04. feb. 2011 - 14:00Marta María

Langar þig að kunna að búa til Canneloni frá grunni? Uppskrift að ljúfri kvöldstund

Canneloni er einn af þessum ljúffengu ítölsku réttum sem stendur alltaf fyrir sínu. Vissir þú að það er ekki svo mikið mál að útbúa gómsætan rétt. Það sem skiptir máli er að gefa sér góðan tíma og njóta sín vel í eldhúsinu. Yfirkokkurinn á ítalska staðnum Písa í Lækjargötu kann réttu trixin og deilir þeim hér.

125 g semolina hveiti (ítalskt pasta hveiti)
125 g hveiti
140 g eggjarauður
1egg
1 msk olía og ögn af vatni

Ferskt pasta er skemmtilegt að prófa og fyllt pasta er toppurinn á allri pastagerð. Möguleikarnir eru óteljandi og aðeins hugmyndaflugið getur stoppað mann!

Best er að gera pastadeig í matvinnsluvél. Öllu hráefni er blandað saman og látið vinnast vel, deigið er þvínæst plastað og geymt í kæli í minnst 2 klst.

Handsnúnar pastavélar eru ekki dýrar (fást í fínni eldhústækjabúðum) og einnig eru skemmtilegar pastavélarnar á KitchenAid hrærivélunum, sem eru til á mörgum heimilum. Einnig er hægt að kaupa útflatt pastadeig í stórmörkuðum.

Fyllingin er lögð á milli tveggja laga af deigi og það svo penslað með vatni eða eggjarauðu til að pastablöðin festist saman. Loks er pastadeigið skorið í sundur með hnífi, kleinujárni eða pizzahníf.

Marinering:

250 g Kjúklingalæri, úrbeinuð
Nokkrir kvistar af rósmarin
Nokkrir hvítlauksgeirar
Hálf sítróna, gróft skorin
300ml matarolía

Settu kjúklinginn í litla skál. Settu matarolíu yfir og láttu flæða yfir kjúklinginn. Þá er kryddinu bætt út í ásamt sítrónu. Kjúklingurinn er látinn marinerast í einn dag inn í ísskáp.

 
Næsta dag er fyllingin gerð.

250 g kjúklingur
200g spínat
Ricotta ostur ( búum hann til) 1 l undarennu og 1 l súrmjólk smá salt og eina klípu af smjöri
2 msk mascapone ostur
½ msk saxaður hvítlaukur
½ msk saxaður rauður chilí
3 msk raspur

Stillum ofninn á 170 gráður. Þegar ofninn er orðinn heitur er kjúklingurinn settur inn í ca 12 mín eða þangað til hann er eldaður ( kjarnhitinn verður að ná 68 gráðum ). Á meðan að hann bakast ætlum við að búa til ricotta ost.

Setjum mjólkurvörurnar í pott og leyfum suðunni að koma mjög hægt upp. Eftir ca 1 klst þegar suðan er kominn upp og vökvinn fer að verða þéttur eins og ostur þá sigtum við frá og setjum í tusku -bleiju til að láta vökvann leka frá. Sjóðum spínatið til að gera það mjúkt en pössum okkur að sjóða það ekki of mikið, spínat á til að missa þennan fallega græna lit ef við sjóðum hann of mikið, og við kælum hann niður með köldu vatni eftir suðu.

