15. jún. 2012 - 12:35Gunnar Bender

Borgarstjórinn opnar ekki Elliðaárnar

Það mun vera Reykvíkingur ársins, sem ekki er vitað á þessari stundu hver, sem mun opna Elliðaárnar eins og í fyrra. Jón Gnarr borgarstjóri mun því ekki opna ána heldur bara verða viðstaddur opnunina. Í gegnum tíðina hefurþað verið borgarstjóri hverju sinni sem opnað hefur ána en þessu var breytt í fyrra.

 

Það hefur hellingur sést af fiski í Elliðaánum. Það sama er hægt að segja um fleiri veiðiár.

 

 

Mynd: Jón Gnarr við opnunina í Elliðaánum í fyrra.
(21-25) Rými: Panelveggir - júlí
24.júl. 2016 - 17:33 Gunnar Bender

Ungir veiðimenn á Fáskrúðfirði

Alvar Joseph Shaddock 6 ára upprennandi veiðimaður á Fáskrúðsfirði skrapp niður á höfn í vikunni með frænkum sínum Elínborgu Maríu og Ásrúnu Ólöfu Frostadætrum. Alvar veiddi 4 fiska og frænkurnar 2.

Aflinn var svo steiktur á pönnu þegar heim var komið og þótti þetta besti fiskur í heimi. Þar sem allur fiskur var étinn upp er verið að huga að öðrum túr seinna í vikunni.

21.júl. 2016 - 20:38 Gunnar Bender

Ráðherra í bleikju og urrriða

,,Ég var í Svarfaðardalsá og veiðin gekk vel, enda fátt skemmtilegra en að veiða á þessum árstíma,“ sagði Kristján Þór Júlíusson  heilbrigðisráðherra  sem var á veiðislóðum og veiddi bæði urriða og bleikju ýmsar flugur.

,,Við feðgar voru á veiðislóð og settum í 20-25 bleikjur, áin er meiriháttar,“ sagði Kristján  Þór á veiðum  í dag.

21.júl. 2016 - 20:32 Gunnar Bender

Ytri Rangá að stinga af

Laxveiðin er allt í lagi þessa dagana en mætti samt vera betri. Eins árs laxinn lætur ekki mikið á sér bera og fiskurinn sem er fyrir tekur illa. En það er rigningu. Ytri Rangá er langefsta sætinu þessa dagana með 2500 laxa, síðan kemur Eystri Rangá 1640 laxa, svo  Blanda með 1500 laxa, næst Miðfjarðará með 1460 laxa og svo Þverá í Borgarfirði 1166.

Það þarf nýjan lax og rigningu, það er heila málið þessa dagana víða.

.

21.júl. 2016 - 20:29 Gunnar Bender

Klikkað að gera

,,Það er klikkað að gera hjá okkur og rúmlega það þessa dagana. Enda margar laxveiðiár hérna í kringum okkur og þar veiðist vel,“ sagði Torfi Sigurðsson hjá Fiskási á Hellu, er við heyrðum í honum í dag. En
margir vilja láta reykja laxana sína þessa daga um leið og þeir hafa veitt þá.

,,Hérna í kringum eru fengsælustu veiðiárnar Ytri og Eystri Rangárnar og þar veiðist vel þessa dagana,“ sagði Torfi ennfremur um stöðuna, í reykmálum á Hellu.

21.júl. 2016 - 16:28 Gunnar Bender

Átta laxar á land í síðasta holli

,,Veiðin gengur ágætlega hjá okkur ú Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum, en síðasta holl veiddi 8 laxa og eitthvað af bleikju,“ sagði Þórarinn Birgir Þórarinsson í Hvítadal er við spurðum um veiðina á svæðinu.

,,Það er lónið sem er mest að gefa af fiski og þar eru laxar. Bleikjan er líka alltaf að gefa sig aðeins. Við erum heppnir með að það er töluvert af sköflum ennþá í Brekkudalnum og það hefur sitt að segja fyrir Hvolsána. Bara hellingur af þeim ennþá. Veiðimenn hafa séð töluvert af fiski en mest í lóninu,“ sagði Þórarinn ennfremur.

Miðá hefur verið að gefa laxa og bleikjur, Hörðudalsáin líka. Veiðimenn sem voru í Efri-Haukadalsá fyrir skömmu veiddu vel af bleikju. Geiradalsá hefur verið að gefa lax og bleikjur. Mest er af fiski í lóninu og veiðimenn sem voru þar í kvöld misstu bolta lax í lóninu, vel vænan fisk.

20.júl. 2016 - 20:32 Gunnar Bender

Hörkubolti sem slapp

,,Ég held að þetta sé  sá stærsti sem ég sett í um ævina og hann slapp, það dró fyrir sólu þegar hann stökk,“ sagði Halldór Gunnarsson sem var að koma úr Jöklu fyrir fáum dögum og sá stóri slapp af eftir
töluverða baráttu.

