04. sep. 2010 - 15:00Marta María

Fagur fiskur í sjó slær í gegn: Fleiri þættir komnir í framleiðslu

Sveinn Kjartansson sýnir flotta takta í sjónvarpsþáttunum, Fagur fiskur í sjó.

Sveinn Kjartansson sýnir flotta takta í sjónvarpsþáttunum, Fagur fiskur í sjó. Mynd: Úr einkasafni

Matreiðsluþættirnir, Fagur fiskur í sjó, í umsjón Sveins Kjartanssonar og Áslaugar Snorradóttur hafa slegið í gegn á Ríkissjónvarpinu. Svo vinsælir hafa þættirnir verið að nú er búið að búa til tvo nýja þætti sem sýndir verða 12. og 19. september. Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari og einn eigenda Fylgifiska segist vera „túramaður“ þegar kemur að matreiðslu.

„Það var ákveðið að gera tvo þætti til viðbótar, enda af nægu að taka. Í fyrri þættinum koma „grallarar“ við sögu. Þessir „grallarar“, sem upplýst verður í þættinum hverir eru, verða soðnir, fylltir og steiktir. Í þessum þætti förum einnig í Heiðmörkina í sveppa- og berjamó. Enda er nú sá árstími til að nýta þessa ávexti jarðarinnar. Síðari þátturinn er með fókus á ýmsar kryddjurtir og fræ. Við búum til meðal annars. grænt masala frá grunni, sem við síðan kryddum blálöngu með. Þá hittum við graslækni, sem fræðir okkur um mátt jurtanna og fáum að sjá hvernig búa eigi til taílenskar fiskikökur og fleira gott, svo eitthvað sé nefnt af því sem fjallað er um í þeim þætti.

Þegar Sveinn er spurður að því hvað hafi staðið upp úr við gerð þáttanna nefnir hann lærdóminn.

Fyrir mig var það óneitanlega það að vera kominn í þá skemmtilegu og ögrandi aðstöðu að fá að læra enn meira um mat og matargerð. Einnig kom kúfskelin mér skemmtilega á óvart.

Það er ekki hægt annað en að spyrja Svein um hvað honum finnist skemmtilegast að matbúa. Hann á samt erfitt með að velja eitthvað eitt því hann segist vera túramaður.

Matreiðsla er ástríða fyrir mér og mér finnst einstaklega gaman að uppgötva og prófa ýmis hráefni og möguleikana sem felast í þeim til að gera góða og skemmtilega rétti. Ég get ekki valið neitt eitt varðandi matreiðslu, sem ég hef meiri ánægju af en annað. En það má kannski segja að ég sé „túra“ maður þegar kemur af því hvað mig þykir skemmtilegast hverju sinni. Tek tarnir í uppáhalds einhverju.

Eru íslendingar nógu duglegir við að borða fisk?

Já, allavega viðskiptavinir okkar í Fylgifiskum. Margir þeirra borða fisk mörgum sinnum í viku. Fiskur er bara það góður að það er verst fyrir þá, sem ekki borða fisk, að missa af slíku lostæti að njóta.

Sveinn tekur sig vel út á skjánum og því ekki úr vegi að spyrja hann hvort kærastinn, Viðar Eggertsson leikari og leikstjóri, hafi gefið honum góð ráð áður en tökur hófust.

Viðar hefur ráð undir rifi hverju og gaf mér fullt af góðum ráðum.

Það er ekki hægt að sleppa Sveini án þess að fá hjá honum uppskrift. Hann gefur uppskrift að ljúffengu Saltfisksalati.

Saltfisksalat

800 gr saltfiskhnakkar útvatnaðir og roðlausir

3 msk hvítlauksolía

Nýmulinn svartur pipar

3 msk panko raspur

200 g grilluð niðurlögð paprika.

200 g niðulögð þystilhjörtu

200 g grænar ólífur

3 stönglar bergminta

Skerið saltfiskinn í þunnar sneiðar, hellið hvítlauksolíuna yfir og piprið. Veltið saltfisknum upp úr raspinum, steikið á heitri pönnu í ca 1 ½ mín á hvorri hlið.

