25. ágú. 2012 - 15:30Gunnar Bender

Oft verið meira fjör í Djúpinu

Það hefur oft verið meira fjör í Ísafjarðardjúpinu í laxveiðinni en eitthvað er af fiski í ánum en fiskurinn er tregur að taka agn veiðimanna. Laugardalsá hefur gefið 144 laxa, Langadalsá 122 laxa og Hvannadalsá 88 eins og staðan er um þessar mundir.

Veiðimenn sem voru þarna fyrir skömmu í Langadalsá og Hvannadalsá veiddu fimm laxa í báðum ánum. Lítið hefur komið af nýjum fisk eins og víða um land.
Svanhvít - Mottur
27.ágú. 2015 - 21:33 Gunnar Bender

Setti í maríulaxinn í Ytri-Rangá

,,Fór með guttann  í veiði um daginn í Ytri-Rangá  og  það tók hann ekki nema fimm mínútur  að setja í fyrsta laxinn í Ægi síðufossinum,“ sagði Guðmundur Atli Ásgeirsson um maríulaxinn hjá syninum.

,,Við vorum með 11 feta Mackenzie switch stöng, mjög stuttan sökkenda og létta túbu svo það var lítið mál fyrir Áka að kasta nógu langt til að ná í lax,“ sagði Guðmundur ennfremur.

Ytri-Rangá er að komast í 5000 laxa eftir fáa daga. Efsta veiðiáin er Blanda og síðan kemur Miðfjarðará.

Mynd. Áki Guðmundsson með maríulaxinn úr Ytri-Rangá.    Mynd Guðmundur

25.ágú. 2015 - 21:05 Gunnar Bender

Landsmetið fallið í Blöndu

Veiðin hefur verið ævintýraleg í Blöndu í nánast allt sumar og ekkert lát er á. Og landsmetið féll á bökkum Blöndu í dag þegar lax númer 4230 kom á land.

,,Já, metið er fallið en fyrra metið í sjálfbæri laxveiðiá var í Þverá og Kjarrá í Borgarfirði 4165 laxar,“ sagði Vignir Björnsson veiðivörður í Blöndu rétt eftir að metið féll.

,,Veiðin er ennþá góð, lúsugur lax að ganga og ekkert yfirfall. Þetta er bara flott hérna við Blöndu,“sagði Vignir ennfremur

24.ágú. 2015 - 11:07 Gunnar Bender

Mynd vikunnar úr Húnavatnssýslu

Það er víða fallegt við veiðivötnin. Þessi mynd er tekin fyrir nokkrum dögum við Svínavatn í Húnavatnssýslu.   Mynd G.Bender

24.ágú. 2015 - 10:59 Gunnar Bender

,,Þetta var mjög gaman“

,,Laxveiðin er skemmtileg og þetta er gaman,“ sagði Valdimar Grímsson sem setti í tvo laxa á stuttum tíma í Hrútafjarðará í Réttarstregnum í gær.

,,Það er greinilega töluvert af laxi hérna, hann var að stökkva um allan strenginn. Reyndi líka í Réttarfossinum hérna fyrir ofan og það  mikið af fiski þar, en þeir tóku ekki. Það er torfur þar af fiski,“ sagði Valdimar og kastaði flugunni áfram á strenginn, fiskurinn var þarna.

Þess má geta að Hrútafjarðará er að komast í 500 laxa.

21.ágú. 2015 - 11:17 Gunnar Bender

35 punda bolti á sveimi í Laxá í Aðaldal

,,Við vorum í Laxá í Aðaldal fyrir skömmu og það var gaman,“ sagði veiðimaður sem var vitni af því þegar stórfiskur slapp af fyrir neðan Æðarfossa og hann var enginn smásmiði sá fiskur.

,,Veiðifélagi minn setti ég fiskinn og var með hann á í tuttugu mínútur en þá fór  hann af á Breiðunni. Eins og hann sagði frá sagði strax réði hann ekkert við fiskinn. .Þetta var fiskur nálægt 35 pundum, þvílíkt flykki og  laxinn réði ferðinni allan tímann,“ sagði veiðimaðurinn sem veiddi í soðið en sá stóri slapp og er ennþá á sveimi í ánni.

21.ágú. 2015 - 11:10 Gunnar Bender

Aldrei séð annað eins drasl

,,Við skruppum aðeins í Varmá í fyrradag en veiðin var róleg, mest smáfiskar. En það voru vænir fiskar í Reykjafossi uppfrá en þeir tóku alls ekki en stukku fossinn,“ sagði Jón Skelfir sem fór með Sigurgeiri bróður sínum í Varmá, en veiðin vakti ekki mesta athygli hjá mér sagði Jón og bætti við.

