04. feb. 2011 - 14:00Marta María

Langar þig að kunna að búa til Canneloni frá grunni? Uppskrift að ljúfri kvöldstund

Canneloni er einn af þessum ljúffengu ítölsku réttum sem stendur alltaf fyrir sínu. Vissir þú að það er ekki svo mikið mál að útbúa gómsætan rétt. Það sem skiptir máli er að gefa sér góðan tíma og njóta sín vel í eldhúsinu. Yfirkokkurinn á ítalska staðnum Písa í Lækjargötu kann réttu trixin og deilir þeim hér.

125 g semolina hveiti (ítalskt pasta hveiti)
125 g hveiti
140 g eggjarauður
1egg
1 msk olía og ögn af vatni

Ferskt pasta er skemmtilegt að prófa og fyllt pasta er toppurinn á allri pastagerð. Möguleikarnir eru óteljandi og aðeins hugmyndaflugið getur stoppað mann!

Best er að gera pastadeig í matvinnsluvél. Öllu hráefni er blandað saman og látið vinnast vel, deigið er þvínæst plastað og geymt í kæli í minnst 2 klst.

Handsnúnar pastavélar eru ekki dýrar (fást í fínni eldhústækjabúðum) og einnig eru skemmtilegar pastavélarnar á KitchenAid hrærivélunum, sem eru til á mörgum heimilum. Einnig er hægt að kaupa útflatt pastadeig í stórmörkuðum.

Fyllingin er lögð á milli tveggja laga af deigi og það svo penslað með vatni eða eggjarauðu til að pastablöðin festist saman. Loks er pastadeigið skorið í sundur með hnífi, kleinujárni eða pizzahníf.

Marinering:

250 g Kjúklingalæri, úrbeinuð
Nokkrir kvistar af rósmarin
Nokkrir hvítlauksgeirar
Hálf sítróna, gróft skorin
300ml matarolía

Settu kjúklinginn í litla skál. Settu matarolíu yfir og láttu flæða yfir kjúklinginn. Þá er kryddinu bætt út í ásamt sítrónu. Kjúklingurinn er látinn marinerast í einn dag inn í ísskáp.

 
Næsta dag er fyllingin gerð.

250 g kjúklingur
200g spínat
Ricotta ostur ( búum hann til) 1 l undarennu og 1 l súrmjólk smá salt og eina klípu af smjöri
2 msk mascapone ostur
½ msk saxaður hvítlaukur
½ msk saxaður rauður chilí
3 msk raspur

Stillum ofninn á 170 gráður. Þegar ofninn er orðinn heitur er kjúklingurinn settur inn í ca 12 mín eða þangað til hann er eldaður ( kjarnhitinn verður að ná 68 gráðum ). Á meðan að hann bakast ætlum við að búa til ricotta ost.

Setjum mjólkurvörurnar í pott og leyfum suðunni að koma mjög hægt upp. Eftir ca 1 klst þegar suðan er kominn upp og vökvinn fer að verða þéttur eins og ostur þá sigtum við frá og setjum í tusku -bleiju til að láta vökvann leka frá. Sjóðum spínatið til að gera það mjúkt en pössum okkur að sjóða það ekki of mikið, spínat á til að missa þennan fallega græna lit ef við sjóðum hann of mikið, og við kælum hann niður með köldu vatni eftir suðu.

Núna ætti kjúklingurinn að vera tilbúinn til skurðar og þá skerum við hann mjög smátt. Því næst fáum við okkur skál og setjum kjúklinginn í skálina ásamt spínatinu, hvítlauknum og chili, ricotta ostinum sem ætti að vera orðinn þéttur og nánast vökvalaus. Næst kemur mascarpone osturinn og raspurinn. Smökkum til með salt og pipar. Blöndum þessu öllu vel saman með höndunum
16.jan. 2012 - 12:00

Uppskrift: Máltíð sem er þess virði að hafa fyrir: Franskur sjávarréttur sem bráðnar gjörsamlega í munninum

Bonne Appetit! Hvort sem að þú ert að halda matarboð eða vilt bara gera vel við þig, þá er þessi réttur algjört æði. Þessi franski réttur er hrikalega bragðgóður og mettandi.


