10. jún. 2012 - 21:12Gunnar Bender

Laxinn mættur í Grímsá

,,Laxinn er kominn í Grímá í Borgarfirði. Það sáust tveir stórboltar í Ljóninu fyrir ofan Laxfossinn en áin opnar 22. júní. Það verður gaman að sjá hvernig opnunin gengur," sagði Jón Þór Júlíusson en laxinn virðit vera mættur í margar ár.

,,Gljúfurá í Borgarfirði er flott þessa dagana og gott vatn í henni. Straumarnir hafa gefið sjö laxa og Ferjukotseyrarnar 2 laxa," sagði Þorkell Fjeldsted og bætti við að sér litist vel á sumarið í veiðinni.

 

Mynd: Frá Grímsá í Borgarfirði.
21.ágú. 2016 - 21:43 Gunnar Bender

Fiskurinn er fyrir hendi

,,Það er frábært  hérna en lítill fiskur, en gott að æfa sig hérna. Ég vill nú frekar urriða en bleikjuna,“ sagði Atli Valur Arason en hann var við rennislétt Þingvallavatnið á föstudagskvöldið  að kasta flugunni.

Veiðin hefur verið frekar treg í Þingvallavatni síðustu vikurnar, urriði og bleikja. En veiðin verður aftur góð, fiskurinn er fyrir hendi, bara að fá hann til að taka. Það er heila málið.

Mynd. Það var blankalogn við Þingvallavatn. Mynd G.Bender

21.ágú. 2016 - 21:37 Gunnar Bender

Allir voru að bíða eftir rigningunni

,,Loks þegar sólin tók sér hvíld eftir margra vikna stöðuga törn, fékk Straum fjarðarárlaxinn langþráða rigningu með súrefnisbústi, sem hann sárlega þurfti á að halda,“ sagði  Ástþór Jóhannsson við Straumfjarðarána í samtal við Skessuhorn.

,,Veiðin glæddist í kjölfarið og fiskar sem undanfarið hafa tekið grannt, eða als ekki skriðu úr holum og strengjum niður á breiðurnar. Það hefur því veiðst vel síðustu daga. Þegar síðasti þriðjungur veiðitímabilsins er rétt hafinn hafa verið bókaðir á þriðja hundrað laxar, á stangirnar fjórar sem veitt er með her og til þess að bæta upp fáliðaðar smálaxagöngur þessarar vertíðar, hafa veiðst firna vænir sjóbirtingar í talsverðu mæli neðst í ánni,“ sagði Ástþór ennfremur.

Nú fer í hönd sá tími er hængarnir fara að láta á sér kræla og þessi hér á meðfylgjandi mynd sem Eldur Ólafsson fangaði tók rauða franseskeilu í hylnum undir Nýju brúnni. Veiðimaðurinn Jóhann Ingi Kristjánsson var að vonum kátur með að setja í stærsta lax sumarsins, enn sem komið er og þeir verða væntanlega fleiri, því víða hefur sést til fiska af þessari stærð í ánni.Þessi mældist 97 cm.

Nær fullur ágústmáni vísar til næsta stórstraums síðar í vikunni og þá vonumst við eftir að seinni göngur sumarsins skili sér inn í veiðina. Ef það gerist þá er áfram bjart framundan. Straumfjarðará hefur gefið 280 laxa.

18.ágú. 2016 - 22:22 Gunnar Bender

Fengum tvo laxa á Fjallinu

,,Jú, maður er alltaf að reyna að veiða, vorum uppi á Fjalli í Langá og fengum tvo laxa. Þetta er hrikalega flott svæði,“ sagði Jogvan Hansen söngvarinn í gærkveldi en þá var hann að koma úr veiði er við heyrðum í honum.

,,Já, ég er búinn að fá nokkra laxa í sumar. Milli þess sem voru að opna flottan stað í Reykjavík. Og svo fer maður aftur að veiða og það er fátt skemmtilegra en það. Átti að vera í Selá í Vopnafirði en komst ekki, maður getur ekki verið allstaðar. Maður verður einhvern tímann að stoppa. Fór líka í Varmá og Veiðivötn fyrr í sumar. Þetta er svo skemmtilegt,“ sagði Jogvan og meinti það.

