25. ágú. 2012 - 15:23Gunnar Bender

Sjóbirtingskvöld hjá SVFR

Stangaveiðifélag Reykjavíkur efnir til kynningar- og fræðslukvölds um sjóbirting og veiðisvæði SVFR þar sem hann er að finna – þriðjudaginn 28. ágúst í höfuðstöðvum félagsins að Rafstöðvarvegi 14 í Elliðaárdal. Dagskráin hefst stundvíslega kl. 20.

Eftirfarandi svæði verða kynnt:

  • Tungufljót í Skaftafellssýslu
  • Eldvatnsbotnar
  • Varmá

Árnefndir viðkomandi svæða munu munu kynna svæðin, lýsa helstu veiðistöðum og jafnvel ljóstra upp einhverjum vel geymdum leyndarmálum!

Þá mun Jóhannes Sturlaugsson hjá laxfiskum flytja fróðlegt erindi um mun á lífsvenjum laxa og sjóbirtinga, en á sama tíma og laxinn virðist í niðursveiflu heyrast fréttir af góðum sjóbirtingsgöngum Stórir birtingar eru farnir að veiðast, t.d. einn 12 punda í Tungufljóti og fleiri vænir. Nú er besti tíminn til að veiða sjóbirting að nálgast.
29.sep. 2014 - 21:32 Gunnar Bender

Endar Svartá í 300 löxum

Veiðin hefur gengið ágætlega i Svartá  en núna eru komnir næstum 300 laxar og veiðimenn sem voru þarna fyrir skömmu veiddu nokkra laxa.

,,Það voru laxar á nokkrum stöðum, þetta var allt í lagi,“ sagði veiðimaður sem var að koma úr ánni.

 ,,Fórum fyrst í Blöndu og fengum nokkra laxa og síðan í Svartá og fengum líka nokkra laxa,“ sagði veiðimaðurinn.

Lítið hefur frést af Laxá á Refasveit, núll fréttir. En veiðin hefur víst verið góð í henni og veiðimenn sem voru fyrir þó nokkru síðan veiddi 17 laxa og sögðu að töluvert væri að fiski í ánni og sumar vel vænir. Það var víst bolti í Göngumannahylnum en tók ekki neitt. Hann var flykki.

27.sep. 2014 - 16:49 Gunnar Bender

Fangar á Litla-Hrauni fá að fara í veiði Vola

Núna í sumar hefur verið tekið upp sú nýbreytni að leyfa föngum á Litla-Hrauni að fara í veiði Vola, sem er steinsnar frá Litla-Hrauni. En DV greinir frá þessu í daga og fer ítarlega yfir málið. 

Mest veiðist af silungi í Vola en einn og einn lax. Eitthvað hefur veiðst en þetta er nýbreytnin á Hrauninu og fá  fangarnir fá að veiða í ákveðin tíma. Þetta er alls ekki galinn hugmynd og fínt að fá aðeins fjölbreytni í annars litlaust rimlalífið á svæðinu.

Veiðiskapinn geta líka allir stundað, útiveran er góð og stundum tekur fiskurinn. Hugmyndin er langt frá því að vera galin.

27.sep. 2014 - 08:50 Gunnar Bender

Léleg laxveiði alls ekki ávísun á lækkun veiðileyfa

Þótt það sé gaman að veiða þá fer glansinn af veiðiskapnum ef fiskana vantar í árnar. Sumarið 2014 var ömurlegt laxveiðisumar og breytir engu þótt menn reyni að tala það upp - tölurnar segja allt sem segja þarf.

