04. feb. 2011 - 14:00Marta María

Langar þig að kunna að búa til Canneloni frá grunni? Uppskrift að ljúfri kvöldstund

Canneloni er einn af þessum ljúffengu ítölsku réttum sem stendur alltaf fyrir sínu. Vissir þú að það er ekki svo mikið mál að útbúa gómsætan rétt. Það sem skiptir máli er að gefa sér góðan tíma og njóta sín vel í eldhúsinu. Yfirkokkurinn á ítalska staðnum Písa í Lækjargötu kann réttu trixin og deilir þeim hér.

125 g semolina hveiti (ítalskt pasta hveiti)
125 g hveiti
140 g eggjarauður
1egg
1 msk olía og ögn af vatni

Ferskt pasta er skemmtilegt að prófa og fyllt pasta er toppurinn á allri pastagerð. Möguleikarnir eru óteljandi og aðeins hugmyndaflugið getur stoppað mann!

Best er að gera pastadeig í matvinnsluvél. Öllu hráefni er blandað saman og látið vinnast vel, deigið er þvínæst plastað og geymt í kæli í minnst 2 klst.

Handsnúnar pastavélar eru ekki dýrar (fást í fínni eldhústækjabúðum) og einnig eru skemmtilegar pastavélarnar á KitchenAid hrærivélunum, sem eru til á mörgum heimilum. Einnig er hægt að kaupa útflatt pastadeig í stórmörkuðum.

Fyllingin er lögð á milli tveggja laga af deigi og það svo penslað með vatni eða eggjarauðu til að pastablöðin festist saman. Loks er pastadeigið skorið í sundur með hnífi, kleinujárni eða pizzahníf.

Marinering:

250 g Kjúklingalæri, úrbeinuð
Nokkrir kvistar af rósmarin
Nokkrir hvítlauksgeirar
Hálf sítróna, gróft skorin
300ml matarolía

Settu kjúklinginn í litla skál. Settu matarolíu yfir og láttu flæða yfir kjúklinginn. Þá er kryddinu bætt út í ásamt sítrónu. Kjúklingurinn er látinn marinerast í einn dag inn í ísskáp.

 
Næsta dag er fyllingin gerð.

250 g kjúklingur
200g spínat
Ricotta ostur ( búum hann til) 1 l undarennu og 1 l súrmjólk smá salt og eina klípu af smjöri
2 msk mascapone ostur
½ msk saxaður hvítlaukur
½ msk saxaður rauður chilí
3 msk raspur

Stillum ofninn á 170 gráður. Þegar ofninn er orðinn heitur er kjúklingurinn settur inn í ca 12 mín eða þangað til hann er eldaður ( kjarnhitinn verður að ná 68 gráðum ). Á meðan að hann bakast ætlum við að búa til ricotta ost.

Setjum mjólkurvörurnar í pott og leyfum suðunni að koma mjög hægt upp. Eftir ca 1 klst þegar suðan er kominn upp og vökvinn fer að verða þéttur eins og ostur þá sigtum við frá og setjum í tusku -bleiju til að láta vökvann leka frá. Sjóðum spínatið til að gera það mjúkt en pössum okkur að sjóða það ekki of mikið, spínat á til að missa þennan fallega græna lit ef við sjóðum hann of mikið, og við kælum hann niður með köldu vatni eftir suðu.

Núna ætti kjúklingurinn að vera tilbúinn til skurðar og þá skerum við hann mjög smátt. Því næst fáum við okkur skál og setjum kjúklinginn í skálina ásamt spínatinu, hvítlauknum og chili, ricotta ostinum sem ætti að vera orðinn þéttur og nánast vökvalaus. Næst kemur mascarpone osturinn og raspurinn. Smökkum til með salt og pipar. Blöndum þessu öllu vel saman með höndunum
(26-30) NRS Iðnaðarlausnir nóv 2015
27.nóv. 2015 - 18:35 Bleikt

Æðislegt á aðventunni: Sykurristaðar möndlur með kanilkeim

dögunum gerði ég mína fyrstu tilraun með sykurristaðar möndlur. Ég fann mismunandi uppskriftir á netinu en flestar voru þannig að möndlurnar voru soðnar niður í  heimalöguðu sýrópi þar til sykurinn fer að kristallast. Einnig er hægt að velta þeim upp úr blöndu og rista í ofni og ætla ég næst að prófa þá útfærslu og kanna hvort mér finnst betri.
16.nóv. 2015 - 16:28 Raggaeiriks

