22. maí 2012 - 11:39Gunnar Bender

,,Sáum ekki lax í Kjósinni"

,,Auðvitað er maður orðinn spenntur að byrja veiðina, þetta verður gott sumar," sagði Teitur Örlygsson er veiði bar á góma á leiknum í Grindavík í gærkvöldi þar sem Stjarnarn vann Grindavík.

,,Kíkti í Kjósina fyrir fáum dögum en sáum ekki lax en það sást vel í ána. Það var ekki mikið vatn í henni enda hefur verið kalt síðustu daga. Ég held að þetta verði gott sumar," sagði Teitur í lokin.
17.sep. 2014 - 22:25 Gunnar Bender

Besta veiðisaga ársins: Sæþór veiddi maríulaxinn með höndunum

Sæþór Jónsson með maríulaxinn sinn sem hann tók með höndunum einum ,,Við vorum að koma úr Affallinu sjö félagarnir. Þetta er okkar fyrsta skipti hérna og var þessi ferð alveg svakalega skemmtileg,“ segir Halldór Gunnarsson.
17.sep. 2014 - 10:04 Gunnar Bender

Nils ennþá í stórfiski

Nils Folmer Jorgensen setti í enn einn stórfiskinn í sumar og núna í Viðidalsá í Húnavatnssýslu en laxinn var 106 sentimetrar. Þetta er ekki fyrsti stórfiskurinn sem Nils landar áður hafði hann veitt stóra í Laxá í Aðaldal og Vatnsdalsá.

Fyrr í sumar hafði hann veitt rígvæna urriða í Þingvallavatni.Og hann er ekki hættur, langt frá því.

 16.sep. 2014 - 13:57 Gunnar Bender

Óskar og félagar veiddu vel

,,Við vorum að koma úr Reykjadalsá í Borgarfirði og fengum 18 laxa,“ sagði Óskar Færseth en hann hefur veitt nokkra fiskana um ævina og í sumar þó nokkra. Reykjadalsá hefur gefið 105 laxa og fiskarnir hjá þeim félögum veiddust víða um ána. Í nokkrum fljótum eins Reykholtsfljóti, Grímsstaðafljóti og Breiðafljóti.

Það hentar kannski vel að kalla flesta hyljina  í ánni fljót. Þetta verður að teljast ágæt veiði á svæðinu miðað við annað í Borgarfirðinum í veiðinni. Og 18 laxar er bara snilld.

15.sep. 2014 - 11:49 Gunnar Bender

Veiðiveislan byrjuð í Stóru Laxá

September virðist vera mánuðurinn  í Stóru-Laxá í Hreppum,  en hann er  detta inn á hverju ári með frábæra veiði. Stóra Laxá hefur gefið 455 laxa og holl erlendra veiðimanna sem var þar um daginn veiddi 23 laxa á tveimur vöktum sem verður að teljast feiknagott.

,,Þetta er allt í lagi hérna á bökkum Stóru Laxár, fiskurinn er hérna fyrir hendi,“ sagði veiðimaður sem var að landa laxi í Bergsnösinni. Í fyrra veiddust yfir 1700 laxar en það veiðist varla nánast núna. En veiðiveislan stendur yfir í Stóru-Laxá og verður örugglega eitthvað áfram.

 

15.sep. 2014 - 09:18 Gunnar Bender

Búið að vera snarklikkað veður

,,Við fengum tvo laxa, 13 og 6 punda og misstum aðra tvo,“ sagði Halldór Gunnarsson sem var í Affallinu í gær en veðurfarið var langt frá því að vera gott.

,, Það er búið að vera snarklikkað veður í og mikið rok. Við fengum fiska mest í kringum sleppitjörnina en það er töluvert af fiski. Affallið hefur gefið 325 laxa,“ sagði Halldór og vonaði að veðurfarið yrði betra á morgun. Spáin er jú aðeins betri.

