25. ágú. 2012 - 15:23Gunnar Bender

Sjóbirtingskvöld hjá SVFR

Stangaveiðifélag Reykjavíkur efnir til kynningar- og fræðslukvölds um sjóbirting og veiðisvæði SVFR þar sem hann er að finna – þriðjudaginn 28. ágúst í höfuðstöðvum félagsins að Rafstöðvarvegi 14 í Elliðaárdal. Dagskráin hefst stundvíslega kl. 20.

Eftirfarandi svæði verða kynnt:

  • Tungufljót í Skaftafellssýslu
  • Eldvatnsbotnar
  • Varmá

Árnefndir viðkomandi svæða munu munu kynna svæðin, lýsa helstu veiðistöðum og jafnvel ljóstra upp einhverjum vel geymdum leyndarmálum!

Þá mun Jóhannes Sturlaugsson hjá laxfiskum flytja fróðlegt erindi um mun á lífsvenjum laxa og sjóbirtinga, en á sama tíma og laxinn virðist í niðursveiflu heyrast fréttir af góðum sjóbirtingsgöngum Stórir birtingar eru farnir að veiðast, t.d. einn 12 punda í Tungufljóti og fleiri vænir. Nú er besti tíminn til að veiða sjóbirting að nálgast.
24.apr. 2015 - 10:44 Gunnar Bender

Landssamband Stangaveiðifélaga hefur sent ráðherra harðort bréf

Landssamband stangaveiðifélaga (LS) vill með bréfi þessu koma á fram færi sjónarmiðum sínum varðandi dreifingu norskra laxastofna hér á landi, meðal annars vegna fyrirhugaðs laxeldis í Ísafjarðardjúpi og Eyjafirði.

Þann 24. mars 2015 sendi Landssamband veiðifélaga þér bréf þar sem gerð er krafa um að lokað verði fyrir eldi á norskum eldislaxi í Eyjafirði og Ísafjarðardjúpi.  Í bréfinu er vísað til samkomulags frá október 1988 sem stjórnvöld og allir hagsmunaaðilar stóðu að með undirritun sinni.  Landssamband stangaveiðifélaga var aðili að þessu samkomulagi og tekur undir allar kröfur Landssambands veiðifélaga sem fram koma í bréfi þeirra.  Landssamband stangaveiðifélaga krefst þess að samkomulagið verði virt og að Eyjafirði og Ísafjarðardjúpi verði lokað fyrir eldi á laxi af norskum uppruna.

Nýlegt dæmi þar sem laxar sluppu úr kvíum á Vestfjörðum og veiddust í Patreksfirði í júlí 2014 sýnir að lítið má út af bregða ef ekki á illa að fara. Skýrsla Veiðimálastofnunar frá því í september sama ár staðfestir að þeir tugir laxar sem voru rannsakaðir voru allir með nokkuð þroskaða kynkirtla og virðast flestir hafa stefnt á hrygningu það haustið. Þetta eru váleg tíðindi, ekki þarf að fjölyrða um afleiðingarnar ef kynblöndun norskra eldislaxa og íslenska laxastofnsins yrði að veruleika. Fjöldi laxa sem sluppu í þessu tilfelli eru á reiki, ekki er loku fyrir það skotið að þeir skipti þúsundum og eigi jafnvel eftir að sjást á svipuðum slóðum í sumar.

Oft er sagt að náttúran eigi að njóta vafans, það á svo sannarlega við í þessu efni. Við gerum þá lágmarkskröfu til stjórnvalda að ráðuneytið virði það samkomulag sem við stóðum að í góðri trú og fulltrúi ráðuneytisins undirritaði ásamt öllum hagsmunaaðilum.  Með lokun þeirra svæða sem að framan greinir fyrir eldi á frjóum norskum laxi er stigið skref í þá átt að vernda íslenska laxastofna.  Sú skylda hvílir lögum samkvæmt einnig á stjórnvöldum.

 
F.h. Landssambands stangaveiðifélaga
Viktor Guðmundsson formaður LS
23.apr. 2015 - 13:21 Gunnar Bender

Kalt við Elliðavatn – fiskar ekki í tökustuði

Veiðimenn eiga góðar minningar frá veiðum í Elliðavatni og þar hefja margir þeirra veiðiferillinn. Það var einmitt í morgun sem vatnaði var opnað formlega á þessu tímabili. Nokkrir veiðimenn voru mættir á staðinn þegar fréttamann bar að garði. Það var létt yfir mönnum þrátt fyrir kuldann, menn báru sig vel og fannst fyrir mestu að draga fram veiðigræjurnar og renna fyrir fisk.

