18. ágú. 2017 - 08:16Gunnar Bender

Skemmtileg nýjung með rafrænni veiðibók

Veiðitorg.is hefur vakið athygli fyrir fjölbreytt úrval veiðileyfa og skemmtilega nýjung sem er rafræn veiðibók. Við heyrðum aðeins í öðrum eigenda Veiðitorg.is honum Ella Steinari.

Hvað er veiðitorg.is og hvernig kom þetta til?

Við félagarnir höfðum í nokkur ár verið virkir í félagsstarfi hjstangveiðifélögunum í Eyjafirði. Þar var nokkuð mikið af veiðileyfum til sölu og mikið umstang að halda utan það allt. Því fórum við í það að þróa vefsölukerfi fyrir veiðileyfi til að einfalda okkur lífið. Fljótlega bættum við svo rafrænu veiðibókinni við, enda var skráningum á veiði víða ábótavant. Það má því segja að rafræna veiðibókinni sé ekki endilega nýjung - hún hefur verið í loftinu hjá okkur í 10 ár, fólk utan svæðisins hefur bara kannski ekki veitt henni athygli fyrr en nú. Fyrst um sinn voru aðeins árnar í Eyjafirði í sölu hjá okkur en svo fóru fleiri að sýna þessu áhuga og þá ákváðum við að stofna fyrirtæki um þetta og gera þetta af fullri alvöru. Þetta er nú ekki orðið að fullri vinnu hjá okkur er tengist afar vel öðrum hlutum sem við erum að gera.

Og hverjir eruð þið sem standið að þessu?

Við erum sem sagt tveir; báðir með ólæknandi veiðidellu og menntun og reynslu sem tengist verkefninu. Elli Steinar er framkvæmdastjóri, menntaður í fiskifræðum og rekur m.a. fyrirtækið Fiskirannsóknir ehf sem tekur að sér fiskirannsóknir og veiðirágjöf fyrir veiðiréttarhafa. Ingvar Karl er forritarinn og heilinn á bak við þetta, hann er með háskólapróf í tölvunarfræði og rekur sitt eigið forritunarfyrirtæki.  

Fyrir hverja er Veiðitorgið hugsað?

Veiðitorg er hugsað fyrir alla þá sem vilja selja eða kaupa veiðileyfi. Við semjum mikið beint við landeigendur, en líka við stangaveiðifélög og veiðileyfasala. Okkar sérstaða er að vera ekki sjálfir með nein svæði á leigu og því sitja allir við sama borð hjá okkur.  

Núna eru við komnir með 24 veiðisvæði og samtals hátt í 20.000 veiðileyfi í boð yfir veiðitímabilið. Kaupendur eru auðvitað mest íslenskir en í sumar hefur orðið sprenging í erlendum kaupendum. Enda lítum við á allan heiminn sem okkar markaðssvæði - þ.e.a.s. að kaupendur veiðileyfa geta verið hvaðan sem er í heiminum, þar af leiðandi förum við með enska útgáfu í loftið í haust ásamt því að við ætlum að útfæra betur leitarmöguleika og kortasjá fyrir veiðisvæðin hjá okkur og ýmislegt fleira spennandi.

En aðeins um kerfið

Það sem við teljum gera kerfið hjá okkur sérstakt er að framboð á veiðileyfum er ávallt 100% rétt hverju sinni og virkar bókunarvélin hjá okkur svipað og hjá flugfélögunum. Notendur setja veiðileyfi í körfu og hafa þá ákveðinn tíma til að ganga frá kaupum og á meðan tryggir kerfið að enginn annar geti keypt sama veiðileyfi svo ekki sé um tvíbókanir að ræða. Þegar notandinn hefur svo greitt fyrir leyfið, þá dettur það sjálfkrafa út úr kerfinu og fær hann veiðileyfið sent samstundis í tölvupósti þar sem fram koma allar upplýsingar og reglur fyrir veiðisvæðið og veiðikort ef það á við. Við höfum við fengið margar frásagnir af því að fólk hafi keypt veiðileyfi í síma þar sem það er statt út á landi nálægt veiðisvæðinu, fær leyfið sent í símann og byrjar svo bara strax að veiða.

