27. jan. 2017 - 14:40Kynning

Grillvagninn: „Veisluþjónusta fyrir alla, hvar og hvenær sem er“

Grillvagninn veisluþjónusta er með frábæra grillþjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og félagasamtök. Grillvagninn slær alltaf í gegn hvort sem það er í brúðkaupum, starfsmannaveislum, ættarmótum, stórafmælum eða öðrum viðburðum.


Veisla án þess að hafa áhyggjur

Grillvagninn kemur á staðinn með allan þann búnað sem þeir þurfa og allt sem þarf fyrir matinn. Til að gera þína veislu fullkomna kemur Grillvagninn einnig með diska, hnífapör og servíettur svo þú getir haldið flotta veislu án þess að hafa áhyggjur af uppvaski eftir að henni líkur.
 
Grillvagninn var stofnaður árið 1990 af þeim feðgum Hafsteini Gilssyni og Svani Hafsteinssyni. Grillvagninn hefur því verið starfræktur í tæp 27 ár. Höfuðstöðvar Grillvagnsins var um langt árabil staðsett við Melgerði í Mosfellsbæ en hafa verið í glæsilegu húsnæði við Flugumýri í Mosfellsbæ síðan árið 2011. Aðstaðan og aðbúnaðurinn þar er ótrúlega góður og jók úrval rétta þeirra til muna.Glæsilegir matseðlar í boði

Svanur Hafsteinsson keypti fyrirtækið af föður sínum og hefur rekið það síðan. Umsvif Grillvagnsins hefur aukist jafnt og þétt á síðustu árum og er ótrúlega vinsæll kostur þegar kemur að veislum. 

„Okkar markmið er að bjóða upp á veisluþjónustu fyrir alla, hvar og hvenær sem er,“ segir Svanur Hafsteinsson eigandi.

Grillvagninn er með sjö grillbíla og bjóða þeir upp á fimm mismunandi matseðla fyrir grillveislurnar en nánar er fjallað um þá hér fyrir neðan. Hægt er að vera með séróskir og gera einhverjar breytingar þegar pöntunin er gerð í samráði við veisluþjónustuna. Einnig er hægt að óska eftir því að fá forrétt eða eftirrétt. 

 


Heilgrillað lambalæri og BBQ grilluð kalkúnabringa

Þessi matseðill er vinsæll því hann býður bæði upp á heilgrillað lambalæri og einnig BBQ grillaða kalkúnabringu. Með þessu er hægt að fá gratínkartöflur eða bakaðar kartöflur. Svo er auðvitað ferskt salat með fetaosti, maísbaunir og léttristað grænmeti. Svo er hægt að fá hunangssinnepssósu og einnig rauðvíns- eða púrtvínssósu. Fyrir þennan matseðill þarf fjöldi gesta að vera 20 eða fleiri. 


Hamborgaraveisla

Þessi matseðill inniheldur 115 gr. Grillvagnshamborgara án allra aukaefna með osti, hamborgarabrauð, country-style franskar kartöflur, salat og sósu. Athugið að lágmarksfjöldinn fyrir hamborgaraveislu eru 40 gestir. Einnig er hægt að panta pylsuveislur með öllu tilheyrandi. .


Heilgrillað lambalæri og BBQ gljáður kjúklingur

Matseðillinn inniheldur bæði heilgrillað lambalæri og BBQ gljáðan kjúkling. Með þessu kemur svo auðvitað gratínkartöflur eða bakaðar kartöflur. Létt ristað grænmeti, ferskt salat með fetaosti og maísbaunir er meðlætið sem kemur með þessum matseðli en sósurnar sem fylgja með eru hunangssinnepssósa og annaðhvort rauðvíns- eða púrtvínssósa. Fyrir þennan matseðill þarf fjöldi gesta að vera 20 eða fleiri.


