25. ágú. 2012 - 15:30Gunnar Bender

Oft verið meira fjör í Djúpinu

Það hefur oft verið meira fjör í Ísafjarðardjúpinu í laxveiðinni en eitthvað er af fiski í ánum en fiskurinn er tregur að taka agn veiðimanna. Laugardalsá hefur gefið 144 laxa, Langadalsá 122 laxa og Hvannadalsá 88 eins og staðan er um þessar mundir.

Veiðimenn sem voru þarna fyrir skömmu í Langadalsá og Hvannadalsá veiddu fimm laxa í báðum ánum. Lítið hefur komið af nýjum fisk eins og víða um land.
30.apr. 2017 - 17:18 Gunnar Bender

Lærðu af þeim bestu

Flugukastkennararnir Henrik Mortensen og Thomas Thaarup snúa aftur til Íslands í maí. Haldin voru 8 námskeið í maí í fyrra sem tókust með miklum ágætum.


 


 

28.apr. 2017 - 22:20 Gunnar Bender

Verður vatnsleysið vandamálið

Núna þegar eru rétt 35 dagar þangað til laxveiðin byrjar hafa menn mestar áhyggjur af vatnsstöðunni frekar en fisknum er á eftir að koma í laxveiðiárnar. Aldrei hefur verið svona lítil snjór til fjalla, það er nánast ekki neitt á stórum hluta landsins og eins og fyrir norðan.


28.apr. 2017 - 22:17 Gunnar Bender

Hreggnasi með hæsta tilboðið

Það bárust aðeins fjögur tilboð í Hafralónsá í Þistilfirði sem opnuð voru í gær. Hæsta tilboðið átti Hreggnasi, Jón Þór Júlíusson en þeir hafa verið með Svalbarðsá líka í Þistilfirði.


27.apr. 2017 - 11:35 Gunnar Bender

Einn og einn stór í bland við smærri

„Þetta var kalt en gaman, það mætti hlýna aðeins meira,“ sagði veiðimaður sem við hittum við þjónustumiðstöðina á Þingvöllum. Veiðin var lítil eftir að hafa barið Þingvallavatn með ýmsum flugum. Veiðimenn hafa reynt en sumir fengu veiði  en aðrir ekki.

25.apr. 2017 - 11:08 Gunnar Bender

Yfir fjögur hundruð fiskar úr Vatnamótunum

„Við vorum að koma úr Vatnamótunum og fengum 21 fisk en Vatnamótin hafa gefið yfir 400 fiska sem verður að teljast gott,“ sagði Selma Björk Ísabella Gunnardóttir en sjóbirtingsveiðin hefur víða verið góð  þrátt fyrir frekar leiðnilega tíð síðustu daga. En það stendur allt til bóta.


24.apr. 2017 - 11:21 Gunnar Bender

Veiðimenn hrósa myndinni um Vatnsdalsá í hástert

Ríkisútavarpið kom sannarlega á óvart í gærkveldi  með að sýna eftir fréttir og Landann, Ljúfi Vatnsdalur. Mynd um Vatnsdal og veiðiána sem um hann rennur. En þar hafa margir veiðimenn fengið góða veiði og stóra fiska. Þarna veiddi Erick Clapton stærsta laxinn sinn fyrir á Íslandi í henni í fyrra,  108 cm bolta.


23.apr. 2017 - 15:55 Gunnar Bender

Bolti úr Elliðavatni

Veiðin í Elliðavatni hefur farið róglega af stað.  Helluvatnið hefur verið gefa ágætlega en allt kemur þetta þegar hlýnar betur. Hann Kamil Barwiak fór ekki tómhentur úr vatninu fyrir fáum dögum en hann veiddi risaurriða.

22.apr. 2017 - 15:18 Gunnar Bender

Risa bleikja úr Varmá

„Við vorum í Varmá í dag og fengum 10 fiska,“ sagði Stefán Sigurðsson er við spurðum hann um veiðina í Varmá í dag sem gekk vel. „Og við fengum risa bleikju og hún hefur líklega verið 14-15 pund,“ sagði Stefán ennfremur.


22.apr. 2017 - 15:13 Gunnar Bender

Veiði hafin í Meðalfellsvatni

,,Já, veiðin er byrjuð í vatninu og við seljum veiðileyfi í vatnið og Hreggnasi,“ sagði Hermann Ingólfsson á Kaffi Kjós en breyting hefur orðið á sölu veiðileyfa í vatnið frá síðustu árum. Veiðikortið er ekki með vatnið eins og hefur verið síðustu tíu árin.


