05. jún. 2012 - 23:24Gunnar Bender

Fyrsti dagurinn gaf 16 laxa

,,Þetta er bara frábært. Fiskurinn er greinilega komin víða um ána og 16 laxar fyrsta daginn er meiriháttar," sagði Bjarni Júlíusson formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur en þessi byrjun í ánni lofar góðu með sumarið og laxveiðina yfir höfuð. Fiskurinn er greinilega mættur.

 

Formaðurinn spáði 27 laxa veiði, það verður örugglega. Jafnvel miklu meira. Dagurinn í dag var frábær og allir eru laxarnir vænir og fallegir.

 

,,Maður skelfur eftir fyrsta lax sumarins, tilfinningin er góð," sagði Árni Friðleifsson og hann bætti um betur seinni partinn.

 

Mynd. Félagarnir Bjarni Júlíusson og Árni Friðleifsson létttir í lund eftir góðan dag í Norðurá.

 
25.feb. 2015 - 12:55 Gunnar Bender

Dularfyllsta veiðivatn landsins?

Kleifarvatn á Reykjanesi er skrítið vatn enda hefur ýmislegt gerst  þar í gegnum árin. Saga vatnsins er mjög flókin.  En veiðimenn hafa oft fengið góða veiði í vatninu og stóra fiska. En það er ekki á vísan að róa í veiðiskap í vatninu.

Fiskurinn er dyntóttur en hann er fyrir hendi og í sumar hafa veiðst margir vænir fiskar þar, mest urriðar. Margir halda tryggð við vatnið og renna oft fyrir fisk í því á hverju sumri. Menn eiga sína leynistaði , stað sem þeir eru kannski ekki að flagga dags daglega.

Einn af þeim sem stundar vatnið mikið er Ólafur Guðmundsson hann hefur veitt þá marga þar. Hann fer kannski til veiða í vatninu einu sinn til i tvisvar í viku og veiðir fanta vel enda þekkir hann vatnið vel. Því inn um vatnið synda alvöru urriðar,  það er bara að fá þá til að taka agið. 

Við hittum fólk við vatnið fyrr í sumar sem var þar við veiðar og þau sögðust oft koma þarna nokkrum sinnum á sumri og veiða.

,,Það er eitthvað dularfullt við vatnið og við veiðum oft vel hérna en stundum ekki neitt,, sagði fjölskyldan,  fiskurinn var að narta en tók ekki. Við létum okkur hverfa, hann tók skömmu seinna hjá þeim þegar við vorum að hverfa fyrir næsta klett. Kleifarvatn er vatn sem veiðimenn eiga að skoða betur," sagði fjölskylda sem við hittum að máli við vatnið í fyrrasumar.

22.feb. 2015 - 13:01 Gunnar Bender

Tveir sigrar hjá Röggu á sama kvöldinu

Dagurinn í gær hjá sjónvarps- og veiðikonunni  Ragnheiði Thorsteinsson voru bara sigrar og aftur sigrar. En aðalfundurinn Stangaveiðifélags Reykjavíkur var haldinn í gær og fékk Ragga flest atkvæðin á fundinum til setu í stjórn félagsins næstu tvö árin.

Og um kvöldið á Eddunni var þáttur hennar og fleiri Vesturfarnir valinn menningaþáttur ársins hjá veiðikonunni. Tveir stór sigrar á nokkrum klukkutímum er frábær árangur.

20.feb. 2015 - 10:07 Gunnar Bender

Aðalfundur Stangaveiðifélagsins á laugardaginn

Á laugardaginn verður haldinn aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur í Rafveituheimilinu í Elliðaárdal. Þar munu fara fram venjubundin aðalfundarstörf sem og kjör formanns félagsins í eitt ár og kosið verður um sæti þriggja stjórnarmanna til tveggja ára. Fundurinn hefst klukkan 16:00.

,,Mér líst vel á fundinn,“ sagði Ari Hermóður Jafetsson framkvæmdastjóri en þetta er fyrsti fundurinn hans eftir að hann varð framkvæmdastjóri.

