06. apr. 2012 - 11:38Gunnar Bender

Hverjir eiga að ákveða agnið?

,,Þetta  er alveg ný stefna í öllum samingum núna að tekið fram hvaða agn sé leyfileg. Þetta var ekki svona hérna áður, þeir sem tóku ána á leigu ákváðu þetta sjálfir," sagði veiðimaður sem hafi samband og var að lesa um útboðið á Gljúfurá í Húnavatnssýslu sem var birt í blöðunum í gær.

Þeir sem eru að taka dýrar laxveiðiár á leigu eiga að ákveða þetta sjálfir og enginn annar. Svona var líka með Haukadalsá í Dölum og Þverá í Borgarfirði fyrir skömmu.

,,Það þarf ekki að hafa vit fyrir þessu lið. Það ákveður þetta bara sjálft hvað það gerir, menn eru að borga fleiri milljónir á ári og það er þeirra val," sagði veiðimaðurinn í lokin. Allt annað en ánægður með þessa nýju stefnu í útboðsmálunum.
(1-5) NRS Mosfellsbakarí julí 2016
01.júl. 2016 - 10:13 Gunnar Bender

Blanda efst en hart sótt að henni

Blanda hefur eftir fyrstu daga veiðitímans forystuna en það er sannarlega hart sótt á henni svona snemma veiðitímans af Ytri og Eystri Rangánum. Blanda hefur gefið 720 laxa, Eystri Rangá hefur gefið 500 laxa og síðan kemur Ytri Rangá rétt fyrir neðan 480 laxa.

Þverá í Borgarfirði hefur gefið 461 lax og síðan kemur Norðurá í Borgarfirði með 450 laxa. Staðan á toppnum gæti breyst strax í næstu viku, Eystri og Ytri Rangá sópa inn löxum á hverri vak

01.júl. 2016 - 10:11 Gunnar Bender

Vatni ekki hleypt á lækinn lengur

Dauðastríðið við Grenlæk er líklega að taka enda, ekkert hefur verið gert og engum vatni virðist eiga að hleypa á lækinn. Dauðastríði hans er að ljúka. Vatnslaus er hann ónýtur, enginn fiskur mun hrygna í haust og þeir fiskar sem hafa hrygnt lifa ekki lengur í vatnslausum læk.

,,Ég fór og kíkti á stöðuna við Grenlæk og það  er nákvæmlega ekki neitt að ske þarna, enda  engu  vatni verður hleypt á lækinn lengur,“ sagði veiðimaður sem mikið hefur veitt í læknum í gegnum árin.

,,Hérna veiddi  minn stærsta sjóbirting 9 punda fisk á flugu. Þessi lækur er engu líkur og dauðastríðið er bara búið hérna. Það er alltof langur  tími sem ekkert vatn hefur verið í hérna. Grenlækur er þekktasti sjóbirtingslækur landsins,“ sagði veiðimaður. Dautt seiði lenti í kjafti kríu sem lét sig hverfa. Enda Grenlækurinn að hverfa úr huga veiðimannsins.

30.jún. 2016 - 23:21 Gunnar Bender

Frábær byrjun í Laxá í Dölum

Opnunin í Laxá í Dölum skilaði fleiri löxum en elstu menn muna.  Lax er dreifður um alla á og nýr lax að koma inn.

Við vissum að við yrðum í góðum félagsskap og fengum gott að borða hjá henni Söru Pétursdóttur kokki með meiru en veiðin fór fram úr björtustu vonum.

Stórlaxar í bland við smálaxa.  Flestir grálúsugir en aðrir búnir að vera í ánni í nokkurn tíma. Opnunarhollið endaði 42 löxum.

Mynd.Harpa Hlín Þórðardóttir með fallegan lax úr opnun Laxár í Dölum.

29.jún. 2016 - 16:44 Gunnar Bender

Fjör við Elliðaárnar - mynd dagsins

Það var fjör við Elliðaárnar í fyrradag. Veiðimenn voru þar á öllum aldrei og formaður Stangaveiðifélagsins, hann er allstaðar. Veiðin hefur verið feikna lífleg.