Flugufréttir hafa sett tölur frá Angling.isupp í töflu og greint stöðuna út frá veiði per stöng 2013 og svo 2014. Sumarið 2013 var reyndar mjög gott og fallið er því mikið. Aðeins Svalbarðsá bætir sig á milli ára og Laxá á Ásum og Ormarsá eru á pari. Aðrar ár hrynja og má nefna að veiðin í til að mynda Grímsá, Hítará, Norðurá og Þverá er um eða innan við þriðjungur af því sem hún var í fyrra, Langá skilaði aðeins 21% af því sem veiddist þá og Álftá 14%. Veiði er ekki alls staðar lokið en nú er löngu ljóst að sumarið 2014 var afspyrnuslappt.

Auðvitað er þetta staðan eftir sumarið.laxveiðin var ekki góð. Flugufréttir ræða  aðeins um málið í dag eins og það liggur á borðinu núna.  En þetta hefur gerst áður  að veiðin hefur verið slöpp og ekki hafa veiðileyfin lækkað verulega.

Margar laxveiðiár eru með samninga til marga ára, auðvitað er hægt að fara frammá lækkun.Það verður auðvitað reynt og Veiðipressan hefur heimildir fyrir því að einhverjir séu byrjaðir að semja.  En það virkar bara alls ekki alltaf.  Dýrustu dagarnir í sumar og næsta sumar lækka ekkert, 500-600 þúsund króna dagar. Þeir munu halda verðgildinu, erlendir veiðimenn eru að borga þá. Þeir halda upp verðinu. Það er málið.

,,Ég hef heyrt þetta áður ekkert lækkar,“ sagði veiðimaður sem við ræddum við í dag og sama streng tók annar. É man aldrei neinum risalækkunum, þó veiðin hafi dottið niður í einhverri veiðiánni. Það er bara staðan,“ sagði veiðimaðurinn ennfremur.

En hrunið er mikið, laxinn kom ekki eða kemur allavega ekki úr þessu. Sumar laxveiðiárnar hafa hrundið stjarnfræðilega niður.

26.sep. 2014 - 09:33 Gunnar Bender

Nær ekki Laxá í Dölum tvö hundruð löxum?

Það var enginn draumur að eiga veiðileyfi í Dölunum í sumar, í næstum því flestum laxveiðiánum á svæðinu. Eins og Laxá í Dölum sem aðeins hefur gefið 191 lax og Haukadalsá sem endaði í 183 löxum. En þegar kíkt var í hylinn fyrir ofan veiðihúsið um daginn í Haukadalsá, var hellingur af laxi  þar og ennþá nýir fiskar að koma uppá brotið.

Laxinn kemur kannski bara svona svakalega seint þetta árið. Aldrei að vita. Í Ytri-Rangá eftir að maðkurinn kom aftur úti hefur  hún stungið Eystri-Rangá af en Yrti hefur gefið 2670 laxa en Eystri er með 2440 laxa. Blanda kemur síðan í næsta sæti fyrir neðan, miðað við fjölda laxa.

En ennþá er hægt að veiða fiska. Sumarið er ekki úti ennþá.

24.sep. 2014 - 21:03 Gunnar Bender

Léttleikinn skiptir öllu máli í veiðitúrnum

,,Ég held að þessi veiðimaður eigi metið í sumar, hann hefur ekki fengið lax í sjö veiðitúrnum. Sumar laxveiðiárnar eru ekki að verri endanum sem hann fór í, rándýrar en samt er hann við hestaheilsu og ætlar ekki að selja strangarnir sínar,“ sagði veiðimaður sem var mikið að spá í sumar sem ég hitti.

,,Ætli hann hafi ekki eytt allavega 500-600 þúsund í veiðileyfi og hann missti einn lax annað var það ekki,“ sagði.En sumarið áður veiddi vinur inn 37 laxa svo þetta hefur verið skellur fyrir hann, eftir alla þessa laxa,“ sagði vinurinn sem reyndar lenti ekki í þessu fiskleysi.

