13. des. 2017 - 12:00

Sum matvæli geymast árum saman

Hin svokallaða „best fyrir“-dagsetning á matvælum er alls ekki heilög og oft er í góðu lagi með mat þótt liðinn sé langur tími frá síðasta söludegi. Vissulega eru sum matvæli viðkvæmari en önnur og bera þess fljótt merki að þeim þurfi að henda fljótlega eftir „best fyrir“-dagsetningu eða síðasta söludag. Mjólk, ostur og kjötvörur eru gott dæmi um slík matvæli.

En hvað með allan pakkamatinn og niðursuðuvörurnar sem leynast djúpt inni í skápunum? Eða sósuflaskan sem er búin að vera innst inni í ísskápnum frá því að þú manst eftir þér?
Ef marka má samantekt fréttamiðilsins Time, sem fékk sérfræðinga og matvælaframleiðendur með sér í lið, þá má jafnvel geyma matvæli í nokkur ár eftir „best fyrir“-dagsetninguna. Oft er best að nota almenna skynsemi til að meta hvort í lagi er með matinn eða ekki.

En vert er þó að hafa í huga að til þess að matvæli geymist þarf auðvitað að nota réttar geymsluaðferðir. Yfirleitt er mælt með dimmum og þurrum stöðum fyrir óopnaðan þurrmat og niðursuðuvörur, en eftir opnun geymast matvælin best í ísskáp.

Bjór

Það er líklega ekki oft sem bjór nær því að fara fram yfir síðasta söludag áður en hann er drukkinn, en ef slíkt gerist þá ætti að vera í góðu lagi með hann í allt að fjóra mánuði.

Púðursykur

Flestir kannast við að púðursykurinn verði grjótharður ef það það gleymist að loka pokanum. Og þá er honum yfirleitt hent. En ef púðursykur er geymdur í loftþéttum poka á þurrum og svölum stað geymist hann ansi lengi. Best er að nota almenna skynsemi til að meta hvort það sé í lagi með hann.

Venjulegt mjólkursúkkulaði

Það gerist eflaust ekki á mörgum heimilum að súkkulaði fari fram yfir síðasta söludag, en það ætti engu að síður að vera í góðu lagi með það allt upp undir ár frá framleiðsludegi. Framleiðsludagurinn er reyndar ekki alltaf gefinn upp á umbúðum, en þá kemur almenn skynsemi að góðum notum

Malað kaffi

Kaffi geymist í allt að tvö ár í óopnuðum umbúðum, á svölum og þurrum stað. Hafi umbúðirnar verið opnaðar geymist það í um mánuð í ísskáp.

Pasta

Það kemur líklega ekki mörgum á óvart, en pasta geymist í um það bil ár eftir „best fyrir“-dagsetninguna.

Frosnir réttir

Tilbúnir frosnir réttir hafa ansi langan endingartíma. En það er talað um að óhætt sé að neyta flestrar slíkrar fæðu 12 til 18 mánuðum eftir síðasta söludag.

Frosið grænmeti

Óopnaðir pokar af frosnu grænmeti geymast í allt að tvö ár eftir síðasta söludag. Hafi pokarnir hins vegar verið opnaðir er geymslutíminn ekki nema um mánuður.

Tómatsósa

Óupptekin flaska af tómatsósu geymist í um ár eftir síðasta söludag, en eftir þann tíma fer líklega bæði bragð og litur að dofna. Það ætti samt að vera óhætt að neyta hennar.
Opnuð flaska geymist hins vegar í um fjóra til sex mánuði.

Majónes í krukku

Óopnuð krukka af majónesi geymist mjög lengi, en bragðgæðin minnka með tímanum.
Opin krukka geymist í tvo til þrjá mánuði.

Sinnep

Sinnep geymist í allt að tvö ár eftir síðasta söludag. Eftir þann tíma fer bæði bragð og litur að dofna, en það ætti hins vegar að vera óhætt að borða það.