Heilgrilluð nautalund og heilgrillað lambalæri

Þessi flotti matseðill býður upp á bæði heilgrillaða nautalund og heilgrillað lambalæri. Með því kemur svo nóg af meðlæti eins og bakaðar kartöflur og hvítlaukssósa, léttristað grænmeti, ferskt salat með fetaosti og maísbaunir. Einnig eru í boði þrjár sósutegundir; hunangssinnepssósa, rauðvínssósa og hin sívinsæla bernaise. Fyrir þennan matseðill þarf fjöldi gesta að vera 20 eða fleiri.


Heilgrillað lambalæri og purusteik

Matseðillinn inniheldur bæði heilgrillað lambalæri og purusteik og auðvitað nóg af meðlæti. Gratínkartöflur eða bakaðar kartöflur, maísbaunir og rauðkál. Einnig ferskt salat með fetaosti og léttristað grænmeti. Með þessu er boðið upp á hunangssinnepssósu og svo rauðvíns- eða púrtvínssósu. Fyrir þennan matseðill þarf fjöldi gesta að vera 20 eða fleiri.

Síminn hjá Grillvagninum er 566-6189 og 898-3189 og netfangið er grillvagninn@grillvagninn.is - Nánari upplýsingar má líka finna á heimasíðunni www.grillvagninn.is

20.ágú. 2017 - 10:30 Sælkerapressan

Pasta með beikoni, döðlum og vínberjum

Enn eina ferðina nálgast helgin og það er kærkomið. Það þýðir að það er kominn tími á helgarréttinn sem að þessu sinni er jafnframt minn uppáhalds pastaréttur.  Beikon og döðlur í þessum rétti eiga vel saman sem endranær, hvort tveggja kröftugt og afgerandi, en vínberin gefa smá sætu og fínleika á móti. Hér er á ferðinni sannkallaður sælkeraréttur, fljótlegur og einfaldur í gerð. 
19.ágú. 2017 - 12:00 Sælkerapressan

Trylltar Flødeboller að hætti Dana

Hver kannast ekki við danskar flødeboller, þessar sem maður þorir ekki að kaupa nema til að deila með öðrum því annars er maður búinn með kassann áður en maður veit af. Ég hef aldrei prufað að baka svona sjálf og því var ég bæði spennt og smá kvíðin þegar það skref var tekið. En það var óþarfi því þessar eru ofureinfaldar í gerð og mjög skemmtilegt að útbúa. 
18.ágú. 2017 - 18:00 Sælkerapressan

Ofnbakaðir ostborgarar með sesamgljáa

Þessir ofnbökuðu ostborgarar eru hin mesta snilld. Frábær tilbreyting frá hinum klassíska borgara, djúsí og bragðgóðir og bornir fram á skemmtilegan hátt. Hinn fullkomni helgarmatur og stórsniðugir í partýið.
17.ágú. 2017 - 21:00 Sælkerapressan

Mexíkósk ramen súpa með kjúklingi

Mexíkóskar súpur eru eitthvað sem langflestir elska og hér kemur ein stórkostlega bragðgóð í skemmtilegri útgáfu með kjúklingi og núðlum. Súpan er matarmikil og ég hef stundum gert hana enn matarmeiri með því að bæta baunum saman við en það er smekksatriði. Njótið vel!
13.ágú. 2017 - 14:52 Sælkerapressan

Banana og döðlubrauð

Þetta dásamlega banana og döðlubrauð er eitt af þessu sem er reglulega bakað á heimilinu – þó það væri bara fyrir ilminn sem kemur upp þegar þetta er í ofninum. Brauðið er elskað af öllum og svo skemmir ekki fyrir að það inniheldur engan sykur og stútfullt af góðir næringu.
13.ágú. 2017 - 13:30 Bleikt

Alvöru réttir sem veitingastaðir hafa borið fram - Myndir

Veitingastaðir ganga sífellt lengra og lengra í að gera réttina nýstárlegri, oft verða til girnilegir réttir og stundum jafnvel svo glæsilegir að maður hálf skammast sín að eyðileggja þá með því að borða þá. Vefsíðan Bored Panda hefur tekið saman nokkur dæmi um einstaklega frumlegar leiðir sem veitingastaðir hafa farið til að bera fram matinn, sum yrði jafnvel hægt að leika eftir í eigin matarboðum.
12.ágú. 2017 - 13:49