Dásamlegt brokkolíbuff frá mæðgunum

Buff eru góður matur og sóma sér vel sem miðpunkturinn í máltíð. Bæði frábær fyrir grænkera og þá sem vilja auka hlut jurtafæðis í mataræðinu. Lykilatriði er að bera buffin fram með góðri sósu, og svo getur meðlætið verið nánast hvað sem hugurinn girnist.
16.nóv. 2015 - 11:42 Bleikt

Kúlugott sem tekur aðeins 20 mínútur að búa til: Uppskrift

Þetta kúlugott hefur heldur betur slegið í gegn hjá landsmönnum enda skal engan undra því hér er á ferðinni sælgæti sem er engu líkt. Eða eins og sagt er, einu sinni smakkað – þú getur ekki hætt! Hnetusmjör er svo miklu meira en bara álegg. Hér rennur það saman við Rice Krispies og fleira gúmmelaði og verður að gómsætu konfekti, eftirrétti – eða bara hvenær-sem-er-rétti!  Stökkt, mjúkt og svo ólýsanlega gott.
11.nóv. 2015 - 16:57 Raggaeiriks

Dal frá mæðgunum Sollu á Gló og Hildi: fróðleikur og uppskrift

Ég heyrði einu sinni sögu úr Himalayafjöllunum. Evrópskir ferðalangar höfðu verið þar í margra daga fjallgöngu, ásamt innfæddum leiðsögumönnum. Þau höfðu borðað Dal í nánast öll mál og var ferðalöngunum farið að finnast nóg um, en fátt annað var í boði. Einn daginn komu þau að litlum veitingastað þar sem talsvert meira úrval kræsinga var á matseðlinum. Nú var tilvalið tækifæri til að gera sér glaðan dag, njóta þess að fá smá tilbreytingu og öllum var boðið að velja sér veislumat. 
Þeir innfæddu litu örsnöggt yfir matseðilinn og pöntuðu sér síðan Dal.
10.nóv. 2015 - 13:57

Úr eldhúsi Nönnu Rögnvaldar: MAROKKÓSK SÚPA OG BRAUÐ

Þegar ég var að velta fyrir mér hvað ég ætti að gera við afganginn af spínatpokanum (líklega um 100 g) rifjaðist upp fyrir mér linsubauna- og spínatsúpa sem ég gerði hér á árum áður í ýmsum tilbrigðum. Svo að í strætó á heimleiðinni ákvað ég að gera hana – reyndar að þvi gefnu að ég ætti linsubaunir, sem ég mundi alls ekki. En ég var nú samt með Plan B.
09.nóv. 2015 - 15:54 Raggaeiriks

Ofureinföld Snickers-eplakaka: Uppskrift

Þó þú kunnir ekkert að baka – og ég meina EKKERT – þá geturðu búið til þessa köku og heimilisfólkið á eftir að dýrka þig! Þessi kláraðist á núll einni heima hjá mér og góða við hana er að það er alltaf hægt að hita hana upp daginn eftir og hún er alveg jafn góð – ef ekki betri.
09.nóv. 2015 - 14:06 Raggaeiriks

Dásamlega gott rófu- og graskerspasta: UPPSKRIFT

Á haustin birtast girnileg grasker í grænmetisdeildum verslana. Því miður er ræktun graskera ekki algeng á Íslandi, og þó að tilraunir hafi verið gerðar með ræktun í gróðurhúsum hafa afurðirnar ekki skilað sér í verslanir í neinum mæli. Graskerin sem við getum keypt hér á landi eru oftast innflutt frá Spáni eða Bretlandi.
09.nóv. 2015 - 10:03 Raggaeiriks

Japanskt og spennandi: Gómsætt Gyoza - UPPSKRIFT

Á Skólavörðuholtinu var haldið líflegt matarboð á dögunum þar sem gestir tóku virkan þátt í eldamennskunni. Húsráðandi er áhugakona um japanska matargerð og býr svo vel að eiga japanska mágkonu sem hefur skólað hana lítillega til í matreiðslu ýmiss konar rétta frá heimalandi sínu.
06.nóv. 2015 - 11:00 Bleikt

Þetta er það girnilegasta sem þú munt sjá í dag: Uppskrift!

