04. feb. 2011 - 14:00Marta María

Langar þig að kunna að búa til Canneloni frá grunni? Uppskrift að ljúfri kvöldstund

Canneloni er einn af þessum ljúffengu ítölsku réttum sem stendur alltaf fyrir sínu. Vissir þú að það er ekki svo mikið mál að útbúa gómsætan rétt. Það sem skiptir máli er að gefa sér góðan tíma og njóta sín vel í eldhúsinu. Yfirkokkurinn á ítalska staðnum Písa í Lækjargötu kann réttu trixin og deilir þeim hér.

125 g semolina hveiti (ítalskt pasta hveiti)
125 g hveiti
140 g eggjarauður
1egg
1 msk olía og ögn af vatni

Ferskt pasta er skemmtilegt að prófa og fyllt pasta er toppurinn á allri pastagerð. Möguleikarnir eru óteljandi og aðeins hugmyndaflugið getur stoppað mann!

Best er að gera pastadeig í matvinnsluvél. Öllu hráefni er blandað saman og látið vinnast vel, deigið er þvínæst plastað og geymt í kæli í minnst 2 klst.

Handsnúnar pastavélar eru ekki dýrar (fást í fínni eldhústækjabúðum) og einnig eru skemmtilegar pastavélarnar á KitchenAid hrærivélunum, sem eru til á mörgum heimilum. Einnig er hægt að kaupa útflatt pastadeig í stórmörkuðum.

Fyllingin er lögð á milli tveggja laga af deigi og það svo penslað með vatni eða eggjarauðu til að pastablöðin festist saman. Loks er pastadeigið skorið í sundur með hnífi, kleinujárni eða pizzahníf.

Marinering:

250 g Kjúklingalæri, úrbeinuð
Nokkrir kvistar af rósmarin
Nokkrir hvítlauksgeirar
Hálf sítróna, gróft skorin
300ml matarolía

Settu kjúklinginn í litla skál. Settu matarolíu yfir og láttu flæða yfir kjúklinginn. Þá er kryddinu bætt út í ásamt sítrónu. Kjúklingurinn er látinn marinerast í einn dag inn í ísskáp.

 
Næsta dag er fyllingin gerð.

250 g kjúklingur
200g spínat
Ricotta ostur ( búum hann til) 1 l undarennu og 1 l súrmjólk smá salt og eina klípu af smjöri
2 msk mascapone ostur
½ msk saxaður hvítlaukur
½ msk saxaður rauður chilí
3 msk raspur

Stillum ofninn á 170 gráður. Þegar ofninn er orðinn heitur er kjúklingurinn settur inn í ca 12 mín eða þangað til hann er eldaður ( kjarnhitinn verður að ná 68 gráðum ). Á meðan að hann bakast ætlum við að búa til ricotta ost.

Setjum mjólkurvörurnar í pott og leyfum suðunni að koma mjög hægt upp. Eftir ca 1 klst þegar suðan er kominn upp og vökvinn fer að verða þéttur eins og ostur þá sigtum við frá og setjum í tusku -bleiju til að láta vökvann leka frá. Sjóðum spínatið til að gera það mjúkt en pössum okkur að sjóða það ekki of mikið, spínat á til að missa þennan fallega græna lit ef við sjóðum hann of mikið, og við kælum hann niður með köldu vatni eftir suðu.

Núna ætti kjúklingurinn að vera tilbúinn til skurðar og þá skerum við hann mjög smátt. Því næst fáum við okkur skál og setjum kjúklinginn í skálina ásamt spínatinu, hvítlauknum og chili, ricotta ostinum sem ætti að vera orðinn þéttur og nánast vökvalaus. Næst kemur mascarpone osturinn og raspurinn. Smökkum til með salt og pipar. Blöndum þessu öllu vel saman með höndunum
21.jan. 2015 - 11:00

Regnboga pönnukökur - UPPSKRIFT

Regnbogapönnsurnar eru líflegar að sjá. Það er alltaf gaman að bjóða í bröns. Amerískar pönnukökur er sniðug hugmynd í sunnudags-brönsinn og renna ljúflega niður með sýrópi. Það er samt gaman að breyta til og bjóða upp á eitthvað öðruvísi og nýtt. Ofurmamman á síðunni www.iammommy.typepad.com hitti beint í mark þegar hún bjó til regnboga-pönnukökur handa fjölskyldunni.
12.jan. 2015 - 23:00