Ólífuolía

Olían geymist í tvö ár frá framleiðsludegi, en eftir það fara bragðgæði að dofna. Það er hins vegar alveg óhætt að nota hana til matreiðslu eftir þann tíma.

Hrísgrjón

Líkt og önnur þurrvara geymast hrísgrjón ansi lengi. Það ætti að vera í lagi að borða þau allt að tveimur árum eftir síðasta neysludag.

Salatsósa

Það ætti að vera í góðu lagi að nota salatsósuna sem er búin að standa innst í skápnum í heilt ár. Hafi sósuflaskan hins vegar verið opnuð geymist hún ekki nema í níu mánuði í ísskáp.

Tabasco-sósa

Sterka sósan í litlu flöskunum sem allir þekkja. Flestir eiga eina slíka í ísskápnum og það minnkar hægt í flöskunni, enda yfirleitt lítið notað af sósunni í einu. Það er þó óþarfi að henda flöskunni þó hún hafi verið í ísskápshurðinni árum saman. Tabasco-sósan geymist nefnilega í allt að fimm ár eftir síðasta söludag, á köldum og þurrum stað.
25.apr. 2018 - 18:30

Heimsins bestu vöfflur að hætti Lilju Katrínar

Það er eitt sem ég fæ ofboðslega oft löngun í og það eru vöfflur. Bara hefðbundnar, gamaldags vöfflur. Og helst með engu. Jebb, ég veit að ég er skrýtin en mér finnst vöfflur bestar með engu – enginn rjómi, engin sulta, ekki neitt. Ég er mjög ódýr í rekstri.

20.apr. 2018 - 12:30

Yndislegir snúðar fylltir með karamellubúðingi að hætti Lilju Katrínar

Það er eitthvað við snúða sem gerir mig alveg kolgeggjaða. Ég fæ rosalega oft löngun til að baka snúða og finnst oboðslega gaman að finna uppá nýjum leiðum til að gleðja bragðlaukana. Þessir snúðar fæddust um daginn og maður minn, þeir eru sturlaðir. Yndislegir snúðar í einu orði sagt.
12.apr. 2018 - 16:00

Svaðaleg Snickers-kaka

Ég ætla bara að byrja á því að segja að þessi Snickers-kaka er alls, alls, alls ekki fyrir þá sem eru að forðast sykur, hveiti, mjólkurvörur og allt hitt sem alltaf er verið að segja okkur að sé svo svakalega óhollt.
07.apr. 2018 - 16:00

Ómótstæðileg saltkaramellu kaka

Varúð: Hér á eftir fylgir frekar mikil #humblebrag færsla því ég er bara svo svakalega ánægð með fermingarterturnar sem ég bakaði handa systurdóttur minni, þá sérstaklega saltkaramellu kökuna.

04.mar. 2018 - 12:00 Sælkerapressan

Uppskrift Lilju Katrínar: Geggjaðar beyglur með kanil og hlynsírópi

Ég hef lengi ætlað að baka beyglur og lét loksins slag standa um daginn. Og ég sé sko ekki eftir því.
Ég á eflaust eftir að baka beyglur oft og mörgum sinnum héðan í frá því ég var svo svakalega ánægð með árangurinn.
04.mar. 2018 - 10:00

Fimm fæðutegundir sem gera þig fallegri

Möndlur: Þessar gómsætu litlu hnetur innihalda trefjar sem gera þig grennri og holla fitu sem er frábær fyrir hjartað og húðina. Möndlur eru einnig fullar af steinefnum sem styrkja vöðvana.

