04. sep. 2010 - 15:00Marta María

Fagur fiskur í sjó slær í gegn: Fleiri þættir komnir í framleiðslu

Sveinn Kjartansson sýnir flotta takta í sjónvarpsþáttunum, Fagur fiskur í sjó.

Sveinn Kjartansson sýnir flotta takta í sjónvarpsþáttunum, Fagur fiskur í sjó. Mynd: Úr einkasafni

Matreiðsluþættirnir, Fagur fiskur í sjó, í umsjón Sveins Kjartanssonar og Áslaugar Snorradóttur hafa slegið í gegn á Ríkissjónvarpinu. Svo vinsælir hafa þættirnir verið að nú er búið að búa til tvo nýja þætti sem sýndir verða 12. og 19. september. Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari og einn eigenda Fylgifiska segist vera „túramaður“ þegar kemur að matreiðslu.

„Það var ákveðið að gera tvo þætti til viðbótar, enda af nægu að taka. Í fyrri þættinum koma „grallarar“ við sögu. Þessir „grallarar“, sem upplýst verður í þættinum hverir eru, verða soðnir, fylltir og steiktir. Í þessum þætti förum einnig í Heiðmörkina í sveppa- og berjamó. Enda er nú sá árstími til að nýta þessa ávexti jarðarinnar. Síðari þátturinn er með fókus á ýmsar kryddjurtir og fræ. Við búum til meðal annars. grænt masala frá grunni, sem við síðan kryddum blálöngu með. Þá hittum við graslækni, sem fræðir okkur um mátt jurtanna og fáum að sjá hvernig búa eigi til taílenskar fiskikökur og fleira gott, svo eitthvað sé nefnt af því sem fjallað er um í þeim þætti.

Þegar Sveinn er spurður að því hvað hafi staðið upp úr við gerð þáttanna nefnir hann lærdóminn.

Fyrir mig var það óneitanlega það að vera kominn í þá skemmtilegu og ögrandi aðstöðu að fá að læra enn meira um mat og matargerð. Einnig kom kúfskelin mér skemmtilega á óvart.

Það er ekki hægt annað en að spyrja Svein um hvað honum finnist skemmtilegast að matbúa. Hann á samt erfitt með að velja eitthvað eitt því hann segist vera túramaður.

Matreiðsla er ástríða fyrir mér og mér finnst einstaklega gaman að uppgötva og prófa ýmis hráefni og möguleikana sem felast í þeim til að gera góða og skemmtilega rétti. Ég get ekki valið neitt eitt varðandi matreiðslu, sem ég hef meiri ánægju af en annað. En það má kannski segja að ég sé „túra“ maður þegar kemur af því hvað mig þykir skemmtilegast hverju sinni. Tek tarnir í uppáhalds einhverju.

Eru íslendingar nógu duglegir við að borða fisk?

Já, allavega viðskiptavinir okkar í Fylgifiskum. Margir þeirra borða fisk mörgum sinnum í viku. Fiskur er bara það góður að það er verst fyrir þá, sem ekki borða fisk, að missa af slíku lostæti að njóta.

Sveinn tekur sig vel út á skjánum og því ekki úr vegi að spyrja hann hvort kærastinn, Viðar Eggertsson leikari og leikstjóri, hafi gefið honum góð ráð áður en tökur hófust.

Viðar hefur ráð undir rifi hverju og gaf mér fullt af góðum ráðum.

Það er ekki hægt að sleppa Sveini án þess að fá hjá honum uppskrift. Hann gefur uppskrift að ljúffengu Saltfisksalati.

Saltfisksalat

800 gr saltfiskhnakkar útvatnaðir og roðlausir

3 msk hvítlauksolía

Nýmulinn svartur pipar

3 msk panko raspur

200 g grilluð niðurlögð paprika.

200 g niðulögð þystilhjörtu

200 g grænar ólífur

3 stönglar bergminta

Skerið saltfiskinn í þunnar sneiðar, hellið hvítlauksolíuna yfir og piprið. Veltið saltfisknum upp úr raspinum, steikið á heitri pönnu í ca 1 ½ mín á hvorri hlið.

Raðið saltfiskneiðunum á fat, skerið parikuna og þystilhjörtun gróft, sneiðið ólífurnar í tvennt. Blandið öllu varlega saman. Stráið síðan bergmintunni yfir.

