25. ágú. 2012 - 15:23Gunnar Bender

Sjóbirtingskvöld hjá SVFR

Stangaveiðifélag Reykjavíkur efnir til kynningar- og fræðslukvölds um sjóbirting og veiðisvæði SVFR þar sem hann er að finna – þriðjudaginn 28. ágúst í höfuðstöðvum félagsins að Rafstöðvarvegi 14 í Elliðaárdal. Dagskráin hefst stundvíslega kl. 20.

Eftirfarandi svæði verða kynnt:

  • Tungufljót í Skaftafellssýslu
  • Eldvatnsbotnar
  • Varmá

Árnefndir viðkomandi svæða munu munu kynna svæðin, lýsa helstu veiðistöðum og jafnvel ljóstra upp einhverjum vel geymdum leyndarmálum!

Þá mun Jóhannes Sturlaugsson hjá laxfiskum flytja fróðlegt erindi um mun á lífsvenjum laxa og sjóbirtinga, en á sama tíma og laxinn virðist í niðursveiflu heyrast fréttir af góðum sjóbirtingsgöngum Stórir birtingar eru farnir að veiðast, t.d. einn 12 punda í Tungufljóti og fleiri vænir. Nú er besti tíminn til að veiða sjóbirting að nálgast.
Svanhvít - Mottur
06.júl. 2015 - 10:29 Gunnar Bender

Eitt ódýrasta veiðileyfi landsins

,,Við fengum fína veiði, helling af  góðum fiskum,“ sögðu fjórir hressir veiðimenn við hittum við Svínavatn í fyrradag, en þeir voru þar í sinni árlegu veiðiferð og veiði jú hún var í góðu lagi.

,,Í fyrra fengum við 5 og 7 punda bolta bleikjur,“ sögðu þessir hressu veiðimenn héldu áfram að veiða í vatninu á bátnum.

Veiðin hefur verið fín í Svínavatni, fiskurinn er fyrir hendi og stöngin er alls ekki dýr.

 ,,Við erum að selja stöngina á 2500 krónur, sem er ekki mikið hérna í Svínavatni og veiðivonin er töluverð,“ sagði Gyða Sigríður Einarsdóttir hótelstjóri á Hótel Húna  steinsnar frá Svínavatni.

Móbergstjörnin í Langadal hefur líka verið að gefa vel á svæðinu og vötnin á Skagaheiði eru að detta inn eitt af öðru. Það hefur jú hlýnað verulega og það er  heila málið. Eitthvað hefur líka verið að að veiðast  Hnausatjörn í Vatnsdal.

05.júl. 2015 - 12:57 Gunnar Bender

,,Laxinn var alveg brjálaður“

,,Ég og bróðir minn Stefán Bjarki Óttarsson. vorum við veiðar í Elliðaánum seinasta föstudag eftir hádegi og gekk bara vel,“ sagði Ómar Smári er við ræddum við hann um Elliðaárferðina.

Aðal planið var að láta Stefán 6 ára bróðir minn að fá lax og væri það bara plús að fá fleiri. Við fengum  að byrja í fossinum og vorum við sáttir með það.

,,Við byrjuðum að renna maðknum í fossinn en ekkert gerðist eftir langan tíma. Þá prufaði ég að labba fyrir ofan fossinn til að komast að bakkanum hinumegin og kíkja á staðinn þá sá ég í sporðinn á tveimur löxum og sá ef þá hvar þeir voru staðsettir í fossinum. Ég segi Stefáni að kasta vel hægra megin í fossinn og láta reka beint að þeim. Þá var tekið strax maðkinn og Stefán varð vel spenntur ég sagði honum til hvernig hann ætti að þreyta laxinn,“ sagði Ómar Smári.

Hann sagði að laxinn hafi  verið alveg brjálaður og stök oft upp og reif vel í. Eftir svona 10 mínútna baráttu þá háfaði ég laxinn fyrir Stefán og var þetta fallegur 6 punda lax. Ég hef bara aldrei séð svona stórt bros á litla bróður mínum enda var þetta maríulaxinn hans.

,,Hann reyndi að bíta veiðiuggann af en gekk frekar illa því hann Stefán er hálf tannlaus greyið.  Svo fórum við á Breiðuna og þar setti ég í einn fallegan lax á hálf ógeðslega bleika flugu sá lax sleit sig lausan eftir stutta baráttu. En þetta var æðisleg ferð í Elliðaárnar og var markmiðinu náð sagði Ómar Smári  um veiðiferðina í Elliðaárnar.