Matarsíða Buzzfeed birtir daglega einföld myndbönd með leiðbeiningum um eldun fjölbreyttra rétta. Þetta finnst okkur á Bleikt ómótstæðilega girnilegt. Við skellum í þetta um helgina!
04.nóv. 2015 - 17:40 Raggaeiriks

Einföld opin BLT samloka: UPPSKRIFT

Hér er frábær og sáraeinföld uppskrift af gómsætri BLT samloku, reyndar opinni samloku... bíddu er þetta þá kannski frekar brauðsneið eða smörrebröð?! Nafnið gildir einu, því niðurstaðan er einstaklega ljúffengur biti. Uppskriftin er frá hinum stórsnjalla lækni í eldhúsinu. Njótið!
02.nóv. 2015 - 16:09 Raggaeiriks

Grænkálssnakk: Næstum því of hollt - Ljúffengt og einfalt

Grænkál er auðvelt að rækta á Íslandi og notkun þess fer vaxandi. Það er náskylt öðrum káltegundum, en einnig mustarði, piparrót og karsa.

Grænkál er auðvelt að rækta í íslensku veðurfari en geymslutíminn er frekar stuttur þegar búið er að uppskera, eða um vika í kæli. Það er hitaeiningasnautt og inniheldur ríkulegt magn af A-, B- og C-vítamíni. Auk þess er það góð uppspretta kalíums, fosfórs og járns, líkt og annað dökkgrænt grænmeti.
01.nóv. 2015 - 18:20

Bananabrauð í lúxusbúningi: Uppskrift

Lilja Katrín heldur út frábæru köku og sætabrauðsbloggi - blaka.is. Hér er ein af uppskriftum hennar sem tekur gamla góða bananabrauðið upp á nýtt og æðra stig:

Ég þoli ekki að henda mat og reyni því alltaf að finna upp á nýjum og spennandi leiðum til að nýta banana sem eru á síðasta snúningi.
01.nóv. 2015 - 12:22

Lakkrískaramellukaka Lilju Katrínar: Fullkomlega ómótstæðileg!

Lilja Katrín Gunnarsdóttir er mikill snillingur í að baka djúsí kökur sem innihalda mikinn sykur og smjör. Hún birtir uppskriftir sínar á matarblogginu Blaka, og í október var hún með lakkrísþema! Við birtum hér eina mjög girnilega uppskrift frá Lilju og mælum eindregið með heimsókn á síðuna hennar!
07.sep. 2015 - 20:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Fullkomin eggjahræra: SVONA á að laga hana! - Myndband

Martha Stewart bregst ekki frekar en fyrri daginn. Hér sýnir hún okkur hvernig tækni á að beita til að ná að gera fullkomna eggjahræru!
31.ágú. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Ofnbakað blómkál með paprikusósu og baunum - uppskeruunaður!

Nú er farið að líða á síðari hluta sumarsins, en þá er aldeilis hægt að gleðjast yfir grænmetisuppskerunni og njóta þess að borða dýrindis nýuppteknar kartöflur, gulrætur, rófur og blómkál.
29.ágú. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Kjötsúpa Sælkerapressunar - nýupptekið grænmeti úr Mosfellsdal

Sælkerapressan skellti sér á uppskerumarkaðinn í Mosskógum í Mosfellsdal og útbjó dásemdar kjötsúpu úr því sem verslað var. Leyniuppskrift Ólu langömmu er hér deilt með lesendum.
25.ágú. 2015 - 12:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Vítamínsprengjan! Lax með spínatmauki og steiktum kartöflum

Nanna Rögnvaldardóttir birtir tillögu að algjörri vítamínsprengju í matarformi: lax með spínatmauki og nýuppteknum kartöflum. Enn sem áður tilvalið að nota nýupptekið íslenskt grænmeti!
23.ágú. 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Sumarpóstkort frá París - leyndarmál Louvre safnsins

Enn berst Sælkerapressunni póstkort frá heimsborginni París og vinkonu okkar búsettri þar henni Sigríði Gunnarsdóttur. Póstkortið á vel við á síðsumri og ber sumarstemningu heimsborgarinnar með sér og vel geymt leyndarmál um Louvre safnið.
21.ágú. 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Djúpsteiktar lambakótilettur - djúsí og dásamlegt

