04. sep. 2010 - 15:00Marta María

Fagur fiskur í sjó slær í gegn: Fleiri þættir komnir í framleiðslu

Sveinn Kjartansson sýnir flotta takta í sjónvarpsþáttunum, Fagur fiskur í sjó.

Sveinn Kjartansson sýnir flotta takta í sjónvarpsþáttunum, Fagur fiskur í sjó. Mynd: Úr einkasafni

Matreiðsluþættirnir, Fagur fiskur í sjó, í umsjón Sveins Kjartanssonar og Áslaugar Snorradóttur hafa slegið í gegn á Ríkissjónvarpinu. Svo vinsælir hafa þættirnir verið að nú er búið að búa til tvo nýja þætti sem sýndir verða 12. og 19. september. Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari og einn eigenda Fylgifiska segist vera „túramaður“ þegar kemur að matreiðslu.

„Það var ákveðið að gera tvo þætti til viðbótar, enda af nægu að taka. Í fyrri þættinum koma „grallarar“ við sögu. Þessir „grallarar“, sem upplýst verður í þættinum hverir eru, verða soðnir, fylltir og steiktir. Í þessum þætti förum einnig í Heiðmörkina í sveppa- og berjamó. Enda er nú sá árstími til að nýta þessa ávexti jarðarinnar. Síðari þátturinn er með fókus á ýmsar kryddjurtir og fræ. Við búum til meðal annars. grænt masala frá grunni, sem við síðan kryddum blálöngu með. Þá hittum við graslækni, sem fræðir okkur um mátt jurtanna og fáum að sjá hvernig búa eigi til taílenskar fiskikökur og fleira gott, svo eitthvað sé nefnt af því sem fjallað er um í þeim þætti.

Þegar Sveinn er spurður að því hvað hafi staðið upp úr við gerð þáttanna nefnir hann lærdóminn.

Fyrir mig var það óneitanlega það að vera kominn í þá skemmtilegu og ögrandi aðstöðu að fá að læra enn meira um mat og matargerð. Einnig kom kúfskelin mér skemmtilega á óvart.

Það er ekki hægt annað en að spyrja Svein um hvað honum finnist skemmtilegast að matbúa. Hann á samt erfitt með að velja eitthvað eitt því hann segist vera túramaður.

Matreiðsla er ástríða fyrir mér og mér finnst einstaklega gaman að uppgötva og prófa ýmis hráefni og möguleikana sem felast í þeim til að gera góða og skemmtilega rétti. Ég get ekki valið neitt eitt varðandi matreiðslu, sem ég hef meiri ánægju af en annað. En það má kannski segja að ég sé „túra“ maður þegar kemur af því hvað mig þykir skemmtilegast hverju sinni. Tek tarnir í uppáhalds einhverju.

Eru íslendingar nógu duglegir við að borða fisk?

Já, allavega viðskiptavinir okkar í Fylgifiskum. Margir þeirra borða fisk mörgum sinnum í viku. Fiskur er bara það góður að það er verst fyrir þá, sem ekki borða fisk, að missa af slíku lostæti að njóta.

Sveinn tekur sig vel út á skjánum og því ekki úr vegi að spyrja hann hvort kærastinn, Viðar Eggertsson leikari og leikstjóri, hafi gefið honum góð ráð áður en tökur hófust.

Viðar hefur ráð undir rifi hverju og gaf mér fullt af góðum ráðum.

Það er ekki hægt að sleppa Sveini án þess að fá hjá honum uppskrift. Hann gefur uppskrift að ljúffengu Saltfisksalati.

Saltfisksalat

800 gr saltfiskhnakkar útvatnaðir og roðlausir

3 msk hvítlauksolía

Nýmulinn svartur pipar

3 msk panko raspur

200 g grilluð niðurlögð paprika.

200 g niðulögð þystilhjörtu

200 g grænar ólífur

3 stönglar bergminta

Skerið saltfiskinn í þunnar sneiðar, hellið hvítlauksolíuna yfir og piprið. Veltið saltfisknum upp úr raspinum, steikið á heitri pönnu í ca 1 ½ mín á hvorri hlið.