05.júl. 2015 - 12:48 Gunnar Bender

Gæti veiðst fiskur vel yfir 30 pund

Tröllasögur af stórum fiskum eru ennþá við líði. Stórir fiskar hafa sést í ánum í sumar eins og Gljúfurá í Borgarfirði, og  Blöndu.  Í Laxá í Aðaldal er einn slíkur kominn á land, 24 punda og þar eru þeir fleiri.

Svona stórfiskar hafa sést en kannski ekki tekið agn veiðimanna og það er vandamálið í veiðinni. Aðaldalurinn er frægur fyrir þessa stórfiska en ekki ekki Gljúfurá og Blanda. Frekar Víðidalsá og Vatnsdalsáin. Breiðdalsá, Sandá eða  Hafralónsá.

Það væri er ekki ónýtt að að setja í 30-32 punda lax og það gæti alveg gerst seinn í sumar. Þeir eru að koma eða eru komnir í árnar. Spurningin er hvort þeir taka? Það er heila málið.

 

03.júl. 2015 - 19:49 Gunnar Bender

Hvað gerist í stóru straumunum í nótt?

Laxveiðin hefur verið allt í lagi, en ekki meira en það. Laxarnir mættu vera miklu miklu fleiri og smálaxinn, hvernig skilar hann sér  á næsta stóra flóði? Er að hann að skila sér að einhverjum krafti?

Það er það sem veiðimenn eru að bíða eftir  þessa dagana.Veiðin er jú allt í lagi í Þverá, Norðurá, Blöndu, Haffjarðará og Ytri-Rangá, en laxveiðiár eins og Grímsá, Langá, Haukadalsá og Laxá í Leirár eru ekki að skila nógu miklu. En næsti straumur hverju skilar hann. Það er heila málið núna. Sjáum hvað setur. Allt getur skeð!

03.júl. 2015 - 19:44 Gunnar Bender

Víðidalsá hefur gefið næstum fimmtíu laxa

Veiðin í Víðidalsá hjá okkur Skröggum (tveggja daga holl) var þokkaleg að sögn Jóa staðarhaldara miðað við aðstæður,“ sagði Birnir Bergsson sem var á veiðislóðum í Víðidalsánni.

,,Mikið vatn, sól og 20 stiga hiti en það náðust 8 laxar á land allir yfir 80 cm sem verður að teljast ágætt,“ sagði Birnir ennfremur. Víðidalsá hefur gefið næstum 50 laxa.

02.júl. 2015 - 09:15 Gunnar Bender

Fiskurinn tók grannt

,,Það var gaman að prufa nýja veiðiá en fiskurinn tók grannt og slapp af allavega þrisvar sinnum,“ sagði Baldvin Valdimarsson sem var að veiða í Hrútafjarðará í fyrsta skipti en hann hefur veitt víða og marga laxa.  Eitthvað er komið af fiski í ána en einn lax veiddist á opnunardaginn en nokkrir sluppu.

Vatnið er ágætt í Hrútafjarðará en minna í Síkánni. Fiskar eru allavega á einum stað í Síká og einn verulega vænn. Í Hrútafjarðará er að finna laxa á nokkrum stöðum. Það var Júlíus Guðmundsson sem veiddi fyrsta laxinn þetta sumarið í Hrútafjarðará.

30.jún. 2015 - 20:06 Gunnar Bender

Hrútafjarðará og Breiðdalsá opna á morgun

,,Það er búið að sjá laxa í Hrútafjarðará og líka Breiðdalsá  svo menn eru spenntir að renna fyrir fisk í ánum í morgunsárið,“  sagði Þröstur Elliðason hjá Strengjum en sú fornfræga veiðiá Hrútafjarðará opnar á morgun og Breiðdalsá líka.

,,Það sáust laxar í Hrútafjarðará fyrir skömmu þegar var verið að fara með seiði í ána og laxar sáust í Sveinshyl í Breiðdalsá,“ sagði Þröstur ennfremur.

30.jún. 2015 - 20:02 Gunnar Bender

Þurrflugan sterk í Mýrakvíslinni

,,Veiđin ì Mýrarkvìsl hefur veriđ frábær sìđan veđur skànađi og eru komnir um 300 urriđar à land og er međal lengd veiddra fiska um 40cm,“ sagði Matthías Hákonarson er  við spurðum um veiðina í Mýrarkvíls og Lónsáni.

