25. ágú. 2012 - 15:23Gunnar Bender

Sjóbirtingskvöld hjá SVFR

Stangaveiðifélag Reykjavíkur efnir til kynningar- og fræðslukvölds um sjóbirting og veiðisvæði SVFR þar sem hann er að finna – þriðjudaginn 28. ágúst í höfuðstöðvum félagsins að Rafstöðvarvegi 14 í Elliðaárdal. Dagskráin hefst stundvíslega kl. 20.

Eftirfarandi svæði verða kynnt:

  • Tungufljót í Skaftafellssýslu
  • Eldvatnsbotnar
  • Varmá

Árnefndir viðkomandi svæða munu munu kynna svæðin, lýsa helstu veiðistöðum og jafnvel ljóstra upp einhverjum vel geymdum leyndarmálum!

Þá mun Jóhannes Sturlaugsson hjá laxfiskum flytja fróðlegt erindi um mun á lífsvenjum laxa og sjóbirtinga, en á sama tíma og laxinn virðist í niðursveiflu heyrast fréttir af góðum sjóbirtingsgöngum Stórir birtingar eru farnir að veiðast, t.d. einn 12 punda í Tungufljóti og fleiri vænir. Nú er besti tíminn til að veiða sjóbirting að nálgast.
Svanhvít - Mottur
27.júl. 2015 - 16:12 Gunnar Bender

,,Veiddum í matinn"

,,Virkjun Jökulsár á Dal varð til þess að við eignuðumst eina fallegustu laxveiðiperlu á Íslandi, Jöklu,“ sagði Guðrún Una Jónsdóttir í samtali við Veiðipressuna.

,,Okkur hefur verið tíðrætt um laxinn sem nú gengur upp allan dalinn en færri vita að eftir virkjun árinnar hefur bleikjustofn árinnar líka náð sér á strik. Marga gullfallega bleikjustaði er að finna í ánni. Við mæðgur (ég og dóttir mín Amalía Árnadóttir 8 ára )skruppum inn að svokölluðum Helli sem er á svæði 2 í Jöklu rétt fyrir hádegi í fyrradag og veiddum í matinn fyrir foreldra mína sem búa mitt í þessari dýrð á Mælivöllum á Jökuldal," sagði Guðrún ennfremur.

27.júl. 2015 - 13:32 Gunnar Bender

Mjög góð veiði í Svalbarðsá

,,Veiðin gengur flott en hollið sem var að hætta í Svalbarðsá veiddi 90 laxa. Það er hellingur af fiski kominn í ána,“ sagði Haraldur Eiríksson er við spurðum um veiðina.

,,Það hefur verið góður gangur í Grímsá og Laxá í Kjós en það veiddust 34 laxar í Kjósinni og svipað í Grímsánni,“ sagði Haraldur ennfremur. Grímsáin er komin í 400 laxa sem verður að telja gott.

26.júl. 2015 - 13:16 Gunnar Bender

Þetta var bara mok

,,Jú þetta var bara mok,“ sagði Þórarinn Sigþórsson tannlæknir sem var að koma úr Blöndu fyrir fáum dögum. En áin er komin yfir 1800 laxa og það veiðist vel.

,,Við fengum fína veiði, hann var  á í hverju kasti stundum. Þetta voru margir laxar,“ sagði Þórarinn.

Hann var inntur eftir því hvort hann hefði ekki verið að veiða fleiri laxa en í Laxá á ásum um ári.

,,Já, já miklu fleiri,“ sagði Þórarinn ennfremur.

Þórarinn skrapp síðan  í Holsá eftir þetta mok í Blöndu og veiddi 15 laxa á einum degi. Blanda er topp veiðiáin þessa dagana, Norðurá rétt á eftir og svo Miðfjörðurinn.

24.júl. 2015 - 20:24 Gunnar Bender

Biðin eftir fisknum styttist

,,Þetta gekk ekki núna en biðin eftir fisknum styttist verulega,"  sagði séra Þór Hauksson prestur í Árbæjarkirkju sem kom ennþá fisklaus eftir veiðiferð í Hvoslá og Staðarhólsá í Dölum fyrir tveimur dögum.

,, Mér finnst eins og þetta sé allt að koma," sagði séra Þór ennfremur og hann meinti það.