Gott að bera fram með grófu brauði eða blanda saman við stökk salat.
(1-5) NRS Borfinsetrið des 2015
29.nóv. 2015 - 19:00

Bestu veitingastaðirnir á Íslandi

White Guide er leiðabók um veitingastaði á Norðurlöndunum, sem margir vilja kalla Michelin Guide okkar Norðurlandabúa. Útgefendur bókarinnar prófa og gefa 800 veitingastöðum einkunnir ár hvert, en það þykir mikil upphefð fyrir veitingastaði að komast í bókina.
28.nóv. 2015 - 15:12

Glútenlausar muffins með hindberjum og súkkulaðibitum

Þessar ljúffengu muffins eru í miklu uppáhaldi hjá strákunum mínum sem eru með glúten og mjólkuróþol. Þær eru mjúkar og bragðgóðar og alls ekki þurrar eins og mér finnst glútenlaus bakstur oft verða. Það er ekkert mjöl eða sterkja í þeim og ekki mikill sykur þannig að þær eru líka í hollari kantinum. Hindber og súkkulaði eru með því betra sem ég fæ og þessi blanda í muffins er hreint út sagt ómótstæðileg.
27.nóv. 2015 - 18:35 Bleikt

Æðislegt á aðventunni: Sykurristaðar möndlur með kanilkeim

dögunum gerði ég mína fyrstu tilraun með sykurristaðar möndlur. Ég fann mismunandi uppskriftir á netinu en flestar voru þannig að möndlurnar voru soðnar niður í  heimalöguðu sýrópi þar til sykurinn fer að kristallast. Einnig er hægt að velta þeim upp úr blöndu og rista í ofni og ætla ég næst að prófa þá útfærslu og kanna hvort mér finnst betri.
24.nóv. 2015 - 09:39

Fitnessgoðsögn til liðs við Hafið

Elmar Þór Diego Hafið Fiskverslun opnaði sína þriðju sælkeraverslun í byrjun nóvember. Verslunin er staðsett að Skipholti 70 í nýuppgerðu húsnæði þar sem áður var fiskbúðin Hafrún, en hinar verslanir Hafsins eru staðsettar í Hlíðasmára Kópavogi og Spönginni Grafarvogi. Ásamt því að reka þrjár verslanir heldur Hafið úti umfangsmikilli þjónustu við veitingastaði og mötuneyti.
20.nóv. 2015 - 17:00

Töfralausnin er fundin: Tómatsósuleður á hamborgarann

Bökuð tómatsósa er að gera allt vitlaust í hamborgaraheiminum um þessar mundir.  Þetta stórkostlega húsráð, sem á að koma í veg fyrir að borgarinn verði of slepjulegur, var fundið upp af bandaríska kokkinum Ernesto Uchimura sem starfar á veitingahúsinu Plan Check í Los Angeles.
16.nóv. 2015 - 16:28 Raggaeiriks

Dásamlegt brokkolíbuff frá mæðgunum

Buff eru góður matur og sóma sér vel sem miðpunkturinn í máltíð. Bæði frábær fyrir grænkera og þá sem vilja auka hlut jurtafæðis í mataræðinu. Lykilatriði er að bera buffin fram með góðri sósu, og svo getur meðlætið verið nánast hvað sem hugurinn girnist.
16.nóv. 2015 - 11:42 Bleikt

Kúlugott sem tekur aðeins 20 mínútur að búa til: Uppskrift

Þetta kúlugott hefur heldur betur slegið í gegn hjá landsmönnum enda skal engan undra því hér er á ferðinni sælgæti sem er engu líkt. Eða eins og sagt er, einu sinni smakkað – þú getur ekki hætt! Hnetusmjör er svo miklu meira en bara álegg. Hér rennur það saman við Rice Krispies og fleira gúmmelaði og verður að gómsætu konfekti, eftirrétti – eða bara hvenær-sem-er-rétti!  Stökkt, mjúkt og svo ólýsanlega gott.
11.nóv. 2015 - 16:57 Raggaeiriks

