04. sep. 2010 - 15:00Marta María

Fagur fiskur í sjó slær í gegn: Fleiri þættir komnir í framleiðslu

Sveinn Kjartansson sýnir flotta takta í sjónvarpsþáttunum, Fagur fiskur í sjó.

Sveinn Kjartansson sýnir flotta takta í sjónvarpsþáttunum, Fagur fiskur í sjó. Mynd: Úr einkasafni

Matreiðsluþættirnir, Fagur fiskur í sjó, í umsjón Sveins Kjartanssonar og Áslaugar Snorradóttur hafa slegið í gegn á Ríkissjónvarpinu. Svo vinsælir hafa þættirnir verið að nú er búið að búa til tvo nýja þætti sem sýndir verða 12. og 19. september. Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari og einn eigenda Fylgifiska segist vera „túramaður“ þegar kemur að matreiðslu.

„Það var ákveðið að gera tvo þætti til viðbótar, enda af nægu að taka. Í fyrri þættinum koma „grallarar“ við sögu. Þessir „grallarar“, sem upplýst verður í þættinum hverir eru, verða soðnir, fylltir og steiktir. Í þessum þætti förum einnig í Heiðmörkina í sveppa- og berjamó. Enda er nú sá árstími til að nýta þessa ávexti jarðarinnar. Síðari þátturinn er með fókus á ýmsar kryddjurtir og fræ. Við búum til meðal annars. grænt masala frá grunni, sem við síðan kryddum blálöngu með. Þá hittum við graslækni, sem fræðir okkur um mátt jurtanna og fáum að sjá hvernig búa eigi til taílenskar fiskikökur og fleira gott, svo eitthvað sé nefnt af því sem fjallað er um í þeim þætti.

Þegar Sveinn er spurður að því hvað hafi staðið upp úr við gerð þáttanna nefnir hann lærdóminn.

Fyrir mig var það óneitanlega það að vera kominn í þá skemmtilegu og ögrandi aðstöðu að fá að læra enn meira um mat og matargerð. Einnig kom kúfskelin mér skemmtilega á óvart.

Það er ekki hægt annað en að spyrja Svein um hvað honum finnist skemmtilegast að matbúa. Hann á samt erfitt með að velja eitthvað eitt því hann segist vera túramaður.

Matreiðsla er ástríða fyrir mér og mér finnst einstaklega gaman að uppgötva og prófa ýmis hráefni og möguleikana sem felast í þeim til að gera góða og skemmtilega rétti. Ég get ekki valið neitt eitt varðandi matreiðslu, sem ég hef meiri ánægju af en annað. En það má kannski segja að ég sé „túra“ maður þegar kemur af því hvað mig þykir skemmtilegast hverju sinni. Tek tarnir í uppáhalds einhverju.

Eru íslendingar nógu duglegir við að borða fisk?

Já, allavega viðskiptavinir okkar í Fylgifiskum. Margir þeirra borða fisk mörgum sinnum í viku. Fiskur er bara það góður að það er verst fyrir þá, sem ekki borða fisk, að missa af slíku lostæti að njóta.

Sveinn tekur sig vel út á skjánum og því ekki úr vegi að spyrja hann hvort kærastinn, Viðar Eggertsson leikari og leikstjóri, hafi gefið honum góð ráð áður en tökur hófust.

Viðar hefur ráð undir rifi hverju og gaf mér fullt af góðum ráðum.

Það er ekki hægt að sleppa Sveini án þess að fá hjá honum uppskrift. Hann gefur uppskrift að ljúffengu Saltfisksalati.

Saltfisksalat

800 gr saltfiskhnakkar útvatnaðir og roðlausir

3 msk hvítlauksolía

Nýmulinn svartur pipar

3 msk panko raspur

200 g grilluð niðurlögð paprika.

200 g niðulögð þystilhjörtu

200 g grænar ólífur

3 stönglar bergminta

Skerið saltfiskinn í þunnar sneiðar, hellið hvítlauksolíuna yfir og piprið. Veltið saltfisknum upp úr raspinum, steikið á heitri pönnu í ca 1 ½ mín á hvorri hlið.

Raðið saltfiskneiðunum á fat, skerið parikuna og þystilhjörtun gróft, sneiðið ólífurnar í tvennt. Blandið öllu varlega saman. Stráið síðan bergmintunni yfir.