Ástríkur: Bruggaður til styrktar Hinsegin dögum

Borg Brugghús sendi fyrst frá sér hinsegin bjórinn Ástrík fyrir gleðigönguna í Reykjavík árið 2013 og hefur bjórinn verið bruggaður árlega síðan.  Óhætt er að segja að Ástríkur hafi slegið í gegn, átt vaxandi vinsældum að fagna ár frá ári, og er nú orðinn fastur þáttur í regnbogadýrðinni sem prýðir Hinsegin daga í Reykjavík og gleðigönguna í fleiri löndum.
09.ágú. 2017 - 18:00 Sælkerapressan

Lakkrískubbar

Uppskriftin af þessum dásemdar lakkrískubbum barst frá einni vinkonu til þeirrar næstu þar til að hún barst mér. Þeir eru hrikalega fljótlegir og einfaldir í gerð en um leið hættulega góðir og ég get ekki annað en leyft ykkur að njóta þeirra líka.
06.ágú. 2017 - 17:00 Bleikt

Einfaldasta bernaise sósan í bænum

Bearnaise sósa er í miklu uppáhaldi heima hjá mér og oftar en ekki verður hún fyrir valinu þegar við grillum gott kjöt. Þegar ég hef lítinn tíma hef ég skellt í bearnaise sósuna á örfáum mínútum og er þessi aðferð snilld þegar maður vill góða sósu á methraða.
04.ágú. 2017 - 01:16 Kynning

Arna ís & kaffibar: Fullkomin leið til þess að enda góðan göngutúr

Arna ís & kaffibar opnaði 5. nóvember í fyrra á Eiðistorgi. „Síðan þá hafa viðskiptin verið að aukast jafnt og þétt, og sérstaklega í sumar. Það eru mjög margir sem fara í kvöldgöngur í kringum nesið enda er þar einstök náttúrufegurð. Svo enda margir á því að fá sér ís eða kaffi hér í Arna ís & kaffibar. Þetta er náttúrulega alveg fullkomin leið til þess að enda góðan göngutúr,“ segir Arna María Hálfdánardóttir, framkvæmdastjóri Arna ís og kaffibar. Þess má geta að alla miðvikudaga er tveir fyrir einn af bragðarefum hjá Arna ís & kaffibar!

03.ágú. 2017 - 18:19 Kynning

Álfurinn í Kopavogi: Góður matur og enn betri ís

Þær eru orðnar sjaldséðar sjoppurnar á Höfuðborgarsvæðinu en ein af þeim eftirstandandi er Álfurinn í Kópavogi. Hann Hákon, eigandi Álfsins til fimm ára, hefur staðið þar vaktina og unnið það þakkláta starf að selja dösuðum sundlaugargestum og nemendum Kársnesskóla dæmigerðan og ljúffengan sjoppuvarning. Þar má fram telja dýrindis SS pylsur, gómsæta hamborgara, sælgæti, snakk, og síðast en ekki síst, klassískan Kjörís með ýmsu girnilegu meðlæti.

03.ágú. 2017 - 17:30 Sælkerapressan

Grillaður eftirréttur með karamellusúkkulaði, berjum og sykurpúðum

Uppskriftin er ofureinföld og eftirrétturinn einn sá besti sem við höfum bragðað. Það má gera hann hollari með fleiri berjum, dökku súkkulaði og hnetukurli.
03.ágú. 2017 - 14:18 Kynning

Ísbúð Vesturbæjar: Á vörum Íslendinga síðan 1971

Ísbúð Vesturbæjar er án efa ein frægasta ísbúð Reykavíkur. Þekktastir eru þeir fyrir „gamla ísinn“ sem hefur verið á vörum landsmanna síðan fyrsti afgreiðslustaðurinn var opnaður árið 1971 á Hagamelnum í Reykjavík. „Í dag eru afgreiðslustaðirnir orðnir hvorki meira né minna en sex, sem ber vitni um gífurlegar vinsældir íssins frá Ísbúð Vesturbæjar. Það er líka alltaf fullt út úr dyrum í öllum veðrum hjá okkur,“ segir Kristmann Óskarsson, framkvæmdastjóri Ísbúðar Vesturbæjar.

