06. apr. 2012 - 11:38Gunnar Bender

Hverjir eiga að ákveða agnið?

,,Þetta  er alveg ný stefna í öllum samingum núna að tekið fram hvaða agn sé leyfileg. Þetta var ekki svona hérna áður, þeir sem tóku ána á leigu ákváðu þetta sjálfir," sagði veiðimaður sem hafi samband og var að lesa um útboðið á Gljúfurá í Húnavatnssýslu sem var birt í blöðunum í gær.

Þeir sem eru að taka dýrar laxveiðiár á leigu eiga að ákveða þetta sjálfir og enginn annar. Svona var líka með Haukadalsá í Dölum og Þverá í Borgarfirði fyrir skömmu.

,,Það þarf ekki að hafa vit fyrir þessu lið. Það ákveður þetta bara sjálft hvað það gerir, menn eru að borga fleiri milljónir á ári og það er þeirra val," sagði veiðimaðurinn í lokin. Allt annað en ánægður með þessa nýju stefnu í útboðsmálunum.
02.maí 2016 - 09:51 Gunnar Bender

Hornsílastofninn er að hruni kominn

Samkvæmt mælingunum á hornsílastofninum í Mývatni og Laxá virðist hann verða að hruni kominn eftir endalausar árásir á hann síðustu árin. Síðustu 25 árin voru 14 þúsund hornsíli í stofninum en núna eru þau kringum 300 stykki. Hver heilvita maður sér að það gengur ekki til lengdar.

Fiskurinn sem lifir í Mývatni og Laxá  fær alltaf færri og færri síli til að borða og það endar með því að sílin hverfa verði ekkert að gert.

.Þess vegna skorar Veiðifélag Laxár og Krákár  á yfirvöld, bæði á landsvísu og á sveitastjórnar að bregðast strax við því alvarlega ástandi sem sé orðið í lífríki Laxár og Mývatns í Suður-Þingeyjarsýslu. Verði ekkert gert endar þessa með ósköpum enda botninn á Mývatni er
eins og sandpappír, líflaust með öllu.

01.maí 2016 - 16:04 Gunnar Bender

Stórfiskaveislan heldur áfram á Þingvöllum

,,Það er mikið af stórfiski á Þingvöllum, rígvænum boltum,“ sagði veiðimaður sem við hittum við Þingvallavatn fyrir fáum dögum en fiskurinn mætti taka fluguna betur. Sá hérna rétt áðan 5-6 stóra bolta
synda hérna fyrir fram. Þeir voru áhugalausir með öllu,“ sagði veiðimaðurinn og hélt áfram að kasta flugunni. Fiskurinn gat tekið hvenær sem var.

Það er erfitt að segja til um það hvað hafa veiðst margir stórir urriðar síðan veiðin byrjaði í Þingvallavatni, einhver sagði á milli 60 og 70 fiskar , veit það ekki fyrir víst. Stórir boltar. En fiskurinn er fyrir hendi, það er bara að fá hann til að taka réttu fluguna. Það er málið, allt getur skeð ef það myndi hlýna aðeins. Það gæti gerst á allra næstu daga.

30.apr. 2016 - 18:18 Gunnar Bender

Fyrstu laxarnir að skríða upp Hvítána

Því er spáð að tveggja ára laxinn skili sér vel  í laxveiðiárnar til að byrja með. Flestir sem hafa spáð í stöðuna segja það sama.

Tveggja ára laxinn kemur vel til að byrja með en svo er spurningin með eins árs laxinn. Hvað hann muni gera.

Það er mjög líklegt að fyrstu laxar sumarsins séu að renna sér upp Hvítá í Borgarfirði þessa dagana. Björn J Blöndal heitinn maður sem þekkti hegðun laxa í ám í Borgarfirði sagði þetta vera tíminn.

 Þegar stórlaxinn er að hefja vegferð sína upp Borgarfjörðinn og að renna sér upp  strengi og flúðir Hvítár. Þess vegna geta veiðimenn farið að láta sig hlakka til. Stórlaxinn er að leiðinni, það styttist í að fyrstu árnar opni. Biðin tekur endi.

