04. sep. 2010 - 15:00Marta María

Fagur fiskur í sjó slær í gegn: Fleiri þættir komnir í framleiðslu

Sveinn Kjartansson sýnir flotta takta í sjónvarpsþáttunum, Fagur fiskur í sjó.

Sveinn Kjartansson sýnir flotta takta í sjónvarpsþáttunum, Fagur fiskur í sjó. Mynd: Úr einkasafni

Matreiðsluþættirnir, Fagur fiskur í sjó, í umsjón Sveins Kjartanssonar og Áslaugar Snorradóttur hafa slegið í gegn á Ríkissjónvarpinu. Svo vinsælir hafa þættirnir verið að nú er búið að búa til tvo nýja þætti sem sýndir verða 12. og 19. september. Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari og einn eigenda Fylgifiska segist vera „túramaður“ þegar kemur að matreiðslu.

„Það var ákveðið að gera tvo þætti til viðbótar, enda af nægu að taka. Í fyrri þættinum koma „grallarar“ við sögu. Þessir „grallarar“, sem upplýst verður í þættinum hverir eru, verða soðnir, fylltir og steiktir. Í þessum þætti förum einnig í Heiðmörkina í sveppa- og berjamó. Enda er nú sá árstími til að nýta þessa ávexti jarðarinnar. Síðari þátturinn er með fókus á ýmsar kryddjurtir og fræ. Við búum til meðal annars. grænt masala frá grunni, sem við síðan kryddum blálöngu með. Þá hittum við graslækni, sem fræðir okkur um mátt jurtanna og fáum að sjá hvernig búa eigi til taílenskar fiskikökur og fleira gott, svo eitthvað sé nefnt af því sem fjallað er um í þeim þætti.

Þegar Sveinn er spurður að því hvað hafi staðið upp úr við gerð þáttanna nefnir hann lærdóminn.

Fyrir mig var það óneitanlega það að vera kominn í þá skemmtilegu og ögrandi aðstöðu að fá að læra enn meira um mat og matargerð. Einnig kom kúfskelin mér skemmtilega á óvart.

Það er ekki hægt annað en að spyrja Svein um hvað honum finnist skemmtilegast að matbúa. Hann á samt erfitt með að velja eitthvað eitt því hann segist vera túramaður.

Matreiðsla er ástríða fyrir mér og mér finnst einstaklega gaman að uppgötva og prófa ýmis hráefni og möguleikana sem felast í þeim til að gera góða og skemmtilega rétti. Ég get ekki valið neitt eitt varðandi matreiðslu, sem ég hef meiri ánægju af en annað. En það má kannski segja að ég sé „túra“ maður þegar kemur af því hvað mig þykir skemmtilegast hverju sinni. Tek tarnir í uppáhalds einhverju.

Eru íslendingar nógu duglegir við að borða fisk?

Já, allavega viðskiptavinir okkar í Fylgifiskum. Margir þeirra borða fisk mörgum sinnum í viku. Fiskur er bara það góður að það er verst fyrir þá, sem ekki borða fisk, að missa af slíku lostæti að njóta.

Sveinn tekur sig vel út á skjánum og því ekki úr vegi að spyrja hann hvort kærastinn, Viðar Eggertsson leikari og leikstjóri, hafi gefið honum góð ráð áður en tökur hófust.

Viðar hefur ráð undir rifi hverju og gaf mér fullt af góðum ráðum.

Það er ekki hægt að sleppa Sveini án þess að fá hjá honum uppskrift. Hann gefur uppskrift að ljúffengu Saltfisksalati.

Saltfisksalat

800 gr saltfiskhnakkar útvatnaðir og roðlausir

3 msk hvítlauksolía

Nýmulinn svartur pipar

3 msk panko raspur

200 g grilluð niðurlögð paprika.

200 g niðulögð þystilhjörtu

200 g grænar ólífur

3 stönglar bergminta

Skerið saltfiskinn í þunnar sneiðar, hellið hvítlauksolíuna yfir og piprið. Veltið saltfisknum upp úr raspinum, steikið á heitri pönnu í ca 1 ½ mín á hvorri hlið.