Hvolsá og Staðarhólsá  í Dölum hafa gefið 27 laxa og 100 bleikjur, mest hefur veiðst í lóninu og þar var hellingur af laxi og bleikjum. Laxinn stökk um allt lónið en tók ekki. Svona er bara veiðin, fiskurinn gefur sig ekki alltaf.

24.júl. 2015 - 20:19 Gunnar Bender

Blanda á toppin

,,Við fengum fína veiði, helling af laxi," sagði veiðimaður sem var að yfirgefa Blöndu og hann var með vel í soðið. Blanda er á toppnum með 1660 laxa og veiðin þar hefur verið mjög góð.

Næst kemur Norðurá í Borgarfirði  með 1540 laxa , en  síðan kemur  Miðfjarðará með 1230 laxa og svo Þverá í Borgarfirði 1050 laxa. Gangur hefur líka verið ævintýralegur í Ytri-Rangá en áin er komin í 1000 laxa.

21.júl. 2015 - 22:38 Gunnar Bender

Frábær bleikjuveiði

,,Þetta var mjög skemmtileg þegar maður fann réttu fluguna og hvar bleikjan var,“ sagði Kári Jónsson sem lenti í hörku bleikjuveiði og landaði hverri bleikjunni af annarri í Lóninu í Hvolsá og Staðarhólsá i Dölum í fyrradag.

En með honum var Kjartan sonur hans. Þeir veiddu gaman um 40 fallegar bleikjur sem verður að teljast gott. Bleikjan er að mæta og laxinn líka, hann stökk og stökk.

,,Bleika flugan gaf vel, þetta voru flottar bleikjur en laxinn vildi alls ekki taka þó svo að hann væri að stökkva og stökkva,“  sagði Kári ennfremur.

Árnar hafa gefið 25 laxa og 100 bleikjur. Bleikjan er öll að koma til.

 

21.júl. 2015 - 22:34 Gunnar Bender

Hollið fékk 30 laxa í Svartá

,,Veiðin gekk frábærlega hjá okkur í Svartá í Húnavatnsýslu en hollið veiddi 30 laxa og við Sjöfn fengum 18, þrír þeirra náðu 90 cm,“ sagði séra Gunnlaugur Stefánsson sem var að koma úr Svartá en frábær veiði hefur verið á þessum slóðum. Blanda er komin á 1200 laxa og ekkert lát er á.

,,Svartá er skemmtileg veiðiá,“ sagði séra Gunnlaugur ennfremur.

19.júl. 2015 - 11:37 Gunnar Bender

Vonlaust að fá maðk þessa dagana

Svo virðist sem það sé vonlaust að fá maðk þessa dagana, sama hvar er á landinu. Við gerðum könnum í gær og tékkuðum á allavega tíu  maðkasölum víða og land og eingin átti ekki svo mikið sem einn maðk.

,,Við eigum engan maðk og hefur ekki verið lengi, það er kalt og bjart og erfitt að fá maðkinn til að koma upp,,“sagði maðkasali í Borgarnesi og í sama streng tók maðkasali í Reykjavík og á Suðurnesjum, enginn átti neinn maðk.

Tíðarfarið hefur verið erfitt, bjart og kalt og maðkurinn kemur ekki upp. Það er vandamálið en menn eru til að borga töluvert fyrir þann brúna, yfir 100 kall. En hann er bara hvergi að finna, það er stóra vandamálið.

19.júl. 2015 - 11:30 Gunnar Bender

Fleiri og fleiri veiða maríulaxinn sinn

Á hverju ári veiða alltaf einhverjir maríulaxinn sinn og hún Elsa María veiddi maríulaxinn og bætti um betur skömmu seinna. Elísa Maria, sem er  10 ára gömul, veiddi maríulaxinn sinn í gær.

Laxinn, sem var 7 punda hængur, veiddi hún í Sjávarfossinum i Elliðaánum. Skömmu seinna fékk hún annan lax sem var um 5 pund. Það tók aðeins um 20 mínútur að klára kvótann.

Það var mikið af laxi á neðsta svæðinu í Elliðaánum sem er afar ánægjulegt.