29.apr. 2011 - 18:00 Steinunn Edda Steingrímsdóttir

Einföld og góð uppskrift: Kjúklingasúpa á franska vísu fyrir sælkerana!

Súpur eru léttur og góður matur og sérstaklega efað nóg er af góðu grænmeti og kjöti. Hér er ein lauflétt og góð uppskrift af franskri kjúklingasúpa sem er alveg rosalega góð í bæði hádegismatinn sem og kvöldmatinn.
11.apr. 2011 - 12:00 Steinunn Edda Steingrímsdóttir

Satay kjúklingasalat sem svíkur engan : Tilvalið í saumó! - Uppskrift

Þetta salat er ómótstæðilegt! Þetta salat er fullkomið þegar stelpurnar ætla að hittast og fá sér smá hvítvín. Í saumaklúbbnum, afmælum eða bara matarboðum, þetta er matarmikið salat sem svíkur engann.
23.mar. 2011 - 15:00 Marta María

Paprikusúpan sem allir eru sjúkir í: Súpereinföld og smart – MYNDBAND

Helga Sörensdóttir eldar paprikusúpu. Helga Sörensdóttir kokkur á Krúsku býr til heimsins bestu paprikusúpu. Hún er ekki eina konan í heiminum sem elskar þessa súpu því kúnnarnir vilja ólmir frá uppskriftina. Hún ákvað að deila henni og sýndi hvernig best er að bera sig að.
22.mar. 2011 - 12:00 Guðný Hilmarsdóttir

Ekta kjúklingasúpa frá Spáni - UPPSKRIFT

Eftir allar umræðurnar "fæði eða fóður" sem börn fá í skólunum, þá ákvað ég að næsta uppskrift mín hér yrði kjúklingasúpan sem tengdamóðir mín kenndi mér að gera.  Þetta er spænsk uppskrift og gæti ekki verið einfaldari.  Auðvelt að nálgast allt hráefni og enginn auka kraftur, teningar eða neitt slíkt.
02.mar. 2011 - 14:00 Marta María

Austurlenskar sesamfiskibollur með brokkolíchutneyi og salati – UPPSKRIFT

Það er erfitt að standast góðar fiskibollur. Með því að búa þær til sjálfur hámarkar þú hollustuna og um leið verður bollurnar að veislumat. Prófaðu að krydda þær með framandi kryddum og berðu þær fram með brokkolíchutney sem rífur í.
21.feb. 2011 - 14:00

Langar þig í eitthvað indverskt og gott: Ljúffengur mangókjúklingur er svarið - UPPSKRIFT

Indverskir réttir geta verið mjög bragðgóðir og framandi. Rétturinn er einfaldur og sérstaklega góður. Skora á ykkur að prófa.
18.feb. 2011 - 16:00 Marta María

Helgarmaturinn: Ítalskur sveitakjúklingur með sætum kartöflum – UPPSKRIFT

Sætar kartöflur með límónu. Það sem er svo súpersjarmerandi við ítalska matreiðslu er hvað maturinn smakkast vel. Hér kemur uppskrift að helgarkjúklingnum sem eldaður er á ítalskan máta. Einfaldleikinn ræður ríkjum og á meðan kjúklingurinn er að malla inni í ofni getur þú gert eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni. Ef þú ert að passa línurnar þá er þetta réttur fyrir þig.
18.feb. 2011 - 12:55 Marta María

Konudagsbomba sem gerir allt vitlaust: Engiferinn örvar allt – MYNDBAND

Helga Sörensdóttir býr til bleika konudagsbombu sem er stútfull af engifer.

Helga Sörensdóttir kokkur á Krúsku er búin að búa til tryllingslega konudagsbombu sem er stútfullt af próteini. Helga notar ekkert tilbúið prótein heldur bætir hveitikíki og sólblómafræjum út í drykkinn til að gera hann súperhollan.

15.feb. 2011 - 14:30 Guðný Hilmarsdóttir

Spagettí með risarækjum - UPPSKRIFT

Hér kemur auðveld uppskrift af pastarétt sem allir aldurshópar geta haft ánægju af að borða. Sósan gerð frá grunni og einstaklega góð.

