04. jún. 2012 - 10:39Gunnar Bender

Besta byrjunin í Fögruhlíðarós

Besta byrjun sem við munum eftir hefur veriði í sjóbleikjunni í Fögruhlíðarós núna fyrstu dagana í júní. Um 30-40 bleikjur hafa veiðst og mikið líf .

 „Við fórum þrír félagarnir af stað klukkan 00:30 á föstudagskvöldið, áætluð fjara var klukkan 04:00.  Í  stuttu máli er hægt að orða þetta þannig að þessi veiðitúr hafi verið gjörsamlega fullkominn. 8 bleikjur og 2 urriðar komu yfir nóttina og Fögruhlíðarós skartaði sínu allra fegursta. Það tók svolítin tíma að finna fiskinn en þegar það tókst þá hófst veisla sem varði fram eftir morgni þótt fisknum hafi ekki verið mokað inn þá var stanslaust líf og ófáar elturnar alveg uppí fjöruborð. Í hvert sinn sem fiskurinn hreifði sig þá gáraðist yfirborðið. Það var allt spegilslétt. Þó búið sé að bóka rándýra laxveiði fram eftir öllu sumri þá er mér það til efs að þessi túr verði toppaður í ár," sagði Guðmundur MagniBjarnason.
(21-31) NRS Gluggar og gler mars 2016
23.maí 2016 - 17:16 Gunnar Bender

Veiðikofinn nýr veiðiþáttur á RÚV

Tökur eru hafnar á nýjum veiðiþætti á Ríkissjónvarpinu, sem sýndur verður sumarið 2017, með bræðurna  Gunnar og Ásmund Helgasyni fremsta í flotti,  í nýjum veiðiþætti sem heitir Veiðikofinn. 

RÚV hefur ekki áður boðið uppá svona þætti og verður spennandi að sjá afraksturinn.

Þeir bræður hafa áður gert veiðiþætti og eru öllum hnútum kunnugir. Eins og áður segir hófust tökur núna fyrir helgina norður í Skagafirði segja okkar heimildir.

Veiðikofinn fjallar um þá bræður sem fengu Hörð Birgir Hafsteinsson veiðimann með sér í fyrsta þáttinn og gengu tökur og veiðin líka.

23.maí 2016 - 17:11 Gunnar Bender

Óperusöngvarar opna Norðurá í ár

,,Það verða þeir Kristinn Sigmundsson og Kristján Jóhannsson sem munu opna Norðurá í ár, nánar tiltekið 4 júní klukkan 8, degi fyrr en venjulega,“ sagði Einar Sigfússon er við spurðum hverjir opni Norðurá í Borgarfirði þetta árið.

Í fyrra voru það Björgvin Halldórsson og Bubbi Morthens, svo söngurinn ræður ríkjum við opnun árinnar aftur og aftur. Eins og við greindum frá hérna neðar á síðunni er laxinn mættur í Norðurá.

,,Já, menn eru búnir að sjá laxa á nokkrum stöðum,“ sagði Einar ennfremur.

23.maí 2016 - 09:23 Gunnar Bender

Fyrstu laxarnir komnir í Norðurá

Það styttist í að Norðurá í Borgarfirði opni en það verður 4.júní eins og við greindum frá fyrir mörgum vikum síðan. En fyrsti laxinn er kominn í Norðurá og sá sást fiskurinn á Stokkhylsbrotinu.

Líklega má telja að fleiri fiskar komnir á svæðið. Fyrstu laxarnir eru komnir í Þverá og okkar maður var við Grímsá fyrir skömmu og sá fisk við Laxfossinn.

 

23.maí 2016 - 09:20 Gunnar Bender

20 punda bolti á Þingvöllum

Veiðin hefur verið góð á Þingvöllum á flestum svæðum. Nils Flomer Jorgensen  veiddi í gærdag 20 punda fisk á Ionsvæðinu.

Veiðimaður sem við hittum  í Vatnsvíkinni var búinn að veiða nokkra flotta fiska. Bæði urriða og bleikjur.

Mynd. Nils Flomer með 20 punda fiskinn á Þingvöllum.

 

22.maí 2016 - 11:32 Gunnar Bender

Ágæt mæting á vorhátíð veiðimanna

Ágæt mæting var á vorhátíð veiðimanna hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur um helgina í Elliðaárdalnum, steinsnar frá Elliðaánum. Boðið var uppá ýmislegt fyrir veiðimenn á öllum aldri, gengið með Elliðaánum
með Ásgeir Heiðar manninum sem þekkir ána einkar vel. Ekki sást samt fyrsti lax sumarsinsí  ánni í þessum labbitúr. Og Jóhannes Sturluson fræddi menn og konur  um lífríki Elliðaána og fleiri góðgæti var í boði.