,,Ég veit ekki nákvæmlega hvað hann var stór en hann var vænn og ég réð ekkert við hann. Jöklan er skemmtileg og virkilega gaman að veiða þarna. Á örugglega eftir að fara þarna aftur,,“ sagði Halldór
ennfremur.

20.júl. 2016 - 20:29 Gunnar Bender

Tveir feitir maðkar - fimm laxar á land

Maðkaskorturinn er algjör þessa dagana og maðkurinn er kominn í 200 kall stykkið. Við fréttum af einum sem átti veiðileyfi þar sem mátti veiða á maðk en vandamálið var að hann átti engan maðk og hann hafi ekki séð svoleiðis í marga mánuði.

Hann fór út í garð hjá sér með skóflu að vopni og hóf mokstur um tíma en fann lítið, jú tvo maðka reyndar þokkalega stóra og setti þá í krukku. Síðan fór hann í veiðitúrinn og tókst að klippa maðkana í sundur og  setja minna en helming þeirra í einu. Og það virkaði, hann veiddi 5 laxa á þessa tvö maðka, með lagni.

En það var enginn afgangur eftir að maðknum en hann náði fimm löxum. Hann þurfti að fara bakvið stein til að beita á!

20.júl. 2016 - 20:26 Gunnar Bender

Gylfi lunkinn með stöngina

Landliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson þykir gaman að veiða og það kom berlega í ljós þegar hann birti mynd af sér með vígalegan fisk sem hann veiddi í Karabíska hafinu og hann hefur jafnvel veitt fiskinn á flugu.

Gylfi Þór hefur töluverðan áhuga á veiði en kemst kannski mikið í veiði. Hann sagði í viðtali i vetur að hann hefði áhuga á stangveiði og þá laxveiði. Fátt róar mann meira niður en smá veiði og það er greinilega svoleiðis hjá Gylfa.

18.júl. 2016 - 22:00 Gunnar Bender

Bleikjan að gefa sig í Brúará

„Veiðin í Brúará hefur verið fín undanfarið, sjóbleikjan hefur verið að sýna sig og staðbundna að sjálfsögðu líka,“sagði Árni Kristinn Skúlason sem var árbakkanum eins og flesta dagana á sumrin.

 Árni heldur áfram. „Svo heyrði ég af laxi sem kom á land núna um daginn þannig það eru spennandi tímar framundan. Litlar púpur andstreymis með tökuvara hafa verið að gefa best, fiskur er út um alla á en getur erfitt er að fá hann til að taka. Þar sem laxinn er kominn þá bið ég veiðimenn um að sleppa öllum laxi sem þeir veiða vegna hve veikur stofninn er, sama gildir um stóru staðbundnu bleikjuna,“ sagði Árni og var búinn að setja í enn eina bleikjuna. Og sleppti henni skömmu seinna.


18.júl. 2016 - 21:56 Gunnar Bender

Boltafiskur í Laxá í Hrútafirði

,,Sonur minn Natan Theodórsson var að veiða með maðk í Brúarkvörn í Laxá í Hrútafirði og náði þessum 102 cm hæng eftir 30 mín eltingaleik,“sagði Theodór Erlingsson sem var veiðislóð í Hrútafirði um helgina.

,,En fiskurinn var þannig tekin að hægt var að sleppa honum og og það var fyrir öllu að geta sleppt fisknum aftur í ána. Já, þetta var skemmtilegt barátta við fiskinn hjá stráknum,“ sagði Theodór ennfremur.

17.júl. 2016 - 11:06 Gunnar Bender

Vantar ennþá smálaxinn

Veiðin togast upp þessa dagana en meira mætti vera af smálaxinum í laxveiðiánum, hann lætur aðeins bíða eftir sér ennþá. Og laxinn sem er fyrir í veiðiánum tekur illa sumarstaðar. Það þarf kannski breyttveður og vætu.

Ytri-Rangá er búinn að ná toppsætinu með 1800 laxa, síðan kemur Eystri Rangá með 1500 laxa. Blanda er rétt komin yfir 1300 laxa, Miðfjarðará hefur gefið 1100 laxa og Þverá í Borgarfirði hefur gefið 1030 laxa.


17.júl. 2016 - 11:03 Gunnar Bender

Ekkert lát á maðkaleysinu

Ekkert lát er á maðkaleysinu og mjög erfitt að fá þann slímuga. Það er hægt að tína einn og einn maðk, ekki mikið meira. Dýrasta verðið fyrir stykkið er yfir 200 krónur og  sá sagði sem keypti þá maðka borgaði þá glöðu gleði, hann varð  að fá maðk fyrir veiðitúrinn.