,,Draslið í kringum ána er hrikalegt, ég týndi aðeins það sem ég sá en það hefði ekki dugað vikan til að týna þetta allt. Þvílíkt umgengni við ána, aldrei séð annað eins drasl. Þetta er veiðimönnum til skammar að ganga svo um ána,“ sagði Jón og hneykslaður mjög. Það er ekki skrítið.

20.ágú. 2015 - 18:31 Gunnar Bender

Slagurinn á veiðitoppnum harðnar

Laxveiðin gengur ennþá vel, laxar að  koma á hverju flóði og bullandi gangur í mörgum veiðiám. Ytri-Rangá er kominn á toppinn og veiðin í henni hefur verið frábær en hún hefur gefið 4200 laxa. Það er mokveiði dag eftir dag.

Blanda sem ekki er farinn á yfirfall er með 4020 laxa, kominn yfir 4000 þúsund. Veiðimaður sem við hittum við Blöndu í vikunni sagði að þetta væri bara veisla dag eftir dag. Hann veiddi yfir 100 laxa á nokkrum dögum.

Miðfjarðará hefur 3710 laxa og það er mikið af fiski, of mikið sagði einhver. Getur það verið?

Og Laxá á Ásum með sínar tvær stangir er að komast í 1300 laxa. Veislan heldur greinilega áfram.

 

19.ágú. 2015 - 10:08 Gunnar Bender

Róleg veiði hjá fjármálaráðherra

Veiðin hefur verið frekar  í róleg í Hofsá í Vopnafirði og það var engin breyting á þegar Bjarni Benediktsson mætti með stöngina í ána fyrir nokkrum dögum. En Hofsá hefur aðeins gefið 400 laxa og Selá líka ættuð í Vopnafirði hefur gefið 950 laxa.

Þrátt fyrir góða takta hjá fjármálaráðherra gekk veiðin rólega en hann fékk lax. Bjarna þykir gaman að veiða og þykir lunkinn með stöngina. En það dugir ekki þegar ekki mikið um laxinn eins og Hofsá þessa dagana.

Mynd. Bjarni Benediktsson þykir lunkinn með veiðistöngina og þykir gaman að veiða. mynd G.Bender

19.ágú. 2015 - 09:55 Gunnar Bender

Kvótinn settur á fyrir veiðitímann

Það er rétt að taka það fram að kvótinn í Leirvogsá var settur á löngu fyrir veiðitímann en ekki núna þegar veiðin byrjaði á fullu. Leirvogsá er komin vel yfir 400 laxa og áfram á hún eftir að bæta sig verulega, það er hellingur eftir af veiðitímanum.

,,Við erum búnir að veiða nokkra laxa, það er mikið af fiski,“ sögðu veiðimenn sem við hittum við Helguhylinn í Leirvogsá í vikunni, veiðin hafði gengið vel. Fiskur var að ganga á hverju flóði.

17.ágú. 2015 - 21:48 Gunnar Bender

Blanda að detta í fjögur þúsund laxa

,,Við fengum fína veiði, yfir 60 laxa en náðum ekki kvótanum, fullt af fiski,“sagði Zopínas Ari Lárusson á Blönduósi um veiðitúr í Blöndu.

Það er ekkert yfirfall í Blöndu, sama mokveiðin áfram og lax númer 4000 að koma á land á hverri mínútu. Veislan hefur áfram.

Blanda er löngu komin yfir metið í fyrra og laxinn er ennþá í hverju kasti. Ekkert yfirfall og veiðimenn sem maður hittir við ána eru allir með sömu mokveiði dag eftir dag.

 

17.ágú. 2015 - 21:30 Gunnar Bender

Bullandi gangur í Dölunum

Veiðin hefur verið góð í Laxá í Dölum en aðeins er veitt á flugu. Jón Þór Júlíusson og fjölskylda voru þarna við veiðar fyrir fáum dögum og veiddu á einum degi 10 laxa.

Áin hefur gefið 460-470 laxa og það er nýr fiskur að koma á hverju flóði. Það er fiskur komin um alla á og Sólheimafossi er boltafiskur sem gengur erfiðlega til að fá að taka agn veiðimanna en hann er verulega vænn.

15.ágú. 2015 - 12:14 Gunnar Bender

Blanda að slá algjört met

,,Þetta var meiriháttar. Við fengum fína veiði, í það minnsta vel í matinn,“ sagði veiðimaður sem var að koma úr Blöndu

Blanda er slá öll met í veiðinni en áin hefur gefið 3700 laxa. Ytri Rangá er komin með 3700 og síðan Miðfjarðará með 3100.

,,Veiðin  gengur vel,, sagði Rafn Alfreðsson um Miðfjarðarána.