,,Þetta var bara fínt, þó nokkuð af liði og eitthvað að borða, pylsur og kók,“ sagði Jón Skelfir Ársælsson um stöðuna á svæðinu. Veiði og matarlega.

19.maí 2016 - 10:56 Gunnar Bender

Veiðin gengið vonum framar í Tungulæk

,,Veiðin hefur gengið vonum framar  og núna eru komnir um 700 fiskar á land í Tungulæknum sem verður að mjög  teljast gott,“ sagði Valur Blomsterberg er við hittum hann og heyrðum veiðistöðuna.

,,Fiskurinn hefur veiðst vítt og breitt um lækinn, en nokkrir staðir eru bestir. Veiðimenn hafa verið að fá fína veiði og væna fiska, það er mikið af fiski í læknum. Var við lækinn fyrir nokkrum dögum og það
var fiskur að vaka um allan læk í logninu,“ sagði Valur ennfremur.

19.maí 2016 - 09:28 Gunnar Bender

Það á að reyna á nokkrum stöðum í sumar

,,Það er bleikja hérna en þær taka grannt, missti þrjár á stuttum tíma,“ sagði Jón Skelfir Ársælsson sem var á veiðislóðum í Breiðdal með öðrum köppum.

,, Hérna er gaman að veiða, þó bleikjan sé stundumtreg og takan stendur stutt yfir. Mér líst bara vel á veiðisumarið, það á að reyna á nokkrum stöðum. Veiðin er alltaf jafn skemmtileg og maður veit aldrei hvernig veiðin gengur,“sagði Jón Skelfir og hélt áfram að kasta flugunni. Hans tími myndi koma.

Mynd. Jón Skelfir á bleikjuslóðum við Breiðdalsá fyrir fáum dögum.  Mynd G.Bender

 

18.maí 2016 - 22:38 Gunnar Bender

Á ekkert að gera til bjargar frægustu sjóbirtingsánum

Svo virðist sem lítið sem ekkert sé í gangi með frægustu sjóbirtingsár  landsins við Kirkjubæjarklaustur, árnar eru vatnslitlar og sumar hreinlega á þurru. Aðgerðir til að ganga í málið er fálmkenndar og virðast virka lítið

,,Ég var fyrir austan í dag og ég sé ekki að neitt sé í gangi til að bjarga frægustu sjóbirtingsám landsins. Þetta er þurrt eins og verstu drullupollar,“ sagði veiðimaður sem var allt annað en ánægður með stöðu mála fyrir austan.

,,Grenlækurinn er þurr á stórum hluta og ekkert skeður, sjóbirtingurinn og bleikja munu  verða fyrir stórskaða ef ekkert verður gert  mjög fljótlega,“ sagði veiðimaðurinn ennfremur.


18.maí 2016 - 22:29 Gunnar Bender

Ein og ein bleikja að gefa sig

,,Jú, ég er búinn að fá fjórar bleikjur, tvær vel vænar,“ sagði Sigurð Oliver Stapels er við hittum hann við bleikjuveiði við brúna á Breiðdalsá, fyrir fáum dögum. En bleikjan hefur verið að gefa sig aðeins og hefur  Sigurð veitt þær flestar enda iðinn við kolann.

,,Bleikjan tók stutta stund og svo var þetta búið, hún er greinilega hérna en mætti taka betur,“ sagði Sigurð (Súddi) og hélt áfram að kasta flugunni. Fiskurinn vakti en tók ekki.

18.maí 2016 - 11:28 Gunnar Bender

Vorhátíð stangaveiðifélagsins

Laugardaginn næstkomandi, 21. maí, verður haldin Vorhátíð SVFR í Elliðaárdalnum við Rafstöðvarveg 14. Hátíðarhöldin hefjast kl 13:00 og lýkur um 15:00. Dagskráin er skemmtileg og léttleikandi. Snarkandi pylsur verða á grillinu og ískalt gos fyrir gesti.

10 áhugaverðar staðreyndir um Varmá.

Hnýtingarkennsla inn í sal.

Kastkennsla á túninu. Mathias Lilleheim yfirhönnuður Scierra, Veiðiflugur og Hilmar Jónsson kenna gestum að ná þessum extra 5 metrum. 