Raðið saltfiskneiðunum á fat, skerið parikuna og þystilhjörtun gróft, sneiðið ólífurnar í tvennt. Blandið öllu varlega saman. Stráið síðan bergmintunni yfir.

Gott að bera fram með grófu brauði eða blanda saman við stökk salat.
Svanhvít - Mottur
02.júl. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Sælkeraviðburður í matarborginni Reykjavík - KRÁS götumarkaður í Fógetagarðinum

Matarborgin Reykjavík! Á KRÁS sameinast kokkar frá allri veitingarflórunni og útbúa götumat, undir berum himni. Opið alla laugardaga í júlí og ágúst milli 13 og 18.
01.júl. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Tex-Mex Tortillu "kaka"

Þessa köku er hægt að útfæra á marga vegu. Hafa mismunandi ferskt grænmeti með eða jafnvel gera kjötlausa með mikið af baunum og linsum í staðin steikt og krydduð með texmex kryddblöndunni.
30.jún. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Baunasalat með tómatmauki - frábært með grillpylsum!

Sælkerapressan mælir einlægilega með að bera þetta baunasalat fram með kjötmiklu grillpylsunum sem eru í góðu framboði núna yfir sumartímann.
29.jún. 2015 - 09:23 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Þorskur á spínatbeði

Ekta ofnfiskuréttur í hollari kantinum! Léttur og góður fiskurinn og þá getur maður sannarlega leyft sér smá rjómasósu með. Fullkomið með hvítvínsglasi.
27.jún. 2015 - 10:00

Bounty-bitar


27.jún. 2015 - 08:00 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Sykurlaust bananabrauð Heilsupressunnar


26.jún. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Hvernig á að kæla kampavínið á methraða!

Sleppið því að troða flöskunni í frystihólfið og prófið frekar þetta!
25.jún. 2015 - 08:45 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Leyndarmál kaffikorgsins eru komin í ljós!

Því miður er ekki hægt að endurnýta kaffikorg til að búa til enn meira kaffi en efist ei... það er hægt að gera töluvert margt annað en bara henda honum eftir notkun...
23.jún. 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Kardimommukaka með rabbabara

Kannski finnst ykkur kardimommuilmurinn helst minna á jólin og þá er kannski furðulegt að bjóða uppá slíka köku um hásumar… en ég lofa! Þegar súrum grænum eplum eða rabbabarabitum er þrýst ofan í deigið heyrist allt annað en jólalög!
22.jún. 2015 - 20:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Prufubakstur Sælkerapressunnar: Laxa-kökubaka Gestgjafans

Að góðum Sælkerapressusið deilum við með lesendum þegar úrvalsgóðar uppskriftir skjóta upp kollinum og hér var um eina slíka að ræða. Tímaritið Gestgjafinn mælti með kökuböku sem er tilvalin í nestiskörfuna fyrir þá sem vilja sleppa við pulsusjoppurnar á ferðalaginu.
21.jún. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Rabbabarabaka - hveiti og sykurlaus!

Sigurbjörg Rut lagðist í tilraunastarfsemi á þessari rabbabaraböku, hún skyldi verða bæði hveiti og sykurlaus!
20.jún. 2015 - 21:19 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Miðsumar - Sumarsólstöður = Jarðaberjatertan ómissandi!