Gott að bera fram með grófu brauði eða blanda saman við stökk salat.
26.apr. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Karmellubombur með hvítu súkkulaði: megavinsæl í barnaafmælin

Ásta Lilja Björnsdóttir deildi skemmtilegri uppskrift í facebookhópi foreldra barna í Rimaskóla en hún segir að hér sé á ferðinni sívinsæl "bombuuppskrift" sem sonur hennar kom með heim úr Heimilisfræðinni þegar hann var í 7. bekk!
25.apr. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

9 algeng eldhúsmistök - samantekin ráð Sælkerapressunar

Gæti verið að þú sért komin upp á lag með algeng eldhúsmistök? Farðu vandlega yfir listann hér að  neðan!
24.apr. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Linsur frá Líbanon - ljómandi grænmetisréttur

Nanna Rögnvaldardóttir birtir uppskrift á blogginu sínu "Konan sem kyndir ofninn sinn" sem er undir áhrifum mið-austurlenskar matargerðar.
22.apr. 2015 - 09:00 Bleikt

Hversu lengi geymast afgangarnir í raun?

Það er fátt betra en að eiga afgang af góðum mat, en stundum gleymist að borða hann daginn eftir. Þegar vafi leikur á varðandi gæði matarins er ágætt að nota lyktarskynið til að leiðbeina sér, en hér eru þumalputtareglur varðandi nokkrar tegundir matar sem segja til um hversu lengi hann geymist.
22.apr. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Gourmand bókaverðlaunin - viðurkenningar til Íslenskra matreiðslubóka

Gourmand verðlaunin eru ein þau virtustu í heiminum á sviði matar- og vínbóka. Hér eru allar íslensku matreiðslubækurnar sem hlutu verðlaunin í ár!

21.apr. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Ekki bara vöfflur: ert þú að nýta möguleika vöfflujárnsins til fulls?

Börnin á Sælkerapressuheimilinu trylltust næstum því úr gleði þegar Kitchen Aid vélin var tekin úr kassanum enda ekki búið að vera til vöfflujárn á heimilinu í fjölda ára og söknuðurinn eftir slíkum dásemdum var orðin sár.
20.apr. 2015 - 17:24 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Matarmarkaður Krás á Loft Hostel - Sælkeraviðburður!

Matarmarkaðurinn Krás og Loft Hostel taka höndum saman og ætla að fagna sumardeginum fyrsta með matarmarkaði næstkomandi fimmtudag.
20.apr. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Eldhúsumbætur: óskhyggjan og raunveruleikinn

Draumaeldhúsið eða blákaldur, yndislegur og heimilislegur raunveruleikinn?
18.apr. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Hvítlauksskonsur, gott og fljótlegt súpubrauðmeti - UPPSKRIFT

Það getur verið svo gott að fá nýbakað brauðmeti með súpunni. Skonsur þurfa ekki að hefast svo ilmandi og volg dásemdin er komin á borðið á innan við hálftíma!
17.apr. 2015 - 20:00 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Lime avókadó hrákaka - UPPSKRIFT

Bragðgóð kaka sem er borin fram köld.
16.apr. 2015 - 21:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Sítrónukex: æðislegt með ís - UPPSKRIFT

Þetta sítrónukex er líkt og uppfrískandi en hlýlegur vorvindur. Pínu fullorðins og sjúklega gott með vanilluís, kaffisopa... eða kampavíni!
15.apr. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Þrjú hráefni, þrjú salöt - UPPSKRIFT

Seint klikkar ofurhúsfreyjan Martha Stewart! Bragðlaukarnir færa vorið örlítið nær með þessum æðislegu salathugmyndum.
13.apr. 2015 - 15:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Við erum að skera kökur vitlaust! Hér er vísindalega rétta aðferðin!