Já, er nokkuð til í þessu en veiðin er bara svona. Það skiptir miklu máli að hafa húmorinn í lagi, veiðin er stundum slöpp eins og gengur og gerist. Veiðimenn verða að bíta í það súra epli, einn fiskur eða bara enginn. Það kemur sumar eftir þetta sumar en spurningin er hvort laxinn komi. Það er heila málið sem vilja helst vita en enginn getur svarað. Við skulum sjá til.

 

23.sep. 2014 - 13:23 Gunnar Bender

Þarf ekki að kvarta yfir Staðaránni

,,Það þarf ekki að kvarta í Staðaránni hjá mér, það hefur verið fín veiði, stundum meira segja mok. Veiðin hefur aðeins minnkað eftir að leið á sumarið,“ sagði Gunnar F. Jónsson er við spurðum um heita svæðið í Staðaránni fyrir neðan brúna.

,,Veiðimenn voru að fá stóra fiska á tímabili og þó nokkuð af þeim. Sumarið hefur gott. Núna hefur komið smærri fiskur uppí ána. Vatnasvæði Lýsu hefur gefið 2 laxa og eitthvað af silungi,“ sagði Gunnar ennfremur.

Við fréttum af veiðimönnum sem voru þarna í Staðaránni um daginn og sögðu svæðið skemmtilegt. Þeir fengu fína veiði.

23.sep. 2014 - 10:31 Gunnar Bender

Vatnið frábært í ánni og verður enn betra

,,Við erum búnir að fá tvo tíu  punda og einn minni í dag þetta er bara frábært hérna,“ sagði Siggi Kalli sem var við veiðar í Fossálnum fyrir austan Kirkjubæjarklaustur. En sjóbirtingsveiðin virðist vera að byrja á fullu þessa dagana. og birtingurinn er að mæta á staðinn. Veiðin hefur líka gengið veil  í Jónskvíslinni síðustu tvö daga.

,,Við misstum fjóra væna fiska en vatnið er frábært  i ánni núna og verður ennþá betra á morgun. Það verður veisla á morgun hjá félögunum,“ sagði Siggi Kalli kátur í veiðinni.

22.sep. 2014 - 14:34 Gunnar Bender

Dregur að lokum sumars

Það stefnir í að laxveiðiár Strengja, Jöklusvæðið, Breiðdalsá og Hrútafjarðará endi allar í um 300 löxum hver en það má veiða í þeim öllum til loka september. En það er lítið bókað á næstunni fyrir austan svo það kemur í ljós hvort sú tala náist á þeim slóðum.

Hrútafjarðaráin er aftur á móti fullbókuð til lokadags 30. september.  En ennþá er þó einhver nýr lax að ganga bæði í Breiðdalsá og svo einnig í Kaldá sem er hliðará Jöklu. En Jökla sjálf fór á yfirfall snemma í september líkt og sumarið 2013 en veiði heldur áfram þó í hliðaránum Kaldá, Fögruhlíðará og Laxá.

22.sep. 2014 - 14:04 Gunnar Bender

Glæsilegur endir í Ásunum

 ,,Við Óli Ben voru síðasta daginn í  Laxá á Ásum og fengum 4 laxa, 3 urriða og einn mink,“ sagði Bergþór Pálsson en hann var að loka ánni þetta árið.

,,Það veiddust 1006 laxar þetta sumarið,“ sagði Beggi ennfremur. Lokatölurnar úr Ásunum er góðar og það veiddist vel líka í Ósasvæðinu en þar veiddist hellingur af silungi og allavega 6 laxar. Laxá á Ásum hefur verið stíga upp eftir rólegheit síðustu árin en aðeins veitt á flugu í ánni.

21.sep. 2014 - 13:51 Gunnar Bender

,,Ég var ansi nálægt því að fá fisk"

,,Það var nokkrum sinnum tekið vel í hjá mér sérstaklega ofarlega í Hvolsá á tveimur stöðum og líka  í Staðarhólsánni,“ sagði séra Þór Hauksson prestur í Árbæjarkirkju en hann fór eins og fleiri fisklaus heim eftir veiðiferð í Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum. þrátt fyrir heiðarlega tilraun í veiðiskapnum.

