04. sep. 2010 - 15:00Marta María

Fagur fiskur í sjó slær í gegn: Fleiri þættir komnir í framleiðslu

Sveinn Kjartansson sýnir flotta takta í sjónvarpsþáttunum, Fagur fiskur í sjó.

Sveinn Kjartansson sýnir flotta takta í sjónvarpsþáttunum, Fagur fiskur í sjó. Mynd: Úr einkasafni

Matreiðsluþættirnir, Fagur fiskur í sjó, í umsjón Sveins Kjartanssonar og Áslaugar Snorradóttur hafa slegið í gegn á Ríkissjónvarpinu. Svo vinsælir hafa þættirnir verið að nú er búið að búa til tvo nýja þætti sem sýndir verða 12. og 19. september. Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari og einn eigenda Fylgifiska segist vera „túramaður“ þegar kemur að matreiðslu.

„Það var ákveðið að gera tvo þætti til viðbótar, enda af nægu að taka. Í fyrri þættinum koma „grallarar“ við sögu. Þessir „grallarar“, sem upplýst verður í þættinum hverir eru, verða soðnir, fylltir og steiktir. Í þessum þætti förum einnig í Heiðmörkina í sveppa- og berjamó. Enda er nú sá árstími til að nýta þessa ávexti jarðarinnar. Síðari þátturinn er með fókus á ýmsar kryddjurtir og fræ. Við búum til meðal annars. grænt masala frá grunni, sem við síðan kryddum blálöngu með. Þá hittum við graslækni, sem fræðir okkur um mátt jurtanna og fáum að sjá hvernig búa eigi til taílenskar fiskikökur og fleira gott, svo eitthvað sé nefnt af því sem fjallað er um í þeim þætti.

Þegar Sveinn er spurður að því hvað hafi staðið upp úr við gerð þáttanna nefnir hann lærdóminn.

Fyrir mig var það óneitanlega það að vera kominn í þá skemmtilegu og ögrandi aðstöðu að fá að læra enn meira um mat og matargerð. Einnig kom kúfskelin mér skemmtilega á óvart.

Það er ekki hægt annað en að spyrja Svein um hvað honum finnist skemmtilegast að matbúa. Hann á samt erfitt með að velja eitthvað eitt því hann segist vera túramaður.

Matreiðsla er ástríða fyrir mér og mér finnst einstaklega gaman að uppgötva og prófa ýmis hráefni og möguleikana sem felast í þeim til að gera góða og skemmtilega rétti. Ég get ekki valið neitt eitt varðandi matreiðslu, sem ég hef meiri ánægju af en annað. En það má kannski segja að ég sé „túra“ maður þegar kemur af því hvað mig þykir skemmtilegast hverju sinni. Tek tarnir í uppáhalds einhverju.

Eru íslendingar nógu duglegir við að borða fisk?

Já, allavega viðskiptavinir okkar í Fylgifiskum. Margir þeirra borða fisk mörgum sinnum í viku. Fiskur er bara það góður að það er verst fyrir þá, sem ekki borða fisk, að missa af slíku lostæti að njóta.

Sveinn tekur sig vel út á skjánum og því ekki úr vegi að spyrja hann hvort kærastinn, Viðar Eggertsson leikari og leikstjóri, hafi gefið honum góð ráð áður en tökur hófust.

Viðar hefur ráð undir rifi hverju og gaf mér fullt af góðum ráðum.

Það er ekki hægt að sleppa Sveini án þess að fá hjá honum uppskrift. Hann gefur uppskrift að ljúffengu Saltfisksalati.

Saltfisksalat

800 gr saltfiskhnakkar útvatnaðir og roðlausir

3 msk hvítlauksolía

Nýmulinn svartur pipar

3 msk panko raspur

200 g grilluð niðurlögð paprika.

200 g niðulögð þystilhjörtu

200 g grænar ólífur

3 stönglar bergminta

Skerið saltfiskinn í þunnar sneiðar, hellið hvítlauksolíuna yfir og piprið. Veltið saltfisknum upp úr raspinum, steikið á heitri pönnu í ca 1 ½ mín á hvorri hlið.

