04. feb. 2011 - 14:00Marta María

Langar þig að kunna að búa til Canneloni frá grunni? Uppskrift að ljúfri kvöldstund

Canneloni er einn af þessum ljúffengu ítölsku réttum sem stendur alltaf fyrir sínu. Vissir þú að það er ekki svo mikið mál að útbúa gómsætan rétt. Það sem skiptir máli er að gefa sér góðan tíma og njóta sín vel í eldhúsinu. Yfirkokkurinn á ítalska staðnum Písa í Lækjargötu kann réttu trixin og deilir þeim hér.

125 g semolina hveiti (ítalskt pasta hveiti)
125 g hveiti
140 g eggjarauður
1egg
1 msk olía og ögn af vatni

Ferskt pasta er skemmtilegt að prófa og fyllt pasta er toppurinn á allri pastagerð. Möguleikarnir eru óteljandi og aðeins hugmyndaflugið getur stoppað mann!

Best er að gera pastadeig í matvinnsluvél. Öllu hráefni er blandað saman og látið vinnast vel, deigið er þvínæst plastað og geymt í kæli í minnst 2 klst.

Handsnúnar pastavélar eru ekki dýrar (fást í fínni eldhústækjabúðum) og einnig eru skemmtilegar pastavélarnar á KitchenAid hrærivélunum, sem eru til á mörgum heimilum. Einnig er hægt að kaupa útflatt pastadeig í stórmörkuðum.

Fyllingin er lögð á milli tveggja laga af deigi og það svo penslað með vatni eða eggjarauðu til að pastablöðin festist saman. Loks er pastadeigið skorið í sundur með hnífi, kleinujárni eða pizzahníf.

Marinering:

250 g Kjúklingalæri, úrbeinuð
Nokkrir kvistar af rósmarin
Nokkrir hvítlauksgeirar
Hálf sítróna, gróft skorin
300ml matarolía

Settu kjúklinginn í litla skál. Settu matarolíu yfir og láttu flæða yfir kjúklinginn. Þá er kryddinu bætt út í ásamt sítrónu. Kjúklingurinn er látinn marinerast í einn dag inn í ísskáp.

 
Næsta dag er fyllingin gerð.

250 g kjúklingur
200g spínat
Ricotta ostur ( búum hann til) 1 l undarennu og 1 l súrmjólk smá salt og eina klípu af smjöri
2 msk mascapone ostur
½ msk saxaður hvítlaukur
½ msk saxaður rauður chilí
3 msk raspur

Stillum ofninn á 170 gráður. Þegar ofninn er orðinn heitur er kjúklingurinn settur inn í ca 12 mín eða þangað til hann er eldaður ( kjarnhitinn verður að ná 68 gráðum ). Á meðan að hann bakast ætlum við að búa til ricotta ost.

Setjum mjólkurvörurnar í pott og leyfum suðunni að koma mjög hægt upp. Eftir ca 1 klst þegar suðan er kominn upp og vökvinn fer að verða þéttur eins og ostur þá sigtum við frá og setjum í tusku -bleiju til að láta vökvann leka frá. Sjóðum spínatið til að gera það mjúkt en pössum okkur að sjóða það ekki of mikið, spínat á til að missa þennan fallega græna lit ef við sjóðum hann of mikið, og við kælum hann niður með köldu vatni eftir suðu.

Núna ætti kjúklingurinn að vera tilbúinn til skurðar og þá skerum við hann mjög smátt. Því næst fáum við okkur skál og setjum kjúklinginn í skálina ásamt spínatinu, hvítlauknum og chili, ricotta ostinum sem ætti að vera orðinn þéttur og nánast vökvalaus. Næst kemur mascarpone osturinn og raspurinn. Smökkum til með salt og pipar. Blöndum þessu öllu vel saman með höndunum
16.sep. 2017 - 18:00 Akureyri vikublað

Íslendingar sjaldséðir hvítir hrafnar

Fyrirtæki Jökuls Bergmanns, Arctic Heli Skiing, hlaut á dögunum tilnefningu sem besta þyrluskíðafyrirtæki heims. Jökull Bergmann segir hér frá tilnefningunni og deilir um leið uppáhaldsuppskriftunum sínum.
13.jún. 2017 - 17:00 Smári Pálmarsson

Gómsætar Mexíkóbulsur: Ein með öllu, nema allt öðruvísi

„Ein með öllu“ hefur stundum verið kölluð þjóðarréttur Íslendinga og mörgum þykir enginn ferðamaður hafa upplifað Ísland til fulls öðruvísi en að koma við á Bæjarins bestu. Sjálfur gerðist ég grænmetisæta fyrir tæpum áratug og hef ekki litið til baka. Það er þó alltaf einhver stemning í kringum íslensku pylsuna sem ég hef saknað – þó mig langi lítið í grunsamlegan ílangan kjötbúðing.
16.okt. 2016 - 16:00 Akureyri vikublað

„Í þessu af áhuga og ástríðu“

Guðni og Inda reka sælkeraverslunina Langabúr á Akureyri en verslunin fékk frumkvöðlaverðlaun á matarsýningunni Local Food Festival. Hér eru uppáhaldsuppskriftir þeirra hjóna.