Dal frá mæðgunum Sollu á Gló og Hildi: fróðleikur og uppskrift

Ég heyrði einu sinni sögu úr Himalayafjöllunum. Evrópskir ferðalangar höfðu verið þar í margra daga fjallgöngu, ásamt innfæddum leiðsögumönnum. Þau höfðu borðað Dal í nánast öll mál og var ferðalöngunum farið að finnast nóg um, en fátt annað var í boði. Einn daginn komu þau að litlum veitingastað þar sem talsvert meira úrval kræsinga var á matseðlinum. Nú var tilvalið tækifæri til að gera sér glaðan dag, njóta þess að fá smá tilbreytingu og öllum var boðið að velja sér veislumat. 
Þeir innfæddu litu örsnöggt yfir matseðilinn og pöntuðu sér síðan Dal.
11.nóv. 2015 - 10:30

Frábær leið til að fá fólk til að hætta í símanum og fara tala saman

Hér gefur að sjá hvernig Masglasið fær fólk til að tala saman! Í samfélagi nútímans er það því miður orðið þekkt vandmál að fólk hreinlega festist í símanum. Þegar vinahópurinn kemur saman til að hittast og spjalla vill símtækið oft trufla enda margir hreinlega háðir samfélagsmiðlum á borð við Facebook, Twitter og Instagram.
10.nóv. 2015 - 13:57

Úr eldhúsi Nönnu Rögnvaldar: MAROKKÓSK SÚPA OG BRAUÐ

Þegar ég var að velta fyrir mér hvað ég ætti að gera við afganginn af spínatpokanum (líklega um 100 g) rifjaðist upp fyrir mér linsubauna- og spínatsúpa sem ég gerði hér á árum áður í ýmsum tilbrigðum. Svo að í strætó á heimleiðinni ákvað ég að gera hana – reyndar að þvi gefnu að ég ætti linsubaunir, sem ég mundi alls ekki. En ég var nú samt með Plan B.
09.nóv. 2015 - 15:54 Raggaeiriks

Ofureinföld Snickers-eplakaka: Uppskrift

Þó þú kunnir ekkert að baka – og ég meina EKKERT – þá geturðu búið til þessa köku og heimilisfólkið á eftir að dýrka þig! Þessi kláraðist á núll einni heima hjá mér og góða við hana er að það er alltaf hægt að hita hana upp daginn eftir og hún er alveg jafn góð – ef ekki betri.
09.nóv. 2015 - 14:11 Pressan

10 góðar ástæður fyrir því að borða banana daglega

Ef þú ert ekki nú þegar meðal þeirra sem borða banana daglega þá er kannski rétt að bæta úr því og skella sér í hópinn. Það eru svo margir kostir sem fylgja því að borða banana daglega að það er eiginlega erfitt að finna afsökun fyrir að sleppa því að borða þá.
09.nóv. 2015 - 14:06 Raggaeiriks

Dásamlega gott rófu- og graskerspasta: UPPSKRIFT

Á haustin birtast girnileg grasker í grænmetisdeildum verslana. Því miður er ræktun graskera ekki algeng á Íslandi, og þó að tilraunir hafi verið gerðar með ræktun í gróðurhúsum hafa afurðirnar ekki skilað sér í verslanir í neinum mæli. Graskerin sem við getum keypt hér á landi eru oftast innflutt frá Spáni eða Bretlandi.
09.nóv. 2015 - 10:03 Raggaeiriks

Japanskt og spennandi: Gómsætt Gyoza - UPPSKRIFT

Á Skólavörðuholtinu var haldið líflegt matarboð á dögunum þar sem gestir tóku virkan þátt í eldamennskunni. Húsráðandi er áhugakona um japanska matargerð og býr svo vel að eiga japanska mágkonu sem hefur skólað hana lítillega til í matreiðslu ýmiss konar rétta frá heimalandi sínu.
06.nóv. 2015 - 15:12 Raggaeiriks

Siggi litli og sultan: Ævintýri ungs sultugerðarmanns

Unnur Margrét Arnardóttir kom síðast nálægt sultugerð með ömmu sinni og afa þegar hún dvaldi hjá þeim í sveitinni sem krakki. „Ég skar niður ósköpin öll af rabarbara í sveitinni hjá ömmu og afa sem krakki, en var svo farin heim þegar honum var breytt í sultu.“ Það var svo nýlega að Siggi, fjögurra ára sonur Unnar, fór að sýna rifsberjahlaupsgerð mikinn áhuga. „Barnið lýsti því reglulega yfir að hann ætlaði að gera rifsberjahlaup og mér var farið að finnast þetta voða sæt og rómantísk hugmynd, að sulta saman við mæðginin.“
06.nóv. 2015 - 11:00 Bleikt

Þetta er það girnilegasta sem þú munt sjá í dag: Uppskrift!