Raðið saltfiskneiðunum á fat, skerið parikuna og þystilhjörtun gróft, sneiðið ólífurnar í tvennt. Blandið öllu varlega saman. Stráið síðan bergmintunni yfir.

Gott að bera fram með grófu brauði eða blanda saman við stökk salat.
27.feb. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Sítrónuangandi kjötbollur með sherrírjómasósu - UPPSKRIFT

Sítrónur eru stútfullar af C-vítamíni sem er akkúrat það sem við gætum verið að fara á mis við svona á miðjum vetri þegar kvefpestirnar hrjá okkur sem mest. Ein sítróna uppfyllir dagsþörf okkar af C-vítamíni, auk þess að vera vatnslosandi og bólgueyðandi.
26.feb. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Hakksúpa með grænmeti - UPPSKRIFT

Þessi nautahakkssúpa er frekar ofarlega á súpulista barnanna. Í öðru sæti á eftir tómatasúpu sem þau kalla „tómatSÓSU“ og ég er ekkert að leiðrétta þann misskilning! Er ekki ágætt að nota nautahakk í eitthvað annað en hakk og spagettí einstaka sinnum?
25.feb. 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Fræhökkbrauð, glútenlaust, LKL - UPPSKRIFT

Þetta fræhrökkbrauð er kolvetna- og glútenlaust enda eru bara allskyns frægerðir í því og fiberhusk, einnig kallað psyllium husk duft, notað til að binda saman í staðinn fyrir hveitið. Hægt að hlaða góðu áleggi á þetta á morgnana!
24.feb. 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Matreiðslumaður ársins - óvissukarfa hráefna kvöldið fyrir lokakeppnina

Fjórir matreiðslumenn munu etja kappi í úrslitakeppni Matreiðslumanns ársins næstkomandi sunnudag í Hörpunni. Áskorunin er gríðarleg þar sem þeir fá afhenta óvissukörfu með hráefnum kvöldið fyrir keppni og elda svo í opnu eldhúsinu á Smurstöðinni þar sem gestir og gangandi geta fylgst með.
23.feb. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

M&M sem skreyting í fermingarveislu? - Hugmynd!

Það er að óskaplega mörgu skemmtilegu að huga þegar halda á veislu, hvort sem það er skírn, brúðkaup, afmæli, eða eins og margir foreldrar akkúrat þessa dagana eru að skipuleggja: ferming!
21.feb. 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Konudagseftirrétturinn! Dásamlegt hindberjahlaup - UPPSKRIFT

Er ekki tilvalið að dekra við dömuna sína á konudaginn? Hindberja-chardonnay-hlaup með þeyttum rjóma er sætur og nautnalegur réttur, bæði í útliti og bragði. Má útbúa með fyrirvara og töfra fram úr ísskápnum með tilþrifum!
20.feb. 2015 - 18:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Íslensk bjórhátíð á Kex 26. febrúar - 1. mars - Sælkeraviðburður!

26 ára afmælisdagur íslenska bjórsins. Því ber að fagna!
20.feb. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Matarmarkaður Búrsins 28. febrúar - Sælkeraviðburður!

Súr, sætur og safaríkur matarmarkaður í Hörpunni helgina 28. febrúar - 1. mars.
19.feb. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

50 gráir ... kjúklingaskuggar! - UPPSKRIFT

Væntanlega fer enginn varhluta af 50 gráum skuggum þessa dagana. Bókin. Bíómyndin. Lostafull leiktæki og klæðnaður. Og nú einnig: matreiðslubókin!
18.feb. 2015 - 10:40 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Valentínusardagurinn varð sorgardagur í Nutella-veldinu

Stofnandi og aðaleigandi ítalska Nutella og Ferrero Rocher veldisins lést á sjálfan Valentínusardaginn, 89 ára að aldri. Alþjóðlegi Nutelladagurinn var 5. febrúar síðastliðinn.
18.feb. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Sætkartöflusúpa sem vermir - UPPSKRIFT

