04. feb. 2011 - 14:00Marta María

Langar þig að kunna að búa til Canneloni frá grunni? Uppskrift að ljúfri kvöldstund

Canneloni er einn af þessum ljúffengu ítölsku réttum sem stendur alltaf fyrir sínu. Vissir þú að það er ekki svo mikið mál að útbúa gómsætan rétt. Það sem skiptir máli er að gefa sér góðan tíma og njóta sín vel í eldhúsinu. Yfirkokkurinn á ítalska staðnum Písa í Lækjargötu kann réttu trixin og deilir þeim hér.

125 g semolina hveiti (ítalskt pasta hveiti)
125 g hveiti
140 g eggjarauður
1egg
1 msk olía og ögn af vatni

Ferskt pasta er skemmtilegt að prófa og fyllt pasta er toppurinn á allri pastagerð. Möguleikarnir eru óteljandi og aðeins hugmyndaflugið getur stoppað mann!

Best er að gera pastadeig í matvinnsluvél. Öllu hráefni er blandað saman og látið vinnast vel, deigið er þvínæst plastað og geymt í kæli í minnst 2 klst.

Handsnúnar pastavélar eru ekki dýrar (fást í fínni eldhústækjabúðum) og einnig eru skemmtilegar pastavélarnar á KitchenAid hrærivélunum, sem eru til á mörgum heimilum. Einnig er hægt að kaupa útflatt pastadeig í stórmörkuðum.

Fyllingin er lögð á milli tveggja laga af deigi og það svo penslað með vatni eða eggjarauðu til að pastablöðin festist saman. Loks er pastadeigið skorið í sundur með hnífi, kleinujárni eða pizzahníf.

Marinering:

250 g Kjúklingalæri, úrbeinuð
Nokkrir kvistar af rósmarin
Nokkrir hvítlauksgeirar
Hálf sítróna, gróft skorin
300ml matarolía

Settu kjúklinginn í litla skál. Settu matarolíu yfir og láttu flæða yfir kjúklinginn. Þá er kryddinu bætt út í ásamt sítrónu. Kjúklingurinn er látinn marinerast í einn dag inn í ísskáp.

 
Næsta dag er fyllingin gerð.

250 g kjúklingur
200g spínat
Ricotta ostur ( búum hann til) 1 l undarennu og 1 l súrmjólk smá salt og eina klípu af smjöri
2 msk mascapone ostur
½ msk saxaður hvítlaukur
½ msk saxaður rauður chilí
3 msk raspur

Stillum ofninn á 170 gráður. Þegar ofninn er orðinn heitur er kjúklingurinn settur inn í ca 12 mín eða þangað til hann er eldaður ( kjarnhitinn verður að ná 68 gráðum ). Á meðan að hann bakast ætlum við að búa til ricotta ost.

Setjum mjólkurvörurnar í pott og leyfum suðunni að koma mjög hægt upp. Eftir ca 1 klst þegar suðan er kominn upp og vökvinn fer að verða þéttur eins og ostur þá sigtum við frá og setjum í tusku -bleiju til að láta vökvann leka frá. Sjóðum spínatið til að gera það mjúkt en pössum okkur að sjóða það ekki of mikið, spínat á til að missa þennan fallega græna lit ef við sjóðum hann of mikið, og við kælum hann niður með köldu vatni eftir suðu.

Núna ætti kjúklingurinn að vera tilbúinn til skurðar og þá skerum við hann mjög smátt. Því næst fáum við okkur skál og setjum kjúklinginn í skálina ásamt spínatinu, hvítlauknum og chili, ricotta ostinum sem ætti að vera orðinn þéttur og nánast vökvalaus. Næst kemur mascarpone osturinn og raspurinn. Smökkum til með salt og pipar. Blöndum þessu öllu vel saman með höndunum
Fastlind: Samningur framlengdur - frá og með sept
07.sep. 2015 - 20:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Fullkomin eggjahræra: SVONA á að laga hana! - Myndband

Martha Stewart bregst ekki frekar en fyrri daginn. Hér sýnir hún okkur hvernig tækni á að beita til að ná að gera fullkomna eggjahræru!
31.ágú. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Ofnbakað blómkál með paprikusósu og baunum - uppskeruunaður!