 

19.júl. 2015 - 11:26 Gunnar Bender

Breiðdalsá að komast í 45 laxa

,,Veiðin gengur bara vel hjá okkur í Breiðdalsá og núna eru komnir 45 laxar á land,“  sagði Þröstur Elliðason við Breiðdalsá en veiðin þar hefur verið í fínu lagi.

,,Það eru fiskar að veiðast um allar árnar en mest neðarlega til að byrja með. Ég held að veiðin verði bara góð hjá okkur í sumar, fiskurinn er vænn í bland við smærri fiskaauðvitað,“ sagði Þröstur ennfremur.

 

17.júl. 2015 - 09:48 Gunnar Bender

Erfitt fyrir austan en ljósir puntar

Snjór en ennþá mikill í fjöllum fyrir austan og árnar kaldar eins og í Vopnafirðinum. Þess vegna hefur laxveiðin farið rólega af stað en Hofsá hefur gefið 36 laxa og Selá 110 laxa. Og spáin næstu daga mætti vera betri. En allt kemur þetta.

,,Breiðdalsáin er komin yfir tuttugu  laxa og það veiddust  fimm laxar í gær,“ sagði Þröstur Elliðason er við spurðum um stöðuna.

,,Jökla er kominn með 16 laxa. Þetta er betri veiði en á sama tíma í fyrra í Breiðdalsánni,“ sagði Þröstur ennfremur.

 

16.júl. 2015 - 22:23 Gunnar Bender

Norðurá með langmestu veiðina

Veiðin er víða í góðu lagi, smálaxinn er að hellast inn eins og Norðurá, Þverá  Ytri-Rangá og Blöndu. Fiskurinn hefur komið á síðustu flóðum. Mesta veiði í Norðurá á dag voru 120 laxar.

,,Veiðin gengur feiknavel hjá okkur í Norðuránni,“ sagði Einar Sigfússon sölustjóri Norðurár og Norðurá  hefur gefið flesta laxana eða 1100 og síðan kemur Blanda með 960 laxa.

,,Veiðin er mjög góð í Blöndu,“ sagði Vignir Björnsson veiðivörður. Næst kemur Þverá með 740 laxa og síðan Miðfjarðará með 660. 

Gangurinn er góður í veiðinni þessa dagana.

 

15.júl. 2015 - 08:42 Gunnar Bender

Tuttugu laxar komnir á land

,,Þetta er allt að byrja hjá okkur í Hvolsá og Staðarhólsá en það hafa veiðst 20 laxar og 30 bleikjur," sagði Kristjón Sigurðsson er við spurðum um veiðina í ánum.

,,Það hafa verið nokkur holl og menn eru að veiða," sagði Kristjón um stöðuna í Hvolsá og Staðarhólsá

Veiðimenn voru í Fáskrúð og veiddu einn lax, áin hefur gefið nokkra laxa. Fyrstu veiðimennirnir eru byrjaðir í Hörðudalsá í Dölum og líka í Miðá. Litið hefur ennþá frést af veiðiskap þar um slóð

15.júl. 2015 - 08:39 Gunnar Bender

Þarf stórátak til að kynna stangveiðina?

,,Það er alls ekki mikil endurnýjun í stangaveiðinni það er vandamálið, þetta er dýrt sport og ekki fyrir alla. Stangveiðifélag Reykjavíkur hefur aðeins verið að gera eitt fyrir unglinga, aðrir ekki,, sagði veiðimaður sem ég hitti um daginn og það var mikið til þessu.

Það þarf stórátak til að kynna veiði og leyndardóma hennar fyrir unga fólkinu. Það dugir ekki að tala bara um málin og gera ekki neitt.

,,Íslenskum veiðimönnum hefur fækkað verlega, ekki kaupa miklu minna veiðileyfi en fyrir fimm, sex árum,“ sagði veiðileyfasali og það er mikið til í þessu.

Veiðiheimurinn er að breytast en það þarf snúa því við. Tíminn er fyrir löngu kominn það vita allir. Þarf meira en nokkur orð.

,,Það þarf aðgerðir,“ eins og veiðimaðurinn orðaði það svo réttilega.

