04. sep. 2010 - 15:00Marta María

Fagur fiskur í sjó slær í gegn: Fleiri þættir komnir í framleiðslu

Sveinn Kjartansson sýnir flotta takta í sjónvarpsþáttunum, Fagur fiskur í sjó.

Sveinn Kjartansson sýnir flotta takta í sjónvarpsþáttunum, Fagur fiskur í sjó. Mynd: Úr einkasafni

Matreiðsluþættirnir, Fagur fiskur í sjó, í umsjón Sveins Kjartanssonar og Áslaugar Snorradóttur hafa slegið í gegn á Ríkissjónvarpinu. Svo vinsælir hafa þættirnir verið að nú er búið að búa til tvo nýja þætti sem sýndir verða 12. og 19. september. Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari og einn eigenda Fylgifiska segist vera „túramaður“ þegar kemur að matreiðslu.

„Það var ákveðið að gera tvo þætti til viðbótar, enda af nægu að taka. Í fyrri þættinum koma „grallarar“ við sögu. Þessir „grallarar“, sem upplýst verður í þættinum hverir eru, verða soðnir, fylltir og steiktir. Í þessum þætti förum einnig í Heiðmörkina í sveppa- og berjamó. Enda er nú sá árstími til að nýta þessa ávexti jarðarinnar. Síðari þátturinn er með fókus á ýmsar kryddjurtir og fræ. Við búum til meðal annars. grænt masala frá grunni, sem við síðan kryddum blálöngu með. Þá hittum við graslækni, sem fræðir okkur um mátt jurtanna og fáum að sjá hvernig búa eigi til taílenskar fiskikökur og fleira gott, svo eitthvað sé nefnt af því sem fjallað er um í þeim þætti.

Þegar Sveinn er spurður að því hvað hafi staðið upp úr við gerð þáttanna nefnir hann lærdóminn.

Fyrir mig var það óneitanlega það að vera kominn í þá skemmtilegu og ögrandi aðstöðu að fá að læra enn meira um mat og matargerð. Einnig kom kúfskelin mér skemmtilega á óvart.

Það er ekki hægt annað en að spyrja Svein um hvað honum finnist skemmtilegast að matbúa. Hann á samt erfitt með að velja eitthvað eitt því hann segist vera túramaður.

Matreiðsla er ástríða fyrir mér og mér finnst einstaklega gaman að uppgötva og prófa ýmis hráefni og möguleikana sem felast í þeim til að gera góða og skemmtilega rétti. Ég get ekki valið neitt eitt varðandi matreiðslu, sem ég hef meiri ánægju af en annað. En það má kannski segja að ég sé „túra“ maður þegar kemur af því hvað mig þykir skemmtilegast hverju sinni. Tek tarnir í uppáhalds einhverju.

Eru íslendingar nógu duglegir við að borða fisk?

Já, allavega viðskiptavinir okkar í Fylgifiskum. Margir þeirra borða fisk mörgum sinnum í viku. Fiskur er bara það góður að það er verst fyrir þá, sem ekki borða fisk, að missa af slíku lostæti að njóta.

Sveinn tekur sig vel út á skjánum og því ekki úr vegi að spyrja hann hvort kærastinn, Viðar Eggertsson leikari og leikstjóri, hafi gefið honum góð ráð áður en tökur hófust.

Viðar hefur ráð undir rifi hverju og gaf mér fullt af góðum ráðum.

Það er ekki hægt að sleppa Sveini án þess að fá hjá honum uppskrift. Hann gefur uppskrift að ljúffengu Saltfisksalati.

Saltfisksalat

800 gr saltfiskhnakkar útvatnaðir og roðlausir

3 msk hvítlauksolía

Nýmulinn svartur pipar

3 msk panko raspur

200 g grilluð niðurlögð paprika.

200 g niðulögð þystilhjörtu

200 g grænar ólífur

3 stönglar bergminta

Skerið saltfiskinn í þunnar sneiðar, hellið hvítlauksolíuna yfir og piprið. Veltið saltfisknum upp úr raspinum, steikið á heitri pönnu í ca 1 ½ mín á hvorri hlið.

Raðið saltfiskneiðunum á fat, skerið parikuna og þystilhjörtun gróft, sneiðið ólífurnar í tvennt. Blandið öllu varlega saman. Stráið síðan bergmintunni yfir.

Gott að bera fram með grófu brauði eða blanda saman við stökk salat.
21.jan. 2015 - 11:00

Regnboga pönnukökur - UPPSKRIFT

Regnbogapönnsurnar eru líflegar að sjá. Það er alltaf gaman að bjóða í bröns. Amerískar pönnukökur er sniðug hugmynd í sunnudags-brönsinn og renna ljúflega niður með sýrópi. Það er samt gaman að breyta til og bjóða upp á eitthvað öðruvísi og nýtt. Ofurmamman á síðunni www.iammommy.typepad.com hitti beint í mark þegar hún bjó til regnboga-pönnukökur handa fjölskyldunni.
12.jan. 2015 - 23:00

„Þessi súpa er hundrað sinnum sterkari en sýklalyf“

Þessi súpa virkar miklu betur en nokkur sýklalyf og ég hef prufað hana og staðfesti það hér með að hún þræl virkar.
08.jan. 2015 - 10:00

Berglind gerir vandræðalega góða kjúklingasúpu með hnetusmjöri

„Í tælenskum mat er grænmetið í aðalhlutverki og litagleðin og fegurðin í hámarki, “ segir Berglind Guðmundsdóttir matarbloggari og höfundur bókarinnar Gulur, rauður, grænn & salt, en hún er nýkomin úr fríi frá Tælandi.
23.des. 2014 - 13:41 Kynning

Hátíðarvín.

