04. sep. 2010 - 15:00Marta María

Fagur fiskur í sjó slær í gegn: Fleiri þættir komnir í framleiðslu

Sveinn Kjartansson sýnir flotta takta í sjónvarpsþáttunum, Fagur fiskur í sjó.

Sveinn Kjartansson sýnir flotta takta í sjónvarpsþáttunum, Fagur fiskur í sjó. Mynd: Úr einkasafni

Matreiðsluþættirnir, Fagur fiskur í sjó, í umsjón Sveins Kjartanssonar og Áslaugar Snorradóttur hafa slegið í gegn á Ríkissjónvarpinu. Svo vinsælir hafa þættirnir verið að nú er búið að búa til tvo nýja þætti sem sýndir verða 12. og 19. september. Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari og einn eigenda Fylgifiska segist vera „túramaður“ þegar kemur að matreiðslu.

„Það var ákveðið að gera tvo þætti til viðbótar, enda af nægu að taka. Í fyrri þættinum koma „grallarar“ við sögu. Þessir „grallarar“, sem upplýst verður í þættinum hverir eru, verða soðnir, fylltir og steiktir. Í þessum þætti förum einnig í Heiðmörkina í sveppa- og berjamó. Enda er nú sá árstími til að nýta þessa ávexti jarðarinnar. Síðari þátturinn er með fókus á ýmsar kryddjurtir og fræ. Við búum til meðal annars. grænt masala frá grunni, sem við síðan kryddum blálöngu með. Þá hittum við graslækni, sem fræðir okkur um mátt jurtanna og fáum að sjá hvernig búa eigi til taílenskar fiskikökur og fleira gott, svo eitthvað sé nefnt af því sem fjallað er um í þeim þætti.

Þegar Sveinn er spurður að því hvað hafi staðið upp úr við gerð þáttanna nefnir hann lærdóminn.

Fyrir mig var það óneitanlega það að vera kominn í þá skemmtilegu og ögrandi aðstöðu að fá að læra enn meira um mat og matargerð. Einnig kom kúfskelin mér skemmtilega á óvart.

Það er ekki hægt annað en að spyrja Svein um hvað honum finnist skemmtilegast að matbúa. Hann á samt erfitt með að velja eitthvað eitt því hann segist vera túramaður.

Matreiðsla er ástríða fyrir mér og mér finnst einstaklega gaman að uppgötva og prófa ýmis hráefni og möguleikana sem felast í þeim til að gera góða og skemmtilega rétti. Ég get ekki valið neitt eitt varðandi matreiðslu, sem ég hef meiri ánægju af en annað. En það má kannski segja að ég sé „túra“ maður þegar kemur af því hvað mig þykir skemmtilegast hverju sinni. Tek tarnir í uppáhalds einhverju.

Eru íslendingar nógu duglegir við að borða fisk?

Já, allavega viðskiptavinir okkar í Fylgifiskum. Margir þeirra borða fisk mörgum sinnum í viku. Fiskur er bara það góður að það er verst fyrir þá, sem ekki borða fisk, að missa af slíku lostæti að njóta.

Sveinn tekur sig vel út á skjánum og því ekki úr vegi að spyrja hann hvort kærastinn, Viðar Eggertsson leikari og leikstjóri, hafi gefið honum góð ráð áður en tökur hófust.

Viðar hefur ráð undir rifi hverju og gaf mér fullt af góðum ráðum.

Það er ekki hægt að sleppa Sveini án þess að fá hjá honum uppskrift. Hann gefur uppskrift að ljúffengu Saltfisksalati.

Saltfisksalat

800 gr saltfiskhnakkar útvatnaðir og roðlausir

3 msk hvítlauksolía

Nýmulinn svartur pipar

3 msk panko raspur

200 g grilluð niðurlögð paprika.

200 g niðulögð þystilhjörtu

200 g grænar ólífur

3 stönglar bergminta

Skerið saltfiskinn í þunnar sneiðar, hellið hvítlauksolíuna yfir og piprið. Veltið saltfisknum upp úr raspinum, steikið á heitri pönnu í ca 1 ½ mín á hvorri hlið.

