04. sep. 2010 - 15:00Marta María

Fagur fiskur í sjó slær í gegn: Fleiri þættir komnir í framleiðslu

Sveinn Kjartansson sýnir flotta takta í sjónvarpsþáttunum, Fagur fiskur í sjó.

Sveinn Kjartansson sýnir flotta takta í sjónvarpsþáttunum, Fagur fiskur í sjó. Mynd: Úr einkasafni

Matreiðsluþættirnir, Fagur fiskur í sjó, í umsjón Sveins Kjartanssonar og Áslaugar Snorradóttur hafa slegið í gegn á Ríkissjónvarpinu. Svo vinsælir hafa þættirnir verið að nú er búið að búa til tvo nýja þætti sem sýndir verða 12. og 19. september. Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari og einn eigenda Fylgifiska segist vera „túramaður“ þegar kemur að matreiðslu.

„Það var ákveðið að gera tvo þætti til viðbótar, enda af nægu að taka. Í fyrri þættinum koma „grallarar“ við sögu. Þessir „grallarar“, sem upplýst verður í þættinum hverir eru, verða soðnir, fylltir og steiktir. Í þessum þætti förum einnig í Heiðmörkina í sveppa- og berjamó. Enda er nú sá árstími til að nýta þessa ávexti jarðarinnar. Síðari þátturinn er með fókus á ýmsar kryddjurtir og fræ. Við búum til meðal annars. grænt masala frá grunni, sem við síðan kryddum blálöngu með. Þá hittum við graslækni, sem fræðir okkur um mátt jurtanna og fáum að sjá hvernig búa eigi til taílenskar fiskikökur og fleira gott, svo eitthvað sé nefnt af því sem fjallað er um í þeim þætti.

Þegar Sveinn er spurður að því hvað hafi staðið upp úr við gerð þáttanna nefnir hann lærdóminn.

Fyrir mig var það óneitanlega það að vera kominn í þá skemmtilegu og ögrandi aðstöðu að fá að læra enn meira um mat og matargerð. Einnig kom kúfskelin mér skemmtilega á óvart.

Það er ekki hægt annað en að spyrja Svein um hvað honum finnist skemmtilegast að matbúa. Hann á samt erfitt með að velja eitthvað eitt því hann segist vera túramaður.

Matreiðsla er ástríða fyrir mér og mér finnst einstaklega gaman að uppgötva og prófa ýmis hráefni og möguleikana sem felast í þeim til að gera góða og skemmtilega rétti. Ég get ekki valið neitt eitt varðandi matreiðslu, sem ég hef meiri ánægju af en annað. En það má kannski segja að ég sé „túra“ maður þegar kemur af því hvað mig þykir skemmtilegast hverju sinni. Tek tarnir í uppáhalds einhverju.

Eru íslendingar nógu duglegir við að borða fisk?

Já, allavega viðskiptavinir okkar í Fylgifiskum. Margir þeirra borða fisk mörgum sinnum í viku. Fiskur er bara það góður að það er verst fyrir þá, sem ekki borða fisk, að missa af slíku lostæti að njóta.

Sveinn tekur sig vel út á skjánum og því ekki úr vegi að spyrja hann hvort kærastinn, Viðar Eggertsson leikari og leikstjóri, hafi gefið honum góð ráð áður en tökur hófust.

Viðar hefur ráð undir rifi hverju og gaf mér fullt af góðum ráðum.

Það er ekki hægt að sleppa Sveini án þess að fá hjá honum uppskrift. Hann gefur uppskrift að ljúffengu Saltfisksalati.

Saltfisksalat

800 gr saltfiskhnakkar útvatnaðir og roðlausir

3 msk hvítlauksolía

Nýmulinn svartur pipar

3 msk panko raspur

200 g grilluð niðurlögð paprika.

200 g niðulögð þystilhjörtu

200 g grænar ólífur

3 stönglar bergminta

Skerið saltfiskinn í þunnar sneiðar, hellið hvítlauksolíuna yfir og piprið. Veltið saltfisknum upp úr raspinum, steikið á heitri pönnu í ca 1 ½ mín á hvorri hlið.

Raðið saltfiskneiðunum á fat, skerið parikuna og þystilhjörtun gróft, sneiðið ólífurnar í tvennt. Blandið öllu varlega saman. Stráið síðan bergmintunni yfir.

