11. apr. 2017 - 09:43Gunnar Bender

Risaurriði í Kleifarvatni?

Við heyrðum í kafara sem hefur kafað mikið bæði í Þingvallavatni og fleiri vötnum, þ.m.t. Kleifarvatni. Þrátt fyrir að hafa kafað innan um risaurriða í Þingvallavatni og gjánum þar sá þessi kafari þann allra stærsta urriða sem hann hefur komist í návígi við í Kleifarvatni.

Erfitt er að áætla stærðina en þetta var stærð sem fær 20 punda urriðana til að líta út sem smáfiska, eða þannig hljómaði sagan. Það er því er lengi von á einum í yfirvigt í Kleifarvatni en vatnið opnar einmitt fyrir veiðimönnum þann 15. apríl n.k
18.jan. 2018 - 10:14 Gunnar Bender

Kuldalegt við Laxá í Kjós

Það var kuldalegt við Laxá í Kjós í gær, ein og ein önd á straumi árinnar. Það er ekki mikill sn jór í Kjósinni, mest bara klaki. En þetta er mynd dagsins hjá okkur, biðin styttist eftir veiðitímanum með hverjum deginum.  Mynd G.Bender

 

16.jan. 2018 - 12:19 Gunnar Bender

Sama verð á veiðileyfum í Hörðudalsá

,,Við erum að byrja að selja í Hörðudalsá næsta sumar og það er sama verð á veiðileyfum og hefur verið síðustu árin. Enginn hækkun,“ sagði Níels Olgeirsson á Seljalandi í Hörðudal,  en þar eiga margir sína föstu daga í ánni ár eftir ár.


16.jan. 2018 - 12:15 Gunnar Bender

Mynd dagsins- sumar sluppu

Rjúpnaveiðitímabilinu er lokið fyrir nokkru og gekk mjög vel. Og ekki voru allar rjúpurnar skotnar, nokkrar sluppu. Þessa flottu mynd tók María Gunnarsdóttir uppí Borgarfirði og er mynd dagsins hjá okkur. Mynd. María Gunnarsóttir

14.jan. 2018 - 16:45 Gunnar Bender

Sama vandamálið ár eftir ár

Það var ekki mikill snjór í Norðurárdalnum í gær þegar rennt var þangað.  Langleiðina  upp af Króki í Norðurdal en aðeins var byrjað að að élja og aðeins hefur bætt í.
12.jan. 2018 - 16:04 Gunnar Bender

Loksins á að sýna veiðiþættina

Margir hafa beðið eftir veiðiþáttunum þeirra  Gunna og Ásmundar Helgasona sem átti að sýna í fyrra í Ríkisútvarpið en ekkert varð af.


10.jan. 2018 - 13:29 Gunnar Bender

Urriðafoss ævintýri líkast

Óhætt er að segja að samstarfsverkefni landeiganda og Iceland Outfitters í Urriðafossi sé ævintýri líkast.  Stangveiðin hófst með miklum krafti frá fyrsta degi og fram í miðjan júlí voru nánast allir að veiða kvótann og margir þegar snemma dags. Veitt var á 2 stangir 2017 og veiddust 755 laxar. 
06.jan. 2018 - 16:45 Gunnar Bender

Börn hvött til að stunda stangveiði í Danmörku

Í grunnskólanum í Skive í Danmörku er stór auglýsing uppá vegg skólans þar sem nemendur skólans eru hvattir meðal annars til stunda útiveru, stangveiði og hestamennsku. Mynd er af veiðimanni með stóran lax.


06.jan. 2018 - 16:39 Gunnar Bender

Fátt um fína drætti

,,Ég var að kanna stöðuna með veiðiár næsta sumar og það virðist bara engin vera laus núna. Mér var sagt að einhver möguleiki færi á Hítará en tíminn verður bara að leiða það í ljós,“ sagði veiðimaður sem var að skoða með veiðiá fyrir sig og veiðifélagana.


03.jan. 2018 - 09:43 Gunnar Bender

Stangaveiðifélag Keflavíkur áfram með Geirlandsá

Lítið hefur heyrst af niðurstöðu á útboðsmálum Geirlandsá  í V-Skaftafellsýslu um langa hríð  en nokkur tilboð bárust  í ána og samkvæmt okkar heimildum átti Stangaveiðifélag Keflavíkur hæsta tilboð enda félagið búið að vera með ána síðan elstu menn muna. 