Árni Friðleifsson, núverandi formaður félagsins mun sækjast eftir áframhaldandi setu og Ásmundur Helgason gjaldkeri félagsins, Hörður Vilberg meðstjórnandi og Ragnheiður Thorsteinsson varaformaður munu öll sækjast eftir endurkjöri. Einnig hefur Sævar Haukdal sóst eftir kjöri.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er í fullum gangi á skrifstofu SVFR, en þar verður hægt að kjósa á skrifstofutíma fram til klukkan 16:00 á föstudaginn kemur.

17.feb. 2015 - 16:31 Gunnar Bender

Pálmi fór á kostum

Kringum  þrjátíu manns mættu í Amarohúsið á Akureyri á mánudaginn var  þegar Stangaveiðifélag Akureyrar hélt sitt annað opna hús í vetur.

Kynning á Lónsá á Langanesi var viðfangsefni kvöldsins og átti Pálmi Gunnarsson ræðumaður ekki í neinum vandræðum með að heilla viðstadda með lýsingum sínum af svæðinu enda hefur hann veitt þar oft.

Leigutaki veiðisvæðisins er Matthías Þór Hákonarson en þetta skemmtilega svæði fer í umboðssölu hjá SVAK innan skamms sem hefst með forsölu til félagsmanna.

Verði verður stillt í hóf enda er meiningin að sem flestir fari að veiða í Lónsá og kynnist svæðinu sem samanstendur af Lónsá sjálfri sem er lítil en fögur,Sauðanes ós,Ytra Lóni og vötnum sem liggja í nágrenninu.

17.feb. 2015 - 10:01 Gunnar Bender

,,Rétti tíminn til að snúa vörn í sókn“

,,Ég ætla að byrja á því að hrósa núverandi og stjórnum liðinna ára fyrir eftirtektarverðan árangur á erfiðum tímum eftir efnahagshrun. Á þessum tíma hefur verið sótt hart að félaginu og starfsemi þess enn ég tel að nú sé rétti tíminn til að snúa vörn í sókn,“ sagði Sævar Haukdal sem er sá eini  nýliðinn sem bíður fram í stjórn Stangveiðifélags Reykjavíkur á fundi aðalfélagsins á laugardaginn. En auk Sævars bjóða þau Ragnheiður Thorsteinsson, Ásmund Helgason og Hörð Vilberg fram í stjórnina líka. Þetta gæti orðið spennandi kosning.

,,Ég tel að félagið geti nýtt sín helstu verðmæti sem eru jú félagsmenn þess betur enn nú er gert, í þágu félagsins, félagsmanna sjálfra og auka um leið virði þess að vera félagsmaður í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur, strax á þessu ári. Við þurfum  gera auknar kröfur til okkar sjálfra og bæta faglegt starf allra sem að félaginu koma, hvort sem horft er til stjórnar, skrifstofu, leiðsögumanna, árnefnda eða rekstaraðila í veiðihúsum og tryggja þannig jákvæða upplifun og endurkomu félagsmanna og annarra viðskiptavina okkar, strax á þessu ári,“ sagði Sævar.

Sævar sagði ennfremur að bæta þyrfti verulega í markaðs og sölustarf félagsins með því að horfa til nýrra tækifæra, nýrra leiða og tryggja betri tengsl við endanlegan viðskiptavin sem er jú veiðimaðurinn á bakkanum, strax á þessu ári.

,,Ég tel að þegar ákveðnir grunnþættir uppbyggingar eru tryggðir þá sé tækifæri til þess að fjölga ársvæðum félagsins á ný, félagsmönnum og öðrum viðskiptavinum þess til hagsbóta. Nú er rétti tíminn fyrir Stangaveiðifélag Reykjavíkur að snúa vörn í sókn og hámarka um leið virði þess að vera félagi. Því óska ég eftir þínum stuðningi til stjórnar til þess að fá að leggja mitt af mörkum til að tryggja svo geti orðið,, sagði Sævar Haukdal.

