15. jún. 2012 - 12:35Gunnar Bender

Borgarstjórinn opnar ekki Elliðaárnar

Það mun vera Reykvíkingur ársins, sem ekki er vitað á þessari stundu hver, sem mun opna Elliðaárnar eins og í fyrra. Jón Gnarr borgarstjóri mun því ekki opna ána heldur bara verða viðstaddur opnunina. Í gegnum tíðina hefurþað verið borgarstjóri hverju sinni sem opnað hefur ána en þessu var breytt í fyrra.

 

Það hefur hellingur sést af fiski í Elliðaánum. Það sama er hægt að segja um fleiri veiðiár.

 

 

Mynd: Jón Gnarr við opnunina í Elliðaánum í fyrra.
23.apr. 2014 - 11:45

Veiðileyfasala á netinu: Nýr möguleiki hjá Veiðivörum

Veiðivörur hafa nýverið opnað nýjan flokk á vefsíðu sinni veidivorur.is – en um er að ræða sérstakt vefsvæði sem gefur veiðimönnum kost á því að afgreiða veiðileyfin á einfaldan og skjótan hátt inni á síðunni. Hægt er greiða með Kreditkorti en einnig er boðið uppá sérstaka greiðsludreifingu.
23.apr. 2014 - 11:00 Gunnar Bender

Hver verður efnilegasta silungaflugan?

Vetrarstarf Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar hefur verið fjölbreytt  Í vetur og í kvöld síðasta vetrardag, ætla félagar gera sér dagamun á síðasta opna húsi vetrarins. Er þetta árlegur viðburður hjá félaginu  sem þeir kalla ! Kvöldið fyrir sumardaginn fyrsta! og er haldið í félagsheimili SVH að Flatahrauni 29 í Hf. Happdrætti verður og meðal annars mun ,,Drengjakór Íslenska lýðveldisins“ skemmta með bæði söng og skemmtisögum.

Þá verða veitt verðlaun fyrir "Efnilegustu silungafluguna!  sem er árviss keppni innan félagsins og birtar verða myndir af flugunum sem urðu í 1-3 sæti. Kvöldið er að sjálfsögðu opið öllum sem vilja. Húsið opnar stundvíslega kl. 20.00 í kvöld.

22.apr. 2014 - 21:52 Gunnar Bender

Ótrúlegt dráp á urriðanum

Stangaveiðiheimurinn er allt annað en ánægður með myndbirtingu af stórum urriðum dauðum sem birtust í dag á facebook meðal annars. Þetta er reyndar hlutur sem veiðimenn upplifðu fyrir 15-20 árum og flestir héldu að þetta væri löngu liðin tíð. En svo virðist alls ekki vera. 

 

22.apr. 2014 - 10:35 Gunnar Bender

35 punda urriði fannst dauður á botni Þingvallavatns

Myndin tengist ekki fréttinni beint. Kafarar fundu dauðan urriða á botni Þingvallavatns í gær  sem var um 120 sentímetrar að lengd og 34 til 35 pund. Var þetta á svipuðum slóðum og veiðimaður setti í stóran fisk skömmu áður en urriðinn sleit þá línuna. Ekki er vitað með vissu hvort um sama fisk er að ræða en það verður þó að teljast nokkuð líklegt.
21.apr. 2014 - 14:04 Gunnar Bender

Fiskurinn er ennþá tregur

,,Það var komið blankalogn við vatnið í gærkveldi eftir mikið rok allan daginn og ég frétti af einum sem veiddi veiddi fjóra fiska, annar sem fékk einn og þeim þriðja sem ekki fékk neitt. Vatnið er líka skítkalt en það spáir betra veðri næstu daga,“  sagði tíðindamaður okkar sem staddur var við Þingvallavatnið..  

Spáin framundan lítur þokkalega út og það á á hlýna verulega. Það er það sem þarf.

Veiðimenn hafa eitthvað verið að reyna við Meðalfellsvatn og Vífilsstaðavatn en fiskurinn hefur verið tregur ennþá.