Nú er farið að líða á síðari hluta sumarsins, en þá er aldeilis hægt að gleðjast yfir grænmetisuppskerunni og njóta þess að borða dýrindis nýuppteknar kartöflur, gulrætur, rófur og blómkál.
29.ágú. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Kjötsúpa Sælkerapressunar - nýupptekið grænmeti úr Mosfellsdal

Sælkerapressan skellti sér á uppskerumarkaðinn í Mosskógum í Mosfellsdal og útbjó dásemdar kjötsúpu úr því sem verslað var. Leyniuppskrift Ólu langömmu er hér deilt með lesendum.
25.ágú. 2015 - 12:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Vítamínsprengjan! Lax með spínatmauki og steiktum kartöflum

Nanna Rögnvaldardóttir birtir tillögu að algjörri vítamínsprengju í matarformi: lax með spínatmauki og nýuppteknum kartöflum. Enn sem áður tilvalið að nota nýupptekið íslenskt grænmeti!
23.ágú. 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Sumarpóstkort frá París - leyndarmál Louvre safnsins

Enn berst Sælkerapressunni póstkort frá heimsborginni París og vinkonu okkar búsettri þar henni Sigríði Gunnarsdóttur. Póstkortið á vel við á síðsumri og ber sumarstemningu heimsborgarinnar með sér og vel geymt leyndarmál um Louvre safnið.
21.ágú. 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Djúpsteiktar lambakótilettur - djúsí og dásamlegt

Þarf ekki stundum að hvíla grillið örlítið? Djúpsteiktar lambakótilettur gefa alveg tilefni til þess...
17.ágú. 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Kúmentínsla í Viðey - Viðeyjarkúmenið verðmæta sótt heim

Fjölmargir hafa lagt leið sína til Viðeyjar í ágústmánuði og sótt sér þessa kryddjurt heim til að nýta í te, brugga seyði og krydda mat enda er heimabakað kúmenbrauð algjört lostæti.
10.ágú. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Grillbrauð Stínu - ómótstæðilegt nýbakað og ilmandi!

Sælkerapressan þáði boð til Eldhússysturinnar Kristínu, ættaðri úr Skagafirði en búsettri í Stokkhólmi. Í boði var þetta líka dýrindis grillbrauð sem var borið fram á spjótum nýbökuðu af kolagrillinu klassíska.
06.ágú. 2015 - 14:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Spínatsallat með jarðaberjum og svörtum baunum - hljómar kannski furðulega en er æði!

Það þarf ekkert endilega að sprengja skalann á fjölda hráefna þegar á að útbúa dýrindis salat. Sérstaklega ekki ef hvert og eitt hráefnanna eru vel valin, litrík og bragðgóð. Hér eru þrjú lykilatriði í salatinu en örlítið fleiri til að útbúa sallatdressinguna. Alveg þess virði að prófa!
04.ágú. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Vanillupannacotta með rabbabara - síðsumardesert ársins!


Eru síðustu rabbabarastönglanir farnir að biðja um að verða notaðir? Búið að gera sultu og böku og köku? Rabbabarakompott á alveg stórkostlega vel við rjómakennt vanillupannacotta
02.ágú. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Íslatte - heimagert er best!

Kaffi á næstum alltaf vel við og á sumrin er gott að skipta út heita bollanum öðru hvoru með íslatte eða ískaffi. Það er til skotheld leið til að brugga KALT kaffi sem svo geymist í allt að mánuð inni í ísskáp. Æðislegt ef maður vill njóta þess að fá sér ískaffi með lítillri fyrirhöfn!
31.júl. 2015 - 07:30 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Nachos í álpappír : æðislegt í útileguna!

Ertu að fara í útilegu um verslunarmannahelgina? Bústað? Langar þig að gera eitthvað aðeins meira til að heilla viðstadda en opna snakkpoka án þess að flækja málin alltof mikið? Sælkerapressan er með lausnina! Nachos hitað í álpappír. Tilvalið að smella á grillið smástund og bjóða svo upp á brakandi ferskt nachos með vel völdu meðlæti.
30.júl. 2015 - 14:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Sumarsalat með rækjum og sítrónudressingu

Hér er á ferðinni hin fullkomna sameining kremaða rækjusalatsins sem er svo ómissandi á kaffihlaðborðinu og alvöru eitís rækjukokteils. Rækjur eru syndsamlega illa nýttar í annað en þetta tvennt hér á landi, og löngu kominn tími til að setja ferskt rækjusalat í sumarlegan búning.
12.júl. 2015 - 17:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Jarðaberja salsa á sunnudegi

Það er frábær nýtni á tilboðsjarðaberjum að smella þeim í salsabúning og bera fram með grillmatnum!
10.júl. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Grillsallat Röggu Eiríks - hallouminautnir á hæsta stigi

Blaðakonan, skríbentinn, sjósundskonan, hjúkrunarfræðingurinn og (kynlífs)-pressugyðjan hún Ragga Eiríks býr í miðbæ Reykjavíkur og lætur ekki stærðina á svölunum standa í vegi fyrir að koma þar fyrir veglegu gasgrilli.
01.júl. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Tex-Mex Tortillu "kaka"

Þessa köku er hægt að útfæra á marga vegu. Hafa mismunandi ferskt grænmeti með eða jafnvel gera kjötlausa með mikið af baunum og linsum í staðin steikt og krydduð með texmex kryddblöndunni.
30.jún. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Baunasalat með tómatmauki - frábært með grillpylsum!