16.ágú. 2016 - 09:23 Gunnar Bender

Var búin að reyna nokkrar flugur

,,Þetta var skemmtilegt en ég var búinn að reyna nokkrar flugur þegar hann tók,“ sagði Alma Anna Oddsdóttir sem veiddi lax í Norðurá í Borgarfirði fyrir fáum dögum,  en Alma hefur veitt þá nokkra í gegnum árin. Hún hefur ekki  stundað veiðiskapinn mikið  núna í nokkur ár.

,,Laxinn veiddi ég í Myrkhylsrennum og þetta var skemmtilegur bardagi. Veiðin var búinn að vera treg í Norðurá en glæddist þegar voru þarna, sérstaklega síðasta morguninn,“ sagði Alma ennfremur.

Norðurá hefur 1100 laxa, það hefur rignt og það hleypir lífi í laxveiðina í ánni. En lítið kemur af nýjum laxi enda kannski ekki vona á honum svona seint. En sá sem er fyrir tekur.

Mynd. Alma Anna Oddsdóttir með laxinn sinn úr Myrkhylsrennum í Norðurá.

 

10.ágú. 2016 - 20:33 Gunnar Bender

Vætusamt næstu daga

Veiðin er búin að vera slöpp, laxinn hefur verið ennþá slappari að taka hjá veiðimönnunum og engar göngur hafa verið í veiðiárnar í lengir tíma. Þetta liggur á borðinu. En þetta gæti allt breyst á næstu klukkustundum, því það er spáð stór rigningum næstu daga.

Árnar sem hafa verið að þorna upp gætu tekið við sér og fiskurinn farið að ganga í þær. þó það sé ágúst. Þaraleginn lax sem hefur legið niður í sjó, gæti látið sig hafa það á næstu klukkutímum uppí árnar á fleygiferð.

„Ég var við ós á veiðiá fyrir fáum dögum og það var rólegt en allt í einu sá ég stóra laxatorfu á sveimi í ósi árinnar og þetta voru 80 til 100 laxar. Og þeir voru búnir að vera þarna lengi  í sumar og fóru hvergi, voru greinilega að bíða eftir regninu,“ sagði veiðimaður sem sagði að betri tíð væri í vændum færi að rigna verulega. Mikið til í því, hellingur reyndar.

 

10.ágú. 2016 - 20:31 Gunnar Bender

Annar sleit - þessi bolti náðist

Kleifarvatnið er heldur betur að detta inn þessa dagana en fyrir tveimur dögum veiddi Hörður Sigurðsson úr Grindavík 17 punda bolta urriða í vatninu. Fiskurinn tók maðkinn hjá Herði og var ferlíki eins og sést á myndinni. Nokkrum dögum áður hafði veiðimaður misst stórann fisk í vatninu en sá fiskur sleit.

„Ég var búinn að sjá fiskinn nokkrum sinnum við yfirborðið en hann vildi ekki taka fyrst. En svo allt í einu tók hann og ég var með hann á í eina,  tvær mínútur svo sleit hann draslið. Þetta var bolti,“ sagði veiðimaður sem hafði samband við okkur í vikunni.

07.ágú. 2016 - 22:31 Gunnar Bender

Ævintýralegt sumar hjá Bubba

Það er ekki hægt að segja annað en  sumarið í sumar hafði bara verið  eitt ævintýri í laxveiðinni í sumar hjá Bubba Morthens.   En hann var að  veiða sinn fimm  laxa yfir 20 pund í Laxá í Aðaldal í fyrradag í Höfðahyl á fluguna Metallica, sem hefur gefið honum vel í sumar.

,,Já, fimm laxar yfir 20 pundinn, frábært,“ sagði Bubbi Morthens með þessa frábæru veiði á stórlaxi í stórlaxa ánni Laxá í Aðaldal sem klikkar ekki þegar á reynir.

Og fáar ár sem hafa marga stórlax innan sinna vébanda, ár eftir ár og veiðimenn geta gengið af þeim vísum í hyljum árinnar. Það er meiriháttar.

 

07.ágú. 2016 - 22:28 Gunnar Bender

Fallegt við Sogið en róleg veiði

,,Nei, við erum ekki búnir að fá fisk en það er lax hérna en hann hefur ekki tekið,“ sögðu veiðimenn sem ég hitti við Sogið í kvöld á Alviðrusvæðinu Það hafa ekki farið neinar stórsögur af veiði í Soginu í sumar, en  jú menn hafa verið að fá í soðið.

