14. nóv. 2017 - 12:30Sælkerapressan

Pylsuhorn sem gera allt betra

Mynd/Blaka.is

Mynd/Blaka.is

Ég er svo heppin að vera í fjölskyldu með konu, nánar tiltekið konu frænda míns, sem bakar heimsins bestu pylsuhorn. Þessi pylsuhorn fæ ég einu sinni á ári og hlakka alltaf til stundarinnar sem ég get hámað þau í mig. 

En einu sinni á ári er auðvitað ekki nóg. Í fullkomnum heimi væru pylsuhorn á boðstólnum alla daga. Þannig að ég ákvað að prófa að henda í mína útgáfu af pylsuhornum, heimilisfólkinu til mikillar gleði.

Þessi eru auðvitað ekki nærri því jafngóð og heimsins bestu pylsuhorn en ég gerði allavega heiðarlega tilraun til að apa þau eftir. Ekki misskilja mig, pylsuhornin mín voru alveg hreint ágæt og kláruðust á sirka 10 mínútum heima hjá mér, þannig að ég get alveg ábyrgst það að uppskriftin er góð.

Svo má líka benda á að það er hægt að leika sér með fyllingar í deiginu og þarf ekkert endilega að nota pylsur. Það má til dæmis fylla hornin með smurosti, skinku, pepperoni, aspas, sveppum eða einhverju öðru gómsætu. Endilega leyfið ímyndunaraflinu að leika lausum hala! Og verði ykkur að góðu!

Hráefni

1 pakki þurrger
1 1/4 bolli volgt vatn
2-3 msk sykur
50 g brætt smjör
3-4 bollar hveiti
1 1/2 tsk salt
10 pylsur
sætt eða sterkt sinnep
1 egg
1msk mjólk
sesamfræ


Mynd/Blaka.is

Leiðbeiningar

Byrjið á að blanda geri, vatni og sykri saman og leyfið því að standa í 5-10 mínútur, eða þar til blandan byrjar að freyða.Bætið síðan smjöri og hveiti vel saman við, sem og saltinu. Hnoðið deigið vel og skellið því síðan í skál. Setjið viskastykki yfir skálina og leyfið deiginu að hefast í um klukkutíma.

Hitið ofninn í 200°C og setjið smjörpappír á ofnplötur.Skiptið deiginu í 4-5 búta og fletjið hvern bút út í hring.Skerið hvern hring í 8 parta með pítsaskera þannig að 8 þríhyrningar myndist.

Smyrjið hvern þríhyrning með sinnepi. Skerið pylsurnar í hæfilega stóra bita og setjið einn bita á hvern þríhyrning. Rúllið þríhyrningunum upp, byrjið frá breiða endanum, og brettið síðan aðeins upp á endana þannig að bitarnir líkist hornum.

Raðið á ofnplötu. Blandið saman eggi og mjólk og penslið hornin með blöndunni. Stráið síðan sesamfræjum yfir.Setjið viskastykki yfir hornin og leyfið þeim aðeins að hvíla í um 10-15 mínútur.

Skellið þeim síðan inn í ofn og bakið í 15-20 mínútur. Njótið vel og lengi!

Uppskriftin birtist upphaflega á Blaka.is07.sep. 2017 - 18:00 Sælkerapressan

Kaffikaka sem allir elska

Kaffikaka sem allir elska og þrátt fyrir að hún sé stútfull af kaffi þá komst ég að raun um það um daginn þegar ég bauð upp á hana í fjölskylduboði að allir elska þessa köku. Meira að segja börn og unglingar sem snerta ekki kaffi! 
05.sep. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Sumarleg sítrónu-kókoskaka með kremi

Þegar sólin skin svona síðsumars getum við alveg platað okkur til að halda í sumartilfinninguna aðeins inn á haustdagana núna í September. Enn betra er að baka sítrónuköku með kókoskeim þannig að bragðlaukarnir séu með á nótunum!
01.sep. 2015 - 11:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Tvær í einu! Súkkulaðibollakökur með ostakökufyllingu

Afhverju að velja milli tveggja þegar hægt er að baka BÁÐAR kökugerðir í einu?!
19.ágú. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Dásamleg brúnka með karamellu og saltkringlum

Súkkulaði er alveg ótrúlega notendavænt hráefni sem næstum engin fúlsar við þegar það er í boði. Það er hægt að bera það fram eintómt, blanda í það utanaðkomandi bragði eða áferð, bræða það, frysta það, nota í bakstur, húða með því og já, meira að segja setja það í sósur og annan mat!
25.júl. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Brownies í bolla bökuð örbylgjunni - tilbúið á mínútu!