14.sep. 2014 - 13:10 Gunnar Bender

Laxá á Ásum fengsælasta veiðiáin

Við skulum aðeins rýna í veiðistöðuna eins og hún er núna. Eystri-Rangá hefur gefið 2300 laxa en hún er líka með 18 stangir, Ytri-Rangá er með 2100 laxa en 20 stangir. Blanda er stopp þessa dagana vegna yfirfalls en hefur gefið 1901 lax með 14 stangir, Miðfjarðará er á fleygiferð ennþá og hefur gefið 1510 laxa en hún er  með 10 stangir. Laxá á Ásum hefur gefið 950 laxa  og er með 2 stangir.

Ef við reiknum þetta út er auðvitað Laxá á Ásum besta laxveiðiáin landsins miðað við stangafjölda og burstar þetta. Eins og sagt er á fótboltamáli. Það fer ekki á milli mála. Flestir laxar segja ekki ekki allt stundum.

 

 

13.sep. 2014 - 10:06 Gunnar Bender

Laxá á Ásum að ná fyrri hæðum

Veiðin í Laxá á Ásum hefur verið góð það sem af sumri en áin er að komast í þúsund laxa eftir einhverja daga en áin er núna í 960 löxum. Auðvitað er Laxá á Ásum fengsælasta veiðiá landsins en aðeins veitt á tvær stangir í henni.Veiðin  hefur verið jöfn og góð í sumar.

,,Við fengum góða veiði í ánni, allt á fluguna, enda ekki leyft annað og það var fiskur víða um ána,“ sagði veiðimaður sem var þar fyrr í sumar og veiddi vel í soðið.

Ósasvæðið Laxár  hefur líka gefið vel, bæði af bleikju og fallegum urriða. Stærstu urriðarnir eru kringum 10 pundin.

 

12.sep. 2014 - 10:39 Gunnar Bender

Veislan heldur áfram hjá Bubba

Mynd: Bubbi Morthens með lax yfir 20 pundin í Laxá í gær.

,,Ég landaði þremur löxum á stuttum tíma í Aðaldalnum,“, sagði Bubbi Morthens sem heldur áfram að setja í stóra laxa í Laxá í Aðaldal þetta sumarið. Hann hefur þá landað nokkrum vænum.

11.sep. 2014 - 09:34 Gunnar Bender

Spennandi fyrirlestrar um urriðann

,,Það var mikill heiður fyrir okkur félagana að vera fulltrúar Íslands á ráðstefnunni Intercontinental Trout Masterclass sem haldin var í Tolmin í Slóveníu fyrir skömmu,“ sögðu þeir Elías Pétur Þórarinsson og Þorsteinn Stefánsson  sem voru á henni með alþingismanninum Össuri Skarphéðinssyni  En þar var fjallað um verndun urriðastofna víða um heim og komu þangað fulltrúar frá ýmsum löndum, allt frá Íslandi til Írans.

,,Á hverjum degi voru spennandi fyrirlestrar, meðal annars frá Össuri Skarphéðinssyni sem talaði um hinn magnaða Þingvallaurriða. Eftir fyrirlestrana fengum við svo að sletta úr klaufunum og fara að veiða fram að kvöldmat. Nálægt bænum Tolmin er vatnakerfi árinnar Soca, sem er þekkt sem síðasta athvarf hins fræga marmaraurriða sem getur orðið ógnarstór,“ sögðu þeir félagar.

,, Við veiddum vel en náðum þó ekki að krækja í marmaraurriða en bættum það upp með stórum villtum regnbogasilungum. Þetta var hreint út sagt frábær vika, bæði skemmtileg og lærdómsrík. Núna er svo næsta skref hjá okkur að halda áfram verndun Þingvallaurriðans sem við Íslendingar erum svo heppnir að eiga,“ sögðu þeir félagar ennfremur.

10.sep. 2014 - 10:12 Gunnar Bender

Veiddu sama laxinn tvisvar sama daginn

Það getur ýmislegt skeð í veiðinni eins og sannaðist fyrir skömmu í Krossá í Bitrufirði þegar Fannar Vernharðsson og Þormóður Guðbjartsson voru að veiða í ánni. En Fannar var að veiða í ánni ofarlega og setti í 19 punda lax á þýska Snældu og landaði fisknum eftir skemmtilega viðureign.