 

20.apr. 2014 - 15:08 Gunnar Bender

Einn kom og keypti veiðileyfi í morgun

,,Það kom einn og keypti veiðileyfi í morgun, hann var líka í vöðlum og klár í veiðina,“ sögðu afgreiðslustúlkurnar í söluskálanum á Þingvöllum í morgunsárið þegar snjóélin lömdu rúðurnar og enginn venjulegum manni datt í hug að kasta flugum fyrir fiskana í Þingvallavatni. Eða láta sjá sig á Þingvöllum að kanna hvort einhver væri að veiða í þessum skítakulda.

Fáir voru á ferli við vatnið, það var bál og aðeins einn bíll á svæðinu, sá var að veiða en sást hvergi sama hvað var leitað og leitað við vatnið. Nokkrir höfðu greinilega keyrt og skoðað stöðuna en greinilega látið hverfa svo enginn sæi þá. Við létum okkur hverfa, veiðitíminn var byrjaður en það var ekki veiðiveður fyrir fimmaura.

Gunnar Bender var á veiðislóðum við Þingvallavatn í morgun með myndavélina. Hér má sjá árrisulan áhugamann um veiði kíkja eftir fiski eða veiðimönnum við vatnið í morgun, hvorugt sást.

19.apr. 2014 - 08:57 Gunnar Bender

Gæti frosið í lykkjunum við opnunina í Þingvallavatni

Á morgun, páskadag, byrjar veiðin í Þingvallavatni þar sem má veiða  í vatninu og eru veiðimenn orðnir spenntir að reyna fyrir sér. Vandamálið er að spáin er ekki góð og það gæti frosið í lykkjum veiðimanna.Góða er að það má bara veiða á flugu en engin beita er leyfð og manni verður ekki eins kalt á puttunum að setja hana á.

Veiðimenn eiga eftir að fjölmenna allavega þegar hlýnar og fiskurinn gæti tekið hjá þeim. Fiskurinn er fyrir hendi, bara að fá hann til taka. Hann gæti legið djúpt vegna kuldanna og tekið illa. En það spáir hlýnandi og það er fyrir mestu, frosnar lykkjur eru leiðinlegar til lengdar.
18.apr. 2014 - 13:33 Gunnar Bender

Frábær byrjun í Kleifarvatni

Veiðin  byrjar með látum í Kleifarvatni þrátt fyrir kulda og trekk. Bjartur Ari Hansson var á veiðislóðum við Kleifarvatn á fyrsta degi og fékk vel í soðið.

,,Þetta var frábært, fengum nokkra fiska frá 2,5 uppí 8 punda bolta,“ sagði hann við opnunina í vatninu en fiskana veiddi hann á toby svarta og hvíta.

Veiðin lofar góðu með sumarið í Kleifarvatni, fiskurinn er vænn og greinilega töluvert af honum víða um vatnið. Það er það sem veiðimenn vilja.

 

18.apr. 2014 - 12:37 Gunnar Bender

Fyrsta maí stemmingin í Elliðavatni farin út í veður og vind

Það að hringla svona með opnun Elliðavatnsins eins og gert hefur verið síðustu árin hefur eyðilagt allan sjarma af opnun vatnsins. Vatnið var alltaf opnað 1.maí en fyrir einhverjum þremur árum var þessu breytt og öll stemming hefur rokið út í veður og vind. Ég man eftir því þegar 400-500 manns mættu við opnun vatnsins. Elliðavatnið verður opnað á sumardaginn fyrsta.

Veiðimenn fjölmenntu til veiða á verkalýðsdaginn, hvortveggja veiðimenn að veiða og forvitnir veiðimenn sem vildu sjá hvernig staðan væri. Þetta er liðin tíð, stemmingin er horfin. Einn af þeim sem alla tíð hefur mótmælt þessu er Valgeir Skagfjörð leikarinn og hann segist aldrei mæta fyrr en 1.maí.

17.apr. 2014 - 19:55 Gunnar Bender

Handvömm hjá Orkuveitunni í útboðsmálum

Þrír einstaklingar ætla að kæra Orkuveitu Reykjavíkur og segja þeir að fyrirtækið hafi ekki farið að lögum þegar verðfyrirspurn var gerð  vegna veiðiréttar í Þorsteinvík og Ölfusvatnsvík í Þingvallavatn í september í fyrra en þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

En mikil styr hefur staðið um þetta mál og útboðsferlið hjá Orkuveitunni, en líklega hefur fyrirtækið ætlað að sleppa við öll útboðsmál og láta ION Hótel hafa veiðiréttinn.  Helgi Guðbrandsson einn af þremenningunum sem gerði tilboð segir ,, Okkur upplifun er mjög skýr, ION átti að fá þetta  sama hvað. Maður trúir varla  þessum vinnubrögðum,, segir Helgi.