Raðið saltfiskneiðunum á fat, skerið parikuna og þystilhjörtun gróft, sneiðið ólífurnar í tvennt. Blandið öllu varlega saman. Stráið síðan bergmintunni yfir.

Gott að bera fram með grófu brauði eða blanda saman við stökk salat.
Fastlind: Samningur framlengdur - frá og með sept
03.okt. 2015 - 19:00

Þú hefur skorið lauk vitlaust allt þitt líf: Bylting í eldhúsinu fyrir alla sem elda

Flestum þykir drepleiðinlegt að skera lauk. Það er því ekki að ástæðulausu að myndbandið sem birtist hér að neðan hefur farið eins og eldur í sinu um Facebook síðustu daga.
09.sep. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Besta Bloody Mary (tómathressingin) í heimi er að sjálfsögðu íslensk!

Sælkerapressan veit hvar þessi kyngimagnaði drykkur sem tilnefndur hefur verið BESTUR í HEIMI fæst!
07.sep. 2015 - 20:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Fullkomin eggjahræra: SVONA á að laga hana! - Myndband

Martha Stewart bregst ekki frekar en fyrri daginn. Hér sýnir hún okkur hvernig tækni á að beita til að ná að gera fullkomna eggjahræru!
05.sep. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Sumarleg sítrónu-kókoskaka með kremi

Þegar sólin skin svona síðsumars getum við alveg platað okkur til að halda í sumartilfinninguna aðeins inn á haustdagana núna í September. Enn betra er að baka sítrónuköku með kókoskeim þannig að bragðlaukarnir séu með á nótunum!
01.sep. 2015 - 13:55 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Valdís bregst við : IceHot1 í boði

"Ísinn okkar er ekki eins og hver annar ís"

01.sep. 2015 - 11:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Tvær í einu! Súkkulaðibollakökur með ostakökufyllingu

Afhverju að velja milli tveggja þegar hægt er að baka BÁÐAR kökugerðir í einu?!
31.ágú. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Ofnbakað blómkál með paprikusósu og baunum - uppskeruunaður!

Nú er farið að líða á síðari hluta sumarsins, en þá er aldeilis hægt að gleðjast yfir grænmetisuppskerunni og njóta þess að borða dýrindis nýuppteknar kartöflur, gulrætur, rófur og blómkál.
29.ágú. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Kjötsúpa Sælkerapressunar - nýupptekið grænmeti úr Mosfellsdal

Sælkerapressan skellti sér á uppskerumarkaðinn í Mosskógum í Mosfellsdal og útbjó dásemdar kjötsúpu úr því sem verslað var. Leyniuppskrift Ólu langömmu er hér deilt með lesendum.
27.ágú. 2015 - 20:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Matarhátíð Búrsins - Sælkeraviðburður í Hörpunni

Sjómenn, bændur og smáframleiðendur mæta með fjölbreytt úrval þegar Matarhátíð Búrsins slær upp tjöldum í Hörpunni!
25.ágú. 2015 - 12:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Vítamínsprengjan! Lax með spínatmauki og steiktum kartöflum

Nanna Rögnvaldardóttir birtir tillögu að algjörri vítamínsprengju í matarformi: lax með spínatmauki og nýuppteknum kartöflum. Enn sem áður tilvalið að nota nýupptekið íslenskt grænmeti!
23.ágú. 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Sumarpóstkort frá París - leyndarmál Louvre safnsins

Enn berst Sælkerapressunni póstkort frá heimsborginni París og vinkonu okkar búsettri þar henni Sigríði Gunnarsdóttur. Póstkortið á vel við á síðsumri og ber sumarstemningu heimsborgarinnar með sér og vel geymt leyndarmál um Louvre safnið.
21.ágú. 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Djúpsteiktar lambakótilettur - djúsí og dásamlegt

Þarf ekki stundum að hvíla grillið örlítið? Djúpsteiktar lambakótilettur gefa alveg tilefni til þess...
19.ágú. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Dásamleg brúnka með karamellu og saltkringlum