,,Meirihlutinn af veiđinni er à þurrflugu en einnig er ađ veiđast ágætlega à púpur og straumflugur. Laxinn er einnig mættur en sænskir þurrfluguveiđimenn settu nýveriđ ì fyrsta laxinn sem slapp þò eftir snarpa viđureign

Þađ sem hefur þò komiđ mest à óvart er litla perland à Langanesi en ì vetur bættist Lònsà àsamt hliđaràm og vötnum viđ flóruna hjà okkur. Þessi litla perla geymir stòrar bleikjur og sjòbirtinga og gengur bleikjan frekar snemma uppì à eđa um miđjan jùnì eftir ađ hafa lònađ niđrì òs um einn mànuđ.

28.jún. 2015 - 21:17 Gunnar Bender

Fullt af áhugasömum veiðimönnum á öllum aldri

,,Ég er er ekki búinn að fá neitt,“ sagði  unga veiðikonan Tinna Brynjarsdóttir  við Elliðavatn á veiðidegi fjölskyldunnar þar sem mikill fjöldi veiðimanna á öllum aldrei mættu til að veiða.

Sömu sögu er að segja víða um land, fólk var duglegt að nota þetta tækifæri sem gafst. Og Tinna kastaði aftur en fiskurinn vildi ekki taka spúnninn.

Við Elliðavatn var hellingur af veiðimönnum, allir voru að reyna og á Þingvöllum voru ekki færri og það var að veiðast einn og einn fiskur. En útiveran var góð, fiskurinn gat tekið. Það var aðalmálið fyrir alla.

 

28.jún. 2015 - 20:03 Gunnar Bender

Veiði hófst með látum í Laxá í Dölum

Veiðin hófst með látum í Laxá í Dölum og hafa allavega veiðst fjórir fallegir laxar og tveir í Kistunum. Boltafiskur elti fluguna í Sólheimafossinum en tók ekki almennilega.

Byrjunin lofar svo sannarlega góðu með  Laxá sem hefur verið slöpp síðustu tvö árin. En þetta er allt að koma, vonan

 

28.jún. 2015 - 09:42 Gunnar Bender

Fjör við Korpuna

Veiðin hefur verið allt í lagi í Korpu en það hafa veiðst 10 laxar í ánni og undir það síðasta í gærkvöld veiddist tíundi laxinn í sumar í ánni í Fossinum. Fiskurinn hefur verið kringum 5 pundinn og veiddist á maðkinn.

Allir fiskarnir sem hafa veiðst í ánni hafa veiðst í Sjávarhylnum, Berhylnum og Fossinum. Ekki var að sjá hreyfingu við ósinn í kvöld nema nokkrar fugla sem vörpuðu um svæðið.

Mynd. Fjör við Korpuna í gærkvöld þegar tíundi fiskurinn í ánni veiddist. mynd G.Bender

28.jún. 2015 - 09:38 Gunnar Bender

Einn og einn stórfiskur á land

Veiðin togast áfram, einn og einn stórlax veiðist, einn slíkur í Blöndu fyrir fáum dögum og svo veiddist 22 punda í Víðidalsánni.

Það var veiðimaðurinn Þorsteinn Sverrisson sem veiddi fiskinn á smá franese í Harðeyarstreng. Það hefur áður veiðst stórfiskur í gegnum árin. Víðidalsá í Húnavatnssýslu hefur gefið 20 laxa.

Mynd. Þorsteinn Sverrisson með stórlaxinn.

 

28.jún. 2015 - 09:33 Gunnar Bender

Væn lax í Elliðaánum í morgun

Veiðin hefur verið allt í lagi Elliðaánum og morgun veiddist 91 cm lax sem er sá stærsti úr ánni í sumar en áin hefur gefið 22 laxa og eitthvað hefur verið að koma af fiski á hverju flóði.

Korpa hefur gefið 5 laxa og eru þeir flestir veiddir neðarlega í ánni ennþá, Sjávarhylur, Berghylur og Fossinn.

28.jún. 2015 - 09:30 Gunnar Bender

75 ára afmælisblað Veiðimannsins

75 ára afmælisblað Veiðimannsins er komið út. Í þessu 200. tölublaði málgagns stangveiðimanna er komið víða við en blaðið kom fyrst út í Reykjavík árið 1940 enda var fullt tilefni til eins og lesa mátti um í fyrsta blaðinu.