Hálfdán Gunnarsson forstöðumaður innkaupa- og rekstarþjónustu OR segir að næst verði staðið öðruvísi á þessum útboðsmálum.

Veiðimenn hafa  miklar áhyggjur að Þingvallavatni, fleiri og fleiri svæði eru lokuð fyrir veiðimönnum, nema menn borgi stórfé. Þetta kannski framtíðin við Þingvallavatn, vatnið hólfað í svæði og menn teknir í landhelgi hvar sem er við vatnið? Nema þeir borgi stórfé.

 

 

16.apr. 2014 - 18:27 Gunnar Bender

Kuldi og trekkur við veiðarnar

Sjóbirtingsveiðin gengur sæmilega núna, veðurfarið er reyndar ekki gott og fiskurinn tekur illa vegna kuldans.
,,Það er kalt hérna við Minnivallarlækinn en það hefur aðeins hlýnað og fiskurinn er að vaka,“ sagði Elías Pétur Þórarinsson við lækinn í dag og það voru orð að sönnu. Það var kalt.


14.apr. 2014 - 10:56 Gunnar Bender

Veiðikvöld í Dalnum

Veiðikvöld verður í Dalnum í kvöld, 14. apríl klukkan 20:00. Þar verður Langá á Mýrum gerð góð skil bæði á flugu og maðkveiði í ánni.

Ari Hermóður og Þorvarður Gísli munu kryfja helstu veiðistaði frá Sjávarfossi og upp að Sveðjufossi, og hvernig best er að veiða þá staði yfir hásumarið.
Kalli Lú mun síðan taka við og fara yfir ánna frá Bjargstrengjum og upp í Ármót og þá bæði með flugu og maðkveiði í huga.
Einnig verða kynntir lausir dagar í ánni fyrir áhugasama.

Herlegheitin fara fram eins og áður að Rafstöðvarvegi 14 og opnar húsið klukkan 20:00, heitt verður á könnunni og allir fróðleiksfúsir veiðimenn eru velkomnir.

12.apr. 2014 - 18:07 Gunnar Bender

Drápið á urriðanum í Þingvallavatni falið leyndarmál

,,Vatnið er stór og það er hægt að fá veiða víða í vatninu, veit allavega  veit um einn sem hefur veitt minnsta kosti 30 fiska í vetur og drepið þá alla. Það eru fleiri svona dæmi.  Þetta gengur bara alls ekki.Menn hafa heldur ekkert við þessa fiska að gera,“  sagði veiðimaður sem ætlar að byrja að veiða í vatninu núna 20.apríl með flugurnar sínar sem hann hefur hnýtt í vetur.

 

 

12.apr. 2014 - 17:58 Gunnar Bender

Fengu tuttugu og fimm í Tungufljóti

,,Þetta var frábær veiðitúr í Tungufljótið, hópurinn var góður og fengum við 25 fiska. fína fiska,“ sagði Hlynur Jónasson sem var að koma með hópi góðra veiðimanna af sjóbirtingsslóðum fyrir fáum dögum. En veiðiskapurinn hefur víða gengið vel og veiðimenn að fá góða veiði.

 ,,Við slepptum öllum fisknum nema tveir aftur,  geldfiskum. Það er skemmtilegt að veiða þarna,“ sagði Hlynur ennfremur.

Tungufljótið  hefur verið að gefa vel, fiskurinn er vel haldinn og þetta tekur hrollinn úr veiðimönnum fyrir sumarið.

 

 

08.apr. 2014 - 13:27 Gunnar Bender

Meðalfellsvatnið alltaf í smá uppáhaldi

,,Ég fór ásamt félaga mínum í tæpa þrjá tíma í kvöld í ágætis veðri og var við nokkra fiska, landaði tveimur, missti tvo og var var við fleiri,“ sagði Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem var við Meðalfellsvatn í gær.