29.jún. 2016 - 16:35 Gunnar Bender

Nýr leigutaki á Vatnasvæði Lýsu

,,Ég hef tekið Vatnasvæði Lýsu á leigu í sumar, allt svæðið, það má veiða  alveg niður í ós,“ sagði Símon Sigurmonsson en þetta kemur fram í Skessuhorni í dag sem var að koma út.

En þær fréttir voru að berast að Símon hefði tekið Vatnasvæði Lýsu á leigu fyrir veiðimenn í sumar. En hinir og þessir hafa leigt svæðið eins og Laxá og Stangaveiðifélag Reykjavíkur hinn seinni árin. Einkaaðilar voru líka með neðsta svæðið en þar verður ekki lengur.

,,Svæðið er skemmtilegt og bæði lax og silungur sem veiðast þarna. Sjóbirtingur hefur líka verið að sýna sig meira á svæðinu og er að ganga niður þessa dagana, hann kemur sterkur aftur í haust. Ég þekki svæðið vel,“ sagði Símon, sem bjó og rak ferðaþjónustu á Görðum á
Snæfellnesi til fjölda ára.

,,Ég var að veiða þarna fyrir fáum dögum og veiddi yfir 30 fiska, nokkrir voru vænir,“ sagði Magnús Anton Magnússon en hann hefur veitt mikið á svæðinu hin síðari árin. Og þekkir það vel.

28.jún. 2016 - 14:59 Gunnar Bender

Tíu laxar á svæði fjögur í Stóru Laxá

,,Veiðin gekk vel, við fengum í dag tíu laxa á svæði fjögur í Stóru Laxá og dóttir mín veiddi maríulaxinn. Þetta var alveg meiriháttar,“ sagði Valgerður Árnadóttir sem er við veiðar í Stóru Laxá í Hreppum á fyrsta
degi veiði.

,,Þetta var fínn dagur og laxinn er vænn,,“ sagði Valgerður í sjöunda himni með maríulaxinn Matthildar Erlendsdóttur, sem er 8 ára.

Mynd. Valgerður og Matthildur með maríulaxinn úr Stóru Laxá í Hreppum. Mynd Árni

27.jún. 2016 - 16:19 Gunnar Bender

Fjör á bökkum Eystri-Rangár

Veiðin hefur gengið frábærlega víða, eiginlega allstaðar. Klakveiðin hefur gengið frábærlega í Eystri-Rangá og eru komnir yfir 400 laxar í klakið. Fátt er betra en ná í snemm genginn lax í klakkistuna fyrir næstu ár.

,,Þetta var frábær.t Við Óli Guðmundsson fengum 11 laxa í  í klakið í gær, flotta fiska, sá stærsti var yfir  90 sentimetra,“ sagði Selma Björk Gunnardóttir sem var á veiðislóðum.

,,Við fengum fiskana á svæði 2,4 og 5, þetta var meiriháttar að byrja veiðina svona í sumar,“ sagði Selma ennfremur.

Laxveiðin gengur allstaðar vel. Fiskurinn hellist inn í árnar á hverju flóði. Það virðist vera sama hvað veiðiá er nefnd á nafn, lax virðist vera kominn í þær flestar ef ekki allar.

Myndir. Það var fjör við Eystri-Rangá í gær eins og hefur verið síðustu daga.   Myndir Ólafur og Selma.

 


26.jún. 2016 - 22:29 Gunnar Bender

Falleg bleikja í Tungnaá

Sumarrós Lilja Kristjánsdóttir búin að veiða síðan hún losnaði við bleyju og nýverið fór hún að byrja að kasta flugu. Einnig hnýtir hún sjálf uppá kraft. Hún að prufa afraksturinn og ekki þurfti mörg köst því hún setti fljótlega í fallega bleikju sem hún landaði sjálf.

Systir hennar Hólmfríður Katla var á háfnum og stóð sig einnig með prýði. Þarna eru veiðikonur framtíðarinnar á ferðinni.