,,Við ætlum að reyna, það þýðir ekkert annað,, sögðu veiðigarparnir og héldu áfram að kíkja af brúnni. Sá elsti kastaði flugunni fimlega, laxinn var ekkert að sýna sig. Ég lét mig hverfa, það var best.

 


07.ágú. 2016 - 22:25 Gunnar Bender

Ekkert að verða fyndið lengur

Sumarið byrjaði frábærlega í veiðinni í flestum ám, laxinn mætti snemma og mikið í mörgum veiðiám. Það boðaði gott fyrir sumarið en allt var ekki fullkomið. Smálaxinn hefur lítið sem ekkert komið í árnar og kemur varla í miklu mæli lengur.

Og annað er verra það hefur ekki rignt í margar vikur á stórum hluta landsins og árnar eru að þorna upp. Og það eru orð að sönnu, svo vægt sé til orða tekið.

„Það mætti alveg fara að rigna hérna við Þverá, hún hefur lítið sést hérna í sumar,“ sagði Aðalsteinn Pétursson við ána fyrir nokkrum dögum. Og í sama streng tók veiðimaður sem var að veiða útá Mýrum, laxinn stóð upp úr ánni á allavega tveimur stöðum. Áin var að þorna upp.

Það þarf ekki rigningar það þarf ausandi rigningu strax ef ekki á illa fara með seinni hluta sumarsins Veiðitíminn er ekki búinn, það er hellingur eftir. Það er málið.

 

05.ágú. 2016 - 23:38 Gunnar Bender

Clapton með risafisk úr Vatnsdalsá

Eins og við greindum frá  i fyrradag hefur Erik Clapton verið við veiðar í Vatndalsá með vinum sínum  og í dag veiddi hann í 108 sentimetra lax  í Línuhyl og var þetta hörku bárátta.

Bardagi sumarsins er þetta kallað en fiskurinn tók fluguna Night Hawk númer 14 og var slagur dagsins.Clapton var víst verulega hress með fiskinn.

05.ágú. 2016 - 23:33 Gunnar Bender

Góð veiði í Mývatnssveitinni

Veiði hefur gengið vel í Mývatnssveitinni það sem af er sumri og enn eru skilyrði við ána góð þrátt fyrir að smá slýrek geti gert mönnum erfitt fyrir við Geldingaey og Geirastaði.

Við fengum senda skýrslu frá Gísla Árnasyni staðarhaldara við ána. Hann tók saman tölur af hverju svæði fyrir sig og stærsta fisk veiddan á hverju svæði. Við rákum upp stór augu þegar við sáum stærsta fiskinn af Arnarvatni, heilir 80 cm tekinn á Pheasant Tail. Ótrúleg skepna.

En hérna eru tölurnar fyrir áhugasama:

Hofsstaðaey 464 stærst 65
Geirastaðir 331 stærst 69
Hofsstaðir 499 stærst 64
Helluvað 657 stærst 70
Brettingsstaðir 173 stærst 66
Hamar 92 stærst 68
Arnarvatn 130 stærst 80
Geldingaey 183 stærst 69
Samtals eftir 2 mánuði 2529

05.ágú. 2016 - 23:28 Gunnar Bender

Fór að kenna syninum að veiða

,,Þetta var meiriháttar en ég fór með soninn til að kenna honum að veiða og við mokveiddum, langmest makríll,“ sagði Logi Geirsson fyrrum handboltakappi, er við spurðum hann um veiðitúr hans og sonarins á bryggjuna í Keflavík fyrir fáum dögum.

,,Við fengum 47 fiska og þetta var skemmtilegt, mikið af fiski, hann tók í hverju kasti makríllinn. Tók kannski svona 30 sekúndur  að fá fiskinn til að taka,“ sagði Logi sem hefur gaman að veiði og segist reyna að veiða alltaf eitthvað árlega.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

04.ágú. 2016 - 22:05 Gunnar Bender

Sjóbirtingurinn að hellast inní lækinn

„Vatnið er fínt í læknum enda hefur rignt töluvert síðustu daga og það hefur sitt að segja, það hefur líka verið að hellast inn nýr fiskur,“ sagði Valur Blomsterberg staddur við Tungulækinn.