03.jan. 2018 - 09:39 Gunnar Bender

Skilyrði til dorgveiða sjaldan verið betri

Staðan á vötnunum landsins er feikna fín til dorgveiði þessa dagana, ísinn er þykkur og fiskurinn fyrir hendi. Hafa veiðimenn á öllum landinu víða rennt og ætla að renna.


22.des. 2017 - 09:31 Gunnar Bender

Að vanda farið um víðan völl í Sportveiðiblaðinu

Þriðja tölublað ársins af Sportveiðiblaðinu var að koma úr prentun. Það er að vanda farið um víðan völl í blaðinu að vanda. Blaðið er stútfullt af áhugaverðu efni, fræðandi viðtölum og veiðimenn segja skemmtilegar veiðisögur.


22.des. 2017 - 09:19 Gunnar Bender

Veiðimaðurinn er kominn út

Vetrarblað Veiðimannsins er komið út og er á leið til félagsmanna sem geta látið sig dreyma um komandi veiðisumar yfir hátíðirnar á meðan þeir drekka í sig veiðisögur og fróðleik.


22.des. 2017 - 09:13 Gunnar Bender

Fjör í Póllandi

,,Við vorum í fimm daga veiði í Póllandi nálagt Brody við þýsku landamærin. Við þekktum aðstæður ágætlega en þetta var okkar annað ár í röð þar um slóðir.“ sagði Jóhann Vilhjálmsson byssusmiður er við heyrðum í honum nýkominn frá Póllandi.


19.des. 2017 - 11:29 Gunnar Bender

Flott veiði á Langavatni

,,Já, við vorum á dorgveiði fyrir nokkrum dögum með erlenda veiðimenn á Reykjavatni og fengum fína veiði, bæði bleikjur og urriða,“ sagði Matthías Þór Hákonarson á Akureyri er við heyrðum í honum. Langavatn er í Reykjahverfi og rennur í Mýrarkvísl.


19.des. 2017 - 11:25 Gunnar Bender

Veiðidellan stundum svakaleg

,,Ég veit að þetta er stundum erfitt. Ég fór aðeins með stöngina í morgun, veðurfarið var frábært og áin íslaus á stórum kafla.


17.des. 2017 - 17:47 Gunnar Bender

Veiðimenn fara ekki alveg í jólaköttinn

,,Jú, það er að koma út bók um Selá i Vopnafirði, núna næstu daga,“ sagði Guðmundur Guðjónsson er við spurðum bókina um Selá.
17.des. 2017 - 17:40 Gunnar Bender

Eitt besta sjóbirtingsárið í fjölda ára

,,Það er ekki spurning, þetta er eitt besta sjóbirtingsárið í fjölda ára, stórir fiskar og margir,“ sagði veiðimaður sem mikið stundar sjóbirtinginn fyrir austan.


11.des. 2017 - 09:15 Gunnar Bender

Nokkrir að dorga á Meðalfellsvatni

Dorgveiðimenn hafa allir færst í aukana eftir að vötnin frusu aftur eftir smá hlýindi um daginn enda  6 til 10 stiga frost dag eftir dag. Og nokkrir voru að veiða í gegnum ís á Meðalfellsvatni um helgina og þá sérstaklega á laugardaginn.


07.des. 2017 - 09:10 Gunnar Bender

Skotfélag Reykjavíkur 150 ára

Skotfélag Reykjavíkur bíður til 150 ára afmælisveislu  laugardaginn 9. desember milli 13 og 15 í aðstöðu félagsins í kjallara Egilshallar, Grafarvogi.
05.des. 2017 - 14:24 Gunnar Bender

Fín aðsókn hjá Ármönnum

Varðandi frétt á Veiðipressunni um dræma aðsókn að opnu húsi hjá SVFR og þá fullyrðingu sem kemur fram í fréttinni að þetta eigi við um öll félögin, þá vill Kristján Friðriksson, formaður Ármanna, koma á eftirfarandi ábendingu á framfæri.
03.des. 2017 - 22:32 Gunnar Bender

Dýrðin stóð ekki lengi yfir

,,Ég fór einu sinni að dorga og veiddi nokkra fiska en þetta er búið í bili. Meðalfellsvatnið er að verða íslaust.