Matarsíða Buzzfeed birtir daglega einföld myndbönd með leiðbeiningum um eldun fjölbreyttra rétta. Þetta finnst okkur á Bleikt ómótstæðilega girnilegt. Við skellum í þetta um helgina!
04.nóv. 2015 - 19:00

Töfralausnin er fundin: Svona á ekki að geyma kartöflur

Ef þú ert ein/n þeirra sem geymir alltaf kartöflurnar í ísskápnum þá eru góðar líkur á að þú hafir enga hugmynd um hvernig þær bragðast í raun og veru.
04.nóv. 2015 - 17:40 Raggaeiriks

Einföld opin BLT samloka: UPPSKRIFT

Hér er frábær og sáraeinföld uppskrift af gómsætri BLT samloku, reyndar opinni samloku... bíddu er þetta þá kannski frekar brauðsneið eða smörrebröð?! Nafnið gildir einu, því niðurstaðan er einstaklega ljúffengur biti. Uppskriftin er frá hinum stórsnjalla lækni í eldhúsinu. Njótið!
02.nóv. 2015 - 16:09 Raggaeiriks

Grænkálssnakk: Næstum því of hollt - Ljúffengt og einfalt

Grænkál er auðvelt að rækta á Íslandi og notkun þess fer vaxandi. Það er náskylt öðrum káltegundum, en einnig mustarði, piparrót og karsa.

Grænkál er auðvelt að rækta í íslensku veðurfari en geymslutíminn er frekar stuttur þegar búið er að uppskera, eða um vika í kæli. Það er hitaeiningasnautt og inniheldur ríkulegt magn af A-, B- og C-vítamíni. Auk þess er það góð uppspretta kalíums, fosfórs og járns, líkt og annað dökkgrænt grænmeti.
01.nóv. 2015 - 18:20

Bananabrauð í lúxusbúningi: Uppskrift

Lilja Katrín heldur út frábæru köku og sætabrauðsbloggi - blaka.is. Hér er ein af uppskriftum hennar sem tekur gamla góða bananabrauðið upp á nýtt og æðra stig:

Ég þoli ekki að henda mat og reyni því alltaf að finna upp á nýjum og spennandi leiðum til að nýta banana sem eru á síðasta snúningi.
01.nóv. 2015 - 12:22

Lakkrískaramellukaka Lilju Katrínar: Fullkomlega ómótstæðileg!

Lilja Katrín Gunnarsdóttir er mikill snillingur í að baka djúsí kökur sem innihalda mikinn sykur og smjör. Hún birtir uppskriftir sínar á matarblogginu Blaka, og í október var hún með lakkrísþema! Við birtum hér eina mjög girnilega uppskrift frá Lilju og mælum eindregið með heimsókn á síðuna hennar!
03.okt. 2015 - 19:00

Þú hefur skorið lauk vitlaust allt þitt líf: Bylting í eldhúsinu fyrir alla sem elda

Flestum þykir drepleiðinlegt að skera lauk. Það er því ekki að ástæðulausu að myndbandið sem birtist hér að neðan hefur farið eins og eldur í sinu um Facebook síðustu daga.
09.sep. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Besta Bloody Mary (tómathressingin) í heimi er að sjálfsögðu íslensk!

Sælkerapressan veit hvar þessi kyngimagnaði drykkur sem tilnefndur hefur verið BESTUR í HEIMI fæst!
07.sep. 2015 - 20:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Fullkomin eggjahræra: SVONA á að laga hana! - Myndband

Martha Stewart bregst ekki frekar en fyrri daginn. Hér sýnir hún okkur hvernig tækni á að beita til að ná að gera fullkomna eggjahræru!
05.sep. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Sumarleg sítrónu-kókoskaka með kremi

Þegar sólin skin svona síðsumars getum við alveg platað okkur til að halda í sumartilfinninguna aðeins inn á haustdagana núna í September. Enn betra er að baka sítrónuköku með kókoskeim þannig að bragðlaukarnir séu með á nótunum!
01.sep. 2015 - 13:55 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Valdís bregst við : IceHot1 í boði

"Ísinn okkar er ekki eins og hver annar ís"

01.sep. 2015 - 11:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Tvær í einu! Súkkulaðibollakökur með ostakökufyllingu

Afhverju að velja milli tveggja þegar hægt er að baka BÁÐAR kökugerðir í einu?!
31.ágú. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Ofnbakað blómkál með paprikusósu og baunum - uppskeruunaður!