 ,,Það er allur ís farinn af vatninu og voru fleiri við veiðar á sama tíma og voru þeir líka í fiski. Meðalfellsvatn er greinilega komið í gang og fiskurinn sem þarna var setti í var ekki stór, en hann var líflegur og sprækur og því ekkert nema bara tilhlökkun á komandi vikum að skreppa í fleiri vötn í nágrenni Reykjavíkur sem fara að opnast eitt af öðru. Meðalfellsvatn er alltaf í smá uppáhaldi, enda hefur mér oft gengið vel þarna og alveg klárt að það líður ekki langur tími í að ég skjótist af þarna aftur,“ sagði Hörður ennfremur.

 

07.apr. 2014 - 23:25 Gunnar Bender

Rambó klikkar ekki

Vignir Björnsson, eða Rambó eins og hann er kallaður, hefur margar fjörurnar sopið í skot -og stangveiði í gegnum tíðina . Fyrir nokkrum dögum skaut hann þessa minka við Hrútey við Blönduós en töluvert hefur verið um mink á svæðinu.

Rambó veiðimaðurinn snjalli hefur stundað veiðiskap til fjölda ára á fugl og fisk og þykir einkar laginn við veiðiskapinn.

Á myndinni sem Róbert Daníel tók er Vignir með minkana sem hann skaut á dögunum.

07.apr. 2014 - 07:45 Gunnar Bender

,,Veiðisumarið byrjar með látum hjá mér“

,,Það má með sanni segja að veiðisumarið 2014 hafi byrjað með látum hjá mér,“ sagði Elías Pétur Þórarinsson sem er búinn að veiða töluvert, þó veiðitíminn sé rétt byrjaður hjá flestum.

 ,, Ég var svo heppinn að fá að taka þátt í tilraunaveiði í Víðidalsá þar sem ég, ásamt öðrum flottum veiðimönnum, kíktum hvort að hægt væri að veiða sjóbirting og urriða á þessum tíma árs.

Það hafði viðrar afar vel í Víðidalnum daganna áður og því klaki farinn af nokkrum veiðistöðum. Ég veiddi fyrsta daginn ásamt veiði snillingunum Stjána Ben og Valgarði Ragnarssyni en þeir höfðu byrjað deginum áður og þá landað 10 vænum fiskum. Þeir sýndu mér þá staði þar sem þeir vissu um fisk og ekki leið að löngu þar til að hann var á! Á land kom fallegur geldfiskur, á að giska 5pund og ekki stoppaði fjörið þá.

Næsta dag voru Stjáni og Valli farnir í Skagafjörð, til að veiða í Húseyjarkvísl. Í þeirra stað komu þó aðrir snillingar, þeir Höskuldur Birkir og Róbert Daníel frá Blönduósi. Þeir veiddu einnig afar vel.  Þriðja daginn kom svo frændi minn, Ólafur Tómas, alla leið frá Reykjavík.

Fiskur var á öllum stöðum sem við reyndum og tók hann vel. Mest veiddum við af urriða en einnig slatta af sjóbirtingi og örfáa hoplaxa. Urriðarnir voru afar vænir en meðalstærðin var í kringum 55cm en sá stærsti hvorki meira né minna en 69cm! Fiskarnir fengust meðal annars í Harðeyrarstreng, Spegil, Faxa og Faxabakka. Þetta voru æðislegir dagar og greinilegt að vorveiði í Víðidalsá getur verið töfrum líkust. Áin er sú skemmtilegasta sem ég hef veitt og er mikið af fiski í henni og hann sterkur og vel á sig kominn. Spennandi tímar í Víðidalnum! " sagði Elías í lokin.

06.apr. 2014 - 01:04 Gunnar Bender

Yfir þúsund fiskar komnir á land fyrstu daga

,,Það var gaman í Litluá og fullt af fiski,“ sagði Stefán Ingvason, sonur Ingva veiðimannsins snjalla og bróðir Erlings veiðimann og tannlæknis á Akureyri, en hann var að koma úr mokveiði.