„Þessi súpa er hundrað sinnum sterkari en sýklalyf“

Þessi súpa virkar miklu betur en nokkur sýklalyf og ég hef prufað hana og staðfesti það hér með að hún þræl virkar.
29.nóv. 2013 - 08:30

Krúttlegir broddgeltir í eftirrétt - Uppskrift

Ertu byrjuð/aður að baka fyrir jólin? Prófaðu þessar ótrúlega krúttlegu broddgaltasmákökur. Þær eru svakalega einfaldar að búa til og virkilega góðar.
08.nóv. 2013 - 12:00

Einn hrikalega girnilegur fyrir helgina - Uppskrift

Það mætti halda að þessi guðdómlegi sjeik komi beint úr ísbúðinni, og ekki nóg með það heldur er hann alls ekki mjög óhollur, hann er glútenlaus og nokkuð trefjaríkur.
30.okt. 2013 - 12:36

Ljúffengir kökupinnar fyrir hrekkjavökuna

Við á Veröldinni stóðumst hreinlega ekki mátið og birtum hér aðra kökupinnahugmynd fyrir hrekkjavökuna en við birtum ótrúlega skemmtilega hugmynd að graskerapinnum fyrr í vikunni.

28.okt. 2013 - 13:42

Gómsætar hugmyndir fyrir Halloween

Myndir/Berglind Berglind í Gotterí og gersemar er alltaf að bralla eitthvað skemmtilegt og núna er hún komin í hrekkjavökugírinn eins og sést hér á þessari ótrúlega skemmtilegu kökupinnauppskrift sem við fengum góðfúslegt leyfi til að birta.
22.okt. 2013 - 14:00

Dásamlegar súkkulaði og karmellu brownies - Uppskrift

Við birtum núna þessa yndislegu uppskrift af brownie kökunum hennar Berglindar í Gotterí og gersemar. Þessar dásamlegu brownies hreinlega bráðna í munni og eru einfaldlega eins góðar og allt sem gott er. Hvernig geta annars mörg lög af súkkulaði, hnetum og karamellu klikkað?
12.okt. 2013 - 09:00

Einfaldur og ljúffengur súkkulaðisjeik - Prófaðu þennan um helgina

Þennan einfalda og bragðgóða súkkulaðisjeik hefur hún Berglind í gotteri.is gert með fjölskyldunni sinni í mörg herrans ár. Við á Veröldinni vorum svo heppin að fá að deila uppskriftinni með ykkur kæru lesendur og birtist hún hér óbreytt:

01.okt. 2013 - 10:14

Svona eldar þú spænska saltfiskréttinn frá Hafinu - Algjört lostæti!

Hann er algjört lostæti þessi: Spænski saltfiskrétturinn inniheldur létt-saltaðan þorsk í sólþurrkaðri tómata- og ólífu marineringu, ásamt hvítlauk, sveppum, rauðlauk, ólífum og sólþurrkuðum tómötum. Við viljum gjarnan deila með lesendum einni laufléttri aðferð við að elda hann
05.sep. 2013 - 10:13

10 hugmyndir að ódýru hollustusnarli á milli mála

Hollt mataræði er mikilvægt og síðastliðin ár hafa mismunandi aðferðir til þess að breyta því lent á vinsældarlistanum. Margt fólk breytir mataræðinu en borðar samt sem áður óhollustu á milli mála. Það er leiðinlegt ef vel gengur að flaska á því að borða hollt snarl á milli mála.
28.ágú. 2013 - 21:00

Átta fæðutegundir sem hjálpa þér að grennast!