21.apr. 2017 - 13:32 Gunnar Bender

Fjörið byrjað á Þingvöllum

„Ég skrapp í Villingavatnsós í Þingvallavatni sumardaginn fyrsta þar sem ég barði vatnið í snjó, hríð og kulda allan daginn,“ sagði Halldór Gunnarsson með kalda putta eins og fleiri veiðimenn á fyrsta deginum sem mátti veiða í Þingvallavatni.


20.apr. 2017 - 10:43 Gunnar Bender

Kuldalegt við Elliðavatn í morgun

„Það var kuldaleg við Elliðavatn í morgun en nokkrir mættir í snjókomunni,“ sagði Ingimundur Bergsson hjá Veiðikortinu sem var einn af þeim sem lét sig hafa það við vatnið í  morgun. Það var engin blíða, langt frá því. Sumardagurinn fyrsti stóð ekki undir nafni. Veiðin var róleg, fiskurinn var tregur, en það átti að hlýna þegar leið á daginn og þá gæti hann tekið.


 


19.apr. 2017 - 12:49 Gunnar Bender

Veiðin byrjar í Þingvallavatni og Elliðavatni á sumardaginn fyrsta

Á sumardaginn fyrsta byrjar veiðin í Þingvallavatni fyrir alvöru, reyndar bara með flugu að vopni til mánaðamóta. Og veiðimenn ætla að fjölmenna til veiða, fiskurinn er fyrir hendi,  vel vænn og vel haldinn.


18.apr. 2017 - 09:18 Gunnar Bender

Boltafiskur á land í Varmá

 ,,Þetta var rólegt og ég stóð að lokum uppi með enga veiði,“ sagði Atli Valur Arason sem fór í Varmá um páskana og kastaði flugunni grimmt í ánni.


17.apr. 2017 - 17:30 Gunnar Bender

Vorveiðin hefur verið köld og erfið

„Þetta er bara búið að vera skítakuldi,  ég meina það. Búinn að fara þrisvar sinnum og þetta eru bara kaldir puttar,“ sagði veiðimaður sem við hittum við Klaustur og annar sem var þarna líka  á bílaplaninu við N1 á Klaustri tók í sama streng.

 


16.apr. 2017 - 13:46 Gunnar Bender

Svakalega gaman að veiða

„Þetta er svakalega gaman að veiða en ég sá nokkra fiska hérna áðan en í fyrra fengum við fiska hérna ofar í læknum,“ sagði Guðni Már Valdimarsson ungur veiðimaður sem við hittum á Breiðdalsvík við veiðar.  


13.apr. 2017 - 22:24 Gunnar Bender

Ólafur Ólafsson ræktaði upp laxveiðiá frá grunni

Ólafur Ólafsson í Samskipum hefur komið víða við á ferlinum. Hann á jörð á Snæfellnesi og um landareign hans rennur Grímsá sem reyndar er alls ekki stór veiðiá. Reyndar bara lækur á köflum en það gengur lax í hana eftir að Ólafur hóf að rækta hana upp fyrir nokkrum árum síðan.


13.apr. 2017 - 11:54 Gunnar Bender

Brjáluð austan átt og kalt í Tungufljóti

,,Það var kalt og erfitt í Tungufljóti í hollinu,“ sagði Stefán Sigurðsson hálf kalinn kallinn sem var við veiðar í Tungufljótinu nú í páskavikuni. En sjóbirtingsveiðin það sem af er hefur gengið upp og ofan.  Veðurfarið hefur ekki verið gott en veiðimenn hafa látið sig hafa það. Svona er bara veiðin.


12.apr. 2017 - 09:58 Gunnar Bender

Vorum með gríðarstórar sleppingar

,,Ég er mjög bjartsýnn fyrir sumarið í Ytri Rangánni, veturinn hefur verið mildur og hafið hlítt, svo allt bendir til þess að laxinn hafi búið við góð skilyrði í hafi ,sagði Jóhannes Hinriksson umsjónamaður Ytri Rangár sem við slógum á þráðinn til hans. En Ytri Rangá var fengsælasta  laxveiðiáin í fyrra.
11.apr. 2017 - 09:43 Gunnar Bender

Risaurriði í Kleifarvatni?