03.sep. 2016 - 18:00 Akureyri vikublað

Fiskur, humar og sushi í uppáhaldi

Arkitektinn og bæjarfulltrúinn Logi Einarsson tekur fram áhöldin þegar elda á gamaldags heimilismat. Logi féllst á að gefa lesendum uppáhaldsuppskriftirnar sínar.

07.ágú. 2016 - 17:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Jarðaberja salsa á sunnudegi

Það er frábær nýtni á tilboðsjarðaberjum að smella þeim í salsabúning og bera fram með grillmatnum!
02.ágú. 2016 - 20:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Fullkomin eggjahræra: SVONA á að laga hana! - Myndband

Martha Stewart bregst ekki frekar en fyrri daginn. Hér sýnir hún okkur hvernig tækni á að beita til að ná að gera fullkomna eggjahræru!
09.apr. 2016 - 13:49 Bleikt

Hollustuskál Röggu

Dóttir mín, hún Rúna Lóa, er grænmetisæta. Hún hefur ekki borðað dýr síðan hún nýorðin 10 ára, henni þykir það einfaldlega rangt.

Ákvörðun Rúnu Lóu hefur að sjálfsögðu áhrif á matarvenjur heimilisins, enda erum við tvær í heimili hálfan mánuðinn. Þegar við eldum saman eru bara grænmetisréttir á matseðlinum – og við erum duglegar að gera alls konar tilraunir með spennandi rétti.

09.apr. 2016 - 13:34 Bleikt

Hamfarakokkur eldar: Girnilegur pastaréttur í pönnu

Þennan pastarétt gæti varla verið auðveldara að elda. Hann er gerður með því að henda fullt af gæðahráefni á pönnu og kveikja á eldavélinni. Allir ættu að ráða við þetta!
21.feb. 2016 - 17:00

Draumur kjötætunnar!: Beikon og kjötpæ með Jägermeister

Sumir elska kjöt meira en flest annað, sérstaklega beikon. Þó að deilt sé um hollustu mikillar neyslu á kjöti og unnum kjötvörum, munu margir fá vatn í munninn við að horfa á myndbandið hér að neðan.
28.jan. 2016 - 18:00 RaggaEiríks

Besta hummus í heimi!: UPPSKRIFT

Hummus (borið fram hommos) er heiti á kjúklingabaunamauki sem á uppruna sinn í Miðausturlenskri matargerð. Í maukinu mætist hin heilaga þrenning þeirrar matargerðar - hvítlaukur, sítrónusafi og tahini, sem er mauk búið til úr sesamfræjum.
07.jan. 2016 - 14:38 RaggaEiríks

Litlar, sætar og sjúklega góðar Snickers-ostakökur

Rjómaostur – we meet again. Ég hef eitthvað verið að spara rjómaostinn upp á síðkastið og biðst ég formlega afsökunar á því. Ég bara skil ekkert í mér því í mínum huga er rjómaostur eitt af undrum veraldar. Sérstaklega þegar maður blandar honum saman við flórsykur. Alveg sjúk blanda!
07.jan. 2016 - 13:34 RaggaEiríks

Fulkomið beikon í hvert einasta sinn: Myndband!

Ef þú ert ein/n af þeim sem steikir ennþá beikon á pönnu, er kominn tími til að taka upp nýja og betri siði. Hér er aðferð sem tryggir að beikonið verði stökkt og þráðbeint í hvert einasta sinn. Eftir að þú horfir á þetta verður ekki aftur snúið!
16.des. 2015 - 17:14 RaggaEiríks

Villibráðarboð villinganna: Uppskriftir

Vinirnir og veiðifélagarnir Bergþór Júlíusson og Ingvi Þór Ragnarsson hafa staðið að árlegu villibráðarkvöldi í nokkur ár, ásamt ýmsum vinum og ættingjum sem hafa veitt með þeim í gegnum tíðina. Boðið hefur vaxið og þróast með tíð og tíma og hefur fjöldi rétta og gesta aukist með hverju árinu. Þeir kalla viðburðinn Villibráðarboð villinganna.
15.des. 2015 - 13:54 RaggaEiríks