Núna ætti kjúklingurinn að vera tilbúinn til skurðar og þá skerum við hann mjög smátt. Því næst fáum við okkur skál og setjum kjúklinginn í skálina ásamt spínatinu, hvítlauknum og chili, ricotta ostinum sem ætti að vera orðinn þéttur og nánast vökvalaus. Næst kemur mascarpone osturinn og raspurinn. Smökkum til með salt og pipar. Blöndum þessu öllu vel saman með höndunum
13.nóv. 2010 - 14:00 Marta María

Nautalund, sveppa kartöflumús, rauðrófur og laukseyði – UPPSKRIFT

Gómsæt nautalund. Langar þig að leika undrakokk en veist ekkert hvernig þú átt að fara að því. Með því að lesa þessa uppskrift og elda eftir nákvæmum leiðbeiningum ætti það að takast. Hér er uppskrift að nautalund, sveppa kartöflumús, rauðrófum, laukseyði og spínati. Þessi réttur bráðnar í munni.
12.nóv. 2010 - 14:00 Marta María

Sólveig Baldursdóttir ritstjóri Gestgjafans: Matarsmekkurinn hefur breyst mikið

Sólveig Baldursdóttir, annar af ritstjórum Gestgjafans, gefur uppskrift að geggjuðu glóðbrauði sem er einn af réttunum sem prýða nýútkomna matreiðslubók Gestgjafans. Bókin er gefin út í tilefni af 30 ára afmæli blaðsins sem verður haldið formlega 2011.
09.nóv. 2010 - 18:00 Marta María

Brauðbær er að gera góða hluti: Reykt bleikja með nípukremi - UPPSKRIFT

Reykt bleikja með nípukremi. Þeir sem eru komnir á miðjan aldur muna vel eftir dásamlega veitingastaðnum Brauðbæ á Óðinsvéum. Nú er búið að endurvekja staðinn og hægt að njóta veitinga í afslöppuðu umhverfi og gæða sér á girnilegum réttum. Nú gefa kokkarnir á staðnum uppskrift af reyktri bleikju.
08.nóv. 2010 - 12:00 Marta María

Ekki borða í sjoppunni: Borðaðu frekar ferskt pasta með kjúkling - UPPSKRIFT

Ferskt pasta er ljúffengt. Að sjálfsögðu eigum við að reyna að elda allt frá grunni en þegar tímaskortur hrjáir okkur er betra að græja eitthvað fljótlegt en að borða í næstu sjoppu. Þá kemur ferskt pasta sterkt inn. Það tekur ekki nema tvær mínútur að sjóða það og svo er áferðin á því ennþá meira spennandi en á hefðbundnu pasta.
20.okt. 2010 - 16:00 Marta María

Hefur þig alltaf langað til að búa til makirúllur: Svona er hægt að gera það - UPPSKRIFT

Heimatilbúnar makirúllur. Hvað gerir fólk þegar það fær æði fyrir sushi og langar í það öllum stundum? Jú, lærir að búa það til sjálft heima hjá sér. Auðvitað hljómar þetta súpervel en er örlítið flóknara í framkvæmd. Mitt ráð er að henda sér í verkið og byrja. Þegar fólk er einu sinni komið af stað þá verður þetta leikur einn.
13.okt. 2010 - 10:00 Marta María

Sjóðandiheit haustsúpa sem bragð er af – UPPSKRIFT

Haustsúpa með tómötum, gulrótum og nautakjöti. Það er fátt betra en fá heita og góða súpu á dimmum haustkvöldum. Hér kemur uppskrift af einni sem er næringarrík og frábær. Hægt er að nota annað grænmeti en gulrætur og auðvitað má skipta nauti út fyrir lamb, kjúkling eða svínakjöt. Það er best að leyfa súpunni að sjóða í meira en klukkutíma.
08.okt. 2010 - 16:00 Marta María

Sjúklega sætt og seiðandi döðlu chutney beint frá Indlandi – UPPSKRIFT

Það er fátt eins gott með naan-brauði og ekta döðlu chutney. Það má líka borða með fiski, kjúklingi og í raun hverju sem. Kokkarnir á veitingastaðnum Ghandi eru alveg með'etta enda koma þeir beint frá Kerala-héraðinu á Indlandi.
05.okt. 2010 - 16:00 Marta María

