04. sep. 2010 - 15:00Marta María

Fagur fiskur í sjó slær í gegn: Fleiri þættir komnir í framleiðslu

Sveinn Kjartansson sýnir flotta takta í sjónvarpsþáttunum, Fagur fiskur í sjó.

Sveinn Kjartansson sýnir flotta takta í sjónvarpsþáttunum, Fagur fiskur í sjó. Mynd: Úr einkasafni

Matreiðsluþættirnir, Fagur fiskur í sjó, í umsjón Sveins Kjartanssonar og Áslaugar Snorradóttur hafa slegið í gegn á Ríkissjónvarpinu. Svo vinsælir hafa þættirnir verið að nú er búið að búa til tvo nýja þætti sem sýndir verða 12. og 19. september. Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari og einn eigenda Fylgifiska segist vera „túramaður“ þegar kemur að matreiðslu.

„Það var ákveðið að gera tvo þætti til viðbótar, enda af nægu að taka. Í fyrri þættinum koma „grallarar“ við sögu. Þessir „grallarar“, sem upplýst verður í þættinum hverir eru, verða soðnir, fylltir og steiktir. Í þessum þætti förum einnig í Heiðmörkina í sveppa- og berjamó. Enda er nú sá árstími til að nýta þessa ávexti jarðarinnar. Síðari þátturinn er með fókus á ýmsar kryddjurtir og fræ. Við búum til meðal annars. grænt masala frá grunni, sem við síðan kryddum blálöngu með. Þá hittum við graslækni, sem fræðir okkur um mátt jurtanna og fáum að sjá hvernig búa eigi til taílenskar fiskikökur og fleira gott, svo eitthvað sé nefnt af því sem fjallað er um í þeim þætti.

Þegar Sveinn er spurður að því hvað hafi staðið upp úr við gerð þáttanna nefnir hann lærdóminn.

Fyrir mig var það óneitanlega það að vera kominn í þá skemmtilegu og ögrandi aðstöðu að fá að læra enn meira um mat og matargerð. Einnig kom kúfskelin mér skemmtilega á óvart.

Það er ekki hægt annað en að spyrja Svein um hvað honum finnist skemmtilegast að matbúa. Hann á samt erfitt með að velja eitthvað eitt því hann segist vera túramaður.

Matreiðsla er ástríða fyrir mér og mér finnst einstaklega gaman að uppgötva og prófa ýmis hráefni og möguleikana sem felast í þeim til að gera góða og skemmtilega rétti. Ég get ekki valið neitt eitt varðandi matreiðslu, sem ég hef meiri ánægju af en annað. En það má kannski segja að ég sé „túra“ maður þegar kemur af því hvað mig þykir skemmtilegast hverju sinni. Tek tarnir í uppáhalds einhverju.

Eru íslendingar nógu duglegir við að borða fisk?

Já, allavega viðskiptavinir okkar í Fylgifiskum. Margir þeirra borða fisk mörgum sinnum í viku. Fiskur er bara það góður að það er verst fyrir þá, sem ekki borða fisk, að missa af slíku lostæti að njóta.

Sveinn tekur sig vel út á skjánum og því ekki úr vegi að spyrja hann hvort kærastinn, Viðar Eggertsson leikari og leikstjóri, hafi gefið honum góð ráð áður en tökur hófust.

Viðar hefur ráð undir rifi hverju og gaf mér fullt af góðum ráðum.

Það er ekki hægt að sleppa Sveini án þess að fá hjá honum uppskrift. Hann gefur uppskrift að ljúffengu Saltfisksalati.

Saltfisksalat

800 gr saltfiskhnakkar útvatnaðir og roðlausir

3 msk hvítlauksolía

Nýmulinn svartur pipar

3 msk panko raspur

200 g grilluð niðurlögð paprika.

200 g niðulögð þystilhjörtu

200 g grænar ólífur

3 stönglar bergminta

Skerið saltfiskinn í þunnar sneiðar, hellið hvítlauksolíuna yfir og piprið. Veltið saltfisknum upp úr raspinum, steikið á heitri pönnu í ca 1 ½ mín á hvorri hlið.

Raðið saltfiskneiðunum á fat, skerið parikuna og þystilhjörtun gróft, sneiðið ólífurnar í tvennt. Blandið öllu varlega saman. Stráið síðan bergmintunni yfir.