En séra Þór hefur ekki riðið feitum hesti frá veiðinni síðustu  árin og en nánast fisklaus þrátt fyrir góða tilburði á bökkum ánna.

,,Ég held að þetta sé að að koma og ég fái bráðum fyrsta fiskinn og líklega fyrsta laxinn. Ég var í fiski enda með tvo góða gæta sem sögðu mér til, allavega annar en hinn hló bara mest annan tímann.  Veiðin er skemmtileg og minn tími í veiðinni mun koma,“ sagði Þór og lét sér í léttu rúmi liggja þó  svo hann væri fisklaus eftir nokkra veiðitúra.

 

21.sep. 2014 - 13:08 Gunnar Bender

,,Þetta var svakalega gaman"

,,Það voru nokkrir fiskar þarna í hylnum og hann tók fljótlega og ég var snöggur að landa honum. Þetta var svakalega gaman,“ sagði Tryggvi Mathiesen hann hann veiddi maríulaxinn sinn í Hvolsá í Dölum í gærdag á maðkinn og var óheppinn skömmu seinna þegar missti á sama veiðistað miklu stærri lax en maríulaxinn.

,,Í hylnum var bæði laxar og bleikjur, sumar vel vænar,“ sagði Tryggvi en hann var sá eini sem veiddi lax í hollinu sem var að hætta í Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum.  En árnar hafa gefið 110 laxa og um 300 bleikjur.

 

21.sep. 2014 - 13:02 Gunnar Bender

Árni Baldursson ekkert af skafa af hlutunum

,,Það var hálfgerð jarðarfararstemning á skrifstofunni hjá okkur allt árið 2013. Það er varla hægt að segja að síminn hafi hringt. Nú þegar veiðin er jafnvel verri er brjálað að gera, það er "Wall Street" ástand á skrifstofunni,“ sagði Árni Baldursson í samtali við Flugufréttir um helgina.

Árni sagðist ekki hafa hugmynd um það af hverju veiðimenn bregðast við á þennan hátt. Kannski var ástandið það slæmt að menn trúa ekki að það komi annað viðlíka ár, eða kannski hefur fólk það bara aðeins betra en fyrir einu til tveimur árum.

,,Þessi staða kemur mér á óvart, en árið 2013 var það versta í 28 ára sögu fyrirtækisins. Árið í ár er hins vegar það besta og næsta ár stefnir í að vera jafnvel enn betra." segir Árni Baldursson og ekkert að skafa af hlutnum í samtali við Flugufréttir um helgina.

Einar Sigfússon  sölumaður veiðileyfa í Norðurá  í Borgarfirði talar í  allt öðrum og  í miklu mýkri tón um veiðistöðuna í enn einu viðtalinu í veiðiþætti Morgunblaðsins um helgina . Eða eins og einn veiðimaðurinn orðaði ,,Hann er alltaf í viðtali þarna.“

20.sep. 2014 - 11:13 Gunnar Bender

,,Fiskurinn getur verið vænn"

Veiðin í Svalbarðsá í Þistilfirði hefur verið töluvert betri en fyrir ári síðan en núna eru komnir á milli 320-330 laxar úr ánni. En fyrir ári síðan veiddust 306 laxar. Og laxveiðin hefur verið vænn í ánni í sumar.

,,Það er alltaf gaman að veiða í ánni og fiskurinn getur verið vænn,“ sagði Júlíus Jóhannsson sem var í Svalbarðsá fyrr í sumar og veiddi væna laxa.

Árnar í Þistilfirðinum hafa verið að gefa vel í sumar eins og Sandáin. Og ekki hefur tekist að setja í stóra boltann sem ennþá syndir um ána og fæst alls ekki til að taka agn veiðimanna.