Þarf ekki stundum að hvíla grillið örlítið? Djúpsteiktar lambakótilettur gefa alveg tilefni til þess...
17.ágú. 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Kúmentínsla í Viðey - Viðeyjarkúmenið verðmæta sótt heim

Fjölmargir hafa lagt leið sína til Viðeyjar í ágústmánuði og sótt sér þessa kryddjurt heim til að nýta í te, brugga seyði og krydda mat enda er heimabakað kúmenbrauð algjört lostæti.
10.ágú. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Grillbrauð Stínu - ómótstæðilegt nýbakað og ilmandi!

Sælkerapressan þáði boð til Eldhússysturinnar Kristínu, ættaðri úr Skagafirði en búsettri í Stokkhólmi. Í boði var þetta líka dýrindis grillbrauð sem var borið fram á spjótum nýbökuðu af kolagrillinu klassíska.
06.ágú. 2015 - 14:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Spínatsallat með jarðaberjum og svörtum baunum - hljómar kannski furðulega en er æði!

Það þarf ekkert endilega að sprengja skalann á fjölda hráefna þegar á að útbúa dýrindis salat. Sérstaklega ekki ef hvert og eitt hráefnanna eru vel valin, litrík og bragðgóð. Hér eru þrjú lykilatriði í salatinu en örlítið fleiri til að útbúa sallatdressinguna. Alveg þess virði að prófa!
04.ágú. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Vanillupannacotta með rabbabara - síðsumardesert ársins!


Eru síðustu rabbabarastönglanir farnir að biðja um að verða notaðir? Búið að gera sultu og böku og köku? Rabbabarakompott á alveg stórkostlega vel við rjómakennt vanillupannacotta
02.ágú. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Íslatte - heimagert er best!

Kaffi á næstum alltaf vel við og á sumrin er gott að skipta út heita bollanum öðru hvoru með íslatte eða ískaffi. Það er til skotheld leið til að brugga KALT kaffi sem svo geymist í allt að mánuð inni í ísskáp. Æðislegt ef maður vill njóta þess að fá sér ískaffi með lítillri fyrirhöfn!
31.júl. 2015 - 07:30 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Nachos í álpappír : æðislegt í útileguna!

Ertu að fara í útilegu um verslunarmannahelgina? Bústað? Langar þig að gera eitthvað aðeins meira til að heilla viðstadda en opna snakkpoka án þess að flækja málin alltof mikið? Sælkerapressan er með lausnina! Nachos hitað í álpappír. Tilvalið að smella á grillið smástund og bjóða svo upp á brakandi ferskt nachos með vel völdu meðlæti.
30.júl. 2015 - 14:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Sumarsalat með rækjum og sítrónudressingu

Hér er á ferðinni hin fullkomna sameining kremaða rækjusalatsins sem er svo ómissandi á kaffihlaðborðinu og alvöru eitís rækjukokteils. Rækjur eru syndsamlega illa nýttar í annað en þetta tvennt hér á landi, og löngu kominn tími til að setja ferskt rækjusalat í sumarlegan búning.
12.júl. 2015 - 17:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Jarðaberja salsa á sunnudegi

Það er frábær nýtni á tilboðsjarðaberjum að smella þeim í salsabúning og bera fram með grillmatnum!
10.júl. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Grillsallat Röggu Eiríks - hallouminautnir á hæsta stigi

Blaðakonan, skríbentinn, sjósundskonan, hjúkrunarfræðingurinn og (kynlífs)-pressugyðjan hún Ragga Eiríks býr í miðbæ Reykjavíkur og lætur ekki stærðina á svölunum standa í vegi fyrir að koma þar fyrir veglegu gasgrilli.
01.júl. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Tex-Mex Tortillu "kaka"

Þessa köku er hægt að útfæra á marga vegu. Hafa mismunandi ferskt grænmeti með eða jafnvel gera kjötlausa með mikið af baunum og linsum í staðin steikt og krydduð með texmex kryddblöndunni.
30.jún. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Baunasalat með tómatmauki - frábært með grillpylsum!

Sælkerapressan mælir einlægilega með að bera þetta baunasalat fram með kjötmiklu grillpylsunum sem eru í góðu framboði núna yfir sumartímann.