Gott að bera fram með grófu brauði eða blanda saman við stökk salat.
(26-31) Michelsen: Útskriftir - maí
24.maí 2016 - 17:20

Einfalt og þægilegt snarl með Ebbu - Dagur 2: Ostabollur!

Geymið svo afganginn í kæli! Markmið Snarlsins er að vekja áhuga hjá krökkum á að læra að elda sjálf holla og fljótlega rétti eftir skóla. Það er sjónvarpskokkurinn og snarlmeistarinn Ebba Guðný sem hefur sett saman nokkrar einfaldar uppskriftir en í dag ætlum við skella í ofur einfaldar og gómsætar ostabollur.

23.maí 2016 - 20:15

Einfalt og þægilegt snarl með Ebbu – Dagur 1: Berjasjeik!

Þetta þarf ekki að vera flókið! Það þarf ekki að vera flókið að framreiða stórkostlegt snarl úr því sem til er í skápunum heima hverju sinni. Markmið Snarlsins er að vekja áhuga hjá krökkum á að læra að elda sjálf holla og fljótlega rétti eftir skóla. Það er engin önnur en sjónvarpskokkurinn og snarlmeistarinn Ebba Guðný sem hefur sett saman nokkrar einfaldar uppskriftir.
17.maí 2016 - 16:55

Sólveig Nr.25 mætt aftur: „Fésbókarvinirnir vildu dós“

Bjórinn Sólveig frá Borg Brugghúsi vann gullverðlaun á hinni virtu bjórkeppni World Beer Awards síðastliðið haust. Í kjölfarið jókst áhugi á bjórnum umtalsvert erlendis, sem gagnaðist Borg Brugghúsi þó lítið þar sem um sumarbjór var að ræða - sem var löngu uppseldur. Nú er Sólveig hins vegar mætt aftur í verslanir, í fyrsta skipti frá verðlaunaafhendingunni.
19.apr. 2016 - 16:30

„Vonum að við verðum ekki landi og þjóð til skammar – það er nóg komið af slíku“

Bruggmeistarar Borg Brugghúss. Borg Brugghús hefur verið valið til þátttöku í hinni þekktu Bryggeribråk - Kampen om Norden, sem upp á íslenskuna mætti kalla „Brugghávaði - Hin norræna orrusta“. Um er að ræða keppni á milli brugghúsa Norðurlandanna í pörun á bjór og mat.
14.apr. 2016 - 23:00

Fjólubláa höndin byrjuð að flæða

Fyrstu droparnir af Fjólubláu Höndinni fóru að flæða af krana á Skúla Craft Bar í dag. Aðeins örfáir kútar eru til en almenn sala á bjórnum hefst í Vínbúðum, börum og veitingahúsum á komandi vikum.
09.apr. 2016 - 13:49 Bleikt

Hollustuskál Röggu

Dóttir mín, hún Rúna Lóa, er grænmetisæta. Hún hefur ekki borðað dýr síðan hún nýorðin 10 ára, henni þykir það einfaldlega rangt.

Ákvörðun Rúnu Lóu hefur að sjálfsögðu áhrif á matarvenjur heimilisins, enda erum við tvær í heimili hálfan mánuðinn. Þegar við eldum saman eru bara grænmetisréttir á matseðlinum – og við erum duglegar að gera alls konar tilraunir með spennandi rétti.

09.apr. 2016 - 13:46 Bleikt

Langbesta leiðin til að skera lauk

Allir kannast við vesenið sem fylgir því að skera lauk, já og tárin!

Í þessu myndbandi er sýnd hreint stórkostleg aðferð til að skera lauk. Aðferðin er nýstárleg en til að nota hana þarf lítið „eldhúsáhald“ sem ekki er víst að til sé á öllum heimilum. Því má þó redda í næstu kaupfélagsferð.

09.apr. 2016 - 13:36 Bleikt

Svona geymist maturinn miklu betur!

Brjálaði rússneski hakkarinn er í dálitlu uppáhaldi hjá okkur á Bleikt. Í fyrsta lagi er hann ofursnjall, og í öðru lagi er alltaf smá pönk í húsráðunum hans.