Marineraðar rauðrófur með tveimur pestóum – UPPSKRIFT

Rauðrófupasta með tveimur pestóum. Rauðrófur eru næringarríkar, fullar af járni og vítamínum á borð við C, B2, B6 og P. Þær innihalda einnig amínósýrur. Rauðrófur eru góðar við blóðleysi, bólgum og sumir halda því fram að þær geti hjálpað til í baráttunni við krabbamein. Það er því um að gera að borða rauðrófur reglulega.
04.okt. 2010 - 17:00 Marta María

Ertu hætt í megruninni? Fáðu þér heimagerða ístertu – UPPSKRIFT

Ísterta með daim-súkkulaði. Ef það er eitthvað sem erfitt er að standast þá eru það ístertur. Hér kemur uppskrift af einni sem allir ættu að geta útbúið og breytt og bætt eftir eigin smekk. Það sem til þarf í þessa köku er einn marengsbotn, fullt af ís og súkkulaði.
01.okt. 2010 - 15:00 Marta María

Útbúðu ferskt og ljúffengt föstudagspasta á 20 mínútum – UPPSKRIFT

Pasta með spínati og brokkolípestó. Föstudagar kalla stundum fljótlega rétti þegar fjölskyldan kemur þreytt heim eftir annasama vinnuviku. Hér kemur uppskrift af fersku pasta með brokkolípestói. Með þessu er volgt spínat með hvítlauk og chilli. Það tekur innan við 20 mínútur að útbúa þennan rétt.
27.sep. 2010 - 11:00 Marta María

Himnesk lambahjörtu með austurlensku yfirbragði – UPPSKRIFT

Lambahjörtu með engifer, chilli og hvítlauk... Lambahjörtu er um það bil það ódýrasta sem hægt er að hafa í kvöldmatinn. 1 og ½ kíló kostaði í kringum 500 krónur. Á þessum árstíma er eiginlega skylda að elda hjörtu. Hér kemur gömul uppskrift sem er búið að poppa upp með spelti, ferskum chilli, engifer og stuði.
26.sep. 2010 - 12:00 Marta María

Lambalærissneiðar með timían og rauðvínssósu – UPPSKRIFT

Lambalærissneiðar. Það er eitthvað svo gott við kryddið timían. Í fyrra plantaði ég því út í garð og viti menn, það lifði síðasta vetur af og lifði góðu lífi í sumar. Timíanið er notað óspart í matargerð og það passar með svo mörgu. Hér kemur uppskrift að lambalærissneiðum með timían og rauðvínssósu.
20.sep. 2010 - 09:46 Marta María

Sellerí mætir engifer: Kartöflumús sem fær hvert mannsbarn til að slefa yfir – UPPSKRIFT

Frískandi kartöflumús. Þetta er rétti tíminn til að hafa kartöflur í öll mál, því nú er aðaluppskerutíminn . Kartöflumús er ekki bara góð með pottréttum og reyktum fiski því þær blása lífi í hefðbundnar kjötmáltíðir ef soðnum kartöflum er skipt út fyrir mús. Prófaðu að krydda kartöflumúsina á annan hátt en venjulega og leyfðu ævintýrunum að gerast í eldhúsinu.
13.sep. 2010 - 11:00 Marta María

Heilsupasta með ólífutómatsósu sem hressir upp á fólk – UPPSKRIFT

Heilsupasta með tómatsósu er ljúffengt. Í þessari uppskrift er hnúðkál og gulrætur rifnar niður og notaðar sem pasta í staðinn fyrir hefðbundið pasta. Hér kemur eldavélin ekkert við sögu heldur er blandari notaður ásamt rifjárni. Það ættu því allir að geta matbúið þetta án þess að brenna við eða ofelda.
12.sep. 2010 - 13:30 Marta María