Söluaðilarnir hjá okkur hafa svo sinn eigin aðgang að kerfinu þar sem þeir geta fylgst með öllum færslum og greiðslum og bætt við og breytt veiðileyfum eftir því hvað er í gangi. Þeir geta einnig notað kerfið til að selja sjálfir veiðileyfin beint og fer það fram á sama hátt nema þeir taka þá við greiðslunni í stað þess að kerfið sendi pöntunina á greiðslukortagátt.
20.sep. 2017 - 08:44 Gunnar Bender

Nils endaði sumarið með stæl í Víðidalsá

,,Já, þetta var meiriháttar morgun 106 sm lax og svo  111 sm lax,“ sagði stórlaxabaninn Nils Folmer Jörgensen,  er við heyrðum í honum. En hann þykir verulega lunkinn að veiða stóra laxa enda  hann er búinn að veiða marga svoleiðis í gegnum árin.


 

20.sep. 2017 - 08:39 Gunnar Bender

Meistarakokkurinn þarf að sjá um flest

Úlfar Finnbjörnsson hefur verið að elda í Haffjarðará í sumar en á dögunum komu menn auga á sel sem var djöflast í Homepool.
20.sep. 2017 - 08:33 Gunnar Bender

Fékk draum sinn uppfylltan

Einar Örn Valdimarsson fékk drauminn uppfylltan um helgina þegar hann landaði sínum fyrsta laxi í Sveinshyl í Breiðdalsá. Um var að ræða 63 cm hæng sem tók eftir örfá rennsli og tók viðureignin skamman tíma. Við tóku fagnaðarlæti sem ómuðu um allan Breiðdal.


19.sep. 2017 - 09:42 Gunnar Bender

Gefur okkur von um að komast í 30 laxa klúbbinn

Árni Pétur Hilmarsson leiðsögumaður í Laxá í Aðaldal hefur veitt stærsta laxinn til þessa en þar á eftir fylgja laxar úr Hofsá, Vatnsdalsá og Breiðdalsá. Sá stærsti er 111 cm eins og við greindum frá í gær.

18.sep. 2017 - 13:06 Gunnar Bender

Sjóbirtingsveiðin gengur vonum framar

,,Veiðin gengur hérna hjá okkur í Vatnamótunum og ég var að landa fallegum 68 cm sjóbirtingi rétt áðan,“ sagði Selma Björk Ísabella Gunnarsdóttir en hann var stödd á veiðislóð í dag við Kirkjubæjarklaustur.


17.sep. 2017 - 16:10 Gunnar Bender

Laxá í Aðaldal með stærsta laxinn

Árni Pétur Hilmarsson veiddi stærsta laxinn í sumar á Skriðuflúðinni í Laxá í Aðaldal á sínum heimavelli, en fiskurinn var 111 cm.
17.sep. 2017 - 16:07 Gunnar Bender

Laxá í Dölum hefur gefið 630 laxa

,,Þetta er síðasti veiðitúrinn í sumar,“ sagði Jón Þorsteinn Jónsson á facebook síðu sinni í gær en þá var hann búinn að landa vænum laxi í Laxá í Dölum.  Laxinn var 96 sm sem Jón  veiddi.


17.sep. 2017 - 16:01 Gunnar Bender

Boltafiskur í Sveinshylnum

Boltafiskur hefur sést í Sveinshylnum í Breiðdalsá í Breiðdal og hafa nokkrir séð fiskinn stóra. En fyrir skömmu veiddist 108 cm og þessi lax er miklu stærri, líklega um 115 sm alla vega,  ef ekki stærri.


15.sep. 2017 - 11:32 Gunnar Bender

Laxá á Ásum komin í 1060 laxa

Veiðin í Laxá á Ásum fór yfir 1.000 laxa í síðustu viku og veiðitalan var komin í 1.060 laxa sl. miðvikudag. Vikuveiðin í Laxá var 115 laxar og þó að haustið sé komið, þá er tökugleðin í Laxá enn til staðar.