Aðferðin sem flestir nota til að skera kökur er augljóslega stórkostlega gölluð! Rétta leiðin er vísindalega sönnuð...
12.apr. 2015 - 12:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Eplin í gestahlutverki; Hjónabandssæla - UPPSKRIFT

Sælkerapressan rakst á nýstárlega útfærslu á klassískri hjónabandssælu. Einskonar samvörpun á hjónabandssælu og eplaköku sem reyndist dæmalaust góð.
11.apr. 2015 - 12:55 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Rófusnakk: UPPSKRIFT

Hvort sem þú notar gular rófur eða rauðrófur þá er þetta snakk ómótstæðilega gott og auðvelt að búa til.
10.apr. 2015 - 13:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Terta með lakkrís og sítrónufrómas - UPPSKRIFT

Þessi terta er vegleg í útliti og bragðið kemur á óvart. Frísklegur sítrónufrómasinn og sítrónuþykknið (curd) kallast á við lakkrísbragðið. Botninn er venjulegur hvítur botn sem er litaður er með svörtum matarlit svo að áherslan á lakkrísbragðið verður ennþá sterkari, og andstæðurnar skarpari milli kökunnar og kremsins.
09.apr. 2015 - 21:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Kúrbítspizza; nýja föstudagspizzan? - UPPSKRIFT

Um að gera að bjóða uppá Kúrbítspizzu eftir allt hátíðarmatarátið um páskana. Auk þess að vera kolvetnalítil er hérna komin ódýr og fljótgerður föstudagsréttur!
08.apr. 2015 - 11:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Tælenskur kjúklingaréttur með lime-kóríandersósu - UPPSKRIFT

Tom Ka Gai er alþekkt tælenskt matarfyrirbæri og oftast borið fram sem súpa. Í þessari uppskrift er súpan orðin að pottrétti með kjúklingi, sveppum, sítrónugrasi, chillí, sykurbaunum og dásamlegri þykkri kóríandersósu.
07.apr. 2015 - 09:00 Bleikt

Átta hugtök sem næringarfræðingar þola ekki að heyra

Stanslaust er tekist á um mataræði og heilsu. Dag einn er lausnin hér og næsta er hún þar. Það sem var hollt í gær er óhollt á morgun og svo framvegis. Fólk hendir hinum og þessum hugtökum fram og til baka og allir hafa sína skoðun á málinu. Hér má sjá hvað ýmsir næringafræðingar hafa að segja um ýmis vinsæl hugtök sem fólk notar þegar rætt er um mat.
05.apr. 2015 - 10:09 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Samantekin ráð Sælkerapressunar - Matarboð

Það er hægt að huga að ýmsu þegar halda á matarboð og eflaust eru gestirnir alveg jafn ánægðir hvort sem gestgjafinn leggur mikla vinnu og natni við smáatriðin eða bara hreinlega kaupir veislubakka frá góðum sushi veitingastað og býður heim. Að þiggja boð og láta dekra við sig í mat og drykk er nefnilega oft alveg stærðsta atriðið!
04.apr. 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Sætir páskaungar; bollakökur með kremi - UPPSKRIFT

Skemmtilegt páskadútl sem á eftir að gleðja börnin. Glettilega auðvelt í samsetningu!
03.apr. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Chiapannacotta - hollur páskaeftirréttur! - UPPSKRIFT

Svona chiapannacotta sómir sér vel sem fljótlegur eftirréttur eða jafnvel sem punkturinn yfir i-ið eftir letilegan morgunverð með fjölskyldunni!
01.apr. 2015 - 09:00

Póstkort frá París - Apríl og vorið komið

Enn berst Sælkerapressunni póstkort frá heimsborginni París og vinkonu okkar búsettri þar henni Sigríði Gunnarsdóttur. Nú deilir hún með okkur því sem er á döfinni í aprílmánuði!
31.mar. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Lambakjöt í smjördeigi, tilvalið í páskasunnudagsmatinn! - UPPSKRIFT

Kjöt sem er eldað í hjúp gerðum úr smjördeigi verður aldrei seigt enda rennur smjörið úr deiginu inn í kjötið. Óviðjafnanlega gott sama hvaða kjöt er fyrir valinu.
28.mar. 2015 - 17:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Byltingarsmákökur - UPPSKRIFT

Sælkerapressan hefur ekki látið umræðu undanfarinna daga framhjá sér fara og skapaði henni til heiðurs allsérstakar og yndislega bragðgóðar smákökur. Við kynnum: Byltingarsmákökurnar!
Alveg tilvaldar til að bera fram með sunnudagskaffinu til að skapa áframhaldandi umræður - nú eða æfa sig í narti!
28.mar. 2015 - 12:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Hvítur fiskur með heimalöguðu klettasalatspestó - UPPSKRIFT