Bleik afmæliskaka með negrakossum – UPPSKRIFT

Bleik súkkulaðikaka með negrakossum. Hvað gera konur þegar þeim langar að gleðja litlar frænkur? Jú, þær baka handa þeim bleikar afmæliskökur. Hér kemur uppskrift að einni vænni súkkulaðiköku með bleiku kremi sem ég færði nöfnu minni á dögunum. Til að gera kökuna ennþá meira spennandi setti ég negrakossa ofan á hana.
07.sep. 2010 - 12:00 Marta María

Cesar salat eins og það gerist best – UPPSKRIFT

Cesar salat með brauðteningum og öllu tilheyrandi. Nú er komið á markað nýtt salat sem nefnist Hjartasalat. Flestir þekkja þetta salat undir nafninu Romain. Þetta saltat er stökkt, safaríkt og bragðgott. Hjartasalatið er oft notaði í Cesar salat og því ekki úr vegi að útbúa eitt slíkt. Hér kemur uppskrift af einu sem er sérlega gott.
05.sep. 2010 - 12:00 Marta María

Gómsæt döðlukaka með fljótandi súkkulaðikremi – UPPSKRIFT

Döðlukaka með súkkulaðikremi.

Sunnudagar eru tilvaldir bökunardagar enda fátt betra að fá sér gómsætt bakkelsi í haustveðrinu. Hér kemur uppskrift að einfaldri döðluköku í hollari kantinum sem allir geta hrært saman og skellt í form. Fljótandi súkkulaðikremið er gert í blandara og í því eru eingöngu náttúrulegt hráefni.

04.sep. 2010 - 15:00 Marta María

Fagur fiskur í sjó slær í gegn: Fleiri þættir komnir í framleiðslu

Sveinn Kjartansson sýnir flotta takta í sjónvarpsþáttunum, Fagur fiskur í sjó. Matreiðsluþættirnir, Fagur fiskur í sjó, í umsjón Sveins Kjartanssonar og Áslaugar Snorradóttur hafa slegið í gegn á Ríkissjónvarpinu. Svo vinsælir hafa þættirnir verið að nú er búið að búa til tvo nýja þætti sem sýndir verða 12. og 19. september. Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari og einn eigenda Fylgifiska segist vera „túramaður“ þegar kemur að matreiðslu.
24.ágú. 2010 - 14:00 Marta María

Exótískar kjötbollur með myntu og sætkartöflustöppu – UPPSKRIFT

Kjötbollur með salati og sætkartöflustöppu. Kólnandi hitastig kallar á haustlegan mat. Exótískar kjötbollur eru dásamlega góðar og ekki skemmir sætkartöflustappan stemninguna. Nú flæðir íslenskt grænmeti um verslanir landsins og því ekki úr vegi að reyna að nota eins mikið af því og hugsast getur. Engiferrótin gerir sætkartöflustöppuna sérlega góða en á þessum árstíma er um að gera að dæla í sig engiferi til að vinna gegn haustflensum og öðrum leiðindum.
11.ágú. 2010 - 14:00 Marta María

Lærðu að búa til hina fullkomnu kjötsúpu - UPPSKRIFT

Í gamla daga tíðkaðist að búa til öll soð í súpur og sósur heima í eldhúsi því þá voru súputeningar af skornum skammti. Nútíminn hefur fært okkur fjölmörg þægindi en hann hefur líka gert það að verkum að kunnátta hefur tapast.
10.ágú. 2010 - 18:00 Marta María

Funheit eplakaka sem allir geta búið til – UPPSKRIFT

Eplakaka sem bragð er af. Eplakökur eru í miklu uppáhaldi hjá mörgum. Hér er ein einföld og sérstaklega góð sem passar vel með síðdegiskaffinu eða í eftirrétt. Það er aðeins of mikill hrásykur í henni til að borða hana í morgunmat... en auðvita mega fullorðnir það ef þeir vilja.
05.ágú. 2010 - 18:00 Ester Ósk Hilmarsdóttir