03.ágú. 2017 - 14:02 Kynning

Ísbúð Breiðholts: Klassískur ís í Hraunberginu

Í Hraunberginu á milli sundlaugarinnar og Fjölbrautaskólans í Breiðholti er að finna vel staðsetta ísbúð, Ísbúð Breiðholts. Þar má yfirleitt hitta fyrir ferska nýlaugaða sundlaugagesti og svanga menntaskólanema sem úða í sig gómsætum rjómaís í ýmsum útfærslum. „Ætli þetta sé ekki svona stærsti kúnnahópurinn auk fólksins úr hverfinu sem kemur hingað að fá sér ís og annað sem fæst hér,“ segir Linda eigandi Ísbúðar Breiðholts.
30.júl. 2017 - 17:00 Sælkerapressan

Eina kjúklingauppskriftin sem þú þarft að kunna

Ef þú ættir aðeins eina kjúklingauppskrift þá myndir þú eflaust vilja að það væri uppskrift sem slær alltaf í gegn og þú gætir borðað alla virka dag en gætir jafnframt boðið upp á í fínu matarboði fyrir forsetann. Tadararaaaaa…leitið ei lengra – uppskriftin er þessi dásemdar kjúklingur sem er svo safaríkur að hann næstum bráðnar í munni.
29.júl. 2017 - 17:00 Sælkerapressan

Sumardrykkurinn sem slær alltaf í gegn

Mikið sem það er gott þegar sólin lætur loksins sjá sig eftir ansi langa bið. Þá er fátt betra en að skella sér í lautarferð í íslenska náttúru í góðum félagsskap. Taka með sér gott nesti og ekki verra að skála í góðan drykk.
28.júl. 2017 - 17:00 Sælkerapressan

Brúnka með saltkaramellusósu sem er erfitt að standast

Það er svo gaman þegar maður fær innblástur á internetinu til að gera eitthvað í eldhúsinu. Um daginn las ég frétt um að vinsælasta uppskriftin á Pinterest væri saltkaramellubrúnka. Þannig að ég ákvað að hlaða í mína bestu brúnku uppskrift með saltkaramellu sósu. Saltkaramella er náttúrulega það besta sem ég fæ!
27.júl. 2017 - 17:00 Sælkerapressan

Pretzel saltkringlur sem bráðna í munni

Þó ég baki meira en góðu hófi gegnir og sé alveg hreint ágæt þegar kemur að bakstri, þá kemur það samt auðvitað fyrir að ég klúðra allsvakalega. En af öllum mistökum má læra og oftar en ekki fæðist eitthvað fallegt úr þeim. Eins og þessar pretzel saltkringlur.
26.júl. 2017 - 18:00 Sælkerapressan

Heimsins besta gulrótarkaka með rjómaostaglassúr

Það er fátt betra en nýbökuð gulrótakaka. Þessi uppskrift er í miklu uppáhaldi enda lungnamjúk og með rjómaostaglassúr sem setur punktinn yfir i-ið á þessari annars frábæru köku.
24.júl. 2017 - 18:00 Sælkerapressan

Geggjað apríkósu og engifer marmelaði

Nú eru síðustu dagar í sumarfríi hjá mér og ég verð nú að segja að sólin mætti gjarnan skína aðeins á okkur hérna í Reykjavík. Hver bauð haustinu í heimsókn í júlí? Hver?????
21.júl. 2017 - 18:00 Sælkerapressan