Súkkulaði er alveg ótrúlega notendavænt hráefni sem næstum engin fúlsar við þegar það er í boði. Það er hægt að bera það fram eintómt, blanda í það utanaðkomandi bragði eða áferð, bræða það, frysta það, nota í bakstur, húða með því og já, meira að segja setja það í sósur og annan mat!
17.ágú. 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Kúmentínsla í Viðey - Viðeyjarkúmenið verðmæta sótt heim

Fjölmargir hafa lagt leið sína til Viðeyjar í ágústmánuði og sótt sér þessa kryddjurt heim til að nýta í te, brugga seyði og krydda mat enda er heimabakað kúmenbrauð algjört lostæti.
16.ágú. 2015 - 12:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Sælkeraskartið! - fullkomin gjöf handa mataráhugafólki!

Er ekki tilvalið að sýna ástríðu og áhugamál með skartgripavalinu?

11.ágú. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Reykjavík Bacon Festival - Sælkeraviðburður á Skólavörðustíg!

Ljósm. Siggi Anton Aðdáendur beikons ættu ekki að láta þennan viðburð fram hjá sér fara!
10.ágú. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Grillbrauð Stínu - ómótstæðilegt nýbakað og ilmandi!

Sælkerapressan þáði boð til Eldhússysturinnar Kristínu, ættaðri úr Skagafirði en búsettri í Stokkhólmi. Í boði var þetta líka dýrindis grillbrauð sem var borið fram á spjótum nýbökuðu af kolagrillinu klassíska.
09.ágú. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Bubbies - nýtt ísæði frá Hawaii

Sælkerapressan rakst á nýtt ístrend frá Hawaii og varð að sjálfsögðu að smakka!

06.ágú. 2015 - 14:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Spínatsallat með jarðaberjum og svörtum baunum - hljómar kannski furðulega en er æði!

Það þarf ekkert endilega að sprengja skalann á fjölda hráefna þegar á að útbúa dýrindis salat. Sérstaklega ekki ef hvert og eitt hráefnanna eru vel valin, litrík og bragðgóð. Hér eru þrjú lykilatriði í salatinu en örlítið fleiri til að útbúa sallatdressinguna. Alveg þess virði að prófa!
04.ágú. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Vanillupannacotta með rabbabara - síðsumardesert ársins!


Eru síðustu rabbabarastönglanir farnir að biðja um að verða notaðir? Búið að gera sultu og böku og köku? Rabbabarakompott á alveg stórkostlega vel við rjómakennt vanillupannacotta
02.ágú. 2015 - 15:00

Spá Grænlandi bjartri framtíð í matartúrisma

Hnattræn hlýnun hefur í för með sér að nú er hægt að rækta ýmsilegt á suðurhluta Grænlands sem ekki var hægt að rækta þar áður. Góður matur, sem er framleiddur á staðnum, er mikilvægur hluti af ferðamannaiðnaðinum og þá sérstaklega nú um stundir þegar margir ferðamenn sækjast eftir hinni nýju norrænu matargerðarlist.
02.ágú. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Íslatte - heimagert er best!

Kaffi á næstum alltaf vel við og á sumrin er gott að skipta út heita bollanum öðru hvoru með íslatte eða ískaffi. Það er til skotheld leið til að brugga KALT kaffi sem svo geymist í allt að mánuð inni í ísskáp. Æðislegt ef maður vill njóta þess að fá sér ískaffi með lítillri fyrirhöfn!
31.júl. 2015 - 07:30 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Nachos í álpappír : æðislegt í útileguna!

Ertu að fara í útilegu um verslunarmannahelgina? Bústað? Langar þig að gera eitthvað aðeins meira til að heilla viðstadda en opna snakkpoka án þess að flækja málin alltof mikið? Sælkerapressan er með lausnina! Nachos hitað í álpappír. Tilvalið að smella á grillið smástund og bjóða svo upp á brakandi ferskt nachos með vel völdu meðlæti.
30.júl. 2015 - 14:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Sumarsalat með rækjum og sítrónudressingu

Hér er á ferðinni hin fullkomna sameining kremaða rækjusalatsins sem er svo ómissandi á kaffihlaðborðinu og alvöru eitís rækjukokteils. Rækjur eru syndsamlega illa nýttar í annað en þetta tvennt hér á landi, og löngu kominn tími til að setja ferskt rækjusalat í sumarlegan búning.
25.júl. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Brownies í bolla bökuð örbylgjunni - tilbúið á mínútu!