Kampavínskokteill - Uppskrift

Það er gaman að geta boðið upp á góðan fordrykk þegar halda á matarboð eða veislu. Hérna er uppskrift af spennandi kampavínskokteilum frá ofurhúsfreyjunni Mörthu Stewart. Ekki nóg með að þeir séu bragðgóðir heldur eru þeir fallegir líka.
03.ágú. 2010 - 14:00 Marta María

Fylltur kúrbítur með möndlu- og hnetufyllingu – UPPSKRIFT

Fylltur kúrbítur með fersku salati. Sumarfríið er tíminn til að leika sér í eldhúsinu og gera eitthvað nýtt og spennandi. Þessi réttur varð til eftir að hafa smakkað tryllingslega góðan upprúllaðan kúrbít á veitingastaðnum Gló. Aðalmálið í þessum rétti er fyllingin sem sett er inn í kúrbít sem er skorinn í sneiðar (eftir kúrbítnum endilöngum). Einn kúrbítur dugar fyrir tvær fullorðnar manneskjur.
17.júl. 2010 - 11:30 Björg Magnúsdóttir

Sumarlegar og sjarmerandi túnfisksteikur allrar athygli verðar - UPPSKRIFT

Í veðurblíðu þýðir varla annað en að reiða fram dýrindis rétt sem fjölskylda og vinir geta sameinast yfir. En hvað skal verða fyrir valinu? Fyrir þá sem vilja feta ótroðnar slóðir í matargerð og kynna sér sumarlegar og sjarmerandi túnfisksteikur með hvítlaukssósu skulu lesa lengra. Uppskriftin að neðan er í boði Ólafs Arnar Nielsen, starfsmanns Eddu útgáfu og formanns SUS. Njótið vel.
15.júl. 2010 - 18:00 Bryndís Gyða Grímsdóttir

Súkkulaði-kaffikaka - uppskrift

Þessi kaka hefur verið í uppáhaldi hjá mér síðan ég smakkaði hana fyrst. Ég mæli eindregið með henni. fyrir þá sem finnst kaffi gott - eða það sem er með kaffibragði, þá er þessi kaka tilvalin.
11.júl. 2010 - 12:00 Marta María

Himneskur eftirréttur sem fær alla til að brosa – UPPSKRIFT

Einfaldur og lekker eftirréttur. Eitt af því sem margir eiga erfitt með að standast eru girnilegir eftirréttir. Vinkona mín bauð mér upp á þennan um daginn og linnti ég ekki látum fyrr en hún var búin að gefa mér uppskriftina. Það góða við svona eftirrétti er að það geta næstum því allir útbúið þá, líka þeir sem kunna minna þegar kemur að eldhússtörfum.
09.júl. 2010 - 16:00 Marta María

Girnilegt kjúklingasalat með kúskús – UPPSKRIFT

Ferskt og frábært kjúklingasalat. Kjúklingasalöt eru mikið í uppáhaldi hjá kvenþjóðinni. Hér kemur uppskrift að einu sem vinkona mín matbjó handa okkur vinkonunum. Þetta er ekta salat fyrir þá sem finnst gaman að föndra því salatinu er raðað fallega upp. Útkoman var fersk og góð. Vinkona mín var svo elskuleg að deila uppskriftinni með mér og hér kemur hún.
05.júl. 2010 - 18:00 Marta María

Indverskur chilli kjúklingur – UPPSKRIFT

Chilli kjúklingur borinn fram með hrísgrjónum og salati. Þeir sem eru hrifnir af indverskum mat ættu að prófa þennan rétt sem kemur úr smiðju kokkanna á veitingastaðnum Tandoori. Rétturinn inniheldur mikinn hvítlauk og mikið af ferskum chilli pipar. Kokkarnir hjá veitingastaðnum segja að hvítlaukur sé pensillín fátæka mannsins og segja hann geta komið í veg fyrir kvef, flensu, lækki blóðþrýsting og sé vörn gegn hjartasjúkdómum.
04.júl. 2010 - 12:00 Marta María

Marokkóskt lamb með myntusósu og heitu spínati – UPPSKRIFT

Lambalæri með kartöflum er ógurlega bragðgott.

