10. jún. 2012 - 21:12Gunnar Bender

Laxinn mættur í Grímsá

,,Laxinn er kominn í Grímá í Borgarfirði. Það sáust tveir stórboltar í Ljóninu fyrir ofan Laxfossinn en áin opnar 22. júní. Það verður gaman að sjá hvernig opnunin gengur," sagði Jón Þór Júlíusson en laxinn virðit vera mættur í margar ár.

,,Gljúfurá í Borgarfirði er flott þessa dagana og gott vatn í henni. Straumarnir hafa gefið sjö laxa og Ferjukotseyrarnar 2 laxa," sagði Þorkell Fjeldsted og bætti við að sér litist vel á sumarið í veiðinni.

 

Mynd: Frá Grímsá í Borgarfirði.
Svanhvít - Mottur
09.okt. 2015 - 21:24 Gunnar Bender

Ennþá fjör í Varmá og áin vatnsmikil

,,Vatnið er fínt í Varmá þessa dagana og miklir möguleikar á veiði á þessum tíma,“ sagði Þorgils Helgason hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur er við spurðum um Varmá en vatnið er fínt þar núna og veiðin hefur verið ágæt.

,,Þessi tími gefur oft vel af sjóbirtingi,“ sagði Þorgils ennfremur.

Sjóbirtingurinn er að hellast inn þessa dagana. Tími sjóbirtingsins er kominn og fátt skemmtilegra en að fá hann til að taka fluguna.

09.okt. 2015 - 21:19 Gunnar Bender

Mynd vikunnar - Breiðdalsá

Hresst lið í veiðihúsinu við Breiðdalsá eftir góðan veiðidag.

07.okt. 2015 - 19:49 Gunnar Bender

Mokveiði í Flóðinu - mest allt drepið

Frábær sjóbirtingsveiði hefur verið fyrir austan, allavega í Flóðinu í Grenlæk og hafa veiðimenn verið að fá langburð af fiski og mest allt er þetta drepið. Fiskurinn hefur verið á í hverju kasti og mikið fjör.

Sumstaðar hefur verið verra að veiða vegna vatnavaxta eins og Fossálnum og auðvitað Skaftá sem er bara forátta og ekkert annað. En fjörið heldur áfram við Grenlækinn, sjóbirtingurinn er í torfum. Og tekur hvað sem er.

03.okt. 2015 - 12:03 Gunnar Bender

Ytri-Rangá komin vel yfir átta þúsund laxa

Ennþá stendur veiðin yfir í Ytri-Rangánni og núna eru komnir 8120 laxar á land. Og veiðimenn eru ennþá að fiska. Miðfjarðará var næst á eftir með 6028 lax, sem er frábær veiði, og síðan Blanda með 4829 laxa.

,,Við hjá Strengjum erum hressir með sumarið, tvær veiðiár toppa hjá okkur, Jökla með nýtt met, 815 laxar,“ sagði Þröstur Elliðason er við heyrum í honum  og hann hélt áfram.

Það er líka met í Hrútafjarðará, alls  860 laxar. Breiðdalsáin bætti sig síðan í fyrra en þar komu á land 377 laxar,“ sagði Þröstur ennfremur.

03.okt. 2015 - 12:00 Gunnar Bender

Mest öllu dótinu skilað aftur

,,Mest öllu veiðidótinu hefur verið skilað aftur,“ sagði Jón Gunnar Benjamínsson veiðimaður snjalli en hann var fyrir því um daginn af veiðidóti fyrir þúsundum króna var stolið frá honum sem hefur nú verið var skilað mest öllu skilað aftur.

Þarna var að finna ýmislegt, stangir, veiðidót og ýmislegt sem Jón hefur eignast um ævina. En hann hefur sem betur fer fengið mesta allt dótið sitt aftur og getur veitt sjóbirting í haust á hjólastólnum sínum.

01.okt. 2015 - 09:49 Gunnar Bender

Margir hættir að fara til veiða

Jón Kristjánsson, fiskifræðingur, fer  hörðum  orðum um veiða og sleppa aðferðina á blogginu sínu Fiski/Fiskiblogg. Við skulum aðeins skoða það sem Jón segir.

Þá er liðið enn eitt tímabil með veiða-sleppa. Veiðin var með eindæmum í sumar og hafa opinberir vísindamenn enga skýringu á því hvers vegna veiðin sveiflast svona milli ára, hörmungarveiði í fyrra og metveiði núna. Látum það liggja milli hluta.

En nú er ný staða miðað við það sem áður var: Menn sleppa nær öllum fiski í dýrustu ánum. Þetta skekkir alla tölfræði, enginn veit hve margir veiddust aftur og aftur og sumir veiðimenn bóka fisk sem var á í fimm  sekúndur sem veiddan - og slepptan. Þá er mikil freisting fyrir veiðimenn til þess að búa til fiska til að standast samanburð við aðra í hollinu. Þá hefur oft verið ýjað að því að veiðileyfasalar prenti fisk. Allt er þetta auðvelt ef menn þurfa ekki að sýna aflann.