Gott að bera fram með grófu brauði eða blanda saman við stökk salat.
31.mar. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Lambakjöt í smjördeigi, tilvalið í páskasunnudagsmatinn! - UPPSKRIFT

Kjöt sem er eldað í hjúp gerðum úr smjördeigi verður aldrei seigt enda rennur smjörið úr deiginu inn í kjötið. Óviðjafnanlega gott sama hvaða kjöt er fyrir valinu.
28.mar. 2015 - 17:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Byltingarsmákökur - UPPSKRIFT

Sælkerapressan hefur ekki látið umræðu undanfarinna daga framhjá sér fara og skapaði henni til heiðurs allsérstakar og yndislega bragðgóðar smákökur. Við kynnum: Byltingarsmákökurnar!
Alveg tilvaldar til að bera fram með sunnudagskaffinu til að skapa áframhaldandi umræður - nú eða æfa sig í narti!
28.mar. 2015 - 12:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Hvítur fiskur með heimalöguðu klettasalatspestó - UPPSKRIFT

Hversdagsfiskur í sparifötum. Heimalagað klettasalatspestó er algjört augnakonfekt með hvíta fiskinum. Einfalt og gott!
27.mar. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Sænsk klessukaka með poppi og karamellu - UPPSKRIFT

Þessi kaka er uppáhaldsútgáfan mín af sænsku klessukökunni (s. kladdkaka) sem er eins konar norræn gerð af franskri súkkulaðiköku. Í hvorugri er lyftiduft sem gerir að verkum að þær verða þéttari í sér og klessulegar eða blautar án þess þó að vera hráar.  Hér kemur ofur-kladdköku-sprengjan. Hrískúlum er bætt í deigið og ábreiðan er úr poppi og karamellu. Sætt, salt og syndsamlegt!

26.mar. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Estragon kjúlli = bernaisesósu kjúlli - UPPSKRIFT

Kært krydd hefur mörg nöfn... það á vissulega við um estragon sem einnig er kallað dragon, tarragon og á okkar ylhýra fáfnisgras. Held að þetta krydd þekkist kannski betur sem "bernaise-sósu-kryddið".
25.mar. 2015 - 20:28 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Fljótlegt spínatlasagna - UPPSKRIFT

Helena Eldhúsperla deilir uppskrift að fljótlegu spínatlasagna; 10 mínútur í undirbúningi og 30 mín í ofninum? Fljótlegt með meiru!
24.mar. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Veislubakstur - Skínkuhorn - UPPSKRIFT

Berglind á Gotterí og gersemar deilir skotheldri uppskrift að Skínkuhornum. Alveg ómissandi í allar veislurnar sem eru framundan!
23.mar. 2015 - 20:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Fiskur í fyrirtaks appelsínutómatsósu - UPPSKRIFT

Einhvernvegin fannst bragðkombóið fiskur og appelsína passa saman... fyrr en ég smakkaði það!
22.mar. 2015 - 10:48 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Fljótgert eplabrauð í hollari kantinum - UPPSKRIFT

Þetta er gerlaust brauð og hallast á hollari kantinn því hér er engin hvítur sykur, spelt og hafrar í stað hveitis og tvennskonar fræ. Gott með hádegissúpunni, með ostasneið í kaffitímanum eða ristað með tebolla.
21.mar. 2015 - 18:15 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Matargrúskarinn Nanna Rögnvaldar

Íslensk nútímamatarhefð á sér ýmsar mismunandi myndir. Við eigum færa matreiðslumeistara sem ná afburðaárangri innanlands sem erlendis, fjölmarga ástríðusælkera sem brenna fyrir heilsusamlegum mat, bollakökusnillinga og skreytingarmeistara. Og svo eigum við þjóðargersemina Nönnu Rögnvaldar!

20.mar. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Bjór í vikulok? Hér er bjórsósu kjúklingabringan! - UPPSKRIFT

Föstudagur: einn bjór svona í vikulok? Afhverju ekki prófa að laga bjórsósukjúklingabringur! Slær pottþétt í gegn hjá bjóráhugafólkinu á heimilinu.
18.mar. 2015 - 18:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Kryddaðar bleikju tacos - UPPSKRIFT

Það er jafn gott að nota bleikju og lax í þennan rétt. Kryddbragðið tekur mann á framandi slóðir með dúndrandi tacosveiflu!
17.mar. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Nanna Rögnvaldardóttir - vöfflur og viðtal við Sælkerapressuna

Sælkerapressunni barst heimboð til Nönnu Rögnvaldardóttur í tilefni útgáfu nýju bókar hennar; „Ömmumatur Nönnu“
16.mar. 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Skærgræn spínatsúpa - UPPSKRIFT

