardagur og sunnudagur betri ef spár ganga eftir. Veiðitímabilið hefst á slaginu sjö í fyrramálið.


25.okt. 2017 - 15:35 Gunnar Bender

Þrjár efstu veiðiárnar

Lokatölurnar í laxveiðinni er að allar að detta inn og veiðimenn hafa dregið inn færið fyrir nokkru síðan.Sjóbirtingsveiðinni er að ljúka eða lokið, frábær veiði víða af vænum birtingi.

25.okt. 2017 - 15:31 Gunnar Bender

Mynd dagsins - Rjúpnaveðin að hefjast

Það styttist óðum í að rjúpnaveiðin hefjist. Tómas Lorange Sigurðsson veiðimaðurinn snjalli  tók þessa flottu mynd við sumarbústaðinn sinn síðustu helgi. Náttúrufræðistofnun Íslands segir að stofninn þoli að veiddar verði 57 þúsund rjúpur á þessu veiðitímabili.

24.okt. 2017 - 10:27 Gunnar Bender

Sumarblíða í byrjun rjúpnaveiðitímabilsins

,,Við erum að fara á rjúpu félagarnir enda stangveiði búin þetta árið og það er bara vonandi að við fáum eitthvað,“ sagði Jógvan Hansen söngvari er við spurðum um rjúpnaveiðin sem byrjar næstu helgi.


23.okt. 2017 - 10:36 Gunnar Bender

Laxinn byrjaður að hrygna

Síðustu árin hefur laxinn mætt fyrr í laxveiðiárnar og það þýðir að hann hrygnir fyrr en áður. Í Bugðu í Kjós var allt á fleygiferð rétt fyrir neðan ósinn á Meðalfellsvatni um helgina, hængur og  hrygna voru á fleygiferð, 8 punda hrygna og 5 punda hængur. Sjónin var stórkostleg.


23.okt. 2017 - 10:32 Gunnar Bender

Veiðin í Soginu sjaldan verið eins slök

Veiðin í Soginu í sumar hefur verið svakalega léleg, einn sú slappasta í fjölda ára. Bíldsfellssvæðið gaf aðeins 64 laxa og nokkra hnúðlaxa og Alvirða gaf aðeins 2 laxa, já 2 laxa. En lítið hefur frést af öðrum svæðum í Soginu.
20.okt. 2017 - 15:09 Gunnar Bender

Síðasti veiðitúrinn í ár

Haustið er gengið í garð með sína litadýrð og næturfrosti. En veiðieðlið er ekki alveg horfið, enn er von á birtingi og jafnvel laxi. Svo hefur Heiðarvatn líka oft gefið góðan silung. Loka veiðitúr ársins var því skipulagður í Vatnsá og Heiðarvatn nú í október.17.okt. 2017 - 14:18 Gunnar Bender

Hreggnasi ehf tekur við rekstri Hafralónsár

Nýlega var undirritaður samningur milli Veiðifélags Hafralónsár í Þistilfirði og Hreggnasa ehf um rekstur veiðisvæðis Hafralónsár. Því mun veiðiréttur vera hjá þeim síðarnefnda næstu árin, og á það jafnt um laxa- og silungasvæði árinnar.


15.okt. 2017 - 14:18 Gunnar Bender

Fjör í urriðanum á Þingvöllum

Margir lögðu leið sína til Þingvalla í gær til að skoða  urriðaflykkin sem synda um Öxarána og margir hafa gaman að skoða. Það var Jóhannes Sturluson sem fræddi áhugasama um fjörið. En þetta hefur Jóhannes gert í mörg ár og fáir gera það betur.


14.okt. 2017 - 12:27 Gunnar Bender

Leirvogsá aftur komin í maðkinn

Í sumar var bara leyfð fluguveiði í Leirvogsá en því verður breytt fyrir næsta sumar. Maðkurinn verður leyfður með ákveðnum skilyrðum enda Leirvogsá alls ekki mikil fluguveiðiá þegar sagan er skoðuð grannt.
10.okt. 2017 - 15:29 Gunnar Bender

Síðasti veiðitúrinn, laxar, leikurinn og sigur

,,Þessi dagur verður lengi í minnum hafður þegar maður fer að rifja upp síðasta daginn í veiði þann 9. október 2017,“ sagði Hörður Heiðar Guðbjörnsson í samtali við Veiðipressuna eftir sigurleikinn i gærkvöldi gegn Kosóvó í gærkvöldi

 

09.okt. 2017 - 14:52 Gunnar Bender

Blússandi gangur ennþá í sjóbirtingnum

Sjóbirtingsveiðin gengur víða vel, veðurfarið er fínt og sjóbirtingur að gefa sig víða fyrir austan eins og Tunguljóti, Tungulæk, Geirlandsá, Eldvatn, Vatnamótunum og Fossálunum  svo fáir staðir sé nefndir til sögunnar.