Þetta byrjaði allt í Grímsá fyrir nokkrum áratugum þegar amerískum veiðimönnum var uppálagt að sleppa öllum hrygnum í þeim tilgangi að auka seiðaframleiðslu árinnar. Í sárabætur fengu þeir heim með sér reyktan lax. Þótti þeim mikið til um þessa ræktun. En þeim var ekki sagt að reykti laxinn hefði verið veiddur í net neðar í vatnakerfinu. Nú fá menn engan reyktan lax lengur í stað þeirra sem sleppt er, fara heim með öngulinn í rassinum eins og sagt var hér áður fyrr.

Stóra stökkið kom svo 1998 þegar veiðimönnum  í Vatndalsá var bannað að drepa lax. Sagt var að svona að gerð myndi verða ánni til góðs og stuðla að betri og jafnari veiði. Reynslan sýndi annað. Veiðin í Vatnsdalsá hélst svipuð og í nágrannaánum, þrátt fyrir að hluti veiðinnar væri tvítalin.
Að ekki verður meiri ræktunarárangur af þessu skýrist af tvennu: Laxinn gengur aðeins einu sinni í ána, einungis um 5% lifa af hrygninguna til þess að ganga í annað sinn og hrygna. Það er því ekki hægt að safna upp fiski milli ára.

Hrygning í flestum ám er yfirleitt yfirdrifin. Á mínum langa ferli við seiðaveiðar hef ég aldrei orðið var við skort á fyrsta árs seiðum, fjöldi þeirra er oftast langt umfram þarfir. Fjöldi stærri seiða er oft hverfandi og ekki í neinu hlutfalli við fjölda fyrsta árs seiða. Vegna mikillar samkeppni eru fyrsta árs seiðin illa undirbúin undir veturinn og afföll því mikil, auk þess sem þau veita eldri seiðum samkeppni. Aukning hrygningarstofns er því oftast til skaða.

Margir veiðimenn fara ekki til veiða þar sem skylt er að sleppa öllum fiski, þeir fara á mis við þá ánægju að matbúa hann handa sér og sínum, nokkuð sem þeir telja vera endapunktinn á góðri veiðiferð.

Þá þykir mönnum það ekki heyra undir eðlilega veiðimennsku og umgengni við náttúruna að veiða þreyta og landa fiski til þess eins að henda honum aftur í ána.
Þá má minna á að í lögum um dýravernd segir:

,,Skylt er að fara vel með öll dýr. Óheimilt er að hrekkja dýr eða meiða. Forðast skal að ofbjóða kröftum þeirra og þoli."

Í lögum um dýraveiðar stendur:

,,Ávallt skal staðið að veiðum þannig að það valdi dýrunum sem minnstum  sársauka. Skylt er veiðimönnum að gera það sem í þeirra valdi stendur til að aflífa dýr sem þeir hafa veitt áverka."

Berum virðingu fyrir bráðinni og náttúrunni og göngum til veiða með því hugarfari að við séum að veiða okkur til matar og huggulegheita. Fátt er eins skemmtilegt og að halda veislu með sjálfs aflaðs matar.28.sep. 2015 - 11:37 Gunnar Bender

Einhverjir laxar búnir að hrygna

Yfirleitt hafa veiðimenn ekki þurft að hafa áhyggjur af því að laxinn sé byrjaður að hrygna þegar þeir hafa verið að veiða þá  en það hefur þó komið fyrir. Lax sem kemur snemma í árnar getur  byrja að hugsa um tilhugalífið og það þýðir bara eitt.

,,Það veiddist lax hérna um daginn sem var búinn að hrygna fyrir nokkru síðan," sagði Súddi þegar rætt var um laxa og hrygningar. Laxinn var mjór og greinilega búinn að klára sitt í ána. Árangurinn verður vonandi góður.

27.sep. 2015 - 12:26 Gunnar Bender

Selur í veislu í Vatnamótunum

Sjóbirtingsveiðin  hefur verið góð síðustu daga, sjóbirtingurinn  er vænn og töluvert af honum eins og í Geirlandsá og Vatnamótunum, En það fór að rigna á svæðinu og birtingurinn færði sig aðeins.

Rétt áður en fór að rigna birtist selur í Vatnamótunum og hann lenti í veislu. Þar fékk hann að vera í firði fyrir mönnum og byssum um stund. Og veislan hjá honum stóð yfir í þó nokkurn tíma enda fátt verra fyrir veiðimenn að fá sel inní torfuna.