03.mar. 2018 - 16:00

Karamellur sem bráðna í munni

Heimalagað sælgæti er algjört dekur þegar vel tekst til. Þegar maður veit að sælgætið er gert af ást og alúð nýtur maður hvers bita til hins ýtrasta. Það gerir heimalagað sælgæti líka að dásamlegri gjöf og með þeim betri sem hægt er að gefa, og þá skiptir engu hvort hún er ætluð manni sjálfum til þess að gleðja og næra andann, börnunum eða vinum og vandamönnum.
02.mar. 2018 - 13:14 Kynning

Mosfellsbakarí: Gróið fjölskyldufyrirtæki, úrvals kaffi, handgert konfekt, hádegisverður og fleira

Mosfellsbakarí  hefur verið starfandi frá árinu 1982 og er gróið fjölskyldufyrirtæki. Í dag er reksturinn í höndum systkinanna Lindu Bjarkar Ragnarsdóttur og Hafliða Ragnarssonar en segja má að þau bæði séu alin upp í fyrirtækinu. Eiginkona Hafliða, Ellisif Sigurðardóttir, stýrir fyrirtækinu með þeim.
01.mar. 2018 - 19:32 Kynning

Bryggjan kaffihús: Fortíð Grindavíkur fönguð í beitningaskúr

Bryggjan kaffihús í Grindavík er ekkert venjulegt kaffihús heldur staður sem fangar sögu beitninga, sjósóknar og tónlistar í Grindavík á einstakan hátt. Beitningar og söngur fléttast merkilega saman í sögu Grindavíkur, eins og Aðalgeir Jóhannsson, einn eigenda Bryggjunnar, rekur stuttlega:

01.mar. 2018 - 14:30 Kynning

Ítalska gæðakaffið Italcaffe

Eldofninn er rómuð pizzeria í Grímsbæ við Bústaðarveg en þar eru framreiddar dýrindis pítsur úr eldofni á ítalska vísu. Eldofninn býður einnig upp á ítalska eðalkaffið Italcaffe. Italcaffe S.p.A. er ítalskt kaffibrennslufyrirtæki sem flytur inn gæðabaunir beint frá mörkuðum.
28.feb. 2018 - 22:00

Sykur- og hveitilaus himnasæla að hætti Lilju Katrínar

Eins og þeir sem hafa eitthvað skoðað þessa síðu mína vita, þá er ég ekkert sérstaklega hrifin af því að sleppa sykri, hveiti og öðru mishollu í mínum bakstri.
28.feb. 2018 - 15:00 Ragna Gestsdóttir

Matarkjallarinn Grófinni: Kósí kjallari og kræsingar sem koma á óvart

Á litlum bletti í Grófinni er nokkur fjöldi veitinga- og skemmtistaða af ýmsum toga þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Einn af veitingastöðunum er Matarkjallarinn, staður sem fagnar í maí 2 ára afmæli. Við vinkonurnar ákváðum að kíkja út mánudagskvöld fyrir stuttu og sáum fyrir okkur að við yrðum þær einu íslensku á staðnum, fyrir utan hópa af ullarpeysu/dúnúlpudúðuðum ferðamönnum, en svo reyndist alls ekki vera.

 

27.feb. 2018 - 17:00 Ragna Gestsdóttir

Burro við Ingólfstorg: Þar sem bragðlaukarnir dansa áfram inn í nóttina

Við Ingólfstorg tóku nokkrir félagar sig til fyrir rúmu einu og hálfu ári og opnuðu veitingastað þar sem Einar Ben var áður. Nýi staðurinn er spennandi veitinga- og partýstaður, skiptist hann í tvennt, þar sem veitingastaðurinn Burro er á 2. hæð og barinn Pablo á þeirri þriðju. Um helgar er góð röð fyrir utan af fólki sem vill komast á þriðju hæðina að skemmta sér, og hef ég tekið eftir að hún er að byrja um níuleytið og um kl. 22 er komin ágætis röð, enda býður Pablo upp á kokteila sem eru gríðarlega áhugaverðir vegna innihalds, skemmtilegir fyrir augað og ljúffengir á bragðið.

23.feb. 2018 - 17:00 Ragna Gestsdóttir

Myndband: Uppskrift – kjúklinga fajitas með nýju twisti

Kjúklinga fajitas eru einfaldar, girnilegar og bragðgóðar. Hér er uppskrift með nýju twisti.
15.feb. 2018 - 13:30 Bleikt

Bananabrauð – Uppáhalds uppskriftin mín

Á mínu heimili elska allir bananabrauð og ég er mjög dugleg að verða við þeirri beiðni að baka fyrir fjölskulduna þetta einfalda en sjúklega góða bananabrauð.