Sætar kartöflur eru mun betri kolvetniskostur en venjulegar kartöflur því þær innihalda flóknari kolvetni og mun fleiri vítamín, trefjar og andoxunarefni en þessar hefðbundnu hvítu. Svo fljótlegt og gott að gera súpu úr svona ofurgrænmeti.
17.feb. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Sælkeraforréttur: Parmesankex með rjómaosti og reyktum lax - UPPSKRIFT

Heimagert parmesankex með rósmarínkeim, smurt rjómaosti og hlaðið reyktum lax. Hver afþakkar slíkt?
16.feb. 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

7 hugmyndir fyrir lax í ofni - UPPSKRIFT

Lax er æðislegt hráefni og þarf alls ekki flókna matseld til að úr verði bragðgóður matur sem hentar allri fjölskyldunni. Þessar sjö tillögur eru allar líklegar til slá í gegn!
14.feb. 2015 - 10:06 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Sælubiti: bakstur í tilefni Valentínusardags - UPPSKRIFT

Sælubiti er dökka útgáfan af hinni vinsælu sjónvarpsköku. Kallast kärleksmums á sænsku og er klassísk skúffukaka með súkkulaðiglassúr- og kókos stráð yfir. Ótrúlega þægilegt að baka svona skúffuköku sem endist alla helgina. Vinsæl hjá öllum aldurshópum!
14.feb. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Mið-austurlenskur kjúklingur og salat að sama skapi - UPPSKRIFT

Að elda heilan kjúkling er lítið mál. Hita ofn, krydda, skella kjúllanum inn og gleyma sér svo við að gera eitthvað skemmtilegt. Klukkustund seinna er komin veislumáltíð!
13.feb. 2015 - 13:58 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Reykjavík Cocktail Weekend úrslitin - Lorenzo besti RCW drykkurinn

Sunnudagskvöldið 8. febrúar fór fram í Gamla Bíó úrslitakeppnin í Íslandsmóti Barþjóna, vinnustaðakeppni barþjóna og Reykjavík Cocktail Weekend drykknum.
13.feb. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Vatnsdeigsbollur sem geta ekki klikkað!

Bolludagur er handan við hornið og ætli flestir taki ekki forskot á sæluna núna á sunnudag og fái sér eina… eða tvær… eða fimmtán!
11.feb. 2015 - 20:00 Veröldin

Fyllt paprika í ofni: Stútfull af andoxunar efnum og A -og C - vítamínum – UPPSKRIFT

Þetta er súper einföld uppskrift af fylltri rauðri papriku eða bara þeim lit sem þér þykir best.  Rauð paprika er rík af C - vítamíni, B6 og magnesíum.
11.feb. 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Mad Men heimilishald - leiðbeiningarritið er til!

Myndarskapur húsmæðra (og feðra) er eitthvað sem fer aldrei úr tísku og það er alveg hægt að skemmta sér með lestri leiðbeiningarrita um heimilishald og matseld jafnvel þó bækurnar séu orðnar fornar.
Sælkerapressan gluggar í bókina „America's Housekeeping Book“ sem reynist vera alveg frábær fyrirmynd fyrir okkur sem hafa gaman af Mad Men-stemmningunni!
10.feb. 2015 - 17:25 Pressan

Þetta er draumauppskrift bjóráhugamanna

Þeir sem eru hrifnir af bjór og drykkju hans ættu nú að geta glaðst mikið því Englendingur nokkur telur sig vera búinn að finna út hvernig er hægt að nota bjór til að búa til bjórhlaup, það er að segja sælgætið hlaup með bjórbragði.
10.feb. 2015 - 17:23 Bleikt

Ert þú búin að smakka eftirréttina á Apotek Restaurant?

Ef þú hefur ekki ennþá smakkað eftirréttina á Apotek Resturant þá verður þú klárlega að kíkja við og prufa því þeir eru alveg ótrúlega gómsætir og í algerum sérflokki. Hægt er að borða eftirréttina á staðnum en einnig er hægt að stoppa við á eftirréttabarnum og taka með sér eftirrétti, franskar makkarónur og súkkulaði sem gert er á staðnum.
10.feb. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Papríkudýfa með valhnetum. Holl dýfa? Játs! - UPPSKRIFT