14.sep. 2017 - 10:10 Gunnar Bender

Sjóbirtingsveiðin gengur víða vel

Sjóbirtingsveiðin gengur víða vel, fiskurinn er vel haldinn og töluvert mikið af honum. Veiðimenn hafa verið að fá vel í soðið á sjóbirtingsslóðum.

 

13.sep. 2017 - 10:31 Gunnar Bender

Hugrún byrjaði með stæl í veiðinni

Veiðin í Hvolsá og Staðarhólsá hefur verið góð í sumar og margir fengið góða veiði, en núna eru komnir 210 laxar á land og töluvert af bleikju. Nokkrir hafa veitt maríulaxinn sinn í ánum í sumar.
11.sep. 2017 - 15:07 Gunnar Bender

Árni veiddi hundraðasta laxinn í Korpu

 ,,Þetta var gaman en fiskinn veiddi ég á ómerktum veiðistað og hann var 61 cm, hann tók maðkinn,“ sagði veiðimaðurinn snjalli Árni Elvar Hafsteinsson sem veiddi hundraðasta laxinn í Korpu í gær.

11.sep. 2017 - 14:48 Gunnar Bender

Ekkert fyrsta klukkutímann nema forvitin tófa

,,Við fórum félagarnir í morgunflug í morgun, rétt utan höfuðborgarinnar og  vorum bara hóflega bjartsýnir þegar við mættum út í skurð, á ókristilegum tíma. Enda hafði ekki mikið verið af fugli í túninu,“sagði Baldur Guðmundsson í samtali við Veiðipressuna


08.sep. 2017 - 11:06 Gunnar Bender

Rífandi veiði í Tungufljótinu

„Við erum í Tungufljóti með nokkra Frakka í nokkra daga,“  sagði Tómas Sigurðsson við Tungufljótið.


08.sep. 2017 - 11:01 Gunnar Bender

Fjör við Haukadalsá og Laxá í Dölum

Um leið og fór að rigna vestur í Dölum byrjaði laxinn að taka í ánum á svæðinu. Laxá í Dölum og Haukadalsám fóru á fleygiferð. Karl Óskarsson var við veiðar í Haukadalsá og gefum honum orðið.

08.sep. 2017 - 10:57 Gunnar Bender

,,Þetta var meiriháttar"

„Það tók ekki nema tíu mínútur að landa þessum fallega fiski,“ sagði Hafþór Óskarsson sem var að koma úr sinni fyrstu veiðiferð í Miðfjarðará í gær. En veiðin hefur verið góð í Miðfjarðará í sumar og núna eru komnir 3250 laxar á land og meiriháttar að byrja veiðiferðina á flotti töku.

07.sep. 2017 - 09:43 Gunnar Bender

Mýrarkvíslin öll að koma til

„Eftir mikinn þurrk og heitt sumar eru haust rigningar loksins farnar að láta á sér kræla og veiðin fylgir því,“ sagði Matthías Þór Hákonarson er við inntum hann um veiðina í Mýrarkvísl.


06.sep. 2017 - 13:57 Gunnar Bender

Yfir 200 laxar komnir á þurrt

„Veiðin gengur bara flott hjá okkur,“ sagði Þórarinn Birgir Þórarinsson í Hvítadal er við spurðum um Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum en árnar eru komnar yfir 200 laxa og töluvert af bleikju líka.

03.sep. 2017 - 11:44 Gunnar Bender

Stærsti laxinn úr Breiðdalsá fyrr og síðar

Það hafa verið litlar fréttir af Breiðdalsá undanfarið og nánast engar breytingar á veiðitölum undanfarnar vikur í ágústmánuði.


03.sep. 2017 - 11:05 Gunnar Bender

Daninn fer á kostum á Nessvæðinu

Það er ekki búið að vera neitt mok á stórfiski í Laxá í Aðaldal í sumar, jú einn og einn fiskur vel stór. Veiðimaðurinn klóki Nils Flömer Jörgensen er núna búinn á nokkrum dögum að setja í tvo stórlaxa á svæðinu eins og það sé eitthvað auðvelt þessa dagana.