En veiðifélagi hans hans Þormóður Guðbjartsson fór í sama hyl seinna og daginn og renndi. Hann setur í fisk og landar honum og kemur þá í ljós að þetta var sami laxinn og Fannar hafði veitt nokkrum tímum áður. Þetta sýnir bara hvað laxinn er fljótur að gleyma.

Þeir félagar fengu fína veiði í ánni enda hafði rignt og það skipti öllu fyrir veiðina.

 

09.sep. 2014 - 09:14 Gunnar Bender

Hvað gerist næsta sumar í laxveiðinni?

Það er farið að síga á seinni hlutann í veiðiskapnum, allavega laxveiðinni, en sjóbirtingurinn er að byrja á fullu þessa dagana. Og laxveiðin hún er frammi október í nokkrum veiðiánum. Sumarið í sumar hefði mátt vera betra, það er allir sammála um.

Laxarnir eru færri og örlaxarnir eru miklu fleiri en af er látið. Einhverjar veiðiár skrá þá ekki  eitt  pund heldur toga þá upp í þrjú pundin. Og það hefur viðgengist  í nokkur sumur. Auðvitað er það bara plat en viðgengst samt.

,,Við ætlum að sjá til með næsta sumar, þetta er alls ekki gott. Það eru margir ennþá laxlausir eftir sumarið þrátt fyrir marga túra og góða,“ sögðu veiðimenn sem ég hitti fyrir norðan heiða og vildi endilega taka smáspjall um veiði. Ég var alveg til í það. Veiði er veiði.

,,Ætli við séum ekki bara eins og margir  veiðimennirnir, við ætlum að sjá hvað gerist næsta sumar, hvað laxinn muni skila sér mikið í árnar,“ sögðu þeir og héldu áfram spjallinu.

Laxveiði er skemmtileg en það þarf að veiðast, til þess er leikurinn gerður. Það vita allir.

 

 

07.sep. 2014 - 21:52 Gunnar Bender

Veiddi maríulaxinn sinn í Hörðudalsánni

„Þrátt fyrir að heildarlaxveiðin í sumar hafi verið undir væntingum, þá hafa margir lent í ævintýrum og skemmtilegum uppákomum sem ekki gleymast. Auk þess hafa nýir veiðimenn á meðal æskunnar rennt fyrir lax og fengið sinn Maríulax.

Það gerði þessi unglingur, Gunnlaugur Örn Stefánsson, 14 ára frá Vopnafirði, og landaði þessum fallega laxi í Hörðudalsá og auðvitað beit hann bakuggann af og át, eins og glöggt má sjá af myndinni.  Ekki skiptir endilega mestu máli í veiðinni fjöldi fiska, heldur einstakar uppákomur sem minningin geymir og gerir veiðina svo eftir sóknarverða.

07.sep. 2014 - 21:47 Gunnar Bender

Hreindýraskyttur út um allar koppagrundir

,,Það hefur gengið vel við náðum dýrinu,“  sögðu hreindýrakallar sem við hittum á Jökuldalnum við Skjöldólfsstaði þar sem hreindýramenn voru i hópum helgina og á hlaðinu hittum við aðra veiðimenn sem líka höfðu náð dýrum.

,,Þetta er gekk rosaleg vel enda fín skilyrði og töluvert af dýrum, veðrið er frábært,“  sögðu þeir og biðu spenntir eftir stórballinu með Geirmundi Valtýsson sem styttist í um kvöldið.

Hreindýraveiðarnar ganga vel, veðurfarið hefur verið gott á svæðinu og það er spáð blíðu næstu daga. Við létum okkur hverfa enda búnir með ballkvótann.

 

 

07.sep. 2014 - 14:36 Gunnar Bender

Fjörið að byrja á sjóbirtingsslóðum

Sjóbirtingstíminn er að ganga í garð, veiðimenn færa sig austar og ennþá austar þessa dagana. Já, fjörið er að byrja á sjóbirtingsslóðunum. Varmá hefur aðeins verið að detta inn síðustu daga og veiðimenn sem hafa reynt fengu nokkra fiska.