Jóhannes frá Laxfiskum spjallar við gesti og gangandi um lífríki Elliðaána. 

Gengið meðfram Elliðaánum í fylgd með reyndum leiðsögumönnum, farið verður yfir svæðið frá Ullarfossi og niður að sjó.

Happdrætti - Allir sem mæta í dalinn fá happdrættismiða. Dregið verður úr þeim miðum sem verða á staðnum. 

Tökum saman á móti vorinu og góða veðrinu með pylsu og gos á kantinum. 
Allir velkomnir, hlökkum til að sjá sem allra flesta.

17.maí 2016 - 20:14 Gunnar Bender

Flottur matfiskur úr Hraunfirðinum

Hraunsfjörðurinn hefur verið dytóttur í vor. Menn hafa verið að gera þokkalega veiði, jafnvel þó hitastigið hafi ekki verið nema 2 – 3 °C en þegar góðir dagar hafa komið og hitinn farið uppundir 10 °C þá hefur bleikjan svo sannarlega gefið sig.

Bjarni Júlíusson hefur verið duglegur að fara þarna í vor og gert góða veiði. Hann segir bleikjuna virkilega vel haldna, hún er úttroðin af marfló, frekar smárri. Svakalega flottur matfiskur.

Bjarni hefur verið að fá ágætan afla í hrauninu, aðeins austur af Mjósundabrúnni og eins á tanganum rétt norður af Búðavoginum.

Bleikjan hefur verið að taka Krókinn, Peacock, Marfló og þegar flugan hefur farið á kreik hefur Toppflugupúpan gefið. Þetta hafa verið fiskar frá 40 – 50 cm.

17.maí 2016 - 20:10 Gunnar Bender

Frábær byrjun á ósasvæðinu

Ósasvæði Laxár á Ásum opnaði dagana 14.-16. maí. Á land komu 22 laxfiskar, eða 1 lax, 5 bleikjur og 16 sjóbirtingar á bilinu 3-13 pund.

Stærsti birtingurinn var 81 cm og 13 pund..Á meðfylgjandi myndum er Grandi í ljósaskiptunum, jafnframt gjöfulasti veiðistaðurinn.

 

14.maí 2016 - 12:42 Gunnar Bender

Glaðir veiðimenn á Djúpavogi

,,Við fengum níu fiska í dag,“ sögðu þeir Theódór og Björgvin er við hittum þá við bryggjuna á Djúpavogi í gærkveldi með veiðistangirnar að vopni og búnir að landa nokkrum fiskum.

,,Við fengum einu sinni sjötíu fiska og það var gaman, þetta er fyrsta skiptið í sumar sem við reynum. Okkur finnst veiði skemmtileg," sögðu ungu veiðimennirnir á Djúpavogi og héldu heim. Næsti veiðitúr væri jafnvel á morgun eða hinn.

13.maí 2016 - 22:13 Gunnar Bender

Lax-Á framlengir samning í Blöndu og Svartá

Stangveiðifélagið Lax-Á hefur nýlega framlengt samning sinn við veiðifélag Blöndu og Svartár og mun því sjá um sölu veiðileyfa á ársvæðunum næstu fimm ár.

Samstarf Lax-á og veiðifélags Blöndu og Svartár nær allt aftur að aldamótum og þökkum við trausta og góða samvinnu í gegn um árin. Blanda hefur dafnað sérlega vel á tímabilinu og var metveiði í ánni sumarið 2015 eins og menn muna.

Við hjá Lax-Á munum áfram hlúa að ánni eins og best verður á kosið og höfum stigið fyrstu skrefin nú í sumar með örlítið hertari veiðireglum.

Við erum ákaflega ánægð með að fá að bjóða veiðimenn áfram velkomna á bakka Blöndu og Svartár sem eru eitt af betri veiðisvæðum á landinu. 

12.maí 2016 - 17:14 Gunnar Bender

Mortensen með flugukastsýningu á Klambratúni í kvöld

Henrik Mortensen mun verða með flugukastsýningu á Klambratúni (við Kjarvalsstaði) klukkan sjö í kvöld. Ef þið hafið áhuga á veiði eða bara að horfa á flugukastlistamann sýna listir sýnar endilega kíkið þið.

Með Henriki í för er annar góður kastari, Thomas Thaarup Laust er á flugukastnámskeið hjá Henrik á laugardaginn kl. 15:00 - 19:00  verð: 19.800 kr. 