Við heyrðum í kafara sem hefur kafað mikið bæði í Þingvallavatni og fleiri vötnum, þ.m.t. Kleifarvatni. Þrátt fyrir að hafa kafað innan um risaurriða í Þingvallavatni og gjánum þar sá þessi kafari þann allra stærsta urriða sem hann hefur komist í návígi við í Kleifarvatni.


10.apr. 2017 - 09:22 Gunnar Bender

12 stiga frost við Húseyjarkvísl en samt veiði

Nils Flomer Jorgensen var ekki í góðum aðstæðum við Húseyjarkvísl í gær þar sem hann var að veiða sjóbirting en á heimsíðunni hans var hann að ræða stöðuna. En 12 stiga frost var í Skagafirðinum. En það var veiði og það er fyrir öllu. Flottir fiskar.


 

09.apr. 2017 - 10:54 Gunnar Bender

Endalausar áhyggjur manna af fiskeldinu

Svo virðist sem mönnum sem nákvæmlega sama um íslensku laxastofnana, eina sem virðist liggja á  borðinu eru endalaus ný leyfi fyrir eldinu í öllu fjörðum landsins.  Séra Gunnlaugur Stefánsson prestur í Heydölum skoðar stöðuna aðeins í grein í vikunni. Kíkjum aðeins á hvað presturinn segir. Málið er verulega alvarleg.


07.apr. 2017 - 11:17 Gunnar Bender

Hvað segja veiðimenn – Bjartsýnn og búinn að versla slatta af veiðileyfum

Hvað skildu veiðimenn segja um komandi veiðisumar. Tómas Sigurðsson er einn í þessum hópi sem bíður óþreyjufullur eftirsumrinu. Tómas er mikill veiðimaður og hefur verið áhugasamur á þessu sviði um árabil. Hann á sér uppáhalds veiðiá og þangað kom hann fyrst til veiða fyrir 30 árum síðan.

05.apr. 2017 - 22:20 Gunnar Bender

Hefur veitt í hverjum mánuði í allan vetur

Biðin eftir að laxveiðin styttist verulega með hverjum deginum en sjóbirtingsveiðin hefur byrjað með með ágætum. Tíðarfarið hefur kannski ekki verið uppá marga fiska fyrstu dagana í apríl. 

„Það er helvíti slæmt veður hérna við Varmána í dag en maður lætur sig hafa það, skárri spá eftir hádegi,“ sagði veiðimaður sem hafði komið sér skjól í Hveragerði dag og beið af sér veðrið. Skyldi nokkurn undra, hríð og kuldi.

05.apr. 2017 - 10:13 Gunnar Bender

Kvíslarfossinn tignarlegur – mynd dagsins

Það styttist óðfluga í að veiðitímabilið hefjist fyrir alvöru.  Á ferð okkar um Kjósina í vikunni var ekki hjá því komist að mynda  tignarlegan Kvíslafossinn í Laxá Kjós. Biðin styttist eftir að fyrsti lax sumarsins renni sér uppí ána.

 


04.apr. 2017 - 15:42 Gunnar Bender

Leirá opnaði með látum

Við slógum á þráðinn til Axels Más Karlssonar sem var við veiðar í opnuninni í Leirá í Leirársveit sagðist vera frekar ánægður þrátt fyrir leiðindaveður og kulda.


03.apr. 2017 - 11:25 Gunnar Bender

Virtist vera fiskur út um allt

Mynd. 65 cm urriði tekin af Óskari Þorgils á fluguna Köttinn í Dráttarhólshyljum. Fékk að sjálfsögðu líf aftur.

 „Við lönduðum þremur fiskum og misstum helling. Það virtist vera fiskur út um allt,“ sagði Heiðar Logi Sigtryggsson sem var í opnuninni í Minnivallarlæk um helgina.


02.apr. 2017 - 22:11 Gunnar Bender

Nokkrir fiskar á land í Meðalfellsvatni

Mynd Ingimundur    ,,Við erum búnir að fá nokkra fiska en ekki stóra, mest urriða," sögðu veiðimenn sem við hittum við Meðalfellsvatn. Veiðikortið var með vatnið í fyrra en núna er á reiki hvort það sé Hreggnasi eða Félag sumarbústaðaeigenda sé með vatnið. En Kaffi Kjós mun selja veiðileyfi í vatnið.
02.apr. 2017 - 21:26 Gunnar Bender