Raðið saltfiskneiðunum á fat, skerið parikuna og þystilhjörtun gróft, sneiðið ólífurnar í tvennt. Blandið öllu varlega saman. Stráið síðan bergmintunni yfir.

Gott að bera fram með grófu brauði eða blanda saman við stökk salat.
(21-31) Söstrene grene okt 2016
19.okt. 2016 - 10:00 Kynning

Ferskt íslenskt hráefni - matreiðsla undur S-evrópskum áhrifum

Forréttabarinn er staðsettur á mörkum miðbæjarins og Vesturbæjarins, að Nýlendugötu 4, 101 Reykjavík. Staðurinn er fimm ára gamall en í matreiðslunni er keppst við að nota ferskt íslenskt hráefni, kjöt, fisk og grænmeti; en þetta er síðan matreitt á klassískan hátt undir miklum áhrifum frá suður-evrópska eldhúsinu.
16.okt. 2016 - 16:00 Akureyri vikublað

„Í þessu af áhuga og ástríðu“

Guðni og Inda reka sælkeraverslunina Langabúr á Akureyri en verslunin fékk frumkvöðlaverðlaun á matarsýningunni Local Food Festival. Hér eru uppáhaldsuppskriftir þeirra hjóna.

11.okt. 2016 - 10:18 Kynning

Forréttabarinn

Forréttabarinn er staðsettur á mörkum miðbæjarins og Vesturbæjarins, að Nýlendugötu 4, 101 Reykjavík. Staðurinn er fimm ára gamall en í matreiðslunni er keppst við að nota ferskt íslenskt hráefni, kjöt, fisk og grænmeti; en þetta er síðan matreitt á klassískan hátt undir miklum áhrifum frá suður-evrópska eldhúsinu.
10.okt. 2016 - 11:32 Kynning

Perlan er sívinsæl

Veitingahús Perlunnar hefur verið einn vinsælasti veitingastaður Reykjavíkur frá stofnun árið 1991, enda er Perlan einn þeirra staða sem hver ferðamaður verður að koma til. En stórkostlegt útsýni og glæsilegur arkitektúr er ekki allt sem Perlan hefur upp á að bjóða.
07.okt. 2016 - 11:41

Sægreifinn

Sægreifinn við gömlu höfnina í Reykjavík er enginn venjulegur veitingastaður. Þar er mjög vinalegt andrúmsloft og minnir helst á heimili. Á morgnana mæta heimalingarnir en það eru gamlir trillukarlar, vinir og fastagestir Sægreifans.
06.okt. 2016 - 16:38

Torfan Humarhúsið


06.okt. 2016 - 09:47 Kynning

Íslenski barinn

Allir góðir veitingastaðir hafa sérstöðu og sérstaða Íslenska barsins er meðal annars fólgin í því að þar er boðið upp á allar fáanlegar tegundir af íslenskum bjór og sterku áfengi. Í dag eru í boði á staðnum um 60 tegundir af íslenskum bjór og um 40 tegundir af íslensku áfengi.
05.okt. 2016 - 08:53 Kynning

Von mathús og bar

Von er lítið og metnaðarfullt, fjölskyldurekið mathús við höfnina í Hafnarfirði. Brennandi áhugi Einars Hjaltasonar og Kristjönu Þuru Bergþórsdóttur á matargerð og rekstri veitingahúsa varð til þess að þau opnuðu staðinn í Drafnarhúsinu við höfnina, en þar var áður skipasmíðastöðin Dröfn.
04.okt. 2016 - 10:28 Kynning

Nokkrir blómstrandi staðir í veitingaflóru höfuðborgarsvæðisins

Veitingastöðum á Íslandi hefur fjölgað mikið síðustu árin, fjölbreytni og gæði aukist og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þessi mikla fjölbreytni endurspeglast í stöðunum sem hér er fjallað um en þeir hafa mismunandi áherslur, yfirbragð og stíl, og allir kappkosta að vera framúrskarandi í því sem þeir gera.
28.sep. 2016 - 13:00 Kynning