16.feb. 2015 - 11:28 Gunnar Bender

RISE Fluguveiði kvikmyndahátíð 2015

Hin árlega RISE fluguveiði kvikmyndahátíð verður haldin í Háskólabíó fimmtudagskvöldið 26. mars n.k. Þetta er í fimmta sinn sem hátíðin er haldin og í ár verður vegleg veiðisýning í anddyri Háskólabíó á undan. Húsið opnar kl. 18:00 og sýning stendur til 22:00.

Enginn verður svikinn af dagskránni í ár en eins og undanfarin ár kemur aðalmynd hátíðarinnar úrsmiðju Gin-Clear media og að þessu sinni er það myndin Backcountry – North Island.
Aðrar myndir eru YOW – Icelandic for yes en sú mynd hefur sérstaka þýðingu fyrir íslenska veiðimenn því hún var tekin upp hér á landi.  Svo er það Those moments sem segir frá hvert veiðileiðsögumenn fara á frídögum sínum og hvað þeir gera.  Gamanmyndin Carpland frá hinum stórskemmtilega RA Beattie segir af fluguveiðum á vatnakarfa í Bandaríkjunum.  Og síðast en alls ekki síst myndin Out of Touch sem segir af veiðum á Redfish í Bandaríkjunum.

Miðasala á RISE Fluguveiðikvikmyndahátíð 2015 fer fram á midi.is og er miðaverð kr. 2.490,-  Í ár verða myndirnar með íslenskum texta. http://midi.is/atburdir/1/8783/RISE_Fluguveidi

Haldin verður veiðisýning á undan hátíðinni þar sem margir góðir gestir verða með sínar vörur til
sýnis. Veiðisýningin verður nánar auglýst síðar því enn eru gestir að staðfesta komu sína. Frekari
upplýsingar má finna á Facebook síðu Veiðisýningarinnar www.facebook.com/veidisyningin eða á
www.veidisyningin.is  

 

 

12.feb. 2015 - 16:52 Gunnar Bender

Dúi Landmark kosinn formaður

Í fyrrakvöld var haldinn aðalfundur Skotveiðifélags Íslands og var kvikmynda- og veiðimaðurinn Dúi Landmark kosinn formaður félagsins. En áður hafði Elvar  Árni Lund gegnt starfinu og þar á undan Sigmar B. Hauksson heitinn.

Töluverðar breytingar urðu á stjórninni og verður spennandi sjá hvernig hin nýja stjórn plummar sig. Drifkrafturinn er allavega fyrir hendi, hvort sem það er hjá formanninum eða öðrum stjórnarmönnum.11.feb. 2015 - 10:06 Gunnar Bender

Enginn á móti löggunni

21. febrúar næstkomandi mun verða haldin Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur í Rafveituheimilinu í Elliðaárdal. Þar munu fara fram venjubundin aðalfundarstörf sem og kjör formanns félagsins í eitt ár og kosið verður um sæti þriggja stjórnarmanna til tveggja ára.

Árni Friðleifsson formaður félagsins mun sækjast eftir áframhaldandi setu og Ásmundur Helgason gjaldkeri félagsins, Hörður Vilberg meðstjórnandi og Ragnheiður Thorsteinsson varaformaður munu öll sækjast eftir endurkjöri.

Einnig hefur Sævar Haukdal boðið sig fram til stjórnarsetu í félaginu og fögnum við því. Á næstu dögum mun koma stutt kynning um hvern frambjóðanda inn á vefinn og hafa því félagsmenn tækifæri á því að kynna sér frambjóðendur.

09.feb. 2015 - 10:10 Gunnar Bender

Veiðimenn sem veiða allt árið

,,Mér finnst fátt skemmtilegra en veiða og ég reyni að veiða eins mikið og get, allt árið. Ég get ekki stoppað,“  sagði veiðimaður sem ég ræddi við í gærdag og hann vildi láta liggja milli hluta með nafn sitt. Það hefur nefnilega komið í ljós að margir veiðimenn veiða allt árið, þeir geta ekki stoppað.

,,Fór um helgina, veðurfarið var frábært, átta stiga hiti og ég veiddi fimm fiska,“ sagði veiðimaðurinn ennfremur. Það hafa nefnilega margir viðkennt það hin síðari árin að fátt sé skemmtilegra en að renna fyrir fisk þegar enginn er að veiða. Finna til flugustöngina og labba frammá bakkann og kasta í lygnan hylinn. Tíminn er afstæður og fiskurinn er að vaka neðar á breiðunni. Veiði er della.