25.jún. 2016 - 14:10 Gunnar Bender

Lax líklega komin í allar laxveiðiár landsins

Staðan í laxveiðinni er með ólíkindum þessa dagana, laxar virðist vera komnir í flestar veiðiár landsins. Það er bara júní. Við ræddum við nokkra aðila í dag og allir virðast vera á sama máli, laxar hafa sést í ótrúlegustu ám landsins.

Gefum Herði Birgi Hafsteinssyni stjórnarmanni í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur orðið sem var að veiða í Þverá í Haukadal fyrir fáum dögum.

,,Það var komin fullt af fiski og margir í nokkra veiðistaði, samt veiddum við bara neðarlega og fengum góða veiði,“ sagði Hörður ennfremur.

Laxar sáust í Urriða á Mýrum fyrir löngu síðan og í Hvolsá og Staðarhólsá, margir fyrir nokkrum dögum síðan. Laxar sáust á nokkrum stöðum í Breiðdalsá og veiðimenn sem voru á silungasvæðinu þar  í fyrradag, sáu bæði eins og tveggja ára laxa stökkva niður í ós.

Og fyrstu þrír tímarnir í Ytri-Rangá gefa  24 laxa og Blanda er búinn að gefa 600 laxa. Ætli Ísland vinni ekki bara England í fótboltanum og lax sjáist í tjörninni í Reykjavík í næstu viku. Það getur ýmislegt gerst og er í raun að gerast. Fyrsti laxinn í Elliðaánum var 14 punda. Er hægt að biðja um meira fjör.

Mynd. Fyrsti laxinn í Elliðaánum var bolti miðað við laxana sem ganga yfirleitt í hana.

 Mynd G.Bender

25.jún. 2016 - 14:02 Gunnar Bender

Veiðidagur fjölskyldunnar er á sunnudag

Veiðidagur fjölskyldunnar verður haldinn næstkomandi sunnudag, 26. júní. Þá gefst landsmönnum kostur á að veiða án endurgjalds í fjölmörgum vötnum víðsvegar um landið.

Landssamband Stangaveiðifélaga hefur staðið fyrir Veiðidegi fjölskyldunnar í á þriðja áratug ásamt veiðiréttareigendum.

Hugmyndin á bak við daginn er að kynna stangveiði sem fjölskylduíþrótt. Í ár verða 29 vötn í boði á veiðideginum.

Eftirtaldir veiðistaðir verða í boði frítt fyrir alla fjölskylduna:

Á Suðurlandi verður frítt að veiða í Eyrarvatni, Geitabergsvatni, Þórisstaðavatni, Elliðavatni, Meðalfellsvatni, Þingvallavatni fyrir landi þjóðgarðsins, Úlfljótsvatni og Gíslholtsvatni.

Á Vesturlandi og Vestfjörðum verður frítt að veiða í Langavatni á Mýrum, Hítarvatni, Hraunsfjarðarvatni, Hraunsfirði, Baulárvallavatni, Haukadalsvatni, Vatnsdalsvatni í Vatnsfirði og Syðridalsvatni í Bolungarvík.

Á Norðurlandi verður frítt að veiða í Hópinu, Höfðavatni, Botnsvatni, Ljósavatni, Hraunhafnarvatni, Æðarvatni, Arnarvatni, Kringluvatni og Sléttuhlíðarvatni.

Á Austurlandi verður frítt að veiða í Urriðavatni, Langavatni, Víkurflóði og Þveit.

Nánari upplýsingar um veiðisvæðin er að finna á plakati LS um Veiðidag fjölskyldunnar og á heimasíðu LS www.landssambandid.is/

24.jún. 2016 - 13:11 Gunnar Bender

Ekkert að gerast í Grenlæknum

Svo virðist sem ekkert sé að gerast með vatnsleysið í Grenlæknum, vikur eftir vikur og ekkert virðist eiga að gerast. Sama hvað menn biðja um að eitthvað verði gert.  Í nýjasta Bændablaðinu sem kom út í gær kveður  við annan tón en verið hefur. Menn virðast ætla að grípa til aðgerða og gera eitthvað sjálfir.

,,Látum ekki misvitra fræðimenn í Reykjavík stýra því hvort við lifum eða deyjum,“ segir Hörður Davíðsson framkvæmdastjóri á Hótel Laka, sem hyggur á aðgerðir til að veita vatni úr Skaftá inn á svæðið.