 

17.sep. 2014 - 22:25 Gunnar Bender

Besta veiðisaga ársins: Sæþór veiddi maríulaxinn með höndunum

Sæþór Jónsson með maríulaxinn sinn sem hann tók með höndunum einum ,,Við vorum að koma úr Affallinu sjö félagarnir. Þetta er okkar fyrsta skipti hérna og var þessi ferð alveg svakalega skemmtileg,“ segir Halldór Gunnarsson.
17.sep. 2014 - 10:04 Gunnar Bender

Nils ennþá í stórfiski

Nils Folmer Jorgensen setti í enn einn stórfiskinn í sumar og núna í Viðidalsá í Húnavatnssýslu en laxinn var 106 sentimetrar. Þetta er ekki fyrsti stórfiskurinn sem Nils landar áður hafði hann veitt stóra í Laxá í Aðaldal og Vatnsdalsá.

Fyrr í sumar hafði hann veitt rígvæna urriða í Þingvallavatni.Og hann er ekki hættur, langt frá því.

 16.sep. 2014 - 13:57 Gunnar Bender

Óskar og félagar veiddu vel

,,Við vorum að koma úr Reykjadalsá í Borgarfirði og fengum 18 laxa,“ sagði Óskar Færseth en hann hefur veitt nokkra fiskana um ævina og í sumar þó nokkra. Reykjadalsá hefur gefið 105 laxa og fiskarnir hjá þeim félögum veiddust víða um ána. Í nokkrum fljótum eins Reykholtsfljóti, Grímsstaðafljóti og Breiðafljóti.

Það hentar kannski vel að kalla flesta hyljina  í ánni fljót. Þetta verður að teljast ágæt veiði á svæðinu miðað við annað í Borgarfirðinum í veiðinni. Og 18 laxar er bara snilld.

15.sep. 2014 - 11:49 Gunnar Bender

Veiðiveislan byrjuð í Stóru Laxá

September virðist vera mánuðurinn  í Stóru-Laxá í Hreppum,  en hann er  detta inn á hverju ári með frábæra veiði. Stóra Laxá hefur gefið 455 laxa og holl erlendra veiðimanna sem var þar um daginn veiddi 23 laxa á tveimur vöktum sem verður að teljast feiknagott.

,,Þetta er allt í lagi hérna á bökkum Stóru Laxár, fiskurinn er hérna fyrir hendi,“ sagði veiðimaður sem var að landa laxi í Bergsnösinni. Í fyrra veiddust yfir 1700 laxar en það veiðist varla nánast núna. En veiðiveislan stendur yfir í Stóru-Laxá og verður örugglega eitthvað áfram.

 

15.sep. 2014 - 09:18 Gunnar Bender

Búið að vera snarklikkað veður

,,Við fengum tvo laxa, 13 og 6 punda og misstum aðra tvo,“ sagði Halldór Gunnarsson sem var í Affallinu í gær en veðurfarið var langt frá því að vera gott.

,, Það er búið að vera snarklikkað veður í og mikið rok. Við fengum fiska mest í kringum sleppitjörnina en það er töluvert af fiski. Affallið hefur gefið 325 laxa,“ sagði Halldór og vonaði að veðurfarið yrði betra á morgun. Spáin er jú aðeins betri.

14.sep. 2014 - 13:10 Gunnar Bender

Laxá á Ásum fengsælasta veiðiáin

Við skulum aðeins rýna í veiðistöðuna eins og hún er núna. Eystri-Rangá hefur gefið 2300 laxa en hún er líka með 18 stangir, Ytri-Rangá er með 2100 laxa en 20 stangir. Blanda er stopp þessa dagana vegna yfirfalls en hefur gefið 1901 lax með 14 stangir, Miðfjarðará er á fleygiferð ennþá og hefur gefið 1510 laxa en hún er  með 10 stangir. Laxá á Ásum hefur gefið 950 laxa  og er með 2 stangir.