03.des. 2017 - 22:28 Gunnar Bender

Fáir á Opnu húsi

,,Þetta var allt í lagi en fáir sem mættu, sem var miður,“ sagðir okkar maður á Opna húsinu hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur á föstudagskvöldið og dæsti.
30.nóv. 2017 - 10:03 Gunnar Bender

Fyrsta opna hús vetrarins hjá SVFR

Þá er loksins komið að fyrsta opna hús vetrarins hjá Stangaveiðifélagi Reykjavikur en það verður haldið þann 1. desember n.k. á hefðbundnum stað í Rafveituheimilinu.


30.nóv. 2017 - 09:57 Gunnar Bender

,,Við áttum góðan stund saman"

 ,,Það gekk yfir leiðindaveður á fyrsta opna húsinu okkar en samt mættu þó nokkrir og þarna voru sagðar veiðisögur,“ sagði Guðrún Una Jónsdóttir formaður Stangaveiðifélag Akureyrar. Félagið hefur verið duglegt að halda opin hús fyrir veiðimenn á hverju vetri þegar græjurnar eru flestar uppá hillu.
27.nóv. 2017 - 10:56 Gunnar Bender

Dorgveiði – meiriháttar gaman

Fyrir helgina sögðum við frá að hægt væri hægt að dorga á vötnunum, ísinn væri orðinn traustur, bara fara varlega samt. Það verður alltaf að skoða aðstæður við vötnin. Og við heyrum í veiðimanna sem fór út á Snæfellsnes til veiða.


24.nóv. 2017 - 13:35 Gunnar Bender

Hægt að byrja dorgveiði

Margir veiðimenn eru friðlausir og geta ekki beðið næsta vors. Þó nokkur hópur veiðimanna stundar dorgveiði víða á vötnum kringum landið og tíminn er að byrja. Það hefur verið víða frost og vötnin leggur vel þessa dagana.


23.nóv. 2017 - 11:41 Gunnar Bender

Heildarveiðin líklega nærri 45 þúsund rjúpur

Rjúpnaveiðitíminn gekk ágætlega, flestir fengu í jólamatinn og einhverjir meira. Erfitt er að segja til hvað mikið hafi verið skotið af fugli, talað var um það fyrir tímabilið að líklega yrðu skotnar kringum 50 þúsund fuglar en það mátti veiða fjórar helgar í röð.


20.nóv. 2017 - 15:20 Gunnar Bender

Góðu rjúpnaveiðitímabili lokið

Rjúpnaveiðinni er lokið þetta árið og gekk vel, margir fengu vel í soðið og meira en það. Við heyrðum í veiðimönnum í gær og flestir sem við heyrðum í höfðu fengið eitthvað. Það var aðeins kaldara og komin snjór víða,  bara aðeins betra fyrir rjúpuna.
19.nóv. 2017 - 14:15 Gunnar Bender

Veiðikortið 2018 að koma út

,,Það er verið er að leggja lokahönd á útgáfu Veiðikortsins 2018 og mun það koma út um næstu mánaðarmót,“  sagði Ingimundur Bergsson hjá Veiðikortinu.
19.nóv. 2017 - 14:05 Gunnar Bender

Engar veiðibækur fyrir þessi jól

Það er skrítið en svo virðist sem að enginn veiðibók líti dagsins fyrir komandi jól.  Yfirleitt hafa komið út ein til tvær bækur en ekki fyrir jólin núna þegar rýnt er í bókatíðindi.


17.nóv. 2017 - 13:05 Gunnar Bender

Óeðlilegar sveiflur í Hlíðarvatni

Flugufréttir birta ansi athyglisverðan lista í dag um sveiflur á veiðinni í Hlíðarvatni í Selvogi frá árinu 2000 og þar kemur margt fróðlegt í ljós.