20.jan. 2018 - 19:00 Sælkerapressan

Hrískaka – þessi gamla góða

Stundum getur innblástur komið úr ólíklegustu áttum. Hér er sagan af því hvernig þessi hrískaka varð til. 
Eitt kvöld í síðustu viku sat ég við tölvun og á ferðum mínum um Facebook sá ég stúlku spyrja inní einhverri af milljón grúppunum á samfélagsmiðlinum hvort hægt væri að fá hrísköku nú til dags. Þessa gömlu, góðu með karamellu og hrís. 
17.jan. 2018 - 11:25

Slippurinn poppar upp á Apótekinu

Matreiðslumeistarinn Gísli Matthías Auðunsson verður í broddi fylkingar á veitingastaðnum Apótekinu dagana 24. – 28. janúar næstkomandi. Þá daga verður veitingahúsið Slippurinn í Vestmannaeyjum með svokallað Pop Up event og sérstakur sjö rétta matseðill að hætti Gísla á staðnum.
16.jan. 2018 - 12:30 Sælkerapressan

Karamellu- og súkkulaðibomba sem sprengir alla skala

Sko, mér finnst allt sem ég baka alveg sjúklega gott og skammast mín ekkert fyrir að segja það! En þessi karamellu- og súkkulaðibomba sprengir alla skala! Þetta er ein af þeim kökum sem er eiginlega ekki hægt að lýsa með orðum.
13.jan. 2018 - 16:00 Aníta Estíva Harðardóttir

5 einföld ráð til þess að byrja á heilbrigðum lífsstíl án þess að falla í gryfju óhollustunar

Mynd: Getty Á nýju ári eru margir sem setja sér stór markmið um að bæta heilsuna. Oftar en ekki byrjar fólk með krafti og sér árangur fljótt en vandinn við það er að sú þyngd er fljót að koma aftur ef fólk heldur sig ekki við efnið.
06.jan. 2018 - 11:30

Hefðbundið grískt salat

Miðjarðarhafið er mikil matarkista og matarhefðir þaðan eru Íslendingum að góðu kunnar. Hérlendis hefur ítölsk matargerð lengi átt vinsældum að fagna, enda úrval slíkra veitingastaða og hráefnis prýðilegt.
28.des. 2017 - 18:30

Hvernig er best að afhýða hvítlauk?

Hvítlaukur er til í yfir 300 afbrigðum en hann er bragðmikill, góður sem krydd og sem slíkur algengur í matseld margra þjóða. Hvítlaukur er jafnframt afar heilsusamlegur og hann má nota til að lækna ýmsa kvilla.
26.des. 2017 - 19:06

Hnetusteik meistaranna

Fyrir þá sem elda reglulega úr góðum hráefnum ættu líka að geta fundið margt í hnetusteik í ísskápnum. Það sem þú þarft í hnetusteik meistaranna eru salthnetur, möndlur (hægt að kaupa tilbúnar í litlum skífum), sveppi, einn hvítan lauk, chili-pipar, spergilkál, einn kjarna úr hvítlauk, sæta kartöflu, eitt egg, smá hveiti og tilbúið karrípasta.
15.des. 2017 - 16:00 Sælkerapressan

Hvítt súkkulaði og bananabúðingur

Jæja, krakkar mínir. Ég er hér til að færa ykkur gleðitíðindi. Ég bakaði nefnilega svo svakalega góðar smákökur um daginn að ég get ekki annað en deilt uppskriftinni með ykkur! Hér á bæ er hvítt súkkulaði í guðatölu og því var það notað sem útgangspunkturinn í þessari epísku snilld.