Sumar ídýfur eða maukdýfur er hægt að borða eintómar með skeið. Þetta er pottþétt ein af þeim. Hún er frekar þykk og passar fullkomlega sem meðlæti með couscous-réttum ýmiskonar (finn fallafel bragðið bara við tilhugsunina), á ostabakkann, ofaná snittur eða hreinlega saman við heitt pasta sem sósa.
Eða bara í skál. Með skeið.
09.feb. 2015 - 09:03 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Fiskisúpa með appelsínukeim og rækjuhvítlaukssurprise- UPPSKRIFT

Góð fiskisúpa er eins og vísa. Aldrei of oft kveðin... eða löguð!
Þessi er með óvæntum tilburðum eins og stjörnuanís ásamt ofanágumsi sem lyftir súpunni á dálítið skemmtilegar hæðir.

Stjörnuanís er kínverskt krydd og notað í bæði matseld og bakstur. Gefur skemmtilegan lakkrískeim. Ætti að fást í Hagkaup eða Heilsuhúsinu.


08.feb. 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Eggaldin með mozzarella, yndisverður fyrir tvo - UPPSKRIFT


Getur verið ágætt að fá sér eitthvað létt í hádeginu um helgar. Eggaldin telst oft vera örlítið vandmeðfarið, þarf að salta vel, elda vandlega og þá er varla hægt að klikka með því að steikja OG baka í ofni. Þá fer tyggjóáferðin alveg í burtu. Mozzarellaosturinn toppar herlegheitin.

07.feb. 2015 - 10:46 Ragga Ragnars

Hrákaka vikunnar: ég verð alltaf að eiga eina svona í frysti – UPPSKRIFT

Hrákaka er eitthvað sem ég verð alltaf að eiga í frysti. Þegar ég fæ löngun í eitthvað gott, þegar ég þarf að hlaupa út og vill taka eitthvað fljótlegt og hollt með mér eða þegar gestir koma, er mjög gott að eiga eina holla og góða köku í frystinum sem auðvelt er að fá sér af.
07.feb. 2015 - 08:23 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Ómótstæðileg heslinetukaka með appelsínurjóma - UPPSKRIFT

Hnetur eru svo seðjandi og æðislegar í alla matargerð og bakstur. Svo eru þær stútfullar af próteini, góðri fitu, trefjum og andoxunarefnum. Þessi heslihnetukaka er þess vegna alveg prýðilega holl... allavega frábær með helgarkaffinu!
06.feb. 2015 - 09:23 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Þorskur á spínatbeði - UPPSKRIFT

Ekta föstudagsfiskur! Léttur og góður fiskurinn og þá getur maður sannarlega leyft sér smá rjómasósu með. Fullkomið með hvítvínsglasi.
05.feb. 2015 - 20:59

Bergljót Björk ráðin ritstjóri Sælkerapressunnar: Fjölbreyttur matseðill af sælkeratengdum fréttum

Bergljót Björk Halldórsdóttir hefur verið ráðin ritstjóri Sælkerapressunnar. Bergljót, eða Begga eins og hún er gjarnan kölluð, lýsir sér sem ástríðufullum nautnasegg þegar kemur að mat og bakstri og ætlar hún að deila ýmsum fróðleik með lesendum Pressunnar. Á Sælkerapressunni verður meðal annars að finna fjölbreyttar uppskriftir, áhugaverða tengla, umsagnir um veitingastaði og margt fleira.
05.feb. 2015 - 13:32 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Alþjóðlegi Nutella dagurinn - nytsamlegir hlekkir

Með andakt og heslihnetu-glotti vekur Sælkerapressan athygli á NUTELLA deginum!
05.feb. 2015 - 13:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Brúni maturinn: áttundi áratugurinn í uppskriftum.

Uppskriftakortskassi frá áttunda áratugnum hefur verið tæklaður í heild sinni! Fjölskyldan Bruun bloggar um matarferðalagið með frábærlega fyndnum árangri.
04.feb. 2015 - 16:02 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Reykjavík Cocktail Weekend - 30 staðir á einni kvöldstund?