08.feb. 2015 - 16:45 Gunnar Bender

Vilborg: Yfirvöld verða bregðast við - Hætta á að veiðiár landsmanna verði þeim ekki aðgengilegar í framtíðinni

Vilborg Reynisdóttir. Aldrei hafa fleiri laxveiðiár á Íslandi verið í eigu eða leigu erlendra aðila og síðustu fimm, sex árin. Hafa margir veiðimenn áhyggjur af þessari þróun. Vilborg Reynisdóttir, formaður Stangveiðifélags Hafnarfjarðar, segir hætta á að veiðiár landsmanna verði þeim ekki aðgengilegar í framtíðinni. Þá sé verðlagningin orðin slík að hinn almenni veiðimaður hefur ekki efni á að stunda áhugamál sitt. Vilborg tjáir sig um málið í blaði sem Stangveiðifélag Hafnarfjarðar sendi frá sér. Þar segir Vilborg meðal annars:
07.feb. 2015 - 12:42 Gunnar Bender

Árbótarsvæðið í höndum Fish Partnertner

,,Veiðihúsið Vörðuholt fylgir nú svæðinu. Húsnæðið er hið glæsilegasta og þaðan er fallegt útsýni yfir Aðaldal, Kinnfjöll og út á Skjálfandaflóa og svæðið er fjölbreytt og skemmtilegt,“ sagði  Kristján Páll Rafnsson en hann var að leigja Árbótarsvæðið.

,,Hinn magnaði veiðistaður Breiðeyri (að austanverðu) hefur nú bæst við veiðisvæðið, en það er með betri laxastöðum í ánni.  Með þessari viðbót lengist svæðið um 700 metra og nær nú frá Merkjagili, á móts við Straumeyjar og niður að Bæjarklöpp.

Silungsveiðin hefst 1. maí og byrjar þá gjarnan með látum. Besta urriðaveiðin er frá byrjun tímabilsins og fram í byrjun júlí.  Töluvert veiðist af þriggja til fimm punda urriða en inn á milli vega þeir átta pund og jafnvel meira. Í júlí mætir laxinn á svæðið og í ágúst má finna hann í hverjum hyl.

Kvóti verður settur á urriða. Leyfilegt verður að hirða samtals fjóra urriða á dag, undir 40cm. Þar að auki verður aukin áhersla á skráningu allra fiska. Það er gert til að varpa betra ljósi á hversu gott veiðisvæði Árbótin er í raun.

Ellefu merktir veiðistaðir eru á svæðinu. Þeir eru allir gríðarstórir og fjölbreyttir.  Hvað varðar urriðann þá er svæðið í raun einn langur veiðistaður því að urriðinn getur legið um alla á.

Þeir staðir sem merktir eru á svæðinu: Bæjarklöpp ( Kútstaðir á vestan) Langaflúð, Birgisflúð Bótarfit, Merkispollur, Bótarstrengur (Símastrengur að vestan), Ytri-Seltangi, Tjarnhólmaflúð, Síðri-Seltangi, Höskuldarvík og Breiðeyri.

Fyrir frekari upplýsingar má senda póst á kristjan@fishpartner.com

 


05.feb. 2015 - 10:36 Gunnar Bender

Fyrsta skemmtikvöld ársins hjá SVFR

Fyrsta skemmtikvöld ársins verður haldið næstkomandi föstudagskvöld, 6. Febrúar. Dagskráin pökkuð af góðmeti fyrir þá veiðiþyrstu. Við byrjum stundvíslega klukkan 20:11 í salarkynnum SVFR að Rafstöðvarvegi 14.

Við munum hræra upp í veiðitilhlökkuninni með veiðistaðalýsingu á Haukadalsá, nýjasta svæði SVFR. Það verður Þorgils Helgason sem mun leiða okkur um Haukadalinn og í allan sannleikann um þessa frábæru á.