13.des. 2017 - 13:28

Karamellur sem bráðna í munni

Heimalagað sælgæti er algjört dekur þegar vel tekst til. Þegar maður veit að sælgætið er gert af ást og alúð nýtur maður hvers bita til hins ýtrasta. Það gerir heimalagað sælgæti líka að dásamlegri gjöf og með þeim betri sem hægt er að gefa, og þá skiptir engu hvort hún er ætluð manni sjálfum til þess að gleðja og næra andann, börnunum eða vinum og vandamönnum.
12.des. 2017 - 13:30 Sælkerapressan

Gómsætar smákökur: Hvítt súkkulaði og karamellukurl

Ég er stundum spurð hvað mér finnst skemmtilegast að baka. Það finnst mér alltaf jafn erfið spurning. Ég get ekki gert uppá milli barnanna minna. Hins vegar hef ég lengi vel verið mjög svag fyrir að baka smákökur. Kannski út af því að þegar ég var lítil fékk ég alltaf að hjálpa mömmu í smákökubakstri. 
09.des. 2017 - 21:30

Þess vegna áttu alltaf að geyma vínflöskur á hlið

Helgin og hátíðirnar nálgast og því nota margir tækifærið og opna vínflösku í lok annasams dags. Margir hafa lent í því að opna skemmt vín eða jafnvel þurft að nota sigti til að losna við brotinn kork úr víninu. Það er að mörgu að huga þegar kemur að víni og hvernig það er geymt. Vín skal aldrei vera geymt inni í heitri geymslu eða úti í glugga. Einnig á alltaf að geyma vínflöskur á hlið, en hvers vegna?
09.des. 2017 - 17:00

Góð ráð fyrir eldamennskuna

Eldamennska er bæði skemmtilegt og gefandi áhugamál en henni fylgir gjarnan mikill tími og vinna. Ýmislegt má þó gera til að auðvelda sér verkin. Hér eru nokkur einföld ráð sem auðvelda þér lífið í eldhúsinu til muna.
09.des. 2017 - 09:00

Bestu og verstu ávextirnir

Sérfræðingar eru sammála um að mataræði sem inniheldur fjölbreytt úrval af ávöxtum og grænmeti er besti kosturinn. Ávextir innihalda nauðsynleg næringarefni, trefjar og hafa jákvæð áhrif á heilsuna. Hins vegar er gott að hafa í huga að líkt og á við um allan mat þá innihalda sumir ávextir fleiri hitaeiningar en aðrir og þá er magn sykurs einnig mismunandi milli tegunda. 
08.des. 2017 - 16:30 Sælkerapressan

Himnesk súkkulaðikaka með súkkulaðikremi

Þessi súkkulaðiterta er allavega svo góð að það er ómögulegt að standast hana. Þessi uppskrift gæti eiginlega ekki verið einfaldari. Í henni eru hráefni sem flestir ættu að eiga í eldhúsinu og það þarf ekki mikið tilstand til að henda í eina svona súkkulaðisælu á góðum degi.
07.des. 2017 - 14:30 Sælkerapressan

Crinkle smákökur - Ekta súkkulaðisæla

Þeir sem hafa búið í Bandaríkjunum vita að Crinkle smákökur eru afskaplega vinsælar þar. Þetta eru mjúkar súkkulaðikökur með góðu og djúpu súkkulaðibragði og til að setja punktinn yfir i-ið er flórsykri dustað yfir kökurnar áður en þær eru bakaðar. Það er sko blanda sem ekki getur klikkað!
06.des. 2017 - 11:00

Gómsæt Oreo-ostakaka

Framleiðendur Oreo-kexins fagna á þessu ári 100 ára afmæli Oreo en það er örugglega eitt vinsælasta kex í heimi. Það er ótrúlega gott með ískaldri mjólk og það er líka æðislegt að mylja það út á ís. Svo er hægt að baka alls kyns góðgæti úr því líka. Ostakaka með Oreo-kexi er hnossgæti sem vekur lukku sem eftirréttur eða á kökuborði í veislum. Hún er alveg einstaklega góð og ekki síst girnileg.

03.des. 2017 - 19:00

10 mínútna eftirréttur

Þegar gesti ber óvænt að garði er gott að geta skellt í auðvelt og fljótlegt góðgæti. Á síðunni Oprah eru nokkrar slíkar uppskriftir, til dæmis þessi réttur sem er bakaður í örbylgjuofninum og er ekki einungis fljótlegur heldur einnig hollur. 