Þessa helgina er sumarið algjöru hámarki. Sól er hátt og lofti og því er fagnað víðsvegar um heim. Í Svíþjóð er margra daga fögnuðurinn Midsommar og jarðaberjatertan er skyldumætt!
20.jún. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Tætt lambakjöt - langtímaeldað með afrískum blæ

Lambakjöt er í miklu uppáhaldi á Sælkerapressuheimilinu og allra best er það þegar það er eldað svo úr verði kjöt með hálfgerðri smjöráferð ... svo meyrt er það!
19.jún. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Póstkort frá París: töfraheimur Latínuhverfisins og Miðjarðarhafsfiskréttur

Enn berst Sælkerapressunni póstkort frá heimsborginni París og vinkonu okkar búsettri þar henni Sigríði Gunnarsdóttur. Hátísku fiskréttur er í boði en fyrst laufléttur göngutúr í Latínuhverfinu.
18.jún. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Bragðlaukaferð til Eþíópíu - Sælkerapressan á Teni

Sælkerapressan er ófeimin við að bragða á framandi mat svo þegar fréttir bárust af Eþíópískum veitingastað í miðborginni byrjuðu bragðlaukarnir að hita sig upp fyrir það sem í vændum var.
16.jún. 2015 - 18:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Þjóðlegt á sautjándanum - rjómapönnsur

Á sautjánda júní skundum við mörg niður í bæ, strengjum vor heit og látum rigna aðeins á okkur með fána í einni og gasblöðru í hinni. Fátt er svo betra en koma heim í heitt kaffi og nýbakaðar rjómapönnsur!
16.jún. 2015 - 07:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Morgunmatur um allan heim - MYNDBAND

Það eru ágætis líkur á að þig langi stundum í amerískan morgunmat (litlar þykkar pönnukökur eða jafnvel vöfflur með sírópi) eða kannski enskan (beikon, egg og baunir). En hvað fá Egyptar sér? Indverjar? Ítalir? Kíktu á þetta myndband og spurningunni sem Sælkerapressan hafði lengi velt fyrir sér er svarað!
15.jún. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Ertu að geyma ávextina á réttum stað? Forðumst myglu í ávaxtaskálinni!

Erum við ekki öll með girnilega ávaxtaskál í eldhúsinu? Sem á að lokka fjölskyldumeðlimi til að fá sér hollan ávöxt í amstri dags? Og svo er fátt fallegra en að sjá þessa náttúrulegu litafegurð taka á móti okkur þegar við göngum inn í eldhúsið.

11.jún. 2015 - 21:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Bláberjakaka með glassúr - uppskriftin fyrir helgarbaksturinn er HÉR!

Fyrir utan að vera girnileg og góð eru bláberin stútfull af andoxunarefnum þannig að við þurfum ekkert að vera feimin við að bæta við tveim lúkum af sykri og smá smjöri til að úr verði þessi dásamlega kaka!
10.jún. 2015 - 11:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Gratínerað fyllt eggaldin - grænmetisréttur vikunnar!

Léttur hádegisverður með vinkonum eða skemmtilegt og öðruvísi meðlæti með kvöldmatnum af grillinu
08.jún. 2015 - 20:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Salt og sætt mætast - Laxasalat Sigurbjargar


07.jún. 2015 - 10:58 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Löng bílferð framundan? Ferðalög? Upprúllaðar pönnsur með rjómaosti!

Einhendis nesti (matur sem hægt er að bera að munni sér með annari hendinni) er svo tilvalið  bílferðarnesti!
06.jún. 2015 - 10:00

Í tilefni Colour Run! Regnboga pönnukökur

Regnbogapönnsurnar eru líflegar að sjá. Það er alltaf gaman að bjóða í bröns. Amerískar pönnukökur er sniðug hugmynd í sunnudags-brönsinn og renna ljúflega niður með sýrópi. Það er samt gaman að breyta til og bjóða upp á eitthvað öðruvísi og nýtt. Ofurmamman á síðunni www.iammommy.typepad.com hitti beint í mark þegar hún bjó til regnboga-pönnukökur handa fjölskyldunni.
05.jún. 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Champions League úrslit kalla á hellisbúamat - Binni tætir svínakjöt

Sælkerapressan er með hina fullkomnu lausn að úrslitaleiks fóðri fyrir hellisbúanna! Réttur sem sér um sig sjálfur og er góður með bjór. Málið leyst!
03.jún. 2015 - 21:44 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Óvænt kombó? Lambakjöt og ferskjur... Sumarástin!