Í þessu myndbandi sýnir hann einfalda aðferð til að loka (eða endurloka) pokum með matvöru. Svona geymast afgangarnir miklu betur!

09.apr. 2016 - 13:34 Bleikt

Hamfarakokkur eldar: Girnilegur pastaréttur í pönnu

Þennan pastarétt gæti varla verið auðveldara að elda. Hann er gerður með því að henda fullt af gæðahráefni á pönnu og kveikja á eldavélinni. Allir ættu að ráða við þetta!
02.apr. 2016 - 21:00 Kristín Clausen

Þetta er munurinn á grænum og svörtum ólífum

Hefur þú velt því fyrir þér hver munurinn á grænum og svörtum ólífum er. Ef þú heldur að þetta séu tvær ólíkar tegundir, líkt og rauð epli eru ólík grænum, þá hefur þú rangt fyrir þér.
12.mar. 2016 - 17:30

Töfralausn: Svona skrælir þú kartöflur á laufléttan hátt!

Það er óþolandi að skræla kartöflur... hvort sem þú kýst að nota það orð, eða talar um að skralla eða hreinlega að afhýða.
21.feb. 2016 - 17:00

Draumur kjötætunnar!: Beikon og kjötpæ með Jägermeister

Sumir elska kjöt meira en flest annað, sérstaklega beikon. Þó að deilt sé um hollustu mikillar neyslu á kjöti og unnum kjötvörum, munu margir fá vatn í munninn við að horfa á myndbandið hér að neðan.
16.feb. 2016 - 09:53

Magðalena nr.41 úr marmelaði: „Páskarnir eru snemma í ár“

Fyrsti páskabjór brugghússins kom út árið 2012. Borg Brugghús kynnir nýja Magðalenu Nr.41, hveitibjór í belgískum stíl og það í sterkari kantinum, eða 8,4% alkóhól af rúmmáli. Magðalena er páskabjór Borgar í ár en það er hefð hjá brugghúsinu að brugga bjóra í belgískum stíl fyrir páskahátíðina og sækja nöfn þeirra í Kristni. 
11.feb. 2016 - 14:00

Sigurður í Tryggvaskála valinn í kokkalandsliðið

Sigurður Ágústsson matreiðslumaður í Tryggvaskála var á dögunum valinn í kokkalandslið Íslands. Suðri lagði nokkrar spurningar fyrir kappann.
08.feb. 2016 - 08:00

Haltu upp á Bolludaginn með stæl

Undanfarin ár hefur mikil hefð skapast í kringum hinn sívinsæla Bolludag í verslunum Fylgifiska. Verandi sérverslun með sjávarfang þá eru bollurnar sem boðið er upp á að sjálfsögðu fiskibollur, en líkt og rjómabollurnar halda þær Bolludaginn hátíðlegan ár hvert. 
28.jan. 2016 - 18:00 RaggaEiríks

Besta hummus í heimi!: UPPSKRIFT

Hummus (borið fram hommos) er heiti á kjúklingabaunamauki sem á uppruna sinn í Miðausturlenskri matargerð. Í maukinu mætist hin heilaga þrenning þeirrar matargerðar - hvítlaukur, sítrónusafi og tahini, sem er mauk búið til úr sesamfræjum.
12.jan. 2016 - 11:28

Hinn taðreykti Fenrir Nr.26 í bók um 60 brjáluðustu bjóra heims

Fenrir Nr.26 frá Borg Brugghús Bjórinn Fenrir Nr.26 frá Borg Brugghús hefur verið valinn í ástralska bók sem fjallar um 60 brjáluðustu bjóra heims (e. World Wackiest Brews). Það var ekki að ástæðulausu sem Fenrir vakti athygli ritstjórnar, sem ku hafa leitað að furðulegustu og undarlegustu aðferðum brugghúsa um heim allan, en bjórinn er gerður úr taðreyktu malti.
07.jan. 2016 - 17:00 RaggaEiríks

Töfralausnin er sáraeinföld: Svona er best að geyma sítrónurnar!