03.des. 2017 - 12:00

Þetta skaltu borða eftir líkamsrækt

Það er afar mikilvægt að borða eftir að hafa stundað líkamsrækt því við hreyfingu tapar líkaminn mikilli orku. Ef hún er ekki endurnýjuð, og þá helst innan tveggja klukkutíma frá því að hreyfingin var stunduð, er hætta á að vöðvarnir jafni sig ekki fyllilega eftir átökin og púlið verði því til einskis.
03.des. 2017 - 10:00 Sælkerapressan

Heimagert Red Velvet Oreo kex

Ég baka nánast aldrei Red Velvet köku, eða rauða flauelisköku, og ástæðan er einföld: Mér finnst hún alltof, alltof góð og borða alltof, alltof mikið af henni! Svo um daginn fór ég í Kost og sá þar pakka af Red Velvet Oreo-kexi sem ég bara varð að prófa.
02.des. 2017 - 19:00

Þetta ætti að vera á matseðlinum

Það þarf ekki að vera flókið að bæta mataræði sitt en með breyttu mataræði getur þú minnkað hættuna á hjartaáfalli, haldið þér í kjörþyngd og styrkt ónæmiskerfi þitt. 
29.nóv. 2017 - 15:00 Sælkerapressan

Sturlaðir lakkrístoppar með piparfyllingu

Lakkrístoppar eru órjúfanlegur hluti af jólahátíðinni fyrir marga. Ég hef ekki verið í þeim hópi fyrr en núna síðustu jól, eiginlega eingöngu út af því að sjö ára dóttir mín elskar marengs meira en lífið sjálft. 
Þannig að ég ákvað að henda í nokkra lakkrístoppa um daginn.
28.nóv. 2017 - 21:00 Sælkerapressan

Æðisleg rúnstykki sem eru fullkomin í morgunmat

Mín nýjasta ástríða er að prófa mig áfram í að baka alls kyns brauðmeti. Ég hef gert alls kyns tilraunir í eldhúsinu síðustu mánuði og er ég búin að missa tölu á því hve margir hveitipokar hafa farið í súginn. En það fylgir því víst að reyna að fullkomna hina fullkomnu uppskrift. Margt dásamlegt hefur komið úr þessum tilraunum – til dæmis þessi rúnstykki.
28.nóv. 2017 - 09:00

5 ráð til að bæta hafragrautinn

Hafragrautur er hollur, það er staðreynd sem flestir vita. Mörgum finnst hann þó ekkert sérstaklega góður og eru því ekki ólmir í hann. Hér má sjá fimm ráð til að bæta grautinn og gera hann girnilegri.
27.nóv. 2017 - 17:30 Sælkerapressan

Dásemdar súpa sem rífur í

Nú þegar kuldinn er farinn að segja til sín er dásamlegt að gæða sér á heitri súpu. Kvefpestir eru gjarnan farnar að gera vart við sig og er ekki í vegi fyrir að nýta sér náttúrulegar vörur til þess að slá á einkenni sem fylgja pestum.

20.nóv. 2017 - 22:00

11 leiðir til að nota örbylgjuofninn

Flest notum við örbylgjuofninn aðeins til að hita upp afganga og poppa. Það er synd að láta þetta stóra eldhústæki standa óhreyft þess á milli því örbylgjuofnar eru til margra hluta nytsamlegir. Til dæmis er hægt að baka kartöflur, bræða súkkulaði, gufusjóða gulrætur og sitthvað fleira í þessu ágæta tæki. 
19.nóv. 2017 - 21:00

Grænmetisætur hafa meira úthald í rúminu

Kjötætur eiga það stundum til að gera grín að grænmetisætum og segja þær renglulegar vegna fæðunnar sem þær borða. En sá hlær best sem síðast hlær og á það líklega vel við í þessu tilfelli ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við Berkeley-háskóla. Svo virðist sem renglulegu grænmetisæturnar séu mun öflugri þegar kemur að úthaldi í svefnherberginu.
19.nóv. 2017 - 17:30