 

05.okt. 2017 - 16:16 Gunnar Bender

44 laxar yfir 20 pund í Víðidalsá

Alla veiðimenn dreymir um að setja í tuttugu punda lax og landa honum. Sumir upplifa aldrei þennan draum en aðrir eru svo blessaðir af veiðigyðjunni að stórlaxar laðast að þeim.
03.okt. 2017 - 13:12 Gunnar Bender

Framlengt í Eyjafjarðaránni

Veiðitímabilið í Eyjafjarðará hefur verið framlengt til 10. október.   Stjórn veiðifélagsins varð við óskum veiðimanna og framlengdi veiðitímabilið um 10 daga eða til 10. október. 


03.okt. 2017 - 13:08 Gunnar Bender

Gott sumar í Langánni

,,Já, maður er búinn að fá nokkra fiska í sumar. Þetta hefur verið fínt og Langáin var að loka, veiðibækurnar eru hérna,“ sagði Jogvan Hansen er við heyrðum í honum milli þess sem hann hentist á milli til að skemmta út og suður.  Lokatölur í Langá á Mýrum sem er 1701 lax.


01.okt. 2017 - 09:58 Gunnar Bender

Fossálar hafa verið fínir í haust

Á hádegi í gær voru skráðir 95 sjóbirtingar í veiðibókina í veiðihúsi Stangaveiðifélagi Keflavíkur og verður það að teljast mjög gott þar sem enn er mjög góður tími eftir í ánni.
01.okt. 2017 - 09:52 Gunnar Bender

Endalaus rigning bjargaði þeim stóra

Einn af stærri löxunum í sumar í laxveiðiánum er líklega í Breiðdalsá, lax á milli 115 og 120 cm bolti,  sem ekkert hefur vilja hjá veiðimönnum síðan hann sást í ánni fyrr í sumar og núna sést hann alls ekki lengur.


28.sep. 2017 - 14:49 Gunnar Bender

Skrítið að skella í lás

Það eru tímamót á Selfossi fyrir veiðimenn, ekki það að Ölfusá hafi gefið 150 laxa í sumar og nokkrir hafi veitt maríulaxinn sinn á svæðinu.  Nei, Veiðisport á Selfossi er að loka eftir farsæla og langa þjónustu.  


28.sep. 2017 - 14:44 Gunnar Bender

„Við ætlum víst að fara“

Veiðidellan getur verið rosaleg,  ekkert heldur mönnum eða konum. Veiðimenn fóru að veiða í morgun, það var spáð úrfelli en þeim var alveg sama, þeir ætluðu að fara,  ekkert gat stoppað þá. Veðrið
Klukkan 06:00
Heiðskírt
Logn
-5,7°C
Heiðskírt
NA3
-3,8°C
Skýjað
VSV1
-3,5°C
Alskýjað
ASA1
-3,1°C
Skýjað
NV5
-2,9°C
Heiðskírt
NA4
-4,2°C
Spáin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 17.11.2017
Ég fresta skýrslunni: Hvers vegna?
Magnús Þór Hafsteinsson
Magnús Þór Hafsteinsson - 26.11.2017
Trúverðugleiki í húfi
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 18.11.2017
Um daður, áreitni og afleiðingar
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 20.11.2017
Íslands nýjasta nýtt
Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson - 19.11.2017
Stór mál fyrir íbúa Suðurnesja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 21.11.2017
Lífræn grasrótarþjóðkirkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 25.11.2017
Landsdómsmálið
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 23.11.2017
Dómarar gæta hagsmuna sinna
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 21.11.2017
Mismunandi niðurstöður jafn réttar
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 22.11.2017
Nafnar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.11.2017
Fjórði fundurinn
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 16.11.2017
Málinu drepið á dreif
Kristinn H. Gunnarsson
Kristinn H. Gunnarsson - 18.11.2017
Uppreist æra í stað siðbótar
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 02.12.2017
Ánægjuleg tíðindi af dómurum
Fleiri pressupennar