En svona er veiðin það getur allt gerst, menn geta átt von á ýmsu, ekki bara fiskum og fuglum, heldur líka selum sem fara hvergi. Nema þeir séu skotnir.

 

26.sep. 2015 - 22:32 Gunnar Bender

Hvað er að gerast í Hofsá í Vopnafirði?

,,Ég fór tvisvar í Hofsá í Vopnafirði  í sumar og fékk ekki högg. Það var mjög lítið af fiski þarna, grátlega lítið, áin er meiriháttar en það dugir alls ekki,“ sagði veiðimaður sem fór í Hofsá sem var alls ekki góð í sumar, reyndar bara slöpp.

Áin gaf aðeins 515 laxa en meðalveiðin í henni eru kringum 1120 laxar svo þetta er ekki glæsileg veiði.

Mesta veiði sem Hofsá í Vopnafriði hefur gefið eru 2258 laxar svo hún má muna sinn fífil fegurri. Eitthvað hefur gerst með þessa fornfrægu veiðiá þar sem voru bæði stórir og vel vænir laxar veiddust. En hún kemur vonandi til baka á næstu árum, áin er falleg.

24.sep. 2015 - 16:15 Gunnar Bender

Stjarnfræðilegar lokatölur úr Miðfjarðará

Lokatölur detta inn úr hverri laxveiðiánni á fætur annarri þessa dagana nema úr Rangánum en þar er veitt frammi október. Ytri Rangá hefur gefið flesta laxana eða 7800 núna.

En veiði er lokið í Miðfjarðará og þar veiddust 6028 laxa sem eru auðvitað stjarnfræðilegar tölur og hafa aldrei sést í Miðfirðinum áður.

Blanda kemur síðan þar fyrir neðan með lokatölu uppá  4829 laxa sem er meiriháttar veiði á engu yfirfalli í allt sumar.  Laxá á Ásum var líka að loka og þar veiddust á tvær stangir 1975 laxar, frábær veiði.

 

23.sep. 2015 - 13:03 Gunnar Bender

Sá stóri fæst ekki til að taka

Stórlaxinn sem fór í gegnum teljarann í Gljúfurá í Borgarfirði snemma sumar og var vel yfir 114 sentimetra hefur ekki fengist til að taka agn veiðimanna.  Þrátt fyrir að nokkrir hafi reynt við hann en hann er áhugalaus.

Reyndar týndist hann stóran hluta sumars, en veiðimenn sem voru þarna um daginn þóttust hafa séð hann. En hann vildi ekki neitt sama hvað honum var boðið.

Veiðin í Gljúfurá hefur verið frábær í sumar og eru komnir 600 laxar á land sem er meiriháttar góð veiði. Þrátt fyrir þessa góðu veiði er síðasta hollið laust í ánni. Og þar er von að setja í þann stóra, finnst hann yfir höfuð.

23.sep. 2015 - 12:59 Gunnar Bender

Stóra Laxá að detta inn eftir miklar rigningar

Veiðin í Stóru Laxá hefur ekki verið góð í sumar en áin er að detta inn þessa klukkutímana eftir að rigna tók á svæðinu. Það eru stór rigningar og það hleypir heldur betur lífi í veiðina. Síðustu dagarnir  í ánni gætu orðið veisla.

Stefán Kristjánsson var við veiðar í ánni þegar byrjaði að rigna  með föður sínum og var komin með 29 laxa, nokkra yfir 80 sentimetra, en áin er komin með yfir 400 laxa.

21.sep. 2015 - 16:07 Gunnar Bender

Veiðimenn ólmir að tryggja sér sömu dagana

Eftir þetta frábæra veiðisumar, sem fáir áttu von á eftir slakt sumar á undan, eru veiðimenn ólmir að festa þá daga sem þeir voru að veiða á í sumar. Þetta á bæði við erlenda veiðimenn sem innlenda.

,,Jú, við höfum svo sannarlega orðið var við þetta, það er rétt,“ sagði veiðileyfasali sem er með laxveiðiár sem gáfu frábæra veiði. Og erlendir veiðimenn, sem við hittum við eina af fengsælustu ána í sumar, sögðust allir ætla að koma aftur til veiða á Íslandi og helst á sömu dögum, ef það væri möguleiki.

Veiðin hefur verið góð, þó svo enginn viti hvað gerist næsta sumar, eru veiðimenn sem ætla að tryggja sér sömu daga næsta sumar. Og veiðileyfin seljast aldrei sem fyrr.

 

19.sep. 2015 - 13:27 Gunnar Bender

Ógurlegar tölur á stöngina í Ytri-Rangá

Veiðin hefur verið frábær í Ytri-Rangá en áin hefur gefið núna 7150 laxa og rauk upp eftir að maðkurinn var leyfður aftur í ánni. Enda hellingur af fiski víða um hana  en  hún hefur gefið langflesta laxana þetta sumarið.