Það er ekki bara Stjáni Blái sem verður sterkur af að borða spínat!
15.mar. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Prufubakstur Sælkerapressunnar: Bananakaka með döðlum - UPPSKRIFT

Eitt af því fyrsta sem ég skoða þegar ég fæ tímaritið Gestgjafann í hendurnar er uppskriftin að „sunnudagskökunni“. Þarna má oft finna kökur sem sóma sér prýðilega einhleypar á kaffiborðinu á sunnudögum. Sælkerapressan prufubakaði þessa saðsömu bananaköku.
14.mar. 2015 - 11:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Blaut súkkulaðikaka með expressó - UPPSKRIFT

Þessi súkkulaðikaka er algjörlega fullorðins. Ekta eftirréttasúkkulaðikaka eftir góða helgarmáltíð!
13.mar. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Oreo-eftirréttur sem engin stenst - UPPSKRIFT

Þessi eftirréttahugmynd er svo óskaplega sniðug og einföld en lítur þeim mun glæsilega út að hún hentar hvort sem er í hversdagseftirrétt fyrir fjölskylduna, í saumaklúbbinn eða flotta borðhaldsveislu með sætaskipan!
12.mar. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Peru, hnetu og gráðosta spagettí að hætti Nautnaseggja - UPPSKRIFT

Perur, gráðostur og hnetur er alveg stórkostlegt kombó!
11.mar. 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Salt Eldhús - Kennslueldhús sælkerans

Það má lengi á sig blómum bæta og það hafði Sælkerapressan svo sannarlega í huga þegar skoðað var úrval námskeiða sem eru í boði hjá Salt Eldhúsi.
10.mar. 2015 - 19:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Cake-pops námskeið hjá Berglindi - dúllerí á háu stigi!

Berglind Hreiðarsdóttir er kökuskreytingarsnillingur sem hefur tekið áhuga og ástríðu skrefinu lengra og haldið vinsæl námskeið í bæði bollakökuskreytingum og kökupinnum.
10.mar. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Fylltar sætar kartöflur að hætti Eldhúsperlunnar Helenu - UPPSKRIFT

Á blogginu Eldhúsperlu.comr deilir Helena þessum girnilegu fylltu sætu kartöflum. Í þær setur hún kjúkling, gráðost og buffalo hot sauce. Sjóðandi heitt og dásamlega gott.
09.mar. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Póstkort frá París!

Sælkerapressunni barst póstkort frá sjálfri höfuðborg sælkeralífsstílsins, París! Sigríður Gunnarsdóttir hefur búið þar lengi og deilir með sér hvað sé á döfinni þar núna í marsmánuði.
08.mar. 2015 - 08:51 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Hinar fullkomnu súkkulaðibitasmákökur! - UPPSKRIFT

Ég hef stundum lagst í könnunarleiðangur uppskriftalega séð. Sælkerar kannast örugglega við þetta áráttu; að bera saman „bestu skúffukökuna“ við „skúffuköku tengdó“ og svo „klassíska skúffuköku“. Alveg útpæld vísindi að komast að því HVAÐ það er sem gerir uppskriftina að dúndur-eðal.


06.mar. 2015 - 18:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Laxaborgari með spicy rækjusalati - UPPSKRIFT

Að þessu sinni kynnum við til sögunnar uppskrift að ljúfum laxaborgara. Grunnurinn er auðveldur en svo er um að gera að bragðbæta með uppáhaldsfiskikryddinu, breyta um lauktegund eða bæta við ferskum kryddjurtum eins og sólselju (dilli).
06.mar. 2015 - 08:30 Bleikt

Klikkuð ostadýfa úr aðeins þremur hráefnum - UPPSKRIFT

Það þarf ekki að vera flókið að fá sér eitthvað alveg einstaklega gómsætt. Þessi bragðgóða ostadýfa er tilvalinn á föstudagskvöldi, hvort sem þú ætlir að sitja heima og horfa á sjónvarpið eða vera vinsælasta manneskjan í partýinu.
04.mar. 2015 - 11:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Þegar Sælkeri fer til útlanda

Þegar Sælkeri fer til útlanda eru það matvöruverslanir sem heilla...
03.mar. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Mystery cake = safarík tómatakaka! - UPPSKRIFT

Þessi kaka er dulítið safaríkari og öðruvísi útgáfa af gulrótarkökunni stórgóðu. Í Bandaríkjunum kallast hún stundum Mystery Cake (Leyndarmálskakan) því í henni eru tómatar sem er nær ógerlegt að giska á við að bragða á henni. Grænmeti í kökum er alltaf dálítið sérstakt og næstum því hægt að halda því fram að þar með sé kakan orðin meinholl!
02.mar. 2015 - 11:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Sælkeratilraun - heimagert smjör!