16.nóv. 2017 - 11:21 Gunnar Bender

,,Flott að fá nokkra fugla í jólamatinn“

,,Við ætlum að reyna að ná í jólamatinn, fórum fyrstu helgina, en það gekk róleg. Þetta var rosalegur labbitúr, líklega um 30 km,“ sagði skotveiðimaður sem aðeins fékk fjórar rjúpur fyrstu helgina og vantar allavega 5-6 í viðbót.


14.nóv. 2017 - 12:54 Gunnar Bender

Veiðileyfin lækka í Breiðdalsá

Verð laxveiðileyfa verða lækkuð í Breiðdalsá og efri svæðum Jöklu og óhætt að segja að þau séu í hóflegri kantinum miðað við margar aðrar veiðiár.  En aðeins veiddust 106 laxar í Í Breiðdalsá  í sumar en kíkjum aðeins á stöðuna eftir sumarið hjá Strengjum.


14.nóv. 2017 - 12:50 Gunnar Bender

Villibráðarhátíð SVFK

Villibráðarhátíð SVFK verður haldin laugardaginn 18. nóvember í Oddfellow húsinu Grófinni 6. 


12.nóv. 2017 - 12:26 Gunnar Bender

Rjúpnaveiðin gekk vel um helgina

,,Ég fór aðeins um helgina og var stutt, fékk nokkra fugla,“ sagði Steinar Ágústsson á Reyðarfirði sem er einn af þeim fjölmörgu sem fór til rjúpna um helgina.


12.nóv. 2017 - 12:22 Gunnar Bender

Hvað varð um laxinn?

Sumarið í sumar gaf minni laxveiði en menn áttu von á. Annað árið í röð kemur eins árs laxinn ekki nema í mjög litlu mæli. Það veiddust mun  færri laxar en menn áttu von á. Hvað veldur þessu ár eftir ár að smálaxinn skilar sér ekki veldur fiskifræðingum og veiðimönnum miklum áhyggjum.


10.nóv. 2017 - 14:52 Gunnar Bender

Þriðja helgi á rjúpu – víða hefur snjóað

Það hefur kólnað og og víða hefur snjóað. Það þýðir að rjúpan nær að fela sig betur en áður. Strax í morgunsárið fóru veiðimenn til rjúpna enda ekki eftir neinu að bíða. Dagurinn er stuttur eins gott að nota tímann.
07.nóv. 2017 - 10:46 Gunnar Bender

Gæsin orðin vel feit

Við heyrðum í Sigvalda Jóhannessyni eða Silla Kokk eins og hann er kallaður sem var að koma af veiðum með félögum sínum ofan af Melum í gær með þessa fínu veiði.


06.nóv. 2017 - 12:36 Gunnar Bender

,,Auðvitað eiga menn að vera skynsamir“

,,Við tókum föstudaginn og laugardaginn með látum en slepptum sunnudeginum enda var veðurspáin það slæm.  Heyrði í veiðimönnum sem gerðu nákvæmlega það sama,“ sagði rjúpnaveiðimaður sem forðaði sér áður en versta veðrið skall á.

05.nóv. 2017 - 10:29 Gunnar Bender

Mikið labb – fáir fuglar

,,Við fórum fyrstu helgina og fengum fína veiði, núna var þetta miklu miklu minna og meira labb. En útiveran er góð,“ sagði einn af þeim mörgu sem fór á rjúpu í gær en afraksturinn var ekki mikill.


04.nóv. 2017 - 11:09 Gunnar Bender

Skaut bleikju á rjúpu

Það er ýmislegt sem menn lenda í þegar gengið er til rjúpna þessa dagana. Gylfi Jón Gylfason fékk ,,ýmislegt,,  á rjúpunni í gær. Við heyrðum aðeins í honum með veiðina og aflann.
04.nóv. 2017 - 11:06 Gunnar Bender

Full ástæða til að sýna hófsemi

Rjúpnaveiðin byrjaði bara vel,  menn voru að fá fína veiði  um síðustu helgi og núna er önnur helgin að ganga í garð sem má skjóta.  Enda fóru menn strax í morgunsárið í gærmorgun á rjúpu.


02.nóv. 2017 - 14:18 Gunnar Bender

Straumfjarðará til Stangaveiðifélags Reykjavíkur

Þann 1. nóvember voru undirritaðir samningar á milli Veiðifélags Straumfjarðarár og Stangaveiðifélags Reykjavíkur um leigu á veiðirétti í Straumfjarðará frá árinu 2018 til og með 2022.