Frábær byrjun í Geirlandsá

Mynd: Veiðin byrjaði vel víða eins og fyrir norðan eins og þessi mynd sýnir. Byrjunin í Geirlandsá var frábær. Vorveiðin er komin á fleygiferð, dagurinn í gær var góður veðurfarlega, en kaldara aðeins í dag. Opnunarhollið í Geirlandsá var frábært. Óskar Færseth segir að það hafi veiðst um 70 fiskar sem verður að telja gott. Veðurfarið mjög gott og veiðin gekk vel.
02.apr. 2017 - 12:42 Gunnar Bender

Veturinn ekki búinn en veiðin heldur áfram

Mynd. Fjör í sjóbirtingnum og allir að fá eitthvað. Fyrsti dagurinn í sjóbirting var góður, víða sæmileg veiði, en veðurfarið getur verið fljótt að breytast.Í dag er rigning og hvasst en veiðimenn margir voru samt komnir á kreik snemma í morgun.
01.apr. 2017 - 12:32 Gunnar Bender

Síðasti laxinn var bolti

,,Já, þetta var síðast laxinn sem ég veiddi í fyrrasumar,“ sagði Guðlaugur P. Frímannsson veitingamaður og  veiðimaður,  í samtali við Veiðipressuna. En sumarið endaði glæsilega í veiðinni hjá honum og hann er bjartsýnn með sumarið í sumar. 

01.apr. 2017 - 12:26 Gunnar Bender

Það styttist í laxveiðitímann

Það styttist í  laxveiðitímann hefjist fyrir alvöru, en sjóbirtingurinn  byrjaði á fullu í morgunsárið og veiðimenn eru byrjaðir að veiða fiska víða ein og Varmá, Geirlandsá, Tungufljóti og Tungulæk. Fjörið er byrjað fyrir alvöru.
18.ágú. 2016 - 22:22 Gunnar Bender

Fengum tvo laxa á Fjallinu

,,Jú, maður er alltaf að reyna að veiða, vorum uppi á Fjalli í Langá og fengum tvo laxa. Þetta er hrikalega flott svæði,“ sagði Jogvan Hansen söngvarinn í gærkveldi en þá var hann að koma úr veiði er við heyrðum í honum. ,,Já, ég er búinn að fá nokkra laxa í sumar. Milli þess sem voru að opna flottan stað í Reykjavík. Og svo fer maður aftur að veiða og það er fátt skemmtilegra en það.

16.ágú. 2016 - 09:23 Gunnar Bender

Var búin að reyna nokkrar flugur

,,Þetta var skemmtilegt en ég var búinn að reyna nokkrar flugur þegar hann tók,“ sagði Alma Anna Oddsdóttir sem veiddi lax í Norðurá í Borgarfirði fyrir fáum dögum,  en Alma hefur veitt þá nokkra í gegnum árin. Hún hefur ekki  stundað veiðiskapinn mikið  núna í nokkur ár.

 

10.ágú. 2016 - 20:33 Gunnar Bender

Vætusamt næstu daga

Veiðin er búin að vera slöpp, laxinn hefur verið ennþá slappari að taka hjá veiðimönnunum og engar göngur hafa verið í veiðiárnar í lengir tíma. Þetta liggur á borðinu. En þetta gæti allt breyst á næstu klukkustundum, því það er spáð stór rigningum næstu daga.

 

10.ágú. 2016 - 20:31 Gunnar Bender

Annar sleit - þessi bolti náðist

Kleifarvatnið er heldur betur að detta inn þessa dagana en fyrir tveimur dögum veiddi Hörður Sigurðsson úr Grindavík 17 punda bolta urriða í vatninu. Fiskurinn tók maðkinn hjá Herði og var ferlíki eins og sést á myndinni. Nokkrum dögum áður hafði veiðimaður misst stórann fisk í vatninu en sá fiskur sleit.

07.ágú. 2016 - 22:31 Gunnar Bender

Ævintýralegt sumar hjá Bubba

Það er ekki hægt að segja annað en  sumarið í sumar hafði bara verið  eitt ævintýri í laxveiðinni í sumar hjá Bubba Morthens.   En hann var að  veiða sinn fimm  laxa yfir 20 pund í Laxá í Aðaldal í fyrradag í Höfðahyl á fluguna Metallica, sem hefur gefið honum vel í sumar.