Veiðimenn sem voru í Fossálunum fyrir fáum dögum veiddu sex birtinga frá 4 uppí 6 pund. En á nokkrum dögum varð áin mórauð en í dag þegar keyrt var framhjá henni var hún fín og enginn litur á henni. En engir veiðimenn sáust á svæðinu.

Veiðimenn voru að berja Geirlandsá og veiðimenn sem voru í Vatnamótunum veiddu lítið fyrir fáum dögum. En allt getur gerst á stuttum tíma og fiskurinn mætt í torfum.

 

04.sep. 2014 - 16:15 Gunnar Bender

,,Allir fóru glaðir heim“

,,Ég var ásamt frábærum mönnum að veiðum í Breiðdalnum fyrir fáum dögum,, sagði Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem var á veiðislóðum.

Hörður sagði að það hefði að sjálfsögðu smá strik í reikninginn að þegar við komum tók á móti okkur hávaða rok með mikilli rigningu tók á móti þeim við komuna þannig að við vorum stutt fyrsta daginn, en samt sem áður veiddi Þórarinn Sigþórsson tvo laxa þennan dag.

,,Daginn eftir var lítið annað hægt að gera en að bíða eftir að það sjatnaði í ánni sem það og gerði en í raun má segja að við höfum misst af rúmlega einum veiðidegi vegna mikilla vatnavaxta. En þrátt fyrir þetta létu menn þetta ekki hafa mikil áhrif á sig og landaði hollið 30 löxum, flestum stórum, en vitanlega hefðum við viljað hafa þá fleiri en fórum samt sem áður glaðir heim,“ sagði Hörður i lokin.

 

 

 

04.sep. 2014 - 10:33 Gunnar Bender

Hvað gerðist með laxa á Dalasvæðinu?

 ,,Það er ótrúlegt að rýna í veiðitölurnar í laxveiðiánum á Dalasvæðinu, já í Dölunum, Haukadalsá, Miðá, Laxá í Dölum, Fáskrúð, Flekkudalsá og Krossá. Það er eins og það hafi orðið hamfarir þarna á milli ára,“ sagði veiðimaður sem veiðir mikið á þessu svæði og þekkir það vel.

 ,,Ég held að engin hafi átt von á þessu eftir þetta flotta sumar í fyrra,“  sagði veiðimaðurinn úr Dölunum. Og það er ýmislegt til í þessu. Hrunið í Miðá, Haukadalsá, Laxá í Dölum og fleiri ám á svæðinu er mikið.  Næsta sumar verður stórt spurningarmerki, hvernig verður veiðin á svæðinu?

 

 

02.sep. 2014 - 10:23 Gunnar Bender

Haust og vetur er komið út

Síðustu þrjú ár hefur Veiðihornið gefið út veglegt blað á vorin með stangaveiðivörum en gefur nú í fyrsta sinn einnig út haustblað með skotveiðivörum. 

Blaðið sem er 24 síður og prentað í 2.000 eintökum sýnir brot af vöruúrvali Veiðihornsins fyrir skotveiðimenn ásamt vörulýsingum og verði.

Veiði 2014 – Haust og vetur má nálgast í Veiðihorninu Síðumúla 8.

 

02.sep. 2014 - 09:22 Gunnar Bender

Sumarið sem flestir vilja gleyma og þó

,,Það áttur flestir von á góði laxveiðisumri en alls ekki allir. Ég er búinn að veiða 6 laxa og þeir allir eru yfir 15 pundin og tveir yfir 20 pundin. Hvers vegna ætti ég að gleyma sumrinu,“ sagði veiðimaður sem ég hitti á Egilsstaðaflugvelli í dag. Hann var að koma af hreindýraveiðum og hann var sæll með veiðisumarið.

,,Vinur minn er búinn að fara í einn veiðitúr og hann fékk tvo 20 punda,“ sagði hann og vildi halda áfram. Ég stoppaði hann, þú ert ekki á Suðurlandinu. ,,Nei, rétt er það, það bjargar reyndar öllu,“ sagði veiðimaðurinn sem hverf síðan á braut.