01.nóv. 2017 - 10:27 Gunnar Bender

Óhófleg veiði á rjúpu hjá einhverjum veiðimönnum

Erfitt er að henda reiður á hve mikið hafi veiðst af rjúpu fyrstu helgina sem mátti skjóta.  Líklega má telja að veiðimenn hafi skotið nokkur þúsund fugla um liðna helgi .

 

31.okt. 2017 - 09:55 Gunnar Bender

Fyrrverandi stjórnarmaður hundskammar Stangaveiðifélagið

Mörgum finnst að veiðileyfaverð sé komið uppí hæstu toppa, smálaxinn er að klikka ár eftir ár og enginn virðist vita hvað sé að gerast í hafinu yfir höfuð. Sama hvað menn rýna og skoða stöðuna. 


30.okt. 2017 - 09:50 Gunnar Bender

Rjúpnaveiðin gekk víða vel fyrstu helgina

,,Þetta var allt í lagi en frekar leiðinlegt veður en nokkrir fuglar náðust,“ sagði Reynir M. Sigmundsson en hann fór á rjúpu um helgina eins og fjölmargir veiðimenn og margir fengu vel í soðið. Fyrsta helgin er búinn og eftir liggja rjúpur og ein og ein tófa.


30.okt. 2017 - 09:40 Gunnar Bender

Margir á Bröttubrekku og Svínadal

,,Við erum búnir að fá 14 rjúpur og það voru margir að skjóta þarna uppi,“ sögðu skotveiðimenn sem við hittum uppá Bröttubrekku í gær en margir voru að skjóta á þeim slóðum rjúpu og líka á Svínadalnum. Miklu fleiri á Bröttubrekkunni enda svæðið töluvert stærra.


28.okt. 2017 - 16:28 Gunnar Bender

Leiðinlegt veður á fyrsta degi á rjúpu

,,Við erum búnir að fá nokkra fugla en ekki mikið,“ sagði veiðimaður sem við heyrðum í norður í Skagafirði og svo slitnaði sambandið. Eina sem heyrðist voru skruðningar og læti, skömmu seinna hringdu þeir og þá hafði ein rjúpa bæst við.


28.okt. 2017 - 16:23 Gunnar Bender

Risatilboð í Straumfjarðará

Það vakti athygli núna í haust þegar Straumfjarðará var allt í einu á lausu  á einni nóttu. Ástþór Jóhannsson og fjölskylda hans hafa haft hana á leigu í fjölda ára. Núna  er búið að opna tilboðin í ána.


26.okt. 2017 - 13:52 Gunnar Bender

Rjúpnaveiðin byrjar á slaginu sjö í fyrramálið

Á flestum stöðum á landinu fara menn til rjúpna snemma í fyrramálið, næstu helgar verða teknar með trompi. Tíminn er stuttur, veðurfarið er allt í lagi eins og er, fyrsti dagurinn gæti orðið leiðinlegur en hlýr. Laugardagur og sunnudagur betri ef spár ganga eftir. Veiðitímabilið hefst á slaginu sjö í fyrramálið.Veðrið
Klukkan 21:00
Heiðskírt
ANA2
-6,2°C
Heiðskírt
ASA4
-5,9°C
Alskýjað
ANA7
1,4°C
Skýjað
SSA1
-4,9°C
Lítils háttar snjókoma
N1
-5,0°C
Léttskýjað
ANA4
-6,1°C
Spáin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 27.12.2017
Koestler og bæjarstjórnarkosningar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 30.12.2017
Koestler og tilvistarspekingarnir
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 02.1.2018
Konan talar upp úr svefni
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.1.2018
Tvöföldun Vesturlandsvegar við Kjalarnes
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 06.1.2018
Bókabrennur
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 11.1.2018
Ísland hefur leik á EM í Króatíu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 13.1.2018
Trump, Long og Jónas frá Hriflu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 17.1.2018
Því var bjargað sem bjargað varð
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 18.1.2018
Þegar ég verð borgarstjóri
Fleiri pressupennar