Anna Demirian er fædd í Armeníu en fann ástina á tvítugsaldri og flutti til Svíþjóðar. Hún bloggar af ástríðu um það sem hún eldar og bakar til að deila með áhugasömum um hvernig hægt sé að hafa armensíkt „touch“ af matnum.

02.jún. 2015 - 18:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Minnkum matarsóun: 9 matvörur sem hægt er að frysta!

Þú gætir minnkað matarsóun heimilisins OG sparað þér slatta af tíma við matargerðina ef þú venur þig á að smella fleiru í frystirinn. Kíktu á listann!
01.jún. 2015 - 20:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Djúpsteiktar saltfiskbollur - fiskibollur í fimmta gír!

Nanna Rögnvaldar deilir uppskrift að saltfiskbollum sem eru djúpsteiktar. Það er alls ekki nauðsynlegt að nota sérstakan djúpsteikingarpott í slíkt verk heldur nægir að vera með góðan og djúpan pott sem getur tekið 1l af olíu.
31.maí 2015 - 10:38 Út fyrir kassann

Smáatriðin fyrir sumarpartýið!

Smáatriði geta sett punktinn yfir i-ið og myndað skemmtilega stemmningu með lítilli fyrirhöfn við hin ýmsu tilefni. Einföldustu boð geta orðið að glæsilegum og eftirminnilegum veislum ef gestgjafinn hefur gefið sér tíma til þess að nostra við litlu hlutina
30.maí 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Ritzkex-kjúklingur: "Nuggets" sem allri fjölskyldunni á eftir að finnast gott

Ritzkex er hægt að nota á fleiri vegu en með ostbita eða rækjusallati ofan á! Hér er kexið mulið svo úr verður raspur og hann notaður til að hjúpa kjúklingalundir.
29.maí 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Margaríta + bjór = Bjórgeríta !

Ætli þetta verði sumardrykkurinn 2015?
28.maí 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Fiskisúpa með appelsínukeim og rækjuhvítlaukssurprise

Góð fiskisúpa er eins og vísa. Aldrei of oft kveðin... eða löguð!
Þessi er með óvæntum tilburðum eins og stjörnuanís ásamt ofanágumsi sem lyftir súpunni á dálítið skemmtilegar hæðir.
26.maí 2015 - 21:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Allt-of-mikið-brownies - út fyrir öll mörk!

Ragnheiður Ásta deilir uppskrift sem er meira aðferðarfræði frekar en uppskrift. Svo einfalt er það!
25.maí 2015 - 20:59 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Grænmetisréttur með ostabráð: sveppa- og blómkálsbögglar

Hér deilir Nanna Rögnvaldar uppskrift að prýðilegum grænmetisrétt sem einnig getur verið meðlæti með góðum fisk- eða kjötrétti. Til dæmis með grillmat!
24.maí 2015 - 17:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Tvennskonar tómatsulta frá Friðheimum - dásamlega öðruvísi

Sælkerapressan heyrði minnst á tómatsultu og hváði. TÓMATsulta?
24.maí 2015 - 15:00 Bleikt

Góð ráð sem auðvelda matarinnkaupin

Það getur stundum verið vesen að fara í matvöruverslanir en það gengur mun betur ef þú ert vel undirbúin/nn og með gott skipulag. Tilboð og merkingar geta truflað viðskiptavini og gera margir skyndiinnkaup sem þeir sjá svo seinna eftir.
22.maí 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Oreo-eftirréttur sem engin stenst - Júróvisionnammigott!