Fimm ástæður til að drekka kaffi

Næringarfræðingurinn og rithöfundurinn Glenn Matten vill hreinsa kaffi af ásökunum um að vera óhollt fyrir heilsuna. Í grein sem hann ritar á Huffington Post segir hann það allt of algengt að öfgafullir næringarfræðingar hendi fram vandræðalegum staðreyndum um neysluvenjur, hvað sé að best að innbyrða og hvað beri að forðast.
19.nóv. 2017 - 15:00

Töfrafræin ótrúlegu

Chia-fræ hafa verið vinsæl meðal þeirra sem hugsa um heilsuna enda eru þau talin í hópi tíu öflugustu ofurfæðutegunda heims en einnig eru þau sögð vera eitt best geyma leyndarmál næringarfræðinnar. Tilurð fræjanna er talið mega rekja allt aftur til 3.500 fyrir Krist en þau eru talin hafa verið hluti af fæðu Maja og Asteka. 
19.nóv. 2017 - 12:00

Hvernig eldar maður lax í uppþvottavél?

Í bókinni, Þú ert snillingur. Heilræðabók um hvernig við getum einfaldað daglegt líf okkar og um leið sparað stórfé, er að finna ótal heilræði, allt frá því að elda lax í uppþvottavélinni í það hvernig góðra vina fundir geta styrkt ónæmiskerfið.
18.nóv. 2017 - 21:00

Þessi matur hjálpar þér að sofna

Sértu í vafa um hvort þú eigir að fá þér bita á kvöldin fyrir svefninn þá eru hér fimm matvæli sem gætu hjálpað. Kirsuber eru náttúruleg uppspretta hormónsins melatóníns sem stýrir lífklukku okkar og þar með svefni.
18.nóv. 2017 - 20:00

10 mýtur um koffínneyslu

Það er spurning hvort kaffidrykkja sé góð til að koma okkur af stað aftur eða hvort hún sé hreinlega heilsuskaðleg. Í Politiken eru settar fram nokkrar mýtur um koffín og Marta Axestad Petersen, vísindamaður hjá Matvælastofnun Danmerkur, var fengin til að meta þær.
18.nóv. 2017 - 13:30 Sælkerapressan

Twix bollakökur sem gera mann brjálaðan

Ókei, það er reyndar ekki neitt Twix súkkulaði í þessum bollakökum. En ástæðan fyrir því að ég held því fram að þetta séu Twix bollakökur er einfaldlega út af því að tilfinningin að bíta í þær er eins og að bíta í Twix.
13.nóv. 2017 - 10:00

12 leiðir til að nýta örbylgjuofninn

Flest notum við örbylgjuofninn aðeins til að hita upp afganga og poppa. Það er synd að láta þetta stóra eldhústæki standa óhreyft þess á milli því örbylgjuofnar eru til margra hluta nytsamlegir. Til dæmis er hægt að baka kartöflur, bræða súkkulaði, gufusjóða gulrætur og sitthvað fleira í þessu ágæta tæki.
09.nóv. 2017 - 09:56

Ekki búa til heilsudrykki

Með því að borða nægilega mikið af trefjaríkum mat minnkum við hættu á sjúkdómum eins og sykursýki, hjartasjúkdómum og vissum tegundum krabbameins. Rannsóknir sýna einnig að trefjarík fæða hjálpar til við að halda líkamsþyngdinni í skefjum þar sem hún er mettandi.
08.nóv. 2017 - 18:30

Ekki geyma tómatana í ísskápnum

Tómatar eru ákaflega viðkvæmir fyrir kæliskemmdum og þá má ekki geyma í kæli. Besti geymsluhiti tómata er 10-12°C. Tómatar sem verða fyrir kæliskemmdum verða fljótt linir og bragðlitlir, því er ekki gott að geyma þá í ísskápnum.

Pressupennar
nýjast
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.4.2018
Þrjár örlagasögur
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Fleiri pressupennar
Gæludýr: Mars 2018