    
14.feb. 2011 - 16:00 Marta María

Búðu til herramannsmat úr afgöngum: Spínatsalat með appelsínu og engiferdressingu

Áttu afgang af kjöti eftir helgina en það dugar kannski ekki alveg sem full máltíð fyrir einn. Þá er mál málanna að búa til matarmikið salat fyrir einn. Annaðhvort til að taka með sér í nesti í vinnuna eða til að borða í kvöldmat.
02.feb. 2011 - 14:00 Marta María

Guðný Hilmarsdóttir með funheita uppskrift frá Barcelona: Grænmetisblanda á laxasnittuna

Laxasnitta með grænmetisblöndu. Hér er mjög auðveld uppskrift af grænmetisblöndu sem fer frábærlega með reyktum laxi. Grænmetisblandan er kærkomin tilbreyting frá sósunni! Um er að ræða holla og góða blöndu sem er einstaklega fljótlegt að útbúa.
23.jan. 2011 - 14:00 Marta María

Sykurlaus og seiðandi súkkulaðiterta sem bragð er af: Allt sett í blandara og málið dautt

Hollari gerast súkkulaðiterturnar varla. Dreymir þig um að geta útbúið ekta hráfæðiskökur án þess að blikna? Haltu áfram að lesa því hér kemur uppskrift að einni dúndurgóðri sem hægt er að töfra fram á mettíma.
18.jan. 2011 - 12:00 Marta María

Beikonvafðar döðlur með mossarella osti, sítrónuolíu og klettasalati – UPPSKRIFT

Yummí...

Þeir sem halda að jólin séu ennþá ættu að prófa að vefja beikonu utan um döðlur og mossarellaost. Það er eitthvað við þessa samsetningu sem er erfitt að standast. Svo er svo ógurlega einfalt að útbúa þetta að þeir sem hafa engan sans fyrir matreiðslu geta föndrað og smellt inn í ofn.

17.jan. 2011 - 14:30 Marta María

Mánudagsýsa í exótískum búningi: Prófaðu að hafa núðlur með henni – UPPSKRIFT

Ýsa með núðlum.

Það er siður hjá mörgum að hafa fisk í mánudagsmatinn og kvarta sum börn yfir soðningunni. Hvernig væri að skipta soðnum fiski út fyrir asíska stemningu? Hér kemur réttur sem er fljótlegur, frekar hollur og mjög góður.

12.jan. 2011 - 14:00 Hrefna R. J. Sætran

Alvöru djúsí sesar salat - Uppskrift!

Eitt af mínu uppáhalds er alvöru, djúsí sesar salat með fullt af rifnum parmesan osti, ansjósum, hvítlauks-brauðteningum, stökksteiktu beikoni og safaríkum kjúklingi. Ég gæti lifað á því.
12.jan. 2011 - 14:00 Marta María

Elín Arnar ritstjóri Vikunnar er öflug í eldhúsinu: Veisla fyrir bragðlaukana

Kjúklingasalat Elínar.

Elín Arnar, ritstjóri Vikunnar, elskar girnileg salöt. Þegar hún var beðin um uppskrift var hún ekki lengi að útbúa heimsins besta kjúklingasalat á la Robach.  Elín segir að dressingin geri þetta salat sérlega gómsætt og játar að hún sé í miklu uppáhaldi hjá sér.

07.jan. 2011 - 18:00 Marta María

Dúndurgott laukspaghettí sem bragð er af: Súpereinfalt og lokkandi – UPPSKRIFT

Nammi namm...

Það jafnast fátt á við gott spaghettí hvort sem það er mánudagur eða sunnudagur. Hægt er að gera spaghettí að hátíðarétt ef það er eldað rétt. Hér kemur dásamleg uppskrift sem inniheldur bara þrjú krydd; oregano, salt og pipar.