Nú er farið að líða á síðari hluta sumarsins, en þá er aldeilis hægt að gleðjast yfir grænmetisuppskerunni og njóta þess að borða dýrindis nýuppteknar kartöflur, gulrætur, rófur og blómkál.
29.ágú. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Kjötsúpa Sælkerapressunar - nýupptekið grænmeti úr Mosfellsdal

Sælkerapressan skellti sér á uppskerumarkaðinn í Mosskógum í Mosfellsdal og útbjó dásemdar kjötsúpu úr því sem verslað var. Leyniuppskrift Ólu langömmu er hér deilt með lesendum.
27.ágú. 2015 - 20:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Matarhátíð Búrsins - Sælkeraviðburður í Hörpunni

Sjómenn, bændur og smáframleiðendur mæta með fjölbreytt úrval þegar Matarhátíð Búrsins slær upp tjöldum í Hörpunni!
25.ágú. 2015 - 12:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Vítamínsprengjan! Lax með spínatmauki og steiktum kartöflum

Nanna Rögnvaldardóttir birtir tillögu að algjörri vítamínsprengju í matarformi: lax með spínatmauki og nýuppteknum kartöflum. Enn sem áður tilvalið að nota nýupptekið íslenskt grænmeti!
23.ágú. 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Sumarpóstkort frá París - leyndarmál Louvre safnsins

Enn berst Sælkerapressunni póstkort frá heimsborginni París og vinkonu okkar búsettri þar henni Sigríði Gunnarsdóttur. Póstkortið á vel við á síðsumri og ber sumarstemningu heimsborgarinnar með sér og vel geymt leyndarmál um Louvre safnið.
21.ágú. 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Djúpsteiktar lambakótilettur - djúsí og dásamlegt

Þarf ekki stundum að hvíla grillið örlítið? Djúpsteiktar lambakótilettur gefa alveg tilefni til þess...
19.ágú. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Dásamleg brúnka með karamellu og saltkringlum

Súkkulaði er alveg ótrúlega notendavænt hráefni sem næstum engin fúlsar við þegar það er í boði. Það er hægt að bera það fram eintómt, blanda í það utanaðkomandi bragði eða áferð, bræða það, frysta það, nota í bakstur, húða með því og já, meira að segja setja það í sósur og annan mat!
17.ágú. 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Kúmentínsla í Viðey - Viðeyjarkúmenið verðmæta sótt heim

Fjölmargir hafa lagt leið sína til Viðeyjar í ágústmánuði og sótt sér þessa kryddjurt heim til að nýta í te, brugga seyði og krydda mat enda er heimabakað kúmenbrauð algjört lostæti.
16.ágú. 2015 - 12:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Sælkeraskartið! - fullkomin gjöf handa mataráhugafólki!

Er ekki tilvalið að sýna ástríðu og áhugamál með skartgripavalinu?

11.ágú. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Reykjavík Bacon Festival - Sælkeraviðburður á Skólavörðustíg!

Ljósm. Siggi Anton Aðdáendur beikons ættu ekki að láta þennan viðburð fram hjá sér fara!
10.ágú. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Grillbrauð Stínu - ómótstæðilegt nýbakað og ilmandi!

Sælkerapressan þáði boð til Eldhússysturinnar Kristínu, ættaðri úr Skagafirði en búsettri í Stokkhólmi. Í boði var þetta líka dýrindis grillbrauð sem var borið fram á spjótum nýbökuðu af kolagrillinu klassíska.
09.ágú. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Bubbies - nýtt ísæði frá Hawaii

Sælkerapressan rakst á nýtt ístrend frá Hawaii og varð að sjálfsögðu að smakka!

06.ágú. 2015 - 14:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Spínatsallat með jarðaberjum og svörtum baunum - hljómar kannski furðulega en er æði!