Margir hafa lent í því að sítrónur skemmist við geymslu. Þær geta myglað jafnvel í ísskáp og skemmt út frá sér.
07.jan. 2016 - 14:38 RaggaEiríks

Litlar, sætar og sjúklega góðar Snickers-ostakökur

Rjómaostur – we meet again. Ég hef eitthvað verið að spara rjómaostinn upp á síðkastið og biðst ég formlega afsökunar á því. Ég bara skil ekkert í mér því í mínum huga er rjómaostur eitt af undrum veraldar. Sérstaklega þegar maður blandar honum saman við flórsykur. Alveg sjúk blanda!
07.jan. 2016 - 13:34 RaggaEiríks

Fulkomið beikon í hvert einasta sinn: Myndband!

Ef þú ert ein/n af þeim sem steikir ennþá beikon á pönnu, er kominn tími til að taka upp nýja og betri siði. Hér er aðferð sem tryggir að beikonið verði stökkt og þráðbeint í hvert einasta sinn. Eftir að þú horfir á þetta verður ekki aftur snúið!
17.des. 2015 - 16:00 Kynning

Steðji Brugghús frumsýnir jóla léttöl með skemmtilegri teiknimynd

Steðji Brugghús fer skemmtilega leið í markaðssetningu á Steðji jóla léttöl. Líkt og undanfarin ár tekur Steðji Brugghús jólin með trompi og í ár kynnir brugghúsið flunkunýtt og jólalegt léttöl. Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn er Steðji jóla léttöl en fyrir voru þeir Steðji jóla bjór, sem verið hefur í boði undanfarin ár, og Steðji Almáttugur jólaöl sem kom á markað fyrir síðustu jól.
16.des. 2015 - 17:14 RaggaEiríks

Villibráðarboð villinganna: Uppskriftir

Vinirnir og veiðifélagarnir Bergþór Júlíusson og Ingvi Þór Ragnarsson hafa staðið að árlegu villibráðarkvöldi í nokkur ár, ásamt ýmsum vinum og ættingjum sem hafa veitt með þeim í gegnum tíðina. Boðið hefur vaxið og þróast með tíð og tíma og hefur fjöldi rétta og gesta aukist með hverju árinu. Þeir kalla viðburðinn Villibráðarboð villinganna.
16.des. 2015 - 16:24 RaggaEiríks

Töfralausn: Svona rífur þú ost með gosdós

Ef þú ert búin/n að týna rifjárninu, eða varst að skilja og hinn aðilinn heimtaði rifjárnið, þarftu ekki að örvænta og engin þörf er á akút ferð í Ikea.
15.des. 2015 - 13:54 RaggaEiríks

Jólamatseðill grænmetisætunnar: Frábærar uppskriftir frá mæðgunum Sollu og Hildi

Grænmetisgúrúarnir og mæðgurnar Solla á Gló og Hildur hafa birt á síðu sinni ótrúlega girnilegan jólamatseðil. Maturinn er ekki bara girnilegur, heldur virkilega fallegur á að líta. Sælkerar landsins eiga eflaust eftir að sækja sér hugmyndir til mæðgnanna yfir hátíðirnar. Við birtum hér seðilinn með góðfúslegu leyfi.
08.des. 2015 - 15:54

Boli hlaut silfur á virtri bjórverðlaunahátíð

Bjórinn Boli frá Ölgerðinni kom sterkur inn á bjórverðlaunahátíðinni European Beer Star sem haldin var í Þýskalandi nú á dögunum. Þessi vinsæla íslenska framleiðsla haut silfrið í flokknum “German Style Festbier” - eða þýskum hátíðarbjór.
07.des. 2015 - 23:16 Bleikt

Óveðurskjúklingur Röggu Eiríks: Uppskrift

Ég skrapp í kjörbúð í Kringlunni rétt fyrir lokun klukkan fjögur í dag, og slóst þar í för með stjörfum skíthræddum borgarbúum sem létu líkt og uppvakningadómsdagur væri í nánd. Brauðhillur nær tómar og túnfiskdósir í tugatali í hverri körfu.
07.des. 2015 - 17:18 RaggaEiríks

Aldrei aftur viðbrenndur grjónagrautur!: Eldaðu hann í ofninum

Þessi frábæra uppskrift birtist fyrir nokkrum árum á hinu skemmtilega matarbloggi Ljúfmeti og lekkerheit, þar sem hún Svava birtir girnilegu uppskriftirnar sínar og ýmsar skemmtilegar hugmyndir fyrir heimilið.
05.des. 2015 - 16:30