Ofnbakaður kjúklingur með grillaðri papriku, mozzarella og furuhnetum

Þessi frábæru uppskrift vona ég að sem flestir eldi og njóti jafn vel og ég. Hún er ofureinföld og inniheldur kjúkling, grillaða papriku, ferskan mozzarella og furuhnetur – bragðlaukarnir dansa við fyrsta bita. Ég gæddi mér að afbragðs góðu hvítvíni með réttinum sem heitir La Rosse, Pinot Grigio frá Tomassi og ég mæli hiklaust með. Sjálf á ég oft í erfiðleikum að finna hvítvín sem eru hvorki of þurr eða sæt og þetta náði fullkomnun. Njótið vel!
20.júl. 2017 - 15:45 Kynning

Úlfur Úlfur Úlfur: Fyrsti íslenski Triple IPA-bjórinn kominn á markað

Vínbúðirnar og Fríhöfnin í Keflavík hefja í dag sölu á bjórnum Úlfur Úlfur Úlfur Nr.50 frá Borg Brugghúsi. Bjórinn er merkilegur fyrir þær sakir að hann er fyrsti íslenski bjórinn í stílnum Triple IPA og hafa íslenskir bjóráhugamenn beðið hans með mikilli eftirvæntingu undanfarnar vikur.
20.júl. 2017 - 14:30 Sælkerapressan

Ofureinföld og gómsæt Snickers-eplakaka

Þessi Snickers-eplakaka er algjört æði, þó ég segi sjálf frá. Og þó þú kunnir ekkert að baka – og ég meina EKKERT – þá geturðu búið til þessa köku og heimilisfólkið á eftir að dýrka þig! Þessi kláraðist á núll einni heima hjá mér og góða við hana er að það er alltaf hægt að hita hana upp daginn eftir og hún er alveg jafn góð – ef ekki betri.
14.júl. 2017 - 19:00 Sælkerapressan

Penne pasta í tómatrjómasósu

Þessi pastauppskrift er ein af uppáhalds pastaréttum mínum. Hún kemur úr smiðu The Pioneer Woman sem er haldið út af Ree Drummond sem er mjög vinsæll  matarbloggari. Ég get svo næstum þvi svarið það að allt sem ég hef bragðað úr hennar smiðju er dásemdin ein.
13.júl. 2017 - 17:00 Sælkerapressan

Langbesta skúffukakan

Þessi skúffukaka sló rækilega í gegn í Bökunarmaraþoni Blaka – svo mikið að ég bakaði hana tvisvar. Það þurfa einfaldlega allir að eiga góða skúffukökuuppskrift og þessi svínvirkar í hvert einasta sinn! Þessi uppskrift passar í litla skúffu en ef þið viljið baka hana í stóra ofnskúffu þá mæli ég með að tvöfalda hana.
11.júl. 2017 - 17:00 Sælkerapressan

Costco kakan: Súkkulaðikaka með guðdómlegu vanillukremi

Það eru þrjár hetjur í þessari köku: Brúnka, eða brownie, fáránlegt vanillukrem og svo Costco jarðarberin. Þetta þrennt saman er eiginlega sturlað. Þessi kaka var allavega borðuð upp til agna strax, og meira að segja maðurinn minn sem fílar hvorki kökur né jarðarber hámaði hana í sig.
11.júl. 2017 - 13:00

Nýr Víking White Ale fær frábærar viðtökur

Víking White Ale hentar við margvísleg tilefni. Víking brugghús hefur undanfarna 18 mánuði unnið að þróun vandaðs White Ale-bjórs sem nú er kominn á markað. Bjórinn hefur hlotið nafnið Víking White Ale. Bjórinn var bruggaður af Baldri Kárasyni, bruggmeistara Víking, en mikill metnaður og vinna var lögð í að fínstilla bragðið.
08.júl. 2017 - 09:00 Sælkerapressan

Smákökur gerast ekki mikið einfaldari

Þessar smákökur sem ég deili með ykkur í dag heita á ensku „Sugar Cookies“ og þær eru fullkomnar í alls kyns skreytingar því þær stækka ekkert eða renna til og frá. Þannig að það er vel hægt að skera út alls kyns munstur með þessu deigi, svo lengi sem þið passið að kæla það nógu lengi, eins og stendur í uppskriftinni.
07.júl. 2017 - 17:24 Bleikt