Milljónir manna þjást af offitu víða um heim og það er alvarlegt mál. Sumar fæðutegundir eru þekktar fyrir að auka brennslu. Það eru slíkar jurtir og hráefni sem eru bandamenn okkar í baráttunni við aukakílóin.
26.jún. 2013 - 09:00

Rabbabara Rúna gefur uppskrift

Um þessar mundir er rabbabarauppskeran byrjuð, enda komið langt fram í júní. Þá er um að gera að verða sér úti um rabbabara og gera rabbabarasultu, rabbabarakökur, rabbabarasósur, rabbabarasúpur, rabbabarabing barabú!
22.maí 2012 - 09:00

Hitabylgja og gott grillkjöt fyrir helgina - Uppskrift

Það er verið að spá hitabylgju um helgina og þá dettur maður alveg um leið í grillstuð. Hvað er betra en að skella sér í góða kjötbúð og nota tækifærið þegar veðrið leikur við okkur landsmenn og tala nú ekki um að næsta helgi er þriggja daga þar sem annar í Hvítasunnu lengir helgina skemmtilega fyrir okkur.  Hér ótrúlega spennandi uppskrift af grilluðu lambi.
16.maí 2012 - 12:00

Nautnafull nautasteik og gott rauðvín, já takk!

Á morgun er frídagur og því tilfalið að fara alla leið í kvöld og fá sér blóðuga nautasteik og stór glas af rauðvíni en það verður sennilega seint þreyttur kvöldmatur. Hver er ekki til í það eftir erfiða vinnuviku þegar komið er heim í afslöppun ?
09.maí 2012 - 08:31

Himnasending fyrir kaffiþyrsta – UPPSKRIFT

Það jafnast ekkert á við ljúfan sopa.

Það getur verið svolítið dýrt að vera kaffiþyrstur, eða allavega að vera þyrstur í alvöru kaffihúsakaffi. Það er þó einfaldara en fólk grunar að búa til alvöru kaffihúsakaffi heima hjá sér og það þarf ekki að hafa neinar rándýrar kaffivélar við höndina. Ef þú átt gamaldags Espresso könnu, pressukönnu og eldavél ættu þér að vera allir vegir færir.

08.maí 2012 - 09:00

Bombusjeik sem segir sex: Hittir í mark hjá þeim sem þola ekki heilsudrykki – UPPSKRIFT

Heilsudrykkur! Það er til hópur sem þolir ekki heilsudrykki og hefur óbeit á öllu sem búið er til í blandara. Drykkirnir í dag eru allt öðruvísi en drykkirnir sem blandaðir voru fyrir tíu árum. Þá setti fólk hreint skyr, banana og klaka í blandara og var ánægt með sig.
07.maí 2012 - 07:00

Ljúffengur morgunhristingur fyrir unga sem aldna – UPPSKRIFT

Morgunhristingur með múslí. Langar þig í eitthvað fljótlegt og ljúffengt í morgunmat? Ef þú ert með blandara við höndina tekur innan við fimm mínútur að búa til þennan ljúffenga drykk. Það góða við þennan er að hann bragðast nánast eins og rjómaís. Bananinn gerir morgunhristinginn mjúkan og sætan. Kókosvatnið er mikið notað í hráfæðisuppskriftir og inniheldur góða næringu.
02.maí 2012 - 18:00

Mexíkóskt sesamkjúklingasalat með lekkeru lárperumauki – UPPSKRIFT

Þetta salat er í miklu uppáhaldi. Oft hef ég steikt kjúklinginn á hefðbundinn hátt en nú prófaði ég að velta honum upp úr sesamfræjum og krydda vel með reyktri papriku. Það kom sérlega vel út og reykta paprikan undirstrikar mexíkósku áhrifin. Kjúklingurinn lyftir salatinu upp í aðrar hæðir en þeir sem eru í salat-bindindi geta haft franskar eða eitthvað annað með honum.
16.jan. 2012 - 12:00

Uppskrift: Máltíð sem er þess virði að hafa fyrir: Franskur sjávarréttur sem bráðnar gjörsamlega í munninum

Bonne Appetit! Hvort sem að þú ert að halda matarboð eða vilt bara gera vel við þig, þá er þessi réttur algjört æði. Þessi franski réttur er hrikalega bragðgóður og mettandi.


29.apr. 2011 - 18:00 Steinunn Edda Steingrímsdóttir

Einföld og góð uppskrift: Kjúklingasúpa á franska vísu fyrir sælkerana!