07.ágú. 2016 - 22:28 Gunnar Bender

Fallegt við Sogið en róleg veiði

,,Nei, við erum ekki búnir að fá fisk en það er lax hérna en hann hefur ekki tekið,“ sögðu veiðimenn sem ég hitti við Sogið í kvöld á Alviðrusvæðinu Það hafa ekki farið neinar stórsögur af veiði í Soginu í sumar, en  jú menn hafa verið að fá í soðið.

 


07.ágú. 2016 - 22:25 Gunnar Bender

Ekkert að verða fyndið lengur

Sumarið byrjaði frábærlega í veiðinni í flestum ám, laxinn mætti snemma og mikið í mörgum veiðiám. Það boðaði gott fyrir sumarið en allt var ekki fullkomið. Smálaxinn hefur lítið sem ekkert komið í árnar og kemur varla í miklu mæli lengur.

05.ágú. 2016 - 23:38 Gunnar Bender

Clapton með risafisk úr Vatnsdalsá

Eins og við greindum frá  i fyrradag hefur Erik Clapton verið við veiðar í Vatndalsá með vinum sínum  og í dag veiddi hann í 108 sentimetra lax  í Línuhyl og var þetta hörku bárátta. Bardagi sumarsins er þetta kallað en fiskurinn tók fluguna Night Hawk númer 14 og var slagur dagsins.Clapton var víst verulega hress með fiskinn.

05.ágú. 2016 - 23:33 Gunnar Bender

Góð veiði í Mývatnssveitinni

Veiði hefur gengið vel í Mývatnssveitinni það sem af er sumri og enn eru skilyrði við ána góð þrátt fyrir að smá slýrek geti gert mönnum erfitt fyrir við Geldingaey og Geirastað. Við fengum senda skýrslu frá Gísla Árnasyni staðarhaldara við ána. Hann tók saman tölur af hverju svæði fyrir sig og stærsta fisk veiddan á hverju svæði.

05.ágú. 2016 - 23:28 Gunnar Bender

Fór að kenna syninum að veiða

,,Þetta var meiriháttar en ég fór með soninn til að kenna honum að veiða og við mokveiddum, langmest makríll,“ sagði Logi Geirsson fyrrum handboltakappi, er við spurðum hann um veiðitúr hans og sonarins á bryggjuna í Keflavík fyrir fáum dögum.

04.ágú. 2016 - 22:05 Gunnar Bender

Sjóbirtingurinn að hellast inní lækinn

„Vatnið er fínt í læknum enda hefur rignt töluvert síðustu daga og það hefur sitt að segja, það hefur líka verið að hellast inn nýr fiskur,“ sagði Valur Blomsterberg staddur við Tungulækinn. ,,Það var víða fiskur í læknum og nýi fiskurinn er greinilega að mæta þessa dagana. Veiðimenn hafa verið að veiða og staðan er bara góð hjá okkur þessa dagana,“ sagði Valur ennfremur.

03.ágú. 2016 - 10:22 Gunnar Bender

Silungsveiðin gengur vel

,,Veiðin hefur almennt gengið vel hjá okkur. Ólafsjarðará hefur verið að gefa sérstaklega vel. Menn hafa verið að fá uppí 70 bleikjur á dag á 4 stangir sem hlýtur að teljast gott en kvóti á stöng er 12
bleikjur. Uppselt er í ána fyrir utan síðustu dagana í ágúst og byrjun september sem er frábært,“ sagði Guðrún Una Jónsdóttir formaður er við spurðum um stöðuna hjá Stangveiðifélagi Akureyrar.

01.ágú. 2016 - 20:52 Gunnar Bender

Góður júlímánuður

Laxveiðin byrjaði með látum þegar laxveiði hófst 1. júlí í Breiðdalsá, Jöklu og Hrútafjarðará. Ljóst er að lax hafði gengið snemma í þær og var hann orðin dreifður strax víða um vatnasvæðin. Í Breiðdal var hann mættur fyrir ofan fossinn Efri-Beljanda og í Jöklu var hann strax komin upp fyrir Hólaflúð. Og Jöklusvæðið er að nálgast 300 laxa sem er næstum tvöföldun frá fyrra ári.

01.ágú. 2016 - 11:18 Gunnar Bender

Clapton mættur enn og aftur í Vatnsdalsá

Eric Clapton er enn og aftur mættur til veiða á Íslandi og hann hefur verið við veiðar í Vatnsdalsá í Húnavatnssýslu síðustu daga og veiðin hefur gengið ágætlega. En Vatnsdalsá hefur gefið 440 laxa og mest allt tveggja ára laxa. 

