01. ágú. 2017 - 12:42Gunnar Bender

Clapton mættur í Vatnsdalsána

Þessa dagana er Erik Clapton að byrja að veiða í Vatnadalsá í Húnavatnssýslu en hann hefur stundað veiðar hérna á Íslandi  í allavega 25 ár og sleppir ekki takinu af Vatnsdalsá.

Fyrst veiddi hann í Laxá á Ásum en núna sér hann ekki sólina fyrir Vatndalsá. Hann er með alla ána með vinum sinum og reynir örugglega að setja í þann stóra eins og fyrir tveimur árum.

Áin er fræg fyrir stóra fiskai þó svo veiðin hafi verið frekar róleg á svæðinu í sumar. en áin hefur gefið 300 laxa.

 

Mynd. Clapton með sinn langstærsta í Vatnsdalsá.23.okt. 2017 - 10:36 Gunnar Bender

Laxinn byrjaður að hrygna

Síðustu árin hefur laxinn mætt fyrr í laxveiðiárnar og það þýðir að hann hrygnir fyrr en áður. Í Bugðu í Kjós var allt á fleygiferð rétt fyrir neðan ósinn á Meðalfellsvatni um helgina, hængur og  hrygna voru á fleygiferð, 8 punda hrygna og 5 punda hængur. Sjónin var stórkostleg.


23.okt. 2017 - 10:32 Gunnar Bender

Veiðin í Soginu sjaldan verið eins slök

Veiðin í Soginu í sumar hefur verið svakalega léleg, einn sú slappasta í fjölda ára. Bíldsfellssvæðið gaf aðeins 64 laxa og nokkra hnúðlaxa og Alvirða gaf aðeins 2 laxa, já 2 laxa. En lítið hefur frést af öðrum svæðum í Soginu.

 


20.okt. 2017 - 15:09 Gunnar Bender

Síðasti veiðitúrinn í ár

Haustið er gengið í garð með sína litadýrð og næturfrosti. En veiðieðlið er ekki alveg horfið, enn er von á birtingi og jafnvel laxi. Svo hefur Heiðarvatn líka oft gefið góðan silung. Loka veiðitúr ársins var því skipulagður í Vatnsá og Heiðarvatn nú í október.17.okt. 2017 - 14:18 Gunnar Bender

Hreggnasi ehf tekur við rekstri Hafralónsár

Nýlega var undirritaður samningur milli Veiðifélags Hafralónsár í Þistilfirði og Hreggnasa ehf um rekstur veiðisvæðis Hafralónsár. Því mun veiðiréttur vera hjá þeim síðarnefnda næstu árin, og á það jafnt um laxa- og silungasvæði árinnar.


15.okt. 2017 - 14:18 Gunnar Bender

Fjör í urriðanum á Þingvöllum

Margir lögðu leið sína til Þingvalla í gær til að skoða  urriðaflykkin sem synda um Öxarána og margir hafa gaman að skoða. Það var Jóhannes Sturluson sem fræddi áhugasama um fjörið. En þetta hefur Jóhannes gert í mörg ár og fáir gera það betur.


14.okt. 2017 - 12:27 Gunnar Bender

Leirvogsá aftur komin í maðkinn

Í sumar var bara leyfð fluguveiði í Leirvogsá en því verður breytt fyrir næsta sumar. Maðkurinn verður leyfður með ákveðnum skilyrðum enda Leirvogsá alls ekki mikil fluguveiðiá þegar sagan er skoðuð grannt.
10.okt. 2017 - 15:29 Gunnar Bender

Síðasti veiðitúrinn, laxar, leikurinn og sigur

,,Þessi dagur verður lengi í minnum hafður þegar maður fer að rifja upp síðasta daginn í veiði þann 9. október 2017,“ sagði Hörður Heiðar Guðbjörnsson í samtali við Veiðipressuna eftir sigurleikinn i gærkvöldi gegn Kosóvó í gærkvöldi

 

09.okt. 2017 - 14:52 Gunnar Bender

Blússandi gangur ennþá í sjóbirtingnum

Sjóbirtingsveiðin gengur víða vel, veðurfarið er fínt og sjóbirtingur að gefa sig víða fyrir austan eins og Tunguljóti, Tungulæk, Geirlandsá, Eldvatn, Vatnamótunum og Fossálunum  svo fáir staðir sé nefndir til sögunnar.