Sumarið er farið að styttast í annan endann, laxarnir voru miklu, miklu færri en síðasta sumar. Það hafa allir orðið varir við en það eru margir sem vilja ekkert gleyma þessu sumri. Það er þeirra mál. Það er tekið að rigna, fiskurinn er ennþá að ganga, sumrið ekki er úti ennþá. Það er reyndar það góða í stöðunni. Ennþá geta veiðst LAXAR.

 

31.ágú. 2014 - 20:29 Gunnar Bender

Breiðdalsá varð að stórfljóti á nokkrum tímum

,,Áin er orðin að stórfljóti og það skeði á stuttum tíma, en áður hafði þó Þórarinn Sigþórsson veitt tvo laxa í Manndrápshylnum á stuttum tíma,“ sagði Þröstur Elliðason er hann var að færa laxakistu á Skammadalsbreiðunni þegar vatnið var heldur betur farið að aukast í ánni.

,,Það verður örugglega fjör þegar áin sjatnar og veiðimenn geta rennt aftur fyrir laxa í ánni,“ sagði Þröstur í lokin.

 

31.ágú. 2014 - 14:42 Gunnar Bender

Vatnið hefur aukist verulega

,,Það er mikið af fiski víða í ánum, enda hefur vatnið aukist verulega  og fiskurinn hreyft sig úr lóninu, það rignir hérna verulega núna,“ sagði Kristjón Sigurðsson er við spurðum um stöðuna í Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum. En áin hefur gefið 110 laxa og 250 bleikjur.

,,Laxveiðin hefur verið allt í lagi hjá okkur í sumar og veiðimenn sem voru fyrir skömmu sáu helling af fiski í lóninu, hann hefur hreyft sig úr því eftir þessar miklu rigningar síðustu daga. Áin hefur gefið 110 laxa og bleikjuveiðin hefur verið fín, yfir 250 bleikjur,“ sagði Kristjón ennfremur.

 

 

31.ágú. 2014 - 14:36 Gunnar Bender

Breiður og spikaður höfðingi

,,Þó veiðitímabilinu sé að ljúka á Þingvöllum og hægst hefur á tökum þá getur haustveiðin verið skemmtileg ef menn sýna þolinmæði og veiða inn í kvöldið því urriðinn sýnir sig þó nokkuð,“ sagði Halldór Gunnarsson sem var á veiðislóðum.

,,Ég dró þennan höfðingja úr vatninu í gær og mældist hann 68cm. En hann var svo breiður og spikaður að hann var á við venjulegan 75-76cm fisk. Ummálið var hinsvegar því miður ekki tekið.Hann kom að vísu ekki upp úr þjóðgarðinum, en það er ekkert sem segir að ekki sé hægt að krækja í einn svona þar líka. Þessi fékk vissulega líf eftir að hafa verið myndaður fram og til baka,“ sagði Halldór ennfremur.

 

31.ágú. 2014 - 14:29 Gunnar Bender

Jökla komin í 260 laxa

,,Við erum búnir að veiða yfir  260 laxa en áin er fara á yfirfall á allra næstu dögum,“ sagði Þröstur Elliðason er við spurðum um Jöklu en laxar voru að koma í ána í morgun.

En það var byrjað að veiða með maðki og spúnn á svæði eitt í Jöklu í fyrradag. Og það hafa veiðst yfir 30 laxar.

 

 

29.ágú. 2014 - 14:44 Gunnar Bender

Tveggja tíma barátta við laxinn

,,Það kom aldrei til greina annað en sleppa fisknum þó svo ég hefði ekki tekið mynd af honum,“ sagði Jón Ingi Kristjánsson sem veiddi stærsta laxinn  í sumar í laxveiðiánum, 119 sentimetra lax í Soginu Sun Ray keilu og sleppti honum aftur.

,,Þetta var tveggja tíma barátta og mjög skemmtileg,“ sagði Jón Ingi hógværðin uppmáluð eftir baráttuna við stórfiskinn í Soginu þar sem hann hefur veitt þá nokkra í gengnum árin. En kannski ekki svona rosalega stóra.