Ef við reiknum þetta út er auðvitað Laxá á Ásum besta laxveiðiáin landsins miðað við stangafjölda og burstar þetta. Eins og sagt er á fótboltamáli. Það fer ekki á milli mála. Flestir laxar segja ekki ekki allt stundum.

 

 

13.sep. 2014 - 10:06 Gunnar Bender

Laxá á Ásum að ná fyrri hæðum

Veiðin í Laxá á Ásum hefur verið góð það sem af sumri en áin er að komast í þúsund laxa eftir einhverja daga en áin er núna í 960 löxum. Auðvitað er Laxá á Ásum fengsælasta veiðiá landsins en aðeins veitt á tvær stangir í henni.Veiðin  hefur verið jöfn og góð í sumar.

,,Við fengum góða veiði í ánni, allt á fluguna, enda ekki leyft annað og það var fiskur víða um ána,“ sagði veiðimaður sem var þar fyrr í sumar og veiddi vel í soðið.

Ósasvæðið Laxár  hefur líka gefið vel, bæði af bleikju og fallegum urriða. Stærstu urriðarnir eru kringum 10 pundin.

 

12.sep. 2014 - 10:39 Gunnar Bender

Veislan heldur áfram hjá Bubba

Mynd: Bubbi Morthens með lax yfir 20 pundin í Laxá í gær.

,,Ég landaði þremur löxum á stuttum tíma í Aðaldalnum,“, sagði Bubbi Morthens sem heldur áfram að setja í stóra laxa í Laxá í Aðaldal þetta sumarið. Hann hefur þá landað nokkrum vænum.

11.sep. 2014 - 09:34 Gunnar Bender

Spennandi fyrirlestrar um urriðann

,,Það var mikill heiður fyrir okkur félagana að vera fulltrúar Íslands á ráðstefnunni Intercontinental Trout Masterclass sem haldin var í Tolmin í Slóveníu fyrir skömmu,“ sögðu þeir Elías Pétur Þórarinsson og Þorsteinn Stefánsson  sem voru á henni með alþingismanninum Össuri Skarphéðinssyni  En þar var fjallað um verndun urriðastofna víða um heim og komu þangað fulltrúar frá ýmsum löndum, allt frá Íslandi til Írans.

,,Á hverjum degi voru spennandi fyrirlestrar, meðal annars frá Össuri Skarphéðinssyni sem talaði um hinn magnaða Þingvallaurriða. Eftir fyrirlestrana fengum við svo að sletta úr klaufunum og fara að veiða fram að kvöldmat. Nálægt bænum Tolmin er vatnakerfi árinnar Soca, sem er þekkt sem síðasta athvarf hins fræga marmaraurriða sem getur orðið ógnarstór,“ sögðu þeir félagar.

,, Við veiddum vel en náðum þó ekki að krækja í marmaraurriða en bættum það upp með stórum villtum regnbogasilungum. Þetta var hreint út sagt frábær vika, bæði skemmtileg og lærdómsrík. Núna er svo næsta skref hjá okkur að halda áfram verndun Þingvallaurriðans sem við Íslendingar erum svo heppnir að eiga,“ sögðu þeir félagar ennfremur.

10.sep. 2014 - 10:12 Gunnar Bender

Veiddu sama laxinn tvisvar sama daginn

Það getur ýmislegt skeð í veiðinni eins og sannaðist fyrir skömmu í Krossá í Bitrufirði þegar Fannar Vernharðsson og Þormóður Guðbjartsson voru að veiða í ánni. En Fannar var að veiða í ánni ofarlega og setti í 19 punda lax á þýska Snældu og landaði fisknum eftir skemmtilega viðureign.

En veiðifélagi hans hans Þormóður Guðbjartsson fór í sama hyl seinna og daginn og renndi. Hann setur í fisk og landar honum og kemur þá í ljós að þetta var sami laxinn og Fannar hafði veitt nokkrum tímum áður. Þetta sýnir bara hvað laxinn er fljótur að gleyma.