Raðið saltfiskneiðunum á fat, skerið parikuna og þystilhjörtun gróft, sneiðið ólífurnar í tvennt. Blandið öllu varlega saman. Stráið síðan bergmintunni yfir.

Gott að bera fram með grófu brauði eða blanda saman við stökk salat.
25.maí 2015 - 20:59 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Grænmetisréttur með ostabráð: sveppa- og blómkálsbögglar

Hér deilir Nanna Rögnvaldar uppskrift að prýðilegum grænmetisrétt sem einnig getur verið meðlæti með góðum fisk- eða kjötrétti. Til dæmis með grillmat!
24.maí 2015 - 17:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Tvennskonar tómatsulta frá Friðheimum - dásamlega öðruvísi

Sælkerapressan heyrði minnst á tómatsultu og hváði. TÓMATsulta?
24.maí 2015 - 15:00 Bleikt

Góð ráð sem auðvelda matarinnkaupin

Það getur stundum verið vesen að fara í matvöruverslanir en það gengur mun betur ef þú ert vel undirbúin/nn og með gott skipulag. Tilboð og merkingar geta truflað viðskiptavini og gera margir skyndiinnkaup sem þeir sjá svo seinna eftir.
22.maí 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Oreo-eftirréttur sem engin stenst - Júróvisionnammigott!

Þessi eftirréttahugmynd er svo óskaplega sniðug og einföld en lítur þeim mun glæsilega út að hún hentar hvort sem er í hversdagseftirrétt fyrir fjölskylduna, í saumaklúbbinn eða flotta borðhaldsveislu með sætaskipan!
21.maí 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Dijonsinnepskjúklingur með rósmarín og hvítlauk

Ragna Björg uppgötvaði töfra Dijon-sinnepsins. Unaðslega gott í þessum kjúklingarétti!
19.maí 2015 - 20:19 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Gráðostakærleikur í kjötbollum

Sigurbjörg Rut viðurkennir fúslega að hún sé haldin miklum kærleika til gráðosts og hér braust kærleikurinn út í formi gráðostrafylltra kjötbolla með sósu.
18.maí 2015 - 10:33 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Þegar Martha Stewart feilaði - MYND

Drottning heimilisfullkomnunnar, húsmóðurlegra hugmynda og settlegheita: sjálf Martha Stewart. Sú getur nú líka klikkað á smáatriðunum... eins og myndin sannar!
17.maí 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Póstkort frá París: í maí gerir þú það sem þér sýnist!

En mai fais ce qu’il te plait!
Enn berst Sælkerapressunni póstkort frá heimsborginni París og vinkonu okkar búsettri þar henni Sigríði Gunnarsdóttur. Nú deilir hún með okkur því sem er á döfinni í maímánuði.
16.maí 2015 - 11:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Sælkerapressan mælir með - skreytingarnámskeið hjá Berglindi

Berglind Hreiðarsdóttir kökuskreytingarsnillingur með meiru boðar til kökuskreytinganámskeiða við allra hæfi í Mosfellsbænum. Tilvalið að læra réttu handtökin fyrir sumarið!
15.maí 2015 - 15:20

Sumargull er komið að kveða burt snjóinn

Sumargull er nú komið aftur í hillur Vínbúðanna og staldrar eðlilega stutt við. Salan hefur gengið vonum framar en Sumargullið hentar vel með ýmsum léttum og sumarlegm réttum og ekki síður í vinstri höndina þegar grilltöngin er í þeirri hægri, eða öfugt.
12.maí 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Skærgræn spínatsúpa - UPPSKRIFT

Það er ekki bara Stjáni Blái sem verður sterkur af að borða spínat!
11.maí 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Spagettí með humar - lúxusfiskréttur!

Hér kemur uppskrift að pastarétt þar sem sósan er gerð frá grunni og er alveg einstaklega góð. Hægt að nota humar eða risarækju.

    
10.maí 2015 - 09:52 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Súkkulaðiskonsur á sunnudegi

Helena Eldhúsperla gleður heimilisfólkið sitt um helgar með nýbökuðum súkkulaðiskonsum. Dásamlega góðar volgar með smjöri og osti!
08.maí 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Próflokapasta: ódýrt og gott án þess að vera úr dós!

