04. sep. 2010 - 15:00Marta María

Fagur fiskur í sjó slær í gegn: Fleiri þættir komnir í framleiðslu

Sveinn Kjartansson sýnir flotta takta í sjónvarpsþáttunum, Fagur fiskur í sjó.

Sveinn Kjartansson sýnir flotta takta í sjónvarpsþáttunum, Fagur fiskur í sjó. Mynd: Úr einkasafni

Matreiðsluþættirnir, Fagur fiskur í sjó, í umsjón Sveins Kjartanssonar og Áslaugar Snorradóttur hafa slegið í gegn á Ríkissjónvarpinu. Svo vinsælir hafa þættirnir verið að nú er búið að búa til tvo nýja þætti sem sýndir verða 12. og 19. september. Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari og einn eigenda Fylgifiska segist vera „túramaður“ þegar kemur að matreiðslu.

„Það var ákveðið að gera tvo þætti til viðbótar, enda af nægu að taka. Í fyrri þættinum koma „grallarar“ við sögu. Þessir „grallarar“, sem upplýst verður í þættinum hverir eru, verða soðnir, fylltir og steiktir. Í þessum þætti förum einnig í Heiðmörkina í sveppa- og berjamó. Enda er nú sá árstími til að nýta þessa ávexti jarðarinnar. Síðari þátturinn er með fókus á ýmsar kryddjurtir og fræ. Við búum til meðal annars. grænt masala frá grunni, sem við síðan kryddum blálöngu með. Þá hittum við graslækni, sem fræðir okkur um mátt jurtanna og fáum að sjá hvernig búa eigi til taílenskar fiskikökur og fleira gott, svo eitthvað sé nefnt af því sem fjallað er um í þeim þætti.

Þegar Sveinn er spurður að því hvað hafi staðið upp úr við gerð þáttanna nefnir hann lærdóminn.

Fyrir mig var það óneitanlega það að vera kominn í þá skemmtilegu og ögrandi aðstöðu að fá að læra enn meira um mat og matargerð. Einnig kom kúfskelin mér skemmtilega á óvart.

Það er ekki hægt annað en að spyrja Svein um hvað honum finnist skemmtilegast að matbúa. Hann á samt erfitt með að velja eitthvað eitt því hann segist vera túramaður.

Matreiðsla er ástríða fyrir mér og mér finnst einstaklega gaman að uppgötva og prófa ýmis hráefni og möguleikana sem felast í þeim til að gera góða og skemmtilega rétti. Ég get ekki valið neitt eitt varðandi matreiðslu, sem ég hef meiri ánægju af en annað. En það má kannski segja að ég sé „túra“ maður þegar kemur af því hvað mig þykir skemmtilegast hverju sinni. Tek tarnir í uppáhalds einhverju.

Eru íslendingar nógu duglegir við að borða fisk?

Já, allavega viðskiptavinir okkar í Fylgifiskum. Margir þeirra borða fisk mörgum sinnum í viku. Fiskur er bara það góður að það er verst fyrir þá, sem ekki borða fisk, að missa af slíku lostæti að njóta.

Sveinn tekur sig vel út á skjánum og því ekki úr vegi að spyrja hann hvort kærastinn, Viðar Eggertsson leikari og leikstjóri, hafi gefið honum góð ráð áður en tökur hófust.

Viðar hefur ráð undir rifi hverju og gaf mér fullt af góðum ráðum.

Það er ekki hægt að sleppa Sveini án þess að fá hjá honum uppskrift. Hann gefur uppskrift að ljúffengu Saltfisksalati.

Saltfisksalat

800 gr saltfiskhnakkar útvatnaðir og roðlausir

3 msk hvítlauksolía

Nýmulinn svartur pipar

3 msk panko raspur

200 g grilluð niðurlögð paprika.

200 g niðulögð þystilhjörtu

200 g grænar ólífur

3 stönglar bergminta

Skerið saltfiskinn í þunnar sneiðar, hellið hvítlauksolíuna yfir og piprið. Veltið saltfisknum upp úr raspinum, steikið á heitri pönnu í ca 1 ½ mín á hvorri hlið.