30.des. 2010 - 15:15 Marta María

Veistu ekkert hvað þú átt að setja inn í kalkúninn? Hér er svarið

Kalkúnn er vinsæll hátíðaréttur og er sérlega hentugur þegar veislur eru annars vegar. Það er samt ekkert varið í kalkún ef hann er ekki rétt fylltur. Hér kemur uppskrift að fyllingu sem segir sex.
29.des. 2010 - 13:00 Marta María

Búðu til þitt eigið rauðkál með áramótamatnum: Þessi uppskrift rokkar

Það er fátt sem jafnast á við gott heimagert rauðkál. Það sem er svo dásamlegt við það er að það er mjög auðvelt að búa það til. Undirrituð gerði heiðarlega tilraun til að gera alvöru rauðkál í fyrra og mistókst það allsvakalega, enda var ég ekki búin að vinna heimavinnuna áður en farið var af stað.
27.des. 2010 - 12:00 Marta María

Þarftu að komast í jafnvægi eftir allt átið? Rauðrófusafinn stemmir þig af – UPPSKRIFT

Það eru örugglega margir við það að borða yfir sig núna og því ekki úr vegi að reyna að koma kroppnum í jafnvægi eftir allt átið. Rauðrófur eru frábærar því þær innihalda mikið af andoxunarefnum og steinefni. Þær hafa jákvæð áhrif á of háan blóðþrýsting. Og svo má ekki gleyma því að Rómverjar töldu að þær virkuðu kynörvandi á fólk.
23.des. 2010 - 10:00 Marta María

Hvað ætlar þú að hafa í forrétt? Hér eru nokkrar góðar dúndurgóðar hugmyndir...

Ertu þessi rækjuhlaupstýpa eða finnst þér alltaf best að fá súpu í forrétt? Eitt er víst að forréttir gera máltíðina fullkomna og auka hátíðleika máltíðarinnar til muna. Auk þess lengja forréttir máltíðina og gera hana frábrugna öðrum máltíðum. Hér fyrir neðan eru góðar forréttahugmyndir.
22.des. 2010 - 17:40 Marta María

Jólamaturinn: Mikil aukning í villibráð og kalkún en hamborgarhryggurinn enn vinsælastur

Hamborgarhryggur og Delicato Merlot rauðvín fer vel saman. Íslendingar halda enn fast í hefðirnar um jólin og skiptir maturinn miklu máli. Það færist í vöxt að fólk prófi sig áfram en þrátt fyrir það er hamborgarhryggurinn alltaf vinsælastur. Þeir sem ætla ekki að fá sér hamborgarhrygg um jólin velja helst kalkúna eða villibráð.
22.des. 2010 - 15:00 Marta María

Ertu búin/n að velja eftirrétt ársins? Hér koma nokkrar góðar hugmyndir – UPPSKRIFT

Jarðarber með vanillukremi. Jólin hafa aðra merkingu fyrir þá sem elska eftirrétti. Ef þú ert í vandræðum með hvað þú ætlar að hafa í eftirrétt um jólin skaltu halda áfram að lesa. Hér koma nokkrir af mínum uppáhaldseftirréttum. Felstir eru þeir einfaldir og góðir.
22.des. 2010 - 14:00 Marta María

Sírópshúðaðar gulrætur með kanil: Dásmlegt meðlæti með jólamatnum – UPPSKRIFT

Gómsætar gulrætur. Á jólunum má allt. Þá eru ekki gerðar kröfur um að allt grænmeti sé hrátt og matur sé nánast sykur-og fitulaus. Þess vegna koma sírópshúðaðar gulrætur sterkar inn þegar meðlæti er annars vegar. Það góða við þær er að það þarf ekki að láta þær marinerast í marga daga heldur er nóg að skera þær niður og skella þeim á pönnuna.
19.des. 2010 - 15:00 Marta María

Hér eru heimsins bestu ístertur sem smellpassa við hátíðarréttina – UPPSKRIFTIR

Eftirréttur fullkomnar yfirleitt vel heppnaða máltíð. Á jólunum má einmitt gúffa í sig endalaust af eftirréttum og njóta þess í botn. Enda skiptir meira máli hvað fólk borðar á milli nýjárs og jóla en milli jóla og nýjárs. Vandaðu valið og hafðu desertana sérlega gómsæta og girnilega.
08.des. 2010 - 15:21 Marta María

Dásamleg vetrarsúpa sem gerir mann ógurlega hamingjusaman – UPPSKRIFT

Hugguleg súpa sem kætir. Í þessum vetrarkulda ekkert vit í öðru en að fá sér svolítið súputár og hita kroppinn upp með heilnæmu fæði. Ef það verður afgangur af súpunni má gjarnan útbúa pottrétt úr henni, svona svo enginn matur fari til spillis.
29.nóv. 2010 - 13:00 Marta María