Myndir: Metþátttaka í stærstu kokteilakeppni Íslands

Kokteilaveisla á Bryggjunni Brugghúsi Barþjónaklúbburinn og Haugen Gruppen, umboðsaðili Jim Beam á Íslandi, stóðu fyrir Whiskey Sour kokteilakeppni 25. nóvember síðastliðinn. Hvorki fleiri né færri en 60 keppendur frá 34 veitingahúsum mættu til leiks og er það mesta þátttaka í einni kokteilakeppni sem fram hefur farið hér á landi.
03.des. 2015 - 14:52 RaggaEiríks

Tyrkisk Peber ís: Uppskrift!

Þeir sem elska Tyrkisk Peber og ís finnst þessi algjört himnaríki!
03.des. 2015 - 10:33 RaggaEiríks

Kalkúnaveisla Beggu: Starfsmenn WOW air fengu að njóta!

Starfsmenn á skrifstofu WOW air fóru ekki varhluta af þakkargjörðarhátíðarhöldunum og var tækifærið nýtt þegar komið var að því að afhenda starfsmanni meistarakokks-keflið. Begga skrifstofudama og matgæðingur tók að sér eldamennsku fyrir samstarfsfólkið og hélt þannig uppi stórskemmtilegri hefð sem ört stækkandi starfsmannahópurinn hefur haldið í heiðri undanfarin árin. Meistarakokkurinn útvaldi fær hér tækifæri til að sýna hvað í honum býr og bjóða upp á sitt besta í sameiginlegum hádegisverði. Og ef þakkargjörðin er ekki frábært tækifæri til þess þá má leita vel og lengi að betra!
02.des. 2015 - 23:00 RaggaEiríks

13 verstu kvöldbitarnir: EKKI borða þetta fyrir svefninn!

Það er komið kvöld og þú ert að drepast úr þreytu. Þú leggst til svefns og lokar augunum, en allt kemur fyrir ekki, þú getur ekki sofnað. Klukkutími líður, þú prófar allar bestu stellingarnar, sækir annan kodda. Hvað er eiginlega að?
01.des. 2015 - 15:17 RaggaEiríks

Ofngrillaðir kjúklingabitar með rótargrænmeti, rjómalagaðri sósu og einföldu salati

Þessi uppskrift er ótrúlega einföld og niðurstaðan sérlega ljúffeng. Hugmyndin er úr ýmsum áttum. Fyrirmyndin er frönsk - pommes boulangère - sem eru þunnt skornar kartöflur raðað saman með þunnum sneiðum af þunnt sneiddum lauk bragðbætt með timian og penslað með smjöri. Og auðvitað nóg af salti og pipar. Mín uppskrift var ekkert svo frábrugðin nema að ég notaði fjölbreytt úrval af rótargrænmeti sem ég átti inní ísskáp; maírófu, hnúðkál, sætakartöflu, nípu, seljurót, lauk og auðvitað venjulegar kartöflur.
29.nóv. 2015 - 19:00

Bestu veitingastaðirnir á Íslandi

White Guide er leiðabók um veitingastaði á Norðurlöndunum, sem margir vilja kalla Michelin Guide okkar Norðurlandabúa. Útgefendur bókarinnar prófa og gefa 800 veitingastöðum einkunnir ár hvert, en það þykir mikil upphefð fyrir veitingastaði að komast í bókina.
28.nóv. 2015 - 15:12

Glútenlausar muffins með hindberjum og súkkulaðibitum

Þessar ljúffengu muffins eru í miklu uppáhaldi hjá strákunum mínum sem eru með glúten og mjólkuróþol. Þær eru mjúkar og bragðgóðar og alls ekki þurrar eins og mér finnst glútenlaus bakstur oft verða. Það er ekkert mjöl eða sterkja í þeim og ekki mikill sykur þannig að þær eru líka í hollari kantinum. Hindber og súkkulaði eru með því betra sem ég fæ og þessi blanda í muffins er hreint út sagt ómótstæðileg.
27.nóv. 2015 - 18:35 Bleikt