Raðið saltfiskneiðunum á fat, skerið parikuna og þystilhjörtun gróft, sneiðið ólífurnar í tvennt. Blandið öllu varlega saman. Stráið síðan bergmintunni yfir.

Gott að bera fram með grófu brauði eða blanda saman við stökk salat.
26.nóv. 2014 - 17:00

Kalkúnaveisla og lifandi tónar

Kalkúnaveislan hefur notið sívaxandi vinsælda á meðal Íslendinga. Líkt og undanfarin ár verður þakkargjörðardagurinn haldinn hátíðlegur á Hótel Cabin í Reykjavík. Í boði verður kalkúnahlaðborð með öllu tilheyrandi og ljúffengri Pekanböku með rjóma í eftirrétt.
21.nóv. 2014 - 17:04 -

Vínsmakkarinn Öl og Vínstofa, Laugavegi 73

Á Laugaveginum, nánar tiltekið Laugavegi 73, er huggulegur veitingastaður, Vínsmakkarinn Öl og Vínstofa. Staðinn rekur Stefán Gujónsson en hann er einn af fremstu vínþjónum landsins.
21.nóv. 2014 - 13:30

Sérstakt Jóla-Brennivín fáanlegt fyrir jólin

Ný sérútgáfa af íslensku Brennivíni verður nú fáanlegt fyrir jólin. Í grunninn er um að ræða gamla góða Brennivínið, sem þó hefur fengið að þroskast í heila sex mánuði á notuðum sérrí- og búrbóntunnum. Brennivín er 80 ára á komandi ári og því var ákveðið að fara áður ótroðnar slóðir.
18.nóv. 2014 - 15:00

Jólabjóraflóðið: Jólagullið í belgískum stíl

Jólagull Ölgerðarinnar hefur verið meðal vinsælustu jólabjóra landsins í sívaxandi jólabjóraflóði undanfarinna ára. Þetta er fjórða árið sem Jólagull er fáanlegt en nú kveður við nýjan og framsæknari tón en áður. 
15.nóv. 2014 - 11:30

Garún nr.19 og Snorri nr.10 hljóta alþjóðleg verðlaun

Garún fékk silfrið í flokki Imperal Stout og Snorri hlaut sjálft gullið í flokki jurta og kryddaðra bjóra. Bjórarnir frá Borg brugghús halda áfram að sópa að sér alþjóðlegum verðlaunum. Núna síðast voru það Garún nr.19 og Snorri nr.10 sem lentu á palli í keppninni European Beer Star sem haldin var í Munchen þann 12. nóvember síðastliðinn.
14.nóv. 2014 - 17:16

Jólabjóraflóðið: Bock-frændurnir JólaBock og Doppelbock

JólaBock og Einstök Doppelbock eiga það sameiginlegt að rætur þeirra beggja liggja til Einbeck í Þýskalandi. Helsti munurinn á þeim frændum er sá að Doppelbock er maltmeiri og töluvert sætari. Í þokkabót er hann örlítið sterkari - 6,7% á móti 6,2 prósentum JólaBock.
14.nóv. 2014 - 08:00 Stefán Vínsmakkari

Vín vikunnar: Marius Grenache-Syrah 2012

Fram að áramótum verður valið vín vikunnar hér á Sælkerapressunni. Gefin verður einkunn fyrir bragð, útlit og hvort vínið er góð kaup, sem sagt hágæða vín miðað við verð. Einnig þarf vínið að vera til í að minnsta kosti þrem vínbúðum.
13.nóv. 2014 - 16:52

Jólabjóraflóðið: Þvörusleikir úr Borg í byggð

Fyrir valinu í dag er fjórði jólabjór Borgar Brugghúss, sjálfur Þvörusleikir. Um er að ræða 7% eikarlegið rauðöl sem þurrhumlað er af amerískum sið. Þessi athyglisverði jólabjór hefur upp á þrennskonar humla að bjóða; apollo-, bravo- og citrahumla. Þvörusleikir er einnig ríkur af ferskum og suðrænum ávaxtatónum.
13.nóv. 2014 - 07:00