Það þarf ekkert endilega að sprengja skalann á fjölda hráefna þegar á að útbúa dýrindis salat. Sérstaklega ekki ef hvert og eitt hráefnanna eru vel valin, litrík og bragðgóð. Hér eru þrjú lykilatriði í salatinu en örlítið fleiri til að útbúa sallatdressinguna. Alveg þess virði að prófa!
04.ágú. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Vanillupannacotta með rabbabara - síðsumardesert ársins!


Eru síðustu rabbabarastönglanir farnir að biðja um að verða notaðir? Búið að gera sultu og böku og köku? Rabbabarakompott á alveg stórkostlega vel við rjómakennt vanillupannacotta
02.ágú. 2015 - 15:00

Spá Grænlandi bjartri framtíð í matartúrisma

Hnattræn hlýnun hefur í för með sér að nú er hægt að rækta ýmsilegt á suðurhluta Grænlands sem ekki var hægt að rækta þar áður. Góður matur, sem er framleiddur á staðnum, er mikilvægur hluti af ferðamannaiðnaðinum og þá sérstaklega nú um stundir þegar margir ferðamenn sækjast eftir hinni nýju norrænu matargerðarlist.
02.ágú. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Íslatte - heimagert er best!

Kaffi á næstum alltaf vel við og á sumrin er gott að skipta út heita bollanum öðru hvoru með íslatte eða ískaffi. Það er til skotheld leið til að brugga KALT kaffi sem svo geymist í allt að mánuð inni í ísskáp. Æðislegt ef maður vill njóta þess að fá sér ískaffi með lítillri fyrirhöfn!
31.júl. 2015 - 07:30 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Nachos í álpappír : æðislegt í útileguna!

Ertu að fara í útilegu um verslunarmannahelgina? Bústað? Langar þig að gera eitthvað aðeins meira til að heilla viðstadda en opna snakkpoka án þess að flækja málin alltof mikið? Sælkerapressan er með lausnina! Nachos hitað í álpappír. Tilvalið að smella á grillið smástund og bjóða svo upp á brakandi ferskt nachos með vel völdu meðlæti.
30.júl. 2015 - 14:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Sumarsalat með rækjum og sítrónudressingu

Hér er á ferðinni hin fullkomna sameining kremaða rækjusalatsins sem er svo ómissandi á kaffihlaðborðinu og alvöru eitís rækjukokteils. Rækjur eru syndsamlega illa nýttar í annað en þetta tvennt hér á landi, og löngu kominn tími til að setja ferskt rækjusalat í sumarlegan búning.
25.júl. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Brownies í bolla bökuð örbylgjunni - tilbúið á mínútu!


Heiðdís Rósa er nýflutt til Noregs og nýtur lífsins í botn þar með fjölskyldunni sinni. Hún er augljóslega með lager af íslenskum þristum sem hægt er að útbúa bolla-brownie með þegar heimþörfin lætur á sér kræla. Hér deilir hún tveimur uppáhalds bolla-brownie sem hægt er að útbúa í örbylgjunni með lítillri fyrirhöfn.
23.júl. 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Smákökuvísindi - stökk, seig eða mitt á milli?

Vísindin klikka ekki! Viltu vita hvað gerir smákökuna extra seiga? Fullkomlega stökka? Kíktu hér!
21.júl. 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Fjölskylduferð á Fish & Chips vagninn í Vesturbugt

Sælkerapressan og fjölskylda leggur oft leið sína út á Granda. Skoða skipin, fá loft í lungun og leika á frábæra leikvellinum sem er ská á móti Sjóminjasafninu.
Í vor blasti við okkur nýjung á svæðinu sem að sjálfsögðu er búið að margprófa í sumar: Fish & Chips vagninn.

19.júl. 2015 - 19:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Sniðugar leiðir til að nota ísmolaform

Sælkerapressan heillaðist algjörlega af þessum möguleikum!
14.júl. 2015 - 21:09 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Hanga veislugestirnir á samfélagsmiðlum?: 5 ráð til að tækla vandamálið

Hver kannast ekki við að vera með hóp af fólki sem skyndilega þagnar og allir eru dottnir inn í símana sína. Þetta þykir kannski ekkert tiltökumál ef þú ert í vinnunni og vilt tékka á póstinum í símanum þínum svo þú getir staðið örlítið lengur við kaffivélina að spjalla. En í matarboði eða veislu? Aðeins flóknara!