14.júl. 2015 - 19:38 Gunnar Bender

Ný samningur SVFR um Haukadalsá til 2020

Stangaveiðifélag Reykjavíkur og Veiðifélag Haukadalsár skrifuðu undir nýjan samning  um leigu á veiðirétti í Haukadalsá í Dölum í hádeginu í dag. Samningurinn er til langs tíma og gildir út sumarið 2020. Skrifað var undir samninginn á skrifstofu SVFR á bökkum Elliðaánna  og að því búnu lýstu fulltrúar stjórna félaganna yfir ánægju með áfangann og sögðust hlakka til samstarfsins á komandi árum.

Það er stjórn SVFR mikil ánægja að geta boðið upp á veiðileyfi í þessari skemmtilegu á næstu árin en SVFR gerði skammtímasamning um ána í desember 2014 fyrir veiðisumarið sem nú er að líða.

Lax í hverjum hyl
Af veiðinni í Haukadalsá er það að frétta að áin er búin að gefa 65 laxa það sem af er sumri, sem er mun betri byrjun en á síðasta ári. Það voru kátir veiðimenn sem voru að ljúka veiðum á hádegi í dag en hollið veiddi 23 laxa og í morgun mátti sjá nýja laxa í hverjum einasta hyl. Stækkandi straumur er því að skila inn sterkum laxagöngum í Haukadalsá eins og raunin er á öðrum veiðisvæðum SVFR um þessar mundir.

Stærsti lax sumarsins til þessa 101 cm og fékkst hann á Horninu en stærstu laxarnir sumarið 2014 voru 108, 106, 103, 100 og 99 cm.

Jón Víðir Hauksson, staðarhaldari SVFR við Haukadalsá, sagði í hádeginu veiðimenn káta með lífið enda ekki annað hægt. Gáruflugur væru að gefa góðan afla,litlar Frances-flugur, Collie dog og Kolskeggur svo einhverjar séu nefndar. Eitthvað er um laus veiðileyfi og geta áhugasamir haft samband við skrifstofu SVFR í síma 568-6050 auk þess sem vefsala SVFR er opin allan sólarhringinn.

Um Haukadalsá
Haukadalsá er fengsæl og falleg  fimm stanga fluguveiðiá í Dalasýslu.. Áin er stutt, aðeins 8 kílómetra löng frá Haukadalsvatni niður í ós, en þéttsetin fallegum veiðistöðum. Merktir veiðistaðir í ánni eru 40 talsins og því má segja að hún renni úr einum hyl í annan á leið sinni til sjávar í botni Hvammsfjarðar. Hyljirnir eru margslungnir og breytilegir. Í Haukadalsá eru engir fossar en þar eru stríðir strengir, djúpir hyljir og hæglátar breiður. Það ættu allir að finna fjölda staða við sitt hæfi í ánni.

Langtímameðaltal árinnar er 695 laxar á stangirnar fimm. Það þýðir meðalveiði upp á 1,54 laxa á stangardag sem setur ána á stall með fremstu ám landsins. Frá því að skipulagðar skráningar hófust hefur áin mest farið í 1.232 laxa en minnst í 184 laxa. Á síðastliðnum árum hefur Haukan í þrígang farið yfir 1000 laxa, árin 2008, 2009 og 2010.

Kvóti er einn lax á vakt og skal öllum laxi 70 sm og stærri sleppt. Enginn kvóti er á silungsveiði.

Veiðihúsið við Haukadalsá er notalegt. Í setustofunni er gott útsýni yfir ána og í borðstofunni eru reiddar fram dýrindis kræsingar fyrir gestina. Svefnálman telur sex tveggja manna herbergi með sér sturtu og salernisaðstöðu. Við enda svefnálmunnar er auka baðherbergi, saunaklefi og heitur pottur.

Myndatexti: Nýr samningur handsalaður, frá vinstri á myndinni eru  Bragi Hilmarsson, stjórnarmaður í Veiðifélagi Haukadslár, Guðmundur Skúli Hartvigsson, formaður Veiðifélags Haukadalsár, Ásmundur Helgason, gjaldkeri SVFR og Ragnheiður Thorsteinsson, varaformaður SVFR.