Þessi eftirréttahugmynd er svo óskaplega sniðug og einföld en lítur þeim mun glæsilega út að hún hentar hvort sem er í hversdagseftirrétt fyrir fjölskylduna, í saumaklúbbinn eða flotta borðhaldsveislu með sætaskipan!
21.maí 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Dijonsinnepskjúklingur með rósmarín og hvítlauk

Ragna Björg uppgötvaði töfra Dijon-sinnepsins. Unaðslega gott í þessum kjúklingarétti!
19.maí 2015 - 20:19 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Gráðostakærleikur í kjötbollum

Sigurbjörg Rut viðurkennir fúslega að hún sé haldin miklum kærleika til gráðosts og hér braust kærleikurinn út í formi gráðostrafylltra kjötbolla með sósu.
18.maí 2015 - 10:33 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Þegar Martha Stewart feilaði - MYND

Drottning heimilisfullkomnunnar, húsmóðurlegra hugmynda og settlegheita: sjálf Martha Stewart. Sú getur nú líka klikkað á smáatriðunum... eins og myndin sannar!
17.maí 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Póstkort frá París: í maí gerir þú það sem þér sýnist!

En mai fais ce qu’il te plait!
Enn berst Sælkerapressunni póstkort frá heimsborginni París og vinkonu okkar búsettri þar henni Sigríði Gunnarsdóttur. Nú deilir hún með okkur því sem er á döfinni í maímánuði.
16.maí 2015 - 11:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Sælkerapressan mælir með - skreytingarnámskeið hjá Berglindi

Berglind Hreiðarsdóttir kökuskreytingarsnillingur með meiru boðar til kökuskreytinganámskeiða við allra hæfi í Mosfellsbænum. Tilvalið að læra réttu handtökin fyrir sumarið!
15.maí 2015 - 15:20

Sumargull er komið að kveða burt snjóinn

Sumargull er nú komið aftur í hillur Vínbúðanna og staldrar eðlilega stutt við. Salan hefur gengið vonum framar en Sumargullið hentar vel með ýmsum léttum og sumarlegm réttum og ekki síður í vinstri höndina þegar grilltöngin er í þeirri hægri, eða öfugt.
12.maí 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Skærgræn spínatsúpa - UPPSKRIFT

Það er ekki bara Stjáni Blái sem verður sterkur af að borða spínat!
11.maí 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Spagettí með humar - lúxusfiskréttur!

Hér kemur uppskrift að pastarétt þar sem sósan er gerð frá grunni og er alveg einstaklega góð. Hægt að nota humar eða risarækju.

    
10.maí 2015 - 09:52 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Súkkulaðiskonsur á sunnudegi

Helena Eldhúsperla gleður heimilisfólkið sitt um helgar með nýbökuðum súkkulaðiskonsum. Dásamlega góðar volgar með smjöri og osti!
08.maí 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Próflokapasta: ódýrt og gott án þess að vera úr dós!

Nóg komið af súkkulaðisukki og orkulitlum skyndibitamat yfir próflestrinum! Hér er pastaréttur sem er jafn góður og hráefnin eru fá. Pottþétt bragðlaukakæti!
07.maí 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Eggjakaka í vöfflujárni - töfrar í tryllitækinu!

Og flugið heldur áfram! Spurningunni „Hvað er hægt að gera annað í vöfflujárninu?“ var enn ósvarað. Fyrir valinu varð eggjakaka eða ommeletta.
06.maí 2015 - 10:00

10 hugmyndir að ódýru hollustusnarli á milli mála

Hollt mataræði er mikilvægt og síðastliðin ár hafa mismunandi aðferðir til þess að breyta því lent á vinsældarlistanum. Margt fólk breytir mataræðinu en borðar samt sem áður óhollustu á milli mála. Það er leiðinlegt ef vel gengur að flaska á því að borða hollt snarl á milli mála.
05.maí 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Grillaður kjúlli í sparifötum

Það er oft afar freistandi að kaupa tilbúinn kjúlla úti í búð og skella frönskum í ofninn en hér er örlítið hollari og kannski bragðbetri útgáfa.
04.maí 2015 - 21:06

Mynd dagsins: Allt um kökuna sem freistaði forsætisráðherra í dag - Uppskrift

Uppákoma varð í þinginu í dag þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yfirgaf salinn til að fá sér köku. Nokkrir þingmenn vildu meina að hann ætti að vera svara fyrirspurnum þingmanna.

Begga Sælkerapressan - um hana