30.apr. 2016 - 18:15 Gunnar Bender

Sumarið lofar góðu í Hlíðarvatni

Veiðin hefst formlega í Hlíðarvatni í Selvogi  í fyrramálið 1.maí.  Á sama tíma og ný verslun Veiðimannsins opnar líka. Um síðustu helgi var hreinsunardagur við vatnið og tóku margir til hendinni  við að hreinsa við vatnið. Og síðan var rennt fyrir fisk eftir hreinsunina var yfirstaðin.

Hjá Stangaveiðifélagi Hafnarfjarðar veiddust 30 bleikjur og einn flottur sjóbirtingur sem lofar góðu með sumarið. En Ólafur Jónsson veiddi sjóbirtinginn á Mölinni og var fiskurinn 1,8 kiló.

Hin félögin við vatnið  renndu líka  fyrir fisk, eins og félagar í Stangaveiðifélagi Hafnarfjarðar en aflabrögð hafa ekki komið í ljós ennþá.

Þessi veiði lofar góðu með veiðina í sumar í vatninu, en allt byrjar þetta með krafti 1.maí.

29.apr. 2016 - 15:30 Gunnar Bender

Veiðimaðurinn opnar á ný þann 1. maí.

Veiðimaðurinn er elsta veiðiverslun landsins en sögu hennar má rekja til ársins 1938 þegar Albert Erlingsson stofnaði Veiðiflugugerðina að Brávallagötu 48.  Síðar flutti Albert starfsemina, fyrst á Lækjartorg og síðar í Hafnarstræti og breytti nafninu í Veiðimaðurinn.
Í mörg ár var Veiðimaðurinn starfræktur í Hafnarstræti 22 en síðar Hafnarstræti 5.

Í ársbyrjun 1998 stofnuðu María Anna Clausen og Ólafur Vigfússon félagið Bráð ehf. og keyptu verslunina í Hafnarstræti 5.  Verslunin var rekin þar fram til haustsins 2008.  Síðan þá hefur Veiðimaðurinn legið að mestu í dvala nema á netinu þar til nú að Veiðimaðurinn býður fram þjónustu sína á ný að Krókhálsi 4, í leiðinni úr bænum.

Af því tilefni verður opnunarhátíð frá 12 til 16, sunnudaginn 1. maí að Krókhálsi 4 þar sem áður var rekinn Veiðilagerinn.

Veiðimenn og viðskiptavinir eru boðnir velkomnir að samfagna með Veiðimanninum.   Sérstök opnunartilboð verða í gangi á sérvöldum vörum, veitingar verða í boði og happdrætti með glæsilegum vinningum sem eru Einarsson fluguhjól, Sage flugustöng og Simms vöðlupakki.

Veiðimaðurinn mun þjóna bæði stangaveiðimönnum og skotveiðimönnum.  Fyrst um sinn liggur áherslan á stangaveiði en skotveiðin bætist við þegar líða tekur á sumarið.
Meðal helstu merkja Veiðimannsins verða Sage, Simms, Redington, Daiwa, Einarsson, Rio, DAM, Lamson og fleiri.

Staðsetning Veiðimannsins er frábær, eða rétt við gatnamót Suðurlands- og Vesturlandsvegar eða í leiðinni úr bænum.

Fagnaðu sumrinu, njóttu veitinga, hittu veiðimenn, vertu heppinn og segðu veiðisögur með Veiðimanninum á Krókhálsi 4 þann fyrsta maí á milli 12 og 16.
27.apr. 2016 - 16:18 Gunnar Bender

Fiskur og frábært veður en enginn taka

,,Ég er búinn að sjá fullt af fiski en þeir eru tregir að taka," sagði Atli Valur Arason, er við hittum hann við Hólmsá í gærkveldi. Verðurfarið var frábært og fiskur víða um ána. En fiskurinn var ekki í
tökustuði en renndi sér upp og niður ána víða.