 

05.okt. 2017 - 16:16 Gunnar Bender

44 laxar yfir 20 pund í Víðidalsá

Alla veiðimenn dreymir um að setja í tuttugu punda lax og landa honum. Sumir upplifa aldrei þennan draum en  aðrir eru svo blessaðir af veiðigyðjunni að stórlaxar laðast að þeim.

 


03.okt. 2017 - 13:12 Gunnar Bender

Framlengt í Eyjafjarðaránni

Veiðitímabilið í Eyjafjarðará hefur verið framlengt til 10. október.   Stjórn veiðifélagsins varð við óskum veiðimanna og framlengdi veiðitímabilið um 10 daga eða til 10. október. 


03.okt. 2017 - 13:08 Gunnar Bender

Gott sumar í Langánni

,,Já, maður er búinn að fá nokkra fiska í sumar. Þetta hefur verið fínt og Langáin var að loka, veiðibækurnar eru hérna,“ sagði Jogvan Hansen er við heyrðum í honum milli þess sem hann hentist á milli til að skemmta út og suður.  Lokatölur í Langá á Mýrum sem er 1701 lax.


01.okt. 2017 - 09:58 Gunnar Bender

Fossálar hafa verið fínir í haust

Á hádegi í gær voru skráðir 95 sjóbirtingar í veiðibókina í veiðihúsi Stangaveiðifélagi Keflavíkur og verður það að teljast mjög  gott þar sem enn er mjög góður tími eftir í ánni.


01.okt. 2017 - 09:52 Gunnar Bender

Endalaus rigning bjargaði þeim stóra

Einn af stærri löxunum í sumar í laxveiðiánum er líklega í Breiðdalsá, lax á milli 115 og 120 cm bolti,  sem ekkert hefur vilja hjá veiðimönnum síðan hann sást í ánni fyrr í sumar og núna sést hann alls ekki lengur.


28.sep. 2017 - 14:49 Gunnar Bender

Skrítið að skella í lás

Það eru tímamót á Selfossi fyrir veiðimenn, ekki það að Ölfusá hafi gefið 150 laxa í sumar og nokkrir hafi veitt maríulaxinn sinn á svæðinu.  Nei, Veiðisport á Selfossi er að loka eftir farsæla og langa þjónustu.  


28.sep. 2017 - 14:44 Gunnar Bender

„Við ætlum víst að fara“

Veiðidellan getur verið rosaleg,  ekkert heldur mönnum eða konum. Veiðimenn fóru að veiða í morgun, það var spáð úrfelli en þeim var alveg sama, þeir ætluðu að fara,  ekkert gat stoppað þá. 


28.sep. 2017 - 14:41 Gunnar Bender

Fyrsti flugulaxinn engin smásmíði

Margir keppast við að veiða 20 punda lax í gegnum veiðiferlinn en hún Íris Kristinsdóttir byrjaði með stæl á flugunni í Laxá í Dölum. Fyrsti flugulaxinn hennar var 21 pund og það var Kristnapollurinn sem gaf fiskinn.
27.sep. 2017 - 10:45 Gunnar Bender

Sá stærsti á land úr Jöklusvæðinu

Guttormur Pálsson frá Egilsstöðum veiddi í gærkvöldi stærsti laxinn sem komið hefur á land á Jöklusvæðinu. Guttormur brá sér í árnar í 2-3 daga og hafði 9 laxa upp úr krafsinu. Hann gerði sér hins vegar lítið fyrir og lauk veiði í gærkvöldi með stærsta laxi í sögu Jöklusvæðisins.


27.sep. 2017 - 09:32 Gunnar Bender

Sumarið sem einhverjir vilja gleyma

Enn eitt veiðisumarið klikkar,  smálaxinn kemur ekki.  Enn og aftur komast fleiri í 30 punda klúbbinn í Laxá í Aðaldal. Þetta er ekki alslæmt sumar. Hnúðlaxinn kom en smálaxinn kom varla. Margar laxveiðiár klikkuðu alveg, vegna þess að smálaxinn kom alls ekki.

 

27.sep. 2017 - 09:25 Gunnar Bender

Urriðadansinn byrjaður fyrir alvöru í Öxará

,,Þetta er stórkostlegt, voða eru þetta stórir fiskar,“ sögðu erlendir ferðamenn við Öxará á Þingvöllum í gærkveldi, þar sem kynlífið er að byrja á fullu þessa dagana hjá urriðanum.

