04. sep. 2010 - 15:00Marta María

Fagur fiskur í sjó slær í gegn: Fleiri þættir komnir í framleiðslu

Sveinn Kjartansson sýnir flotta takta í sjónvarpsþáttunum, Fagur fiskur í sjó.

Sveinn Kjartansson sýnir flotta takta í sjónvarpsþáttunum, Fagur fiskur í sjó. Mynd: Úr einkasafni

Matreiðsluþættirnir, Fagur fiskur í sjó, í umsjón Sveins Kjartanssonar og Áslaugar Snorradóttur hafa slegið í gegn á Ríkissjónvarpinu. Svo vinsælir hafa þættirnir verið að nú er búið að búa til tvo nýja þætti sem sýndir verða 12. og 19. september. Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari og einn eigenda Fylgifiska segist vera „túramaður“ þegar kemur að matreiðslu.

„Það var ákveðið að gera tvo þætti til viðbótar, enda af nægu að taka. Í fyrri þættinum koma „grallarar“ við sögu. Þessir „grallarar“, sem upplýst verður í þættinum hverir eru, verða soðnir, fylltir og steiktir. Í þessum þætti förum einnig í Heiðmörkina í sveppa- og berjamó. Enda er nú sá árstími til að nýta þessa ávexti jarðarinnar. Síðari þátturinn er með fókus á ýmsar kryddjurtir og fræ. Við búum til meðal annars. grænt masala frá grunni, sem við síðan kryddum blálöngu með. Þá hittum við graslækni, sem fræðir okkur um mátt jurtanna og fáum að sjá hvernig búa eigi til taílenskar fiskikökur og fleira gott, svo eitthvað sé nefnt af því sem fjallað er um í þeim þætti.

Þegar Sveinn er spurður að því hvað hafi staðið upp úr við gerð þáttanna nefnir hann lærdóminn.

Fyrir mig var það óneitanlega það að vera kominn í þá skemmtilegu og ögrandi aðstöðu að fá að læra enn meira um mat og matargerð. Einnig kom kúfskelin mér skemmtilega á óvart.

Það er ekki hægt annað en að spyrja Svein um hvað honum finnist skemmtilegast að matbúa. Hann á samt erfitt með að velja eitthvað eitt því hann segist vera túramaður.

Matreiðsla er ástríða fyrir mér og mér finnst einstaklega gaman að uppgötva og prófa ýmis hráefni og möguleikana sem felast í þeim til að gera góða og skemmtilega rétti. Ég get ekki valið neitt eitt varðandi matreiðslu, sem ég hef meiri ánægju af en annað. En það má kannski segja að ég sé „túra“ maður þegar kemur af því hvað mig þykir skemmtilegast hverju sinni. Tek tarnir í uppáhalds einhverju.

Eru íslendingar nógu duglegir við að borða fisk?

Já, allavega viðskiptavinir okkar í Fylgifiskum. Margir þeirra borða fisk mörgum sinnum í viku. Fiskur er bara það góður að það er verst fyrir þá, sem ekki borða fisk, að missa af slíku lostæti að njóta.

Sveinn tekur sig vel út á skjánum og því ekki úr vegi að spyrja hann hvort kærastinn, Viðar Eggertsson leikari og leikstjóri, hafi gefið honum góð ráð áður en tökur hófust.

Viðar hefur ráð undir rifi hverju og gaf mér fullt af góðum ráðum.

Það er ekki hægt að sleppa Sveini án þess að fá hjá honum uppskrift. Hann gefur uppskrift að ljúffengu Saltfisksalati.

Saltfisksalat

800 gr saltfiskhnakkar útvatnaðir og roðlausir

3 msk hvítlauksolía

Nýmulinn svartur pipar

3 msk panko raspur

200 g grilluð niðurlögð paprika.

200 g niðulögð þystilhjörtu

200 g grænar ólífur

3 stönglar bergminta

Skerið saltfiskinn í þunnar sneiðar, hellið hvítlauksolíuna yfir og piprið. Veltið saltfisknum upp úr raspinum, steikið á heitri pönnu í ca 1 ½ mín á hvorri hlið.

Raðið saltfiskneiðunum á fat, skerið parikuna og þystilhjörtun gróft, sneiðið ólífurnar í tvennt. Blandið öllu varlega saman. Stráið síðan bergmintunni yfir.

Gott að bera fram með grófu brauði eða blanda saman við stökk salat.
16.jan. 2014 - 12:30

Himneskir kanilsnúðar - Uppskrift

Berglind hjá Gotteri.is bakaði um síðustu helgi snúða sem hún hefur ætlað að prófa lengi! Gefum henni orðið:

Ég er mikill aðdáandi Cinnabon í Bandaríkjunum og læt mig oft dreyma um þá guðdómlegu snúða. Núna verð ég hins vegar að segja að sú þörf var fullkomlega uppfyllt með gerð þessara snúða, þeir voru svooooooooooo góðir að ég get ekki beðið eftir næstu helgi til að baka þá aftur!