Sumir fiskarnir voru vel vænir, 3-4 pund. En það dugi ekki að kasta flugunni fyrir ofan og neðan fiskinn, hann var áhugalaus með öllu.

Veðurfarið var gott, blankalogn og einn og einn fugl á flugi. Allt er að lifna við, sumarið er stutt undan og næstu dagar gætu gefið vel af fiski. Þó enginn fiskur tæki kvöld, var útiveran frábær. Hans tími mun koma. Þegar hann tekur flugur veiðimanna.
27.apr. 2016 - 16:13 Gunnar Bender

Síðasta opna húsið fyrir átök sumarsins

Föstudaginn 29. apríl fer fram síðasta Opna Hús vetrarins hjá SVFR. 
Við fögnum vorinu og byrjun veiðitímabilsins með pompi og prakt í sal Rafveitu. Kvöldið hefst kl 20:00 og stendur frameftir. 

Dagskrá kvöldsins er glæsileg:
Reynir Þrastarson árnefndarformaður verður með veiðistaðalýsingu um Hítará.
Guðni Kolbeinsson verður með veiðihugvekju  
Viský kynning á vegum Ölgerðarinnar
Veiðistangakynning frá Veiðiflugum

Happahylurinn er roslalegur eins og við er að búast. Meðal vinninga er: Þyrluflug fyrir tvo frá Helo í Geothermal Wilderness. Veiðitengdir vinningar frá veiðibúðum Reykjavíkur. Út að borða um allt land. Veiðileyfi frá SVFR  og margt margt fleira. 

Enn er að bætast í Happahylinn og því eftir miklu að slægjast. Taktu frá daginn og láttu sjá þig.

 

24.apr. 2016 - 14:17 Gunnar Bender

Mikið líf í Tungulæk - fiskur að vaka um allan læk

,,Veiðin hefur gengið vonum framar og núna erum við komnir um 700 fiska á land í Tungulæknum sem verður að mjög  teljast gott,“ sagði Valur Blomsterberg er við hittum hann og tókum veiðistöðuna.

,,Fiskurinn hefur veiðst vítt og breitt um lækinn, en nokkrir staðir eru betri en aðrir. Veiðimenn hafa verið að fá fína veiði og væna fiska, það er mikið af fiski í læknum. Var við lækinn fyrir nokkrum dögum og það var fiskur að vaka um allan læk í logninu,“ sagði Valur ennfremur.

24.apr. 2016 - 14:09 Gunnar Bender

Veiðin byrjar ágætlega í Þingvallavatni

Þrátt fyrir kalsa veður hefur veiðin byrjað ágætlega í Þingvallavatni. Kristján Páll Rafnsson var á veiðislóðum í gær og hann hefur orðið.

,,Veiðin á Kárastöðum byrjar vel. Það virðist vera töluvert af fiski og mjög vænir innanum. Í gær voru 4 skráðir og daginn áður 8. Stærsti sem komin er var 90 sentimetra Svörtuklettar hafa farið rólega af
stað en þeir geta dottið inn hvenær sem er. Það eru spennandi tímar framundan í Þingvallavatni,“ sagði Kristján Páll ennfremur við Þingvalavatn.

24.apr. 2016 - 11:04 Gunnar Bender

Sigurjón veiðir áfram fiskana

,,Við fórum í Varmá um daginn, ég og Sigurjón Gunnlaugsson veiðikló, það bar ekki mikið af fiski,“ sagði Jógvan Hansen söngvarinn snjallium veiðitúr í Varmá með Sigurjóni fyrir fáum dögum.

 ,,Sigurjón er frægur fyrir að veiða fiska og hann veiddi eins og frægt í Veiðiþáttunum  Á árbakkanum fyrsta laxinn í Langá á Mýrum. Síðan var metveiði í ánni. Og Sigurjón veiddi eina fiskinn sem við fengum í Varmá þennan daginn,“ sagði Jógvan og hafi greinilega bara gaman af því að hafa aflaklóna Sigurjón með sér að veiða. Það var tryggt að fá allavega einn fisk.