Sælkerapressan mælir einlægilega með að bera þetta baunasalat fram með kjötmiklu grillpylsunum sem eru í góðu framboði núna yfir sumartímann.
29.jún. 2015 - 09:23 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Þorskur á spínatbeði

Ekta ofnfiskuréttur í hollari kantinum! Léttur og góður fiskurinn og þá getur maður sannarlega leyft sér smá rjómasósu með. Fullkomið með hvítvínsglasi.
26.jún. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Hvernig á að kæla kampavínið á methraða!

Sleppið því að troða flöskunni í frystihólfið og prófið frekar þetta!
23.jún. 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Kardimommukaka með rabbabara

Kannski finnst ykkur kardimommuilmurinn helst minna á jólin og þá er kannski furðulegt að bjóða uppá slíka köku um hásumar… en ég lofa! Þegar súrum grænum eplum eða rabbabarabitum er þrýst ofan í deigið heyrist allt annað en jólalög!
22.jún. 2015 - 20:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Prufubakstur Sælkerapressunnar: Laxa-kökubaka Gestgjafans

Að góðum Sælkerapressusið deilum við með lesendum þegar úrvalsgóðar uppskriftir skjóta upp kollinum og hér var um eina slíka að ræða. Tímaritið Gestgjafinn mælti með kökuböku sem er tilvalin í nestiskörfuna fyrir þá sem vilja sleppa við pulsusjoppurnar á ferðalaginu.
20.jún. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Tætt lambakjöt - langtímaeldað með afrískum blæ

Lambakjöt er í miklu uppáhaldi á Sælkerapressuheimilinu og allra best er það þegar það er eldað svo úr verði kjöt með hálfgerðri smjöráferð ... svo meyrt er það!
19.jún. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Póstkort frá París: töfraheimur Latínuhverfisins og Miðjarðarhafsfiskréttur

Enn berst Sælkerapressunni póstkort frá heimsborginni París og vinkonu okkar búsettri þar henni Sigríði Gunnarsdóttur. Hátísku fiskréttur er í boði en fyrst laufléttur göngutúr í Latínuhverfinu.
16.jún. 2015 - 18:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Þjóðlegt á sautjándanum - rjómapönnsur

Á sautjánda júní skundum við mörg niður í bæ, strengjum vor heit og látum rigna aðeins á okkur með fána í einni og gasblöðru í hinni. Fátt er svo betra en koma heim í heitt kaffi og nýbakaðar rjómapönnsur!
10.jún. 2015 - 11:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Gratínerað fyllt eggaldin - grænmetisréttur vikunnar!

Léttur hádegisverður með vinkonum eða skemmtilegt og öðruvísi meðlæti með kvöldmatnum af grillinu
08.jún. 2015 - 20:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Salt og sætt mætast - Laxasalat Sigurbjargar


06.jún. 2015 - 10:00

Í tilefni Colour Run! Regnboga pönnukökur

Regnbogapönnsurnar eru líflegar að sjá. Það er alltaf gaman að bjóða í bröns. Amerískar pönnukökur er sniðug hugmynd í sunnudags-brönsinn og renna ljúflega niður með sýrópi. Það er samt gaman að breyta til og bjóða upp á eitthvað öðruvísi og nýtt. Ofurmamman á síðunni www.iammommy.typepad.com hitti beint í mark þegar hún bjó til regnboga-pönnukökur handa fjölskyldunni.
05.jún. 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Champions League úrslit kalla á hellisbúamat - Binni tætir svínakjöt

Sælkerapressan er með hina fullkomnu lausn að úrslitaleiks fóðri fyrir hellisbúanna! Réttur sem sér um sig sjálfur og er góður með bjór. Málið leyst!
03.jún. 2015 - 21:44 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Óvænt kombó? Lambakjöt og ferskjur... Sumarástin!

Anna Demirian er fædd í Armeníu en fann ástina á tvítugsaldri og flutti til Svíþjóðar. Hún bloggar af ástríðu um það sem hún eldar og bakar til að deila með áhugasömum um hvernig hægt sé að hafa armensíkt „touch“ af matnum.

01.jún. 2015 - 20:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Djúpsteiktar saltfiskbollur - fiskibollur í fimmta gír!

Nanna Rögnvaldar deilir uppskrift að saltfiskbollum sem eru djúpsteiktar. Það er alls ekki nauðsynlegt að nota sérstakan djúpsteikingarpott í slíkt verk heldur nægir að vera með góðan og djúpan pott sem getur tekið 1l af olíu.