Nóg komið af súkkulaðisukki og orkulitlum skyndibitamat yfir próflestrinum! Hér er pastaréttur sem er jafn góður og hráefnin eru fá. Pottþétt bragðlaukakæti!
07.maí 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Eggjakaka í vöfflujárni - töfrar í tryllitækinu!

Og flugið heldur áfram! Spurningunni „Hvað er hægt að gera annað í vöfflujárninu?“ var enn ósvarað. Fyrir valinu varð eggjakaka eða ommeletta.
06.maí 2015 - 10:00

10 hugmyndir að ódýru hollustusnarli á milli mála

Hollt mataræði er mikilvægt og síðastliðin ár hafa mismunandi aðferðir til þess að breyta því lent á vinsældarlistanum. Margt fólk breytir mataræðinu en borðar samt sem áður óhollustu á milli mála. Það er leiðinlegt ef vel gengur að flaska á því að borða hollt snarl á milli mála.
05.maí 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Grillaður kjúlli í sparifötum

Það er oft afar freistandi að kaupa tilbúinn kjúlla úti í búð og skella frönskum í ofninn en hér er örlítið hollari og kannski bragðbetri útgáfa.
04.maí 2015 - 21:06

Mynd dagsins: Allt um kökuna sem freistaði forsætisráðherra í dag - Uppskrift

Uppákoma varð í þinginu í dag þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yfirgaf salinn til að fá sér köku. Nokkrir þingmenn vildu meina að hann ætti að vera svara fyrirspurnum þingmanna.
03.maí 2015 - 10:29 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Sunnudagssteikarsalat - frábært sparisalat fyrir einn

Nanna Rögnvaldardóttir birtir gómsæta útgáfu af sunnudagssteikar-salati. Tilvalið að gera vel við sig ef maður er ein(n) heima á sunnudagskvöldi!
02.maí 2015 - 11:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Er hægt að nota uppþvottavélina sem eldavél?: Lax eldaður á óhefðbundinn hátt

Sælkerapressan rakst á þessa aðferð við að elda lax sem var prófuð: er þetta sögusögn eða er þetta satt?!
01.maí 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Oreo unaður - mögnuð rjómaostasprengja!

Tinna Björg birti þessa æðislegu Oreo rjómaostasprengju á blogginu sínu fyrir þónokkru síðan og vinsældir þessarar uppskriftar hafa síður en svo dalað. Sælkerapressunni barst til eyrna að hér væri um að ræða einfalda en óheyrilega góða ostaköku.
29.apr. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Hvalspik og heimagert gin með hvönn - Café Flóra fór í færeyskan ham

Við Íslendingar erum ef til vill ekki með skýrar myndir eða bragð í huga þegar talað er um færeyska matarmenningu. Kannski hún sé lík okkar? Fiskur og lambakjöt? Þurrkað kjöt, hangið og súrsað?
28.apr. 2015 - 08:41 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Súkkulaðivöfflur Sælkerapressunar - eftirréttur drauma þinna

Sælkerapressan flaug hátt upp í vöfflujárns-maníuna þegar Kitchen Aid vöfflujárnið veglega var tekið í notkun. Súkkulaðivöfflurnar eru hreinlega ómótstæðilegar!
27.apr. 2015 - 15:00 Kynning

Draumur sem varð að veruleika: „Fastir kúnnar verða ósjálfrátt hluti af fjölskyldunni“

Gústav hefur hannað matseðil sem er í senn séríslenskur og alþjóðlegur. Sjávargrillið fagnar nú 4 ára afmæli en þetta byrjaði allt þegar Gústav Axel Gunnlaugsson vann titilinn Matreiðslumaður ársins árið 2010. Hann átti sér alltaf draum um að opna sinn eigin veitingastað og nú hefur sá draumur heldur betur orðið að veruleika.
27.apr. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Chai Mjólk Sigurbjargar

Chai Latte er eitthvað sem margir fá sér bara þegar farið er á kaffihús en það er engin vandi að skella í svoleiðis útgáfu heima með undanrennu og vel völdum kryddum.
26.apr. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Karmellubombur með hvítu súkkulaði: megavinsæl í barnaafmælin