Frábærir veitingastaðir á Suðurlandi

Suðurland verður sífellt fýsilegra svæði til ferðalaga, meðal annars vegna náttúrufegurðar og fjölbreyttra þorpa og smábæja vítt og breytt. Fjölbreyttir veitingastaðir setja svip inn á þetta landsvæði og hér að neðan verður gerð grein fyrir nokkrum af helstu veitingaperlum Suðurlands sem vert er að hafa í huga þegar allan ársins hring þegar löngun vaknar til að lyfta sér upp.

03.sep. 2016 - 18:00 Akureyri vikublað

Fiskur, humar og sushi í uppáhaldi

Arkitektinn og bæjarfulltrúinn Logi Einarsson tekur fram áhöldin þegar elda á gamaldags heimilismat. Logi féllst á að gefa lesendum uppáhaldsuppskriftirnar sínar.

27.ágú. 2016 - 18:00 Austurland

Matargagnrýni: L’abri

Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði er merkilegur staður í sögulegu samhengi, en einnig hvað varðar uppbyggingu upplifunarferðaþjónustu sem stuðlar að varðveislu og nýtingu menningarminja. Spítalinn, sem hefur ferðast yfir fjörðinn og til baka aftur, hýsir nú 47 herbergja hótel og safn um franska sjómenn við Íslandsstrendur kringum þar síðustu aldamót. Sérlega vel hefur verið staðið að verki og prýði er að húsunum að innan sem utan. Veitingastaðurinn L’abri er starfræktur á neðrihæð gamla spítalans með útsýni út á fjörðinn og þaðan geta gestir gengið út á fallega timburbryggju. Á opnunartíma safnsins er tilvalið að hefja upplifunina í móttökusal hótelsins fyrir ofan veg, sigla með frönskum sjómönnum gegnum söguna í undirgöngum sem leiða gesti inn á veitingastaðinn. Safnið er þó almennt ekki opið á kvöldin og er það miður.

23.ágú. 2016 - 15:00 RaggaEiríks

Ljóska með ferskum jarðarberjum - Ljúffeng og einföld

Matgæðingurinn og eldhúsgyðjan Bergljót Björk töfraði fram þessa girnilegu köku sem er innblásin af hinni klassísku, sænsku klessuköku (kladdkaka á sænsku), sem Begga kynntist þegar hún bjó með fjölskyldu sinni í Svíþjóð.
20.ágú. 2016 - 17:00 Austurland

Matargagnrýni: Eldhúsið Restaurant

Eldhúsið er staðsett á Gistihúsinu Egilsstöðum, Lake Hotel. Gistihúsið stendur á sérlega fallegum stað við Lagarfljót og veitingasalurinn veit að mestu að fljótinu. Húsið á sér langa sögu samtvinnaða þjónustu við gesti og óhætt er að segja að þjónustuandinn lifi þar í hverri fjöl. Huggulegt er að setjast í nýtt andyri hússins með fordrykk eða í lok máltíðar, eða njóta friðsældar í bakgarðinum af svölunum. Tilvalið er að krydda máltíð á veitingastaðnum með dekri í heilsulind sem staðsett er á neðstu hæð hússins, en í heilsulindinni er einnig boðið uppá smáréttamatseðil.

19.ágú. 2016 - 18:00 Austurland

Matargagnrýni: Hótel Aldan

Nordic Restaurant er staðsettur á neðri hæð Hótel Öldunnar, gömlu húsi í hjarta Seyðisfjarðarkaupsstaðar. Um aldamótin 1900 var hótel rekið í húsinu en síðar voru þar bækistöðvar bankans á staðnum. Á sumarkvöldi er ekkert því til fyrirstöðu að leggja bílnum í dálítilli fjarlægð frá veitingastaðnum, rölta gegnum bæinn eða meðfram lóninu inn á Hótel Öldu og taka á móti máltíðinni með lungun fyllt fersku lofti.