Jólamatseðill grænmetisætunnar: Frábærar uppskriftir frá mæðgunum Sollu og Hildi

Grænmetisgúrúarnir og mæðgurnar Solla á Gló og Hildur hafa birt á síðu sinni ótrúlega girnilegan jólamatseðil. Maturinn er ekki bara girnilegur, heldur virkilega fallegur á að líta. Sælkerar landsins eiga eflaust eftir að sækja sér hugmyndir til mæðgnanna yfir hátíðirnar. Við birtum hér seðilinn með góðfúslegu leyfi.
07.des. 2015 - 23:16 Bleikt

Óveðurskjúklingur Röggu Eiríks: Uppskrift

Ég skrapp í kjörbúð í Kringlunni rétt fyrir lokun klukkan fjögur í dag, og slóst þar í för með stjörfum skíthræddum borgarbúum sem létu líkt og uppvakningadómsdagur væri í nánd. Brauðhillur nær tómar og túnfiskdósir í tugatali í hverri körfu.
07.des. 2015 - 17:18 RaggaEiríks

Aldrei aftur viðbrenndur grjónagrautur!: Eldaðu hann í ofninum

Þessi frábæra uppskrift birtist fyrir nokkrum árum á hinu skemmtilega matarbloggi Ljúfmeti og lekkerheit, þar sem hún Svava birtir girnilegu uppskriftirnar sínar og ýmsar skemmtilegar hugmyndir fyrir heimilið.
03.des. 2015 - 14:52 RaggaEiríks

Tyrkisk Peber ís: Uppskrift!

Þeir sem elska Tyrkisk Peber og ís finnst þessi algjört himnaríki!
03.des. 2015 - 10:33 RaggaEiríks

Kalkúnaveisla Beggu: Starfsmenn WOW air fengu að njóta!

Starfsmenn á skrifstofu WOW air fóru ekki varhluta af þakkargjörðarhátíðarhöldunum og var tækifærið nýtt þegar komið var að því að afhenda starfsmanni meistarakokks-keflið. Begga skrifstofudama og matgæðingur tók að sér eldamennsku fyrir samstarfsfólkið og hélt þannig uppi stórskemmtilegri hefð sem ört stækkandi starfsmannahópurinn hefur haldið í heiðri undanfarin árin. Meistarakokkurinn útvaldi fær hér tækifæri til að sýna hvað í honum býr og bjóða upp á sitt besta í sameiginlegum hádegisverði. Og ef þakkargjörðin er ekki frábært tækifæri til þess þá má leita vel og lengi að betra!
01.des. 2015 - 15:17 RaggaEiríks

Ofngrillaðir kjúklingabitar með rótargrænmeti, rjómalagaðri sósu og einföldu salati

Þessi uppskrift er ótrúlega einföld og niðurstaðan sérlega ljúffeng. Hugmyndin er úr ýmsum áttum. Fyrirmyndin er frönsk - pommes boulangère - sem eru þunnt skornar kartöflur raðað saman með þunnum sneiðum af þunnt sneiddum lauk bragðbætt með timian og penslað með smjöri. Og auðvitað nóg af salti og pipar. Mín uppskrift var ekkert svo frábrugðin nema að ég notaði fjölbreytt úrval af rótargrænmeti sem ég átti inní ísskáp; maírófu, hnúðkál, sætakartöflu, nípu, seljurót, lauk og auðvitað venjulegar kartöflur.
28.nóv. 2015 - 15:12

Glútenlausar muffins með hindberjum og súkkulaðibitum

Þessar ljúffengu muffins eru í miklu uppáhaldi hjá strákunum mínum sem eru með glúten og mjólkuróþol. Þær eru mjúkar og bragðgóðar og alls ekki þurrar eins og mér finnst glútenlaus bakstur oft verða. Það er ekkert mjöl eða sterkja í þeim og ekki mikill sykur þannig að þær eru líka í hollari kantinum. Hindber og súkkulaði eru með því betra sem ég fæ og þessi blanda í muffins er hreint út sagt ómótstæðileg.
27.nóv. 2015 - 18:35 Bleikt

Æðislegt á aðventunni: Sykurristaðar möndlur með kanilkeim

dögunum gerði ég mína fyrstu tilraun með sykurristaðar möndlur. Ég fann mismunandi uppskriftir á netinu en flestar voru þannig að möndlurnar voru soðnar niður í  heimalöguðu sýrópi þar til sykurinn fer að kristallast. Einnig er hægt að velta þeim upp úr blöndu og rista í ofni og ætla ég næst að prófa þá útfærslu og kanna hvort mér finnst betri.
16.nóv. 2015 - 16:28 RaggaEiríks