Þorsteinn Stefánsson veiðisjúklingur mun mæta og vera með skemmtilega veiðistaðalýsingu úr Varmá. Síðastur á mælendaskrá verður sjálfur Jón Skelfir, en það er mál manna að hlátrasköllin eftir síðustu sögustund hans á Háaleitisbrautinni ómi ennþá í gamla salnum.

03.feb. 2015 - 10:20 Gunnar Bender

Dorgveiðitíminn að byrja fyrir alvöru

,,Vorum staddir við Landmannahelli í 14 stiga frosti en logni og sól og mjög flottu veðri,“ sagði Guðmundur Sigurðsson á Selfossi  sem skrapp aðeins á dorg um síðustu helgi ásamt fleiri vöskum veiðimönnum.

En dorgveiðimenn eru aðeins að reyna fyrir sér þessa dagana. Á Skagaheiði voru nokkrir fyrir skömmu og veiddu nokkur stykki. En frostið þar var 11 stig.

,,Við fórum út á Loðmundarvatn með ísbor og veiddum 12 smábleikjur allar á rækju. Þær voru svo smáar og horaðar og þær fengu að synda aftur í djúpið.  Gaman að byrja að veiða á Íslandi í janúar,“ sagði Guðmundur ennfremur.

 

01.feb. 2015 - 11:34 Gunnar Bender

Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar gefur út flott blað

Við nokkrum dögum gaf Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar út flott blað fyrir félagsmenn sína en áður hafði félagið út blað  í minna broti.og heitir blaðið áfram Agnið.  Þetta blað á gefa út einu sinni ári á þessum tíma árs. Stangaveiðifélag Keflavíkur hefur í fjölda ára gefið út svona blað í svipuðu broti.

Margt er að finna í þessu blaði Hafnfirðinga  eins og viðtal við Ármann Sigurðsson, Þórð Þórðarson og Anju Mist sem formaður Stangaveiðifélagsins Vilborg Reynisdóttir tók. Segja þér félagar Ármann og Þórður margar mergjaðar veiðisögur enda veiddu þeir lengi saman á ýmsum veiðisvæðum. Það er vert að lesa blaðið.

 

 

30.jan. 2015 - 22:39 Gunnar Bender

Ætlar að veiða meira næsta sumar

,,Ég veiddi ekki mikið síðasta sumar en núna ætla ég að veiða meira næsta sumar. Maður veður líka fertugur og maður á skilið smá veiði,“ sagði  varnartröllið Sigfús Sigurðsson um leið og hann afgreiddi hvern fiskskammtinn á fætur öðrum í Fiskikónginum í gær sem reyndar voru ekki veiddir á stöng.

,,Þingvellir í fyrra en svo bara vinna, núna verður meira veitt. Það er alveg á hreinu,“ sagði Sigfús og talaði lítið um handbolta en miklu meira um veiði. Enda Ísland komið heim og það styttist verulega í næsta veiðitíma. Það er heila málið.

 

27.jan. 2015 - 10:54 Gunnar Bender

Konurnar slá ekki slöku við hjá SVFR

,,Fyrsta opna hús ársins hjá Kvennadeild SVFR verður næsta miðvikudag og verður ýmislegt í boði,“ sagði Kristín  Ósk Reynisdóttir í kvennadeild Stangveiðifélag Reykjavíkur. En biðin styttist eftir næsta veiðitímanum, það vita veiðimenn og konur manna best.

,,Meðal þess sem verður á dagskrá er kynning á Grjótá & Tálma á Mýrum, sem rennur í Hítará. Virkilega falleg og skemmtileg á sem hentar bæði fyrir flugu- og maðkaveiði, svo það verður eitthvað fyrir alla. Dagskrá byrjar klukkan 8.30  en húsið opnar klukkan 8,“ sagði Kristín ennfremur.