18.ágú. 2016 - 10:40

Að vera vegan: Lífsstíll án dýraafurða nýtur vaxandi vinsælda

Þeir sem eru veganar neyta ekki matvöru sem er framleidd úr eða með dýrum. En veganismi getur snúist um meira en bara mataræði, því í raun er um ákveðna heimspeki að ræða sem gerir ráð fyrir því að mannfólk hafi ekki rétt til að stilla sér upp ofar öðrum dýrum á jörðinni, og því sé einfaldlega rangt að nýta dýr, hvort sem það er til neyslu, framleiðslu á matvöru, eða klæðnaði.
16.ágú. 2016 - 11:25 RaggaEiríks

Grænkálssnakk

Grænkál er auðvelt að rækta á Íslandi og notkun þess fer vaxandi. Það er náskylt öðrum káltegundum, en einnig mustarði, piparrót og karsa.
08.ágú. 2016 - 18:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Minnkum matarsóun: 9 matvörur sem hægt er að frysta!

Þú gætir minnkað matarsóun heimilisins OG sparað þér slatta af tíma við matargerðina ef þú venur þig á að smella fleiru í frystirinn. Kíktu á listann!
07.ágú. 2016 - 17:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Jarðaberja salsa á sunnudegi

Það er frábær nýtni á tilboðsjarðaberjum að smella þeim í salsabúning og bera fram með grillmatnum!
02.ágú. 2016 - 20:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Fullkomin eggjahræra: SVONA á að laga hana! - Myndband

Martha Stewart bregst ekki frekar en fyrri daginn. Hér sýnir hún okkur hvernig tækni á að beita til að ná að gera fullkomna eggjahræru!
21.júl. 2016 - 14:05

80 ára afmælisútgáfa Brennivíns komin á markað

Valgeir Valgeirsson hjá Ölgerðinni Í tilefni af 80 ára afmæli íslenska Brennivínsins var ákveðið að leggja í sérstaka afmælisútgáfu. Þrjár mismunandi gerðir af tunnum voru fengnar til landsins til þroskunnar. Brennivíninu var skipt í þessar þrjár tunnugerðir (nýjar tunnur úr hvítri eik, notaðar Bourbon-tunnur frá Ameríku og Islay-vískitunnur frá Skotlandi) þar sem það fékk að þroskast í heila 12 mánuði áður en því var svo blandað saman í lokaútgáfuna.
13.jún. 2016 - 16:08

Brennivínið sigraði alþjóðlega keppni: „Frábær viðurkenning“

Brennivínið bar sigur úr býtum í flokki ákavíta í alþjóðlegri keppni sem var haldin í Vancouver í Kanada nú á dögunum. Alls tóku 300 tegundir þátt í keppninni og var keppt í nokkrum flokkum brenndra drykkja.
29.maí 2016 - 13:55

Einfalt og þægilegt snarl með Ebbu - Dagur 4: Grilluð vefja

Í dag er komið að grillaðri vefju! Það þarf ekki að vera flókið að framreiða stórkostlegt snarl úr því sem til er í skápunum heima hverju sinni. Markmið Snarlsins er að vekja áhuga hjá krökkum á að læra að elda sjálf holla og fljótlega rétti eftir skóla. Það er engin önnur en sjónvarpskokkurinn og snarlmeistarinn Ebba Guðný sem hefur sett saman nokkrar einfaldar uppskriftir.
26.maí 2016 - 16:45

Einfalt og þægilegt snarl með Ebbu - Dagur 3: Kanilsnúðar!

Þeir gerast ekki gómsætari! Markmið Snarlsins er að vekja áhuga hjá krökkum á að læra að elda sjálf holla og fljótlega rétti eftir skóla. Það er engin önnur en Ebba Guðný sem hefur sett saman nokkrar einfaldar uppskriftir en í dag er komið að því sem við höfum öll beðið eftir... kanilsnúðum!
24.maí 2016 - 17:20

Einfalt og þægilegt snarl með Ebbu - Dagur 2: Ostabollur!