Reykjavík Cocktail Weekend er hafin og Sælkerapressan settist í dómarasætið!
04.feb. 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Semlukaka að sænskum sið - UPPSKRIFT

Svíar eiga óhemju mikið af góðum tertum og sætabrauði í uppskriftalager sínum. Núna strax í janúar byrjuðu Semlurnar að hæðast að fólki sem var í jólaaðhaldi. Þetta eru kardimommubrauðbollur sem eru fylltar með möndlumassa nokkurskonar og góðu magni af rjóma.
03.feb. 2015 - 12:45 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Uovo in purgatorio - UPPSKRIFT

Uovo in purgatorio eru einfaldlega egg í bolognese-hakksósu sem ástríðufullir Ítalir nefna "Egg í hreinsunareldinum". Ótrúlega einfalt og gott. Prýðilegt fyrir okkur kolvetnisviðkvæma sem vilja sleppa pastaneyslu en samt fá girnilegan hakkrétt.
Þetta er svona frábær grunnuppskrift sem er hægt að leika sér svolítið að. Nota jafnvel einhverja tilbúna tómatpastasósu eða öðruvísi ost. Sumir vilja hafa olífur með og eitthvað djúsí brauð til að skafa upp sósuna með.
29.jan. 2015 - 11:00

Lakkrísgott sem þú verður að prófa - Uppskrift

Hér er ein ótrúlega góð og ljúffeng uppskrift frá henni Berglindi í Gotterí og gersemar sem Veröldin fékk góðfúslegt leyfi til að birta. Sniðugt að prófa um helgina með krökkunum, fyrir kaffiboðið eða bara að njóta hvenær sem er:
21.jan. 2015 - 11:00

Regnboga pönnukökur - UPPSKRIFT

Regnbogapönnsurnar eru líflegar að sjá. Það er alltaf gaman að bjóða í bröns. Amerískar pönnukökur er sniðug hugmynd í sunnudags-brönsinn og renna ljúflega niður með sýrópi. Það er samt gaman að breyta til og bjóða upp á eitthvað öðruvísi og nýtt. Ofurmamman á síðunni www.iammommy.typepad.com hitti beint í mark þegar hún bjó til regnboga-pönnukökur handa fjölskyldunni.
12.jan. 2015 - 23:00

„Þessi súpa er hundrað sinnum sterkari en sýklalyf“

Þessi súpa virkar miklu betur en nokkur sýklalyf og ég hef prufað hana og staðfesti það hér með að hún þræl virkar.
08.jan. 2015 - 10:00

Berglind gerir vandræðalega góða kjúklingasúpu með hnetusmjöri

„Í tælenskum mat er grænmetið í aðalhlutverki og litagleðin og fegurðin í hámarki, “ segir Berglind Guðmundsdóttir matarbloggari og höfundur bókarinnar Gulur, rauður, grænn & salt, en hún er nýkomin úr fríi frá Tælandi.
23.des. 2014 - 13:41 Kynning

Hátíðarvín.

Þá er komin tími til að velja vín til að drekka með hátíðarmatnum og einnig myndi þetta henta vel sem jólagjöf handa þeim sem þér þykir vænt um.
23.des. 2014 - 09:09

Sælkerabúðin Bitruhálsi 2 – gullkista sælkerans.

Á Bitruhálsi 2 er skemmtileg verslun með sannkallaðar sælkeravörur, oft kölluð best geymda leyndarmál sælkerans og er það svo sannarlega.
16.des. 2014 - 11:50

„Fyrir þá sem kunna að meta það góða í lífinu“

Hér eru á ferðinni miklir fagurkerar. Heiti þessarar greinar er yfirskrift lífsstílssíðunnar Njóttu sem vakið hefur mikla athygli á Facebook, sem er eiginlegt heimasvæði síðunnar. Þegar þetta er skrifað hafa vel yfir 8.000 þúsund manns „líkað við“ Njóttu en umsjónarmenn síðunnar stefna að því að ná 10.000 fyrir lok þessa árs.
10.des. 2014 - 17:21

Einstök Doppelbock jólabjórinn kominn aftur

Guðjón Guðmundsson gerir ráð fyrir því að viðbótin eigi eftir að klárast ansi fljótt. Doppelbock jólabjórinn frá Einstök seldist upp hjá framleiðanda og í flestum Vínbúðum ÁTVR í lok nóvember. Samkvæmt framkvæmdastjóranum hafa móttökurnar verið vonum framar, enda bjórinn fengið bæði góða dóma og umfjöllun.
09.des. 2014 - 12:54