,,Ég er búinn að vera út á engjunum í allavega tvo tíma en ekki orðið var ennþá, það er alls ekki ekki svo kalt,, sagði Daníel Karl Egilsson, sem var við veiðar í Elliðavatni í morgun en var ennþá fisklaust þegar við hittum hann.,

Daníel Karl sagði Útiveruna góða og hann ætlaði að reyna annarsstaðar í vatninu," sagði veiðimaðurinn  og hélt á aðrar slóðir við vatnið.

Þegar við komum við vatnið voru ekki margir kannski 6-7 að veiða, reyna en fiskurinn var alls ekki í tökustuði enda ekki nema þriggja stiga hiti við vatnið. Geir Thorsteinsson var á þessum slóðum snemma í morgun og veiddi fimm góða fiska. Það var aðeins veiði.En hvar var sumarið?

 

23.apr. 2015 - 13:07 Gunnar Bender

Bleikjustofninn er að styrkjast

,,Brúará hefur ekki verið uppá sitt besta fyrsta mánuð veiðitímabilsins. Hún hefur verið vatnsmikil og lituð,“ sagði veiðimaðurinn Árni Kristinn Skúlason , er við spurðum hann um Brúará og veiðina í sumar þar.

,,En fiskurinn tekur þrátt fyrir að aðstæður séu slæmar, hvítar straumflugur hafa gefið mér vel þegar áin er lituð. Oft er best að veiða djúpt og láta fluguna sleikja botninn. Þau svæði sem gefa helst fiska í þessum aðstæðum að mínu mati eru Hrafnaklettar, út frá vatnsmælinum og Breiðbakki

Ekki vera að veiða bara á svæðum sem eru lamin nær stanslaust allt tímabilið. Ég veiði sjálfur best í svæðinu í kringum Dynjanda, frá beygjunni fyrir ofan hann og alveg niður að Hrafnaklettum. Þar eru fullt af strengjum og hyljum sem geyma alltaf fiska.

En ég er mjög bjartsýnn á sumarið. Um leið og það byrjar að hlýna og áin hreinsar sig byrjar bleikjan að taka. Bleikjustofninn er að styrkjast með hverju ári að mínu mati og hvet ég alla veiðimenn sem eiga leið í Brúará að sleppa öllum stórum bleikjum til að hjálpa stofninum að stækka,"sagði Árni Skúli ennfremur.

 

22.apr. 2015 - 16:17 Gunnar Bender

Veiðin byrjar í Elliðavatni í fyrramálið

Veiðin byrjar klukkan sjö í fyrramálið í Elliðavatni og eiga veiðimenn örugglega eftir að fjölmenna þrátt fyrir kalda spá á morgun og næstu daga. Elliðavatn var alltaf opnað 1.maí en nú hefur því verið breytt og það er sumardagurinn fyrsti. Það eru kannski ekki allir að fýla það en veiðin er að byrja og það er fyrir mestu fyrir alla.

Eitthvað hefur verið að togast upp úr Vífilsstaðavatni og líka Kleifarvatni þrátt fyrir erfiðar aðstæður við vatnið. Einn og einn góður silungur á stöngina. Veiðimenn voru í Meðalfellsvatni og fengu en ekki stóra.

Ungir og áhugasamir veiðimenn við Elliðavatn, Aron Eiríksson, Ingvar Skúlason og Viktor Sigurðsson. Mynd. G.Bender

21.apr. 2015 - 16:34 Gunnar Bender

Spáð er skítakulda næstu daga

Þeir voru margir sem ætluðu að renna fyrir silung á allra næstu dögum, bæði á Þingvöllum og síðan opnar Elliðavatnið á sumardaginn fyrsta. En veðurspáin er allt annað en góð, það er spáð skítakulda kringum sumardaginn fyrsta.

,,Við ætlum að kíkja á Þingvelli," sagði Hugó Bender, veiðimaður með mikla  veiðidellu og margir ætla að kíkja upp að Elliðavatni og taka úr sér hrollinn eða fá hroll í kroppinn. 

Í gær voru  þó nokkir veiðimenn á Þingvöllum að reyna en veiðin gekk rólega. Fiskurinn var alls ekki í neinu tökustuði, kannski ekki skrítið. En það var reynt og það fyrir mestu. Þá er von.