Geymið svo afganginn í kæli! Markmið Snarlsins er að vekja áhuga hjá krökkum á að læra að elda sjálf holla og fljótlega rétti eftir skóla. Það er sjónvarpskokkurinn og snarlmeistarinn Ebba Guðný sem hefur sett saman nokkrar einfaldar uppskriftir en í dag ætlum við skella í ofur einfaldar og gómsætar ostabollur.

23.maí 2016 - 20:15

Einfalt og þægilegt snarl með Ebbu – Dagur 1: Berjasjeik!

Þetta þarf ekki að vera flókið! Það þarf ekki að vera flókið að framreiða stórkostlegt snarl úr því sem til er í skápunum heima hverju sinni. Markmið Snarlsins er að vekja áhuga hjá krökkum á að læra að elda sjálf holla og fljótlega rétti eftir skóla. Það er engin önnur en sjónvarpskokkurinn og snarlmeistarinn Ebba Guðný sem hefur sett saman nokkrar einfaldar uppskriftir.
17.maí 2016 - 16:55

Sólveig Nr.25 mætt aftur: „Fésbókarvinirnir vildu dós“

Bjórinn Sólveig frá Borg Brugghúsi vann gullverðlaun á hinni virtu bjórkeppni World Beer Awards síðastliðið haust. Í kjölfarið jókst áhugi á bjórnum umtalsvert erlendis, sem gagnaðist Borg Brugghúsi þó lítið þar sem um sumarbjór var að ræða - sem var löngu uppseldur. Nú er Sólveig hins vegar mætt aftur í verslanir, í fyrsta skipti frá verðlaunaafhendingunni.
19.apr. 2016 - 16:30

„Vonum að við verðum ekki landi og þjóð til skammar – það er nóg komið af slíku“

Bruggmeistarar Borg Brugghúss. Borg Brugghús hefur verið valið til þátttöku í hinni þekktu Bryggeribråk - Kampen om Norden, sem upp á íslenskuna mætti kalla „Brugghávaði - Hin norræna orrusta“. Um er að ræða keppni á milli brugghúsa Norðurlandanna í pörun á bjór og mat.
14.apr. 2016 - 23:00

Fjólubláa höndin byrjuð að flæða

Fyrstu droparnir af Fjólubláu Höndinni fóru að flæða af krana á Skúla Craft Bar í dag. Aðeins örfáir kútar eru til en almenn sala á bjórnum hefst í Vínbúðum, börum og veitingahúsum á komandi vikum.
09.apr. 2016 - 13:49 Bleikt

Hollustuskál Röggu

Dóttir mín, hún Rúna Lóa, er grænmetisæta. Hún hefur ekki borðað dýr síðan hún nýorðin 10 ára, henni þykir það einfaldlega rangt.

Ákvörðun Rúnu Lóu hefur að sjálfsögðu áhrif á matarvenjur heimilisins, enda erum við tvær í heimili hálfan mánuðinn. Þegar við eldum saman eru bara grænmetisréttir á matseðlinum – og við erum duglegar að gera alls konar tilraunir með spennandi rétti.

09.apr. 2016 - 13:46 Bleikt

Langbesta leiðin til að skera lauk

Allir kannast við vesenið sem fylgir því að skera lauk, já og tárin!

Í þessu myndbandi er sýnd hreint stórkostleg aðferð til að skera lauk. Aðferðin er nýstárleg en til að nota hana þarf lítið „eldhúsáhald“ sem ekki er víst að til sé á öllum heimilum. Því má þó redda í næstu kaupfélagsferð.

09.apr. 2016 - 13:36 Bleikt

Svona geymist maturinn miklu betur!

Brjálaði rússneski hakkarinn er í dálitlu uppáhaldi hjá okkur á Bleikt. Í fyrsta lagi er hann ofursnjall, og í öðru lagi er alltaf smá pönk í húsráðunum hans.

Í þessu myndbandi sýnir hann einfalda aðferð til að loka (eða endurloka) pokum með matvöru. Svona geymast afgangarnir miklu betur!