Jón Þ Einarsson talar aðeins um maðkleysið á facebook og segir að 36 laxar hafi veiðst á flugur í Elliðaánum en fjórir á maðkinn síðustu daga. Flugan veiði bara frábærlega. Margt til hjá í þessu hjá Jóni.

15.júl. 2016 - 12:47 Gunnar Bender

Veiðihús Laxár á Ásum stækkað

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, tók í gær fyrstu skóflustunguna að stækkun á veiðihúsi Laxár á Ásum ásamt Páli Á. Jónssyni, formanni Veiðifélags árinnar. Við sama tilefni skrifaði Veiðifélagið undir samning við Loftorku um vinnu við stækkun á húsinu. Stækkun veiðihússins kemur í framhaldi af því að Rarik er að leggja niður Laxárvatnsvirkjun sem nýtt hefur vatnið í efri hluta árinnar frá 1932.

 Við breytingarnar þrefaldast vatnsmagnið í efri helmingi árinnar og það skapar tækifæri til að fjölga stöngum í ánni um tvær. Stækkun hússins er nauðsynleg þróun til þess að koma til móts við óskir viðskiptavina Laxárinnar um fyrsta flokks aðbúnað. Stækkunin felur í sér að mögulegt verður að taka á móti stærri hópum en tveimur herbergjum er bætt við og aðstaða starfsmanna er bætt. Áætlað er að breytingu verði lokið vorið 2017.

,,Laxveiði hefur til margra ára verið mikilvæg tegund ferðamennsku þar sem erlendir stangveiðimenn koma hingað til lands og njóta einveru í íslenskri náttúru með veiðistöng í hönd. Þessi ferðamennska er ekki alltaf mjög sýnileg en ferðamennirnir njóta oft á tíðum fimm stjörnu þjónustu allan sólarhringinn. Nákvæmar tölur liggja ekki fyrir um hverju veiðiferðamennska er að skila til þjóðarbúsins, en samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu frá árinu 2014 voru um 1,4% ferðamanna að koma til Íslands til þess að veiða. Við eigum ekki nýlegar rannsóknir um heildarvirði stangveiða en uppreiknaðar tölur frá rannsókn sem unnin var 2004 sýna að í dag gæti það verið um 16 milljarðar á ári.“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

,,Laxá á Ásum er ein þeirra áa þar sem konungbornir og frægir sem ófrægir hafa sótt heim til margra ára og notið þar nálægðar við íslenska náttúru. Talið er að í kringum 1.100 manns hafi alla eða stærstan hluta af sinni afkomu af stangveiði. Svo má ekki gleyma því að þetta eru ferðamenn sem eyða miklu, koma á einkaþotum, leigja þyrlur og þurfa alls konar þjónustu sem við hin skiljum ekki,“ segir Páll Á. Jónsson, formaður Veiðifélags Laxár á Ásum.

Ríki og sveitarfélög hafa einnig töluverðar tekjur af ferðamönnum sem stunda stangveiði, svo sem af launagreiðslum, greiddum arði af leigutekjum og fasteignagjöldum. Margir þessara aðila eru náttúruverndarsinnar og leggja því mikið upp úr sjálfbærni og veiðum við náttúrulegar aðstæðum.

 ,,Við sleppum laxinum til þess að tryggja sjálfbærni, við eigum í mikilli samkeppni við aðra um þennan hóp, t.d. hafa þeir mikið sótt til Rússlands og Suður-Ameríku.“ segir Páll.

Í upphafi árs voru tilkynntar miklar breytingar á þjónustu og sölufyrirkomulagi veiðileyfa í ánni auk þess sem nýr rekstraraðili tekur við á næsta ári. Sturla Birgisson, matreiðslumeistari og veiðimaður, tekur við rekstri á ánni frá 2017-2021. Með samningnum við hann breytist sú þjónusta sem veiðimönnum verður boðið upp á í fimm stjörnu þjónustu allan veiðitímann. Þá er átt við morgunmat, hádegismat og dýrindis kvöldmat eins og Sturlu einum er lagið.

14.júl. 2016 - 23:01 Gunnar Bender

Bubbi í bullandi stórfiski í Aðaldalnum

Veiðin hefur gengið ævintýralega vel hjá Bubba Morthens á Nessvæðinu í Aðaldal en hann segir að hann hafi aldrei lent í öðru eins. Hann veiddi 3 laxa yfir 20 pund. Laxana veiddi hann á fluguna Metalikku.

,,Ég hef aldrei lent í annarri eins veiði,“ segir Bubbi um veiðistöðuna á Nessvæðinu í Laxá í Aðaldal.

14.júl. 2016 - 22:56 Gunnar Bender

Geðveikir ormar til sölu

Maðkaleysið er farið að valda vandræðum hjá þeim sem veiða á maðkinn og geta ekki sett þann slímuga á lengur. Gervimaðkar eru til sölu í nokkrum veiðibúðum eins og Vesturröst sem auglýsir grimmt geðveika gerviorma til sölu.