„Það er nú orðinn álitlegur hópur manna hér á landi, sem hefur ánægju af því að fara á veiðar í ám og vötnum í frístundum sínum, enda er lax- og silungsveiði ein af skemmtilegustu íþróttum, sem þekkjast, og þeir, sem einu sinni byrja og komast upp á lag með að veiða sér til skemmtunar, hætta því seint, meðan nokkur tök eru á, og gleyma aldrei ánægjunni, sem þessi íþrótt hefur veitt þeim.“

Veiðimaðurinn hefur frá upphafi verið sameiginlegt málgagn stangveiðimanna, vettvangur til að deila skemmtilegum veiðisögum og miðla fróðleik um íþróttina sem dregur landsmenn á bakka vatnanna ár eftir ár. Stofnendum SVFR fannst á upphafsárum Veiðimannsins að veiðimenn gætu bætt tækni sína eins og getið var um í fyrsta tölublaðinu.

„Þá hefir viðvaningsháttur byrjenda og kæruleysi veiðimanna í veiðiferðum með stöng valdið margskonar erfiðleikum og tjóni, sem óhjákvæmilega spillir eðlilegri þróun þessarar íþróttar. Til þess að draga úr þessum og ýmsum fleiri örðugleikum, er laxveiðimenn hafa við að etja, var Stangaveiðifélag Reykjavíkur stofnað.“

Einn af hverjum þremur íslendinga stundar stangveiði í dag og veiðimenn þrífast á sögum og að læra af reynslu hvers annars. Það gerir Veiðimaðurinn líka og vonandi líkar lesendum vel við þær sögur sem eru bornar á borð í tölublaði nr. 200.

Í blaðinu er m.a. fjallað um fimm heitustu veiðistaðina í Elliðaánum, rýnt í veiðisumarið 2015, boðið er upp á veiðistaðalýsingu á Haukadalsá, Pálmi Gunnarsson fjallar um þurrfluguveiði, við rifjum upp sögu Englendinganna á bökkum Langár á Mýrum upp úr aldamótunum 1900, fjöllum um innreið dróna í veiðiheiminn, tökum út tískustraumana í veiðinni, tölum við sjálfstæða konu sem veiðir helst ekki á rauðar flugur vegna pólitískra skoðana, heyrum af krókódíl í Langá, segjum þér allt sem þú þarft að vita um jeppadekk og kynnum til leiks þrjár nýjar flugur sem nauðsynlegt er að hafa með í boxinu í sumar þegar veiða á lax, bleikju og urriða.

Það eru gamlir kunningjar sem kíkja í heimsókn á forsíðu Veiðimannsins að þessu sinni. Halldór Baldursson kallar þar fram með penna sínum eftirminnilega borgarstjóra Reykjavíkur á bakka Elliðaánna sem sýna þverpólitíska samstöðu og renna fyrir lax með bros á vör.

Blaðið er á leið til félagsmanna SVFR og áskrifenda en það verður hægt að nálgast í lausasölu í verslunum Eymundsson, Hagkaups og N1.

 

25.jún. 2015 - 23:14 Gunnar Bender

Frítt að veiða fyrir alla á sunnudaginn

Veiðidagur fjölskyldunnar verður haldinn næstkomandi sunnudag, 28. júní. Þá gefst landsmönnum kostur á að veiða án endurgjalds í fjölmörgum vötnum víðsvegar um landið. Landssamband Stangaveiðifélaga hefur staðið fyrir Veiðidegi fjölskyldunnar í á þriðja áratug ásamt veiðiréttareigendum.

Hugmyndin á bak við daginn er að kynna stangveiði sem fjölskylduíþrótt. Í ár verða 32 vötn í boði á veiðideginum.

Eftirtaldir veiðistaðir verða í boði frítt fyrir alla fjölskylduna:

Á Suðurlandi verður frítt að veiða í Eyrarvatni, Geitabergsvatni, Þórisstaðavatni, Elliðavatni, Meðalfellsvatni, Þingvallavatni fyrir landi þjóðgarðsins, Úlfljótsvatni og Gíslholtsvatni.