Á myndinni er Halldór Gunnarsson með 67cm sjóbirting af köldum bökkum Varmár. Veðurspáin næstu daga er ekki góð.

20.apr. 2015 - 21:30 Gunnar Bender

Fyrstu fiskarnir komnir á land í Þingvallavatni

Veiðin byrjaði í Þingvallavatni  í morgun og voru veiðimenn snemma á fótum sumir hverjir enda margir sem ekki  hafa  alls ekki getað beðið mikið lengur. Aðstæður við vatnið hefur aðeins lagast og ísinn á hröðu undan haldi en því er spáð að það kólni verulega  í vikunni.

En veiðimenn kalla ekki allt ömmu sína og láta sig hafa þetta. Fyrstu fiskarnir eru komnir á land í vatninu, en veiðimaðurinn Rasmus var á fleygiferð í morgun í frekar leiðinlegu veðri. Hann var búinn að fá tvo þegar hann var myndaður við vatnið.

19.apr. 2015 - 20:13 Gunnar Bender

Gæti orðið erfitt að veiða á Þingvöllum á morgun

 Veiðin byrjar á Þingvöllum á morgun og aðstæður hafa oft verið  miklu betri en núna eftir mikla kuldatíð í vetur. En eins og sést inná síðunni hjá Veiðikortinu í dag er mikill ís á vatninu ennþá en staðan er  best  líklega við Arnarfellið. Já, mikill ís er ennþá á vatninu en stendur vonandi til bóta.

 ,,Ég kíkti aðeins á vatnið í vikunni og það var hellingur af ís víða en vakir,“ sagði Atli Arason einn af þeim sem ætlar að renna fyrir fisk á fyrstu dögunum sem það má. Biðin er allavega á enda það þarf bara að koma flugunni niður um ísinn.

 

16.apr. 2015 - 14:15 Gunnar Bender

Skiptir öllu máli að hafa góðan leiðsögumann

Það sem skiptir öllu máli i veiðinni þegar veiðimenn eru að reyna nýjar laxveiðiár er að hafa góðan leiðsögumann sem þekkir ána. En ekki að vaða á stað og eyða næstum öllum tímanum í að leita af ánni og fá ekki neitt Í gegnum tíðina höfum við  eignast marga góða leiðsögumenn, sem þekkja laxveiðiána og halda  tryggð við þær. Þekkja hvern hyl og stein í ánni.

Ég man eftir að fyrir mörgum árum fór ég í Hallá við Skagaströnd við þriðja mann og áttum alla ána. Við  fengum stór stórkostlegan  veiðimann á Skagaströnd, Bernódus Ólafsson til að sýna okkur hana eftir hádegi eftir að við höfum ekki séð bröndu í henni fyrir hádegi og vorum á leiðinni heim. En Benni sýndi okkur ána og á flestum stöðum voru laxar og við fengum laxa. Það skiptir miklu að láta segja sér til og það skilar sér margfalt. Þetta eiga menn að hafa í huga. góður leiðsögumaður skiptir öllu máli.

14.apr. 2015 - 19:07 Gunnar Bender

Fengu 35 fiska - áin orðin lituð

,,Við vorum að koma úr Geirlandsánni í dag, búnir að vera að síðan á laugardaginn," sagði Hilmar Jónasson sem var veiðislóðum síðustu daga.

,,Túrinn byrjaði kaldur i byyrjun með miklum vindi og gerði það okkur ansi erfitt fyrir fyrsta daginn en takan var þó þokkaleg og komu nokkrir á land þá.  Sunnudagurinn var mun betri veðurfarslega og jókst þá takan, það birti vel og hlýnaði og gekk allt betur hjá mönnum og fiski en hann fór greinilega á hreyfingu.  Helstu staðir hjá okkur voru Ármót og Húshylur. Áin var svo í miklum vexti í morgun og var orðin lituð þegar við fórum.Við enduðum í ca. 35 fiskum og var þar stór fiskur í meirihluta, við vorum að taka töluvert af fiski 75-90 cm, virkilega gaman.  Flugurnar voru helstar lítil flæðamús og black ghost, allt frekar klassískt í þeim efnum," sagði Hilmar ennfremur

13.apr. 2015 - 13:24 Gunnar Bender

Kuldalegt við Grímsá í Borgarfirði

,,Við byrjuðum veiðina um klukkan 10 fyrir hádegi og  veðrið var ágætt til að byrja með en versnaði eftir sem leið á daginn og við hættum um fjögur leytið,"sagði  Sigurður Kristjánsson sem var við veiðar í Grímsá í Borgafirði fyrir fáum dögum.