Andabringusalat með döðlum og hunangssinnepsósu

Þetta salat er einn af mínum uppáhalds réttum til að bjóða uppá þegar ég fæ fólk í mat til mín. Þetta er ótrúlega einfalt að útbúa og hægt að undirbúa að stórum hluta fyrir fram og það er því einstaklega þægilegt þegar maður er að fá gesti og þarf að huga að öðrum hlutum líka eða er í tímaþröng.
06.júl. 2017 - 18:00 Sælkerapressan

Geggjað grískt kartöflusalat

Frábært kartöflusalat hentar fullkomlega yfir sumartímann með hvaða mat sem er. Ekki verra ef hann er grillaður.
02.júl. 2017 - 19:00 Sælkerapressan

Heslihnetu súkkulaðismjör

Einn sunnudag fyrir ekki svo löngu var vöfflupartý í kortunum og við ákváðum að gera okkur enn glaðari dag og útbúa súkkulaði-hnetusmjör til að bera fram með vöfflunum, ásamt ferskum ávöxtum og kókosrjóma. Svona súkkulaði-heslihnetusmjör er algjört lúxusálegg og minnir jafnvel pínkulítið á heimagert nutella, bara minna sætt-bragð og meira hnetubragð og auðvitað úr lífrænt ræktuðu hráefni. 
02.júl. 2017 - 10:00 Sælkerapressan

Súkkulaðikaka með sykurpúðakremi og hindberjasírópi

Þessi súkkulaðikaka er algjört dúndur, þó ég segi sjálf frá. Ég nota olíu í stað smjörs í botnana, sem þýðir að kakan verður alveg extra mjúk og djúsí. Svo ákvað ég að búa til hindberjasíróp til að pensla botnana með og kom það svakalega vel út. Það kemur léttur berjakeimur sem er alls ekki of sterkur og eykur bara á mýkt kökunnar. Rúsínan í pylsuendanum er síðan sykurpúðakremið en í það notaði ég Marshmallow Fluff.
30.jún. 2017 - 10:00

Ísafold Restaurant: Sérvalið hráefni beint frá býli

Að utan ber lítið á veitingastaðnum Ísafold Restaurant sem er staðsettur á Center Hotel Þingholti, aðeins nokkrum skrefum frá Bankastræti. En þegar inn á staðinn er komið opnast ný veröld þar sem mikið er lagt í einstaka hönnun, sótta í íslenska náttúru.
29.jún. 2017 - 12:00 Sælkerapressan

Regnbogaspagettí

Það er eitthvað við þessa björtu sumardaga sem kallar fram löngun í litríkan og ferskan mat hjá okkur mæðgum. Grænmetisspaghetti er einn af þessum réttum sem okkur finnst svo góðir á sumrin. Við gerðum ljúffenga útgáfu um daginn og notuðum allt litríkasta grænmetið sem við fundum. 
28.jún. 2017 - 12:30 Sælkerapressan

Grillveisla með chilí- og sinnepsmarineruðum kjúklingi

Uppskriftin að þessum chilí sinnepskjúklingi einföld og frábær. Borin fram með góðu kartöflusalati og flögum og þið eruð komin með máltíð sem steinliggur.
26.jún. 2017 - 18:00 Sælkerapressan

Notalegur thai núðluréttur

Frábær núðluréttur sem er fljótlegur í gerð og mikið elskaður af öllum fjölskyldumeðlimum – sérstaklega þegar ekki gefst mikill tími til eldamennsku. Uppskriftin kemur af uppskriftarvefnum jocooks og vakti þar geysimikla lukku. Vona að þið njótið vel!
24.jún. 2017 - 13:00

„Paellan hans pabba í uppáhaldi“

Greta Huld Mellado Greta Huld Mellado notast helst við fljótlegar og þægilegar uppskriftir. Greta féllst á að gefa lesendum Akureyri Vikublaðs uppáhaldsuppskriftirnar sínar.