Heiðdís Rósa er nýflutt til Noregs og nýtur lífsins í botn þar með fjölskyldunni sinni. Hún er augljóslega með lager af íslenskum þristum sem hægt er að útbúa bolla-brownie með þegar heimþörfin lætur á sér kræla. Hér deilir hún tveimur uppáhalds bolla-brownie sem hægt er að útbúa í örbylgjunni með lítillri fyrirhöfn.
23.júl. 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Smákökuvísindi - stökk, seig eða mitt á milli?

Vísindin klikka ekki! Viltu vita hvað gerir smákökuna extra seiga? Fullkomlega stökka? Kíktu hér!
21.júl. 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Fjölskylduferð á Fish & Chips vagninn í Vesturbugt

Sælkerapressan og fjölskylda leggur oft leið sína út á Granda. Skoða skipin, fá loft í lungun og leika á frábæra leikvellinum sem er ská á móti Sjóminjasafninu.
Í vor blasti við okkur nýjung á svæðinu sem að sjálfsögðu er búið að margprófa í sumar: Fish & Chips vagninn.

19.júl. 2015 - 19:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Sniðugar leiðir til að nota ísmolaform

Sælkerapressan heillaðist algjörlega af þessum möguleikum!
14.júl. 2015 - 21:09 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Hanga veislugestirnir á samfélagsmiðlum?: 5 ráð til að tækla vandamálið

Hver kannast ekki við að vera með hóp af fólki sem skyndilega þagnar og allir eru dottnir inn í símana sína. Þetta þykir kannski ekkert tiltökumál ef þú ert í vinnunni og vilt tékka á póstinum í símanum þínum svo þú getir staðið örlítið lengur við kaffivélina að spjalla. En í matarboði eða veislu? Aðeins flóknara!
12.júl. 2015 - 17:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Jarðaberja salsa á sunnudegi

Það er frábær nýtni á tilboðsjarðaberjum að smella þeim í salsabúning og bera fram með grillmatnum!
10.júl. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Grillsallat Röggu Eiríks - hallouminautnir á hæsta stigi

Blaðakonan, skríbentinn, sjósundskonan, hjúkrunarfræðingurinn og (kynlífs)-pressugyðjan hún Ragga Eiríks býr í miðbæ Reykjavíkur og lætur ekki stærðina á svölunum standa í vegi fyrir að koma þar fyrir veglegu gasgrilli.
08.júl. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Avókadó-þrautin mikla! Leyst!

Nú er auðvelt að velja hinn eina rétta...
06.júl. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Prufubakstur Sælkerapressunar - Kaka með hvítu súkkulaði, brasilíuhnetum og bláberjum

Þessi birtist í Gestgjafanum og er algjörlega ómótstæðileg!
04.júl. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Brúnkudeig á ótal vegu - Betty mælir með...

Brúnkudeig úr pakka er stundum bara voða þæginlegt og algjörlega skothellt ef maður vill spara sér tíma og vera alveg 120% viss um að fá ljómandi niðurstöðu. Tilraunastarfsemi er kannski síður tengd Betty Crocker en það er kannski bara misskilningur...
02.júl. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Sælkeraviðburður í matarborginni Reykjavík - KRÁS götumarkaður í Fógetagarðinum

Matarborgin Reykjavík! Á KRÁS sameinast kokkar frá allri veitingarflórunni og útbúa götumat, undir berum himni. Opið alla laugardaga í júlí og ágúst milli 13 og 18.
01.júl. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Tex-Mex Tortillu "kaka"

Þessa köku er hægt að útfæra á marga vegu. Hafa mismunandi ferskt grænmeti með eða jafnvel gera kjötlausa með mikið af baunum og linsum í staðin steikt og krydduð með texmex kryddblöndunni.
30.jún. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Baunasalat með tómatmauki - frábært með grillpylsum!