12.maí 2016 - 10:44 Gunnar Bender

Fyrsti laxinn mættur í Kjósina

Fyrstu laxarnir eru að skríða uppí laxveiðiárnar þessa dagana. Og veiðimenn hafa verið að kíkja  eftir fiskum eins og Bubbi Morthens gerði snemma í morgun í Laxá í Kjós og hann sá fyrsta laxinn í ánni
neðarlega í henni.

,,Laxinn var Kvílsarfossi,“ sagði Bubbi Morthens í samtali við Veiðipressuna rétt áðan.

12.maí 2016 - 08:49 Gunnar Bender

Svakalegt ástand á sjóbirtingsslóðum

Staðan er allt önnur en góð á sjóbirtingsslóðunum fyrir austan, frægar veiðiár eins og Grenlækur eru að skrælna upp. Veiðifélag Eldvatns með Sigurður Hannesson fremstan í flokki sendi frá fréttatilkynningu í dag,  sem er  ákall til ráðamanna þjóðarinnar um aðstoð.

Vatnasvæðið er að þorna upp á stórum svæðum fyrir austan og það eru orð að sönnu.

,,Ég er búinn að veiða mikið þarna fyrir austan, ástandið er hrikalegt og bara pollar eins og í  Grenlæknum, þetta gengur ekki til lengdar. Sjóbirtingurinn og bleikjan eru í rosalegri hættu,“ sagði veiðimaðursem var á staðnum í dag og staðið er hrikaleg.

Verði ekkert gert á næstu dögum og vikum,  endar þetta  með ósköpum, það er vandamálið.

11.maí 2016 - 08:38 Gunnar Bender

Bleikjan byrjuð að gefa sig

Það hefur aðeins hlýnað í veðri og það þýðir að silungurinn hefur tekið við sér. Bleikjan er byrjuð að gefa sig fyrir austan. Súddi var á veiðislóðum í gær og veiddi 9 fallegar bleikjur við ósa Breiðdalsár og daginn eftir 7.

,,Jú það er komið líf, búinn að veiða nokkrar og bleikjan er að sýna sig,“ sagði Sigurður Stapels, oftast kallaður Súddi, þá nýbúinn að skoða stöðuna á bleikjunni. Og hún er mætt svo sannarlega

08.maí 2016 - 09:45 Gunnar Bender

Ályktun gegn laxeldi í sjókvíum

Eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða á aðalfundi veiðifélags Hofsár og Sunnudalsár í Vopnafirði sl. fimmtudag, 5. maí.

Aðalfundur veiðifélags Hofsár og Sunnudalsár haldin í Vopnafirði 5. maí, 2016 mótmælir harðlega áformum um stóraukið laxeldi í sjókvíum í fjörðum á Íslandi. Reynslan sýnir að lax- og silungsstofnum er mikil hætta búin fari svo fram sem horfir.  Fundurinn hvetur alla til aðgerða á grundvelli laga, stjórnmála og náttúruverndar gegn þessari alvarlegu vá sem nú steðjar að íslenskum veiðiám, lífríki sjávar og þar með talið fuglalífi.

Rannsóknir sýna 3.000t. laxeldi mengar jafn mikið og skolpfrárennsli frá 50.000 manna borg og auk þess sem laxeldið dreifir út alvarlegum sjúkdómum fyrir lífríki hafsins. Fundurinn vekur athygli á að sjókvíaeldisfyrirtækin, sem flest eru að stórum hluta í eigu erlendra aðila, eru að sækja um fjölda nýrra leyfa og að óbreyttu munu fá auðlind hafsins afhenta í formi ókeypis laxeldisleyfa og án nokkurs endurgjalds.

Fundurinn skorar á stjórnvöld að fara að ákvæðum náttúruverndarlaga og láta viðkvæma náttúru landsins njóta vafans þegar ákvarðanir eru teknar um rekstrarleyfi fyrirtækjanna.

06.maí 2016 - 11:07 Gunnar Bender

Hverjir opna Norðurá í Borgarfirði?

Það hefur ekkert verið gefið upp hverjir opna Norðurá í Borgarfirði ennþá nema að áin verði opnuð degi fyrr en venja hefur verið eða 4.júní eins og við sögðum frá um daginn.

Í fyrra opnuðu Bubbi Morthens og Björgvin Halldórsson ána með Einar Sigfússyni sölustjóra árinnar.En ekkert hefur gefið upp ennþá hverjir munu opna hana í ár. Það  hlýtur að skýrast innan fárra daga. Það styttist í veiðina og laxinn á leiðinni upp Hvítána þessa dagana.