24.jún. 2017 - 10:00 Sælkerapressan

Betra en allt nammibitar með karamellu og saltkringlum

Þetta er uppskrift að einu rosalegasta nammibitum sem til eru. Þeir innihalda einungis fjögur hráefni og taka nokkrar mínútur í gerð en mæÓmæ hvað þeir eru mikil dásemd. Ég hef gert þá með það í huga eða eiga í frysti þegar góða gesti ber að garði en gestirnir hafa enn ekki náð að fá smakk þar sem þeir klárast um leið. Mitt ráð til ykkar er…gerið amk. tvöfalda uppskrift!
23.jún. 2017 - 11:00 Sælkerapressan

Uppskrift: Kræsingar í krús

Mig langaði að prófa eitthvað nýtt í skírnarveislu dóttur minnar um daginn. Þar sem ég hef alla tíð verið mikið fyrir „mini“ allt þá lét ég loksins verða af því að gera krukkukökur. Ég fann þessar litlu sætu sultukrukkur í Hagkaup í Spönginni og þá var ekki aftur snúið. Að þessu sinni valdi ég uppskrift í takt við litaþema veislunnar og var þetta það krúttlegasta á veisluborðinu. Ég fæ líklega æði fyrir krukkukökum í framhaldinu og hlakka til að prófa mig áfram með ýmsar hugmyndir í þeim efnum.
22.jún. 2017 - 17:15 Sælkerapressan

Fljótlegar vefjur með dásamlegum krispí nöggum

Í gær skellti ég í þessar ómótstæðilegu krispí nagga-vefjur með ananas-salsa, sýrðum rjóma, avókadó, tómötum og rifnum mozzarella. Á þessu heimili er ósjaldan gripið til þess að elda vefjur enda fljótlegt í framkvæmd og afbragðs gott. Ég nota Gardein „crispy tenders“ naggana sem unnir eru úr soya og eru algjör snilld inní vefjur eða salöt og henta einnig vel sem partýmatur eða snarl með góðri ídýfu.
21.jún. 2017 - 14:00 Bleikt

„Hættum að láta eins og grillið sé vígi karlmannsins, því ótrúlegt en satt þá geta konur líka grillað“

Það hefur lengið verið sú mýta að konur kunna ekki að grilla og það sé hlutverk karlmannsins. Það er að sjálfsögðu algjört bull og á sér enga stoð í raunveruleikanum. Ingileif Friðriksdóttir skrifaði pistil sem birtist fyrst í Morgunblaðinu um konur sem grilla. Hún segir frá því þegar hún og unnusta hennar fengu grill í sameiginlega afmælisgjöf.
20.jún. 2017 - 16:00 Sælkerapressan

Tryllt nachos ídýfa

Þessa nachos ídýfu hef ég gert í mörg ár og lengi reynt að finna ídýfur sem nálgast þessa þegar kemur að dásemd og einfaldleika. Sama við hvaða tækifæri hún er borin fram ávallt vekur hún jafn mikla lukku. Þessi færir ykkur vel inn í helgina. Njótið vel!

19.jún. 2017 - 12:00 Sælkerapressan

Uppskrift: Makkarónur með karamellufyllingu

Makkarónur eru bæði ótrúlega bragðgóðar og virkilega fallegar. Þessar bleiku og hvítu makkarónur eru fylltar með saltri karamellu...
17.jún. 2017 - 20:00 Smári Pálmarsson

Allir þekkja hinar sígildu IKEA leiðbeiningar – Nú getur þú nýtt þær við eldamennskuna

„Þegar kemur að eldamennsku hika flestir við að bregða sér út af laginu. Því þykja nýjar mataruppskriftir flóknar. IKEA vildi sýna fólki að það getur verið gómsætt og einfalt að vera skapandi.“
17.jún. 2017 - 09:45