En eins og margoft er búið að benda á er staðan alvarleg á stóru svæði í Landbroti og Meðalandi í Vestur-Skaftafellssýslu og ekkert virðist eiga gera. Tíminn líður, Grenlækur er þornaður upp og mörgum virðist vera sama. Svo skrítið sem það virðist vera, einn frægasti sjóbirtingslækur landsins, er dauður. Kannski þarf bara að grípa til aðgerða til að fá vatnið, menn eru allavega að gefa það í skinn. Kannski ekki seinna vænna fyrir Grenlæk.

24.jún. 2016 - 13:06 Gunnar Bender

Ótrúleg byrjun í Ytri rangá - 122 laxar komnir á land

Veiðin byrjaði frábærlega  í Ytri-Rangá og á eina stöngina veiddust 24 laxar á þremur klukkutímum. Þetta er auðvitað meiri háttar opnun, bullandi fiskur og taka.

Þegar lokatölurnar voru skoðar eftir fyrsta daginn komu 122 laxar á land allt á fluguna. Ég veit ekki hvað hefði veiðst ef maðkurinn hefði verið leyfður. Þetta er ævintýraleg veiði og lang besti dagur í opnun
Ytri-Rangár frá upphafi veiða í ánni.

22.jún. 2016 - 22:51 Gunnar Bender

Risafiskur úr Þveit

Rene Bärtschi er svissneskur veiðimaður sem hefur dálæti af því að koma til Íslands og veiða. Hann var við veiðar í hálfan mánuði í júní og veiddi í vötnunum fyrir austan, Skriðuvatni, Urriðavatni og Þveit og veitt vel í þessum vötnum.

Það brá svo til tíðinda þann 14. júní þegar hann var við veiðar í Þveit að hann fékk boltasjóbirting sem var 95 cm að lengd og er það sennilega stærsti fiskur sem við höfum haft spurnir af úr vatninu.

Hann fékk 10 birtinga/urriða til viðbótar sem voru 45-65 cm en sjógengt er í Þveit og því veiðist talsvert af sjóbirtingi þar á hverju ári auk staðbundins fisk. Fyrir utan þennan risafisk þá kíkti hann þrisvar í Skriðuvatn og fékk þar 5 urriða frá 52cm upp í 66cm. 

Einnig fékk hann 10 bleikjur í Urriðavatni sem voru um 45cm að lengd. Rene hefur komið til Íslands á hverju sumri frá 2008.     

22.jún. 2016 - 22:48 Gunnar Bender

Frábær byrjun á sumrinu í Langá

,,Þetta er bara frábær byrjun á sumrinu hérna við Langá á Mýrum. Margir búnir að fá laxa og ég fékk einn á svarta Snældu, það virðist vera mikið af fiski,“ sagði Jógvan Hansen söngvarinn snjalli við Langá í sjöunda himni með fyrsta lax sumarsins.

,,Veiðin hefur verið fín og margir að fá fisk og sleppti fisknum aftur í ána. Það er ekki hægt að biðja um neitt betra,“ sagði Jógvan og hélt áfram að kasta flugunni. Fiskurinn var í tökustuði.

22.jún. 2016 - 14:04 Gunnar Bender

,,Þetta mun breyta öllu fyrir mig“

,,Þetta er græja og þessi stöng og mun breyta öllu fyrir mig sem veiðimann,“ sagði Þór Hauksson prestur í Árbæjarkirkju sem handleik nýju flugustöng í morgun en hann hefur reynt að fá fyrsta laxinn sinn núna í nokkur ár og núna gæti orðið breyting á.

,,Konan á afmæli í dag og ég fékk mér þessa fínu stöng á afmælisdaginn hennar. Það leggst vel í mig, enda byrjar laxveiðisumarið frábærlega og flestir að fá góða veiði,“  sagði Þór og tók nokkur köst með nýju stönginni. Köstin voru fín, fiskurinn beið í næstu laxveiðiá, þetta yrði líklega veiðisumarið sem allt myndi gerast. Fyrsti laxinn kæmi á land, maríulaxinn.