Íslenska smjörið er nú svo afbragðsgott að það var alls ekki skortur á góðu smjöri sem rak mig í þessa tilraun heldur bara hrein og tær forvitni. Og matarfíkn. Vildi gera eigið smjör!
Sælkerapressan tók að sér að tilraunastarfsemi fyrir nokkrum vikum síðan með undursamlegum árangri. 

27.feb. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Sítrónuangandi kjötbollur með sherrírjómasósu - UPPSKRIFT

Sítrónur eru stútfullar af C-vítamíni sem er akkúrat það sem við gætum verið að fara á mis við svona á miðjum vetri þegar kvefpestirnar hrjá okkur sem mest. Ein sítróna uppfyllir dagsþörf okkar af C-vítamíni, auk þess að vera vatnslosandi og bólgueyðandi.
26.feb. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Hakksúpa með grænmeti - UPPSKRIFT

Þessi nautahakkssúpa er frekar ofarlega á súpulista barnanna. Í öðru sæti á eftir tómatasúpu sem þau kalla „tómatSÓSU“ og ég er ekkert að leiðrétta þann misskilning! Er ekki ágætt að nota nautahakk í eitthvað annað en hakk og spagettí einstaka sinnum?
25.feb. 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Fræhökkbrauð, glútenlaust, LKL - UPPSKRIFT

Þetta fræhrökkbrauð er kolvetna- og glútenlaust enda eru bara allskyns frægerðir í því og fiberhusk, einnig kallað psyllium husk duft, notað til að binda saman í staðinn fyrir hveitið. Hægt að hlaða góðu áleggi á þetta á morgnana!
24.feb. 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Matreiðslumaður ársins - óvissukarfa hráefna kvöldið fyrir lokakeppnina

Fjórir matreiðslumenn munu etja kappi í úrslitakeppni Matreiðslumanns ársins næstkomandi sunnudag í Hörpunni. Áskorunin er gríðarleg þar sem þeir fá afhenta óvissukörfu með hráefnum kvöldið fyrir keppni og elda svo í opnu eldhúsinu á Smurstöðinni þar sem gestir og gangandi geta fylgst með.
23.feb. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

M&M sem skreyting í fermingarveislu? - Hugmynd!

Það er að óskaplega mörgu skemmtilegu að huga þegar halda á veislu, hvort sem það er skírn, brúðkaup, afmæli, eða eins og margir foreldrar akkúrat þessa dagana eru að skipuleggja: ferming!
21.feb. 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Konudagseftirrétturinn! Dásamlegt hindberjahlaup - UPPSKRIFT

Er ekki tilvalið að dekra við dömuna sína á konudaginn? Hindberja-chardonnay-hlaup með þeyttum rjóma er sætur og nautnalegur réttur, bæði í útliti og bragði. Má útbúa með fyrirvara og töfra fram úr ísskápnum með tilþrifum!
20.feb. 2015 - 18:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Íslensk bjórhátíð á Kex 26. febrúar - 1. mars - Sælkeraviðburður!

26 ára afmælisdagur íslenska bjórsins. Því ber að fagna!
20.feb. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Matarmarkaður Búrsins 28. febrúar - Sælkeraviðburður!

Súr, sætur og safaríkur matarmarkaður í Hörpunni helgina 28. febrúar - 1. mars.
19.feb. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

50 gráir ... kjúklingaskuggar! - UPPSKRIFT

Væntanlega fer enginn varhluta af 50 gráum skuggum þessa dagana. Bókin. Bíómyndin. Lostafull leiktæki og klæðnaður. Og nú einnig: matreiðslubókin!
18.feb. 2015 - 10:40 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Valentínusardagurinn varð sorgardagur í Nutella-veldinu

Stofnandi og aðaleigandi ítalska Nutella og Ferrero Rocher veldisins lést á sjálfan Valentínusardaginn, 89 ára að aldri. Alþjóðlegi Nutelladagurinn var 5. febrúar síðastliðinn.
18.feb. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Sætkartöflusúpa sem vermir - UPPSKRIFT