Uppáhalds uppskriftir hindrunarhlaupara: „Mér finnst ekkert gaman að elda en ég elska að borða“

Markmið bræðranna var að sjá hvort þeir gætu klárað hlaupið. Þeir enduðu í grennd við 900. sæti af 2.000 keppendum. Björn Fannar Hafsteinsson tók nýlega þátt í hindrunarhlaupinu Tough Viking í Noregi. Hlaupnir voru 10 kílómetrar í fjöllunum auk þess sem keppendur þurftu að leysa 40 þrautir á leiðinni. Björn Fannar segir hér frá ævintýrinu auk þess sem hann deilir sínum uppáhaldsuppskriftum með lesendum.
16.jún. 2017 - 10:00 Sælkerapressan

Satay salat með kjúklingi og eggjanúðlum – það allra besta!

Þessa uppskrift sá ég á matarblogginu RecipeTinEats og verandi aðdáandi tælenskra eldamennsku uni ég ekki fyrr en ég hafði prufað þetta. Það er óhætt að segja að þetta salat hafi staðið undir væntingum og vel það. Núðlur, grænmeti, kjúklingur og ómótstæðileg Satay dressing. Nomms!
15.jún. 2017 - 12:00 Sælkerapressan

Uppskrift: Skúffukaka með karamellukremi

Ég vissi af gestum um daginn með stuttum fyrirvara og þá var tilvalið að skella í þessa skúffuköku, hún hreinlega bara klikkar aldrei og svo lék ég mér aðeins með kremið og það var dúndurgott.
14.jún. 2017 - 14:00 Ragga Nagli

„Lykillinn að hugarró, jafnvægi og heilbrigðu sambandi við mat er að strika út bannlistana“

Á níunda áratugnum þegar Naglinn sleit barnsskónum tróndi brauð á toppi fæðupýramídans. Það var varla máltíð með mönnum nema að slæsa af hveiti væri annaðhvort í aðalhlutverki eða hvíldi slök á kantinum. Normalbrauð með osti í eldhúsinu hjá ömmu. Rúgbrauð með smjöri með mánudags ýsunni. Samsölubrauð með rækjusmurosti á milli í nesti í leikskólann. Brauð með osti og ananas í kvöldmat þegar múttan nennti ekki að elda. Brauð með skinku og osti hitað í örbylgju eftir skóla eða samloka með skinku og osti í mínútugrilli.
13.jún. 2017 - 17:00 Smári Pálmarsson

Gómsætar Mexíkóbulsur: Ein með öllu, nema allt öðruvísi

„Ein með öllu“ hefur stundum verið kölluð þjóðarréttur Íslendinga og mörgum þykir enginn ferðamaður hafa upplifað Ísland til fulls öðruvísi en að koma við á Bæjarins bestu. Sjálfur gerðist ég grænmetisæta fyrir tæpum áratug og hef ekki litið til baka. Það er þó alltaf einhver stemning í kringum íslensku pylsuna sem ég hef saknað – þó mig langi lítið í grunsamlegan ílangan kjötbúðing.
13.jún. 2017 - 10:00 Sælkerapressan

Dásemdar súkkulaðikaka með glassúr

Uppskrift að dásemdar súkkulaðiköku með glassúr sem vekur lukku hjá öllum þeim sem hana bragða. Sumir segja að hér sé á ferðinni allra besta súkkulaðikakan. Hvort sem það er rétt eða ekki látum við liggja á milli hluta, en frábær er hún að minnsta kosti. Njótið vel.

Pressupennar
nýjast
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.8.2017
Bernanke um Ísland
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 18.8.2017
Velferðarríkið og siðaskiptin
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 15.8.2017
KFC er mitt framhjáhald
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 08.8.2017
Einfalt réttlæti þess sem valdið hefur
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 02.8.2017
Atlavík ´84
Arnaldur Máni Finnsson
Arnaldur Máni Finnsson - 31.7.2017
Vinir í næsta bæ
Fleiri pressupennar
Gæludýr: IAMS minis - ágúst