Veiðin hefur gengið víða vel, veiðimenn hafa fengið fína veiði og flotta fiska. Líklega hafa veiðst yfir þúsund fiskar fyrstu daga veiðitímans sem verður að teljast gott. Fiskurinn hefur líklega haldið sér lengur í ánni núna vegna kulda og ekki farið mikið niður úr ánum. Það kemur veiðimönnum til góða í byrjun. Tíðarfarið er gott, fiskurinn er fyrir hendi og það er fyrir mestu.
06.apr. 2014 - 00:57 Gunnar Bender

Mokveiði fyrstu dagana í Litluá í Kelduhverfi

Þetta var bara frábær og við fengum  140 fiskar, sagði Stefán Ingvason sem var að koma úr mokveiði úr Litluá í Kelduhverfi .

,, Sjö af þessum fiskum voru  yfir 70 cm og  margir á milli 60-70. Megnið staðbundinn urriði en minna af bleikju heldur en i fyrra. Svo var líka töluvert af sjóbirtingi og það varblíðskapar veður  allan tímann  meðan við vorum að veiða þarna,“ sagði Stefán eftir mokveiðina.

05.apr. 2014 - 13:23 Gunnar Bender

Geta veiðimenn beðið mikið lengur?

Það er nóg að gera í félagsstarfinu hjá Stangaveiðifélagi Hafnarfjarðar þessa dagana eins og reyndar fleiri félögum. Veiðisumarið er alveg að bresta á. Opin hús eru alla fimmtudaga hjá Hafnfirðingum en annað hvort eru menn að hnýta saman eða kíkja á kynningar sem haldnar eru reglulega.

Fyrir viku voru Gallerí Flugur í heimsókn og á opnu húsi á fimmudaginn sl. var Veiðihornið með kynningu með fullt af flottum vörum. Fín mæting var á bæði þessi kvöld og menn greinilega farnir að undirbúa sig fyrir sumarið, enda geta veiðimenn varla beðið lengur. Félagar fengu meðal annars að prófa stangir úti og nýttu sér það margir, enda veiðitímabilið byrjað á fullu  á sumum veiðisvæðum landsins.

 

04.apr. 2014 - 23:41 Gunnar Bender

Veiddu sex fiska en misstu fjóra

Veðurfarið hefur verið fínt síðustu dagana og veiðimenn hafa verið að fá góða veiði.  ,,Veiðimenn sem voru að veiða eftir opnunina í Minnivallarlæknum náðu 6 fiskum en misstu 4,, sagði Þröstur Elliðason en fiskurinn er farinn að gefa sig lænum og veðurfarið er gott til veiða þessa dagana.

,,Fiskana fengu mest kringum veiðihúsið  á Húsabreiðunni og í Stöðvarhylnum. Spáin er góð og fiskurinn er að gefa sig meira,, sagði Þröstur ennfremur.

04.apr. 2014 - 23:32 Gunnar Bender

Yfir tuttugu fiskar í opnun Tungufljóts

Opnunarhollið í Tungufljótinu gekk þokkalega en 24 fiskar veiddust og var stærsti fiskurinn 75cm birtingur sem fékkst neðarlega í Syðri Hólm. Aðstæður til veiða voru nokkuð krefjandi, nokkuð blés á menn síðari hluta ferðar. Eftir ágætis rigningar litaðist Tungufljótið seinnipart 2. apríl og hækkaði þokkalega í því.

02.apr. 2014 - 21:59 Gunnar Bender

Flottir fiskar á vísindaveiðum

Það er hægt að stunda vorveiði víða þrátt fyrir kulda og trekk. Fiskurinn er fyrir hendi það en þarf bara að sleppa honum aftur í ána, svoleiðis veiði var stunduð í Víðidalsá í gær og tókst ágætlega. Fiskurinn tók agn veiðimanna.

,,Við vorum við vísindaveiðar í Víðidalsá sem var að mestu undir ís á þeim stöðum sem okkur þótti líklegastir. En við veiddum í þrjá  tíma í Harðeyrarstreng og fengum þar tíu fiska, átta  urriða sem flestir voru í flottum holdum frá 40 – 65 cm. Einnig tvo hoplaxa ,“ sagði Stjáni Be, sem var að veiðislóðum í Víðidalsá í Húnvatnssýslu.