Jólabjóraflóðið: Flóknasti jólabjór á Íslandi

Víking Jólabjór er dekkri en hefðbundnir bjórar frá Víking. Víking Jólabjór er vinsælasti íslenski jólabjórinn frá upphafi - og á það hugsanlega skilið, enda sagður vera flóknasti bjór sem framleiddur er á Íslandi. Íslendingar kannast vel við Víking Jólabjór og má eiginlega segja að hann sé okkar útgáfa af hinum geysivinsæla Tuborg Julebryg. Eflaust kannast einhverjir við rökræður fólks um það hvor þeirra sé betri, en hvað um það…
06.nóv. 2014 - 11:18

Laugardalshöllin hlaðin mat og drykk

Sýningin fer fram í Laugardalshöllinni helgina 8. og 9. nóvember. Áhugafólk um bæði mat og drykk ætti hæglega að geta tekið gleði sína nú um helgina þegar matarsýningin Matur og drykkur 2014 fer fram í Laugardalshöllinni. Þessi frumlega og girnilega sýning hefur upp á að bjóða fjöldan allan af áhugaverðum mat og úrvali drykkja við hæfi.
16.jan. 2014 - 12:30

Himneskir kanilsnúðar - Uppskrift

Berglind hjá Gotteri.is bakaði um síðustu helgi snúða sem hún hefur ætlað að prófa lengi! Gefum henni orðið:

Ég er mikill aðdáandi Cinnabon í Bandaríkjunum og læt mig oft dreyma um þá guðdómlegu snúða. Núna verð ég hins vegar að segja að sú þörf var fullkomlega uppfyllt með gerð þessara snúða, þeir voru svooooooooooo góðir að ég get ekki beðið eftir næstu helgi til að baka þá aftur!

20.des. 2013 - 14:11

Hinn íslenski Bríó í bjórbiblíunni 1001 beers you must try before you die

Bókin er skrifuð af bjórsérfræðingunum Adrian Tierney-Jones og Neil Morrissey og er partur af alþjóðlega jólabókaflóðinu í ár.  Bókin er vel þekkt meðal bjóráhugamanna um allan heim, dreift víða og er án efa ein af þekktari bjórbókum heimsins. Í bókinni má finna síðu um bjórinn Bríó frá Ölgerðinni en hann er fyrsti og eini íslenski bjórinn sem ratað hefur í þessar bækur eftir því sem ég kemst næst.
19.des. 2013 - 13:35

Verðlaunabjórinn Bríó kominn í sölu í Kanada

Bríóbjórinn í hillum áfengisverslunar í Bresku Kólumbíu í Kanada Nú er Bríó bjórinn kominn í hillur verslanna víðsvegar um Kanada og fáanlegur á yfir hundrað sölustöðum en í júlí á þessu ári var gengið frá samningum við Christopher Steward wine & Spirits í Kanada um að flytja inn og dreifa Bríó bjórnum frá Ölgerðinni.
18.des. 2013 - 23:01

Gjafabréf í Bjórskólann aldrei verið vinsælli

Kennarar Bjórskólans á góðri stundu: Sveinn Waage, Stefán Pálsson, Atli Þór Albertsson og Höskuldur Sæmundsson. Kennarar Bjórskólans miðla þekkingu sinni af mikilli ástríðu enda allir annálaðir bjórnördar og húmoristar. Lögð er áhersla á fræðslugildi námskeiðsins en nemendur læra um sögu bjórsins, hráefni hans, bruggferli og síðast en ekki síst, fá þeir að smakka ólíkar tegundir bjórstíla. Við komu fá allir bjór af krana, sem reglulega er fyllt á eftir því sem við á.
13.des. 2013 - 16:00

Jólahlaðborðið í Argentínu Steikhúsi er engu líkt

Kristján Sigfússon, eigandi Argentínu, segir að í gegnum árin hafi aðaláherslan ávallt verið lögð á kalkúninn og er hann boðinn í ýmsum útfærslum en hann er meðal annars í forrétt, aðalrétt og svo sem heitur heilssteiktur kalkúnn, kalkúnabringur og kalkúnalæri ásamt ótal öðrum forréttum og köldum aðalréttum að sjálfsögðu.