Þeir félagar fengu fína veiði í ánni enda hafði rignt og það skipti öllu fyrir veiðina.

 

09.sep. 2014 - 09:14 Gunnar Bender

Hvað gerist næsta sumar í laxveiðinni?

Það er farið að síga á seinni hlutann í veiðiskapnum, allavega laxveiðinni, en sjóbirtingurinn er að byrja á fullu þessa dagana. Og laxveiðin hún er frammi október í nokkrum veiðiánum. Sumarið í sumar hefði mátt vera betra, það er allir sammála um.

Laxarnir eru færri og örlaxarnir eru miklu fleiri en af er látið. Einhverjar veiðiár skrá þá ekki  eitt  pund heldur toga þá upp í þrjú pundin. Og það hefur viðgengist  í nokkur sumur. Auðvitað er það bara plat en viðgengst samt.

,,Við ætlum að sjá til með næsta sumar, þetta er alls ekki gott. Það eru margir ennþá laxlausir eftir sumarið þrátt fyrir marga túra og góða,“ sögðu veiðimenn sem ég hitti fyrir norðan heiða og vildi endilega taka smáspjall um veiði. Ég var alveg til í það. Veiði er veiði.

,,Ætli við séum ekki bara eins og margir  veiðimennirnir, við ætlum að sjá hvað gerist næsta sumar, hvað laxinn muni skila sér mikið í árnar,“ sögðu þeir og héldu áfram spjallinu.

Laxveiði er skemmtileg en það þarf að veiðast, til þess er leikurinn gerður. Það vita allir.

 

 

07.sep. 2014 - 21:52 Gunnar Bender

Veiddi maríulaxinn sinn í Hörðudalsánni

„Þrátt fyrir að heildarlaxveiðin í sumar hafi verið undir væntingum, þá hafa margir lent í ævintýrum og skemmtilegum uppákomum sem ekki gleymast. Auk þess hafa nýir veiðimenn á meðal æskunnar rennt fyrir lax og fengið sinn Maríulax.

Það gerði þessi unglingur, Gunnlaugur Örn Stefánsson, 14 ára frá Vopnafirði, og landaði þessum fallega laxi í Hörðudalsá og auðvitað beit hann bakuggann af og át, eins og glöggt má sjá af myndinni.  Ekki skiptir endilega mestu máli í veiðinni fjöldi fiska, heldur einstakar uppákomur sem minningin geymir og gerir veiðina svo eftir sóknarverða.

07.sep. 2014 - 21:47 Gunnar Bender

Hreindýraskyttur út um allar koppagrundir

,,Það hefur gengið vel við náðum dýrinu,“  sögðu hreindýrakallar sem við hittum á Jökuldalnum við Skjöldólfsstaði þar sem hreindýramenn voru i hópum helgina og á hlaðinu hittum við aðra veiðimenn sem líka höfðu náð dýrum.

,,Þetta er gekk rosaleg vel enda fín skilyrði og töluvert af dýrum, veðrið er frábært,“  sögðu þeir og biðu spenntir eftir stórballinu með Geirmundi Valtýsson sem styttist í um kvöldið.

Hreindýraveiðarnar ganga vel, veðurfarið hefur verið gott á svæðinu og það er spáð blíðu næstu daga. Við létum okkur hverfa enda búnir með ballkvótann.

 

 

07.sep. 2014 - 14:36 Gunnar Bender

Fjörið að byrja á sjóbirtingsslóðum

Sjóbirtingstíminn er að ganga í garð, veiðimenn færa sig austar og ennþá austar þessa dagana. Já, fjörið er að byrja á sjóbirtingsslóðunum. Varmá hefur aðeins verið að detta inn síðustu daga og veiðimenn sem hafa reynt fengu nokkra fiska.