Það er fátt íslenskara en borða lambalæri á sunnudegi. Hér áður fyrr tíðkaðist það á sumum heimilum að borða sunnudagslærið í hádeginu hvíldardaginn enda voru „brönsar“ ekki komnir í tísku þá. Flestir elska venjulegt lambalæri með sósu og kartöflum, en það má líka hressa örlítið upp á þennan þjóðarrétt og bera lambið fram með myntusósu og marokkóskum kryddum.

21.jún. 2010 - 09:00 Marta María

Kjúklingur í engifer- og appelsínusósu – UPPSKRIFT

Engiferkjúklingurinn sómir sér vel á matardiski frá Habitat. Áttu afgang af kjúklingi sem þú veist ekki hvað þú átt að gera við? Prófaðu engifer- og appelsínusósuna því hún er ekki bara súpereinföld heldur bráðnar hún í munni.
10.jún. 2010 - 11:00 Ester Ósk Hilmarsdóttir

Lærðu að búa til alvöru Múffu-Pie - UPPSKRIFT

Það er ekki nóg að kunna að baka ljúffengar múffur, mesta fjörið er í því að skreyta þær fallega. Það er alltaf gaman að mæta í heimsókn eða í veislu með skemmtilega skreyttar múffur sem vekja athygli. Hérna er auðveld leið til að skreyta múffur á eftirtektarverðan hátt.
09.jún. 2010 - 18:00 Marta María

Pönnukökur Idu Davidsen innihalda bjór - UPPSKRIFT

Ida notar bjór í pönnukökurnar sínar. Það má færa rök fyrir því að fólk sé ekki alveg í lagi ef því finnast eftirréttir ekki góðir. Í bókinni, Danskernes egne deserter, er að finna margar spennandi uppskriftir að eftirréttum eftir þekkta dani. Ida Davidsen er íslendingum að góðu kunn fyrir framúrskarandi hæfileika í eldhúsinu.
08.jún. 2010 - 14:00 Marta María

Ofnbakað grænmeti og lambalærissneiðar í hvítlauks marineringu - UPPSKRIFT

Allir geta eldað ofnbakað grænmeti.

Eitt af því fyrsta sem ég lærði að elda var að ofnbaka grænmeti. Þessi eldunaraðferð er súpereinföld og verður grænmetið alltaf jafn ljúffengt þegar það er meðhöndlað á þennan hátt. Rétturinn þarf alls ekki að vera einhæfur þótt eldunaraðferðin sé sú sama því með því að breyta til, ofnbaka mismunandi tegundir, verður upplifunin önnur.

04.jún. 2010 - 13:00 Marta María

Búðu til sykursætt bleikt múffukrem – UPPSKRIFT

Bleikt múffukrem er dásamlegt á bragðið. Allir aðdáendur Beðmála í borginni ættu að hafa múffuþema um helgina. Vinkonurnar fjórar komu reglulega við í bakaríinu Magnolia og fengu sér ljúffengar múffur. Þeim sem hefur alltaf langað til að búa til alvöru krem á múffurnar sem lítur sjúklega girnilega út ættu að halda áfram að lesa.
26.maí 2010 - 16:00 Marta María

Breyttu soðningunni í hátíðamat – UPPSKRIFT

Grilluð ýsa er algert lostæti.

Fiskur er herramannsmatur, en það verður þó að viðurkennast að soðinn fiskur með kartöflum og tómatsósu getur verið svolítið óspennandi. Prófaðu að taka fiskinn sem þú myndir annars sjóða og prófaðu að grilla hann. Áður en fiskurinn er settur í álpappír er gott að láta hann marinerast í hvítlauk, steinselju og ólífuolíu.