Heimildir okkar  herma að ein og sama stöngin hafi veitt næstum 280 laxa í Ytri-Rangá  sem verður að telja meiriháttar veiði enda mikið af fiski í ánni. Þetta gerðist eftir að maðkurinn var aftur leyfður í henni.

Næsta áin yfir mest veidda laxa þetta veðrárið er Miðfjarðará  með næstum því 6000 laxa  sem eru tölur sem ekki hafa sést á bökkum Miðfjarðará.

 

19.sep. 2015 - 13:23 Gunnar Bender

Affallið geymir væna laxa

,,Áttum ágætt holl félagarnir í Affallið núna fyrir stuttu þó svo heildaraflinn hefði mátt vera meiri, en allir veiddum við bara á flugu,“ sagði Halldór Gunnarson og bætti við ,,Í fallegu veðri þá er mjög gaman að fara í Affallið því þessi litla og netta á getur geymt margan risann.

,,Fiskurinn var nokkuð vel dreifður um alla á og sáum töluvert af fiski hér og þar þó svo nokkrir staðir hafi verið að geyma meira en aðrir. Náðum tveimur vænum í þessu sama holli sem eflaust telst nokkuð gott, 91cm hæng sem ég náði að krækja í og 93cm hrygnu sem Þorsteinn Stefáns náði, en báðir komu úr sama litla hylnum á litlar flugur. Einnig sáum við nokkra í sömu stærð.“

,,Skemmtileg veiðiá en við vorum sammála um að svona lítil og nett á ætti að hafa einhverja takmörkun á maðkaveiði því það er lítt gaman að koma að á eftir að hún hefur verið möðkum í spað nokkrum tímum áður. Áttum samt skemmtilegar stundir við bakkann þarna,“ sagði Halldór ennfremur.

19.sep. 2015 - 13:18 Gunnar Bender

Aftur netaveiðiþjófar í Hraunsfirði

Fyrr í sumar varð vart fyrir veiðiþjófa með net í Hraunsfirði og voru veiðitólin gerð upptæk. Og núna fyrir nokkrum dögum var veiðiþjófur aftur tekinn að sögn Bjarna Júlíussonar sem er sannarlega með vökul augu gagnvart þessum veiðiþjófum. Og finnur hvern af öðrum með net.  

Veiðin hefur verið í góðu lagi hjá þeim sem hafa rennt með stöng í Hraunsfirðinum síðustu daga, mest bleikja, en einn og einn lax á stöngina.

16.sep. 2015 - 16:06 Gunnar Bender

Myndi vikunnar - Vaðið í land

Vaðið í land í aflahæstu laxveiðiánni, Ytri Rangá, til landa næsta laxi   Mynd G.Bender

 

14.sep. 2015 - 09:50 Gunnar Bender

,,Ég er eins og barn á jólum"

,,Þetta var meiriháttar, maður er eins og barn á jólum,“ sagði Jón Skelfir eftir að hann landaði fyrsta laxinum sínum í Elliðaánum í gærdag í sumar, Hann hafði reyndar lítið veitt það sem af er sumri og gleðin leyndi sér ekki með fiskinn.

,,Laxinn veiddi ég í Símastreng og var ekki lengi með hann. Fiskurinn tók fluguna thunder and lightning,“ sagði Jón ennfremur.

Jón Skelfir með laxinn í Símastreng. Mynd Geiri.

 

13.sep. 2015 - 14:28 Gunnar Bender

Endalausar sögur af veiðiþjófum

Jens Kristinsson segir á facebook síðunni sinni í dag að hann hafði lent í veiðiþjófi með veiðistöng við Fossála. Þar hafi erlendur ferðamaður mætt og dregið fram stöngina og byrjað að veiða án leyfis. Þegar hann var spurður sagðist hann ætla að veiða og dró upp Veiðikortið.

Þetta er ekki eina tilfellið um helgina. Annað  atvik var fyrir norðan og alltaf sama sagan, veiðileyfalaust lið. Og liðið  kemur sér í burtu þegar yrt er á það.

Þetta virðist vera orðið daglegt brauð, sumir kannast ekki við neitt og fara hvergi. Af einum fréttum við sem fór hvergi og maldaði í móinn endalaust.

12.sep. 2015 - 19:55 Gunnar Bender

Frábær veiði í Laxá á Ásum

Veiðinni er lokið í Laxá á Ásum og var lokatalan 1604 laxar. Síðasta hollið veiddi 74 laxa sem verður að teljast verulega gott svona undir það síðasta. 

Ef farið er oafn í tölfærði eru þetta 8 laxar á stöngina  í Laxá en aðeins er veitt á tvær stangir og næstum öllu sleppt aftur. Áin er heldur betur að ná sér á strik aftur og Ósasvæðið gaf líka ágætlega. Mest af silungi.