Æðislegt á aðventunni: Sykurristaðar möndlur með kanilkeim

dögunum gerði ég mína fyrstu tilraun með sykurristaðar möndlur. Ég fann mismunandi uppskriftir á netinu en flestar voru þannig að möndlurnar voru soðnar niður í  heimalöguðu sýrópi þar til sykurinn fer að kristallast. Einnig er hægt að velta þeim upp úr blöndu og rista í ofni og ætla ég næst að prófa þá útfærslu og kanna hvort mér finnst betri.
24.nóv. 2015 - 09:39

Fitnessgoðsögn til liðs við Hafið

Elmar Þór Diego Hafið Fiskverslun opnaði sína þriðju sælkeraverslun í byrjun nóvember. Verslunin er staðsett að Skipholti 70 í nýuppgerðu húsnæði þar sem áður var fiskbúðin Hafrún, en hinar verslanir Hafsins eru staðsettar í Hlíðasmára Kópavogi og Spönginni Grafarvogi. Ásamt því að reka þrjár verslanir heldur Hafið úti umfangsmikilli þjónustu við veitingastaði og mötuneyti.
20.nóv. 2015 - 17:00

Töfralausnin er fundin: Tómatsósuleður á hamborgarann

Bökuð tómatsósa er að gera allt vitlaust í hamborgaraheiminum um þessar mundir.  Þetta stórkostlega húsráð, sem á að koma í veg fyrir að borgarinn verði of slepjulegur, var fundið upp af bandaríska kokkinum Ernesto Uchimura sem starfar á veitingahúsinu Plan Check í Los Angeles.
16.nóv. 2015 - 16:28 RaggaEiríks

Dásamlegt brokkolíbuff frá mæðgunum

Buff eru góður matur og sóma sér vel sem miðpunkturinn í máltíð. Bæði frábær fyrir grænkera og þá sem vilja auka hlut jurtafæðis í mataræðinu. Lykilatriði er að bera buffin fram með góðri sósu, og svo getur meðlætið verið nánast hvað sem hugurinn girnist.
16.nóv. 2015 - 11:42 Bleikt

Kúlugott sem tekur aðeins 20 mínútur að búa til: Uppskrift

Þetta kúlugott hefur heldur betur slegið í gegn hjá landsmönnum enda skal engan undra því hér er á ferðinni sælgæti sem er engu líkt. Eða eins og sagt er, einu sinni smakkað – þú getur ekki hætt! Hnetusmjör er svo miklu meira en bara álegg. Hér rennur það saman við Rice Krispies og fleira gúmmelaði og verður að gómsætu konfekti, eftirrétti – eða bara hvenær-sem-er-rétti!  Stökkt, mjúkt og svo ólýsanlega gott.
11.nóv. 2015 - 16:57 RaggaEiríks

Dal frá mæðgunum Sollu á Gló og Hildi: fróðleikur og uppskrift

Ég heyrði einu sinni sögu úr Himalayafjöllunum. Evrópskir ferðalangar höfðu verið þar í margra daga fjallgöngu, ásamt innfæddum leiðsögumönnum. Þau höfðu borðað Dal í nánast öll mál og var ferðalöngunum farið að finnast nóg um, en fátt annað var í boði. Einn daginn komu þau að litlum veitingastað þar sem talsvert meira úrval kræsinga var á matseðlinum. Nú var tilvalið tækifæri til að gera sér glaðan dag, njóta þess að fá smá tilbreytingu og öllum var boðið að velja sér veislumat. 
Þeir innfæddu litu örsnöggt yfir matseðilinn og pöntuðu sér síðan Dal.
11.nóv. 2015 - 10:30

Frábær leið til að fá fólk til að hætta í símanum og fara tala saman

Hér gefur að sjá hvernig Masglasið fær fólk til að tala saman! Í samfélagi nútímans er það því miður orðið þekkt vandmál að fólk hreinlega festist í símanum. Þegar vinahópurinn kemur saman til að hittast og spjalla vill símtækið oft trufla enda margir hreinlega háðir samfélagsmiðlum á borð við Facebook, Twitter og Instagram.
10.nóv. 2015 - 13:57