,,Þá  vorum við búnir að landa níu sjóbirtingum og setja í töluvert fleiri. Við veiddum á margskonar straumflugur en birtingurinn virtist helst vilja bjartari liti, svosem appelsínugult, rautt og hvítt. Fiskurinn var á bilinu 45 – 55 cm og skemmtilegur viðureignar. Vorum mest á neðstu veiðistöðunum því það var skjólsælla þar en á efri stöðunum," sagði Sigurður ennfremur

Meðfylgjandi myndir tók Róbert Cabrera.

13.apr. 2015 - 13:19 Gunnar Bender

Fallegt við Tungulækinn - mynd dagsins

Það er víða fallegt við Tungulækinn fyrir austan, en hann rennur út í Skaftána og hefur gefið helling af fiski þar sem af er. Halldór Ólafur Halldórsson við veiðar í læknum fyrir fáum dögum. Mynd G.Bender
11.apr. 2015 - 16:32 Gunnar Bender

,,Eigum eftir að koma þarna aftur"

Veðurfarið hefur verið allt annað en gott síðustu daga, umhleypingar og skítatíð en það stendur allt til bóta. Það á að hlýna og það skiptir miklu fyrir marga, ekki bara veiðimenn, heldur  alla landsmenn. Og það er verið að berja hinar og þessar ár þessa dagana.

,,Við fengum allar tegundir af veðri, snjó á degi tvö og mikinn vind. rosalegan vind á degi þrjú og síðan logn og sól á degi fjögur,“  sagði Óskar Bjarnason sem var í Húseyjarkvísl fyrir fáum dögum. 

,,Við fengum og 26 fiska. marga á milli 60 – 70 cm og nokkra yfir 70 cm. Líka nokkra staðbundna frá 40 - 56 cm. Frábær veiði,sökklínur og flotlínur með sink tip. blackghost aðallega og svo nokkrar heimatilbúnar með hvítu í. Rosalega skemmtileg á og geðveikir fiskar,sterkir. Frábært veiðihús og öll aðstaða. Eigum eftir að koma þarna aftur,,“sagði Óskar ennfremur.

11.apr. 2015 - 08:32 Gunnar Bender

,,Fæ yfirleitt fisk á þessum stað“

Veiðin í Tungulæk hefur verið mjög góð síðan lækurinn opnaði og margir vænir fiskar komið á land, Þrátt fyrir kulda og trekk hafa veiðimenn verið að fá góða veiði. 

 ,,Þetta er fyrsti fiskurinn í sumar, þriggja punda sjóbirtingur og það var gaman að veiða hérna,“ sagði Jón Skelfir  goðsögnin í veiðinni sem var við veiðar í Tungulæk í vikunni  og  hann  veiddi  þar fyrsta fiskinn  sinn í sumar  í kulda og trekki.

 ,,Ég fæ yfirleitt alltaf fisk hérna á þessum stað þegar ég hef rennt hérna, staðurinn er góður,, sagði Jón ennfremur og hélt áfram að kasta flugunni. Fiskurinn var að vaka. en  takan var ekki mikil.

 

 

 

11.apr. 2015 - 08:27 Gunnar Bender

,,Við erum búnir að fá nokkra“

,,Þetta gengur ágætlega við erum búnir að fá nokkra og missa líka, fiskurinn tekur grant,“ sögðu þeir bræðurnir  Jónas og Halldór Óli Halldórssynir  þegar við hittum þá við Tungulæk  á föstudaginn í frekar leiðinlegu veðri en núna hafa veiðst um 430 fiskar í læknum síðan svæðið opnaði fyrir veiðimenn fyrir nokkrum dögum síðan. Það er víða finna fiska í læknum.

,,Við erum búnir að reyna að á nokkrum stöðum hérna við lækinn,“ sögðu þeir bræður og héldu áfram að kasta flugunni. Við héldum ferðinni áfram, veiðimenn voru að veiða í Geirlandsá og Vatnamótunum.

 

08.apr. 2015 - 21:26 Gunnar Bender

Veiddu 17 fiska í Tungufljótinu

,,Við vorum að koma úr Tungufljóti í dag, heildarveiðin hjá hollinu var 17 fiskar,“ sagði Elvar Örn Friðriksson sem var á veiðislóð.