Heiðdís Rósa er nýflutt til Noregs og nýtur lífsins í botn þar með fjölskyldunni sinni. Hún er augljóslega með lager af íslenskum þristum sem hægt er að útbúa bolla-brownie með þegar heimþörfin lætur á sér kræla. Hér deilir hún tveimur uppáhalds bolla-brownie sem hægt er að útbúa í örbylgjunni með lítillri fyrirhöfn.
23.júl. 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Smákökuvísindi - stökk, seig eða mitt á milli?

Vísindin klikka ekki! Viltu vita hvað gerir smákökuna extra seiga? Fullkomlega stökka? Kíktu hér!
06.júl. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Prufubakstur Sælkerapressunar - Kaka með hvítu súkkulaði, brasilíuhnetum og bláberjum

Þessi birtist í Gestgjafanum og er algjörlega ómótstæðileg!
04.júl. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Brúnkudeig á ótal vegu - Betty mælir með...

Brúnkudeig úr pakka er stundum bara voða þæginlegt og algjörlega skothellt ef maður vill spara sér tíma og vera alveg 120% viss um að fá ljómandi niðurstöðu. Tilraunastarfsemi er kannski síður tengd Betty Crocker en það er kannski bara misskilningur...
27.jún. 2015 - 08:00 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Sykurlaust bananabrauð Heilsupressunnar


23.jún. 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Kardimommukaka með rabbabara

Kannski finnst ykkur kardimommuilmurinn helst minna á jólin og þá er kannski furðulegt að bjóða uppá slíka köku um hásumar… en ég lofa! Þegar súrum grænum eplum eða rabbabarabitum er þrýst ofan í deigið heyrist allt annað en jólalög!
21.jún. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Rabbabarabaka - hveiti og sykurlaus!

Sigurbjörg Rut lagðist í tilraunastarfsemi á þessari rabbabaraböku, hún skyldi verða bæði hveiti og sykurlaus!
20.jún. 2015 - 21:19 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Miðsumar - Sumarsólstöður = Jarðaberjatertan ómissandi!

Þessa helgina er sumarið algjöru hámarki. Sól er hátt og lofti og því er fagnað víðsvegar um heim. Í Svíþjóð er margra daga fögnuðurinn Midsommar og jarðaberjatertan er skyldumætt!
16.jún. 2015 - 18:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Þjóðlegt á sautjándanum - rjómapönnsur

Á sautjánda júní skundum við mörg niður í bæ, strengjum vor heit og látum rigna aðeins á okkur með fána í einni og gasblöðru í hinni. Fátt er svo betra en koma heim í heitt kaffi og nýbakaðar rjómapönnsur!
11.jún. 2015 - 21:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Bláberjakaka með glassúr - uppskriftin fyrir helgarbaksturinn er HÉR!

Fyrir utan að vera girnileg og góð eru bláberin stútfull af andoxunarefnum þannig að við þurfum ekkert að vera feimin við að bæta við tveim lúkum af sykri og smá smjöri til að úr verði þessi dásamlega kaka!
07.jún. 2015 - 10:58 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Löng bílferð framundan? Ferðalög? Upprúllaðar pönnsur með rjómaosti!

Einhendis nesti (matur sem hægt er að bera að munni sér með annari hendinni) er svo tilvalið  bílferðarnesti!
06.jún. 2015 - 10:00

Í tilefni Colour Run! Regnboga pönnukökur

Regnbogapönnsurnar eru líflegar að sjá. Það er alltaf gaman að bjóða í bröns. Amerískar pönnukökur er sniðug hugmynd í sunnudags-brönsinn og renna ljúflega niður með sýrópi. Það er samt gaman að breyta til og bjóða upp á eitthvað öðruvísi og nýtt. Ofurmamman á síðunni www.iammommy.typepad.com hitti beint í mark þegar hún bjó til regnboga-pönnukökur handa fjölskyldunni.
26.maí 2015 - 21:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Allt-of-mikið-brownies - út fyrir öll mörk!