21.sep. 2017 - 13:38 Gunnar Bender

Klakveiðin gekk vonum framar í Andakílsá

Nokkrir vaskir veiðimenn fóru í klakveiði í Andakílsá í Borgarfirði í vikunni en enginn veiði hefur verið í ánni í sumar og veiðiskapurinn gekk vonum framar.
20.sep. 2017 - 08:44 Gunnar Bender

Nils endaði sumarið með stæl í Víðidalsá

,,Já, þetta var meiriháttar morgun 106 sm lax og svo  111 sm lax,“ sagði stórlaxabaninn Nils Folmer Jörgensen,  er við heyrðum í honum. En hann þykir verulega lunkinn að veiða stóra laxa enda  hann er búinn að veiða marga svoleiðis í gegnum árin.


 

20.sep. 2017 - 08:39 Gunnar Bender

Meistarakokkurinn þarf að sjá um flest

Úlfar Finnbjörnsson hefur verið að elda í Haffjarðará í sumar en á dögunum komu menn auga á sel sem var djöflast í Homepool.
20.sep. 2017 - 08:33 Gunnar Bender

Fékk draum sinn uppfylltan

Einar Örn Valdimarsson fékk drauminn uppfylltan um helgina þegar hann landaði sínum fyrsta laxi í Sveinshyl í Breiðdalsá. Um var að ræða 63 cm hæng sem tók eftir örfá rennsli og tók viðureignin skamman tíma. Við tóku fagnaðarlæti sem ómuðu um allan Breiðdal.


19.sep. 2017 - 09:42 Gunnar Bender

Gefur okkur von um að komast í 30 punda klúbbinn

Árni Pétur Hilmarsson leiðsögumaður í Laxá í Aðaldal hefur veitt stærsta laxinn til þessa en þar á eftir fylgja laxar úr Hofsá, Vatnsdalsá og Breiðdalsá. Sá stærsti er 111 cm eins og við greindum frá í gær.

18.sep. 2017 - 13:06 Gunnar Bender

Sjóbirtingsveiðin gengur vonum framar

,,Veiðin gengur hérna hjá okkur í Vatnamótunum og ég var að landa fallegum 68 cm sjóbirtingi rétt áðan,“ sagði Selma Björk Ísabella Gunnarsdóttir en hann var stödd á veiðislóð í dag við Kirkjubæjarklaustur.


17.sep. 2017 - 16:10 Gunnar Bender

Laxá í Aðaldal með stærsta laxinn

Árni Pétur Hilmarsson veiddi stærsta laxinn í sumar á Skriðuflúðinni í Laxá í Aðaldal á sínum heimavelli, en fiskurinn var 111 cm.
17.sep. 2017 - 16:07 Gunnar Bender

Laxá í Dölum hefur gefið 630 laxa

,,Þetta er síðasti veiðitúrinn í sumar,“ sagði Jón Þorsteinn Jónsson á facebook síðu sinni í gær en þá var hann búinn að landa vænum laxi í Laxá í Dölum.  Laxinn var 96 sm sem Jón  veiddi.


17.sep. 2017 - 16:01 Gunnar Bender

Boltafiskur í Sveinshylnum

Boltafiskur hefur sést í Sveinshylnum í Breiðdalsá í Breiðdal og hafa nokkrir séð fiskinn stóra. En fyrir skömmu veiddist 108 cm og þessi lax er miklu stærri, líklega um 115 sm alla vega,  ef ekki stærri.


15.sep. 2017 - 11:32 Gunnar Bender

Laxá á Ásum komin í 1060 laxa

Veiðin í Laxá á Ásum fór yfir 1.000 laxa í síðustu viku og veiðitalan var komin í 1.060 laxa sl. miðvikudag. Vikuveiðin í Laxá var 115 laxar og þó að haustið sé komið, þá er tökugleðin í Laxá enn til staðar.


14.sep. 2017 - 10:10 Gunnar Bender

Sjóbirtingsveiðin gengur víða vel

Sjóbirtingsveiðin gengur víða vel, fiskurinn er vel haldinn og töluvert mikið af honum. Veiðimenn hafa verið að fá vel í soðið á sjóbirtingsslóðum.