Sætar kartöflur eru mun betri kolvetniskostur en venjulegar kartöflur því þær innihalda flóknari kolvetni og mun fleiri vítamín, trefjar og andoxunarefni en þessar hefðbundnu hvítu. Svo fljótlegt og gott að gera súpu úr svona ofurgrænmeti.
17.feb. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Sælkeraforréttur: Parmesankex með rjómaosti og reyktum lax - UPPSKRIFT

Heimagert parmesankex með rósmarínkeim, smurt rjómaosti og hlaðið reyktum lax. Hver afþakkar slíkt?
16.feb. 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

7 hugmyndir fyrir lax í ofni - UPPSKRIFT

Lax er æðislegt hráefni og þarf alls ekki flókna matseld til að úr verði bragðgóður matur sem hentar allri fjölskyldunni. Þessar sjö tillögur eru allar líklegar til slá í gegn!
14.feb. 2015 - 10:06 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Sælubiti: bakstur í tilefni Valentínusardags - UPPSKRIFT

Sælubiti er dökka útgáfan af hinni vinsælu sjónvarpsköku. Kallast kärleksmums á sænsku og er klassísk skúffukaka með súkkulaðiglassúr- og kókos stráð yfir. Ótrúlega þægilegt að baka svona skúffuköku sem endist alla helgina. Vinsæl hjá öllum aldurshópum!
14.feb. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Mið-austurlenskur kjúklingur og salat að sama skapi - UPPSKRIFT

Að elda heilan kjúkling er lítið mál. Hita ofn, krydda, skella kjúllanum inn og gleyma sér svo við að gera eitthvað skemmtilegt. Klukkustund seinna er komin veislumáltíð!
13.feb. 2015 - 13:58 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Reykjavík Cocktail Weekend úrslitin - Lorenzo besti RCW drykkurinn

Sunnudagskvöldið 8. febrúar fór fram í Gamla Bíó úrslitakeppnin í Íslandsmóti Barþjóna, vinnustaðakeppni barþjóna og Reykjavík Cocktail Weekend drykknum.
13.feb. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Vatnsdeigsbollur sem geta ekki klikkað!

Bolludagur er handan við hornið og ætli flestir taki ekki forskot á sæluna núna á sunnudag og fái sér eina… eða tvær… eða fimmtán!
11.feb. 2015 - 20:00 Veröldin

Fyllt paprika í ofni: Stútfull af andoxunar efnum og A -og C - vítamínum – UPPSKRIFT

Þetta er súper einföld uppskrift af fylltri rauðri papriku eða bara þeim lit sem þér þykir best.  Rauð paprika er rík af C - vítamíni, B6 og magnesíum.
11.feb. 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Mad Men heimilishald - leiðbeiningarritið er til!

Myndarskapur húsmæðra (og feðra) er eitthvað sem fer aldrei úr tísku og það er alveg hægt að skemmta sér með lestri leiðbeiningarrita um heimilishald og matseld jafnvel þó bækurnar séu orðnar fornar.
Sælkerapressan gluggar í bókina „America's Housekeeping Book“ sem reynist vera alveg frábær fyrirmynd fyrir okkur sem hafa gaman af Mad Men-stemmningunni!
10.feb. 2015 - 17:25 Pressan

Þetta er draumauppskrift bjóráhugamanna

Þeir sem eru hrifnir af bjór og drykkju hans ættu nú að geta glaðst mikið því Englendingur nokkur telur sig vera búinn að finna út hvernig er hægt að nota bjór til að búa til bjórhlaup, það er að segja sælgætið hlaup með bjórbragði.
10.feb. 2015 - 17:23 Bleikt

Ert þú búin að smakka eftirréttina á Apotek Restaurant?

Ef þú hefur ekki ennþá smakkað eftirréttina á Apotek Resturant þá verður þú klárlega að kíkja við og prufa því þeir eru alveg ótrúlega gómsætir og í algerum sérflokki. Hægt er að borða eftirréttina á staðnum en einnig er hægt að stoppa við á eftirréttabarnum og taka með sér eftirrétti, franskar makkarónur og súkkulaði sem gert er á staðnum.
10.feb. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Papríkudýfa með valhnetum. Holl dýfa? Játs! - UPPSKRIFT

Sumar ídýfur eða maukdýfur er hægt að borða eintómar með skeið. Þetta er pottþétt ein af þeim. Hún er frekar þykk og passar fullkomlega sem meðlæti með couscous-réttum ýmiskonar (finn fallafel bragðið bara við tilhugsunina), á ostabakkann, ofaná snittur eða hreinlega saman við heitt pasta sem sósa.
Eða bara í skál. Með skeið.

Begga Sælkerapressan - um hana