 

28.ágú. 2014 - 20:10 Gunnar Bender

Veiðibúðinn við Lækinn stendur fyrir Laxveiðiferðum til Bandaríkjanna

Bandaríkin eru himnaríki veiðimannsins enda ótrúlega margar ár til að veiða í og ótal margar tegundir af laxi og silung. Ólíkt Íslandi, er fiskur að ganga úr sjó í árnar u.þ.b. 11 af 12 mánuðum ársins og þar fyrir utan er að finna staðbundin fisk. Einnig er fjölbreytnin töluvert meiri en í Kyrrahafinu er að finna 5 mismunandi tegundir af laxi ásamt ógrynni af silungstegundum og síðan ekki síst er þar að finna hinn víðfræga Stálhaus.

Árni Jónsson, umsjónarmaður ferðarinnar og eigandi Veiðibúðarinnar við Lækinn segir að meginmarkmið ferðarinnar sé að kynna fyrir veiðimönnum og -konum möguleikann á að lengja stangveiðitímabilið og kynnast nýjum veiðislóðum og veiðiaðferðum.

„Bandaríkin eru að öðrum ólöstuðum mekka veiðimennsku í heiminum, hvort sem um stang- eða skotveiði er að ræða, og vægt til orða tekið að Bandaríkjamenn séu veiðióðir. Þar að auki er náttúran sem veitt er í stórfengleg,“ segir Árni.

Þeir sem að hafa áhuga á að kynna sér þetta betur geta haft samband í síma 555-6226, sent okkur tölvupóst: arnijons@live.com eða haft samband í gegnum facebook síðu Veiðibúðarinnar við Lækinn.

28.ágú. 2014 - 20:04 Gunnar Bender

Eystri-Rangá örugg í toppsætinu

Veiðin togast áfram þessa dagana, Eystri-Rangá er örugg með toppsætið en áin hefur gefið 2040 laxa og engin veiðiá virðist ætla að taka það af henni. Það er staðreynd. Maðka hollið í Langá á Mýrum gaf innan við hundrað laxa, líklega á milli 80 og 90 laxa. En erfiðlega gengur að fá það staðfest hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur sem gefur víst ekki upp aflatölur í ákveðnum hollum.

Blanda hefur gefið 1900 laxa. Við vorum að koma af veiðislóðum í Dölunum og þar er lítið að gerast  í sumum veiðiánum eins og Laxá í Dölum og Haukadalsá. En árnar eru að komast í 130-140 laxa. Laxar voru að ganga inná flóðinu í  Hvolsá og Staðarhólsá, töluvert af fiski. Áin hefur gefið 105 laxa og helling af bleikjum.

 

 

25.ágú. 2014 - 23:05 Gunnar Bender

Stórþjófnaður í Ytri-Rangá

Stöngum og laxi var stolið úr veiðihúsinu í veiðihúsinu við Ytri-Rangá í fyrrinótt en farið var inn um gluggan á veiðihúsinu og allt tekið sem fannst þar, en bæði dýrum stöngum var stolið og hellingur af laxi.

Það hefur færst í aukna stöngum hefur verið stolið úr veiðihúsum hin seinni árin en oftast hafa þær fundist aftur. Meðal annars við Ytri-Rangána. Þetta er tjón uppá hundurðir þúsunda í stöngum og  laxi. Þjófarnir hafa ekki fundið ennþá og ekki gossið. Verðlaun fyri  uppljóstrun á þjófunum svo þeir finnist er veiðileyfi í ánni.

25.ágú. 2014 - 16:10 Gunnar Bender

Stóra sjokksumarið!

,,Ég held að allir, nema kannski tveir,  hafði átt von á góðu laxveiðisumri núna,“ sagði veiðimaður sem ég hitti við Elliðaárnar í vikunni og hann lét dæluna ganga.

,, Ég er búinn að fara í fimm góða túra, flesta á vesturlandi og hef ekki ennþá fengið bröndu. Í fyrra veiddi ég 35 laxa í færri túrum,“ sagði veiðimaðurinn og lét sig hverfa, hann var súr.

,, Þetta er bara stóra sjokksumarið,“ kallaði hann og það voru orð að sönnu. Næsta sumar ætlaði hann ekki að kaupa neitt fyrirfram. 