01.ágú. 2016 - 11:13 Gunnar Bender

Aldrei fleiri veiðiþjófar teknir

„Ég hitti veiðimenn, eða reyndar veiðiþjófa við laxveiðiá fyrir skömmu og þeir voru að veiða í hléinu. Mér þótti þetta í meira lagi mjög skrítið veiðitími,“ sagði veiðimaður sem ég hitti fyrir skömmu en veiðiþjófum hefur fjölgað verulega síðustu árin.

31.júl. 2016 - 13:01 Gunnar Bender

Maríulaxinn í Norðfjarðará

„Við vorum í Norðfjarðará fyrir fáum dögum  og fengum bleikjur og lax,“ sagði Jóhann G. Gunnarsson sem var að koma úr veiði, ásamt þremur vöskum veiðimönnum.

,,Gunnar Þór sonur minn veiddi maríulaxinn í ferðinni og var fiskurinn 82 cm. Gaman að hann skyldi veiða sinn fyrsta lax. Ég missti lax skömmu seinna,“ sagði Jóhann ennfremur.

Með í för með Skúli Björn Gunnarsson bróðir Jóhanns, margreyndur veiðimaður og aflakló.

Mynd Gunnar Þór Jóhannsson með maríulaxinn sinn úr Norðfjarðaránni.

 

31.júl. 2016 - 12:58 Gunnar Bender

Áin mjög lituð en alltaf er von

„Það er rólegt en kannski verður þetta betra eftir hádegi, þá hreinsar hún vonandi aðeins,“ sagði veiðimaður sem við hittum við Pallinn í Ölfusá í fyrradag en veiðimenn voru að reyna og reyna, það er fyrir mest. Ölfusá hefur gefið 210 laxa og aðeins hefur veiðst urriði, 30 stykki allavega. Þetta er allt í lagi veiði, snjóbráin er mikil þessa dagana og það hefur sitt að segja fyrir veiðimenn og fleiri.

31.júl. 2016 - 12:55 Gunnar Bender

Allir með stangir - veiðimynd dagsins

Allir með stangir, það skiptir miklu  fyrir veiðimenn. Sama hvað
maður er gamall.

28.júl. 2016 - 20:17 Gunnar Bender

Mikið af fiski um alla á

Sylvía Lorange átti morgunvaktina í Elliðaánum í gærmorgun. Vatnshiti mikill og sól og hiti gerðu veiðina krefjandi en þessi unga aflakló landaði 68sm grálúsugum hæng í sjávarfossi og var sátt við Elliðaárnar eftir daginn enda alin upp í Árbænum, nánast á bakkanum.

Mikið er af fiski um alla á og talsvert af nýjum fiski á neðsta svæðinu, tökur voru grannar og því var ekki fleiri löxum landað eftir vaktina af henni. Faðir Sylvíu kvartaði ekki, það er ekkert betra en að veiða með
börnunum sínum sagði hann stoltur af dóttur sinni og kvaddi.


Veðrið
Klukkan 21:00
Lítils háttar súld
ASA5
7,3°C
Alskýjað
Logn
5,7°C
Alskýjað
Logn
6,0°C
Alskýjað
NNV1
9,2°C
N6
5,7°C
Alskýjað
ANA7
7,4°C
Lítils háttar rigning
N5
4,8°C
Spáin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 22.4.2017
Þegar kóngur heimtaði Ísland
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 25.4.2017
Einbýlishús eða ekki einbýlishús?
Elín Ósk Arnarsdóttir
Elín Ósk Arnarsdóttir - 25.4.2017
Hvíla ekki hætta
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 26.4.2017
Ég þarf að finna nýjar götur
Kristinn H. Gunnarsson
Kristinn H. Gunnarsson - 28.4.2017
Áfram vestur
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 28.4.2017
Manifesto stráks úr Breiðholtinu
Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson - 28.4.2017
Lýðræðið og listamenn skrumsins
Magnús Þór Hafsteinsson
Magnús Þór Hafsteinsson - 29.4.2017
Sílikondalur sjávarútvegsins
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 29.4.2017
Minningin um fórnarlömbin
Suðri
Suðri - 28.4.2017
Að vera fyrirmyndar fyrirmynd
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 30.4.2017
Sólbað í norðannæðingi
Akureyri vikublað
Akureyri vikublað - 30.4.2017
Tilfinningar og lífsgildi fara aldrei í frí
Fleiri pressupennar