Úr eldhúsi Nönnu Rögnvaldar: MAROKKÓSK SÚPA OG BRAUÐ

Þegar ég var að velta fyrir mér hvað ég ætti að gera við afganginn af spínatpokanum (líklega um 100 g) rifjaðist upp fyrir mér linsubauna- og spínatsúpa sem ég gerði hér á árum áður í ýmsum tilbrigðum. Svo að í strætó á heimleiðinni ákvað ég að gera hana – reyndar að þvi gefnu að ég ætti linsubaunir, sem ég mundi alls ekki. En ég var nú samt með Plan B.
09.nóv. 2015 - 15:54 RaggaEiríks

Ofureinföld Snickers-eplakaka: Uppskrift

Þó þú kunnir ekkert að baka – og ég meina EKKERT – þá geturðu búið til þessa köku og heimilisfólkið á eftir að dýrka þig! Þessi kláraðist á núll einni heima hjá mér og góða við hana er að það er alltaf hægt að hita hana upp daginn eftir og hún er alveg jafn góð – ef ekki betri.
09.nóv. 2015 - 14:11 Pressan

10 góðar ástæður fyrir því að borða banana daglega

Ef þú ert ekki nú þegar meðal þeirra sem borða banana daglega þá er kannski rétt að bæta úr því og skella sér í hópinn. Það eru svo margir kostir sem fylgja því að borða banana daglega að það er eiginlega erfitt að finna afsökun fyrir að sleppa því að borða þá.
09.nóv. 2015 - 14:06 RaggaEiríks

Dásamlega gott rófu- og graskerspasta: UPPSKRIFT

Á haustin birtast girnileg grasker í grænmetisdeildum verslana. Því miður er ræktun graskera ekki algeng á Íslandi, og þó að tilraunir hafi verið gerðar með ræktun í gróðurhúsum hafa afurðirnar ekki skilað sér í verslanir í neinum mæli. Graskerin sem við getum keypt hér á landi eru oftast innflutt frá Spáni eða Bretlandi.
09.nóv. 2015 - 10:03 RaggaEiríks

Japanskt og spennandi: Gómsætt Gyoza - UPPSKRIFT

Á Skólavörðuholtinu var haldið líflegt matarboð á dögunum þar sem gestir tóku virkan þátt í eldamennskunni. Húsráðandi er áhugakona um japanska matargerð og býr svo vel að eiga japanska mágkonu sem hefur skólað hana lítillega til í matreiðslu ýmiss konar rétta frá heimalandi sínu.
06.nóv. 2015 - 15:12 RaggaEiríks

Siggi litli og sultan: Ævintýri ungs sultugerðarmanns

Unnur Margrét Arnardóttir kom síðast nálægt sultugerð með ömmu sinni og afa þegar hún dvaldi hjá þeim í sveitinni sem krakki. „Ég skar niður ósköpin öll af rabarbara í sveitinni hjá ömmu og afa sem krakki, en var svo farin heim þegar honum var breytt í sultu.“ Það var svo nýlega að Siggi, fjögurra ára sonur Unnar, fór að sýna rifsberjahlaupsgerð mikinn áhuga. „Barnið lýsti því reglulega yfir að hann ætlaði að gera rifsberjahlaup og mér var farið að finnast þetta voða sæt og rómantísk hugmynd, að sulta saman við mæðginin.“
06.nóv. 2015 - 11:00 Bleikt

Þetta er það girnilegasta sem þú munt sjá í dag: Uppskrift!

Matarsíða Buzzfeed birtir daglega einföld myndbönd með leiðbeiningum um eldun fjölbreyttra rétta. Þetta finnst okkur á Bleikt ómótstæðilega girnilegt. Við skellum í þetta um helgina!
04.nóv. 2015 - 19:00

Töfralausnin er fundin: Svona á ekki að geyma kartöflur

Ef þú ert ein/n þeirra sem geymir alltaf kartöflurnar í ísskápnum þá eru góðar líkur á að þú hafir enga hugmynd um hvernig þær bragðast í raun og veru.
04.nóv. 2015 - 17:40 RaggaEiríks

Einföld opin BLT samloka: UPPSKRIFT

Hér er frábær og sáraeinföld uppskrift af gómsætri BLT samloku, reyndar opinni samloku... bíddu er þetta þá kannski frekar brauðsneið eða smörrebröð?! Nafnið gildir einu, því niðurstaðan er einstaklega ljúffengur biti. Uppskriftin er frá hinum stórsnjalla lækni í eldhúsinu. Njótið!