22.jún. 2016 - 14:01 Gunnar Bender

Frábærar opnanir laxveiðiáa SVFR

Núna opnar hver laxveiðiáin á fætur annarri hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Það virðist vera mikið gengið af laxi á öll ársvæði félagsins og við heyrum rosalegar tölur af bökkum vatnanna. 

Haukadalsá opnaði 20 júní og þar lönduðu veiðimenn tíu löxum fyrsta daginn við erfið skilyrði. Það var mikið rok og varla stætt við ána samkvæmt veiðimönnum. Þeir sáu og ráku í fiska víða meðal annars í Blóta, Neðri Brúarstreng, Svörtu-Loftum, Berghyl, Lalla og Bjarnarlögn. Stærsti fiskurinn var 90 cm lax úr Horninu en annars var mest af veiðinni smálaxar svo hann er greinilega mættur af krafti. 

Langá opnaði dyr sínar fyrir veiðimönnum í gærmorgun og þar var heldur betur handagangur í öskjunni. Fyrsta daginn komu 32 laxar á land á átta stangir. Mikið af laxi er gengið upp teljarann og þegar veiði hófst í gær sýndi hann 542 laxa, þar af um 150 stórlaxa. Laxinn er búinn að dreifa sér upp um alla á og fyrstu laxarnir gengu upp teljarann við Sveðjufoss 14 júní síðastliðin. Það er því ljóst að næstu dagar á bökkum Langár verða með veisluívafi. Í gær veiddust laxar allt upp að Hornhyl sem er rétt neðan Sveðjufoss. Af þessum 32 löxum var einn heilir 90 cm af Breiðunni. 

Hítará opnaði með miklum látum þann 18 júní. 38 laxar komu á land sem er tvöfalt meira en síðasta met. Mikið er af laxi og hann er mjög dreifður um ána. Annað hollið sem er að klára veiðar núna á hádegi er komið með um 20 laxa á land, þar af tvo maríulaxa, þrátt fyrir hóflega ástundun. Búið er að landa löxum bæði ofan og neðan Kattarfossa sem er stórkostlegt á þessum tíma sumarsins. Mest er laxinn að taka flottúbur og litlar flugur. Flest allt vel haldinn smálax en slatti af 70-80 cm löxum komnir á land. Að neðan er Fanney Ásta með maríulaxinn sinn úr Hítará í gær. 

Þverá í Haukadal opnaði fyrir veiðimönnum í gærmorgun og það héldu tveir galvaskir menn upp eftir dalnum um morguninn. Þeir sögðu ána ótrúlega fallega, skemmtilega og fulla af laxi. Þeir töldu sig hafa séð að minnsta kosti 150-200 laxa á svæðinu, "nánast alls staðar þar sem smá dýpi er voru nokkrir laxar og allt að 30 stykki í sumum hyljunum". Veiðimennirnir lönduðu tveimur löxum og misstu þrjá þar af einn eftir fimm mínútna baráttu sem þeir töldu milli 90-95 cm langan. Það er ljóst að menn sem eiga leyfi í Þverá bráðlega munu eiga ævintýralegar stundir. Í þessum hyl að neðan lúrðu um 30 laxar, þar af margir risavaxnir. 

Fyrsti laxinn var ekki kominn í bók í Andakílsá á hádegi í gær en það er tímaspursmál hvenær hann dettur inn. Í Grjótá Tálma eru 6 laxar komnir á land á fyrstu dögunum. Veiðimenn sem eru við veiðar á svæðinu fengu tvo laxa í morgun og misstu þrjá svo þar er fínt við að vera núna. 

Fjölmargar veiðiár opna á næstu dögum hjá SVFR og það hefur sést til laxa á þeim flestum. Við fengum til að mynda fréttir frá Fáskrúð í byrjun vikunnar. Árnefndin var þar að græja húsið í byrjun vikunnar og sá laxa víða, allt upp í Katlafossa. Laxar sáust líka á fimm öðrum stöðum við snögga skimun meðal annars í Laxhyl og Hellufljóti.