Einfalt lambakjöt í chillirjómasósu: Ljúfengt og lystugt – UPPSKRIFT

Lambakjöt í chillirjómasósu. Það er fátt sem toppar safaríkt lambakjöt á góðum degi. Oft er hægt að kaupa góða innanlærisbita sem eru svo mjúkir að það þarf bara rétt að steikja þá til að þeir verði að veislumat. Hér er uppskrift að lambakjöti í chillirjómasósu sem bragðast ógurlega vel.
24.nóv. 2010 - 16:00 Marta María

Dásamlegt valhnetu-, epla- og baunasalt sem kemur þér í rétt stuð – UPPSRKIFT

Blómlegt baunasalat! Valhnetur eru í sérlegu uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Það er bara eitthvað við þær sem erfitt er að standast. Þær má nota í kökur eða út á salöt. Hér kemur uppskrift að hliðarsalati. Það þýðir að það er gott að nota það yfir venjulegt salat til að fá ennþá betra bragð og svolítið krydd í tilveruna.
20.nóv. 2010 - 15:00 Marta María

Bökuð bleikja og steiktur leturhumar með sveppamauki og humarsósu - UPPSKRIFT

Bleikja og Humar frá Fiskfélaginu. Kokkar veitingastaðarins Fiskfélagsins eru flinkir við að matreiða bleikju og humar. Hér kemur uppskrift sem er bæði einföld og sérlega bragðgóð. Þetta er tilvalilnn veisluréttur fyrir þá sem kunna að meta sjávarfang. Rétturinn smellpassar sem forréttur fyrir 4-6 eða sem aðalréttur fyrir 2.
18.nóv. 2010 - 15:00 Marta María

Döðlu- og spínatkjúklingur Rikku: Girnilegur fimmtudagsmatur – UPPSKRIFT

Döðlu- og spínatkjúklingur. Friðrika Hjördís Geirsdóttir var að gefa út bókina Léttir Réttir Hagkaups. Í bókinni eru margar girnilegar uppskriftir. Það góða við þær er að þær eru allar í hollari kantinum. Hér kemur uppskrift að döðlu- og spínatkjúklingi.
15.nóv. 2010 - 17:00 Marta María

Jólasushi LAXA „maki“ með dijon sinnepi, agúrkum og sesam- yozu edikolíu - UPPSKRIFT

Sushi frá Fiskfélaginu.

Langar þig að búa til gómsætt sushi en veist ekki hvernig þú átt að bera þig að? Hér kemur uppskrift frá kokkum Fiskfélagsins. Staðurinn er þekktur fyrir ljúffengt sushi og ekki er verra að læra réttu trixin af fagmönnum.

13.nóv. 2010 - 14:00 Marta María

Nautalund, sveppa kartöflumús, rauðrófur og laukseyði – UPPSKRIFT

Gómsæt nautalund. Langar þig að leika undrakokk en veist ekkert hvernig þú átt að fara að því. Með því að lesa þessa uppskrift og elda eftir nákvæmum leiðbeiningum ætti það að takast. Hér er uppskrift að nautalund, sveppa kartöflumús, rauðrófum, laukseyði og spínati. Þessi réttur bráðnar í munni.
12.nóv. 2010 - 14:00 Marta María

Sólveig Baldursdóttir ritstjóri Gestgjafans: Matarsmekkurinn hefur breyst mikið

Sólveig Baldursdóttir, annar af ritstjórum Gestgjafans, gefur uppskrift að geggjuðu glóðbrauði sem er einn af réttunum sem prýða nýútkomna matreiðslubók Gestgjafans. Bókin er gefin út í tilefni af 30 ára afmæli blaðsins sem verður haldið formlega 2011.
09.nóv. 2010 - 18:00 Marta María

Brauðbær er að gera góða hluti: Reykt bleikja með nípukremi - UPPSKRIFT

Reykt bleikja með nípukremi. Þeir sem eru komnir á miðjan aldur muna vel eftir dásamlega veitingastaðnum Brauðbæ á Óðinsvéum. Nú er búið að endurvekja staðinn og hægt að njóta veitinga í afslöppuðu umhverfi og gæða sér á girnilegum réttum. Nú gefa kokkarnir á staðnum uppskrift af reyktri bleikju.
08.nóv. 2010 - 12:00 Marta María