Þá er komin tími til að velja vín til að drekka með hátíðarmatnum og einnig myndi þetta henta vel sem jólagjöf handa þeim sem þér þykir vænt um.
23.des. 2014 - 09:09

Sælkerabúðin Bitruhálsi 2 – gullkista sælkerans.

Á Bitruhálsi 2 er skemmtileg verslun með sannkallaðar sælkeravörur, oft kölluð best geymda leyndarmál sælkerans og er það svo sannarlega.
16.des. 2014 - 11:50

„Fyrir þá sem kunna að meta það góða í lífinu“

Hér eru á ferðinni miklir fagurkerar. Heiti þessarar greinar er yfirskrift lífsstílssíðunnar Njóttu sem vakið hefur mikla athygli á Facebook, sem er eiginlegt heimasvæði síðunnar. Þegar þetta er skrifað hafa vel yfir 8.000 þúsund manns „líkað við“ Njóttu en umsjónarmenn síðunnar stefna að því að ná 10.000 fyrir lok þessa árs.
10.des. 2014 - 17:21

Einstök Doppelbock jólabjórinn kominn aftur

Guðjón Guðmundsson gerir ráð fyrir því að viðbótin eigi eftir að klárast ansi fljótt. Doppelbock jólabjórinn frá Einstök seldist upp hjá framleiðanda og í flestum Vínbúðum ÁTVR í lok nóvember. Samkvæmt framkvæmdastjóranum hafa móttökurnar verið vonum framar, enda bjórinn fengið bæði góða dóma og umfjöllun.
09.des. 2014 - 12:54

Apotek Restaurant - nýr veitingastaður

 Apotek Resturant nýr og spennandi veitingastaður opnaði laugardaginn 6. desember s.l. að Austurstræti 16. Þetta hús er að margra mati eitt af virðulegustu húsum borgarinnar enda er það einstaklega glæsilegt og býr yfir langri sögu
04.des. 2014 - 13:46 -

Ljúfir tónar um helgina á Vínsmakkaranum Öl og Vínstofu.

Það verður mikið um að vera um helgina á Vínsmakkaranum, Laugavegi 73. Tónleikar verða föstudagskvöldið 5. desember og  laugardagskvöldið 6. desember.  
01.des. 2014 - 16:30 Stefán Vínsmakkari

Vín vikunnar er Monte Velho 2013

Einkunn: 8 af 10 mögulegum. Þegar fólk hugsar almennt um portúgölsk vín dettur þeim helst í hug rósavín, eins og Mateus eða gamla góða portvínið. Margir gera sér hins vegar ekki grein fyrir því að til eru fanta góð rauð- og hvítvín frá Portúgal á markaðinum, og það á sanngjörnu verði.  
26.nóv. 2014 - 17:00

Kalkúnaveisla og lifandi tónar

Kalkúnaveislan hefur notið sívaxandi vinsælda á meðal Íslendinga. Líkt og undanfarin ár verður þakkargjörðardagurinn haldinn hátíðlegur á Hótel Cabin í Reykjavík. Í boði verður kalkúnahlaðborð með öllu tilheyrandi og ljúffengri Pekanböku með rjóma í eftirrétt.
21.nóv. 2014 - 17:04 -

Vínsmakkarinn Öl og Vínstofa, Laugavegi 73

Á Laugaveginum, nánar tiltekið Laugavegi 73, er huggulegur veitingastaður, Vínsmakkarinn Öl og Vínstofa. Staðinn rekur Stefán Gujónsson en hann er einn af fremstu vínþjónum landsins.
21.nóv. 2014 - 13:30

Sérstakt Jóla-Brennivín fáanlegt fyrir jólin

Ný sérútgáfa af íslensku Brennivíni verður nú fáanlegt fyrir jólin. Í grunninn er um að ræða gamla góða Brennivínið, sem þó hefur fengið að þroskast í heila sex mánuði á notuðum sérrí- og búrbóntunnum. Brennivín er 80 ára á komandi ári og því var ákveðið að fara áður ótroðnar slóðir.
18.nóv. 2014 - 15:00

Jólabjóraflóðið: Jólagullið í belgískum stíl

Jólagull Ölgerðarinnar hefur verið meðal vinsælustu jólabjóra landsins í sívaxandi jólabjóraflóði undanfarinna ára. Þetta er fjórða árið sem Jólagull er fáanlegt en nú kveður við nýjan og framsæknari tón en áður. 
15.nóv. 2014 - 11:30

Garún nr.19 og Snorri nr.10 hljóta alþjóðleg verðlaun

Garún fékk silfrið í flokki Imperal Stout og Snorri hlaut sjálft gullið í flokki jurta og kryddaðra bjóra. Bjórarnir frá Borg brugghús halda áfram að sópa að sér alþjóðlegum verðlaunum. Núna síðast voru það Garún nr.19 og Snorri nr.10 sem lentu á palli í keppninni European Beer Star sem haldin var í Munchen þann 12. nóvember síðastliðinn.