,,Það var víða fiskur í læknum og nýi fiskurinn er greinilega að mæta þessa dagana. Veiðimenn hafa verið að veiða og staðan er bara góð hjá okkur þessa dagana,“ sagði Valur ennfremur.

03.ágú. 2016 - 10:22 Gunnar Bender

Silungsveiðin gengur vel

,,Veiðin hefur almennt gengið vel hjá okkur. Ólafsjarðará hefur verið að gefa sérstaklega vel. Menn hafa verið að fá uppí 70 bleikjur á dag á 4 stangir sem hlýtur að teljast gott en kvóti á stöng er 12
bleikjur. Uppselt er í ána fyrir utan síðustu dagana í ágúst og byrjun september sem er frábært,“ sagði Guðrún Una Jónsdóttir formaður er við spurðum um stöðuna hjá Stangveiðifélagi Akureyrar.

,,Svarfaðardalsá er alltaf vinsæl og veiðin hefur haldist nokkuð stöðug síðustu ár og hefur staðið fyrir sínu í sumar líka. Því miður fáum við aðeins brot af þeim veiðidögum sem eru í boði vegna margra bændadaga.

Guðrún Una segir Hörgána hafa verið talsvert vatnsmikil undanfarið vegna rigninga en er að detta niður núna og orðin virkilega veiðileg. Menn hafa verið að fá bleikjur á flestum svæðum og er hún vel haldin. Sú stærsta sem ég veit um nú í sumar var tæpir 70 sm og 5 pund og veiddist á efsta
svæðinu í Hörgárdal sem við köllum 4 b.

„Þar veiddust líka tvær fyrir nokkru sem voru kringum 60 sm. Já það eru kusur Hörgárdalnum :) Við
eigum nóg laust í Hörgánni enda kaupa menn leyfi í hana með fremur stuttum fyrirvara vegna breytilegs vatnsmagns sem fer auðvitað eftir veðurfari.“

Guðrún Una segir það er alltaf gaman þegar vel gengur í veiðinni en gleymum ekki að bleikjan hefur átt undir högg að sækja síðustu ár og því full ástæða til að veiða hóflega og sleppa stærstu bleikjunni ef möguleiki er á. Líkt og í sveitinni þarf að setja þessar stærstu og fallegustu á eins
og lífsgimbrarnar,, sagði Guðrún Una ennfremur.

01.ágú. 2016 - 20:52 Gunnar Bender

Góður júlímánuður

Laxveiðin byrjaði með látum þegar laxveiði hófst 1. júlí í Breiðdalsá, Jöklu og Hrútafjarðará. Ljóst er að lax hafði gengið snemma í þær og var hann orðin dreifður strax víða um vatnasvæðin.

Í Breiðdal var hann mættur fyrir ofan fossinn Efri-Beljanda og í Jöklu var hann strax komin upp fyrir Hólaflúð. Og Jöklusvæðið er að nálgast 300 laxa sem er næstum tvöföldun frá fyrra ári.

Megnið er væn stórlax í góðum holdum sem veiðist, líkt og hrygnan sem sést hér efst á fréttabréfinu og er úr Skammadalsbreiðu  í Breiðdalsá sem sést hér fyrir ofan. Sú var  95 cm löng, en 54 cm í ummáli! Breiðdalsá er með um 140 laxa sem er líka aukning milli ára fyrir júlí og tveir mánuðir eru eftir af veiðitímanum svo ballið er rétt að byrja.

Og veiðitölurnar eftir mánuðinn eru góðar í Hrútafjarðará sem er að gera það gott annað árið í röð og er komin með 240 laxa sem er firnagott svo snemma. Hér fyrir ofan er lax úr Dalshyl í hliðaránni Síká þar, en hún hefur gefið vel eins og Hrútan sjálf.

Óvissan er hvað verður með smálaxagöngur almennt í laxveiðiár í sumar en sjáum hvað setur, víða er komin töluverður lax og ef skilyrði verða góð má búast við ágætu sumri.

Það má bæta því við að veiðin í Minnivallalæk hefur verið betri en undanfarin ár og tölur farnar að nálgast 400 fiska og marga væna.

Laus leyfi má sjá á www.strengir.is  og eitthvað er um laus leyfi fyrir áhugasama enda veitt til loka september.