Já, veiðisumarið hefði mátt vera betra, fleiri laxar hefðu mátt koma í árnar. Hrunið í sumar í mörgum veiðiánum er stórt. Það er hægt að nefna ár eins og Þverá, Norðurá, Langá, Laxá í Dölum og  Haukadalsá sem dæmi. Göngurnar verða ekki stórar úr þessu. Þær eru búnar.

En það er hægt að hugga sig við að allir verða búnir að gleyma stöðunni næsta sumar, nýtt sumar, nýjar göngur. þannig er þetta bara. Stórlaxinn var að skila sér víða fyrir norðan og það gladdi veiðimenn. 

 

21.ágú. 2014 - 23:40 Gunnar Bender

Kostar ekki krónu að veiða í Hlíðarvatni á sunnudaginn

Stangaveiðifélögin sem eru með aðstöðu við Hlíðarvatn í Selvogi bjóða gestum að koma og veiða án endurgjalds í vatninu sunnudaginn 24. ágúst næstkomandi. Þetta eru Stangaveiðifélagið Árblik, Ármenn, Stangaveiðifélag Hafnafjarðar, Stangaveiðifélag Selfoss og Stangveiðifélagið Stakkavík.

Fulltrúar frá félögunum verða á staðnum og munu leiðbeina gestum um agn, veiðistaði og aðferðir. Einnig verður að fá á staðnum ýmsar upplýsingar um vatnið og veiðina í því.

Gestum er frjálst að koma árla morguns á sunnudeginum og veiða til kl. 17:00 um kvöldið. Leyfilegt agn er fluga og spónn. Einungis er veitt frá landi. Gestir eru vinsamlegast beðnir að skrá aflann hjá einhverju félaganna. Skrá þarf tegund, þyngd, lengd og agn. Gestum er bent á að lausaganga hunda við vatnið er óheimil. Loks skal nefna að gott berjaland er í kringum vatnið.

21.ágú. 2014 - 12:51 Gunnar Bender

Eystri-Rangá kominn á toppinn

Eins og við spáðum síðast hefur Eystri-Rangá náð toppsætinu af Blöndu. Það munar reyndar ekki miklu en áin hefur gefið 1890 laxa en Blanda er rétt fyrir neðan með 1880 laxa.

Eystri-Rangá hefur gefið 1500 laxa en Miðfjarðará er síðan næst með 1180 laxa og svo Þverá í Borgarfirði með 1015 laxa. 

Það eru ekki kröftugar göngur í árnar þessa dagana einn og einn lax.  En maðkurinn er kominn á fleygiferð um fisk litla Langá á Mýrum með finnsku ívafi og verður spennandi að sjá hvernig gengur.

 

 


21.ágú. 2014 - 11:13 Gunnar Bender

Bubbi og Brynja hvort á sinni forsíðunni

Bubbi Morthens og Brynja Gunnardóttir eru hvort á sinni forsíðunni á veiðiblöðum landsins sem eru að koma út þessa dagana. Bubbi á forsíðunni á Sportveiðiblaðinu og Brynja á forsíðunni á Veiðimanninum. Þau voru heitasta par landsins fyrir nokkrum árum og  reyndar líka nokkrum löxum síðar. En bæði hafa bullandi áhuga veiði.


Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 08.9.2014
Hið ritstjórnarlega sjálfstæði
Ragnar H. Hall
Ragnar H. Hall - 15.9.2014
Jón Steinar og Kjarninn
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 16.9.2014
Óheppinn hæstaréttarlögmaður
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 13.9.2014
Feysknir innviðir?
Ragnar H. Hall
Ragnar H. Hall - 17.9.2014
Aðstoð við Jón fræðimann
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 15.9.2014
Svíþjóð: Vinstri menn sigruðu ekki
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.9.2014
Við hvað eru blaðamenn DV hræddir?
Aðsend grein
Aðsend grein - 18.9.2014
Landsbyggðarvæl?
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 18.9.2014
Eins manns kenning
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 11.9.2014
Skjól eða gildra?
Fleiri pressupennar