09.apr. 2016 - 13:34 Bleikt

Hamfarakokkur eldar: Girnilegur pastaréttur í pönnu

Þennan pastarétt gæti varla verið auðveldara að elda. Hann er gerður með því að henda fullt af gæðahráefni á pönnu og kveikja á eldavélinni. Allir ættu að ráða við þetta!
02.apr. 2016 - 21:00 Kristín Clausen

Þetta er munurinn á grænum og svörtum ólífum

Hefur þú velt því fyrir þér hver munurinn á grænum og svörtum ólífum er. Ef þú heldur að þetta séu tvær ólíkar tegundir, líkt og rauð epli eru ólík grænum, þá hefur þú rangt fyrir þér.
12.mar. 2016 - 17:30

Töfralausn: Svona skrælir þú kartöflur á laufléttan hátt!

Það er óþolandi að skræla kartöflur... hvort sem þú kýst að nota það orð, eða talar um að skralla eða hreinlega að afhýða.
21.feb. 2016 - 17:00

Draumur kjötætunnar!: Beikon og kjötpæ með Jägermeister

Sumir elska kjöt meira en flest annað, sérstaklega beikon. Þó að deilt sé um hollustu mikillar neyslu á kjöti og unnum kjötvörum, munu margir fá vatn í munninn við að horfa á myndbandið hér að neðan.
16.feb. 2016 - 09:53

Magðalena nr.41 úr marmelaði: „Páskarnir eru snemma í ár“

Fyrsti páskabjór brugghússins kom út árið 2012. Borg Brugghús kynnir nýja Magðalenu Nr.41, hveitibjór í belgískum stíl og það í sterkari kantinum, eða 8,4% alkóhól af rúmmáli. Magðalena er páskabjór Borgar í ár en það er hefð hjá brugghúsinu að brugga bjóra í belgískum stíl fyrir páskahátíðina og sækja nöfn þeirra í Kristni. 
11.feb. 2016 - 14:00

Sigurður í Tryggvaskála valinn í kokkalandsliðið

Sigurður Ágústsson matreiðslumaður í Tryggvaskála var á dögunum valinn í kokkalandslið Íslands. Suðri lagði nokkrar spurningar fyrir kappann.
08.feb. 2016 - 08:00

Haltu upp á Bolludaginn með stæl

Undanfarin ár hefur mikil hefð skapast í kringum hinn sívinsæla Bolludag í verslunum Fylgifiska. Verandi sérverslun með sjávarfang þá eru bollurnar sem boðið er upp á að sjálfsögðu fiskibollur, en líkt og rjómabollurnar halda þær Bolludaginn hátíðlegan ár hvert. 
28.jan. 2016 - 18:00 RaggaEiríks

Besta hummus í heimi!: UPPSKRIFT

Hummus (borið fram hommos) er heiti á kjúklingabaunamauki sem á uppruna sinn í Miðausturlenskri matargerð. Í maukinu mætist hin heilaga þrenning þeirrar matargerðar - hvítlaukur, sítrónusafi og tahini, sem er mauk búið til úr sesamfræjum.
12.jan. 2016 - 11:28

Hinn taðreykti Fenrir Nr.26 í bók um 60 brjáluðustu bjóra heims

Fenrir Nr.26 frá Borg Brugghús Bjórinn Fenrir Nr.26 frá Borg Brugghús hefur verið valinn í ástralska bók sem fjallar um 60 brjáluðustu bjóra heims (e. World Wackiest Brews). Það var ekki að ástæðulausu sem Fenrir vakti athygli ritstjórnar, sem ku hafa leitað að furðulegustu og undarlegustu aðferðum brugghúsa um heim allan, en bjórinn er gerður úr taðreyktu malti.
07.jan. 2016 - 17:00 RaggaEiríks

Töfralausnin er sáraeinföld: Svona er best að geyma sítrónurnar!