23.apr. 2016 - 13:35 Gunnar Bender

Össur troðfyllti félagsheimilið

Össur Skarphéðinsson alþingsmaður troðfyllti félagsheimili Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar sl. miðvikudaginn er hann ræddi um Ísaldarurriðann á Þingvöllum og var góður rómur var gerður að máli
Össurar.

Fór Össur á kostum eins og sleipur urriði í Þingvallavatni. Um helgina ætla félagar í Stangaveiðifélagi Hafnarfirði og fleiri að fara í Hlíðarvatn í Selvogi og  hreinsa á svæðinu. Síðan verður aðeins rennt fyrir fisk.

 

21.apr. 2016 - 13:54 Gunnar Bender

Stórurriði byrjar að taka flugur veiðimanna

Veiðin er byrjuð á Þingvöllum og hófu menn  veiðina í morgun. Sigurður Hafsteinson var á veiðislóð og veiddi þennan í 77 sentimetra fisk. Þetta kemur  kemur fram á síðu Veiðikortsins þar sem við fengum myndina lánað.

Já, margir fóru til veiða á fyrsta degi sem mátti en á Ion svæðinu er búið að veiða í nokkra daga og hefur gengið ágætlega, enda gaf svæðið vel af fiski í fyrra og öllum fiski er sleppt á svæðinu.

 

21.apr. 2016 - 13:49 Gunnar Bender

Skítkalt á fyrsta degi

Þingvallavatn og Elliðavatn opnuðu fyrir veiðimenn í morgun en Ion svæðið var opnað á Þingvöllum fyrir erlenda veiðimenn 15.apríl.

Geir Thorsteinsson er einn af þeim hefur mætt við Elliðavatn í opnun vatnsins síðan elstu menn muna. Og mætti í morgun og segir á facebook síðunni að það sé ekki spáð miklum hita, eiginlega bara rétt við frostmark.

En menn klæða sig bara vel og hefja veiðarnar, bara spurning hvort fiskurinn tekur flugur veiðimanna.

20.apr. 2016 - 11:15 Gunnar Bender

Byrjuðu veiðitímabilið í Grímsá

,,Ég og bróðir minn ákváðum að byrja tímabilið á ferð í Grímsá í Borgarfirði og að reyna við birtinginn þar,“ sagði Logi Már Kvaran er við spurðum um fyrsta veiðitúr vorsins.

,,Við vorum byrjaðir um hálf átta á laugardagsmorguninn síðastliðinn í Laxfoss við veiðihúsið en færðum okkur fljótt upp í Hörgshyl þar sem við sáum lítið sem ekkert líf við Laxfossinn. Um 10:30 setti ég og landaði einu stykki laxi eftir að hafa skipt yfir í tungsten túpu þar sem hann lá djúpt. Eftir þetta fór veðrið versnandi og eftir að hafa farið á nokkur önnur svæði og ekki sett í fleiri bröndur ákváðum við að slúta þessu snemma,“ sagði Logi ennfremur.

19.apr. 2016 - 12:27 Gunnar Bender

Clapton í fyrsta skipti á forsíðu veiðiblaðs

Nýjasta eintak Sportveiðiblaðsins var að koma úr prentvélunum og kennir þar marga grasa. Á forsíðunni eru Sturla Birgisson og Eric Clapton með rígvæan lax úr Hnausastreng í Vatnsdalsá og er þetta fyrsta myndin sem birtist af Clapton á forsíðu veiðiblaðs í heiminum.

En í viðtalinu við blaðið fer Sturla yfir stöðuna eftir að honum var falið að taka við einni bestu veiðiá landsins, Laxá á Ásum.Í blaðinu ræðir  Guðrún Hjaltalín um skotveiði. ValgerðurÁrnadóttir eru heilluð af Grænlandi. Laxá í Kjós er lýst frá neðsta veiðistaðar til þess efsta svo eitthvað sé tínt til úr blaðinu sem er 92 síður.