18.maí 2010 - 11:00 Marta María

Töfraðu fram exótískan ævintýrarétt úr afgöngum - UPPSKRIFT

Þegar sósan er tilbúin er ekkert annað í stöðunni en að bæta því hráefni út í sem til er í ísskápnum.

Áttu afgang af kjúklingi eða svínakjöti sem þú veist ekkert hvað þú átt að gera við? Hér kemur uppskrift að austurlenskum rétti sem tekur ekki nema 20 mínútur að búa til. Þó hér sé gefið upp ákveðið hráefni er um að gera að leika sér svolítið og nota það hráefni sem ykkur þykir best. Aðaltrixið við þennan rétt er sósan. Þegar hún er klár má bæta kjöti og grænmeti út í að vild.

16.maí 2010 - 13:27 Marta María

Sykursætar súkkulaðimúffur með ekta frosting kremi – UPPSKRIFT

Dásamlegar múffur sem lífga upp á sunnudaginn.

Sykurhúðaðu sunnudaginn með gómsætu bakkelsi. Þeir sem elska múffur ættu að prófa að baka þessar kökur. Frosting kremið setur punktinn yfir i-ið og gefur þeim dúnmjúkt bragð. Njóttu hvers bita og mundu að matur er ekki fitandi ef hann er borðaður með góðri samvisku.

09.maí 2010 - 12:00 Marta María

Kanilkjúklingur með döðlusósu og heilsubætandi möndlukurli – UPPSKRIFT

Kanilkjúklingur í eldföstu móti.

Hægt er að ná sér í kjúklingabita á góðu veðri. Ef þú ert hrifin/n af indverskum mat þá er þetta eitthvað fyrir þig. Döðlurnar gefa sósunni þetta sæta bragð sem er svo heillandi. Möndlukurlið gefur réttinum aukabragð sem er svo ljúffengt. Svo má ekki gleyma því að kanill bætir heilsuna.

05.maí 2010 - 14:00 Marta María

Lostafullt tómatasalat sem er tilvalið með steikinni – UPPSKRIFT

Tómatasalat með fetaosti.

Það er erfitt að fá leið á tómötum enda eru þeir bragðmiklir og ljúffengir. Til að fá hið hárrétta lostafulla bragð er gott að geyma tómatana uppi á borði í nokkra daga áður en tómatasalatið er útbúið.

24.apr. 2010 - 15:00 Marta María

Farðu í ferðalag á fjarlægar slóðir: Uppskrift af spennandi kjúklingi

Samúel Gill yfirkokkur á veitingastaðnum Tandoori kann að galdra fram dásamlega indverska rétti. Hann gefur lesendum uppskrift af kjúklingi sem ættaður er frá Karachi. Rétturinn er geysilega vinsæll á Indlandi en uppskriftin er þó mismunandi eftir svæðum. Þessi uppskrift er í mildara lagi og ætti að henta ungum sem öldnum. Þessi réttur fer með bragðlaukana í ferðalag á fjarlægar slóðir.
22.apr. 2010 - 12:00 Marta María

Dúnmjúkt heimagert pestó - UPPSKRIFT

Pestó eru svo gómsæt og krydda upp á hversdagsleikann. Það halda eflaust margir að það sé erfitt að búa til pestó en svo er ekki. Hráefnið er sett í blandara og mixað saman í nokkrar mínútur. Þetta pestó er ógurlega gott út á salat eða pasta.

22.apr. 2010 - 11:05 Ásthildur Sturludóttir

Vorboðinn ljúfi....