Ingólfur og félagar eiga þessa maðka til. Vandamálið er að þeir hreyfast ekki eins og hinir allir. En það má kannski veiða á þá, veit ekki með árangurinn í veiði. Gæti alveg verið sæmileg. Nokkrir hafa fengið sér svona maðka. betra  en að vera ekki með neitt.

13.júl. 2016 - 16:39 Gunnar Bender

Laxinn svakalega tregur að taka

,,Við vorum að koma úr laxveiðiá á vesturlandi og fiskurinn var svakalega tregur að taka. Það var nóg af honum en ekki með nokkru móti hægt að fá hann til að taka hjá okkur fluguna. Við reyndum og reyndum í sumum hyljunum var 50 til 80 laxar en  enginn taka,“ sagði veiðimaður sem kom heim með engan lax heim.

Í sama streng  tók líka veiðimaður  sem var á svipuðum slóðum og þessi. Fiskurinn tók bara alls ekki hjá þeim heldur.

Það þarf kannski rigningu og nýtt vatn í árnar, það hefur ekki rignt nýlega á þessum slóðum. Fiskurinn er fyrir hendi það er bara að fá hann til að taka það er vandamálið.

13.júl. 2016 - 11:14 Gunnar Bender

Ævintýralega hátt verð á ánamöðkum

Mjög erfitt hefur verið að fá ánamaðk í sumar, einn og einn hefur náð að vökva og tína smá. Enginn breyting virðist ætla að verða á í þessum og útlitið ekki gott. Verð á ánamaðki hefur af þessum sökum hefur hækkað upp úr öllu valdi.

,,Ég varð mér úti um  eitt hundrað maðka um daginn. Það var ekki auðvelt erfitt en veðrið þessa dagana er komið hæstu hæðir,“ sagði veiðimaður sem var að koma úr veiði með 8 laxa í skottinu.

 ,,Jú, ég greiddi vel fyrir þá, vel yfir 100 kall stykkið en ég fékk líka laxa í ferðinni. En veðrið er hátt en þess virði,“sagði veiðimaðurinn ennfremur.

Það þarf að rigna til að maðkurinn komi upp. Útlitið er ekki en við sjáum hvað setur.

11.júl. 2016 - 18:31 Gunnar Bender

Fiskar að vaka um allt Svínavatnið

,,Við fengum fína veiði um daginn allavega 7 punda urriða og helling af minni fiski. Misstum lax og virkilega gaman að veiða þarna. Förum á hverju ári,“ sagði veiðimaður sem var að hætta veiðum í Svínavatni í Húnavatnssýslu en veiðin hefur verið ágæt þar.

Fiskurinn var að vaka um allt vatnið í morgunsárið, sumir fiskarnir vel vænir aðrir smærri. Silungsveiðin hefur víða verið góð. Veiðimenn sem voru á að Skagaheiði fyrir skömmu veiddu vel, bleikju og urriða.Fiskurinn virðist koma vel undan vetri.

„Það er ekkert sumar nema renna fyrir fisk í Svínavatni, bæði á báti og frá landi,“ sagði veiðimaður við Svínavatn ennfremur.

11.júl. 2016 - 18:18 Gunnar Bender

Bubbi strax í stórfiski í Nesi

„Ég er að byrja á Nessvæðinu í Aðaldalnum og það verður eitthvað,“ sagði Bubbi Morthens, sem byrjaði að veiða í Laxá í Aðaldal  seinnipartinn í gær og það tók ekki langa tíma að setja í stórfisk.

Nessvæðið hefur verið frábært það sem af er sumri og nokkrir vænir veiðst þar. Og Bubbi kann vel við sig í Aðaldalnum og hefur veitt þar marga stóra lax enda fer hann til veiða nokkrum sinnum á sumri sumri á þessar slóðir þar sem stórfiskur er búinn að koma sér fyrir.

11.júl. 2016 - 14:29 Gunnar Bender

Beckham fjölskyldan við veiðar í Langá

„Konan kallaði á mig og sagði að David Beckham væri að veiða hérna fyrir neðan í bústaðinn okkar við Langá. Ég fór og náði í kíkir en var ekki viss,“sagði Ingvi Hrafn Jónsson sem var við Langá á Mýrum þar sem Beckham hefur verið við veiðar síðustu daga með fjölskyldu sinni og íslenskum vinum eins og Björgólfi Thor.

Liðið var við  alla ána og vítt veitta og breytt um svæðið en veiðin var róleg, einn og einn fiskur. Veðurfarið var var allt í lagi og allir nutu veiðanna við ána. En fiskurinn var kannski ekki vel í tökustuði.