Ásta Lilja Björnsdóttir deildi skemmtilegri uppskrift í facebookhópi foreldra barna í Rimaskóla en hún segir að hér sé á ferðinni sívinsæl "bombuuppskrift" sem sonur hennar kom með heim úr Heimilisfræðinni þegar hann var í 7. bekk!
25.apr. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

9 algeng eldhúsmistök - samantekin ráð Sælkerapressunar

Gæti verið að þú sért komin upp á lag með algeng eldhúsmistök? Farðu vandlega yfir listann hér að  neðan!
24.apr. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Linsur frá Líbanon - ljómandi grænmetisréttur

Nanna Rögnvaldardóttir birtir uppskrift á blogginu sínu "Konan sem kyndir ofninn sinn" sem er undir áhrifum mið-austurlenskar matargerðar.
22.apr. 2015 - 09:00 Bleikt

Hversu lengi geymast afgangarnir í raun?

Það er fátt betra en að eiga afgang af góðum mat, en stundum gleymist að borða hann daginn eftir. Þegar vafi leikur á varðandi gæði matarins er ágætt að nota lyktarskynið til að leiðbeina sér, en hér eru þumalputtareglur varðandi nokkrar tegundir matar sem segja til um hversu lengi hann geymist.
22.apr. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Gourmand bókaverðlaunin - viðurkenningar til Íslenskra matreiðslubóka

Gourmand verðlaunin eru ein þau virtustu í heiminum á sviði matar- og vínbóka. Hér eru allar íslensku matreiðslubækurnar sem hlutu verðlaunin í ár!

21.apr. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Ekki bara vöfflur: ert þú að nýta möguleika vöfflujárnsins til fulls?

Börnin á Sælkerapressuheimilinu trylltust næstum því úr gleði þegar Kitchen Aid vélin var tekin úr kassanum enda ekki búið að vera til vöfflujárn á heimilinu í fjölda ára og söknuðurinn eftir slíkum dásemdum var orðin sár.
20.apr. 2015 - 17:24 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Matarmarkaður Krás á Loft Hostel - Sælkeraviðburður!

Matarmarkaðurinn Krás og Loft Hostel taka höndum saman og ætla að fagna sumardeginum fyrsta með matarmarkaði næstkomandi fimmtudag.
20.apr. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Eldhúsumbætur: óskhyggjan og raunveruleikinn

Draumaeldhúsið eða blákaldur, yndislegur og heimilislegur raunveruleikinn?
18.apr. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Hvítlauksskonsur, gott og fljótlegt súpubrauðmeti - UPPSKRIFT

Það getur verið svo gott að fá nýbakað brauðmeti með súpunni. Skonsur þurfa ekki að hefast svo ilmandi og volg dásemdin er komin á borðið á innan við hálftíma!
17.apr. 2015 - 20:00 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Lime avókadó hrákaka - UPPSKRIFT

Bragðgóð kaka sem er borin fram köld.
16.apr. 2015 - 21:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Sítrónukex: æðislegt með ís - UPPSKRIFT

Þetta sítrónukex er líkt og uppfrískandi en hlýlegur vorvindur. Pínu fullorðins og sjúklega gott með vanilluís, kaffisopa... eða kampavíni!
15.apr. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Þrjú hráefni, þrjú salöt - UPPSKRIFT

Seint klikkar ofurhúsfreyjan Martha Stewart! Bragðlaukarnir færa vorið örlítið nær með þessum æðislegu salathugmyndum.
13.apr. 2015 - 15:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Við erum að skera kökur vitlaust! Hér er vísindalega rétta aðferðin!