20.des. 2013 - 14:11

Hinn íslenski Bríó í bjórbiblíunni 1001 beers you must try before you die

Bókin er skrifuð af bjórsérfræðingunum Adrian Tierney-Jones og Neil Morrissey og er partur af alþjóðlega jólabókaflóðinu í ár.  Bókin er vel þekkt meðal bjóráhugamanna um allan heim, dreift víða og er án efa ein af þekktari bjórbókum heimsins. Í bókinni má finna síðu um bjórinn Bríó frá Ölgerðinni en hann er fyrsti og eini íslenski bjórinn sem ratað hefur í þessar bækur eftir því sem ég kemst næst.
19.des. 2013 - 13:35

Verðlaunabjórinn Bríó kominn í sölu í Kanada

Bríóbjórinn í hillum áfengisverslunar í Bresku Kólumbíu í Kanada Nú er Bríó bjórinn kominn í hillur verslanna víðsvegar um Kanada og fáanlegur á yfir hundrað sölustöðum en í júlí á þessu ári var gengið frá samningum við Christopher Steward wine & Spirits í Kanada um að flytja inn og dreifa Bríó bjórnum frá Ölgerðinni.
18.des. 2013 - 23:01

Gjafabréf í Bjórskólann aldrei verið vinsælli

Kennarar Bjórskólans á góðri stundu: Sveinn Waage, Stefán Pálsson, Atli Þór Albertsson og Höskuldur Sæmundsson. Kennarar Bjórskólans miðla þekkingu sinni af mikilli ástríðu enda allir annálaðir bjórnördar og húmoristar. Lögð er áhersla á fræðslugildi námskeiðsins en nemendur læra um sögu bjórsins, hráefni hans, bruggferli og síðast en ekki síst, fá þeir að smakka ólíkar tegundir bjórstíla. Við komu fá allir bjór af krana, sem reglulega er fyllt á eftir því sem við á.
13.des. 2013 - 16:00

Jólahlaðborðið í Argentínu Steikhúsi er engu líkt

Kristján Sigfússon, eigandi Argentínu, segir að í gegnum árin hafi aðaláherslan ávallt verið lögð á kalkúninn og er hann boðinn í ýmsum útfærslum en hann er meðal annars í forrétt, aðalrétt og svo sem heitur heilssteiktur kalkúnn, kalkúnabringur og kalkúnalæri ásamt ótal öðrum forréttum og köldum aðalréttum að sjálfsögðu.
10.des. 2013 - 13:35

Rúnar í Kokkarnir.is: „Sælkerakörfurnar okkar hafa mikla sérstöðu“

Sælkerakörfurnar frá Kokkarnir.is hafa verið gríðarlega vinsæl jólagjöf fyrir starfsfólk íslenskra fyrirtækja í gegnum árin, enda er mikil búbót falin í fallegri gjafakörfu, sprengfullri af góðgæti, fyrir fjölskylduna rétt fyrir jólin.  
29.nóv. 2013 - 08:30

Krúttlegir broddgeltir í eftirrétt - Uppskrift

Ertu byrjuð/aður að baka fyrir jólin? Prófaðu þessar ótrúlega krúttlegu broddgaltasmákökur. Þær eru svakalega einfaldar að búa til og virkilega góðar.
27.nóv. 2013 - 18:41

Upplifðu veglega þakkargjörðarhátíð á Hótel Cabin

Þakkargjörðarhátíðin er á morgun 28. nóvember og í tilefni af því ætlar Hótel Cabin að vera með sína sívinsælu þakkargjörðarveislu dagana 28. -29. nóvember. Kokkarnir á Hótel Cabin ætla að töfra fram einkar girnilegt kalkúnahlaðborð með öllu tilheyrandi, svo sem gómsætri fyllingu og ljúffengum eftirrétt. Þetta verður því algjörlega ekta amerísk gæðaveisla.
25.nóv. 2013 - 13:00

Komdu jólagestunum á óvart með dýrindis kræsingum

Öll viljum við gera svolítið vel við okkur um jólin, bæði í mat og drykk. Oft bökum við líka sömu jólakökurnar ár eftir ár samkvæmt hefðinni. En hvernig væri að breyta aðeins út af venjunni og prófa eitthvað af þessum ótrúlega fallegu jólakræsingum?
21.nóv. 2013 - 09:00

Ljúffeng Kit Kat kaka - Uppskrift

Hér er ein snilldar uppskrift frá henni Berglindi í Gotterí og gersemar. Kakan er ekki bara ótrúlega ljúffeng, heldur líka svo ótrúlega falleg í útliti:
08.nóv. 2013 - 12:00

Einn hrikalega girnilegur fyrir helgina - Uppskrift

Það mætti halda að þessi guðdómlegi sjeik komi beint úr ísbúðinni, og ekki nóg með það heldur er hann alls ekki mjög óhollur, hann er glútenlaus og nokkuð trefjaríkur.
06.nóv. 2013 - 11:08

Lakkrísgott sem þú verður að prófa - Uppskrift

Hér er ein ótrúlega góð og ljúffeng uppskrift frá henni Berglindi í Gotterí og gersemar sem Veröldin fékk góðfúslegt leyfi til að birta. Sniðugt að prófa um helgina með krökkunum, fyrir kaffiboðið eða bara að njóta hvenær sem er:
01.nóv. 2013 - 12:00

Jólasveinninn kom með jólabjórinn til byggða - Myndir

Jólasveinninn kom með Víking Jólabjórinn til byggða á dögunum en bjórinn góði er bruggaður á Akureyri og því þótti við hæfi að taka Jólabjórsgönguna þar að þessu sinni.
30.okt. 2013 - 12:36

Ljúffengir kökupinnar fyrir hrekkjavökuna

Við á Veröldinni stóðumst hreinlega ekki mátið og birtum hér aðra kökupinnahugmynd fyrir hrekkjavökuna en við birtum ótrúlega skemmtilega hugmynd að graskerapinnum fyrr í vikunni.

28.okt. 2013 - 13:42

Gómsætar hugmyndir fyrir Halloween

Myndir/Berglind Berglind í Gotterí og gersemar er alltaf að bralla eitthvað skemmtilegt og núna er hún komin í hrekkjavökugírinn eins og sést hér á þessari ótrúlega skemmtilegu kökupinnauppskrift sem við fengum góðfúslegt leyfi til að birta.