Biðin eftir næsta veiðitíma styttist með hverjum deginum, fluguköst, fluguhnýtingar og veiðisögur stytta biðina verulega.26.jan. 2015 - 09:40 Gunnar Bender

Clapton búinn að taka algjöru ástfóstri við Ísland

,,Honum líður vel á Íslandi þessa vegna kemur hann á hverju ári hérna til veiða  með vinum sínum,“ sagði maður sem hefur fylgst með Eric Clapton  sem hefur veitt hefur hér á landi í allavega tíu  ár. Fyrst í Laxá á Ásum og síðan Vatnsdalsá. Hann fór ekki langt til að leita sér að veiði eftir hann hætti í Laxá á  Ásum. Og veitt feiknavel eins og í Ásnum þegar hann veiddi 88 laxa á einni viku.

En síðustu árin hefur hann veitt í Vatnsdalsá og fengið oft góða veiði og væna laxa. Og hann er að koma í Vatnsdalsá í sumar eins og síðustu sumur. Spennan er mikið að kasta flugunni fyrir væna laxa í Vatnsdalsánni.

22.jan. 2015 - 13:32 Gunnar Bender

Langtímasamningur um Grímsá og Tunguá

Nýverið var undirritaður samningur á milli Hreggnasa ehf annars vegar og Veiðifélags Grímsár og Tunguár í Borgarfirði hins vegar, um að veiðiréttur ánna verði hjá þeim fyrrnefnda til og með ársins 2020.

Grímsá og Tunguá eru án efa meðal mestu laxveiðiáa landsins, en samstarf þessara aðila nær allt til ársins 2004 þegar að Hreggnasi tók við sölu veiðileyfa af landeigendum sjálfum.  

Grímsá í Borgarfirði hefur langa samfellda sögu stangaveiða, en þær ná aftur til ársins 1862, þegar að enskir veiðimenn fóru að venja þangað komur sínar. Meðalveiði sl. 20 ára eru um 1.300 laxar á ári, en við ána stendur eitt glæsilegasta veiðihús landsins.

Samningurinn er mikið gleðiefni fyrir aðstandendur Hreggnasa, en félagið fagnar 15 ára starfsafmæli í ár.


20.jan. 2015 - 13:52 Gunnar Bender

,,HM í handbolta styttir tímann eftir veiðatímanum“

,,Leikurinn í kvöld gegn Frökkum á heimsmeistaramótinu í handknattleik verður svakalegur og spennan stigmagnast,“ segir veiðimaðurinn Gunnar Ólafur Kristleifsson sem staddur er á heimsmeistaramótinu í handbolta  í Katar. Við náðum sambandi við hann um hádegið og sagði hann alla mjög spennta fyrir þessum leik.

,,Þessi skemmtun hérna í Katar styttir svo sannarlega  biðina eftir veiðitímanum en ég er búinn að panta mér í Elliðaánum, Langá á Mýrum og Steinsmýrarvötnum. Og svo fer maður eitthvað meira, veiðiskapurinn er frábær. Við vinnum Frakka með í kvöld,“ sagði veiðimaðurinn Gunnar ennfremur.

20.jan. 2015 - 12:34 Gunnar Bender

Er leiðsögustarfið það erfiðasta í laxveiðinni?

,,Jú, auðvitað er erfitt stundum að vera leiðsögumaður, sérstaklega þegar laxveiðin er róleg og lítið að hafa. Þetta ert eiginlega sálfræði, rétt er það. Eins og síðasta sumar á köflum,“ sagði leiðsögumaður sem hefur verið lengi í starfinu og þekkir starfið út og inn. Stærstu laxveiðiárnar státa allar af fjölda leiðsögumanna sem margir hafa starfað lengi í þessu.

Það getur verið erfitt að selja laxveiðileyfi en að leiðbeina veiðimenn dag eftir dag og viku eftir viku, tekur á þá  menn sem hafa reynt þetta í mörg ár. Það eru til leiðsögumenn sem hafa verið starfinu í 35-40 ár og þekkja þennan heim vel.

 ,,Þetta er eins og fara á sjóinn, þetta er törn sem auðvitað tekur endi og launin þau eru sæmileg,“ sagði annar í stuttu spjalli.

Fiskleysi er ekki gott en margir erlendir veiðimenn koma hingað til að slappa af og veiða einn og einn fisk. Og að fá einn lax er toppurinn en að fá einn stórann er meiriháttar.