 

13.sep. 2017 - 10:31 Gunnar Bender

Hugrún byrjaði með stæl í veiðinni

Veiðin í Hvolsá og Staðarhólsá hefur verið góð í sumar og margir fengið góða veiði, en núna eru komnir 210 laxar á land og töluvert af bleikju. Nokkrir hafa veitt maríulaxinn sinn í ánum í sumar.
11.sep. 2017 - 15:07 Gunnar Bender

Árni veiddi hundraðasta laxinn í Korpu

 ,,Þetta var gaman en fiskinn veiddi ég á ómerktum veiðistað og hann var 61 cm, hann tók maðkinn,“ sagði veiðimaðurinn snjalli Árni Elvar Hafsteinsson sem veiddi hundraðasta laxinn í Korpu í gær.

11.sep. 2017 - 14:48 Gunnar Bender

Ekkert fyrsta klukkutímann nema forvitin tófa

,,Við fórum félagarnir í morgunflug í morgun, rétt utan höfuðborgarinnar og  vorum bara hóflega bjartsýnir þegar við mættum út í skurð, á ókristilegum tíma. Enda hafði ekki mikið verið af fugli í túninu,“sagði Baldur Guðmundsson í samtali við Veiðipressuna


08.sep. 2017 - 11:06 Gunnar Bender

Rífandi veiði í Tungufljótinu

„Við erum í Tungufljóti með nokkra Frakka í nokkra daga,“  sagði Tómas Sigurðsson við Tungufljótið.


08.sep. 2017 - 11:01 Gunnar Bender

Fjör við Haukadalsá og Laxá í Dölum

Um leið og fór að rigna vestur í Dölum byrjaði laxinn að taka í ánum á svæðinu. Laxá í Dölum og Haukadalsám fóru á fleygiferð. Karl Óskarsson var við veiðar í Haukadalsá og gefum honum orðið.

08.sep. 2017 - 10:57 Gunnar Bender

,,Þetta var meiriháttar"

„Það tók ekki nema tíu mínútur að landa þessum fallega fiski,“ sagði Hafþór Óskarsson sem var að koma úr sinni fyrstu veiðiferð í Miðfjarðará í gær. En veiðin hefur verið góð í Miðfjarðará í sumar og núna eru komnir 3250 laxar á land og meiriháttar að byrja veiðiferðina á flotti töku.

07.sep. 2017 - 09:43 Gunnar Bender

Mýrarkvíslin öll að koma til

„Eftir mikinn þurrk og heitt sumar eru haust rigningar loksins farnar að láta á sér kræla og veiðin fylgir því,“ sagði Matthías Þór Hákonarson er við inntum hann um veiðina í Mýrarkvísl.


06.sep. 2017 - 13:57 Gunnar Bender

Yfir 200 laxar komnir á þurrt

„Veiðin gengur bara flott hjá okkur,“ sagði Þórarinn Birgir Þórarinsson í Hvítadal er við spurðum um Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum en árnar eru komnar yfir 200 laxa og töluvert af bleikju líka.

03.sep. 2017 - 11:44 Gunnar Bender

Stærsti laxinn úr Breiðdalsá fyrr og síðar

Það hafa verið litlar fréttir af Breiðdalsá undanfarið og nánast engar breytingar á veiðitölum undanfarnar vikur í ágústmánuði.


03.sep. 2017 - 11:05 Gunnar Bender

Daninn fer á kostum á Nessvæðinu

Það er ekki búið að vera neitt mok á stórfiski í Laxá í Aðaldal í sumar, jú einn og einn fiskur vel stór. Veiðimaðurinn klóki Nils Flömer Jörgensen er núna búinn á nokkrum dögum að setja í tvo stórlaxa á svæðinu eins og það sé eitthvað auðvelt þessa dagana.


03.sep. 2017 - 10:54 Gunnar Bender

Fiskurinn að taka í Leirársveitinni

,,Það er farið að rigna og laxinn að taka. það er fiskur víða um ána,“ sagði Ólafur Johnson, er við spurðum um stöðuna í Laxá í Leirársveit sem hefur gefið meiri veiði en á sama tíma og í fyrra.


03.sep. 2017 - 10:33 Gunnar Bender

Gæs, lax, bleikja, hnúðlax og minkur

Veiðin hefur gengið misjafnlega í sumar, jú menn hafa fengið í soðið en varla meira en það.