Veiðitoppurinn stendur á milli þessara þriggja veiðiá. Blanda er ekkert að fara á yfirfall, Ytri-Rangá gefur og gefur og Miðfjarðará gefur vel.

,,Það er mikið af laxi Miðfirðinum,allar um allt og mikið sumstaðar,“  sagði Bjarni Ákason sem var að koma úr í ánni fyrir skömmu.

12.ágú. 2015 - 09:25 Gunnar Bender

Kvóti settur á veiðina í Leirvogsá

,,Þetta var bara mokveiði. Við vorum einn og hálfan klukkutíma að veiða kvótann 20 laxa á tvær stangir en kvótinn  var settur á um daginn,“ sagði veiðimaður sem var í Leirvogsá fyrir fáum dögum en frábær veiði hefur verið í ánni og hefur hún gefið 400 laxa.

Og þess vegna var settur kvóti á veiðina í ánni.

,,Það voru laxar á mörgum stöðum í ánni,“ sagði veiðimaðurinn sem vildi veiða kvótann, en takan var svo svakalegt í Leirvogsánni.

Mynd. Tveir laxar komnir á land úr Leirvogsá en veiða má 20 laxa á  tvær stangir á dag, sem verður að teljast flott veiði. mynd  G.Bender

 

10.ágú. 2015 - 11:59 Gunnar Bender

Góð veiði hjá Clapton og félögum

Veiðin hjá Clapton og félögum í Vatnsdalsá í Húnavatnssýslu var í fínu lagi en þeir fengu á milli 70 og 80 laxa segja okkar heimildir. Frekar var kalt í veðri meðan Clapton var að veiða en veiðin var í góðu lagi.

Þetta er sjötta sumarið sem Clapton veiðir í Vatnsdalsá en áður veiddi hann í Laxá á Ásum. Vatnsdalsá er komin með 650 laxa og hellingur eftir af veiðitímanum.

10.ágú. 2015 - 11:50 Gunnar Bender

Mynd vikunnar úr veiðinni

Bylgja Hauksdóttir með stórlax úr Laxá á Ásum


09.ágú. 2015 - 21:20 Gunnar Bender

Haukadalsá er dásamleg fluguveiðiá

,,Það eru laxar að ganga á hverju flóði hérna í Haukadalsá í Dölum, þetta er dásamleg fluguveiðiá,“ sagði Atli Bergmann sem var á veiðislóðum í Dölunum í dag og það var sannarlega líf í Haukadalsánni.

,,Það eru laxar að ganga á hverju flóði hérna en við erum hérna feðgarnir. Við eru búnir að fá nokkra laxa og maður er dolfallin yfir þessari á, gott vatn og flottir veiðistaðir.,“ sagði Atli ennfremur.

Haukadalsá er búinn að gefa 250 laxa og það eru fiskar á hverju flóði.

 

09.ágú. 2015 - 12:23 Gunnar Bender

Stulli með sannkallaðan stórlax

Stærsti lax sumarsins veiddist í Vatnsdalsá í gær og er 30 pund. Það stórkokkurinn Stulli Birgisson sem landaði laxinum eftir langa baráttu í Hnausastregnum á Sunray túbu og var fisknum slepp aftur í ána.

,,Þetta var svaka barátta,“ sagði Björn K. Rúnarsson leiðsögumaður við ána. Vatnsdalsá er komin yfir 600 laxa og veiðin hefur verið góð þar. 20-30 laxar á dag.

09.ágú. 2015 - 09:50 Gunnar Bender

Mynd vikunnar

Það er allt að gerast í Laxá í Aðaldal.
08.ágú. 2015 - 13:52 Gunnar Bender

Laxá að detta í þúsund laxa

Veiðin er búinn að vera frábær  í Laxá á Ásum og síðustu holl hafa verið með kringum 100 laxa á tvær stangir eftir þriggja daga veiði. Lax er ennþá að ganga í ána enda vatnið gott og það rignir verulega dag eftir dag á svæðinu.

Laxá á Ásum  er að detta þúsund í dag eða á morgun. Þetta er frábært á tvær stangir og er áin er áin að ná fyrri hæðum, þegar hún var uppá sitt besta, en bara er veitt á flugu í henni núna.

 

07.ágú. 2015 - 04:34 Gunnar Bender

Fengum yfir 50 silunga

,,Þetta var skemmtileg ferð í Veiðivötn við fengum yfir 50 silunga. Ég hef ekki verið mikið í vatnaveiði en það er gaman þarna og fallegt,“ sagði Jógvan Hansen sem var að koma úr Veiðivötnum fyrir fáum dögum.

,, Fiskurinn var góður og hann var flakaður og etinn,“ sagði Jogvan ennfremur.

Veiðin hefur verið ágæt í Veiðivötnum og veiðimenn að fá fína veiði.