Hversdagsfiskur í sparifötum. Heimalagað klettasalatspestó er algjört augnakonfekt með hvíta fiskinum. Einfalt og gott!
27.mar. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Sænsk klessukaka með poppi og karamellu - UPPSKRIFT

Þessi kaka er uppáhaldsútgáfan mín af sænsku klessukökunni (s. kladdkaka) sem er eins konar norræn gerð af franskri súkkulaðiköku. Í hvorugri er lyftiduft sem gerir að verkum að þær verða þéttari í sér og klessulegar eða blautar án þess þó að vera hráar.  Hér kemur ofur-kladdköku-sprengjan. Hrískúlum er bætt í deigið og ábreiðan er úr poppi og karamellu. Sætt, salt og syndsamlegt!

26.mar. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Estragon kjúlli = bernaisesósu kjúlli - UPPSKRIFT

Kært krydd hefur mörg nöfn... það á vissulega við um estragon sem einnig er kallað dragon, tarragon og á okkar ylhýra fáfnisgras. Held að þetta krydd þekkist kannski betur sem "bernaise-sósu-kryddið".
25.mar. 2015 - 20:28 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Fljótlegt spínatlasagna - UPPSKRIFT

Helena Eldhúsperla deilir uppskrift að fljótlegu spínatlasagna; 10 mínútur í undirbúningi og 30 mín í ofninum? Fljótlegt með meiru!
24.mar. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Veislubakstur - Skínkuhorn - UPPSKRIFT

Berglind á Gotterí og gersemar deilir skotheldri uppskrift að Skínkuhornum. Alveg ómissandi í allar veislurnar sem eru framundan!
23.mar. 2015 - 20:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Fiskur í fyrirtaks appelsínutómatsósu - UPPSKRIFT

Einhvernvegin fannst bragðkombóið fiskur og appelsína passa saman... fyrr en ég smakkaði það!
22.mar. 2015 - 10:48 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Fljótgert eplabrauð í hollari kantinum - UPPSKRIFT

Þetta er gerlaust brauð og hallast á hollari kantinn því hér er engin hvítur sykur, spelt og hafrar í stað hveitis og tvennskonar fræ. Gott með hádegissúpunni, með ostasneið í kaffitímanum eða ristað með tebolla.
21.mar. 2015 - 18:15 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Matargrúskarinn Nanna Rögnvaldar

Íslensk nútímamatarhefð á sér ýmsar mismunandi myndir. Við eigum færa matreiðslumeistara sem ná afburðaárangri innanlands sem erlendis, fjölmarga ástríðusælkera sem brenna fyrir heilsusamlegum mat, bollakökusnillinga og skreytingarmeistara. Og svo eigum við þjóðargersemina Nönnu Rögnvaldar!

20.mar. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Bjór í vikulok? Hér er bjórsósu kjúklingabringan! - UPPSKRIFT

Föstudagur: einn bjór svona í vikulok? Afhverju ekki prófa að laga bjórsósukjúklingabringur! Slær pottþétt í gegn hjá bjóráhugafólkinu á heimilinu.
18.mar. 2015 - 18:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Kryddaðar bleikju tacos - UPPSKRIFT

Það er jafn gott að nota bleikju og lax í þennan rétt. Kryddbragðið tekur mann á framandi slóðir með dúndrandi tacosveiflu!
17.mar. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Nanna Rögnvaldardóttir - vöfflur og viðtal við Sælkerapressuna

Sælkerapressunni barst heimboð til Nönnu Rögnvaldardóttur í tilefni útgáfu nýju bókar hennar; „Ömmumatur Nönnu“
16.mar. 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Skærgræn spínatsúpa - UPPSKRIFT

Það er ekki bara Stjáni Blái sem verður sterkur af að borða spínat!
15.mar. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Prufubakstur Sælkerapressunnar: Bananakaka með döðlum - UPPSKRIFT

Eitt af því fyrsta sem ég skoða þegar ég fæ tímaritið Gestgjafann í hendurnar er uppskriftin að „sunnudagskökunni“. Þarna má oft finna kökur sem sóma sér prýðilega einhleypar á kaffiborðinu á sunnudögum. Sælkerapressan prufubakaði þessa saðsömu bananaköku.
14.mar. 2015 - 11:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Blaut súkkulaðikaka með expressó - UPPSKRIFT