Ragnheiður Ásta deilir uppskrift sem er meira aðferðarfræði frekar en uppskrift. Svo einfalt er það!
22.maí 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Oreo-eftirréttur sem engin stenst - Júróvisionnammigott!

Þessi eftirréttahugmynd er svo óskaplega sniðug og einföld en lítur þeim mun glæsilega út að hún hentar hvort sem er í hversdagseftirrétt fyrir fjölskylduna, í saumaklúbbinn eða flotta borðhaldsveislu með sætaskipan!
16.maí 2015 - 11:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Sælkerapressan mælir með - skreytingarnámskeið hjá Berglindi

Berglind Hreiðarsdóttir kökuskreytingarsnillingur með meiru boðar til kökuskreytinganámskeiða við allra hæfi í Mosfellsbænum. Tilvalið að læra réttu handtökin fyrir sumarið!
10.maí 2015 - 09:52 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Súkkulaðiskonsur á sunnudegi

Helena Eldhúsperla gleður heimilisfólkið sitt um helgar með nýbökuðum súkkulaðiskonsum. Dásamlega góðar volgar með smjöri og osti!
04.maí 2015 - 21:06

Mynd dagsins: Allt um kökuna sem freistaði forsætisráðherra í dag - Uppskrift

Uppákoma varð í þinginu í dag þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yfirgaf salinn til að fá sér köku. Nokkrir þingmenn vildu meina að hann ætti að vera svara fyrirspurnum þingmanna.
01.maí 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Oreo unaður - mögnuð rjómaostasprengja!

Tinna Björg birti þessa æðislegu Oreo rjómaostasprengju á blogginu sínu fyrir þónokkru síðan og vinsældir þessarar uppskriftar hafa síður en svo dalað. Sælkerapressunni barst til eyrna að hér væri um að ræða einfalda en óheyrilega góða ostaköku.
28.apr. 2015 - 08:41 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Súkkulaðivöfflur Sælkerapressunar - eftirréttur drauma þinna

Sælkerapressan flaug hátt upp í vöfflujárns-maníuna þegar Kitchen Aid vöfflujárnið veglega var tekið í notkun. Súkkulaðivöfflurnar eru hreinlega ómótstæðilegar!
26.apr. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Karmellubombur með hvítu súkkulaði: megavinsæl í barnaafmælin

Ásta Lilja Björnsdóttir deildi skemmtilegri uppskrift í facebookhópi foreldra barna í Rimaskóla en hún segir að hér sé á ferðinni sívinsæl "bombuuppskrift" sem sonur hennar kom með heim úr Heimilisfræðinni þegar hann var í 7. bekk!
18.apr. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Hvítlauksskonsur, gott og fljótlegt súpubrauðmeti - UPPSKRIFT

Það getur verið svo gott að fá nýbakað brauðmeti með súpunni. Skonsur þurfa ekki að hefast svo ilmandi og volg dásemdin er komin á borðið á innan við hálftíma!
17.apr. 2015 - 20:00 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Lime avókadó hrákaka - UPPSKRIFT

Bragðgóð kaka sem er borin fram köld.
16.apr. 2015 - 21:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Sítrónukex: æðislegt með ís - UPPSKRIFT

Þetta sítrónukex er líkt og uppfrískandi en hlýlegur vorvindur. Pínu fullorðins og sjúklega gott með vanilluís, kaffisopa... eða kampavíni!
12.apr. 2015 - 12:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Eplin í gestahlutverki; Hjónabandssæla - UPPSKRIFT

Sælkerapressan rakst á nýstárlega útfærslu á klassískri hjónabandssælu. Einskonar samvörpun á hjónabandssælu og eplaköku sem reyndist dæmalaust góð.
04.apr. 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Sætir páskaungar; bollakökur með kremi - UPPSKRIFT

Skemmtilegt páskadútl sem á eftir að gleðja börnin. Glettilega auðvelt í samsetningu!