Gljúfurá opnar 25 júní og þar eru nú þegar 74 laxar gengnir í gegnum teljarann.
Það eru því hrikalega spennandi tímar framundan í laxveiðinni.

22.jún. 2016 - 08:08 Gunnar Bender

Veislan heldur áfram

,,Vorum að koma úr árlegri fjölskylduferð í Hlíðarvatn  og það gekk vel,“ sagði Siggi Kalla, veiðimaðurinn snjalli. En þrátt fyrir leiðinlegt veður, rok og rigningu gekk veiðin vel. 80 stk fengust, 74 á flugu og 6 á spón.

Aflamestu flugurnar voru Diskó Peacok og  Phesant Tail. Hlíðarvatn hefur gefið mjög vel í sumar og í veiðibókinni hjá Stangaveiðifélagi Hafnarfjarðar  mátti sjá að í kringum 20. maí var komið meira á land en allt sumarið í fyrra.

,,Þannig að veislan heldur áfram,“ sagði Siggi meira en sáttur við veiðina þrátt  rok og rigningu.

22.jún. 2016 - 08:05 Gunnar Bender

Líka fjör á efri svæðum Blöndu

,,Í gærkvöldi voru komnir á fyrstu vakt 18 laxar á svæði tvö, 9 laxar á svæði þrjú og mér skilst, á eftir að fá það staðfest, að þeir hafi klárað kvótann á svæði fjögur á fyrstu 3 klukkutímunum,“ sagði Valgerður Árnadóttir hjá Laxá.

,,Það voru komnir yfir 570 laxar upp stigann á þessum tíma. Höskuldur var við veiðar og er með í mynd hér í viðhengi, hann veiddi 9 laxa á sína stöng fyrsta hálfa daginn. Mér skilst það hafi komið 5 laxar upp fyrri vakt í dag á svæði tvö.

,,Það er oft talað um í Blöndu að aðeins helmingur taki stigann svo maður getur rétt ímyndað sér magnið af laxi sem er komið á efri svæðin núna. Það er einnig gaman að sjá hvað veiðimenn hafa verið duglegir að sleppa laxi í ár. Veiðin heldur áfram að vera alveg framúrskarandi á svæði 1 í Blöndu og það er svo mikið af stórlaxi að það er hreint ótrúlegt,“ segir Valgerður ennfremur.

22.jún. 2016 - 08:02 Gunnar Bender

Frábrugðið fyrri opnunum

Það virðist sama hvar er, laxinn er greinilega mættur í flestar laxveiðiár og margir í sumar þeirra  Svona byrjun hefur ekki verið í fjölda, fjölda ára og ekkert lát er á veiðinni.

,,Já, það er rétt að þetta er frábrugðið fyrri opnunum hérna í Laxá, fiskurinn er kominn víða um ána og það veiddust  6 laxar á brúarsvæðinu,“ sagði Jón Helgi Björnsson kampakátur með byrjunina í Laxá en áin er komin yfir 20 laxa og það er í góðu lagi.

Eins og alltaf opna bændur ána, hefð sem hefur verið við líði í fjölda árna í Laxá í Aðaldal. Veiðimaður sem var veiða í Laxá í Aðaldal fyrir nokkrum síðan sá lax ofarlega í ánni en fékkst ekki til að taka flugur veiðimannsins.

Myndir:Jón Helgi Björnsson glímir við lax í Laxá í Aðaldal  og hefur betur. Laxá byrjar svo sannarlega vel.

21.jún. 2016 - 14:46 Gunnar Bender

Blússandi veiði í Elliðaánum

Það er frábær gangur í Elliðaánum sem opnuðu í gærmorgun og fyrsta daginn veiddust 21 laxar víða neðarlega í ánni. Sjávarfossinn gaf best eða 7 laxa.

13 laxar veiddust á maðkinn og 8 á flugu sem verður að teljast mjög góð byrjun í Elliðaánum og það eru laxar að fara í gegnum teljarann,  nokkrir á hverri nóttu núna.

Veiðiáhugamaður sem var að skoða stöðuna á Breiðunni í morgun sá 7-8 laxa skríða upp ána og hverfa mjög fljótlega sjónum hans. Þeir voru á fleygiferð.