Ekki borða í sjoppunni: Borðaðu frekar ferskt pasta með kjúkling - UPPSKRIFT

Ferskt pasta er ljúffengt. Að sjálfsögðu eigum við að reyna að elda allt frá grunni en þegar tímaskortur hrjáir okkur er betra að græja eitthvað fljótlegt en að borða í næstu sjoppu. Þá kemur ferskt pasta sterkt inn. Það tekur ekki nema tvær mínútur að sjóða það og svo er áferðin á því ennþá meira spennandi en á hefðbundnu pasta.
20.okt. 2010 - 16:00 Marta María

Hefur þig alltaf langað til að búa til makirúllur: Svona er hægt að gera það - UPPSKRIFT

Heimatilbúnar makirúllur. Hvað gerir fólk þegar það fær æði fyrir sushi og langar í það öllum stundum? Jú, lærir að búa það til sjálft heima hjá sér. Auðvitað hljómar þetta súpervel en er örlítið flóknara í framkvæmd. Mitt ráð er að henda sér í verkið og byrja. Þegar fólk er einu sinni komið af stað þá verður þetta leikur einn.
13.okt. 2010 - 10:00 Marta María

Sjóðandiheit haustsúpa sem bragð er af – UPPSKRIFT

Haustsúpa með tómötum, gulrótum og nautakjöti. Það er fátt betra en fá heita og góða súpu á dimmum haustkvöldum. Hér kemur uppskrift af einni sem er næringarrík og frábær. Hægt er að nota annað grænmeti en gulrætur og auðvitað má skipta nauti út fyrir lamb, kjúkling eða svínakjöt. Það er best að leyfa súpunni að sjóða í meira en klukkutíma.
08.okt. 2010 - 16:00 Marta María

Sjúklega sætt og seiðandi döðlu chutney beint frá Indlandi – UPPSKRIFT

Það er fátt eins gott með naan-brauði og ekta döðlu chutney. Það má líka borða með fiski, kjúklingi og í raun hverju sem. Kokkarnir á veitingastaðnum Ghandi eru alveg með'etta enda koma þeir beint frá Kerala-héraðinu á Indlandi.
05.okt. 2010 - 16:00 Marta María

Marineraðar rauðrófur með tveimur pestóum – UPPSKRIFT

Rauðrófupasta með tveimur pestóum. Rauðrófur eru næringarríkar, fullar af járni og vítamínum á borð við C, B2, B6 og P. Þær innihalda einnig amínósýrur. Rauðrófur eru góðar við blóðleysi, bólgum og sumir halda því fram að þær geti hjálpað til í baráttunni við krabbamein. Það er því um að gera að borða rauðrófur reglulega.
04.okt. 2010 - 17:00 Marta María

Ertu hætt í megruninni? Fáðu þér heimagerða ístertu – UPPSKRIFT

Ísterta með daim-súkkulaði. Ef það er eitthvað sem erfitt er að standast þá eru það ístertur. Hér kemur uppskrift af einni sem allir ættu að geta útbúið og breytt og bætt eftir eigin smekk. Það sem til þarf í þessa köku er einn marengsbotn, fullt af ís og súkkulaði.
01.okt. 2010 - 15:00 Marta María

Útbúðu ferskt og ljúffengt föstudagspasta á 20 mínútum – UPPSKRIFT

Pasta með spínati og brokkolípestó. Föstudagar kalla stundum fljótlega rétti þegar fjölskyldan kemur þreytt heim eftir annasama vinnuviku. Hér kemur uppskrift af fersku pasta með brokkolípestói. Með þessu er volgt spínat með hvítlauk og chilli. Það tekur innan við 20 mínútur að útbúa þennan rétt.
27.sep. 2010 - 11:00 Marta María

Himnesk lambahjörtu með austurlensku yfirbragði – UPPSKRIFT

Lambahjörtu með engifer, chilli og hvítlauk... Lambahjörtu er um það bil það ódýrasta sem hægt er að hafa í kvöldmatinn. 1 og ½ kíló kostaði í kringum 500 krónur. Á þessum árstíma er eiginlega skylda að elda hjörtu. Hér kemur gömul uppskrift sem er búið að poppa upp með spelti, ferskum chilli, engifer og stuði.
26.sep. 2010 - 12:00 Marta María