,,Fiskarnir  voru á bilinu 40 – 80 cm. Það var mikið  og litað vatn í fljótinu þegar við mættum en veður þó ágætt. Við veiddum vel á fyrstu vakt. Daginn eftir var snjóstormur megnið af deginum og aðstæður erfiðar en það komu þó einhverjir fiskar á land. Þrír staðir voru að gefa. Efri-Hólmur, Syðri-Hólmur og Flögubakkar. Við fundum ekki fisk á brúnni og fyrir ofan hana. Hollið á undan okkur fékk frábæra veiði, eða 45 fiska. Tungufljótið er í heildina komið í um 80 fiskar,“ sagði Elvar ennfremur.

07.apr. 2015 - 21:22 Gunnar Bender

Gæsirnar komnar í þúsundum til landsins

Frá Breiðdalsvík og suður fyrir Höfn voru komnar þúsundir af gæsum núna á nokkrum dögum, en allt gerðist þetta um páskana á stuttum tíma. Túnið voru þakin víða  af fugli eins og kringum Höfn, og inní fjörðunum alveg austur af Djúpavogi.

Þótt útlendingar  séu  margir þessa dagana, eru gæsirnar miklu,miklu fleiri.  Og þess á milli má sjá hreindýr úr um allt. Næsta tímabið gæti orðið flott á gæs og hreindýrum, það fer ekki á milli mála.

06.apr. 2015 - 17:39 Gunnar Bender

Hverjum verður boðið að opna Norðurá í Borgarfirði?

Það styttist í að laxveiðin byrji í veiðiánum, vorveiðin er komin á fleygiferð og vatnaveiðin er að komast á flug innan tíðar. Norðurá í Borgarfirði opnar fyrst fyrir veiðimenn 5 júní, Straumarnir og Blanda líka sama dag. Og stór spurningin er hvernig laxveiðin verður í byrjun.

Og önnur spurning er líka brennandi á vörum manna þessa dagana. Hverjum verður boðið í opnun Norðurár. Í fyrra voru það Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherrann og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.

Og það boð vakti enga smá athygli hjá þjóðinni. En Bjarni náðu flottum laxi, hverjum verður boðið í ár? Það er stór spurningin, það verður spennandi að sjá það hverjir það verða. Kannski bara ekki stjórnmálamenn þetta árið!

05.apr. 2015 - 22:08 Gunnar Bender

Benderinn fór á kostum við Minnivallaræk

Veiðin hefur heldur betur tekið kipp eftir að hlýnaði og líklega hafa veiðst á milli 600 og 700 sjóbirtingar fyrsta daga tímabilsins. Núna hafa veiðst um 15 urriðar í Minnivallaræk og Jón Húgó Bender var við veiðar í læknum fyrir í gær.

Jón Húgó er sonur Harðar Bender sem var að opna hvalasafn út á Granda og þar eru fiskarnir aðeins stærri en í Minnivallarlæknum. En Jón Húgó er fiskinn og veiddi hvern fiskinn á fætur öðrum í læknum á fluguna við  erfiðar aðstæður. Hann hefur veitt síðan hann var pínulítill.

 

05.apr. 2015 - 20:58 Gunnar Bender

Mynd dagsins 4. apríl

Flott veiði. Vaskir veiðimenn við Smyrlabjarará í dag með  flotta veiði. Mynd G.Bender

05.apr. 2015 - 14:23 Gunnar Bender

Bullandi fjör í Tungufljótinu

,,Hérna við  Tungufljótið eru góðar aðstæður núna  og veiðin eftir því,“ sagði Sigurberg Guðbrandsson sem var staddur við fljótið.

,,Ef mér telst rétt til þá eru komnir 33 fiskar á land og  stærðin er frá  40 cm og upp í 75 cm,“ sagði Sigurberg um stöðuna.

Geirlandsá er að byrja að gefa fiska og Vatnamótin líka, byrjunin þar var frábær.

,,Við fengum 28 fiska á þremur tímum,“ sagði Óskar Færseth við Geir landsána.VeðriðKlukkan 12:00
Heiðskírt
ANA5
-0,8°C
Skýjað
NNA5
-0,6°C
Skýjað
NA2
-3,7°C
Snjóél
NV2
-3,4°C
Snjóél
N10
-3,8°C
Léttskýjað
NA6
-1,1°C
Spáin