Margir hafa lent í því að sítrónur skemmist við geymslu. Þær geta myglað jafnvel í ísskáp og skemmt út frá sér.
07.jan. 2016 - 14:38 RaggaEiríks

Litlar, sætar og sjúklega góðar Snickers-ostakökur

Rjómaostur – we meet again. Ég hef eitthvað verið að spara rjómaostinn upp á síðkastið og biðst ég formlega afsökunar á því. Ég bara skil ekkert í mér því í mínum huga er rjómaostur eitt af undrum veraldar. Sérstaklega þegar maður blandar honum saman við flórsykur. Alveg sjúk blanda!
07.jan. 2016 - 13:34 RaggaEiríks

Fulkomið beikon í hvert einasta sinn: Myndband!

Ef þú ert ein/n af þeim sem steikir ennþá beikon á pönnu, er kominn tími til að taka upp nýja og betri siði. Hér er aðferð sem tryggir að beikonið verði stökkt og þráðbeint í hvert einasta sinn. Eftir að þú horfir á þetta verður ekki aftur snúið!
17.des. 2015 - 16:00 Kynning

Steðji Brugghús frumsýnir jóla léttöl með skemmtilegri teiknimynd

Steðji Brugghús fer skemmtilega leið í markaðssetningu á Steðji jóla léttöl. Líkt og undanfarin ár tekur Steðji Brugghús jólin með trompi og í ár kynnir brugghúsið flunkunýtt og jólalegt léttöl. Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn er Steðji jóla léttöl en fyrir voru þeir Steðji jóla bjór, sem verið hefur í boði undanfarin ár, og Steðji Almáttugur jólaöl sem kom á markað fyrir síðustu jól.
16.des. 2015 - 17:14 RaggaEiríks

Villibráðarboð villinganna: Uppskriftir

Vinirnir og veiðifélagarnir Bergþór Júlíusson og Ingvi Þór Ragnarsson hafa staðið að árlegu villibráðarkvöldi í nokkur ár, ásamt ýmsum vinum og ættingjum sem hafa veitt með þeim í gegnum tíðina. Boðið hefur vaxið og þróast með tíð og tíma og hefur fjöldi rétta og gesta aukist með hverju árinu. Þeir kalla viðburðinn Villibráðarboð villinganna.
16.des. 2015 - 16:24 RaggaEiríks

Töfralausn: Svona rífur þú ost með gosdós

Ef þú ert búin/n að týna rifjárninu, eða varst að skilja og hinn aðilinn heimtaði rifjárnið, þarftu ekki að örvænta og engin þörf er á akút ferð í Ikea.
15.des. 2015 - 13:54 RaggaEiríks

Jólamatseðill grænmetisætunnar: Frábærar uppskriftir frá mæðgunum Sollu og Hildi

Grænmetisgúrúarnir og mæðgurnar Solla á Gló og Hildur hafa birt á síðu sinni ótrúlega girnilegan jólamatseðil. Maturinn er ekki bara girnilegur, heldur virkilega fallegur á að líta. Sælkerar landsins eiga eflaust eftir að sækja sér hugmyndir til mæðgnanna yfir hátíðirnar. Við birtum hér seðilinn með góðfúslegu leyfi.
08.des. 2015 - 15:54

Boli hlaut silfur á virtri bjórverðlaunahátíð

Bjórinn Boli frá Ölgerðinni kom sterkur inn á bjórverðlaunahátíðinni European Beer Star sem haldin var í Þýskalandi nú á dögunum. Þessi vinsæla íslenska framleiðsla haut silfrið í flokknum “German Style Festbier” - eða þýskum hátíðarbjór.
07.des. 2015 - 23:16 Bleikt

Óveðurskjúklingur Röggu Eiríks: Uppskrift

Ég skrapp í kjörbúð í Kringlunni rétt fyrir lokun klukkan fjögur í dag, og slóst þar í för með stjörfum skíthræddum borgarbúum sem létu líkt og uppvakningadómsdagur væri í nánd. Brauðhillur nær tómar og túnfiskdósir í tugatali í hverri körfu.