02.apr. 2014 - 21:07 Gunnar Bender

Völva spáir fyrir um veiðina í sumar

,,Þetta verður skrítið sumar, jú nóg vatn en fiskurinn hann er spurningarmerki, norður og austurlandið koma vel út. Veit ekki ekki með hina hluta landsins,“ sagði völva sem við hittum fyrir fáum dögum og hún verður  með okkur  hérna í veiðiþáttununum á næstunni og talar um veiðina og veiðihorfur næsta sumar. Og hún hélt áfram en var hugsi.

,,Þverá í Borgarfirði verður efst,  en Norðurá er spurningarmerki en mér sýnist vera mikið af nýjum veiðimönnum að veiða þarna í sumar.  Gamli hópurinn er farinn burtu af stórum hluta, þeir sem veiddu þarna mikið. Ytri og Eystri Rangá koma þarna rétt á eftir með góða veiði. Norður- og austurlandið eru sterk en stærsti laxinn veiðist í Laxá í Aðaldal.   Vatnsdalsá verður með stóra fiska  líka og Breiðdalsáin gæti gefið einn af þessum stóru, stóru löxum í sumar. Vopnafjörðurinn verður góður,“ segir Völvan og bíður með næstu skýringu.

 ,,Einhver net eru að þvælast þarna fyrir uppí Borgarfirði, þau eru ekki sett út,  en umræðan er í gangi langt frameftir sumri,“segir hún og er ennþá meira hugi.

 

02.apr. 2014 - 21:00 Gunnar Bender

Fullt af stórbleikju í Varmánni

Varmáin hefur byrjað með látum og fyrir hádegi var Halldór Gunnarsson og félagar á árbakkanum  og það var fjör. ,,Við erum að veiða á  tveimur stöngum í Varmá,“ sagði Halldór með hann á.

,,Áin er í þokkalegum gír og erum við búnir að landa 11 fiskum á morgunvaktinni og missa álíka mikið. Hinsvegar höfum við ekki séð mikið af sjóbirtingi en mikið af stórum bleikjum hinsvegar. Bleikjurnar hafa verið 55-60cm. 2 urriðar komnir á land og þar af einn 79cm,“ sagði Halldór og landaði fisknum.

Fjörið hélt áfram.  Við vonum að eftirmiðdagurinn verði jafn skemmtilegur og sá fyrir hádegi.

 


01.apr. 2014 - 15:12 Gunnar Bender

Fimm punda bleikja veiddist í Varmá

Veiðitímabilið á sjóbirtingi hófst í morgun en þá opnuðu nokkrar ár og má nefna Grímsá í Borgarfirði, Varmá í Hveragerði, Tungufljót og Tungulækur en þar veiddust strax fiskar í morgunsárið. Geirlandsá við Klaustur opnaði líka í morgun og þar eru þegar nokkrir fiskar komnir á land.

Varmá í Hveragerði gefur alltaf vel í byrjun og á því var engin breyting við opnunina í morgun. Þar veiddist fimm punda bleikja á peacook púpu. Síðan á stuttum tíma fimm fiskar til viðbótar.

 

01.apr. 2014 - 12:53 Gunnar Bender

Frábært veður - en ekki mikil veiði

,,Veðurfarið er frábært en vatnið ennþá kalt,“ sagði Kristín Reynisdóttir sem var að kasta flugunni við Vífilsstaðavatn í morgun, en veiðin hófst í vatninu snemma í morgun og var veðurfarið dýrðlegt í alla staði.

Það er ennþá töluverður ís á vatninu og það er kalt en þetta er allt að koma. Margir mættu á staðinn og einn af þeim var Ríkharður Hjálmarsson maðurinn sem varla leggur frá sér stöngina allt árið. Hvernig leggst sumarið í hann í veiðinni?

,,Þetta verður frábært sumar, betra en í fyrra,“ sagði Rikki og tók stöðuna við vatnið. Veiðimenn héldu áfram að kasta og kasta, jú fiskurinn var að vaka en tók ekki. Þetta kemur allt. Fyrstu fyrstu fiskar sumarsins eru komnir á land í Varmá, bleikjur og fyrir austan er birtingurinn byrjaður að taka og taka.
31.mar. 2014 - 10:42 Gunnar Bender

Þjóðverjar hafa áhuga á að veiða á Íslandi

,,Þetta gekk vel og margir höfðu áhuga að koma og veiða á Íslandi,, sagði Þröstur Elliðason hjá Veiðiþjónustunni Strengjum  sem var ásamt fleiri vöskum veiðisölumönnum á mikilli veiðisýningu í Þýskalandi núna um helgina, nánar tiltekið rétt hjá  München.