Dásamlegt brokkolíbuff frá mæðgunum

Buff eru góður matur og sóma sér vel sem miðpunkturinn í máltíð. Bæði frábær fyrir grænkera og þá sem vilja auka hlut jurtafæðis í mataræðinu. Lykilatriði er að bera buffin fram með góðri sósu, og svo getur meðlætið verið nánast hvað sem hugurinn girnist.
16.nóv. 2015 - 11:42 Bleikt

Kúlugott sem tekur aðeins 20 mínútur að búa til: Uppskrift

Þetta kúlugott hefur heldur betur slegið í gegn hjá landsmönnum enda skal engan undra því hér er á ferðinni sælgæti sem er engu líkt. Eða eins og sagt er, einu sinni smakkað – þú getur ekki hætt! Hnetusmjör er svo miklu meira en bara álegg. Hér rennur það saman við Rice Krispies og fleira gúmmelaði og verður að gómsætu konfekti, eftirrétti – eða bara hvenær-sem-er-rétti!  Stökkt, mjúkt og svo ólýsanlega gott.
11.nóv. 2015 - 16:57 RaggaEiríks

Dal frá mæðgunum Sollu á Gló og Hildi: fróðleikur og uppskrift

Ég heyrði einu sinni sögu úr Himalayafjöllunum. Evrópskir ferðalangar höfðu verið þar í margra daga fjallgöngu, ásamt innfæddum leiðsögumönnum. Þau höfðu borðað Dal í nánast öll mál og var ferðalöngunum farið að finnast nóg um, en fátt annað var í boði. Einn daginn komu þau að litlum veitingastað þar sem talsvert meira úrval kræsinga var á matseðlinum. Nú var tilvalið tækifæri til að gera sér glaðan dag, njóta þess að fá smá tilbreytingu og öllum var boðið að velja sér veislumat. 
Þeir innfæddu litu örsnöggt yfir matseðilinn og pöntuðu sér síðan Dal.
10.nóv. 2015 - 13:57

Úr eldhúsi Nönnu Rögnvaldar: MAROKKÓSK SÚPA OG BRAUÐ

Þegar ég var að velta fyrir mér hvað ég ætti að gera við afganginn af spínatpokanum (líklega um 100 g) rifjaðist upp fyrir mér linsubauna- og spínatsúpa sem ég gerði hér á árum áður í ýmsum tilbrigðum. Svo að í strætó á heimleiðinni ákvað ég að gera hana – reyndar að þvi gefnu að ég ætti linsubaunir, sem ég mundi alls ekki. En ég var nú samt með Plan B.
09.nóv. 2015 - 15:54 RaggaEiríks

Ofureinföld Snickers-eplakaka: Uppskrift

Þó þú kunnir ekkert að baka – og ég meina EKKERT – þá geturðu búið til þessa köku og heimilisfólkið á eftir að dýrka þig! Þessi kláraðist á núll einni heima hjá mér og góða við hana er að það er alltaf hægt að hita hana upp daginn eftir og hún er alveg jafn góð – ef ekki betri.
09.nóv. 2015 - 14:06 RaggaEiríks

Dásamlega gott rófu- og graskerspasta: UPPSKRIFT

Á haustin birtast girnileg grasker í grænmetisdeildum verslana. Því miður er ræktun graskera ekki algeng á Íslandi, og þó að tilraunir hafi verið gerðar með ræktun í gróðurhúsum hafa afurðirnar ekki skilað sér í verslanir í neinum mæli. Graskerin sem við getum keypt hér á landi eru oftast innflutt frá Spáni eða Bretlandi.
09.nóv. 2015 - 10:03 RaggaEiríks

Japanskt og spennandi: Gómsætt Gyoza - UPPSKRIFT

Á Skólavörðuholtinu var haldið líflegt matarboð á dögunum þar sem gestir tóku virkan þátt í eldamennskunni. Húsráðandi er áhugakona um japanska matargerð og býr svo vel að eiga japanska mágkonu sem hefur skólað hana lítillega til í matreiðslu ýmiss konar rétta frá heimalandi sínu.
06.nóv. 2015 - 11:00 Bleikt

Þetta er það girnilegasta sem þú munt sjá í dag: Uppskrift!

Matarsíða Buzzfeed birtir daglega einföld myndbönd með leiðbeiningum um eldun fjölbreyttra rétta. Þetta finnst okkur á Bleikt ómótstæðilega girnilegt. Við skellum í þetta um helgina!
04.nóv. 2015 - 17:40 RaggaEiríks

Einföld opin BLT samloka: UPPSKRIFT

Hér er frábær og sáraeinföld uppskrift af gómsætri BLT samloku, reyndar opinni samloku... bíddu er þetta þá kannski frekar brauðsneið eða smörrebröð?! Nafnið gildir einu, því niðurstaðan er einstaklega ljúffengur biti. Uppskriftin er frá hinum stórsnjalla lækni í eldhúsinu. Njótið!