03.sep. 2017 - 10:54 Gunnar Bender

Fiskurinn að taka í Leirársveitinni

,,Það er farið að rigna og laxinn að taka. það er fiskur víða um ána,“ sagði Ólafur Johnson, er við spurðum um stöðuna í Laxá í Leirársveit sem hefur gefið meiri veiði en á sama tíma og í fyrra.


03.sep. 2017 - 10:33 Gunnar Bender

Gæs, lax, bleikja, hnúðlax og minkur

Veiðin hefur gengið misjafnlega í sumar, jú menn hafa fengið í soðið en varla meira en það.


01.sep. 2017 - 09:01 Gunnar Bender

Yfir 200 hnúðlaxar hafa veiðst

,,Það er búið að tilkynna okkur um hnúðlaxa víða um landið, mjög mikið í sumar,“ sagði Guðni Magnús Einarsson hjá Fiskistofu er við spurðum um hnúðlaxana sem sjaldan eða aldrei veiðst eins mikið af þeim eins og í sumar.


 

30.ágú. 2017 - 15:54 Gunnar Bender

Gaman að veiða fiska

Á myndinni er Vilborg Halla Jónsdóttir 5 ára með urriða sem hún veiddi á maðk í Hólaá. Hún hefur lengi haft brennandi áhuga á veiði og veiddi fyrsta fiskinn sinn aðeins tveggja ára gömul í Vatnsdalsvatni.


30.ágú. 2017 - 15:49 Gunnar Bender

Góður gangur í Kelduhverfi

,,Veiðin hefur gengið vel í  í Litluá og Skjálftavatni í Kelduhverfi í sumar,“ sagði Jón Tryggvi Helgason er við spurðum  stöðuna á svæðinu. En í sumar komið á  land 1741 fiskar á vatnasvæðinu og margir vænir fiskar.


28.ágú. 2017 - 10:14 Gunnar Bender

Fjörið alls ekki búið þetta sumarið

,,Við vorum í frábærri sjóbirtingsveiði og birtingurinn kemur greinilega snemma, flottir fiskar ,“ sögðu veiðimenn við Kirkjubæjarklaustur. Og  það er byrjað að rigna og það hefur sitt að segja.


26.ágú. 2017 - 13:53 Gunnar Bender

Sjóbirtingurinn kemur snemma í ár

Svo virðist sem sjóbirtingurinn sé mættur snemma í ár fyrir austan eins og við höfum reyndar greint frá. Í Vatnamótum er hann nú þegar kominn.

26.ágú. 2017 - 13:49 Gunnar Bender

Veiðimynd dagsins – silungsveiðin gengur vel

Silungsveiðin hefur gengið viða og hún Ingibjörg Anja var a veiðislóð fyrir skömmu og veiddi vel
26.ágú. 2017 - 13:46 Gunnar Bender

Blanda ekkert að fara á yfirfall

Laxveiðin togast áfram þessa dagana. Það rignir eiginlega  lítið sem ekkert, þó spáð sé rigningu. Og smálaxinn lætur á sér standa.


25.ágú. 2017 - 10:53 Gunnar Bender

Þetta var barátta í 45 mínútur

,,Það er gaman að eiga við sjóbirtinginn nýgenginn og þetta er sá stærsti  sem veiðst  hefur á svæðinu i sumar,“  sagði Selma Björk Ísabella Gunnardóttir,  er við heyrum í henni, nýkominn af sjóbirtingsslóðum fyrir fáum dögum við Kirkjubæjarklaustur.
25.ágú. 2017 - 10:43 Gunnar Bender

Formaður veiðifélags allt annað en ánægð

Guðrún Sigurjónsdóttir,  formaður veiðifélags Norðurár, lætur menn heyra það, í grein sem hún skrifar. Hún segir meðal annars með ólíkindum að lesa og heyra af því hvernig menn telja sjókvíaeldi einkamál þeirra sem hafa atvinnu af því.


25.ágú. 2017 - 10:39 Gunnar Bender

Lentum í góðri veiði

Veiðin í sumar í Grímsá hefur verið góð  í sumar  og en núna er komnir 880 laxar á land og það er töluvert ennþá eftir af veiðitímanum í ánni. Árdísirnar, hópur vaskra veiðikvenna, var að koma úr ánni fyrir fáum dögum og veiddu vel. 