Hér fyrir neðan má sjá forsíðu blaðsins og ritstjórann Gunnar Bender.

19.apr. 2016 - 12:13 Gunnar Bender

Veiðivon fær andlitslyftingu

,,Það er búið að breyta töluverðu og búðin er búin að fá fína andlitslyftingu,“ sagði okkar  maður sem kíkti í partíð hjá Hauki og Eygló í Veiðivon í Mörkinni en þar mættu margir til að skoða þessa breytingarnar.

Það er alveg óhætt að óska eigendum til hamingju en það styttist óðum  í veiðina. Veiðimenn geta varla beðið lengur. Það er heila málið að veiðin byrji.

17.apr. 2016 - 23:55 Gunnar Bender

Ungir veiðimenn áhugasamir á Akureyri

,,Við ætluðum  að mæta sex á þessa kynningu hjá Þresti Elliðasyni en tveir komust ekki,“ sögu þeir  Sólon Arnar Kristjánsson, Alexander Kristjánsson, Magni Þrastarson og Andri Sævarsson ungu veiðimennirnir sem við  hittum þá á kynningu um Jöklusvæðið á Akureyri á föstudagskvöldið. En þá var Þröstur Elliðason með kynningu á svæðinu hjá Stangaveiðifélagi Akureyrar.

,,Það er skemmtilegt að veiða og þetta var fróðlegt, kannski munum við fara þarna og veiða,“ sögðu þeir  félagar og héldu á vit ævintýranna eftir þessa kynningu á svæðinu. Fullir að fróðleik um laxfiska.

15.apr. 2016 - 10:01 Gunnar Bender

Fjör hjá veiðimönnum í Háskólabíó

Það er boðið upp á allan pakkann í Háskólabíó í dag og kvöld, ráðstefna áhrif fiskeldis sem búið að reyna alla vega þrisvar sinnum og hefur ekki gengið upp.

Menn hafa áhyggjur af norskum löxum sem sleppt í vistkerfið og hefur haft mikið áhrif í Noregi á  þessum stofnum.

,,Það verður ýmislegt í gangi hérna, ráðstefnan og kynning á mörgum skemmtilegu,“ sagði Stjáni Ben og þeysti eins sleipur lax um allan salinn og hafi greinilega nóg að gera. Það var stutt í að herlegheitin hæfust.

13.apr. 2016 - 20:05 Gunnar Bender

Leigutakinn setti í boltafisk

,,Það er búið að vera allt vitlaust að gera og maður hefur lítið komist í veiði,“ segir Valur Blomsterberg á facebooksíðu sinni og það eru svo sannarlega orð á sönnu síðan hann tók Tungulækinn við Klaustur á leigu í vetur sem leið. Og hann hefur þurft að horfa á veiðimenn renna fyrir fisk, sjálfur veiðimaðurinn.

,,Jú, ég komst loksins í veiði og setti í þennan flotta fisk, líklega kringum 80 sentimetra, var ekki með málband. Þetta var bara gaman og ég var með hann í smá tíma,“ segir Valur í samtali  eftir að hann landaði fisknum.
13.apr. 2016 - 13:26 Gunnar Bender

Sáu mikið af fiski og fengu góða veiði

,,Veiðin er öll að lifna við í Minnivallarlæknum, það hefur hlýnað og fiskurinn er að taka miklu betur veiðimenn sem voru í fyrradag sáu mikið af fiski og fengu góða veiði,“ sagði Þröstur Elliðason er við
spurðum um Minnivallarlækinn.

Og á staðnum í fyrradag var Þorsteinn Stefánsson og hann veiddi 10 punda urriða eins og sést hérna á myndinni á síðunni. Lækurinn er allur að koma til. fiskurinn er farinn að taka flugur veiðimanna og
það er það sem þurfti að gerast.