Þessi sýning er haldin á hverju ári og  þarna voru sölumennirnir Haraldur Eiríksson og Jón Þ Júlíusson frá Hreggnasa, Gísli Ásgeirsson sem selur með annars í Selá og Hofsá í Vopnafirði, Ari Hermóður Jafetsson frá Stangveiðifélagi Reykjavíkur og síðan var Orri Vigfússon á svæðinu með fyrirlestur um kvótakaup.

31.mar. 2014 - 10:26 Gunnar Bender

Sjóbirtingsveiðin byrjar á morgun

Í fyrramálið munu veiðimenn byrja veiðiskapinn á fullu eftir nokkurra mánaða stopp. En sjóbirtingsveiðin hefst  í fyrramálið eins og Grímsá í Borgarfirði, Leirá í Leirársveit, Varmá, Geirlandsá, Tungufljót, Tungulækur og  Litlá í Kelduhverfi svo einhverjar séu nefndar til sögunnar í byrjun.

Tíðarfarið hefur batnað verulega og veiðimenn eru með gleðitárin í augunum. Veiðin byrjar oft vel, fiskurinn er fyrir hendi og tekur agn veiðimanna. Aðal málið er að sleppa fisknum, fullar tunnur af fiski er löngu liðin tíð. Það var fyrir 10-15 árum.
31.mar. 2014 - 10:21 Gunnar Bender

Það eru ekki allir sem opna 1.apríl

,,Við erum ekki að opna nein veiðisvæði 1 apríl,”  sagði Guðmundur Marías Jensson formaður Stangaveiðifélags Selfoss er við heyrum  í honum fyrir nokkrum dögum. En vorveiðin er ekki að byrja allstaðar.

,,Við höfum aldrei leyft vorveiði í apríl á okkar veiðisvæðum og alls ekki á  Volasvæðunum (Voli, Tunga Bár og Baugstaðaós) og fyrir tveimur árum bönnuðum við alla veiði þar líka í maí mánuði, þetta er gert til þess að allur niðurgöngu fiskur geti synt óhindrað til sjávar og komi feitur og pattaralegur til baka að hausti, og viljum við meina að við sjáum strax breytingu til batnaðar. Mjög vel veiddist í fyrra á þessum veiðisvæðum.

Sala veiðileyfa gekk vonum framar og seldum við heldur meira til okkar félagsmanna þetta árið heldur en áður, og er þetta því metár hjá okkur í sölu til félagsmanna, og því fara færri veiðileyfi í sölu á veiði söluvefnum www.leyfi.is en þar er engu að síður að finna gott úrval af veiðileyfum. Stangveiðifélags Selfoss  er með mjög góð verð á veiðileyfum til sinna félagsmanna og teljum við það ásamt mjög traustum félagsmönnum ástæðu þess að svona vel hefur gengið að selja veiðileyfi til okkar félagsmanna,, sagði Guðmundur ennfremur.


Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 13.4.2014
Dýrkeypt mistök stjórnmálamanna eftir hrun
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.4.2014
Nýjar upplýsingar um gamalt trúnaðarbrot
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 18.4.2014
Frjálst fall
Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson - 21.4.2014
Hvers konar fréttamennska er þetta?
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2014
Ríkisvæðing einkaskulda
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 10.4.2014
Eru háskólakennarar í pólitískri krossferð?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.4.2014
Ritaskrá mín fyrir 2013
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 21.4.2014
Þarf sérstakan til að rannsaka Sérstakan?
Sturla Böðvarsson
Sturla Böðvarsson - 09.4.2014
Framganga Rússa
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 11.4.2014
Lesendur geta sjálfir staðreynt málið
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 13.4.2014
Hallgrímur Pétursson – fimmti hluti
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 09.4.2014
Breskir dómarar skeikulir
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 22.4.2014
Vá-tilfinningin
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 20.4.2014
María Magdalena og páskaeggin
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 23.4.2014
Lágt lagst
Fleiri pressupennar