Aðferðin sem flestir nota til að skera kökur er augljóslega stórkostlega gölluð! Rétta leiðin er vísindalega sönnuð...
12.apr. 2015 - 12:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Eplin í gestahlutverki; Hjónabandssæla - UPPSKRIFT

Sælkerapressan rakst á nýstárlega útfærslu á klassískri hjónabandssælu. Einskonar samvörpun á hjónabandssælu og eplaköku sem reyndist dæmalaust góð.
11.apr. 2015 - 12:55 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Rófusnakk: UPPSKRIFT

Hvort sem þú notar gular rófur eða rauðrófur þá er þetta snakk ómótstæðilega gott og auðvelt að búa til.
10.apr. 2015 - 13:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Terta með lakkrís og sítrónufrómas - UPPSKRIFT

Þessi terta er vegleg í útliti og bragðið kemur á óvart. Frísklegur sítrónufrómasinn og sítrónuþykknið (curd) kallast á við lakkrísbragðið. Botninn er venjulegur hvítur botn sem er litaður er með svörtum matarlit svo að áherslan á lakkrísbragðið verður ennþá sterkari, og andstæðurnar skarpari milli kökunnar og kremsins.
09.apr. 2015 - 21:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Kúrbítspizza; nýja föstudagspizzan? - UPPSKRIFT

Um að gera að bjóða uppá Kúrbítspizzu eftir allt hátíðarmatarátið um páskana. Auk þess að vera kolvetnalítil er hérna komin ódýr og fljótgerður föstudagsréttur!
08.apr. 2015 - 11:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Tælenskur kjúklingaréttur með lime-kóríandersósu - UPPSKRIFT

Tom Ka Gai er alþekkt tælenskt matarfyrirbæri og oftast borið fram sem súpa. Í þessari uppskrift er súpan orðin að pottrétti með kjúklingi, sveppum, sítrónugrasi, chillí, sykurbaunum og dásamlegri þykkri kóríandersósu.
07.apr. 2015 - 09:00 Bleikt

Átta hugtök sem næringarfræðingar þola ekki að heyra

Stanslaust er tekist á um mataræði og heilsu. Dag einn er lausnin hér og næsta er hún þar. Það sem var hollt í gær er óhollt á morgun og svo framvegis. Fólk hendir hinum og þessum hugtökum fram og til baka og allir hafa sína skoðun á málinu. Hér má sjá hvað ýmsir næringafræðingar hafa að segja um ýmis vinsæl hugtök sem fólk notar þegar rætt er um mat.
05.apr. 2015 - 10:09 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Samantekin ráð Sælkerapressunar - Matarboð

Það er hægt að huga að ýmsu þegar halda á matarboð og eflaust eru gestirnir alveg jafn ánægðir hvort sem gestgjafinn leggur mikla vinnu og natni við smáatriðin eða bara hreinlega kaupir veislubakka frá góðum sushi veitingastað og býður heim. Að þiggja boð og láta dekra við sig í mat og drykk er nefnilega oft alveg stærðsta atriðið!
04.apr. 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Sætir páskaungar; bollakökur með kremi - UPPSKRIFT

Skemmtilegt páskadútl sem á eftir að gleðja börnin. Glettilega auðvelt í samsetningu!
03.apr. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Chiapannacotta - hollur páskaeftirréttur! - UPPSKRIFT

Svona chiapannacotta sómir sér vel sem fljótlegur eftirréttur eða jafnvel sem punkturinn yfir i-ið eftir letilegan morgunverð með fjölskyldunni!
01.apr. 2015 - 09:00

Póstkort frá París - Apríl og vorið komið

Enn berst Sælkerapressunni póstkort frá heimsborginni París og vinkonu okkar búsettri þar henni Sigríði Gunnarsdóttur. Nú deilir hún með okkur því sem er á döfinni í aprílmánuði!
31.mar. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Lambakjöt í smjördeigi, tilvalið í páskasunnudagsmatinn! - UPPSKRIFT

Kjöt sem er eldað í hjúp gerðum úr smjördeigi verður aldrei seigt enda rennur smjörið úr deiginu inn í kjötið. Óviðjafnanlega gott sama hvaða kjöt er fyrir valinu.
28.mar. 2015 - 17:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Byltingarsmákökur - UPPSKRIFT

Sælkerapressan hefur ekki látið umræðu undanfarinna daga framhjá sér fara og skapaði henni til heiðurs allsérstakar og yndislega bragðgóðar smákökur. Við kynnum: Byltingarsmákökurnar!
Alveg tilvaldar til að bera fram með sunnudagskaffinu til að skapa áframhaldandi umræður - nú eða æfa sig í narti!

Begga Sælkerapressan - um hana