Apotek Restaurant - nýr veitingastaður

 Apotek Resturant nýr og spennandi veitingastaður opnaði laugardaginn 6. desember s.l. að Austurstræti 16. Þetta hús er að margra mati eitt af virðulegustu húsum borgarinnar enda er það einstaklega glæsilegt og býr yfir langri sögu
04.des. 2014 - 13:46 -

Ljúfir tónar um helgina á Vínsmakkaranum Öl og Vínstofu.

Það verður mikið um að vera um helgina á Vínsmakkaranum, Laugavegi 73. Tónleikar verða föstudagskvöldið 5. desember og  laugardagskvöldið 6. desember.  
01.des. 2014 - 16:30 Stefán Vínsmakkari

Vín vikunnar er Monte Velho 2013

Einkunn: 8 af 10 mögulegum. Þegar fólk hugsar almennt um portúgölsk vín dettur þeim helst í hug rósavín, eins og Mateus eða gamla góða portvínið. Margir gera sér hins vegar ekki grein fyrir því að til eru fanta góð rauð- og hvítvín frá Portúgal á markaðinum, og það á sanngjörnu verði.  
26.nóv. 2014 - 17:00

Kalkúnaveisla og lifandi tónar

Kalkúnaveislan hefur notið sívaxandi vinsælda á meðal Íslendinga. Líkt og undanfarin ár verður þakkargjörðardagurinn haldinn hátíðlegur á Hótel Cabin í Reykjavík. Í boði verður kalkúnahlaðborð með öllu tilheyrandi og ljúffengri Pekanböku með rjóma í eftirrétt.
21.nóv. 2014 - 17:04 -

Vínsmakkarinn Öl og Vínstofa, Laugavegi 73

Á Laugaveginum, nánar tiltekið Laugavegi 73, er huggulegur veitingastaður, Vínsmakkarinn Öl og Vínstofa. Staðinn rekur Stefán Gujónsson en hann er einn af fremstu vínþjónum landsins.
21.nóv. 2014 - 13:30

Sérstakt Jóla-Brennivín fáanlegt fyrir jólin

Ný sérútgáfa af íslensku Brennivíni verður nú fáanlegt fyrir jólin. Í grunninn er um að ræða gamla góða Brennivínið, sem þó hefur fengið að þroskast í heila sex mánuði á notuðum sérrí- og búrbóntunnum. Brennivín er 80 ára á komandi ári og því var ákveðið að fara áður ótroðnar slóðir.
18.nóv. 2014 - 15:00

Jólabjóraflóðið: Jólagullið í belgískum stíl

Jólagull Ölgerðarinnar hefur verið meðal vinsælustu jólabjóra landsins í sívaxandi jólabjóraflóði undanfarinna ára. Þetta er fjórða árið sem Jólagull er fáanlegt en nú kveður við nýjan og framsæknari tón en áður. 
15.nóv. 2014 - 11:30

Garún nr.19 og Snorri nr.10 hljóta alþjóðleg verðlaun

Garún fékk silfrið í flokki Imperal Stout og Snorri hlaut sjálft gullið í flokki jurta og kryddaðra bjóra. Bjórarnir frá Borg brugghús halda áfram að sópa að sér alþjóðlegum verðlaunum. Núna síðast voru það Garún nr.19 og Snorri nr.10 sem lentu á palli í keppninni European Beer Star sem haldin var í Munchen þann 12. nóvember síðastliðinn.
14.nóv. 2014 - 17:16

Jólabjóraflóðið: Bock-frændurnir JólaBock og Doppelbock

JólaBock og Einstök Doppelbock eiga það sameiginlegt að rætur þeirra beggja liggja til Einbeck í Þýskalandi. Helsti munurinn á þeim frændum er sá að Doppelbock er maltmeiri og töluvert sætari. Í þokkabót er hann örlítið sterkari - 6,7% á móti 6,2 prósentum JólaBock.

Begga Sælkerapressan - um hana