Súpur eru léttur og góður matur og sérstaklega efað nóg er af góðu grænmeti og kjöti. Hér er ein lauflétt og góð uppskrift af franskri kjúklingasúpa sem er alveg rosalega góð í bæði hádegismatinn sem og kvöldmatinn.
11.apr. 2011 - 12:00 Steinunn Edda Steingrímsdóttir

Satay kjúklingasalat sem svíkur engan : Tilvalið í saumó! - Uppskrift

Þetta salat er ómótstæðilegt! Þetta salat er fullkomið þegar stelpurnar ætla að hittast og fá sér smá hvítvín. Í saumaklúbbnum, afmælum eða bara matarboðum, þetta er matarmikið salat sem svíkur engann.
23.mar. 2011 - 15:00 Marta María

Paprikusúpan sem allir eru sjúkir í: Súpereinföld og smart – MYNDBAND

Helga Sörensdóttir eldar paprikusúpu. Helga Sörensdóttir kokkur á Krúsku býr til heimsins bestu paprikusúpu. Hún er ekki eina konan í heiminum sem elskar þessa súpu því kúnnarnir vilja ólmir frá uppskriftina. Hún ákvað að deila henni og sýndi hvernig best er að bera sig að.
22.mar. 2011 - 12:00 Guðný Hilmarsdóttir

Ekta kjúklingasúpa frá Spáni - UPPSKRIFT

Eftir allar umræðurnar "fæði eða fóður" sem börn fá í skólunum, þá ákvað ég að næsta uppskrift mín hér yrði kjúklingasúpan sem tengdamóðir mín kenndi mér að gera.  Þetta er spænsk uppskrift og gæti ekki verið einfaldari.  Auðvelt að nálgast allt hráefni og enginn auka kraftur, teningar eða neitt slíkt.
02.mar. 2011 - 14:00 Marta María

Austurlenskar sesamfiskibollur með brokkolíchutneyi og salati – UPPSKRIFT

Það er erfitt að standast góðar fiskibollur. Með því að búa þær til sjálfur hámarkar þú hollustuna og um leið verður bollurnar að veislumat. Prófaðu að krydda þær með framandi kryddum og berðu þær fram með brokkolíchutney sem rífur í.
21.feb. 2011 - 14:00

Langar þig í eitthvað indverskt og gott: Ljúffengur mangókjúklingur er svarið - UPPSKRIFT

Indverskir réttir geta verið mjög bragðgóðir og framandi. Rétturinn er einfaldur og sérstaklega góður. Skora á ykkur að prófa.
18.feb. 2011 - 16:00 Marta María

Helgarmaturinn: Ítalskur sveitakjúklingur með sætum kartöflum – UPPSKRIFT

Sætar kartöflur með límónu. Það sem er svo súpersjarmerandi við ítalska matreiðslu er hvað maturinn smakkast vel. Hér kemur uppskrift að helgarkjúklingnum sem eldaður er á ítalskan máta. Einfaldleikinn ræður ríkjum og á meðan kjúklingurinn er að malla inni í ofni getur þú gert eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni. Ef þú ert að passa línurnar þá er þetta réttur fyrir þig.
18.feb. 2011 - 12:55 Marta María

Konudagsbomba sem gerir allt vitlaust: Engiferinn örvar allt – MYNDBAND

Helga Sörensdóttir býr til bleika konudagsbombu sem er stútfull af engifer.

Helga Sörensdóttir kokkur á Krúsku er búin að búa til tryllingslega konudagsbombu sem er stútfullt af próteini. Helga notar ekkert tilbúið prótein heldur bætir hveitikíki og sólblómafræjum út í drykkinn til að gera hann súperhollan.

15.feb. 2011 - 14:30 Guðný Hilmarsdóttir

Spagettí með risarækjum - UPPSKRIFT

Hér kemur auðveld uppskrift af pastarétt sem allir aldurshópar geta haft ánægju af að borða. Sósan gerð frá grunni og einstaklega góð.

    
14.feb. 2011 - 16:00 Marta María

Búðu til herramannsmat úr afgöngum: Spínatsalat með appelsínu og engiferdressingu

Áttu afgang af kjöti eftir helgina en það dugar kannski ekki alveg sem full máltíð fyrir einn. Þá er mál málanna að búa til matarmikið salat fyrir einn. Annaðhvort til að taka með sér í nesti í vinnuna eða til að borða í kvöldmat.