Störf

Auglýsingasala:

Pressan auglýsir starf Viðskiptastjóra laust til umsóknar

Vilt þú vinna í spennandi umhverfi hjá framsæknu fjölmiðla- og afþreyingarfyrirtæki sem rekur nokkra af stærstu vefsvæðum á Íslandi? Framtíðin er á Netinu og um allan heim færast auglýsingar nú í auknum mæli yfir á Netið og Ísland er þar engin undantekning.

Við auglýsum eftir Viðskiptastjóra í sölu- og markaðsdeild Vefpressunnar.
 
Sem viðskiptastjóri hjá Vefpressunni vinnur þú með birtingaplön og markaðsaðgerðir stærstu fyrirtækja landsins, tilboðsgerð og sérð til þess að þau nái í fjölbreyttan hóp lesenda á miðlum okkar eða sótt með beinni markaðssókn á ákveðinn og skilgreindan markhóp.
 
Miklvægt er að búa að…
 …góðri þjónustulund
…jákvæðri samskiptahæfni
…miklu frumkvæði
…reynslu af sölumálum
…reynslu af markaðsmálum
…menntun sem nýtist í starfi
 
Við bjóðum…
 …hvetjandi starfsumhverfi
…góðan vinnustað
…frábæra viðskiptavini
…krefjandi verkefni
…tækifæri á góðum launum

Hvernig á að sækja um:

Vinsamlegast sendið umsóknir með upplýsingum um nám og starfsreynslu á Arnar Ægisson framkvæmdastjóra – arnar@pressan.is.
 
Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.

------------------------------------------------------------------------

Sumarstörf:

Tekið er við umsóknum á netfangið pressan@pressan.is