22.ágú. 2017 - 20:03 Gunnar Bender

Elliðaárnar standa sig vel

Það eru komnir 760 laxar á land í Elliðaánum og nokkrir hafa fengið maríulaxana sína þar í sumar  Hann Óskar Páll veiddi maríulaxinn sinn fyrir nokkrum dögum í Hundasteinum og var verulega ánægður með fenginn.


22.ágú. 2017 - 09:17 Gunnar Bender

Víða bara góð gæsaveiði

,,Við vorum á gæs með erlendum veiðimönnum,“ sagði Stefán Sigurðsson hjá Iceland Outfitters, sem var einn af þeim mörgu sem fór á gæs fyrsta daginn sem ganga máti til veiða.

 

21.ágú. 2017 - 13:36 Gunnar Bender

Menn fengu vel í matinn á gæsinni

Fyrsti dagur á þessu gæsa veiðitímabili stóðst sannarlega undir væntingum,“ sagði Tómas Helgi Tómasson sem var koma af gæsaveiðum með þeim Styrmi Þór Tómassyni og Hermanni Jóhanni Björnssyni.

 

21.ágú. 2017 - 13:32 Gunnar Bender

Lítið líf í Andakílsá

,,Við sáum ekki mikið líf við Andakílsá, einn dauðan lax og þrjá aðra laxa í Volta, annað var ekki að sjá að fiski í ánni.


20.ágú. 2017 - 09:19 Gunnar Bender

Gæsaveiðin byrjaði í morgun

Gæsaveiðitíminn byrjaði í morgunárið en þá voru fyrstu veiðimennirnir búnir að koma sér fyrir víða í skurðum landsins og tilbúnir þegar hópar grágæsa og heiðargæsa mættu á svæðið.
20.ágú. 2017 - 09:07 Gunnar Bender

Færist í vöxt að fólk hafi engin veiðileyfi í höndunum

Það er ekkert lát á veiðileyfalausu erlendu liði í laxveiðiám landsins og þetta er að verða daglegt brauð að komið séð að fólki með engin veiðileyfi í höndunum.
19.ágú. 2017 - 08:59 Gunnar Bender

Frábær veiðitúr um hálendið

Silungsveiðin hefur víða verið góð, vænir fiskar og flott veiði. Og þeir feðgar Reynir, Jakob og Sigurður voru að koma úr einum slíkum í vikunni.

 

19.ágú. 2017 - 08:53 Gunnar Bender

Veiðiþjófar á ferð við Norðurá

,,Þeir voru ofarlega í Norðurárdalnum þegar ég nappaði þá og hringdi í lögguna. Það var tekin af þeim skýrsla en þarna voru á ferð amerísk hjón,“ sagði veiðimaður sem stóð liðið að verki við Norðurána í fyrradag.


18.ágú. 2017 - 08:20 Gunnar Bender

Skurðlæknirinn með flottan lax

Laxveiðin togast áfram þessa dagana, Ytri Rangá er langefst og er að komast í 4000 laxa. Næst kemur Miðfjarðará með 2400 laxa og síðan Þverá með 1600. Eystri Rangá hefur verið að gefa vel síðustu daga og er komin í 1420 laxa.


17.ágú. 2017 - 09:18 Gunnar Bender

Mjög góður gangur í veiðinni hjá okkur

,,Það er frábær gangur hérna í Ytri Rangánni og í dag veiddust 150 laxar bæði eins og tveggja ára laxar. Það eru laxar að koma á hverju flóði,“  sagði Jóhannes Hinriksson við Ytri Rangá í gærkveldi.
17.ágú. 2017 - 09:14 Gunnar Bender

Mynd dagsins – snemma beygist krókurinn

Snemma beygist krókurinn í veiðinni og það er gaman þegar maður er bara 2 ára að fara að veiða eins og hann Stefán Nói sem var að gera  með föður sínum á Þingvöllum um helgina. 