Möndluterta með jarðaberjum. Nú andar suðrið sæla vindum þýðum.
Á sjónum allar bárur smáar rísa 
og flykkjast heim að fögru landi Ísa, 
að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum.
21.apr. 2010 - 14:00 Marta María

Indverskur hversdagsfiskur sem bragð er af – UPPSKRIFT

Ég fór á matreiðslunámskeið um daginn hjá Yesmine Olsson í Turninum og er því undir indverskum áhrifum í eldhúsinu þessa dagana. Ég prófaði að rista kryddið á pönnu áður en það fór út í réttinn og útkoman var stórkostleg. Þetta litla trikk gerir mikið fyrir matinn því þetta opnar kryddið og af því verður meira bragð.

15.apr. 2010 - 11:00 Marta María

Súpereinfalt pönnubrauð sem tekur örstutta stund að búa til – UPPSKRIFT

Það er sniðugt að búa sér til pönnubrauð þegar mann langar í eitthvað gómsætt. Það tekur ekki nema nokkrar mínútur að hræra í það og nokkrar mínútur að steikja. Það er hægt að nota það sem hádegisverð, með mat eða sem snakk. Galdurinn við pönnubrauðið er að steikja það á pönnukökupönnu.

14.apr. 2010 - 11:00 Marta María

Krydduð apríkósusulta er ómissandi með indverskum mat – UPPSKRIFT

Apríkósusulta sem bragð er af.

Indversk matargerð er í miklu uppáhaldi hjá mér og mínum. Eitt af því sem mér finnst alltaf verða að vera með fyrrnefndum réttum er gott „chutney“ eða sulta. Að búa til apríkósusultu tekur hálftíma og er gott að láta hana sjóða á meðan aðalrétturinn er matreiddur.

13.apr. 2010 - 11:00 Marta María

Lokkandi „200 grömm af öllu“ með möndlum og súkkulaði – UPPSKRIFT

Kakan tilbúin.

Grunnurinn í þessari uppskrift er kominn frá ömmu minni og gengur uppskriftin stundum undir nafninu „200 grömm af öllu“. Í þessa köku setti ég kakó, möndlur og suðusúkkulaði í bland við þetta „allt“. Útkoman klikkaði ekki.

12.apr. 2010 - 11:00 Marta María

Heimagerður ís með heitri karamellusósu – UPPSKRIFT

Ís með karamellusósu.

Ef þig langar að dekra svolítið við sjálfa/n þig og þína þá er dásamlegt að búa til sinn eigin ís. Þó svo að ísinn sé kannski ekkert megrunarfæði þá er heimagerður ís samt sem áður mun heilsusamlegri en keyptur því í honum eru engin aukefni.

10.apr. 2010 - 11:30 Ásthildur Sturludóttir

Hornstranda spaghetti bolognese

Hrært í bolognese-sósunni í Hrafnfirði,  sumarið 2008 Mér hefur alla tíð þótt spaghettí bolognese vera eitt það besta sem ég veit um enda einstaklega saðsamt, hæfilega subbulegt og hentar vel hráslagalegri íslenskri veðráttu. Mamma býr til óskaplega gott spaghettí bolognese og er örugglega vikulega með það.
09.apr. 2010 - 15:43 Ásthildur Sturludóttir

Hornstranda spaghetti bolognese

Mér hefur alla tíð þótt spaghettí bolognese vera eitt það besta sem ég veit um enda einstaklega saðsamt, hæfilega subbulegt og hentar vel hráslagalegri íslenskri veðráttu. Mamma býr til óskaplega gott spaghettí bolognese og er örugglega vikulega með það.
09.apr. 2010 - 13:00 Marta María

Láttu lambaskankana elda sig sjálfa meðan þú gerir eitthvað skemmtilegt – UPPSKRIFT

Lambaskankar með ofnbökuðum kartöflum. Það er alveg hægt að segja að lambaskankar séu einn besti hluti lambsins. Svo skemmir ekki fyrir að verðið á þeim er yfirleitt nokkuð hagstætt. Að elda lambaskanka er klæðskerasniðin leið fyrir þá sem elska góðan mat, en nenna ekki að vera í marga klukkutíma að dúlla við máltíðina.
1 2 3