01.ágú. 2016 - 11:18 Gunnar Bender

Clapton mættur enn og aftur í Vatnsdalsá

Eric Clapton er enn og aftur mættur til veiða á Íslandi og hann hefur verið við veiðar í Vatnsdalsá í Húnavatnssýslu síðustu daga og veiðin hefur gengið ágætlega. En Vatnsdalsá hefur gefið 440 laxa og mest allt tveggja ára laxa. 

Clapton er búinn að fá nokkra laxa en áin hefur verið að gefa 10-20 laxa á dag. Clapton hefur komið til veiða hérna til fjölda ára,  fyrst í Laxá Ásum og síðan núna síðustu árin í
Vatnsdalsá í Húnavatnssýslu. Hann heldur tryggt við Vatnsdalsá enda laxinn vænn í ánni og þessi tími í ánni er góður.

Calpton er með allt laxasvæðið með vinum sínum enda þykir honum skemmtilega er að veiða.

Mynd. Calpton þykir lúnkinn veiðimaður. Mynd ÁB

01.ágú. 2016 - 11:13 Gunnar Bender

Aldrei fleiri veiðiþjófar teknir

„Ég hitti veiðimenn, eða reyndar veiðiþjófa við laxveiðiá fyrir skömmu og þeir voru að veiða í hléinu. Mér þótti þetta í meira lagi mjög skrítið veiðitími,“ sagði veiðimaður sem ég hitti fyrir skömmu en veiðiþjófum hefur fjölgað verulega síðustu árin.

Og sögurnar sem heyrast verða grófari með hverju árinu. Net fannst í laxastiga í veiðiá á Austurlandi, veiðiþjófum er bolað burtu frá veiðiánum sumstaðar daga eftir dag og veitt er þegar árnar eiga að
vera í hvíld.

„Flestir virðast hafa sömu afsökunina, við erum með Veiðikortið,“ sagði veiðimaður en auðvitað segja menn það bara til að losna og þykjast ekki vita neitt. Skessuhorn greindi frá því  fyrir skömmu að veiðimenn hefði verið teknir við Haukadalsá í Dölum og þeir voru með Veiðikortið.

Veiðikortið leyfir ekki veiði í ám og það fylgir flott bók með kortinu þar sem allt tíundað þar sem má veiða með kortinu. Þeir eru örugglega fyrir löngu búnir að henda henni í næstu ruslatunnu.

31.júl. 2016 - 13:01 Gunnar Bender

Maríulaxinn í Norðfjarðará

„Við vorum í Norðfjarðará fyrir fáum dögum  og fengum bleikjur og lax,“ sagði Jóhann G. Gunnarsson sem var að koma úr veiði, ásamt þremur vöskum veiðimönnum.

,,Gunnar Þór sonur minn veiddi maríulaxinn í ferðinni og var fiskurinn 82 cm. Gaman að hann skyldi veiða sinn fyrsta lax. Ég missti lax skömmu seinna,“ sagði Jóhann ennfremur.

Með í för með Skúli Björn Gunnarsson bróðir Jóhanns, margreyndur veiðimaður og aflakló.

Mynd Gunnar Þór Jóhannsson með maríulaxinn sinn úr Norðfjarðaránni.

 

31.júl. 2016 - 12:58 Gunnar Bender

Áin mjög lituð en alltaf er von

„Það er rólegt en kannski verður þetta betra eftir hádegi, þá hreinsar hún vonandi aðeins,“ sagði veiðimaður sem við hittum við Pallinn í Ölfusá í fyrradag en veiðimenn voru að reyna og reyna, það er fyrir mest.

Ölfusá hefur gefið 210 laxa og aðeins hefur veiðst urriði, 30 stykki allavega. Þetta er allt í lagi veiði, snjóbráin er mikil þessa dagana og það hefur sitt að segja fyrir veiðimenn og fleiri. En það koma
betri tímar.

Mynd. Það var reynt við Ölfusá í fyrradag en vatnið dökkt og mikið. Það lagast.   Mynd G.Bender

31.júl. 2016 - 12:55 Gunnar Bender

Allir með stangir - veiðimynd dagsins

Allir með stangir, það skiptir miklu  fyrir veiðimenn. Sama hvað
maður er gamall.