Þessi súkkulaðikaka er algjörlega fullorðins. Ekta eftirréttasúkkulaðikaka eftir góða helgarmáltíð!
13.mar. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Oreo-eftirréttur sem engin stenst - UPPSKRIFT

Þessi eftirréttahugmynd er svo óskaplega sniðug og einföld en lítur þeim mun glæsilega út að hún hentar hvort sem er í hversdagseftirrétt fyrir fjölskylduna, í saumaklúbbinn eða flotta borðhaldsveislu með sætaskipan!
12.mar. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Peru, hnetu og gráðosta spagettí að hætti Nautnaseggja - UPPSKRIFT

Perur, gráðostur og hnetur er alveg stórkostlegt kombó!
11.mar. 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Salt Eldhús - Kennslueldhús sælkerans

Það má lengi á sig blómum bæta og það hafði Sælkerapressan svo sannarlega í huga þegar skoðað var úrval námskeiða sem eru í boði hjá Salt Eldhúsi.
10.mar. 2015 - 19:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Cake-pops námskeið hjá Berglindi - dúllerí á háu stigi!

Berglind Hreiðarsdóttir er kökuskreytingarsnillingur sem hefur tekið áhuga og ástríðu skrefinu lengra og haldið vinsæl námskeið í bæði bollakökuskreytingum og kökupinnum.
10.mar. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Fylltar sætar kartöflur að hætti Eldhúsperlunnar Helenu - UPPSKRIFT

Á blogginu Eldhúsperlu.comr deilir Helena þessum girnilegu fylltu sætu kartöflum. Í þær setur hún kjúkling, gráðost og buffalo hot sauce. Sjóðandi heitt og dásamlega gott.
09.mar. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Póstkort frá París!

Sælkerapressunni barst póstkort frá sjálfri höfuðborg sælkeralífsstílsins, París! Sigríður Gunnarsdóttir hefur búið þar lengi og deilir með sér hvað sé á döfinni þar núna í marsmánuði.
08.mar. 2015 - 08:51 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Hinar fullkomnu súkkulaðibitasmákökur! - UPPSKRIFT

Ég hef stundum lagst í könnunarleiðangur uppskriftalega séð. Sælkerar kannast örugglega við þetta áráttu; að bera saman „bestu skúffukökuna“ við „skúffuköku tengdó“ og svo „klassíska skúffuköku“. Alveg útpæld vísindi að komast að því HVAÐ það er sem gerir uppskriftina að dúndur-eðal.


06.mar. 2015 - 18:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Laxaborgari með spicy rækjusalati - UPPSKRIFT

Að þessu sinni kynnum við til sögunnar uppskrift að ljúfum laxaborgara. Grunnurinn er auðveldur en svo er um að gera að bragðbæta með uppáhaldsfiskikryddinu, breyta um lauktegund eða bæta við ferskum kryddjurtum eins og sólselju (dilli).
06.mar. 2015 - 08:30 Bleikt

Klikkuð ostadýfa úr aðeins þremur hráefnum - UPPSKRIFT

Það þarf ekki að vera flókið að fá sér eitthvað alveg einstaklega gómsætt. Þessi bragðgóða ostadýfa er tilvalinn á föstudagskvöldi, hvort sem þú ætlir að sitja heima og horfa á sjónvarpið eða vera vinsælasta manneskjan í partýinu.
04.mar. 2015 - 11:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Þegar Sælkeri fer til útlanda

Þegar Sælkeri fer til útlanda eru það matvöruverslanir sem heilla...
03.mar. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Mystery cake = safarík tómatakaka! - UPPSKRIFT

Þessi kaka er dulítið safaríkari og öðruvísi útgáfa af gulrótarkökunni stórgóðu. Í Bandaríkjunum kallast hún stundum Mystery Cake (Leyndarmálskakan) því í henni eru tómatar sem er nær ógerlegt að giska á við að bragða á henni. Grænmeti í kökum er alltaf dálítið sérstakt og næstum því hægt að halda því fram að þar með sé kakan orðin meinholl!

Begga Sælkerapressan - um hana