Veiðimenn sem voru í Fossálunum fyrir fáum dögum veiddu sex birtinga frá 4 uppí 6 pund. En á nokkrum dögum varð áin mórauð en í dag þegar keyrt var framhjá henni var hún fín og enginn litur á henni. En engir veiðimenn sáust á svæðinu.

Veiðimenn voru að berja Geirlandsá og veiðimenn sem voru í Vatnamótunum veiddu lítið fyrir fáum dögum. En allt getur gerst á stuttum tíma og fiskurinn mætt í torfum.

 

04.sep. 2014 - 16:15 Gunnar Bender

,,Allir fóru glaðir heim“

,,Ég var ásamt frábærum mönnum að veiðum í Breiðdalnum fyrir fáum dögum,, sagði Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem var á veiðislóðum.

Hörður sagði að það hefði að sjálfsögðu smá strik í reikninginn að þegar við komum tók á móti okkur hávaða rok með mikilli rigningu tók á móti þeim við komuna þannig að við vorum stutt fyrsta daginn, en samt sem áður veiddi Þórarinn Sigþórsson tvo laxa þennan dag.

,,Daginn eftir var lítið annað hægt að gera en að bíða eftir að það sjatnaði í ánni sem það og gerði en í raun má segja að við höfum misst af rúmlega einum veiðidegi vegna mikilla vatnavaxta. En þrátt fyrir þetta létu menn þetta ekki hafa mikil áhrif á sig og landaði hollið 30 löxum, flestum stórum, en vitanlega hefðum við viljað hafa þá fleiri en fórum samt sem áður glaðir heim,“ sagði Hörður i lokin.

 

 

 

04.sep. 2014 - 10:33 Gunnar Bender

Hvað gerðist með laxa á Dalasvæðinu?

 ,,Það er ótrúlegt að rýna í veiðitölurnar í laxveiðiánum á Dalasvæðinu, já í Dölunum, Haukadalsá, Miðá, Laxá í Dölum, Fáskrúð, Flekkudalsá og Krossá. Það er eins og það hafi orðið hamfarir þarna á milli ára,“ sagði veiðimaður sem veiðir mikið á þessu svæði og þekkir það vel.

 ,,Ég held að engin hafi átt von á þessu eftir þetta flotta sumar í fyrra,“  sagði veiðimaðurinn úr Dölunum. Og það er ýmislegt til í þessu. Hrunið í Miðá, Haukadalsá, Laxá í Dölum og fleiri ám á svæðinu er mikið.  Næsta sumar verður stórt spurningarmerki, hvernig verður veiðin á svæðinu?

 

 

02.sep. 2014 - 10:23 Gunnar Bender

Haust og vetur er komið út

Síðustu þrjú ár hefur Veiðihornið gefið út veglegt blað á vorin með stangaveiðivörum en gefur nú í fyrsta sinn einnig út haustblað með skotveiðivörum. 

Blaðið sem er 24 síður og prentað í 2.000 eintökum sýnir brot af vöruúrvali Veiðihornsins fyrir skotveiðimenn ásamt vörulýsingum og verði.

Veiði 2014 – Haust og vetur má nálgast í Veiðihorninu Síðumúla 8.

 


Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 16.9.2014
Óheppinn hæstaréttarlögmaður
Ragnar H. Hall
Ragnar H. Hall - 17.9.2014
Aðstoð við Jón fræðimann
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 22.9.2014
Lygamörður á ferð
Aðsend grein
Aðsend grein - 18.9.2014
Landsbyggðarvæl?
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 18.9.2014
Eins manns kenning
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 16.9.2014
Afstaða mín til innflytjenda
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 23.9.2014
Saga sem Saga vill ekki segja
María Rún Vilhelmsdóttir
María Rún Vilhelmsdóttir - 23.9.2014
Hver ert þú?
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 27.9.2014
Verðandi hæstaréttardómarar?
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 29.9.2014
29. september
Fleiri pressupennar