15.ágú. 2017 - 08:38 Gunnar Bender

Aldrei fleiri hnúðlaxar veiðst

Það virðist vera sama hvar er stungið niður allsstaðar er hnúðlaxinn að veiðast í ám og vötnunum landsins, vötnum sem hafa aðgang að sjó. Í net og á stöng.


 

15.ágú. 2017 - 08:32 Gunnar Bender

Talsvert af fallegri bleikju í netinu

Sem betur fer eru flestir veiðimenn mjög löghlýðnir og fara í einu og öllu eftir þeim reglum settar eru á þeim veiðisvæðum sem þeir veiða á.  Eitt af fjölsóttustu veiðisvæðunum innan vébanda Veiðikortsins, er Hraunsfjörðurinn.

15.ágú. 2017 - 08:28 Gunnar Bender

Maríulaxinn rétt fyrir yfirfall

Haraldur Björgvin Eysteinsson,  sem er 11 ára að aldri, var við veiðar í Blöndu á dögunum og gerði sér lítið fyrir og veiddi þar maríulaxinn sinn. Haraldur var þarna að fara í sinn fyrsta laxveiðitúr með föður sínum Eysteini Pétri Lárussyni. 

15.ágú. 2017 - 08:19 Gunnar Bender

Alltaf gaman í Húseyjarkvísl

,,Það er alltaf gaman í Húseyjarkvísl og núna er sannkölluð blíða hér um slóðir, samt kannski ekki  mikið veiðiveður,“ sagði Inga Lind Karlsdóttir sem var við veiðar í Húseyjarkvísl í Skagafirði með  eiginmanni sínum Árna Haukssyni, En þar hafa þau veitt núna í nokkuð mörg ár.

14.ágú. 2017 - 09:30 Gunnar Bender

Afmælisbarnið gaf til NASF

Veiðimaðurinn Marteinn Jónasson varð 50 ára á dögunum og sló í veislu fyrir vini og ættingja síðastliðinn föstudag. Hann er búsettur í New York með fjölskyldu sinni og kom því enginn annar staður en American Bar í Austurstræti til greina.


14.ágú. 2017 - 09:27 Gunnar Bender

Erfitt en skemmtilegt

,,Það er mikið af fiski í Laxá í Dölum en ekki mikið vatn og erfitt að eiga við þetta. Gekk samt ágætlega,“ sagði Harpa Hlín Þórðardóttir sem var að veiða með erlendum veiðikonum  síðustu daga.


13.ágú. 2017 - 08:58 Gunnar Bender

Guðnavörðuhylur í Vesturá í Miðfirði

,,Í gegnum árin hef ég farið á veiðistað sem heitir Guðnavörðuhylur í Vesturá í Miðfjarðará,“ segir Bjarni Ákason sem var að koma úr veiðitúr í Miðfjarðará, en veiðin hefur verið góð í ánni og alltaf einhver ævintýri.

Veðrið
Klukkan 06:00
Skúrir
SSA6
7,7°C
Lítils háttar rigning
ASA7
8,0°C
Léttskýjað
ASA3
8,8°C
Heiðskírt
SSA2
6,1°C
Heiðskírt
N1
1,3°C
Léttskýjað
SSA11
7,7°C
Spáin
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 16.9.2017
Fullkomin flón
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 09.9.2017
Bloggið sem hvarf
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 11.9.2017
Ragnar Reykás varð ekki til úr engu
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 08.9.2017
Um ósérhlífna viðmælendur
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 11.9.2017
Hjónanámskeiðin hætta
Dísa Bjarnadóttir
Dísa Bjarnadóttir - 18.9.2017
Mitt líf með Madonnu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 16.9.2017
Lastað þar sem lofa skyldi
Bryndís Schram
Bryndís Schram - 17.9.2017
Sannleiksvitni aldarinnar
Bryndís Schram
Bryndís Schram - 13.9.2017
Sýrlandsstríðið við stofuborðið
Akureyri vikublað
Akureyri vikublað - 16.9.2017
Eðli máls og stuðningur við KFA
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 14.9.2017
Fyrirmyndarsamfélagið
Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson - 17.9.2017
Mannúð í stað miskunnarleysis
Fleiri pressupennar