Sælkerapressan mælir einlægilega með að bera þetta baunasalat fram með kjötmiklu grillpylsunum sem eru í góðu framboði núna yfir sumartímann.
29.jún. 2015 - 09:23 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Þorskur á spínatbeði

Ekta ofnfiskuréttur í hollari kantinum! Léttur og góður fiskurinn og þá getur maður sannarlega leyft sér smá rjómasósu með. Fullkomið með hvítvínsglasi.
27.jún. 2015 - 10:00

Bounty-bitar


27.jún. 2015 - 08:00 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Sykurlaust bananabrauð Heilsupressunnar


26.jún. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Hvernig á að kæla kampavínið á methraða!

Sleppið því að troða flöskunni í frystihólfið og prófið frekar þetta!
25.jún. 2015 - 08:45 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Leyndarmál kaffikorgsins eru komin í ljós!

Því miður er ekki hægt að endurnýta kaffikorg til að búa til enn meira kaffi en efist ei... það er hægt að gera töluvert margt annað en bara henda honum eftir notkun...
23.jún. 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Kardimommukaka með rabbabara

Kannski finnst ykkur kardimommuilmurinn helst minna á jólin og þá er kannski furðulegt að bjóða uppá slíka köku um hásumar… en ég lofa! Þegar súrum grænum eplum eða rabbabarabitum er þrýst ofan í deigið heyrist allt annað en jólalög!
22.jún. 2015 - 20:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Prufubakstur Sælkerapressunnar: Laxa-kökubaka Gestgjafans

Að góðum Sælkerapressusið deilum við með lesendum þegar úrvalsgóðar uppskriftir skjóta upp kollinum og hér var um eina slíka að ræða. Tímaritið Gestgjafinn mælti með kökuböku sem er tilvalin í nestiskörfuna fyrir þá sem vilja sleppa við pulsusjoppurnar á ferðalaginu.
21.jún. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Rabbabarabaka - hveiti og sykurlaus!

Sigurbjörg Rut lagðist í tilraunastarfsemi á þessari rabbabaraböku, hún skyldi verða bæði hveiti og sykurlaus!
20.jún. 2015 - 21:19 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Miðsumar - Sumarsólstöður = Jarðaberjatertan ómissandi!

Þessa helgina er sumarið algjöru hámarki. Sól er hátt og lofti og því er fagnað víðsvegar um heim. Í Svíþjóð er margra daga fögnuðurinn Midsommar og jarðaberjatertan er skyldumætt!
20.jún. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Tætt lambakjöt - langtímaeldað með afrískum blæ

Lambakjöt er í miklu uppáhaldi á Sælkerapressuheimilinu og allra best er það þegar það er eldað svo úr verði kjöt með hálfgerðri smjöráferð ... svo meyrt er það!
19.jún. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Póstkort frá París: töfraheimur Latínuhverfisins og Miðjarðarhafsfiskréttur

Enn berst Sælkerapressunni póstkort frá heimsborginni París og vinkonu okkar búsettri þar henni Sigríði Gunnarsdóttur. Hátísku fiskréttur er í boði en fyrst laufléttur göngutúr í Latínuhverfinu.
18.jún. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Bragðlaukaferð til Eþíópíu - Sælkerapressan á Teni

Sælkerapressan er ófeimin við að bragða á framandi mat svo þegar fréttir bárust af Eþíópískum veitingastað í miðborginni byrjuðu bragðlaukarnir að hita sig upp fyrir það sem í vændum var.
16.jún. 2015 - 18:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Þjóðlegt á sautjándanum - rjómapönnsur

Á sautjánda júní skundum við mörg niður í bæ, strengjum vor heit og látum rigna aðeins á okkur með fána í einni og gasblöðru í hinni. Fátt er svo betra en koma heim í heitt kaffi og nýbakaðar rjómapönnsur!

Begga Sælkerapressan - um hana