 

14.júl. 2015 - 09:33 Gunnar Bender

Stórfiskar dag eftir dag

Veiðifélagarnir og vinirnir Árni Baldursson og Gunnar Másson hafa núna í tvo daga í röð veitt sitthvorn stórfiskinn í Laxá í Aðaldal, báða vel  yfir 20 pund. Fyrst veiddi  Gunnar Másson 24 punda fisk og daginn eftir  veiddi Árni 22,5 punda lax, líka í Laxá í Aðaldal.

Þeir félagar hafa oft áður veitt í Aðaldalnum enda veitt saman á stöng allavega í 35 ár,  ef ekki lengur.

Mynd: Árni Baldursson og Gunnar Másson með laxinn sem Árni veiddi í dag.

 


12.júl. 2015 - 22:32 Gunnar Bender

Mokveiði á Blöndubökkum

,,Við vorum að byrja veiðina hérna og erum komnir með einn lax,“ sagði Björn Jónsson á Blöndubökkum en veiðin  hefur verið frábær þar síðustu daga og er áin kominn í 650-660 laxa, sem verður að teljast gott.

,, Smá laxinn er greinilega að hellast inní ána,“ sagði Björn og plataði laxinn. Þetta var ekki sá síðasti í dag, fiskurinn var fyrir hendi.

,,Veiðin hefur gengið vel í Blöndu síðustu daga, mest er þetta smálax,“ sagði Vignir Björnsson veiðivörður við Blöndu. Spánverjar voru þarna fyrr í dag og fengu þeir vel af fiski, allt eins árs fiskur. Fyrir nokkrum síðan sáust tveir bolta laxar í ánni. engin smásmiði.

,,Já það er rétt að þetta voru vænir fiskar en fengust ekki til að taka,“  sagði Vignir veiðivörður ennfremur.

 

 

12.júl. 2015 - 15:15 Gunnar Bender

Síðustu dagar hafa gefið 40 laxa

Veiðin í Leirvogsá hefur heldur betur tekið kipp en síðustu daga hafa veiðst 40 laxar og laxar voru að ganga á flóðinu nótt. Við hittum veiðimenn við ána í gær við ána og þeir voru búnir að veiða 3 laxa en Leirvogsá  hefur gefið á milli 60 og 70 laxa en fiskurinn er ekkert kominn fyrir ofan Birgishylinn ennþá.

Veiðin togast áfram, fiskurinn hefur komið á síðustu flóðum. 

09.júl. 2015 - 09:49 Gunnar Bender

Elliðaárnar hafa gefið 130 laxa

,,Við höfum ekki orðið varir ennþá en það eru laxar," sagði Ingi Stefán Ólafsson sem var við veiðar í Elliðaánum seinni partinn í gær þegar við hittum hann. En veiðin hefur verið ágæt í Elliðaánum og eru komnir 130 laxar á land og fyrir nokkrum dögum kom ganga og veiddust um 25 laxar.

Það hefur eitthvað komið í stóra strauminn en kannski ekki nóg  Það var lax að stökkva við fossinn og fiskur að skríða upp Breiðuna.

Mynd. Rennt fyrir laxa á Breiðunni en Elliðaárnar hafa gefið 130 laxa. G.Bender

06.júl. 2015 - 10:29 Gunnar Bender

Eitt ódýrasta veiðileyfi landsins

,,Við fengum fína veiði, helling af  góðum fiskum,“ sögðu fjórir hressir veiðimenn við hittum við Svínavatn í fyrradag, en þeir voru þar í sinni árlegu veiðiferð og veiði jú hún var í góðu lagi.

,,Í fyrra fengum við 5 og 7 punda bolta bleikjur,“ sögðu þessir hressu veiðimenn héldu áfram að veiða í vatninu á bátnum.

Veiðin hefur verið fín í Svínavatni, fiskurinn er fyrir hendi og stöngin er alls ekki dýr.

 ,,Við erum að selja stöngina á 2500 krónur, sem er ekki mikið hérna í Svínavatni og veiðivonin er töluverð,“ sagði Gyða Sigríður Einarsdóttir hótelstjóri á Hótel Húna  steinsnar frá Svínavatni.

Móbergstjörnin í Langadal hefur líka verið að gefa vel á svæðinu og vötnin á Skagaheiði eru að detta inn eitt af öðru. Það hefur jú hlýnað verulega og það er  heila málið. Eitthvað hefur líka verið að að veiðast  Hnausatjörn í Vatnsdal.