01.sep. 2017 - 09:01 Gunnar Bender

Yfir 200 hnúðlaxar hafa veiðst

,,Það er búið að tilkynna okkur um hnúðlaxa víða um landið, mjög mikið í sumar,“ sagði Guðni Magnús Einarsson hjá Fiskistofu er við spurðum um hnúðlaxana sem sjaldan eða aldrei veiðst eins mikið af þeim eins og í sumar.


 

30.ágú. 2017 - 15:54 Gunnar Bender

Gaman að veiða fiska

Á myndinni er Vilborg Halla Jónsdóttir 5 ára með urriða sem hún veiddi á maðk í Hólaá. Hún hefur lengi haft brennandi áhuga á veiði og veiddi fyrsta fiskinn sinn aðeins tveggja ára gömul í Vatnsdalsvatni.


30.ágú. 2017 - 15:49 Gunnar Bender

Góður gangur í Kelduhverfi

,,Veiðin hefur gengið vel í  í Litluá og Skjálftavatni í Kelduhverfi í sumar,“ sagði Jón Tryggvi Helgason er við spurðum  stöðuna á svæðinu. En í sumar komið á  land 1741 fiskar á vatnasvæðinu og margir vænir fiskar.


28.ágú. 2017 - 10:14 Gunnar Bender

Fjörið alls ekki búið þetta sumarið

,,Við vorum í frábærri sjóbirtingsveiði og birtingurinn kemur greinilega snemma, flottir fiskar ,“ sögðu veiðimenn við Kirkjubæjarklaustur. Og  það er byrjað að rigna og það hefur sitt að segja.


26.ágú. 2017 - 13:53 Gunnar Bender

Sjóbirtingurinn kemur snemma í ár

Svo virðist sem sjóbirtingurinn sé mættur snemma í ár fyrir austan eins og við höfum reyndar greint frá. Í Vatnamótum er hann nú þegar kominn.

26.ágú. 2017 - 13:49 Gunnar Bender

Veiðimynd dagsins – silungsveiðin gengur vel

Silungsveiðin hefur gengið viða og hún Ingibjörg Anja var a veiðislóð fyrir skömmu og veiddi vel
26.ágú. 2017 - 13:46 Gunnar Bender

Blanda ekkert að fara á yfirfall

Laxveiðin togast áfram þessa dagana. Það rignir eiginlega  lítið sem ekkert, þó spáð sé rigningu. Og smálaxinn lætur á sér standa.


25.ágú. 2017 - 10:53 Gunnar Bender

Þetta var barátta í 45 mínútur

,,Það er gaman að eiga við sjóbirtinginn nýgenginn og þetta er sá stærsti  sem veiðst  hefur á svæðinu i sumar,“  sagði Selma Björk Ísabella Gunnardóttir,  er við heyrum í henni, nýkominn af sjóbirtingsslóðum fyrir fáum dögum við Kirkjubæjarklaustur.

Veðrið
Klukkan 03:00
Skýjað
NNA1
6,0°C
Heiðskírt
Logn
3,5°C
NA10
6,9°C
Alskýjað
V1
7,5°C
Þoka
NNA3
6,4°C
Léttskýjað
NNV1
5,6°C
Léttskýjað
NNA2
6,6°C
Spáin
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 10.10.2017
Þessu er ég ekki búinn að gleyma!
Gunnlaugur Jónsson
Gunnlaugur Jónsson - 16.10.2017
Við hvaða tölu innflytjenda verður þú rasisti?
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 11.10.2017
Bagalegt að Samfylkingin sé enn í henglum
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 18.10.2017
Einfaldur sannleikur setur allt á annan endann
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.10.2017
Þriðja stærsta gjaldþrotið?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 13.10.2017
Samfélagsbanki fyrir íslenskan almenning
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 17.10.2017
Missti af þessum látum á Stundinni
Kristinn H. Gunnarsson
Kristinn H. Gunnarsson - 21.10.2017
Aðskilnaður stjórnmála og viðskipta
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.10.2017
Ísland og Púertó Ríkó
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.10.2017
Response to frequent questions by foreign journalists
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 22.10.2017
#églíka
Akureyri vikublað
Akureyri vikublað - 23.10.2017
Ást í verki
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 23.10.2017
Johan Norberg í dag kl. fimm
Fleiri pressupennar