Lambalærissneiðar með timían og rauðvínssósu – UPPSKRIFT

Lambalærissneiðar. Það er eitthvað svo gott við kryddið timían. Í fyrra plantaði ég því út í garð og viti menn, það lifði síðasta vetur af og lifði góðu lífi í sumar. Timíanið er notað óspart í matargerð og það passar með svo mörgu. Hér kemur uppskrift að lambalærissneiðum með timían og rauðvínssósu.
20.sep. 2010 - 09:46 Marta María

Sellerí mætir engifer: Kartöflumús sem fær hvert mannsbarn til að slefa yfir – UPPSKRIFT

Frískandi kartöflumús. Þetta er rétti tíminn til að hafa kartöflur í öll mál, því nú er aðaluppskerutíminn . Kartöflumús er ekki bara góð með pottréttum og reyktum fiski því þær blása lífi í hefðbundnar kjötmáltíðir ef soðnum kartöflum er skipt út fyrir mús. Prófaðu að krydda kartöflumúsina á annan hátt en venjulega og leyfðu ævintýrunum að gerast í eldhúsinu.
13.sep. 2010 - 11:00 Marta María

Heilsupasta með ólífutómatsósu sem hressir upp á fólk – UPPSKRIFT

Heilsupasta með tómatsósu er ljúffengt. Í þessari uppskrift er hnúðkál og gulrætur rifnar niður og notaðar sem pasta í staðinn fyrir hefðbundið pasta. Hér kemur eldavélin ekkert við sögu heldur er blandari notaður ásamt rifjárni. Það ættu því allir að geta matbúið þetta án þess að brenna við eða ofelda.
12.sep. 2010 - 13:30 Marta María

Bleik afmæliskaka með negrakossum – UPPSKRIFT

Bleik súkkulaðikaka með negrakossum. Hvað gera konur þegar þeim langar að gleðja litlar frænkur? Jú, þær baka handa þeim bleikar afmæliskökur. Hér kemur uppskrift að einni vænni súkkulaðiköku með bleiku kremi sem ég færði nöfnu minni á dögunum. Til að gera kökuna ennþá meira spennandi setti ég negrakossa ofan á hana.
07.sep. 2010 - 12:00 Marta María

Cesar salat eins og það gerist best – UPPSKRIFT

Cesar salat með brauðteningum og öllu tilheyrandi. Nú er komið á markað nýtt salat sem nefnist Hjartasalat. Flestir þekkja þetta salat undir nafninu Romain. Þetta saltat er stökkt, safaríkt og bragðgott. Hjartasalatið er oft notaði í Cesar salat og því ekki úr vegi að útbúa eitt slíkt. Hér kemur uppskrift af einu sem er sérlega gott.
05.sep. 2010 - 12:00 Marta María

Gómsæt döðlukaka með fljótandi súkkulaðikremi – UPPSKRIFT

Döðlukaka með súkkulaðikremi.

Sunnudagar eru tilvaldir bökunardagar enda fátt betra að fá sér gómsætt bakkelsi í haustveðrinu. Hér kemur uppskrift að einfaldri döðluköku í hollari kantinum sem allir geta hrært saman og skellt í form. Fljótandi súkkulaðikremið er gert í blandara og í því eru eingöngu náttúrulegt hráefni.

04.sep. 2010 - 15:00 Marta María

Fagur fiskur í sjó slær í gegn: Fleiri þættir komnir í framleiðslu

Sveinn Kjartansson sýnir flotta takta í sjónvarpsþáttunum, Fagur fiskur í sjó. Matreiðsluþættirnir, Fagur fiskur í sjó, í umsjón Sveins Kjartanssonar og Áslaugar Snorradóttur hafa slegið í gegn á Ríkissjónvarpinu. Svo vinsælir hafa þættirnir verið að nú er búið að búa til tvo nýja þætti sem sýndir verða 12. og 19. september. Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari og einn eigenda Fylgifiska segist vera „túramaður“ þegar kemur að matreiðslu.
1 2 3 4