Á Vesturlandi og Vestfjörðum verður frítt að veiða í Langavatni á Mýrum, Hítarvatni, Vatnasvæði Lýsu, Hraunsfjarðarvatni, Hraunsfirði, Baulárvallavatni, Haukadalsvatni, Vatnsdalsvatni í Vatnsfirði og Syðridalsvatni í Bolungarvík.

Á Norðurlandi verður frítt að veiða í Hópinu, Höfðavatni, Vestmannsvatni, Botnsvatni, Ljósavatni, Hraunhafnarvatni, Æðarvatni, Arnarvatni, Kringluvatni og Sléttuhlíðarvatni.

Á Austurlandi verður frítt að veiða í Haugatjarnir, Urriðavatni, Langavatni, Víkurflóði og Þveit.

Nánari upplýsingar um veiðisvæðin er að finna á heimasíðu LS um Veiðidag fjölskyldunnar: http://www.landssambandid.is/

 

25.jún. 2015 - 23:11 Gunnar Bender

Kuldalegt við Veiðivötn

,,Við fengum nokkra fiska en ekki mikið, það er kuldalegt þarna innfrá ennþá eins og við Litasjó,“ sagði Steingrímur Davíðsson sem var að koma úr Veiðivötnum fyrir nokkrum dögum.

 Það er allt langt á eftir inná hálendinu, bæði gróður og annað. Kuldatíðin hefur haft sitt að segja þegar það hefur kalt dag eftir dag. En þetta kemur allt en hægt.

 

 

24.jún. 2015 - 22:02 Gunnar Bender

Sjö laxar í opnun Langár

,,Það er fátt skemmtilegra en veiðin og útiveran við veiðarnar  en það veiddust 7 laxar í opnun Langár á Mýrum sem er allt í lagi,“ sagði Jógvan Hansen söngvari en hann opnaði Langá ásamt fleiri góðum veiðimönnum.

,,Stærsti laxinn var 76 cm en það var ekki mikið af fiski í ánni en það kemur,“ sagði Jógvan ennfremur.

,,Ég fer í Selá í Vopnafriði seinna í sumar og aftur í Langána,, sagði Jógvan.

 

 

24.jún. 2015 - 21:17 Gunnar Bender

Byrjunin lofar sannarlega góðu í Víðidalsá

Veiðin hófst af fullum krafti í Víðidalsá í Húnavatnssýslu í morgun og veiddust 11 laxar fyrsta daginn. Það var Vilhjálmur  Þór Vilhjálmsson sem veiddi fyrsta laxinn snemma dags. Laxarnir voru frá 80 cm uppí 90.

Nokkrir laxar hafa veiðst í Vatnsdalsá og hefur Bjössi gæt verið hvað iðnastur við veiðiskapinn. Hann hefur fengið nokkra fiska.

Mikið vatn er í ánum. Veiðin í Blöndu hefur verið allt í lagi og einn og einn vænn veiðst.

23.jún. 2015 - 12:53 Gunnar Bender

Boltafiskur fyrsti lax sumarsins úr Árbótinni

,,Það var hann Sverrir Þór Skaftason sem veiddi þennan glæsilega grálúsuga hæng í Höskuldarvíkinni en  Sverrir var á urriðaveiðum þegar þessi höfðingi stökk á Black Ghost,“ sagði Kristján Páll Rafnsson

,,Hann var með tíu punda taum og stöng fyrir línu fimm. Baráttan tók tæpa klukkustund og mældist 102 cm. Þessi fiskur losar klárlega tuttugu pundin.  Það hefur verið góð veiði fyrir neðan Æðafossa og greinilegt að það er mikill fiskur að ganga í ánna. Það verður því gaman að fylgjast með framhaldinu í laxveiðinni. Urriðaveiðin hefur verið góð í vor þrátt fyrir mikla kulda tíð og margir urriðar um og yfir sex pund hafa verið dregnir á land,“ sagði Kristján ennfremur.

23.jún. 2015 - 11:45 Gunnar Bender

Dóttirin með svakalega veiðidellu

,,Dóttirin er með svakalega veiðidellu og veiðir alltaf þegar hún getur í Meðalfellsvatni,“ sagði Bubbi Morthens um dóttur sína Dögun Paradís sem þarf ekki að fara langt til veiða.

Meðalfellsvatnið er steinsnar frá heimili þeirra í Kjósinni. Fátt er skemmtilegra en að renna fyrir fisk og fá eitthvað.